Fara í efni

Dagsferðir

814 niðurstöður

Hreyfill Taxi Tours

Fellsmúli 26, 108 Reykjavík

Hreyfill svf. sem stofnað var árið 1943 er eitt elsta og þekktasta fyrirtæki í leiguakstri á Íslandi og þeirra stærst. Gerðar eru miklar kröfur til bílstjóra og gæða ökutækja með tilliti til sem bestrar þjónustu við þá ferðamenn sem ferðast með Hreyfli um Ísland.

Hreyfill leggur áherslu á styttri ferðir, með minni ferðahópa, 1-8 farþega. Um er að ræða sérvaldar leiðir, þar sem áhersla er lögð á að farþegar njóti sem best sérkenna íslenskrar náttúru og landslags og hafi möguleika á t.d. fuglaskoðun, hestaleigu, siglingum, veiði ofl.

Þó um sérvaldar ferðir sé að ræða, er auðvelt að breyta tímalengd og ákvörðunarstöðum. Þá er auðvelt að skipuleggja einstaka ferðir að óskum ferðafólks með stuttum fyrirvara.

Kostir styttri ferða fyrir litla hópa eru margir, m.a. persónulegri, hagkvæmari og sveigjanlegri þjónusta en t.d. í áætlunarbílum. Allur kostnaður er innifalinn í verði ferðar nema annað sé tekið fram.



Arctic Journeys

Nesvegur 55, 107 Reykjavík

Ice Pic Journeys

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   

Iceland Activities

Mánamörk 3-5, 810 Hveragerði

Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.

Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland. 

Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.

Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:

  • Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
  • Brimbrettaferðir og kennsla.
  • Gönguferðir.
  • Hellaferðir.
  • Jeppaferðir.
  • Snjóþrúguferðir
  • Starfsmannaferðir og hvataferðir
  • Skólaferðir
  • Zipline

Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.

Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Reykjavik Private Tours

Hnoðravellir 13, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Haukur Geirsson

Ránargata 45, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðalög ehf.

Álfatún 21, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sjóferðir

Kjarrholt 2, 400 Ísafjörður

Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið 2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka áfram með svipuðu sniði.

Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur við
rekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.

Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48 farþega bátur sem oft fær viðurnefnið “drottningin”.

Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.

Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is 

Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá
Stíg í síma 866-9650  

SEA TRIPS

Ægisgarður 3, 101 Reykjavík

Persónulegri þjónusta: með áherslu á upplifun ferðamannsins. Við á Amelíunni tökum færri farþega en aðrir bátar og það gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að einstaklingnum og tryggja jákvæða upplifun ferðamannsins.

Aukin þægindi: Amelían er lúxussnekkja þar sem allt umhverfi, bæði utan- og innandyra er afar aðlaðandi og aukin þægindi tryggja ánægðari farþega.

Betra aðgengi – mun betri upplifun: Amelía Rose er ólík öðrum hvalaskoðunarbátum að því leyti að um borð eru þrjú þilför sem tryggja að allir gestir geti notið útsýnisins í botn. Hægt er að ganga hringinn í kringum þilförin og færa sig þannig á auðveldan hátt til að sjá betur það sem fyrir augun ber. Að auki eru þilförin að hluta til yfirbyggð og veita því betra skjól gegn veðri og vindum.

Ljúfari sigling: Hin sérstaka hönnun Amelíu Rósar, gerir það að verkum að ferðamaðurinn finnur lítið fyrir sjóveiki meðan á siglingu stendur en skipið er byggt sem úthafsskip og þolir því betur allan öldugang. Það er stór plús þar sem margir ferðalangar verða sjóveikir i lengri ferðum eins og hvalaskoðunarferðum.

Sérsniðnar sundasiglingar: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 16. maí.

Við bjóðum fyrirtækjum, vinahópum og fjölskyldum uppá allar gerðir af sérsniðnum ferðum. Hvort sem tilefnið er að halda uppá stórafmæli, fagna útskrift, hitta vinnufélagana eða bara hreinlega gera sér glaðan dag þá býður Amelia Rose og Axel Rose uppá einstaka aðstöðu til að gera daginn eftirminnilegan.

Snekkjan er búin góðu hljóðkerfi fyrir tónlist og leðursófum. Tilvalið er að byrja kvöldið með fordrykk við bryggju, meðan gestir ganga um borð og síðan sigla um sundin blá við ljúfa tónlist í einstöku umhverfi. Hægt er að flétta inn í ferðina sjóstöng, krabbaveiði eða okkar einstaka leik “ Eat like a Viking”, svo fátt eitt sé nefnt. Hvert sem tilefnið er þá getum við sérsniðið veisluna eftir þörfum hvers og eins.

Hentar:
- Fyrirtækjum
- Starfsmannafélög
- Hópeflisferðir
- Afmæli
- Útskriftaferðir
- Veislur
- Vinahópar

Sundasigling á Snekkju: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 19. júní. Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag frá Faxaflóa ásamt á því sjá seli, fugla og jafnvel hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.

Þetta er 1,5 tíma ferð um Faxaflóa með viðkomu í Engey, Lundey, Viðey ofl. staði. 

Tímabil: 15/06 - 30/09 2020
Brottför: föstdaga kl. 16, laugar- og sunnudaga kl. 10 og kl. 14
Lengd ferðar: Ca. 1,5 -2 klst. 

Innifalið:
- Bátsferð
- Leiðsögn
- Áhöfn með mikla reynslu
- Frítt WiFi
- Björgunarvesti
- Salerni um borð
- Hægt að kaupa veitingar um borð
- Afnot af grilli (kær komið að taka með sér eitthvað til að grilla)

Nánari upplýsingar og bókanir á seatrips@seatrips.is eða í síma 865 6200. www.seatrips.is/is/

Arctic Yeti

, 101 Reykjavík

Arctic Yeti ehf. hefur mikla reynslu í skipulagi sérsniðinna ferða á Íslandi, fyrir pör, fjölskyldur og hópa. Hafið samband með ykkar hugmynd og við svörum eins fljótt og hægt er.

Local tours ATV

Sandfellshaga 2, 671 Kópasker

Fjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland.

Smellið á Facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar. 

Skipuleggjum fjórhjólaferðir á Norðausturlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum

Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.

Skorrahestar ehf

Skorrastaður, 740 Neskaupstaður

Skorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði.

Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com .  Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði.

Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is

Snowmobile.is

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Snowmobile.is er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í snjósleða-, íshella- og jeppaferðum á Langjökli bæði skipulögðum ferðum sem og sérferðum þar sem ferðirnar eru aðlagaðar að þörfum viðskiptavina.

Y.I. / Your Iceland

Hamarsgata 2, 170 Seltjarnarnes

Hávar Sigurjónsson

Holtagerði 78, 200 Kópavogur

Ég er ökuleiðsögumaður með þrjú tungumál, ensku, dönsku og þýsku, er lærður leiðsögumaður frá MK og með WFR fyrstu hjálpar þjálfun.  Er með eigin bíl til hálendis- jafnt og láglendisferða og í samsatarfi við ferðaskrifstofu um skipulag lengri ferða.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Skallanaust

Mörk 1, 765 Djúpivogur

Gentle Giants

Hafnarsvæði (Harbour Side), 640 Húsavík

Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík

LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI?

Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni.

Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir.

FJÖR Í FLATEY

Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni.

Verið velkomin um borð!

Katla Whale Watching

Ægisgarður 5f, 101 Reykjavík

Fjallafari - Highlander

Vesturgata 52, 101 Reykjavík

Vinssamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Spyrnir ehf.

Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstaðir

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

East Coast Travel

Hlíðartún 4, 780 Höfn í Hornafirði

Iceland Driver

Holtagerði 78, 200 Kópavogur

Igólfur Jóhannesson

Bjarkarholt 10, 270 Mosfellsbær

BestTours.is

Þórustígur 32, 260 Reykjanesbær

Ober Leigubílar

Smyrilshlíð 10, 102 Reykjavík

Hæli - Hrossarækt og hestaferðir

Hæli, 541 Blönduós

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Matur, saga og menning í Stykkishólmi / Gönguferðir í Stykkishólmi / Gönguleiðsögn á Snæfellsnesi

Nesvegur 13, 340 Stykkishólmur

Iceblue

Grundarhvarf 9, 203 Kópavogur

Bjóðum lengri og styttri jeppaferðir og einnig gistingu á Suðurlandi.

Local Travel

Stóri Klofi, 851 Hella

Local Travel er dagsferða- og viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í afþreyingu og náttúruupplifun í sínu nærumhverfi.

Fyrirtækið er rekið af hjónunum Möggu og Adda sem ákváðu að söðla um og flytja úr stórborginni í Landsveitina. Magga er söngkona, ferðamálafræðingur, viðburðastjórnandi og náttúruunnandi. Hún er þekkt fyrir að vera þúsundþjalasmiður með reynslu og áhuga á menningu og skapandi greinum. Addi er mikið náttúrubarn sem hefur áralanga reynslu af leiðsögn. Árbakkinn er þó hans uppáhaldsstaður en hann hefur verið ástríðufullur veiðimaður frá barnæsku. Bakgrunnur hans og reynsla liggur í sölu, markaðs og þjónustustjórnun fyrirtækja.

Við tökum að okkur  skipulagningu á viðburðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga- gönguferðir, hópefli, vinnufundi, ráðstefnur& brúðkaup. Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og klæðskerasníðum ferðir og viðburði að óskum viðskiptavina og mælum með gistimöguleikum sem henta hverjum og einum.  

Bite Iceland

Brekkutún 8, 200 Kópavogur

Tristan tours

Hörðukór 3, 203 Kópavogur

Iceland with kids

Unnarbraut 8, 170 Seltjarnarnes

Iceland with kids  

Húsafell Giljaböð

Húsafell 1, 311 Borgarnes

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum.

Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð.

Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli. 

Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Margfætlur ehf.

Grundarstræti 1, 420 Súðavík

EV Travel

Ásholt 40, 105 Reykjavík

Kristjans-tours.com - Kristján Haraldsson

Jakasel 9, 109 Reykjavík

Kristjans-tours.com lítið fyrirtæki, með leyfi ferðasala dagsferða. Við þjónum litlum hópum, mest átta manns í ferð, og sérhæfum okkur í stuttum dagsferðum um Reykjavík og dagsferðum um Reykjanes.

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum góða þjónustu í hvívetna.

High North

Vallarás 2, 110 Reykjavík

High North býður upp á dagsferðir á breyttum jeppum sem eru sérútbúnir fyrir íslenskar aðstæður. Í boði eru ferðir fyrir smærri hópa og einstaklinga sem leiddar eru af leiðsögumönnum sem búa yfir mikilli reynslu. Persónuleg þjónusta gefur enn betri skilning á landi og þjóð. Mikið úrval er af fyrirfram ákveðnum ferðum en einnig er boðið upp á sérsniðnar ferðir eftir óskum viðskiptavina.

Atlantik

Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík

Atlantik er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa, fágætis ferðamennsku, ráðstefnum og erlendum hvataferðahópum.

Atlantik hefur 40 ára reynslu af skipulagningu krefjandi verkefna og þjónustu við erlenda ferðamenn. Hjá fyrirtækinu starfa 30 manns.

Island Aviation ehf

Flugskýli 30A, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Flutningaþjónustan

Desamýri 1, 112 Reykjavík

Topphestar

Flæðigerði 2, 550 Sauðárkrókur

Börkur Hrólfsson

, 128 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Touring Iceland

Vættaborgir 26 , 112 Reykjavík

Touring Iceland sérhæfir sig í ferðum með leiðsögn fyrir minni hópa. Við erum reiðubúin að veita ráðgjöf og aðstoð við að skipuleggja fríið á Íslandi.

Snorri Travel

Völuteigur 6, 270 Mosfellsbær

Snorri Travel er rútuþjónusta sem sérhæfir sig í útleigu á rútum með bílstjóra fyrir lengri og styttri hópferðir. Við erum fjölskyldufyrirtæki sem hefur flutt ferðamenn á Íslandi í meira en 35 ár. Markmið okkar er einfalt, við erum hér til að veita hagkvæma og áreiðanlega hópferðaþjónustu. Við þjónustum stærri aðila; svo sem ferðaskrifstofur og skemmtiferðaskip en einnig einkahópa svo sem fjölskyldur, nemandahópa og starfsmannahópa.

Vill hópurinn fara á vélsleða, að skoða íshella eða fara í siglingu á Jökulsárlóni? Sjá norðurljósin, skoða eldfjöll, jökla, hella, fossa eða hveri? Fara á kajak, í gönguferðir, hvalaskoðun, í tjaldferð? Borða á fínum veitingastöðum eða fá sér pylsu á bæjarins bestu? Fara í sund, í Bláa lónið eða Sky Lagoon, fara á hestbak eða skoða lunda? Heimsækja söfn, sögulega staði eða kannski eitthvað allt annað?

 Segið okkur frá því og við hjálpum ykkur að láta það gerast.

Fisherman Seafood trail

Aðalgata 14, 430 Suðureyri

Fisherman er ferðaskipuleggjandi með fullgild réttindi sem hefur aðsetur á Suðureyri. Fisherman er líka ástríðufullur matgæðingur sem elskar að taka á móti frábæru fólki frá öllum heimshornum og gefa þeim ekta lífsreynslu. Fisherman býður upp á ferðir sem sameina bæði menningarlega og matargerðarlega upplifun sem og að bjóða upp á hótelgistingu. 

Hótelgestir fá Seafood Trail ókeypis yfir sumartímann. Gestir geta einnig tekið sér hlé á kaffihúsinu í miðbæ þorpsins.

Fisherman Seafood Trail, vörumerki fyrirtækisins og leiðsögn, býður upp á einstaka upplifun af rólegum ferðalögum.

Dekraðu við skynfærin með sælkerasmökkun, sögu staðarins í afskekktri, fallegri og sjálfbærri Suðureyri og kynntu þér hvernig sjávarútvegurinn hefur mótað íslenska menningu, fyrr og nú.

Það eru daglegar brottfarir yfir sumartímann en vinsamlegast hringið á undan til að staðfesta tímasetningu.

Ice Explorers

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Lynghorse

Lynghóll, 551 Sauðárkrókur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hawk The Beard Tours

Ártún 11, 311 Borgarnes

Sjóferðir Kela/Keli Sea Tours

Oddeyrarbót 1, 600 Akureyri

Sjóferðir Kela/Keliseatours.is

Keli Seatours/Sjóferðir Kela er lítið fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun á Akureyri sem hóf starfsemi sumarið 2017. Fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra, Áskelssona, sem gerðu upp gamlan eikarbát sem byggður var af föður þeirra, Áskeli Egilssyni, og félögum hans á Akureyri árið 1975.  Bátinn, sem var fiskibátur í um 40 ár, átti að rífa. Á tímabilinu maí til október eru í boði daglegar siglingar um Eyjafjörð, aðallega hvalaskoðun en einnig er möguleiki á sjóstöng eða einkaferðum sé þess óskað. Við bjóðum upp á frítt kaffi, heitt súkkulaði og kex um borð fyrir viðskiptavini.  Allir farþegar klæðast hlífðarfatnaði um borð (flotgöllum) til þæginda og öryggis og þá er að sjálfsögðu salerni um borð.  Gott er að vera í góðum skóm og taka með sér húfu og vettlinga.  Áætlaður ferðatími í hvalaskoðun er 3 tímar

 

facebook.com/keliseatours

 

 

Mountain Family

Vesturberg 148, 111 Reykjavík
Mountain Family sérhæfir sig í að handvelja hágæða ferðir frá öruggum samstarfsaðilum. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að bóka flottustu ferðir Íslands á einum stað.

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir

Holtsgata 48, 245 Suðurnesjabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Þín leið

, 105 Reykjavík

Þín leið er jóga- og ráðgjafarstöð sem leggur áherslu á útijóga og ráðgjöf úti í náttúrunni. Í boði eru jógagöngur og jógaferðir á Íslandi allan ársins hring af fjölbreyttri lengd.


Jógaferðir í boði:

  • Gönguhugleiðsla í Reykjavík
  • Jógagöngur í nágrenni höfuðborgarinnar (síðdegi og kvöld)
  • Dagsgöngur og dagsferðir á SV-, S- og V-landi
  • Umbreytandi ferðir (hlédrag) með jóga og ráðgjafarvinnu
  • Hálendisferðir: Bakpoka- og rútuferðir

Sumar/haust 2021:

  • Síðdegis- og kvöldgöngur ágúst - september 
  • Dagsgöngur með jóga frá ágúst 
  • Jógaferð að Landmannahelli, 10-12.september: Gönguferðir, jóga úti og inni, hugleiðingar til sjálfseflingar
  • Sjálfseflandi ferð í Öræfi, 1.-3.október. Gönguferðir, náttúrujóga, markmiðavinna

Lengd, erfiðleikastig og innihald: 

  • Ferðirnar eru mislangar, frá stuttum gönguhugleiðslum sem taka eina klukkustund og 2 – 3 klst. jógagöngu upp í vikuferðir um hálendið
  • Áreynslan er breytileg, frá frekar léttum „eins skóa“ göngum upp í erfiðari þriggja „skóa“ göngur
  • Áherslan í ferðunum er að njóta náttúrunnar, kyrrðar og samveru. Stunda jóga í náttúrunni og draga athyglina inn á við
  • Ferðirnar ýta okkur úr vananum með því að færa okkur aðeins út fyrir boxið og reyna stundum á eigið þor
  • Löng reynsla af jógaferðum á Íslandi á öllum árstíðum, í mismunandi veðrum og svæðum
  • Jóga er fjölbreytt og því hægt að velja um standandi, sitjandi og liggjandi jógastöður, hugleiðslur, öndunaræfingar, slökun eftir hvað hentar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana: hronn@thinleid.is

ÓK Hvammstorg

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Visitors Tours / Netið ráðgjöf ehf.

Sigtún 45, 105 Reykjavík

Visitor‘s Guide inniheldur mikið af gagnlegum upplýsingum um Ísland og íslenskt samfélag. Hér má finna upplýsingar um allt frá því hvað hlutir kosta á Íslandi að upplýsingum um sólsetur og sólarlag, sem og gátlista fyrir erlenda ferðamenn.


Lindarhraun ehf.

Hraunprýði 1, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aurora Private / Golden Circle Private / South Coast Private

Hvassaleiti 139, 103 Reykjavík

Iceland - North Dream

Dúfnahólar 2, 5E, 111 Reykjavík

Ljudmila Nikolajsdottir Stsjigoleva (Людмила Щиголева) er rússnesk og ættuð frá Úkraínu. Hún hefur búið á Íslandi frá árinu 2007 og er með próf í íslensku frá Háskóla íslands. Þá er hún einnig útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskólanum.

Circle Air

Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri

Circle Air starfrækir útsýnis- og leiguflug á flugvélum og þyrlum. Flugvélakostur er nýlegur og mjög þægilegur til ferðalaga innanlands sem utan. Útsýnisflugvélar félagsins rúma allt að 7 farþega í einu þar sem hver og einn hefur sitt gluggasæti. Af hverju ekki að lyfta upp allri fjölskyldunni, starfsmannahópnum eða vinnustaðnum? Ferðalag um Ísland úr lofti er ógleymanleg reynsla og gefur nýja sýn á landið. Leitið tilboða. Verðið gæti komið á óvart.

Fyrir stærri hópa, starfsmanna – og hvataferðir eða utanlandsferðir vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu, í e-mail eða á Facebook-síðu félagsins og við svörum um hæl.

High country Iceland

Bolalda 4, 850 Hella

Arctic Fun

Bragðavellir 1, 766 Djúpivogur

Við hjá Arctic Fun bjóðum upp á kajak ferðar á Austurlandi við Djúpavog - sérsníðnar ferðir sem henta öllum. Upplagt tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskylduna, vini eða jafnvel sem hópefli fyrir starfsfólk fyrirtækja. Það er svo dásamlegt að njóta náttúrunnar frá miðjum firði! Arctic Fun útvegar allann nauðsynlegan búnað svo sem þurrbúning, hanska, skó og öryggisbúnað. Endilega kíkið á síðuna okkar fyrir frekari upplýsingar og bókanir. Sjáumst í sumar!

Into the Wild

Fagrabrekka 20, 200 Kópavogur

Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.

Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland

Kayak Farm

Hvammur, 861 Hvolsvöllur

Pickup ehf.

Vallargata 30, 245 Suðurnesjabær

Airport Direct

Reykjavík Terminal, Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Airport Direct bíður upp á flugvallarskutl á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið bíður upp á þjónustu fyrir alla, rútuferðir í tengingu við allar komur og brottfarir á flugvellinum, allan sólarhringinn, allan ársins hring, frá Keflavík til Reykjavík Terminal í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavik.

Auk þess er í boði hótel tenging við hótel á Reykjarvíkursvæðinu. Premium flugvallarskutl þar sem farþegar eru keyrðir beint að dyrum á ákveðnum svæðum í Reykjavík.

Þjónustuborð Airport Direct er staðsett í komusalnum á Keflavíkurflugvelli og rúturnar eru staðsettar beint fyrir utan. Allar brottfarir frá Reykjavík eru frá Reykjavík Terminal í Skógarhlíð 10, með viðkomu í Hamraborg.

Travel North

Sunnuvegur 5, 800 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Nordix

Svölutjörn 57, 260 Reykjanesbær

Nordix starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sem býður upp á einkaferðir og dagferðir frá Reykjavík. Kannaðu íslenska náttúru með okkur í bílum af hágæða flokki.

Sagaevents ehf.

Hverfisgata 39, 101 Reykjavík

Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áralanga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi. Sagaevents hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir, stórar sem smáar. Meðal verkefna eru hvata- og hópaferðir, árshátíðir, gala kvöldverðir, fyrirtækjaviðburðir, ráðstefnur, brúðkaup, tónleikar, beinar útsendingar, verðlaunaafhendingar og margt fleira. 

Sagaevents hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa einstakar upplifanir í sátt og samlyndi við umhverfið, gesti og birgja. Við höfum skapað traust tengslanet við listamenn, veitingaaðila, tæknifólk, viðburðastaði, leiðsögumenn og starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við nýtum reynslu okkar, ástríðu og sköpunarkraft til að gera drauma viðburð eða ferðalag viðskiptavina okkar að veruleika.  

Við leggjum mikið uppúr góðu samstarfi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þegar línur hafa verið lagðar útfærir Sagaevents hugmyndirnar, leggur fram kostnaðaráætlun og sér svo um framkvæmd og skipulag. Við vinnum innan þess ramma sem þú setur, en gætum þess á sama tíma að setja skapandi hugsun og skemmtilegum lausnum engin mörk. 

Þegar þú velur Sagaevents tryggir þú að þú vinnir með reynslumiklum, heiðarlegum og traustum aðilum, fullum af sköpunarkrafti með það að markmiði að gera þínar hugmyndir að veruleika. 

Sagaevents er aðili að Ráðstefnuborginni Reykjavík / Meet in Reykjavik og hvatningaverkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta auk þess að vera með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. 

Super Jeep Experience

Fururhlíð 7, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Geysirland-Akureyri

Sólveigarstaðir, 605 Akureyri

Arctic Blue

Hlíðarhjalli 69, 200 Kópavogur

Taxi Tours

Ásvallagata 48, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stable Stop

Ytri Bægisá, 601 Akureyri

Stable Stop er rekið af fjölskyldunni á Ytri-Bægisá í Hörgárdal, aðeins 15 mín frá Akureyri. Hér búa 3 kynslóðir og við bjóðum upp á fjölbreyttar hestaferðir við allra hæfi, allt frá 1 klukkustund upp í heilan dag.

Á Ytri-Bægisá erum við með um 120 kindur og um 80 hross. Allir í fjölskyldunni hafa mikla ástríðu fyrir hestamennsku og við eyðum mestum hluta frítíma okkar í að hjóla, þjálfa og smala hestunum okkar.

Vínekran Tour Guide / Mon Guide en Islande / FRANCIS Guide

Kópavogsbraut 103, 200 Kópavogur

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

GTIce ehf.

Lágengi 26, 800 Selfoss

Við erum sjálfstætt, íslenskt fjölskyldufyrirtæki í dagferðaþjónustu og viðurkenndur leyfishafi sem ferðasali dagsferða. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og á hverju ári frá upphafi höfum við hlotið "Certificate of Excellence" viðurkenningu Trip Advisor, sem telja má einstakan árangur.

niceland.travel

Veghús 27a, 112 Reykjavík

Iceland Sea Angling

Aðalgata 2, 420 Súðavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

GspotIceland

Hafnargata 44, 230 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Diamond Tours Iceland

Ólafsgeisli 8, 113 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ragnarök Kennel

Hafþórsstaðir, 311 Borgarnes

Aurora private

Hvassaleiti 139, 103 Reykjavík

Valtýr Gunnlaugsson

Heiðargerði 18, 190 Vogar

Olli ehf.

Eyrargata 8, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland in Luxury

Desjamýri 9, 270 Mosfellsbær

The Cave

Fljótstunga, 320 Reykholt í Borgarfirði

Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu. 

Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi.

Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar. 

The War Tour

Smiðjustígur 11A, 101 Reykjavík

Iceland Travel

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn. 

Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.

Imagine Iceland Travel ehf.

Laxagata 4, 600 Akureyri

Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu. 

 

Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.

 

Dæmi um ferðir.

Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss)

Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss)

Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð)

Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn )

Northern Lights ( Norðurljósaferð)

Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð )

Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)

Mountain Explorer Iceland

Suðurgata 46, 230 Reykjanesbær

Scandinavia Travel North ehf.

Garðarsbraut 5, 640 Húsavík

Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.

Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.

Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.

Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.

Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.

Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

Boomerang ehf.

Skipasund 58, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ögur Travel

Ögur Ísafjarðardjúpi, 401 Ísafjörður

Ögur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.

Taxi-Airport.is

Hlíðarvegur 60, 200 Kópavogur

FAR Iceland Travel

Miðvangur 7, 220 Hafnarfjörður

Wildboys.is

Reynivellir 8, 700 Egilsstaðir

Wildboys.is bjóða upp á fjallgönguferðir auk annarra gönguferða á Austurlandi allt árið um kring. Göngu- og skíðaferðir á Snæfell, Ævintýraganga í Hafrahvammagljúfrum, Dyrfjöll, Stórurð og Fossaleiðin eru okkar vinsælustu ferðir. 

Við tökum einnig að okkur leiðsögn hópa um Víknaslóðir og Lónsöræfi auk fleiri spennandi tinda og gönguleiða á Austurlandi.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

VIP Taxi

Erlutjörn 5, 260 Reykjanesbær

Pearl Tours

Naustavör 32, 200 Kópavogur

Iceland Limousine

Sóltún 2, 250 Suðurnesjabær

Ferðaþjónusta Skjótur

Kjóastöðum, 806 Selfoss
Vakinn

Glacier Guides

Skaftafell, 785 Öræfi

Jöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu  nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.

Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli.
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli.
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal.
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell.
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli.
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni.
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli.


Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.

Víkingahestar

Almannadalur 13, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Árnanes

Árnanes, 781 Höfn í Hornafirði

Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.

ICELANDIC MEMORIES

Kvíslartunga 46, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Due North Tours

Holtsgata 5, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

I4U

Skógarbraut 918B, 262 Reykjanesbær

Best Travel ehf.

Hringbraut 90, 230 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Glacier Journey

Jökulsárlón – Glacier lagoon, 781 Höfn í Hornafirði

Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.

Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.

Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.

Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.

Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.

 Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .

Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Hyperborea

Gunnarsbraut 26, 105 Reykjavík

Magnum ehf.

Búðavað 11, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Svetlana Moroshkina

Fiskakvísl 28, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Loa Tours

Lágholt 21, 340 Stykkishólmur

Loa Tours á Snæfellsnesi býður upp á dagsferðir fylltar upplifunum og dekri. Komdu í gönguferð í stórbrotinni náttúru Snæfellsness þar sem fararstjóri segir frá þjóðsögum og kennileitum. Gæddu þér á veitingum úr hágæða hráefni úr nærumhverfinu, úti undir berum himni. Staldraðu við og njóttu augnabliksins. Eftir göngu og útiveru læturðu svo líða úr þér í heitri laug og endar svo daginn á kokteil og þriggja rétta máltíð á einum af margrómuðu veitingastöðum Snæfellsness. Allt þetta og meira til, er innifalið í verðinu. 

Bjarki Valur Bjarnason

Sörlatunga

Austurhlíð , 541 Blönduós

Rent A Bus

Heiðarvegur 59, 900 Vestmannaeyjar

G SPOT ICELAND

Skipholt 50, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Taxi Tours

Reykjamelur 5, 270 Mosfellsbær

Puffintaxi offers private tour and transfer services in Iceland, focusing on nature and puffin tours. Book your tour today and experience the best of Iceland with informative tour guide at Affordable Price.

Iceak

Draupnisgata 7, 603 Akureyri

IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á.
Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar.

Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði.

Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á:

Vacated valley Off-road Tour
Mývatn  Off-road Tour
Laugarfell Off-road Tour
Flateyjardalur Off-road Tour
Askja Off-road Tour
The Diamond circle Tour
Mývatn  Tour
Dettifoss Tour
Laufás Tour
Goðafoss Tour

Fleiri ferðir koma fljótlega.
ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.

Vakinn

Bustravel Iceland

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

BusTravel Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1960, og hefur því mikla reynslu þegar kemur að skipulagningu ferða og ferðaleiðsögn um vinsælustu áfangastaði Íslands. BusTravel Iceland býður upp á fjölbreytt úrval skipulagðra dagsferða og lengri ferða, hvort sem það eru áætlunarferðir eða einkaferðir í stærri og minni rútum frá Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Rútur fyrirtækisins eru nýlegar, með þæginlegum sætum og eru margar hverjar útbúnar salernum.

Það sem sem gerir þjónustu BusTravel Iceland einstaka er hin mikla reynsla og þekking að búa til vel úthugsaðar og ógleymanlegar ferðir. Þar sem við samtvinnum í ferðum okkar stopp á helstu áfangastaði Íslands og minni þekkta staði útfyrir alfaraleið. Leiðsögumenn okkar eru þjálfaðir í að fræða gesti okkar um menningu, sögu og landfræði Íslands auk þess að deila sinni persónulegu reynslu af landinu, til þess að búa til ógleymanlegar minningar.

Starfsmenn BusTravel Iceland eru ástríðufullir með að sýna ferðamönnum bestu hliðar Íslands og huga að öllum þörfum viðskiptavina okkar til að tryggja að þau fái sem mest útúr ferðalaginu sínu um Ísland. Áhersla fyrirtækisins gagnvart viðskipavinum sínum sést sé litið á fjölda verðlauna sem það hefur hlotið. BusTravel Iceland hefur verið úthlutað viðurkenninguna Travelers' Choice badge frá TripAdvisor á herju ári síðan 2016. Auk þess var BusTravel Iceland útnefnt Innovative Tour Company of the Year in Iceland af Travel & Hospitality Awards og nýlega hlaut BusTravel Iceland Viator Experience Award 2023.

Sjálfbærni og sjálfbær ferðaþjónusta er mjög mikilvæg fyrirtækinu, og er lögð áhersla á að lágmarka áhrif á náttúruna og umhverfið. Þau skref sem að BusTravel Iceland hefur tekið er að almenn endurvinnsla, minnka rusl og fræða ferðamenn. 

Tuk Tuk Tours

Köllunarklettsvegur 3, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aurora Experts

Kristnibraut 61, 113 Reykjavík

Buggy Iceland

Skíðaskálinn Hveradölum, 816 Ölfus

Bergmenn ehf.

Klængshóll, 621 Dalvík

Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku.

Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir.

Sjáumst á fjöllum.

www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

                                        

Sólarsteinar

Helluvað 1-5, 110 Reykjavík

Jökulsárlón

Reynivellir 3, 781 Höfn í Hornafirði

Hjólabátur

Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á milli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur, gætuð þið séð seli. 

Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið. 

Ferðin tekur 30 – 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri. 

Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin aldurstakmörk í hjólabátferðinni 

Zodiac ferðir

Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum. 

Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund, mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla. 

Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nánd við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórar spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns. 

Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt hluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa að hafa náð 130 cm hæð að lágmarki.

Afþreyingarhópurinn

Laxatunga 139, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Tanni ferðaþjónusta ehf.

Strandgata 14, 735 Eskifjörður

Tanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi.

Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.

Icebooking.is

-

Fjallsárlón

Fjallsárlón, 785 Öræfi

FJALLSÁRLÓN JÖKULLÓNSIGLING
Við bjóðum þér í einstaka bátsferð á litlum Zodiac bát þar sem siglt er meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í kyrrð og ró. Sigldu upp að „stálinu“ jökulvegg Vatnajökuls þar sem oft má sjá ísjaka brotna frá jökulvegginum með stórkostlegu sjónarspili. Þeir sem vilja fá tækifæri til að smakka fornan ísinn. Leiðsögumenn okkar sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins. Njóttu frelsis og upplifðu stórbrotna afþreyingu á frábæru verði! 

FERÐATILHÖGUN
Við mætingu verður þér afhentur hlífðarfatnaður, hlýr vatns- og vindheldur jakki ásamt flotvesti. Einn af leiðsögumönnum okkar mun svo ganga með þér að lóninu í gegnum fallegt landslag og að bátnum þínum. Ganga önnur leið tekur um 5-7 mínútur. Við tekur ógleymanleg 45 mínútna sigling um Fjallsárlón. Þegar komið er aftur í land er gengið að bækistöðvum okkar og gengið frá búnaði. Vinsamlega klæðið ykkur eftir veðri.

Heildartími: 75-90 mínútur þar af sigling 45 mínútur

Aldurstakmark: 6 ára

Opnunartími: 1. apríl – 31. október 

Siglingar háönn: 08:30-17:30

Frost veitingastaðurinn okkar er staðsettur nálægt Fjallsárlóni. Þar er boðið uppá hlaðborð í hádeginu, ásamt léttum veitingum fyrir svanga ferðalanga yfir daginn.

Iceland Wonder Tours ehf.

Lækjarfit 8, 210 Garðabær

Iceland Wonder Tours er lítið fjölskyldufyrirtæki með öll leyfi og tryggingar. Við einblínum á að bjóða þá bestu þjónustu sem hægt er að bjóða upp á í ferðamennsku á Íslandi. Við höfum margra ára reynslu í ferðamennsku og þekkjum flesta þá einstöku staði sem viðskiptavinir okkar vilja sjá

Seljalandsfoss Taxi

Eystra Seljaland, 861 Hvolsvöllur

Býð upp á leigubílaþjónustu á öllu suðurlandi og til og frá Keflavíkurflugvelli.

Býð einnig upp á sérskipulagðar ferðir um svæðið. Er með nýjan Mercedes Benz Vito sem tekur 7 farþega ásamt farangri.

Fyrir bókanir og fyrirspurnig hafið samband:

Sími: 847-9600
Tölvupóstur:
seljalandsfosstaxi@gmail.com
Whatsapp: 847-9600

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Axið

Háalind 14, 201 Kópavogur

Ísland Treasures / Menopause Morph

Skagabraut 25, 300 Akranes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ticket2Iceland.is

Sólarvegur 14, 545 Skagaströnd

Skype id. Samvinn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

PicTours

Stuðlaberg 16, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Maríus Silva Helgason

Skyggnisbraut 8, 113 Reykjavík

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

The Fjord Hub

Suðurgata 12, 400 Ísafjörður

Fjord Hub er ævintýramiðstöð staðsett í miðbæ Ísafjarðar. The Fjord Hub er sannkölluð útivistarmiðstöð og býður upp á fulla þjónustu. Þar finnur þú hjólaleigu og reiðhjólabúð með ýmsan útivistarbúnað og skíða-/snjóbrettavax. Markmið okkar er að vera fyrsta og síðasta stopp til að skipuleggja ævintýrið þitt um Vestfirði. Fyrir utan verslun og þjónustu stöndum við fyrir ýmsum viðburðum er snúa að útivist. Fylgdu okkur á Facebook til að þess að fylgjast með viðburðum og fréttum.

SPS-ferðir ehf.

Stekkholt land 1, 803 Selfoss

Giljar Horses & Handcraft

Giljar, 320 Reykholt í Borgarfirði

Giljar er bær á Vesturlandi í Borgarbyggð, 12km frá Reykholti. Við rekum hestaleigu á sumrin fyrir óvana jafnt sem vana.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Secret Local Adventures ehf.

Langholtskoti, 846 Flúðir

Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.  

Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt! 

Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu! 

Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt! 

Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið

secretlocal@secretlocal.is. 

Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér! 

South Center

Austurvegur 2d, 800 Selfoss

Verið velkomin í South Center - í hjarta miðbæjar Selfoss! Við erum upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn. Hvort sem þú ert að leita að rjúkandi kaffibolla, ert með brennandi spurningar um svæðið eða ert að spá í að bóka ógleymanlega ferð um Suðurland, þá erum við hér til að leiðbeina þér.

Viking Tours

Heiðarvegur 59, 900 Vestmannaeyjar

Viking Tours er vaxandi fyrirtæki með góðan flota af rútum í ýmsum stærðum. Við getum boðið rútur fyrir 49 til 69 farþega ásamt lúxusbílum fyrir 6 manns og lúxus Sprinter fyrir allt að 19 manns. Flotinn okkar er nútímalegur, vandaðurog mætir kröfum viðskiptavina um þægindi og sveigjanleika. Þú getur leigt rúturnar með eða án bílstjóra.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Grænar ferðir

Hléskógar 8, 109 Reykjavík

Dagsferðir og margra daga ferðir í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Writers Retreat

PO Box 76, 210 Garðabær

Ritlistarbúðirnar Iceland Writers Retreat eru haldnar ár hvert. Þær eru ætlaðar fólki sem hefur þegar gefið út ritverk eða hyggst hasla sér völl á þeim vettvangi, auk allra annarra sem hafa yndi af skrifum. Þátttakendur sitja saman í litlum málstofum og njóta þar leiðsagnar reyndra höfunda. Jafnframt eru haldin upplestrarkvöld með íslenskum rithöfundum samtímans og farið í fræðsluferðir þar sem kynnast má hinum öfluga bókmenntaarfi Íslendinga.

Lestrarbúðirnar Iceland Readers Retreat eru haldnar ár hvert. Boðið er upp á fyrirlestra og leshringi. Auk þess ferðast þátttakendur um Reykjavík og nærsveitir, fræðast um verk íslenskra samtímahöfunda og eins rithöfundar að utan. Auk þess verður sjónum beint að hinum öfluga sagnaarfi íslensku bókaþjóðarinnar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Odin Adventures

Fjarðargata 10A, 470 Þingeyri

Sólsetur í Dyrafirði,

2 til 3 tímar.

Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.

Selaferð í firði Víkinganna.

2 til 3 tímar.

Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.

L.F.C Island ehf.

Egilsbraut 4, 815 Þorlákshöfn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Þund

Herjólfsgata 32, 220 Hafnarfjörður, 220 Hafnarfjörður

Þund býður upp á ferðir sem beinast að innlendum gróðurstöðum. Í ferðunum er lögð áhersla á flóru og einstaka vistfæði landsins. Ströndin skartar stórfengum gróðri og þangi, en á hrjúfum hraunbreiðum með mosum og fléttum gætu fundist smágerðar en fagrar blómplöntur.

Ólíkar plöntutegundir blómgast í hverjum mánuði. Gróðurferðirnar veita þér innsýn í sumt af því allra besta sem náttúran hér býður upp á, þ.á.m. okkar fjölbreyttu flóru og fánu og sjónfagurt landslag.

Hluti ferðanna felst í léttri til hóflegri göngu. Yfirleitt er áð fyrir samlokur en þú getur haft þitt eigið nesti meðferðis.

Vertu alltaf í hentugum útivistarfötum, gönguskóm og taktu með þér regnkápu. Ferðirnar eru í boði á íslensku og ensku. Ein af gróðurferðunum okkar er ágætt innlegg í ævintýrið þitt.

Í boði eru eftirtaldar ferðir:

  • Náttúruskoðun í Reykjavík: Rútuferð og létt ganga um græn svæði borgarinnar, m.a. Nauthólsvík, Laugardal og Heiðmörk. Dagsferð.
  • Flóra og menning: Rútuferð um Borgarfjörð, gengið um valin svæði á láglendi m.a. söfn, fossa og jarðhitasvæði. Stutt dagsferð.
  • Þríhyrnuferð: Þingvellir-Suðurströnd. Rútuferð um allstórt svæði mest á láglendi. Gengið um valin svæði í þjóðgarðinum, við flúðir, á strönd og um friðland og hverasvæði á Suðurlandi. Dagsferð.
  • Grasafræði og jarðfræði: Snæfellsnes. Gengið um valin svæði á Snæfellsnesi, þjóðgarður heimsóttur, gengið meðfram klettóttri strönd og dvalið við náttúruskoðun, áð á veitingastað, val um að fara í sund. Löng dagsferð.

True Adventure

Ránarbraut 1 , 870 Vík

True Adventure svifvængjaflug

Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum. 

True Adventure Teymið

Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið. 

Lengd: Ca. 1 klst.

Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.

Aldurstakmark: 12 ára.

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.

Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is

Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.

Fjallafjör / Selfoss Adventures

Ásvellir 1, 240 Grindavík

Ármann Pétursson

Neðri-Torfustaðir, 531 Hvammstangi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kristján Einir Traustason

Einiholt 2, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland South Coast Travel

Lambastaðir, 801 Selfoss

Iceland South Coast Travel er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja og selja jeppaferðir með faglærðum leiðsögumönnum. Algengustu ferðirnar eru um hálendi Íslands eins og til Landmannalauga, Fjallabaksleið eða í Þórsmörk, einnig sívinsælar dagleiðir eins og Gullni hringurinn, Vestmannaeyjar og Suðurstörndin. Á heimasíðunni okkar er að finna dagsferðir og skipulag þeirra í smáatriðum en við getum skipulagt ferð eftir áhugasviði hver og eins.

SBA-Norðurleið

Hjalteyrargata 10, 600 Akureyri

 SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi.
Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.
 

SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar-og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og
þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.
  

Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja
áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.
 

Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu. 

Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar: 

· Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila. 

· Þjónusta við skemmtiferðaskip 

· Íþróttaferðir 

· Akstur til og frá flugvelli 

· Skólahópar 

· Ráðstefnuhópar 

· Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri 

Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað
eins fljótt og auðið er.
  

Norse Adventures

Álfhella 4, 221 Hafnarfjörður

Við erum lítið fjölskyldurekið fyrirtæki með mikla ást á náttúru og fegurð Íslands og ekkert gleður okkur meira en að geta deilt földum perlumm og sögunum okkar með þér!

Markmið okkar er að gera hverja upplifun að draumi. Við erum mjög sveigjanleg og elskum að sérsníða ferðir okkar að þörfum hvers og eins. Ekkert af því sem við gerum er meitlað í stein og við erum alltaf að leita leiða til að auka ánægjuna.

The Lava Tunnel - Raufarhólshellir

Skútuvogur 2, 104 Reykjavík

Mögnuð upplifun / Hellaferðir í Raufarhólshellir 

Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns.   Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir þá sem eru á leið um suðurland.  Einungis er um 30-45 mín akstur í hellinn frá Reykjavík.

Boðið er upp á skoðunarferðir í hellinn með leiðsögumanni og tekur hver ferð u.m.þ.b klukkustund.  Þessar ferðir henta vel ævintýraþyrstum einstaklingum, fjölskyldum eða hópum, stórum sem smáum.   Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt. 

Búið er að byggja upp frábæra aðstöðu á svæðinu.  Lagðir hafa verið pallar og hlaðnir stígar inn í hellinum auk þess sem búið er að setja upp magnaða lýsingu sem unnið hefur til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis.    Utan dyra er búið að stækka bílaplanið (með aðkomu rútubíla í huga) og byggja þjónustuhús með astöðu fyrir móttöku gesta og fjölda vatnssalerna. 

Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast allstaðar er hátt til lofts inn í hellinum eða um 10 metra að jafnaði.   Skipulagðar ferðir fara tæplega 400 m inn í hellinn.

Ferðirnar eru við hæfi allra sem geta gengið á ójöfnu og í snjó. 

Skipulagðar ferðir á heila tímanum eru alla daga vikunnar.  Opið er allt árið um kring og hægt er að panta sérstaklega ferðir utan opnunartíma – þ.m.t kvöldferðir.  Hálft gjald er greitt fyrir unglinga (12 – 15 ára) og börn undir 12 ára fá frítt!

Hægt er að bóka beint hér en vinsamlega hafið samband við info@thelavatunnel.is eða í síma 760-1000 fyrir hóppantanir eða frekari upplýsingar.

Moss and Lava Travel

Auðnukór 7, 203 Kópavogur

Snæfellsnes Adventure

Grundargata 30, 350 Grundarfjörður

ICELANDIC ROAMERS

Drafnarstígur 2, 101 Reykjavík

Fly fishing in Iceland tour operator

Hringbraut 60, 220 Hafnarfjörður

Fly fishing in Iceland býður upp á dagsferðir í fluguveiði ásamt fagmannlegri þjónustu leiðsögumanna. Leiðsögumenn okkar hafa mikla reynslu og leggja sig fram við að veita þjónustu sem gerir gestum okkar veiðidaginn eftirminnilegan.





Icelandic Riding

Akrar 2, 271 Mosfellsbær

Reiðtúr.is/Icelandic Riding er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum fyrir einstaklinga og litla hópa.

Reiðtúr.is er staðsett að Ökrum í Mosfellsbæ en þar hefur fjölskyldan búið í yfir 100 ár. Á jörðinni var áður stundaður hefðbundinn búskapur auk ylræktunar, en í dag eru þar einungis nokkrir hestar. 

Ferðirnar okkar henta byrjendum og vönum knöpum. Við bjóðum einungis upp á prívat ferðir þar sem reiðtúrinn er sérsniðinn að reynslu hvers hóps fyrir sig. Lengd ferða getur verið frá klukkustund og upp í þrjár klukkustundir eða lengur eftir samkomulagi. Ferðin byrjar alltaf með æfingu og upprifjun inn í gerði þar sem hestar og menn fá tækifæri til að kynnast og stilla saman strengi áður en lagt er af stað. 

Litla hestaleigan okkar er á mörkum byggðar og fjalla. Hægt og rólega er hefur byggðin færst nær okkur og það er gaman sjá hvernig sveit og borg mætast rétt við túnjaðarinn. Hestarnir hafa vanist því að vinna með okkur í fjölbreyttu umhverfi og ýmiskonar áreiti, en að sama skapi njóta þeir þess að fjöllin taka við af túnunum og áður en maður veit af gæti maður hafa stigið mörg hundruð ár aftur í tíman. 

Við leggjum allan okkar metnað í að gera ferðirnar skemmtilegar og fræðandi þannig að eftir sitji þekking á íslenska hestinum, sögu svæðisins og náttúru. 

Hestarnir spila stórt hlutverk í lífi okkar og eru sannarlega hluti af fjölskyldunni. Hestaleigan er okkar aðferð til að geta haldið áfram að stunda einhverskonar búskap á jörðinni og tryggja hestunum okkar besta mögulega atlætið, þar sem þeir fá mikið pláss til útiveru í fjölbreyttu landslagi, fjöll, melar, mýrar, lækir og grösug tún.

Við útvegum reiðhjálma, létta vettlinga og pollagalla. Við hvetjum gesti til að koma í þægilegum skóm og fötum sem henta til útvistar.

Aldurstakmark er 12 ára. Við biðjum ykkur að hafa í huga að þyngdartakmörk eru 110kg. 

Fyrir þá sem vilja ekki fara á hestbak er í boði að koma og láta teyma undir sér, hitta hestana, hirða um þá og/eða fá gönguleiðsögn um svæðið og fjöllin í kring. 

Sjá heimasíðu fyrir frekari upplýsingar. Hægt er að bóka ferð beint í gegnum reidtur@reidtur.is

Sama Trip

Smyrilshlíð 10, 102 Reykjavík

YuFan Travel

Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Arctic Nature Experience

Smiðjuteigur 7, 641 Húsavík

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf er ferðaþjónustufyrirtæki sem er staðsett við Smiðjuteig í Reykjahverfi í nágrenni Húsavíkur.

Vantar ykkur rútu í dagsferð eða nokkra daga? Þjónusta okkar stendur ykkur til boða.

Fjallasýn er fjölskyldufyrirtæki, sem sérhæfir sig í skoðunarferðum, hvort heldur er með eða án leiðsagnar, og skipulagningu þeirra. Starfsfólk okkar hefur fjölþætta og áralanga reynslu af undirbúningi og framkvæmd ferða af margvíslegum toga.

Í bílaflota okkar eru langferðabílar af flestum stærðum og gerðum, einnig jeppar og minni bílar. Allir eru þeir vel útbúnir, vel er um þá hugsað og viðhaldið.

Aðalstöð Fjallasýnar er í grennd við Húsavík. Langferðabíla okkar má hins vegar finna víðar um land, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Akstur um Norðurland er okkur sérstakt áhugamál og meginmarkmið.

Engu að síður er okkur bæði ljúft og tamt að sinna ferðum á Reykjavíkursvæðinu eða Suðurnesjum og einnig um Suður- eða Vesturland, og sérstaklega hringferðum um landið. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða fámenna hópa eða stærri. Við erum ætíð ferðbúin vetur, sumar vor og haust.

Skemmtileg og þægileg ferð um landið er sameiginlegt áhugamál ferðalanganna og okkar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana..

Guðmundur Birgir Stefánsson

Fannafold 160, 112 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Fairytale at sea

Ólafsvegur 2, 625 Ólafsfjörður

Fairytale At Sea er sæþotu afþreyingarfyrirtæki á Ólafsfirði sem býður upp á spennandi úsýnisferðir í óspilltri náttúru undir Ólafsfjarðarmúla og hæsta standbergi Íslands, Hvanndalabjargi. 

Höfrungar, hvalir, lundar og selir verða oft á vegi okkar í þessum ævintýraferðum!

4 Yamaha Waverunner sæþotur sem hafa sæti fyrir tvo.
Hámark 8 manns í hverri ferð.
Leiðsögumaður fer með í hverri ferð.
Allur hlífðarfatnaður og öryggisbúnaður innifalinn.
Myndir/myndskeið úr ferðinni fylgir frítt.
Einnig er í boði á sérferðir eftir óskum viðskiptavina.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.fairytale.is  

Verið hjartanlega velkomin til okkar.

VíkHorseAdventure

Smiðjuvegur 6, 870 Vík

Við bjóðum upp á klukkutíma hestaferðir í fallega umhverfinu okkar í Vík í Mýrdal á Suðurlandi. Svörtu fjörurnar hafa undanfarin ár orðið að stórum aðdráttarpunkti fyrir ferðamenn víðar um heiminn, en með okkur færð þú einmitt að upplifa Víkurfjöru á hestbaki!

Ferðirnar henta sérstaklega þeim sem hafa ekki mikið farið á hestbak eða jafnvel aldrei, en við leggjum einnig áheyrslu á að gefa vanari knöpum eftirminnilega upplifun.

Finnið okkur á Facebook hér
Finnið okkur á Instagram hér

Bókaðu ferð á heimasíðunni okkar www.vikhorseadventure.is  

Dalahestar

Fjósar, 370 Búðardalur

Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

GeoAdventures Island

Austurmýri 5, 800 Selfoss
GeoAdventures er dagferðafyrirtæki á Íslandi. Við erum að bjóða upp á ævintýraferðir sem eru innblásnar af jarðfræði, eins og gönguferðir eða ofurjeppaferðir í litlum hópum. Allar ferðir eru undir leiðsögn fagmannlegs jarðfræðings og boðið upp á ensku eða þýsku.

EastWest

Tangarhöfði 13, , 105 Reykjavík

EastWest is a tour operator offering unique and unforgettable tours of Iceland. Whether you join us on a small group or private tour, we'll take you to the most stunning locations, including the Golden Circle, Snæfellsnes Peninsula, South Coast, and Northern Lights. Contact us to book your tour and discover the best of Iceland! 

Iceland Events

Grensásvegur 58, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Ferðaþjónustan Úthlíð

Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan. 

Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is 

Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is 

Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is 

Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti. 

Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð. 

Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. 

Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður. 

Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða 

Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.

Ferðin tekur liðlega klukkustund. 
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.

Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.

Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.

Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.

Ferðin tekur um 30 mín. 
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.

Funky Iceland Adventure Tours ehf.

Jakasel 5, 109 Reykjavík

Funky Iceland býður upp á skemmtilegar og óvenjulegar gönguferðir um Reykjavík. Við veitum persónulega þjónustu og okkur er umhugað um að gestirnir fari frá okkur með bros á vör og nýja þekkingu á landi og þjóð. Við skoðum þekkt kennileiti borgarinnar og segjum skrítnar og skemmtilegar sögur á leiðinni.

Þórunn Hilma Svavarsdóttir

Neðri-Hóll, 356 Snæfellsbær

Hornstrandaferðir

Lækjarbryggja, 415 Bolungarvík

Hornstrandaferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir í friðland Hornstranda frá 1. júní til loka ágúst.

Farþegabátur okkar, Hesteyri ÍS 95 er hraðskreiður trefjaplastbátur sem getur tekið 24 farþega og er einstaklega góður sjóbátur. 

Hjalli Travel

Hjalli, Kjós, 276 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Niflheimar ehf.

Breiðabólsstaður, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Eye Iceland

Hraunbrún 29, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

TaxiReykjavik.com

Vesturgata 56, 101 Reykjavík

Kjartan H. Einarsson / Taxi Reykjavík sérhæfir sig í persónulegum ferðum fyrir 1-4 einstaklinga. Í boði eru t.d. akstur frá Keflavíkurflugvelli og Gullni hringurinn, en einnig eru í boði sérsniðnar ferðir eftir óskum viðskiptavina. 

Sleipnir Glacier Tours

Stálhella 2, 221 Hafnarfjörður

Þórir Bergsson

Lómasalir 29, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

HELIAir Iceland

Reykjavíkurflugvöllur, 102 Reykjavík

Fjeldstedhestar.is

Ölvaldsstaðir IV, 311 Borgarnes

1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæfi.

Einnig reiðskóla sem eru 5 daga námskeið fyrir börn og unglinga yfir sumar tímann, frá mánudegi til föstudags.

Nánari upplýsingar

gunna@fjeldstedhestar.is
www.fjeldstedhestar.is

Hop on hop off Heimaey - the Puffin path

Hrauntún 44, 900 Vestmannaeyjar

Inlux

Vesturbrún 33, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Spice of Iceland

Engihjalli 9, 200 Kópavogur

Creative Iceland Experiences ehf.

Seljavegur 9, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Between the Rivers

Norðurbraut 33, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

600Klifur

Gamla verksmiðjan, Hjalteyri, 604 Akureyri

Klifursalur 600Klifur er staðsettur í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri, í 15-20 mín fjarlægð frá Akureyri. Um er að ræða stærstu innanhúss klifuraðstöðu Norðurlands, þar sem fólk getur spreytt sig á grjótaglímu (bouldering). Dýnur eru undir klifurveggjum og eini búnaðurinn sem þarf er kalk og klifurskór (hægt að leigja á staðnum). Klifur er frábær hreyfing og skemmtileg afþreying sem hentar bæði ungum sem öldnum. Fjöldi klifurleiða eru uppi hverju sinni í mismunandi erfiðleikastigum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

600Klifur er í eigu Magnúsar Arturo, Kötu Kristjáns og Hjartars Ólafssonar, sem sjá um reksturinn og íþróttastarfið. Þau eru öll faglærðir leiðsögumenn og mikið fjallafólk. Hægt er að bóka hóptíma í 600Klifur, þá tekur eitt þeirra á móti hópnum og leiðbeinir og kennir eftir þörfum. 

Opnunartími: virka daga 15.30-21, lau 11-17, fjölskyldutími sunnudaga kl. 9.30-12.

Verð og frekari upplýsingar inná 600klifur.is .  

Jeroen Van Nieuwenhove Photography

Tangabryggja 13, 110 Reykjavík

Iceland By Horse

Litla Drageyri, 311 Borgarnes

Iceland Close-Up

Norðurbakki 3c, 220 Hafnarfjörður

Iceland Close-Up er ferðasali dagsferða sem býður sérvaldar dagsferðir um Ísland. Vefsíðan okkar er bæði á ensku og kínversku.

Moonwalker ehf.

Leirubakki 20, 109 Reykjavík

Við erum margverðlaunað ferðafyrirtæki sem leggur áherslu á að veita ferðalöngum einstaka og ógleymanlega upplifun þegar þeir skoða töfrandi náttúrufegurð Íslands. Með teymi löggiltra faglegra ferðamannaleiðsögumanna og reyndra leitar- og björgunarbílstjóra við stjórnvölinn, störfum við stolt sem fullgildur leyfishafi frá Ferðamálastofu og vottun frá Félagi fjallaleiðsögumanna og Félagi leiðsögumanna. Moonwalker býður upp á úrval af spennandi ferðum sem ætlað er að sýna stórkostlega fegurð landsins í nýju ljósi. Með áherslu á frábæra þjónustu, sérsniðna nálgun og ástríðu fyrir ævintýrum, er Moonwalker fullkominn kostur til að búa til ógleymanlegar minningar.

iBus ehf.

, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Pick Iceland

Bjarkarheiði 4, 810 Hveragerði

Islandia4u

-, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

SJI ehf.

Tjaldanesi, 271 Mosfellsbær

TheIcelandicTurtle - Þór Sigurðsson

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Brimhestar

Brimilsvellir, 356 Snæfellsbær

Við bjóðum upp á skipulagðar hestaferðir með leiðsögn um frábærar reiðleiðir á mjög góðum hestum fyrir alla. Í boði er allt frá 1 klukkutíma útreiðartúr upp í 3 - 8  daga  með gistingu og veitingum.

Hjá okkur er hægt að gista í glæsilegu 120 fm sumarhúsi (max. 10), kósý 26 fm sumarhúsi fyrir 2, eða í herbergjum með morgunmat. Kaffiveitingar og kvöldmatur (þarf að bóka fyrirfam), heitur pottur

Verið velkomin að hafa samband við okkur.

HVÍTÁ travel

Þórólfsgata 12, 310 Borgarnes

HVÍTÁ Travel dregur nafn sitt af ánni Hvítá, mesta vatnsfalli í Mýra & Borgarfjarðarsýslu. Hvítá á upptök sín í Eiríksjökli þar sem hún skoppar af stað sem lítil á. Lækir og ár renna í hana og þegar hún fellur til sjávar við Borgarnes 117 km frá upptökum sínum er hún orðin að stórfljóti. Á Hvítá eru sex brýr. Á dæmigerðri dagsferð um Borgarfjörð förum við yfir allar brýrnar og er nafnið HVÍTÁ travel þaðan komið.

Ferðir:

Borgarfjörður - Sögustaðir & Náttúra
Dagsferð frá Borgarnesi með ökuleiðsögn um blómlegar sveitir Borgarfjarðar. Fjölbreytt ferðalag sjá má fallega fossa, hraun, skóga, ár, brýr, jarðhita og jökla ásamt frægum sögustöðum héraðsins. Ferðin tekur +/- 6,5 klst, Lágmarksfjöldi í ferð er tveir farþegar. Hámarksfjöldi 8 manns. Áætlaður brottfarartími er um hádegisbil.

Á slóðum Egilssögu
Í ferðinni heimsækjum við sögustaði Egilssögu í Borgarnesi og næsta nágrenni, heimsækjum staðina og rifjum upp það sem þar gerðist. Ferðin tekur +/- 1,5 klst. Hámarksfjöldi í ferð 8 manns.

When in Reykjavík

Vesturberg 62, 111 Reykjavík

Yourguide

Huldubraut 31, 200 Kópavogur

Skálanes Náttúru- og Menningarsetur

Suðurgata 2, 710 Seyðisfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hawkbus ehf.

, 101 Reykjavík

Hawkbus er með til þjónustu Mercedes Bens Luxury Sprinters 16 til 19 sæta. Allir útbúnir öryggisbeltum,hljóðkerfi,sjónvarpi, þráðlausu neti og USB hleðslu við öll sæti. Einnig er kæliskápur í rútunum.

Hawkbus er í hópferðum fyrir ferðaskrifstofur og fyrirtæki og einkaaðila. Ennig í akstri til og frá flugvelli og ýmsum öðrum hópferðum.

Nature of Iceland ehf.

Lofnarbrunnur 40, 113 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kontiki

Austurgata 2, 340 Stykkishólmur

Kontiki bíður uppá stuttar kayakferðir frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Okkar aðal áherslur eru vistvæn ferðamennska með litla hópa í hvert skipti til að upplifa magnaða náttúru Breiðafjarðar.

Þessi tveggja klukkustunda kajaksigling er hið fullkomna tækifæri til að kanna íslenska náttúru eins og hún gerist best og uppgötva kyrrð eyjalífsins. - hreint út sagt ómissandi fyrir náttúrubörn með ævintýraþrá sem langar að skoða Breiðafjörð. Þátttakendur fá byrjendakennslu í kajaksiglingum sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Að því loknu halda þátttakendur ásamt leiðsögumanni í leit að lundum, selum og skipsflökum um leið og þeir fræðast um hina heillandi sögu og jarðfræði Snæfellsness.


Happy-Cove travel service

Bjarg, 685 Bakkafjörður

Hot Tickets

Laugavegur 32, 101 Reykjavík

HikeIceland

Strikið 8, 210 Garðabær

Viking Offroad Expeditions

Skriðustekkur 14, 109 Reykjavík

DeStefano Bílar

Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík

Taxi Iceland

Vallargata 7, 245 Suðurnesjabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

icelandsettlementtours.is

Melsel 2, 109 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hinrikguide.is

Rafræn þjónusta / Web service, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband venga ferða og bókana.  Sjáið einnig www.hinrikbjarnason.com

REAL Iceland ehf.

Lyngmóar 16, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

ETHOR ehf.

Hörgshlíð 2, 105 Reykjavík

Hestaleigan Ytri-Skógum

Ytri-Skógar 3, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og upplýsinga.

Active North

Birkifell, 671 Kópasker
Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Glacier and Volcano expeditions

Malarás, 785 Öræfi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

ION Adventure Hotel

Nesjavellir, 805 Selfoss

Ion Adventure Hotel opnaði þann 1. febrúar 2013. Hótelið er staðsett í einni mestu náttúruperlu landsins og aðeins í um hálftíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins. Gestir munu upplifa sterka tengingu við náttúruna, orkuna á svæðinu og tærleikann í umhverfinu.

Venture North

Höpfnhersbryggja, 600 Akureyri

Venture North sérhæfir sig í ævintýralegum upplifunum á róðrabrettum.

Langar þig að koma í ógleymanlega ferð í fallega Eyjafirðinum og læra grunnhandtökin á róðrabrettunum, hvort sem þú vilt róa til þess að komast í snertingu við náttúruna eða til þess að fá góða alhliða líkamsrækt í góðum félagsskap – þá færðu bæði hjá Venture North.

Hver ferð er einstök þar sem aðstæður eru síbreytilegar hér í norður-atlantshafi, en Venture North hefur sérsniðið ferðir sínar að veðri og vindum á svæðinu. Fjölbreytt úrval fastra ferða er í boði auk ýmis konar viðburða og sérferða.  

Ferðirnar leiðir SUP kennarinn og Guinness Heimsmethafinn Sigríður Ýr sem hefur áralanga reynslu af ævintýraleiðsögn og hefur sérhæft sig í vatnasporti og björgunaraðferðum      svo þú ert í góðum höndum.

Hjá Venture North færðu allann nauðsynlegan útbúnað, þurrgalla, SUP bretti og aukahluti svo þú þarft bara að skrá þig og mæta í þægilegum fatnaði innan undir þurrgallann.

Venture North býður meðal annars upp á;

  • SUP Kvöldsólarróður – 3 klst róðraferð um fallega fjörðinn þar sem við njótum náttúrufegurðarinnar, fáum góða hreyfingu og létt snarl.
  • SUP Jóga & Fitness – 1.5 klst æfing með áherslu á styrk og jafnvægi. Hér er blandað saman jógaæfingum og þreki á brettunum úti á sjó  > Allir ættu að prófa þetta!
  • SUP Skólinn – 6 klst SUP grunnkennsla þar sem þú lærir undirstöðuatriðin á SUP brettin.
  • SUP Sérsniðnar ferðir / Hópefli -  Allt frá klukkutíma til heils dags róðrarferðir, sérsniðnar að óskum þíns hóps.

Hlökkum til að  róa með þér.

Iceland Expert ehf.

Suðurhlíð 35d, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavík Food Walk

Klapparstígur 25, 101 Reykjavík

Frábær matur verður einfaldlega ekki bara til. Á bakvið hann eru áragamlar fjölskylduuppskriftir, ótrúlegar sögur, metnaðarfullir veitingastaðir og áhugaverðir einstaklingar. Við erum lítið teymi af stoltum Íslenskum matgæðingum og okkur langar að kynna gestum okkar frá öllum heimshornum fyrir eintökum hefðum, æðislegum mat og skemmtilegum sögum. 

Við göngum um alla Reykjavík og leyfum gestum að upplifa borgina með okkar augum, því besta sem Íslensk matargerð hefur uppá að bjóða og eignumst nýja vini í leiðinni!

Vivid Iceland

Ytri-Sólheimar, 871 Vík

Bartosz Knasiak

Efstaland 10, 270 Mosfellsbær

Maríuferðir ehf.

Hrauntunga 81, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Mykhailo Arkhypenko

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vatnajökull Travel

Bugðuleira 3, 780 Höfn í Hornafirði

Vatnajökull Travel er ferðaþjónusta er Guðbrandur Jóhannsson stofnaði í júlí 2005. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sérhæfir sig í ferðum í og við Vatnajökul allt árið um kring. 

Yfir sumarmánuðina (júní fram í  ágúst) eru í boði magnaðar jöklaferðir á snjóbíl og ógleymanleg sigling um Jökulsárlón í kjölfarið. Ekki er síðri upplifun að sjá norðurljósin bera við jökulinn á skammdegiskvöldum (október - apríl)! Eftir ævintýraferðir vetrarins býðst gestum að taka sér bað í hveralaug og njóta lífsins og góðra veitinga. Vatnajökull Travel býður hvers ferðir sem sérsniðnar eru að óskum einstaklinga og hópa.

Skoðunarferðir skv. beiðni allt árið.

 

 

Heimskauts skoðun slf.

Vogabraut 18, 300 Akranes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Alive Journeys

Laufskógar 32, 810 Hveragerði

Spiritual Journey ehf

Naustabryggja 40, 110 Reykjavík

Aurora Globe / Aurora Globe Tours

Háaleitisbraut 117, 108 Reykjavík
Vakinn

Tinna Adventure

Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík

Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við deila hinni einstöku Íslensku náttúru og friðsemd með viðskiptavinum okkar.

Við höfum mikla reynslu í fjallamennsku og bakgrunnur okkar nær meðal annars inn í Björgunarsveitirnar.

Við ferðumst í littlum hópum, þar sem hver jeppi tekur að hámarki 4 til 10 farþega. Þetta gerum við með það að markmiði að bjóða upp á persónulega tengingu og nánd við hina mögnuðu náttúru landsins. Á hersla okkar er á hæga ferðamennsku “slow travel” með það í huga að veita einstaka upplifun af náttúru og menningu svæðisins.

Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og höfum það að markmiði að skilja ekki eftir ummerki á náttúrunni eftir ferðir okkar. Það er von okkar og markmið að komandi kynslóðir geti notið þessarar fallegu náttúru eins og við gerum í dag.

Þá vinnum við í nánu sambandi við samfélagið og fyrirtæki á svæðinu með það að markmiði að byggja upp og styðja við sjálfbært atvinnuumhverji í samfélaginu.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hestaleigan Stóra Ásgeirsá

Stóra Ásgeirsá, 531 Hvammstangi

Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni.
Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau.
Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða.
Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum.
Lítil sjoppa er á staðnum.
Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða.
Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.

Stefanotours ehf.

Einarsnes 42, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

D - Travel ehf.

Kaldasel 3, 109 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf.

Illugagata 61, 900 Vestmannaeyjar

KLUKKUTÍMA BÁTSFERÐ

Ógleymanleg bátsferð í Vestmannaeyjm farin með innfæddum.

Upplifið stórkostlega náttúru Vestmannaeyja á sjó og landi með innfæddum Eyjamönnum með djúpa þekkingu á sögu, jarðfræði, fugla og sjávarlífi með áratuga þjálfun í siglingum milli skerja og inn í stærstu og minnstu sjávarhellana.)

FJALLGANGA HÁDEGISVERÐUR OG BÁTSFERÐ

Eftir 3 klst fjallgöngu á Blátind, snæðum við léttan hádegisverð á veitingastað við höfnina. Seinni hluti þessarar þrennu felst í óviðjafnanlegri bátsferð við Heimaey.

EINNIG Í BOÐI.

Við bjóðum einnig upp á þessar einstöku ferðir.

Elephant Rock. (Fjallganga).

Bjarnarey Puffin Island .(Bátur,Hiking, Dinner.) 

Private Tours.(Bátur)

Tours for Photographers.(Bátur)

Bird Watching (Bátur).

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ingi Már Björnsson

Suður-Foss, 871 Vík

MudShark

Freyvangur 22, 850 Hella

MudShark - ecotours and angling" er lítið ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Hellu og býður upp á fjölbreyttar dagsferðir um Suðurland á myndarlegum upphækkuðum Land Rover. Ferðirnar eru tvennskonar, annarsvegar skoðunarferðir um náttúru Suðurlands t.d. Landmannalaugar og Þórsmörk og hinsvegar stangveiðiferðir.

Við skilgreinum skoðunarferðirnar sem "ecotours" en í þeim er lögð áhersla á að njóta náttúrunnar og upplifa, en án þess að ganga á gæði hennar. Leiðsögumaðurinn, Magnús H. Jóhannsson, er með doktorsgráðu í grasa- og vistfræði og hefur yfirgripsmikla þekkingu á náttúru landsins. Markmiðið er að gestir skilji hvað fyrir augu ber og njóti þess hvað Ísland hefur upp á að bjóða og jafnvel læri eitthvað nýtt. Landmannalaugar og Þórsmörk eru lang vinsælustu áfangastaðirnir, en stuttar ferðir í Þykkvabæjarfjöru eru líka mjög skemmtilegar.

Í stangveiðinni erum við aðallega að sækja í vötn inni á hálendinu t.d. Veiðivötn, Dómadalsvatn, Ljótapoll, Frostastaðavatn og Herbjarnarfellsvatn. Þetta eru ekki erfiðar ferðir og henta fjölskyldum mjög vel sem langar að prófa að veiða. 

Til að skoða úrval ferða, farið á vefsíðuna og lesið hana upp til agna. Ef enskan er ekki nógu skiljanleg, hafið þá bara samband í síma 691-1849 eða tölvupósti, mudshark@mudshark.is.

Við gerum mest út á að taka smærri hópa í þessar ferðir (2-6 manns), en getum auðveldlega tekið á móti stærri hópum og þá finnum við annan leiðsögumann og annan jeppa og leysum málið.

 

SuperTravel - Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir

, 810 Hveragerði

SuperTravel býður upp á úrval sérferða og hópferða með árstíðabundnu þema. Ferðirnar eru í fylgd með lærðum leiðsögumanni sem einnig er atvinnubílstjóri.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Unlimited ehf.

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Iceland Unlimited er sjálfstætt ferðaþjónustu fyrirtæki sem leggur metnað sinn í klæðskerasniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Grænlandi. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu við viðskiptavininn. Ferðirnar eru eru skipulagðar með væntingar og þarfir viðskiptavinarins í huga og hann hefur sett fram þegar hann setur sig í samband við Iceland Unlimited.

Fyrirtækið sérhæfir sig svokölluðum „Self drive tours“ um Ísland sem eru eins og áður sagði, skipulagðar eftir óskum frá hverjum og einum um hvað viðkomandi vill skoða og gera. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og lengd hverrar ferðar skiptir ekki máli.

Eins og nafnið á fyrirtækinu gefur til kynna að þá eru engin takmörk þegar kemur að því að heimsækja Ísland og leitast er við að uppfylla kröfur og óskir allra, hverjar sem þær kunna að vera.

Einnig bíður Iceland Unlimited upp á dagsferðir, bæði áætlunarferðir sem og klæðskerasaumaðar prívat ferðir. Þessar ferðir eru upplagðar fyrir ferðamenn farþega skipa sem koma hingað til lands í stutt stopp þar sem ferðamaðurinn getur fengið að njóta þess helsta úr íslenskri náttúru.

Iceland Unlimited á facebook: www.facebook.com/icelandunlimited

Pietro Pirani Photography

Njálsgata 49, 101 Reykjavík

Hótel Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.

Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.  

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.

Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.  

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista. 

  • 36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
  • Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
  • Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
  • Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
  • Morgunverður innifalinn.
  • Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
  • Útidyr á öllum herbergjum.
  • Frí Internet tenging á hótelinu.
  • Heitir pottar.
  • Bar og notaleg setustofa með arinn.
  • Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
  • Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.

Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar) 

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Walter Unnarsson

Hátún 4, 105 Reykjavík

Icelandic Elements ehf.

Víðihvammur 24, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Deaf Iceland Tours

Hlíðarhjalli 39c, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

IcelandPhotoTravel.is

-, 600 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Akureyri Whale Watching ehf.

Oddeyrarbót 2 / Torfunesbryggja, 600 Akureyri

Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins.

Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó.

Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.
 

Áætlun: Akureyri

Hvalaskoðun:

Tímabil: Brottfarir: Lengd:

1.jan - 31. jan

Daglega kl. 11:00

2,5-3,5 klst

1. feb-31. mars

Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst

1. apr-31. maí

Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls
1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls
1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls
1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst
1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst

  *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst

 Hvalaskoðun express: 

Tímabil: Brottfarir: Lengd:
15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst
1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst
1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst

 * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.

KIP.is

Álfasteinn, 650 Laugar

Ég heiti Kristinn Ingi Pétursson og er leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands. Ég er ferðaskipuleggjandi með dagsferðir á norðurlandi á breyttum bílum. Sérsvið mitt er Öskjuferðir, Mývatnssvæðið, Flateyjardalur og Þingeyjarsýslur í heild sinni ásamt því að vera lærður landsleiðsögumaður. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Puffintaxi

, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Dreamer

Veghús 5, 112 Reykjavík

Fun Travel Iceland

Stórhöfði 35, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Megazipline Iceland

Þjónustuhús Árhólma, Ölfusdal, 810 Hveragerði

Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað.

Línan er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Línurnar eru í raun tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu. 

Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Móttaka er við kaffihúsið í Reykjadal (inn að Hveragerði) og í boði eru tvær mismunandi leiðir; Frjáls eins og fuglinn eða Fljótur eins og fálkinn. Mega Zipline Ísland er frábær fjölskylduskemmtun og órjúfanlegur hluti af ferðalagi um Suðurland.

Hægt er að sjá myndband hér .

Vakinn

Glacier Adventure

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.

Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.

Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is 

Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.

Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.

Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.

Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Icebike adventures

Icebike Adventures Trail Center Reykjadalur, Hveragerði, 810 Hveragerði

Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 

Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf.
Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 

Iceguide

Hrísbraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.

Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.

Villi ehf.

Sigluvogur 12, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavik Outventure Premium Tours

Völuteigur 9, 270 Mosfellsbær

Out in Iceland ehf.

Bergstaðastræti 69, 101 Reykjavík

no17.is Private Service / Auðun Benediktsson

Heiði, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !  

Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins. 
Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig.

Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.

Colder Climates ehf.

-, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Glacier Trips ehf.

Álaugarvegur 2, 780 Höfn í Hornafirði

Taxiice.is - Ari Grétar Björnsson

Brekkubraut 8, 300 Akranes

Local Friends Iceland

Austurbrún 4, 104 Reykjavík

Finnsstaðir

Finnsstaðir 1, 701 Egilsstaðir

Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir.

Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir. 

Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september. 

Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 

Þokki ehf.

Askalind 8, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Trip

Sveinsstaðir, 611 Grímsey

Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.

Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.

Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”

Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.

Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.

Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Icelandtaxi.com

Stekkjargötu 79, 260 Reykjanesbær

Y. B. Arthursson

Rafræn þjónusta / Web service, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Fjallabak

Skólavörðustígur 12, 121 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.

Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.

Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.

Memory Travel Iceland

Norðurgata 16, 600 Akureyri

 Sjá heimasíðu vegna upplýsinga um ferðir.

Orka til framtíðar

Ljósafoss, 805 Selfoss

Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. 

Sýningin samanstendur af fjölbreyttum og fræðandi sýningaratriðum sem veita gestum innsýn í heim raforkunnar og hvernig raforkan er framleidd með því að beisla krafta náttúrunnar. 

Líttu við í Ljósafosstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum. 

Opið alla daga yfir sumartímann kl. 10:00-17:00 og frítt inn á sýninguna.

Hópar með 10 eða fleiri gesti á vegum ferðaskrifstofa, fyrirtækja, stofnana eða félaga eru vinsamlegast beðin um að fylla út þessa heimsóknarbeiðni - https://www.landsvirkjun.is/form/heimsoknarbeidni  


ANDRI ICELAND

Rauðagerði 25, 108 Reykjavík

Ertu til í umbreytingu?

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð þar sem áherslan er lögð á að miðla ávinningi kuldameðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða.

Eftir að hafa notið innblásturs af beinni kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að helsta úrræði þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum og fara ofan í ískalt vatn. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að finna innri kyrrð í auga stormsins.

Auk ýmis konar þjálfunar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:

  • Health & Personal Development Coach
  • Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
  • Oxygen Advantage Certified Instructor
  • XPT Certified Coach
  • Buteyko Clinic International certified Instructor
  • Thermalist method Certified Instructor

​Kælimeðferð - Hættu að væla komdu að kæla námskeið (Wim Hof Method) Lestu meira hér 

Öndunartækni - Anda með Andra öndunartímar Lestu meira hér 

Öndunartækni - Anda Rétt námskeið Lestu meira hér 

Upplifanir Lestu meira hér

Retreats Lestu meira hér
 

The Grumpy Whale

Bitra, 801 Selfoss

Ragnarökkr

Fálkahraun 9, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Martins Omolu

Framnesvegur 7, 101 Reykjavík

Fjöllin

Smárarimi 73, 112 Reykjavík

Photo Travel ehf

Barmahlíð 54, 105 Reykjavík

Kayak & Puffins

Fífilgata 8, 900 Vestmannaeyjar

Aurora Viking

Hvassaleiti 139, 103 Reykjavík

Geysir Hestar

Kjóastaðir 2, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Icefall

Skaftafell, 785 Öræfi

Hajnalka Simon

Eyrargata 46b, 820 Eyrarbakki

Season Tours

Fífuhjalli 19, 200 Kópavogur

Við sérhæfum okkur í fjölbreyttum ferðum fyrir minni hópa. Persónuleg þjónusta.

Dagsferðir og einnig margra daga ferðir, allt sérsniðið að ykkar óskum enda einungis einka (prívat) túrar.

Í margra daga ferðum er gisting, morgunmatur og kvöldmatur innifalinn.

Selfoss Town Tours

Austurvegur 3, 800 Selfoss

Selfoss Town Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Selfossi. Við sérhæfum okkur í sögu- og matargönguferðum um bæinn okkar með leiðsögumanni. Við komum við á skemmtilegum stöðum og smökkum gómsætan mat á nokkrum af veitingastöðum bæjarins. Markmið ferðarinnar er að fólk skemmti sér vel, borði góðan íslenskan mat úr héraði og fái að skyggnast inn í merka sögu Selfoss í leiðinni. 

SJ 14 ehf.

Vallarhús 2, 112 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kálfhóll Farm / Iceland with Sophie

Kálfhóll 2, 804 Selfoss

Airporttaxiiceland.com / Jon Loftsson's Taxi

Strandvegi 5, 210 Garðabær

Easy Transfer Ísland

Hjallabraut 2, 220 Hafnarfjörður

Touris ehf.

Fiskislóð 77, 101 Reykjavík

Touris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.

Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.

Hestaleigan Skálakoti

Skálakot, 861 Hvolsvöllur

Asgard ehf.

Dugguvogur 42, 104 Reykjavík

Við hjá Asgard sérhæfum okkur í fjallaleiðsögn og sérsniðnum ævintýraferðum fyrir einstaklinga og hópa. Í boði eru skíðaferðir, ísklifur, klettaklifur, alpaklifur eða fjallgöngur og jöklagöngur, til að nefna það helsta. Gestum okkar er eingöngu boðið upp á fagmannlega leiðsögn og öruggt umhverfi, sem er lykillinn að góðum degi úti í náttúrunni. 

Eigendur og starfsmenn Asgard búa yfir rúmlega 60 ára samanlagðri reynslu af leiðsögn og skipulagningu ferða á Íslandi og erlendis. Hjá fyrirtækinu starfa nokkrir af mest menntuðu og reyndustu fjallaleiðsögumönnum landsins. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti.

Asgard býður uppá dagsferðir og lengri ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Einnig bjóðum við upp á námskeið sem tengjast fjallaleiðsögn, við góðan orðstír. Við hönnum og framkvæmum einstakar upplifanir. Sé hugmyndin innan okkar sérsviðs, þá framkvæmum við hana í samráði við gestina okkar. 

True Adventure Bike

Víkurbraut 5, 870 Vík

JS bus

Urðargil 25, 603 Akureyri

Þröstur Unnar Guðlaugsson

Espigerði 18, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

EvTaxi

Háteigur 3, 300 Akranes

Ottó the Viking

Flétturimi 1, 112 Reykjavík

Glacier Travel

Silfurbraut 21, 780 Höfn í Hornafirði

Reykjavik Private Torus & Transfer

Mýrargata 2, 190 Vogar

South East ehf.

Hlíðarberg 1, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða  og bókana.

Unreal Iceland

Mjóahlíð 16, 105 Reykjavík

Friend in Iceland

Geirsgata 7a, 101 Reykjavík

Við tökum á móti ferðagjöf í allar ferðir!

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Vakinn

Into the Glacier

Skútuvogur 2, 104 Reykjavík

Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Við bjóðum upp á

Arctic Divers ehf.

Mávahlíð 41, 105 Reykjavík

Pickmeup

Háaleitisbraut 36, 108 Reykjavík

Kent Lárus Björnsson

Baldursgata 36, 101 Reykjavík

Kent Lárus er kanadískur að uppruna en íslenskur í báðar ættir,
stoltur Vestur-Íslendingur með íslenskt ríkisfang síðan 2008.
Hann er menntaður leiðsögumaður og hefur farið með hópa
vítt og breytt um landið síðastliðin ár.
Kent hefur margra ára reynslu í að skipuleggja hópferðir út
fyrir landsteinana, einkum til Norður Ameríku og hefur hann
farið með fjölda kóra og hópa af ýmsum stærðum og gerðum
á Íslendingaslóðir í Vesturheimi.

Viking Rafting

Hafgrímsstaðir, Varmahlíð, 560 Varmahlíð

Viking rafting er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í flúðasiglingum og er staðsett í Skagafirði. Það hefur starfað í 27 ár, og við erum með fjölbreytta og skemmtilega starfsemi. Við erum með eitthvað sem hentar öllum bæði öfgafull fyrir þá ævintýragjörnu og fjölskylduvænt.

Flúðasiglingar er svolítið eins og uppáhalds tækið þitt í Disney World, bara án öryggisbeltis! Rétt eins og þar þarft þú ekki að hafa reynslu af flúðasiglingum til að uppgötva hvers vegna ferðir á austur og vestur Jökulsám eru orðnar einkennandi fyrir flúðasiglingar á Íslandi. Við erum reynslumiklir atvinnumenn svo þú þurfir ekki að vera það.

Vistatravel.is

Flétturimi 38, 112 Reykjavík

Diving Island

Hátún 15, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

North East Travel

Brekkustígur 1, 685 Bakkafjörður

Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.

Blackbird Personal Tours

Lindasmári 53, 201 Kópavogur

Við bjóðum lúxus dagsferðir með leiðsögn út frá Reykjavík: Snæfellsnes, Borgarfjörður, Gullni hringurinn, Þjórsárdalur, Suðurland, Fjallabaksleið Syðri og Reykjanes.

Getum sérsniðið ferðir að óskum hvers og eins. Þægilegur ferðamáti í glæsilegum Land Rover Discovery 5. Nesti og drykkir innifaldir. Sækjum og skilum á hótel.

Minibus.is / Guided tours

Önundarholt, 803 Selfoss

Icelandic Taxi Tours

Þorláksgeisli 17, 113 Reykjavík

Icelandic Taxitours býður upp á styttri og lengri dagsferðir.  Vinsælar leiðir eins og Gullni Hringurinn, Bláa Lónið og ferðir frá flugvelli. Icelandic Taxitours býður einnig upp á sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum og þörfum. Hjólastólafestingar.
1 – 8 farþegar.

Radius Travel / Volcano Ventures

Bakkabraut 5c, 200 Kópavogur

Summit Explorers

Skúlagata 20, 101 Reykjavík

Komiði sæl.
Ég heiti Reynir Snær Valdimarsson og er fjallaleiðsögumaður. Ég tek að mér ferðir upp á hæstu fjöll landsins t.d. Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda. Allur jöklabúnaður er innifalinn í slíkum ferðum en mikilvægt er að fara með reyndum leiðsögumönnum þegar ferðast er um jökla landsins m.a. vegna sprunguhættu.

Ég og mínir leiðsögumenn eru með réttindi frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og með fyrstu hjálp í óbyggðum (WFR). Hóparnir hjá mér eru litlir og persónulegir og við reynum að toppa þegar besta veðrinu er spáð.

Hafðu samband í 869-0979 eða info@summitexplorers.com ef þú vilt toppa eitt af flottustu fjöllum Íslands.

Þjóðólfshagi ehf.

Þjóðólfshagi 1, 851 Hella

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Discover

Ægisgarður 5b, 101 Reykjavík

Iceland Discover is a leading tour operator in Iceland, specializing in providing high-quality, fun, and safe adventure tours. Our expert guides will take you on a journey of a lifetime, showing you the best of what Iceland has to offer. Whether you're looking for an exciting whale watching tour, a chance to see the Northern Lights, a Golden Circle tour, or a day tour exploring the beauty of Iceland, we have something for everyone. Our tours are designed to showcase the incredible Icelandic wildlife, stunning landscapes, and unique culture. Join us for an adventure that you'll never forget! Book your trip today and experience the best tours in Iceland with Iceland Discover.

BackyardIceland

Njarðarbraut 3, 260 Reykjanesbær

Sleipnir Glacier Tours Iceland

Stálhella 2, 221 Hafnarfjörður

Sleipnir Tours Iceland býður upp á ógleymanlegar jökla- og íshellaferðir á næst stærsta jökli Íslands - Langjökli. Stærstu jökla trukkar í heimi munu fara með þig í öruggustu og þægilegustu ferð um íslenska hálendið. 

Teymið okkar mun bjóða upp á stórkostlegt ævintýri. Markmið okkar er að bjóða möguleika fyrir alla að upplifa náttúrufegurð íslenskra jökla á sem öruggastan og þægilegan hátt.

Stórbrotinn ferð með Sleipnir Tours Iceland
Við höfum reynslu að taka á móti bæði litlum og stórum hópum, einstaklings- eða hóp bókunum, stöðluðum eða sérsniðnum ferðum. Við erum sveigjanleg í að veita persónulega þjónustu fyrir hvern hóp til að fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar og vera stöðugt að bæta okkur eftir endurgjöf kúnna. 

Öruggasta leiðin til að upplifa hið glæsilega náttúrulandslag.
Sleipnir er eina farartækið á Íslandi sem keyrir upp hálendislandslag Langjökuls - næststærsta jökuls landsins.
Við förum reglulega í skoðunar leiðangra til að tryggja öryggi allra farþega okkar meðan á leiðangrinum stendur.

Teymið okkar með yfir 30 ára reynslu.
Í teyminu okkar eru sérfræðingar með brennandi áhuga á Íslandi. Við leiðbeinum og fræðum viðskiptavini okkar í ferðinni til að gæta hinsta öryggis. Þegar fólk er komið um borð hittir þú fróða leiðsögumenn okkar sem munu afhjúpa nokkur af okkar íslensku leyndarmálum.

Lúxus og þægilegasti ferðamátinn.
Sérsmíðaðir jöklatrukkar Sleipnis veita hámarks þægindi og öryggi jafnvel í erfiðum veðurskilyrðum.

Sveigjanlegur til að mæta kröfuhörðustu væntingum.
Teymið okkar er alltaf tilbúið til að komast á móts við sérstökum beiðnum. Undanfarin ár höfum við unnið með nokkrum fyrirtækjum í ferða- og kvikmyndabransanum.

Skúli Einarsson

Æsufell 2, 111 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland A-Z Travel

Hoftún 2, 801 Selfoss

Arctic Exclusive Luxury Travel Solutions

Efri-Ey 2, 881 Kirkjubæjarklaustur

Arctic Exclusive er fjölskyldu fyrirtæki sem býður upp á sérsniðnar ferðir um Ísland ásamt því að bjóða upp á gistingu á fjölskyldu bænum okkar nálægt Kirkjubæjarklaustri. Við sérhæfum okkur í ferðum sem settar eru saman fyrir hvern og einn viðskiptavin ásamt því að vinna með öðrum íslenskum ferðaskrifstofum.  

Atlas Tours Iceland

Haukalind 21, 201 Kópavogur

City Car Rental

Bogatröð 1, 262 Reykjanesbær

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Iceland Road Trip

Fiskislóð 77, 101 Reykjavík

Iceland Road Trip er ferðaskrifstofa sem býður uppá fjölbreytt úrval ferða um Ísland fyrir einstaklinga og hópa. 

Heading North

Jökulsárlón, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Go Travel Iceland

Blómahæð 3, 210 Garðabær

StrandFerdir.is

Norðurfirði, 524 Árneshreppur

Við erum staðsett á Norðurfirði á Ströndum. Þar er lítil húsaþyrping í fallegu umhverfi. Út með firðinum er Krossneslaug sem staðsett er við sjávarmál. Ævintýri líkast.

Reykjafjörður er breiður og stuttur fjörður og blasir Drangajökull við. Þar eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatnið í sundlaugina. Við skerinn er svo selir að leik.

Þar má finna heitar uppsprettur í óspilltri nátturunni sem gefur trú á galdra og tröll nýjan merkingu.

Iceland Premium Tours

Árskógar 5, 109 Reykjavík

IcelandPremiumTours bjóða uppá ævintýra ferðir nánast hvert sem er i þægilegum breyttum jeppum og öðrum farartækjum. 

Hafið samband og njótið bestu kjara sem völ er á. Góður afsláttur auk ferðagjöf. 

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

Dalbraut 1, 465 Bíldudalur

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Adventure Travel Company

Skeifunni 11b, 108 Reykjavík

Komdu út að hjóla! Ævintýralegar hjólaferðir!

Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.

Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.

Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum eða sérsníða að þínum óskum.

Sedona ferðaþjónusta

Langamýri 39, 210 Garðabær
Boðið upp á dagsferðir frá höfuðborgarsvæðinu; t.d. Gullhringur, Suðurströnd, Reykjanes, Snæfellsnes, Borgarfjörður allt eftir óskum hvers og eins.

Arctic See Angling and Hunting

Böggvisbraut 6, 620 Dalvík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic fox travel

Pétursborg, 601 Akureyri

Arctic Fox Travel er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem byggir á mikilli reynslu í ferðaþjónustu og býður upp á spennandi úrval dagsferða frá Akureyri,undir leiðsögn reynslumikilla og faglærðra leiðsögumanna.
Arctic Fox Travel býður  upp á einkaferðir í breyttum jeppum og persónulega þjónustu og aðeins er um litla hópa að ræða.

 

Ferðir og afþreying:

Dettifoss(Vetur)

Askja(Sumar)

Sérsniðnar ferðir(Allt árið)

Stangveiði(Sumar)

Dorgveiði(Vetur)

Hálendisferð(Sumar)

Viðburðastofa norðurlands ehf.

Skipagata 9, 600 Akureyri

Viðburðastofa norðurlands býður upp á úrvalsþjónustu í tengslum við hvers konar viðburði og skemmtanahald.  Viðburðastofa norðurlands er framsækið fyrirtæki og mun alltaf leitast við að vera með ferska þjónustu og þær nýjungar sem markaðurinn óskar eftir hverju sinni.

Viðburðastofa norðurlands mun skila af sér þjónustu sem prýðir hvern þann viðburð og hverja þá veislu sem gjöra skal.

Viðburðarstofa norðurlands sérhæfir sig í verkefnum og viðburðum af ýmsu tagi. Innanborðs eru einstaklingar sem undanfarin ár hafa myndað tengsl sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að sækja þjónustu sem byggð er á þekkingu og tengslum á svæðinu.

Ef þú ert með fyrirspurn varðandi verð eða þjónustu þá er einfaldast að hafa samband við okkur á netfangið vidburdastofa@vidburdastofa.is

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Ice Tourism

Síðumúli 29, 108 Reykjavík

Við sérhæfum okkur í umsýslu og þjónustu við erlendar ferðaskrifstofur vegna einstaklinga og hópa erlendra gesta til landsins 

Jeeps of Iceland

Þorrasalir 1-3, 201 Kópavogur

Sögufylgja

Böðvarsholt, 356 Snæfellsbær

Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir tekur vel á móti gestum sem vilja fræðast um leyndardóma Snæfellsness.

Dagbjört hefur undanfarin ár sérhæft sig í sögum og sögnum tengdum Snæfellsnesi. Hún fer með gesti sína í stutta göngutúra og miðlar sagnaarfinum ásamt því að eiga samtal við gestina um lífið og tilveruna á Snæfellsnesi.

Hægt er að koma í heimsókn í heim í Böðvarsholt eða hitta hana á fyrirfram ákveðnum stað til að eiga góða stund saman.

Uppáhalds staðir Dagbjartar eru Búðir, Arnarstapi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Lýsulaugar og Bjarnafoss.

Dagbjört tekur vel á móti einstaklingum jafnt og hópum!

Hafðu samband og mæltu þér mót við sögufylgju á Snæfellsnesi.

Hjartanlega velkomin á vit leyndardóma Snæfellsness!

Iceland-Europe Travel

Grandagarður 16, 101 Reykjavík

Iceland Europe Travel býður upp á spennandi sérferðir fyrir  til Asíu allt árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferðir, sérsniðnar að hverjum hóp og ávalt er lagt upp úr því að bjóða upp á það  besta í þjónustu og aðbúnaði. Sérstök áhersla er lögð á að kynnast sögu, menningu og daglegu lífi á hverjum stað með leiðsögn heimamanna.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Westfjords Safari

Urðarvegur 64, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Melrakki Adventures

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Melrakki Adventures býður upp á jöklagöngur í Skaftafelli. Minnstu hópastærðirnar, ódýrustu ferðirnar, 4x4 keyrsla upp að jökulsporði og reyndir leiðsögumenn.

Melrakki Adventures er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 2019 með þau markmið að bjóða ferðamönnum upp á ómetanlega upplifun í einni helstu náttúruperlu Íslands, Öræfasveit. Við sérhæfum okkur í jöklaleiðsögn á skriðjöklum Vatnajökuls, bæði jöklagöngum á sumrin og íshellaferðum á veturna. Leiðsögumenn okkar hafa menntun frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna auk þess að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði í óbyggðum frá NOLS.

Ferðirnar okkar eru frábrugðnar öðrum að því leyti að það eru aldrei fleiri en 8 í hóp sem gerir ferðirnar persónulegri og skemmtilegri, auk þess eru ferðirnar þær ódýrustu á svæðinu.

Hægt er að panta ferðir á melrakki.com eða hafa samband á info@melrakki.com  eða í síma 7744033. Einnig er hægt að koma í heimsókn og bóka á staðnum en við erum staðsett á flugvellinum í Skaftafelli.

Opnunartími:
Sumar - allir dagar: 9:00-18:30.
Vetur - allir dagar: 9:00-17:00.

 

Ef þið viljið fylgjast með okkur á instagram er það hægt hér.
Ef þið viljið skoða umsagnir frá viðskiptavinum okkar er það hægt hér.

Ferðaþjónustan Himnasvalir

Egilsá, 560 Varmahlíð

Velkomin í þægilega sveitagistingu á Gistiheimilinu Himnasvölum.

JRJ jeppaferðir sérsníða ferðir eftir þínu höfði.

Sjáið jeppaferdir.is fyrir upplýsingar og bókanir.

Ingos Icebreaking Tours

Ketilstaðaskóli, 871 Vík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Local Guide - of Vatnajökull

Hofsnes, 785 Öræfi

Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls

www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317

Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.

Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.

Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá. 

Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin

Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 

Olga Iakuba

Lindargata 27, 101 Reykjavík

Hello Iceland

,

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavik Beer & Booze Tour - Bjór & Áfengis rölt

-, 101 Reykjavík

Áfengissaga okkar Íslendinga er um margt áhugaverð og skemmtileg.

Á þessu barrölti kynnumst við drykkjumenningu okkar aðeins nánar, röltum á milli þriggja frábærra bara ásamt því að smakka á 10 mismunandi bjórum. Þetta er útgáfa af bjórskóla með sögulegu ívafi.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.   

Healing Moon

Tvíoddi, 356 Snæfellsbær

Traveller slf

Eikardalur 3, 260 Reykjanesbær

Reykjavík Grapevine / Go Travel

Hafnarstræti 15, 3. hæð, 101 Reykjavík

The Reykjavík Grapevine hefur fjallað um ferðamennsku á Íslandi síðan 2003. Við nýtum reynslu okkar af ferðablaðamennsku til að velja og bjóða uppá þær ferðir frá ferðaseljendum við höfum trú á. Hagnaður af ferðasölu okkar fer óskiptur í kostnað við að halda uppi ritstjórn miðilsins.

Arctic Surfers

Eyjaslóð 3, 101 Reykjavík

Arctic Surfers sérhæfir sig í ævintýraferðum sem viðkoma brimbrettum (SURF) og róðrabrettum (SUP) fyrir einstaklinga og/eða litla hópa. 

Við hjá Arctic Surfers höfum brennandi áhuga á að skoða og upplifa Ísland. Starfsfólk okkar hefur ferðast um allt landið í meira en 20 ár, í leit að öldum og kjöraðstæðum til þess að stunda vatnasport. Hjá Arctic Surfers leggjum við áherslu á að byggja upp ferðaáætlanir sem ganga þvert á hina hefðbundnu orlofsupplifun með það að markmiði að þín upplifun verði einstök.

Brimbrettaferðir (Surf)

Við erum með yfir 20 ára reynslu af brimbrettum við Íslandsstrendur og bjóðum því upp á öruggt ævintýri þar sem þín upplifun er ávallt í forgangi. 

Helgarnámskeið:
Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem vert er að hafa í huga þegar byrjað er að surfa á Íslandi. Við leggjum áherslu á öryggi, hvernig á að lesa í veður- og sjóspár, hvernig búnað skal nota og hvernig skal umgangast búnað svo ekki sé talað um tvo heila daga á vettvangi í bestu mögulegum aðstæðum. Stútfull helgi af surfi!

Lengd ferðar: föstudagur til sunnudags (valdar helgar yfir sumartímann)   

Fyrir hvern: Byrjendur og fyrir þá sem eru að byrja að fóta sig í heimi brimbretta á Íslandi. Allir 16 ára og eldri geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg. Takmarkað pláss.

Dagsferðir:
Í hverri ferð er leitast við að bjóða upp á bestu mögulegar aðstæður í samræmi við færni surfarans hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér.

Lengd ferðar: 6-8 klst

Fyrir hvern: Aðeins ætluð þeim sem þegar hafa náð undirstöðuatriðunum. Lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar

Róðrabretti (SUP)

Búnaðurinn okkar er fyrsta flokks og gefur möguleika á mismunandi róðri því á örskotsstundu er hægt að breyta brettunum okkar í kajak (sit on top). Hér geta allir tekið þátt því róðrabretti er mjög byrjendavænt sport sem gefur margvíslega möguleika á að skoða og upplifa vötn, ár, firði og strandlínur Íslands. Það eru margir staðir sem vert er að skoða og við veljum hvert er best að fara hverju sinni allt eftir veðri, vatnsaðstæðum og þínum óskum. Að ferðast um á róðrabretti er sannarlega ótrúleg leið til þess að komast nær náttúrunni og uppgötva Ísland frá öðru sjónarhorni en áður.

Fjölskylduferðir:
Farið er yfir helstu undirstöðuatriði og nágrenni Reykjavíkur skoðað á sjó eða vatni. Mögnuð upplifun fyrir fjölskyldur og litla hópa þar sem allir geta tekið þátt. 

Lengd ferðar: 2-3 klst   

Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, litlir hópar 4-5 einstaklingar.

Dagsferðir:

Farið er yfir helstu undirstöðuatriði þar sem leitast er við að bjóða upp á bestu aðstæður hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér og magnað að upplifa náttúru Íslands af róðrabretti.

Lengd ferðar: 6-8 klst   

Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar.

Hópefli og/eða hvataferðir:

Er einhver að fara að gifta sig og langar ykkur að sprella með gæsinni eða steggnum? Á að hrista vinnustaðinn saman? Við búum til stórskemmtileg tækifæri fyrir litla vinahópa og/eða vinnustaði þar sem leikur og skemmtun er meginmarkmiðið.

Vertu í sambandi við okkur og við sníðum ævintýrið eftir ykkar þörfum

Sendið okkur póst á info@arcticsurfers.com fyrir nánari upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar

Magical Sky Iceland

Guðnýjarbraut 21, 260 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason

Verksmiðjan Hjalteyri, 604 Akureyri

Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari.

Við bjóðum upp á:
• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.
• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.
• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi
• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru;
 - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi.
 - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi.
 - Rescue diver – björgunarköfun
 - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun.

Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan Hjalteyri
Við bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Mannaferðir ehf.

Melás 12, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Björg Sighvatsdóttir

Rofabær 29, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

GeoCamp Iceland

Mánagata 1, 230 Reykjanesbær

GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar.

GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.

Brúnir - Horse, Home food and Art

Brúnir, 605 Akureyri

Á Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.

Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta skoðað listaverk bóndans og einnig eru þar sýningar annarra listamanna.

Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.brunirhorse.is

 

GPS punktar: N65° 34' 0.392" W18° 3' 51.597"

Katla Adventure ehf.

Knarrarholt, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Þóra Sif Kópsdóttir

Ystu-Garðar, 311 Borgarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Grand Travel

Skeiðarás 4, 210 Garðabær

Vantar þig einstaklega þægilegan en umfram allt öruggan ferðamáta fyrir þinn hóp ? Þá erum við með rétta bílinn fyrir þig.

Grand Travel var stofnað árið 2012 og er nýtt fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Við bjóðum uppá nýja og glæsilega hópferðabíla sem búnir eru öllum helstu þægindum s.s. breiðari sætum, hallandi baki, , góðu hljóðkerfi, DVD, sjónvarpi, þráðlausum hljóðnema, interneti og kæliskáp ásamt snyrtingu.

Við hjá Grand Travel leitumst við að þjónusta stóra sem smáa hópa hvort sem það eru stuttar ferðir innanbæjar eða í lengri skipulagðar ferðir um landið. Við sérsníðum okkar þjónustu að þínum þörfum, bjóðum uppá áreiðanlega bílstjóra og einstaklega góðan ferðamáta.

Back To Iceland Travel

Skipholt 45, 105 Reykjavík

BTI travel er fjölskyldurekið ferðaþjónustu fyrirtæki starfandi á Íslandi. Við sérhæfum okkur í erlendum ferðamönnum sem eru að heimsækja Ísland en tökum einnig að okkur að keyra íslendinga á milli staða.

Við höfum gott úrval af dagsferðum, einkaferðum og ferðum frá og til Keflavíkur flugvallar til að velja úr og  ábyrgjumst það að okkar ökumenn og leiðsögumenn hafa allir tilskyld réttindi og reynslu í ferðaiðnaðinum. Við notumst við glænýja Mercedes Sprinter smárútur með 9-18 þæginlegum sætum, USB hleðslutöðum og Wifi tengingu um borð.

Hestakráin sveitahótel / Land og hestar

Húsatóftir 2a, 801 Selfoss

Hestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti. 

Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði. 

Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð 

Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.

Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.

· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu

· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna


ATV Reykjavík

Flugumýri 18, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast bókið á vefsíðu okkar www.atvreykjavik.is

Viking Taxi

Langahlíð 3, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Siggaferðir

Hamarskot, 801 Selfoss

Rútuakstur

Siggaferðir hefur til umráða 20 og 40 sæta rútur. Ekki hika við að hafa samband ef ykkur vantar að leigja rútu, hvort sem það er til að keyra fólk frá einum stað til annars, á flugvöllinn, fyrir hópferð eða jafnvel hringferð um landið.

772-6010

BS-Tours

Hjarðardalur , 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Glacier Superjeep

Bugðuleira 6, 780 Höfn í Hornafirði

Iceland Blue Lotus Travel

Fljótasel 5, 109 Reykjavík

Óskar Haraldsson

Rafræn þjónusta / Web service, 101 Reykjavík

Ertu að fara erlendis ?  Þá er tilvalið að hefja ferðalagið í þægilegum leigubíl út á flugvöll.

Kaly & Lo Travel

Þórufell 2, 111 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Food Walks of Reykjavík

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

The Traveling Viking

Ytri-Bakki, 601 Akureyri

The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.

The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.

Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.

Arctic Mike

Fellsmúli 7, 108 Reykjavík

Fjórhjólaævintýri

Þórkötlustaðavegur 3, 240 Grindavík

Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins.

Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is  

Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr:

Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.

Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.

Viking Trips ehf.

Asparlundur 7, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Tryadventure Travel

Fífumói 3, 800 Selfoss

Sóti Lodge / Summit Heliskiing

Aðalgata 32, 580 Siglufjörður

Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti. 

Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk.

Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.

Zip

Klukkuhólt 11, 225 Garðabær

Langanesferðir

Ytra-Lón, 681 Þórshöfn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Eyjardalsá Horse Riding

Eyjardalsá, 641 Húsavík

Njótið þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða af hestbaki. Hlustið á fuglasöng, niðinn í fljótinu og hófatakið.

Ferðirnar okkar henta bæði byrjendum og reyndari knöpum og ef þú sérð ekkert sem hentar þér af því sem við bjóðum uppá getum við sérsniðið ferð að þínum þörfum. Leiðin liggur að mestu leyti meðfram Skjálfandafljóti, einni af stærstu ám landsins, þar sem fylgt er fornum kindaslóðum, mótaðir af kindum sem hafa gengið sömu leiðirnar öldum saman. Leiðsögumaður ferðarinnar hefur mikla reynslu og þekkir hestana vel, en líka svæðið og sögurnar sem hafa lifað kynslóð fram af kynslóð.

Skoðið vefsíðuna eyjardalsa.is fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Different Iceland

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður
Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra. Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir. Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið.

Arctic Freeride

Bylgjubyggð 41, 625 Ólafsfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Mountain 4U ehf.

Tröllateigur 23, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Leiðsögumenn ehf.

Laugavegur 178, 105 Reykjavík

East Highlanders

Hallormsstaður, 700 Egilsstaðir

East Highlanders er fjölskyldu fyrirtæki og er rekið af hópi reyndra ökumanna og leiðsögumanna sem hjálpa þér að skapa nýjar minningar á Austurlandi. 

Við sem störfum hjá fyrirtækinu köllum okkar minningarsmiði, við bjóðum upp á dagsferðir um Austurland fyrir litla hópa ásamt því að taka móti stærri og minni hópum í Hallormsstaðarskógi. 

Við byggjum á traustum grunni og höfum tekið á móti gestum síðan árið 2010. Markmið okkar er að veita eftirminnilega dvö á Austurlandi. Við kappkostum að vera félagslega og umhverfislega ábyrg, uppfylla þarfir gesta okkar og fara fram úr væntingum þeirra. 

Endilega skoðaðu vefinn okkar og sköpum nýjar minningar saman. 

Dagsferðir
Upplifðu Austurland í ró og næði. Dagsferðir eru fullkomnar fyrir minni hópa. Við bjóðum upp á jeppaferðir með leiðsögumanni sem fer með þig og þinn hóp um svæðið og skoðum helstu perlur Austurland. þú getur bókað ferð í Stuðlagil, Mjóafjörð og á Borgarfjörð Eystri. Einnig getum við búið til sérferð ef þig langar að skoða aðrar perlur. 

Hallormsstaður
Í skóginum tökum við á móti hópum og bjóðum við upp á Axarkast Axarkast er ekki nýtt á nálinni, þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman.

Við tökum einnig að okkur að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn þar sem hægt er að bæta við bogfimi, ratleik og ketilkaffi. Hafðu samband og við undirbúum einstaka upplifun í skóginum.   

Sköpum góðar minningar saman og sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið

Ribsafari

Tangagata 7, 900 Vestmannaeyjar

Ógleymanleg skemmtun í Vestmannaeyjum.  Ribsafari býður upp á snilldar siglingar þar sem við þeysumst um á harðbotna slöngubátum (tuðrum) og njótum þess að sjá náttúruna í kringum eyjarnar fögru. Við stoppum inn á milli og segjum frá áhugaverðum og skemmtilegum staðreyndum og förum inn í sjávarhella sem einungis tuðrur komast inn í.

 

Þetta er skemmtilegar ferðir fyrir alla aldurshópa en lágmarksaldur er 6 ára.

 

Þú getur valið um að fara í klukkustundar eða tveggja tíma siglingu þar sem við förum alla leið út í úteyjarnar og jafnvel út í Súlnasker sem er magnaðasta eyjan í Vestmannaeyjum.

Elding Hvalaskoðun Reykjavík

Ægisgarður 5, 101 Reykjavík

Elding Hvalaskoðun Reykjavík er fjölskyldurekið fyrirtæki sem gert hefur út á hvalaskoðun frá árinu 2000 og er nú leiðandi í sjótengdri ferðaþjónustu á Íslandi. Við bjóðum einnig upp á aðrar fjölbreyttar ævintýraferðir á sjó svo sem lundaskoðun, sjóstangveiði, norðurljósasiglingu, friðarsúluferðir, ferjusiglingar út í Viðey sem og sérsniðnar sérferðir allt árið um kring. Allir farþegar Eldingar fá frían aðgang að ‘hvalasetrinu’ sem er einskonar fljótandi sædýrasafn og er staðsett um borð í fyrrum fiskibát við Ægisgarð.

Ferðirnar okkar eru einstakar náttúrulífsferðir þar sem sérþjálfaðir leiðsögumenn segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu á meðan siglingu stendur. Við fylgjum siðareglum IceWhale um ábyrga hvalaskoðun, þar sem markmiðið er að vinna að verndun hvala við Íslandsstrendur. Þá höfum við einnig öðlast vottun sem ábyrgt hvalaskoðunarfyrirtæki af World Cetacean Alliance, sem er öflugt bandalag einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem vinna að bestu starfsháttum og sjálfbærni í ferðaþjónustu sem snýr að hvala- og höfrungaskoðun. 

Elding leggjur mikið upp úr umhverfismálum og kappkostar við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er. Við erum platínum vottað fyrirtæki frá EarthCheck og bátar okkar bera Bláfánann. Árið 2008 hlutum við umhverfisverðlaun Ferðamálastofu og vorum meðal fyrstu þátttakenda í gæða- og umhverfiskerfi Vakans. Við teljum að nýting umhverfisauðlinda sé lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til þess að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika.

Verið velkomin um borð!

Skoða ferðaáætlun  

X The Experience Company

Birkivellir 34, 800 Selfoss

Glo Rentals

Fiskislóð 31A, 101 Reykjavík

Höfn – Staðarleiðsögn

Hafnarbraut 41, 780 Höfn í Hornafirði

Upplifðu núið

Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn. 

Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs. 

Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd. 

Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  

Arctic Mike Iceland

Fellsmúli 7, 108 Reykjavík

Nataliia Bohdanets

Ægissíða 129, 107 Reykjavík

Mundo Norte

Fífuseli 41, 109 Reykjavík

Viðurkennd ferðaskrifstofa (með númerið 2023-015) fyrir margs konar ferðir: dagsferðir, margra daga ferð um Ísland, norðurljósaferð, gönguferðir o.fl.

Nicetravel ehf.

Fiskislóð 45 M, 101 Reykjavík

Nicetravel var stofnað árið 2012 af þremur íslenskum fjölskyldum. Markmið okkar er að bjóða upp á persónulega og ánægjulega upplifun fyrir okkar gesti og til að uppfylla það eru allar okkar ferðir framkvæmdar með farþega fjölda að hámarki 19 farþega. 

Við bjóðum upp á dagsferðir og fjöldaga ferðir með brottför frá Reykjavík. 

Mottóið okkar er að vera NICE.

Ice Walkers

Hátún 29, 105 Reykjavík

Prime Tours

Smiðshöfði 7, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Stóra-Sandfell 3, Skriðdalur, 701 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.

Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.

Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Always Iceland

-, 203 Kópavogur

Algengir áfangastaðir: 

Ferð:

Brottför:

Lengd:

Golden Circle Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Hot Golden Circle Tour

Allt árið

8-9 klst.

South Coast and Þorsmork

Allt árið

8-9 klst.

Beautiful West and Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Reykjanes and Blue Lagoon

Allt árið

5-6 klst.

Landmannalaugar - Hekla

Allt árið

10-11 klst.

Beautiful West and Ice Cave

Allt árið

8-9 klst.

Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir.  Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn.  Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.

Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.


Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Private Hire Iceland

Vallarás 5, 260 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

My Iceland Guide

Dalvegur 18, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Island Kayaking

Krummahólar 4, 111 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Adventure Point

Hæðagarður 18, 781 Höfn í Hornafirði

Gravel Travel

Kirkjubraut 10, 170 Seltjarnarnes

Snæland Grímsson

Langholtsvegur 109, 104 Reykjavík

Snæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað af Snæland Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1950 og hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. Starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.
Stærð fyrirtækisins gefur því sveigjanleika til að sníða þjónustu þess að þörfum og óskum viðskiptavina og klæðskerasauma lengri og skemmri ferðir að óskum hvers og eins. Við erum fyrir þig hvort sem þú þarft einungis á ,,skutli” að halda eða vilt skipuleggja ógleymanlega ferð innanlands.

 

Vestfjarðaleið ehf.

Sundstræti 39, 400 Ísafjörður

Bjóðum uppá dagsferðir fyrir hópa allt að 52 farþegum og gefum góð tilboð í flest allar ferðir, reynsluboltar eru í hverju horni í okkar litla en góða fyrirtæki.

Hildibrand Hótel

Hafnarbraut 2, 740 Neskaupstaður

Hildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi.

Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið. 

Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is 

Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.

Eaglefjord ferðaþjónusta

Gilsbakki 8, 465 Bíldudalur

Glaciers and Waterfalls

Kópavogsbraut 10, 200 Kópavogur

Við, hjá Glaciers and Waterfalls, elskum ævintýraferðir og erum staðráðin í að veita viðskiptavinum frábæra upplifun. Með ástríðu okkar og þekkingu á landinu veitum við fóki meiri upplifun og tengjum það sérstakri menningu okkar.

Markmið okkar er að veita einstaka upplifun, framúrskarandi þjónustu og skapa frábærar minningar.

  • Glaciers and Waterfalls býður upp á hágæða ævintýra og skoðunarferðir.
  • Við bjóðum upp á fámenna hópa og persónuleg tengsl við viðskiptavini.
  • Reyndir leiðsögumenn leiða hópinn, fræða um staðhættir og segja sögur af fólki og vættum.

Freyja travel / Klara Boutique

Heiðarhjalli 31, 200 Kópavogur

 

Ferðamálafélag Hríseyjar

Hús Hákarla Jörundar, Norðurvegur 3, 630 Hrísey

Hús Hákarla Jörundar
Í þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma eða með tölvupósti.

Opnunartími Virkir dagar:
1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:00
1. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi.


Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35
Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að hafa samband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.

Iceland Day Trips

Þinghólsbraut 24, 200 Kópavogur

Activity Iceland

Koparslétta 9, 116 Reykjavík

Activity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land. 

Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.

https://activityiceland.is 

Mountain Excursion - Víkurhús slf.

Lindarbæ, 816 Ölfus

Artistica Tours

Ránargata 3, 240 Grindavík

Nskt destination

Tryggvagata 13, 800 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Eagle Tours

Höfðastígur 17, 415 Bolungarvík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Parliament Horses

Skógarhólar, 806 Selfoss

Iceland Mountains Discoverers ehf.

Klukkuberg 26, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandic Adventures

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

Hafið samband vegna bókanna

Iceland Paradise Tours

Eggertsgata 20, 102 Reykjavík

Velkomin í ICELAND PARADISE TOURS! Við sérhæfum okkur í að veita gestum okkar einstaka og eftirminnilega upplifun. Teymi reyndra leiðsögumanna okkar mun fara með þig í ógleymanleg ævintýri, hvort sem það er að ganga í gegnum jökla, liggja í bleyti í náttúrulegum hverum eða horfa á norðurljósin. Ferðirnar okkar eru hannaðar til að sýna náttúrufegurð og ríka menningu Íslands. Við bjóðum upp á bæði hópferðir og einkaferðir, sem gerir þér kleift að velja besta kostinn fyrir þínar þarfir. Ökutæki okkar eru nútímaleg og þægileg, sem tryggja örugga og skemmtilega ferð. Skuldbinding okkar við sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu þýðir að við setjum í forgang að lágmarka áhrif okkar á umhverfið og styðja við samfélög. Við erum í samstarfi við lítil fyrirtæki í eigu staðarins til að veita ósvikna upplifun og hjálpa til við að stuðla að staðbundnu hagkerfi. Vertu með í ævintýri ævinnar á Íslandi. Leyfðu okkur að sýna þér undur þessa fallega lands og búa til minningar sem endast alla ævi.

Safarihestar

Álftagerði 3, 660 Mývatn

Boðið er uppá eins eða tveggja tíma hestaferðir með leiðsögn vanra og staðkunnugra í fögru umhverfi við Mývatn og nærliggjandi gervigíga þar sem sést yfir allt vatnið. Flestir hestanna eru í eigu fjölskyldunnar og tamdir á bænum, bæði þægir barnahestar og góðhestar fyrir lengra komna. Hægt er að panta á www.safarihestar.is, í síma 864-1121 en einnig er hægt að koma fyrirvaralaust

Öræfahestar ehf.

Svínafell 3, Sel 2, 785 Öræfi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Southcoast Adventure

Ormsvöllur 23, 860 Hvolsvöllur

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.

Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249

Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.

Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.

Star Travel

Stórholt 12, 603 Akureyri

Star Travel var stofnað í júní 2013. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri sem hefur það að markmiði að vera með persónulega þjónustu og við ferðumst í smáum hópum. Star Travel er með dagsferðir frá Akureyri, Norðurljósaferðir, einkaferðir og einnig vinnum við með öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum og skipuleggjum hinn fullkomna dag.

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Arctic Exposure

Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 Kópavogur

Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.

Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.

Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.

Aurora Luxury Iceland

Hestavað 7, 110 Reykjavík

Heimsókn til æðarbænda

Ytri-Nýpur, 690 Vopnafjörður

Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir á  tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara.

Farið er í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsins undir leiðsögn æðarbænda á Ytra-Nýpi. Skoðað er hvernig þessi villti fugl er verndaður og búið í haginn fyrir hann þannig að honum líði sem best. Einnig má sjá fleiri fugla í varplandinu. Mikilvægt er að fara varlega og fylgja fyrirmælum í einu og öllu.

Farið er í dúnhreinsistöð á Ytra-Nýpi þar sem gefst færi á að skoða og snerta æðardún á mismunandi vinnslustigum og skoða sýnishorn af fullunnri vöru. Boðið er upp á hressingu í gestastofu þar sem eru munir sem tengjast búrekstri bænda síðustu ára.

Heildartími: áætlaður 3 klst.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Trail Tours

Víðivellir 1, 800 Selfoss

Ice Top Tours

Hringbraut 93, 230 Reykjanesbær

Norðurflug

Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík

Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring. 

Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.

Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is 

Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

Saga Travel

Óseyri 4, 600 Akureyri

Saga Travel er dagsferðafyrirtæki á Akureyri og selur skipulagðar dagsferðir og afþreyingu á Norðurlandi. 

Special Tours Akureyri

Oddeyrarbót 1, 600 Akureyri

Trans - Atlantic

Síðumúli 29, (2 hæð til hægri), 108 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic veitir alla almenna þjónustu vegna sölu og bókanna á ferðum erlendis, bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki / stofnanir.

Þá sérhæfum við okkur í skipulagningu hvataferða, árshátíðaferða erlendis og útskriftarferða bæði fyrir menntaskóla og háskóla.

Vinsamlegast hafið samband til að fá tillögur að ferðum og tilboð frá okkur.

Ferðaskrifstofan er sú eina sem hefur í meira en áratug skipulagt og haldið uppi flugi frá öllum þremur völlum landsins, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum og hefur í gegnum árin flutt tugi þúsunda farþega erlendis.

Opnunartími er 10 - 17 alla virka daga, allt árið

Fjallasýn

Smiðjuteigur 7, 641 Húsavík

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar.

Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum.

AKSTUR og trúss með útivistarhópa

Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl.

Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.

Iceland Outfitters ehf.

Hrauntunga 81, 200 Kópavogur

Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.

Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.  

Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.

Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.

SB travel

Suðurlandsbraut 30, 4.h. , 108 Reykjavík

GetLocal ehf.

Fiskislóð 24, 101 Reykjavík

Hestaleigan Fell

Fell, 760 Breiðdalsvík

Hestaleigan Fell býður upp á hestaferðir fyrir óreynda og reynda reiðmenn. Boðið er upp á 1:00 til 4:00 kl reið í fögru landslagi Breiðdals. 

Hestaleigan Fell er staðsett við þjóðveg 1 sem liggur í gegnum Breiðdal.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Shots

, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Simply the West

Hellnar, 356 Snæfellsbær

Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.

Extreme Icelandic Adventures

Súluvegur, 600 Akureyri

Fjallacenter Extreme Adventures við Súluveg 

Nóvember - april: vélsleðaferðir, Súlumyrar og Glerárdalur, ofan Akureyrar.
Expedition 2-3 daga sleðaferðir inn á hálendið, ef óskað er februar - april.
Þjónusta við skíðagönguhópa sem eru að ganga yfir hálendið, flytja búnað eða redda , ef eittvað kemur uppá.
Júli og ágúst: privat dagsferðir út frá Akureyri, 10-14 manna hópar.

Nánari upplýsingar á extreme@extreme.is eða 862-7988. Siggi B

Travel Service Iceland

Þverholt 28, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vesturkot - hrossarækt og hestaferðir

Vesturkot, 804 Selfoss

Sjónarspil á Íslandi ehf.

Lundur 8, 200 Kópavogur

Top Mountaineering / Top Trip

Hverfisgata 18, 580 Siglufjörður

Förum með hópa eða einstaklinga um Siglufjarðarfjöll, Fljót og Héðinsfjörð. Fjöllin í kringum Siglufjörð eru einstök með sínar sæbröttu hlíðar, egghvassa toppa,  hyrnur og hnakka. Fjöllin henta vel til útivistar og hægt er að bjóða upp á alls kyns möguleika allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða. Hægt er að ganga eftir gömlum kinda og reiðslóðum, láta hugann reika  til fortíðar  og hugsa sér lífsbaráttu fólksins sem fór um þessar götur. Líka er hægt að fara ótroðnar leiðir t.d. eggjagöngu eftir fjöllunum,  láta reyna á þolrifin eða ganga fjörur eða nánasta umhverfi .

Við bættum við okkur kayak í vor, bjóðum upp á 1-2 og 3 tíma ferðir með leiðsögumanni.

Leggjum til allan búnað undir og yfirgalla, vetlinga skó og vesti, höfum öll tilskilin leyfi frá Samgöngustofu.

Skipuleggjum ferðir fyrir hópa jafnt sem einstaklinga.

www.topmountaineering.is  

 

Kraftganga

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Kraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag.  Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.

My Visit Iceland

Fiskislóð 10, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Enterprise Rent-A-Car

Klettagarðar 12, 104 Reykjavík

Enterprise á Íslandi býður upp á fjölbreytt úrval bíla til skammtímaleigu eða langtímaleigu. Félagið hefur byggt velgengni sína á háu þjónustustigi, ánægju viðskiptavina og starfsmanna. 

Enterprise Rent-A-Car er alþjóðleg bílaleiga með starfsemi í yfir 90 löndum og hefur verið starfandi á Íslandi síðan 2014. Bílafloti Enterprise á heimsvísu telur um 1,5 milljón bíla og í heildina starfa um 90.000 starfsmenn hjá fyrirtækinu. 

Eterprise Rent-A-Car var stofnað árið 1957 af Jack Taylor og er enn í eigu fjölskyldunnar sem leggur mikið upp úr því að veita framúrskarandi þjónustu. 

Snæfellsnes Excursions

Sólvellir 5, 350 Grundarfjörður

Rútuferðir, dagsferðir um Snæfellsnes.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

 

Akureyri Backpackers

Hafnarstræti 98, 600 Akureyri

Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.

Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.

• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni

 

Bestu kveðjur/Best regards


Akureyri Backpackers staff

Boreal Travel

Klapparstígur 25, 101 Reykjavík

Boreal Travel er ferðaskrifstofa sem hefur verið að störfum síðan 2009. Við gerum út á ferðir á spænsku í litlum hópum (allt að átta manns) og erum með skipulagðar brottfarir allt árið, auk þess að bjóða upp á einkaferðir og self-drive pakka með upplýsingum og þjónustu á spænsku.

IceT

Vesturvör 13a, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Olga Rannveig Bragadóttir

Blómvellir 8, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Odyssey

Kirkjuteigur 5, 105 Reykjavík

Olgeir Andrésson

Skógarbraut 1105, 260 Reykjanesbær

Ljósmyndaferðir.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sigurgeir Guðjónsson

Furuvellir 30, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Adventure Vikings

Gylfaflöt 17, 112 Reykjavík

Adventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.

Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.

Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.

Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.

Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun. 

Hópferðir

Logafold 104, 112 Reykjavík

Hópferðir ehf. var stofnað árið 1998. Bílstjórarnir okkar taka á móti hópnum þínum með bros á vör og koma þér örugglega á áfangastað. Hægt er að koma til móts við ýmsar þarfir, skipuleggja uppákomur og veita persónulega þjónustu. Litlar eða stórar rútur og allt þar á milli.

Fjölbreyttir bílar fyrir fjölbreyttar ferðir
Hvort sem þú þarft hópferðabíl fyrir hóp af leikskólabörnum eða leiðsögumann fyrir helgarferð saumaklúbbsins á Ísafjörð, getum við aðstoðað þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að setja saman skemmtilega ferð á sanngjörnu verði. Við útvegum einnig rútur með aðgengi fyrir fatlaða, í lengri eða styttri ferðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Overland

Vesturgata 57a, 101 Reykjavík

Fjallasport

Móvað 45, 110 Reykjavík

FLÓKI TOURS

Flókagata 1, 105 Reykjavík

Outdoor Activity

Skálakot, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Cool Travel Iceland

Austurkór 51, 203 Kópavogur

Cool Travel Iceland er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að sérsníða ferðaáætlun í samræmi við þeirra óskir og fjárhagsáætlun. Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu. Við getum tekið að okkur stóra og smáa hópa og getum skipulagt td. hópaferðir fyrirtækja, hvataferðir, ráðstefnur og fundi hvort sem um er að ræða dagsferðir eða margra daga ferðir um ísland eða erlendis. Cool Travel Iceland er fullgild ferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu.

Hafðu samband við okkur og við finnum draumaferðina fyrir þig og/eða þinn hóp.

Af Stað

Miðvangur 41, 220 Hafnarfjörður

MY TAXI

Berjarimi 6, 112 Reykjavík

Thor Photography

Esjubraut 9, 300 Akranes

Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru.
Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.

Bragðavallakot

Bragðavellir , 765 Djúpivogur

Baggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús.

Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.

Stefán Svavarsson

Sævarland 14, 108 Reykjavík

Absolute Iceland

Fagrabrekka 11, 200 Kópavogur

Iceland by M&N

Línakur 1b, 210 Garðabær

Private Excursions ehf.

Skólagerði 61, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Inspiration Iceland

Knarrarberg, 601 Akureyri

Inspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög.  Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.

Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66°  North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

GTS ehf.

Fossnes C, 800 Selfoss

GTs - Guðmundur Tyrfingsson ehf. er rótgróið fjölskyldufyriræki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Við bjóðum upp á dagsferðir, óvissuferðir, sérferðir, ásamt allri almennri keyrslu og þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Auroraman

Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík

WeTravel

Tangabryggja 12a, 110 Reykjavík

FG Private Tours

Dufþaksbraut 7a, 860 Hvolsvöllur

Ice Breaker

Eyktarás 8, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Embracing Iceland

Lindarberg 22, 220 Hafnarfjörður

 Embracing Iceland er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í "prívat" dagsferðum frá Reykjavík, eingöngu fyrir litla hópa. Við notum aðeins faglærða "local" leiðsögumenn með mikla reynslu úr atvinnulífinu, m.a. út fiskeldi, laxveiðum og jarðhitageiranum.

Endilega hafið samband  

2Go Iceland Travel

Víðidalur 38, 260 Reykjanesbær

Um 2Go Iceland Travel  

Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir. 

Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.  

Minibus 101

Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Explorer´s Edge

Meðalholt 2, 105 Reykjavík

Lifandi leiðsögn

Skagfirðingabraut 35, 550 Sauðárkrókur

Car Buddy

Kænuvogur 55, 104 Reykjavík

POM ehf.

Brekkubær 19, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Fjord Bikes

Bakkavegur 9, 720 Borgarfjörður eystri

Fjord Bikes eða Fjarðarhjól er lítið fjölskyldufyrirtæki á Borgarfirði eystra sem sækist eftir því að efla fjallahjólreiðar á Austurlandi og ferðamennsku á hjólum. 

Við beitum nýjustu tækni og þekkingu við að þróa fjallahjólreiðaleiðir, samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um hönnun slóða sem og viðmiðum sem við höfum sjálf þróað í gegnum ítarlegar rannsóknir. Markmið okkar er að koma Borgarfirði á kortið sem gæða áfangastað til fjallahjólreiða á heimsvísu. 

Við bjóðum upp á leigu á fjallahjólum (hjálmur innifalinn) sem og ferðum um svæðið á hjóli, þar sem fjallahjól er innifalið í ferðinni. Í ferðum okkar heimsækjum við fallega staði innan Borgarfjarðar, skoðum fugla og heilsum upp á kindur. Það er hægt að sníða ferðirnar að hverjum og einum svo það henti öllum þátttakendum, frá byrjendum til lengra kominna. 

Þið finnið okkur á Instagram hér.
Þið finnið heimasíðuna okkar hér.
Tölvupósturinn okkar er fjordbikes@gmail.com  

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Different Iceland ehf.

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður

Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.

Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir.

Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Whale Safari / Mr. Puffin

Ægisgarður 5D, 101 Reykjavík

Við hjá Whale Safari erum frumkvöðlar á sviði hvalaskoðunarferða á litlum sérsmíðuðum RIB bátum. Við höfum verið í farabroddi hvað varðar náttúru og dýralífsferðir fyrri minni hópa farþega og leggjum gríðarlega áherslu á einstaka og persónulega upplifun hvers og eins farþega. Hver bátur tekur einungis 12 farþega í sæti auk leiðsögumanns og skipstjóra og henta ferðirnar því einna helst þeim sem eru að leita af náinni upplifun af náttúrunni og hafinu.  

Bátarnir fara hratt yfir og geta því skoðað lífríkið á tiltölulega stóru svæði ef miðað er við stærri bátana okkar. Þegar hvalir, höfrungar og lundar eru innan seilingar er fátt sem getur slegið upp þá miklu nálægð sem RIB bátarnir bjóða ævintýragjörnum ferðalöngum upp á. Við leggjum ríka áherslu á öryggi og velferð farþega og er hönnun bátanna er miðuð út frá því að viðskiptavinum okkar líði vel um borð og njóti upplifun sinnar í sem allra mesti nánd við hafið, dýrin og fuglana.  

Einnig er hægt að leigja bátana per klukkustund í einkaferðir og er þá hugmyndaflugið eitt sem takmarkar hvað er hægt að gera. Við höfum m.a leigt bátana í ljósmyndaferðir og hafi ferðalangar áhuga á slíku mun ekkert sem flýtur við Íslandsstrendur bjóða upp á betri möguleika til að taka ótrúlegar myndir af hvala og fuglalífinu. 

Vinsælasta ferðin okkar er tveggja tíma ferð sem heimsækir bæði lundana (þegar þeir eru á svæðinu), hvalina og tilviðbótar þá siglum við meðfram strandlengju Reykjavíkur og bjóðum upp á annað sjónarhorn á Sólfarið og Hörpuna! Fullkomið til að smella af myndum. Lundaferðirnar okkar eru klukkutímaferðir og vegna þess hve hraðir og litlir bátarnir eru nýtist nær allur tími ferðarinnar við eyjarnar vegna þess hve skamma stund tekur að sigla frá höfninni. Ferðirnar bjóða upp á einstaka nálægð við lundana þar sem slökkt er á vélum bátanna til að upplifa hversdagslíf lundanna og einstakanna máta í kyrrð náttúrunnar. 

Frá apríl og út október erum við með allt að 6 báta á sjó og yfir háannatímabilið bjóðum við upp á allt að 19 brottfarir í sannkallaðar ævintýraferðir út á Faxaflóa.

Victor Örn Victorsson / Strandahestar

Víðidalsá, 510 Hólmavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

IcelandOnImage.com

Framnesvegur 44, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Arnarnes Álfasetur

Arnarnes, 604 Akureyri

Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur. Umlukið fallegri náttúru, friðsælt og heimilislegt. Á gistiheimilinu eru 5 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi Öll með sameiginlegum baðherbergum. Hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð fyrir hópa. Yfir sumarið er í boði að sofa í húsbíl sem er dásamleg upplifun. 

 Að auki bjóðum við uppá 90 mínútna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur. 

 Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð. 

Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nær samfélagið. 

Við erum einnig hluti af Norðurstrandarleið  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Iceland Serenity Tours

Asparfell 2, 111 Reykjavík

Green Energy Travel ehf.

Víðimelur 69, 107 Reykjavík

Ferðaþjónustan Storð / Green Energy Travel – Iceland, er umhverfisvænn ferðaskipuleggjandi. Markmið okkar er að sýna þér undur Íslands á persónulegan hátt án óþarfa umhverfisstreitu. Við bjóðum því upp á ferðir í litlum hópum, persónulega þjónustu og óvenjulegar fáfarnari leiðir að helstu náttúruperlum Íslands.  

Ferðaþjónustan Storð býður upp á ferðir á ensku, þýsku og skandinavískum tungumálum. Einnig getum við útvegað leiðsögn á öðrum tungumálum, svo sem frönsku, ef bókað er fyrirfram.

    
Ferðir frá Reykjavík
Hefðbundnar ferðir:
 Ferð  Tímabil  Lengd Hvert er farið?
 1. Golden andventure - Gullhringur  Allt árið  6-8 tímar Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Skálholt, Kerið, Tungufellskirkja, Brúarhlöð, Sólheimar í Grímsnesi, heim um Nesjavallaveg.
 2. Highland Gold  Júní-sept  8-10 tímar Hálendisferð að hluta, Þingvellir, Gullfoss, Geysir, heim um Nesjavallaleið. Trjám plantað eða grasi sáð.
 3. Volcanic Wonderland - Snæfellsnes  Maí-sept 10-12 tímar Snæfellsnes undir jökli, Arnarstapi, Hellnar, Djúpalónssandur, ekið fyrir jökulinn, farinn jökulháls til baka. Boðið upp á hellaskoðun fyrir þá, sem áhuga hafa.
 4. Of Sharks and Islands - Snæfellsnes með básferð  Sumar  10-12 tímar Stykkishólmur, sigling um Breiðafjarðareyjar, Berserkjahraun, Bjarnarhöfn, Búðir, Lýsuhóll.
5. Gate to Hell - Landmannalaugar og Hekla Júní-sept 12 tímar Leirubakki (Heklusetur) til Landmannalauga um Dómadalsleið, heimferð um Sigöldu, Sultartanga og Þjórsárdal.
6. Woods Of The Thunder God – Þórsmerkurferð Júní-sept 10-11 tímar Þórsmörk með stoppum á leiðinni við eldstöðvar og Seljalandsfoss, ofl.
7. Touch Of The Highlands – Um Uxahryggi til Borgarfjarðar Maí-sept 5-6 tímar Þingvellir, Uxahryggjavegur, Lundarreykja og Skorradalur, Hvalfjörður.
8. Goin’ South – Suðurstrandarferð Allt árið 10-11 tímar Eyjafjallasveit, Vík í Mýrdal, Skógafoss, Seljalandsfoss, Dyrhólaey, Reynisfjara, Sólheimajökull.
9. Wonders Of The West – Borgarfjörður Og Kaldidalur Júní-sept 10-12 tímar Um Borgarfjörð, Reykholt, Hraunfossar, Húsafell, Deildartunguhver og á sumrin Kaldidalur og Þingvellir.
10. Vestmannaeyjaferð Allt árið 12 tímar Til Vestmannaeyja með Bakkaferju.
       
Hálfsdags ferðir:
1. Smoking Peninsula – Hefðbundinn Reykjanesrúntur Allt árið 4-5 tímar Garðsskagi, Sandgerði, Reykjanes, Grindavík, Bláa lónið.
2. Above and under the lava. – Krýsuvíkurhringur með hellaskoðun Júní-sept 4-5 tímar Kleifarvatn, Krýsuvík, Herdísarvík, Strandarkirkja, Arnarker eða viðlíka hellir.
3. Reykjavik – The City On The Fiord – Reykjavíkurferð Allt árið 3-3,5 tímar Hægt að fá lengri ferð ef óskað er.
4. Reykjavík og Viðey Allt árið Samkomulag Síðdegisskoðunarferð, sem lýkur á bátsferð í Viðey, skoðun á Viðeyjarkirkju og kvöldverði í Viðeyjarstofu.
5. To The Source Of The Power – Hellisheiði og Hveragerði Allt árið 4-5 tímar Hellisheiði, Hveragerði,
       
Kvöldferðir:
1. Twilight Zone - Reykjavík í ljósaskiptunum Haust-vetur-vor 2 tímar Um Reykjavík og nágrenni.
2. Evening gold - Gullfoss og Geysir Maí-ág. 5-6 tímar Kvöldferð að Gullfossi og Geysi með kvöldmat.
3. Heart Of Darkness – Kvöldferð út í myrkrið Haust-vetur-vor 3 tímar Stutt ökuferð út fyrir Reykjavík.
       
Sérferðir og fræðsluferðir:
1. The Living Earth – Jarðfræðiferð Allt árið 8-9 tímar Jarðfræðiferð um Krísuvíkurhringinn og til Þingvalla
2. The Coast At The Outermost Sea Allt árið 6-8 tímar Menningarferð um Reykjanesskagann
3. Golden String Of Churches Allt árið 8-10 tímar Gullhringur með kirkjuskoðun
4.    Sagas and Stories in Volcanic Shadows – Sögualdarslóðir á Suðurlandi Maí-sept 12 tímar Til Heklu og í Þjórsárdal, um Rangárvelli til Hvolsvallar og um söguslóðir Njálu.
5. Rise of the Naive – Kirkjuskoðunarferð á Suðurlandi Allt árið 8-10 tímar Kirkjuskoðun i Flóanum, Holtum og á Rangárvöllum. Eyrarbakki og Stokkseyri.
6. Exploring areas – Landnámsferð Allt árið 11-12 tímar Um Borgarnes og Mýrar og Skógarströnd í Dalasýslu, á Eiríksstaði og í Búðardal.
7. Literary trails. – Bókmenntaferð í Borgarfjörð. Allt árið 10 tímar Í Gljúfrastein, þaðan í Hvalfjörð og að Reykholti, til baka um Akranes og Hvalfjarðargöng.
8. Blooming Iceland – Grasafræðiferð Júní-júlí 8-10 tímar Suður og Vesturland
9. Off the Beaten Track – Hálendisævintýri Sumar 10 tímar Fáfarnar slóðir um hálendið á milli Gullfoss og Þjórsárdals.
       
Lengri ferðir:
1. Fiordland – Sunnanverðir Vestfirðir og Breiðafjörður Júní-ág 16 tímar Dalasýsla, Klofningur, Reykhólar, Flókalundur. Ferja tekin til Stykkishólms.
2. Where the Dark Powers Reign – Galdraferð í Strandasýslu Maí-sept 14 tímar Í Strandasýslu, Hólmavík, Bjarnarfjörð, heim um Arnkötludal.

AE86

Barónsstígur 27, 101 Reykjavík

Northern Light Inn

Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1, 241 Grindavík

Northern Light Inn er fjölskyldurekið hótel, heilsulind og veitingastður í nágrenni við Bláa lónið. 

• Við bjóðum uppá 42 notaleg herbergi, 24/7 heiðarleika bar, öfluga nettengingu og gjaldfrjálsar ferðir í Bláa lónið. 

• Á hótelinu er heilsulind með sánu, solarium, aurora floti, líkamsrækt og hressandi vellíðunarmeðferðum. 

• Veitingastaðurinn Max’s býður uppá matseðil með hráefni úr héraði, Norræna sérrétti og úrvals vín. 


Norðurljósin dansa yfir hótelinu frá september fram í apríl þegar aðstæður eru góðar.

Frekari upplýsingar á þjónustu okkar má finna á miðlum okkar og með því að hafa beint samband. 

Fisk Club

Brekkustígur 7, 430 Suðureyri

Hestaleigan Stóra-Sandfelli

Stóra-Sandfell 3, 701 Egilsstaðir

Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði.

Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni.  Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. 

Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á  tjaldsvæði.

Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.
Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.september
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Gistiheimilið Dynjandi

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Dynjandi Gistiheimili er staðsettur rétt við Höfn í Hornafirði, á milli Höfn og Stokksnesi. Þarna er hægt að gista í fögru og rólegu umhverfi. Gistiheimili býður upp á alls 3 2ja manna herbergi með 3 sameiginlegu baðherbergi. Handlaugar, hraðsuðuketill, te og kaffi og vatn eru í hverju herbergi Morgunverður og aðgangur að internetinu er innifalinn í verði. Það er ekki til eldhus, en örbylgjuofn, hraðsuðuketill i hverju herbergi og ískápur. Margir matsölustaðir og kaffihús eru á Höfn, en þangað er um 5 mín akstur.

 

Frábært tækifæri til að upplífa Suðausturland, skoða Jökulsárlón, Stafafell, Stokksnes, Papós, Lónsöræfi ofl.!

Wolves

Grandavegur 42E, íbúð 104, 107 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

nthspace á Íslandi

Ytri-Grenivík, 611 Grímsey

Jóhann Garðar Þorbjörnsson

Aðalstræti 15, 600 Akureyri

Luxwedding ehf.

Núpalind 6, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Jötnar Mountaineering

Bústaðavegur 61, 108 Reykjavík

Tours of Iceland ehf.

Háagerði 67, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Planet

Greniteigur 36, 230 Reykjanesbær

Við bjóðum þér að ferðast um Ísland á afar einfaldan hátt. Þetta er þitt tækifæri til að upplifa Ísland frá nýju sjónarhorni.

Góð og persónuleg þjónusta

Vestur Adventures

Sæból 14, Grundarfjörður, 350 Grundarfjörður

Skipulagðar kayak ferðir við Kirkjufell og nágrenni er mögnuð upplifun. Þú munt upplifa óspillta nátúru, fuglalíf og fræðast um sögu staðarins. Einnig eru miklar líkur á að forvitnir selir verði á leið okkar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

City Taxi Reykjavík

Hólaberg 78, 111 Reykjavík

Maverick Pavilion ehf.

Ástjörn 7, 800 Selfoss

BT Travel

Lyngás 1, 210 Garðabær

Your Transfer ehf.

Þinghólsbraut 44, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Private Travel

Hlíðarvegur 52, 260 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Out

Stuðlaskarð 3, 221 Hafnarfjörður

Troll Expeditions

Fiskislóð 45G, 101 Reykjavík

Turtle Travel

Laufásvegur 10, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Artúr Jensson

Miðleiti 4, 103 Reykjavík

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

SSH ehf. - Einsi kaldi

Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjar

Please contact for tours and booking information.

IceThor.is

Torfholt 8, 806 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

EyjaTours

Básaskersbryggja, 900 Vestmannaeyjar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland2C

Bakkastaðir 71, 112 Reykjavík

Layover

Álfheimar 62, 104 Reykjavík

Reykjavik Food Lovers Tour - Matarganga

-, 101 Reykjavík

Við leggjum áherslu á þjóðlegar hefðir í matargöngunni okkar enda hafa ferðamenn áhuga á því að smakka á einhverju sem finnst ekki í þeirra heimalandi.

Það er gaman að fræðast um það hvernig við komumst af hér á Íslandi í gegnum aldirnar og sú saga er sögð með gómsætum matarbitum og fróðleik í bland.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.  

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.    

Horse Centre Borgartún

Æðaroddi 36, 301 Akranes

Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes.

Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið eruð með eða án reynslu, ung eða gömul, þá eru þessir vinalegu og lipru hestar auðveldir í meðhöndlun og skemmtilegir í þeirra náttúrulega umhverfi.

Við sérhæfum okkur í minni hópum með persónlegri þjónustu og erum opin allan ársins hring.

Þegar veðrið er okkur ekki hliðhollt, þá er alltaf hægt að fara á hestbak innandyra (reiðhöll).

TourDesk

Lækjartorg 5, 101 Reykjavík

TourDesk tengir saman hótel og afþreyingu á einfaldan og notandavænan hátt fyrir alla aðila. Í gegnum öfluga sölusíðu TourDesk er haldið utan um framboð og úrval ferða og afþreyinga í rauntíma.

Sölusíðan auðveldar hótelum og gististöðum skrefin, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á skýran og fljótlegan hátt. Greinagóðar lýsingar á hverjum og einum túr en það eru vel yfir 1.000 túra að finna inn á sölusíðu TourDesk. Hver móttökustarfsmaður getur því verið öruggur og faglegur þegar kemur að skipuleggja ógleymanlegt frí fyrir gesti sína á Íslandi.

TourDesk opnar á nýja tekjulind meðal hótela og annarra endursöluaðila. Þar sem gestir geta bókað ferðir og afþreyingu fyrir komu, upp á herbergi þegar komið er til landsins eða fengið ábendingar og meðmæli frá starfsmönnum í móttökunni. Hvert hótel fær sérsniðna sölusíðu, aðlagað að staðsetningu og hannað með vörumerki hótelsins í huga.

Í gegnum TourDesk eru birgjar með vörur sínar sýnilegar hjá öllum hótelum og endursöluaðilum sem nýta sér TourDesk sem söluvettvang. Birgjar get því án mikillar markaðssetningar og fyrirhafnar náð til fleiri gesta og þjónustað fleiri með því að vera með vörur sínar hjá TourDesk.

TourDesk er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og ef við sjáum fram á að geta gert betur og meira þá gerum við það.  

Fosshestar

Kirkjuból, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Active Iceland

Fagrihvammur, 810 Hveragerði

Vogasjóferðir

Keflavíkurhöfn, 230 Reykjanesbær

Vogasjóferðir er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónana Símonar og Sigrúnar, það var stofnað árið 2017, árið 2018 var gengið frá kaupunum á bátnum Særósu og er það stálbátur, Særós  er  nefnd eftir tveimur yngri barna okkar þeim Sævar og Rós.

Við gerum út frá Keflavíkurhöfn og erum aðeins 7 mín frá Keflavíkurflugvelli og 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur,

Við bjóðum uppá Hvalaskoðun, sjóstöng,norðurljósaferð, útsýnisferð og ýmsar aðrar ferðir sem myndi henta fjölskyldum, vinnuhópum, vinnuferðum t.d. hópefli og óvissuferðir.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur um allar nánari upplýsingar og spurningar á vogasjoferdir@simnet.is  eða í síma 8339080 

GAJ ráðgjöf

Rauðagerði 36, 108 Reykjavík

Elegant Tours

Bjarmaland 20, 245 Suðurnesjabær

Ingimundur Sverrir Sigfússon

Gvendargeisli 60, 113 Reykjavík

NumberOne

Hlíðarhagi, 605 Akureyri

Gísli # 1 

Ertu að leita að ósvikinni íslenskri lífsreynslu ? 

Ferðaþjónusta Gísla eða (Number one Tours )er með það sem þú leitar að. Við sérhæfum okkur í matarferðum, norðurljósum og hálendisferðum á mikið breyttum jeppum. Viltu ferðast einn eða slást í hópinn með öðru skemmtilegu fólki, við reddum því.
Okkar markmið er að ferðin verði ógleymanleg og hið fagra land elds og íss verði þitt uppáhaldsland. 

Kíktu á heimasíðuna okkar þar sem hægt er að velja úr margvíslegum ferðum og láttu okkur vita hvað heillar mest. Okkur hlakkar til að sýna þér allt hið stórkostlega sem norðurlandið hefur uppá að bjóða. 

Hornhestar

Horn 1, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Out & About Iceland

Hringbraut 37, 101 Reykjavík

Nordic Natura

Meiðavellir, Kelduhverfi, 671 Kópasker

Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin. 

Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is

__________________________________________________________________________________

Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk 

Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit. 

Tímabil: júní – september
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is 

__________________________________________________________________________________

 Dagsferðir með Nordic Natura 

Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann. 

Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)
Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is

Eastfjords Adventures

Strandarvegur 27, 710 Seyðisfjörður

Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.

Við bjóðum upp á

  • Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
  • Kayak ferðir á firðinum
  • Rafmagnshjólaferðir
  • jeppaferðir
  • Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum

Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar

Trend Travel

Auðbrekka 16, 200 Kópavogur

Happy Tours Iceland ehf.

Hringbraut 68, 220 Hafnarfjörður

Happy Tours“ var stofnað í maí 2009. Það er lítið fjölskyldufyrirtæki. Við höfum gert út báta til fiskveiða á Íslandsmiðum síðan 1970. Skipstjórinn hefur mikla reynslu og hefur verið á sjó í 40 ár með hléum. En í dag einbeitum við okkur að velferð farþeganna í bátnum okkar „Sögu.“

Helsta markmiðið er að bjóða gestum upp á skemmtilega og fræðandi reynslu. Við viljum sýna umhverfið frá nýju og spennandi sjónarhorni með lífríki sjávar í forgrunni. Við tökum aldrei fleiri en 20 farþega í ferð og höfum því tækifæri til að sinna þörfum allra bæði við fiskveiðar og fuglaskoðun.

Báturinn okkar „Saga“ er fallegur 20 tonna hefðbundinn eikarbátur sem var smíðaður á Íslandi árið 1970. Honum hefur nú verið breytt til farþegaflutninga. Um borð eru öll öryggistæki samkvæmt nýjustu kröfum þar um. Öryggi farþega og áhafnar er í forgangi hjá okkur.

Báturinn er staðsettur í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík þar sem heitir Vesturbugt. Þetta er vestan við slippinn, nálægt sjóminjasafninu (maritime museum- skiltinu) og er þá Hlésgata ekin niður að minni flotbryggjunni.
Hægt er að leigja bátinn í ferðir fyrir hópa utan áætlunar samkvæmt samkomulagi.

Við byrjum að sækja á gististaði á höfuðborgarsvæðinu um klukkustund fyrir brottför.

Á veturna erum við með rútuferðir í norðurljós og einnig skoðunarferðir um Reykjanesskagann. Við tökum mest 15 farþega í þær ferðir svo að hver og einn ætti að geta notið sín og fengið persónulega þjónustu.

SJÓSTÖNG
Tímabil: 15.apríl – 31.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um það bil 2,5 klukkustundir.
Brottför: 11:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn næst sjóminjasafninu.

LUNDASKOÐUN
Tímabil: 1.maí – 23.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um 1 klukkustund.
Brottför: 15:00, 17:00 og 19:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn, næst Sjóminjasafninu.

REYKJANESSKAGINN. LANDSLAG OG MENNING.
Tímabil: 5. nóvember – 31. mars á laugardögum
Ferðatími: 6 klukkustundir (+ – 1).
Brottför: 10:00
Lámarkfjöldi farþega eru 2.

NORÐURLJÓSAFERÐ
Tímabil: 5. september – 15. apríl annan hvern dag
Ferðatími: 2,5 klukkustundir
Brottför: 21:30
Lámarkfjöldi farþega eru 2.

Fyrir nánari upplýsingar heimsækið heimasíðuna okkar

Nataliya Gomzina

Þrastarhöfði 1, 102, 270 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

Akureyri E-bike Tours

Huldugil 29, 603 Akureyri

E-bike is a unique way to experience and explore Akureyri and the Eyjafjörður area, where you can find unique nature. There are numerous and excellent cycling trails in the area, which makes it unique to travel and explore the area. 

Black Beach Tours

Hafnarskeið 17, 815 Þorlákshöfn

ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!

 

BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.

 

  • Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið
  • Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta.
    • Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.

 

  • RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September
  • Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum.
    • Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða

 

  • Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.

 

  • Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September
    • Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.

 

  • YOGA
    • Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir.

Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika.

Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.


Heimilisfang

BLACK BEACH TOURS

HAFNARSKEIÐ 17

815 ÞORLÁKSHÖFN

 

Hafðu samband

Sími: +354 556-1500

INFO@BLACKBEACHTOURS.IS

WWW.BLACKBEACHTOURS.IS

Dyrhólaey Riding Tours

Suður-Hvoll, 871 Vík

Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.

Iceland Private / Perla Iceland Private

Öldugata 17, 220 Hafnarfjörður

Storm Expeditions

Hólmaslóð 2 , 101 Reykjavík

Skall Ventures

Melbær 15, 110 Reykjavík

Total Tours

Heiðargerði 18, 190 Vogar

Thisland

Dyngjugata 3, 210 Garðabær

SÉRFERÐIR

Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.   

Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða. 

Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega. 

Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. 

Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:  

info@thisland.is 

www.thisland.is 

+354 662-7100  

Arctic Horses

Hópsheiði 7, 240 Grindavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sæmundur Sigmundsson

Brákarbraut 20, 310 Borgarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Travel Assistance

Bankastræti 11, 101 Reykjavík

Husky park

Leiruvegi 2, 162 Reykjavík

MAVis Travel ehf.

Lynghólar 20B, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavík Rollers

Skólavörðustígur 6b, 101 Reykjavík

Reykjavík Rollers er rafhjólafyrirtæki sem býður upp á rafhjólaferðir með ferðamenn. Ferðirnar eru fjölbreyttar og eru samblanda af sögu, menningu og fjöri. Við bjóðum einnig upp á sérstakar matarupplifanir ásamt því að bjóða hjólin til leigu til að ferðast um borgina á eigin vegum.

Vesturferðir

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi. 

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Hótel Grímsborgir

Ásborgir 30, 805 Selfoss

Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum. 

Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.
Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík

Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti.  Kjörinn staður  til að halda  upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði.

Hringið í síma 555 7878  eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com  og fáið nánari  upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur. 

Drangeyjarferðir ehf.

Skagfirðingabraut 6, 550 Sauðárkrókur

Ferður út í Drangey frá Sauðárkróki hefjast 1. júní og eru til 20. ágúst. Förum daglega kl.9:30, og við bætum við ferðum eftir þörfum og óskum.

Í maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi.

Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum og er þar lundinn frægastur fugla.

Ferðin í Drangey tekur ca. 4 klst. með siglingu, göngu, leiðsögn, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Keyrt og kokkað

Klappakór 1e, 203 Kópavogur

Keyrt og kokkað er Rögnvaldur Guðbrandsson ökuleiðsögumaður og matreiðslumeistari. Rögnvaldur getur starfað sem matreiðslumeistari eða ökuleiðsögumaður eða hvort tveggja í senn. Með Rögnvaldi á Raminum geta að hámarki verið 4 farþegar í dagsferð og veislu slegið upp á áfangastað. Ef um stærri hópa er að ræða, er veislan tilbúin þegar hópurinn kemur á áfangastað, Rögnvaldur hittir þá hópinn á fyrirfram ákveðnum stað.

Rögnvaldur Guðbrandsson hefur verið sjálfstætt starfandi ökuleiðsögumaður frá árinu 2015. Sem ökuleiðsögumaður starfar hann fyrir vandaðar og viðurkenndar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur.

Rögnvaldur hefur getið sér gott orðspor og fengið fjölmörg hrós frá ferðamönnum sem hafa verið gestir í ferðum með honum.

Rögnvaldur Guðbrandsson útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 1989. Gegnum tíðina hefur hann starfað á fjölmörgum af betri veitingahúsum landsins, Hótel Holt, Jónatan Livingstone mávur, Hótel Stykkishólmur, Rub 23 svo dæmi séu nefnd. Fyrir einstaklinga og hópa að 10 manns tekur Rögnvaldur að sér gæða veislur þar sem hann framreiðir gómsætar veitingar hvort heldur sem er á láglendi eða hálendi Íslands.

Slegið er upp veislu, með fullum borðbúnaði á tímabundnum veitingastað sem settur er upp fyrir þetta einstaka tilefni. Fyrir þá sem vilja einstaka upplifun og njóta friðhelgi í íslenskri náttúru þá er þetta málið.

Öll þjónusta sem er í boði hjá Keyrt og kokkað er sérsniðin.  

Unique Iceland

Helluvað 21, 110 Reykjavík

Unique Iceland ehf. er ferðasali dagsferða sem sérhæfir sig í þjónustu við rússneska ferðamenn. Jeppaferðir, hestaferðir, bátaferðir ofl.

 

VIP Travel ehf.

Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Puffin Travel

Þverás 29, 110 Reykjavík

Puffin Travel sérhæfir sig í að skipuleggja og selja jeppaferðir. Við getum sinnt smærri og stærri hópum.

Á heimasíðu okkar er að finna fjölbreyttar ferðir en okkar markmið er að allar ferðir séu sérferðir og aðlagaðar að þeim sem ferðast með okkur.

Ef þú velur að ferðast með okkur þá viljum við heyra frá þér og ferðafélögunum og umfram allt viljum við að þín ferð verði upplifun og að þú skapir minningar.

Gönguhópar um hálendi Íslands – trússferðir og upplifunarferðir.

Jeppahóparnir eru frá 4 og upp í 9 (tveir bílar) einnig getum við sinnt stærri hópum og þá notum við hópferðabíla sem henta hópastærð hverju sinni.

Starfsmenn Puffin Travel eru við eigendurnir Villi og Gulla.

Ef þér/ykkur langar að skoða og ferðast um Ísland ekki hika við að hafa samband við okkur.

Rent in Iceland

Hverfisgata 71, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Júlli The Tourguide

Jónínnuhagi 1, 603 Akureyri
Júlli The Tourguide býður upp á dagsferðir á norðurlandi. Þær eru byggðar á yfirgripsmikilli reynslu og sniðnar að þörfum gesta hverju sinni.

Eilífðarsól ehf.

Yrsufell 28, 111 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Mýflug hf.

Reykjahlíð Airport, 660 Mývatn
Ferð: Lengd:
1. Mývatn - Krafla 20 mín.
2. Mývatn - Askja - Herðubreið - Krafla 1 klst.
3. Mývatn - Askja - Dyngjujökull - Kverkfjöll - Herðubreið - Krafla 1,5 klst.
4. Mývatn - Krafla - Ásbyrgi - Jökulsárgljúfur - Dettifoss 50 mín.
5. Mývatn - Askja - Dyngjujökull - Kverkfjöll - Herðubreið - Dettifoss - Jökulsárgljúfur - Ásbyrgi - Krafla 1,5 klst.
6. Mývatn - Krafla + einnar klst. ferð með leiðsögn um Grímsey 2 klst.
7. Ferð að eigin vali  
Leiguflug og útsýnisflug frá maí út október.  Lágmarks farþegafjöldi er 2 nema í ferð númer 6 þar sem lágmarkið er 3 farþegar.  Tvennskonar vélar eru í gangi, 9 sæta og 5 sæta.

Vakinn

DIVE.IS

Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

DIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði.

Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube 

Snorkl ferðir

Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda).

Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni. 

Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.

Myndband af snorkli í Silfru 

Snorkl í Kleifarvatni 

Köfunarferðir

Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra. 

Köfunarnámskeið

Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is.

Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru. 

Fyrir hópa

Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn. 

Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa.

Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar. 

Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.

Tófa Travel

Suðurgata 38, 220 Hafnarfjörður

Gudrun Private Guide in Iceland

Kelduhvammur 6, 220 Hafnarfjörður

Gudrun Private Guide in Iceland
Studio F ehf býður upp á sérsniðnar dagsferðir og einkaleiðsögn frá Reykjavík og nágrenni. Farið er um Gullna hringinn, Reykjanesið, Suðurland, Vesturland og jafnvel hægt að fara í langa dagsferð norður í land ef þörf krefur. Norðurljósaferðir eru að sjálfsögðu í boði og hægt að skipuleggja matarferðir.

Fyrirtækið býður upp á jeppaferðir í þægilegum ferðabílum. Aðalbíll fyrirtækisins er breyttur Ford Econoline með gott pláss fyrir níu farþega, fimm í kafteinsstólum og pláss fyrir fjóra á aftasta bekk. Aðrir bílar, minni eða stærri, eru leigðir eftir því sem þörf krefur.

Studio F undir nafni Mountain Climbing (Iceland Hiking) býður einnig uppá stuttar og auðveldar skemmtigöngur á fjöllin í nágrenni Reykjavíkur undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna. Í ferðunum er tvinnað saman hreyfingu, náttúru og þjóðlegum fróðleik.

Nánari upplýsingar á https://privateguideiniceland.is/, með því að hringja í síma 891 7074, 9610 eða senda tölvupóst til ghs hjá mountainclimbing.is.

Rósa Jóhannsdóttir

Fjarðarstræti 32a, 400 Ísafjörður

Rob Trips

Fellsmúli 6, 108 Reykjavík

Discovery tours 4 you

Garðatorg 2B, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjanes Tours

Hafnargata 39, 230 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelimo Luxury Travel

Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður

Við höfum síðan 1998 þjónustað og búið til þessa þennan markað með þjonustu á yfir 400 Erlendum fyrirtækjum sem vilja einkennisklædda bílstjóra á Lúxusbílum. Þjónusta okkar er sérhæfð í viðburðar framkvæmd og fleira. Til dæmis ef einvher slasast á Íslandi þá erum við þeir sem sækja fólkið hvar á landinu sem er og komum þeim í flug eftir útskrift frá spítala.

Happyworld

Einivellir 1, 221 Hafnarfjörður

BSO

Strandgata, 600 Akureyri

Í hjarta bæjarins stendur BSO. Leigubílastöðin sem hefur þjónustað Akureyri og nágrenni í áratugi. Í tímans rás hefur þjónustan þróast og nú bíður stöðin uppá dagsferðir til helstu náttúruperla á norðurlandi. Einnig hafa bæst í bílaflotan sérútbúnir bílar bæði til fjallaferða og einnig þjónustubílar fyrir fatlaða.

TryIceland Tours ehf.

Þórufell 12, 111 Reykjavík

Basecamp Iceland

Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Bakkahestar

Stekkjarvað 5, 820 Eyrarbakki

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Afl til framtíðar

Bogahlíð 7, 105 Reykjavík

Create Iceland - travel ehf.

Keilugrandi 2, 107 Reykjavík

Velkomin inn í heim lista - í listkennsluferðum í náttúru Íslands:

 Leyfðu okkar faglærðu listamönnum og ökuleiðsögumönnum að taka þig og eða hópinn þinn inn í alveg nýja veröld ferðalaga. Þú munt læra að mála og teikna þinn eigin anda inni í náttúrunni. Þú munt einnig læra að leika og taka frábærar ljósmyndir þar þegar við stoppum til að læra um list, form og konstrasta náttúrunnar. Ísland er land þar sem meðal annars eldfjöll, jökulár, strandir, hafið, eyðilegt hálendið, fjöllin og dýrin verða meira lifandi við listkennslu í dagsferðum.

Listamenn okkar og ökuleiðsögumenn munu því alltaf færa þig nær náttúrunni. Við ábyrgjumst að þú munt sjá Ísland á mun litríkari og áhrifaríkari hátt en áður. 

Sjáðu heimasíðuna okkar: www.creataiceland.com 

Njóttu dagsferðar með Create Iceland - Travel ehf.  þegar þú ferðast um landið þitt.

Við gerum einnig tilboð fyrir fyrirtæki, saumaklúbba, Lionsklúbba og aðra hópa í sérhannaðar dagferðir. Eina sem þarf er að senda okkur fyrirspurn. Síminn okkar er 863-0360. 

Coach Travel slf.

Básbryggja 51, 110 Reykjavík

Iceland on wheels ehf.

Skeidarvogur 99, 104 Reykjavík

Marina Travel ehf.

Hólabraut 20, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð)

Breiðamörk 21, 810 Hveragerði

Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í Hveragerði eða 38 km frá Reykjavík.
Þar getur þú nálgast upplýsingar fyrir ferðalag þitt á Suðurlandi.
Bæklingar, ferðakort og internet. Þar er einnig  hægt að upplifa jarðskjálfta sem er 6.6 á ricter og sjá sprungu sem er í gólfinu og upplýst sem talin er vera 4000 – 5000 ára gömul.

Opnunartímar 1.júní – 31.ágúst  

Mánudag – fimmtudaga 8:30-16:30

Föstudaga 8:30-16:00

Laugardag 9:00-13:00

 Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar 

www.facebook.com/upplysingamidstod.Sudurlands


Ínuna Travel

Sólheimar 27, 104 Reykjavík

Bjarni Þorsteinsson

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandic Frenchy

Ánanaust 15, 101 Reykjavík

Iceland Fishing Guide

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sjá einnig www.icelandicadventures.is

PROevents ehf.

Skipholt 50C, 105 Reykjavík

PRO leggur höfuðáherslu á að veita áreiðanlega þjónustu svo að viðskiptavinir geti náð markmiðum sínum og vinnustaðarins á sem hagkvæmastan og árangursríkastan hátt! Okkar sérgrein er að efla mikilvægustu auðlind fyrirtækja. Við leggjum ríka áherslu á að hlusta og greina til að finna þetta extra sem þarf til að hámarka árangur fyrirtækis og ánægju mannauðs.

PROevents
Í okkar huga eru allir viðburðir hópefli í sjálfu sér og auka á samkennd og menningu vinnustaðarins.  Við höfum unnið með helstu fyrirtækjum og stofnunum landsins að viðburðum af öllum stærðum og gerðum t.d. árshátíðir, óvissuferðir, viðskiptavinaboð og margt fleira.

PROcoaching
Við búum yfir áralangri og umfangsmikilli reynslu af markþjálfun til umbreytinga fyrir stjórnendur, almenna starfsmenn og liðsheildir. Við stýrum stefnumótun, hönnum og skipuleggjum starfsdaga og hópefli. Við nálgumst verkefnin með aðferðum markþjálfunar.

PROtraining
Við trúum á það sem býr í mannauðinum og að með jákvæðu hugarfari og eflingu á hæfni sé hægt að hámarka árangurinn. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjálfun, bæði styttri námskeið og vinnustofur. Þjálfun PRO er sérsniðin að þörfum viðskiptavina.

Ertu með spurningar, pælingar eða hugmyndir? Heyrðu í okkur - við erum klár!


Boreal

Austurberg 20, 111 Reykjavík

Ferðaþjónusta Þ.I.Þ. / Boreal er áreiðanlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í 4x4 Jeppaferðum. Við bjóðum upp á ýmiskonar ævintýraferðir allt árið um kring, jöklaferðir, jarðfræðiferðir, ljósmyndaferðir o.fl.

Jepparnir eru af ýmsum stærðum til að mæta óskum viðskiptavina, allt eftir því hversu stór hópurinn er og hvert skal haldið.

Mottó fyrirtækisins er: Þekking, reynsla, þjónusta.

Unbelievable Iceland

Auðarstræti 17, 105 Reykjavík

B2cute Transport

Klukkuvellir 7, 221 Hafnarfjörður

Bus2u

Heiðargerði 25, 190 Vogar

Litlu Leyndarmálin

Kveldúlfsgata 22, 310 Borgarnes

Icelands little secret eða litla leyndamálið er fjölskyldurekið ævintýrafyrirtæki, staðsett í Borgarnesi. Ferðasvæðið er vesturland og ferðinar sem að við bjóðum uppá eru göngu og jeppaferðir ásamt hjólaferðum á breiðdekkja rafmagnsfjallahjólum. 

Ævintýraleg upplifun á Íslandi. Við skipuleggjum ferðir með þér eða tökum þig á staði sem að þú hefur ekki upplifað áður, ásamt því að fræða þig um svæðið sem að farið er á.

Your Day Tours

Fiskislóð 24, 101 Reykjavík

Your Day Tours er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað í apríl 2015. Það er rekið af þremur bræðrum og einbeitir sér eingöngu að Gullna Hringnum og Suðurströndinni. Fyrirtækið er með nokkra 19 manna Mercedes Benz Sprinter til umráða og fer á hverjum degi allan ársins hring klukkan 8:00 á bæði Gullna Hringinn og Suðurströnd.

Okkar markmið er að hrífa fólk með sögu landsins og náttúru. Ferðin okkar er létt og skemmtileg, sumir myndu jafnvel segja heimilisleg.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Special Tours

Geirsgata 11, 101 Reykjavík

Special Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.

Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.

Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.

RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.

Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.

Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.

Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800. 

Travel East Iceland

Smáragrund, 720 Borgarfjörður eystri

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.

Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum.  Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun.  Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.

IC Iceland

Sandavað 11-308, 110 Reykjavík

IC Iceland býður ævintýra ferðir um íslenskt landslag. Í sérhönnuðum ofur-jeppum ferðumst við um landið okkar og njótum óspilltrar náttúrufegurðar sem Ísland eitt býður upp á.

IC Iceland sem ferðaþjónusta og ferðaskrifstofa bjóðum við margskonar þjónustu: Staðlaðar dags- og fjöldagaferðir, sérhannaðar ferðir, gönguferðir, hvataferðir, ljósmyndaferðir og margt fleira.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Komum ráðstefnur

Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík

Frozen Giants

Hólabraut 10, 780 Höfn í Hornafirði

Carlos Guilherme Gabriel Seabra

Þórðarsveigur 18, 113 Reykjavík

Guðmundur Jónasson ehf.

Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa.

Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að  hálendisferðum.

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:

  • dagsferðir
  • lengri ferðir
  • tjaldferðir
  • trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
  • innanbæjarskutl og margt fleira.

Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni. 

Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel) 

Hraðastaðir

Hraðastaðir, 271 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

LS Photo

Tangabryggja 18, 110 Reykjavík

Imagetours.is

Skeggjagata 8, 105 Reykjavík

Snow Dogs

Vallholt, 650 Laugar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Pablo the guide

Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

Ævar og Bóas ehf.

Sandskeið 14, 620 Dalvík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandream

Þórufell 14, 111 Reykjavík

TREX - Hópferðamiðstöðin

Hestháls 10, 110 Reykjavík

TREX er rútu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt hefur verið í yfir 40 ár. TREX bíður upp á 70 rútur þar á meðal sér útbúnar rútur til hálendisferða.

Katrine Bruhn Jensen

Gilsá, 760 Breiðdalsvík

Westfjords Adventures

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

ATV - Ísafjörður

Aðalstræti v Mjósund, 400 Ísafjörður

ATV - Ísafjörður býður upp á fjórhjólaferðir með leiðsögn, þar sem hægt er að upplifa fjölbreytta náttúru í nágrenni Ísafjarðar á öruggan, einfaldan og skemmtilegan hátt í litlum hópum.

Við förum eftir malarslóðum, skoðum og upplifum staði sem erfitt getur verið er að nálgast á annan hátt. Uppi í fjöllunum er stórkostlegt útsýni og hægt að sjá yfir í næstu firði.

Okkar vinsælasta ferð er tveggja tíma ferð en hægt er að sérsníða ferðir fyrir hvern og einn. Hjólin okkar eru tveggja manna og einfalt að aka. Þú færð heilgalla, hjálm, hanska og leiðsögn. Allir sem hafa ökuréttindi geta ekið fjórhjóli og farþegar þurfa að vera 14 ára. Hámarksfjöldi í ferð er 8 manns (4 ökumenn og 4 farþegar).

Icecube Tours

Lyngás 11, 210 Garðabær

The Icelandic Tour Company

Háaberg 29, 221 Hafnarfjörður

Elite By Locals ehf.

Súluholt 2B, 803 Selfoss

Dogsledding Iceland

Þingvallasvæðið, Mosfellsbær, 271 Mosfellsbær

Velkomin í heim sleðahunda.

Dogsledding Iceland   bjóða upp á sleðahundaferð allt árið um kring í fallegu landslagi með frábært útsýni og eru ferðirnar farnar á snjó eða landi eftir árstíma.

 Við tökum einungis smærri hópa til að tryggja að upplifunin verði sem best fyrir alla þannig að við mælum með að bóka tímalega og munið að klapp og knús er skilda eftir ferðirnar.

 Ferðirnar okkar eru fjölskylduvænar og fyrir alla aldurshópa.

Aftur á móti getum við tekið við stærri hópum eftir samkomulagi. 

Solstice Travel

Hamrahlíð 27, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Nordur Travel

Einhella 4, 221 Hafnarfjörður

Your Friend In Reykjavík

-, 101 Reykjavík

Your Friend In Reykjavik býður upp á gönguferðir & ökuleiðsögn í og út frá Reykjavík og og hefur verið starfandi frá árinu 2015. 

Matar, Sögu, Huliðsheima og Bjór & Snafsgöngur eru vinsælustu göngurnar en einnig höfum við boðið hópum upp á sérsniðnar göngur eftir þörfum. Þar að auki er mikil aukning í prívat ökuleiðsögn fyrir fjölskyldur & litla hópa.

Allt okkar leiðsögufólk hefur klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Yfir tvö þúsund fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Við getum tekið að okkur hluta af hópefli, hvataferðum eða skemmtidagskrá fyrir starfsmenn fyrirtækja eða aðra hópa, allar okkar göngur eru í miðbæ Reykjavíkur og því auðveldlega hægt að sníða skemmtilega gönguferð að dagskránni hverju sinni.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á info@yourfriendinreykjavik.com  

Nunatak Adventures

, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Útvör

Reykjanesvegur 2, 260 Reykjanesbær

In Italia

Háteigsvegur 38, 105 Reykjavík

Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi

Bjarnastaðir, 816 Ölfus

Langar þig að komast í sveitina? Þá er upplagt að heimsækja fjölskylduna á Bjarnastöðum í Ölfusi sem rekur lítið gistiheimili og hestaleigu.

Lögð er rík áhersla á persónulega þjónustu og litla hópa (allt að 6 manns). Við eigum hesta fyrir óvana og vana, bjóðum upp á reiðtúra frá 1-1,5 klst upp í dagsferðir (3,5-4 tíma), teymum undir börnum (20 mín) og einnig bjóðum við upp reiðkennslu og gistingu. Á bænum eru, auk hesta, lausar hænur og einnig hundar sem eru alltaf til í klapp og knús.

Gistiheimilið okkar er á einni hæð í íbúðarhúsinu. Á hæðinni eru 4 herbergi, 1 bað með sturtu og fullinnréttað eldhús. Hæðin er tilvalin fyrir litla hópa eða fjölskyldur allt að 6-8 manns.

Endilega hafið samband til að athuga hvort það sé laust hjá okkur og til að fá tilboð sniðin að ykkar óskum.

Finnið okkur á Facebook hér
Finnið okkur á Instagram hér
Finnið reiðskólann okkar á Facebook hér

Laugarvatn Adventure

Laugarvatnshellar, 840 Laugarvatn

Laugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig.

Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.

Tesla Airport Taxi - Iceland

Staðarbakki 30, 109 Reykjavík

Traverse Iceland

Skaftafellsstofa, 785 Öræfi

Taxi Iceland Tours ehf.

Kleppsvegur 48, 105 Reykjavík

Taxi Iceland sérhæfir sig í persónulegum ferðum fyrir 1-4 farþega. Við bjóðum upp á styttri og lengri dagsferðir. Við bjóðum upp á sveigjanleika í tímasetningum og áfangastöðum, sem og sérsníðum við ferðir að óskum viðskiptavina.

A little trip to Iceland slf.

Súðarvogur 36, 104 Reykjavík

Sérhæfi mig í dagsferðum eins og kúnninn óskar. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Húsavík Adventures ehf.

Suðurgarður 6, 640 Húsavík

Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík. 

Smelltu hér til að skoða kynningarmyndbandið okkar!

Iceland Tourist Guide

,

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

TripZig

Tangabryggja 15, 112 Reykjavík

TripZig er fjölskyldufyrirtæki stofnað af hjónunum Sigurði og Svanhvíti í mars 2020. Okkar aðalmarkmið er að nota okkar persónulegu reynslu og menntun í ferðaþjónustu til þess að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best. 

Eigendur hafa unnið í ferðaþjónustunni á annan áratug og hafa leitað sér menntunar á því sviði. Sigurður útskrifast sem leiðsögumaður árið 2017 frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi og Svanhvít útskrifast sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi árið 2020. Að auki hafa báðir eigendur meiraprófið. 

Í frítíma sínum eru þau bæði sjálfboðaliðar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Sigurður í björgunarsveit og hefur verið síðan 1991 og Svanhvít í Slysavarnadeild síðan 2009.

AQUILO ehf

Framnesvegur 21, 101 Reykjavík

Daytrips.is

Norðurbakki 25a, 220 Hafnarfjörður
Vorið 2011 stofnuðum við hjónin ásamt syni okkar AT Skoðunarferðir EHF og fengum rekstrarleyfi hópbifreiða, og fjárfestum í 8 manna breyttum jeppa með hópferðaleyfi.
Eins og kemur fram á heimasíðunni erum við að bjóða dagsferðir á okkar jeppa eða rútu sem við tökum á leigu. Frá Reykjavík 5-10 tíma ferðir um suður og vesturland.  Við bjóðum okkar gestum persónulega þjónustu. Íslensk menning og saga, söngur og matur í okkar ferðum. Leiðsögn. Enska og fleiri tungumál eftir óskum.
Það þarf aðeins að smella á www.daytrips.is þá sést vel hvað við erum að bjóða. 

Iceland Exclusive Travels ehf.

Jöldugróf 3, 108 Reykjavík

Iceland Exclusive Travels

Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar.  Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.

Ingib.thor Photography Travel Tours

Svölutjörn 11, 260 Reykjanesbær

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Servio ehf.

Austurhraun 3, 210 Garðabær

Iceland Photo Guide

Vesturgata 37, 101 Reykjavík

Christopher Lund býður upp á leiðsögn og sérsniðnar ljósmyndaferðir fyrir ljósmyndara sem heimsækja Ísland og vilja fá sem mest út úr dvöl sinni.

Sérferðir með ljósmyndara (einstaklinga og hópa) - áhersla á ljósmyndaferðir eingöngu.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Olga Ruberte Nikolaeva

Tómasarhagi 51, 107 Reykjavík

Jón Tour

Þorrasalir 17d, 201 Kópavogur

Hit Iceland

Mánatún 17 #613, 105 Reykjavík

Hit Iceland er vefsíða á ensku til upplýsinga fyrir ferðamenn um mögulega staði til að heimsækja þegar ferðast er til Íslands. Á vefsíðunni er fjallað um staði sem hafa aðdráttarafl í náttúru Íslands, bæi og þorp, íslenska menningu og sögu, Íslendinga og margt fleira tengt Íslandi.  Einnig eru leiðarlýsingar og leiðbeiningar um ferðamáta og undirbúning ferða. Vefsíðunni er ætlað að gefa raunsannar upplýsingar um það hvernig best er að ferðast um landið og hvernig á að bera virðingu fyrir náttúru Íslands.

Gísli Gíslason

Galtalind 9, 201 Kópavogur

Viking International Phototours

Berjavellir 3, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Fish Partner

Dalvegur 16b, 201 Kópavogur

Ástríða fyrir veiði !

Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða. 

Traveller in Iceland

Hallgerðargata 9 , 105 Reykjavík

Hergill Heruson

Fákafell, 350 Grundarfjörður

Sigurður Tómas Jack

Blesugróf 19, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Katlatrack

Austurvegur 16, 870 Vík

Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins. 

 

Coast Explorers

Hamrabakki 8, 710 Seyðisfjörður

Icelandic Guides

Lyngmóar 7, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Carpe Diem Tours ehf.

Nóatún 17, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Hundasledaskoli Skridhusky

-, 301 Akranes

Skridhusky bíður upp á mjög persónlegar og skemtilega fræðandi hundasleða og hundavagna ferðir.

Erum líka með frábæra mynda- og hundaknús tíma fyrir þá sem vilja eingöngu koma og hitta hundana og fá að taka myndir af sér með þeim :).

Athugið að allar fyrirspurnir eru í gegnum tölvupóst, skridhusky@gmail.com eða senda sms á 777-8088 við sendum ykkur póst ti baka eða hringjum til baka sem fyrst :)

Athugið: Allar bókanir sendast með tölvupósti á skridhusky@gmail.com 

Steintún Tours

Sundaborg 9, 104 Reykjavík

Fjallajeppar ehf.

Austurkór 19, 203 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Þórarinn Steingrímsson

Ásatún 23, 102, 600 Akureyri

TrollTravel

Báta Dokkin, 580 Siglufjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Grásteinshólmi ehf.

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Askja - Mývatn Tours

Arnarnes, 660 Mývatn

Öskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu.

Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið.

Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda.

Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil.

Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.

Arctic Sea Tours ehf.

Hafnarbraut 22-24, 620 Dalvík

Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð.

Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina.

Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna. 

Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður.

Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com.

Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.

Gray Line Iceland

Klettagarðar 4, 104 Reykjavík

Markmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.

Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.

Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.

Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.

Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Sigurður Sigurðsson

Bogahlíð 16, 105 Reykjavík

Fagmennska í fyrirrúmi með yfir fimmtán ára reynslu í ferðum og skipulagningu.
Með sérstakri áherslu á jarðfræði og náttúru Islands.
Hágæða einkaferðir í lúxusflokki með myndatöku.
Einnig hópferðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

FAB Travel / IG Ferðir / IG TOURS

Norðurhella 8, 221 Hafnarfjörður

Odin Travel

Brekastíg 7A, 900 Vestmannaeyjar

Rover-Riders

Austurströnd 14, 170 Seltjarnarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Nortour Iceland

Þórunnarstræti 127, 600 Akureyri

Birkir Már Birgisson

Nökkvavogur 23, kjallari, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Nordix

Svölutjörn 57, 260 Reykjanesbær

Teitur

Dalvegur 22, 201 Kópavogur

Teitur Jónasson ehf. var stofnað árið 1963 og hefur frá upphafi verið starfrækt í Kópavogi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Dalveg 22, skrifstofur, verkstæði og þvottastöð.


Frá upphafi hefur Teitur hópferðir sinnt fjölbreyttri hópferðaþjónustu um allt land og býður allar stærðir hópferðabíla, frá 9-69 sæta.

Þá hefur fyrirtækið um árabil sinnt skólaakstri í Kópavogi sem og Reykjavík og séð um áætlunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu í Bláfjöll frá árinu 1975. Einnig er Teitur með samning við Kópavogsbæ um ferðaþjónustu fatlaðra þar. 


Fyrirtækið ræður yfir tæplega 90 fólksflutningabifreiðum af öllum stærðum og gerðum. 

Hafðu samband ef þig vantar rútu í styttri eða lengri verkefni. Við erum til þjónustu reiðubúin.

Landferðir ehf.

Lyngheiði 10, 810 Hveragerði

Landferðir keyra alla hópa, hvort sem um ræðir ferðamenn, íþróttahópa, skólaferðir, 
leikskólaferðir, eldriborgaraferðir, starfsmannaferðir, söguferðir, ballferðir, bíóferðir, 
leikhúsferðir, steggjaferðir, gæsaferðir, sveitaferðir, óvissuferðir, skíðaferðir og fleira.

Það er okkur ánægja að aka ykkur um landið. Á heimasíðu Landferða er linkur þar sem hægt
er að skoða fjölbreytt landslag sem Ísland hefur upp á að bjóða,einnig er hægt að lesa um 
athyglisverða staði á Íslandi, Það gæti hjálpað þér að skipuleggja ferðarplan þitt. 
Við getum einnig skipulagt ferð fyrir þig að þinni ósk

Hafratindur slf.

Langalína 18, 210 Garðabær

Flotferðir

Frostaskjól 11, 107 Reykjavík

Tungumálaskólinn

Borgartún 1, 105 Reykjavík

Í Dósaverksmiðjunni er fyrst og fremst unnið með menningu, íslenska sem erlenda.  Það er tungumálaskólinn Skoli.Eu þar sem fólk lærir tungumál en um leið er saga, menning og matarmenning alltaf hluti af náminu.  Það má því segja að við séum að bjóða "ímyndaðar" dósir sem hægt er að fylla af skemmtun, tungumálum, sögu og menningu, þess að læra og njóta.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Secret Iceland

Efri-Vík, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum.

Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun.

Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega. 

Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla

Experiencewithalessandro

Hrísateigur 5, 105 Reykjavík

Salir.is

Öldugata 29, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sögufylgja

Álftavatn, 356 Snæfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Núpsverk ehf.

Stóri-Núpur, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Snjósafari

Gauksás 25, 221 Hafnarfjörður

Steinar Þór Sveinsson

Hagamelur 52, 107 Reykjavík

Steinar Þór Sveinsson býður upp á dagsferðir á breyttum jeppum sem eru sérútbúnir fyrir íslenskar aðstæður. Í boði eru ferðir fyrir smærri hópa og einstaklinga sem leiddar eru af leiðsögumönnum sem búa yfir mikilli reynslu. Persónuleg þjónusta gefur enn betri skilning á landi og þjóð. Mikið úrval er af fyrirfram ákveðnum ferðum en einnig er boðið upp á sérsniðnar ferðir eftir óskum viðskiptavina.

Anglers.is – Veiðileyfavefur

Hafnargata 27a, 230 Reykjanesbær

Anglers.is er ferðaþjónustu fyrirtæki staðsett í Reykjanesbæ. Við bjóðum uppá dagstúra, bæði í veiði og almenna útsýnistúra, bæði á Reykjanesi og suður- og vesturlandi öllu. Anglers.is er jafnframt einn stærsti seljandi veiðileyfa á Íslandi og fer sú sala fram á öðrum vef fyrirtækisins, www.veida.is – Við seljum og útvegum veiðileyfi og leiðsögumenn fyrir nánast allar ár og öll vötn á Íslandi. Jafnframt er inni á veiða.is, mikið magn upplýsinga um hinar ýmsu ár og vötn.

Fyrir allar nánari upplýsingar, vinsamlega kíkið á heimasíður okkar eða sendið okkur póst eða hringið í okkur.

Kristinn Ingólfsson, eigandi anglers.is og veiða.is

Blue Iceland Suðursveit ehf.

Reynivellir, 781 Höfn í Hornafirði

Raven Travel ehf.

Klapparstigur 14, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Inside the Volcano

Þríhnjúkagígur, 210 Garðabær

Ferðir í Þrínhjúkagíg.

Amazing Westfjords

Mávagarður , 400 Ísafjörður

Sýsli Travel

Skarðshlíð 11j, 603 Akureyri

Við erum lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar okkar eru á Akureyri. Við bjóðum uppá skipulagðar sem og sérhæfðar ferðir eftir þínum óskum.

Okkar markmið er að veita þér góða og persónulega þjónustu. Við viljum að farþegum okkar líði sem vel og hafi það á tilfinningunni að þeir séu gestir okkar; þess vegna sérhæfum við okkur í minni hópum. Hámarksfjöldi í hópnum sem þú munt ferðast í eru 19 farþegar. Með því móti mun starfsfólk okkar hafa nægan tíma til þess að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.

Iceland Go Tours

Viðarás 35a, 110 Reykjavík

Iceland Go Tours er fjölskyldufyrirtæki. Við þjónustum minni hópa og markmið okkar er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Með það að leiðarljósi að gestir okkar njóti Íslands sem allra best og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Mikið er lagt upp úr því að fara úr mannmergðinni að njóta náttúrunnar og umhverfisins á friðsælan hátt.

Leiðsögumennirnir okkar erum við sjálf eða fáeinr aðrir sérvaldir sem hafa alist upp á Íslandi og þekkja landið vel.

Ferðirnar okkar eru annað hvort fyrirram ákveðnar sætaferðir að hámarki 7 í hverja ferð en einnig sérsníðum við ferðina að þörfum hvers og eins. Ferðirnar geta verið allt frá 1 degi og upp í margra daga ferðir. 

Zipline Iceland

Ránarbraut 1, bakhús., 870 Vík

Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal

Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð um Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30-240 metra löngum. Á þeim er sannkölluð salíbunuferð yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. Ferðin er leiðsögð allan tímann með stórskemmtilegum leiðsögumönnum úr þorpinu sem eru mjög vel að sér í sögu staðarins og svæðinu allt um kring. 

Zipline öryggi

Zipline ferðin okkar er nokkuð auðveld fyrir flesta, það er gengið um kindastíga á ójöfnu landslagi á milli zipplínanna sem við rennum okkur á yfir fossa og Víuránna í gilbotninum til að fá hjartað á smá hreyfingu undir öruggri handleiðslu leiðsögumannanna okkar. Línurnar okkar og allur búnaður er vottaður af óháðum evrópskum aðila og skartar CE vottun. 

Zipline gædar

Stofnendur Zipline, stundum leiðsögumenn, hafa öll það sameiginlegt að vera miklir heimshornaflakkarar og hafa áratugi af ævintýrum undir beltinu. Samanlagt hafa þau ferðast til flestra heimshorna og stundað ævintýri eins og svifvængjaflug, köfun, ísklifur, brimbretti og kajak ásamt fleiru.  

Zipline Reglurnar

Ferðin er um 1,5 - 2 klst. Gestirnir okkar þurfa að vera orðin 8 ára eða 30 kg. Markmið okkar er að eiga saman skemmtilega stund hvort sem það er fjölskylda, vinir eða stakir ferðalangar sem heimsækja okkur.  

Lengd ferðar: Ca.1,5 - 2 klst.

Fatnaður: Klæðist eftir veðri, í gönguskóm og fléttið sítt hár.

Lágmarks aldur: 8 ára

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: 10-15 mín fyrir ferð að Ránarbraut 1, bakhús.

Brottfarartímar: Sjá tímasetningar og hvenær er laust á www.zipline.is

Verð: 11.900 kr. á mann, börn, 8 - 12 ára greiða 7.900 kr. í fylgd fullorðinna. Tilboð eru auglýst á vefsíðunni.

Hópar: Hægt er að aðlaga tímasetningar að hópum, vinsamlegast sendi okkur tölvupóst fyrir kjör og hópabókanir: zipline@zipline.is

Svipir ehf.

Ásendi 8, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Local Icelander ehf.

Álaugarvegi 2, 780 Höfn í Hornafirði

Keran Stueland Ólafsson / Travel-West

Breiðavík, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

ONE LUXURY

Skútuvogur 8, 104 Reykjavík

One ehf was founded in August 2021 and the main purposes of the company are transportation
of passengers, car rental and specialized security.
 

One ehf is owned by Höldur ehf (55%), Gottskálk Þ. Ágústsson (15%), Haukur B. Sigmarsson (15%) and Sigurður J. Stefánsson (15%). 

One ehf is registered at Tryggvabraut 12, 600 Akureyri but the office and main operation is at Skútuvogur 8, 104 Reykjavík. 

One ehf does not own any vehicles by itself, but instead leases and rents vehicles from Höldur ehf.

One ehf is an Authorized Day Tour Provider by The Icelandic Tourist Board.

One ehf holds a licence for Professional Security Services for individuals and private events, issued by The National Commissioner of the Police. 

One ehf
offers the following services:
 

Airport
transfers
 

Point to
point transfers
 

Chauffeur
service
 

Private Day
Tours
 

Personal
Security Services
 

Security for
Private Events and Access Control.
 

Transport
coordination for large groups or events.
 

  

Vehicle
categories:
 

Luxury Sedan
(Audi A8L or similar)
 

Business SUV
(Land Rover Discovery/BMW X5/Mercedes-Benz GLE)
 

Business
Minivan (Mercedes-Benz V-Class)
 

Modified 4x4 (Toyota Land Cruiser "35)

One ehf is primarily a „business to business“ company, supplier of service for other companies, like hotels, DMC´s and travel agencies.  

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Seljalandsvegur 85, 400 Ísafjörður

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður 

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann  

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.) 

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar. 

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

 

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)  

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.) 

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  

HeidrunGuide / PrivateguideHeidrun

Álfatún 19, 200 Kópavogur

Andy Iceland Guide

Hverfisgata 49, 101 Reykjavík

BergEy Ferðir

Skálanesgata 4, 690 Vopnafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Tip-Top Tours ehf.

Sunnuvegur 17, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

FishIceland

Lundur 11, íbúð 503, 200 Kópavogur

Dagsveiðiferðir, hvort tveggja silungs- og laxveiði, í fjölda áa víða um land. Vanir leiðsögumenn, ýmsir möguleikar í boði.

 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Austursigling ehf.

Fjörður 4, 710 Seyðisfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Luxury ATV

Borgahella 7E, 221 Hafnarfjörður

REYKJAVÍK ERUPTS / Aðalatriði slf.

Miðtún 4, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Helga Ingimundardóttir - Sightseeing tours

Heiðarhorn 9, 230 Reykjanesbær

Go Fishing Iceland

Vefarastræti 36, 270 Mosfellsbær

Iceland everywhere / Iceland everywhere tours

Bjallavað 1, 110 Reykjavík

Bitesized Iceland