Fara í efni

Almenningshlaup

8 niðurstöður

Aurora Arktika

Mánagata 3, 400 Ísafjörður

Mývatnsmaraþon

Hlíðavegur 6, 660 Mývatn

Mývatnsmaraon & Mývatnshringurinn - ógleymanleg upplifun!

Um mánaðarmótin maí/júní ár hvert er sannkölluð gleðibomba við Mývatn, þá fara fram Mývatnsmaraþonið og Mývatnshringurinn hjólreiðakeppni.

Hlaupið er í kringum Mývatn, um svæði sem er þekkt fyrir stórbrotna náttúrufegurð. Yfirborð vegarins er malbikað. Hér er hægt að sjá kort af hlaupaleið .

Keppt er í 42 km, 21 km og 10 km.

Mývatnshringurinn hjólreiðakeppni er líka 42 km og hjólað sömu leið og heilmaraþon.

Allar nánari upplýsingar má finna á myvatnmarathon.com

Facebook síðan okkar er hér .

Reykjavíkurmaraþon

Lækjargata, 101 Reykjavík

Árlegt Reykjavíkurmaraþon, haldið í ágúst. 10 km, hálfmaraþon og maraþon.

Wanderlust

Óðinsgata 7, 101 Reykjavík

Við bjóðum uppá hálendisleiðangra á lítt þekktum slóðum. Einnig hlaupaferðir og námskeið fyrir einstaklinga og hópa auk sérsniðinna barnaferða.

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Náttúruhlaup

Stórhöfði 33, 110 Reykjavík

Náttúruhlaup er spennandi, nýr valkostur fyrir skokkara og langhlaupara þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir utan gatnakerfisins. Hlaupið er á manngerðum stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, hvert sem leið liggur um íslenska náttúru.

Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hugsunarhátt en hefðbundið götuhlaup. Boðið er reglulega upp á grunnnámskeið í náttúruhlaupum fyrir alla getuhópa. Einnig er má gerast áskrifandi að virku hlaupasamfélagi. Að auki eru í boði hlaupaferðir bæði innanlands og erlendis.

Miðnæturhlaupið

Laugardalur, 104 Reykjavík

Haldið árlega í kringum 20 júní og hlaupið að kvöldi til.

Hálfmaraþon - fyrir 15 ára og eldri
10 km hlaup - ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt
5 km hlaup - fyrir fólk á öllum aldri

Laugavegsmaraþon

Landmannalaugar,

Utanvegahlaup (55 km) frá Landmannalaugum í Þórsmörk, haldið í júlí ár hvert.