Fara í efni

Almenningshlaup

11 niðurstöður
Ferðagjöf

Náttúruhlaup

Stórhöfði 33, 110 Reykjavík

Náttúruhlaup er spennandi, nýr valkostur fyrir skokkara og langhlaupara þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir utan gatnakerfisins. Hlaupið er á manngerðum stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, hvert sem leið liggur um íslenska náttúru.

Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hugsunarhátt en hefðbundið götuhlaup. Boðið er reglulega upp á grunnnámskeið í náttúruhlaupum fyrir alla getuhópa. Einnig er má gerast áskrifandi að virku hlaupasamfélagi. Að auki eru í boði hlaupaferðir bæði innanlands og erlendis.

Ferðagjöf

Wanderlust

Óðinsgata 7, 101 Reykjavík

Við bjóðum uppá auðveldar gönguferðir í nágrenni Reykjavíkur. Auk þess
hálendisleiðangra fyrir vant fjallafólk, fjölskylduferðir, hlaupaferðir,
fjallaskíðaferðir.

Eftirtaldir aðilar eru ekki skráðir þátttakendur í Ferðagjöf:

Reykjavíkurmaraþon

Lækjargata, 101 Reykjavík

Árlegt Reykjavíkurmaraþon, haldið í ágúst. 10 km, hálfmaraþon og maraþon.

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Mývatnsmaraþon

Hlíðavegur 6, 660 Mývatn

Mývatnsmaraþon er haldið fyrsta laugardag í júní.

Hlaupið er í kringum Mývatn, sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, yfirborð vegarins er malbikað. Hér er hægt að sjá kort af hlaupaleið

Keppni í öllum vegalengdum fer fram á sama degi, og tímasetningar eru eftirfarandi:

 • 12:00 Maraþon hefst
 • 13:00 ½ maraþon hefst
 • 14:00 10 km og 3 km hlaup hefst
 • 17:00 Verðlaunaafhending hefst

Sveitakeppni
Sveitakeppni í öllum vegalengdum nema 3 km. Sveitakeppnin er opinn flokkur og er hámark 5 í hverjum flokki en 3 bestu tímarnir gilda.

Verðlaun og annað
Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening, stuttermabol merktan hlaupinu, grillveislu og ókeypis í jarðböðin við Mývatn. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Upplýsingar
Upplýsingar í síma 464 4390. Tengiliður: Guðrún Brynleifsdóttir, e-mail: marathon@visitmyvatn.is

Forskráning er á hlaup.is


Flokkaskipting

Maraþon

 • Konur og karlar 18-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

Hálfmaraþon

 • Konur og karlar 16-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

10 km

 • Konur og karlar 12-17 ára
 • Konur og karlar 18-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

3 km

 • Konur og karlar 15 ára og yngri
 • Konur og karlar 16 ára og eldri

Aurora Arktika

Mánagata 3, 400 Ísafjörður

Miðnæturhlaupið

Laugardalur, 104 Reykjavík

Haldið árlega í kringum 20 júní og hlaupið að kvöldi til.

Hálfmaraþon - fyrir 15 ára og eldri
10 km hlaup - ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt
5 km hlaup - fyrir fólk á öllum aldri

Laugavegsmaraþon

Landmannalaugar,

Utanvegahlaup (55 km) frá Landmannalaugum í Þórsmörk, haldið í júlí ár hvert.

"Le Monde des Elfes" er ferðaskrifstofa sem starfrækt er á Flateyri á Vestfjörðum.

Við skipuleggjum fjöldægra ferðir um fjöll og firði til að njóta útsýnis, óspilltra víðerna og vellíðunar - að vetri jafnt sem sumri. Við sérsníðum ferðir og sérhæfum okkur í litlum hópum (4 til 8 gestir).

Hjartað í þjónustu okkar er náin tenging við fólk, óspillta náttúru og samfélagið í litlu, íslensku sjávarþorpi.

Ég er fjallaleiðsögukona sem elskar Vestfirði. Ég mun því með mikilli ánægju leiðbeina þér við undirbúning ferðarinnar og aðstoða þig yfir fjöllin, firðina og um þorpin.

Við bjóðum einnig upp á dagsferðir þar sem við göngum eða förum á snjóþrúgum til að skoða náttúruna í kringum okkur, kynnumst jarðfræði svæðisins, fuglalífi, spendýrum, plöntum o.fl.

Til að finna vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna okkur á Facebook, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna Náttúruhlaupin okkar á Facebook, vinsamlegast smellið hér.

Þríþraut KRS

Austurvegur 2, 400 Ísafjörður

Þríþraut KRS fer jafnan fram fyrstu helgina í september.

Þrautin samanstendur af 700 m sundi, 15 km hjólreiðum, 7 km hlaupi.

Sundið fer fram í Bolungarvík, síðan er hjólað til Ísafjarðar og endað á hlaupinu þar.

Hlaupahátíð á Vestfjörðum

Daltunga 1, 400 Ísafjörður

Dagskrá Hlaupahátíðar á Vestfjörðum 2020:

Fimmtudagur 16. júlí
-
Kl. 20.00 Skálavíkurhlaup (5000 kr)
- Kl. 19.40 Skálavíkurhjólreiðar (5000 kr) Athugið að tímasetning getur breyst
- Kl. 22.30 Verðlaunaafhending í sundlauginni í Bolungarvík (tímasetning gæti breyst)

Föstudagur 17. júlí
- Kl. 16:00 Sjósund 1500 m (3000 kr)
- Kl. 16:00 Sjósund 500 m (3000 kr)
- Kl. 20:00 Arnarneshlaup 21 km (4500 kr)
- Kl. 21.00 Arnarneshlaup 10 km (3500 kr)
- kl. 22.15 Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup

Laugardagur 18. júlí
-
Kl. 10.00 Fjallahjólreiðar (XCM) 55 km (7000 kr)
- Kl. 10.15 Skemmtihjólreiðar 8 km (500 kr)
- Kl. 11.15 Skemmtiskokk á Þingeyri, 2 og 4 km (500 kr)
Útijóga, vöfflubakstur og fleira skemmtilegt við sundlaugina á Þingeyri

Sunnudagur 19. júlí
- Kl. 08:00 Tvöföld Vesturgata 45 km (7000 kr)
- Kl. 11:00 Heil Vesturgata 24 km (7000 kr)
- Kl. 12:45 Hálf Vesturgata 10 km (5000 kr)

Þríþraut samanstendur af 500 m sjósundi, 55 km fjallahjólreiðum og 24 km Vesturgata (12000 kr)

Tilgreindir tímar eru rástímar. Allar nánari upplýsingar um mætingu og rútuferðir er að finna inni á síðu hverrar greinar fyrir sig.