Fara í efni

Bændagisting

146 niðurstöður

Hótel Á

Kirkjuból , 320 Reykholt í Borgarfirði

Hótel Á er staðsett milli Reykholts og Húsafells. Hótelið er byggt upp af gömlum útihúsum sem hafa verið gerð upp sem hótelgisting og veitingastaður. Alls eru 15 herbergi með sér baðherbergjum.

Ókeypis þráðlaust netsamband í móttökunni og veitingasalnum en ekki á herbergjum.

Á veitingastaðnum er boðið upp á gómsæta rétti á kvöldin og gestir njóta fagurs útsýnis yfir Hvítá úr borðsalnum.

Sveitahótelið Fossatúni

Fossatún, Borgarbyggð, 311 Borgarnes

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. 

Gistiaðstaða Boðið er upp á mismunandi þrjá valkosti í innigistingu. Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum og eldhúsaðstöðu. Einnig er boðið upp á tjaldsvæði.

Fossatún Sveitahótel
Boðið er upp á gistingu í 12 x tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. 

Fossatún Gistiheimili
120 m2 hús með fjögur tveggja manna herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. 42 m2 hús með tvö svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða. 

Fossatún Poddar Poddur er smáhýsi með svefnaðstöðu (camping pod). Svefnpokapláss en hægt að fá rúmfatnað sé þess óskað. Einangruð, upphituð, heilsárs hagstæð gistiaðstaða.

Tjaldsvæði Nútímalegt tjaldsvæði sem hólfað er af með háum skjólbeltum.

Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Einstök staðsetning og matseðill með áherslu á kaffihúsaveitingar með stíl. Í móttöku er almenn afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti. 

Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram.

Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland. 

Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland í Hörðudal, 371 Búðardalur

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.

Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi. 

Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi. 

Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu. 

Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn. 

Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí – september.  

 

 

Lamb Inn

Öngulsstaðir III, 601 Akureyri

Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara.

Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira.

Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina.

Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins.

Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi.

Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.

 

Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.

 

Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.

 

Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi

Bjarnastaðir, 816 Ölfus

Langar þig að komast í sveitina? Þá er upplagt að heimsækja fjölskylduna á Bjarnastöðum í Ölfusi sem rekur lítið gistiheimili og hestaleigu.

Lögð er rík áhersla á persónulega þjónustu og litla hópa (allt að 6 manns). Við eigum hesta fyrir óvana og vana, bjóðum upp á reiðtúra frá 1-1,5 klst upp í dagsferðir (3,5-4 tíma), teymum undir börnum (20 mín) og einnig bjóðum við upp reiðkennslu og gistingu. Á bænum eru, auk hesta, lausar hænur og einnig hundar sem eru alltaf til í klapp og knús.

Gistiheimilið okkar er á einni hæð í íbúðarhúsinu. Á hæðinni eru 4 herbergi, 1 bað með sturtu og fullinnréttað eldhús. Hæðin er tilvalin fyrir litla hópa eða fjölskyldur allt að 6-8 manns.

Endilega hafið samband til að athuga hvort það sé laust hjá okkur og til að fá tilboð sniðin að ykkar óskum.

Finnið okkur á Facebook hér
Finnið okkur á Instagram hér
Finnið reiðskólann okkar á Facebook hér

Hólmur ferðaþjónusta

Hólmur, 781 Höfn í Hornafirði

Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te.

Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu.

Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar.

Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar.

Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.

Íslandsbærinn - Old Farm

Þrastarlundur, 601 Akureyri

Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar.

Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni.

Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.

Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði.

Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk.

ATH að húsið leigist út sem ein heild.

Hótel í Sveinbjarnargerði

Sveinbjarnargerði, 606 Akureyri

Hótel Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.

Dæli Guesthouse

Víðidalur, 531 Hvammstangi

Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.

Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!

Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.

Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .

Keldunes

Keldunes II, 671 Kópasker

Í Keldunesi er gistiaðstaða í sex tveggja manna herbergjum með handlaug í gistihúsinu. Auk þess eru þrjú smáhýsi sem eru búin helstu þægindum og sér snyrtingum með sturtum.

Í gistihúsinu er góð setustofa, sem má einnig nota sem veislusal, eldunaraðstaða, þvottahús, baðaðstaða og heitur pottur.

Á stórum svölum er grillaðstaða og gott útsýni yfir Skjálftavatn, þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf.

Ef óskað er býðst gestum veitingaþjónusta.

Veiðimenn Litlár eru hvergi betur staðsettir en í Keldunesi við bakka Litluár.

Stutt er í margar náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Dettifoss, Litluá, Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Rauðhóla og Vesturdal.

Hagi I

Hagi 1, Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvítárdalur

Hvítárdalur, 845 Flúðir

Hvítárdalur er gamall bóndabær á bökkum Hvítár og er tilvalinn áfangastaður fyrir hópa eða einstaklinga í leit að gistingu.

Gisting fyrir hópa allt að 20 manns. Á besta stað við Gullna Hringinn.

Breiðamýri

Breiðamýri, 650 Laugar

Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við.

Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur. 

Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin.

Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum.

Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum. 

Hótel Dyrhólaey

Mýrdalur, 871 Vík

Hótel Dyrhólaey er fjölskyldurekið hótel, staðsett á Suðurlandi, 9 km vestan við Vík. Hótelið er þekkt fyrir glæsilegt útsýni yfir Mýrdalinn og Dyrhólaey. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Á staðnum er líkamsrækt og bílasafn með bílum frá 1915 til 1970.

Það er frítt þráðlaust net í allri byggingunni. Herbergin eru rúmgóð og hugguleg, með sér baðherbergi. Í hverju herbergi má finna sjónvarp, hárblásara og hraðsuðuketil með te/kaffi bakka. 

Fyrir bókanir og/eða fyrirspurnir sendið póst á dyrholaey@dyrholaey.is

Við tökum vel á móti þér!

Icelandhorsetours - Helluland

Helluland, 551 Sauðárkrókur

Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!

Lambhús

Lambleiksstaðir, 781 Höfn í Hornafirði

Lambhús

Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn.

Smáhýsin eru eitt rými með gistipláss fyrir allt að 4 gesti. Þau eru tilvalin fyrir pör eða fjölskyldur. Húsin eru búin eldhúskrók, þráðlausu neti og snyrtingu með sturtu. Öll húsin hafa útsýni til Vatnajökuls.

Gestir geta komið með eigin mat og matreitt einfaldar máltíðir. Einnig eru fjölmargir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða upp á matvæli úr héraði.

Lambhús er staður fyrir náttúruunnendur sem sæjast eftir ró og óspilltri náttúru. Göngufólk hefur úr fjölda gönguleiða að velja. Jafnframt er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu eins og til dæmis snjósleðaferðir á Vatnajökli, bátsferðir á Jökulsárlóni og heitir pottar í Hoffelli.

Í Höfn má finna gott úrval veitingastaða, sundlaug, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, matvöruverslun o.fl.

Nánari upplýsingar um héraðið: www.visitvatnajokull.is

Brennistaðir

Flókadalur, 320 Reykholt í Borgarfirði

Gisting í heimahúsi í 2 x 2ja manna og 1 x einsmanns herbergi. Einnig íbúð með sérinngangi, einu svefnherbergi, baðherbergi, setustofu og eldunaraðstöðu (aðgangur að heitum potti).

Á bænum er fjárbúskapur, einnig geitur, hænur og hestar. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ferðaþjónusta bænda Skútustöðum

Mývatnssveit, 660 Mývatn

Á Skútustöðum eru tvenns konar gistimöguleikar í boði:

Við erum með 15 herbergi. 9 herbergi eru með sameiginlegu baði (1-2-3 manna herbergi). Svo erum við með 5 herbergi með sér baði (2 manna herbergi). og svo erum við með 1 fjölskylduherbergi þar sem er hjónarúm, koja og sér baðherbergi. Öll herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Fyrir utan þessi herbergi erum við með eitt 2 herbergja sumarhús sem er með sér eldhúsi, setustofu, baðherbergi og svefnlofti.

Boðið er uppá morgunverðarhlaðboð og gestir hafa aðgang að eldhúsi.

Tjaldstæðinu á Skútustöðum hefur verið lokað!

Mývatnssveit býður upp á margs konar afþreyingarmöguleika sem byggjast á náttúrufegurð svæðisins, gróðri þess og fuglalífi.

Sem dæmi um nokkra áhugaverða staði í Mývatnssveit má nefna: Skútustaðagígar, Grjótagjá, Stóragjá, Kröflusvæðið, Hverfjall, Laxá, Vindbelgur, Dimmuborgir, Seljahjallagil, Bjarnarflag, Höfði, Námafjall, Lofthellir, Lúdent og Þrengslaborgir.

Besta leiðin til að upplifa fegurð þessara staða, kyrrð náttúrunnar og fjölbreytilegt fuglalífið er með gönguferðum en einnig er að finna í Mývatnssveit hestaleigur, hjólaleigur og skipulagðar hóperðir með bílum.

Í Mývatnssveit er einnig hægt að njóta afslöppunnar í sundi. Um er að ræða annars vegar útisundlaug með heitapottum og hins vegar svokölluð Jarðböð sem opnuðu fyrir stuttu síðan.

Hvað varðar áhugaverða staði í næsta nágrenni Mývatnssveitar þá má sem dæmi nefna: Herðubreið og Herðubreiðarlindir, Askja og Víti, Kverkfjöll, Dettifoss og Þjóðgarðurinn við Jökulsárgljúfur, Tjörnes og hvalaskoðun á Húsavík.

Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi

Austur Húnavatnssýsla, 541 Blönduós

Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.  

Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa.

• Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)
• Reyklaus gisting
• Hefðbundinn búskapur
• Fuglaskoðun
• Merktar gönguleiðir
• Húsdýr til sýnis
• Eldunaraðstaða og grillhús

Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun.

Næsta verslun: Blönduós, 32 km

Ytra Lón Farm Lodge

Langanes, 681 Þórshöfn

Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.

Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...

Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn. 


Við bjóðum upp á:  
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.

Leiðsögn um búið

Heitur pottur

Silungsveiði í lóninu

Skoðunarferðir um Langanesið

Hótel Svartiskógur

Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð, 701 Egilsstaðir

Hótel Svartiskógur er gisti- og veitingastaður staðsettur í fallegu skógi vöxnu landi í einni fegurstu sveit Austurlands, Jökulsárhlíð. Hótelið býður 16 herbergi með baði í aðalbyggingu og er með 4 smáhýsi sem eru frábærr áningarstaður fyrir einstaklinga og hópa sem hrífast af íslenskri náttúru, fuglasöng og friðsæld. Stutt í laxveiðiár. Vel staðsett, miðja vegu milli Egilsstaða og Vopnafjarðar og kjörin bækistöð til skoðunarferða um Fljótsdalshérað, Borgarfjörð eystri, Vopnafjörð, Seyðisfjörð, Fjarðarbyggð o.s.frv.Vel búið tjaldstæði er hið næsta hótelinu.  Tjaldsvæðið er í skógi vöxnu landi og er góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa.  Vel staðsett til skoðunarferða um Austurland og nágrenni.  

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.

Adventure Hótel Geirland

Geirlandi, 880 Kirkjubæjarklaustur

Kyrrðin, friðurinn og krafturinn gerir staðsetningu hótelsins einstaka. Persónuleg þjónusta eru einkunnarorð okkar og leggur allt okkar starfsfólk metnað sinn í að gera heimsóknina sem eftirminnilegasta.

Hótel Geirland býður upp á 40 herbergi og svefnpokpláss. Veitingahúsið okkar leggur metnað sinn í að bjóða upp á mat beint frá býli. Öll herbergin hafa sér baðherbergi og kaffi og te aðstöðu. Við bjóðum svo gestum okkar upp á frítt þráðlaust WIFI internet .

Í næsta nágrenni er svo sundlaug með heitum pottum, 9 holu golfvöllur, veiði og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla. Af áhugaverðum stöðum má nefna Systrastapa, Systravatn, Landsbrotshóla, Fjarðarárgljúfur og Dverghamra. Á sumrin er boðið upp á dagsferðir með leiðsögn á heilmarga staði.

  • Ókeypis þráðlaust net
  • Morgunmatur opinn 08:00 – 9:30 alla daga
  • Kvöldmatur opinn 18:00-20:00 á völdum dögum. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar.
  • Happy hour á flöskubjór og húsvíni 17:30 – 18:30 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana

Það er einnig hægt að finna okkur á Facebook (Hotel Geirland)

Vallakot Gistiheimili

Vallakot, 650 Laugar

Fjölskyldurekið gistiheimili í Reykjahlíð á Norðurlandi. Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Gistihúsið við fjörðinn

Aðalstræti 26, 470 Þingeyri

Gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri er vel staðsett, fyrir alla þá sem hugsa sér að skoða Vestfirði. Góð aðstaða fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum. Fullkomin eldunaraðstaða og sturtur.
Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Þar er íbúð sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum.
Gistihúsið er reyklaust.
Hundar eru ekki leyfðir nema með sérstöku samkomulagi.

Íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða og gott aðgengi er fyrir hjólastóla í íbúð 1. 

VisitHrisey.is

Norðurvegur 17, 630 Hrísey

Við bjóðum gistirými fyrir allt að 16 manns. Uppábúin rúm ofl. Hér má sjá myndir af þeim húsum sem eru í boði þ.e. Jónatanshús og Mínukot.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ocean Break Cabins

Nátthagi, 245 Suðurnesjabær

Sandgerði Sumarhús eru staðsett 10 mínútum frá alþjóðlega flugvellinum (KEF). Við bjóðum upp á fimm ný uppgerð sumarhús öll með sér heitan pott. 

Sumarhúsin eru staðsett við strandlengju Sandgerðis sem gefur þér tækifæri að að njóta ferska sjávarloftsins og friðsællar náttúru sem umliggur svæðið. Fullkominn staður til að njóta norðurljósa að vetralagi og miðnætursólar á sumrin.

Norður-Hvammur gisting

Norður-Hvammur, 871 Vík

Notaleg gisting í grennd við Vík.

Sölvanes

Skagafjörður, 560 Varmahlíð

Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið. 

Frítt WiFi

Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020)

Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum

Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur.

Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/

Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur.

Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni.

Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is

Syðri-Hagi

Syðri-Hagi, Árskógsströnd, 621 Dalvík

Tveir heilsársbústaðir Götusel og Sólsetur eru til leigu að Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð. 

Götusel er 37 fm. ásamt stórri verönd. Í bústaðnum er svefnaðstaða fyrir 4 í tveimur svefnherbergjum, auk þess er svefnsófi fyrir 2 í stofu og dýnur á svefnlofti. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd. 

Húsið er til leigu frá mars og fram í nóv, en lokað yfir vetrarmánuðina.  

Sólsetur er 25 fm, byggt 2016 - 2017. Í bústaðnum er eitt svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo. (2 rúm *90 cm, hægt er að setja rúmin saman), auk þess er svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir fjóra. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd. 

Húsið er til leigu allt árið. 

Húsdýr eru ekki leyfð. 

Gestgjafar eru:  Gitta Ármannsdóttir og Hafliði Sigurðsson, Linda Andersson og Jónas Leifsson.

Gistiheimilið Bitra

Bitra, 801 Selfoss

Fagrahlíð Guesthouse

Fljótshlíð, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Núpar Cottages

Núpar, 816 Ölfus

Sumarhúsin að Núpum eru 8 bjálkahús staðsett á fallegum stað í Ölfusi,

  Þar af 4 hús 4-5 manna (35 m2) með hjónaherbergi og einu kojuherbergi, svefnsófi í stofu.  Og 4 hús 2-3 manna (22 m2) með hjónaherbergi og svefnsófa í stofunni. Öll húsin eru með eldhúskrók, salerni/sturtu, sjónvarpi, DVD og útvarpi með geislaspilara.  Verönd með heitum potti og grilli við hvert hús.  

 

Húsin standa hátt - gott útsýni yfir Ölfusið og á góðum degi blasir Eyjafjallajökull við.  Góðar gönguleiðir í  nágrenninu. Hestaleiga í næsta nágrenni. Núpar standa við veg nr. 38, 3 km frá Hveragerði.

 

Vegalengdir frá Núpum að helstu ferðamanna stöðum eru eftirfarandi:

Eldhestar hestaleiga- 4 km eða 3 min akstur Kerið í Grímsnesi- 25,6 km eða 21 min akstur

Strandarkirkja- 27,1 km eða 19 min akstur Stokkseyri (draugasetrið)- 30,9km eða 23 min akstur

Þingvellir- 55 km eða 41min akstur

Sögusetrið Njálu hvolsvelli- 63,4 km eða 49 min akstur Gullfoss og Geysir- 81,8 km eða 59 min akstur Dyrholaey Vík- 138 km eða 1 kl og 50 min akstur

 

Icelandic Cottages

Hraunmörk Flóahreppur, 801 Selfoss

Bústaðirnir hjá Icelandic Cottages eru innréttaður af fagmanni til að bjóða gestum upp á unaðslega dvöl í fallegu umhverfi.   Allt er gert til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Öll húsin eru eins að grunnfleti en mismunandi hönnunarstílar eru í hverju húsi með mismunandi litum.

Í hverju húsi eru:
Þrjú svefnherbergi með uppábúnum rúmum sem eru með  hágæða dýnur og  æðadúnssængum. Öll herbergi eru með myrkvunarrúllugardínum. Baðherbergið er með sturtu en allir gestir frá þrjár gerðir af  handklæðum og svo er hárblásari á staðnum. Í stofunni er svo sjónvarp, dvd spilari, útvarp og gervihnattadiskur með fjöldan allan af  stöðvum og internettengingu.

Alls geta 6 manns setið við borðstofuborðið en það er opið rými til eldhússins sem auðveldar alla framreiðslu.  Í eldhúsinu er stór amerískur ísskápur, uppþvottavél, eldavél, örbylgjuofn, kaffivél, ketill, ristavél, blandari, diskar, glös, pottar og pönnur og margt fleira. Vinsamlegast látið vita ef þið þurfið barnarúm (ferðarúm) og barna matstól, sem er innifalið í verðinu.

 

  • Á ganginum er þvottavél og þurrkari þannig að gestir geta farið heima með allt nýþvegið. Einnig er til staðar straubretti og straujárn.
  • Á pallinum er stórt 4 brennara ryðfrítt stálgrill sem og önnur útihúsgögn.
  • Það er stutt í margar af fegurstu perlum Íslands eins og Geysir, Gullfoss og Þingvellir.
  • Tekið skal fram að ekki er heimilt að tjalda/tjaldvagnar/fellihýsi/hjólhýsi á svæðinu.
  • Gæludýr eru ekki leyfð.

Hámarks fjöldi í gistingu: 6 manns.   

Staðsetning GPS hnita:
GPS lengdargráða : 63.95757773841824
GPS breiddargráða: -20.63953399658203

Til að finna okkur á Bungalo.is, smellið hér.                                                                                     

 

Ferðaþjónustan Hellishólum

Hellishólar, 861 Hvolsvöllur

Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.

Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Rauðaskriða

Rauðaskriða, Aðaldal, 641 Húsavík

Rauðaskriða gistiheimili:
Rauðaskriða gistiheimili er í fögru og friðsælu umhverfi Suður-Þingeyjarsýslu um það bil 28 km sunnan Húsavíkur, eins þekktasta hvalaskoðunarbæjar í heimi. Hótelið er vel staðsett til skoðunarferða að Goðafossi, Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi og  Akureyri.

Ferðaþjónustan Stóru-Mörk 3

Stóra-Mörk III, 861 Hvolsvöllur

Við bjóðum uppá gistingu í rúmgóðum herbergjum á neðri hæð íbúðarhússins með sér inngangi. Í boði er gisting fyrir allt að 30 manns í uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássi í 2-4 manna herbergjum með eða án baðs. Morgunverðarhlaðborð alla morgna í fallegri sólstofu með góðu útsýni og einnig aðrar máltíðir eftir samkomulagi.

Tókum í gagnið árið 2010 tvö ný sumarhús með gistiplássi fyrir allt að 10 manns í rúmum í hvoru húsi. Húsið skiptist í 5 svefnherbergi hvert með tveimur rúmum, stofa og eldhús eru í opnu rými og út frá stofunni liggja svalir. Tilvalið fyrir fjölskylduna og smærri hópa.

Rólegt umhverfi og falleg náttúra í 2ja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Góð aðstaða fyrir fjölskyldur og möguleikar á að hitta dýrin í sveitinni. Merktar gönguleiðir og stutt í Þórsmörk.

Við erum staðsett við veg númer 248, 9 km frá þjóðvegi 1 og 130 km frá Reykjavík. Héðan er stutt í Þórsmörk, einungis 20 km auk margra áhugaverðra annarra staða í næsta nágrenni svo sem Seljalandsfoss, Vestmannaeyjar, Fljótshlíð og Skógar.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Drangshlíð

Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang., 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Blábjörg Resort

Gamla Frystihúsið, 720 Borgarfjörður eystri

Blábjörg Resort er staðsett í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika allt árið um kring. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir. 

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst. 

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gisitheimilið hefur uppá að bjóða 11x lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x lúxus hótel herbergi með sérbaði og útsýni yfir fjörðinn, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar fjórar. Þar af eru 2x studio íbúðir með sjávarsýn, 1x 2-svefnherbergja íbúð og 1x 3-svefnherbergja íbúð. 

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 

Ferðaþjónustan Urðartindur

Norðurfjörður 1, 524 Árneshreppur

Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.

Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.

Verð á tjaldsvæði 2023

Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.
Verð fyrir börn: Frítt

Rafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.
Hleðslustöð fyrir bíla 

Opnunartími
1. júní til 15. september


Hótel Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.

Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.  

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.

Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.  

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista. 

  • 36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
  • Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
  • Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
  • Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
  • Morgunverður innifalinn.
  • Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
  • Útidyr á öllum herbergjum.
  • Frí Internet tenging á hótelinu.
  • Heitir pottar.
  • Bar og notaleg setustofa með arinn.
  • Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
  • Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.

Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar) 

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Óbyggðasetur Íslands

Norðurdalur, 701 Egilsstaðir

Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.

Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.

Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Ásar Guesthouse

Ásar, 601 Akureyri

Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu með sjónvarpi.

Við dekrum við gestina okkar á allan hátt svo dvölin verði sem eftirminnilegust. 

Girnilegur morgunverður er innifalinn í gistingunni og ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum þegar þeir koma á fætur. 

Gistiheimilið er staðsett í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km. frá Akureyri, umvafið fallegum fjöllum í fullkominni kyrrð og ró. 

Í Eyjafjarðarsveit má finna margs konar afþreyingu, veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og gallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.

Ásar Guesthouse er opið allt árið og vel staðsett fyrir skíðaáhugafólk sem vill nýta sér frábæra skíðastaði í nágrenninu.

Heitur pottur er á veröndinni með fallegu útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar. 

Fátt er betra en að láta líða úr sér eftir daginn í heitum potti og á fallegum vetrarkvöldum með stjörnubjartan himinn eða dansandi norðurljós.

Heimagisting Fossnesi

Fossnes, 801 Selfoss

Sauðfjárrækt,  skógrækt, gisting.  Kaldreykt og tví-reykt sauðakjöt og lambakjöt.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Laki

Landbrot, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.

Við bjóðum uppá 64 hótelherbergi og glæsilegan veitingastað og bar.

 Hægt er að fá aðgengi að glæsilegu veiðivatni í göngufæri við hótelið.

Hægt er að bóka beint á hotellaki@hotellaki.is

Giljagisting

Giljaland, 881 Kirkjubæjarklaustur

Giljaland er staðsett við veg 208 í Skaftártungu á mjög fallegum stað í skógi vöxnu landi.
Við leigjum 4-5 mjög vel búin sumarhús fyrir 3 til 5 manns í húsi.
Giljaland er mjög vel í sveit sett til að skoða náttúruperlur suður og suðausturlands og eða til að njóta lífsins í frábærlega fallegu og skjólgóðu umhvefi.
Giljaland hefur fullt rekstrarleyfi fyrir útleigu til ferðamanna.
Frábærar göngu og reiðleiðir í nágrenninu.

Verið velkomin í Giljaland.

Hótel Laugarhóll

Bjarnarfjörður, 520 Drangsnes

AÐSTAÐA

Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum.  Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.

 

Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,  

 

AFÞREYING

Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.

 

VEITINGASTAÐUR

Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.

 

KOTBÝLI KUKLARANS

Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.

 

GVENDARLAUG HINS GÓÐA

Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.

 

GVENDARLAUG HIN FORNA

Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

 

STAÐSETNING

Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.

Hótel Staðarborg

Staðarborg, 760 Breiðdalsvík

Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.

Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal.
Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.
Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.

Hestakráin sveitahótel / Land og hestar

Húsatóftir 2a, 801 Selfoss

Hestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti. 

Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði. 

Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð 

Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.

Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.

· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu

· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna


Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir

Egilsstaðir 1-2, 700 Egilsstaðir

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.

Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt.

Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.

Adventure Hótel Hof

Austurhús, 785 Öræfi

Adventure Hotel Hof er þriggja stjörnu hótel við rætur Öræfajökuls. Framundan breiðir Skeiðarársandur úr sér, þjóðgarðurinn í Skaftafelli er örskammt frá og austur undan er stutt í töfraheim Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og að friðlandi fugla í Ingólfshöfða. Hótelið er því kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og góðs nætursvefns á vingjarnlegum stað.

  • Veitingastaður
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Morgunmatur opinn 08:00 – 9:30 alla daga
  • Kvöldmatur opinn 18:00-20:00 á völdum dögum. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar.
  • Happy hour á flöskubjór og húsvíni 17:30 – 18:30

Hluti af Adventure Hotels.

Gistiheimilið Stöng

Mývatnssveit, 660 Mývatn

Gistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land. Þaðan er falleg gönguleið á Sandfell auk þess sem það vel staðsett til skoðunarferða í helstu náttúruperlur Þingeyjarsýslu og Mývatnssveitar. Veitingasalur með vínveitingaleyfi  þar sem hægt er að fá allt frá morgunverði til þriggja rétta máltíða. Aðgangur er að  heitum pottum.

Sveitasetrið Hofsstöðum

Skagafjörður, 551 Sauðárkrókur

Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar.
Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi.

Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.
Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1.

Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

Árnanes

Árnanes, 781 Höfn í Hornafirði

Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.

Hótel Búrfell

Mýrdalur, 871 Vík
Hótel Búrfell er fjölskyldurekið hótel, staðsett á Suðurlandi, 14 km vestan við Vík. Hótelið er á rólegum og hljóðlátum stað. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Það er frítt þráðlaust net í allri byggingunni. Herbergin eru rúmgóð og hugguleg, með sér baðherbergi. Í hverju herbergi má finna sjónvarp, hárblásara og hraðsuðuketil með te/kaffi bakka. Fyrir bókanir og/eða fyrirspurnir sendið póst á info@hotelburfell.is. Við tökum vel á móti þér!

Giljur Gistihús

Giljum, 871 Vík

Gisting í nýuppgerðu sérhúsi á bóndabæ með búrekstri í Mýrdal, við þjóðveg 1, hlýlegri sveit í dalhvilft upp frá ströndinni undir rótum Mýrdalsjökuls, á mörkum Suðaustur- og Suðurlands. Mýrdalur er í nýstofnuðum Kötlu jarðvangi (Katla Geopark). Hér bjóðast ótal tækifæri til útivistar, gönguferða og fuglaskoðunar og stutt er í ýmsar kunnar náttúruperlur

Kálfafellstaður gistiheimili

Kálfafellstaður, 781 Höfn í Hornafirði

Kálfafellsstaður er kirkjustaður í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Kirkja hefur verið á Kálfafellstað í margar aldir. Þar var torfkirkja til ársins 1885 en þá var reist timburkirkja sem eyðilagðist algjörlega nokkru seinna í miklu fárviðri 7. janúar 1886, svonefndum Knútsbyl.

Líkneski af Ólafi helga, hinum forna dýrlingi staðarins er eini hluturinn sem fannst heill eftir að kirkjan fauk. Það er nú varðveitt á Þjóðminjasafni. Aðrar sögur segja að völvan hafi verið í ætt við Ólaf helga og hafi Núna er steypt kirkja á Kálfafellsstað en hún var reist 1926-27.

Þeir sem hyggjast dvelja lengur ein eina nótt hjá okkur eru beðnir að hafa samband við okkur varðandi verð.

Gistihúsið Syðra-Skörðugil

Syðra-Skörðugil, 560 Varmahlíð

Vorið 2015 var Gistiheimilið "Ömmubær" gert upp.

Í húsinu eru 5 svefnherbergi , 2 baðherbergi , sameiginlegt eldhús og stofa.

Við húsið er glæsileg verönd með garðhúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.

Húsið rúmar 14 manns í gistingu í uppábúnum rúmum, morgunverður er innifalinn í verði ásamt öllum sköttum.

Samkvæmt ummælum gesta á booking.com eru þeir afar ánægðir með gistinguna. Gistihúsið hefur hlotið 9,0 í einkunn af 10 mögulegum sem telst mjög gott og flokkast undir excellent !

Það geta allir látið fara vel um sig í Ömmubæ.

Gistihúsið Narfastöðum

Reykjadalur, 641 Húsavík

Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar.

Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi.

Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.

Brunnhóll

Mýrar, 781 Höfn í Hornafirði

Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum. 

Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.

Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja.  Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn.

Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni.  Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu.

Víðsýnt er úr veitingasalnum.  Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti.  Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga.

Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú.  Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu.  Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni.  Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna.

Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót. 

Hunkubakkar

Síða, 881 Kirkjubæjarklaustur

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.

Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.

Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.

Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.  

Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.

Smellið hér til að bóka gistingu 

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Stóra-Sandfell 3, Skriðdalur, 701 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.

Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.

Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Gistiheimilið Kiðagil

Barnaskóla Bárðdæla, 645 Fosshóll

Opið fyrir veisluhöld allt árið. Uppbúin rúm og svefnpokagisting í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði er staðsett í miðjum Bárðardal vestan Skjálfandafljóts um 23 km frá þjóðvegi 1 eða um það bil 20 kílómetrum eftir að komið er niður af Sprengisandi.

Fallegir fossar eins og Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfossar eru í nágrenninu.

Tjaldsvæði á friðsælum og rólegum stað. Salernis- og sturtuaðstaða ásamt aðgangi að rafmagni. Fótboltamörk og leikvöllur á staðnum.

Fín aðstaða fyrir ættarmót.

Litla-Hof

Öræfi, 785 Öræfi

Herbergi með sameiginlegu baðherbergi í húsi ábúenda og í litlu sérhúsi á bóndabænum Litla-Hofi í sveitinni Öræfum á Suðaustur-Íslandi, skammt frá þjóðgarðinum Skaftafelli. Hentugur dvalarstaður fyrir þá sem ætla að gefa sér góðan tíma til að skoða Skaftafell og nágrenni og stórbrotna náttúru jökla og svartra sanda undir rótum Vatnajökuls allt austur að Jökulsárlóni. Opið frá 1. mars til 30. nóvember. 

Gemlufall guesthouse

Gemlufall, 471 Þingeyri

Gemlufall 

Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir. 

Rými er fyrir 14 -16 manns.  

Íbúð 1 - 6 manns. 

Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2  

Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  

Stóru-Laugar

Reykjadal, 650 Laugar

Á Stórulaugum er gisting í nýuppgerðu og glæsilegu steinhúsi, en bærinn er um 1 km frá framhaldsskólanum á Laugum og því vel staðsett á milli Akureyrar og Mývatns. Fljótlegt er að skreppa í báðar áttir en á Akureyri má m.a. njóta dagsins á glæsilegum golfvelli Akureyringa (61 km) eða skreppa í hvalaskoðunarferð til Húsavíkur (40 km) og svo eru töfrar Mývatns nánast handan við hornið (30 km).
Svo er að sjálfsögðu verslun og sundlaug að Laugum í aðeins um 1 km fjarlægð.

Herbergin á Stórulaugum eru björt og rúmgóð; Sjö þeirra með sér baðherbergi (tvö 3ja og fimm 2ja manna) en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum (eitt 3ja manna, eitt eins manns og tvö 2ja manna). 

Frá bænum er alveg einstakt útsýni og á verönd fyrir framan húsið er stór heitur pottur. 

Bærinn stendur við veg nr. 846 (keyrt að framhaldsskólanum en síðan er beygt til vinstri).

Sóti Lodge

Sólgarðar, 570 Fljót

Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga.

Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik.

Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa.

Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta. 

Ásólfsskáli

V-Eyjafjöllum, 861 Hvolsvöllur

Um er að ræa tvo fimm manna, 45 m2 sumarbústaðir á fallegum stað undir Eyjafjöllum.  Tvö svefnherbergi (hjónaherbergi og kojuherbergi), einnig svefnloft með dýnum.  Heitir pottar og gasgrill við hvort hús.
Merktar gönguleiðir um Ásólfsskálaheiði upp undir Eyjafjallajökul, frábært útsýni, sérstök gil og gljúfur. 

Hestaleiga á næsta bæ.     

Stutt frá hinum þekktu stöðum Þórsmörk,  Seljalandsfossi, Skógum, Dyrhólaey og Mýrdalsjökli. Stutt í Landeyjahöfn.   
Vinsæll staður fuglaskoðara. 

Opnunartími: Opið allt árið.

Fjarlægð frá Hvolsvelli: 35 km 

Fjarlægð frá Reykjavík: 133 km
Annað: Opinn landbúnaður að Ásólfsskála, hægt að koma til að skoða landbúnaðinn og umhverfið með leiðsögn.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Finnið okkur á Facebook hér .

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina. 

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Sportferðir ehf.

Ytri-Vík / Kálfsskinn, 621 Dalvík

Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði. 
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.

Nýlenda

Nýlenda, 861 Hvolsvöllur
Nýlenda er klassískur íslenskur sveitabær frá 1953 sem féll í eyði fyrir áratugum, en hefur nú verið gerður upp og breytt í fyrsta flokks gistingu með einstökum sveita blæ. Staðsetningin fyrir miðju Suðurlandi er fullkomin fyrir ferðamenn, stutt í alla helstu staði en um leið ró og næði eins og best gerist til sveita. Í húsinu er gistirými fyrir fjóra fullorðna og hægt að bæta við barnarúmi. Einnig er fullbúið eldhús og setustofa. Frá Nýlendu er stórkostlegt útsýni að Eyjafjöllum, Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.

Smyrlabjörg sveitahótel

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Smyrlabjörg er sveitahótel með 68 björtum og vel útbúnum tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sérbaði í flokki IV. Ágætis aðstaða er fyrir fatlaða. Hárþurrkur, sjónvarp og þráðlaust net er í öllum herbergjum.

Veitingastaðurinn er alla jafn opin allt árið. Á matseðlinum er að finna fjölbreytta og fjölskylduvæna rétti.

Í nágrenninu eru margar af fallegustu náttúruperlum landsins. Mikið af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu allt í kring.

Grímstunga I

Fjallahreppur, 660 Mývatn

Grímstunga er bændagisting í Fjallahreppi. Við bjóðum upp á gistingu í 2-3 húsum þar sem herbergi eru ýmist með vaski eða ekki. Við bjóðum upp á hefðbundna gistingu sem og svefnpokapláss.

Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun

Helluhraun 15, 660 Mývatn

Eldá, Gistiheimili Mývatni. Ert þú á leiðinni til Mývatns þá bjóðum upp á góða gistingu og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði. Við erum staðsett miðsvæðis í Reykjahlíð, í göngufæri við alla helstu þjónustu.

Gistiheimilið Pétursborg

Akureyri, 604 Akureyri

Gistiheimilið Pétursborg er við Eyjafjörð, 5 km frá Akureyri. Þar er boðið upp á eins til fjögurra manna herbergi, með eða án sér baðherbergis, morgunverðarhlaðborð, eða eldunaraðstöðuna sem er líka í boði. 


Fallegt útsýni, í sveit. Þráðlaust internet í öllum herbergjum og heittur pottur í garðinum.

  Haust og vetur 2020 Sumar 2020
1x1 án baðs 8.500 10.500
1x2 án baðs 12.000 15.000
1x3 án baðs 15.900 19.500
1x4 án baðs 18.600 24.800
1x1 með baði 12.000 15.000
1x2 með baði 15.000 18.500
Morgunverður Innifalinn Innifalinn

 

Barnavagga: ókeypis

Auka rúm fyrir börn yngir en 12 ára í herbergi með foreldrum: 3.00 pr nótt, morgunverður innifalinn.

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Ferðaþjónustan Kirkjuból

Kirkjuból við Steingrímsfjörð, við veg nr. 68 / road nr. 68, 510 Hólmavík

Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ferðaþjónustan Ekru

Ekra, 701 Egilsstaðir

Að Ekru eru 2 sumarhús, reist 2005. Í báðum húsum eru með svefnaðstöðu fyrir 5, í tveimur svefnherbergju, öðru með tvíbreiðu rúmi en hinu með tvíbreiðu rúmi og koju.  Þá er stofa með sófum, sjónvarpi og dvd spilara, eldhús með góðri aðstöðu og baðherbergi með sturtu.
Sængur fylgja með, hægt er að leigja sængurver og handklæði. Gasgrill er á veröndinni.
Í næsta nágrenni fellur Lagarfljót við túnfótinn og  Eiríkavatn og fleiri vötn eru kippkorn handan vegarins. Krókavatn er þekkt fyrir væna urriða, allt upp í 10 pund, og eru veiðileyfin seld í aðalhúsinu.
Einungis 30 km. eru til Egilsstaðar og skammt til hins fornfræga skólaseturs að Eiðum. Á Galtastöðum fram er gamall torfbær, sem er í umsjá Þjóðminjasafnsins og opinn gestum.
Gönguferð í Stórurð er ógleymanleg upplifun og hægt að fara dagsferðir niður á nærliggjandi firði sem búa hver að sínum sérkennum og töfrum.
Nánari upplýsingar er að finna á sumarhusekru.blogspot.com

 

Fosshótel Hellnar

Hellnum, 356 Snæfellsbær

Fosshótel Hellnar er sveitahótel eins og þau gerast best. Hótelið er staðsett við rætur Snæfellsjökul en Þess má geta að Snæfellsjökull er sagður einn af 7 stærstu orkustöðvum jarðar. Svæðið í kringum Hellnar er algjör náttúruparadís og er hótelið því tilvalin upphafsstaður fyrir þá sem vilja fara í hina ýmsu leiðangra um jökulinn eða nesið. Í nokkurra kílómetra frjarlægð má finna perlur eins og Djúpalónssand, Dritvík, Arnarstapa og Snæfellsnesþjóðgarðinn. Að auki má oft á tíðum sjá háhyrninga synda undan ströndum svæðisins.

  • 39 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Veitingastaður og bar
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Fjölbreyttar gönguleiðir í kring
  • Hleðslustöð

Hlut af Íslandshotel

Skálafell gistiheimili

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimili í stórbrotnu umhverfi undir suðurrótum Vatnajökuls, skammt frá Heinabergsjökli, nær miðja vegu á milli Jökulsárlóns og útvegsbæjarins Hafnar í Hornafirði á Suðaustur-Íslandi. Einstakt landslag, mótað af skriðjöklum og ólgandi jökulám, og suðri sér til sjávar þar sem úthafsaldan fellur á svarta sandströnd. Merktar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði.

Dalshöfði Giastiheimili

Dalshöfði, 880 Kirkjubæjarklaustur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Steinsholt ferðaþjónusta

Steinsholt 2, 801 Selfoss

Ferðaþjónustan Steinsholti bíður uppá gistingu og langar og stuttar hestaferðir. Steinsholt er staðsett við hálendisbrúnina í fallegu umhverfi þar sem fólk dvelur á friðsælu svæði uppí sveit. Héðan eru farnar langar og stuttar hestaferðir, í lengri ferðunum er meðal annars farið í Landmannalaugar, styttri hestaferðir erum farnar í nágrenni staðarins þar sem eru margar skemmtilegar leiðir í fallegu umhverfi. Við höfum rekið hestaferðir í 25 ár.

Gistingin er bændagisting með átta herbergjum þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, heitur pottur er á staðnum og margar skemmtilegar gönguleiðir er á svæðinu. Ef fólk vill dvelja í Íslenskri sveit þá er Steinsholt kjörinn staður til þess.

Sólheimahjáleiga

Mýrdal, 871 Vík

Sólheimahjáleiga er sveitabær sem býður upp á notalega gistingu allt árið. Lögð er áhersla á að gestir geti upplifað daglegt líf í sveitinni og fái persónulega þjónustu. Gestgjafar hafa áratuga reynslu af því að þjónusta ferðamenn.
Í nálægð við bæinn eru margir vinsælir ferðamannastaðir eins og t.d. Vík í Mýrdal, Reynisfjara, Dyrhólaey, Sólheimajökull og Skógar. Einnig er hægt að fara í dagsferðir t.d. í Skaftafell og Jökulsárlón, til Vestmannaeyja eða í Þórsmörk.
Ýmiskonar afþreying  er í boði í nágrenninu, t.d. Byggðasafnið í Skógum, jeppa- og sleðaferðir og hestaleigur.
Boðið er upp á gistingu án baðs í 7 herbergjum í gömlu íbúðarhúsi, þar eru 2 baðherbergi, eldunaraðstaða og setustofa. Einnig bjóðum við uppá 2 fjölskylduherbergi í sama húsi.  Þá eru 11 herbergi í nýlegu gistihúsi öll með sér baðherbergi.
Morgunverður í boði og einnig máltíðir ef bókað er með fyrirvara.

Ferðaþjónustan Glæsibær

Skagafjörður, 551 Sauðárkrókur

Í húsinu er tvö tveggja manna herbergi og 2 eins manns með sameiginlegu baðherbergi. Vel búið eldhús og rúmgóð borðstofa. Verönd með heitum potti og grilli. Frítt þráðlaust netsamband er í öllu húsinu.

Morgunverður í boði ef óskað er. Matsölu- og veitingastaðir í bænum Sauðárkróki (9 km) og t.d. á Hótel Varmahlíð (18 km) og á Hofsstöðum í Viðvíkursveit (26 km). Matvöruverslanir eru á Sauðárkróki.

Nýpugarðar

Nýpugarðar, 781 Höfn í Hornafirði

Nýpugarðar er gistiheimili á Suðausturlandi sem býður upp á ódýra gistingu þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu. Við bjóðum uppá níu hefbergi með sérbaði, tvö með sameiginlegu baði auk tveggja sumarhúsa sem rúma 2-4 gesti.

Á Nýpugörðum er boðið upp á hefðbundin íslenskan mat. Nýpugarðar er staðsett upp á hól og hefur frábært útsýni yfir jökla, fjallahringinn sem Hornafjörður skartar og heillandi fjörurnar í bakrunn.

Brúnalaug Guesthouse

Brúnalaug, 601 Akureyri

Brúnalaug Guesthouse er fjölskylduvænn gististaður í Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit

Gistingin er fyrir 5-7. Í húsinu eru tvö tveggja manna herbergi (annað með kojum), eitt eins manns herbergi, svefnsófi er í stofu, tvö salerni, þar af annað með sturtu, stofa og eldhús. Við húsið er verönd með heitum potti og grilli.

Staðsetning er við þjóðveg 823, Miðbraut í Eyjafjarðarsveit. Um 14 km frá miðbæ Akureyrar, 1,5km í góða sundlaug á Hrafnagili, stutt í Jólagarðinn. Um 1 klst. akstur er í Mývatnssveit.

Ferðaþjónustan Hafursá

Sólvellir 4, 700 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.

Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.

Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.

Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .

Þjónusta
Gestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.
Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.
Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð. 

Afþreying

  • Ganga um skóginn
  • Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
  • Trjásafnið inn við gróðrarstöð
  • Hengifoss/Litlanesfoss  10 km
  • Hestaleiga 15 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
  • Óbyggðasafnið      25 km
  • Vallanes 10 km  ( móðir Jörð )
  • Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. - 
  • Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni )
  • Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km 
  • Kárahnjúkastífla 75 km.

Garður Stay Inn

Hvammsvegur, 845 Flúðir

Garður Stay Inn , heimilislegt gistiheimili sem býður upp á 4 tveggja manna herbergi með queen-size rúmum (160x200cm) og sér baðherbergi.

- Innritun er í boði frá kl. 15:00 -19:00, möguleiki er að innrita sig sjálfur eftir kl 19:00 en þá þarf að vera búið að óska eftir því fyrir fram.
- Gamla Laugin er rétt handan við hornið og er hún í boði fyrir gesti okkar meðan á dvöl stendur á auglýstum opnunartíma laugarinnar.
- Baðherbergi er í hverju herbergi.
- Fullbúið eldhús og þvottaaðstaða er í sameiginlegu rými gesta.
- Te- og kaffibar.
- Ókeypis bílastæði.
- Sjónvarp og ókeypis háhraða Wi-Fi í hverju herbergi.
- Herbergin henta fyrir fjölskyldur, ef látið er vita fyrir fram geta verið allt að 4 í hverju
herbergi.
- Reyklaus herbergi.

Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar. 


Skipalækur

Fellahreppur, 701 Egilsstaðir

Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.

GISTING Í HERBERGJUM

Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.
FLOKKUR I
Herbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- og
eldunaraðstaða með 6-10 manns
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.
FLOKKUR II
Fjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
FLOKKUR III
Herbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjum
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin

Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.

SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.

Klambrasel / Langavatn

Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Suður-Bár

Suður-Bár, 350 Grundarfjörður

Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði.

Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.

Hótel Vatnsholt

Vatnsholt 1-2, 803 Selfoss

Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík. 

Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið. 

Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.



Fljótsbakki sveitahótel

Fljótsbakki, 641 Húsavík

Fljótsbakki er fullkomlega staðsett á milli Akureyrar, Mývatnssveitar og Húsavíkur í töfrandi umhverfi fjalla, vatna og dýra.  
Það er stutt til allra átta og margt að sjá og geri í nágrenninu.

Fljótsbakki er fjölskylduvænt þar sem börnin geta notið sín í öruggu umhverfi. 

í boði eru 12 ný tveggja manna herbergi, árið 2016 var allt tekið í gegn og ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi áður verið fjós. 
Veitingastaðurinn er opinn frá júní til september þar sem hægt er að fá heimagerðan mat í hádeginu og kvöldin. Reynt er eftir fremsta megni að vinna með mat úr sveitinni og að hann sé sem ferskastur.

    

Gistihúsið á Bessastöðum

Bessastaðir, 531 Hvammstangi

Gistihúsið er í nýlega endurgerðu húsi sem byggt var árið 1937. Hér er mjög friðsælt og auðvelt að hlaða batteríin. Garðurinn við húsið er stór og mikið fuglalíf þar, sem og á landareigninni allri. Húsið er nálægt sjónum, þó þarf að labba dálitlar brekkur til að komast að honum. Að stoppa við í fjörunni og hlusta á náttúruna jafnast á við margra tíma hugleiðslu. Mikið er um æðarfugl og aðra sjófugla og ef maður er heppinn hittir maður sel í fjörunni og jafnvel tófu og þeir heppnustu geta séð hval úti á firðinum.

Verið velkomin að kíkja til okkar og bóka gistingu í dag eða meira. Margir sem bóka hjá okkur skrifa í gestabókina að þeir vildu óska að þeir hefðu bókað fleiri en eina nótt. Á heimasíðunni má finna frekari upplýsingar um gistihúsið, eins getið þið fræðst um hrossaræktina okkar og kúabúskapinn.

Gestum er velkomið að hafa með sér hund, ef hann er vel húsvanur og hafður í bandi úti. Hundar eru algerlega á ábyrgð gestanna sem koma með þá.​ Hér eru bæði hross, kýr og kálfar auk heimilishundsins þannig að ókunnir hundar sem ekki þekkja til geta gert usla.

Eins geta gestir komið með reiðhestana sína með sér og við útvegað þeim beitarhólf fyrir þá. Hér í Húnavatnssýslum eru frábærar reiðleiðir.

Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Síreksstaðir, 690 Vopnafjörður

Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum.

Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi.   Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina. 

Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september,  frá kl. 18 til 21.

Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og  njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa  kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa.

Afþreying:

Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi.

Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km.  Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn.

Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is 

Skammidalur Gistiheimili

Skammidalur 2, 871 Vík

Skammidalur Gistiheimili.

Býður upp á gistirými í aðeins 7 km fjarlægð frá Vík en allt í kring er órofið landslag Suðurlands. Gistiheimilið er með útsýni yfir Reynisdranga, Reynisfjall og Dyrhólaey.

Herbergin eru með viðargólf, lítið setusvæði, hárþurrku og vask. Gestir eru með aðgang að sameiginlegu eldhúsi og 2 sameiginlegum baðherbergjum. Ókeypis Wi-Fi Internet er í boði.

Gestir geta notið útsýnis yfir garðinn, fjöllin og sjóinn frá herbergjunum og veröndinni á Skammidalur Gistiheimili.

Hótel Eyvindará

Eyvindará 2, 700 Egilsstaðir

Hótel Eyvindará er staðsett í friðsælu og trjágrónu umhverfi skammt utan Egilsstaða (2.5 km.) Hótelið er að finna við þjóðveg nr. 94, norðan við afleggjarann til Seyðisfjarðar. Það er vel í sveit sett og kjörin bækistöð fyrir áhugaverðar dagsferðir um allan fjórðunginn.

Í boði eru 28 tveggja manna herbergi með baði og glæsilegu útsýni, 7 smáhýsi með baði.

Í aðalhúsinu er sólpallur fyrir gesti, 2 heitir pottar og þvottaaðstaða(kostar aukalega). Þá bjóðum við upp á setustofu með fallegu útsýni yfir hérað sem menn geta horft á sjónvarp og fengið sér drykki.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Gæludýr eru ekki leyfð. Matur eingöngu í boði fyrir hópa yfir 15 manns of þarf að bóka fyrirfram.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Gæludýr eru ekki leyfð. 

Gistiheimilið Grásteinn

Holt, 681 Þórshöfn

Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti. 

Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum. 

Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.

Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.  

Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.

Álfheimar Sveitahótel

Borgarfirði eystra, 720 Borgarfjörður eystri

Í Álfheimum eru í boði 32 tveggja manna herbergi, hvert um sig með baði, og veitingar með áherslu á hráefni úr héraði. Gistiheimilið er vel í sveit sett til gönguferða og unnt að bjóða eins til sex daga göngur í fylgd heimavanra leiðsögumanna. Hafnarhólmi í næsta nágrenni er kjörinn til fuglaskoðunar og Borgarfjörður ævintýraland til náttúruskoðunar og útivistar.

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Dyrhólaey Riding Tours

Suður-Hvoll, 871 Vík

Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.

Gistiheimilið Lambastöðum

Lambastaðir, 803 Selfoss

Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna. 

Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.

Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.

Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.

Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.

Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.

Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.

Bændagistingin Hofsstöðum

Hofsstaðir, 551 Sauðárkrókur

Sveitasetrið Hofsstöðum býður upp á 3 glæsileg 20 fm herbergi með baði í formi bændagistingar á Hofsstöðum, aðeins 850 metrum frá Sveitasetrinu.

Morgunmatur er innifalinn á Sveitasetrinu Hofsstöðum. 

Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.

Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1.

Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. www.visitskagafjordur.is 

Saurbær

Saurbær v / Vindheimamela, 560 Varmahlíð

Hálendismiðstöðin Hrauneyjar

Sprengisandur F26, 851 Hella

Hálendið, nær en þú heldur.  

Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar.

Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn. 

Eystri Sólheimar

Mýrdalur, 871 Vík

Við bjóðum upp á:
stór herbergi með vask
auka rúm
morgunverður (hlaðborð)
sólpallur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Kirkjuból í Bjarnardal

Kirkjuból, Bjarnardalur, 425 Flateyri

Kirkjuból í Bjarnardal er hlýlegt fjölskyldurekið gistiheimili á sveitarbæ í faðmi fagurra fjalla við Önundarfjörð, einn af vestfirsku fjörðunum, aðeins 15 mín. akstur frá höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði.

Á Kirkjubóli í Bjarnardal höfum við tekið á móti gestum frá árinu 2004 og leggjum við metnað okkar í að bjóða upp á góða gistingu í fallegu umhverfi. Yfir sumarið skiptumst við á að taka á móti gestum, ásamt góðu aðstoðarfólki. Sumarið 2020 verður Rúna húsfreyja hjá okkur.

Þegar komið er til Vestfjarða eru nær endalausir möguleikar á því að upplifa sífellt eitthvað nýtt. Þegar dvalið er á Kirkjubóli er auðvelt að fara þaðan í dagsferðir um Vestfirði og koma aftur að kvöldi. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem hugurinn er við söguna, náttúruskoðun, gönguferðir eða þá bara að slappa af í notalegu umhverfi. Kirkjuból í Bjarnardal er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi. 

Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og án. Morgunverður og eldunaraðstaða er í boði fyrir gesti.

Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti eða síma vegna verðlista og bókana.

Sumarhúsin Fögruvík

Hörgársveit, 601 Akureyri

Vinaleg og hlýleg hús með frábærri staðsetningu gerir Sumarhúsin Fögruvík að vinsælum kosti þegar leitað er gistingar á Akureyri.

Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi, fjarri ys og þys bæjarlífsins, en samt  stutt í það helsta sem Akureyri hefur upp á að bjóða.

Sumarhúsin Fögruvík eru vel staðsett við sjóinn með frábærri fjallasýn og útsýni yfir Eyjafjörð. Fyrir útivistarfólk er hvergi betra að vera.

Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgata 120, 735 Eskifjörður

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.

Öll húsin eru með aðgangi að interneti. 

Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu. 

http://www.mjoeyri.is

Hali

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Hali í Suðursveit er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 - 1974). Hali er aðeins um 13 km austan Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, miðja vegu milli Hafnar í Hornafirði og Skaftafells. Um 70 km eru til Hafnar og um 73 km í Skaftafell.

Á Hala er rekið gistiheimili þar sem boðið er upp á þægilega gistingu á sanngjörnu verði í 35 tveggja og þriggja manna herbergjum í tveimur húsum. Einnig eru í boði tvær 2ja herbergja lúxusíbúðir í sérhúsi. Lokað er í desember og janúar. 

Þórbergssetur á Hala er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Þar eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er veitingahús með vínveitingaleyfi og sætum fyrir 100 manns. Veitingahúsið er opið  frá 8:00 - 21:00. Lokað er í desember og janúar nema fyrir sérpantanir

Á Hala er kjörið fyrir hópa að dvelja, njóta útiveru, fræðslu og skemmtunar. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, sagan bíður við hvert fótmál. Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um fjallendi Suðursveitar.

Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ

Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss

Hestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.

Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.

Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.

Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn. 

Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.

Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Country Hótel Anna - Moldnúpur

Moldnúpur, 861 Hvolsvöllur

Country hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu. 

Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns. 

Matseðill fyrir litla og stærri hópa.

Forsæti 3

Forsæti 3, 861 Hvolsvöllur

Húsið er í Vestur Landeyjum, nálægt Hvolsvelli. Íbúðin er 120 fm og tekur 5 manns. Rólegur og dásamlegur staður til að slaka á. 

3 svefnherbergi, rúmgóð og opin stofa og eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottavél. 60 fm verönd fyrir utan með húsgögnum. Eldhúsið er fullbúið með uppþvottavél, ísskáp, eldavél, ofn, örbylgjuofn, kaffivél, katli og brauðrist. Hnífapör fyrir 5 manns. 

GlacierWorld

Hoffell 2b, 781 Höfn í Hornafirði

Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi.

Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.

Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.

Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.

Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.

Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.

Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.

Háafell Lodge

Háafell, 371 Búðardalur

Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél. 

Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn. 

Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 

Gistiheimilið Stekkatún

Skálafell 2, 781 Höfn í Hornafirði

Lítið og hlýlegt 5 herbergja gistiheimili undir suðurrótum Vatnajökuls, skammt frá Heinabergsjökli, nær miðja vegu á milli Jökulsárlóns og þéttbýlisins í Höfn á Hornafirði á Suðaustur-Íslandi. Hrífandi landslag, mótað af jökli og jökulfljótum, Merktar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði. Auðugt fuglalíf. 

Keldudalur

Hegranesi, 551 Sauðárkrókur

Í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði eru leigð út 2 fullbúin sumararhús, Leifshús og Gestahús. Í Keldudal er rekið stórt kúabú, á bænum eru auk þess kindur, geitur, hross, íslenskar hænur og íslenskir fjárhundar. Gestgjafar eru Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson.

Minna Knarrarnes

Minna Knarrarnes, 190 Vogar

65fm einsherbergis íbúð.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Stóra-Giljá

Ásar, 541 Blönduós

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Rauðaskriða

Rauðaskriða, Aðaldalur, 641 Húsavík

Hótel Rauðaskriða er vinalegt, fjölskyldurekið sveitahótel við veg 85 á milli Húsavíkur og Akureyrar. Hótelið er mjög vel staðsett fyrir dagsferðir á áhugaverða staði á Norðurlandi, svo sem Akureyri, Húsavík, Goðafoss, Mývatn, Dimmuborgir, Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta og Aldeyjarfoss. Afþreying í nágrenni okkar er t.d. Hvalaskoðun frá Húsavík, Jarðböðin við Mývatn, Geosea sjóböðin á Húsavík, hestaleigur, hjólaleigur, veiði í vötnum og ám og margt fleira.

Við erum umhverfisvottað hótel (Norræni Svanurinn) og bjóðum upp á 37 herbergi með baði og morgunverði. Á öllum herbergjum er gervihnattasnjónvarp, ótakmarkað internet, hárþurrka og te- og kaffisett. Við hótelið eru einnig heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir ferðalag dagsins.

Þinghúsið Hraunbær

Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Lambalækur

Við Langá, 311 Borgarnes

Lambalækur - hús byggt sem íbúðarhús að Galtarholti Borgarbyggð árið 1894. Nú nefnt Lambalækur. Flutt í nágrenni Ensku húsanna og endurgert í upprunalegt horf samkvæmt ströngustu kröfum Húsafriðunnar Ríkisins árið 2004.

Á neðri hæð hússins er forstofa, gangur, eldhús, stofa, þvottahús og geymsla, eitt tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna herbergi með sér snyrtingu.
Á efri hæð er eitt þriggja manna og tvö tveggja mannaherbergi með sameiginlegri snyrtingu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Öndólfsstaðir - Bed & breakfast

Öndólfsstaðir , 650 Laugar

Velkomin í sveitasæluna á Öndólfsstöðum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. 

Við bjóðum upp á fjögur tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Frítt wifi og morgunmatur innifalinn. Hægt er að bæta við auka rúmi og/ eða barnarúmi í tveimur herbergjum. 12 ára og yngri gista frítt í herbergi með foreldrum.

Nestispakkar og þvottaþjónusta gegn vægu gjaldi.

Hótel Breiðavík við Látrabjarg

Látrabjarg, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Dilksnes

Dilksnes, 781 Höfn í Hornafirði

Í Dilksnesi er boðið upp á gistingu í lítilli íbúð. Í íbúðinni eru tvö herbergi með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og baðherbergi. Um er að ræða eitt þriggja manna herbergi með þremur rúmum og eitt fjögurra manna herbergi með tveimur rúmum og góðri koju. 

ATHUGIÐ, ekki er boðið upp á morgunverð. 

Hótel Kríunes - Hótelið við Elliðavatn

Við Vatnsenda, 203 Kópavogur

Hótel Kríunes er afslappandi, vinalegt hótel með heimilislegu andrúmslofti og einstöku útsýni yfir Bláfjöll og Elliðavatnið. 

Hótel Kríunes er kjörinn kostur fyrir gesti sem eru að leita að friðsælum og rólegum stað úr ys og þys borgarinnar. Hótelið er eitt best geymda leyndarmál höfuðborgarsvæðisins, þar sem hægt er njóta bæði borgar- og sveitarinnar á einum stað. 

Hótel Kríunes er staðsett í Kópavogi, í aðeins 15 mínútur frá miðbæ
Reykjavíkur.   

Bjarg Borgarnes

Bjarg, 310 Borgarnes

Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.

Einishús

Einarsstaðir 2, 641 Húsavík

Glæsileg gistiaðstaða í fullbúnum heilsárshúsum, heitur pottur og grill með hverju húsi. Loka þrif innifalin.

Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágrenni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík.

Stærri húsin eru tvö: eins uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu, einnig hárþurrku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur.

Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurrku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélar helluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.

Hótel Hafnarfjall

Hafnarfjall 2, 311 Borgarnes

Hótel Hafnarfjall er sveitahótel með 16 herbergjum og 5 bústöðum. Öll herbergi hafa þráðlaust netsamband.  

Hótelið er staðsett undir Hafnarfjalli sunnan Borgarfjarðarbrúar andspænis Borgarnesi, rétt um 70 km. frá Reykjavík.

Kyrrð, rólegheit og náttúrufegurð skipa öndvegi hjá Hótel Hafnarfjalli.

Gistihúsið Steindórsstöðum

Steindórsstaðir, 320 Reykholt í Borgarfirði

Gisting í eldra íbúðarhúsi á bænum sem var endurbyggt 2010 áður en gistihúsið opnaði. Gestgjafar eru Guðfinna og Þórarinn. Við höfum búið hér síðan 1988. Bjuggum með kýr lengst af en erum nú skógarbændur og eigum um 50 kindur, 4 hesta, 2 hunda og 1 kött. Rekja má búskap sömu ættar hér til 17 aldar. 

Stóra-Vatnshorn

Stóra-Vatnshorn, 371 Búðardalur

Vorsabær 2

Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss

Hestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.

Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.

Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.

Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.

Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.

Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.

Gistiheimilið Brekka

Aðaldalur, 641 Húsavík

Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.

Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar.

Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Stekkjardalur

Stekkjardalur, 541 Blönduós

140 fm. velbúið hús sem leigist í einu lagi. Svefnpokapláss með stuttum fyrirvar ef húsið er ekki í annarri leigu. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Rauðuskriður gisting í sveitasælunni

Rauðuskriður, 861 Hvolsvöllur

Rauðuskriður er hefðbundinn sveitabær sem er staðsettur í Fljótshlíð á suðurlandi, í c.a. 20 mínútna fjarlægð frá Hvolsvelli Í dag er bærinn heimili Þorsteins Guðjónssonar og Ingveldar Guðnýjar Sveinsdóttur og yngri barna þeirra.

Á Rauðuskriðum var mjólkurframleiðsla til ársins 1999 en eftir það höfum við aðallega alið kindur. Við erum þó einnig með nokkra hesta, kýr, tvo hunda og einn kött. Húsin sem hér hafa verið reist eru íbúðurhúsið sem við búum í og fjögur smahýsi sem eru um 30 metra frá íbúðarhúsinu. Hvert smáhýsi er búið öllum helstu nauðsynjum og búnaði til góðrar dvalar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma. Þ.m.t. fullbúið baðherbergi með sturtu, eldunaraðsöðu og helstu eldhúsáhöld og borðbúnaður,  uppbúnu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum ásamt handklæðum.

Á svæðinu er ýmislegt við að vera og til að gera dvölina ánægjulegri s.s heitur pottur, gasgrill, útihúsgögn, leiktæki fyrir börnin, snertingin við sveitina og dýrin, margar skemmtilegar lengri og styttri gönguleiðir og svo auðvitað Stóra Dímon. Friðsældin og náttúrufegurðin er einstök á Markarfljótsaurunum. Einnig er boðið uppá samkomutjald og tjaldsvæði fyrir stærri eða minni fjölskyldu eða vinahópa.

Við vonumst til að hitta sem flesta landa okkar á komandi árum.

Nálægar náttúruperlur: Seljalandsfoss, Þórsmörk, Vestmannaeyjar og allir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.

Í nágrenninu er fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða uppá margvíslega afþreyingu s.s fjórhjól, hestaleigur, jöklaferðir, snjósleðaferðir og fleira.

Finnið okkur á Facebook hér.

Farmer´s Guest House

Meiri-Tunga 1, 851 Hella

Verið velkomin til Farmer‘s Guest House.  Við höfum að bjóða nýlega uppgert hús þar sem allt að 8 manns geta gist.  Einnig höfum við þrjú smáhýsi 40 fm.  Í hverju smáhýsi geta allt að 4 gestir gist. 

Ljósleiðari er tengdur öllum húsum þannig að þar er frítt háhraða WIFI.  Einnig vísum við á heimasíðu okkar www.meiritunga.is til að kanna framboð og þar er einnig hægt að panta gistingu.

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

Hótel Gullfoss

Brattholt, 806 Selfoss

Hótel Gullfoss er staðsett á þjóðveg 35 í þægilegri fjarlægð frá Reykjavik. Hvort sem þú vilt heimsækja Gullfoss eða Geysi eða fara yfir kjöl þá er Hótel Gullfoss ákjósanlegur áningastaður fyrir þig.

Hótelið er staðsett á bænum Brattholti og bíður upp á vinalegt viðmót, góðan mat og afslappað andrúmsloft.

Hótel Gullfoss samastendur af 35 herbergjum og rúmgóðum veitingasal. Öll herbergin eru með sér baðherbergi, hárblásara, frítt WIFI, double eða twin rúm og flatskjám. Veitingasalurinn er með frábært útsýni og stóra glugga sem snúa að Hvítá og er því útsýnið einstaklega fallegt.

Við Hótel Gullfoss liggur gamli vegurinn upp að Gullfossi og er tilvalið að labba meðfram gilinu og virða fyrir sér fallega útsýnið.

Hótel Gullfoss er aðeins í 3 km fjarlægð frá Gullfossi, 7,6 km frá Geysi og 60 km frá Þingvöllum, þetta er því tilvalinn staður til að vera á þegar ferðast er um Gullna hringinn.

Hótel Gullfoss er tilvalinn staður til að dvelja á til þess að njóta helstu ferðamannastaðinna Geysis og Gullfoss fyrir háannatímann, á kvöldin og morgnanna.

Hjarðarból Gistiheimili

Hjarðarból, Ölfusi, 816 Ölfus

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Látrabjarg

Fagrihvammur, Örlygshofn, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Sæból bændagisting

Sæból 3 - Ingjaldssandur, 425 Flateyri

Sæból 3 tilvalin áfangastaður til að stunda margskonar útivist s.s. fjallgöngur, langar sem stuttar gönguferðir eða bara til slappa af þar sem net-og símasamband er nánast ekkert. Eins ef maður vill njóta sumar sólstöðunnar um Jónsmessu þar sem sólin sést rúlla eftir haffletinum og rísa svo upp aftur við Sauðanestánna.  Á þessum tíma er 23 tíma sólargangur á Sæbóli ef veður er þannig. 

Húsið er með 4 svefnherbergjum(6 rúm, 4 twin og 2 double),stofa með svefnsófa og eldhús.

Fell Cottages

Fell, 685 Bakkafjörður

Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.
Búið er að koma upp sjósundskýli og því fullkomin ástæða til að skella sér í sjóinn í þessari fallegu fjöru. 

Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum. Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða. Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða.

Verið velkomin í gistingu að Felli.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Stay for a tree - Studio Lodge

Ásamýri 2, 801 Selfoss

Stay for a Tree - Studio Lodge býður upp á gistirými á Selfossi. Ókeypis einkabílastæði eru í boði á staðnum.

Gistrýmið er með flatskjásjónvarp. Það er einnig eldhús með örbylgjuofni, brauðrist og ísskáp. Helluborð,, kaffivél og hraðsuðuketill eru einnig í boði. Hver eining er með sérbaðherbergi með sturtu. Handklæði eru í boði.

Næsti flugvöllur er Reykjavíkurflugvöllur, 53 km frá Stay for a Tree - Studio Lodge. 

 
 

Þessum gististað er óhætt að mæla með fyrir þá sem vilja fá sem mest verðgildi á Selfossi! Gestir fá mikið fyrir peninginn í samanburði við aðra gististaði í þessari borg.

 

Við tölum þitt tungumál!