Fara í efni

Ocean Adventures

Ocean adventures bjóða upp á skemmtilegar bátsferðir frá Stykkishólmi. Báturinn er típískur íslenskur fiskibátur og henntar hann því vel í sjóstangveiði og einstaklega vel í náttúru-og fuglaskoðun því nálægðin við sjóinn og fuglana er meiri en í mörgum öðrum stærri bátum. Við leggjum metnað í að bjóða upp á persónulega og góða þjónustu fyrir alla.   Í öllum okkar ferðum er góð von á að sjá hvali.

Puffin express: Lundinn er án efa vinsælasti fuglinn við íslandsstrendur. Frá Stykkishólmi er stutt sigling í miklar lundabyggðir en eyjarnar á Breiðafirði eru eitt af aðal búsvæðum hans yfir sumartímann. Þessi ferð henntar öllum sem vilja sjá fallega náttúru og fuglalíf en aðaláherslu leggjum við á lundan.  Lengd ferðar: 1 klst. Ath. Lundatímabilið er frá maí og út ágúst. Utan þess tíma leggjum við meiri áherslu á alhliða náttúru og fuglaskoðun en hér er alltaf eithvað að sjá.

Sjóstöng: Þetta er svo sannarlega “all in one“ ferð, hér sameinast stórbrotin náttúra, fuglaskoðun og fiskveiðar. Við siglum á farsæl fiskimið og veiðum í matinn. Eftir ferðina er fiskurinn flakaður og þú hefur kost á að taka hann með heim og matreiða. Lengd ferðar: 3-4 klst.

Sérferðir: Við getum búið til ferð sérstaklega fyrir þig og þinn hóp, hvort sem það er ferð í Flatey, hvalaskoðun, norðurljósaferð, myndatökuferð, miðnæturferð, sólseturferð hvað sem þér dettur í hug þá reynum við eftir okkar fremsta megni að búa til frábæra ferð.

Bókun og frekari upplýsingar á oceanadventures.is

Hvað er í boði