Fara í efni

Lúxusferðir

82 niðurstöður

Guðmundur Jónasson ehf.

Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa.

Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að  hálendisferðum.

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:

  • dagsferðir
  • lengri ferðir
  • tjaldferðir
  • trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
  • innanbæjarskutl og margt fleira.

Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni. 

Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel) 

Kent Lárus Björnsson

Baldursgata 36, 101 Reykjavík

Kent Lárus er kanadískur að uppruna en íslenskur í báðar ættir,
stoltur Vestur-Íslendingur með íslenskt ríkisfang síðan 2008.
Hann er menntaður leiðsögumaður og hefur farið með hópa
vítt og breytt um landið síðastliðin ár.
Kent hefur margra ára reynslu í að skipuleggja hópferðir út
fyrir landsteinana, einkum til Norður Ameríku og hefur hann
farið með fjölda kóra og hópa af ýmsum stærðum og gerðum
á Íslendingaslóðir í Vesturheimi.

True Adventure

Ránarbraut 1 , 870 Vík

True Adventure svifvængjaflug

Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum. 

True Adventure Teymið

Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið. 

Lengd: Ca. 1 klst.

Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.

Aldurstakmark: 12 ára.

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.

Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is

Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.

Viking Heliskiing

Siglufjörður, 580 Siglufjörður

Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Þverá í Ólafsfirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður.

Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír.

Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar.

Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.

Activity Iceland

Koparslétta 9, 116 Reykjavík

Activity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land. 

Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.

https://activityiceland.is 

Inspiration Iceland

Knarrarberg, 601 Akureyri

Inspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög.  Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.

Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66°  North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Heli Skiing

Klængshóll, 621 Dalvík

Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandi
og bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing var
stofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku á
Tröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com). 

Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000
ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, allt
frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvað
við sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í
miðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einu
sinni á lífsleiðinni.

Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júní
með frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk og
að sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum við
skíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.
Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða með
löngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekki
lengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma á
sólarhring.


Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til að
fræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,
fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjum
okkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.

Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.

www.arcticheliskiing.com
www.bergmenn.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

VIP Travel ehf.

Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Outfitters ehf.

Hrauntunga 81, 200 Kópavogur

Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.

Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.  

Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.

Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.

Vakinn

Into the Glacier

Skútuvogur 2, 104 Reykjavík

Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Við bjóðum upp á

Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason

Verksmiðjan Hjalteyri, 604 Akureyri

Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari.

Við bjóðum upp á:
• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.
• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.
• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi
• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru;
 - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi.
 - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi.
 - Rescue diver – björgunarköfun
 - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun.

Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan Hjalteyri
Við bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Prime Tours

Smiðshöfði 7, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kraftganga

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Kraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag.  Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.

New Moments

Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes

New Moments er ferða-og afþreyingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í einstökum og menningarlegum upplifunum í íslenskri náttúru. Við þjónustum jafnt einstaklinga sem fyrirtæki sem vilja eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Við bjóðum sérsniðna og persónulega þjónustu við allskonar uppákomur s.s. leikjaprógrömm, menningargöngur, hellaævintýri, kokteilboð, tjaldveislur, árshátíðir, brúðkaup og fleira stórt og smátt.

Við hlökkum til að vinna með þér!

Bespoke Iceland

Vallarbarð 5, 220 Hafnarfjörður

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Essence of Iceland ehf.

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Thor Photography

Esjubraut 9, 300 Akranes

Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru.
Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Always Iceland

-, 203 Kópavogur

Algengir áfangastaðir: 

Ferð:

Brottför:

Lengd:

Golden Circle Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Hot Golden Circle Tour

Allt árið

8-9 klst.

South Coast and Þorsmork

Allt árið

8-9 klst.

Beautiful West and Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Reykjanes and Blue Lagoon

Allt árið

5-6 klst.

Landmannalaugar - Hekla

Allt árið

10-11 klst.

Beautiful West and Ice Cave

Allt árið

8-9 klst.

Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir.  Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn.  Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.

Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.


Luxury Adventures

Askalind 8, 201 Kópavogur

Luxury Adventures er þjónustuaðili fyrir samsettar ferðir í Norðurlöndunum.

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

Super Jeep Experience

Fururhlíð 7, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Iceland Odyssey

Kirkjuteigur 5, 105 Reykjavík

Into the Wild

Fagrabrekka 20, 200 Kópavogur

Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.

Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland

Scandinavia Travel North ehf.

Garðarsbraut 5, 640 Húsavík

Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.

Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.

Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.

Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.

Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.

Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

TripZig

Tangabryggja 15, 112 Reykjavík

TripZig er fjölskyldufyrirtæki stofnað af hjónunum Sigurði og Svanhvíti í mars 2020. Okkar aðalmarkmið er að nota okkar persónulegu reynslu og menntun í ferðaþjónustu til þess að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best. 

Eigendur hafa unnið í ferðaþjónustunni á annan áratug og hafa leitað sér menntunar á því sviði. Sigurður útskrifast sem leiðsögumaður árið 2017 frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi og Svanhvít útskrifast sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi árið 2020. Að auki hafa báðir eigendur meiraprófið. 

Í frítíma sínum eru þau bæði sjálfboðaliðar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Sigurður í björgunarsveit og hefur verið síðan 1991 og Svanhvít í Slysavarnadeild síðan 2009.

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Hópferðir

Logafold 104, 112 Reykjavík

Hópferðir ehf. var stofnað árið 1998. Bílstjórarnir okkar taka á móti hópnum þínum með bros á vör og koma þér örugglega á áfangastað. Hægt er að koma til móts við ýmsar þarfir, skipuleggja uppákomur og veita persónulega þjónustu. Litlar eða stórar rútur og allt þar á milli.

Fjölbreyttir bílar fyrir fjölbreyttar ferðir
Hvort sem þú þarft hópferðabíl fyrir hóp af leikskólabörnum eða leiðsögumann fyrir helgarferð saumaklúbbsins á Ísafjörð, getum við aðstoðað þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að setja saman skemmtilega ferð á sanngjörnu verði. Við útvegum einnig rútur með aðgengi fyrir fatlaða, í lengri eða styttri ferðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelimo Luxury Travel

Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður

Við höfum síðan 1998 þjónustað og búið til þessa þennan markað með þjonustu á yfir 400 Erlendum fyrirtækjum sem vilja einkennisklædda bílstjóra á Lúxusbílum. Þjónusta okkar er sérhæfð í viðburðar framkvæmd og fleira. Til dæmis ef einvher slasast á Íslandi þá erum við þeir sem sækja fólkið hvar á landinu sem er og komum þeim í flug eftir útskrift frá spítala.

Icebike adventures

Icebike Adventures Trail Center Reykjadalur, Hveragerði, 810 Hveragerði

Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 

Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf.
Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 

Sagaevents ehf.

Hverfisgata 39, 101 Reykjavík

Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áralanga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi. Sagaevents hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir, stórar sem smáar. Meðal verkefna eru hvata- og hópaferðir, árshátíðir, gala kvöldverðir, fyrirtækjaviðburðir, ráðstefnur, brúðkaup, tónleikar, beinar útsendingar, verðlaunaafhendingar og margt fleira. 

Sagaevents hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa einstakar upplifanir í sátt og samlyndi við umhverfið, gesti og birgja. Við höfum skapað traust tengslanet við listamenn, veitingaaðila, tæknifólk, viðburðastaði, leiðsögumenn og starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við nýtum reynslu okkar, ástríðu og sköpunarkraft til að gera drauma viðburð eða ferðalag viðskiptavina okkar að veruleika.  

Við leggjum mikið uppúr góðu samstarfi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þegar línur hafa verið lagðar útfærir Sagaevents hugmyndirnar, leggur fram kostnaðaráætlun og sér svo um framkvæmd og skipulag. Við vinnum innan þess ramma sem þú setur, en gætum þess á sama tíma að setja skapandi hugsun og skemmtilegum lausnum engin mörk. 

Þegar þú velur Sagaevents tryggir þú að þú vinnir með reynslumiklum, heiðarlegum og traustum aðilum, fullum af sköpunarkrafti með það að markmiði að gera þínar hugmyndir að veruleika. 

Sagaevents er aðili að Ráðstefnuborginni Reykjavík / Meet in Reykjavik og hvatningaverkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta auk þess að vera með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. 

no17.is Private Service / Auðun Benediktsson

Heiði, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !  

Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins. 
Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig.

Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.

Sedona ferðaþjónusta

Langamýri 39, 210 Garðabær
Boðið upp á dagsferðir frá höfuðborgarsvæðinu; t.d. Gullhringur, Suðurströnd, Reykjanes, Snæfellsnes, Borgarfjörður allt eftir óskum hvers og eins.

Pristine Iceland

Hvaleyrarbraut 24, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Activities

Mánamörk 3-5, 810 Hveragerði

Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.

Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland. 

Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.

Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:

  • Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
  • Brimbrettaferðir og kennsla.
  • Gönguferðir.
  • Hellaferðir.
  • Jeppaferðir.
  • Snjóþrúguferðir
  • Starfsmannaferðir og hvataferðir
  • Skólaferðir
  • Zipline

Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.

Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.

Friend in Iceland

Geirsgata 7a, 101 Reykjavík

Við tökum á móti ferðagjöf í allar ferðir!

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Norðurflug

Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík

Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring. 

Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.

Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is 

Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

Cool Travel Iceland

Austurkór 51, 203 Kópavogur

Cool Travel Iceland er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að sérsníða ferðaáætlun í samræmi við þeirra óskir og fjárhagsáætlun. Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu. Við getum tekið að okkur stóra og smáa hópa og getum skipulagt td. hópaferðir fyrirtækja, hvataferðir, ráðstefnur og fundi hvort sem um er að ræða dagsferðir eða margra daga ferðir um ísland eða erlendis. Cool Travel Iceland er fullgild ferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu.

Hafðu samband við okkur og við finnum draumaferðina fyrir þig og/eða þinn hóp.

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

ONE LUXURY

Skútuvogur 8, 104 Reykjavík

One ehf was founded in August 2021 and the main purposes of the company are transportation
of passengers, car rental and specialized security.
 

One ehf is owned by Höldur ehf (55%), Gottskálk Þ. Ágústsson (15%), Haukur B. Sigmarsson (15%) and Sigurður J. Stefánsson (15%). 

One ehf is registered at Tryggvabraut 12, 600 Akureyri but the office and main operation is at Skútuvogur 8, 104 Reykjavík. 

One ehf does not own any vehicles by itself, but instead leases and rents vehicles from Höldur ehf.

One ehf is an Authorized Day Tour Provider by The Icelandic Tourist Board.

One ehf holds a licence for Professional Security Services for individuals and private events, issued by The National Commissioner of the Police. 

One ehf
offers the following services:
 

Airport
transfers
 

Point to
point transfers
 

Chauffeur
service
 

Private Day
Tours
 

Personal
Security Services
 

Security for
Private Events and Access Control.
 

Transport
coordination for large groups or events.
 

  

Vehicle
categories:
 

Luxury Sedan
(Audi A8L or similar)
 

Business SUV
(Land Rover Discovery/BMW X5/Mercedes-Benz GLE)
 

Business
Minivan (Mercedes-Benz V-Class)
 

Modified 4x4 (Toyota Land Cruiser "35)

One ehf is primarily a „business to business“ company, supplier of service for other companies, like hotels, DMC´s and travel agencies.  

Luxwedding ehf.

Núpalind 6, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours

Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 Reykjavík

Reiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.

Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.

Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.

Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.

Norðurljósaferðir.

Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stefán & Ursula

 

Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland

Norðurvangur 44, 220 Hafnarfjörður

Iceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.

Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.

Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .

SEA TRIPS

Ægisgarður 3, 101 Reykjavík

Persónulegri þjónusta: með áherslu á upplifun ferðamannsins. Við á Amelíunni tökum færri farþega en aðrir bátar og það gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að einstaklingnum og tryggja jákvæða upplifun ferðamannsins.

Aukin þægindi: Amelían er lúxussnekkja þar sem allt umhverfi, bæði utan- og innandyra er afar aðlaðandi og aukin þægindi tryggja ánægðari farþega.

Betra aðgengi – mun betri upplifun: Amelía Rose er ólík öðrum hvalaskoðunarbátum að því leyti að um borð eru þrjú þilför sem tryggja að allir gestir geti notið útsýnisins í botn. Hægt er að ganga hringinn í kringum þilförin og færa sig þannig á auðveldan hátt til að sjá betur það sem fyrir augun ber. Að auki eru þilförin að hluta til yfirbyggð og veita því betra skjól gegn veðri og vindum.

Ljúfari sigling: Hin sérstaka hönnun Amelíu Rósar, gerir það að verkum að ferðamaðurinn finnur lítið fyrir sjóveiki meðan á siglingu stendur en skipið er byggt sem úthafsskip og þolir því betur allan öldugang. Það er stór plús þar sem margir ferðalangar verða sjóveikir i lengri ferðum eins og hvalaskoðunarferðum.

Sérsniðnar sundasiglingar: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 16. maí.

Við bjóðum fyrirtækjum, vinahópum og fjölskyldum uppá allar gerðir af sérsniðnum ferðum. Hvort sem tilefnið er að halda uppá stórafmæli, fagna útskrift, hitta vinnufélagana eða bara hreinlega gera sér glaðan dag þá býður Amelia Rose og Axel Rose uppá einstaka aðstöðu til að gera daginn eftirminnilegan.

Snekkjan er búin góðu hljóðkerfi fyrir tónlist og leðursófum. Tilvalið er að byrja kvöldið með fordrykk við bryggju, meðan gestir ganga um borð og síðan sigla um sundin blá við ljúfa tónlist í einstöku umhverfi. Hægt er að flétta inn í ferðina sjóstöng, krabbaveiði eða okkar einstaka leik “ Eat like a Viking”, svo fátt eitt sé nefnt. Hvert sem tilefnið er þá getum við sérsniðið veisluna eftir þörfum hvers og eins.

Hentar:
- Fyrirtækjum
- Starfsmannafélög
- Hópeflisferðir
- Afmæli
- Útskriftaferðir
- Veislur
- Vinahópar

Sundasigling á Snekkju: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 19. júní. Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag frá Faxaflóa ásamt á því sjá seli, fugla og jafnvel hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.

Þetta er 1,5 tíma ferð um Faxaflóa með viðkomu í Engey, Lundey, Viðey ofl. staði. 

Tímabil: 15/06 - 30/09 2020
Brottför: föstdaga kl. 16, laugar- og sunnudaga kl. 10 og kl. 14
Lengd ferðar: Ca. 1,5 -2 klst. 

Innifalið:
- Bátsferð
- Leiðsögn
- Áhöfn með mikla reynslu
- Frítt WiFi
- Björgunarvesti
- Salerni um borð
- Hægt að kaupa veitingar um borð
- Afnot af grilli (kær komið að taka með sér eitthvað til að grilla)

Nánari upplýsingar og bókanir á seatrips@seatrips.is eða í síma 865 6200. www.seatrips.is/is/

The Traveling Viking

Ytri-Bakki, 601 Akureyri

The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.

The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.

Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

2Go Iceland Travel

Víðidalur 38, 260 Reykjanesbær

Um 2Go Iceland Travel  

Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir. 

Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.  

Imagine Iceland Travel ehf.

Laxagata 4, 600 Akureyri

Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu. 

 

Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.

 

Dæmi um ferðir.

Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss)

Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss)

Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð)

Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn )

Northern Lights ( Norðurljósaferð)

Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð )

Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)

EV Travel

Ásholt 40, 105 Reykjavík
Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Basecamp Iceland

Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Unlimited ehf.

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Iceland Unlimited er sjálfstætt ferðaþjónustu fyrirtæki sem leggur metnað sinn í klæðskerasniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Grænlandi. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu við viðskiptavininn. Ferðirnar eru eru skipulagðar með væntingar og þarfir viðskiptavinarins í huga og hann hefur sett fram þegar hann setur sig í samband við Iceland Unlimited.

Fyrirtækið sérhæfir sig svokölluðum „Self drive tours“ um Ísland sem eru eins og áður sagði, skipulagðar eftir óskum frá hverjum og einum um hvað viðkomandi vill skoða og gera. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og lengd hverrar ferðar skiptir ekki máli.

Eins og nafnið á fyrirtækinu gefur til kynna að þá eru engin takmörk þegar kemur að því að heimsækja Ísland og leitast er við að uppfylla kröfur og óskir allra, hverjar sem þær kunna að vera.

Einnig bíður Iceland Unlimited upp á dagsferðir, bæði áætlunarferðir sem og klæðskerasaumaðar prívat ferðir. Þessar ferðir eru upplagðar fyrir ferðamenn farþega skipa sem koma hingað til lands í stutt stopp þar sem ferðamaðurinn getur fengið að njóta þess helsta úr íslenskri náttúru.

Iceland Unlimited á facebook: www.facebook.com/icelandunlimited

IC Iceland

Sandavað 11-308, 110 Reykjavík

IC Iceland býður ævintýra ferðir um íslenskt landslag. Í sérhönnuðum ofur-jeppum ferðumst við um landið okkar og njótum óspilltrar náttúrufegurðar sem Ísland eitt býður upp á.

IC Iceland sem ferðaþjónusta og ferðaskrifstofa bjóðum við margskonar þjónustu: Staðlaðar dags- og fjöldagaferðir, sérhannaðar ferðir, gönguferðir, hvataferðir, ljósmyndaferðir og margt fleira.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Different Iceland

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður
Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra. Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir. Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið.

Different Iceland ehf.

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður

Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.

Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir.

Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Exclusive Travels ehf.

Jöldugróf 3, 108 Reykjavík

Iceland Exclusive Travels

Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar.  Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.

Thisland

Dyngjugata 3, 210 Garðabær

SÉRFERÐIR

Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.   

Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða. 

Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega. 

Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. 

Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:  

info@thisland.is 

www.thisland.is 

+354 662-7100  

Snekkjan

Ægisgarður 5G, 101 Reykjavík

Upplifðu Ísland á nýjan og einstakan hátt frá sjó. Harpa Yachts býður uppá sérferðir fyrir hópa sem eru sérsniðnir til að hæfa öllum.  Ferðirnar sem við bjóðum uppá geta verið hluti af viðameiri hópeflis- eða hvata-ferð í samstarfi við önnur fyrirtæki eða staðið einar og sér sem stuttar dagamuns ferðir.

Viltu bjóða starfsfólkinu uppá einstaka upplifun, eitthvað sem talað verður um í lengri tíma, hafðu þá samband og láttu okkur þá hjálpa þér að skipuleggja einstaka upplifun.

Fish Partner

Dalvegur 16b, 201 Kópavogur

Ástríða fyrir veiði !

Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða. 

Arctic Exclusive Luxury Travel Solutions

Efri-Ey 2, 881 Kirkjubæjarklaustur

Arctic Exclusive er fjölskyldu fyrirtæki sem býður upp á sérsniðnar ferðir um Ísland ásamt því að bjóða upp á gistingu á fjölskyldu bænum okkar nálægt Kirkjubæjarklaustri. Við sérhæfum okkur í ferðum sem settar eru saman fyrir hvern og einn viðskiptavin ásamt því að vinna með öðrum íslenskum ferðaskrifstofum.  

Solstice Travel

Hamrahlíð 27, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland-Europe Travel

Grandagarður 16, 101 Reykjavík

Iceland Europe Travel býður upp á spennandi sérferðir fyrir  til Asíu allt árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferðir, sérsniðnar að hverjum hóp og ávalt er lagt upp úr því að bjóða upp á það  besta í þjónustu og aðbúnaði. Sérstök áhersla er lögð á að kynnast sögu, menningu og daglegu lífi á hverjum stað með leiðsögn heimamanna.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Rally Palli / Páll Halldór Halldórsson

Hæðarseli 16, 109 Reykjavík

Rally Palli bíður uppá prívat ferðir um hálendið, bæði dagsferðir og/eða lengri ferðir, allt eftir óskum viðskiptavinar.
Hefur til umráða nokkrar stærðir af bílum.
Hikið ekki við að hafa samband hér og berið fram óskir ykkar.

Black Beach Tours

Hafnarskeið 17, 815 Þorlákshöfn

ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!

 

BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.

 

  • Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið
  • Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta.
    • Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.

 

  • RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September
  • Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum.
    • Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða

 

  • Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.

 

  • Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September
    • Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.

 

  • YOGA
    • Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir.

Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika.

Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.


Heimilisfang

BLACK BEACH TOURS

HAFNARSKEIÐ 17

815 ÞORLÁKSHÖFN

 

Hafðu samband

Sími: +354 556-1500

INFO@BLACKBEACHTOURS.IS

WWW.BLACKBEACHTOURS.IS

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

Arctic Exposure

Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 Kópavogur

Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.

Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.

Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.

Embracing Iceland

Lindarberg 22, 220 Hafnarfjörður

 Embracing Iceland er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í "prívat" dagsferðum frá Reykjavík, eingöngu fyrir litla hópa. Við notum aðeins faglærða "local" leiðsögumenn með mikla reynslu úr atvinnulífinu, m.a. út fiskeldi, laxveiðum og jarðhitageiranum.

Endilega hafið samband  

Fjallasýn

Smiðjuteigur 7, 641 Húsavík

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar.

Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum.

AKSTUR og trúss með útivistarhópa

Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl.

Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.

destination blue lagoon

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Destination Blue Lagoon er ferðaþjónustuaðili Bláa Lónsins og keyrir reglulega á milli Bláa Lónsins og Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvallar.

Hægt er að finna ferðaáætlanir á https://destinationbluelagoon.is/. Við minnum á að nauðsynlegt er að bóka miða í Bláa Lónið fyrirfram á www.bluelagoon.is

Season Tours

Fífuhjalli 19, 200 Kópavogur

Við sérhæfum okkur í fjölbreyttum ferðum fyrir minni hópa. Persónuleg þjónusta.

Dagsferðir og einnig margra daga ferðir, allt sérsniðið að ykkar óskum enda einungis einka (prívat) túrar.

Í margra daga ferðum er gisting, morgunmatur og kvöldmatur innifalinn.

Iceland Go Tours

Viðarás 35a, 110 Reykjavík

Iceland Go Tours er fjölskyldufyrirtæki. Við þjónustum minni hópa og markmið okkar er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Með það að leiðarljósi að gestir okkar njóti Íslands sem allra best og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Mikið er lagt upp úr því að fara úr mannmergðinni að njóta náttúrunnar og umhverfisins á friðsælan hátt.

Leiðsögumennirnir okkar erum við sjálf eða fáeinr aðrir sérvaldir sem hafa alist upp á Íslandi og þekkja landið vel.

Ferðirnar okkar eru annað hvort fyrirram ákveðnar sætaferðir að hámarki 7 í hverja ferð en einnig sérsníðum við ferðina að þörfum hvers og eins. Ferðirnar geta verið allt frá 1 degi og upp í margra daga ferðir. 

Taxi Tours

Reykjamelur 5, 270 Mosfellsbær

Puffintaxi offers private tour and transfer services in Iceland, focusing on nature and puffin tours. Book your tour today and experience the best of Iceland with informative tour guide at Affordable Price.

Bergmenn ehf.

Klængshóll, 621 Dalvík

Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku.

Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir.

Sjáumst á fjöllum.

www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

                                        

First Class ehf.

Lyngás 1a, 210 Garðabær

Á bak við First Class Travel er mikil reynsla í ferðaþjónustu og skapandi starfsfólk sem gerir fyrirtækið að hinum fullkomna félaga í skipulagningu ferða á Íslandi.

Hvataferðir, skipulagning funda og atburðastjórnun .

Skipulagning sérferða fyrir hópa

Sérhannaðar lúxusferðir fyrir einstaklinga og smærri hópa.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is