Fara í efni

Kajakferðir / Róðrarbretti

49 niðurstöður
Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Ultima Thule

Þórunnartún (Skúlatún) 4, 105 Reykjavík

Ultima Thule er ferðaskrifstofa sem selur ævintýraferðir um allan heim. Við viljum kynna fyrir íslendingum spennandi og einstakar ferðir. Ef þú vilt sjá undur heimsins og prófa eitthvað annað en að spranga um á sólarströnd þá ertu á réttum stað. 

Markmið Ultima Thule er að bjóða íslendingum uppá spennandi utanlandsferðir í háum gæðaflokki á sanngjörnu verði. Einnig leggjum við okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Við val á samstarfsaðilum okkar höfum við það að leiðarljósi að þeir séu ábyrgir, bjóði skemmtilegar gæðaferðir og að ferðast sé í litlum hópum. 

Ferðaskrifstofan Ultima Thule var stofnuð árið 1995 af Óskari Helga Guðjónssyni. Nafnið á ferðaskrifstofunni er sótt í sögu Íslands en talið er að Ísland hafi verið nefnt Ultima Thule af landkönnuðinum Pyþeas nokkrum öldum fyrir landnám víkinga. Ultima Thule er lýst sem dularfullu landi við ystu mörk jarðarkringlunnar og handan við það væri ekkert annað en ísiþakið heimskautshaf.

Sjáið heimasíðu fyrirtækisins vegna upplýsinga um ferðir.

Adrenalín.is ehf.

Þórunnartún 4, 105 Reykjavík

Má bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?

Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.

Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.

Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.

Touris ehf.

Fiskislóð 77, 101 Reykjavík

Touris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.

Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.

Laugarvatn Adventure

Laugarvatnshellar, 840 Laugarvatn

Laugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig.

Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.

Wakeboarding Iceland

Túngata 20, 400 Ísafjörður

Upplifðu Vestfirði á allt annan hátt, Wakeboard Iceland býður upp á magnaða upplifun í Vestfirskum vötnum og sjó, stígðu á brettið og undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna mun búnaðinum okkar fleyta þér áfram. 

Boðið er upp ferðir í litlum hópum(allt að 4 einstaklingar) í hálfan dag eða heilan dag. Nánari upplýsingar um ferðir og bestu staðina fyrir wakeboarding eru á heimasíðu Wakeboard Iceland.  

The Traveling Viking

Ytri-Bakki, 601 Akureyri

The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.

The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.

Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Outdoor Activity

Skálakot, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Wild Westfjords

Pollgata 2, 400 Ísafjörður

Við bjóðum uppá einkaferðir um Vestfirði á flottum og þægilegum 8 farþega breyttum Sprinter - fullkominn ferðamáti fyrir gamla góða vestfirska þjóðvegi og vegleysur. 

Hafið samband til þess að fá tilboð í ferð eða skutl.

www.wildwestfjords.com 

Iceland Travel

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn. 

Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.

Tours of Iceland ehf.

Háagerði 67, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Kajakklúbburinn Kaj

Kirkjufjara, 740 Neskaupstaður

Vinsamlegast hafið samband vegna upplýsinga um ferðir.

Vesturferðir

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi. 

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Top Mountaineering / Top Trip

Hverfisgata 18, 580 Siglufjörður

Förum með hópa eða einstaklinga um Siglufjarðarfjöll, Fljót og Héðinsfjörð. Fjöllin í kringum Siglufjörð eru einstök með sínar sæbröttu hlíðar, egghvassa toppa,  hyrnur og hnakka. Fjöllin henta vel til útivistar og hægt er að bjóða upp á alls kyns möguleika allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða. Hægt er að ganga eftir gömlum kinda og reiðslóðum, láta hugann reika  til fortíðar  og hugsa sér lífsbaráttu fólksins sem fór um þessar götur. Líka er hægt að fara ótroðnar leiðir t.d. eggjagöngu eftir fjöllunum,  láta reyna á þolrifin eða ganga fjörur eða nánasta umhverfi .

Við bættum við okkur kayak í vor, bjóðum upp á 1-2 og 3 tíma ferðir með leiðsögumanni.

Leggjum til allan búnað undir og yfirgalla, vetlinga skó og vesti, höfum öll tilskilin leyfi frá Samgöngustofu.

Skipuleggjum ferðir fyrir hópa jafnt sem einstaklinga.

www.topmountaineering.is  

 

Kayak Farm

Hvammur, 861 Hvolsvöllur

Island Kayaking

Krummahólar 4, 111 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Höfn – Staðarleiðsögn

Hafnarbraut 41, 780 Höfn í Hornafirði

Upplifðu núið

Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn. 

Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs. 

Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd. 

Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  

Gray Line Iceland

Klettagarðar 4, 104 Reykjavík

Markmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.

Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.

Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.

Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.

Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Westfjords Adventures

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Odin Adventures

Fjarðargata 10A, 470 Þingeyri

Sólsetur í Dyrafirði,

2 til 3 tímar.

Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.

Selaferð í firði Víkinganna.

2 til 3 tímar.

Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Kayak & Puffins

Fífilgata 8, 900 Vestmannaeyjar

Arctic Fun

Bragðavellir 1, 766 Djúpivogur

Við hjá Arctic Fun bjóðum upp á kajak ferðar á Austurlandi við Djúpavog - sérsníðnar ferðir sem henta öllum. Upplagt tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskylduna, vini eða jafnvel sem hópefli fyrir starfsfólk fyrirtækja. Það er svo dásamlegt að njóta náttúrunnar frá miðjum firði! Arctic Fun útvegar allann nauðsynlegan búnað svo sem þurrbúning, hanska, skó og öryggisbúnað. Endilega kíkið á síðuna okkar fyrir frekari upplýsingar og bókanir. Sjáumst í sumar!

Gentle Giants

Hafnarsvæði (Harbour Side), 640 Húsavík

Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík

LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI?

Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni.

Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir.

FJÖR Í FLATEY

Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni.

Verið velkomin um borð!

Kontiki

Austurgata 2, 340 Stykkishólmur

Kontiki bíður uppá stuttar kayakferðir frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Okkar aðal áherslur eru vistvæn ferðamennska með litla hópa í hvert skipti til að upplifa magnaða náttúru Breiðafjarðar.

Þessi tveggja klukkustunda kajaksigling er hið fullkomna tækifæri til að kanna íslenska náttúru eins og hún gerist best og uppgötva kyrrð eyjalífsins. - hreint út sagt ómissandi fyrir náttúrubörn með ævintýraþrá sem langar að skoða Breiðafjörð. Þátttakendur fá byrjendakennslu í kajaksiglingum sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Að því loknu halda þátttakendur ásamt leiðsögumanni í leit að lundum, selum og skipsflökum um leið og þeir fræðast um hina heillandi sögu og jarðfræði Snæfellsness.


Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Venture North

Höpfnhersbryggja, 600 Akureyri

Venture North sérhæfir sig í ævintýralegum upplifunum á róðrabrettum.

Langar þig að koma í ógleymanlega ferð í fallega Eyjafirðinum og læra grunnhandtökin á róðrabrettunum, hvort sem þú vilt róa til þess að komast í snertingu við náttúruna eða til þess að fá góða alhliða líkamsrækt í góðum félagsskap – þá færðu bæði hjá Venture North.

Hver ferð er einstök þar sem aðstæður eru síbreytilegar hér í norður-atlantshafi, en Venture North hefur sérsniðið ferðir sínar að veðri og vindum á svæðinu. Fjölbreytt úrval fastra ferða er í boði auk ýmis konar viðburða og sérferða.  

Ferðirnar leiðir SUP kennarinn og Guinness Heimsmethafinn Sigríður Ýr sem hefur áralanga reynslu af ævintýraleiðsögn og hefur sérhæft sig í vatnasporti og björgunaraðferðum      svo þú ert í góðum höndum.

Hjá Venture North færðu allann nauðsynlegan útbúnað, þurrgalla, SUP bretti og aukahluti svo þú þarft bara að skrá þig og mæta í þægilegum fatnaði innan undir þurrgallann.

Venture North býður meðal annars upp á;

  • SUP Kvöldsólarróður – 3 klst róðraferð um fallega fjörðinn þar sem við njótum náttúrufegurðarinnar, fáum góða hreyfingu og létt snarl.
  • SUP Jóga & Fitness – 1.5 klst æfing með áherslu á styrk og jafnvægi. Hér er blandað saman jógaæfingum og þreki á brettunum úti á sjó  > Allir ættu að prófa þetta!
  • SUP Skólinn – 6 klst SUP grunnkennsla þar sem þú lærir undirstöðuatriðin á SUP brettin.
  • SUP Sérsniðnar ferðir / Hópefli -  Allt frá klukkutíma til heils dags róðrarferðir, sérsniðnar að óskum þíns hóps.

Hlökkum til að  róa með þér.

Vakinn

Icelandic Mountain Guides

Klettagarðar 12, 104 Reykjavík

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.

Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.

Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.

Ferðaúrval:

Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.

Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).

Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.

Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.

Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.

Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.

Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.

Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.

Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.

Ögur Travel

Ögur Ísafjarðardjúpi, 401 Ísafjörður

Ögur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.

Sea Kayak Iceland

Engjavegi 21, 400 Ísafjörður

Sea Kayak Iceland er staðsett á Ísafirði þar sem einstakt landslag er og magnað dýralíf er í miklu návígi. Komdu með okkur meðfram hinni töfrandi strandlengju með einstökum fjöllum, fjölda fossa og róandi umhverfi.

Okkar markmið er að skapa einstaka og ógleymanlega upplifun fyrir þig, við bjóðum upp á sérsniðna leiðangra sem henta þínum þörfum, sem og skipulagðar ferðir sem þú getur farið í án fyrirhafnar. Einnig bjóðum við uppá léttar dagsferðir.

Öryggi þitt og geta innan sjókajaksiglinga skiptir mestu máli þegar þú ert á sjó með okkur.

Við hlökkum til að fá þig með í ævintýri á Vestfjörðum.

Kayakferðir Stokkseyri

Heiðarbún 12a, 825 Stokkseyri

Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.

Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. 

Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. 

Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri.

Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. 

Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!

Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058

Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. 

Komdu á Stokkseyri!

Iceland Events

Grensásvegur 58, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Secret Local Adventures ehf.

Langholtskoti, 846 Flúðir

Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.  

Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt! 

Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu! 

Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt! 

Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið

secretlocal@secretlocal.is. 

Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér! 

Mountaineers of Iceland

Skálpanes, 806 Selfoss

Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum. 

Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.

Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .

Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900

Vakinn

Glacier Adventure

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.

Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.

Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is 

Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.

Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.

Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.

Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Iceguide

Hrísbraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.

Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.

Simply the West

Hellnar, 356 Snæfellsbær

Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.

Reykjanes - Seakayak

Þórustaðir, 190 Vogar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Surfers

Eyjaslóð 3, 101 Reykjavík

Arctic Surfers sérhæfir sig í ævintýraferðum sem viðkoma brimbrettum (SURF) og róðrabrettum (SUP) fyrir einstaklinga og/eða litla hópa. 

Við hjá Arctic Surfers höfum brennandi áhuga á að skoða og upplifa Ísland. Starfsfólk okkar hefur ferðast um allt landið í meira en 20 ár, í leit að öldum og kjöraðstæðum til þess að stunda vatnasport. Hjá Arctic Surfers leggjum við áherslu á að byggja upp ferðaáætlanir sem ganga þvert á hina hefðbundnu orlofsupplifun með það að markmiði að þín upplifun verði einstök.

Brimbrettaferðir (Surf)

Við erum með yfir 20 ára reynslu af brimbrettum við Íslandsstrendur og bjóðum því upp á öruggt ævintýri þar sem þín upplifun er ávallt í forgangi. 

Helgarnámskeið:
Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem vert er að hafa í huga þegar byrjað er að surfa á Íslandi. Við leggjum áherslu á öryggi, hvernig á að lesa í veður- og sjóspár, hvernig búnað skal nota og hvernig skal umgangast búnað svo ekki sé talað um tvo heila daga á vettvangi í bestu mögulegum aðstæðum. Stútfull helgi af surfi!

Lengd ferðar: föstudagur til sunnudags (valdar helgar yfir sumartímann)   

Fyrir hvern: Byrjendur og fyrir þá sem eru að byrja að fóta sig í heimi brimbretta á Íslandi. Allir 16 ára og eldri geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg. Takmarkað pláss.

Dagsferðir:
Í hverri ferð er leitast við að bjóða upp á bestu mögulegar aðstæður í samræmi við færni surfarans hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér.

Lengd ferðar: 6-8 klst

Fyrir hvern: Aðeins ætluð þeim sem þegar hafa náð undirstöðuatriðunum. Lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar

Róðrabretti (SUP)

Búnaðurinn okkar er fyrsta flokks og gefur möguleika á mismunandi róðri því á örskotsstundu er hægt að breyta brettunum okkar í kajak (sit on top). Hér geta allir tekið þátt því róðrabretti er mjög byrjendavænt sport sem gefur margvíslega möguleika á að skoða og upplifa vötn, ár, firði og strandlínur Íslands. Það eru margir staðir sem vert er að skoða og við veljum hvert er best að fara hverju sinni allt eftir veðri, vatnsaðstæðum og þínum óskum. Að ferðast um á róðrabretti er sannarlega ótrúleg leið til þess að komast nær náttúrunni og uppgötva Ísland frá öðru sjónarhorni en áður.

Fjölskylduferðir:
Farið er yfir helstu undirstöðuatriði og nágrenni Reykjavíkur skoðað á sjó eða vatni. Mögnuð upplifun fyrir fjölskyldur og litla hópa þar sem allir geta tekið þátt. 

Lengd ferðar: 2-3 klst   

Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, litlir hópar 4-5 einstaklingar.

Dagsferðir:

Farið er yfir helstu undirstöðuatriði þar sem leitast er við að bjóða upp á bestu aðstæður hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér og magnað að upplifa náttúru Íslands af róðrabretti.

Lengd ferðar: 6-8 klst   

Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar.

Hópefli og/eða hvataferðir:

Er einhver að fara að gifta sig og langar ykkur að sprella með gæsinni eða steggnum? Á að hrista vinnustaðinn saman? Við búum til stórskemmtileg tækifæri fyrir litla vinahópa og/eða vinnustaði þar sem leikur og skemmtun er meginmarkmiðið.

Vertu í sambandi við okkur og við sníðum ævintýrið eftir ykkar þörfum

Sendið okkur póst á info@arcticsurfers.com fyrir nánari upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar

Vestur Adventures

Sæból 14, Grundarfjörður, 350 Grundarfjörður

Skipulagðar kayak ferðir við Kirkjufell og nágrenni er mögnuð upplifun. Þú munt upplifa óspillta nátúru, fuglalíf og fræðast um sögu staðarins. Einnig eru miklar líkur á að forvitnir selir verði á leið okkar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icefall

Skaftafell, 785 Öræfi
Vakinn

Adventure Vikings

Gylfaflöt 17, 112 Reykjavík

Adventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.

Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.

Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.

Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.

Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun. 

Eastfjords Adventures

Strandarvegur 27, 710 Seyðisfjörður

Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.

Við bjóðum upp á

  • Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
  • Kayak ferðir á firðinum
  • Rafmagnshjólaferðir
  • jeppaferðir
  • Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum

Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar

Sigló Sea

Norðurtangi, 580 Siglufjörður
Sigló Sea lítið fyrirtæki með aðsetur í hjarta Siglufjarðar. Við bjóðum öllum sem hafa tilfinningu fyrir ævintýrum tækifæri til að upplifa líkamlegan og andlegan ávinning af náttúrutengdum ferðum og vellíðan á Trölliskaga. Komdu með okkur í miðnætursólkajak í firði sem er umvafinn fjöllum, að skoða menningarkennileiti á róðrarbrettum eða skelltu þér með okkur í sjóinn við nyrsta bæ Íslands.

Basecamp Iceland

Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.