Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Minjasvæði Byggðasafns Hafnarfjarðar er Hafnarfjörður og nágrenni hans.
Opnunartími 1. júní - 31. ágúst:
Virkir dagar: 11:00-17:00
Laugardagar: 11:00-17:00
Sunnudagar: 11:00-17:00
Safnið er opið um helgar frá 11:00 - 17:00 yfir vetrarmánuðina.
Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi fyrir hópa. Aðgangur er ókeypis.
Byggðasafn Hafnarfjarðar miðlar sögu bæjarins með ýmsum hætti, heldur t.d. að jafnaði úti 10 sýningum í 6 húsum auk þess að standa fyrir fyrirlestrum, sögugöngum og ýmsum öðrum viðburðum.
Hús safnsins eru:
· Pakkhúsið, Vesturgötu 6
· Sívertsens-húsið, Vesturgötu 6
· Beggubúð, Vesturgötu 6
· Siggubær, Kirkjuvegur 10
· Góðtemplarahúsið, Suðurgötu 7
· Bookless-bungalow, Vesturgötu 32
· Auk ljósmyndasýninga við Strandstíginn.
Sýningarnar í hverju húsi eru:
Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning.
Í Sívertsen-húsi er sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsen og fjölskyldu hans.
Siggubær er varðveittur sem sýnishorn af alþýðuheimili í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar.
Bungalowið var opnað eftir endurbætur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þar má einnig sjá stássstofu Booklessbræðra.
Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús árið 2008.
Í Góðtemplarahúsinu er sýning um sögu góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og góðtemplarahússins sem segja má að hafa verið vagga félags- og menningarstarfs í bænum í rúma öld.
Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði