Gudrun Private Guide in Iceland
Gudrun Private Guide in Iceland
Studio F ehf býður upp á sérsniðnar dagsferðir og einkaleiðsögn frá Reykjavík og nágrenni. Farið er um Gullna hringinn, Reykjanesið, Suðurland, Vesturland og jafnvel hægt að fara í langa dagsferð norður í land ef þörf krefur. Norðurljósaferðir eru að sjálfsögðu í boði og hægt að skipuleggja matarferðir.
Fyrirtækið býður upp á jeppaferðir í þægilegum ferðabílum. Aðalbíll fyrirtækisins er breyttur Ford Econoline með gott pláss fyrir níu farþega, fimm í kafteinsstólum og pláss fyrir fjóra á aftasta bekk. Aðrir bílar, minni eða stærri, eru leigðir eftir því sem þörf krefur.
Studio F undir nafni Mountain Climbing (Iceland Hiking) býður einnig uppá stuttar og auðveldar skemmtigöngur á fjöllin í nágrenni Reykjavíkur undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna. Í ferðunum er tvinnað saman hreyfingu, náttúru og þjóðlegum fróðleik.
Nánari upplýsingar á https://privateguideiniceland.is/, með því að hringja í síma 891 7074, 9610 eða senda tölvupóst til ghs hjá mountainclimbing.is.