Fara í efni

Beint frá býli

Skálmholt

Skálmholt, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Síreksstaðir, 690 Vopnafjörður

Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal. í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 ferm sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum.

Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi. Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina.

Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn "Hjá okkur" sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 30. september, frá kl. 18 til 21.

Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa.

Afþreying:

Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi.

Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km. Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn.

Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is

Húsavík

Húsavík, 510 Hólmavík

Í Húsavík hefur verið stunduð sauðfjárrækt í áratugi. Þar er kjötvinnsla, með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Þar er unnið úr framleiðslu búsins, bæði lambakjöti og ærkjöti. Kjötið er sagað og vacumpakkað eftir óskum kaupenda. Þá framleiðum við Lostalengjur, sem eru kindavöðvar sem eru léttreyktir og marineraðir í aðalbláberjakryddlegi. Við reykjum líka og seljum hangikjöt. Hjá Húsavík er fuglaskoðunarhús og Matthías er svæðisleiðsögumaður á Ströndum.

Lambakjöt og Lostalengjur frá Húsavík eru á matseðli í Heydal (http://heydalur.is),Café Riis(http://www.caferiis.is ), Kaffi Galdri (http://www.galdrasyning.is). Skammt frá Húsavík er Sauðfjársetrið í Sævangi (http://www.strandir.is/saudfjarsetur/).

Listiðjan Eik

Miðhús, 701 Egilsstaðir

Listmunir, og minjagripir úr íslenskum við, hornum og beini, Úr skóginum, þurrkaðir og frystir sveppir, berja og rabarbarasýróp, þurrkaðar jurtir, heil og möluð fjallagrös.

Heiðmörk

Heiðmörk, Biskupsstungum, 801 Selfoss

Garðyrkjubýli, hænsnarækt. Alls kyns grænmeti og krydd, egg úr landnámshænum.

Opið allan sólarhringinn, u.þ.b. frá febrúar til nóvember, lokað meðan vöruúrval er mjög lítið. Um er að ræða sjálfsafgreiðslu í garðskála sem er upphitaður á veturna.

Heimagisting Fossnesi

Fossnes, 801 Selfoss

Sauðfjárrækt, skógrækt, gisting. Kaldreykt og tví-reykt sauðakjöt og lambakjöt.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ytri-Fagridalur

Ytri-Fagridalur, 371 Búðardalur

Lífrænt vottað lambakjöt.
Lífrænt vottaðar jurtir og söl.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Móðir jörð

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu.

Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 9-18 mánudaga - föstudaga frá maí til október. Júní - ágúst er einnig opið á laugardögum frá kl 9-16.

Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar. Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.

Ferðagjöf

Gistihúsið Seljavellir

Seljavellir, 781 Höfn í Hornafirði

Þetta gistihús, staðsett aðeins í 1 km frá flugvellinum á Hornafirði, býður upp á herbergi með flatskjásjónvarpi og ókeypis þráðlausum Internetaðgangi. Þjóðvegur 1 er beint við hliðina á gistihúsinu.

Sætisaðstaða og skrifborð eru staðalbúnaður í öllum herbergjum Seljavellir Guesthouse. Þau eru einnig öll með sérbaðherbergi með sturtuaðgengi. Sum herbergin eru með fjallaútsýni en önnur með útsýni yfir jökulinn.

Gestir geta tekið því rólega á veröndinni eða á barnum á gistihúsinu Seljavellir Guesthouse. Hægt er að leigja bílaleigubíla á staðnum.

Miðbær Hafnar er í 8 mínútna akstursfjarlægð. Jökulsárlón er í 72 km fjarlægð frá gistihúsinu.

Á gistiheimilinu Guesthouse Seljavellir er garður, aðgengi að verönd og bar.

Ölverk Pizza & Brugghús

Breiðamörk 2, 810 Hveragerði

Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.

Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.

Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum. Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Ferðagjöf

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er "Beint frá býli" og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí - september.

Norðtunga 3

Norðtunga 3, 311 Borgarnes

Vörur í boði eru: Lambakjöt, nautakjöt.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Vallanes

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Í Vallanesi er boðið uppá gistingu í hjarta staðarins fyrir 2-4 í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu. Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 9-18 alla daga yfir sumartímann.

Móðir Jörð - verslun og veitingar er opið frá apríl - október og býður lífrænt ræktað grænmeti, heilsu og sælkeravörur auk þess sem tekið er á móti hópum.


Fagridalur

Fagridalur, 871 Vík

Reykhús, tek fisk í reyk fyrir fólk. Vörur í boði eru: Bleikjuflök, Reykt og fersk Laxaflök, reykt, grafin og fersk, Loftþurrkuð ærlæri ( parma)

300 kinda sauðfjárbú, Fagradalsbleikja bleikjueldi, reykhús og vinnsla frá 1992.

Ferðagjöf

Hverinn

Kleppjárnsreykir, 320 Reykholt í Borgarfirði

Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer's market corner.

Tjaldsvæðið

Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu. Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti 150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla.

Verð 2019:
Fullorðnir: kr. 1.500,-
Fritt fyrir 13 ára og yngri
Rafmagn: kr. 1.000,-
Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti
Þurrkari: kr. 500,- hvert skipti
Hobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,-

Hobbitahús

Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum "hobbitahúsum" sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.

Herbergi

5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi.

Íbúð

Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.

Heitir pottar og sundlaug

Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.

Ferðagjöf

Háafell Geitfjársetur

Háafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Íslenska geitin er í útrýmingarhættu, á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.

Salernisaðstaða. Verslun Beint frá Býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem og sápur, skinn og handverk.

Rósagarður með um 180 tegundum rósa ásamt öðrum yndisgróðri.

Önnur dýr á bænum eru: Hestar, kindur, landnámshænur, silkihænur, hundar og kettir.

Opið 1. júní til 31. ágúst frá 13:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.

Verðið er 1500 fyrir fullorðna, 750 fyrir 7-17 ára frítt fyrir yngri og hver fjölskylda borgar aldrei fyrir fleiri en 2 börn

Ferðagjöf

Móra guesthouse

Skálholt, Krossholti Barðaströnd, 451 Patreksfjörður

Tvær íbúir í boði og er stærri íbúðin fyrir 7 manns.

Tilboð 2020 fyrir Íslendinga 35.990kr nóttin, miðað við að panta beint og gegn staðgreiðslu.

Vörur í boði eru: Heimareykt hangikjöt.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Stórhóll

Stórhóll, 560 Varmahlíð
Vörur Beint frá býli:
Í Galleríinu okkar seljum við einnig eigin framleiðslu,
Lambakjöt, Kiðlingakjöt ,landnámshænuegg og andadregg.

Kaffi Kú

Garður, 601 Akureyri

Við bjóðum uppá afþreyingu, gott kaffi, mat beint frá býli og allskyns bakkelsi í vöffluformi. Það sem gerir kaffi kú öðruvísi en önnur kaffihús er afþreyingin, staðsetningin og útsýnið á kaffihúsinu, hægt er að fylgjast með 300 kúm og kálfum í afslöppuðu umhverfi, kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja.
Komið og upplifið í einni fallegustu sveit landsins. Staðsetning kaffihússins er í 10-12 mín fjarlægð frá Akureyri. Kaffi kú er frábær afþreying fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

Smellið hér til þess að sjá vefmyndavél úr fjósinu

Blöndubakki

Blöndubakki, 701 Egilsstaðir

Á Blöndubakka er til sölu frosið lambakjöt. Pantanir allt árið. Kjötið afgreitt í september til nóvember.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Ferðagjöf

Flúðasveppir Farmers Bistro

Garðastígur 8, 845 Flúðir

Ferskleiki - þekking - reynsla

Flúðasveppir er eina sveppastöð Íslands og eigum við einnig eina af stærstu garðyrkjustöðvum Íslands, Flúða-Jörfi.

Farmers Bistro aðhyllist Slow Food hreyfinguna sem leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi og kynnum við heillandi heim Flúðasveppa og Flúða-Jörfa á matseðlinum. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla.

VIÐ RÆKTUM ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ

Fyrir fyrirfram bókaða hópa, bjóðum við uppá kynningu á okkar ræktun og innlit í sveppaklefa.

Bókanir: booking@farmersbistro.is

Opnunartími:

Alla daga frá 12:00-17:00

Sími: 519-0808

Bókanir: booking@farmersbistro.is

Heimasíða: www.farmersbistro.is

Syðri-Hagi

Syðri-Hagi, Árskógsströnd, 621 Dalvík

Tveir heilsársbústaðir Götusel og Sólsetur eru til leigu að Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð.

Götusel er 37 fm. ásamt stórri verönd. Í bústaðnum er svefnaðstaða fyrir 4 í tveimur svefnherbergjum, auk þess er svefnsófi fyrir 2 í stofu og dýnur á svefnlofti. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd.

Húsið er til leigu frá mars og fram í nóv, en lokað yfir vetrarmánuðina.

Sólsetur er 25 fm, byggt 2016 - 2017. Í bústaðnum er eitt svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo. (2 rúm *90 cm, hægt er að setja rúmin saman), auk þess er svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir fjóra. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd.

Húsið er til leigu allt árið.

Húsdýr eru ekki leyfð.

Gestgjafar eru: Gitta Ármannsdóttir og Hafliði Sigurðsson, Linda Andersson og Jónas Leifsson.

Grímsstaðir 2

Grímsstaðir 2, 320 Reykholt í Borgarfirði

Nýsmiði og viðgerðir á reiðtygjum, lambakjöt og egg.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Miðhús

Miðhús, Kollafirði, 510 Hólmavík

Vörur í boði eru: Lambakjöt.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Holtsel

Holtssel, 605 Akureyri

Holtsel er upphaflega svokölluð hjáleiga frá Grund og er fyrst og fremst kúabú.

Verslun með vörur framleiðenda í samtökunum Beint frá býli. Um er að ræða matvöru sem og handverk. Ísinn er hægt að fá í neytendaumbúðum allt frá 100 ml upp í 5 lítra.

Ljómalind - sveitamarkaður

Brúartorg 4, 310 Borgarnes

Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin.

Opnunartímar á sumrin eru frá 10:00 til 18:00 alla daga og á veturna milli 12:00 og 17:00 alla daga.

Hella - Reykkofinn

Hella, 660 Mývatn

Við erum sauðfjárbændur á Hellu í Mývatnssveit og vinnum hluta af okkar afurðum og seljum beint til neytenda.
Við leggjum áherslu á kofareykta hangikjötiðog framleiðum það samkvæmt gömlum hefðum með okkar útfærslu.
Á haustin er til sölu ferskt og frosiðlambakjöt í heilum og hálfum skrokkum, niðursagað í neytendapakkningar. Markmið okkar er að afgreiða einungis úrvalskjöt sem tilbúið er til matreiðslu þ.e. læri, hryggur, bógar, framhryggjasneiðar eða súpukjöt. Rif, slög og hæklar verða ekki í pakkanum.
Einnig erum við með unna kjötvöru og er þar helst að nefna sperðla, kæfu, hakk og hryggvöðva (file, prime og lundir).
Til margra ára höfum við reykt silung bæði úr Mývatni og eldisfisk frá nágrannasveitum og er silungurinn ávallt til sölu.
Vörurnar eru til sölu í "litlu sveitabúðinn" okkar heima á Hellu og einnig er hægt að panta hér á heimasíðunni. Litla sveitabúiðn er alltaf opin þegar við erum heima. .

Íslenska landnámshænan

Landnámshænsnasetrið, Þykkvabæ, 851 Hella

Landnámshænuungar á öllum aldri, kynbótahanar, unghænur, vistvæn egg, egg til útungunar.

Hundastapi

Hundastapi, 311 Borgarnes

Við getum boðið upp á að fólk komi að skoða dýrin og versla í búð hjá okkur, wc aðstaða er til staðar úti í fjósi.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina.

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Erpsstaðir, Miðdölum, 371 Búðardalur

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

Skarðaborg

Skarðaborg, 641 Húsavík
Ferðagjöf

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.

Bjarteyjarsandur / Touch Iceland

Bjarteyjarsandur, 301 Akranes

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.

Gönguferðir, fræðsla & leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.

Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði.

Sumarhús - í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikuleiga möguleg.

Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi. Opið allt árið.

Verð 2019:
Fullorðnir: 1.500,- kr.
Börn, 4 - 14 ára: 750,- kr.
Börn, 3 ára og yngri: frítt
Rafmagn: 1.000,- kr. nóttin

Veitingastaðurinn Hlaðan er í uppgerðri fjóshlöðu í elsta hluta bæjarhúsanna á Bjarteyjarsandi. Matseðillinn samanstendur af heimafengnu hráefni sem myndar - ásamt umgjörðinni - einstaka matarupplifun.

Landbúnaður - á Bjarteyjarsandi er stundaður hefðbundinn sauðfjárbúskapur og gestum okkar er boðið að heimsækja fjárhús í fullum rekstri undir leiðsögn bænda á bænum.

Dýrin á bænum - um 600 fjár, íslenskar landnámshænur, hundar, hestar, kettir, kanínur, geitur og útigöngusvín á sumrin.

Beint frá býli - hægt er að versla við bændur á Bjarteyjarsandi allt árið um kring, þótt árstíðabundinn munur sé á vörum og þjónustu. Hér á síðunni er að finna verðlista yfir lambakjöt og vistvænt svínakjöt.

Opið daglega frá 1. maí til 30. september. Afgreiðslutími frá 11:00 til 17:00. Frá 1. október til 30. apríl þarf að bóka með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara.

Græna kannan lífrænt kaffihús

Sólheimar, 805 Selfoss

Er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn
heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar
hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum
Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega
listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum
hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima okkar auk fullt af spennandi vörum
sem Íbúar Sólheima búa til. Opnunartími Grænu könnunar yfir sumarmánuðina er alla
daga vikunnar frá kl. 11:00 til 18:00.

instagram síðu Sólheima:solheimareco þar sem
sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni.

Fjóshornið

Egilsstaðir I, 700 Egilsstaðir

Á Egilsstöðum I er opið kaffihús og verslun sem kallast Fjóshornið á Egilsstöðum. Þar eru vörur og veitingar í boði sem byggjast á framleiðslu búsins sem er mjólkur- og nautakjöts- framleiðsla.

Ferðagjöf

Dæli Guesthouse

Víðidalur, 531 Hvammstangi

Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988. Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi. Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða. Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.

Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!

Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.

Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram. Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .

Ferðagjöf

Kaldbakur

Kaldbakur, 851 Hella

Lambakjöt og afurðir úr lambakjöti. Krækiberjasaft án sykurs afgreitt fryst, krækiber frosin tilvalið í morgunhressinguna, kryddsultur t.d. með chilli, engifer og kanil, krækiberjachutney. Teblöndur úr íslenskri náttúru.

Engi

Engi, Laugarási, 801 Selfoss

Á garðyrkjustöðinni Engi eru seldar lífrænt ræktaðar kryddjurtir, grænmeti og ber úr eigin ræktun. Einnig berjaplöntur, heimagerðar sultur, þurrkað krydd og persónulegt handverk. Við leggjum áherslu á góða þjónustu við gesti okkar og gefum góð ráð varðandi ræktun og meðhöndlun afurðanna okkar.

Gestir geta gengið um 1000 fermetra völundarhús í garðinum úr klipptu limgerði og skoðað krydd- og ilm- og lækningajurtagarð ásamt því að fylgjast með garðyrkjustörfum á bænum. Boðið er upp á jurtate. Á staðnum er skemmtileg leikaðstaða fyrir börn og hægt er að skoða sig um, borða nesti o.fl.

Landnámshænur ganga lausar öllum til ánægju. Á staðnum er snyrting.

Skammt er í fjölbreytta ferðaþjónustu og afþreyingu, t.d. dýragarðinn Slakka, hestaleigu, sundlaug, gistingu og veitingar. Stutt er í Skálholt, Geysi og Gullfoss.

Opnunartími sumarið 2014: 1. júní til 11. ágúst, kl. 12.00 til 18.00


Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar.


Miðsker

Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði, 781 Höfn í Hornafirði

Boðið er upp á gistingu í tveimur húsum sem hvort um sig tekur 4 í gistingu. Annað húsið er með 1 tvíbreytt rúm og 1 koju en hitt er með 2 einbreiðrum og 1 koju. Báðir bústaðir eru tveggja herbergja.

Það er baðherbergi með sturtu og síðan alrými sem inniheldur litla setustofu og eldhús. Í eldhúsinu er lítil eldavél, ískápur, kaffivlél, eggjasuðutæki, hrisgrjónapottur, örbylgjuofn og eðlilegur búnaður tilheyrandi því s.s pottar, pönnut og borðbúnaður. Veröndin er rúmgjóð og gott pláss til þess að sitja úti. Hægt er að grilla úti á veröndinni. Útsýnið er mjög fallegt, jökla og fjallasýni.

Frá okkur er aðeins 12 km til Hafnar þar sem er góð sundlaug, matvöruverslun, veitingastaðir og fleira. Miðsker er bondabær rett fyrir utan Höfn. þar er kindur, hestar , karföflurækt , Hundar, kettir svo eitthvað sé upptalið. Hér eru tveir ábúendur. Frá Miðskeri er mjög gott útsýni til allra átta.

Lágafell

Lágafell, 861 Hvolsvöllur

Vörur í boði eru: Alikálfakjöt, broddmjólk, folaldakjöt, og lambaskrokkar.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Langholtskot

Langholtskot, Hrunamannahreppi, 845 Flúðir

Kjöt frá Koti.

Á bænum Langholtskoti eru ræktaðir nautgripir sem eru holdagripir af Galloway og Aberdeen Angus kyni og einnig naut af íslensku kúakyni. Holdakýrnar bera á vorin og ganga kálfarnir undir mæðrum sínum í ca. sjö mánuði sem er mjög mikilvægt tímabil fyrir vöxt kálfsins og gæði kjötsins. Eftir þetta tímabil eru kálfarnir teknir í hús.