ANDRI ICELAND
Ertu til í umbreytingu? ANDRI ICELAND býður upp á upplifanir á námskeiðum, retreat-helgum & einkatímum- með því að nota Kraft hugans, Kælimeðferð, Öndunartækni og Hreyfingu til þess að endurfæðast inn í nýjan hug og líkama!
Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”. Vendipunkturinn þar sem áratugir af langvarandi, sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávæningi kælimeðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða, til þúsunda manna. Með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.
Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að fyrsta vali þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum, fara ofan í ískalt vatn, undir handleiðslu Andra. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til þess að ná aftur stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að vera til í auga stormsins.
Auk ýmis konar þjálfunar sinnar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:
• Health & Personal Development Coach
• Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
• Oxygen Advantage Certified Instructor
• XPT Certified Coach
• Buteyko Clinic International certified Instructor
Kælimeðferð
Hættu að væla komdu að kæla námskeið
Uppgötvaðu þína eigin hæfileika til að vera í lagi sama hvað
Kraftur hugans | Öndunartækni | Kælimeðferð | Hreyfing
Við lifum við stöðugt streituástand. Allt frá ósýnilegum merkjum til langvarandi streitu. Sem við höldum að sé sjálfvirk og úr okkar höndum. Streita er að valda bólgum í líkömum okkar, ójafnvægi hugans og langvarandi heilsukvillum.
Hvað ef það væri auðveld leið til þess að enduruppgötva hæfileika þína til þess að endurheimta stjórnina á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi sama hvað? Læra að vera í auga stormsins.
Á þessu námskeiði munum við vinna með 4 mikilvæga þætti til að endurforrita skynjun okkar á streitu, uppgötva okkar sönnu hæfileika og finna jafnvægið okkar. Líkamlega, andlega og tilfinningalega.
Kraftur hugans: Tökum okkur góðan tíma til að fylgjast með ómeðvituðum mynstum okkar, skoðanamynstrum og öðrum hindrunum sem aftra okkur frá því að vera í lagi. Uppfærum gömlu kerfin okkar
Öndunartækni: Finnum bestu mögulegu leiðina fyrir líkama okkar til að taka inn súrefni (aðaleldsneytið okkar fyrir heilbrigt kerfi), endurræsum taugakerfið okkar. Sem leiðir til hærra orkustigs og sterkara ónæmiskerfis. Sem virkar dómínóáhrif jákvæðra endurstillinga í huga okkar og líkama.
Kælimeðferð: Tæklum bólgur, langvarandi verki, endurræsum taugakerfið, lærum að sleppa tökunum á streituvöldum og hvernig við innleiðum þetta í okkar daglega líf.
Hreyfing: Uppgötvum tengingu hugar og líkama og hvernig þú getur haft áhrif á kerfið þitt.
Á þessu námskeiði munum við vinna með:
Að skilja tenginu hugar og líkama
Öndun fyrir bestu mögulegu heilsu
Kælimeðferð Listina að sleppa tökunum í erfiðum aðstæðum
Að nota kulda sem verkfæri fyrir heilsuna
Meðvitaða hreyfingu Að skilja hvernig líkami þinn virkar
Vísindin á bak við Wim Hof aðferðina
Iðkun í náttúrunni (lok námskeiðs)
Fyrir hvern?:
Þetta námskeið hæfir öllum sem vilja kanna meðfædda hæfileika sína. Það er líka kraftmikið verkfæri til að vinna að eftirfarandi:
Fyrir meira þol
Fyrir bestu mögulegu heilsuna
Fyrir langvarandi verki
Fyrir streitulosun
Fyrir andlegan frið
Fyrir fitubrennslu
Fyrir betri svefn
Fyrir andlegan fókus
Tilvalið fyrir byrjendur eða þá sem hafa reynslu af kulda (eins og sjóböðum eða köldum pottum) þar sem þú munt læra aðra nálgun sem mun færa iðkunina þína upp á annað stig og bæta alhliða vellíðan.
Kælimeðferð/Wim Hof Method (Hættu að Væla Komdu að Kæla) er hluti af röð námskeiða hjá ANDRI ICELAND til að kveikja á innri hæfileikum okkar, ná hámarks árangri og læra að vera í lagi sama hvað.
*ATH: Við bjóðum upp á afslætti fyrir nema og öryrkja. Einnig er hægt að dreifa greiðslunni. Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu.
*námskeiðið er kennt á íslensku og einum hópi á mánuði er kennt á ensku.
Vinsamlegast hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.
Lestu meira hér
Öndunartækni
Anda með Andra öndunartímar
Af hverju öndunartækni?
Nú þegar langvarandi streita, kvíði, svefntruflanir, sjálfsofnæmissjúkdómar, kulnun og aðrir kvíðatengdir kvillar verða æ algengari út um allan heim, er kominn tími til þess að leita aftur í grunninn og gera grundvallarbreytingar fyrir fullt og allt.
Góðu fréttirnar eru þær að öndun er vinsælt umræðuefni. Fólk er að verða meðvitaðra um kraft öndunartækni til að ná sem bestum árangri og öðlast betri heilsu. Að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til þess að bæta eigin heilsu, byggja upp seiglu og kanna möguleika sína til fulls.
Öndunartækni hefur verið þekkt í aldaraðir. Það eru ótal aðferðir og tæknir í boði í dag. Frá sérhæfðum nálgunum til vísindalega sannaðra aðferða Frá öndunaræfingum sem þjóna ákveðnum tilgangi til hagnýtrar öndunar í þínu daglega lífi. En þó hafa þær í raun allar sömu meginreglur. Markmiðið er að færa þig aftur í átt að jafnvægi. Að kjarnanum þínum. Einn andardrátt í einu. Hér og nú.
Þér verður vísað í áttina að kjarna öndunartækni. Að finna jafnvægi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Með því að nota samsetningu af því sem við vitum að virkar til þess að ná því besta úr hverjum andardrætti. Að gefa þér verkfærin, skilninginn, til að þú náir tökum á eigin iðkun.
Áskorun okkar til þín er að að þú uppgötvir að það að iðka öndunartækni, þjálfa hana og verða meðvitaður/uð um eigin andardrátt, er í grunninn mikilvægari þáttur í að hlúa að sjálfum sér en líkamsrækt eða matarræði.
Nokkrir þekktir kostir þess að stunda öndunartækni:
Losar um streitu
Hámarkar vellíðan
Bætir ónæmiskerfið
Meiri orka
Bætir líkamlegt þol
Tilfinningalegt jafnvægi
Bætir svefn
Dýpri hugleiðsla
Vinnur úr áföllum
Fitubrennsla
Skýrir hugsun
Öndunartímar:
1 klst. af leiddri öndun, þar sem þú munt upplifa ýmis konar öndunaræfingar og tækni, með tónlist og tónheilandi hljóðfærum ti að dýpka upplifunina.
Tíminn byrjar og endar á djúpri slökun.
Tilvalið ef: Þig langar að uppgötva heilsufarsbætandi eiginleika öndunartækni, iðkar hana nú þegar og vilt iðka með hóp. Frábær leið til að draga úr streitu, losa um líkamlega og tilfinningalega spennu og finna jafnvægi.
Stakur passi eða aðildarkort í boði.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 - 18:30
Lestu meira hér