Fara í efni

Heimagisting

86 niðurstöður

Gistiþjónusta Sunnu

Holtagata 10, 520 Drangsnes

Gistiþjónusta Sunnu er lítið og þægilegt gistiheimili þar sem í boði er lítil en rúmgóð stúdíóíbúð á neðri hæð. Sérinngangur er að íbúðinni og er allt aðgengi gott. Í íbúðinni eru rúm fyrir tvo ásamt ungbarnarúmi og dýnum ef óskað er. Eldhúsaðstaðan er með tveimur eldunarhellum og örbylgjuofni ásamt öllum borðbúnaði. Í íbúðinni er sjónvarp og einnig fylgir gasgrill. Á salerni og sturtu er innangengt úr íbúðinni. Ekki er boðið upp á morgunverð. 

Drangsnes er lítið þorp við norðanverðan Steingrímsfjörð u.þ.b. 30 km norðar en Hólmavík. Í nágrenni Drangsness er margt að skoða, má þar til dæmis nefna Malarhorn og Kerlinguna innan bæjarmarkanna og einungis er um klukkustundargangur upp á Bæjarfell ofan Drangsness þar sem útsýnið yfir Steingrímsfjörð og Húnaflóa er engu líkt. Í mynni Steingrímsfjarðar er Grímsey og þangað er boðið upp á ferðir yfir sumartímann. Á Drangsnesi er ný sundlaug með heitum potti, vaðlaug og eimbaði.

Í nágrenninu má finna áhugaverð söfn, til að mynda Galdrasafnið á Hólmavík og Kotbýli Kuklarans við Klúku í Bjarnarfirði. Íslenskri sauðfjárrækt er svo gerð góð skil á Sauðfjársetri á Sævangi.

Höfði Guesthouse

Dýrafjörður, 471 Þingeyri

Höfði Guesthouse er ská á móti Þingeyri og blasir við af Brekkuhálsinum, en til Þingeyrar frá Höfða
eru um 15 km.

Gestgjafar búa á jörðinni ásamt börnum, og eru með búrekstur og skógrækt. Margar skemmtilegar
gönguleiðir eru í nágrenni Höfða og eins er stutt að keyra á fallega staði eins og t.d. Dýrafjarðarbotn með fallegum vatnsföllum og Mýrafellið með sitt fallega útsýni og þar rétt hjá Skrúð séra Sigtryggs Guðlaugssonar sem er elsti skrúðgarður landsins og er staðsettur innan til við gamla héraðsskólann að Núpi. 

Fyrir rúmlega 100 árum var á Höfða hvalveiðistöð, reist og starfrækt af norðmönnum, síðar var starfrækt þar bókasafn hreppsins og sparisjóður Mýrahrepps í höndum Guðmundar Gíslasonar
og Jóhönnu Guðmundsdóttur bænda á Höfða ( Ystabæ.) 

Dýrafjörðurinn er stórfenglegur jafnt sumar sem vetur. 

Aðbúnaður gesta:
Íbúð með tveggja manna herbergi, eldhúsi, baði og sér inngangi. Þráðlaus nettenging. Utandyra eru bekkir og borð ásamt gas- og kolagrilli

Hægt er að panta með sólarhrings fyrirvara, morgunverð, nestispakka sem og léttan kvöldverð. 

Hótel Aldan

Norðurgata 2, 710 Seyðisfjörður

Hótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögulegum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er innréttað með sínum eigin karakter og sjarma. 

Auk hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins. 

Bjóðum uppá æðisleg sumartilboð í gistingu á heimasíðunni okkar. Hundar eru leyfðir í völdum herbergjum og íbúðunum.  

A. Bernhard Bed & Breakfast

Vallargata 6, 230 Reykjanesbær

Þetta gistiheimili er staðsett í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og í 2 mínútna göngufjarlægð frá aðalgötunni, Hafnargötu. Wi-Fi Internet og einkabílastæði á staðnum eru ókeypis fyrir gesti.

Herbergin á A. Bernard Bed and Breakfast eru með nútímalegar innréttingar. Öll eru þau með sameiginlegt baðherbergi og sum eru með setusvæði og te/kaffiaðstöðu.

Sameiginlegt setusvæði er í boði fyrir gesti A. Bernhard, ásamt garði með útihúsgögnum og grillbúnaði.

Bláa Lónið er í 22 km fjarlægð en miðbær Reykjavíkur er í 43 km fjarlægð frá gistiheimilinu. Vatnagarðurinn Vatnaveröld er í 4 mínútna göngufjarlægð.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Steinsholt ferðaþjónusta

Steinsholt 2, 801 Selfoss

Ferðaþjónustan Steinsholti bíður uppá gistingu og langar og stuttar hestaferðir. Steinsholt er staðsett við hálendisbrúnina í fallegu umhverfi þar sem fólk dvelur á friðsælu svæði uppí sveit. Héðan eru farnar langar og stuttar hestaferðir, í lengri ferðunum er meðal annars farið í Landmannalaugar, styttri hestaferðir erum farnar í nágrenni staðarins þar sem eru margar skemmtilegar leiðir í fallegu umhverfi. Við höfum rekið hestaferðir í 25 ár.

Gistingin er bændagisting með átta herbergjum þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, heitur pottur er á staðnum og margar skemmtilegar gönguleiðir er á svæðinu. Ef fólk vill dvelja í Íslenskri sveit þá er Steinsholt kjörinn staður til þess.

Hestar og ferðir

Hvammur 2, 541 Blönduós

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Freyja Guesthouse & Suites

Freyjugata 39, 101 Reykjavík

Verið velkomin til okkar á Freyjugötu 39 - notarlegt og heimilislegt gistihús í hjarta Reykjavíkurborgar. Gistihúsið er staðsett á Freyjugötu, nálægt Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg.

Ókeypis bílastæði fyrir framan gistihúsið.

Við bjóðum upp á herbergi bæði með sameiginlegu baðherbergi og sérbaðherbergi. Gestir hafa aðgang að eldhúsi og rúmgóðum stofum. Gestir hafa einnig aðgang að kaffi og te í sameiginlegu rými og boðið er upp á ferska safa á hverjum morgni. Hægt er að panta með eða án morgunmats en morgunmaturinn er borinn fram í næsta húsi - Ásmundasal: Reykjavík Roasters fyrir 1500kr.  Hægt er að fá morgunmat til að hafa með sér.

Ytra Lón Farm Lodge

Langanes, 681 Þórshöfn

Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.

Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...

Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn. 


Við bjóðum upp á:  
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.

Leiðsögn um búið

Heitur pottur

Silungsveiði í lóninu

Skoðunarferðir um Langanesið

Fótboltagolf Markavöllur

Dalbær III, 845 Flúðir

Erum með 18 holu fótboltagolfvöll á Markavelli rétt við Flúðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistihúsið Grímsstöðum

Grímsstaðir á Fjöllum, 660 Mývatn

Grímsstaðir á Fjöllum standa við krossgötur inn á hálendinu, norðan Vatnajökuls. Í þessu gamla en notalega húsi er boðið upp á svefnpokapláss fyrir 10 manns og morgunverð er hægt að fá hjá gestgjafa. Einnig er hægt að fá uppábúin rúm fyrir 6 í heimagistingu.
Frá Grímsstöðum er stutt að helstu náttúruperlum Norðaustanlands, svo sem:
• Dettifoss 28 km
• Mývatn 40 km
• Ásbyrgi 56 km
• Herðubreiðarlindir 60 km
• Askja 100 km
• Kverkfjöll 130 km

Tjaldsvæði opnar venjulega seint í júní til 15. september.

Reynimelur 45

Reynimelur 45, 107 Reykjavík

Fjögurra herbergja íbúð á Reynimel. Rúmgott svefnherbergi með hjónarúmi, smærra svefnherbergi með einbreiðu rúmi og svefnsófi í stofu. Mögulegt er að nýta borðstofu sem svefnrými.

Fullbúið eldhús. Aðgangur að interneti. Svalir, stór garður og gjaldfrjáls bílastæði í götu. Frábær staðsetning í göngufjarlægð frá miðbænum. Í grenndinni eru sundlaug, matvöruverslun, kaffihús, bakarí og veitingastaðir. 

Höfðagata Gisting

Höfðagata 11, 340 Stykkishólmur

Hlýleg og notaleg gistiaðstaða á besta stað í jaðri gamla bæjarins. Húsið stendur uppi á hæð þaðan sem gott útsýni er yfir hluta bæjarins, út á Breiðafjörð og til fjalla.

Stutt er í alla þjónustu svo sem veitingastaði, kaffihús, verslanir, golfvöll, söfn og sundlaug.

Í húsinu eru  fimm  björt, notaleg og vel búin tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum og handklæðum. Eitt herbergið er með sérbaðherbergi með sturtu. Önnur herbergi hafa aðgang að tveimur sameiginlegum baðherbergjum með sturtu. 

Í stærri herbergin er hægt að setja 1-2 aukarúm,  uppábúin  með handklæðum.  Uppábúið barnarúm er hægt að fá endurgjaldslaust  (börn ca. 0-2 ára).

Í húsinu er rúmgóð og notaleg setustofa með sjónvarpi og borðstofu til sameiginlegra afnota fyrir gesti. Úr setustofu er gengið út í garð þar sem er grill og heitur pottur.

Ekki er boðið upp á morgunverð en gestum okkar er velkomið að nota aðstöðuna til að útbúa sinn eigin morgunverð.

Ókeypis þráðlaust netsamband.

H Stay

Hringbraut 104, 101 Reykjavík

Öldubakki

Öldubakki 31, 860 Hvolsvöllur

Brekkugerði

Laugarás, Bláskógabyggð, 801 Selfoss

Brekkugerði Guesthouse er hlýlegur, vel hannaður og smekklega innréttaður gististaður þar sem öll herbergin eru með sérbaði nema tvö sem deila baði. Húsið sem er í Laugarási er staðsett í einstaklega fallegu umhverfi, umlukið gróðurmiklum og skjólríkum garði.

Gististaðurinn er mjög miðsvæðis á Suðurlandi og hentar því vel sem bækistöð í dagsferðir. Þannig eru stutt í vinsælustu ferðamannastaði landsins svo sem Skálholt (5 mín.), Kerið (20-25 mín.), Þingvelli (55-60 mín.), Geysi (25-30 mín.), Gullfoss (35-40 mín.) og Gjánna (55-60 mín.). Síðan er auðvelt að heimsækja staði eins og t.d. Landmannalaugar, Heklu, Þjófafoss, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Þórsmörk, Dyrhólaey, Reynisfjöru og jafnvel Vestmannaeyjar í dagsferðum. 

Nóg framboð er af afþreyingu í næsta nágrenni svo sem stangveiðar, sundlaugar, söfn, golfvellir, flúðasiglingar, hestaferðir, jöklaferðir o.fl. o.fl.  Gististaðurinn er í eigu fjölskyldu sem býr á staðnum og er boðin og búin að aðstoða við hvaðeina með persónulegri þjónustu.

Kastalinn Gistiheimili

Brekkuhvammur 1, 370 Búðardalur

Kastalinn býður upp á gistingu í Búðardal. Gististaðurinn stendur við svartar strendur Hvammsfjarðar og er í göngufæri við Vínlandssetur - sýning og kaffihús, Dalakot - veitingastaður, Krambúðina, Blómalind - kaffihús og blómabúð, handverkshópinn Bolla, Dalahesta - hestaleiga og margt fleira.

Öll herbergi eru með ísskáp, kaffivél, katli, og ristavél, fríu WiFi og bíðastæði. Til staðar er sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara. 

Á lóðinni eru einnig að finna þrjú lítil hýsi (15m2) með sér baðherbergi, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og örbylgjuofni. 

Gas og kolagrill standa gestum til boða. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Sjafnargata 8

Sjafnargata 8, 101 Reykjavík

Hverinn

Kleppjárnsreykir, 320 Reykholt í Borgarfirði

Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner.

Tjaldsvæðið

Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla.

Verð 2019:
Fullorðnir: kr. 1.500,-
Fritt fyrir 13 ára og yngri
Rafmagn: kr. 1.000,-
Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti
Þurrkari: kr. 500,- hvert skipti
Hobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,-

Hobbitahús

Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti. 

Herbergi 

5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi.

Íbúð

Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi. 

Heitir pottar og sundlaug

Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.

Forsæla Apartmenthouse

Grettisgata 33b, 101 Reykjavík

Bogaslóð 6

Bogaslóð 6, 780 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið Heba

Íragerði 12, 825 Stokkseyri

Meira en bara rúm til að sofa í gistiheimilið Heba er staður til að stoppa á og njóta. Í grennd við jökla, fjöll ár og fjörur þar sem örstutt er í magnaðar náttúruperlur.

 Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Steinn Farm

Steini, 551 Sauðárkrókur

Hótel Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.

Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.  

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.

Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.  

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista. 

  • 36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
  • Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
  • Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
  • Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
  • Morgunverður innifalinn.
  • Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
  • Útidyr á öllum herbergjum.
  • Frí Internet tenging á hótelinu.
  • Heitir pottar.
  • Bar og notaleg setustofa með arinn.
  • Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
  • Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.

Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar) 

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Hellnafell Guesthouse

Hellnafell, 350 Grundarfjörður

Húsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni 😉

Karlsá gistiheimili

Karlsá, 621 Dalvík

Karlsá er reisulegt hús á 3 hæðum, staðsett nokkrum kílómetrum norðan við Dalvík. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur, pör eða hópa sem vilja slaka á í fallegu umhverfi eða kanna það sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða. Gestir leigja allt húsið.

Í húsinu eru 7 herbergi með uppbúnum rúmum fyrir allt að 15 manns, eldhús, borðstofa og setustofa. Úti er lítið gufubaðshús og heitur pottur með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin allt í kring.

www.karlsa.com
www.ravenhilllodge.com
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com

Gistihúsið Sæluvík

Bjarg, Sæluvík, 685 Bakkafjörður

Sérstætt hús rétt utan þorpsins Bakkafjarðar, húsið stendur við sjóinn og býður upp á fallegt sjávarútsýni og miðnætursól. Húsið er tveggja hæða og það eru þrjú herbergi, öll á efri hæðinni, ásamt eldhúsi og salerni, sturta er á neðri hæðinni. Hægt er að njóta íslenska dýralífins en það er fuglabjarg stutt frá húsinu og hægt er að heyra fuglasöng nær allan sólarhringinn, ef maður er heppinn getur maður séð Hreindýr og Tófur. Það er veitingastaður og lítil búð inn í Bakkafirði, einnig er náttúrulaugin Selárdalslaug aðeins 20 mínútna akstur. Seinni partinn í ágúst gæti maður séð norðurljósin.

Vacation house

Höfðatún, 801 Selfoss

Bakki Apartment

Bakkastígur 4, 101 Reykjavík

Guðrúnargata 6 íbúð 201

Guðrúnargata 6, 105 Reykjavík

Notaleg heimagisting í grennd við Klambratún í göngufæri frá Laugaveg og miðbænum. Íbúðin er í efri hæð hússins og er íbúðin mjög vel útbúin.

Fyrir nánari upplýsingar og bókanir, hafið samband beint við okkur. 

Gistiheimilið Lambastöðum

Lambastaðir, 803 Selfoss

Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna. 

Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.

Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.

Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.

Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.

Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.

Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.

Arnarnes Álfasetur

Arnarnes, 604 Akureyri

Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur. Umlukið fallegri náttúru, friðsælt og heimilislegt. Á gistiheimilinu eru 5 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi Öll með sameiginlegum baðherbergum. Hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð fyrir hópa. Yfir sumarið er í boði að sofa í húsbíl sem er dásamleg upplifun. 

 Að auki bjóðum við uppá 90 mínútna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur. 

 Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð. 

Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nær samfélagið. 

Við erum einnig hluti af Norðurstrandarleið  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Sólheimar Studio Apartments

Engjavegur 9, 400 Ísafjörður

Tvær stúdío íbúðir á jarðhæð húss, þar sem eigendur búa á efri hæð ásamt tveimur hundum. Báðar íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, flatskjá, baðherbergi með sturtu og sérinngangur er í þær báðar. Hvor íbúð tekur 2 fullorðna í gistingu.  Ókeypis net, aðgangur að garði og grilli og ókeypis bílastæði. 

Haukaberg House

Hraunhóll 7, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið Haukaberg er staðsett í 7 km fjarlægð frá Höfn, í rólegu umhverfi, umvafið fallegri náttúru.

Gistiheimilið Haukaberg er í eigu og rekið af ungri fjölskyldu. Við bjóðum húsnæði fyrir fjölskyldur eða hópa, að hámarki 10 manns.

Eldhúsið er fullbúið.

Á svæðinu er í boði úrval af ferðum með leiðsögn af ýmsu tagi. Heillandi staðir sem við mælum með eru t.d. Vestrahorn, Fláajökull, Heinabergsjökull og Hoffellsjökull.

Neðra-Vatnshorn

Línakradalur, 531 Hvammstangi

Sveitagisting í rólegu umhverfi í gömlu húsi með sál.

Gisting í sérhúsi með sameiginlegt baðherbergi og WC, setustofu og eldhús. Eitt hjónaherbergi með tvíbreytt rúmi, eitt twin herbergi með 2 einstaklingsrúm, þriggja manna herbergi með aukadýnu fyrir t.d. eitt barn. Tilvalið fjölskylduherbergi fyrir hjón með tvo börn/unglinga. Uppbúin rúm og handklæði fylgja. Húsið getur verið leigt út í sólarhring eða í lengri tima fyrir allt að 8 manns. Í boði er að koma með sitt eigið lín og fá afnot af sængum fyrir 7-8 manns.

Gisting í 2 smáhýsum fyrir tvo með sérbað og uppbúin rúm. Enginn eldurnaraðstaða í herbegjum en hægt að hita vatn , instant kaffi og te innifalið í herbergjum. Sólpallur fyrri framan hverja gistieiningu með útsýni á Miðfjarðarvatn.

Morgunmatur er í boði þar sem lögð er áherslu á heimatilbúna afurðir. Allt brauð er bakað heima og sulturnar eru einnig heimagerðar. Áhersla er lögð á íslenskt hráefni. Hægt er að fá morgunmat sniðinn fyrir þá sem eru á grænmetisfæðu eða vegan og með mataróþól en það þarf að panta það fyrirfram.

Í boði er stutt bæjarrölt með leiðsögn um bæinn með kynningu á búskap bæjarins og vélakosti. 

Gönguleiðir frá bænum upp á fjall og einnig góðar gönguleiðir í nágrenni, fjörugöngur á Vatnsnesinu. 

Hægt er að fylgjast með sauðburði í mai , sjá nýfædd folöld í júni og júli, fylgjast með heyskap í júli og rúllutækninni.

Það eru nokkrir hestar á bænum til sýnis fyrir gesti og teymd er undir börnum.

Þeir sem gista mega veiða á stöng í læk. 

Góð veiðivötn í næsta nágrenni og upp á Arnavatnsheiði. 

Stutt er í verslun og sund á Hvammstanga sem er í aðeins 12 km fjarlægð frá bænum. Margir áhugaverðir staðir til að skoða í nágrenni og tilvalið að fara í dagsferð upp á Arnavatnsheiði til að njóta kyrrðarinnar.

Verið velkomin!


Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Stóra-Sandfell 3, Skriðdalur, 701 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.

Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.

Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Reydarfjörður Apartment

Heiðarvegur 2, 730 Reyðarfjörður

Reydarfjörður Apartment býður upp á gistirými með eldunaraðstöðu fyrir allt að 6 gesti (í sérstökum tilfellum, 2 gesti til viðbótar) í 3 svefnherbergjum (87 fermetrar). Aðalsvefnherbergið er með hjónarúmi og tvö önnur bjóða koju og tvö einbreið rúm sem hægt er að breyta í eitt hjónarúm sé þess óskað. Í stofunni er svefnsófi sem tveir geta deilt. Eldhúsið er fullbúið með ísskáp, combi-örbylgjuofni, kaffivél, eldavél osfrv. Þvottavél og þurrkari eru í boði fyrir gesti. Háhraða WiFi, 200 "skjávarpa og PS3 geta gert kvöldin ánægjulegri. Stór verönd með grilli og ókeypis bílastæði er í boði fyrir utan. Húsið er staðsett í miðbæ Reydarfjarðar .

Eigendur fyrirtækisins eru: Darek Stawiski og Jolanta Czech.

Hægt er að panta gistingu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins:
homelike.is á Airbnb síðunni okkar eða Bookin.com síðunni okkar .

Gistiheimilið Vínland

Vínland, 700 Egilsstaðir

Verið velkomin á Gistihúsið Vínland í Fellabæ.

Vínland er staðsett í hjarta Fljótsdalshéraðs. Fyrir ykkur sem viljið njóta fegurðar Austurlands og Austfjarða er Vínland góður miðlægur staður.

Á Egilsstöðum eru matvörumarkaðir, sérverslanir, gallery, góðir veitingastaðir, góð íþróttaaðstaða, gervigrasvöllur, útisundlaug, rennibrautir, heitir pottar, golfvöllur o.fl.

Gistiaðstaðan samanstendur af 6 smekklegum herbergjum. Herbergin hafa sér inngang, baðherbergi, nettengingu, TV, hárþurrku, lítinn kæliskáp, örbylgjuofni, hraðsuðukönnu, te og kaffi.

Sumarhús er líka til leigu á Vínlandi, gistiaðstaða fyrir 2 til 4 en hámark 6 manns með þægilegri setustofu, eldhúsi og baðherbergi.

Camping Pods, smáhýsi, er ódýrari kosturi, svefnpokagisting sjá nánar á www.vinlandhotel.is

Nánari upplýsingar:

Ásdís :893 2989

info@vinlandhotel.is

Guesthouse Gallerí Vík

Bakkabraut 6, 870 Vík

Bergstaðastræti 20

Bergstaðastræti 20, 101 Reykjavík

1A Guesthouse

Vatnsholt 1A, 803 Selfoss

Notaleg gisting í Vatnsholti á Suðurlandi. Stutt í einstaka náttúrufegurð.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.

Guesthouse 1x6

Vesturbraut 3, 230 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Brimhestar

Brimilsvellir, 356 Snæfellsbær

Við bjóðum upp á skipulagðar hestaferðir með leiðsögn um frábærar reiðleiðir á mjög góðum hestum fyrir alla. Í boði er allt frá 1 klukkutíma útreiðartúr upp í 3 - 8  daga  með gistingu og veitingum.

Hjá okkur er hægt að gista í glæsilegu 120 fm sumarhúsi (max. 10), kósý 26 fm sumarhúsi fyrir 2, eða í herbergjum með morgunmat. Kaffiveitingar og kvöldmatur (þarf að bóka fyrirfam), heitur pottur

Verið velkomin að hafa samband við okkur.

Ferðaþjónustan Hafursá

Sólvellir 4, 700 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.

Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.

Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.

Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .

Þjónusta
Gestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.
Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.
Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð. 

Afþreying

  • Ganga um skóginn
  • Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
  • Trjásafnið inn við gróðrarstöð
  • Hengifoss/Litlanesfoss  10 km
  • Hestaleiga 15 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
  • Óbyggðasafnið      25 km
  • Vallanes 10 km  ( móðir Jörð )
  • Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. - 
  • Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni )
  • Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km 
  • Kárahnjúkastífla 75 km.

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland í Hörðudal, 371 Búðardalur

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.

Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi. 

Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi. 

Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu. 

Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn. 

Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  

Fosssel

Fosssel, 816 Ölfus

Dýhóll

Dýhóll, 781 Höfn í Hornafirði

Lamb Inn

Öngulsstaðir III, 601 Akureyri

Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara.

Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira.

Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina.

Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins.

Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi.

Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.

 

Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.

 

Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.

 

Suður-Bár

Suður-Bár, 350 Grundarfjörður

Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði.

Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.

Kirkjubær Guesthouse

Fjarðarbraut 37a, 755 Stöðvarfjörður

Kirkjubær er einstakur gististaður á Íslandi, staðsettur á Stöðvarfirði, einni af náttúruperlum Austfjarða. Húsið er afhelguð kirkja, endurbyggð árið 1925 á núverandi stað. Svefnaðstaða er fyrir 10 manns auk hreinlætis- og eldunaraðstöðu.

Sjá einnig: Vefsíðuna okkar og þá er einnig hægt að hafa samband á netfangið kirkjubaergisting@simnet.is

Herríðarhóll Reittouren ehf.

Herríðarhóll, 851 Hella

Raven´s Bed

Sjávargata 28, 260 Reykjanesbær

Fjósið í Höskuldarkoti í Njarðvík eða Fjósið í Koti er vinsæll gististaður í nálægð (7km) við flugvöllinn (Keflavik International Airport). Við gististaðinn liggja skemmtilegir göngustígar meðfram sjónum með útsýni til höfuðborgarinnar og allt norður til Snæfellsness þar sem jökullinn gnæfir. Göngustígur liggur þannig til miðbæjar Keflavíkur þar sem finna má helstu veitingastaði og verslunargötur. Í næsta nágrenni má finna kaffihús og bakarí, lyfjabúð og kaupmanninn á horninu. Boðið er uppá 2.ja manna herbergi og 4.ra manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Miðlæg upphitun í herbergjum, aðgangur að interneti og val um einfalt eða tvöfalt rúm. Morgunverður er innifalinn í verði ásamt aðgengi að heitum potti. Gestir hafa aðgang að eldhúsi til að útbúa minni máltíðir eða klára nestið sitt frá ferðalaginu. Þar er ísskápur, örbylgjuofn og hitakanna. Morgunmatur er reiddur fram kl.8.00-10:30 en gestir hafa aðgang og geta lagað sinn morgunmat fyrir þann tíma ef brottfor er snemma í tengslum við flug.

Innritun hefst kl.16.00 og útritun kl.12 (hádegi) næsta dag nema bókun sé framhaldið. Ravens bnb er starfrækt í 100 ára gömlu endurnýjuðu húsnæði, sem upprunalega var fjós og hlaða. Þar eru margir innanstokksmunir upprunalegir sem gefur húsinu sérstakan blæ og góðan anda. Gestir geta hvílst í afslöppuðu umhverfi og fengið leiðsögn og upplýsingu hjá gestgjöfum sínum. Hægt er að fá viðbótarþjónustu gegn gjaldi, s.s. öryggisskáp, fataþvott og skutlþjónustu. Einnig er gestum boðið uppá lengra skutl s.s. í Bláa Lónið eða á flugvöllinn gegn aukagjaldi. Þá er innheimt aukagjald gegn innritun eftir miðnætti. Reykingar eru ekki leyfðar. Gæludýr eru ekki leyfð.

Vökuland guesthouse & wellness

Vökuland, 601 Akureyri

Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla.

Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni.

Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu.  Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu.  Heitur pottur og grill er til afnota fyrir gesti. 

Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar.  Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum.

Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.

Upplifðu tónbað / tónheilun / yoga í fallega mongólska Eagles North kyrrðarhofinu hjá Vökuland wellness. Haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), tónbaði og tónheilun fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring.  Kristalskál, tíbeskar og inverskar tónskálar, gong og fleiri fagurlega hönnuð hljóðfæri hjálpa til við að komast í djúpslökun í andlega bætandi ferðalagi.  Hver stund er í 1–1,5 klst. Og 10 – 12 manns komast í einu í hofið.  Hægt er að panta gistingu á staðnum í hlýlegri og vel útbúinni íbúð.  Til að bóka tíma fyrirfram er haft samband við Sólveigu í info@eaglesnorth.is

Hótel Framtíð

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.

Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.

Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.

Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.

Sölvanes

Skagafjörður, 560 Varmahlíð

Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið. 

Frítt WiFi

Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020)

Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum

Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur.

Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/

Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur.

Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni.

Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Ferðaþjónustan Syðstu-Grund

Syðsta-Grund, 560 Varmahlíð

Heimagisting

Boðið er upp á notalega heimagistingu þar sem hægt er að fá uppábúin rúm, svefnpokapláss og morgunverð. Persónuleg og góð þjónusta.

Sumarhús

Einnig gisting í 25 fm sumarhúsi sem smíðað var af Trésmiðjunni Akri á Akranesi. Það er útbúið öllum nútímaþægindum í skjólsælu umhverfi. Gistipláss fyrir  4-5 manns og hægt er að leigja húsið í einn sólarhring eða lengur. Allt eftir þörfum.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Námshestar

Kúludalsá, 301 Akranes

Gisting í uppbúnum rúmum á vinalega sveitabænum Kúludalsá, í lítilli en notalegri tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Sér eldhús, bað og inngangur. Fallegt útsýni allt um kring.

Hestar í bakgarðinum og hægt að fara í stutta útreiðartúra með leiðsögn. Einnig er boðið upp á að teyma undir börnum. Fjaran er nærri með fjölskrúðugu fuglalífi. Akrafjall er freistandi fyrir göngugarpa.

Endilega hafið samband hjá namshestar@namshestar.is eða í síma 354-897-9070.

Slow Travel Mývatn

Þúfa, Mývatn, 660 Mývatn

Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.

Gistiheimilið Svínavatn

Svínavatn, 541 Blönduós

Gistiheimilið á Svínavatni er staðsett 23 km suður af Blönduósi, (við Svínvetningabraut veg nr.731.) um 3 klst akstur frá Reykjavík. 

Lítið og vinalegt gistiheimili á friðsælum stað með fallegt útsýni yfir Svínavatn og persónulega þjónustu.

Alfreds Studios

Frakkastígur 6a, 101 Reykjavík

B&B Sólheimar 9

Sólheimar 9, Svalbarðsströnd, 606 Akureyri

Gestahúsið Sólheimar 9 Svalbarðsströnd er í um 7 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri með fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Við leigjum út tvær litlar stúdíóíbúðir (W og E) í nýlega byggðu gestahúsi við hliðina á heimili okkar. Hentar fyrir 2-3 gesti hvor. Uppbúið hjónarúm, sófi/svefnsófi, handklæði, baðherbergi m. sturtu og eldhúskrókur þar sem hægt er að gera morgunmat og einfaldar máltíðir.

Hægt er að leigja báðar íbúðirnar (allt húsið) og rúmar þá 4-6 gesti.

Aðgengi að þvottavél og þurrkara og heitum potti sem er staðsettur sjávarmegin ca 30 metra frá gistihúsinu. Ókeypis WiFi.

Vinsamlegast finndu okkur á Airbnb, þar eru myndir og nánari upplýsingar.

Studíó E: Smellið hér.
Studíó W: Smellið hér.  

Einnig er velkomið að hafa samband við okkur beint, bogbsolheimar9@gmail.com

Verið velkomin!
Starri og Bergþóra

Skáldahús, Selfoss

Þórsmörk 2, 800 Selfoss

Iceland Yurt

Leifsstaðabrúnir 15, 601 Akureyri

Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.

Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi.

Gaia hofið, námskeið og tónheilun
Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum. 

Nokkur orð frá gestum okkar:

Gisting í Yurt:

‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’
‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´
´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´

´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´

Heilsumeðferð í Gaia hofinu:
´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again.
A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).

Maríubær

Smyrlahraun 6, 220 Hafnarfjörður

Notaleg gisting á höfuðborgarsvæðinu. 

Gemlufall guesthouse

Gemlufall, 471 Þingeyri

Gemlufall 

Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir. 

Rými er fyrir 14 -16 manns.  

Íbúð 1 - 6 manns. 

Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2  

Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  

Klængshóll í Skíðadal

Klængshól, Skíðadal, 621 Dalvík

Klængshóll í Skíðadal er einstakur staður á Norðurlandi. Hann er tilvalinn fyrir afslöppun í faðmi náttúrunnar með fjölskyldu eða vinum, og hentar vel fyrir hópa og fundarhöld.

Gistingin er í 8 litlum íbúðum í 4 húsum, að auki hafa gestir aðgang að baðhúsi með heitum potti og gufubaði, setustofu og sal sem hentar vel fyrir yoga eða borðtennis. Í gamla íbúðarhúsinu er morgunverður framreiddur, einnig er hægt að panta aðrar máltíðir. 

Náttúran umlykur staðinn og fjölbreyttar gönguleiðir liggja frá Klængshóli.

www.ravenhilllodge.com
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.karlsa.com



Breiðamýri

Breiðamýri, 650 Laugar

Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við.

Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur. 

Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin.

Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum.

Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum. 

Hörgsland

Hörgsland I, 880 Kirkjubæjarklaustur

Upplýsingar um húsin:
Húsin eru 13 talsins og voru byggð árin 2002 og 2003.
Þau eru panelklædd að innan með parketi á gólfum, björt og hlýleg.

Húsin eru með:
Klósetti, sturtu og handlaug
Verönd og útiborði
Tveimur svefnherbergjum, Bæði herbergin með tveggja manna rúmi og koju fyrir ofan
Einnig er í húsunum svefnloft með rúmlega 2m lofthæð og þar eru tvö     90×200 cm rúm
Í húsunum fylgir alltaf með handþurrka, klósettpappír, sápa, diskaþurrka og borðþurrka.

Eldhúsin eru með:
Ísskáp og örbylgjuofni
Kaffivél og brauðrist.
Eldavél og öllum almennum eldhúsáhöldum

Stofan er með:
Sjónvarpi, útvarpi, sófasetti og stofuborði.

Á svæðinu eru heitir pottar með nuddi og tjaldstæði með salernisaðstöðu og og sturtu.
Verð á tjaldstæði innifalin sturta 1600 kr / per mann en frítt fyrir yngri en 12 ára.

Góðar gönguleiðir og mikið útsýni eru við bæjardyrnar.
Lítill skógur er fyrir ofan sumarhúsin, og mikið fuglalíf á svæðinu.

SeaSide Cottages

Eyrargata 37a, 820 Eyrarbakki

Seaside cottages býður upp á tvö dásamlega rómantísk og vel útbúin hús til leigu í lengri eða skemmri tíma. Húsin Suðurgata og Vesturgata eru staðsett við sjávarkambinn á Eyrarbakka og leigjast með uppábúnum rúmum, handklæðum, kertum, baðolíum og sápum. Ef þú ert í rómantískum hugleiðingum og eða vilt skipta um umhverfi og komast í rólegheit og afslöppun þá erum við með lausnina og hlökkum til að taka á móti þér. Þess má geta að veitingastaðurinn Rauða húsið er í göngufæri.

 

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu. 

Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

 

Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgata 120, 735 Eskifjörður

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.

Öll húsin eru með aðgangi að interneti. 

Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu. 

http://www.mjoeyri.is

Ferðaþjónustan Þurranesi

Saurbær, 371 Búðardalur

Í ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum: Þurranesi 1 og þremur sumarhúsum. Hægt er að leigja húsin í stakar nætur eða heilar vikur. 

Þurranes 1 er fullkomið fyrir 10-20 manna hópa - Gamla íbúðarhúsinu í Þurranesi hefur verið breitt í 5 tveggja manna herbergi ásamt sameiginlegu baðherbergi. Nýtt hús hefur verið byggt við hlið þess, í því er eldhús, matsalur fyrir allt að 40 manns, setustofa og baðherbergi. Á efri hæð þess er rúmgott opið svefnloft með 10 rúmum. Húsin eru svo tengd saman með millibyggingu sem er rúmgóð forstofa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 20 manns. 

Hægt er að tjalda eða vera með ferðavagna á túninu við húsið og á veröndinni er heitur pottur. 

Þrjú sumarhús - Sumarhúsin eru 43 m2. Í þeim eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því hvert hús að minnsta kosti 6 manns. Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu og í eldhúskrók er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp. Heitur pottur er við öll húsin. 

Original North

Vað, 641 Húsavík

Original North - Camp Boutique er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem staðsett er á Vaði í Þingeyjarsveit þar sem gestgjafarnir eru fæddir og uppaldnir.  Boðið er upp á tvennskonar gistingu á staðnum, annars vegar í fullbúnum og upphituðum lúxus tjöldum og hins vegar er hægt að leigja hús.  Hægt er að velja um tvær gerðir af tjöldum, annars vegar 2ja manna tjald (25 fm) og hins vegar 4 manna fjölskyldutjald (45 fm). Gisting í lúxus tjaldi er einstakt tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru á skemmtilegan hátt.  

 

Húsið sem er til leigu er 4 herbergja og fullbúið. Húsið er nýuppgert í gamaldags stíl þar sem sveitarómantíkin fær að njóta sín. Í húsinu er gistirými fyrir 8 manns.  Húsavík er aðeins í 27 km fjarlægð og Akureyri í um 50 km fjarlægð.

OPNUNARTÍMI

Tjöld: Júní – September
Húsið: Allt árið

Skálavík

Strandgata 5, 825 Stokkseyri

Tilgangur félagsins er útleiga á skammtíma gistirými til ferðamanna, þjónusta við ferðamenn, smásala og heildsala og rekstur húsnæðis.

Chez Monique Bed and Breakfast

Tjarnargata 10b, 101 Reykjavík

Monique hefur elskað og búið á Íslandi í hálfa öld. Hún fór frá heimabæ sínum, Normandí í Frakklandi fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, aðeins tvítug að aldri. Það varð upphafið að yndislegu ævintýri og miklum vendipunkti í lífi hennar.

Monique flutti frá París til Reykjavíkur árið 1970. Hún steig sín fyrstu skref á Íslandi hjá sendirráði Frakklands þar sem hún starfaði sem au pair fyrir franska sendiherrann. Hún starfaði þar í nokkur ár, ár sem mörkuðu upphafið að ævilöngu sambandi Frakklands og Íslands.

Hún starfaði hjá Landsspítalanum í Reykjavík í 32 ár. Á sama tíma deildi hún ástríðu sinni á Íslandi með ferðamönnum, á gistiheimili sínu “Chez Monique” sem hún rak með þáverandi manni sínum.

“Chez Monique” varð strax í miklu uppáhaldi hjá frönskumælandi ferðamönnum og Frökkum sem voru nýkomnir til Íslands. Nánast hver einasti Frakki sem hefur flutt til Íslands hefur gist hjá eða kynnst Monique. Hún er talin af mörgum einn helsti gestgjafi franskra íbúa á Íslandi.

En ástríða hennar fyrir ferðamönnum og að deila ást sinni á Íslandi er enn sú sama.

Monique leigir ennþá út íbúðir sínar á Tjarnargötu, sem er mjög vel staðsett gata í miðbæ Reykjavíkur. Hún notar enn nafnið “Chez Monique” því það stendur fyrir allt sem Monique sjálf stendur fyrir: gríðarlegri hlýju og mjög indælli reynslu í Reykjavík.

Hótel Breiðdalsvík

Sólvellir 14, 760 Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma.

Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti. 

Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur. 

 

Lækjarkot Rooms and Cottages with Kitchen

Lækjarkot, 311 Borgarnes

Lækjarkot herbergi og smáhýsi með eldhúsi er í 6 km fjarlægð norður af Borgarnesi. Bjóðum upp á
bændagistingu samtal um 100 rúm. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í nágrenni
Lækjarkots. Göngustígar, Hamar golfvöllur er í innan við 3 km. Hestaleiga
www.fjeldstedhestar.is er á
Ölvaldstöðum 4 sími 437 1686 & 893 3886 - fj
eldsted@emax.is. Sund í 6 km fjarlægð.
 

Gisting: Lækjarkot, eru herbergi (14) og smáhýsi (12) eru öll með eldhúsi.
Smáhýsi: Tvö svefnherbergi, og stofa með eldhúsi, sturta og klósett. Svefnpláss fyrir allt að 6 manns
Herbergi: Sérinngangur, tvö rúm, smá eldhús, sturta og klósett.

Lista vinnustofa: Ása Ólafsdóttir, myndlistakona sýnir eftir pöntunum - 699 0531- asa@asaola.is
Þjónusta: Sængur, koddar og handklæði eru til staðar.
     

Heimagisting Skálholti 6

Skálholt 6, 355 Ólafsvík

Gistingin er á góðum stað í Ólafsvík. Byrjaði með gistinguna á neðri hæðinni árið 2009, nýja íbúðin var uppgerð fyrir einu og hálfu ári síðan.

Gistiheimilið Galtafell

Laufásvegur 46, 101 Reykjavík

Sögufrægt hús á besta stað í borginni, íbúðagisting en einnig er boðið upp á á gistingu í eins og tveggja manna herbergjum. Ókeypis bílastæði við húsið, frítt netsamband í hverju herbergi. Persónuleg og vinaleg þjónusta allan sólarhringinn.

Gistiheimilið Móar

Móar, 301 Akranes

Þægileg einkagisting í fallegu umhverfi, bara 5 mínútna akstur frá Akranesi. Gistiheimilið Móar býður upp á gistingu í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baði og eldhúsi. 

Raufarnes Íbúðargisting

Rauðanes 2, 311 Borgarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Dalbraut 8

Dalbraut 8, 780 Höfn í Hornafirði

Notaleg gisting á Höfn. Rétt við golfvöllin og ströndina.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

L&L Bed&Breakfast

Árbakki, 621 Dalvík

Gistiheimilið okkar, er rétt utan við þorpið Árskógssand og býður upp á tækifæri til að njóta náttúrunnar, stjörnubjarts himins, norðurljósa eða miðnætursólar, allt eftir árstíma. Við búum sjálf í húsinu sem við deilum af gleði með ferðalöngum. Það eru tvö 2 manna herbergi og pláss fyrir allt að 4 gesti á sama tíma. Gestir okkar hafa aðgang að öllu húsinu, þ.m.t. garðinum og bílastæði.

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

Adventura ehf.

Hlauphólar, 766 Djúpivogur

Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki

Kálfafellstaður gistiheimili

Kálfafellstaður, 781 Höfn í Hornafirði

Kálfafellsstaður er kirkjustaður í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Kirkja hefur verið á Kálfafellstað í margar aldir. Þar var torfkirkja til ársins 1885 en þá var reist timburkirkja sem eyðilagðist algjörlega nokkru seinna í miklu fárviðri 7. janúar 1886, svonefndum Knútsbyl.

Líkneski af Ólafi helga, hinum forna dýrlingi staðarins er eini hluturinn sem fannst heill eftir að kirkjan fauk. Það er nú varðveitt á Þjóðminjasafni. Aðrar sögur segja að völvan hafi verið í ætt við Ólaf helga og hafi Núna er steypt kirkja á Kálfafellsstað en hún var reist 1926-27.

Þeir sem hyggjast dvelja lengur ein eina nótt hjá okkur eru beðnir að hafa samband við okkur varðandi verð.