Flog milli íslands og Osló.
Flug til Íslands
Akureyri - Icelandair
Akureyrarflugvöllur, 600 AkureyriIcelandair flýgur reglulega á milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur og því er innanlandsflug tilvalið fyrir þau sem vilja skjótast norður og skoða allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Kjarnaskógur, Hlíðarfjall, Listagilið, Hof, Eyrin, Þelamörk og Sveitin eru allt dæmi um hrífandi staði svæðisins.
Frá 15. október til 30. nóvember verður boðið upp á beint flug, þrisvar sinnum í viku, á milli Akureyrar og Keflavíkur til að tengja við millilandaflug Icelandair um Keflavíkurflugvöll, en tímasetningarnar henta vel fyrir flug til Evrópu. Nánari upplýsingar um beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur má finna hér.
Frá Reykjavíkurflugvelli er einnig boðið upp á flug til Ísafjarðar, Egilsstaða, og yfir Verslunarmannahelgina er hægt að fljúga til Vestmannaeyja.
Edelweiss Air
Online booking, 600 AkureyriSvissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst.
easyJet
Online booking, 101 ReykjavíkEitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.
Icelandair ehf.
Reykjavík Airport, 101 ReykjavíkIcelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til margra stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Félagið notar staðsetningu Íslands sem er mitt á milli Ameríku og Evrópu sem viðskiptatækifæri og hefur byggt upp alþjóðalegt leiðakerfi með Ísland sem miðpunkt.
Icelandair er hluti af Icelandair Group.