Fara í efni

Glacier Journey

Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.

Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.

Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.

Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.

Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.

 Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .

Hvað er í boði