Fara í efni

Norðurljósaskoðun

104 niðurstöður

Glacier Travel

Silfurbraut 21, 780 Höfn í Hornafirði

Grand Travel

Skeiðarás 4, 210 Garðabær

Vantar þig einstaklega þægilegan en umfram allt öruggan ferðamáta fyrir þinn hóp ? Þá erum við með rétta bílinn fyrir þig.

Grand Travel var stofnað árið 2012 og er nýtt fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Við bjóðum uppá nýja og glæsilega hópferðabíla sem búnir eru öllum helstu þægindum s.s. breiðari sætum, hallandi baki, , góðu hljóðkerfi, DVD, sjónvarpi, þráðlausum hljóðnema, interneti og kæliskáp ásamt snyrtingu.

Við hjá Grand Travel leitumst við að þjónusta stóra sem smáa hópa hvort sem það eru stuttar ferðir innanbæjar eða í lengri skipulagðar ferðir um landið. Við sérsníðum okkar þjónustu að þínum þörfum, bjóðum uppá áreiðanlega bílstjóra og einstaklega góðan ferðamáta.

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Iceland in Luxury

Desjamýri 9, 270 Mosfellsbær

Gray Line Iceland

Klettagarðar 4, 104 Reykjavík

Markmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.

Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.

Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.

Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.

Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Iceland Activities

Mánamörk 3-5, 810 Hveragerði

Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.

Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland. 

Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.

Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:

  • Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
  • Brimbrettaferðir og kennsla.
  • Gönguferðir.
  • Hellaferðir.
  • Jeppaferðir.
  • Snjóþrúguferðir
  • Starfsmannaferðir og hvataferðir
  • Skólaferðir
  • Zipline

Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.

Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.

Ice Pic Journeys

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   

Aurora Experts

Kristnibraut 61, 113 Reykjavík
Vakinn

Icelandic Mountain Guides

Klettagarðar 12, 104 Reykjavík

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.

Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.

Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.

Ferðaúrval:

Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.

Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).

Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.

Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.

Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.

Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.

Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.

Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.

Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.

Reykjavík Sightseeing Invest

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík
Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Iceland Paradise Tours

Eggertsgata 20, 102 Reykjavík

Velkomin í ICELAND PARADISE TOURS! Við sérhæfum okkur í að veita gestum okkar einstaka og eftirminnilega upplifun. Teymi reyndra leiðsögumanna okkar mun fara með þig í ógleymanleg ævintýri, hvort sem það er að ganga í gegnum jökla, liggja í bleyti í náttúrulegum hverum eða horfa á norðurljósin. Ferðirnar okkar eru hannaðar til að sýna náttúrufegurð og ríka menningu Íslands. Við bjóðum upp á bæði hópferðir og einkaferðir, sem gerir þér kleift að velja besta kostinn fyrir þínar þarfir. Ökutæki okkar eru nútímaleg og þægileg, sem tryggja örugga og skemmtilega ferð. Skuldbinding okkar við sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu þýðir að við setjum í forgang að lágmarka áhrif okkar á umhverfið og styðja við samfélög. Við erum í samstarfi við lítil fyrirtæki í eigu staðarins til að veita ósvikna upplifun og hjálpa til við að stuðla að staðbundnu hagkerfi. Vertu með í ævintýri ævinnar á Íslandi. Leyfðu okkur að sýna þér undur þessa fallega lands og búa til minningar sem endast alla ævi.

Pristine Iceland

Hvaleyrarbraut 24, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Yeti

, 101 Reykjavík

Arctic Yeti ehf. hefur mikla reynslu í skipulagi sérsniðinna ferða á Íslandi, fyrir pör, fjölskyldur og hópa. Hafið samband með ykkar hugmynd og við svörum eins fljótt og hægt er.

GTS ehf.

Fossnes C, 800 Selfoss

GTs - Guðmundur Tyrfingsson ehf. er rótgróið fjölskyldufyriræki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Við bjóðum upp á dagsferðir, óvissuferðir, sérferðir, ásamt allri almennri keyrslu og þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Reykjavík Sailors ehf.

Hlésgata, Vesturbugt F, 101 Reykjavík

Reykjavík Sailors er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á afþreyingu til sjós frá Reykjavíkurhöfn, Vesturbugt. Við kappkostum að veita góða og persónulega þjónustu og leggjum sérstaka áherslu á öryggi viðskiptavina okkar.

Í skipinu eru góðir útsýnispallar og góð aðstaða inni sem úti og nægt pláss er fyrir alla. Stórt og gott veitingarými er um borð, þráðlaust internet, salerni og snyrtiaðstaða. Einnig eru hlýir gallar í boði fyrir þá sem vilja.

Opið allt árið:
Sumar: 08:00-18:00 (mars - 15. nóvember)
Vetur:   09:30-18:00 (16. nóvember - febrúar)

Hópferðir

Logafold 104, 112 Reykjavík

Hópferðir ehf. var stofnað árið 1998. Bílstjórarnir okkar taka á móti hópnum þínum með bros á vör og koma þér örugglega á áfangastað. Hægt er að koma til móts við ýmsar þarfir, skipuleggja uppákomur og veita persónulega þjónustu. Litlar eða stórar rútur og allt þar á milli.

Fjölbreyttir bílar fyrir fjölbreyttar ferðir
Hvort sem þú þarft hópferðabíl fyrir hóp af leikskólabörnum eða leiðsögumann fyrir helgarferð saumaklúbbsins á Ísafjörð, getum við aðstoðað þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að setja saman skemmtilega ferð á sanngjörnu verði. Við útvegum einnig rútur með aðgengi fyrir fatlaða, í lengri eða styttri ferðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

Unreal Iceland

Mjóahlíð 16, 105 Reykjavík

Wild Westfjords

Hafnarstræti 9-13, 400 Ísafjörður

Við bjóðum uppá einkaferðir um Vestfirði á flottum og þægilegum 8 farþega breyttum Sprinter - fullkominn ferðamáti fyrir gamla góða vestfirska þjóðvegi og vegleysur. 

Hafið samband til þess að fá tilboð í ferð eða skutl.

www.wildwestfjords.com 

Arctic Out

Stuðlaskarð 3, 221 Hafnarfjörður

Hávar Sigurjónsson

Holtagerði 78, 200 Kópavogur

Ég er ökuleiðsögumaður með þrjú tungumál, ensku, dönsku og þýsku, er lærður leiðsögumaður frá MK og með WFR fyrstu hjálpar þjálfun.  Er með eigin bíl til hálendis- jafnt og láglendisferða og í samsatarfi við ferðaskrifstofu um skipulag lengri ferða.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Private / Perla Iceland Private

Öldugata 17, 220 Hafnarfjörður

Friend in Iceland

Geirsgata 7a, 101 Reykjavík

Við tökum á móti ferðagjöf í allar ferðir!

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aurora private

Hvassaleiti 139, 103 Reykjavík

BT Travel

Lyngás 1, 210 Garðabær

FAB Travel / IG Ferðir / IG TOURS

Norðurhella 8, 221 Hafnarfjörður

Thor Photography

Esjubraut 9, 300 Akranes

Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru.
Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.

Auroraman

Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík

Iceland Events

Grensásvegur 58, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Iceland backcountry travel ehf.

Urðarvegur 27, 400 Ísafjörður

Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.

Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.

Vakinn

Bustravel Iceland

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

BusTravel Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1960, og hefur því mikla reynslu þegar kemur að skipulagningu ferða og ferðaleiðsögn um vinsælustu áfangastaði Íslands. BusTravel Iceland býður upp á fjölbreytt úrval skipulagðra dagsferða og lengri ferða, hvort sem það eru áætlunarferðir eða einkaferðir í stærri og minni rútum frá Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Rútur fyrirtækisins eru nýlegar, með þæginlegum sætum og eru margar hverjar útbúnar salernum.

Það sem sem gerir þjónustu BusTravel Iceland einstaka er hin mikla reynsla og þekking að búa til vel úthugsaðar og ógleymanlegar ferðir. Þar sem við samtvinnum í ferðum okkar stopp á helstu áfangastaði Íslands og minni þekkta staði útfyrir alfaraleið. Leiðsögumenn okkar eru þjálfaðir í að fræða gesti okkar um menningu, sögu og landfræði Íslands auk þess að deila sinni persónulegu reynslu af landinu, til þess að búa til ógleymanlegar minningar.

Starfsmenn BusTravel Iceland eru ástríðufullir með að sýna ferðamönnum bestu hliðar Íslands og huga að öllum þörfum viðskiptavina okkar til að tryggja að þau fái sem mest útúr ferðalaginu sínu um Ísland. Áhersla fyrirtækisins gagnvart viðskipavinum sínum sést sé litið á fjölda verðlauna sem það hefur hlotið. BusTravel Iceland hefur verið úthlutað viðurkenninguna Travelers' Choice badge frá TripAdvisor á herju ári síðan 2016. Auk þess var BusTravel Iceland útnefnt Innovative Tour Company of the Year in Iceland af Travel & Hospitality Awards og nýlega hlaut BusTravel Iceland Viator Experience Award 2023.

Sjálfbærni og sjálfbær ferðaþjónusta er mjög mikilvæg fyrirtækinu, og er lögð áhersla á að lágmarka áhrif á náttúruna og umhverfið. Þau skref sem að BusTravel Iceland hefur tekið er að almenn endurvinnsla, minnka rusl og fræða ferðamenn. 

Snekkjan

Ægisgarður 5G, 101 Reykjavík

Upplifðu Ísland á nýjan og einstakan hátt frá sjó. Harpa Yachts býður uppá sérferðir fyrir hópa sem eru sérsniðnir til að hæfa öllum.  Ferðirnar sem við bjóðum uppá geta verið hluti af viðameiri hópeflis- eða hvata-ferð í samstarfi við önnur fyrirtæki eða staðið einar og sér sem stuttar dagamuns ferðir.

Viltu bjóða starfsfólkinu uppá einstaka upplifun, eitthvað sem talað verður um í lengri tíma, hafðu þá samband og láttu okkur þá hjálpa þér að skipuleggja einstaka upplifun.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Iceland Personal Tours

, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

SEA TRIPS

Ægisgarður 3, 101 Reykjavík

Persónulegri þjónusta: með áherslu á upplifun ferðamannsins. Við á Amelíunni tökum færri farþega en aðrir bátar og það gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að einstaklingnum og tryggja jákvæða upplifun ferðamannsins.

Aukin þægindi: Amelían er lúxussnekkja þar sem allt umhverfi, bæði utan- og innandyra er afar aðlaðandi og aukin þægindi tryggja ánægðari farþega.

Betra aðgengi – mun betri upplifun: Amelía Rose er ólík öðrum hvalaskoðunarbátum að því leyti að um borð eru þrjú þilför sem tryggja að allir gestir geti notið útsýnisins í botn. Hægt er að ganga hringinn í kringum þilförin og færa sig þannig á auðveldan hátt til að sjá betur það sem fyrir augun ber. Að auki eru þilförin að hluta til yfirbyggð og veita því betra skjól gegn veðri og vindum.

Ljúfari sigling: Hin sérstaka hönnun Amelíu Rósar, gerir það að verkum að ferðamaðurinn finnur lítið fyrir sjóveiki meðan á siglingu stendur en skipið er byggt sem úthafsskip og þolir því betur allan öldugang. Það er stór plús þar sem margir ferðalangar verða sjóveikir i lengri ferðum eins og hvalaskoðunarferðum.

Sérsniðnar sundasiglingar: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 16. maí.

Við bjóðum fyrirtækjum, vinahópum og fjölskyldum uppá allar gerðir af sérsniðnum ferðum. Hvort sem tilefnið er að halda uppá stórafmæli, fagna útskrift, hitta vinnufélagana eða bara hreinlega gera sér glaðan dag þá býður Amelia Rose og Axel Rose uppá einstaka aðstöðu til að gera daginn eftirminnilegan.

Snekkjan er búin góðu hljóðkerfi fyrir tónlist og leðursófum. Tilvalið er að byrja kvöldið með fordrykk við bryggju, meðan gestir ganga um borð og síðan sigla um sundin blá við ljúfa tónlist í einstöku umhverfi. Hægt er að flétta inn í ferðina sjóstöng, krabbaveiði eða okkar einstaka leik “ Eat like a Viking”, svo fátt eitt sé nefnt. Hvert sem tilefnið er þá getum við sérsniðið veisluna eftir þörfum hvers og eins.

Hentar:
- Fyrirtækjum
- Starfsmannafélög
- Hópeflisferðir
- Afmæli
- Útskriftaferðir
- Veislur
- Vinahópar

Sundasigling á Snekkju: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 19. júní. Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag frá Faxaflóa ásamt á því sjá seli, fugla og jafnvel hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.

Þetta er 1,5 tíma ferð um Faxaflóa með viðkomu í Engey, Lundey, Viðey ofl. staði. 

Tímabil: 15/06 - 30/09 2020
Brottför: föstdaga kl. 16, laugar- og sunnudaga kl. 10 og kl. 14
Lengd ferðar: Ca. 1,5 -2 klst. 

Innifalið:
- Bátsferð
- Leiðsögn
- Áhöfn með mikla reynslu
- Frítt WiFi
- Björgunarvesti
- Salerni um borð
- Hægt að kaupa veitingar um borð
- Afnot af grilli (kær komið að taka með sér eitthvað til að grilla)

Nánari upplýsingar og bókanir á seatrips@seatrips.is eða í síma 865 6200. www.seatrips.is/is/

Basecamp Iceland

Bláfjallavegur (Road 417), 221 Hafnarfjörður

Upplifunin í Aurora Basecamp er einstök á heimsvísu. Hún kennir þér allt um norðurljósin og hvernig á að finna þau. Að auki getur þú hitt norðurljósin þar sem við framköllum þau í Norðurljósasúlum þannig að þú getur séð raunvirkni þeirra á hverjum tíma fyrir sig. 

Umhverfið innan í Kúlunum og víðernin fyrir utan er afslappað og hannað til að þú getir slakað á og beðið eftir ljósasýningunni.

Aurora Basecamp Kúlurnar eru staðsettar á Reykjanesinu, rétt utan við Vellina í Hafnarfirði, í um 20 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Nordictrails

Baldursgata 36, 101 Reykjavík

Iceak

Draupnisgata 7, 603 Akureyri

IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á.
Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar.

Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði.

Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á:

Vacated valley Off-road Tour
Mývatn  Off-road Tour
Laugarfell Off-road Tour
Flateyjardalur Off-road Tour
Askja Off-road Tour
The Diamond circle Tour
Mývatn  Tour
Dettifoss Tour
Laufás Tour
Goðafoss Tour

Fleiri ferðir koma fljótlega.
ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.

Guðmundur Jónasson ehf.

Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa.

Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að  hálendisferðum.

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:

  • dagsferðir
  • lengri ferðir
  • tjaldferðir
  • trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
  • innanbæjarskutl og margt fleira.

Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni. 

Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel) 

Star Travel

Stórholt 12, 603 Akureyri

Star Travel var stofnað í júní 2013. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri sem hefur það að markmiði að vera með persónulega þjónustu og við ferðumst í smáum hópum. Star Travel er með dagsferðir frá Akureyri, Norðurljósaferðir, einkaferðir og einnig vinnum við með öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum og skipuleggjum hinn fullkomna dag.

Special Tours

Geirsgata 11, 101 Reykjavík

Special Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.

Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.

Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.

RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.

Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.

Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.

Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800. 

Fjallabak

Skólavörðustígur 12, 121 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.

Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.

Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.

Mountain Explorer Iceland

Suðurgata 46, 230 Reykjanesbær

Aurora Private / Golden Circle Private / South Coast Private

Hvassaleiti 139, 103 Reykjavík

Útvör

Reykjanesvegur 2, 260 Reykjanesbær

Mountain Family

Vesturberg 148, 111 Reykjavík
Mountain Family sérhæfir sig í að handvelja hágæða ferðir frá öruggum samstarfsaðilum. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að bóka flottustu ferðir Íslands á einum stað.

Imagine Iceland Travel ehf.

Skálateigur 1, 600 Akureyri

Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu. 

 

Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.

 

Dæmi um ferðir.

Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss)

Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss)

Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð)

Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn )

Northern Lights ( Norðurljósaferð)

Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð )

Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)

Viking Offroad Expeditions

Skriðustekkur 14, 109 Reykjavík

East Coast Travel

Hlíðartún 4, 780 Höfn í Hornafirði

Iceland Road Trip

Fiskislóð 77, 101 Reykjavík

Iceland Road Trip er ferðaskrifstofa sem býður uppá fjölbreytt úrval ferða um Ísland fyrir einstaklinga og hópa. 

Iceland Premium Tours

Árskógar 5, 109 Reykjavík

IcelandPremiumTours bjóða uppá ævintýra ferðir nánast hvert sem er i þægilegum breyttum jeppum og öðrum farartækjum. 

Hafið samband og njótið bestu kjara sem völ er á. Góður afsláttur auk ferðagjöf. 

D - Travel ehf.

Kaldasel 3, 109 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Different Iceland

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður
Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra. Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir. Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið.

Boreal

Austurberg 20, 111 Reykjavík

Ferðaþjónusta Þ.I.Þ. / Boreal er áreiðanlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í 4x4 Jeppaferðum. Við bjóðum upp á ýmiskonar ævintýraferðir allt árið um kring, jöklaferðir, jarðfræðiferðir, ljósmyndaferðir o.fl.

Jepparnir eru af ýmsum stærðum til að mæta óskum viðskiptavina, allt eftir því hversu stór hópurinn er og hvert skal haldið.

Mottó fyrirtækisins er: Þekking, reynsla, þjónusta.

The Traveling Viking

Ytri-Bakki, 601 Akureyri

The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.

The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.

Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.

IceThor.is

Torfholt 8, 806 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Discovery

Sunnubraut 54, 200 Kópavogur

Iceland Discovery er ferðaskipuleggjandi sem býður fyrst og fremst upp á einkaferðir fyrir einstaklinga, litla hópa og fyrirtæki. Iceland Discovery vinnur með viðskiptavinum sínum við hönnun og mótun ferðanna og er nánast hver ferð sérsmíði sem er niðurstaða eftir samskipti viðskiptavina og Iceland Discovery.

Super Jeep Experience

Fururhlíð 7, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Scandinavia Travel North ehf.

Garðarsbraut 5, 640 Húsavík

Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.

Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.

Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.

Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.

Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.

Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

Iceland Locations

Melgerði 2, 200 Kópavogur

Eastfjords Adventures

Strandarvegur 27, 710 Seyðisfjörður

Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.

Við bjóðum upp á

  • Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
  • Kayak ferðir á firðinum
  • Rafmagnshjólaferðir
  • jeppaferðir
  • Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum

Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar

Icelandic Elements ehf.

Víðihvammur 24, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

BS-Tours

Hjarðardalur , 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

East West

Ármúli 3, 108 Reykjavík

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina. 

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Into the Wild

Fagrabrekka 20, 200 Kópavogur

Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.

Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Fara ehf.

Framnesvegur 19c, 230 Reykjanesbær

Fara is a family-owned and operated company established in 2016. The company is based on the outskirts of KEF (Reykjavik) International Airport nearby the hotel cluster in Keflavik town.

We provide high-quality recent model SUVs and cars to fit your needs. Our service excellence and partnership with a nationwide network of partners ensure that your exploration of Iceland can be carried out with a high degree of safety and confidence. Our company has received awards for excellence. Our staff are friendly, knowledgable and professional and will inspire and exceed the expectations of our customers.

Fara is an Icelandic word that translates in English as “GO”.

Ferðalög ehf.

Álfatún 21, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

destination blue lagoon

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Destination Blue Lagoon er ferðaþjónustuaðili Bláa Lónsins og keyrir reglulega á milli Bláa Lónsins og Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvallar.

Hægt er að finna ferðaáætlanir á https://destinationbluelagoon.is/. Við minnum á að nauðsynlegt er að bóka miða í Bláa Lónið fyrirfram á www.bluelagoon.is

Lilja Tours

Hólabraut 16, 221 Hafnarfjörður

Hafið samband vegna bókana.

KIP.is

Álfasteinn, 650 Laugar

Ég heiti Kristinn Ingi Pétursson og er leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands. Ég er ferðaskipuleggjandi með dagsferðir á norðurlandi á breyttum bílum. Sérsvið mitt er Öskjuferðir, Mývatnssvæðið, Flateyjardalur og Þingeyjarsýslur í heild sinni ásamt því að vera lærður landsleiðsögumaður. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kent Lárus Björnsson

Baldursgata 36, 101 Reykjavík

Kent Lárus er kanadískur að uppruna en íslenskur í báðar ættir,
stoltur Vestur-Íslendingur með íslenskt ríkisfang síðan 2008.
Hann er menntaður leiðsögumaður og hefur farið með hópa
vítt og breytt um landið síðastliðin ár.
Kent hefur margra ára reynslu í að skipuleggja hópferðir út
fyrir landsteinana, einkum til Norður Ameríku og hefur hann
farið með fjölda kóra og hópa af ýmsum stærðum og gerðum
á Íslendingaslóðir í Vesturheimi.

Arctic Shots

, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandic Adventures

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

Hafið samband vegna bókanna

Happy Tours Iceland ehf.

Hringbraut 68, 220 Hafnarfjörður

Happy Tours“ var stofnað í maí 2009. Það er lítið fjölskyldufyrirtæki. Við höfum gert út báta til fiskveiða á Íslandsmiðum síðan 1970. Skipstjórinn hefur mikla reynslu og hefur verið á sjó í 40 ár með hléum. En í dag einbeitum við okkur að velferð farþeganna í bátnum okkar „Sögu.“

Helsta markmiðið er að bjóða gestum upp á skemmtilega og fræðandi reynslu. Við viljum sýna umhverfið frá nýju og spennandi sjónarhorni með lífríki sjávar í forgrunni. Við tökum aldrei fleiri en 20 farþega í ferð og höfum því tækifæri til að sinna þörfum allra bæði við fiskveiðar og fuglaskoðun.

Báturinn okkar „Saga“ er fallegur 20 tonna hefðbundinn eikarbátur sem var smíðaður á Íslandi árið 1970. Honum hefur nú verið breytt til farþegaflutninga. Um borð eru öll öryggistæki samkvæmt nýjustu kröfum þar um. Öryggi farþega og áhafnar er í forgangi hjá okkur.

Báturinn er staðsettur í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík þar sem heitir Vesturbugt. Þetta er vestan við slippinn, nálægt sjóminjasafninu (maritime museum- skiltinu) og er þá Hlésgata ekin niður að minni flotbryggjunni.
Hægt er að leigja bátinn í ferðir fyrir hópa utan áætlunar samkvæmt samkomulagi.

Við byrjum að sækja á gististaði á höfuðborgarsvæðinu um klukkustund fyrir brottför.

Á veturna erum við með rútuferðir í norðurljós og einnig skoðunarferðir um Reykjanesskagann. Við tökum mest 15 farþega í þær ferðir svo að hver og einn ætti að geta notið sín og fengið persónulega þjónustu.

SJÓSTÖNG
Tímabil: 15.apríl – 31.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um það bil 2,5 klukkustundir.
Brottför: 11:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn næst sjóminjasafninu.

LUNDASKOÐUN
Tímabil: 1.maí – 23.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um 1 klukkustund.
Brottför: 15:00, 17:00 og 19:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn, næst Sjóminjasafninu.

REYKJANESSKAGINN. LANDSLAG OG MENNING.
Tímabil: 5. nóvember – 31. mars á laugardögum
Ferðatími: 6 klukkustundir (+ – 1).
Brottför: 10:00
Lámarkfjöldi farþega eru 2.

NORÐURLJÓSAFERÐ
Tímabil: 5. september – 15. apríl annan hvern dag
Ferðatími: 2,5 klukkustundir
Brottför: 21:30
Lámarkfjöldi farþega eru 2.

Fyrir nánari upplýsingar heimsækið heimasíðuna okkar

Aurora Viking

Hvassaleiti 139, 103 Reykjavík

Iceland Discover

Ægisgarður 5b, 101 Reykjavík

Iceland Discover is a leading tour operator in Iceland, specializing in providing high-quality, fun, and safe adventure tours. Our expert guides will take you on a journey of a lifetime, showing you the best of what Iceland has to offer. Whether you're looking for an exciting whale watching tour, a chance to see the Northern Lights, a Golden Circle tour, or a day tour exploring the beauty of Iceland, we have something for everyone. Our tours are designed to showcase the incredible Icelandic wildlife, stunning landscapes, and unique culture. Join us for an adventure that you'll never forget! Book your trip today and experience the best tours in Iceland with Iceland Discover.

Sýsli Travel

Skarðshlíð 11j, 603 Akureyri

Við erum lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar okkar eru á Akureyri. Við bjóðum uppá skipulagðar sem og sérhæfðar ferðir eftir þínum óskum.

Okkar markmið er að veita þér góða og persónulega þjónustu. Við viljum að farþegum okkar líði sem vel og hafi það á tilfinningunni að þeir séu gestir okkar; þess vegna sérhæfum við okkur í minni hópum. Hámarksfjöldi í hópnum sem þú munt ferðast í eru 8 farþegar. Með því móti mun starfsfólk okkar hafa nægan tíma til þess að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.

Alona Aleinikova

Fálkagata 10, 107 Reykjavík

Vertu viss um að missa ekki af neinu á meðan þú ert í fríi á Íslandi, því ÞAÐ ER ALLTAF MEIRA TIL AÐ SJÁ!

We are Iceland er sér dagsferða fyrirtæki á Íslandi. Við gerum troðnar slóðir skemmtilegar, innan sem utan vegar og við erum ekki með "stranga tíma áætlun" og njótum hverrar einustu mínútu ferðarinnar!

Þinn •ferðalisti fyrir Ísland• verður fullkominn.


 

Vogasjóferðir

Keflavíkurhöfn, 230 Reykjanesbær

Vogasjóferðir er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónana Símonar og Sigrúnar, það var stofnað árið 2017, árið 2018 var gengið frá kaupunum á bátnum Særósu og er það stálbátur, Særós  er  nefnd eftir tveimur yngri barna okkar þeim Sævar og Rós.

Við gerum út frá Keflavíkurhöfn og erum aðeins 7 mín frá Keflavíkurflugvelli og 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur,

Við bjóðum uppá Hvalaskoðun, sjóstöng,norðurljósaferð, útsýnisferð og ýmsar aðrar ferðir sem myndi henta fjölskyldum, vinnuhópum, vinnuferðum t.d. hópefli og óvissuferðir.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur um allar nánari upplýsingar og spurningar á vogasjoferdir@simnet.is  eða í síma 8339080 

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Basecamp Iceland

Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Trip

Sveinsstaðir, 611 Grímsey

Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.

Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.

Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”

Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.

Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.

Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Prime Tours

Smiðshöfði 7, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Secret Iceland

Efri-Vík, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum.

Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun.

Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega. 

Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla

Activity Iceland

Koparslétta 9, 116 Reykjavík

Activity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land. 

Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.

https://activityiceland.is 

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Different Iceland ehf.

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður

Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.

Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir.

Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Asmacon Taxi / Top Life Trip

Smyrilshlíð 10, 102 Reykjavík

Ínuna Travel

Sólheimar 27, 104 Reykjavík

Iceland explore Tours ehf.

Lækjarhjalli 32, 200 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

TryIceland Tours ehf.

Þórufell 12, 111 Reykjavík

Iceland Travel Assistance

Bankastræti 11, 101 Reykjavík

Tours of Iceland ehf.

Háagerði 67, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Akureyri Whale Watching ehf.

Oddeyrarbót 2 / Torfunesbryggja, 600 Akureyri

Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins.

Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó.

Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.
 

Áætlun: Akureyri

Hvalaskoðun:

Tímabil: Brottfarir: Lengd:

1.jan - 31. jan

Daglega kl. 11:00

2,5-3,5 klst

1. feb-31. mars

Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst

1. apr-31. maí

Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls
1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls
1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls
1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst
1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst

  *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst

 Hvalaskoðun express: 

Tímabil: Brottfarir: Lengd:
15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst
1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst
1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst

 * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.

TripZig

Tangabryggja 15, 112 Reykjavík

TripZig er fjölskyldufyrirtæki stofnað af hjónunum Sigurði og Svanhvíti í mars 2020. Okkar aðalmarkmið er að nota okkar persónulegu reynslu og menntun í ferðaþjónustu til þess að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best. 

Eigendur hafa unnið í ferðaþjónustunni á annan áratug og hafa leitað sér menntunar á því sviði. Sigurður útskrifast sem leiðsögumaður árið 2017 frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi og Svanhvít útskrifast sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi árið 2020. Að auki hafa báðir eigendur meiraprófið. 

Í frítíma sínum eru þau bæði sjálfboðaliðar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Sigurður í björgunarsveit og hefur verið síðan 1991 og Svanhvít í Slysavarnadeild síðan 2009.

TrollTravel

Báta Dokkin, 580 Siglufjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Nataliia Bohdanets

Ægissíða 129, 107 Reykjavík