Fara í efni

Útsýnisflug og þyrluflug

23 niðurstöður

Volcano Heli ehf.

Reykjavík Domestic Airport, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Circle Air

Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri

Circle Air starfrækir útsýnis- og leiguflug á flugvélum og þyrlum. Flugvélakostur er nýlegur og mjög þægilegur til ferðalaga innanlands sem utan. Útsýnisflugvélar félagsins rúma allt að 7 farþega í einu þar sem hver og einn hefur sitt gluggasæti. Af hverju ekki að lyfta upp allri fjölskyldunni, starfsmannahópnum eða vinnustaðnum? Ferðalag um Ísland úr lofti er ógleymanleg reynsla og gefur nýja sýn á landið. Leitið tilboða. Verðið gæti komið á óvart.

Fyrir stærri hópa, starfsmanna – og hvataferðir eða utanlandsferðir vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu, í e-mail eða á Facebook-síðu félagsins og við svörum um hæl.

Iceland Beyond

Hlíðasmári 19, 201 Kópavogur

Norðurflug

Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík

Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring. 

Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.

Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is 

Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

Fjöllin

Smárarimi 73, 112 Reykjavík

Volcano Air ehf.

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

True Adventure

Ránarbraut 1 , 870 Vík

True Adventure svifvængjaflug

Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum. 

True Adventure Teymið

Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið. 

Lengd: Ca. 1 klst.

Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.

Aldurstakmark: 12 ára.

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.

Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is

Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.

Iceland Travel / Nine Worlds

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn. 

Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.

Mýflug hf.

Reykjahlíð Airport, 660 Mývatn
Ferð: Lengd:
1. Mývatn - Krafla 20 mín.
2. Mývatn - Askja - Herðubreið - Krafla 1 klst.
3. Mývatn - Askja - Dyngjujökull - Kverkfjöll - Herðubreið - Krafla 1,5 klst.
4. Mývatn - Krafla - Ásbyrgi - Jökulsárgljúfur - Dettifoss 50 mín.
5. Mývatn - Askja - Dyngjujökull - Kverkfjöll - Herðubreið - Dettifoss - Jökulsárgljúfur - Ásbyrgi - Krafla 1,5 klst.
6. Mývatn - Krafla + einnar klst. ferð með leiðsögn um Grímsey 2 klst.
7. Ferð að eigin vali  
Leiguflug og útsýnisflug frá maí út október.  Lágmarks farþegafjöldi er 2 nema í ferð númer 6 þar sem lágmarkið er 3 farþegar.  Tvennskonar vélar eru í gangi, 9 sæta og 5 sæta.

Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland

Norðurvangur 44, 220 Hafnarfjörður

Iceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.

Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.

Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .

Arctic Heli Skiing

Klængshóll, 621 Dalvík

Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandi
og bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing var
stofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku á
Tröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com). 

Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000
ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, allt
frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvað
við sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í
miðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einu
sinni á lífsleiðinni.

Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júní
með frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk og
að sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum við
skíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.
Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða með
löngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekki
lengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma á
sólarhring.


Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til að
fræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,
fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjum
okkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.

Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.

www.arcticheliskiing.com
www.bergmenn.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

Reykjavík Sightseeing Invest

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Viking Heliskiing

Siglufjörður, 580 Siglufjörður

Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Þverá í Ólafsfirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður.

Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír.

Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar.

Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.

HELIAir Iceland

Reykjavíkurflugvöllur, 102 Reykjavík

Pristine Iceland

Hvaleyrarbraut 24, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Southcoast Adventure

Ormsvöllur 23, 860 Hvolsvöllur

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.

Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249

Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.

Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

ANDRI ICELAND

Rauðagerði 25, 108 Reykjavík

Ertu til í umbreytingu?

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, heilsu- og vellíðunarþjálfunarstöðvar sem beitir krafti kuldameðferðar, öndunaræfinga, hitameðferðar og hugarorku, ásamt öðrum vísindalega sönnuðum aðferðum. Með faglega þjálfun og viðurkenningar frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Lifestyle Medicine og Mind-Body aðferðra.

Hjá ANDRI ICELAND eru þættirnir kuldi, hiti, öndun og hugur sameinaðir til að styrkja náttúrulegar varnir, bæta efnaskipti og ná jafnvægi milli líkama og huga. Þessi heildstæða nálgun hentar öllum, hvort sem er fyrir þá sem vilja vinna gegn nútíma lífsstílssjúkdómum eða þá sem leitast við að ná hámarks heilsu og vellíðan. Með því að efla vellíðan eins og náttúran ætlaði, er unnið að því að opna fyrir fullan mannlegan möguleika.

Auk ýmis konar þjálfunar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:

  • Health & Personal Development Coach
  • Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
  • Oxygen Advantage Certified Instructor
  • XPT Certified Coach
  • Buteyko Clinic International certified Instructor
  • Thermalist method Certified Instructor

​Kælimeðferð - Hættu að væla komdu að kæla námskeið (Wim Hof Method) Lestu meira hér 

Öndunartækni - Anda með Andra öndunartímar Lestu meira hér 

Öndunartækni - Anda Rétt námskeið Lestu meira hér 

Upplifanir Lestu meira hér

Retreats Lestu meira hér
 

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Island Aviation ehf

Flugskýli 30A, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík