Fara í efni

Náttúra

572 niðurstöður

Aldamótaskógur við Tinnu

Breiðdalsvík

Í tilefni aldamóta árið 2000 og 70 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings var stofnað til svokallaðra Aldamótaskóga á fimm svæðum á landinu, einu í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending, en Kaupþing lagði til plöntur og áburð.

Plöntur Austurlands voru setta niður í landi Eydala Sumarið 2000 var gróðursettur í landi Eydala við Landnyrðingsskjólbakka. Nokkrum áratugun áður, eða á sjötta áratug 20. aldar, var talsvert gróðursett í þessum sama reit upp við Tinnudalsá og því varð þar til skemmtilegt útivistarsvæði. Falleg merkt gönguleið liggur í gegnum skóginn meðfram Tinnu, út á þjóðveg 1. Við Staðarborg hefur Skógræktarfélag Breiðdæla einnig gróðursett mikið síðustu ár og er þar einnig að verða til útivistarsvæði.

Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Seyðisfjörður

Bjólfur er eitt af hinum tignarlegu fjöllum Seyðisfjarðar, 1085 m. að hæð. Ofarlega í fjallinu, í um 600 m. hæð eru snjóflóðavarnargarðar, en frá þeim er stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð.

Á sumrin er hægt að keyra að varnargörðunum á fjórhjóladrifnum bíl, en það er einstakt tækifæri fyrir þá sem treysta sér ekki í fjallgöngur til þess að njóta útsýnisins. Vegurinn liggur frá Fjarðarheiði og akstur að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.

A húsið í Fossfirði

Bíldudalur
A húsið á Fossfirði, lítið sérkennilegt og heillandi.

Aðalvík

Ísafjörður
Aðalvík á Hornströndum

Akrafjall

Akranes
Einkar formfagurt fjall, mjög víðsýnt er af fjallinu.

Akranes skógrækt

Akranes

Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegargönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein í
Slaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett við
rætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.  

Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,
æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt er
þar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.
Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadóttur
en þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir. 

Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.
Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt.

Vegalengd: 12.31km 

Hækkun: 50-100 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg. 

Tímalengd: 2.23klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni. 

Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga. 

Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund. 

GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt.  

Aldeyjarfoss

Aldeyjarfoss er talinn fegursti fossinn í Skjálfandafljóti.

Almenningur

Hraunspilda sem hefur runnið úr Hrútagjárdyngju fyrir um 7.000 árum. Er dyngjan nyrst í Móhálsadalnum sem er dalur milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Var þar fyrrum skógi vaxið en han eyddist af höggi og beit.

Síðan um aldamót 19. og 20 . aldar hefur hraunið lítið verið breitt enda hefur það gróið nokkuð á ný. Á Almenningi er einn hinna mörgu Gvendarbrunna, við gamla veginn. Almenningsnafnið mun dregið af því að þar var sameiginlegt beitiland Hraunbæjanna. Mjög nálægt Reykjanesbrautinni sunnan megin eru hinir sérkennilegu Hvassahraunskatlar. Þeir eru nokkurs konar strompar sem gas og gufur komu upp um þegar hraunið rann.

Staðsetning: Milli Kappeluhraun og Afstapahraun á Vatnsleysuströnd.

Arnarfjörður

Arnarfjörður

Arnarnes

Ísafjörður
Arnarnes er staðsett yst í Skutulsfirði.

Arnarsetur

Arnarsetur einkennist af stuttri gossprungu sem samanstendur af gjall- og klepragígum. Sprungan myndaðist á seinni hluta rek- og goshrinunnar Reykjaneselda á árabilinu 1210 til 1240 og er um tveggja kílómetra löng. Hraunið frá henni þekur um 20 ferkílómetra svæði, er stórskorið og í því leynast hraunhellar og ýmis ummerki um mannvistir. Svæðið dregur nafn sitt af arnarpari sem verpti þar áður fyrr.

Arnarsetur er rétt austan vegarins til Grindavíkur (43) suður af Vogastapa. Hægt er að keyra að því frá Grindavíkurvegi, um miðja leið frá Reykjanesbraut til Grindavíkur.

Arnarstapi

Snæfellsbær
Fjölskylduvænn ferðamannastaður. Sérstæð náttúra. Saga og menning

Arnarvatnsheiði

Á Arnarvatnsheiði er óteljandi fjöldi vatna og er góð veiði í mörgum þeirra.

Askja

Askja er eldstöð, staðsett á hálendinu og er því aðeins aðgengileg yfir sumarmánuðina.

Asknes gönguleið

Mjóifjörður
Að Asknesi í Mjóafirði má sjá leifar af gamalli hvalstöð, sem reist var af Norðmönnum um aldamótin 1900. Var hún sú stærsta í heiminum á þeim tíma.

Atlavík

Egilsstaðir

Atlavík í Hallormsstaðaskógi var á árum áður vinsæll samkomustaður Austfirðinga og annarra, sérstaklega á meðan hinar frægu Atlavíkurhátíðir voru haldnar. Í Atlavík er rómantískt, friðsælt og skjólgott tjaldsvæði með góðri aðstöðu. Ekkert rafmagn er á tjaldsvæðinu svo þeir sem það kjósa geta til dæmis hreiðrað um sig í Höfðavík þar skammt frá. Veðursældin í Atlavík er engu lík og kjörið að njóta útivistar þar og annars staðar í skóginum. Hann er enda vinsælt útivistarsvæði með um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum. Þá er þar merkilegt trjásafn með yfir 70 trjátegundumvíðs vegar að úr heiminum, leiktæki og opin svæði og á heitum degi er hægt að busla í lignu Lagarfljótinu. 

Hallormsstaðaskógur sjálfur er víðáttumesti skógur landsins og þekur um 740 hektara lands. Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands en Skógræktin hefur umsjón með þjóðskógum. Árið 1903 hófust þar tilraunir með plöntun erlendra trjáa en stórfelld ræktun hófst fyrst eftir 1950. Elsti lerkilundurinn var gróðursettur árið 1938 og heitir Guttormslundur, kenndur við Guttorm Pálsson sem var skógarvörður á Hallormsstað í 46 ár. 

 

 

Á á Skarðsströnd yfir á Vog á Fellströnd

Búðardalur

Breiðafjörður hefur verið þekktur sem „matarkista Íslands" í gegnum aldirnar og eru eyjarnar í firðinum taldar óteljandi. Mikla sögu er þar að finna og er nokkuð um umferð í firðinum yfir sumartímann en fjölmörg sumarhús er þar að finna og einnig eru skoðunarferðir um eyjarnar í miklum vinsældum. Við Á á Skarðsströnd er að finna tjaldsvæði og þjónustuhús en á Vogi er að finna stórglæsilegt sveitahótel. 

Hægt er að hafa upphaf göngu við Á á Skarðsströnd eða við Vog á Fellsströnd. Gengið er þá út á Klofning en þaðan er stórbrotið útsýni yfir Breiðafjörð og Hvammsfjörð. Á gönguleiðinni sjálfri eru nokkur falleg vötn og skemmtileg náttúra. Við Vog á Fellsströnd er að finna sveitahótel og á Á á Skarðsströnd er að finna tjaldsvæði ásamt samkomuskemmu. Engar merkingar er að finna á gönguleið, sumsstaðar er leiðin ógreinileg og hafa ber í huga að það þarf að vaða/hoppa yfir eina á á leiðinni. 

  • Staðsetning: Skarðsströnd/Fellsströnd, Dalabyggð
  • Vegnúmer að upphafspunkti: Klofningsvegur (nr. 590)
  • Erfiðleikastig: Krefjandi
  • Lengd: 22.50 km 
  • Hækkun: 889 metrar
  • Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni
  • Tímalengd: 7 klst.
  • Tegund jarðvegar: Smáir steinar, graslendi, stór grjót, þúfur, mýri og blandað efni
  • Hindranir á leið: Þrep eða hjalli sem þarf að stíga upp á og óbrúaðir lækir
  • Hættur á leið: Berghrun, vað og vindur.
  • Þjónusta á svæðinu: Það er þjónusta á Á Skarðsstrandar megin og á Vogi Fellsstrandarmegin
  • Lýsing: Engin lýsing
  • Árstíð: Gönguleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. vegna ófærðar yfir vetrarmánuði
  • GPS hnit upphafspunktar: Við Krossá: N65°15.7793 W022°20.7537
  • GPS hnit endapunktar: Við Vog: N65°10.5871 W022°21.9751

Álfholtsskógur

Akranes

Útivistarsvæði inn í Álfholtsskóg er vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga í Hvalfjarðarsveit en aðgengi hefur verið bætt síðastliðin ár og er svæðið skilgreint sem „Opinn skógur“. Gönguleiðir eru víða um svæðið, merkingar hafa verið settar upp og áningarstaðir inn í skóginum eru fjölmargar. Upphaf skógræktar í Álfholtsskóg má rekja til ársins 1939 en í dag má finna yfir 130 tegundir af trjám og runnum í skóginum og misjöfnum yrkjum af sömu tegund.

Gönguleiðir um Álfholtsskóg eru fjölbreyttar og krefjandi en aðstaða til að njóta er fyrsta flokks. Áningarstaðir þar sem gestir geta hvílst, borðað nesti eða eingöngu að njóta svæðisins eru til staðar og auk þess eru að finna merkingar víða. Félagar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa gert mjög vel með að merkja leiðirnar og auka aðgengi fyrir göngufólk, með tilkomu brúa og trappa upp hlíðar Álfholtsskógar.

Svæði: Hvalfjörður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Akrafjallsvegur (nr. 51).  

Erfiðleikastig: Auðveld leið og létt leið. 

Vegalengd: 7 km. 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkt leið með skiltum sem vísa leið. 

Tímalengd: 1.30 klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni. 

Hindranir á leið: Þrep og brýr á gönguleið. 

Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N 64°22.2406 W 021°51.0028. 

GPS hnit endir: N 64°22.2406 W 021°51.0028.  

Álfkonusteinn gönguleið

Vopnafjörður

Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór steinn sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli að steininum en honum tengist skemmtileg þjóðsaga. Sagan segir að sýslumannsfrú á Bustarfelli hafi í draumi verið leidd inn í steininn. Þar kom hún til hjálpar álfkonu í barnsnauð, sem launaði fyrir sig með fallegum gullofnum vef eða klæði. Klæðið er haganlega gert, framandi og einsdæmi hér á landi, og er nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands. 

Álftavatn á Rangárvallaafrétti

Álftavatn er við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Álftaversgígar

Kirkjubæjarklaustur
Álftaversgígar eru friðlýst náttúruvætti sem mynduðust í Eldgjárgosinu 934.

Ánastaðastapi

Hvammstangi

Skilti merkt Ánastaðastapi við veg nr.711 sýnir hver bílastæðið er. Notið stigann til að fara yfir girðinguna og gangið stuttan spöl niður hlíðina, meðfram litlum læk og niður á strönd. Hér finnur þú fallegan sjóklett, Ánastaðastapa. Vinsamlegast athugið að þessi staður er lokaður fram í júlí vegna sauðburðar. 

Ásbyrgi

Húsavík
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði.

Barmahlíð

Reykhólahreppur

Skógræktarfélagið Björk í Barmahlíð var stofnað árið 1950 og eru félagsmenn um 25. Formaður er Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. 

Barnaborgir gönguleið

Borgarnes

Barnaborgarhraun er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg. Eldvarp var í miðju hrauni en Barnaborgir eru tveir hraunhólar sem standa í miðju hrauninu. Skemmtilegt útivistarsvæði þar sem gönguleið liggur um hraunið og hægt er að njóta svæðisins, kyrrðinni og fegurð Snæfellsnes og Borgarbyggðar á sama tíma. Barnaborgir eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar Íslands.

Gönguleið um Barnaborgarhraun er greinileg en frá bílastæði eru þrep yfir girðingu en svo blasir við gestum greinilegur slóði sem leiðir gesti inn hraunið. Þegar komið er inn í hraunið taka við mjóir stígar sem geta verið hættulegir en tryggja þarf góðan skóbúnað áður en haldið er inn í hraunið. Þegar komið er að hraunhólunum tekur við smá grjótar undirlag en hægt er að ganga víða um svæðið og njóta umhverfisins, náttúru og kyrrðar sem svæðið hefur uppá að bjóða.  

Staðsetning: Borgarbyggð. 

Upphafspuntkur: Við þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 2.8 kílómetrar 

Hækkun: 107 metrar. 

Merkingar: Nokkrar stikur og nokkrar vörður á leiðinni. 

Tímalengd: 45 mínútur. 

Undirlag: Smá grjót, storknað hraun, stór grjót, þúfur. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni. 

Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta. 

Lýsing: Engin lýsing. 

Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3335 W022°14.9905 

GPS hnit endapunktar: N64°45.3335 W022°14.9905  

Barnafoss í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Sérstæður foss í Hvítá með sögu

Baula í Borgarfirði

Borgarnes
Keilulaga og litskrúðugt líparítfjall sem sést víða að

Bárðarbunga

Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð. Er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km. löng og allt að 25 km. breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.

Bárður Snæfellsás gönguleið

Snæfellsbær

Arnastapi er þekktur áfangastaður ferðamanna um Snæfellsnes og er búin að vera uppbygging á síðastliðnum árum á svæðinu. Göngustígar um svæðið eru nú sumir hverjir vel aðgengilegir og mikill fjöldi veitingastaða auk gistiaðstöðu er á svæðinu. Höfnin við Arnastapa og göngustígar á milli Arnastapa og Hellnar eru vinsælir áfanga/áningastaðir. Umhverfið í heild sinni á svæðinu er einstakt, þar sem fuglalíf, í bland við fjölbreytt landslag, gerir Arnarstapa að einum vinsælasta áfangastaðar Vesturlands. Hlaðin mynd af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson gnæfir yfir svæðinu og strandlengju Arnarstapa.

Svæði: Bárður Snæfellsás, Arnarstapi. Snæfellsnes.

Vegnúmer við upphafspunkt: Arnarstapavegur (nr. 5710).

Erfiðleikastig: Auðveld leið.

Vegalengd: 1.18km.

Hækkun: 30 metra hækkun.

Merkingar á leið: Engar merkingar.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Mottur og smá grjót.

Hindranir á leið: Engar hindranir.

Þjónusta á leið: Salerni og möguleiki á að losa sorp á leiðinni.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann.

GPS hnit upphaf: N64°45.9992 W023°37.7660

GPS hnit endir: N64°45.9992 W023°37.7660

Básendar

 Fornt úræði og verslunarstaður sunnan við Stafnes. 

Einnig kallað Bátssandar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes.  Básendar eyðilögðust mikið í  ofsalegu sjávarflóði, aðfararnótt 9. janúar 1799.  Flóðið hreif flest hús með sér, stór og smá.  Fólk varð að flýja og sumt varð svo naumt fyrir að það varð að skríða upp um þekjuna til að komast út. Vitað er að ein kona drukknaði. Þetta var eitt mesta sjávarflóð sem um getur við strendur Íslands. 

 

Hvernig á að komast þangað: Vegur liggur frá Sandgerði að Stafnesi og þar er merkt bílastæði. Gengið er frá bílastæðinu þangað til að sjást tóftir staðarins og gamall grjótgarður. 

Beljandi

Breiðdalsvík

Í Breiðdalsá, skammt fyrir utan bæinn Brekkuborg við Breiðdalsvík, er fossinn Beljandi. Raunar eru fossarnir tveir; ytri og innri, og samnefndir hylir þar við. Fossarnir eru ekki sérstaklega háir en þeir eru mjög fallegir og vel þess virði að skoða. Stutt gönguleið er frá þjóðveginum um Breiðdalsvík að fossunum. Svæðið er einstaklega fallegt og skemmtilegt til útivistar.

Berserkjahraun á Snæfellsnesi

Stykkishólmur
Sérkennilega úfið apalhraun í Helgafellssveit með gamalli götu

Beruvík gönguleið

Snæfellsbær

Upphaf gönguleiðar er við bílastæði hjá Beruvík. Gönguleið liggur um rústir bæja sem voru í Beruvík og er leiðin stikuð. Sagt er að kona að nafni Bera hafi búið í Beruvík. Í Beruvík voru tvær jarðir, Garðar og Hella. Nýjabúð, Bakkabúð og Helludalur voru hjáleigur. Landið var erfitt búskapar því lítil tún og hraun gerðu bændum erfitt fyrir. Þó var skjólsamt og góð beit árið um kring. Bændur sóttu sjóinn frá Beruvík og nýttu reka. Byggð lagðist af um miðja 20 öld. Á göngu um Beruvík er farið á milli bæjarrústa en sjá má m.a. fjárbað þar sem sauðfé var baðað vegna fjárkláða, Nýjabúð rústir og ýmsar tóftir á meðan Snæfellsjökullinn gnæfir yfir gesti.

Svæði: Beruvík, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 1.17km.

Hækkun: 7 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Göngustígar eru þröngir, grasstígar, og blandað yfirborð.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°48.7933 W023°57.6929

GPS hnit endir: N64°48.7933 W023°57.6929

Bjarnarfjörður

Hólmavík
Á milli Steingrímsfjarðar og Veiðileysufjarðar liggur Bjarnarfjörður

Bjarnarfoss

Snæfellsbær

Bjarnarfoss á Snæfellsnesi er tignarlegur foss, ofan við Búðir, sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell. Fossinn, ásamt stuðlabergshömrum í kring, er á Náttúruminjaskrá og í brekkunum við fossinn er mikið blómgresi. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2018.

Bjarnarfoss hefur verið þekktur áfangastaður á Snæfellsnesi í áraraðir. Fossinn er steinsnar frá afleggjaranum inn á Útnesveg sem liggur að Hótel Búðum, Arnarstapa, Hellnum, Djúpalónssandi og Vatnshelli. Fossinn er þannig staðsettur að hann gnæfir yfir ferðafólki sem keyrir veg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og Útnesveg, sem gerir hann að vel áberandi landmarki. Gönguleiðin upp að fossinum er mjög aðgengileg og útsýni yfir Búðakirkju, Hótel Búðir og strandlengjuna er mjög fallegt þaðan séð. 

  • Staðsetning: Snæfellsnes (Staðarsveit)
  • Vegnúmer: Snæfellsnesvegur (nr. 54)
  • Erfiðleikastig: Auðvelt
  • Lengd: 600 metrar
  • Hækkun: 50 metrar
  • Merkingar: Engar merkingar en leiðin er mjög skýr
  • Tímalengd: 12 mínútur
  • Tegund jarðvegar: Plastmottur
  • Hindranir á leið: Engar hindranir 
  • Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta er á svæðinu
  • Lýsing: Engin lýsing er við gönguleið
  • Árstíð: Leiðin er opin allt árið
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N64°50.5621 W023°24.2126

Bjarnarfoss á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Tignarlegur foss með stuðlabergshömrum

Bjartmarssteinn

Reykhólahreppur
Bjartmarssteinn

Blautós Innstavogsnes við Akranes

Akranes
Gönguleiðir og fuglaskoðun fyrir alla aldurshópa

Blábjörg í Berufirði

Djúpivogur

Norðan megin í Berufirði er áhugavert náttúrufyrirbæri í fjöruborðinu. Skammt austan við bæinn Fagrahvamm, rís sérkennilegur klettahamar sem er ólíkur öllu öðru bergi þar um slóðir, bæði að lit og áferð. Klettahamarinn nefnist Blábjörg enda er á honum blá slikja.

Hér er um að ræða flikruberg, um það bil 9 milljón ára gamalt. Klettahamarinn er vitnisburður um stórkostlegan atburð í jarðsögu Íslands en flikruberg myndast við gjóskuhlaup í miklum sprengigosum. Þegar gosmökkurinn verður þyngri en andrúmsloftið fellur hann saman svo úr verður gjóskuhlaup þar sem brennheit gjóskan þeytist á ógnarhraða niður hlíðar eldfjalla. Er hraðinn slíkur að ekki er á færi nokkurs manns að forða sér undan slíku. 

Bláhnúkur í Landmannalaugum

Bláhnúkur er litfagur, venjulega með fannarblesu.

Bleiksárfoss

Eskifjörður

Bleiksá og fossar hennar er það fyrsta sem fangar augað þegar beygt er af þjóðveginum inn til Eskifjarðar.

Hæsti fossinn í fossaröð Bleiksár er nefndur Bleiksárfoss. Búið er að beina ljóskösturum upp að Bleiksárfossi og er það oft mikið sjónarspil að sjá hann á myrkrum vetrarkvöldum, hvort sem hann rennur niður hlíðina eða er í klakaböndum.

Bleiksáin getur verið mjög mikil um sig í haust- og vorrigningum. Slíkar aðstæður gera Bleiksána og fossa hennar ekki síður áhugaverða.

Borg á Mýrum-Einkunnir gönguleið

Borgarnes

Borg á Mýrum er kirkjustaður vestur af Borgarnesi. Staðurinn er, samkvæmt Egils sögu Skallagrímssonar, landnámsjörð en kirkja hefur staðið þar frá árinu 1002. Borg á Mýrum er vel þekktur staður sem áfangastaður ferðamanna, hvort sem það er erlent eða innlent ferðafólk. Kirkjustaðurinn hefur tekið á móti erlendum gestum í árabil en gestir hafa þá fengið leiðsögn um svæðið og fengið að skoða kirkju undir handleiðslu prestins á Borg. Listaverkið Sonatorrek og útsýni yfir Borgarnes og Hafnarfjall blasir við gestum sem koma að kirkjunni.  

Einkunnir eru 273 hektara fólkvangur sem er að finna norðan við Borgarnes. Skógrækt hefur verið þar síðan árið 1951 en innan fólkvangsins er að finn fallega tjörn, Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt sem gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar. Minjar eru á gönguleið. Hægt er að finna þær við Borg á Mýrum en einnig á gönguleið á milli Borg og Einkunna. Árið 2015 hófst skráning á minjum við gönguleið en þar er að meðal annars að finna minjar af beitarhúsi, smalahúsi, sel og fleiru. Göngufólk er beðið um að bera virðingu fyrir þeim minjum sem eru að finna.  

Gönguleið er stikuð alla leið en hafa ber í huga að víða er erfið yfirferð við skurði og mýrar á leiðinni. Gönguleið á
milli Borg á Mýrum-Einkunnir hefur upp á að bjóða stórkostlegt útsýni yfir Hafnarfjall og Borgarnes ásamt því fallega lífríki sem er að finna á leiðinni.  

Staðsetning: Borg á Mýrum/Einkunnir, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Bílastæði við Borg á Mýrum (þjóðvegur nr.54). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 5.26 km 

Hækkun: 123 metrar. 

Merkingar: Stikur eru alla leið. 

Tímalengd: 1.30klst. 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt við Einkannir. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°33.6630 W021°54.9579 (byrjun við Borg á Mýrum). 

GPS hnit endapunktar: N64°35.8993 W021°54.6785 (endir á Einkunnum). 

Borgarvirki

Hvammstangi
Borgarvirki á Vatnsnesi er klettaborg úr 10-15 metra háu stuðlabergi

Botn Dýrafjarðar

Þingeyri

Í Botni Dýrafjarðar er að finna fossa, skógrækt og fallega náttúru. 

Botnsdalur í Hvalfirði

Akranes
Fjölskylduvænn og fallegur útivistarstaður

Bóndavarðan

Djúpivogur

Austan við kauptúnið á Djúpavogi er allshár ás sem heitir Bóndavörðuhraun og efst á honum Bóndavarða. Þar er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Frá Bóndavörðunni er hægt að ganga "út á land" í átt að svörtu söndunum.

Brákarey í Borgarnesi

Borgarnes
Eyjur við Borgarnes. Nefndar eftir Þorgerði brák, persónu úr Egilssögu

Breiðafjörður

Annar stærsti flói á Íslandi með óteljandi eyjar og fjölbreytt dýralíf

Breiðamerkursandur - Fellsfjara

Höfn í Hornafirði
Breiðamerkursandur er stórt svæði á milli Suðursveitar og Öræfa þakið grófum sandi

Breiðavík

Patreksfjörður
Breiðavík er staðsett á leiðinni út á Látrabjarg

Breiðdalseldstöð

Breiðdalsvík

Breiðdalseldisstöð er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, vettvangur ítarlegra rannsókna enska jarðfræðingsins Georges D.L. Walker, ásamt öðrum slíkum á Austurlandi. Þessi eldstöð er prýdd stórum ríólít-innskotum með tignarlegum og sérstæðum tindum, Flögutindi í Breiðdal, Smátindum, Röndólfi, Slötti og Stöng. Suðurhlíðar Breiðdals eru sérstaklega litskrúðugar og berglögin óregluleg, sett miklum gjóskumyndunum.

Eldstöðin er talin ná milli Fossárfjalls sunnan Berufjarðar norður í Bæjartind uppi af Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Vesturhlíðar hennar fylgja Ófærunöfnum til vesturs en austurhlíðin er mjög eydd, en spannar þó örugglega austur fyrir Kerlingartind suður af Fagradal í Breiðdal. Suðurhluti Breiðdals, nálægt eldstöðinni miðri, er niðurgrafinn og funhitinn ummyndaði bergið svo mjög að blágrýtið og andestítið urðu ljósgræn. Er því erfitt að greina þessar bergtegundir frá ríólítinu. Þessi ummyndun er einna skýrust við Innri-Ljósá og Blágil.

Tindaröðin, sem talin er hér að framan myndaðist síðar, þegar ríólítið tróð sé upp á yfirborðið gegnum blágrýtislögin og mynduðu gúla ofan á þykkum gjóskulögum á gígbörmunum. Leifar þeirra koma fram í ríólíthömrum víða á svæðinu. Breiðdalseldstöðin er talin yngri en Álftafjarðar- og Reyðarfjarðareldstöðvarnar og gjóskulag ofan á Reyðarfjarðarlögunum hefur verið rakið. Það mun hafa komið frá Röndólfi, þekur u.þ.b. 430 m2 og er 6 m. þykkt. Þetta lag er kennt við fjallið Skessu suður af Reyðarfjarðarbotni.

Jarfræðisafn tileingað George D.L. Walker má finna í Breiðdalssetri. 

Breiðin á Akranesi

Akranes
Syðsti hluti Akranes með fögru útsýni, vitum og útivistarmöguleikum

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll eru hryggur móbergsfjalla frá síðari hluta ísaldar. Efst er hraundyngjan Kistufell. Í fjöllunum eru nokkrar gossprungur með gígaröðum sem mynduðust einhverju fyrir landnám. Í norðanverðum Brennisteinsfjöllum er háhitasvæði og þar var numinn brennisteinn í kringum 1880 með litlum árangri. Brennisteinsnámurnar eru enn sýnilegar.

Brimketill

Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík.

Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið.

Hafið hefur mikil áhrif á landmótun á Reykjanesi. Með því að fylgjast með brimi skella á klettunum í nágrenni Brimketils má sjá þann kraft sem býr í Norður-Atlantshafinu. Aldan vinnur á föstu berginu með því að þrýsta þétt saman lofti í rifum og sprungum. Við útsogið dregur sjórinn loftið með sér. Þá verður til undirþrýstingur. Þessi ferill brýtur bergið smám saman. Við bætist svo rof vegna bergbrota sem aldan skellir á sjávarkletta og laust grjót, og auk þess frostveðrun þegar vatn í glufum þenst út við að harðna, og jafnvel sandblástur. 

Hraunið umhverfis Brimketil er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum og yfirborði. Líklega hefur það runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240.

Þjóðsaga ein segir frá nátttröllinu Oddnýju sem bjó í Háleyjabungu, rétt vestan við Brimketil, ásamt Hróari manni sínum og syni þeirra Sölva. Eina nóttina fór hún út að Ræningjaskeri rétt austan við Brimketil til að ná í hvalhræ sem hafði rekið að landi. Í bakaleiðinni hvíldi hún sig og baðaði í Brimkatli. Þegar hún hélt loks heim á leið komst hún ekki langt þar sem sólin kom upp um það leyti. Varð hún því að steini og sást þarna lengi sem hár bergdrangur, allt þar til sjórinn braut hann smám saman niður. Brimketill hefur því einnig verið nefndur Oddnýjarlaug í höfuð á nátttröllinu.

Á dögunum var lokið við að byggja áfanga 2 við Brimketil, verkefni sem hófst árið 2015 er nú lokið. Nýja viðbótin við útsýnispallinn veitir ferðamönnum betra útsýni yfir sjálfa Oddnýjarlaug sem einnig nefnist Brimketill. Samhliða áfanga 2 var unnið að því að bæta aðgengi og öryggi umtalsvert sem og að gert var við skemmdir sem urðu á pallinum eftir veðurofsa vetrarins. Verkið var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og verkefnastjórn var í höndum Reykjanes Geopark og Grindavíkurbæjar. Landmótun og Efla sáu um hönnun og ÍAV smíðaði. 


Öryggisupplýsingar!

  • Ekkert eftirlit er á svæðinu.
  • Gestir eru a eigin ábyrgð.
  • Öldurnar geta verið ófyrirsjánlegar og óvæntar.
  • Sjávarstraumar eru einstaklega sterkir.
  • Sterkar vindhviður geta verið hættulegar og ófyrirsjáanlegar.
  • Ef þú ert á ferð með börn, skildu þau aldrei við þig.
  • Lífshættulegt getur verið að fara í sjóinn.


Ferðastu um Ísland á öruggan máta. SafeTravel.is

Brimnes

Seyðisfjörður

Brimnes skagar fram í fjarðarmynni á norðurströnd Seyðisfjarðar. Um 10 km. akstur er frá miðbæ Seyðisfjarðar út að Selsstöðum en þaðan liggur 5,5 km. gönguleið eftir gömlum jeppaslóða út á Brimnes. Fyrr á tímum var ein öflugasta útgerð landsins á Brimnesi og þar má enn líta tóftir gamalla bygginga í einstaklega fallegu umhverfi. Á nesinu er einnig viti. 

Brúarfoss

Selfoss
Brúará er næst-stærsta lindá Íslands, og rennur um mörk Biskupstungna og Grímsness.

Brúarhlöð

Flúðir
Brúarhlöð nefnist efsti hluti af 10 km löngum gljúfrum í Hvítá.

Brúin milli heimsálfa

Brú á Reykjanesi á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku. 

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) "gangi" á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka. Skilin milli flekanna birtast okkur ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Byggð hefur verið brú á milli "plötuskilanna" upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) Fólki að kostnaðarlausu.

Hægt er að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi "hafi gengið á milli heimsálfa" gegn vægu gjaldi á upplýsingamiðstöð Reykjaness og gestastofu Reykjanes jarðvangs sem staðsett eru í Duushúsum í Reykjanesbæ.

Brúnavík

Brúnavík er næsta vík sunnan Borgarfjarðar eystri og er hluti gönguleiðakerfisins um Víknaslóðir. Gönguleiðin er alls um 12 km, þægileg og fögur dagleið. Gengið er frá bílastæði við Hafnarhólma og um Brúnavíkurskarð (360 m) austan Geitfells. Nokkuð bratt er niður að bæjarstæðinu og þarf að vaða eða stikla Víkurána ef farið er út á sandinn. Áin er oftast greiðfær niðri við sjó og vel þess virði að ganga niður í fjöru því hún er einstaklega litfögur. Til baka er gengið inn víkina, hvoru megin ár sem óskað er, inn að Brotagili en þar skammt frá er göngubrú yfir ána. Frá Brotagili er genginn vegslóði yfir Hofstrandarskarð (320 m). Gangan tekur um 5-6 klst. eftir vörðuðum leiðum og vegslóða.

Brynjudalsskógur

Mosfellsbær

Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar.

Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði.

Svæði: Kjósahreppur. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 3.2km 

Hækkun: 103 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar. 

Tímalengd: 1 klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras. 

Hindranir á leið: Þrep. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins. 

GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513  

GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513   

Búðará

Reyðarfjörður

Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríðsárasafninu er hægt að velja hvort gengið er eftir skógi vöxnum hálsinum austur af Stríðsárasafninu eða upp að Búðarárfossi.

Búðarárgil og Búðarárfoss

Reyðarfjörður

Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar.

Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur niður með miðju þéttbýli Reyðarfjarðar.

Skemmtilegur göngustígur upp Búðarárgil, frá miðbænum upp með Búðaránni. Leiðin liggur m.a. framhjá Íslenska stríðsárasafninu. Búðarklettarnir eru mjög tignarlegir þar sem staðið er undir þeim, þar hafa bjargdúfur (Colombia livia) sinn dvalarstað, jafnframt er þar hrafnslaupur (Corvus corax) og niður í urðinni er talsvert af steindepli (Oenanathe oenanthe), músarindli (Troglodyted troglodytes) og snjótittlingi (Plectrophenaxnivalis).

Skömmu síðar er komið að Búðarárfossi og fyrir ofan hann er stífla Rafveitu Reyðarfjarðar. Rafveitan var stofnuð með sameiginlegu átaki bæjarbúa árið 1930. Enn ofar er svo Svínadalur.

Búðardalur-Laxarós

Búðardalur

Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalana en þar er að finna fjölmarga þjónustufyrirtæki, heilsugæslu og skóla. Helsta aðdráttarafl Búðardals er Vínlandssetrið en þar er að finna sýningar og sögur af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Vínlandssetri er að finna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en í Búðardal er einnig að finna gistiheimili, tjaldsvæði ásamt veitinga-og kaffihús. Frá Vínlandssetri hefst gönguleið um Búðardal-Laxarós.  

Í byrjun göngu er gengið inn Ægisgötu en þar er að finna gangstétt sem liggur upp götuna. Niður við fjöruna
er búið að setja upp göngubrýr til að auðvelda aðgengi og mottur hafa verið settar niður á gönguleið til að auðvelda aðgengi gesta.
Gönguleið um Búðardal-Laxarós er falleg og fjölbreytt, með skemmtilegum áningarstöðum á leiðinni. Gönguleið er mjög greinileg þegar komið er niður í fjöruborðið en lítið er um merkingar á leiðinni allri. Vínlandssetur er mjög hentugur staður til að hefja eða enda göngu en þar er að finna alla þá þjónustu sem útivistafólk þarf en einnig væri hægt að hefja göngu á öðrum stöðum í Búðardal.  

 Svæði: Búðardalur, Dalabyggð. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Vestfjarðarvegur
(nr. 60) og gatnamótum Miðbraut og Ægisbraut inn í Búðardal. 

Erfiðleikastig: Auðveld og létt leið. 

Vegalengd: 1.43 km 

Hækkun: 0-50 metrar. 

Merkingar á leið: Á nokkrum stöðum á leið. 

Tímalengd: 21 mín. 

Yfirborð leiðar: malbik, smáir steinar, gras,
trékurl, blandað yfirborð. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða. 

Þjónusta á leið: Vínlandssetur. 

Upplýst leið: Óupplýstar leiðir. 

Tímabil: Gönguleið er opin allt árið. 

GPS hnit upphaf: N65°06.6323 W021°46.3246 

GPS hnit endir: N65°05.9515 W021°46.3543  

Búðir á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Mikil náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraun með miklum gróðri

Búðir-Búðaklettur-Frambúðir

Snæfellsbær

Búðir er staðsett vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á Búðum var eitt sinn virkasti verslunastaður Snæfellsnes og
blómlegt sjávarþorp en fornleifa sem fundist hafa, t.d. á Frambúðum, benda til að starfsemi allt frá fyrstu landnámi Íslands. Víðáttumikið hraun Búðahrauns nær austur í átt að sjó við Faxaflóa og vestur að Hraunlandsrifi.  

Gönguleið um Búðir-Frambúðir og Búðaklett er fjölbreytt náttúru upplifun. Náttúra svæðisins, í bland við þá sögu og minjar sem eru fyrir, gerir gönguleið um Búðir-Búðaklett og Frambúðir að einstakri upplifun. Merkingar á svæðinu eru til fyrirmyndar, þar sem stikur og vegvísar eru mjög greinilegir. Gönguleið frá Frambúðum og að Búðakirkju er nokkuð
ógreinileg og sumstaðar engar merkingar um hvar væri best að ganga en einungis er um að ræða stutta leið. Búðahraun er á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar yfir friðlönd á Íslandi en Búðir er einn af vinsælustu áfangastöðum
Vesturlands. Hótel Búðir er vinsæll kostur þegar kemur að gistingu og veitingum, kirkjan á Búðum er gríðarlega vinsæl fyrir brúðkaup og er sú þekktasta kirkja á Vesturlandi. Svæðið í kring um Búðir er mjög vinsælt útivistarsvæði, með ljósum strandlengjum í bland við svarta strandlengju og gullfallega náttúru þar sem Snæfellsjökullinn gnæfir yfir svæðið.  

Svæði: Snæfellsbær 

Vegnúmer við upphafspunkt: Beygt er af þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og inn á veg nr. 574 (Útnesvegur) og er þar afleggjari inn á Búðir (Búðavegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. Einfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér.  

Vegalengd: 6.8km 

Hækkun: 88 metra hækkun (Búðaklettur). 

Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið. 

Tímalengd: 1.4 klst 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras, hraun og blönduðu náttúrulegu efni. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni. 

Þjónusta á leið: Þjónusta er á hótel Búðum. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°49.3046 W022°23.0755  

GPS hnit endir: N64°49.3046 W022°23.0755   

Búlandstindur

Djúpivogur

Búlandstindur er 1069 metra hátt basaltfjall í Djúpavogshreppi og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur er tákn Djúpavogs enda þykir fjallið almennt vera í hópi formfegurstu fjalla á Íslandi.

Í austur af Búlandstindi gengur fjallsraninn Goðaborg sem er um 700 m yfir sjávarmáli og er sagt að þangað upp hafi menn burðast með goð sín strax eftir kristnitökuna til þess að steypa þeim fram af fjallsgnípunni. Aðrar heimildir segja Goðaborg sé hamrastallur hátt uppi í Búlandstindi, breiður og sléttur að ofan. Bratt og harðsótt er þar upp en sumir segja að í vatni sem er þar uppi hafi verið þvegin innylfi þeirra dýra sem þar var fórnað goðunum til árs og friðar. 

Fjöldi fólks leggur leið sína á tindinn á hverju ári. Best er að fara eftir vegarslóða sem liggur meðfram Búlandsá sunnanverðri og alveg inn að stíflu sem er innarlega á dalnum. Þaðan er gengið beint upp grasi grónar brekkur og skriður innan við Stóruskriðugil í stefnu á skarð fyrir innan Búlandstind. Þar á eftir rekur leiðin sig sjálf þar til efsta tindi er náð. skoða má loftmynd með af stikaðri leið upp aá tindinn á heimasíðu Teigarhorns . Hátindurinn er mjór og brattur klettarimi og þar er útsýni feyki gott. Mjög mikilvægt er að gæta þess að ganga ekki of langt til austurs ef eitthvað er að skyggni eða ef hált er, því að austurhlíð fjallsins er þverhnípt og hömrótt. Gott GSM samband er á tindinum.

Dagverðarnes í Dölum

Búðardalur
Fyrsti viðkomustaður Auðar djúpúðgu landnámskonu í Dölum

Dalatangi

Mjóifjörður

Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og giljum. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka á Íslandi. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs, allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. 

Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri var reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne árið 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti með steinlími á milli. Yngri vitinn, sem nú er í notkun, var reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir. Við bæjarhúsin er eru skrúðgarður og gróðurhús.

Daníelslundur

Borgarnes

Daníelslundur var fyrsti skógurinn sem opnaður var sem opinn skógur árið 2002. Skógurinn er í alfaraleið en þjóðvegur nr. 1 liggur við rætur hans. Daníelslundur ber nafn Daníels Kristjánssonar, skógarvarðar frá Hreðavatni, sem lengi var forvígismaður í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Víðsýnt er um blómlegar sveitir Borgarfjarðar en í suðri blasir við Skarðsheiði og Hafnarfjall, í norðri sést til Baulu en í austri sést vel til Eiríksjökuls og Langjökuls. Daníelslundur hefur upp á bjóða fjölmarga áningarstaði og víðsýnt útsýni yfir Borgarfjörð. Skógræktin er við þjóðveg 1 og gerir það skóginn mikið sóttan af ferðamönnum og íbúum svæðisins. Gönguleiðir um skóginn eru fjölmargar og fjölbreyttar. 

  • Svæði: Daníelslundur Borgarbyggð
  • Vegnúmer við upphafspunkt: Þjóðvegur nr. 1, Borgarbyggð
  • Erfiðleikastig: Auðveld/létt leið
  • Vegalengd: 3.74 km.
  • Hækkun: 113 metra hækkun
  • Merkingar á leið: Nokkrar stikur eru á leið
  • Tímalengd: 1 klst.
  • Yfirborð leiðar: Trjákurl, graslendi og smá grjót
  • Hindranir á leið: Nokkur þrep er að finna á leiðinni
  • Þjónusta á leið: Engin þjónusta
  • Lýsing á leið: Óupplýst leið
  • Tímabil: Gönguleið er opin allt árið
  • GPS hnit upphaf: N64°39.5119 W021°42.6807
  • GPS hnit endir: N64°39.5119 W021°42.6807

Daníelslundur í Borgarfirði

Borgarnes
Fagur skógarlundur, tilvalinn til útivistar fyrir alla aldurshópa.

Deildartunguhver

Reykholt í Borgarfirði
Vatnsmesti hver í Evrópu með lengstu jarðhitavatnslögn í heimi.

Dettifoss

Dettifoss er aflmesti foss Íslands.

Dimmuborgir

Mývatn
Dimmuborgir eru sundurtættar hraunborgir með gróðri og kjarri. Í Dimmuborgum gefur að líta hvers konar furðumyndir, gatkletta og smáhella.

Djáknadys

Djúpivogur

Djáknadys er laus grafhýsi (dys) norðan megin við Hamarsfjörð. Sagan segir að á þessum stað hafi presturinn á Hálsi og djákninn á Hamri hist og þeir barist til dauða. Voru þeir báðir dysjaðir á staðnum og er nafn Djáknadysjar þannig tilkomið. Sagt er að sú kvöð hvíli á vegfarendum sem fara fram hjá dysinni í fyrsta sinn að þeir verði að kasta steinvölu í dysina, einni fyrir sig og einnig einni fyrir hvorn, hund og hest, ef með eru, annars muni þeir lenda í ógöngum. Aðrar sögur segja að leggja skuli þrjá steina í dysina. Um þetta er gamla vísan:

Að flýta sér að fara af baki

og fleygja steini

yfir djákna aldurhniginn

er það gæfa á ferðastiginn.

Það skal tekið fram að í dag er dysin friðuð svo það er bæði bannað að bæta steinum við dysina og taka steina úr henni. 

Djúpalónssandur á Snæfellsnesi

Hellissandur
Magnþrungin fjara á Snæfellsnesi.

Djúpavatn, Spákonuvatn og Grænavatn

Þrjú stöðvötn í móbergshryggjunum Vesturhálsi og Sveifluhálsi, að mestu með grunnvatni. Djúpavatn er við samnefnda ökuleið, að hluta eldgígur. Spákonuvatn við Sogin er sprengigígur, eins og Grænavatn við göngustíg yfir Sveifluháls. 

Djúpavíkurfoss

Árneshreppur

Yfir þorpinu Djúpavík í Árneshreppi er fallegur foss en upp með honum er einnig skemmtileg gönguleið. 

Drangajökull

Ísafjörður
Drangajökull er eini jökullinn sem eftir er á Vestfjörðum

Drangaskörð

Drangaskörð eru eitt helsta kennileiti Vestfjarða en eitt af þeim atriðum sem minnst er talað um

Drangey

Sauðárkrókur
Drangey er flatur móbergsstapi í miðjum Skagafirði. Eyjan er sæbrött og rís næstum 200 m úr sjó. Bátaferðir eru í Drangey frá Fagranesi og Sauðárkróki.

Drangsnes

Vopnafjörður

Frá Gljúf­ursár­fossi sem stendur sunnanmegin í Vopnafirði er merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og niður að sjó um Drangsnes. 

Að ganga meðfram þver­hníptum klett­unum er mikil upplifun og lætur fáa ósnortna. Göngu­leiðin nær að Krumms­holti. þar se, eru vel sjáan­legar ævafornar tóftir frá víkingaöld, að því að talið er. Þar á Þorsteinn uxafótur að hafa búið. 

Handan fjarð­arins má sjá kauptún Vopn­fjarðar sem stendur á tanga sem skagar út í fjörðinn. Tanginn er kall­aður Kolbein­stangi

Drápuhlíðarfjall

Stykkishólmur
Litskrúðug og sérkennilegt fjall við Stykkishólm á Vesturlandi

Drykkjarsteinn

Steinn með þremur holum í laginu eins og skálar. 

Langþráður áfangastaður ferðamanna sem voru að fara annað hvort til Grindavíkur eða Vogastapa en Drykkjarsteinn er staðsettur þar sem tveir vegir mætast. Nokkrar holur eru í  steininum sem safna vatni það hefur reynst ferðalöngum vel að stoppa og svala þorstanum. Sagt er að vatnið sé vígt og sé allra meinabót.

Staðsetning: Rétt fyrir ofan veg 427

Dverghamrar

Kirkjubæjarklaustur
Dverghamrar eru skammt austan við Foss á Síðu.

Dynjandi

Þingeyri
Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörðum

Dynkur

Dynkur er foss, um 38 m hár, í Þjórsá

Dyrfjöll

Borgarfjörður eystri

Dyrfjöll eru ein af perlum Austurlands. Fjöllin eru þekkt fyrir stórt skarð í miðju fjallgarðsins sem eru eins og risastórar dyr og draga fjöllin nafn sitt af þessu skarði. Það er erfið ganga upp á topp Dyrfjalla og ættu aðeins vanir göngumenn að leggja í ferðu upp á toppinn. Hægt er að fá leiðsagnar vanra fjallaleiðsögumanna upp á topp ef þess sé óskað.

Útsýnið af toppnum er stórkostlegt og sést meðal annars mjög vel yfir hina fallegu náttúruperlu Stórurð þaðan.

 

Powered by Wikiloc

Dyrhólaey

Vík
Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands.

Dýrafjörður

Þingeyri
Dýrafjörður er fjörður sem bærinn Þingeyri stendur við og er staðsettur á milli Arnarfjarðar í suðri og Önundarfjarðar í norðri.

Dælarétt

Selfoss
Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg

Efra-Hvolshellar

Hvolsvöllur

Í landi Efra-Hvols eru þrír manngerðir hellar sem kallast einu nafni Efra-Hvolshellar. Hellarnir eru grafnir í fremur gróft þursaberg sem líklega er jökulberg að uppruna. Neðan til er bergið fínna, gert úr lagskiptum, víxllaga og skálaga sandsteini. Tveir hellanna eru samtengdir með göngum og nefnast þeir Efsti hellir og Miðhellir. Sá þriðji stendur stakur 20-30 metrum sunnar og nefnist Stóri hellir. Hann er um 42 metrar á lengd, og er talinn næstlengsti manngerði hellir á Íslandi. Ekki hafa fundist ummerki mannvistar í hellunum en það hefur ekki enn verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Síðast voru hellarnir notaðir sem fjárhús og hlaða en hafa staðið auðir og ónotaðir síðan 1943.

Loftop Stóra hellis hefur að hluta til hrunið og mold fyllt göngin. Búið er að moka út úr hellunum að hluta í samráði við Minjastofnun Íslands. Ekki er talin hætta af frekara hruni en þó skyldi fólk sýna aðgát. Hellarnir hafa verið friðlýstir síðan árið 1929 sem menningarminjar.

Upplýsingar um fleiri staði í nágrenninu: www.katlageopark.is

Eiðar

Egilsstaðir

Eiðar voru stórbýli til forna, höfðingjasetur og kirkjustaður. Eiða er raunar fyrst getið í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst á söguöld kringum aldamótin 1000. Þá bjó þar Helgi Ásbjarnarson, sonarsonur Hrafnkels Freysgoða og fremsti höfðingi Héraðsbúa á sinni tíð, með seinni konu sinni, Þórdísi Brodd-Helgadóttur úr Vopnafirði. Eiðakirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar 1197. Samkvæmt samkomulagi Þorláks helga 1179 við eigendur kirkjustaða á Austurlandi var kirkjan á Eiðum bændakirkja og átti Eiðajörð að hálfu á móti staðarbónda. 

Þessi kirkjuskipan á Eiðum hélst allt til 1882 er Múlasýslur keyptu Eiðastól og þar var stofnaður búnaðarskóli sem tók við hlutverki Eiðabónda um forræði kirkjunnar. Árið 1883 var stofnaður þar bændaskóli en honum var svo breytt í héraðsskóla -Alþýðuskólann á Eiðum - árið 1918 sem starfaði sleitulaust en þó með breytingum í áranna rás allt til 1995 þegar hann var sameinaður Menntaskólanum á Egilsstöðum. Allt frá lokun skólans hafa verið uppi ýmis áform um að finna þessum sögufræga stað nýtt og verðugt hlutverk. 

Kirkjumiðstöð Austurlands rekur vinsælar sumarbúðir fyrir börn við Eiðavatn og ferðaþjónusta er vaxandi á staðnum en þar er rekið gistihús og tjaldsvæði auk ýmissa afþreyingarmöguleika.

Einbúi í Jafnadal

Stöðvarfjörður

Jafnadalur gengur inn úr Stöðvafirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr  flatendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6m. að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.

 

Powered by Wikiloc

Einkunnir gönguleið

Borgarnes

Í Einkunnum er að finna mjög fjölbreytt landslag, dýra-og plöntulíf. Einkunnir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2006
en markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda það votlendi og jarðmyndanir sem almenningur getur nýtt til fræðslu, útivistar og náttúruskoðunar. Göngustígar liggja víða um svæðið og er hægt að finna erfiðar brekkur í bland við léttar leiðir á láglendi. Klettaborgirnar þrjár sem rísa upp af mýrlendinu eru vel sýnilegar í fjarska en upp af Syðri-Einkunnum er útsýnisskífa, þar sem viðsýnt er um mýrar, Borgarfjörð og Borgarfjarðadali.  

Beygt er af þjóðveg nr.1 og inn á veg nr. 536/3. Vegur liggur að bílastæði við Einkunnir. Þar er að finna upplýsingaskilti
um líffríki svæðisins ásamt fjölmörgum upphafsstöðum gönguleiða. Aðgengi vagna og hjólastóla er að finna á nokkrum leiðum en flestar leiðir eru mjóir og hækkanir eru víða. Tenging við gönguleið að Borg á Mýrum er að finna en einnig er útivistarsvæði inn í Einkunnum, þar sem grill, bekkir og borð eru að finna. Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar.  

 Staðsetning: Einkunnir, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur nr.536/3). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið. 

Lengd: 5.2 km 

Hækkun: 70 metrar. 

Merkingar: Stikur eru að finna en sumstaðar eru engar merkingar. 

Tímalengd: 1.17klst. 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°59824 W021°911  

GPS hnit endapunktar: N64°59824 W021°911   

Einkunnir í Borgarfirði

Borgarnes
Fólkvangur og fjölskylduvænt útivistarsvæði

Eiríksjökull í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Formfagur jökull sunnan Hallmundarhrauns. Hæsta fjall á Vesturlandi.

Eiríksstaðahneflar - gönguleið

Egilsstaðir

Eiríksstaðahneflar eru tvö hliðstæð fjöll á Jökuldalsheiði, einnig þekkt sem Fremri-Hnefill (947 m) og Ytri-Hnefill (922 m). Skemmtileg gönguleið liggur á Hneflana. Þá er gengið frá skilti við Þverá sem er innan við Eiríksstaði á Jökuldal. Fyrst er haldið á Fremri-Hnefil og þaðan á Ytri-Hnefil og niður í Eiríksstaði. Fyrir þá sem vilja lengja gönguna svolítið er gaman að ganga að Hneflaseli, heiðarbýli sem fór í eyði árið 1875 og þaðan til baka á milli Hneflanna nður í Jökuldal.

Leiðin er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°08.617-W15°28.195

 

Eiríksstaðir gönguleið

Búðardalur

Á Eiríksstöðum í Dölum eru fornar rústir sem líklega eru bær Eiríks rauða Þorvaldssonar og konu hans Þjóðhildar Jörundardóttur. Rústir bæjarins eru friðlýstar fornminjar. 

Skammt vestan við rústirnar á Eiríksstöðum var restur tilgátubær sem vígður var árið 2000 í tilefni þess að 1000 ár voru liðin frá landafundum Leifs heppna í Ameríku. 

Að Eiríksstöðum er lifandi safnastarfsemi. Starfsfólk er klætt að fornum sið og fræðir gestkomandi um lífið fyrir þúsund árum, gamla verkmenningu og búskaparhætti. Jafnframt er hægt að skoða handverk, vopn og ýmsa muni frá sama tíma. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsson. 

Keyrður er vegur nr. 60 (Vestfjarðarvegur) en beygt inn á veg nr. 586 (Haukadalsveg) og keyrt inn að bílastæði við Eiríksstaði. Bílastæði er veglegt og er þar að finna þjónustuskála ásamt salerni og upplýsingaskiltum. Gönguleiðir liggja að tilgátuhúsi en einnig að minjum á svæðinu. Gönguleið er að hluta með malarundirlagi og hluta með gangstéttarhellum. 

  • Staðsetning: Dalabyggð
  • Vegnúmer við upphafspunkt: Nr. 586 (Haukadalsvegur)
  • Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið
  • Lengd: 0.6 km.
  • Hækkun: 29 metrar
  • Merkingar: Engar merkingar en leiðir eru greinilegar, nema ef mikill snjór er á svæðinu
  • Tímalengd: 13 mínútur að ganga
  • Undirlag: Smáum steinum, steyptum gangstéttarhellum og flötum steinum
  • Hindranir á leið: Engar hindranir
  • Þjónusta á svæðinu: Salerni, sorplosun og möguleiki á að kaupa leiðsögn í tilgátuhúsi á opnunartíma
  • Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri
  • Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir. vetrarmánuði
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 65°03.5023 W 021°32.1731

Eldborg gönguleið

Borgarnes

Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi er óvenjulega formfagur gígur sem rís 60 metra yfir hraunið í kring og er stærstur gíga á stuttri gossprungu. Gígopið er sporöskjulagað, um 100 metrar í þvermál og 50 metra djúpt. Veggirnir eru mjög brattir, gerðir úr örþunnum hraunskánum. Eldborg var friðlýst árið 1974.

Gönguleiðin upp á Eldborg er fjölbreytt þar sem gengið er í gegnum kjarri vaxið hraun. Fallegar hraunmyndanir eru á leiðinni og ef vel er að gáð má sjá margar kynjaverur. Ofan á Eldborg er mikið útsýni í allar áttir en í góðu skyggni má sjá fjallahring allt frá Snæfellsjökli að Reykjanesi. Gönguleiðin byrjar við þjónustusvæði við Snorrastaði en þar er að finna gistiaðstöðu. Gönguleið hefur mismunandi undirlag en meirihluti hennar er á hraunbreiðu. Við rætur og upp hlíðar Eldborgar er að finna keðjur til að aðstoða göngufólk upp og niður hlíðar Eldborgar. 

  • Staðsetning: Hnappadalur í Borgarbyggð
  • Vegnúmer: Snæfellsnesvegur nr. 54, Snorrastaðir
  • Erfiðleikastig: Auðvelt en það eru há þrep á leiðinni
  • Lengd: 6.64 km
  • Hækkun: 50-100 metrar
  • Merkingar: Merkingar við upphaf og nokkrar stikur sem vísa veg
  • Tímalengd: 1 klst og 30 mín
  • Undirlag: Litlir og stórir steinar, hraun og mold
  • Hindranir á leiðinni: Það eru þrep á leiðinni og það getur verið erfitt að halda sig á réttri leið
  • Þjónusta á svæðinu: Finna má salerni á leiðinni og ruslatunnur eru á þjónustusvæðinu við Snorrastaði
  • Lýsing: Hluti leiðar er upplýstur, frá Snorrastöðum að upphafi gönguleiðar
  • Árstími: Leiðin er opin allt árið um kring
  • GPS hnit upphafs/endapunktar: N64°46.4456 W022°18.1262

Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi

Borgarnes
Óvenjulega vel lagaður og sérstakur gígur.

Eldborg við Höskuldarvelli

Norðvestur af Höskuldarvöllum, sléttu graslendi við rætur Grænudyngju og Trölladyngju, stíga jarðhitagifur upp umhverfis stóran gjall- og klepragíg. Gígurinn er eldri en landnám og nokkuð skemmdur eftir efnistöku.

Eldey

Þverhnípt klettaeyja (77 m.y.s) 8 sjómílur suður af Reykjanesi.

Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum sem stendur á einni grynningu og nær klasinn 45 sjómílur frá landi. Kallast hann Fuglasker eða Eldeyjar. Eitt þessara skerja var Geirfuglasker þar sem síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins voru en það sökk að mestu í eldsumbrotum 1830.

Í Eldey er ein af stærstu súlubyggðum sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlu. Við talningu, sem gerð var 1949 var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund.

Eldgjá

Kirkjubæjarklaustur
Eldgjá er u.þ.b. 70 km löng gossprunga

Eldvörp

Eldvörp eru um tíu kílómetra löng gígaröð í skástígum hlutum, ásamt 20 ferkílómetra hrauni sem flæddi í gos- og rekhrinunni Reykjaneseldum á árabilinu 1210 til 1240. Við miðbik gígaraðarinnar er jarðhiti og stök rannsóknarborhola. Áður fyrr bökuðu grindvískar konur brauð í Eldvörpum og liggur svokallaður Brauðstígur þangað frá Grindavík. Mannvistarleifar má finna hér og þar í hrauninu.

Eyjabakkar

Landið austan Snæfells er í dag kallað Eyjabakkar þó hinir eiginlegu Eyjabakkar séu aðeins austan ár utan við Bergkvíslarnes, þetta svæði er einstök gróðurvin á hálendinu og er innan Vatnajökulsþjóðgarðs.  Náttúrufegurð er mikil, ekki síst við  sporð samnefnds jökuls, og þar er að finna eitt fjölbreyttasta gróðursvæði hálendisins. Á Eyjabakkasvæðinu sem er í 650-680 m hæð hafa fundist 133 tegundir háplantna. Innan til á svæðinu fella stórir hópar heiðagæsa flugfjaðrir og eru í sárum í júlí. Austurbakkarnir eru þurrir og þægilegir yfirferðar. Svæðið nýtur alþjóðlegrar friðlýsingar RAMSAR sáttmálans, sem er samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Handan Blöndukvíslar er skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Geldingafell og vestan megin við Snæfell er Snæfellsskáli.

Eyjafjallajökull

Hvolsvöllur
Eyjafjallajökull er í röð hærri jökla landsins.

Eyrarhringur gönguleið

Snæfellsbær

Eyrarhringur er staðsettur í í verndarsvæðinu, Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn er staðsettur á utanverður Snæfellsnesi en tilgangur hans er að vernda þá sérstöku náttúru svæðisins og þær minjar sem eru að finna en jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Strandlengjan við Eyrar og Snæfellsjökull eru stór upplifunarþáttur gesta á svæðinu en einnig eru minjarnar á svæðinu fyrirferðamiklar. Frá bílastæði liggja tvær gönguleiðir, önnur að Öndverðaneshólum en hin Eyrahringinn. 

Eyrahringur er auðveld gönguleið. Leiðin liggur niður að sjó og að mestu um helluhraun. Fallegar tjarnir eru í hrauninu og þar eru ýmsar tegundir fugla. Á leiðinni sjást víða minjar eftir búsetu. Á stóru-Eyri eru bæjarrústir og mun hafa verið búið þar fram á miðja sautjándu öld. 

Svæði: Eyrar, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 6km.

Hækkun: 50 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 1.3 klst.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Þrep og gróft undirlag.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°49.3462 W023°57.9035

GPS hnit endir: N64°49.3462 W023°57.9035

Eyvindará

Egilsstaðir

Eyvindará er mikil og falleg á sem sprettur af þverám sem falla frá Fagradal, Gagnheiði og Fjarðarheiði. Áin fellur í bugðum um láglendi Héraðs og sameinast loks Lagarfljóti. Munnmælasögur herma að haugur Helga Droplaugarsonar sé í landi Eyvindarár, bæ samnefndum ánni, og er hann friðlýstur. Einnig eru þar friðlýstar tóftir sem taldar eru vera af bænum hans. 

Á heitum sumardögum hafa ungmenni notað Eyvindarána til sunds og dýfinga, enda er svæðið kjörið til útivistar af öllu tagi.

Fagradalsfjall

Hæsta fjall á Reykjanesskaga eða um 385(m.y.s). Eldgos hófst í Geldingardal handan Fagradalsfjalls í mars 2021.

Það liggur aflangt frá austri til vesturs og er í raun lítil háslétta, með nokkrum hnjúkum, einkum að vestanverðu, móbergsstapi. Fjallið hefur orðið til við gos undir jökli á síðustu ísöld sem stóð yfir í 100.000 ár.

Á Fagradalsfjalli fórst í flugslysi í síðari heimsstyrjöldinni, Frank M. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum.  Voru þeir að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli, en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt.  Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring.

Staðsetning: Í Reykjanesfjallgarðinum á miðjum Reykjanesskaga í NA af Grindavík. 

FMApic2.jpg

Fagrifoss

Kirkjubæjarklaustur
Fagrifoss í Geirlandsá er tilkomumikill foss og ber hann nafn með rentu.

Fardagafoss gönguleið

Egilsstaðir

Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum, við rætur Fjarðarheiðar. Hann er efstur fossanna í Miðhúsaánni en hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær fyrir utan seinasta spölinn sem er svolítið erfiður yfirferðar. Gengið er frá bílastæði við Áningatstein (við veg 93.)

Á bak við fossinn er hellir en sagan segir að í honum hafi búið ferleg tröllskessa. Talið er að göngliggi í gegnum Fjarðarheiðina yfir í Gufufoss í Fjarðará í Seyðisfirði. Skessan undir Fardagafossi var fræg fyrir að eiga ketil fullan af gulli. Þegar skessan var orðin svo gömul að hún vissi dauða sinn nálægan þá renndi hún katlinum með gullinu niður í djúpan skessuketil sem er í miðjum Gufufossi, neðar í Miðhúsaánni. Sagt er að sjáist í handfangið á katlinum þegar lítið vatn er í ánni. 

Powered by Wikiloc

Fellsströnd í Dölum

Búðardalur
Falleg strönd með fjölda eyja fyrir utan.

Festarfjall

Eldfjall um 190 metra hátt. Meðfram því er bergveggur en sagan segir að það sé festi tröllskessu.

Staðsetning: Fyrir neðan Suðurstrandaveg 427 fyrir ofan Hraunsvík. 

Fimmvörðuháls

Hvolsvöllur
Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Fiskibyrgi við Gufuskála á Snæfellsnesi

Hellissandur
Merkilegar fornminjar hlaðnar úr hrauni

Fjaðrárgljúfur

Kirkjubæjarklaustur
Fjaðrárgljúfur er stórbrotið og hrikalegt, um 100 metra djúpt og um tveir kílómetrar að lengd.

Fjallkonustígur

Seyðisfjörður

Gönguferð um Vestdal í Seyðisfirði að Vestdalsvatni og að skúta ?"fjallkonunnar"?. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá sökum sérstæðs gróðurfars og menningarminja. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið er var ein sú fjölfarnasta austanlands á nítjándu öld og fram á hina tuttugustu. Má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Sumarið 2004 fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn  nokkru ofan við Vestdalsvatn, þar sem heitir Vatnsdalur. Rannsókn leiddi í ljós að beinin voru úr konu um þrítugsalldur frá því um 940. Telst beina- og perlufundurinn með merkari fornleifa-uppgötvunum hérlendis. Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta ?"fjallkonunnar" inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um dalinn. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið ?"Gönguleiðir á Víknaslóðum?" sem fæst í upplýsingamiðstöðvum.

3,5 klst / 6 km

Göngufæri frá júní og frameftir hausti. 

Fjallsárlón

Höfn í Hornafirði
Fjallsárlón er jökullón innan Vatnajökulsþjóðgarðs í um 10 km fjarlægð vestan við Jökulsárlón.

Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Stokkseyri
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjörður

Á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa eru mörg há og tignarleg fjöll, Kaldbakur er eitt þeirra. Á milli fjallanna eru iðjagrænir og gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum en eru allir komnir í eyði.

Flatey

Húsavík

Flatey á Skjálfanda er stærsta eyjan á Skjálfandaflóa við Norðurstönd Íslands. Eyjan liggur aðeins um 2,5 kílómetra frá landi við Flateyjardal. Í Flatey er mikiðfuglalíf og góð fiskimið allt í kringum eyjuna. Flatey er tilvalinn fyrir fuglaáhugafólk og ævintýri líkast að koma þangað á sumrin. Byggð er sunnan á eynni og auk íbúðarhúsa eru þar samkomuhús, skóli, viti og kirkja. Árið 1942, bjuggu 120 manns á Flatey en síðan 1967 hefur engin verið fasta búsetu á eynni.
Yfir sumartímann koma ferðamenn til eyjunnar og einnig fólk sem á ættir að rekja til Flateyjar. Ekki er boðið upp á gistingu í Flatey en hægt er að fara þangað sjóleiðina frá Húsavík.  

Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði
Afar áhugaverður staður til að heimsækja, með náttúrufegurð og friðsæld. Sagt er að þar hafi tíminn staðið í stað.

Flatey á Breiðafirði

Reykhólahreppur
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins en mynni hans er 70 km á breidd.

Fláajökull

Höfn í Hornafirði
Fláajökull er jökultunga Vatnajökuls sem auðvelt er að nálgast.

Fljótavík

Fljótavík er vík á ströndum sem staðsett er á milli Hælavíkur og Rekavíkur Bak Látur.

Flóaáveitan

Selfoss
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa

Flókalundur

Patreksfjörður
Flókalundur er í Vatnsfirði á Barðaströnd

Flögufoss

Breiðdalsvík

Flögufoss er glæsilegur foss í Breiðdal. Fossinn er nokkuð hár, um 60 metrar, og er staðsettur í einstaklega fallegu og jarðfræðilega merkilegu umhverfi en Breiðdalurinn er hluti af hinni fornu megineldstöð Austurlands. Rétt fyrir ofan Flögufoss er annar lítill foss sem fellur niður á stall en þaðan rennur fossinn undir lítinn steinboga. Athyglivert er að þó áin hafi verið til staðar í þúsundir ára þá breytti hún leið sinni til þess að fossinn rynni undir steinbogann ekki fyrr en um aldamótin. Þetta gerði fossinn enn glæsilegri en hann þegar var. 

Þægileg gönguleið liggur frá þjóðveginum að fossinum. 

Foss á Síðu

Kirkjubæjarklaustur
Foss á Síðu er stórbrotið bæjarstæði um 10 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur

Foss í Fossfirði

Bíldudalur
Fossfjörður gengur inn úr Arnarfirði, þar er að finna bæði bæinn Foss og fossinn Foss.

Fossabrekkur

Hella
Efstu foss í Ytri-Rangá nefnist Fossabrekkur

Fossahringur

Egilsstaðir

Fossahringur er 8 kílómetra gönguhringur sem byrjar og endar í Laugarfelli, það tekur um 2 -3 klukkutíma að ganga þessa leið. Á gönguleiðinni má sjá 5 fossa og eitt gljúfur. Sumir þessara fossa eru meðal vatnsmestu fossa á Austurlandi og þekktastir þeirra eru Kirkjufoss og Faxi en þeir eru í Jökulsá í Fljótsdal sem rennur út í Lagarfljót. 

Gangan er stikuð og nýtur sívaxandi vinsælda meðal göngufólks. Tilvalið er í lok göngu að baða sig í náttúrulaugunum í Laugarfelli.

Powered by Wikiloc

Fossatún gönguleið

Borgarnes

Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirði
en þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem
staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún er
staðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafell
liggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.   

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík
við veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandi
gistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimili
og sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er til
staðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkum
Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að
Blundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarðar. 

Hægt er að ganga frá þjónustuskála við
Fossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þá
skilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígur
sem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svo
aftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlag
á þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuð
breið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar er
að finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.  

Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut). 

Erfiðleikastig: Auðveld. 

Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km 

Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu. 

Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni. 

Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði. 

Hindranir á leið: Engar hindranir á leið. 

Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfir
vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

Fossá

Mosfellsbær

Fallegur foss við veginn sem gaman er að stoppa við og njóta fallegrar náttúru. Skjólsæll staður og hjálpar þar til skóræktin við Fossá sem er opin skógur og gaman er að taka göngu í skóginum.

Fossá skógrækt

Mosfellsbær

Skógræktin er staðsett við þjóðveg og hefur áningarstaðurinn við útjarð skógræktar mikið aðdráttarafl ferðamanna um svæðið en útsýni þaðan er frábært. Gamla réttin og fossinn, Sjávarfoss, vekja mikla athygli þegar keyrt er um svæðið og einnig útsýnið yfir Hvalfjörð.

Fossá er skógræktasvæði í Hvalfirði sem fjögur skógræktarfélög halda utan um. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Kjalarnes, Kjós og Kópavogs. Fossá var formlega tekin inn í Opinn skógur verkefnið árið 2011 en Fossárjörðin er með skjólgott svæði og mikin skóg en hefur einnig að bjóða kræklingafjöru undan Fossárósum, fossar og flúðir sem berast með Fossáinni og ágætis berjalandi. Jörðin er alls 1.100 hektarar og er búið að planta yfir milljón plöntun en aðallega hefur verið gróðursett greni, birki og fura. Á Fossá eru að finna merktar gönguleiðir ásamt áningarstöðum og hefur svæðið því mikla útivistarmöguleika. Skógræktarfélögin fjögur, stofnuðu árið 2001, rekstrarfélag um skógræktina á jörðinni og aðrar framkvæmdir á svæðinu, svo sem stígagerð og lagningu vega í skóginum. Þetta rekstrarfélag nefnist Fossá skógræktarfélag en það hefur tekjur sínar af sölu jólatrjáa en á síðustu árum hefur sala á skógarviði til margvíslegra nota einnig komið til. Jólatrésræktun er fyrirferðamikil á svæðinu og hefur rekstrarfélagið ágætil tekjur af sölu ár hvert.

Svæði: Kjósahreppur.

Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47).

Erfiðleikastig: Létt leið. Aðgengi er víða fyrir vagna og hjólastóla en ekki allsstaðar.

Vegalengd: 9.5km.

Hækkun: 50-100 metra hækkun.

Merkingar á leið: Stikur eru sýnilegar á köflum á gönguleið en sumsstaðar eru engar merkingar.

Tímalengd: 2 klst.

Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras og stór grjót.

Hindranir á leið: Þrep og vað.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta.

Upplýst leið: Óupplýst leið.

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.

GPS hnit upphaf: N 64°21.1996 W 021°27.9139

GPS hnit endir: N 64°21.1996 W 021°27.9139

Framúrskarandi Bolafjall

Bolungarvík
Framúrskarandi Bolafjall er frábær útsýnisstaður fyrir ofan Bolungarvík

Friðland að Fjallabaki

Megin einkenni svæðisins eru fjölbreytt landslag og landslagsheildir

Frostastaðavatn

Stöðuvatn á Landmannaafrétti, við Landmannaleið.

Fuglabjarganes

Vopnafjörður

Fuglabjarganes er hluti af strandlengju Vopnafjarðar, norðan megin í firðinum. 

Fuglabjarganes er á Náttúruminjaskrá Íslands vegna fagurrar og fjölbreyttrar strandar og mikils fuglalífs. Gengið er í fjörunni niður á nesið þar sem taka við þverhnípt björg beint niður í sjó, klettadrangar sem gnæfa upp úr sjónum innan við nesið, gróðursæl víðátta og víðsýni yfir opið hafið. 

Fuglafriðland í Flóa

Selfoss
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir

Fuglalíf

Á Krýsuvíkurbergi og Hafnarbergi hreiðra um sig þúsundir sjófugla á hverju sumri. Þeir algengustu eru langvía, álka, stuttnefja, rita, lundi, teista, fýll og skarfur. Krýsuvíkurberg er 50 metra hár og um 57.000 pör hreiðra um sig á þessum klettum. Hæsti punktur Hafnarbergs er 43 metrar og er áætlað að fjöldi sjófugla þar séu um 6.000 pör. Fjórtán kílómetra suðvestur af nesinu er Eldey, ein stæðsta súlubyggð í heiminum. Súlan er stæðsti sjófugl í Norður Atlantshafinu og um 16.000 pör hreiðra um sig á eynni sem er einungis 0,03km² að flatarmáli og 77 metrar á hæð. Á milli meginlandsins og eyjarinnar má einnig sjá höfrunga og hvali. Skúmurinn er algeng sjón á sumrin, hann er hrææta sem hrifsar æti frá öðrum sjófuglum. Frá náttúrunnar hendi er skúmurinn ekki fær um að stinga sér til veiða.

Aðrir algengir fuglar við ströndina eru mávar, eins og sílamávar, hvítmávar og silfurmávar. Krían er algengasti fuglinn á Reykjanesinu og er hann að mestu að finna í Kríuvörpum á Reykjanesoddanum, austur af Grindavík og milli Garðs og Sandgerði. Spóinn sem fjölgar sér á Suðurnesjum, eyðir vetrunum í Afríku og krían flyst á suðurheimskautið. Heiðlóan, tjaldur, og hrossagaukurinn eru farfuglar og eru algengir á svæðinu, á meðan sendlingur er einn af fáu vaðfuglum sem flyst ekki til annara landa á veturnar. Á meðal spörfugla þá eru skógarþröstur og snjótittlingur algengir, einnig er starri á landinu allt árið um kring. Stærsti spörfuglinn er hrafninn.

Æðafuglinn er langalgengasta andartegundin á Íslandi. Á Suðurnesjum þá er æðafuglinn fjárhagslega mikilvægur, því bændur á svæðinu týna verðmætann dúninn úr hreiðrum þeirra. Grágæsinn hreiðrar um sig á láglendinu og álftin er eina tegund svana sem fjölgar sér á Íslandi.

 

Garðskagi

Suðurnesjabær

Inniheldur; Garður, Garður Lighthouse, Sandgerði, Hvalnes og fleira. 

Tími: Skiptir máli hvað stoppað er lengi á hverjum áfangastað. Aðeins keyrslan er metin:

Stutt útgáfa: 30 mínútur

Löng: 1 klst. 

 

Frá Keflavíkurflugvelli er farið veg 45 í átt að þorpinu Garður (á fjórhjóladrifnum bíl er hægt að fylgja gömlum slóða með ströndinni. 

1) Það eru gamlir slóðar að gömlum fiskirekkum sem enn eru notaðir til að þurrka fisk. Þegar komið er inní þorpið er þar minnisvarði um látna sjómenn. Táknar konu sem býður eftir eiginmanninum að snúa aftur með fisk dagsins. 

2) Garðskirkja er vígð 1863 og við hlið hennar er fyrrum prestabústaður er núna námssetur fyrir presti og upplýsingamiðstöð. Slóði hliðinná kirkjunni liggur niður meðfram ströndinni þar sem hægt er að sjá sjávarfugla í þeirra náttúrulegu hýbílum.

3) Garðskagi: Frábær staður til fuglaskoðunnar.Þar eru tveir vitar með frábæru útsýni. Hvít strönd þar sem yfir sumartíman er hægt að spila strandblak. 

Byggðasafnið á Garðskaga hefur einstakt samt af gömlum vélum og þar er kaffitería úti með góðu útsýni yfir ströndina svo of má sjá seli og hvali. Þar er líka handverkssala í gamla vitavarðarhúsinu og rólegt tjaldsvæði með salernisaðstöðu. 

Við hliðinná Garðskagavita er Skagagarðurinn, hlaðinn veggur en tilgangurinn var að skilja búfénað frá bæjunum Kirkjuból og Útskála. 

 4) Fimm mínútna akstur er til sjávarþorpsins Sandgerði en þar er að finna Þekkingarsetur Suðurnesja. 

Við mælum með alvöru sjávarréttaveislu á Vitanum sem er rótgróin veitingastaður við höfnina. 

Frábært tjaldsvæði.

Frá Sangerði er hægt að fara aftur til Kelfavíkur um Sandgerðsveg (429).  

En ef meiri tími gefst til er hægt að halda áfram eftir vegi 45. 

5) Næsta stopp er Hvalsnes. Þar er falleg kirkja vígð um 1887. Okkar þekkta skáld, Hallgrímur Pétursson var þar klerkur um miðja 17 öld. 

6) Á Stafnesi stendur afskaplega fallegur viti. 

7) Básendar var mikilvæg sjávarhöfn á 17 og 18 öld þangað til bærinn eyðilagðist í stormi árið 1799.  

8) Gálgar - Aftökustaður þar sem þrælar voru hengdir. 

Aftur til Keflavíkur á vegi 44

Gott ráð: Í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ eru mjög góðar almenningssundlaugar en þar er tilvalið að slaka á eftir eða á meðan ferðinni stendur. 

Vonum að þið hafið haft að gott á Reykjanesinu og munið að merkja myndirnar ykkar #Reykjanes

Gatklettur á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Sérkennilegur sjávarklettur með fuglalífi og brimi

Gálgaklettar við Hagafell

Klettar undir háum sléttum klettavegg norðan Hagafells. 

Hægt er að finna Gálgakletta um allt land. Þessir eru nálægt Grindavík norðan Hagafells. Sagan segir að nokkrir þjófara voru hengdir þar.

Staðsetning: beygt frá vegi 43 

Gálgar á Stafnesi

Aftökustaður samkvæmt gömlum sögum. 

Tveir frekar háir klettar og breitt bill á milli þeirra. Tré var á milli klettana og menn þar hengdir. 

Staðsetning: Um 1 km frá Básendum, stutt ganga frá vegi 45

Geirshólmi í Hvalfirði

Akranes
Hólmi sem tilsýndar líkist fljótandi kúluhatti.

Geitahlíð

Grágrýtisdyngja (stapafell) 386 (m.y.s).

Staðsett í suðurbrún Reykjanesfjallgarðs, rétt austan við Krýsuvík.

Á láglendinu sunnan undir Geitahlíð er gígurinn Eldborg rétt við þjóðveginn.

Staðsetning: Suður af Kleifarvatni, við þjóðveg 427.

Geithúsaárgil

Reyðarfjörður

Geithúsarárgil er gil sem liggur niður frá mynni Sléttudals undir rótum Grænafells innst í Reyðarfirði. Áin sem rennur
niður gilið heitir Geithúsaá er sameinast Norðurá þegar hún kemur niður í fjörðinn. Gilið er stórfenglegt og stórbrotið með þverhníptum hamraveggjum til sitt hvorra handa og hefur mótast af Geithúsaánni í gegnum aldirnar. Áin hefur þannig mótað gilið og er enn að, en gil eru sögð einkenni „ungra vatnsfalla“.  

Geldingadalir

Grindavík

Á austanverðu Fagradalsfjalli er hóll, sem heitir Stórhóll, rétt vestur af Nátthagaskarði. Norður af honum er laut og svo djúpir dalir með grasflöt, nefndir Geldingadalir. Þar er þúst á flöt, og er sagt, að þar sé Ísólfur á Skála grafinn. Vildi hann vera grafinn, þar sem geldingarnir hans hefðu það best. 

Heimild Ferlir.is

Gerpir

Neskaupstaður

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi.


Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð

Ástæða er til að mæla með heimsókn á Gerpissvæðið við alla sem hafa áhuga á útivist.

 

 

Geysir

Selfoss
Þessi frægasti goshver heims er talinn hafa myndast við mikla jarðskjálftahrinu

Gilsárfoss

Fáskrúðsfjörður

Skemmtileg gönguleið liggur frá Vattarnesvegi, austanmegin við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði upp með Gilsá. Fjölmargir fallegir fossar eru á leiðinni og ganga má á bak við einn þeirra. Sá foss nefnist Gilsárfoss. 

Um 15 mínútur tekur að ganga að fossinum frá veginum.

Gjáin í Þjórsárdal

Selfoss
Gjáin í Þjórsárdal

Glerárdalur

Akureyri
Glerárdalur er fólkvangur sem liggur upp af Akureyri.

Glerárgil

Akureyri
Glerárgil er með dýpstu og mikilfenglegustu árgiljum í Eyjafirði en jafnframt eitt hið gróðurríkasta.

Gljúfrabúi

Hvolsvöllur
Gljúfrabúi fellur úr Gljúfurá en hún á upptök sín rétt norðan við Tröllagil

Gljúfursárfoss

Vopnafjörður

Gjúfursárfoss í sunnanverðum Vopnafirði fellur fram í litfögru gljúfri rétt fyrir neðan bílastæðið. Fossinn er glæsilegur er hann fellur um 45 metra ofan í gilið.  

Gljúfursá var á fyrri tíð mikill farartálmi þegar ferðast þurfti austur fyrir Hellisheiði eystri. Mörg slys urðu þegar fólk var að reyna að þvera hana fótgangandi eða á hestum. Ef gengið er frá bílastæði upp með ánni er komið að gömlu brúnni yfir Gljúfursá. Þar má sjá hleðslur frá fyrstu brúnni sem var byggð yfir ána rétt um aldamótin 1900 og þótti þá mikið mannvirki. 

Sagt er að fyrsta brúin yfir ána hafi verið byggð í kjölfar banaslyss sem þar átti sér stað þegar maður á hesti freistaði þess að komast yfir ána að vetri til.  

Frá bílastæðinu liggur einnig merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og um Drangsnes.  

Gluggafoss

Hvolsvöllur
Rétt fyrir innan Þorsteinslund, um 21 km frá Hvolsvelli er fagur foss að nafni Gluggafoss.

Glymur í Hvalfirði

Akranes
Hæsti aðgengilegi foss landsins

Goðafoss

Fosshóll
Goðafoss er í Skjálfandafljóti og er einn fallegasti foss landsins.

Grafreitur frönsku sjómannanna

Tenging Frakklands við Ísland spilar stóran hluta af sögu Dýrafjarðar. Ein helsta tengingin sem enn má sjá í dag er grafreitur frönsku sjómannanna sem staðsettur er við sjávarsíðuna í Haukadal fyrir utan Þingeyri. Frakkar veiddu mikinn fisk við Ísland á 18. og 19. öld og var það einu sinni stefna þeirra að fá Dýrafjörð undir franska nýlendu. Grafreitnum er vel við haldið og er það tákn um sterkar tengingar Frakklands og Íslands enn þann dag í dag.

Grábrók í Borgarfirði

Borgarnes
Vel mótaður gígur með fremur auðveldri uppgöngu

Grásteinn

Árneshreppur

Granít sem ferðaðist með ísjaka frá Grænlandi  

Grímsey

Drangsnes

Grímsey á Steingrímsfirði er sannkölluð náttúruperla. Einungis 10 mínútna sigling er til Grímseyjar og boðið er upp á áætlunarferðir frá Drangsnesi. Í Grímsey er mikil náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Við reiknum með því að það taki um 2 klukkustundir að ganga um eyna. Fleiri upplýsingar er að finna á kaffihúsinu Malarhorni

Grjótagjá

Mývatn
Grjótagjá er lítill hellir í Mývatnssveit og var eftirsóttur baðstaður á árum áður.

Grjótgarður við Hjarðarhaga

Egilsstaðir

Stutt ganga en nokkuð brött. Bílum er lagt við vegamótin að Hnefilsdal. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 stikaða leið upp með Sauðá upp á brún að Grjótgarðinum. Gengið út með Grjótgarðinum uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Haldið áfram í átt að Teigará út að vörðu og síðan aðeins til baka og niður stikaða reiðgötu um Hestagilið. Ekki er vitað hvaða tilgangur var með hleðslu Grjótgarðsins en sennilegt er að hann hafi verið aðhald fyrir sauðfé eða jafnvel svín.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°21.391-W15°00.061

Powered by Wikiloc

Grænadyngja og Trölladyngja

Grænadyngja og Trölladyngja eru brött móbergsfjöll vestan við Sogin. Þau eru umlukt ungum gossprungum, háhitasvæðum og mikilli litadýrð. Apalhraun rann frá gosstöðvum suður til sjávar við Reykjanesbraut og myndaði meðal annars Afstapahraun.

Fjórir kílómetrar eftir vegi 41 í austur frá Keili.

Grænafell

Reyðarfjörður

Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu.  Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar.  Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.

Grænavatn

Stærsti sprengigígur á svæði Krýsuvíkur.

Hann liggur á milli tveggja annara og eru þeir yfir 6000 ára gamlir. Eins og nafnið gefur til kynna er vatnið grænt sem er vegna samblöndu brennisteinstegunda. Vatnið er 45 m djúpt.

 

Staðsetning: Við veg 428

Guðmundarlundur - Skógræktarfélag Tálknafjarðar

Tálknafjörður

Skógræktarfélag Tálknafjarðar var stofnað árið 1988 og eru félagsmenn tæplega 30. Formaður er Brynjólfur Gíslason. 

Guðrúnarlaug í Dölum

Búðardalur
Náttúrulaug í Dölum opin öllum

Gufufoss

Seyðisfjörður

Gufufoss er fallegur foss innarlega í Seyðisfirði. Nafnið er tilkomið vegna mikillar gufu sem fossinn gefur frá sér og sveipar hann ákveðinni dulúð. Vegurinn yfir Fjarðaheiði liggur rétt við fossinn og er aðgengi að honum mjög gott.

Gullfoss

Selfoss
Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar.

Gunnuhver

Kröftugt hverasvæði á Reykjanesi.


Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn

Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði akveg og göngupalla. Í endaðan júní 2010 hafa verið teknir í notkun nýjir göngupallar og útsýnispallar þar sem er aðgengi fyrir alla.

Gönguleiðir um Hellu

Hella

Vinsælasta gönguleiðin á Hellu liggur meðfram Rangá að Ægissíðufossi. Hún er nokkuð greiðfær en stígurinn getur verið blautur á köflum. Því er gott að vera í góðum skóm og fara að öllu með gát. Einnig er gaman að rölta um þorpið sem er einkar gróið og vinalegt. Upplýsingaskiltum um sögu þorpsins hefur verið komið upp á nokkrum stöðum.

Í snjallforritum á borð við Wikiloc má finna trakkaðar gönguleiðir um svæðið frá einstaklingum en þær eru ekki á ábyrgð sveitarfélagsins.

Hafnaberg

Hafnaberg eru há og löng sjávarbjörg, að mestu úr hraunlögum, sunnan við gömlu verstöðina Hafnir. Nokkrar tegundir sjávarfugla verpa í þverhnípinu. Merkt og vinsæl gönguleið liggur þangað frá vegi að Reykjanesi.

Hafnaberg er mjög vinsælt til útivistar. Bílastæði og merkt gönguleið að Hafnabergi er um 4 km frá Höfnum. Við Hafnaberg má finna fjölskrúðugt fuglalíf og frábært útsýni yfir hafið. Mikilvægt þó er að fara gætilega þar sem brú bergsins er brotakennd. 

Hafnaberg er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Geopark.

Hafnarfjall í Borgarfirði

Akranes
Áberandi fjall gegnt Borgarnesi

Hafnarfjall Sjö tindar

Akranes

Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit er vinsæll útivistarstaður þar sem gangandi og hlaupandi útivistarfólk nýtir sér. Fjallið hefur upp á að bjóða möguleika á mismunandi gönguleiðum, hvort það er að ganga upp að „Steini“, ganga upp á topp og til baka eða að fara sjö tinda. Með tilvist Ferðafélags Borgarfjarðar, hefur aðgengi við bílastæði verið stórbætt og stikur hafa verið settar upp alla leið á topp fjallsins. Upplýsingaskilti hefur verið sett upp við bílastæði sem sýnir mismunandi gönguleiðir, hvað ber að varast og svo framvegis. Mikill fjöldi útivistarfólks nýtir sér gönguleiðir upp Hafnarfjall. 

Hafnarfjall hefur verið þekktast fyrir sterka vinda sem vegfærendur um Vesturlandsveg hafa fundið fyrir í gegnum árin. Hafnarfjall og gönguleiðir um svæðið er nokkuð þekkt og hafa íbúar Borgarfjarðar og nærsveita verið öflug í því að ganga og njóta. Margir nýta gamla þjóðvegin sem liggur frá bílastæði og niður að vegi nr. 50 sem liggur við Hvítá. Möguleikar fyrir stóran hóp útivistarfólks er mikill, þar sem hægt er að ganga á jafnsléttu, ganga upp brattar hlíðar Hafnarfjals en einnig að njóta útivistar inn í þeim gilum og meðfram þeim ám sem er að finna á svæðinu. Útsýni við „Stein“ og útsýni þegar ofar er komið er stórkostlegt en við sjö tinda göngu er útsýni fjölbreytilegt og nær viðkomandi að sjá víða.

Svæði: Hvalfjörður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 1 (gamli þjóðvegur nr. 52/2).

Erfiðleikastig: Krefjandi leið/erfið leið.

Vegalengd: 15.31 km.

Hækkun: 1010 metra hækkun.

Merkingar á leið: Búið er að stika fyrsta hluta leiðar, frá bílastæði og upp fyrsta tind.

Tímalengd: 4.30 klst.

Yfirborð leiðar: Smá grjót, grasi, stóru grjóti og blandað yfirborð.

Hindranir á leið: Þrep og vað

Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði.

Upplýst leið: Óupplýst leið.

Tímabil: Tímabundnar lokanir (vegna ófærðar yfir vetrarmánuði).

GPS hnit upphaf: N64°30.8785 W021°53.4740 

GPS hnit endir: N64°30.8785 W021°53.4740 

Hafnarhólmi

Borgarfjörður eystri

Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri , er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn est upp í hólmann um miðjan apríl ár hvert og elur þar unga sína fram í ágúst, þegar hann heldur út á haf aftur fyrir veturinn. Í Hafnarhólma er einnig allstórt æðarvarp auk þess sem þar má sjá ritu og fýl og aðrar fuglategundir sem halda til í og við hólmann.

Borgfirðingar hafa undanfarin ár byggt upp góða aðstöðu fyrir fuglaáhuga- og útivistarfólk í kringum bátahöfnina. Fróðleikur um höfnina, fugla og náttúrufar eru til reiðu fyrir gesti og upp í hólmann liggja góðir göngupallar. Árið 2020 opnaði Hafnarhúsið þar sem meðal annars eru haldnar listasýningar og gestir geta sest inn á kaffihús og notið þess að fylgjast með hafnarstarfseminni og lífinu í Hafnarhólma.

Hafnarhús

Við Hafnarhólma á Borgarfirði Eystri stendur glæsilegt aðstöðuhús sem tekið var í notkun árið 2020. Þar hafði lengi vantað aðstöðu fyrir sjómenn og starfsmenn Borgarfjarðarhafnar en einnig fyrir þann gífurlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína út í Hafnarhólma til að skoða lundabyggðina. Borgarfjarðarhreppur ákvað því að efla til hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um aðstöðubyggingu fyrir svæðið.

Tillagan sem bar sigur úr bítum kom frá Anderson & Sigurdsson arkitektum. Húsið er er látlaust og fellur vel að umherfinu en hefur samt aðdráttarafl í sjálfu sér og fangar athygli ferðamanna.

Hafrahvammagljúfur

Egilsstaðir

Hafrahvammagljúfur á Austurlandi er með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum landsins. Þar sem gljúfrið er dýst eru um 200 metrar frá botni að brún og gljúfrið er um 8 kílómetrar að lengd. Merkt gönguleið er með fram gljúfrinu og niður að Magnahelli. Það þarf fjórhjóladrifsbíl til að keyra að upphafspunkti gönguleiðarinnar en hægt er að sjá hluta gljúfursins frá Kárahjúkum og þangað má komast á venjulegum fólksbíl.

Hafratindur í Dölum

Búðardalur
Fjall Dalanna sem sést víða

Hafursey

Vík
Hafursey er einstaklega fagurt móbergsfell á norðanverðum Mýrdalssandi.

Hallmundarhraun í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Mesta hraun í Borgarfirði kennt við Hallmund sem á að hafa búið á þessum slóðum

Hallormsstaðaskógur

Egilsstaðir

Hallormsstaðaskógur er víðáttumesti skógur landsins og þekur um 740 hektara lands. Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands en Skógræktin hefur umsjón með þjóskógum. Árið 1903 hófust þar tilraunir með plöntun erlendra trjáa en stórfelld ræktun hófst fyrst eftir 1950. Elsti lerkilundurinn var gróðursettur árið 1938 og heitir Guttormslundur, kenndur við Guttorm Pálsson sem var skógarvörður á Hallormsstað í 46 ár.

Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með fjölbreyttu landslagi. Þar er að finna um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum, vinsæl tjaldsvæði go grillsvæði. Þá er þar merkilegt trjásafn með um 80 trjátegudnum víðs vegar að úr heiminum, leiktæki og opin svæði og er skógurinn kjörinn til jurtaskoðunar og berja- og sveppatínslu.

Skógurinn sér fuglum fyrir mat, hreiðurstæði og vernd fyrir ránfuglum. Meðal algengra fugla í Hallormsstaðaskógi eru auðnutittlingur, músarindill, glókollur, rjúpa og hrafn. Á sumrin eru þar einnig skógarþröstur, hrossagaukur og stundum sjást flækingar eins og svartþröstur, bókfinka og hringdúfa.

Hallormsstaður

Egilsstaðir

Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni, áður kirkjustaður og prestsetur, staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi. Hallormsstaðaskógur er stærstur skóga á Íslandi og hefur skógræktarstöð verði starfrækt frá árinu 1903. Hallormsstaðaskógurinn, sem var friðaður árið 1905, geymir fjölmargar trjátegundir, sumar sjaldséðar á Íslandi og einstakt trjásafn. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með fjölbreyttu landslagi. Þar er finna um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum, vinsæl tjaldsvæði og grillsvæði. Þá er þar merkilegt trjásafn með yfir 70 trjátegundumvíðs vegar úr heiminum, leiktæki og opin svæði og er skógurinn kjörinn til jurtaskoðunar og berja- og sveppatínslu.  

Hallskot - Skógræktarfélag Eyrarbakka

Eyrarbakki

Stórbrotið útivistarsvæði norðan við Eyrarbakka í átt að Fuglafriðlandinu í Flóa. Hallskot hefur verið í umsjá Skógræktarfélags Eyrarbakka frá 2015.

Hallskot bíður uppá ótal möguleika og eru reglulega haldnir viðburðir, bæði úti og í bragganum. Svæðið er kjörið til að nýta sem áningarstað, skjólsælt með bekkjum og borðum.

 

HEIMILISFANG: 820 EYRARBAKKI / SÍMI: (+354) 660 6130, (+354) 847 5028
SKOGRAEKTARFELAGEYRARBAKKA@GMAIL.COM 

Haukadalsskógur

Selfoss

Haukadalsskógur er einn stærsti þjóðskógur Suðurlands og sá sem mest hefur verið gróðursett í af þjóðskógum Íslands. Aðstaða til útivistar er góð. Meðal annars er sérhannaður stígur fyrir hjólastóla í skóginum sem unninn hefur verið í góðri samvinnu við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi. 

Haukafell

Höfn í Hornafirði
Haukafell er skógræktar verkefni stofnað 1985

Háifoss og Granni

Selfoss
Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er staðsettur nálægt eldfjallinu Heklu.

Háleyjabunga

Háleyjarbunga er lítil og flöt hraundyngja sem myndaðist eftir flæðigos. Dyngjan er með stórum toppgýg, 20-25 m djúpur.

Háleyjarbunga er um 9.000 ára gömul eða eldri, og úr frumstæðri basalttegund úr möttli sem nefnist pikrít. Grænir ólivínkristallar eru áberandi.

Staðsetning: Nálægt Reykjanesvita á Reykjanestá. Merkt gönguleið liggur að Háleyjarbungu frá Gunnuhver.

 

Háleyjarbunga er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Hálsaskógur

Djúpivogur

Hálsaskógur er á Búlandsnesi, skammt vestan við Djúpavog. Skógurinn er afar skemmtilegur en hann hefur verið grisjaður og þar settar upp trjátegundamerkingar og upplýsingaskilti, borð og bekkir. Í skógræktinni eru kurli lagðir göngustígar og svæðið hentar því einkar vel fyrir þá sem kjósa léttar gönguferðir.

Heiðavatn

Fjölfarinn vegur liggur inn Breiðdal og yfir Breiðdalsheiði.  Efst á heiðinni er lítið og fallegt stöðuvatn.  Þarna eins og víðar á Austfjörðum má búast við að koma auga á hreindýr á leiðinni, tilvalið fyrir ferðamannin að stoppa og ganga í kringum vatnið og setjast síðan niður og borða nestið sitt á þessum fallega stað. 

Heimskautsgerði

Raufarhöfn
Heimskautsgerði er staðsett á Raufarhöfn á Norðurlandi.

Heinaberg

Höfn í Hornafirði
Heinaberg er fallegt landsvæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem bæði er að finna Heinabergsjökull

Hekla

Eldfjallið Hekla er eitt frægasta eldfjall Íslands og það sem gosið hefur einna oftast í seinni tíð.

Helgafell á Snæfellsnesi

Stykkishólmur
Bær, kirkjustaður og fjall með fögru útsýni. Auðveld uppganga.

Helgafell gönguleið

Stykkishólmur

Helgafell er klettafell úr blágrýti sem staðsett er rétt fyrir utan Stykkishólm. Við rætur fellsins er að finna bílastæði
ásamt skiltum tengdum sögu staðarins og er öll aðkoma til fyrirmyndar. Við upphaf göngu er gengið í gegnum hlið en við tekur göngustígur sem leiðir göngufólk upp að útsýnisskífu og hlaðna tóft sem er að finna á toppi Helgafells.   

Helgafell í Helgafellssveit er fornfræg jörð en hún kemur við sögu í íslendingasögunum og eru sumar hverjar taldar hafa
verið skrifaðar á Helgafelli. Mikil saga fylgir því svæðinu og stórfenglegt útsýni á toppi Helgafells, þar sem sést yfir Breiðarfjörð og fjallagarð Snæfellsnes. Gömul þjóðtrú segir að þau sem ganga í fyrsta sinn á Helgafell hafi kost á því
að bera upp þrjár óskir þegar upp á fellið er komið. Skilyrðin eru að gengið sé í þögn upp á fellið og ekki sé litið til baka. Þegar upp á fellið er komið er horft í austurátt og þrjár óskir bornar fram í huganum og engum sagðar.  

Staðsetning: Helgafell, Helgafellssveit. 

Upphafspuntkur: Helgafellsvegur (frá Stykkishólmsvegur nr.58) 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 500 metrar 

Hækkun: 73 metrar. 

Merkingar: Engar merkingar. 

Tímalengd: 10 mínútur. 

Undirlag: Smá grjót, trjákurli, stóru grjóti og blönduðu náttúrulegu efni. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni. 

Þjónusta á svæðinu: Salerni eru við bílastæði og ruslafötur. 

Lýsing: Engin lýsing. 

Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til. 

GPS hnit upphafspunktar: N65°02.5055 W022°43.9716  

GPS hnit endapunktar: N65°02.5055 W022°43.9716   

Helgustaðanáma gönguleið

Eskifjörður

Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni. 

Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Eskifirði sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Silfurberg er kennt við Ísland á fjölörgum tungumálum, til dæmis er enska heitið Iceland spar.

Mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim kemur úr Helgustaðanámu en einhver stærstu og tærustu eintök silfurbergs í heiminum hafa fundist í námunni. Silfurberg er sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít en bergið gegndi veigamiklu hlutverki í þróun margvíslegra rannsókna á eiginleikum ljóss. Í dag er silfurbergið friðlýst og stranglega bannað er að nema það brott. 

Hellisheiði eystri

Vopnafjörður
Hellisheiði eystri er heiði eða fjallvegur milli Fljótdalshéraðs og Vopnafjarðar. Heiðin liggur hæst í 656 m. og er einn hæsti fjallvegur landsins að frátöldum hálendisvegum, yfirleitt bara opinn á sumrin.

Hellisskógur

Selfoss
Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt utan við Selfoss.

Hellnar á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Fallegt útivistarsvæði og vinsæll áningarstaður. Fjölskylduvænt

Hengifoss

Egilsstaðir

Hengifoss í Fljótsdal er einn af þekktari áfangastöðum Austurlands en hann er jafnframt þriðji hæðsti foss landsins, um 128 metra hár og afar tignarlegur. Í grennd við Hengifoss eru svo fjölmargir aðrir áhugaverðir viðkomustaðir sem vert er að heimsækja.

Hengifoss fellur í Hengifossgljúfur sem staðsett er í norðanverðum Fljótsdal, rétt innan við botn Lagarfljóts. Bergveggir gljúfursins sýna ólík jarðlög frá eldgosum á tertíertíma jarðsögunnar, blágrýti í bland við fagurrauð millilög sem gefa fossinum einstaka ásýnd og eru sívinsælt myndefni ferðafólks. Hengifossá á upptök sín í Hengifossvatni á Fljótsdalsheiði og rennur í gegnum gljúfrið og ofan í Lagarfljót.

Hvernig er best að komast að Hengifossi?

Frá Egilsstöðum er um tvær leiðir að velja. Hægt er að aka austan megin við Lagarfljótið í gegnum Hallormsstaðaskóg (vegur nr. 1 að Grímsá og þaðan yfir á veg nr. 931) eða norðan megin við fljótið í gegnum Fellabæ (vegur nr. 931, malarvegur á stuttum kafla) en vegalengdin er svipuð, um 35 km. 

Það er góð hugmynd að skoða ferðaleiðina Fljótsdalshringinn, en þar er að finna tillögur að skemmtilegum viðkomustöðum í kringum Hengifoss og Lagarfljót.

Gönguleiðin upp að Hengifossi

Frá bílastæðinu við Hengifoss liggur þægileg og vel merkt gönguleið upp að fossinum. Það tekur um 40-60 mínútur að ganga alla leið upp en leiðin er í heildina um 5 km. Fyrsti áfanginn frá bílastæðinu er upp tröppur en síðan tekur við malarstígur áleiðis að fossinum. 

Á leiðinni er gengið fram hjá Litlanesfossi, sem er umlukinn einstökum stuðlabergssveip. Hægt er að beygja af leið og fylgja slóða niður í gilið sem Litlanesfoss fellur í, en fara þarf að öllu með gát við gilbarminn sem er brattur og getur verið sleipur.

Ofarlega á gönguleiðinni er komið að upplýsingaskilti og þaðan er gott útsýni að fossinum og gljúfrinu. Hægt er að ganga ofan í gljúfrið sjálft og alveg að fossinum en mikilvægt er að fara varlega þar sem stígurinn getur verið blautur. Að standa ofan í gilinu og heyra fossinn bergmála í hamraveggjunum er einstök upplifun. Þegar lítið vatnsrennsli er í fossinum er hægt að ganga á bak við hann og inn í lítinn hellisskúta. Athugið að til að komast alveg að fossinum þarf að vaða yfir ána en á sumum árstíðum getur hún verið vatnsmikil og þar af leiðandi ófær. 

Best er að ganga sömu leið til baka niður á bílastæðið en ef vaðið er yfir ána er hægt að ganga niður norðan megin við ána en þar er þó ekki merkt gönguleið.

Þjónusta við Hengifoss

Gönguleiðin að Hengifossi er opin allt árið. Yfir sumartímann veita landverðir frá Vatnajökulsþjóðgarði upplýsingar um svæðið og leiðsögn upp að fossinum. Yfir vetrartímann er mikilvægt að göngufólk búi sig vel til fararinnar og skoði veðurspá og aðstæður vel áður en lagt er af stað. Nauðsynlegt getur reynst að vera með göngubrodda og ísaxir. Við bílastæðið eru upplýsingaskilti um svæðið, salerni og nestisaðstaða og eru gestir svæðisins hvattir til að ganga vel um þar.

Áhugaverðir staðir í nágrenninu

Í Fljótsdal og í nágrenni hans er ógrynni skemmtilegra viðkomustaða sem vert er að heimsækja fyrir eða eftir göngu upp að Hengifossi. Það er til dæmis tilvalið að líta við í Snæfellsstofu, gestastofu austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem er m.a. hægt að fræðast um gróðurfar og dýralíf svæðisins. Í næsta nágrenni er Skriðuklaustur, hið sérstæða heimili rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar og þar er einnig hægt að skoða rústir miðaldaklausturs. Í Klausturkaffi, sem staðsett er á Skriðuklaustri, er svo tilvalið að setjast niður og bragða á kræsingum úr hráefni af svæðinu. Í Hallormsstaðaskógi er fjöldi göngu- og hjólaleiða og aðrir afþreyingarmöguleikar við allra hæfi auk ljómandi góðs tjaldsvæðis.

Yfir sumartímann er hægt að aka ferðaleiðina Um öræfi og dali sem liggur upp á hálendi Austurlands og koma við í Laugarfelli, Kárahnjúkum og Stuðlagili en vegurinn er aðeins fær vel búnum fjórhjóladrifsbílum.

Powered by Wikiloc

Hengifossárgil

Egilsstaðir

Hengifossárgil er með einstökum berglögum og stuðlum. Tveir gríðarlega fallegir fossar eru á leiðinni, annars vegar Stuðlabergsfoss (Litlanesfoss) sem kumkringdur er einstaklega fallegu stuðlabergi og hins vegar Hengifoss, sem er með hæðstu fossum á landinu, um 128,5 m hár.

Nokkuð brött gönguleið liggur upp með gilinu, en um tvo tíma má reikna með í göngu fram og til baka. Hækkun um 300 m. Hægt er að ganga upp fyrir Hengifossinn, vaða á og ganga niður hinum megin. Fara þar sérlega varlega yfir ánna því þar geta vatnavextir verið miklir.

Á vefsíðu Hengifoss má finna upplýsingar um fjölbreytta útivist á svæðinu. Einnig má nálgast upplýsingar hjá Snæfellsstofu um gönguleiðir innan Vatnajökulþjóðgarðs. Óbyggðasetur Íslands býður uppá fjölbreytta útivist og afþreyingu.

Herðubreið

Fjallið Herðubreið er svo tignarlegt að það gengur undir nafninu drottning íslenskra fjalla.

Herðubreiðarlindir

Við rætur Herðubreiðar eru Herðubreiðarlindir sem eru af mörgum taldar einn fegursti bletturinn á öræfum landsins, einkum þó vegna útsýnis og andstæðna náttúrunnar sem þar koma fram.

Hesteyri

Ísafjörður

Hesteyri er eyðiþorp við Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið lagðist í eyði um miðja 20.öld en þar eru nú um 9 hús sem notuð eru sem sumarhús. Þegar mest lét bjuggu um 80 manns á eyrinni. Sögusvið íslensku kvikmyndarinnar Ég man þig eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur er á eyrinni.

Hestfall, klettar við Hvalsvík

Kópasker

Malarvegur nr.870 liggur eftir Merlrakkasléttu og með því að keyra aðeins norður en Kópasker er að finna bílastæði, merkt með máluðum steinum. Farið úr bílnum og gangið beint niður að klettinum Hestfalli, en farið varlega. 

Á bakaleiðinni, gangið þá eftir ströndinni suður af bílastæðinu og þá blasa við fallegir klettar útí sjónum er nefnast Hvalvík. Vinsamlegast passið ykkur vel á ströndinni og ekki fara of nálægt sjónum þar sem öldurnar eru mjög kröftugar og hættulegar.  

Heyárfoss

Reykhólahreppur

Heyárfoss er foss á Norðvesturlandi á litlum nesi við Reykjanesfjall. Heyárfoss er að finna vestan við Reykhóla á Barðaströnd, rétt hjá Skerðingsstöðum sem liggur eftir vegi 607, hliðarvegi við veg 60. Þú verður að fara aðeins utan vegar (bak við bæinn) til að sjá Heyárfoss.

Héðinsfjörður

Siglufjörður
Næga afþreyingu er að hafa við Héðinsfjörð og á Tröllaskaga hvort sem það er að vetri til eða sumri til; skíði, snjósleðaferðir, sjóferðir, golf, fótbolti, gönguferðir, hestaferðir, veiði, söfn og margt fleira.

Hjálparfoss

Selfoss
Hjálparfoss er tvöfaldur foss neðst í Fossá í Þjórsárdal

Hjörleifshöfði

Vík
Hjörleifshöfði er 221 metra hár móbergsstapi á suðvestanverðum Mýrdalssandi.

Hljóðaklettar

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta í mynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum.

Hnjúksvatn

Egilsstaðir
Hnjúksvatn er fallegt heiðarvatn ofan við Jökuldal.

Hoffell

Höfn í Hornafirði
Hoffell, landnámsjörð innst í Nesjum og innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Holtsfjara

Flateyri

Önundarfjörður er einstaklega fallegur fjörður, meira að segja á Vestfirskan mælikvarða. Þetta er að mestu leiti að þakka Holtsfjöru sem einkennist af gulleitum skeljasandi. Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum. 

Hornbjarg og Hælavíkurbjarg

Ísafjörður

Hornbjarg er þverhnípt bjarg í friðlandinu á Hornströndum. Nyrsti oddi Hornbjargs heitir Horn og er nyrsti tangi Vestfjarða og þaðan fá Hornstrandir nafn sitt. Bjargið er snarbratt og hæsti tindur þess, Kálfatindur er í 534 metra hæð, tindurinn Jörundur er þar næstur í 429 metra hæð. Bjargið er einstök sjón og engu öðru líkt, einstaklega grænar og grasgrónar hlíðar sem skyndilega verða að snarbröttum klettaveggjum sem hrapa í sjóinn. 

Hornbjarg er eitt af mestu fuglabjörgum landsins og þar verpa fjölmargar tegundir bjarg og sjófugla. 

Til að komast að Hornbjargi þar að fara með bát frá Ísafirði. 

Hælavíkurbjarg er staðsett á milli Hælavíkur og Hornvíkur á Hornströndum. Bjargið er beint í sjó fram og afskaplega skemmtilegar bergmyndarnir má sjá í bjarginu. Bjargið er 521 metra hátt þar sem það er hæst og margir sjófuglar sem byggja það. Súlnastapi stendur fyrir utan bjargið en þar er mikil súlubyggð. 

Hornstrandir

Ísafjörður

Hornstrandafriðland nær yfir nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans. Auk hinna eiginlegu Hornstranda nær friðlandið yfir Aðalvík og norðurhluta Jökulfjarða. 

Á Hornströndum er stórbrotin og einstök náttúrufegurð. Meðfram ströndinni eru snarbrött fjöll og inn í þau ganga firðir, víkur og dalir. Land er mótað af ágangi sjávar og jöklum ísaldar sem hafa skilið eftir ófáar hvilftir og skörð. Jarðsöguna má lesa úr landslagi og eru víða menjar um gróðurfar og veðurfar fyrir milljónum ára. Gróðurfar er einstakt. Gróður hefur aðlagast aðstæðum á svæðinu, stuttum og björtum sumrum og snjóþungum vetrum, og er furðu gróskumikill. Þá hefur landið lengi haft frið fyrir ágangi manna og búfjár. Víða er fallega gróið land í víkum og fjörðum og á síðustu áratugum ber meira á nokkrum tegundum plantna sem áður voru nánast horfnar vegna beitar. Fuglalíf er auðugt á svæðinu enda fæðuskilyrði góð í hafinu og enginn hörgull á hentugum varpstöðvum. Á sumrin er mest um fugla sem halda til á sjó og eingöngu setjast upp til að verpa. Einnig verpir fjöldi fugla, vatna og votlendisfugla af ýmsum tegundum með ströndinni. Meðal fuglabyggða eru tvö af stærstu fuglabjörgum landsins. Í Hælavíkurbjargi er talin vera mest svartfuglabyggð á landinu og hvergi er meira um langvíu en í Hornbjargi.

Refir eiga hér griðland. Heimskautarefir lifa allt umhverfis norðurhvel jarðar og eru einstaklega vel aðlagaðir veðráttu og fimbulkulda á norðurslóðum. þeir munu hafa verið einu villtu landspendýrin á Íslandi við landnám og hafa líklega borist til landsins á ísöld þegar jökulhvel ísaldar tengdi saman lönd á norðurhjara. þá má gera ráð fyrir að refir hafi alla tíð síðan borist öðru hverju með hafís til landsins. Á Hornströndum má hvarvetna rekast á refi enda hafa fleir nóg að bíta og brenna. Í friðlandinu virðist þeim ekki standa mikil ógn af mönnum og eru reyndar orðnir talsvert mannvanir sumir hverjir. Áður var hér allnokkur byggð og þeir sem áttu allt sitt undir náttúrunni nýttu hlunnindi sem hún gaf eins og framast var kostur. Byggð lagðist af fyrir u.fl.b. hálfri öld og víða er að finna menjar um horfna búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða. Hvarvetna blasir fortíðin við og gamlar frásagnir koma upp í hugann nánast við fótmál hvert. Hornstrandir eru paradís náttúruunnenda og landið sveipað ævintýraljóma í vitund ferðalanga. Hornstrandafriðland hefur sérstöðu að því leyti að það er ekki í vegasambandi við umheiminn og eingöngu fært þangað sjóleiðina eða á tveimur jafnfljótum. Um svæðið liggur fjöldi gönguleiða við allra hæfi. Reglubundnum ferðum er nú haldið uppi að sumrinu. Á sumrin er einnig rekin gisting og greiðasala á nokkrum stöðum í friðlandinu. Samfara aukinni umferð hafa verið settar reglur um umgengni í Hornstrandafriðlandi sem ferðafólki ber að kynna sér. Hægt er finna þær og fleiri upplýsingar um Hornstrandir á vefnum https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/vestfirdir/hornstrandir . Svæðið er í Ísafjarðarbæ en í umsjón Umhverfisstofnunar. Gestastofa Hornstrandastofu er staðsett rétt við Silfurtorg í miðbæ Ísafjarðar.

Hornvík

Ísafjörður
Hornvík

Hólahólar á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Forn og sérkennileg gígaþyrping. Gönguleiðir

Hólmanes

Reyðarfjörður

Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.

Powered by Wikiloc

Hólmatindur gönguleið

Eskifjörður

Hólmatindur, 985 metra hár, er stolt Eskfirðinga en glæsilegur tindurinn stendur austan megin í firðinum, gengt þorpinu. Krefjandi gönguleið liggur á fjallið en á toppnum geta göngugarpar kvittað í gestabók. 

Hólmatindur er eitt af „Fjöllunum fimm í Fjarðabyggð “ en það er verkefni sem skólabörn fundu upp en Ferðafélag Fjarðamanna hrinti í framkvæmd. 

 

Powered by Wikiloc

Hólmatungur

Hólmatungur er mjög gróskumikið svæði í Jökulsárgljúfrum og eru þar margar fagrar stuðlabergsmyndanir.

Hrafnagjá

Hrafnagjá er siggengi á togsprungu. Siggengið er um 12 km langt og allt að 30 m hátt. Það er lengsta brotalínan af þeirri gerð á Reykjanesskaga og sést af Reykjanesbraut. Hrafnagjáin er hluti dæmigerðs sigdals skammt frá Vogum.

Staðsetning: Sprungan nær frá Stóru-Vatnsleysu suðvestur á móts við Vogastapa, en er ekki þó alveg samfelld.  Þar sem gjáin er dýpst á móts við Voga. Hægt er að skoða gjána við veginn hjá Stóru-Vatnsleysu og ef gengið er frá bílastæði sem er við mislægu gatnamótin til Voga.

 

Hrafnagjá er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Hraunahafnartangi

Raufarhöfn

Hraunhöfn dregur nafn sitt af náttúrulegri höfn, sem þótti sæmilegt skipalægi áður fyrr og er hennar getið í heimildum frá 13. öld. Á Hraunhafnartanga er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar hugprúðu, Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu.

Hraunhafnartangi og Rifstangi eru nyrstu tangar fastalands Íslands, aðeins rúmum kílómetra sunnan við norður heimskautsbaug. Gestir sem koma með mynd af sér við vitann geta fengið vottorð hjá þjónustuaðilum um að hafa komið á nyrsta odda landsins.

Hafa þarf í hugsa að æðarfugl er alfriðaður á Íslandi og er öll umferð bönnuð í og við æðarvarpið frá 15.apríl til 14.júlí. 

Hraunfossar í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Fegursta náttúruperla landsins.

Hreðavatn í Borgarfirði

Borgarnes
Veiðvatn í einstaklega fallegu umhverfi.

Hringsbjarg

Húsavík

Hringsbjarg er staðsett á austanverðu Tjörnesi. Þaðan er stórbrotið útsýni yfir fjallgarð Öxafjarðar og heillandi svarta strönd sem er í nágrenninu og auðvelt að komast að.

Við Hringsbjarg er stór útsýnipallur, gott bílastæði og upplýsingaskilti. Þetta er hinn fullkomni staður til að stoppa og teygja úr sér, anda að sér fersku sjávarloftinu og njóta útsýnisins og kyrrðarinnar.

Í bjarginu er mikið fuglalíf sem gaman er að skoða.

Hrólfsvík

Fundarstaður hnyðlinga. 

Í gosum hefur kvikan tekið með sér aðskotasteina sem kallast Hnyðlingar. Þeir eru bæði rúnaðir og kanntaðir en ein tegundin er úr gabbró. 

Staðsetning: Rétt hjá Grindavík, stutt ganga frá vegi 427

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja er 6.000-6.500 ára hraundyngja sem þekur um 80-100 km2 lands. Alls rúmir 3 rúmkílómetrar af hrauni. Dyngjan er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota.

Hrútagjárdyngja er einn af stærstu hraunskjöldum á Reykjanesi.

Í hrauninu er hægt að finna hraunhella þ.a.m Steinbogahelli.

Staðseting: Keyrt er að Hrútagjárdyngju af Krýsuvíkurvegi.


Hrútagjárdyngja er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Hrútey

Blönduós
Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna.

Hungurfit á Rangárvallaafrétti

Í Hungurfiti hefur verið skálaaðstaða frá árinu 1963 þegar þar var byggður fjallskáli sem var veruleg bót fyrir fjallmenn sem áður höfðu gist í tjöldum. Það hús tekur um 20 manns í gistingu. Árið 2013 var nýtt skálahús tekið í notkun á Hungurfitjum og það hús tekur 50 manns og er einn af nútímalegustu fjallaskálum á Íslandi, með rennandi vatni, vatnssalerni og rafmagni.

Á Hungurfitjum er einstök náttúrufegurð og hentar svæðið jafnt fyrir göngufólk, jeppafólk og hestamenn, en þaðan eru góðar reiðleiðir hvort sem er inn Rangárbotna, áfram inn á Sultarfit, inn með Faxa og yfir í Hvanngil eða niður á Fljótshlíðarafrétt. Þá er góð dagleið á hrossum frá Hungurfit niður að Fossi á Rangárvöllum. Upptök Hvítmögu eru á Hungurfitjum og er hvorttveggja í senn afar fallegt að ríða niður með Hvítmögu eða fara þar gangandi.

Ofan við fjallaskálana eru Skyggnishlíðar og liggja þar inn að fjallinu Skyggni. Vinsælt er að ganga þar upp og inn Skyggnishlíðar, en þaðan er einstakt útsýni á góðum degi. Þá er ekki síður fallegt að ganga eða ríða inn á Sultarfit, inn í Gimbragil og Hrútagil eða inn í Jökulskarð.

Húsafell í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Náttúruperla með gönguleiðum og afþreyingu fyrir alla aldurshópa

Húsafell útivistarleiðir

Reykholt í Borgarfirði
Fjölbreyttar gönguleiðir í Húsafelli

Húsey

Egilsstaðir

Náttúrufar við Héraðsflóann er einstakt og heimsókn í Húsey er hrein náttúruupplifun. Þar liggja hundruð sela á sandeyrunum við Jöklu, lómur verpir í tugatali og þar er að finna stærsta kjóavarp í heimi. Skúmurinn gerir svo reglulega loftárásir á ferðamenn! Á staðnum er rekin ferðaþjónusta og merktar gönguleiðir liggja niður á sléttuna utan við Húseyjarbæinn.

Húsey er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°38.775-W14°14.670

Powered by Wikiloc

Hvalfjörður

Akranes
Einstaklega fagur fjörður. Góður til útivistar

Hvalir á Reykjanesi

Hvalir eru algengir kringum Reykjanesskagann, allt frá Krýsuvíkurbergi að Vogastapa. Nóg æti er fyrir þá, sérstaklega á sumrin þar sem þeir elta ýmsar fisktegundir inn á Faxaflóa. Hrefna sést mjög mikið og höfrungategundin hnýðingur. Oft á sumrin koma hópar af hnúfubak. Sést hefur líka háhyrningur, langreyður og jafnvel steypireyður sem er stærsta dýr jarðarinnar.

Hvalnes

Höfn í Hornafirði
Hvalnes er lítill skagi með svartri smásteina strönd sem nær nokkra kílómetra

Hvammsfoss

Hvammsfoss er í Vatnsdal á Norðurlandi

Hvanneyri gönguleið

Borgarnes

Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) eru staðsett en einnig er þar að finna Landbúnaðarsafn Íslands, verslunin Ullarsel og Hvanneyrartorfan, sem eru gömlu skólahúsin á Hvanneyri. Gönguleiðin fer út að Andakílsá og í kring um Torfuna. Friðlýst svæði Umhverfisstofnunar, Ramsarsvæði sem er fuglafriðland er á Hvanneyri en það er við Andakíl. Hvanneyrartorfan er friðlýst svæði Minjastofnunar en auk þess hefur Landbúnaðarskóli Íslands séð um viðhald göngustíga á svæðinu auk sjálfboðaliða. Mikil uppbygging hefur verið í gönguleiðum og útivistarstöðum á svæðinu og hefur Hvanneyri mikið aðdráttarafl fyrir útivistarfólk.  

Hvanneyri hefur upp á að bjóða sögu, náttúru og útivist. Fuglalífið á svæðinu er margbreytilegt en aðdráttarafl dýralífs hefur dregið marga ferðamenn til að koma augu á blesgæsina en verndarsvæði hennar er á Hvanneyri. Torfan dregur gesti að Hvanneyri en gömlu skólahúsin eru enn í notkun og hafa þar mismunandi hlutverk, eins og kaffihús, íþróttahús, safnahús og íbúðir fyrir kennnara Landbúnaðarháskólans. 

Hvanneyrartorfan er á skrá Minjastofnunar um friðlýst hús og mannvirki en þau eru Hvanneyrarkirkja (byggt árið 1905),
Skólahúsið (byggt árið 1910), Skólastjórahúsið (byggt árið 1920), Skemman (byggt árið 1896), Leikfimihúsið (byggt árið 1911), Hjartarfjós (byggt milli 1900-1901), Halldórsfjós og hlaða (byggt milli 1928-1929) og Vélahús.  

Umhverfisstofnun friðlýsti Hvanneyri sem búsvæði árið 2002 en stækkaði svo svæðið árið 2011 og fékk þá nafnið Andakíll. Markmið friðlýsingar var og er að vernda þau votlendi sem þar er að finna, sem eru búsvæði fjölmargra fuglategunda. 

Gönguleið byrjar við bílastæði Landbúnaðarsafns Íslands og gengið í átt að LBHÍ, á leið út að Andakílsá.
Gönguleið fer inn á þjóðveg á litlum kafla en annars er gengið á malarvegi, mottum, hellulögðum stíg, trékurli og smá grjóti.   

Vakin er athygli á því að frá 20.apríl til 20.júlí er varptími fugla og því er gestum á svæðinu bent á að taka sérstakt tillit til fuglalífs á verndarsvæðinu. Þá er ekki leyfilegt að vera með hunda/ketti í lausagöngu á svæðinu.

Staðsetning: Hvanneyri, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Landbúnaðarsafn Íslands (Hvanneyrabraut nr. 53). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið 

Lengd: Heildalengd 8.77km 

Hækkun: 12 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.46 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og LBHÍ. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins en bent er á mikilvægt er að halda sig inn á göngustígum frá 20.apríl
til 20.júlí vegna fuglavarps á svæðinu. 

GPS hnit upphafspunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281  

GPS hnit endapunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281   

Hvassahraunskatlar

Áhugaverð hraundrýli í hrauni úr Hrútagjárdyngju. Þau myndast jafnan við öflugt gasútstreymi nálægt eldgíg en í þessu tilviki um 10 km frá dyngjuhvirflinum.

Hraun hefur runnið mest í norður og er allt milli Vatnsleysuvíkur austur að Hvaleyrarholti og að Kaldárseli.

Staðsetning: Af Krýsuvíkurvegi (42) liggur Djúpavantsleið. Finna má skilti við þann veg sem vísar leiðina.

 

Hvassahraunskatlar eru áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Hveravellir

Hveravellir er jarðhitasvæði norðan undir Kjalhrauni.

Hverfjall

Mývatn
Í Hverfjalli/Hverfelli er stór, hringlaga sprengigígur. Telja má víst að gígurinn sé myndaður við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800 ár.

Hvítanes

Ísafjörður

Hvítanes er staðsett á nesinu milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Frá Hvítanesi er gott útsýni yfir Ísafjarðardjúpið og Vigur. Það sem leynist í fjörunni við bæinn er það sem fær flesta til þess að nema staðar. Á klöppunum og skerjunum rétt fyrir utan liggja yfirleitt nokkrir selir og stundum nokkrir tugir þeirra. Það eru fáir staðir á Íslandi sem bjóða upp á jafn mikla nálægð við þessi dýr líkt og Hvítanes. Bændurnir í Hvítanesi hafa einnig gert svæðið skemmtilegra með því að setja upp borð og bekki og bjóða gestum einnig að fá lánaða sjónauka til þess að geta komist í meira návígi við selina.



Hvítserkur

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því.

Höfðabrekkuheiði, Þakgil

Vík

Höfðabrekka er austasti bær vestan Mýrdalssands. Höfðabrekka er gamalt höfðuból, kirkjustaður og stórbýli til forna. Í Kötluhlaupi árið 1660 tók bæinn af og var hann þá fluttur upp á heiðina og var hann ekki fluttur niður aftur fyrr en 1964. Vegfarendur sem eru á ferð um Mýrdalshrepp ættu ekki að láta það fara framhjá sér að aka inn Höfðabrekkuheiðar. Þetta var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í um það bil 20 ár, þangað til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana.  

Höfði í Mývatnssveit

Mývatn
Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar.

Höskuldarvellir

Grasslétta í hrauninu vestur af Trölladyngju og Grænudyngju á Reykjanesskaga.  Þangað liggur farvegur frá læk sem kemur úr Soginu sunnan Trölladyngju.  Mun hann renna niður á vellina í leysingum og hefur myndað þá með framburði sínum.  Höskuldarvellir munu vera stærsta samfellda graslendi í Gullbringusýslu, um 100ha. Tilvalið er að hefja göngu á Keili af bílastæðinu við Höskuldarvelli.

 

Illugastaðir

Hvammstangi

Illugastaðir, er frægur selaskoðunar- og sögustaður. Á Illugastöðum á vestanverðu Vatnsnesi hefur verið byggður upp góður selaskoðunastaður. Gott bílaplan er á staðnum og þjónustuhús með salernisaðstöðu. Lagðar hafa verið lagðar gönguleiðir með sjónum. Á skerjum fyrir utan og syndandi í sjónum má flesta daga ársins sjá fjölmarga seli. Einnig hefur verið reist selaskoðunarhús út í tanga. Þar eru upplýsingar um selina og góð aðstaða til að fylgjast með selunum á sundi og liggjandi í skerjum. Athugið! Vegna mikils æðarvarps sem er á Illugastöðum þá er selaskoðunasvæðið lokað frá 30. apríl til 20. júní ár hvert[6].

Morðin á Illugastöðum.
Agnes Magnúsdóttir (fædd 27. október 1795, dáin 12. janúar 1830) varð síðasta konan til að vera tekin af lífi á Íslandi. Hún var dæmd til dauða ásamt Friðriki Sigurðssyni fyrir morð á Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði þann 14. mars 1828. Þau voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830.[7]

Ingjaldssandur

Ísafjörður

Ingjaldssandur er stór dalur á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Áður átti margt fólk heima á Ingjaldssandi en núna eru íbúarnir eingöngu tveir. Vegurinn yfir Sandsheiði er nógu góð ástæða til þess að keyra yfir á sand þar sem útsýnið frá heiðinni er stórkostlegt. Á Ingjaldssandi er félagsheimilið Vonarland og lítil kirkja með óvenjulegan keltneskan kross á toppnum. Ströndin og sandurinn er einnig heillandi.

Ingólfsfjall

Selfoss
Ingólfsfjall er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt.

Ingólfshöfði

Öræfi
Ingólfshöfði er einangruð eyja milli svartra sanda suðurstrandar Íslands og Norður-Atlantshafsins.

Innra Hvannagil

Innra Hvannagil er í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Frá bílastæði er gengið um 100 m upp með ánni, upp fyrir berggang sem byrgir útsýn inn í gilið. Þar opnast ævintýraheimur. Fallegar bergmyndanir eru í gilbörmunum og botn árinnar er mjög sérstakur á flúðum skammt uppi í gilinu.

Jafnaskarðsskógur gönguleið

Borgarnes

Jafnaskarðsskógur er í eigu skógræktarinnar og er eitt af útivistarleyndarmálum Vesturlands. Göngustígur var fyrst lagður um skóginn árið 1995 að auki sem skógurinn tengist öðrum áhugaverðum gönguleiðum. Jafnaskarðsskógur er staðsettur í brekkum suðvestan við Hreðavatn en útsýni af hæðum ofan skógarins er stórfenglegt. Útsýni yfir Eiríks-og Langjökul, Hreðavatn og nærrliggjandi sveitir auk útsýnis til Skjaldbreiðar og Botnssúla í fjarska.

Beygt er við þjóðveg nr.1 við Grábrókarhraun og keyrt að Hreðavatni. Keyrt er framhjá sumarbústöðum en komið er að bílastæði sem er vel merkt. Göngustígur er fjölbreyttur, með brattar hlíðar í bland við léttar leiðir. Gönguleiðir eru ekki merktar, útsýnisstaðir eru margir á svæðinu auk þess sem áningarstaðir, með borðum og bekkjum, er einnig að finna. Hægt er að eyða heilum degi á þessu svæði en einnig eru margar náttúruperlur steinsar frá Jafnaskarðsskógi og má þá nefna Grábrók, fossinn Glanna og Paradísarlaut.

Staðsetning: Jafnaskarðsskógur, Borgarbyggð.

Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur Hreðavatn nr. 5258).

Erfiðleikastig: Létt leið.

Lengd: 2.47 km

Hækkun: 141 metrar.

Merkingar: Engar merkingar.

Tímalengd: 40 mínútur.

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli og grasi.

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta.

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði.

GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3059 W021°35.7743

GPS hnit endapunktar: N64°45.3059 W021°35.7743

Jónsgarður

Ísafjörður

Lystigarður á Ísafirði.

Jökulsárgljúfur

Kópasker
Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni.

Jökulsárlón

Höfn í Hornafirði
Jöklsárlón er sennilega eitt af kennileitum Suðausturlands, enda einstök náttúrusmíð.

Kaldalón

Hólmavík

Kaldalón er eini fjörðurinn í norðanverðu Ísafjarðardjúpi fyrir innan Jökulfirði. Fjörðurinn er um 5 km langur fjörður er liggur í átt að eina jökli Vestfjarða, Drangajökli. Inn af firðinum er nokkuð undirlendi með jökulöldum og ruðningi og talsverðum grasgróðri.  Áin Mórilla fellur undan skriðjöklinum og smáfyllir fjörðinn með framburði.  Bærinn Lónhóll er sagður hafa sópast brott í jökulhlaupi á 18. öld.  Annars bæjar er getið í Kaldalóni, Trimbilsstaða, en engin merki hafa fundizt um hann. Gríðarlega náttúrufegurð er í Kaldalóni en héraðslæknirinn og tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns tók hann sér vegna þess hve hrifinn hann var af fegurð náttúrunnar í Kaldalóni.


Tilvalið er að stoppa í firðinum og keyra afleggjarann áleiðis að jöklinum. Eftir að vegurinn endar þá tekur við um 3 klukkustunda ganga að jökulröndinni, meðfram Mórillu. 

 

Gönguleiðir liggja frá Kaldalóni til Jökulfjarða og yfir Drangajökul til Hornstranda.


Kaldbakur

Þingeyri

Kaldbakur er hæsta fjall Vestfjarða og er staðsett á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Fjallið er 998 metra hátt og sést vel frá mörgum stöðum á Vestfjörðum. Mörg fjöll á Vestfjörðum hafa flatan topp, sem er vegna legu jökla á ísöld en nokkur fjallana á Vestfjörðum hafa toppa sem minna á Alpana og Kaldbakur er eitt þessara fjalla og því má segja að hann tilheyri "vestfirsku ölpunum". Efst á Kaldbak er flatur blettur en hann hefur þó snarbrattar hlíðar og þaðan er frábært útsýni. Tiltölulega auðvelt er að ganga á Kaldbak, hægt er að keyra eftir jeppavegi að Kvennaskarði, sem skilur að Arnarfjörð og Dýrafjörð, þar er hægt að geyma bílinn og ganga upp á topp. Gangan upp og niður tekur um það bil 4 klst. Einnig er hægt að ganga upp á Kaldbak úr Fossdal í Arnarfirði, sem lengir gönguna um helming en sú leið er mjög falleg og skemmtileg.

Kambsnes - Útsýnisstaður

Súðavík

Kambsnes í Álftafirði í Súðavíkurhreppi er fallegur staður til að stoppa á og dást að útsýninu. 

Kapelluhraun

Úfið og gróðursnautt hraun milli Hafnarfjarðar og Staums.  Talið er að það hafi runnið snemma á sögulegum tíma.  Í hrauninu, sunnan við Reykjanesbrautina á móti álverinu í Staumsvík er lítið byrgi, hlaðið úr hraungrýti og nefnist kapella.  Árið 1950 fannst þar við uppgröft lítið líkneski heilagrar Barböru og eru líkur til að þarna hafi verið bænastaður í kaþólskum sið.  Á síðustu árum hefur mikið efni verið tekið úr hrauninu til uppfyllingar í húsgrunna og götur á Stór- Reykjavíkursvæðinu og það sléttað.  Hraunhóllinn með kapellunni hefur verið látinn ósnortinn og er hún fiðlýst

Karlinn

Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn um áranna rás. Karlinn er vinsæll meðal ferðamanna og ljósmyndara enda er hann mikilfenglegur og sérstaklega þegar aldan skellur á með miklum ofsa. 

Katla Jarðvangur

Hvolsvöllur
Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu. Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin hefur mótað landið og haft áhrif á búsetu manna eins og öskugosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 sanna. Einstaklega kvik og síbreytileg náttúra hefur mótað sögu og mannlíf jarðvangsins í aldanna rás.

Katlahraun

Katlahraun rann í sjó fram fyrir um 2.000 árum og hlóðst upp við ströndina vegna fyrirstöðu. Stór, hringlaga hrauntjörn myndaðist en tæmdist eftir að hlutar hennar höfðu storknað. Eftir standa margvíslegar, fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir.

Staðsetning: Katlahraun er vestan Selatanga og liggur vegur fyrir fjórhjóladrifnabíla að Ketli og Selatöngum.

Katlahraun er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Kálfanesborgir

Hólmavík

Þegar gengið er upp á Kálfanesborgir er gengið frá tjaldsvæðinu upp að Háborgarvörðu. Frá vörðunni er útsýnið yfir Steingrímsfjörðinn stórfenglegt og tilvalið að stoppa þar til þess að taka myndir og jafnvel hvíla sig aðeins. Þegar gengið er niður er gengið í átt að sjónum þangað til komið er að gamla þjóðveginum. Hann leiðir ykkur inn í þorpið aftur.

Kálfshamarsvík

Skagaströnd
Í Kálfshamarsvík eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð

Kárahnjúkavirkjun

Egilsstaðir

Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar og um leið stærsta raforkuframleiðsla landsins. Virkjunin var reist til þess að sjá álverinu á Reyðarfirði fyrir raforku.

Ferð inn í Kárahnjúka er tilvalin bílferð fyrir fjölskylduna. Malbikaður vegur liggur úr Fljótsdal alveg inn að Kárahnjúkastíflu. Hægt er að fara hring um hálendið og fara út Jökuldal eða Jökuldalsheiði til baka en það eru ekki allir hlutar þeirra leiða malbikaðir.

Kárahnjúkasvæðið er kjörið til útivistar. Það er skemmtilegt að skoða Kárahnjúkastíflu sjálfa og Hálslónið. Þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall myndast fossinn Hverfandi við vestari enda stíflunnar og þar steypist vatnið um 100 metra niður í Hafrahvammahljúfur. Fossinn er svakalega aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss. Einnig eru skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu, til dæmis er skemmtileg gönguleið með fram Hafrahvammagljúfri og í Magnahelli en til þess að komast að upphafsstað merktu gönguleiðarinnar þarf fjórhjóladrifinn bíl. 

Keilir

Keilir er einkennisfjall Reykjanesskaga, 379 metra hátt keilulaga móbergsfjall tengt við lágan hrygg sem nefnist Keilisbörn. Gosmyndunin kom undan ísaldarjökli. Keilir er vinsæll til fjallgöngu og útsýni mjög gott af toppi hans.

Kerið

Selfoss
Kerið var áður talið sprengigígur en núna er talið að það sé niðurfall eftir hrun gjallgígs

Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll eru Stórbrotinn og svipfagur fjallaklasi

Ketildalir og Selárdalur

Patreksfjörður

Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Þverhníptir fjallgarðar mynda dalina, umkringdir klettabeltum efst og niður af þeim falla snarbrattar skriður og víða teygja fjöllin sig þverbrotin í sjó fram.

Víða má finna surtarbrand og plöntusteingervinga í berglögum. 

Selárdalur er einna vinsælasti áfangastaðurinn á þessum slóðum en þar er glæsilegt útsýni yfir Arnarfjörð og hægt að sjá hinn 1000 metra háa Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Í Selárdal leynist listasafn Samúels Jónssonar(1884-1969) sem var oft kallaður “listamaðurinn með barnshjartað”. Hann byggði bæði hús og reistu kirkju þar sem sjá má bæði málverk og styttur eftir listamanninn. Allt frá 1998 hefur félag um endurreisn safnsins stuðlað að viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels.

Kirkjufell á Snæfellsnesi

Grundarfjörður
Einstaklega formfagurt fjall með sérstökum jarðlögum.

Kirkjufellsfoss á Snæfellsnesi

Grundarfjörður
Foss við Kirkjufell.

Kirkjugólf

Kirkjubæjarklaustur
Kirkjugólfið er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs.

Kjarnaskógur

Akureyri
Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa.

Kleifabúi/Kleifakarlinn

Patreksfjörður

Kleifakarlinn er skemmtilegt myndefni þegar keyrt er yfir Kleifarheiði. Hann var búinn til af mönnum sem voru í vegavinnuflokki Kristleifs Jónssonar 1947, vegurinn var unnin eingöngu með handafli. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson gerðu skrokkinn á kallinum en höfuðið gerði Kristján Jóhannesson. Kleifbúinn er um 5 metra hár.  

Það er talið boða lukku og góða ferð ef þú tekur í höndina á honum.   

Kleifarvatn

Stöðuvatn á miðjum Reykjanesskaga milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Kleifarvatn er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi,um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins 97m. Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema gljúpan jarðveg. Töluverður jarðhiti er syðst í vatninu og einnig út af Innri stapa vestan við það.

Fyrir einhverjum árum síðan voru silungsseiði látin í vatnið og dafnar fiskurinn ágætlega í því. Munnmæli herma a skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.


Kletturinn Kerling

Drangsnes

Kletturinn Kerling er mjög skemmtilegt viðfangsefni. Sagan segir að kerling sú er stendur þarna sé í raun tröllkerling sem átti stóran þátt í því að landræman sem tengir Vestfirði við Ísland er svo stutt á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. Kerling þessi, ásamt tveimur öðrum tröllum ákváðu eitt sinn í sameiningu að gera Vestfirði að eyju. Hófust þau handa við gröftinn, tvö þeirra að vestanverðu en eitt að austanverðu. Gröfturinn gekk vel og landræman styttist í hverri skóflustungunni. Þegar líða tók að dögun og ekki var búið að moka alla landræmuna þá ákváðu tröllin að forða sér áður en sólin kæmi. Litu þau fyrst yfir firðina í innanverðum Breiðafirði að vestanverðu, sem voru orðnir fullir af eyjum en horfðu síðan yfir Húnaflóann að austanverðu og sáu að engin einasta eyja hefði myndast. Tröllunum sinnaðist við þetta og hlupu því hvort í sína áttina. Kerling á Drangsnesi er sú er gróf að austanverðu en hin tvö tröllin má sjá steingerð á harðahlaupum út eftir Kollafirði. Kerlingu á Drangsnesi líkaði ekki að engin eyja hafði myndast við gröft sinn svo hún lagði allan kraft í það rétt í dögun að mynda eina slíka fyrir utan Drangsnes. Það ku vera eyjan Grímsey í dag. 

Klifbrekkufossar

Mjóifjörður

Klifbrekkufossar er stórfengleg fossasyrpa innst inn í botni Mjóafjarðar. Þar falla margir litlir fossar í röð sem mynda fallega og myndræna heild. Fossarnir blasa við hægra megin við þjóðveginn þegar ekið er niður af Mjóafjarðarheiðinni.

Klofningur í Dölum

Búðardalur
Fagurt útsýni yfir Breiðafjörð, Snæfellsnes og nálægar eyjar

Klukkufoss gönguleið

Snæfellsbær

Klukkufoss er staðsettur inn í Eysteinsdal á Snæfellsnesi. Gönguleiðin er nokkuð stutt en krefjandi, þar sem gengið er upp bratta hlíð, að grágrýtishöfðanum Klukku og fellur Klukkufoss innan um fallegar stuðlabergsmyndanir. Við göngu upp að Klukkufoss er möguleiki á því að njóta útsýnis nærsveita en stuðlabergsmyndanir grípa athygli gesta ásamt fallega Klukkufossi. Klukkufoss gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar, tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp að Klukkufoss er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul og útsýni yfir nærsveitir.  

Svæði: Klukkufoss, Snæfellsjökuls þjóðgarður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574). Eysteinsdalsvegur (F575). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Vegalengd: 0.94km. 

Hækkun: 58 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru á leið. 

Tímalengd: 13 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, hraun undirlag og graslendi. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leið. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí. 

GPS hnit upphaf: N64°52.1791 W023°51.6872 

GPS hnit endir: N64°52.1791 W023°51.6872 

Kolfreyjustaður

Fáskrúðsfjörður

Kolfreyjustaður er fornt prestsetur og kirkjustaður á Fáskrúðsfirði. Kirkjan sem nú stendur á Kolfreyjustað er frá árinu 1878 og hefur að geyma merka og forna kirkjumuni. Skáldbræðurnir Jón og Páll Ólafssynir ólust upp á Kolfreyjustað. Nafnið er dregið af tröllskessunni Kolfreyju.

Kollsvík

Patreksfjörður
Kollsvík er falleg náttúruperla á sunnanverðum Vestfjarðarkjálkanum. Þar var blómleg byggð í fyrri tíð sem lagði stund á landbúnað og fiskveiðar. Búskapur dróst saman á 20. öld en lagðist af lokum af árið 2002. Fiskveiðar áttu stóran þátt í uppgangi svæðisins en þar var róið út frá einni stærstu verstöð Vestfjarða, Kollsvíkurveri.

Kolugljúfur

Hvammstangi
Þegar ekið er fram Víðidal kemur maður að Kolugili sem stendur við Víðidalsá. Rétt neðan við bæinn rennur áin friðsæl niður í stórbrotið gljúfur sem heitir Kolugljúfur og þar eru fossar sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu og heita Kolufossar.

Krosshólaborg í Dölum

Búðardalur
Útsýnisstaður með steinkrossi í minningu Auðar djúpúðgu landnámskonu

Krýsuvík

Fornt höfuðból fyrir sunnan Kleifarvatn. 

Það lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar.  Í upphafi stóð Krýsuvíkurbær allmiklu vestar upp af vík sem heitir nú Hælsvík en hefur ef til vill heitið Krýsuvík til forna.  Bæinn tók af þegar Ögmundarhraun rann yfir mikið af gróðurlendi jarðarinnar.  Hluti af rústum bæjarins sjást þó enn í Húshólma. Þangað er hægt að aka á fjórhjóladrifnum farartækjum og ganga að hluta. Jarðhitasvæði er mikið í Krýsuvíkurlandi við Seltún.  Þar hefur verið borað eftir gufu og hefur verið um það rætt að virkja gufuaflið fyrir Hafnarfjörð eða önnur nærliggjandi byggðarlög. Árangurinn var lakari en vænst var og tilraunum því hætt um 1950. Drottningarhola sem var um 230 m djúp stíflaðist haustið 1999 og sprakk tíu dögum síðar. Við það myndaðist hveragígur um 30 m í þvermál.  Brennisteinsnáma var þar um skeið og brennisteinninn fluttur til Hafnarfjarðar en þaðan til útlanda.

 

Staðsetning: Við þjóðveg 42. 1 km vestur af Grænavatni, sem er 3km í suð-vestur af Kleifarvatni

Krýsuvíkurberg

Sjávarklettar með mjög fjölskrúðugu fuglalíf.

Klettarnir erum 40 m háir og 15 km breiðir.

Bergið er afar litríkt og fallegasti hluti þess nefnist Rauðaskriða. Strákar er hryggur sem er úr móbergi mjög áhugaverður á að líta.  


Staðsetning: Hælsvík, beygt af vegi 427

Kúagerði

Grasblettur við tjörn við gamla veginn í suðurjarði Afstapahrauns upp af Vatnsleysuvík.  Þar var kunnur áningarstaður fyrrum og kúahagi frá Vatnsleysujörðum.  Reykjanesbrautin liggum um blettin þveran.  Þar var samneft býli um skeið. Við Kúagerði hefur verið reist varða með krossi á til minningar um þá sem látist hafa í umferðarslysum á þessum stað Reykjanesbrautarinnar.

Kúahjalli og Hrafnatindur

Borgarfjörður eystri

Margar merktar gönguleiðir liggja frá- og í kringum þorpið Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Ein þeirra liggur upp á Kúahjalla og Hrafnatind ofan við þorpið. Gengið er upp með Bakkaá og þaðan á Hrafnatind en frá honum er einstakt útsýni yfir þorpið og Borgarfjörð allan. Áfram er gengið út Kúahjalla og niður að minnisvarða um listmálarann Jóhannes S. Kjarval við Geitavík þar sem hann ólst upp. 

Gangan tekur um þrjár klukkustundir og liggur hæst í 350 m hæð. Skammt ofan við minnisvarðann er stígur að rústum smalakofa Kjarvals undir Kúahjalla.

Kverkfjöll

Kverkfjöll erul megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls.

Kvernufoss

Hvolsvöllur
Kvernufoss er í gili rétt austan við Skógafoss.

Lagarfljót og Lögurinn

Egilsstaðir

Lagarfljót er stærsta vatnsfall Austurlands og eitt af mestu vatnsföllum Íslands. Vatnasvið þess nær frá Eyjabakkajökli til Héraðsflóa, eða um 140 km leið. Þar sem það rennur um Fljótsdalshérað er það bæði fljót og stöðuvötn í senn. Stærsta stöðuvatnið, gjarnan kallað Lögurinn, nær frá Fljótsbotninum í Fljótsdal og út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Það er um 53 ferkílómetrar að stærð og er meðaldýpi um 51 m en mesta dýpi 112 m. Sagt er að þar séu heimkynni Lagarfljótsormsins.

Samkvæmt gamalli þjóðtrú er talið að skrímsli hafist við í Lagarfljóti, Lagarfljótsormurinn og er fyrsta skjalfesta frásögnin af orminum frá 1345. Stóð mönnum mikill stuggur af ormi þessum fyrr á öldum og þótti það boða ill tíðindi ef hann sást skjóta kryppum upp úr vatninu. Hin síðari ár hefur minna borið á honum en þó eru þess dæmi að nýlega hafi náðst sæmilega skýrar ljósmyndir af honum.

Áningarstaðir eru víða kringum fljótið og þar er kjörið að staldra við og líta eftir orminum.

Lakagígar og Laki

Gígaröð á Síðumannaafrétti, um 25 km á lengd. Liggur hún frá móbergsfjallinu Hnútu til norðausturs og endar uppi í Vatnajökli. Gígaröðin dregur nafn af móbergsfjallinu Laka sem slítur hana sundur nálægt miðju.

Svæðið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og opið ferðamönnum allan ársins hring en það ræðst af snjóalögum og veðurfari hversu lengi vegir eru opnir. Venjulega eru þeir opnir upp úr miðjum júní og eitthvað fram eftir hausti. Aðeins má aka þá vegi sem merktir eru á kortum þjóðgarðsins, aðrir vegir og slóðar á svæðinu eru lokaðir fyrir almennum akstri. Hér sem annars staðar er stranglega bannað að aka utan vega.

Yfir sumarið bjóða landverðir upp á fræðslugöngur á svæðinu. Upplýsingar um göngurnar má finna á vefsíðu þjóðgarðsins, á samfélagsmiðlum og í gestastofum.

Lakagígar gusu árið 1783 hinu mesta hraungosi er sögur fara af á jörðinni. Kallaðist það Síðueldur eða Skaftáreldar. Gosið hófst hinn 8. júní. Gaus fyrst úr suðurhluta sprungunnar, sunnan Laka, þar sem hét Varmárdalur. Var hann þá algróinn. Varmárdalur er nú fullur af hrauni. Hraunflóðið féll niður gljúfur Skaftár og fyllti það en rann síðan austur með Síðuheiðum og breiddist svo út á láglendinu. Annar hraunstraumur féll austur í farveg Hverfisfljóts og rann niður í Fljótshverfi.

Gígaröðin við Hnútu er í um 500 m hæð y.s. en um 650 m hæð y.s. nyrst. Alls eru gígaopin talin vera um 100. Gígarnir eru af margvíslegri gerð og lögun. Sumir eru þeir kringlóttir, aðrir aflangir, stundum meira eða minna brotnir. Í barmi flestra þeirra er skarð sem hraunið hefur runnið út úr. Víða standa gígarnir svo þétt að hver grípur í annan en annars staðar verður alllangur spölur milli þeirra. Lakagígar eru það sem kallað er gjallgígaröð. Efni gíganna er svart og rautt gjall eða þeir eru úr hraunkleprum eða jafnvel eldborgir úr samfelldri hraunsteypu. Stærð þeirra er einnig misjöfn. Hinir hæstu eru um 100 m háir en langflestir milli 20 og 50 m en nokkrir þó enn lægri. Nú eru flestir þeirra að meira eða minna leyti þaktir þykkri breiðu af grámosa og hinir fegurstu tilsýndar. Ganga ber um þá með gætni því að mosinn er afar viðkvæmur. Lakagígar eru, hvernig sem á þá er litið, ein stórfelldasta furðusmíð í náttúru landsins. Þeir voru friðlýstir árið 1971.

Margir vísindamenn hafa kannað Lakagíga. Fyrstur á þessar slóðir varð Magnús Stephensen konferensráð, árið 1784. Samdi hann hina fyrstu ritgerð um gosið og ferð sína til eldstöðvanna. Næstur var Sveinn Pálsson læknir árið 1794 og gerði hann fyrstu nákvæmu lýsinguna af hluta eldstöðvanna og umhverfi þeirra.

Laki
Kollóttur móbergshnjúkur (818 m y.s.) á Síðumannaafrétti. Laki liggur í gígaröðinni miklu sem við hann er kennd. Eldsprungan gengur gegnum fjallið og sér hennar greinileg merki. Auk aðalsprungunnar eru þar smásprungur er lítils háttar hraunspýjur hafa fallið frá. Af Laka er gott að glöggva sig á allri gígaröðinni bæði norður og suður svo og á landslagi afréttarins. 

Lambafellsgjá

Gjá hjá Lambafelli sem er nokkuð víð og getur verið 50 metra djúp.

Hægt er að ganga eftir gjánni þar að segja yfir sumartímann. Bólstraberg má finna í veggjum hennar.

Staðsetning: Keyrt er að Höskuldsvöllum og beygt þaðan niður að Trölladyngju. Bílastæði er við Eldborg og þaðan er gengið austan hennar að Lambafelli.

Landbrotshólar

Kirkjubæjarklaustur
Landbrotshólar, eitt víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi um 50 ferkílómetrar að flatarmáli

Landmannahellir

Landmannahellir er áfangastaður á Landmannaafrétti. Þar hefur verið áfangastaður ferðamanna um svæðið til langs tíma og dregur staðurinn nafn sitt af helli sem þar er og var nýttur um aldir fyrir bæði menn og hross.

Í dag er þar vinsælt skálasvæði þar sem gönguhópar og hestahópar gista gjarnan á sumrin í ferðum sínum en á staðnum er einnig tjaldstæði. Rekstur svæðisins er í höndum Hellismanna ehf. og á félagið mörg hús á svæðinu, en Veiðifélag Landmannaafréttar á einnig fjallaskála þar sem og einkaaðilar.

Þekkt gönguleið, Hellismannaleið, liggur um svæðið og hefur nú verið stikuð frá Rjúpnavöllum um Áfangagil í Landmannahelli og þaðan í Landmannalaugar. Til að komast í Landmannahelli þarf að fara um Dómadalsleið (F225) og eru um 80 km frá Landvegamótum í Landmannahelli.

Landmannalaugar

Landmannalaugar draga nafn sitt af heitri laug sem kemur undan Laugahrauninu.

Landsendi

Egilsstaðir

Gengið frá skilti sem er við veg nr. 917 (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól (N65°42.52-W14°24.41). Þaðan er svo gengið að Keri sem er forn verstöð og út á Landsendahorn. Þar er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. Ofan við þær eru um 2-300 m há björg og snarbrattar skriður, Móvíkurflug. Bergið í þeim er aðallega líparít sem skartar öllum regnbogans litum. Hólkur með gestabók og stimpli er á bakkanum fyrir ofan Ker.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65° 43.352-W14°23.300

Powered by Wikiloc

Langisandur á Akranesi

Akranes
Ein besta bað- og sandströnd landsins

Langisjór, Fögrufjöll, Grænifjallgarður

Langisjór liggur frá norðaustri til suðvesturs, aðkrepptur af háum fjöllum,

Langjökull

Langjökull er næststærsti jökull landsins

Langjökull í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Jökull í Borgarfirði. Gott aðgengi. Íshellir og ferðir

Laufskálavarða

Kirkjubæjarklaustur
Laufskálavarða er hraunhryggur með vörðuþyrpingum umhverfis, milli Hólmsár og Skálmar

Laugafell

Aðdráttarafl Laugafells felst í heita vatninu sem þar sprettur upp en öll hús á svæðinu er hituð upp með því. Heitustu uppspretturnar eru tæplega 50ºC. Þar er alger draumur að skríða í ylinn eftir skemmtilegan dag á fjöllum.

Laugarfell

Egilsstaðir

Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.

Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í hágrenni Laugarfells.

Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní - 30. september.

Laugavalladalur

Egilsstaðir

Laugavalladalur er gróðurvin skammt vestan Jökulsár á Dal, um 20 km. norðan Kárahnjúka. Þar er unnt að lauga sig heitri laug og skola svo af sér í náttúrulegu steypibaði þar sem lækurinn fellur fram af kletti í litlum fossi. Gæta skal sérstakrar varúðar vegna ofhitnunar vatnsins á úrkomulitlum tímum.

Látrabjarg

Patreksfjörður

Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg Íslands og eitt af stærstu fuglabjörgum í Evrópu. Bjargið er vestasti tangi Íslands og því er yfirleitt skipt upp í fjóra hluta í daglegu tali, Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Gríðarlegan fjölda fugla af ýmsum tegundum er að finna í bjarginu, þ.á.m álku, langvíu, stuttnefju, lunda og ritu. 

Ógnarbratt, 14 km langt bjargið er margbreytilegt og þar eru grónir grasblettir og einnig snarbrattir klettar. Rétt er að fara mjög gætilega þar sem bjargbrúnin er snarbrött og getur verið viðkvæm. Látrabjarg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða og þangað er hægt að keyra.  

Látravík (Hornbjarg)

Ísafjörður

Látravík, við Horn er lítið þekkt vík sem staðsett er suðaustan við Hornbjarg. Í víkinni stendur Hornbjargsviti en þar var áður vitavörður og mönnuð veðurstöð sem er nú orðin sjálfvirk. Að Hornbjargsvita er rekin gisting að sumri til en engin byggð er þar lengur að vetri. 

Ljósastapi

Vopnafjörður

Skjólfjörur er staður sem ekki ætti að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlantshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunar. Litadýrð fjörusteinanna gleður augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þann kraft sem hafið býr yfir. Ekki er heimilt að taka steina með sér úr fjörunni.

Eitt af einkennum Vopnafjarðar eru ótrúlegir klettadrangar sem taka á sig ýmsar kynjamyndir. Ljósastapi er glæsilegur klettur sem stendur í sjónum rétt undan Skjólfjara og heima menn kalla „Fílinn“ vegna þess hvernig lögun klettarins minnir á fíl. Ljósastapi er einstaklega myndrænn og er vel þess virði að stoppa til þess að taka skemmtilegar myndir.   

Til hægri við „Fílinn“ má sjá Búrið ganga í sjó fram. Búrið er hluti Fagradalsfjalla og þar er elsta megineldstöð á Austurlandi. Í þeim fjallgarði má finna litfagurt líparít sem svo sannarlega setur svip sinn á umhverfið. Merkt gönguleið er niður í Múlahöfn og að Þerribjargi, austan megin í Hellisheiði eystri, þar sem líparítið skartar sínu fegursta. 

Ljótipollur

Sprengigígur á Landmannaafrétti norðaustur frá Frostastaðavatni.

Loðmundarfjörður

Loðmundarfjörður liggur norðan við Seyðisfjörð

Lómagnúpur

Kirkjubæjarklaustur
Lómagnúpur er 688 m hátt standberg sem gnæfir yfir suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi.

Lóndrangar á Snæfellsnesi

Hellissandur
Lóndrangar klettadrangar á Snæfellsnesi

Lónsöræfi

Upp frá Lóni, austan Vatnajökuls gengur fjallahringur, dalir og öræfi er nefnast Stafafellsfjöll, Lónsöræfi eru nýrra heiti á sama svæði og nær yfir svæðið sem liggur á milli Snæfells og Stafafellsfjalla. Svæðið er þekkt fyrir falleg og litrík fjöll ásamt fjölbreyttum gönguleiðum. Víða eru grónir balar og ekki ólíklegt að menn rekist á hreindýr á ferð sinni um öræfin. Stafafellslandið er stórkostlegt gönguland fyrir þá sem unna fögrum jarðmyndunum.

Löngufjörur Á Snæfellsnesi

Borgarnes
Ljósar skeljasandsfjörur á Snæfellsnesi.

Magnahellir

Egilsstaðir

Ekið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. Farið er niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar, sem liggur í Hafrahvamma og Magnahelli. Hólkurinn með gestabók og stimpli er í hellinum. Það var siður Brúarbænda að fornu að hafa sauðfé sitt inni í hvömmum nokkrum við Jökulsá á vetrum í helli þeim, sem þar er og kallaður er Magnahellir. Tekur hann nafn af Magna, bónda, sem fyrrum bjó á Brú, og fann fyrstur upp á að hafa þar sauðfé á vetrum um tíma.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N64°99.252-W15°71.683

 

Powered by Wikiloc

Malarrif á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti á Malarrifi á Snæfellsnesi

Meðalfellsvatn í Kjós

Mosfellsbær
Meðalfellsvatn í Kjós kjörið til útivistar

Meleyri

Breiðdalsvík

Meleyri er falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf. Heimamenn nýta svæðið mikið til útivistar, sérstaklega á veturna þar sem snjó festir ekki á sandinum. 

Méltunnuklif

Athyglisverð jarðlög, móberg og jökulrákir.

Einkenni sem gefa góðar vísbendingar að yfir svæðið hafi jöklar gengið yfir.

 

Hér er saga þar sem Méltunnuklif kemur fyrir:

Presturinn á Stað í Grindavík sendi tvo karla austur á Eyrarbakka að kaupa bakstur því hann var ekki til í Keflavík. 

Baksturinn átti að bera í tilslegnum íátum sem kallaðir voru stampar. Þeir báru sitt hvorn stampinn en var annar þeirra óheppin og brotnaði í Mjöltunnuklifi. Í stað þess settu þeir brauð í poka. Seinna fór karlinn sem ekki braut stampinn til altaris.  

Þegar presturinn var að tóna innsetningarorðin og sagði: 
"Tók hann brauðið, gjörði þakkir og braut það - ," þá kallaði karlinn upp: 
"Lýgurðu það. Stampinn braut hann, en brauðið ekki."

JÓN ÁRNASON V 351

Staðsetning: Stutt ganga fyrir ofan veg 427

Mjóeyri

Eskifjörður

Mjóeyri er einstaklega fallegur staður utan við þorpið í Eskifirði. Þar eru viti og fjara þar sem skemmtilegt er að leika sér.

Mjóeyri var síðasti aftökustaðurinn á Austurlandi og þar er að finna upplýsingaskilti á dys síðasta mannsins sem tekinn var af lífi á staðnum.

Á Mjóeyri er í dag rekin blómleg ferðaþjónusta þar sem meðal annars er hægt að fá leiðsögn um svæðið.

 

Móbergsfoss

Patreksfjörður

Foss við Rauðasand

Mýrdalsjökull og Katla

Mýrdalsjökull og Katla

Mýrdalssandur

Vík
Mýrdalssandur takmarkast af Höfðabrekkuheiði að vestan, Mýrdalsjökli að norðan og Skaftártungu og Álftaveri að austan en hafi að sunnan.

Mývatn

Mývatn
Skútustaðagígar eru gervigígar sem hafa myndast við gufusprengingu þegar hraun hefur runnið yfir votlendi. Gígarnir eru vinsæll staður til fuglaskoðunar og eru þeir friðlýstir sem náttúruvætti.

Möðrudalur

Möðrudalur liggur hæst bæja á Íslandi, 469 m.y.s. Ein landmesta jörð landsins. Þar hefur meira og minna verið í byggð frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Möðrudalur

Egilsstaðir

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Naustahvilft

Í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði er áberandi hvilft sem setur mikinn svip á fjallasýn fjarðarins. Naustahvilft hefur einnig gjarnan verið kölluð Skálin eða Skessusætið. Oft er sagt að skessa sem hafi verið á hraðferð heim fyrir sólarupprás hafi þurft að hvíla lúin bein í firðinum og tyllt sér í hlíðinni og skilið eftir þessa myndarlegu hvilft þegar hún stóð upp og hélt áfram leiðar sinnar. 

Það er vinsælt að ganga upp í Naustahvilft, það er stutt ganga eftir slóða í brattri hlíðinni og þaðan er frábært útsýni yfir Ísafjörð og út á Djúp. Fyrir neðan hvilftina er lítið bílastæði. 

Námafjall

Mývatn
Námafjall og umhverfi er háhitasvæði. Þar eru margir leir- og gufuhverir.

Náttúrulaugar

Meðal falinna gimsteina Vestfjarða eru náttúrulegar heitar laugar sem finna má jafnvel á afskekktum stöðum. Þetta kann að hljóma eins og klisja, en laugarnar eru sannarlega vel varðveitt leyndarmál, tekið sem sjálfsögðum hlut eða jafnvel gleymt af heimamönnum. Skýring gæti verið sú að Vestfirðir eru almennt ekki taldir "heitur reitur" í íslenskri jarðfræði og því er jarðhitinn ekki eins sýnilegur og á Norður- eða Suðurlandi. Það kemur því á óvart að hvergi á Íslandi eru náttúrulegri laugar en á Vestfjörðum, ástæðan er sú að vatnið er fullkomið hitastig beint úr jörðu.

Sumar sundlaugarnar eru staðsettar rétt við ströndina, með ótrúlegu útsýni til sjávar, sem skapar einstaka upplifun til að njóta allt árið um kring.

Nonna og Manna fossinn

Patreksfjörður
Fallegur foss í Þingmannaá sem rennur niður í Vatnsfjörð

Norðurljósin

Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind,
en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda.
 Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum frá svo að þær streyma umhverfis hana eins og vatn um kjöl. Undantekning frá þessu er kringum segulpólana, norður og suður. Á svæðum kringum þessa póla sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar. Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hraða eftir gormlaga brautum kringum segulsviðslínurnar milli segulskautanna. Þegar nær dregur pólunum rekast eindirnar á lofthjúpinn,oftast í milli 100 og 250 km hæð. Orkan í rafeindunum og róteindunum örvar sameindir og frumeindir í lofthjúpnum en þær
 senda aftur á móti frá sér orkuna sem sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós Litirnir sem við sjáum oftast eru grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá örvuðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni eða nitri hins vegar

Á Íslandi erum við svo heppin að vera í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á
Íslandi, svo fremi að norðurljósin séu yfir landinu og stjörnubjartur himinn. Best er að horfa á þau þar sem minnst gætir ljósmengunar frá
bæjunum.
Á Reykjanesi eru staðir sem er gott að horfa á norðurljósin. Á Miðnesheiðinni milli Sandgerðis og Reykjanesbæjar, á Hafnaveginum,
á Grindavíkurveginum við Seltjörn og við Kleifarvatn og Krýsuvík. Gott er að finna skjólgóðan stað og vera í hlýjum fötum, því norðurljósin eru greinilegri á kaldari árstíðum.

Til gamans má geta þess að um miðja 19. öld var prestur á Hallormsstað, Hjálmar Guðmundsson að nafni, sem þótti furðulegur m.a. af því að sagt var að hann legði í vana sinn að skoða stjörnur og ætti til að gleyma sér við það.
Munnmæli herma, að eitt sinn hafi vinnumaður farið að leita hans að næturlagi, og fundið hann liggjandi upp í loft á hjarni. Prestur var þá að telja stjörnur, en fipaðist við talninguna og brást reiður við þessari truflun.

Núpsstaðarskógar

Kirkjubæjarklaustur

Núpsstaðarskógar 

Núpsstaðarskógar eru í landi Núpsstaðar en Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur
við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Fegurð umhverfisins við Núpsstað er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til
Vatnajökuls. Eldgos, jöklar og vötn hafa mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.

Núpsstaðarskógar eru sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Þarna er margt að sjá og landslag á svæðinu er víða mikilúðlegt og verður minnisstætt þeim sem á annað borð leggja á sig ferð þangað. Leiðin inn í Núpsstaðarskóga liggur nú austan Núpsvatna og það þarf ekki lengur að fara yfir jökulár en slóðinn er þó aðeins fær jeppum. Til fróðleiks má geta þess að í Núpsstaðarskógum gekk úti villifé á 19. öld.

Oddskarð

Eskifjörður

Það var ekki fyrr en árið 1949 að Norðfjörður komst fyrst í vegasamband við nágrannabyggðirnar. Leiðin lá um Oddsskarð, einn hæsta fjallveg á landinu, sem jafnan var erfiður yfirferðar vegna snjóþyngsla. Var því hafist handa við gerð jarðganga undir Oddsskarð á árunum 1974-1977. Göngin eru 626 m löng í 632 m h.y.s. 

Við Oddsskarð er miðstöð vetraríþrótta. Þar er frábært skíðasvæði og skemmtilegar gönguleiðir. Þar hafa verið haldnar Týrólahátíðar um páska síðustu ár. Margháttuð fjölskylduskemmtun er í boði á skíðasvæðinu.

Orbis et Globus

Grímsey

Listaverkið Hringur og kúla / Orbis et Globus / Circle and Sphere er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn kom fyrst inn á eyjuna.

Kúlan er 3 metrar í þvermál og er hugmynd listamannanna sú að hún færist úr stað í samræmi við hreyfingar heimsskautsbaugsíns þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.

Tillaga Kristins og Studio Granda sigraði í samkeppni um nýtt kennileiti sem efnt var til undir lok ársins 2013. 

Listaverkið hefur vakið mikla athygli, bæði á Íslandi og erlendis. Hér að neðanverðu má finna hlekki á umfjallanir um það frá íslenskum og erlendum fjölmiðlum.

Göngutúr frá höfninni að listaverkinu er um 3.7 km og frá flugvellinum um 2.5 km. Reikna má með um 3 klst. í gönguna (fram og tilbaka) og mælt er með því að dvelja yfir nótt því hefðbundin stopp hjá ferjunni og áætlunarfluginu eru í knappasta lagi til að njóta og sjá það helsta í eyjunni. Meðal annars er mælt með því að rölta um þorpið, koma við hjá Fiskeminnismerkinu og lesa söguskiltin, líta við á veitingastaðnum Kríunni og/eða minnsta kaffihúsi Íslands á gallerí Gullsól. Einnig er mælt með að ganga suður að Vitanum og rölta meðfram strandlengjunni á suðvestur hluta eyjarinnar og skoða fallegt stuðlaberg auk minja um gamlar sjóbúðir. Á þeirri leið má einnig finna "Aldarsteinana" sem sýna staðsetningu heimskautsbaugsins árið 1717, 1817 og 1917. Á meðan á aðal fuglatímanum stendur, en hann er frá lokum apríl til byrjun ágúst, er gott að reikna með góðum tíma til fuglaskoðunar því það er sannarlega ríkulegt og heillandi í Grímsey. 

Ófærufoss - Nyrðri Ófæra

Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í ánni Nyrðri-Ófæru og fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Yfir neðri fossinum var steinbogi til ársins 1993 en hann hrundi þá í ána í vorleysingum en áin fellur um gjána. Af Fjallabaksleið nyrðri er hægt að aka nokkurn spöl inn í Eldgjá og ganga þaðan að Ófærufossi en vegurinn liggur upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrðri-Ófæru á vaði, sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábært yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó og Síðuafrétt með Lakagígum.

Ófærufoss fellur ofan í Eldgjá á Skaftártunguafrétti. Eldgjá er u.þ.b. 40 km löng gossprunga, breidd hennar er víða um 600 m og dýptin nær allt að 200 m. Þegar hún myndaðist hefur líklega gosið í henni endilangri, sennilega í kringum árið 934.
Talið er að gossprungan nái undir Mýrdalsjökul. Úr Eldgjá hafa runnið mikil hraun niður um Landbrot og Meðalland og til sjávar við Alviðruhamra í Álftaveri. Hraunin, sem runnu frá henni, eru talin þekja 700 km² sem er mesta flatarmál hrauns á sögulegum tíma á jörðinni, þ.e. eftir síðustu ísöld.

Eldgjá er talin tilheyra sama eldstöðvarkerfi og Katla. Eldgjá er einstakt náttúrufyrirbæri og er á náttúrminjaskrá. Fyrirhugað er að Eldgjá og nærliggjandi svæði verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Nú hafa komið fram kenningar um að afleiðingar þessa goss hafi ekki síður gætt í Evrópu en gossins í Lakagígum. Samkvæmt nýfundnum heimildum urðu á tíma gossins uppskerubrestir, pestir og hörmungar bæði í Evrópu og Miðausturlöndum. Þá eru líkur leiddar að því að þetta gos hafi valdið meira tjóni en Lakagígagosið.

Ósar

Vík við Hafnir sem varð til vegna landsig.

Ósar er þekkt náttúruverndarsvæði þar sem er fjölskrúðugt lífríki fjörunnar og mikið fuglalíf.

Ósland

Höfn í Hornafirði
Ósland er eyja staðsett nokkrum skrefum frá bryggjusvæðinu á Höfn.

Patterson

Bandaríkjamenn byggðu árið 1942 og var lokað þremur árum síðar.

Hann var aðalega notaður til að sinna orrustuflugvélum hersins sem sinntu loftvörnum á suðvesturlandinu. Við flugvöllinn má finna gömul sjávarsetlög síðan fyrir 20.000-22.000 árum.


Staðsetning: Hafnavegur 44 að girðingu Patterson. Frá gömlum skotfærabirgjum er gengið norður. 

Pláneturnar á Reykjanesi

Hluti af sýningu Hitaveitu Suðurnesja Orkuverið jörð sem var opnuð 2008 sýnir plánetur sólkerfisins. Eftirlíkingum af plánetum sólkerfisins hefur verið komið fyrir í hlutfallslega rétt fjarlægð frá sólinni. Ekki er hægt að komast að sólinni þar sem hún er staðsett inn á lokuðu svæði Reykjanesvirkjunar. Aðrar plánetur eru aðgengilegar og hægt að fylgjast vel með þegar keyrt er Nesveginn milli Reykjanesvirkjunnar og Hafna. 

Pollurinn

Akureyri

Pollurinn á Akureyri er skemmtilegt útivistarsvæði við hjarta bæjarins. Á sumrin iðar hann af lífi þegar skemmtiferðaskip streyma að með gesti frá öllum heimshornum, smábátar eru við veiðar, boðið er upp á siglingar og námskeið af ýmsu tagi hjá siglingarklúbbinum Nökkva og ferðaþjónustuaðilum. Pollurinn er einnig ar sinna siglingum af ýmsu tagi auk fjölbreytt dýra og fuglalíf. hvalir blása, ríkulegt fuglalíf og sjá má stöku sel.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann. 

Standard er flak af skútu sem sökk í pollinum á Akureyri árið 1917. Flakið er úr tré og er það um 60 metrar að lengd. Skútan liggur á leirbotni á skjólgóðum stað og hefur það vafalaust átt þátt í varðaveita flakið. Enn er skrokkmynd á flakinu en viðurinn í skrokk skipsins er orðinn nokkuð gisinn. Skrokkur skipsins er þakinn sæfíflum.  

https://www.kofun.is/k%C3%B6funarkort/sk%C3%BAtan/ 

Prestagil

Mjóifjörður

Prestagil er lítið gil innst í Mjóafirði, sunnanmegin. Nettur en fallegur foss rennur um gilið sem dregur nafn sitt af þjóðsögu um tröllskessu sem tældi tvo presta inn í gilið. Þetta er einstaklega fallegt útivistarsvæði.

Rauðanes

Þórshöfn
Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla.

Rauðasandur

Patreksfjörður

Rauðasandur er 10 kílómetra löng strandlengja sem einkennist af fallega lituðum rauðum sandi. Liturinn getur verið allt frá því að vera gulur, rauður og allt að því svartur, þetta fer allt eftir birtunni. Sandurinn fær þennan rauða lit líklegast vegna skeljabrota frá Hörpudiskskeljum.

Tilvalið er að koma á Rauðasand á háfjöru og rölta um sandinn og týna sér í víðáttunni og njóta útsýnisins. Rauðisandur býður upp á frábært útsýni að Snæfellsnesi og þar fær jökullinn að njóta sýn í góðu veðri.

Við mælum einnig með því að stoppa á kaffihúsinu!

Rauðhóll gönguleið

Snæfellsbær

Frá Rauðhóli rann Prestahraun í sjó fram, allt frá Hellisandi til Skarðsvíkur. Stikuð leið liggur frá bílastæði við Eysteinsdalsveg á Rauðhól en á gönguleið er gengið innan um hrauntröð, ásamt graslendi en einnig er að finna fallegar tjarnir sem myndast hafa. Rauðhóll er á verndarsvæði Umhverfisstofnunar Íslands og hafa ber í huga að forðast
utanstígsgöngu, til að vernda svæðið við troðningi. Rauðhóls gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar,
tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp Rauðhól er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul er mikið og útsýni yfir nærsveitir einnig gríðarlegt.  

Svæði: Rauðhóll, Snæfellsjökuls þjóðgarður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574). Eysteinsdalsvegur (F575). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Vegalengd: 2.83km. 

Hækkun: 103 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru á leið. 

Tímalengd: 43 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, hraun undirlag og graslendi. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leið. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí. 

GPS hnit upphaf: N64°52.1638 W023°52.8236  

GPS hnit endir: N64°52.1638 W023°52.8236   

Rauðsgil gönguleið

Borgarnes

Rauðsgil í Borgarfirði er á mörkum Hálsasveitar og Reykholtsdalshrepps en gilið er dýpst neðst en það nær frá 60 til 70 m dýpi en grynnist þegar ofar dregur. Mikið magn af fossum eru í ánni og ber þar að nefna Laxfoss, Einiberjafoss, Tröllafoss og Bæjarfoss. Fyrsti hluti leiðar gefur göngufólki útsýni af háum fossum en hægt er að ganga meðfram brún en einnig er annar slóði fjær brún sem hægt er að ganga með. Þegar ofar kemur með ánni er möguleiki á því að komast nær ánni og berja augum á fossa og njóta útsýnis og kyrrðarinnar sem er á svæðinu. 

Rauðsgil er lít þekktur staður íslenskra og erlenda ferðamann sem getur verið góð viðbót við þá náttúruupplifun sem er aðgengileg á þessu svæði. Upplifun gesta sem heimsækja og ganga upp Rauðsgil er mikil en fjallagarðar sem sjást á þessu svæði geta gefið mikla upplifun, eins og hljóðið í ánni og fossunum á leiðinni. Gangan er tiltölulega auðveld en ekkert er um klifur á leiðinni heldur geta gestir ráðið hvort að gengið er meðfram brún gilsins eða dregið sig nær dráttavélaslóða sem er greinilegur í landslaginu. 

Hundar vinsamlega hafðir í böndum þegar féð er laust í hlíðum 1.júní til 30.september.

Bent er á að rútur eða stærri bílar geta lagt við Rauðsgilsrétt.

Staðsetning: Rauðsgil, Borgarbyggð.

Upphafspunktur: Malarnáma við Steindórsstaði (veg nr. 5150).

Erfiðleikastig: Létt leið/krefjandi leið

Lengd: Heildalengd 4.16km

Hækkun: 252 metrar.

Merkingar: Engar merkingar.

Tímalengd: 1.21klst að ganga.

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, grasi og stóru grjóti. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta á svæðinu.

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.

Árstíð: Ferðaleið er opin allan ársins hring nema þegar féð er smalað úr hlíðum og fjöllum. 1-2 dagar á ári í september. Merkingar eru við hlið.

GPS hnit upphafspunktar: N64°39.3434 W021°13.7068 

GPS hnit endapunktar: N64°39.3434 W021°13.7068 

Rauðubjörg

Neskaupstaður

Falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðarflóa. Norðfirðingar hafa löngum sagt að ef sólin glampar á Rauðubjörg að kvöldi, þá viti það á gott veður næsta dag.

Refir

Heimskautarefurinn er eina spendýrið á Íslandi sem hefur komið hingað til lands án hjálpar mannsins. Stór hluti íslenska tófustofnsins er á Vestfjörðum og halda dýrin mikið til í kringum stór fuglabjörg og strendur. Að vetrinum til er refurinn hvítur en verður brúnn á sumrin. Refurinn var friðaður á Hornströndum árið 1995 og er orðinn ansi gæfur á svæðinu. Melrakkasetrið í Súðavík er helgað refnum og má þar sjá yrðlinga í girðingu að sumri til. 

Reindalsheiði

Reindalsheiði er gömul vörðuð póstleið milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar. Gangan tekur 7-10 klst og er bæði fögur og skemmtileg.

Powered by Wikiloc

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Sögu- og kirkjustaður með ýmsa afþreyingu

Reykholt söguhringur

Reykholt í Borgarfirði

Gönguleið um Reykholt söguhring er fróðleg og skemmtileg. Mikil vinna hefur verið unnin við uppsetningu skilta og göngustíga en hægt er að ganga inn í Reykholtsskóg sem staðsettur er fyrir ofan þorpið. Alla þjónustu má finna á Snorrastofu og möguleiki er að fylgja forritinu „Snorri" þegar gengið er um svæðið en það er skemmtileg viðbót við gönguna. 

Reykholt í Borgarfirði er þekktur staður fyrir ferðamenn og íbúa en þar er að finna Snorralaug, forna og friðlýsa laug sem er kennd við Snorra þó svo að sagt sé í Landnámu að laug hafi verið þar síðan frá árinu 960. Kirkjurnar á svæðinu eru tvær, sú eldri er timburkirkja sem stendur við gönguleiðina en sú nýrri var vígð árið 1996 og er hún mikið notuð, t.d. í tónleikahald en Reykholtshátíð er haldin á ári hverju. Reykholtsskógur er fyrir ofan kirkjurnar en aþr er að finna forna þjóðleið sem fer í gegnum og meðfram skóginum. Snorrastofa er svo upplýsingamiðstöð þar sem hægt er að finna leiðsögn, fyrirlestra og sýningar. Svæðið hefur því mikið upp á að bjóða, hvort sem það sé fyrir gesti sem eru í leit að náttúru eða sögu. 

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt á gönguleiðinni sem og ruslatunnur. Hægt er að kaupa aðgang að leiðsögn um svæðið. Þjónustu er að finna á Snorrastofu og Fosshótel Reykholt býður upp á gistingu, veitingar og veitir upplýsingar til gesta. 

  • Staðsetning: Reykholt, Borgarbyggð
  • Vegnúmer að upphafspunkti: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð
  • Erfiðleikastig: Auðvelt
  • Lengd: 1.64km
  • Hækkun: 50 metra hækkun
  • Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni
  • Tímalengd: 25 mínútur
  • Tegund jarðvegar: Litlir steinar og malbik
  • Hindranir á leið: Engar hindranir
  • Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur
  • Árstíð: Gönguleiðin er opin allt árið um kring
  • GPS hnit upphafspunktar: N64°66318 W021°292
  • GPS hnit endapunktar: N64°66318 W021°292

Reykjadalur

Ölfus
Reykjadalur er án efa vinsælasta útivistarsvæðið í Ölfusi.

Reykjafjörður

Ísafjörður

Reykjarfiörður er á sýslumörkum Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu . Samfelldur búskapur lagðist þar af árið 1959. Á sumrin er ferðaþjónusta rekinn á svæðinu þar sem boðið er upp á svefnpokagistingu, sumarhús, tjaldsvæði og aðgangur að sundlaug og heitum potti fyrir alla gesti. 

Fjörðurinn er aðgengilegur með bátsferð eða fótgangandi. Á svæðinu er líka 600 metra flugvöllur.

Reykjafoss

Varmahlíð

Reykjafoss er einn fallegasti foss í Skagafirði, staðsettur um 7 km. frá Varmahlíð. Reykjafoss er vel falinn frá veginum og oft talað um fossinn sem falinn fjársjóð.

Leiðin að Reykjafossi: Keyrt er frá hringvegi 1 og beygt inn á veg númer 752. Frá vegi 752 er beygt inn á veg númer 753. Keyrt er yfir brúna og beygt til hægri þar á eftir. Keyrt er þangað til komið er að litlu bílastæði. Þaðan tekur við um fimm mínútna ganga að Reykjafossi.

Reykjafoss

Hveragerði
Í ánni Varmá rennur Reykjafoss.

Reykjanes

Ísafjörður

Reykjanesið var byggt sem skóli fyrir börn á svæðinu og var vel staðsett vegna jarðhitalinda og auðvelds aðgengis báta. Reykjanes hefur síðan skólanum var lokað verið hótel og tjaldsvæði og vinsæll viðkomustaður til að taka bensín. Það var þó alltaf svolítið úr leiðinni fyrir ökumenn, en með nýjum brúm og vegum sem opnaðir voru árið 2009 er það nú aftur rétt í miðjunni. Helsta aðdráttarafl staðarins er þó lengsta sundlaug landsins, sem átti að vera 50 metrar en fyrir mistök byggð aðeins lengri. 

Laugin hefur stundum verið kölluð "stærsti heiti pottur Íslands". 

Reykjanesfólkvangur

Stórt friðlýst svæði tilvalið til útivistar og náttúruskoðunar. 

Reykjanesfólkvangur er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Að honum standa 7 sveitarfélög; Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar.  Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.  Innan fólkvangsins eru þessir helstu staðir Krýsuvík, Seltún, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll.  Upp á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. Í Djúpavatni er silungsveiði eins og í Kleifarvatni.  Möguleikar til gönguferða í fólkvanginum eru nánast ótakmarkaðar.

Reykjaneshyrna

Árneshreppur

Fjallið Reykjaneshyrna stendur við mynni Norðurfjarðar á Ströndum. Fjallið er tilkomumikið og stendur eitt og sér yst í firðinum. Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa þar sem það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og strandir í suðri og Árneshreppur í vestri. Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga. Tilvalið er að fara í sund í Krossneslaug eftir góða göngu á Reykjaneshyrnu.

Reykjarfjörður í Arnarfirði

Patreksfjörður

Rétt við þjóðvegin í Reykjafirði er útisundlaug sem í rennur allt árið í kring. Aðstaða er til fataskipta, en rétt fyrir ofan laugina sjálfa, er líti hlaðin setlaug af náttúrunnar hendi. Þar er yndislegt að slaka á og horfa yfir Arnarfjörðinn, en best er að láta vita að laugin getur orðið dálítið heit. Aðgangur er ókeypis. 


Reynisfjara, Reynisfjall og Reynisdrangar

Vík
Reynisfjara, Reynisfjall og Reynisdrangar

Rjúkandi

Egilsstaðir

Rjúkandi er fallegur foss sem fellur tignarlega niður nokkra klettastalla, fram af heiðarbrún og að þjóðvegi 1. Aðgengi að fossinum er mjög gott en stutt ganga er frá bílastæði sem er við þjóðveginn þar sem hann liggur um Jökuldal. 

Rosmhvalanes

Nes sem er milli Ytri-Njarðvíkur og Kirkjuvog.

Rostungur var þekktur undir nafninu Rosmhvalur og er talið að þeir hafi dvalið á þessu nesi.

Nýlega er búið að setja upp gott skilti sem sýnir góða leið til að aka Reykjaneshringinn.

Sagnatröllin

Sagnatröllin eru steinafígúrur sem finna má víða um Reykjanesbæ og setja þau mikinn svip á umhverfið. Höfundur verksins er Áki Gränz en hann var listamaður og fyrrverandi forstei bæjarstjórnar Njarðvíkur. Hugmynd Áka með sagnatröllunum var að halda til haga örnefnum og sögum tengt svæðinu. Meðal tröllanna má telja Tyrkjavörðutröllin, Grænáskirkju,Nástrandartröllin, Stapatröllin, Frey og Freyju og Sýslumanninn. Tröllin eru gerð úr grjóti frá Helguvík. Ekki eru þó öll tröllin, tröll því einnig eru þar álfar. Efst á Grænásbrekku stendur álfafjölskylda og eru þau minni en aðrar steinafígúrur. Fjölskyldan stendur á hólnum Grænás þar sem fólk trúði að þar væri álfakirkja, Grænáskirkja.

 

Hægt er að lesa meira fleiri frásagnir um álfa og huldufólk í Njarðvík hér: https://ferlir.is/raudklaeddi-madurinn-i-njardvikurasum/

Sandafell

Þingeyri

Sandafell er lítið fell ofan Þingeyrar (362metrar). Upp á fellið liggur vegur sem einungis er fær 4x4 bílum. Hægt er að ganga upp fellið frá Þingeyri og þaðan er frábært útsýni. 

Sanddalur

Egilsstaðir
Sanddalur er fallegur dalur sem liggur suður af Snæfelli. Dalurinn er hrjóstrugur og ægifagur með grænum mosabreiðum og sérkennilegum bergmyndunum sem sveipa dalinn ævintýraljóma. Til að fara í Sanddal þarf fjórhjóladrifinn bíl en einnig er hægt að ganga þangað frá Kárahnjúkavegi.

Sandfell

Fáskrúðsfjörður

Sandfell (743 m) er fallegt líparítfjall sunnan Fáskrúðsfjarðar og er það dæmigerður bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins má sjá hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekju. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið.

Powered by Wikiloc

Sandfellshæð

Ein elsta og stærsta hraun breiða á Reykjanesi.

Um er að ræða dyngjugíg sem er í Sandfellsdal. Gígurinn myndaðist á jökultíma fyrir um 14.000 árum þegar sjávarmál var 30 m lærra en það er í dag. Breiður sigdalur gengur yfir Sandfellshæð. Til að komast þangað er hægt að ganga frá veginum milli Svartsengis og Reykjanes en einnig hægt að fara þangað á velbúnum jeppum.

Sandvík í Vopnafirði

Vopnafjörður
Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í Vopnafirði. Svæið er fjölskyldupardís af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sandkastala eða hvað sem hugurinn girnist.

Sauðlauksdalur

Patreksfjörður

Sauðlauksdalur er fyrrum kirkjustaður og stórbýli við sunnanverðan Patreksfjörð. Jörðin er komin í eyði. Séra Björn Halldórsson var prestur í Sauðlauksdal um miðja 18. öld og ræktaði þar kartöflur fyrstur Íslendinga 1760. Núverandi kirkja var reist 1863. Talið er, að Niels Björnsson hafi verið þar að verki. Turninum var bætt framan á kirkjuna á árunum 1901-02.

Saxa

Stöðvarfjörður
Saxa er “sjávarhver” við ströndina skamm utan við Lönd. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbæri þar sem úthafsaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt í loft upp með tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með brimgosunum.

Saxhóll á Snæfellsnesi

Hellissandur
Formfagur gígur á Snæfellsnesi

Selfoss

Fossinn Selfoss er í ánni Jökulsá á Fjöllum og er einungis nokkur hundruð metrum sunnan við Dettifoss. Hann er 10 metra hár en mjög breiður.

Tilvalið er að leggja á bílastæðinu við Dettifoss og taka auðvelda göngu að fossunum tveimur. Fleiri fallegar náttúruperlur eru í Jökulsárgljúfrum svo sem Hljóðaklettar og Hólmatungur.  

Seljalandsfoss

Hvolsvöllur
Seljalandsfoss er foss á Suðurlandi

Selskógur

Egilsstaðir
Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan við Eyvindará. Um skóginn liggja stígar í fallegu umhverfi. Hann er kjörinn til útivistar allt árið og hentar vel hvort sem þú ert á leið í göngutúr, hjólatúr eða á gönguskíði.

Seltjörn

Tjörn þar sem liggja góðir göngustígar, tilvalin staður fyrir lautarferðir og grill. Við hliðinná er lítill skógur sem heitir Sólbrekkuskógur með áhugaverðum formum steina hér og þar. Einnig mögulegt að veiða þar. 

Við Tjörnina er gömul bygging sem var reist 1941 af útgerðarmönnum og var húsið notað sem íshús, ísinn sem tekinn var úr seltjörn var notaður til kælingar á fiski.


 

Seltún

Hverir á háhitasvæði sem eru innan Reykjanes Fólkvangs.

Frábært tækifæri til rannsókna þar sem mikið er af leir, brennisteini og öðrum efnum sem gefa staðnum litríkt yfirbragð. Bílastæði við Seltún er búið að útbúa nýtt þjónustu- og salernishús eins eru góðir göngustígar um hverasvæðið.

Staðsetning: Vegur 42, bílastæði, rétt við Kleifarvatn.

Selvogsviti

Ölfus
Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931.

Simsonsgarður

Ísafjörður

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi. 

Síldarmannagötur

Borgarnes

Síldarmannagötur er gömul þjóðleið sem er á verndarsvæði í byggð hjá Skorradalshreppi, sem liður í því að halda til haga alfaraleiðum fyrri tíma. Hægt er að byrja göngu við Vatnshorn inn í Skorradal en einnig við vörðu inn í Hvalfirði.   

Síldarmannagötur, sem liggur á milli Skorradals og Hvalfjarðar, er vinsæl útivistarleið sem breiður markhópur nýtur.
Vörður og stikur eru á milli upphafs/enda leiðar. Fara þarf yfir Blákeggsá tvisvar sinnum á leiðinni og er undirlag gönguleiðar mismunandi, allt frá smá grjóti að moldar undirlagi. Sjálfboðaliðar hafa verið dugleg við að viðhalda
merkingum á leiðinni til að aðstoða göngufólk á leiðinni og er útsýni yfir Skorradal, Hvalfjörð, Botnsúlur og jökla á leiðinni stórkostlegt. Síldarmannagötur eru og verða ein vinsælasta útivistarleið á Vesturlandi og er
mikilvægt að viðhalda henni og útdeila upplýsingum um hana.  

 Svæði: Hvalfjörður/Skorradalshreppur 

Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur(nr.47) og vegur nr.508 inn í Skorradal. 

Erfiðleikastig: Krefjandi/erfið krefjandi leið. 

Vegalengd: 15.56km. 

Hækkun: 500 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið. 

Tímalengd: 4klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, moldarundirlag, þúfur, mýrar, gras undirlag og stór grjót. 

Hindranir á leið: Bláskeggsá en fara þarf yfir hana tvisvar á gönguleið. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Óráðlegt að fara leiðina frá nóv. til maí vegna veðra, snjólaga eða aurbleytu.  

GPS hnit upphaf: N64°28.4501 W021°19.1845 Vatnshorn inn í Skorradal 

GPS hnit endir: N64°23.2899 W021°21.5792 Inni í Hvalfirði 

Sjö Tindar

Seyðisfjörður

Aðgengilegt yfir sumartímann.

Með því að klífa sjö fjallatinda við Seyðisfjörð, -flesta vel yfir 1000 m. á hæð - gefst fólki kostur á að gerast "Fjallagarpar Seyðisfjarðar". Fjöllin eru: Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandartindur, Snjófjall og Bægsli. Gestabækur og stimplar eru á toppi fjallana. Nánari upplýsingar og stimpilkort fást í upplýsingamiðstöðinni í Ferjuhöfninni, Einnig eru upplýsingar á www.seydisfjordur.is

Skaftafell

Öræfi
Skaftafell er þingstaður, býli og nú þjóðgarður í Öræfum.

Skaftáreldahraun

Kirkjubæjarklaustur
Skaftáreldahraun er flokkað sem helluhraun og eru þekktir fjöldi hraunhella í hrauninu.

Skallagrímsgarður í Borgarnesi

Borgarnes
Skrúðgarður í hjarta Borgarness. Tilvalinn til útivistar fyrir alla aldurshópa

Skarðsströnd í Dölum

Búðardalur
Skarðsströnd í Dölum, sögustaðir og náttúra

Skarðsvík á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Sandfjara á Snæfellsnesi með ljósum sandi

Skarfasker

Hnífsdalur

Skarfasker er útsýnisstaður á leið út á Óshlíð og tilvalinn staður til þess að leggja bílnum og ganga eða hjóla Óshlíðina. Á Skarfaskeri stóð lengi sorpbrennslustöð en á grunni hennar er búið a útbúa útsýnisstað með skiltum. 

Skálafell

Jarðskjálftasprungur á fleti með hraunlögum yfir 8000 ára.

Skálafell er byggt uppá nokkrum gosum á mjóu sprungukerfi.Efst er klepragígur af eldborgargerð og kringum hann eru jarðföll suður meðfram gígnum en þar er hægt að finna smáhella. 

Hentugast er að ganga á Skálafell frá bílastæði við Gunnuhver.

Skálafell – Hjallanes

Höfn í Hornafirði
Skálafell er staðsett á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Skálafell býður upp á glæsilegar merktar gönguleiðir í kringum svæðið

Skálanes

Seyðisfjörður

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu.

Í Skálanesi er náttúru- og meningarsetur og þar er starfrækt vísindaleg rannsóknarstöð á sviði náttúru- og menningar. Skálanes hefur hlutverk eftirlitsstöðvar í alþjóðlegu neti vísindarannsóknarstöðva sem kallast INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic).

Skálasnagaviti á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti í sérstæðu landslagi. Vinsæll til skoðunar

Skálavík

Bolungarvík

Skálavík er næsta vík vestan við Bolungarvík en þar var byggð allt til fimmta áratugar síðustu aldar. Núna er sumarbústaðaland í víkinni og oft mikið fjör. Á góðum sumardögum þá safnast fullt af fólki saman á stöndinni og ef vel er heitt þá er stundum hoppað í Hylinn í Langá. Skálavík er paradís fyrir börn og algjörlega upplagt að stoppa þar og leika. Á leiðinni til baka er fullkomið tækifæri að kíkja upp á Bolafjall og kíkja aðeins á útsýnið. 

Skeiðarársandur

Öræfi
Skeiðarársandur er stórt svæði þakið svörtum sandi sem nær frá Skeiðarárjökli og niður að sjó.

Skessuhorn í Borgarfirði

Borgarnes
Matterhorn Íslands, Skessuhorn í Borgarfirði

Skíðasvæðið í Stafdal

Seyðisfjörður

Stafdalur er skíðasvæði Seyðfirðinga og er staðsett við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk. 

Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra long. Neðri lyftan er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun en efri lyftan er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.

Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.

Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn fyrir alla gesti.

Skjólfjörur

Vopnafjörður
Skjólfjörur er staður sem ekki ætti að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlantshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunar. Litadýrð fjörusteinanna gleður augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þann kraft sem hafið býr yfir.

Skorradalur í Borgarfirði

Borgarnes
Skorradalur og skorradalsvatn

Skógafoss

Hvolsvöllur
Skógafoss er talinn meðal fegurstu fossa landsins.

Skógræktin í Skagaási

Selfoss

Skógræktin í Skagaási er gróskumikill trjálundur Skógræktarfélags Villingarholtshrepps. Skjólsæll unaðsreitur með ágætu aðgengi. Fólk er vinsamlegast beðið um að virða gönguleiðir og ganga vel um. Einungis er leyfilegt að grilla á merktum grillstað vegna eldhættu.

Skrúður

Fáskrúðsfjörður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni.Einnig höfðu bændur þar beitiland.

Skrúður

Þingeyri
Skrúðgarðurinn Skrúður í Dýrafirði var opnaður þann 7. ágúst árið 1909. árið 1992 ákvað hópur áhugasamra einstaklinga sig til og tók garðinn í gegn og í ágúst árið 1996 var honum skilað aftur til fyrrum eiganda síns, Menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið gaf Ísafjarðarbæ garðinn í nóvember sama ár til umhugsunar. Garðurinn var stofnaður til þess að tengja saman náttúruna, menntun tengda umhverfinu og Héraðsskólann á Núpi. Garðurinn er góð innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi og þá einkum og sér í lagi vegna fjölda tegunda og staðsetningar nánast norður á hjara veraldar.

Skútustaðagígar

Mývatn

Skútustaðagígar eru gervigígar sem mynduðust við gufusprengingu þegar hraun rann yfir votlendi. Gígarnir eru vinsæll staður til fuglaskoðunar og eru þeir friðlýstir sem náttúruvætti.

Smjörfjöll

Vopnafjörður

Fjallgarðurinn á milli Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar nefnist Smjörfjöll. Fjallgarðurinn samanstendur af háum og bröttum fjöllum en þau hæstu er um 1.250 metra há. Norðan við fjallgarðinn er Hellisheiði eystri en um hana liggur einn hæsti fjallvegur á landinu, í um 655 metra hæð og var sú leið lengi helsta tenging Vopnafjarðar við Hérað. 

Vegna þess hve hátt vegurinn liggur var aldrei hægt að halda veginum opnum yfir háveturinn og í dag er leiðin einungis opin á sumrin. Það er skemmtilegt að taka rúnt yfir Hellisheiðina í góðu veðri en útsýnið er stórkostlegt, bæði yfir Vopnafjörðinn norðan megin og Héraðsflóa austan megin. 

Snorralaug

Reykholt í Borgarfirði

Snorralaug er forn, friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan stokk úr hvernum Skriflu. Við Snorralaug eru varðveitt, að hluta, hlaðin jarðgöng sem að líkindum hafa legið til bæjar Snorra og verið flóttaleið á tímum hans. Töluverður jarðhiti er í Reykholti, eins og nafnið ber með sér, sem m.a. er nýttur til húshitunar og gróðurhúsaræktunar. 

Snorrastaðatjarnir/Háibjalli

Vinsælt útivistarsvæði sem og tjarnir þar sem er kjörið að skoða fugla.

Nálægt þessi svæði er Háibjalli 10 m hár klettur. Eru báðir á náttúruminjaskrá.


Staðsetning: Vegur 43 rétt hjá Seltjörn og Sólbrekkuskógi.

Snæfell

Egilsstaðir

Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumar rannsóknir benda til þess að fjallið kunni enn að vera virk eldstöð, aðrar telja svo ekki vera. Snæfell er fremur auðvelt uppgöngu, en þó ekki fyrir óvana. Þá er lagt af stað skammt sunnan við Snæfellsskála sem er undir vesturhlíð Snæfells, eða frá Sandfelli að norðanverðu. Að fjallinu liggur sumarvegur sem fær er fjórhjóladrifnum bílum og dugir dagurinn til að klífa það, sé lagt upp frá Egilsstöðum snemma að morgni. Gott er að reikna með um 7-9 tímum í göngu.

Powered by Wikiloc

Snæfellsjökull á Snæfellsnesi

Hellissandur
Einn frægasti jökull á Íslandi, Snæfellsjökull

Snæfellsjökulsþjóðgarður

Snæfellsbær
þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á Snæfellsnesi. Magnþrungin náttúra.

Sogasel

Þar má finna gamlar rústir af skýli sem er í gíg.

Það var notað í gamla daga fyrir kýr yfir sumartímann. 


Staðsetning: Stutt að fara frá vegi 428, en hann er lokaður veturnar. 

Sogin

Sérkennilegt háhitasvæði sunnan við Trölladyngju og Grænudyngju. 

Svæðið er allt ummyndað af jarðhita og gefur hlíðunum sem eru myndaðar af Sogaselslæknum fjölbreytta litaskrúð.  

Staðsetning: Á sumrin er hægt að keyra Vigdísarvallaveg 428 en á veturnar er hægt að ganga frá Krýsuvíkurvegi 42.

 

Sólheimajökull

Vík
Sólheimajökull er skriðjökull sem skríður frá norðvestanverðum Mýrdalsjökli

Sólheimasandur

Vík
Sandflæmi austan Jökulsár og sunnan og suðvestan Sólheima í Mýrdal.

Spákonufellshöfði

Skagaströnd
Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd.

Staðarbjargavík

Hofsós

Staðarbjargavík er staðsett í fjörunni við Hofsós, en Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt og fallegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.

Stakksfjörður

Breiður og djúpur fjörður sem gengur til suðurs úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi á Vatnsleysuströnd en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan.  Viti er á Stakksnípu, reistur 1958.  Stakksfjörður dregur nafn af stökum klettadrangi, Stakki sem er undan Hólmsbergi.

Stampar

Tvær gossprungur liggja frá sjó inn í land á vestanverðu Reykjanesi og mynda gígaraðir.

Þessar gígaraðir hafa verið kenndar við Stampa. Gígaraðirnar eru frá tveimur tímaskeiðum og fylgja stefnunni SV-NA sem er algengasta sprungustefna á Reykjanesi. Sú eldri myndaðist í gosi á tæplega 4 kílómetra langri sprungu fyrir 1.800-2000 árum.

Yngri-Stampagígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240. Gígaröðin er um 4 kílómetrar að lengd og er flatarmál þess hrauns sem þá rann um 4,6 km2. Þeir tveir gígar sem næst eru veginum, nefndir Stampar, eru við norðurenda gígaraðarinnar. Sunnar á gígaröðinni má sjá fleiri stæðilega gíga s.s. Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri sem allir voru notaðir sem mið við fiskveiðar fyrr á tímum. Flestir gígarnir eru þó lágir klepragígar og lítt áberandi.

Þess má geta að í Reykjaneseldum 1210-1240 runnu fjögur hraun í Reykjanes- og Svartsengiskerfunum auk þess sem neðansjávargos urðu í sjó undan Reykjanesi.

Hundrað gíga leiðin, merkt gönguleið, liggur að hluta um Stampahraunið. Leiðin hefst við Valahnúk á Reykjanesi. Leiðin liggur m.a. um háhitasvæðið á Reykjanesi, fram hjá gjall- og klepragígum og móbergsfjallinu Sýrfelli að Stampagígunum. Þaðan er gengið um úfið helluhraun og sandskafla og þræðir leiðin sig frá frá vesturhlið gígsins sem er næst veginum, áfram eftir gígaröðinni, sjávarmegin við Reykjanesvirkjun. Gígarnir sem gengið er meðfram eru fjölmargir og viðkvæmir.

 Leyfilegt er að ganga á gíginn sem er nær veginum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að raska ekki viðkvæmum jarðminjum.

Staðsetning: Vegur 425 um 2,5 km til norðurs frá Rauðhólum er stutt ganga. 

Stapafell

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum.  Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi.  Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir.  Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi.  Sést þar enn marka fyrir slóðum.  Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.

Stapafell á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Mænislaga móbergsfjall á Snæfellsnesi

Stapavík við Héraðsflóa

Egilsstaðir
Stapavík stendur utan við bæinn Unaós, skammt frá ósum Selfljóts. Milli 1930 og 1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn nátengdur verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Víkin er þverhnípt og var varningur fluttur í land af skipum með handknúnu spili en leifar þess standa enn í víkinni til minningar um þennan tíma

Stapinn í Stapavík

Djúpivogur
Í Stapavík, á milli Álftafjarðar og Hafnar, rís um 20 metra úr sjó tignarlegur stapi. Hann er landfastur og stendur rétt örlítið frá bjarginu. Þykir mörgum gaman að koma þarna að og er mál manna að stapinn og ströndin sunnan Álftafjarðar séu einstakar náttúruperlur og því ómissandi viðkomustaðir þegar farið er um svæðið.

Staupasteinn í Hvalfirði

Mosfellsbær
Bikarlaga steinn í Hvalfirði, sveipaður dulúð

Stálpastaðaskógur í Skorradal, Borgarfirði

Borgarnes
Stálpastaða Skógur. Útivistasvæði

Stálpastaðir

Borgarnes

Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.  

Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi en
það gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.  

 Svæði: Skorradalur. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélar
fara stundum um skógarveginn á virkum dögum). 

Vegalengd: 1.6 km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 23 mín. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.
 

GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108  

GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108   

Stóra Víti

Mývatn
Stóra - Víti er gríðarstór sprengigígur um 300 m í þvermál. Gígurinn myndaðist við mikla gossprengingu við upphaf Mývatnselda árið 1724.

Stóra-Eldborg við Geitahlíð

Grindavík

Eldborg er langstærstur fimm gíga sem liggja í gossprungu í hlíðum Geitafells, og oft kallaður Stóra-Eldborg. Hann er brattur og gerður úr gjalli og kleprum. Austur úr honum liggur myndarlegur hraunfarvegur. Bæði Stóra-Eldborg og Litla-Eldborg eru friðlýstir gjallgígar. Hægt er að ganga upp að Stóru-Eldborg, sem margir telja fegursta gíg Suðvesturlands, og þaðan niður í Litlu-Eldborg þar sem hægt er að sjá ofan í gíginn. 

Frá Grindavík er Stóra-Eldborg fyrir ofan Suðurstrandaveg (427). Sumarið 2021 var lokið við að lagfæra stíga, bæta merkingar og sett var upp bílastæði við gamla Suðurstrandarveg. Í sumar (2022) verður unnið að því að setja upp ný upplýsingaskilti.

Stóra-Sandvík

Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi.  Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjara með háum melgresishólum handan við. Við Sandvík endar Hafnaberg með fallegum klettum sem eru hluti af sprungugjám.

Sunnan við Sandvík er Stampahraun sem runnið er úr 7 km langri gígaröð sem gaus fyrir ca. 800 árum. Mjög sérkennilegir gígar af ýmsum stærðum og gerðum og með skrítnar myndanir í sumum.

Sumarið 2006 var heimsfræg bíómynd tekin upp syðst við Sandvík, Flags of our fathers sem frægi leikarinn Clint Eastwood leikstýrði.

Stóri Dímon

Hvolsvöllur
Stóri Dímon

Stórikarl

Þórshöfn
Á klettadranginum Stóra-Karli undir Skoruvíkurbjargi er annað mesta súluvarp landsins.

Stórurð

Borgarfjörður eystri
Stórurð er ein mesta náttúruperla Íslands og nýtur vaxandi vinsælda hjá göngufólki sem leggur á sig drjúga göngu til að skoða Stórurð og upplifa hrikaleik Dyrfjalla í návígi. Stórurð er mynduð úr risavöxnum móbergs- og þursabergsbjörgum sem fallið hafa ofan á skálarjökul sem legið hefur við Dyrfjöll og má enn sjá leifar af honum undir hömrum fjallanna.

Strandarheiði

Eða Vatnsleysustrandarheiði. Gróðurlítið hraunsvæði upp af Vatnsleysuströnd. Þar var fyrrum hið besta beitiland, víða vaxið kjarri, og voru þar sel frá býlunum á ströndinni en landeyðing hefur orðið þar geysimikil á seinni öldum.  Í Strandarheiði er merkileg, afar gömul fjárborg, Staðarborg.

Straumnes

Ísafjörður

Straumnesfjall er fjall upp af Aðalvík í Sléttuhreppi. Gamall vegur liggur upp á fjallið frá Látrum í Aðalvík. Uppi á fjallinu byggði ameríski herinn radarstöð árin 1953-1956 og var hún rekin í um áratug. Núna má einungis sjá leifar af stöðinni og húsin eru mikið farin að láta á sjá. Radarstöðin á Bolafjalli, ofan Bolungarvíkur, var byggð til þess að taka við af þessari stöð og er hún enn í notkun en er rekin af Landhelgisgæslu Íslands eftir að herinn fór af landi brott. Ameríski herinn hafði víðtæk áhrif á Hornströndum og byggði herstöðina, flugvöll og stóð í stórræðum í vegalagninu. Fjöldi fólks hafði vinnu af því að þjónusta herinn og segja má að ef stöðin hefði verið lengur í rekstri þá hefði íbúaþróun á Hornströndum kannski orðið önnur. 

Streitishvarf

Breiðdalsvík
Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Strútsfoss

Egilsstaðir

Gengið er frá skilti rétt hjá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Fossinn sést ekki fyrr en komið er nokkuð langt inn dalinn. Þá er hægt að ganga upp með Strútsgili þar sem komið er að því. Þar uppi er hólkurinn með gestabók og stimpli.

Ekki er hægt að komast alla leið að fossinum nema fara niður í gilið og vaða ána nokkrum sinnum sem getur verið varhugavert. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá.

Strútsfoss er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N64°54.194-W15°02.314

Powered by Wikiloc

Ströndin vestan Grindavíkur

Svæði með fjölskrúðugu fuglalífi og gróðurfari. 

Er á náttúruminjaskrá og meðfram sjávartjörnum er hraunkantur og djúpar vatnfylltar gjár.



Stuðlaberg í Grímsey

Grímsey

Í Grímsey eru margar fallegar stuðlabergsmyndanir. Þær fegurstu má finna á suðvesturhorni eyjarinnar m.a. Emelíuklappir

Basalt myndast við eldgos og ef það kólnar við ákveðin skilyrði myndast þessi sérstöku sexkanta kristallar sem kallast stuðlaberg. 

Stuðlagil

Egilsstaðir
Stuðlagil er einstök náttúruperla í Efri-Jökuldal á Fljótsdalshéraði sem á undanförnum árum hefur fest sig í sessi sem inn af áhugaverðustu áfangastöðum Austurlands.

Stykkishólmur - gönguleið

Stykkishólmur

Stykkishólmsbær, í samvinnu við Skógræktarfélag Stykkishólms, Minjastofnun og íbúa Stykkishólms hafa ráðist í metnaðarfulla vinnu við að útbúa stefnumótun um framtíðar göngustígagerð í landi Stykkishólms. Fjölbreytta göngustíga er víða að finna, á fallegum stöðum víða í Stykkishólmi og með fallegt útsýni yfir Breiðafjörð, Drápuhlíðarfjall og fjallgarð Snæfellsness. 

Gönguleið við Grensás er mikið notuð af íbúum Stykkishólms en skógræktin tengist þar við útivistarsvæði golfklúbbs Stykkishólms og sjósundsfélagsins Flæði. Fjölbreyttar gönguleiðir er þar að finna og áningarstaðir margir en vinsælt er að hópar komi sér saman í skógræktinni og noti útbúnað sem þar er að finna. Gönguleið frá kirkju Stykkishólms niður í Maðkavík er vinsæl meðal ferðamanna en kirkjan setur mikinn svip á Stykkishólm. Maðkavík hefur verið ein af perlum ljósmyndara sem heimsækja Stykkishólm og eru gömlu bátarnir sem þar liggja oftar en ekki aðalfyrirsætur ljósmynda. Gönguleið upp Súgandisey er vinsæl en þar hafa verið lagðir göngustígar víða út um eyjuna og er vel viðhaldið. Gönguleiðir um Hjallatanga og Búðarnes eru vinsælar meðal íbúa Stykkishólms en þar er að finna fjölbreytt dýralíf í bland við tóftir og minjar frá tímum þegar lending skipa var þar. 

  • Staðsetning: Stykkishólmur
  • Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt
  • Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið. Hluti leiðar er á gangstéttum Stykkishólms
  • Lengd: 9.84 km.
  • Hækkun: 164 metrar (Súgandisey)
  • Merkingar: Stikur eru sumstaðar að finna en víða eru engar merkingar
  • Tímalengd: 2.20 klst.
  • Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, malbiki, blönduðu náttúrulegu efni og grasi
  • Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
  • Þjónusta á svæðinu: Tjaldsvæði er við gönguleið, salerni er að finna við sundlaug og tjaldsvæði
  • Lýsing: Gönguleið er að hluta til með lýsingu í myrkri
  • Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 65°03.8011 W 022°44.2534

Sundhnúksröðin

Gígaröð sem varð til fyrir um 2.350 árum.

Í því gosi varð náttúrulega höfnin í Grindavík til.

Sundahnúkur var einkenni Grindavíkurbæjar í fyrri tíð.

Surtabrandsgil

Surtarbrandsgil er friðlýst náttúruvætti á Vestfjörðum. Það er við Surtabrandsgil er í landi Brjánslækjar á Barðarströnd innan landamerkja Vesturbyggðar. 

Friðlýsta svæðið er 272 ha.Í Surtabrandsgili eru leifar skóga í um það bil 12 milljóna ára gömlum setlögum. Þar hafa plöntuleifar (laufblöð, aldin, fræ og frjókorn)sest til í frekar grunnu stöðuvatni ásamt kísilþörungum. Flögur úr gilinu eru ljósar af kísilþörungum á annarri hlið en dökkar á hinni. Þær trjátegundir sem mynduðu skóga á þessum stað fyrir 12 milljón árum eru útdauðar en þær eru skyldar núverandi trjátegundum eins og barrtrjánum þin, furu, greni, japansrauðvið, og vatnafuru og lauftrjámum agnbeyki, anganvið, álm, birki, elri, fjórmiðju, hesli, hlyn, magnólíu, platanvið, lyngrós, sætblöðku, topp, túlípantré, valhnotu, víði, vænghnotu, þyrni og ösp.[1]

Surtarbrandur er myndaður úr plöntuleifum sem hafa kolast og pressast saman undir hraunlögum í jarðlögum sem eru frá síðari hluta nýlífsaldar, einkum míósen-tíma.

Surtarbrandsgil

Patreksfjörður

Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tilgangur friðlýsingarinnar er að vernda steingerðar leifar gróðurs sem er að finna í millilögum, einkum surtabrandi og leirlögum. Þetta eru leifar gróðurs sem klæddu landið á tertíer-tímabilinu.

Sýning Umhverfisstofnunar um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prestsbústaðnum á Brjánslæk er opin daglega á tímabilinu 10. júní – 10. ágúst. Aðgangur er öllum frjáls án endurgjalds. 

Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.

Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

Surtsey

Vestmannaeyjar

Surtsey, á heimsminjaskrá UNESCO frá júlí 2008
Yngsta eyja við Ísland, syðst Vestmannaeyja og önnur að stærð, um 1,9 km².

Að morgni 15. nóvember 1963 örlaði fyrir eyju þar sem Surtsey er nú, en árla morguns daginn áður urðu menn varir við stórkostleg eldsumbrot úr hafinu þar sem áður hafði verið um 130 m dýpi. Sprengigosin úr gígnum fyrstu mánuðina voru stórkostleg á að líta og í kröftugustu sprengingunum náði grjótflugið úr gígnum allt að 2500 m hæð en gosmökkurinn komst mest í 9 km hæð.

Í aprílbyrjun 1964 hættu sprengigosin en hraungos hófst og stóð óslitið til vors 1965. Mestri hæð náði Surtsey 174 m y.s. Surtseyjargosið er mest allra sjávargosa sem orðið hafa við Íslandsstrendur frá því er sögur hófust en sagnir eða heimildir eru til um 10-20 slík gos.

Í maí 1965 hófst síðan gos í sjó 600 m austar og hlóðst þar smám saman upp eyja, Syrtlingur. Hún var í september 1965 um 70 m há og 650 m á lengd en brotnaði niður í brimi í október og er þar nú neðansjávarhryggur sem eyjan var áður. Á jólunum 1965 tók síðan að gjósa um 900 m suðvestan Surtseyjar og hlóðst þar upp eyja sem kölluð var Jólnir. Gos hætti í Jólni í ágúst 1966 og í lok október 1966 var eyjan horfin. Hinn 19. ágúst 1966 opnaðist gossprunga á Surtsey og flæddi hraun úr henni í sjó. Þessu gosi lauk í júní 1967 og var Surtseyjargosinu þar með lokið. 

Jafnskjótt og gosið hófst tóku vísindamenn að kanna það, hegðun þess og áhrif. Síðan gosinu lauk hefur rannsóknum verið haldið áfram í eyjunni, bæði til að kanna hversu fer um jarðlög eyjarinnar sjálfrar en ekki síður á landnámi lífvera, dýra og plantna, og hvernig þær hafast við. Bann við ferðum manna, annarra en vísindamanna, var sett til að hægt væri að fylgjast með því hvernig náttúran sjálf annast landnám lífveranna og hversu þær dafna á nýju og lífvana landi. Hafa vísindamenn dvalið þar tíma og tíma og var hús reist á eyjunni í því skyni árið 1965. Stofnað var Surtseyjarfélag til að hafa stjórn á og annast rannsóknir í Surtsey. Hefur það gefið út skýrslur um rannsóknirnar auk þess sem einstakir fræðimenn hafa skrifað fjölda ritgerða um þær.

Súgandisey við Stykkishólm á Snæfellsnesi

Stykkishólmur
Landföst eyja við Stykkishólm. Rík af fuglalífi og býr við mikið útsýni

Svalþúfa og Þúfubjarg á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Stór móbergshöfði á Snæfellsnesi. Tengt við fræga þjóðsögu um Kölska og Kolbein jöklaskáld

Svartifoss

Öræfi
Svartifoss er einn af einstöku fossunum sem suðurlandið hefur að geyma.

Sveifluháls

Hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi ( Vesturháls).

Vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun er þó af öðrum toga spunnið, það nær vestur undir Ísólfsskála. Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg. Sunnan til í hrauninu er 2 hólmar sem standa upp úr og er annar nefndur Óbrynnishólmi en hinn, sá austari Húshólmi. Í þeim síðar nefnda eru bæjarrústir sem taldar eru vera með þeim elstu á landinu eða frá landnámi og mótar vel fyrir þeim eins og sést á loftmyndinni hér. Er talið að hér séu rústir af elstu kirkju á Íslandi.



Sveinsstekksfoss

Djúpivogur

Sveinstekksfoss, Fossárfoss eða Nykurhylsfoss

Nykurhylsfoss er neðsti fossinn í Fossá. Fossinn er um 15 metra hár og fellur hann niður um þröngt gljúfur þar sem áin kastast til, skiptist í flúðir og hyli og endar að lokum í Nykurhyl sem er um 9 metra djúpur þar sem mest er. 

Vatnssvið Fossár er um það bil 113 km2. Aðalupptökin eru í Líkárvatni, þaðan fellur áin um 20 km leið í yfir 30 fossum út Fossárdal til sjávar í Berufirði. Rennsli árinnar er ákaflega misjafnt eftir árferði og tíðarfari og getur hún á skömmum tíma breyst úr litlum og sakleysislegum læk í hina mestu forynju sem engu eirir.

Mælingar hafa verið gerðar á vatnsrennsli Fossár í yfir 50 ár. Nykurhylur er undir neðsta fossinum. Þar var nykur (Fossbúi), sem lengi var reynt að losna við en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í ána eftir skírn á bæ í dalnum. Nykur var vatnavera sem birtist oft í gervi hests eða ungs manns. Nykur bjó í vatni og reyndi að draga ungar stúlkur og börn í vatnið til sín. en hann mátti ekki heyra nafnið sitt og ekki þoldi hann að gert væri krossmark. Þá hvarf hann.

Svuntufoss

Patreksfjörður

Í botni Patreksfjarðar má finna skemmtilegan foss

Svöðufoss á Snæfellsnesi

Ólafsvík
Svöðufoss á Snæfellsnesi í stuðlabergsumgjörð

Svöðufoss gönguleið

Snæfellsbær

Svöðufoss á Snæfellsnesi er fallegur foss í Hólmkelsá, skammt frá Rifi. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum
basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði í nágrenni við fossinn, búið er að setja upp járngrindur ásamt mottum til að komast að fossinum. Allt aðgengi er fyrsta flokks og er hægt að koma vögnum og
hjólastólum alla leið að fossinum.  

Svæði: Snæfellsnes (milli Rif og Ólafsvík). 

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574) og beygt inn við Svöðufoss afleggjara. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið 

Vegalengd: 1.18km. 

Hækkun: 20 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 17 mín. 

Yfirborð leiðar: Mottur, hlaðnir stígar og járngrindur 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°54.0155 W 023°48.6369 

GPS hnit endir: N64°54.0155 W 023°48.6369  

Svörtu sandarnir við Djúpavog

Djúpivogur

Rétt fyrir utan flugvöllinn á Djúpavogi eru hinir svonefndu Svörtu sandar. Þeir eru sannkölluð náttúruperla, en fuglalífið þar er algjörlega einstakt. Svæðið er frábært til hvers kyns útivistar fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega fuglaáhugafólk.

Systrafoss

Kirkjubæjarklaustur
Systrafoss heitir fossinn þar sem Fossá fellur úr Systravatni fram af fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur.

Systrastapi

Kirkjubæjarklaustur
Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur.

Sænautasel

Egilsstaðir
Sænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endurbyggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrrum tíð. Þar er tekið á móti ferðamönnum á sumrin. Í Sænautaseli er boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.

Sæunnarhaugur

Flateyri

Kýrin Sæunn er sá gripur sem flestir munu hafa heyrt um úr bústofni Kirkjubóls. Sæunn synti yfir þveran Önundarfjörð til þess að komast hjá því að verða slátrað og bjargaði þannig lífi sínu einn kaldan októberdag árið 1987. Hún lifði í sex ár eftir það í góðu yfirlæti á Kirkjubóli en var þá felld og heygð í sjávarkambinn þar sem hana bar að landi forðum og heitir þar Sæunnarhaugur.
Sundafrek Sæunnar eða Hörpu eins og hún hét fyrir sundið mikla komst í fréttir bæði hérlendis og erlendis enda fátítt að kýr leggist til sunds hvað þá svona langa leið.

Tangasporður

Vopnafjörður

Vopnafjarðarkauptún stendur á Kolbeinstanga og tala íbúar í sveitinni gjarnan um að fara út á Tanga þegar farið er í kaupstað. Ysti hluti tangans nefnist Tangasporður. Þar er engin byggð en landslagið er mjög sérstakt með óvenjulegum klettamyndunum og ljósum sandfjörum. Á Tangasporði eru þrjú fell, Fagrafjall fremst, Miðfell og Taflan yst. 

Skemmtilegt er að ganga út á Tangasporðinn eftir vegarslóða sem liggur frá vegamótunum, þar sem vegur 85 og 917 skarast, fyrir ofan þorpið. Þá er gengið eftir svokölluðum námuvegi í gegnum lítinn skógarlund og þaðan út á Tangann. Mikið fulgalíf er á Tangasporðinum, sérstaklega austan megin, og í fjörunni yst á Tanganum má oft sjá seli slaka á í fjöruborðinu. 

Einnig er hægt að ganga eftir vegarslóða sem liggur frá veginum sem liggur að Leiðarhöfn, austan megin á Tanganum. Þessar leiðir tengjast en einnig er skemmtilegt að ganga meðfram klettabrúnunum austan megin og fara þannig hring í kringum fellin þrjú á Tangasporðinum. 

Teigarhorn

Djúpivogur
Teigarhorn við Berufjörð er þekkt annars vegar fyrir merkilegar jarðmyndanir og hins vegar atvinnu- og menningarsögu. Jörðin öll var friðlýst sem fólkvangur árið 2013 og var þá friðlýst náttúruvætti innan fólkvangsins einnig stækkað. Á Teigarhorni er heilsárslandvarsla og unnið er að uppbyggingu sem raskar ekki svæðinu.

Timburhóll - Skógrækt

Selfoss

Skógræktarreitur Ungmennafélagsins Samhygðar. Grillaðstaða og gróskumikill skógur. Hér er minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson. Þau hjónin voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Auk þess er hér minnismerki um Ásgrím Jónsson listmálara. Gestir eru beðnir um að ganga vel um.

Tjarnir á Vatnsleysuströnd

Hluti af Þráinsskjaldarhrauni sem flæddi fyrir 10,000 árum.

Hraun sem hleypur í gegnum sig mikið vatn sem er uppistaða mikils hluta fersk vatna í landinu.

Tjarnirnar heita

Síkistjörn, Vogatjörn, Búðatjörn (Mýrarhústjörn), Gráhella, tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn (Hallandatjörn), Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Þórustaðatjörn (Landakotstjörn), Kálfatjörn og eru flestar á náttúruminjaskrá.  

Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi

Egilsstaðir
Í Hallormsstaðaskógi er trjásafn með um 80 tegundum trjáa og runna víðsvegar að úr heiminum, og er safnið einstakt á landsvísu. Best er að hefja gönguna um trjásafnið á bílastæðinu við þjóðveginn, þar sem einnig er salernisaðstaða, og fylgja göngustígnum þaðan um safnið. Mælt er með að gefa sér 2 til 3 klukkustundir til þess að skoða safnið og njóta útiverunnar. Einnig er tilvalið að hafa með sér nesti, sem skemmtilegt er að taka með sér niður að Fljótinu og snæða.

Trostansfjörður

Trostansfjörður er djúpur fjörður sem horft er yfir og ekið ofan í af Dynjandisheiði, innst í Arnarfirðinum lúrir hann með snarbrattar gróðurvaxnar hlíðar. 

Tröð skógrækt

Hellissandur

Gönguleið um Tröð skógrækt er skemmtileg og
fjölbreytt. Skógræktin er falleg og góður staður til að njóta umhverfis og
njóta samveru. Göngustígur frá skógrækt er skemmtileg útivistarleið þar sem
hægt er nálgast tjaldsvæði, Sjóminjasafnið og nýrri byggingu Þjóðgarðs
Snæfellsjökuls.   

Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröð
við Hellisand. Fallegt svæði sem stóð í hrauninu og varð snemma vinsælt meðal
áhugafólks um skóg-og trjáræktun. Árið 2002 gerði Skógrækt-og
landverndarfélagið undir Jökli samning við Snæfellsbæ um að taka að sér umsjón
svæðisins, á grundvelli sérstaks samstarfssamning. Skjólgott er í Tröðinni,
kjörin staður til að njóta í fögru umhverfi og nýta þær gönguleiðir sem
tengjast svæðinu, að íþróttasvæði, tjaldsvæði og að Sjóminjasafninu. Tröð
skógrækt er „Opinn skógur“ en hann var formlega opnaður árið 2006. Aðgengi og
aðstaða er til fyrirmyndar en inn í skóginum er að finna margar gönguleiðir,
áningarstaði, upplýsingar og aðstaða til eldunar. Umhverfis skóginn er
grjóthleðslu girðing en handan girðinga er svo fleiri gönguleiðir í
nærumhverfi. Snæfellssjökull skín skært frá skógræktinni og gönguleiðin um
hraunið er skemmtileg upplifun.  

 Svæði: Snæfellsbær.  

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur(nr.574). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið. 

Vegalengd: 2.08km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar á leið en leiðin er mjög greinileg. 

Tímalengd: 27 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Hellulagðir stígar, smágrjót, trjákurl, hraun undirlag og gras undirlag. 

Hindranir á leið: Þrep yfir grjótgarðinn frá skógræktinni en einnig eru þrep við Sjóminjasafnið.  

Þjónusta á leið: Sjóminjasafnið og ný bygging svæðisgarðs Snæfellsjökuls. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N 64°54.8411 W 023°52.9142 

GPS hnit endir: N 64°54.8411 W 023°52.9142 

Tröllafossar í Borgarfirði

Borgarnes
Tröllafossar í Borgarfirði

Tröllagarður í Borgarfirði

Borgarnes
Gönguleiðir í Fossatúni í Borgarfirði

Tungudalur

Ísafjörður

Bærinn Ísafjörður er staðsettur í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp og inn af Skutulsfirði liggja dalirnir Engidalur til vinstri og Tungudalur til hægri. Í gegnum Tungudal rennur áin Buná og í botni dalsins er fallegur foss. Dalurinn er sannkölluð miðstöð útivistar og ævintýra þar sem þar er að finna golfvöll, strandblakvöll, skíðasvæði, margar gönguleiðir og frábært tjaldsvæði. Í botni Tungudals er falleg sumarhúsabyggð og fyrir innan hana Tunguskógur. 

Tungustapi

Búðardalur

Tungustapi er kistulaga fell í Sælingsdal í Hvammsfirði. Tungustapi er kenndur við bæinn Tungu sem

 kallaður hefur verið Sælingsdalstunga um margar aldir. Stapinn er hár með klettabrúnum og grasi grónum 

stöllum sem ganga má eftir eins og þeir væru svalir. Auðvelt er að ganga upp á stapann og er þaðan víðsýnt í

 allar áttir, inn í dalbotninn og út á Hvammsfjörð. Tungustapi er talinn vera dómkirkja álfa og biskupssetur. 

Um Tungustapa má lesa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Tvísöngur

Seyðisfjörður
Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne og er hluti af listaverkaröð sem fjallar um form tónlistar. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað og var formlega opnað almenningi 5. september 2012.

Urðarhólar

Í Afrétt, innst í Borgarfirði Eystri, er fallegt framhlaup. Þangað liggur stikuð, um 3 km. létt gönguleið. Gengið er framhjá fallegu vatni, Urðarhólavatni. Ánægjulegt er að ganga um framhlaupið, þar sem skiptast á hólar og tjarnir, og lengja þannig gönguna að vild.

Urriðafoss

Selfoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins.

Úlfljótsvatn

Selfoss
Við Úlfljótsvatn er öflug starfsemi á vegum Bandalags íslenskra skáta.

Útilegumannabyggð við Eldvörp

Minjar af skjóli úr steinum og steyptum veggjum fannst nálægt Eldvörpum við gamla gönguleið.

Hellir hjá Eldvörpum fannst þegar Hitaveita Suðurnesja var að bora þar. Stærð hellisins er 30 m langur og 6-8 m breiður. Hæð er um 1,5 metri. Seinna fundust fyrir vestan Eldvörp tvær tóftir.  


Staðsetning: Nálægð við Eldvörp, gengið frá vegi 425.

Vaðalfjöll

Vaðalfjöll eru tveir blágrýtisgígtappar sem standa um það bil 100 metra upp úr heiðinni ofan við Berufjörð og Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Talið er að fjöllin dragi nafn af miklum vöðlum eða leirum í Þorskafirði. Vaðalfjöll sjást vel víðsvegar að og úr öllum áttum, útsýnið af toppnum er virkilega stórfenglegt og sést vel inn á Vestfirðina ásamt því að sjá yfir Breiðafjörðinn og yfir í Dalina.
Auðvelt er að ganga upp á topp á báðum töppunum, jafnvel að byrja á þeim lægri og halda svo upp á þann hærri úr skarðinu á milli þeirra tveggja. 

Valagil

Súðavík

Valagil er staðsett í botni Álftafjarðar. Gilið er mikilfengleg sjón og þar finnast fjölbreytt berglög og stórbrotið landslag. Í botni Álftafjarðar er bílastæði og merkt gönguleið er inn að gilinu. Frá bílastæðinu er 2 km þægileg ganga inn að Valagili. Sumir telja að gilið dragi nafn sitt af fuglinum Fálka sem er stundum kallaður Valur, en þeir verpa gjarnan á svæðinu en aðrir telja að nafnið sé komið frá konu sem hét Vala og týndi lífi í gilinu fyrir hundruðum ára.

Valahnúkamöl

Hryggur með mikið af ringlaga hnullungum.

Varð til með miklum stormum, háum öldum og brimi.

Staðsetning: Nálægt Valahnúk í noðri og Skálafelli í suðri. Vegur 425

Valahnúkur

Valahnúkur er samsettur úr móbergstúfflögum, bólstrabergi og bólstrabrotabergi. Hnúkurinn myndaðist í einu gosi en sýnir mismunandi ásýndir í virkni gossins. Móbergstúffið myndaðist við sprengivirkni í gosinu en bólstrabergið við hraunrennsli í vatn.

 

Móbergstúff

Sambland af hraunmolum og harðnaðri gosösku sem finnst í Valahnúk nefnist túff. Túff myndast þegar 1200°C heit bráð kólnar snögglega í vatni. Þá verður til glersalli þar sem kristallar hafa hafa ekki tíma til að vaxa. Sallinn ummyndast fljótt í móberg.

 

Bólstrabrotaberg

Neðarlega í Valahnúk má sjá hallandi lag af bólstrabrotabergi. Bólstrabrotaberg myndast þegar gjall eða gjóska mynda skálaga hlíðar. Einstaka bólstrar eða brot úr þeim renna þá niður hallann, umlykjast gjóskusalla og mynda hið svokallaða bólstrabrotaberg.

 

Bólstraberg

Bólstraberg er ein algengasta hraunmyndun jarðarinnar þar sem hún er algengasta hraunmyndun úthafsskorpunnar. Þessir sérkennilegu bólstrar myndast í gosi undir vatni eða jökli. Oft er um að ræða gos þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði. Einnig geta bólstrarnir myndast þegar lítið eða ekkert gas er í kviku sem þrýstir sér hratt út úr flæðandi hraunmassa. Þar sem kvikan kólnar snögglega myndast svört glerhúð utan á bólstrunum. Oft eru þeir nokkrir metrar á lengd en einungis 10-30 sentímetrar í þvermál. Þegar horft er á klettavegg með þversnið af bólstrunum þá lítur hver bólstri út eins og bolti eða koddi. Bólstrabergið í Valahnúk hefur að öllum líkindum orðið til í gosi undir jökli.

Vallanes

Egilsstaðir
Vallanes er kirkjustaður frá fornu fari og margir þjóðþekktir einstaklingar hafa gengið þar um götu. Þar er stunduð lífræn ræktun undir vörumerkinu "Móðir Jörð". Grænmeti og korn er ræktað og úr því unnin matvæli og hvers kyns olíur. Í jaðri jarðarinnar eru "Iðavellir" sem státa af góðri aðstöðu til hestamennsku og litlu félagsheimili samnefndu.

Valþjófsstaður

Egilsstaðir

Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal. Hún er fornt höfuðból og þar hefur verið kirkja allt frá þrettándu öld. Valþjófsstaður var eitt af höfuðbólum Svínfellinga, en nokkrir meðlimir þeirrar fjölskyldu voru fyrirferðamiklir í átökum Sturlungaaldar. 

Krikjan sem nú stendur á Valþjófsstað var vígð árið 1966. Hurðin í innri dyrum kirkjunnar er eftirmynd af hinni frægu Valþjófsstaðahurð sem Halldór Sigurðsson á Miðhúsum skar út á 13. öld. Gamla hurðin á upprunalega að hafa verið skálahurð á höfðingjasetri en var síðar nýtt sem innri hurð í stafkirkju sem stóð á Valþjófsstað í margar aldir, langt fram yfir siðaskipti. Upprunalega hurðin er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.

 

Varmaland gönguleið

Borgarnes

Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett í
tungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.  

Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.
Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.  

Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Nr. 527 Varmalandsvegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: Heildalengd 5.03km. 

Hækkun: 75 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.07 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

Vatnajökull

Vatnajökull er stærsti jökull Íslands, sem og stærsti jökull í rúmmáli í allri Evrópu.

Vatnajökulsþjóðgarður

Öræfi
Vatnajökulsþjóðgarður, stofnaður 7. júlí 2008, nær yfir um 13.200 ferkílómetra svæði eða um 13 prósent af flatarmáli landsins og er þar með stærsti þjóðgarður Evrópu. Landssvæði þjóðgarðsins er einstakt á heimsvísu.

Vatnajökulsþjóðgarður

Egilsstaðir

Vatnajökulsþjóðgarður er 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 13,7% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna einstök dæmi um samspil elds og íss, landmótunar jökla og vatnsfalla. Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 9. júní 2008 en markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Innan austursvæðisins er að finna náttúruperlur eins og Snæfell, Eyjabakka, Lónsöræfi, Kverkfjöll, Hvannalindir, Hveragil og margt, margt fleira.

Vatnajökulsþjóðgarður - norðursvæði

Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi.

Vatnsdalshólar

Vatnsdalshólarnir ná yfir rúmlega fjögurra ferkílómetra svæði og hafa þeir verið taldir meðal þriggja náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem væru óteljandi.

Vatnsfjörður

Patreksfjörður

Vatnsfjörður er einn af fjörðunum sem ganga norðan úr Breiðafirði og er hann vestastur þeirra. Fjörðurinn var friðlýstur árið 1975 til að vernda náttúru landsins. Landslag í firðinum er að mestu gróft og stórgrýtt hálendi en láglendi hans er vaxið kjarri að mestu. Þar skapast mikil veðursæld og þaðan er tilvalið að heimsækja marga af helstu ferðamannastöðum sunnanverðra Vestfjarða. Úr Vatnsfirði tekur um eina og hálfa klukkustund að aka að Látrabjargi og Selárdal og einungis um hálfar stundar akstur er að Dynjanda. 

 

Vatnshellir á Snæfellsnesi

Hellissandur
Vatnshellir á Snæfellsnesi er sérkennilegur hraunhellir.

Vattarnes

Fáskrúðsfjörður

Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.

Veiðivötn

Hella
Veiðivötn

Vestdalur

Seyðisfjörður
Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið, ein sú fjölfarnasta á Austurlandi á árunum 1880-1910 og víða má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Við Vestdalsvatn fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn sumarið 2004. Við rannsókn kom í ljós að beinin og perlurnar tilheyrðu þrjátíu ára gamalli konu frá því um 940. Fundurinn telst vera með merkari fornleifafundum hérlendis.

Vestrahorn

Höfn í Hornafirði

Eitt fyrsta landnámsbýli Íslands var Horn, byggt af Hrollaugi, syni Rögnvalds Jarls af Møre í Noregi. Sveitarfélagið Hornafjörður og ýmis önnur svæði eru nefnd eftir landnámsbýlinu. Svæðið er í um það bil 10 mínútna ökufæri frá Höfn. Horn er staðsett fyrir neðan Vestra-Horn, 454 metra háu fjalli og er það áhugaverður jarðfræðilegur staður myndaður úr ólagskiptum djúpbergsstein, aðallega gabbró en einnig granófýr. Austan við fjallið er óvanalega löguð opna sem kallast

Brunnhorn sem nær út að sjó. Selir eiga það til að slaka á á strandlengjunni, þannig ef heppnin er með þér nærðu flottri mynd af sel í slökun ef þú gerir þér ferð að Horni.  

Í seinni heimsstyrjöld var Horn herstöð Breskra hermanna og seinna setti NATO upp ratsjárstöð á Stokksnesi, sunnan við Horn. Á Stokksnesi má virða fyrir sér öflugt Atlantshafið þar sem öldurnar skella á grýttri ströndinni af miklu afli. 

Vigdísarvellir

Rústir af gömlum sveitabæ Bali og Vigdísarvellir.

Núna er þar tjaldsvæði.

Staðsetning: Vegur 428 lokaður að vetri til. 

Vigur

Ísafjörður

Vigur er ein þriggja eyja á Ísafjarðardjúpi og liggur úti fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar. Hún er löng og mjó og dregur nafn af lögun sinni, en orðið vigur merkir spjót. Í Vigur var löngum stundaður heilsársbúskapur en nú eru þar engar kýr lengur. Þar eru þó enn nýtt hlunnindi, þ.e. æðarvarp og fuglatekja. Ferðir út í eyjuna hafa verið vinsælar á meðal íslenskra og erlendra ferðamanna undanfarin ár.

Lundi, æðarfugl og kría eru helstu fugarnir á eynni og eitt helst aðdráttaraflið. Lundinn er búinn að koma sér svo vel fyrir í eyjunni að hann er búinn að grafa hana nánast í sundur. Ferðamönnum sem ferðast um eyjuna er því bent á að fylgja stígnum sem útbúinn hefur verið til þess að eiga ekki á hættu að detta ofan í lundaholur.

Í Vigur er minnsta pósthús á Íslandi, eina kornmyllan á Íslandi og flest húsin eru nýlega uppgerð af Þjóðminjasafninu.

Til þess að komast út í Vigur þá þarf að taka bát frá Ísafirði en ferðirnar eru skipulagðar daglega. 

Viti - Akranesviti

Akranes
Tveir vitar á Akranesi sem opnir eru almenningi

Víðgelmir í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Víðgelmir í Borgarfirði stærstur hella á Íslandi

Víknaslóðir

Víknaslóðir er gönguleiðakerfi sem teygir sig yfir landssvæðið milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Svæðið er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag, vel stikaðar og merktar leiðir. Ferðamálahópur Borgarfjarðar gefur í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu út öflugt gönguleiðakort sem fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði eystri, í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar þrjá vel búna gönguskála á Víknaslóðum, í Breiðuvík, Húsavík og í Loðmundarfirði. Ferðaþjónustuaðilar á Borgarfirði veita göngufólki fjölbreytta þjónustu, svo sem við ferðaskipulag, gistingu, leiðsögn, flutninga (trúss) og matsölu.

Gönguleiðakerfið er fjölbreytt með styttri og lengri gönguleiðum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

 

Vogastapi

Hét á landnámsöld Kvíguvogabjörg en seinna nefndur Vogastapi, stundum aðeins Stapi, einkum af heimamönnum.  Grágrýtishæð (80 m.y.s.) milli Vogavíkur og Njarðvíkur, þverhníptur að framan en með aflíðandi halla inn til landsins.  Stapinn er gróðurlítill og víða mjög blásinn.  Sunnan í honum liggur Reykjanesbraut.  Af Grímshóli, hæst á stapanum er mikil og góð útsýn og einnig útsýnisskífa sem Ferðafélag Keflavíkur lét reisa.  Grímshóls er getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar.  

Á Vogastapa hefur þótt reimt allt fram á þennan dag enda hafa margir villst þar fyrr á árum í hríðarveðri og náttmyrkri og ýmist hrapað fram af Stapanum eða orðið úti.  Áður fyrr vildu menn yfirleitt ekki fara yfir Stapann að næturlagi, væru þeir einir á ferð.  Á seinni áratugum hafa sumir vegfarendur, sem leið hafa átt um Stapann þóst sjá þar mann á ferli með höfuð undir hendinni þannig á sig kominn átti hann það til að setjast inn bíla ef menn voru einir á ferð.

Vöðlavík gönguleiðir

Eskifjörður

Vöðlavík, sem stundum er kölluð Vaðlavík, er eyðivík sunnan Gerpis en þar voru áður nokkrir sveitabæir. Vegarslóði liggur til Vöðlavíkur, sem er einungis opinn á sumrin og er þá fær er fjórhjóladrifnum bílum. 

Tvær stikaðar gönguleiðir liggja til Vöðlavíkur frá Eskifirði /Reyðarfirði, annars vegar yfir Karlsskálastað og hins vegar fyrir krossanes. Frá Vöðlavík liggur gönguleið yfir í Sandvík. Það er um fimm klukkustunda ganga um Gerpisskarð, sem fer hæst í um 700 m.y.s. 

Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus.

Hörmuleg sjóslys hafa orðið við Vöðlavík á liðnum árum. Til dæmis strandaði skipið Bergvík SU í Vöðlavík í desember 1993. Mörgum er enn í minni að við tilraun til þess að ná skipinu á flot strandaði björgunarskipið Goðinn í víkinni þann 10. janúar 1994. Einn fórst við strandið en þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði öðrum skipverjum. Um þessa atburði er fjallað í heimildarmyndinni Háski í Vöðlvík.

Völvuleiði

Eskifjörður

Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.  Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina.  Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við.  Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.

Ytri Rangá

Hella
Ytri-Rangá rennur um Hellu, en áin á upptök sín norður af Heklu, í Rangárbotnum á Landmannaafrétti

Ytri-Tunga gönguleið

Snæfellsbær

Ströndin við Ytri-Tungu er fyrst og fremst einn besti selaskoðunarstaður á Íslandi. Selir koma þangað, þökk sé grýtri strönd þar sem þeir geta fundið fullkomna blöndu af meginlandi og nálægð við örugga hafið. Mikið hefur verið lagt í göngustíga, frá stóru bílastæði út í fjörur Ytri-Tungu. 

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga

  • Vinsamlegast hafðu minnst 50 metra fjarlægð frá næsta sel. Séu ungar er mælt með 100 fjarlægð til næsta sels.
  • Ef selur gefur frá sér hljóð, hreyfir sig eða virðist skelkaður gæti það verið merki um truflun. Ef það gerist, vinsamlegast farðu lengra í burtu.
  • Kvendýr yfirgefa oft ungana sína tímabundið til að fara á veiðar. Vinsamlegast ekki reyna að nálgast eða snerta kópa sem virðast hafa verið yfirgefnir. Láttu einmana kópa vera í friði til að leyfa móðurinni að snúa aftur til afkvæma sinna á eðlilegan hátt.
  • Settu þig aldrei á milli sels og sjávar. Mikilvægt er að selurinn hafi greiðan aðgang að vatni til að hann geti fundið fyrir öryggi og trausti. 
  • Þegar þú gengur í átt að dýrunum skaltu gera það með hægum og rólegum hreyfingum. Forðastu hávaða og haltu röddinni lágri ef þú talar. Yfirgefðu svæðið á sama hljóðláta hátt. 
  • Ekki henda hlutum á svæðinu nálægt selunum.
  • Forðastu að nota myndavélaflass við myndatöku.
  • Velferð sela getur haft neikvæð áhrif af stórum hópum fólks á búsvæði sela. Við komu, ef þú lendir í stórum hópi fólks sem er þegar nálægt selunum, vinsamlegast bíddu þar til eitthvað af fólkinu fer. 
  • Hundar skulu ávallt vera í bandi. 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

  • Staðsetning: Ytri-Tunga, Snæfellsnesi
  • Upphafspunktur: Bílastæði við Ytri-Tungu, Snæfellsnesvegur (nr. 54)
  • Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið
  • Lengd: 1.67 km.
  • Hækkun: 71 m.
  • Merkingar: Stikur er að finna á gönguleið
  • Tímalengd: 27 mín.
  • Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, blönduðu náttúrulegu efni og grasi
  • Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjallur sem þarf að stíga upp á
  • Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta
  • Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri
  • Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 64°48.2310 W 023°04.8595

Þerribjarg og Múlahöfn

Egilsstaðir

Nokkuð brött og erfið ganga. Ekið er upp á Hellisheiði, beygt til hægri (ef komið er að austan) og ekið eftir vegarslóða þar til komið er efst í Kattárdalsdrög. Vegarslóðinn liggur niður í Kattárdal. Þar er skilti þar sem bílum er lagt og gangan hefst. Stikað er frá skiltinu fram á brún ofan við Múlahöfnina. Þaðan (65°45.144-W14°21.964) liggur kindagata niður fyrir brúnina niður skriðuhrygg og niður í Múlahöfn. Höfnin er frábær náttúrusmíð gerð af meistarans höndum, umgirt bríkum og dröngum á tvo vegu. Múlahöfn var gerð löggilt verslunarhöfn 1890 en aðeins var skipað þar upp einu sinni þar sem erfitt var að koma vörum til byggða.

Frá Múlahöfninni er síðan gengið meðfram sjónum í norður út á ytri tangann. Þar blasir við Þerribjarg og þar undir Langisandur. Hólkurinn með gestabók og stimpli er við stíginn niður á sandinn. Allir ættu að ganga sandinn undir Þerribjargi áður en haldið er til baka.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Powered by Wikiloc

Þingvallavatn

Selfoss
Þingvallavatn, stærsta stöðuvatn á Íslandi, talið um 12000 ára gamalt.

Þingvellir Þjóðgarður

Selfoss
Þingvellir Þjóðgarður

Þjófadalur

Egilsstaðir

Þjófadalur er fallegur dalur sem liggur sunnan við Snæfell. Til að komast þangað þarf að fara gangandi og er þá gengið með Þjófadalsánni um Þjófadali á milli Snæfells og Þjófahnjúka. Dalurinn er fallegur og aðgengi einungis gott er líða fer á sumar. Ef gengið er austur í dalinn þá er mjög gott útsýni yfir Eyjabakka og Þóriseyjar.

Þjófafoss

Hella
Þjófafoss er í Þjórsá, austan við Merkurhraun. Fossinn dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt.

Þjórsá

Selfoss
Þjórsá er jökulá að uppruna sem á meginupptök sín í Hofsjökli.

Þjórsárdalsskógur

Selfoss
Þjórsárdalsskógur liggur vestan við þjóðveg 32 þar sem hann sveigir til austurs í átt að Búrfellsvirkjun.

Þjórsárhraun

Selfoss
Þjórsárhraun er stærsta hraunbreyða landsins hvort sem er um að ræða að flatarmáli eða á rúmmáli.

Þorbjörn

Stakt móbergsfell (243 m.y.s) fyrir ofan og norðan við Grindavík. 

Af því er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins.  Norðaustan í fellinu er mikil jarðhitamyndun og norður og norðaustur af því er allvíðáttumikið jarðhitasvæði. Fjallið er með mikinn sigdal á toppnum.  Þorbjörn er myndaður á síðasta kuldaskeiði ísaldar, eins og flest önnur jföll á Reykjanesi.

Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga.  Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir. 

Í heimsstyrjöldinni síðari hafði setuliðið bækistöð/varðstöð í sigdalnum og lögðu veg upp á fjallið. Sjást vel ummerki um byggingar setuliðsins frá þessum tíma. 
Auðvelt er að ganga á Þorbjörninn bæði að norðanverðu upp eftir misgenginu og að austanverðu þar sem gamli bílvegurinn liggur. Undir norðurhlíðum fjallsins hafa Grindvíkingar ræktað skóg og er svæðið tilvalið til útivistar.

Þórsmörk

Hvolsvöllur
Þórsmörk er einstök náttúruperla norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls.

Þórufoss í Kjósarhreppi

Mosfellsbær
Þórufoss er 18 metra hár fallegur foss í Kjósarskarði

Þráinsskjöldur

Hraunbunga mikil norðaustur af Fagradalsfjalli.  Litlar minjar eldsumbrota eru í hvirfli bungunnar en geysimikil hraun hafa runnið frá henni til suðurs, vesturs og þó miklu mest til norðurs, hefur hraunið runnið kringum Keili og Keilisbörn og nær kaffært Litla Keili.  Heita hraunbreiður þessar einu nafni Þráinsskjaldarhraun og nær það austan frá Vatnsleysuvík og vestur að Vogastapa.  Þannig stendur öll byggð í Vogum og Vatnsleysuströnd í þessu hrauni.  Talið er að Þráinsskjaldarhraun hafi runnið fyrir um 9000 árum.  Þráinsskjöldur er einna mikilvirkasta eldstöðin á öllum Reykjanesskaga.

Þuríðarsteinn

Á kvennaárinu 1975 var sett upp minningartafla um landnám Þuríðar Sundafyllis á stóran stein sem nefnist Þuríðarsteinn. Steinninn er staðsettur í Vatnsnesi en þar er talið að bær Þuríðar Sundayllis hafi staðið.

Þverárgil

Vopnafjörður

Þverárgil í Vopnafirði er einstaklega fallegt gil þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð, sem stingur skemmtilega í stúf við annars dökkt basískt umhverfi Smjörfjallanna fyrir ofan gilið. Fuglalíf á þessu svæði er líflegt, en þar er sérstaklega mikið um íslenska mófugla. Útsýnið yfir Hofsárdalinn, og út á haf, er stórfengilegt .

Gönguleiðin er miðlungs erfið, um tveggja klukkustunda löng og liggur aðeins upp á við. 

Upphafsreitur göngunnar er við veg 919, Sunnudalsveg.

Þvottaá

Djúpivogur

Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá. Neysluvatn bæjarins kemur úr Þangbrandsbrunni, þar sem Þangbrandur er sagður hafa haldið tíðir í tjaldi sínu á Mikjálsmessu. Þar hlýddi heimafólk Síðu-Halls á messu og skírðist síðan daginn eftir. Við brunninn er Þangbrandstótt, sem er friðlýst.

Þvottá var kirkjustaður fram á árið 1754 og prestsetur um skeið. Þar sést ennþá móta fyrir kirkjugarði. Mælifell (487m) er niðri við sjó og Sellönd eru nokkru norðar. Þetta svæði er prýtt litskrúðugu ríólíti og tröllahlöðum. Á þessum slóðum fann Björn Kristjánsson merki um ýmsa málma, s.s. gull, platínu o.fl., einkum í Geitursgili. Þessar bergmyndanir eru tengdar Álftafjarðareldstöðinni fornu, sem er að mestu horfin undir Álftafjörð. 

Við Þvottá er minnisvarði um kristnitökuna og þar er skemmtilegt útivistarsvæði.

Ægissíðufoss

Hella
Ægissíðufoss í Ytri-Rangá nokkrum kílómetrum neðar en þorpið Hella sem byggst hefur upp á árbakkanum.

Ögmundarhraun

Hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi ( Vesturháls).

Vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun er þó af öðrum toga spunnið, það nær vestur undir Ísólfsskála. Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg. Sunnan til í hrauninu er 2 hólmar sem standa upp úr og er annar nefndur Óbrynnishólmi en hinn, sá austari Húshólmi. Í þeim síðar nefnda eru bæjarrústir sem taldar eru vera með þeim elstu á landinu eða frá landnámi og mótar vel fyrir þeim eins og sést á loftmyndinni hér. Er talið að hér séu rústir af elstu kirkju á Íslandi.

Ölfusá

Selfoss
Ölfusá er vatnsmesta á landsins.

Ölkelda á Snæfellsnesi

Borgarnes
Ölkelduvatn.

Öndverðarnes á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Öndverðanes, staður sem vert er að heimsækja

Önundarfjörður

Ísafjörður

Önundarfjörður er 20 km langar fjörður sem liggur á milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Fjörðurinn er um 6 km breiður við mynni hans en mjókkar þegar innar dregur. Inn af Önundarfirði ganga litlir grónir dalir og undirlendi er töluvert.

 Í Önundarfirði eru allmargir sveitabæir og utarlega í firðinum stendur þorpið Flateyri. Í firðinum er fallegt um að litast og mikilfengleg fjallasýn umkringir hann. Í Önundarfirði er Holtsfjara og í henni stendur Holtsbryggja sem er vinsæll viðkomustaður ferðalanga sem og heimamanna. Þar er gyllt strandlengja og stór trébryggja. 

Til að komast til Önundarfjarðar frá Ísafirði er ekið í gegnum Vestfjarðagöng. 

Örlygshöfn

Patreksfjörður

Örlygshöfn er staðsett við sunnanverðan Patreksfjörð. Þar er að finna gullna strönd og á sólríkum sumardögum verður sjórinn ljósblár og suðrænn að sjá. Nálægt Örlygshöfn er minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti en þar er að finna ýmsa áhugaverða muni tengda lífi og vinnu til sjós og lands með áherslu á Vestfirði og Breiðafjörð. Safnið hefur verið þarna í rúm 30 ár og þar eru settar upp ýmsar sýningar.

Öræfajökull

Öræfajökull er hæsta fjall landsins (2110 m y.s.), suður úr Vatnajökli miðjum, eldkeila.

Almannaskarð

Höfn í Hornafirði
Almannaskarð er gamall fjallavegur

Austdalur – Skálanes

Seyðisfjörður

Létt og skemmtileg ganga á láglendi frá bílastæði við Austdalsá að Skálanesi. Ganga má svo áfram að náttúruperlunni Skálanesbjargi. Mikið fuglalíf er á Skálanesi, m.a. æðavarp. Sýnið því aðgát og fylgið merktum stígum.  

Tímalengd: 1,5 klst / Fjarlægð: 4,5 km.  

Álftafjörður

Djúpivogur

Álftafjörður er nokkurs konar sjávarlón en Starmýrarfjörur, sem eru ekki breiðari en svo að stórbrim ganga yfir þær, skilja á milli lóns og hafs. Fjörðurinn er allmikill um sig, en tiltölulega grunnur og þorna stór svæði hans á fjöru. Nokkrar eyjar eru í honum og er Brimilsnes þeirra stærst.

Fyrir sunnan fjörðinn rís Krossanesfjall, rúmlega 700 m hátt beint upp úr sjó en þar fyrir norðan er Mælifell og Sellönd. Þegar þessu sleppir taka við fjórir dalir sem ganga upp af Álftafirði, til vesturs. Þeirra syðstur er Starmýrardalur. Mynni dalsins er þröngt, en þegar innar kemur opnast hann lítillega en há fjöllm, Flötufjöll og Miðfell að sunnan og Selfjall að norðan, rísa hratt upp. Um dalinn liggur Selá og á hún upptök sín efst í Starmýrardal. Í dalsmynninu fellur áin um Sjónarhraun og þaðan í sveig til norðvesturst yfir Stekkjartún þar sem hún sameinast Starmýrará, sem á upptök sín í Hæðum. Þaðan fellur Selá í Krossavík við sunnanveðan Álftafjörð.

Norðan Selfjalls liggur Flugustaðadalur, um 14 km. langur. Líkt og Starmýrardalur er hann þröngur og undirlendi lítið. Til austurs um dalinn fellur Suðurá / Flugustaðaá, sem á upptök sín í Bláskriðum í botni dalsins, undir Tungutindum og Flugustaðatindum. Undir Tungutindum við Tungusporð sameinast áin Hofsá, sem kemur ofan úr Hofsvötnum austan Hofsjökuls og saman falla þær til austurs um Hofshólma í vestanverðan Álftafjörð.

Mynni Flugustaðadals er sunnanvert við árnar en mynni Hofsdals að norðanverðu, helst skipting þannig uns Tungutindar taka við og skilja dalina að, þannig að Flugustaðadalur teygir sig áfram í vestur en Hofsdalur sveigir sig til norðvesturs. Báðir dalirnir eru nokkuð vel grónir og er þar talsvert birkikjarr. Þegar upp dalina er komið blasa Jökulsgilsgrindur, Grísatungur og Hofsjökull (1280 m).

Við norðanverðan Hofsdal taka við snarbrattar fjallshlíðar og er Selfjall (950 m) hæst tinda og handan fjallgarðsins er Geithelladalur, um 18 km langur. Há fjöll eru bejja vegna dalsins allt vestur fyrir Þrándarjökul (1248 m) að sunnanverðu, en þegar í dalbotninn er komið rís land hratt og hásléttan norðaustur af Vatnajökli, svokölluð Hraun, blasa við. Dalurinn er grösugur og töluverður skógur er þar. Um dalinn rennur Geithellaá, sem er talsvert vatnsfall og hefur meginupptök sín í stóru vatni inn á hrauni.. Fellur hún um Geithelladal í fossum og gljúfrum uns niður á láglendi er komið. Þaðan rennur hún um malareyrar og fellur í kvíslum í vestanverðan Álftafjörð.

Mælt er með því að taka góðan tíma á ferð um Álftafjörð og Hamarsfjörð, til þess að njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Bessastaðaárgil

Egilsstaðir

Bessastaðaárgil er innan við Bessastaði og Eyrarland. Hægt er a ðganga frá Melarétt með aðalveginum og yfir brúna. Þaðan er farið upp með gilinu að utanverðu. Stærsti fossinn í gilinu heitir Jónsfoss um 30m á hæð nálægt miðju gilinu, en neðar eru Tófufoss og Litlifoss. Þar undir er Sunnevuhylur og sést í hann frá vegi. Litrík setlög eru í gilinu frá tertíertíma og surtarbrandsvottur með fornum gróðurleifum eins og í Hengifossárgilinu. Gilið má einnig skoða frá hálendisveginum sem liggur að Snæfelli en á einum stað liggur vegurinn alveg fram að gilbarminum. Ef farið er upp með ánni að innanverðu er komið að lítilli laut neðan við Tófufoss.

Bifröst í Borgarfirði

Borgarnes
Háskólaþorp í fögru umhverfi með útivisar möguleikum

Bjargselsbotnar - gönguleið

Egilsstaðir

Gengið er af stað frá skilti rétt við Hallormsstaðaskóla (gamla Hússtjórnarskólann). Leiðin er merkt með ljósgrænum stikum.Gengið er um framhlaupsurð, sem myndaðist fyrir um 10.000 árum og nefnist Hólar. Áfram er haldið upp í Bjargselsbotna, inn eftir og undir Bjarginu að Þverbjargi þar sem Illaskriða hefur fallið. Út og niður af Illuskriðu er gengið niður að Leirtjarnarhrygg.

Bjargselsbotnar eru hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°05.465-W14°43.031

Powered by Wikiloc

Búðarárfoss

Seyðisfjörður

Auðveld ganga upp að Búðarárfossi. Á leiðinni er upplagt að líta um öxl og virða fyrir sér stórfenglegt útsýni yfir bæinn.

Vegna gríðarlegra sórrar aurskriðu sem féll í desember 2020 eyðilagðist hluti göngustígsins upp að fossinum

Vinsamlegast farið varlega um svæðið.

Drangurinn í Drangshlíð

Hvolsvöllur
Drangurinn er mjög sérstök náttúrusmíð úr móbergi

Fjöllin á Stöðvarfirði

Stöðvarfjörður

Súlur - Fremstar meðal jafningja.

Fyrir áhugamenn um fjallgöngur er fjallahringurinn í Stöðvarfirði með áhugaverðari stöðum til slíkrar iðju. Ber þar fremstan að telja meðal jafningja Súlur, einkennisfjöll staðarins sem er mjög krefjandi gönguleið og aðeins á færi reyndra klifurkappa. Einnig má nefna Kumlafell, en þar getur að líta gat efst í fjallinu og sést í gegnum það til Fáskrúðsfjarðar. Beint fyrir ofan þorpið er fjallið Steðji. Við rætur þess eru Steðjatjarnir en ofar Stórakerald og Tyrkjaurð, svo eitthvað sé nefnt.

Fólkvangur Neskaupstaðar

Neskaupstaður

Sannkölluð útivistarparadís við bæjarvegginn.

Fólkvangur Neskaupstaðar tekur við þar sem þéttbýlið endar á eystri mörkum Neskaupstaðar. Fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi eiga sér jafn ákjósanlegt friðland við bæjarvegginn. Landslag er tignarlegt, útsýni fagurt, auðugt lífríki og fjölbreyttar jarðmyndanir. Svæðið er því kjörið til útivistar, náttúruskoðunar og náttúrufræðslu.

Marar og skemmtilegar gönguleiðir eru í friðlandinu, s.s. Páskahellir og Urðum. Þar er einnig fræðslustígur með ábendingum um ýmis náttúrufyrirbæri.

Fólkvangur Neskaupstaðar er sá fyrsti sem settur var á fót hér á landi. Vorið 1971 lagði náttúruverndarnefnd Neskaupstaðar fram tillögu um stofnun fólkvangs utan Stóralækjar. Tillagan var samþykkt af Náttúruverndarráði og ráðuneyti og tók friðlýsingin formlega gildi 29. nóvember 1972.

Nánar um fólkvanginn á vef Náttúrustofu Austurlands.

Grænadyngja

Grænadyngja er bratt móbergsfjall vestan við Sog og austan við Trölladyngju. Grænadyngja og Trölladyngja eru af sama meiði. Ungar gossprungur umlykja bæði Trölladyngju og Grænudyngju og háhitasvæði eru þar nálæg. Apalhraun runnu frá gosstöðvum suður til sjávar við Reykjanesbraut, t.d. Afstapahraun.

Skemmtilegar gönguleiðir liggja um fjöllin. Einfaldast er að nálgast þær með því að keyra út af Reykjanesbrautinni um sama afleggjara og að Keili. 

Grænadyngja er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Hamarsfjörður

Djúpivogur

Hamarsfjörður, sem liggur á milli Berufjarðar og Álftafjarðar, er algjör náttúruparadís. Fjörðurinn er einstaklega fallegur og býður upp á marga möguleika til útvistar. Melrakkanes skilur á milli Álftafjarðar og Hamarfjarðar og út af því er Melrakkanesós sem er þröngt sund á milli Stapaeyjar á Starmýrarfjörum og Þvottáreyja sem eru í mynni Hamarsfjarðar, en um ósinn falla firðirnir til hafs. Annað þröngt sund, Holusund, er austan megin Þvottáreyja og liggur þar að Búlandsnesinu.

Við norðanverðan Hamarfjörð er Hálsfjall, en upp af firðinum til vestur gengur Hamarsdalur og eru efstu drög hans við rætur Þrándarjökuls. Í dalnum er að finna grösuga staði en þó er hann víða nokkuð uppblásinn. Um dalinn fellur Hamarsá, sem hefur meginupptök uppi á Hraunum og Hamarsdalsdrögum. Í hana blandast jökulvatn frá Þrándarjökli og getur hún oft verið æði vatnsmikil. Áin rennur fram af mörgum klettabríkum á leið sinni niður framdalinn og myndar fallega fossa. Þegar í dalbotninn er komið fer áin um eyrar, þar til hún rennur til sjávar í botni Hamarsfjarðar.

Úti fyrir Hamarsfirði og Búlandsnesi á Papagrunni er stærsta eyja Austfjarða, Papey, um 2 ferkílómetrar að stærð. Á Búlandsnesi við sunnanverðan Berufjörð er kauptúnið Djúpivogur.

Mælt er með því að taka góðan tíma á ferð um Hamarsfjörð og Álftafjörð, til þess að njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Heiðarendi

Egilsstaðir

Ekið upp fyrir Heiðarsel og beygt inn á slóð til vinstri áður en komið er að Nátthaga. Gengið frá skilti sem er við gamla veginn fyrir ofan Nátthaga. Gengið upp á brún og síðan út eftir til hægri uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Gaman er að ganga út Heiðarendann, niður og inn með honum til baka eftir gamla veginum.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°23.085-W14°33.819

Hellarnir að Hellum

Hella
Hellar þessir eru manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi.

Hellisfjörður

Neskaupstaður

Skemmtileg gönguleið í fallegan eyðifjörð.

Fallegur og gróðursæll eyðifjörður, sem gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Þar má enn sjá leifar gamallar hvalstöðvar sem starfrækt var í byrjun 20. aldar.

Um þriggja klukkustundar gönguleið liggur í Hellisfjörð um Götuhjalla og er hluti hennar stikaður. Ekið er frá aðalvegi sunnan Norðfjarðarár út undir Grænanes. Þaðan liggur stikuð leið út Búlandið, upp á Götuhjalla og þaðan inn í Hellisfjörð.

Hestfær leið, fyrrum aðalgönguleið milli staðanna og um hana var fjársafnið rekið frá Sandvík, Suðurbæjum, Viðfirði og Hellisfirði, meðan fjárbúskapur stóð í blóma á Norðfirði

Hengifoss í Seldal

Neskaupstaður

Hæsti foss í Norðfirði fellur í samnefndri á úr Oddsdalnum niður í Seldal í afar fallegu og gróðursælu glúfri.

Héraðssandur

Egilsstaðir

Héraðssandur

Hrafnafell

Egilsstaðir

Ekið Fjallsselsveg upp á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Gengið frá skilti við veg að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli þar sem hólkinn með gestabók og stimpli er að finna. Upplagt að koma við í Hrafnafellsrétt (N65°18.02-W14°29.23), sem er sérstæð, hlaðin grjótrétt milli kletta skammt austan vegar. Gaman er að ganga síðan út af Hrafnafellinu og inn með því að austanverðu og koma við í Kvíahelli (N65°18,359-W14°29,063).

Ef farinn er hringurinn er hann 5.8 km og rauð leið.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°18,304-W14°29,098

 

Powered by Wikiloc

Hrakstrandarkofi

Egilsstaðir

Hrakstrandarkofi er nýuppgerður gangnamannakofi á gönguleiðinni á milli Norður- og Suðurdals. Hægt er að ganga inn Norðurdal fram hjá Glúmsstaðaseli og inn að Hrakströnd og svo daginn eftir yfir í Þorgerðarstaðadal og fram Suðurdal. Bókanir í kofann fara fram hjá Óbyggðarsetri Íslands.

Hraunlína

Vopnafjörður

Frá útsýnisstaðnum er horft yfir Lónin, Skógarlón innar og Nýpslón utar. Lónin eru friðlýst vegna þess hve fjölskrúðugt dýralíf þrífst þar við sérstæð skilyrði. Fundist hafa yfir 40 tegundir smádýra í lónunum auk fiska og fugla. Skemmtilegt og fallegt er að ganga í fjöruborði Lónanna og fuglalíf er þar mjög mikið.

Á útsýnisstaðnum eru skilti sem lýsa staðarháttum og segja frá áhugaverðum hlutum um Vopnafjörð.

Hvannárgil

Egilsstaðir

Gengið frá skilti við Kverkfjallaveg F905. Hringleið frá Kjólsstaðaskoru um Vatnsstæði, inn í Hvannárgil neðsta og gegnum þau öll til enda. Efsta gilið er mjög stórbrotið og endar í fallegum fossi. Staukurinn er í efsta gilinu. Gengið til baka niður Slórdal.

GPS: N65°16.868-W15°47.418

 

Powered by Wikiloc

Höttur

Egilsstaðir

Höttur (Hátúnahöttur) er tignarlegt fjall, sem rís upp af fjallshryggnum milli AusturValla og Fagradals, og er af mörgum talinn bæjarfjall Egilsstaða.

Gengið frá skilti við þjóðveg 1 austan (utan) við Gilsá (N65°08,172-W14°31.133) í átt að Grjótánni aðeins utan við Víðihjalla og upp með ánni. Áfram upp á Hattarhólana og síðan beygt inn eftir og upp á Höttinn (1106 m).

Höttur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°07.63-W14°27.25

Powered by Wikiloc

Jórvíkurskógur

Breiðdalsvík

Jórvíkurskógur er skógræktarsvæði eins og þau gerast best. 

Kjarr og ræktaður skógur, gamalt hús í lundi en lækjarsprænur liðast niður hlíðina. Fuglalíf er með líflegasta móti, þægilegir göngustígar og notaleg aðstaða fyrir fjölskyldufólk.

Kambanes

Stöðvarfjörður

Milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar liggja þrennar brattar skriður ofan úr fjallinu Súlum. Þjóðvegur var lagður um þær 1962. Þær nefnast (frá Breiðdal austur um) Færivallaskriður, Hvalnesskriður og Kambaskriður. Kambanes er tilvalið til útivistar, enda er landslag þar mjög fagurt og tignarleg sýn til Súlna.

Katla

Eldstöð (1450 m y.s.) í suðaustanverðum Mýrdalsjökli, önnur þekktasta gosstöð landsins. Katla er venjulega hulin jökli en hefur að jafnaði gosið á 40-80 ára fresti. Brýst hún þá í ógurlegum hamförum undan jöklinum, bræðir hann á stóru svæði og orsakar feiknarleg vatnsflóð sem flæmast með jakaburði suður allan Mýrdalssand.

Heimildir geta um 16 gos í Kötlu en sennilega munu þau vera um 20. Sum Kötluhlaupa hafa verið geysimikil og hafa þau eytt byggð þeirri sem fyrrum var á Mýrdalssandi. Kötluhlaup sem kom árið 1311 hefur verið kallað Sturluhlaup. Það tók af marga bæi í svonefndu Lágeyjarhverfi og drukknaði allt fólk, að því er munnmæli herma, nema maður einn, Sturla að nafni. Hljóp hann með barn í vöggu upp á ísjaka og barst á honum út til hafs. Seinna rak jakann að landi og þau björguðust bæði.

Síðast gaus Katla árið 1918 og flæmdist vatnsflaumurinn þá yfir Mýrdalssand á stórum svæðum en olli ekki tjóni svo að teljandi væri.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.

Keilisnes

Nes milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar.  Efst á nesinu, skammt frá gamla þjóðveginum, er varða sem Stefánsvarða heitir, á hæð sem við hana er kennd.  Þaðan er mikið útsýni yfir Faxaflóa.  Örn Arnarson skáld lýsir siglingu Stjána bláa fyrir Keilisnes í örlagaþrungnasta minningarkvæði sem ort hefur verið um íslenskan sjómann:

Æsivindur lotugangur
Löðri siglum hærra blés
Söng í reipum.  Sauð á kenipum.
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
Stýrði fyrir Keilisnes.

Kóreksstaðavígi

Egilsstaðir

Kóreksstaðavígi er fallegur stuðlabergsstapi. Þar á Kórekur að hafa varist óvinum sínum um stund áður en hann féll. Hann var heygður við Vígið. Ekið er framhjá félagsheimilinu Hjaltalundi og síðan afleggjarann að Kóreksstöðum. Stoppað við bílastæði og skilti rétt hjá hliðinu heim að Kóreksstöðum. Gengið út eftir að Kóreksstaðavígi. Hólkur með gestabók og stimpli blasir við þegar komið er gangandi að Víginu. Gaman er að fara upp á Kóreksstaðavígi.

Kóreksstaðavígi er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°32.782-W14°10.591

Powered by Wikiloc

Múlakollur

Egilsstaðir

Þingmúli skiptir Skriðdal í Norðurdal og Suðurdal en hringvegurinn liggur einmitt um Suðurdal til Breiðdals. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga í nokkrar aldir og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum. Fremsti hluti Þingmúla er Múlakollur. Gengið frá skilti beint upp hrygginn, um það bil 400 metra hækkun. Síðan er gaman að ganga inn fjallið og niður austan megin nokkuð innan við Múlastekk. Á þeirri leið má sjá fallegt kubbaberg.

Einnig er hægt að ganga inn með fjallinu upp frá Múlastekk.

Þingmúli er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°01.624-W14°38.049

 

Powered by Wikiloc

Rangárhnjúkur

Egilsstaðir

Gengið frá skilti við hliðið að Fjallsseli og genginn vegarslóði fyrir ofan bæinn. Þegar upp er komið er farið út af veginum og gengið út á Rangárhnjúkinn þar sem hólkurinn með gestabók og stimpli er. Gaman er að fara niður hjá Egilsseli og ganga síðan veginn til baka í Fjallssel. Er þá gengið framhjá Dansgjá, sem er sérkennileg gjá eða sprunga í gegnum klettaás, vestur af Staffellsbjörgum rétt við veginn.

Rangárhnjúkur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°19.410-W14°35.498

Powered by Wikiloc

Rauðshaugur

Egilsstaðir

Rauðshaugur er áberandi brjóstlaga hóll upp af Höfða og sést víða af Héraði. Þjóðsaga segir hólinn vera grafhaug Rauðs bónda á Ketilsstöðum, sem nefndur er Ásrauður í fornsögum, og sést þaðan til tveggja annarra frægra hauga, Bessahaugs í Fljótsdal og Ormarshaugs í Fellum.

Sagan segir að Rauður hafi verið heygður með öll sín auðæfi og að fólk hafi reynt að grafa í hauginn en orðið frá að hverfa þar sem bærinn á Ketilsstöðum virtist standa í ljósum logum. Frábært útsýni yfir Fljótsdalshérað.

Gengið frá skilti við Fagradalsveg ( N 6 5 ° 1 4 . 5 9 0 -W 1 4 ° 2 1 . 1 5 6 ) eftir vegaslóða áleiðis inn Egilsstaðahálsinn.

Rauðshaugur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°12.77-W14°23.01

 

Powered by Wikiloc

Sandfell Skriðdal

Egilsstaðir

Sandfell er mikilfenglegt, hrygglaga líparítfjall er minnir á tjaldbúð því hlíðar þess eru með jöfnum halla, klettalausar að mestu. Á Sandfelli eru tveir toppar, dökkleitir. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 rétt innan við Gilsá. Gengin slóð í fyrstu, inn að girðingu en síðan er gott að ganga upp með girðingunni. Því næst skal halda upp hrygginn norðan í fjallinu og áfram beint af augum upp á topp 1157 m.

Sandfell er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°05.637-W14°30.298

Powered by Wikiloc

Sandvík

Neskaupstaður

Heimkynni draugsins Glæsis.

Eyðivík norðan við Gerpi, þar sem áður var austasta byggða ból á landinu. Við sandvík er kenndur draugurinn Glæsir, sem fylgir gjarnan Sandvíkingum og tekur ofan höfuðið þegar hann heilsar fólki.

Stikuð leið liggur frá Stuðlum til Sandvíkur um Sandvíkurskarð. Gangan tekur um þrjár klukkustundir og fer hæst í um 500 m.y.s. Þá er hún brött en þokkalega greiðsfær. Var áður aðalleið Sandvíkinga á landi og þótti erfið hestleið.

Útsýni úr Sandvíkurskarði er stórkostlegt. Í Sandvík er björgunarskýli, en þar er ekki nein ferðamannaaðstaða. Þangað þurfa ferðalangar að bera með sér allt viðurværi.

Skarfasker

Hnífsdalur

Skessugarður

Egilsstaðir

Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótgarðsvatn ytra. Garðurinn er um 300 m langur og allt að 7 m hár á kafla að utanverðu, en stórgrýtisdreif af sömu bergtegund er á hálsinum báðum megin við garðinn. Garðurinn markar stöðnunar - eða framrásarstig Brúarjökuls í lok síðasta jökulskeiðs. Skessugarður mun vera næstum einstæður meðal jökulgarða að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu saman - fínefni vantar - en meðal einkenna jökulgarða er það einmitt að í þeim ægir saman misgrófu efni, frá jökulleir til stórgrýtis. Skýring þessa er sennilega sú að vatnsflóð hafi skolað burt fíngerðara efninu eftir að garðurinn myndaðist og stórgrýtið eitt orðið eftir.

Þessi grjóthryggur er því merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri sem á fáa eða enga sína líka, hérlendis eða erlendis.

Nafnið tengist gamalli tröllasögu; tvær skessur áttu að hafa hlaðið garðinn sem landmerki á milli sín. Sæmileg bílaslóð er af gamla Möðrudalsveginum um hálstaglið inn að vatninu og garðinum.

Skúmhöttur

Egilsstaðir

Skúmhöttur er næst hæsta fjall í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Fjallið er að mestu úr líparíti en sjálfur tindurinn er úr dekkra bergi. Ekinn þjóðvegur 1 framhjá bænum Litla Sandfelli, beygt til vinstri inn um hlið og ekið þar til komið er að gamalli brú yfir Þórisá. Þar er bílastæði. Gengið frá skilti við Þórisá og síðan eftir hryggnum framan í fjallinu alla leið upp á topp 1229 m.

Skemmtileg fjallganga á áhugavert fjall.

Skúmhöttur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°05.637-W14°30.298

Powered by Wikiloc

Spanarhóll

Egilsstaðir

Spanarhóll er í norðurenda Fjórðungsháls 591 m. Ekið inn Fellin að Refsmýri. Gengið frá skilti utan við Refsmýri upp með Þorleifará ca 0.5 km en síðan sveigt frá ánni og tekin stefna á Hlíðarsel og áfram upp gilið fyrir ofan rústirnar upp á Fjórðung á Fellaheiðinni. Þaðan er greið leið að Spanarhóli. Hólarnir eru fjórir og ætti fólk endilega að ganga að þeim öllum. Einnig er hægt að fara á Spanarhól með því að ganga upp með Ormarsstaðaánni eða frá Fjallsseli upp á brún og svo inn eftir. Hólkurinn er á stærsta hólnum. Spanarhóll er vel þekktur huldufólksstaður en nafnið er líklega dregið af líkingu stuðlanna við tréspæni.

Spanarhóll er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°15.588-W14°41.446

Powered by Wikiloc

Steinboginn í Jafnadal

Stöðvarfjörður

Einstaklega heillegur og fagur steinbogi Í hlíðum Álftafells er einstæður steinbogi sem gaman er að skoða. Boginn er afar heillegur og þykir með þeim flottari á landinu. Álftafell gengur upp af Jafnadal, sem gengur inn af Stöðvarfirði. Á leðiinni er klettaþyrpingin Einbúi, sem samanstendur af stóru sérstæðu bjargi.  

Stórakerald og Tyrkjaurð

Stöðvarfjörður

Söguminjar á Stöðvarfirði

Framan í fjallinu Steðja, sem er fyrir ofan þorpið, er stor geil inn í fjallið sem heitir Stórakerald. Þangað er sagt að Stöðfirðingar hafi flúið undan Tyrkjum og rutt síðan yfir þá grjóti þegar þeir sóttu að þeim. Urðin framan við Stórakeraldið heitir því Tyrkjaurð.

Stuttidalur

Egilsstaðir

Gengið frá skilti, rétt við þjóðveg 1 í átt að Haugaánni. Farið í gegnum gönguhlið og síðan gengið upp með girðingu ca 600 m. Haldið áfram eftir stikaðri leið. Stuttidalur liggur í austur á milli Hallbjarnarstaðatinds og Haugafjalls. Hólkurinn með gestabók og stimpli er við tjörnina skammt innan við Sjónarhraunið. Upplagt að fara yfir ána og ganga um Haugahólana til baka niður að þjóðvegi.

Haugahólar eru geysimikið berghlaup, eitt hið stærsta á Íslandi, sem fallið hefur úr Haugafjalli milli Stuttadals og Vatnsdals.

Stuttidalur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N64°59.173-W14°35.217

 

Powered by Wikiloc

Stytta af Gísla Gíslasyni

Patreksfjörður

Stytta er af Gísla Gíslasyni við Dynjandisheiði. Gísli var einn af vegnavinnumönnunum sem unnu að gerð heiðarinnar. 

Tjarnargarðurinn

Egilsstaðir

Tjarnargarðurinn er lítill garður í hjarta Egilsstaða. Kjörinn staður til að njóta verðursældarinnar í skjóli trjánna, fara í lautarferð og allskyns leiki eða hreinlega slaka á og lesa bók.

Einnig er Frisbee golf völlur í garðinum sem er kjörin afþreying fyrir alla aldurshópa og eru leiðbeiningar að því hvernig leikurinn virkar á skilti við innganginn í garðinn nær Minjasafni Austurlands. Einnig er hægt að nálgast frisbee diska á Egilsstaðastofu niðri á tjaldsvæði fyrir þá sem ekki eiga þá.

Torfhús við Hjarðarhaga

Egilsstaðir

Gömlu fjárhúisn við Hjarðarhaga eru það sem eftir stendur af sex húsa þyrpingu en hin húsin voru fjarlægð um 1970 vegna nálægðar við hringveginn. Nú hafa þessi eftirstandandi hús verið gerð upp í upprunalegri mynd og er grunnform
þeirra upprunalegt.  

Húsin voru í notkun fram undir 1980 og kallast Efstahús og Miðhús.   

Tröllkonustígur

Egilsstaðir

Tröllkonustígur heitir gönguleið á milli Skriðuklausturs og Végarðs í Fljótsdals sem liggur m.a. eftir berggangi er skásker Valþjófsstaðafjall. Þjóðsagan segir gatan í fjallinu sé tilkomin vegna ferðalaga tröllskessu forðum daga. Gönguleiðin er stikuð og liggur um skóg ofan við Snæfellsstofu og út að Bessastaðarárgljúfri. Vegalengd: 5 km.

Valtýshellir

Egilsstaðir

Gengið frá skilti við þjóðveg 1 austan (utan) við Gilsá (N65°08,172-W14°31.133). Farið er framhjá rústum Hátúna en þar var myndarbýli í árdaga Íslandsbyggðar og er sagt að þar hafi verið 18 hurðir á járnum. Sjást þar enn merki um hlaðna grjótgarða. Á 19. öld fannst þar fornt sverð, sem var brætt upp og úr því smíðaðar skaflaskeifur og aðrir þarfir hlutir. Áfram er gengið og komið að sléttum grasvelli, sem kallast Kálfavellir.

Valtýshellir er lítill skúti innan við urðarrana skammt innan og norðan af Hjálpleysuvatni. Gangan í heild er um 8,4 km. Hólkurinn með gestabók og stimpli er rétt innan við skútann.

Valtýshellir er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°06.410-W14°28.517

Powered by Wikiloc

Vestdalsvatn

Egilsstaðir

Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð. Gengið er frá skilti á Fjarðarheiði (N65°15.577 - W14°13.524) og stefnt að vestari enda Bjólfsins. Vatnið blasir við þegar komið er á móts við Bjólfinn. Þetta er góð gönguleið um ávalar hæðir.

Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð þar er stikuð leið. Niður Gilsárdal eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (austan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal. Hólkurinn með gestabók og stimpli er þar sem Gilsáin fellur úr vatninu. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði.

Kóreksstaðavígi er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°17.102-W14°17.887

Powered by Wikiloc

Viðfjörður

Neskaupstaður

Einn eyðifjarðanna við Norðfjarðarflóa.

Viðfjörður er syðstur fjarðanna þriggja við Norðfjarðarflóa. Þórbergur Þórðarson skrifaði bókina Viðfjarðarundrin, um mikinn draugagang sem átti sér stað í Viðfirði. Allt fram á síðustu ár hafa menn orðið vrir við undarlegar uppákomur í þessum ævintýralega firði.

Margar fallegar gönguleiðir eru á þessu fallega svæði. Um þriggja klukkustunda stikuð og þægileg gönguleið liggur um Viðfjörð, Stuðla og Barðsnes meðfram sjó. Viðfjarðará er brúuð. Gönguleiðin fylgir að mestu gömlum ófærum vegaslóða. Þá er á þessari leið oft mikið af svartsnigli.

Virkisvík

Vopnafjörður

Virkisvíkin er undurfagur staður en litadýrð setlaga víkurinnar blasir þar við ásamt stuðlabergi og foss steypist fram af þverhníptum björgunum.

Elsta þekkta ofansjávarberg á Íslandi er á Austfjörðum og Vestfjörðum. Það er 15-16 milljóna ára og því frá míósentíma á tertíer. Jarðlagastaflinn frá tertíer er myndaður úr hraunlagasyrpum með stöku setlögum á milli. Slík setlög, í þykkari kantinum, hafa löngum verið viðfangsefni rannsókna, enda finnast oft í þeim gróður- eða dýraleifar sem geta gefið töluverðar upplýsingar um loftslag á þeim tíma sem setið settist. Í Vopnafirði eru tvö slík setlög, allþykk. Annað er í Virkisvík en hitt er í Bustarfelli í Hofsárdal.

Víðivallaskógur

Egilsstaðir

Víðivallaskógur er í landi Víðvalla Ytri I og II. Þar er skemmtilegt samkomusvæði sem hentar vel fyrir ýmiskonar viðburði. Nánari upplýsingar má fá hjá ábúendum á Víðivöllum, Bjarka Jónsson í síma 698-6237 eða Kristínu Gunnarsdóttur í síma 690-1276.