Fara í efni

Svefnpokagisting

85 niðurstöður

Tjaldsvæðið v/ Hegranes

Félagsheimilið Hegranes, 551 Sauðárkrókur

Einkatjaldstæði fyrir hópa!  Frábært svæði fyrir ættarmótið, afmælið, brúðkaupið eða vinahittinginn.

Húsið sem er um 270 fm, tekur um 110 manns í sæti (borð og stólar eru á staðanum). Í húsinu eru fjögur salerni, eldhús með uppþvottavél, ískáp, eldavél og kaffikönnu. Í húsinu eru dýnur og gistileyfi fyrir 20 manns.

Í kringum húsið er stærðar lóð sem nýtist sem tjaldstæði fyrir hópinn og rafmagn sem hægt er að nýta til að tengja hýsi sem þess þurfa.

Stutt er í innigistingu í nágrenninu, svo ef einhverjir í hópnum vilja ekki vera í tjöldum eða á dýnum er hægt að leigja frábær herbergi bæði í Keldudal, Ríp og á Hellulandi en aðeins örfáir km eru í alla þessa ferðaþjónustuaðila. 

Verð 2020:
Hópatjaldsvæði með inniaðstöðu (Innifalið tjaldstæði, inniaðstaða og rafmagn. Þrif greiðast aukalega).
Helgin:  75.000 kr. Eða 95.000 kr með þrifum
Virkur dagur:  35.000 kr. Eða 50 þús kr. Með þrifum.

Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði

Hafnarbraut 52, 780 Höfn í Hornafirði

Tjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.

Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll. 

Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum með uppábúnum rúmum frá miðjum apríl til 15. október (einnig er mögulegt að fá þau leigð án rúmfata). 

Opnunartími

Tjaldsvæðið er opið allt árið en smáhýsi eru aðeins leigð út á sumrin.

Sölvanes

Skagafjörður, 560 Varmahlíð

Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið. 

Frítt WiFi

Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020)

Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum

Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur.

Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/

Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur.

Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni.

Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is

Hólaskjól Hálendismiðstöð

Flaga, 881 Kirkjubæjarklaustur

Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin.

Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum.

Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.

Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.

Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.

Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.

  • Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans
  • Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra
  • Tjaldstæði með salerni og sturtu
  • Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):
    • Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo
    • Veiðileyfi í Langasjó

Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918)

Hægt er að bóka hér

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland í Hörðudal, 371 Búðardalur

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.

Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi. 

Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi. 

Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu. 

Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn. 

Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  

Bjarkarholt

Barðastrandarvegur, 451 Patreksfjörður

Gistihúsið getur hýst vel 30 manns, 16 í húsum og 14 í svefnpokaplássi. Bjarkarholt er staðsett á Vestfjörðum í miðri Barðastrandasýslu við Mórudal.

Gistihúsið er um 16 km í vestur frá ferjuhöfninni á Brjánslæk og um 40 km frá Patreksfirði.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Keldunes

Keldunes II, 671 Kópasker

Í Keldunesi er gistiaðstaða í sex tveggja manna herbergjum með handlaug í gistihúsinu. Auk þess eru þrjú smáhýsi sem eru búin helstu þægindum og sér snyrtingum með sturtum.

Í gistihúsinu er góð setustofa, sem má einnig nota sem veislusal, eldunaraðstaða, þvottahús, baðaðstaða og heitur pottur.

Á stórum svölum er grillaðstaða og gott útsýni yfir Skjálftavatn, þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf.

Ef óskað er býðst gestum veitingaþjónusta.

Veiðimenn Litlár eru hvergi betur staðsettir en í Keldunesi við bakka Litluár.

Stutt er í margar náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Dettifoss, Litluá, Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Rauðhóla og Vesturdal.

Dæli Guesthouse

Víðidalur, 531 Hvammstangi

Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.

Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!

Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.

Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .

Hótel Breiðavík við Látrabjarg

Látrabjarg, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Vogar, ferðaþjónusta

Vogum, 660 Mývatn

Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Þingborg

Þingborg, 803 Selfoss

Ferðaþjónustan Urðartindur

Norðurfjörður 1, 524 Árneshreppur

Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.

Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.

Verð á tjaldsvæði 2023

Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.
Verð fyrir börn: Frítt

Rafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.
Hleðslustöð fyrir bíla 

Opnunartími
1. júní til 15. september


Ferðaþjónustan Dalbæ

Snæfjallaströnd, 401 Ísafjörður

Frá og með 25. júní og til 8. ágúst verður rekin ferðaþjónusta í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar, netfang olafur@sogumidlun.is

Opið verður kl. 10-20, alla daga vikunnar. Bergljót Aðalsteinsdóttir (gsm 6904893) Vigdís Steinþórsdóttir (gsm 863 5614), Vera Rún Viggósdóttir (gsm 690 8258) og Agnes Hjaltalín Andradóttir (gsm 8671102) munu sjá um ferðaþjónustuna.

Verð á ferðaþjónustímanum:
Svefnpokapláss með aðgangi að öllu kr 7000
Yngri en þrettán ára fá frítt á tjaldstæði en greiða í sturtu
Tjaldstæði með aðgangi að salerni kr 2000 - önnur nótt kr. 1500
Rafmagn v/ húsbíls, tjaldvagns kr 1200
Sturta kr. 500
Þvottur, hver vél kr. 500

Ingibjörg Kjartansdóttir tekur við pöntunum utan ferðaþjónustutímans (gsm 8681964), unidalur34@gmail.com .

Fjallaskálinn Hólaskógi

Hólaskógi 1 - v/veg 32, 804 Selfoss

Hólaskógur er áfangastaður fyrir stærri hópa, gönguhópa, hestaferða-hópa eða aðra ferðalanga. Svefnpokapláss fyrir alls 40 manns í skálanum, um 20-24 á hvorri hæð. Tvö fullbúin eldhús eru í húsinu eitt á hvorri hæð, ásamt salernisaðstöðu. Aðstaða fyrir hross og heysala er á staðnum.

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Stóra-Sandfell 3, Skriðdalur, 701 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.

Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.

Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Egilssel v/Kollumúlavatn

Egilssel,

Gistirými: 20 svefnpokapláss

. Sími: Enginn
. GPS: N64°36.680 - W15°08.780
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Kamar. Tjaldstæði.

Ath. skálinn er læstur allt árið.
Þar er lyklabox
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númer
sími: 863-5813

Mosar-Reykjaheiði Ferðafélag Svarfdæla

Brimnes, 620 Dalvík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gamla gistihúsið

Mánagata 5, 400 Ísafjörður

 Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum.
Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina.
Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal.

Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust.

Einnig er boðið upp á  svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.

 

Gistiheimilið Kiðagil

Barnaskóla Bárðdæla, 645 Fosshóll

Opið fyrir veisluhöld allt árið. Uppbúin rúm og svefnpokagisting í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði er staðsett í miðjum Bárðardal vestan Skjálfandafljóts um 23 km frá þjóðvegi 1 eða um það bil 20 kílómetrum eftir að komið er niður af Sprengisandi.

Fallegir fossar eins og Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfossar eru í nágrenninu.

Tjaldsvæði á friðsælum og rólegum stað. Salernis- og sturtuaðstaða ásamt aðgangi að rafmagni. Fótboltamörk og leikvöllur á staðnum.

Fín aðstaða fyrir ættarmót.

Norðurfjörður - Ferðafélag Íslands

Valgeirsstaðir, 524 Árneshreppur

Valgeirsstaðir í Norðurfirði er er gamall bóndabær með svefnaðstöðu fyrir 24. 

Húsið er á tveimur hæðum og gist er í fimm herbergjum. Eldhúsið er fullbúið og ágætlega rúmgott og salerni er inni við. 

Við húsið er gott tjaldstæði og rétt hjá er gamalt fjárhús sem hefur verið gert upp og nýtist sem samkomustaður. Þar inni er lítil eldunaraðstaða og klósett fyrir tjald- og samkomugesti. Góð grillaðstaða er á milli bæjarins og fjárhússins. 

Svæðið allt er afar heppilegur samkomustaður fyrir hópa, t.d. ættarmót. Skammt er í verslun og hina rómuðu Krossneslaug. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Húsavík

Víknaslóðir, 720 Borgarfjörður eystri

Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar

. Gistirými: 33 svefnpokapláss
. Sími: Enginn
. GPS: N65°23.68-W13°44.42
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.
. Arh: Skálinn er læstur á veturna, en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin 

Ferðaþjónustan Kirkjuból

Kirkjuból við Steingrímsfjörð, við veg nr. 68 / road nr. 68, 510 Hólmavík

Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Langafit, gistiheimili

Laugarbakki, 531 Hvammstangi

Notalegt og snyrtilegt gistiheimili með fjórum herbergjum,svefnpláss fyrir 13 manns,svefnpoki eða uppábúið.Eldhús,þvottavél og þurrkari.Sturtur og pottur.

 

Tjaldsvæðið Langafit er lítið, notalegt tjaldsvæði með aðgangi að heitum pottum og sturtum, þvottavél og þurrkara.  Fallegt og aðlaðandi handverkshús er á staðnum með kaffi og vöfflum.

Opnunartími tjaldsvæðis

Opið yfir sumarið (háð tíðarfari)

Verð á tjaldsvæði 2016

Verð fyrir fullorðna:  1.000 kr
Verð fyrir börn, 12 ára og yngri:  Frítt

Stóru-Laugar

Reykjadal, 650 Laugar

Á Stórulaugum er gisting í nýuppgerðu og glæsilegu steinhúsi, en bærinn er um 1 km frá framhaldsskólanum á Laugum og því vel staðsett á milli Akureyrar og Mývatns. Fljótlegt er að skreppa í báðar áttir en á Akureyri má m.a. njóta dagsins á glæsilegum golfvelli Akureyringa (61 km) eða skreppa í hvalaskoðunarferð til Húsavíkur (40 km) og svo eru töfrar Mývatns nánast handan við hornið (30 km).
Svo er að sjálfsögðu verslun og sundlaug að Laugum í aðeins um 1 km fjarlægð.

Herbergin á Stórulaugum eru björt og rúmgóð; Sjö þeirra með sér baðherbergi (tvö 3ja og fimm 2ja manna) en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum (eitt 3ja manna, eitt eins manns og tvö 2ja manna). 

Frá bænum er alveg einstakt útsýni og á verönd fyrir framan húsið er stór heitur pottur. 

Bærinn stendur við veg nr. 846 (keyrt að framhaldsskólanum en síðan er beygt til vinstri).

Hornbjargsviti - Ferðafélag Íslands

Látravík á Ströndum, 401 Ísafjörður

Í Hornbjargsvita við Látravík er gistiaðstaða fyrir allt 40 manns. 

Húsið er stórt og rúmgott. Sofið er í rúmum og kojum í sjö aðskildum herbergjum. Gott eldhús er á staðnum með öllum áhöldum og útbúnaði og bæði rafmagns- og gaseldavél. Að auki er gott kolagrill við húsið.  

Vatnssalerni er inni í húsinu og sturta. Góð aðstaða er til þurrka blaut föt og skó. Við húsið er tjaldsvæði með aðgangi vatnssalernum og aðstöðu til elda og borða í gömlu útihúsi. 

Gaman er að gista í skálanum nokkrar nætur og ganga um nærumhverfið. Þaðan er einnig hægt að ganga á Hornbjarg og Hornstrandir eða í Jökulfirði. 

Keldudalur

Hegranesi, 551 Sauðárkrókur

Í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði eru leigð út 2 fullbúin sumararhús, Leifshús og Gestahús. Í Keldudal er rekið stórt kúabú, á bænum eru auk þess kindur, geitur, hross, íslenskar hænur og íslenskir fjárhundar. Gestgjafar eru Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson.

Hekluhestar

Austvaðsholt, Holta- og Landssveit, 851 Hella

Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981

Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll.

Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns).

Stuttir reiðtúrar
Tími: Allan ársins hring

Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig.

Miðnæturreiðtúr
Tími:
Júní

Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch.

Helgarævintýri– 3 dagar
   Tími: Maí og Júní

Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið.

6 og 8 daga hestaferðir
Tími:
Júní-Ágúst

Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð. 

 

Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953

Finnið okkur á Facebook hér.
Fylgist með lífi okkar á instagram

 

Fjalladýrð

Reykjahlíð/Mývatn, 701 Egilsstaðir

Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Læknishúsið á Hesteyri

Læknishúsið Hesteyri, 415 Bolungarvík

Læknishúsið á Hesteyri er lítið fjölskyldurekið kaffi- og gistihús staðsett í stórfenglegri náttúru Hornstranda.  

Hesteyri er lítið þorp við Hesteyrarfjörð sem er einn Jökulfjarða á norðanverðum Vestfjörðum. Hin einstaka náttúra þessa svæðis býður upp á mosavaxna dali, brött og klettótt fjöll, mikið fuglalíf og fjölbreyttan gróður. 
Hesteyri upplifði sína bestu tíma fyrir um 100 árum en 1952 yfirgaf síðasti íbúinn þorpið. Rústir gömlu síldarverksmiðjunnar standa innar í firðinum. Á Hesteyri standa enn 10 hús sem öll eru eingöngu notuð sem sumarhús. 
Til Hesteyrar er eingöngu hægt að komast sjóleiðina. Áætlanaferðir eru frá Ísafirði og Bolungarvík á tímabilinu júní til ágústloka. 
Á Hesteyri byrja flestir göngumenn göngur sínar um Hornstrandafriðlandið.

Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla

Brimnes, 620 Dalvík

Tröllaskagahálendi.  Eldunaráhöld, kamar.

Farfuglaheimilið Akureyri

Stórholt 1, 603 Akureyri

Akureyri H.I. Hostel

Aðalbygging

Aðalbyggingin er á tveimur hæðum með 18 fallega búnum herbergjum;( : ) frá eins manns upp í sex manna fjölskylduherbergi.  Inni á herbergjum eru;(:) rúm með lesljósi, sængur & koddar, borð & stólar, fataskápar, hárþurrkur, sjónvörp, frír netaðgangur og fleira.

Á hvorri hæð eru vel útbúin eldhús og góð mataraðstaða. Setustofa er á efri hæð hússins. Grill er á verön(l)dinni ásamt stólum & borðum. Herbergin og aðstaðan hentar fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þá sem ferðast saman í hópum. Hægt er að leigja aðra hvora hæðina eða allt húsið. Snyrtingar og sturtur eru sameiginlegar og eru þær á báðum hæðum en einnig er tveggja manna með sér snyrtingu.

Á neðrihæð hússins er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða.

Sumarhús

Tvö stór og fullbúin sumarhús eru í garðinum hjá farfuglaheimilinu. Hvort sumarhús fyrir sig tekur átta manns í rúm(J; eitt tveggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og á svefnloftinu eru tvö rúm. Góð fullbúin eldhús eru í sumarhúsunum, baðherbergi með sturtu og seturstofa. Á palli sumarhúsanna eru borð & stólar og grillaðstaða. Í sumarhúsunum er frír netaðgangur. Með leigu á sumarhúsi er aðgangur að heitum potti.

Smáhýsi

Eitt smáhýsi er til leigu sem rúmar þrjá. Í húsinu eru borð & stólar og snyrting, ekki er sturta í smáhýsinu en leigendur fá( svo) lykil af aðalbyggingu til að notast við eldhús og sturtur. Á palli smáhýsisins eru borð & stólar. Frír netaðgangur er í smáhýsinu.

 

Boðið er upp á svefnpokapláss (tekinn er með svefnpoki eða rúmföt – sængur & koddar á herbergjum) einnig bjóðum við upp á uppábúin rúm.

Í nánasta umhverfi má finna Bónus, bakarí, Dóminos, Glerártorg u.þ.b. 200 metra frá og miðbærinn er í um 10 mínútna göngufjarðlægð.

Gestum er boðið upp á afsláttarmiða á Greifann veitingarhús, Hvalaskoðun og hestbak. Ef gestir þurfa höfum við farangursgeymslu og aðstöðu fyrir skíðafólk.

Fjölskyldan í Stórholti 1 hefur lagt sig fram síðan árið 1967 að bjóða alla velkomna og gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta.

Korpudalur HI Hostel

Kirkjuból í Korpudal, 426 Flateyri

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili með aðgangi að eldhúsi fyrir gesti. Mjög rúmgott tjaldsvæði er á túnunum í kring.

Farfuglaheimilið er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði. Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Opnunartímar:
Opnunartími (yfir árið):    20 maí- 15 september

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. 


Skipalækur

Fellahreppur, 701 Egilsstaðir

Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.

GISTING Í HERBERGJUM

Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.
FLOKKUR I
Herbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- og
eldunaraðstaða með 6-10 manns
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.
FLOKKUR II
Fjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
FLOKKUR III
Herbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjum
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin

Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.

SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.

Ferðaþjónustan Svínafelli

Svínafell, 785 Öræfi

Í Svínafelli er boðið upp á tjaldstæði og svefnpokagistingu í 6 fjögurra manna smáhýsum og einnig í 10 mismunandi herbergjum. Allir komast í einfalda eldunaraðstöðu.

Á tjaldstæðinu samnýta gestir í smáhýsum og tjöldum aðstöðuna í þjónustuhúsi við hlið smáhýsanna. Þar er allstór salur til matargerðar, eldunarhellur, kæliskápur, vaskur og heitt vatn, en ætlast er til að gestir noti sín eigin áhöld og borðbúnað. Borð og stólar eru í salnum fyrir 70 - 80 manns. Í þjónustuhúsinu eru einnig salerni og sturtur. Auk þess eru snyrtingar á öðrum stað á tjaldstæðinu.

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI

Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara þar sem afgreiðslan er. Bæði tækin eru tengd sjálfsala. 

Gisting í Grunnavík

Grunnavík í Jökulfjörðum, 401 Ísafjörður

Ferðir yfir sumarið á föstum tilboðum í Grunnavík, Jökulfjörðum. Svenfpokagisting og góð eldunaraðstaða.  Ekki er föst viðvera tjaldvarðar á tjaldvæði en tjaldvörður fer til að taka á móti hópum sem hafa pantað en salerni á tjaldstæði eru alltaf opin þó að tjaldvörður sé ekki á staðnum.



Skíðasvæðið Tindaöxl

Ólafsfjörður, 625 Ólafsfjörður

Á Ólafsfirði eru kjöraðstæður til vetraríþrótta. Hægt er að fara í vélsleðaferðir um fjöll og dali í nágrenninnu og aðstaða til skíðaiðkunar er óvíða betri. Ólafsfirði er ein lyfta, 650 m löng. Brekkur við allra hæfi. Göngubrautir eru lagðar víða um bæinn og Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir gönguferðum í nágrenni bæjarins. Á skíðasvæðinu í Tindaöxl eru skíðalyftur og góðar svigbrautir. Brettamenn fá stór ótroðin svæði. Í skíðaskála Skíðafélagsins er hægt að kaupa veitingar, og í skálanum er svefnloft þar sem u.þ.b. 25.manns geta gist í svefnpokaplássum. 

Hof - Ferðafélag Húsavíkur

Hof, 640 Húsavík

Hof á Flateyjardal er fjallaskáli sem tekur 25 manns í gistingu.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við forsvarsmenn Ferðafélags Húsavíkur.

Landmannahellir

Landmannahelli, 851 Hella, 851 Hella

Friðsæll áningastaður í "Friðlandi að fjallabaki" til lengri eða skemmri dvalar. Hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur, starfsmannahópa og reyndar hvern sem vill njóta kyrrðar og dulúðar fjallanna.  Margt athyglisverðra staða er í nágrenninu, t.d. Hekla, Valagjá, Landmannalaugar og Íshellar í Reykjadölum svo eitthvað sé nefnt. Gps hnit fyrir Landmannhelli eru N 64 03 V 19 14.
Búið er stika gönguleiðina  Rjúpnavellir - Áfangagil - Landmannahellir - Landmannalaugar (Hellismannaleið) og fylgir hér með leiðarlýsing í pdf skjali. 

Landmannahellir er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey.
Svefnpokagisting er í 9 húsum fyrir samtals 100 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru upphituð, með rennandi vatni, eldunaraðstöðu og wc. 

Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.

Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar. Svæðið rúmar allt að 50 tjöld. Hægt er að kaupa veiðileyfli í Landmannahelli í vötn sunnan Tungnaár. Einnig er hægt að panta innigistingu í átta skálum við Landmannahelli.

Á tjaldsvæðinu er vatnsalerni, útigrill og sturta. Þá geta tjaldgestir farið inn í gamalt hlaðið gagnamannahús og borðað eða tekið lagið!

Verð 2024
Gisting í svefnpokagistingu á mann: 7.900 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 7-15 ára: 3.950 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 6 ára og yngri: Frítt
Verð fyrir fullorðna á tjaldsvæði: 2.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri
Sturta: 700 kr

Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní til 16. september.

Stóra-Giljá

Ásar, 541 Blönduós

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll

Hænuvík, 451 Patreksfjörður

Í Hænuvík er rekin sumarhúsaleiga. Þar eru til leigu 4 misstór sumarhús. 4 – 10 manna hús. Sumarhúsin eru öll með eldunaraðstöðu og baðherbergi. Við öll sumarhúsin er hægt að sitja úti og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar. Í Hænuvík er mikið fuglalíf. Þar er hvít sandfjara og fallegt sólarlag. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir á staðnum. Á vorin er hægt að fá leiðsögn í fjárhús og sjá kindurnar.

Í Hænuvík er handverkshúsið Gullhóll með heimagerðu handverki eftir heimilisfólkið í Hænuvík. Þar er hægt að kaupa rendar skálar, prjónaða sokka, vettlinga og lopapeysur auk ýmisskonar vöru sem gerð er á staðnum. 

Hótel Framtíð

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.

Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.

Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.

Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.

Gistiheimilið Mánagötu 1

Mánagata 1, 400 Ísafjörður

Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5. 

Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum.

Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg.

Morgunverður er ekki innifalin en mögulegt er að kaupa hann á Hótel Ísafirði gegn aukagjaldi.

Mánagata 1 hentar mjög vel fyrir þá sem þurfa að hugsa um pyngjuna, en einnig skólahópa og íþróttahópa svo fátt eitt sé nefnt.

Isafjordur Hostel er opið allt árið og er reyklaust.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókanna

Skíðasvæði Dalvíkur - Böggvisstaðafjalli

-, 620 Dalvík

Skíðasvæðið á Dalvík er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og býður upp á fjölbreyttar brekkur með tveimur skíðalyftum, en á svæðinu er 1.200 metra löng upplýst brekka. Á skíðasvæðinu er snjóframleiðslukerfi sem gerir skíðasvæðið enn tryggara með snjó en áður. Þegar aðstæður leyfa er troðin göngubraut rétt við skíðasvæðið. Skíðaleiga er á staðnum.

Það er tilvalið að koma til Dalvíkurbyggðar og upplifa kyrrð og ró í faðmi fjallanna.
Upplýsingar: Skíðasvæðið: 466-1010  www.skidalvik.is

Hótel Reykjanes

Reykjanes, 401 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði opnar snemma vors og fram á haust (fer eftir tíðarfari).

Gistiheimilið Bergistangi

Bergistangi, 524 Árneshreppur

GISTIHEIMILIÐ BERGISTANGI

Boðin er gisting í tveimur húsum; Annars vegar tvö rúmgóð herbergi á jarðhæð í íbúðarhúsi eigenda með þremur rúmstæðum hvort. Sameiginlegur inngangur er með íbúð eigenda á annarri hæð. Sameiginlegt fyrir þessi tvö hergbergi, snyrting, lítið eldhús. 

Hins vegar er gisting í frystihúsi, sem var byggt í tengslum við sláturhús á staðnum, og var notað sem slíkt í þrjátíu ár. Tímarnir breytast og svo er komið árið 1992, að ekki er lengur þörf fyrir frystihús. Fyrir nokkrum árum réðust eigendur hússins, í að breyta því í gistihús. Í húsinu eru þrjú herbergi, notuð fyrir gistingu. Kojur eru herbergjunum, sem eru misstór, átta kojur í stærsta herberginu og sex í hvoru hinna tveggja, samtals tuttugu. Í kojunum, sem eru á tveimur hæðum, eru góðar dýnur. Handlaugar eru í herbergjunum. Snyrting er einnig í húsinu. Rúmgott eldhús er og mjög góð eldunaraðstaða . 

Húsið hefur verið vinsælt fyrir hópa og einstaklingar gista þar líka.

Rauðsdalur

Barðaströnd, 451 Patreksfjörður

Gistihúsið í Rauðsdal er opið allt árið. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða er fyrir gesti og í boði er morgunverður fyrir þá sem þess óska yfir sumartíman.

Í Rauðsdal er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi.

Gistihúsið er vel staðsett fyrir farþega Breiðafjarðarferjunar Baldurs, er aðeins í 5 kílómetra aksturfjarlægð frá ferjuhöfninni á Brjánslæk. Fyrir neðan bæinn er einstök sandströnd – tilvalin fyrir gönguferðir, þar eru hin sérstöku Reiðsskörð sem er berggangur í sjó fram. Í Rauðsdal er ásamt rekstri gistihúss stundaður hefðbundinn búskapur með kindur og kýr.

Rauðsdalur er við veg 62, í 50 km akstursfjarlægð frá Patreksfirði og 85 km frá Látrabjargi. 2 sundlaugar eru í næsta nágrenni, á Krossholtum í 6 km fjarlægð og við Flókalund í 10 km fjarlægð, á báðum stöðum eru einnig heitir náttúrupottar.

Heilagsdalur - Ferðafélag Húsavíkur

Heilagsdalur, 640 Húsavík

Heilagsdalur er fjallaskáli sem tekur 18 manns í gistingu.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við forsvarsmenn Ferðafélags Húsavíkur.

Volcano Huts Þórsmörk

Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,

Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk

Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. 

Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is

Þjónusta í Húsadal

Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.

Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug. 

Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. 

Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.

Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is  

Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +

Tjaldsvæðið Þakgil

Höfðabrekkuafréttur, Mýdalshreppur, 871 Vík

Þakgil, 20 km frá Vík í Mýrdal, og svæðið í kring hefur uppá að bjóða stórbrotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul.  Í fjöllunum sem eru græn upp í topp má sjá allskonar kynjamyndir hobbita, álfa, tröll allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins. 

Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands.  Þaðan sést m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls.  Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar.

Það er skjólsælt á tjaldsvæðinu þar sem það er umkringt fjöllum.  Það er auðvelt að komast þangað þar sem það eru engar ár eða sprænur yfir að fara og er fært öllun  venjulegum bílum  og tækifæri fyrir alla að komast í fjallakyrrðina inná hálendinu.

Á tjaldsvæðinu er nýtt WC og sturtuhús með úti uppvöskunaraðstöðu. 

Félagslundur félagsheimili

Félagslundur, 801 Selfoss

Stekkjardalur

Stekkjardalur, 541 Blönduós

140 fm. velbúið hús sem leigist í einu lagi. Svefnpokapláss með stuttum fyrirvar ef húsið er ekki í annarri leigu. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hafaldan HI hostel - bragginn

Ránargata 9, 710 Seyðisfjörður

Farfuglaheimilið Hafaldan býður uppá gistingu í tveimur húsum á Seyðisfirði. Starfsemin hófst á
sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975. 

Í gamla síldarvinnslubragganum hóf Farfuglaheimilið Hafaldan göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er undir hinu merka fjalli Bjólfi og í mikilli nálægð við sjóinn. Bláa borðstofan býður uppá mikilfenglegt útsýni út fjörðinn sem seint gleymist og það getur verið erfitt að slíta sig frá málsverðinum þar.

Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma.

Hostelið býður uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu. 

Á hostelinu er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, mjög vel búið eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.  

Á heimasíðunni gengur síldarbragginn góði undir heitinu Hafaldan Harbour. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611-4410 &
tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is.

Við tökum vel á móti þér !  

Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar. 


Gistihús Tangahús Borðeyri

Borðeyri, 500 Staður
Eigendur Ferðaþjónustunnar Tangahúsi á Borðeyri bjóða þig velkomin(n).  Það að gista og dvelja í einu minnsta þorpi á Íslandi, sem á sér þó merka sögu gerir ferðina eftirminnilega.  Á Borðeyri er hægt að njóta náttúrunnar í hvívetna.  Staðsetning Tangahúss er sérstaða þess.  Það stendur svo til í fjöruborðinu og með slíka nálægð við dýralíf fjöru og sjávar er alltaf eitthvað spennandi að gerast.  Friðsemd og kyrrð ríkir og  og hið nýja hugtak "hægur ferðamáti" (e: slow travel) á vel við á þessum stað.  Engir umferðarhnútar á götum og nóg af súrefnisríku lofti til að anda að sér.  Tangahús er reyklaus gististaður og eigendur þess vinna að því að fá umhverfisvottun. 
Í boði er:  uppbúin rúm, svefnpokapláss, barnarúm, mjög gott gestaeldhús búið öllum helstu tækjum, setustofa,  sjónvarp,nettenging, góður bókakostur, sturtur, þvottavél/þurrkari, hjólageymsla og góð aðstaða til fuglaskoðunar.
Það verður vel tekið á móti þér.

Ósar Hostel

Vatnsnes, 531 Hvammstangi

Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel. 

Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands. 

Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.

Eldunaraðstaða. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistihúsið Grímsstöðum

Grímsstaðir á Fjöllum, 660 Mývatn

Grímsstaðir á Fjöllum standa við krossgötur inn á hálendinu, norðan Vatnajökuls. Í þessu gamla en notalega húsi er boðið upp á svefnpokapláss fyrir 10 manns og morgunverð er hægt að fá hjá gestgjafa. Einnig er hægt að fá uppábúin rúm fyrir 6 í heimagistingu.
Frá Grímsstöðum er stutt að helstu náttúruperlum Norðaustanlands, svo sem:
• Dettifoss 28 km
• Mývatn 40 km
• Ásbyrgi 56 km
• Herðubreiðarlindir 60 km
• Askja 100 km
• Kverkfjöll 130 km

Tjaldsvæði opnar venjulega seint í júní til 15. september.

Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun

Helluhraun 15, 660 Mývatn

Eldá, Gistiheimili Mývatni. Ert þú á leiðinni til Mývatns þá bjóðum upp á góða gistingu og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði. Við erum staðsett miðsvæðis í Reykjahlíð, í göngufæri við alla helstu þjónustu.

Hveravellir

Hveravellir,

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Breiðuvíkurskáli

Víknaslóðir, 720 Borgarfjörður eystri

Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar

. Gistirými: 33 svefnpokapláss
. Sími: Enginn
. GPS: N65°27.830-W13.40.286
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.
. Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin.    

Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Síreksstaðir, 690 Vopnafjörður

Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum.

Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi.   Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina. 

Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september,  frá kl. 18 til 21.

Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og  njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa  kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa.

Afþreying:

Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi.

Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km.  Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn.

Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is 

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Rjúpnavellir

Holta- og Landsveit (vegur/road 26), 851 Hella

Rjúpnavellir í Rangárþingi Ytra  
Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.

Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.

Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.

Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.

Gisting á Rjúpnavöllum
Gisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu.

Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.

Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.

Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi.

Hestafólk
Frá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.

GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Tjarnarás 8, 700 Egilsstaðir

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sigurðarskáli

Kverkfjöll,

Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er sameign Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur

. Gistirými: 75 svefnpokapláss
. Starfstími: Læstur á veturna. Skálavarsla yfir sumarmánuðina.
. Sími: 863 9236
. GPS: N64°44.850-W16°37.890
. Annað: Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði. Gashellur til eldunar. Olíuvél til upphitunar.

Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð

Kjölur 35,

Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun.

Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Geldingafell

Geldingafell,

Gistirými: 16 svefnpokapláss
. Sími: Enginn
. GPS: N64°41.711-W15°21.681
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Kamar. Gashellur til eldurnar. Tjaldstæði.

Ath. skálinn er læstur allt árið.
Þar er lyklabox
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númer
sími 863 5813

Sólbrekka Mjóafirði

Sólbrekka, 715 Mjóifjörður

Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara.

Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi.

Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging.

Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst.

Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð.

Opnunartími: 

Gisting í smáhýsum er opin allt árið.
Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.
Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08.

Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.

 

Stafafell ferðaþjónusta

Lón, 781 Höfn í Hornafirði

 Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Capitano

Hafnarbraut 50, 740 Neskaupstaður

Hótel Capitano er lítið og hlýlegt hótel í nýlega endurgerðu aldargömlu húsi í Neskaupstað, hið næsta sjávarsíðunni. Hótelið -annað tveggja 3ja stjörnu hótela á Austurlandi -  er rekið af fyrrum skipstjóra í þessum mesta fiskveiðibæ Íslands. Þegar færi gefst er unnt að slást í för með honum í strandveiði af bryggjunni.

Hótel Capitano býður 10 vel búin herbergi og veitingar í sal með sjávarsýn. Hið næsta hótelinu má komast í sundlaug, heita potta og líkamsrækt. Neskaupsstaður hefur flest að bjóða sem finna má í íslensku þéttbýli og freistandi gönguleiðir til helstu átta.

 

Fossárdalur

Berufjörður, 765 Djúpivogur

Í Fossárdal er boðið upp á svefnpokagistingu með eldunaraðstöðu, ásamt tjaldstæði. Gestir gista í sérhúsi í um 600 m fjarlægð frá íbúðarhúsunum á Fossárdal. Í húsinu eru sex herbergi, fjögur fjögurra manna, eitt þriggja manna og eitt tveggja manna. Í þremur herbergjum eru hjónarúm.

Ekki er boðið upp á morgunverð eða aðrar veitingar í Fossárdal. Matsölustaðir og kaffihús eru á Djúpavogi, en þangað er um 15 mín akstur.

Landslagið er sérstakt og mikið af klettum svo gönguleiðir geta verið mjög krefjandi ef þess er óskað. Fossá rennur út dalinn og alls eru í henni 25 fossar, hver með sína sérstöðu, sem vert er að staldra við og líta nánar á. Jeppavegur liggur 14 km. inn eftir dalnum og frá veginum er stutt að ánni og fossunum.

Tjaldstæðið er skjólgott í faðmi fallegra fjalla. Gott pláss er á svæðinu og hægt er að taka við stórum hópum. Bæði er gott pláss fyrir þyrpingu lítilla tjalda eða stóra bíla. Lítill lækur liðast við tjaldstæðið sem er kjörinn fyrir börnin að sulla í og Fossáin liðast út dalinn. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja frið frá hinu daglega amstri, í fagurri nátturu. Á svæðinu er gríðarlega fjölbreytt tækifæri til gönguferða og svo eru fallegir fossar í Fossánni.

Klósettaðstaða er í aðstöðuhúsi ásamt heitu og köldu vatni. Einnig er hægt að komast í rafmagn.

Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi

Austur Húnavatnssýsla, 541 Blönduós

Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.  

Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa.

• Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)
• Reyklaus gisting
• Hefðbundinn búskapur
• Fuglaskoðun
• Merktar gönguleiðir
• Húsdýr til sýnis
• Eldunaraðstaða og grillhús

Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun.

Næsta verslun: Blönduós, 32 km

Hnjótur Travel

Hnjótur Örlygshöfn, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Litla-Hof

Öræfi, 785 Öræfi

Herbergi með sameiginlegu baðherbergi í húsi ábúenda og í litlu sérhúsi á bóndabænum Litla-Hofi í sveitinni Öræfum á Suðaustur-Íslandi, skammt frá þjóðgarðinum Skaftafelli. Hentugur dvalarstaður fyrir þá sem ætla að gefa sér góðan tíma til að skoða Skaftafell og nágrenni og stórbrotna náttúru jökla og svartra sanda undir rótum Vatnajökuls allt austur að Jökulsárlóni. Opið frá 1. mars til 30. nóvember. 

Grímstunga I

Fjallahreppur, 660 Mývatn

Grímstunga er bændagisting í Fjallahreppi. Við bjóðum upp á gistingu í 2-3 húsum þar sem herbergi eru ýmist með vaski eða ekki. Við bjóðum upp á hefðbundna gistingu sem og svefnpokapláss.

Ferðaþjónustan Stóru-Mörk 3

Stóra-Mörk III, 861 Hvolsvöllur

Við bjóðum uppá gistingu í rúmgóðum herbergjum á neðri hæð íbúðarhússins með sér inngangi. Í boði er gisting fyrir allt að 30 manns í uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássi í 2-4 manna herbergjum með eða án baðs. Morgunverðarhlaðborð alla morgna í fallegri sólstofu með góðu útsýni og einnig aðrar máltíðir eftir samkomulagi.

Tókum í gagnið árið 2010 tvö ný sumarhús með gistiplássi fyrir allt að 10 manns í rúmum í hvoru húsi. Húsið skiptist í 5 svefnherbergi hvert með tveimur rúmum, stofa og eldhús eru í opnu rými og út frá stofunni liggja svalir. Tilvalið fyrir fjölskylduna og smærri hópa.

Rólegt umhverfi og falleg náttúra í 2ja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Góð aðstaða fyrir fjölskyldur og möguleikar á að hitta dýrin í sveitinni. Merktar gönguleiðir og stutt í Þórsmörk.

Við erum staðsett við veg númer 248, 9 km frá þjóðvegi 1 og 130 km frá Reykjavík. Héðan er stutt í Þórsmörk, einungis 20 km auk margra áhugaverðra annarra staða í næsta nágrenni svo sem Seljalandsfoss, Vestmannaeyjar, Fljótshlíð og Skógar.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Staðarborg

Staðarborg, 760 Breiðdalsvík

Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.

Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal.
Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.
Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Loðmundarfjörður/Klyppstaður

Víknaslóðir, 720 Borgarfjörður eystri

Í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppsstað í Loðmundarfirði er gistirými fyrir 38 manns í svefnpokaplássum. Um er að ræða rúmgóðan gönguskála á leið hinna víðkunnu Víknaslóða. Ekki er sími í skálanum

Gistirými: 38 svefnpokapláss
GPS: N65°21.909-W13°53.787
Annað: Timburkamína til upphitunar, gashellur til eldunar, eldhústjald, vatnssalerni, sturta, þurrkklefi, hleðslubanki fyrir síma og myndavélar, kolagrill og tjaldstæði.
Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin. 
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar

Ferðaþjónustan Glæsibær

Skagafjörður, 551 Sauðárkrókur

Í húsinu er tvö tveggja manna herbergi og 2 eins manns með sameiginlegu baðherbergi. Vel búið eldhús og rúmgóð borðstofa. Verönd með heitum potti og grilli. Frítt þráðlaust netsamband er í öllu húsinu.

Morgunverður í boði ef óskað er. Matsölu- og veitingastaðir í bænum Sauðárkróki (9 km) og t.d. á Hótel Varmahlíð (18 km) og á Hofsstöðum í Viðvíkursveit (26 km). Matvöruverslanir eru á Sauðárkróki.

Akureyri Backpackers

Hafnarstræti 98, 600 Akureyri

Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.

Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.

• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni

 

Bestu kveðjur/Best regards


Akureyri Backpackers staff

Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgata 120, 735 Eskifjörður

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.

Öll húsin eru með aðgangi að interneti. 

Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu. 

http://www.mjoeyri.is

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu. 

Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

 

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Ferðaþjónustan Reykjarfirði

Hornstrandir, 415 Bolungarvík

Í Reykjarfirði er boðið upp á fjölbreytta gistingu. Í Gamla húsinu er svefnpokagisting í 6 herbergjum með alls 22 rúmum, sameiginlegu eldhúsi og klósetti. Ekki er sturta í húsinu. Einnig bjóðum við upp á gistingu í litlu húsi sem kallast Ástarhreiðrið, en þar er rúm fyrir 5 og eldhúsaðstaða. Gott tjaldsvæði er líka í Reykjarfirði.  

Í Reykjarfirði geta gestir notið fuglalífs og stórbrotinnar náttúru í nálægð við Drangajökul. Við bjóðum líka upp á 20 m útisundlaug og heitan pott þar sem upplagt er að slaka á eftir gönguferðir og aðra útiveru.


Vesturhús Hostel

Hof, Öræfum, 785 Öræfi

Vesturhús Hostel er staðsett á Hofi í Öræfasveit, milli Skaftafels og Jökulsárlóns.

Alls eru 6 herbergi í húsinu, sem eru leigð út sem private herbergi, í formi svefnpokagistingu.

Í heildinna eru 13 rúm stæði sem geta rúmað alls 13-18 manns.

Möguleiki er á að bæta við aukalega sængum og handklæði ef þess er þörf í bókunarferli á heimasíðunni.

Aðstaðan í húsinu er sameiginleg, þ.e.a.s. baðherbergi, eldhús/borðstofa, og setustofa.

Gestir nýta eldhús aðstöðuna til að framkvæma sína eigin matseld, og er þar að finna helstu eldhúsáhöld, t.d. diskar, pottar og pönnur o.fl..

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.