Fara í efni

Handverk og hönnun

Ferðagjöf

Minjasafn Austurlands

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið.

Hreindýrin á Austurlandi
Á sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna og virða fyrir sér fjölda ljósmynda og muna sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum.

Sjálfbær eining
Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Með þess sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu.

Upplýsingar um yfirstandandi sérsýningar og aðra viðburði má finna á heimasíðu safnsins.

Opunartímar:
Sept.-maí: Þriðjudaga - föstudaga, 11:00-16:00
Júní - ágúst: Opið alla daga frá 10:00-18:00

Upplýsingar um aðgangseyri má finna á heimasíðunni okkar.

Ferðagjöf

Landnámssetur Íslands

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes

Landnámssetur Íslands er í tveimur af elstu húsum Borgarness sem standa í kjarna bæjarins niður við Brákarsundið. Annað er gamalt Pakkhús sem hefur verið friðað og hýsir sýningar Landnámsseturs - Landnáms- og Egilssýningu.

Sýningar

Í Landnámssetrinu eru tvær fastar sýningar önnur um landnám Íslands en hin um Egils sögu. Farið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn sem til er á 15 tungumálum auk sérstakar barnaleiðsagnar á íslensku. Leiðsögnin um hvora sýningu tekur um 30 mín. Landnámssetrið var opnað í maí 2006 og hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir sýningar sínar.

Landnámssýningin fjallar um landnám Íslands. Þar segir frá því hvernig Ísland fannst, hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf og hvers vegna þeir yfirgáfu fyrri heimkynni, Noreg. Sagt er frá mönnunum sem fyrstir stigu á land og hvernig Ísland var numið, fram til stofnunar Alþingis á Þingvöllum árið 930. Það er leitast við að skapa tilfinningu fyrir hvernig það hefur verið að halda út á opið haf í leit að óþekktu landi. Metnaður hefur verið lagður í að koma efninu til skila á nútímalegan hátt með hátæknilegum aðferðum. Sérstök hljóðleiðsögn á þrettán tungumálum, auk íslensku og sérstakrar barnarásar er í gegnum sýninguna. Leiðsögnin tekur 30 mín.

Egilssýningin segir frá einum litríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni. Faðir Egils, Skalla-Grímur Kveldúlfsson, var einn af fyrstu landnámsmönnunum kom til Íslands 10 árum á eftir Ingólfi Arnarsyni. Í sögunni um Egil er því best og nákvæmast lýst hvernig ein ætt sest að á Íslandi. Egill var mikið skáld en líka víkingur og ribbaldi í útlöndum. Inn í söguna tvinnast bardagar og ástir, galdur og forneskja. Egilssýningin hefur allt annað yfirbragð en Landnámssýningin. Henni hefur verið komið fyrir í gömlum niðurgröfnum steinkjallara Pakkhússins. Fjöldi myndlistarmanna hefur gert myndir af helstu viðburðum í Egilssögu úr tré og minnir sýningi helst á dulúð Hringadrottinssögu. Gesturinn leiddur í gegnum nokkurskonar völundarhús inn í ævintýraheim sögunnar með hljóðleiðsögn. Leiðsögnin tekur 30 mín.

Við bjóðum nú einnig hljóðleiðsagnir á 15 tungumálum.

Veitingar

Í veitingahúsi Landnámsseturs eru tveir salir, Hvíti salur,Arinstofa og Klettasalur og rúma þeir samtals allt að 135 manns.

Boðið er upp á úrval rétta, súpur og forréttir, grænmetisrétti, fisk- og kjötrétti, sérstakan barnamatseðil, auk eftirrétta og úrval af kökum. Í hádeginu eru á boðstólum tvær tegundir af súpum, nýbakað brauð og salat. Úrval drykkja, bæði heitra og kaldra og ókeypis nettenging.

Veitingahúsið er opið allt árið frá klukkan 10:00 - 21:00. Ef viðburðir eru í húsinu er opið lengur, auk þess sem opnað er sérstaklega á kvöldin fyrir hópa ef þess er óskað.

Gjafa- og minjagripaverslun

Í móttökusal Landnámsseturs er gjafa- og minjagripaverslunin HLAÐHÖND, nefnd eftir Þóru hlaðhönd tengdamóður Egils Skalla-Grímssonar. Áhersla er lögð á íslenska hönnun og hugvit og hentar vöruúrvalið jafnt íslenskum sem erlendum ferðamönnum og íbúum Borgarbyggðar.

Leiksýningar og uppákomur

Í Landnámssetrinu er boðið upp á leiksýningar, tónleika og allskyns uppákomur.

Opnunartími
Allt árið 10:00-21:00

Einnig opið eftir samkomulagi fyrir hópa.

Ferðagjöf

Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll

Hænuvík, 451 Patreksfjörður

Í Hænuvík er rekin sumarhúsaleiga. Þar eru til leigu 4 misstór sumarhús. 4 - 10 manna hús. Sumarhúsin eru öll með eldunaraðstöðu og baðherbergi. Við öll sumarhúsin er hægt að sitja úti og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar. Í Hænuvík er mikið fuglalíf. Þar er hvít sandfjara og fallegt sólarlag. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir á staðnum. Á vorin er hægt að fá leiðsögn í fjárhús og sjá kindurnar.

Í Hænuvík er handverkshúsið Gullhóll með heimagerðu handverki eftir heimilisfólkið í Hænuvík. Þar er hægt að kaupa rendar skálar, prjónaða sokka, vettlinga og lopapeysur auk ýmisskonar vöru sem gerð er á staðnum.

Ferðagjöf

Nýp á Skarðsströnd

Skarðsströnd, 371 Búðardalur

B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar.

Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma.

Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist.

Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur.

Verið velkomin!

Bókanir: thora@this.is.
Sími: 896-1930 eða 891-8674.
Þið finnið okkur á Facebook hér.

Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.

Ferðagjöf

Gallerí Laugarvatn / veitingar

Háholt 1, 840 Laugarvatn

Gallerí Laugarvatn var stofnað 2003 að Háholti 1 Laugarvatni af hjónunum Þuríði Steinþórsdóttur og Jóel Fr. Jóssyni.

Gallerí Laugarvatn er verslun og kaffihús með íslenska handverks og listmuni, úr leir, gleri, tré, ull, leðri, steini, járni o.fl.

Í kaffihúsinu bjóðum við uppá léttan matseðil með mat frá svæðinu hverabakað rúgbrauð silung o.fl..

Einnig erum við með matvöru beint frá býli s.s. silungur -nýr og reyktur , ís, ostur o.fl. og einnig erum við með úrval af gourmet vörum s.s. sölt , krydd, sultur , sósur, te, ofl.

Einnig er bara hægt að heimsækja galleríið og njóta íslenska handverksins í fallegu umhverfi og njóta góðra veitinga í leiðinni.
Galleríið opnaði bed and breakfast árið 2010, býður upp á 3 herbergi með sameiginlegu baði og tvö með sérbaði (12 rúm alls).
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana .

Opnunartími Gallerí er frá 8:30-18:00 alla daga

Ferðagjöf

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.

Ferðagjöf

Eiríksstaðir

Haukadalur, 371 Búðardalur

Eirikur rauði og konan hans Þjóðhildur reistu sér bú að Eiríksstöðum í Haukadal eftir því sem segir í Eiríks sögu rauða. Þar er talið að Leifur heppni hafi fæðst.

Eiríkur var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Fann hann land er hann nefndi Grænland. Þangað flutti hann með fjölskylduna seint á 10. öld og fjöldi fólks fylgdi honum.

Leifur kannaði Vínland undir lok 10. aldar, fyrstur Evrópubúa, um 500 árum á undan Kólumbusi. Leifur heppni er því meðal merkustu landkönnuða sögunnar.

Rústir Eiríksstaða voru kannaðar fyrir miðja síðustu öld og aftur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reist tilgátuhús sem var vígt árið 2000, á 1000 ára afmæli landafunda Leifs í Ameríku. Við bygginguna var lögð áherslu á að styðjast við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag.

Í tilgátuhúsinu er lifandi leiðsögn og fólk klætt að fornum sið fræðir gesti um lífshætti á 10. öld. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi eftir Nínu Sæmundsson.

Opið Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 30. september: 10:00-15:00 10:00-15:00 10:00-15:00
Einnig opið eftir samkomulagi fyrir hópa á öðrum tímum.
Ferðagjöf

Eldstó ehf

Austurvegur 2, 860 Hvolsvöllur

Eldstó Art Café / Bistro er listrænt kaffihús þar sem að allt leirtau er handgert á staðnum.

Í Eldstó Café er boðið upp á gæðakaffi frá Te&Kaffi, frábærar kökur með kaffinu. Smárétti, kjöt- og fiskrétti, sem og eitthvað ljúfengt fyrir grænmetisætur.

Eldstó Art Gallery er rekið af listahjónunum Thor Sveinssyni, leirkerasmiði og G.Helgu Ingadóttur söng-og leirlistakonu. Þau skapa nytjalist, sem að fátíð er á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. "Eldfjallaglerungar" unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art Gallery.

Eldstó Gistiheimilið er nýtt gistiheimili á rishæð, í listrænu umhverfi. Þar eru 5 herbergi, 2ja - 4ja manna og tvö salerni með sturtu á ganginum, eldshús og setustofa. Hægt er að fá morgunverð í Eldstó Café og einnig kvöldmat. Í boði eru uppbúin rúm. Eldstó er í alfaraleið, staðsett á horni Austurvegar (þjóðvegur 1) og Fljótshlíðarvegar, það er því lítill vandi að finna staðinn. Gistiheimilið er opið allt árið.

Opnunartím frá 1.apríl til 31 maí frá 11-18 alla daga og frá 1.júni og fram í september er frá kl. 8 - 22 alla daga og því er hægt að fá sér ljúffengan morgunverð í Eldstó Café á leið sinni um suðurland.

Gistiheimilið er opið allt árið alla daga, en vetraropnun Eldstó Art Café verður auglýst á heimasíðu eldsto.is í haust.
Eldstó Listakaffihús/Bistro/Leirkerasmiðja/Gistiheimili
Austurvegi 2, 860 Hvolsvelli. Sími: 4821011 & 6913033

netfang: eldsto@eldsto.is heimasíða: eldsto.is

Ferðagjöf

Reykjavík Culture Travel

Við hjá Reykjavík Culture Travel hugsum vel um menningarþyrsta samlanda okkar og bjóðum áhugaverðar og öðruvísi ferðir innanlands og erlendis. Ferðir okkar innanlands eru m.a. "námskeiðsferðir" þar sem við bjóðum upp á dvöl á landsbyggðinni í nokkra daga. Ferðir okkar erlendis miðast við að sækja áhugaverða menningartengda viðburði. Þetta geta verið viðburðir þar sem íslenskir eða erlendir listamenn koma fram.

Í sumar bjóðum við Íslendingum tækifæri á að skerpa kunnáttuna sína og færni í áhugamálunum undir dyggri leiðsögn leiðbeinenda í hverju fagi fyrir sig.

Við bjóðum upp á tveggja nátta dvöl á Hótel Bifröst þar sem farið er yfir helstu atriðin sem gera þig enn hæfari í þínu áhugamáli undir handleiðslu okkar hæfu leiðbeinenda.

Námskeiðin sem við bjóðum upp á í sumar eru listmálun, tónlist, prjón, skák og bridge. Námskeiðin standa yfir í þrjá daga, gisting í tvær nætur.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir einstaklinga, hjón, fjölskyldur eða vini sem deila eða deila ekki sama áhugamáli þar nokkur mismunandi viðfangsefni eru boði á hverjum tíma.

Ferðagjöf

Skrímslasetrið

Strandgata 7, 465 Bíldudalur

Í Skrímslasetrinu er haldið utan um skrímslasögur sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Sagt er frá viðureignum manna og skrímsla á nýstárlegan og spennandi hátt. Skemmtileg umgjörð sýningarinnar hefur vakið hrifningu gesta og komið skemmtilega á óvart.

Opið frá kl. 10 - 18 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst
Aðgangseyrir 1.300 krónur.
10 ára og yngri fá frítt inn í fylgd með fullorðnum.

Ferðagjöf

Móra guesthouse

Skálholt, Krossholti Barðaströnd, 451 Patreksfjörður

Tvær íbúir í boði og er stærri íbúðin fyrir 7 manns.

Tilboð 2020 fyrir Íslendinga 35.990kr nóttin, miðað við að panta beint og gegn staðgreiðslu.

Vörur í boði eru: Heimareykt hangikjöt.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Ferðagjöf

Hraunsnef sveitahótel

Norðurárdal, 311 Borgarnes

Á sveitahótelinu eru 15 herbergi. Fimm herbergi á jarð hæð og tíu herbergi á efri hæð. Herbergin á annari hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga, og eru herbergin á fyrstu hæð með sér pall. Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl.

Herbergin hafa öll sama útbúnað: sér inngangur, snyrting með sturtu, hárþurrka og sléttujarn, sloppar, sjónvarp.

Smáhýsi: við bjóðum uppá tvö 15 fm smáhýsi. Þau eru útbúin með hjónarúmi 140 x 200 cm, sér klósetti, sjónvarpi og eldhúskrók. Gistirými fyrir 2 mannskjur. Einnig bjóðum við uppá eitt 25 fm smáhýsi sem er útbúið með hjónarúmi 140 x 200 cm með koju yfir 80 x 190 cm ásamt einu einstaklingsrúmi 90 x 200 cm og svefnsófa 110 x 190 cm. Sér klósett og sturta, eldhúskrókur og sjónvarp er í húsinu. Gistirými fyrir allt að 5 manns. Hægt er að leigja smáhýsin með eða án sængurfata. Án sængurfata eru smáhýsin eins og svefnpokapláss þ.e. enginn sængurföt, ekki handklæði eða sloppar. Með sængurfötum fylgja einnig handklæði og sloppar.

Heitir pottar: það er alltaf gaman að busla í vatni. Hér er hægt að velja um að leika sér á tjörninni í gúmmíbát eða að slappa af í unaðslega heitum pottum.

Skoðunarferðir um dýraríkið: margar sortir af dýrum er að finna á Hraunsnefi og gaman er að halda í skoðunarferð og sjá dýrin og jafnvel fá smá brauð og gefa þeim.

Veitingastaðurinn er opinn allt árið. Opið daglega frá 12-21.

Fleira upplýsingar er hægt að nálgast á www.hraunsnef.is

Ferðagjöf

Útgerðin

Ólafsbraut 12, 355 Ólafsvík

Útgerðin er verslun í gamla Pakkhúsinu í hjarta Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Útgerðin selur íslenskar hönnunarvörur í bland við aðrar sérvaldar vörur. Þá er einnig í boði fjölbreytt úrval af handverki, vinylplötum og sælkeravörurum.

Myndlistasýningar eru einnig haldnar í Útgerðinni og bjóðum við upp á lítið kaffihorn þar sem hægt er að setjast niður og gæða sér á ljúffengum kaffiveitingum ásamt léttu kruðerí innan um falleg listaverk.

Á efri hæðum Pakkhússins er safn þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða liðna tíð og sögu bæjarins.

Vefsíður
www.utgerdin.shop
www.facebook.com/utgerdinolafsvik
www.instagram.com/utgerdinolafsvik

Ferðagjöf

Snorrastofa Reykholti

Reykholt, 320 Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug.

Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir.

Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1885-86 og var í notkun sem sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands sem annast viðgerð hennar. Snorrastofa sér um gömlu kirkjuna á vegum Þjóðminjasafns, en hún er opin gestum staðarins.

Nýja kirkjan í Reykholti var vigð 28. júli 1996. Hún er rómuð fyrir góðan hljómburð og eru þar haldnir tónleikar allt árið. Hápunktur tónleikahalds er Reykholtshátið, sem haldin er í lok júli ár hvert.

Í Snorrastofu er gestahúsnæði fyrir gesti Snorrastofu og Reykholtskirkju og aðstaða fyrir ráðstefnur og mannamót. Snorrastofa er einnig svæðismiðstöð fyrir upplysingar um næsta nágrenni.
Opið: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 31. ágúst: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00
1. september - 30. apríl: 10:00-17:00 Lokað Lokað
Opið eftir samkomulagi um helgar yfir veturinn.
Ferðagjöf

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar, þar sem hún stendur tignarleg við hafnarbakkann.

Harpa er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og Stórsveitar Reykjavíkur. Í húsinu eru veitingastaðirnir Bergmál og Kolabrautin auk veitingaþjónustu Hörpu, sem nefnist KH veitingar. Þar eru einnig verslanirnar Upplifun og Epal.

Harpa, tónlistar og -ráðstefnuhúsið í Reykjavík, er hönnuð af Ólafi Elíassyni, Henning Larsen arkitektum og Batteríinu og opnaði í maí 2011.

Opnunartímar hússins

Vetrartími 1. okt. - 31. maí
10:00 - 22:00

Sumartími 1. jún. - 30. sep.
09:00 - 22:00

Ferðagjöf

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Skúlagata 13, 310 Borgarnes

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er ævintýraheimur út af fyrir sig sem er staðsettur í gamla bænum í Borgarnesi, Skúlagötu 13 og 15, steinsnar frá Landnámssetrinu, hinum margrómaða Bjössaróló og við hliðina á Englendingavík.

Þar er gestum boðið upp á að næra líkama, sál og huga með margvíslegum hætti.

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er gjafavöruverslun, gistiheimili og kaffihús.

Gistimöguleikarnir eru margvíslegir í heimagistingu eða í þremur íbúðum, tveimur stúdíóíbúðum og einni rúmgóðri íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingur. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni.

Í heimagistingunni eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðhergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila stofu og eldhúsi sem er fullbúið öllu sem til þarf.

Allir gestir sem gista hjá okkur geta notið þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru.

Á Kaffi Kyrrð er afslappað og hlýlegt andrúmsloft þar sem unnið er út frá "megi öllum sem koma inn líða betur þegar þeir fara út". Þar geta gestir fengið sér léttar veitingar, eftirrétti, gæðakaffi og góða tengingu (inn á við eða með Wi-Fi).

Eftirtaldir aðilar eru ekki skráðir þátttakendur í Ferðagjöf:

Gamla bókabúðin Flateyri

Hafnarstræti 3-5, 425 Flateyri
Gamla Bókabúðin á Flateyri
Opnunartími:
Sumar:
Alla daga: 10:00 - 17:00
Vetur:
Laugardaga: 12:00 - 16:00
Einnig eftir samkomulagi.
Heimsækið okkur á Facebook hér.
Heimsækið okkur á Instagram hér.

Liston

Sólvellir 6, 350 Grundarfjörður

Alþýðulistamaðurinn Liston, hér er hægt að skoða ný og gömul verk.

Opið allt árið daglega frá 10:00 til 18:00.

Kaffi Kjós

Meðalfellsvegi í Kjós , 276 Mosfellsbær

Kaffi Kjós er staðsett í suðurhlíð Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn. Þar er veitingasala, verslun og bar. Lögð er áherslu á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu umhverfi.

Opið daglega frá 1.maí til 1.september. Einnig er opið um páskana og helgar í apríl, september, október og nóvember.

Listasafn Árnesinga

Austurmörk 21, 810 Hveragerði

Gæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins.
Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá.

Við tökum vel á móti gestum okkar. Fyrir utan sýningarsali er setkrókur með margvíslegurm upplýsingaritum um myndlist, leiksvæði fyrir börn og notaleg kaffistofa.

Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og er viðurkennt af Safnaráði Íslands.

Listasafn Árnesinga á Facebook

Opnunartími Virkir dagar:
Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 30. september: 12:00-18:00 12:00 - 18:00 12:00 - 18:00
1. október - 30. apríl: Fim.-Sun.: 12:00-18:00 12:00 - 18:00 12:00 - 18:00
Lokað í mánuð um jól og áramót.

Greta María - fine jewelry / Smiðjur

Aðalgata 20, 340 Stykkishólmur

Verslunarminjasafn Bardúsa

Brekkugata 4, 530 Hvammstangi
Opnunartími: Virkir dagar
Helgar
1. júní - 1. september
10:00-18:00 11:00-17:00

Annars opið eftir samkomulagi, sími: 869-6327.

Mjög vandað og flott handverk eftir fólk héðan af svæðinu.

Dýrfinna Torfadóttir Gullsmiður

Stillholt 16-18, 300 Akranes

Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður starfrækir vinnustofu sína að Stillholti 16-18 Akranesi. Þar vinnur hún að skartgripagerð, skúlptúrgerð og gerð lágmynda.

Dýrfinna Torfadóttir er fædd 1955 í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og bjó þar eftir að námi lauk og þar til hún fluttist til Akraness haustið 2001.

Hún lærði fag sitt á Akureyri og í Valdres, Noregi og lauk meistaraprófi í gullsmíði árið 1983. Hún opnaði vinnustofu og verslun sama ár á Ísafirði sem enn er starfrækt Þar er boðið upp á handunna skartgripi og gjafavöru.

Dýrfinna hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einkasýninga og samsýninga og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Meðal annars hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins árin 1997, 1998 og 1999. Hún er fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða.

Dýrfinna hefur sem skartgripahönnuður skapað sér sérstakan og persónulegan stíl sem einkennist af frumlegri og oft óhefðbundinni efnismerðferð og djarfri útfærslu. Með þessu hefur hún skipað sér í röð hinna eftirtektaverðustu gullsmiða og skartgripahönnuða á Íslandi.

Skartgripir og önnur verk eftir Dýrfinnu eru til sölu á Hótel Sögu, hjá Epal Design, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hjá Listhúsi Ófeigs í Reykjavík og í versluninni Gullauga á Ísafirði.

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið

Hafnargata 5, 340 Stykkishólmur

Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802-1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807-1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.


Opnunartími: Mán.: Þri.: Mið.: Fim.: Fös.: Lau.: Sun.:
Sumar (17/5-31/8) 10-17 10-17 10-17 10-17 10-17 10-17 10-17
Haust 11-16 11-16 11-16 11-16 11-16 10-13

Aðgangseyrir 2019:

Fullorðnir kr. 1.300,-

Nemar, eldriborgarar og hópar kr. 850,-

Frítt fyrir yngri en 18 ára


Safnapassi stykkishólmsbæjar - öll söfnin (Norska húsið, Vatnasafn og Eldfjallasafn):

Fullorðnir kr. 2.650,-

Nemendur, eldriborgarar og hópar kr. 2.000,-

Menningarhúsið Hof

Strandgata 12, 600 Akureyri

Á vordögum 2014 var undirritað samkomulag fulltrúa Leikfélags Akureyrar (LA), Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) og Menningarfélagsins Hofs (MH) um þátttöku þessara aðila í stofnun nýrrar sjálfseignarstofnunar sem fékk nafnið Menningarfélag AKureyrar. Markmiðið er að skapa öflugan vettvang fyrir þrjár af stærstu menningarstofnunum á Norðurlandi til að starfa saman, sækja fram í menningarlífi á Akureyri og efla enn frekar þá starfsemi sem þessir aðilar hafa staðið að. Í allri vinnu er áhersla lögð á aukna og bætta starfsemi, listrænt sjálfstæði, minni yfirbyggingu og hagræðingu í rekstri.

Markmið MAk

  • Efla atvinnustarfsemi í leiklist og sinfónískri tónlist á Akureyri
  • Bjóða fyrirmyndarvettvang fyrir tónlistar- og sviðslistaviðburði, fundi og ráðstefnur
  • Stuðla að öruggum rekstri og góðri meðferð og nýtingu opinberra fjármuna
  • Stuðla að auknu framboði og fjölbreytileika í menningar- og listalífi Norðurlands
  • Tryggja samstarf og samræmingu viðburða milli stofnaðilanna þriggja

Verslunin og listhúsið Vala

Sólheimar, 801 Selfoss

Verslunin og listhúsið Vala selur afurðir frá 6 mismunandi vinnustofum Sólheima Verslunin Vala er dagvöruverslun með helstu nauðsynjar fyrir íbúa og gesti Sólheima. Þar er lögð er áhersla á að bjóða lífrænt vottaðar vörur, bæði innfluttar eða frá innlendum framleiðendum ekki síst frá lífrænt vottuðu gróðurhúsi, bakaríi og matvinnslu á Sólheimum. Í listhúsi Völu er til sýnis og sölu vörur framleiddar af 6 mismunandi vinnustöðum af íbúum Sólheima. s.s. keramikverk, smíðagripi, vefnað, kerti, snyrtivörur, málverk o.fl.

selur afurðir frá 6 mismunandi vinnustofum Sólheima Verslunin Vala er dagvöruverslun með helstu nauðsynjar fyrir íbúa og gesti Sólheima. Þar er lögð er áhersla á að bjóða lífrænt vottaðar vörur, bæði innfluttar eða frá innlendum framleiðendum ekki síst frá lífrænt vottuðu gróðurhúsi, bakaríi og matvinnslu á Sólheimum. Í listhúsi Völu er til sýnis og sölu vörur framleiddar af 6 mismunandi vinnustöðum af íbúum Sólheima. s.s. keramikverk, smíðagripi, vefnað, kerti, snyrtivörur, málverk o.fl.

Flóra

Hafnarstræti 90, 600 Akureyri

Flóra - verslun, viðburðir, vinnustofur - er staðsett í miðbæ Akureyrar og býður uppá sýningar, viðburði og útgáfur, auk verka og varnings til sölu frá völdum listamönnum, hönnuðum, úr heimavinnslu og frá bændum. Blandað er saman nýju notuðu og endurgerðu. Áhersla staðarins er á náttúrutengdari lífsstíl.

Byggðasafnið í Görðum Akranesi

Garðaholt 3, 300 Akranes

Byggðasafnið í Görðum býður gestum einstaka innsýn í liðna tíma en jafn heildstæð sýning er fágæt á landsvísu. Sýningar safnsins eru afar fjölbreyttar, m.a. í nokkrum húsum sem sum hafa verið flutt á svæði safnsins en á safninu eru einnig sérstakt kvikmyndarými og sýningarými fyrir skammtímasýningar. Í fastasýningum safnsins er fjallað um lífið til sjós, í landi, við vinnu og í leik. Heimsókn á Byggðasafnið í Görðum leikur við öll skilningarvit gesta.

Opnunartími Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
02. júní - 15. september: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00
á öðrum tímum eftir samkomulagi

Raven design

Grænásbraut 506, 260 Reykjanesbær

Við hönnum og framleiðum íslenskt handverk, skart og mynjagripi úr ýmsum efnum. Má þar nefna íslenskt grjót, gler, plexígler og við. Vörurnar okkar henta til daglegra nota og til að lífga upp á heimilið og andann.
Jólin eru einnig mikilvæg fyrir okkur hjá Raven Design en við hönnum og framleiðum jólavörur í stórum stíl. Nýr jólaórói er svo búinn til ár hvert.

Bjarteyjarsandur / Touch Iceland

Bjarteyjarsandur, 301 Akranes

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.

Gönguferðir, fræðsla & leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.

Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði.

Sumarhús - í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikuleiga möguleg.

Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi. Opið allt árið.

Verð 2019:
Fullorðnir: 1.500,- kr.
Börn, 4 - 14 ára: 750,- kr.
Börn, 3 ára og yngri: frítt
Rafmagn: 1.000,- kr. nóttin

Veitingastaðurinn Hlaðan er í uppgerðri fjóshlöðu í elsta hluta bæjarhúsanna á Bjarteyjarsandi. Matseðillinn samanstendur af heimafengnu hráefni sem myndar - ásamt umgjörðinni - einstaka matarupplifun.

Landbúnaður - á Bjarteyjarsandi er stundaður hefðbundinn sauðfjárbúskapur og gestum okkar er boðið að heimsækja fjárhús í fullum rekstri undir leiðsögn bænda á bænum.

Dýrin á bænum - um 600 fjár, íslenskar landnámshænur, hundar, hestar, kettir, kanínur, geitur og útigöngusvín á sumrin.

Beint frá býli - hægt er að versla við bændur á Bjarteyjarsandi allt árið um kring, þótt árstíðabundinn munur sé á vörum og þjónustu. Hér á síðunni er að finna verðlista yfir lambakjöt og vistvænt svínakjöt.

Opið daglega frá 1. maí til 30. september. Afgreiðslutími frá 11:00 til 17:00. Frá 1. október til 30. apríl þarf að bóka með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara.

Ullarverslunin Þingborg

Gamla Þingborg, 803 Selfoss

Ullarverslunin Þingborg

Erum í Gömlu Þingborg, sem er fyrrum félagsheimili og skóli byggt 1927, við þjóðveginn 8 km austan við Selfoss, einstök verslun í hjarta Suðurlands. Gæða handverk úr sérvalinni íslenskri ull í sauðalitum og ull litaðri með náttúrulegum aðferðum. Sígildar íslenskar lopapeysur og úrval af annarri prjónavöru, falleg hönnun og úrvals handverk. Þingborgaropi- og band, mikið úrval af prjónavöru, kembd ull til spuna og þæfingar, gærur, teppi og fl. Ullarverslunin stendur á gömlum merg, stofnuð 1991. Upplýsingar um opnun á heimasíðu, www.thingborg.net.

Blómalindin Kaffihornið

Vesturbraut 6, 370 Búðardalur

Kaffihús - blómagjafavöruverslun.

Súpa úr hráefni af svæðinu- rekjanlegt hráefni. Hópa móttaka allt árið í veitingar, allt að 25 manns.

Opið þriðjudaga-föstudaga frá 12:00 til 18:00 og laugardaga frá 11:00 til 15:00. Lokað á sunnudögum og mánudögum.

Hús Handanna

Miðvangur 1-3, 700 Egilsstaðir

Hús Handanna á Egilsstöðum er staðsett á fjölförnustu gatnamótum Austurlands og í hjarta Egilsstaða.

Verslunin var sett á laggirnar 2010 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að kynna og selja íslenska / austfirska vöru sem byggir á menningu okkar og lífstíl.

Hús Handanna er umhverfisvæn og listræn lífstílsverlsun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, listhandverki, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist, ritlist o.fl.

Sérstök áhersla er á að bjóða vöru sem gerir umhverfinu og okkur sjálfum gott sem og sælkeravöru úr nærumhverfinu. Hjá Húsi Handanna færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, hlýja sokka, jafnvel góða bók, fallega gjöf og þinn eigin minjagrip um ferðalagið þitt. Ævinlega velkomin.

Handverkshópurinn Bolli

Vesturbraut 12, 370 Búðardalur

Handverk unnið af fólki í og úr Dölum. Lopavörur, útskornir hlutir, hekl, prjón, tölur úr kindahornum og beinum, leirmunir og fleira.

Á sumrin opið daglega frá 10:00 til 18:00. Á veturnar opið um helgar í október og alla adventuna. Á öðrum tímum opið eftir samkomulagi.

Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr

Stórhóll, 560 Varmahlíð

Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.

Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.

Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum.

Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.

Listiðjan Eik

Miðhús, 701 Egilsstaðir

Listmunir, og minjagripir úr íslenskum við, hornum og beini, Úr skóginum, þurrkaðir og frystir sveppir, berja og rabarbarasýróp, þurrkaðar jurtir, heil og möluð fjallagrös.

Safnasafnið - Alþýðulist Íslands

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

Safnasafnið annast fjölbreytt menningarstarf sem eitt af þremur mikilvægustu listasöfnum þjóðarinnar; í vörslu þess eru um 135.200 verk, (þar af ca. 200 eftir nútímalistamenn) búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, einnig þúsundir gripa sem settir eru upp í sérdeildum og notaðir á sýningum til að skerpa myndhugsun gesta og fá þá til að sjá hlutina í nýju og víðara samhengi.

Safnasafnið er í stöðugri endurskoðun og sjálfsgagnrýni og tekur á sig skarpari mynd með hverju árinu sem líður; sú hugsun er ríkjandi að það eigi að höfða til barnsins í manninum jafnt sem barnanna sjálfra, efla í leik og starfi þau gildi sem ráða við sköpun listar, s.s. hreina sýn, sjálfsprottna framsetningu, móttækileik, undrun, kímni, saklausa frásögn og tjáningu.

Safnasafnið setur upp 10-12 nýjar sýningar á hverju ári til að viðhalda áhuga almennings og kynna þá ríku arfleifð sem það hýsir. Í safninu er fjölbreytt fræðslubókasafn og 67 m2 Lista- og fræðimannsíbúð sem stendur ferðafólki til boða á sumrin. Gefnar hafa verið út tvær bækur um verk í safneigninni, og ný sýningarskrá kemur út á hverju vori.

Safnið er opið alla daga frá kl. 10:00 til 17:00 frá fyrstu helgi í maí til fyrstu helgar í september. Eftir það er hægt að panta hópheimsóknir en það fer þó eftir veðri.

Boðið upp á fríar veitingar fyrir gesti.

Gestaíbúið stendur fólki til boða allt árið.

Herhúsið - Listamannaíbúð og vinnustofa

Norðurgata 7b, 580 Siglufjörður

Í Herhúsinu á Siglufirði er gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda eða aðra sem vinna að listsköpun. Herhúsið er nýuppgert jafnt að utan sem innan. Vinnustofan er 70 fermetra salur með um 4 metra lofthæð. Þar er góður iðnaðarvaskur, trönur, borðplötur og búkkar og þægilegur sófi sem einnig má nota sem aukarúm.

Baðherbergið sem er á neðri hæð er með sturtu. Í turninum er björt stúdíóíbúð með tveimur rúmum. Í eldhúsinu er ísskápur, kaffivél, brauðrist, örbylgjuofn og tvær rafmagnshellur. Í húsinu er þráðlaust netsamband með ótakmörkuðu niðurhali. Í salnum er hægt að halda sýningar, fyrirlestra og tónleika í lok dvalar en hljómburðurinn í salnum er einstaklega góður. Herhúsið er í hjarta bæjarins og stutt í alla þjónustu, verslanir, þvottahús og veitingahús.

Sauðaneshús á Langanesi

Sauðanes, 681 Þórshöfn

Kirkjustaðurinn Sauðanes er á Langanesi 7 km norðan við Þórshöfn. Sauðanes er fornfrægur kirkjustaður, höfuðból og menningarsetur.
Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 úr höggnum grásteini en endurbygging þess stóð frá 1991 - 2003. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhöggvinn á staðum. Gamla húsinu hefur verið komið í upprunalegt horf og er þar til húsa minjasýning, upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn auk veitingasölu. Til sýnis eru munir frá Langanesi og nágrenni. Sauðaneshús er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12. öld , en núverandi kirkja var byggð árið 1889 og er í endurbyggingu.

Minjastofa Kvennaskólans

Árbraut 31, 540 Blönduós

Minjastofa Kvennaskólans sýnir muni Kvennaskólans á Blönduósi, sem starfaði frá 1879-1978. Margir munanna eru gjafir frá námsmeyjum og velunnurum skólans. Sýningin er verkefni Vina Kvennaskólans. Ennfremur má sjá Elínarstofu með munum Elínar Briem forstöðukonu á tímabilinu 1880-1915 sem erfingjar gáfu.

Uppspuni

Lækjartún , 851 Hella

Uppspuni er fyrsta og eina smáspunaverksmiðja landsins. Hún er fjölskyldurekin og þar er spunnið garn úr ull af kindum eigenda verksmiðjunnar, auk nágranna og eins getur fólk komið með ullina sína til verksmiðjunnar og fengið garn til baka af kindunum sínum. Garnið er 100% íslensk ull í náttúrulegum sauðalitum, mjúkt og slitsterkt. Það er til í nokkrum ólíkum grófleikum og hentar því í ýmis prjónaverkefni. Aðra liti en sauðaliti náum við fram með jurtalitun eða handlitun með litadufti. Fyrir ofan verksmiðjuna er notaleg og hlýleg garnbúð.

Garnbúðin

Í búðinni er hið einstaka garn frá Uppspuna til sölu ásamt ýmsum öðrum vörum úr ull, t.d. gæludýrapúðar, hitaplattar, sokkar, vettlingar, húfur o.fl. Við seljum líka fylgihluti með garninu eins og hnappa og prjóna fyrir tröllabandið. Margt listafólk úr héraði er með munina sína til sölu í búðinni t.d. handgerðar sápur og gjafavörur úr keramiki og tré.

Við spinnum fyrir þig

Uppspuni er staðsettur rétt austan við Þjórsárbrú og er aðeins 2 km frá þjóðvegi 1 í einu af landbúnaðarhéruðum landsins. Þangað er hægt að koma með ull og fá hana unna í garn að eigin óskum. Áður en komið er með ullina verður að hafa samband við Uppspuna til að fá leiðbeiningar um meðhöndlun hennar. Þær eru líka að finna á heimasíðunni. Tólf ólíkar vélar fullvinna mjúkt og yndislegt garn úr ullinni. Notuð eru umhverfisvæn hreinsiefni við vinnsluna og reynt að nota hvert reifi til fulls.

Leiðsögn

Hægt er að kaupa leiðsögn um vinnuferlið og fá í leiðinni fræðslu um uppruna íslensku sauðkindarinnar, prjónahefðir á Íslandi og eiginleika ullarinnar. Sjón er sögu ríkari og heimsókn í Uppspuna er sönn upplifun.

Staðsetning

Smáspunaverksmiðjan Uppspuni er staðsett í blómlegri sunnlenskri sveit, með Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og fleiri gersemar í fjallahringnum. Við erum á Suðurlandi, 18 km austan við Selfoss. Beygt inn á Kálfholtsveg nr. 288 að Lækjartúni, 851 Hellu. Opnunartíma má finna á heimasíðunni okkar www.uppspuni.is eða á fésbók www.facebook.com/uppspuni.is/. Þú finnur okkur líka á Google Maps.

Um okkur

Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson eru eigendur Uppspuna og búa í Lækjartúni með sauðfé og holdanaut. Þann 1. júlí 2017 hófst rekstur, en formleg opnunarhátíð smáspunaverksmiðjunnar og búðarinnar fór fram 17. og 18. mars 2018. Síðan þá hefur vinna í verksmiðjunni verið stöðug og framleiðsla á garni fjölbreytt. Þann 21. nóvember 2018 fengu eigendur verðlaun frá Icelandic Lamb fyrir Framúrskarandi verkefni.

Sköpunarhúsið

Eyrargata, 450 Patreksfjörður

Í Húsinu er boðið upp á gestavinnustofur sem hvetja til samvinnu og skapandi verkefna með samfélaginu á staðnum.

Urta Islandica

Básvegur 10, 230 Reykjanesbær

Urta Islandica er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á gjafa matvöru úr íslenskum jurtum, helstu framleiðsluvörurnar jurtate, jurtasölt, jurtasýróp og sultur.

Urta Islandica hefur sett upp fullkomna framleiðslulínu að Básvegi í Reykjanesbæ. Þar eru framleidd ýmsar tegundir af jurtakryddsöltum, jurtasýrópum og sultum. Þar má einnig finna verslun þar sem hægt er að versla alla vörulínuna ásamt því að líta inn í framleiðsluna.

Urta Islandica er viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.

Gallerí Jökull

Norðurtangi 3, 355 Ólafsvík

Gallerí Jökull í Ólafsvík hefur til sölu handverk, sem allt er unnnið af heimafólki. Meðal annars má finna lopapeysur, húfur, vettlinga og sokka. Þá er einnig til sölu trévörur, leirmunir, skartgripir og hekluð smádýr frri börn. Margt fleira er í boði. Sjón er sögu ríkari.

Opið daglega frá 11:00 til 18:00.

Verið velkomin, við tökum vel á móti ykkur.

Ullarselið á Hvanneyri

Hvanneyri, 311 Borgarnes

Ullarselið á Hvanneyri er verslun með vandað handverk, ullarvörur úr íslenskri ull og gæðahandverk úr íslensku hráefni.

Vörurnar sem í boði eru í Ullarselinu eru handspunnið band, peysur úr handspunnu bandi sem og flíkur úr lopa, léttlopa og ber þar hæst hinar sérhönnuðu Borgarfjarðarpeysur.

Jurtalitað band, kanínufiðuband og fiðuvörur, skartgripir úr hrosshári, steinum, hornum og skeljum. Gestaþrautir úr tré, tilbúinn útsaumur úr jurtalituðu bandi, þæfðir hattar, inniskór og vettlingar.

Ullarselið er jafnframt með í sölu plötulopa, léttlopa og eingirni frá Ístex sem og viðeigandi prjóna og uppskriftir.

Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni, að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi.

Ullarselið er í senn verslun og vinnustofa áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð við ullarvinnslu eru notuð. Í versluninni er handverkið haft í hávegum. Meðal annars er kembt, spunnið, prjónað, flækt, ofið og spjaldofið.

Sjón er sögu ríkari.

Opið Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
15. maí - 15. september 11:00-17:00 11:00-17:00 11:00-17:00
Yfir veturinn er opið á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá 13:00 til 17:00.

Ljómalind - sveitamarkaður

Brúartorg 4, 310 Borgarnes

Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin.

Opnunartímar á sumrin eru frá 10:00 til 18:00 alla daga og á veturna milli 12:00 og 17:00 alla daga.

Gallerí Koggu

Vesturgata 5, 101 Reykjavík

Einstakir keramikgripir hannaðir af einum þekktasta leirlistamanni landsins, Kolbrúnu Björgólfsdóttur, KOGGU.

Opnunartími Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
Sumar: 09:00-18:00 10:00-14:00 Lokað
Vetur: 09:00-18:00 10:00-14:00 Lokað

Daladýrð

Brúnagerði, 601 Akureyri

Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin.

Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.

Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.

Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt.

Pakkhúsið

Ólafsbraut 12, 355 Ólafsvík

Pakkhúsið í Ólafsvík er gamalt verslunarhús, byggt árið 1844.Á fyrstu hæð hússins er Útgerðin, hönnunarverslun en þar er líka hægt að setjast niður og njóta kaffiveitinga og kruðerís innan um fallegar listasýningar.

Byggðasafnið er á efri hæðinni, þar geta gestir upplifað íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnst inn í atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Í risinu er sýningin "Krambúðarloftið" sem ber íslenskri verslunarsögu vitni. Þar má finna ýmsa verslunarvöru, svo sem saltfisk og gúmmískó, sem höndlað var með forðum.

Í upphafi gegndi Pakkhúsið hlutverki birgðageymslu en síðar var m.a. rekin verslun í húsinu. Þar spurði fólk frétta, skiptist á skoðunum og dreypti á kaupmannsbrennivíni sem geymt var undir búðarborðinu.

Þess má geta að Ólafsvík telst elsti verslunarstaður landsins, en árið 1687 gaf konungur út skipun þar sem hann viðurkenndi Ólafsvík sem verslunarstað.

Opið virka daga frá 12-17.

Brúnir - Horse, Home food and Art

Brúnir, 601 Akureyri

Á Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.

Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta skoðað listaverk bóndans og einnig eru þar sýningar annarra listamanna.

Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.brunirhorse.is

GPS punktar: N65° 34' 0.392" W18° 3' 51.597"

Hespuhúsið

Árbæjarveg, 816 Ölfus

Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa, í Ölfusi við Selfoss, þar sem gestum gefst kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um þetta gamla handverk. Í Hespuhúsinu er nóg að skoða en þar er lítil þjóðháttadeild með gömlum handverkstengdum munum og einnig setustofur með fróðlegum bókakosti. Í Hespuhúsinu er jurtalituð ull til sölu í lausum
hespum og í pakkningum með uppskrift að ákveðnu verkefni á ýmsum tungumálum. Ef um hópa er að ræða þá er best að panta fyrirfram til að fá kynningu yfir pottunum. Opnunartíma og leiðarlýsingu má sjá á www.hespa.is eða hringja á undan sér 8652910.

Hitt og þetta handverk - Gallerí

Aðalgata 8, 540 Blönduós

Íslenskt gæðahandverk til sölu unnið af handverksfólki á Norðurlandi vestra

Krums

Eyrarvegur 20, 350 Grundarfjörður

Krums er handverks- og hönnunarfyrirtæki staðsett í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Krums hannar og býr til allt milli himins og jarðar og það sem okkur dettur í hug hverju sinni. í ört vaxandi vörulínu okkar er að finna handtöskur með okkar eigin hönnun, byggðri á íslensku handverki, skrautpúða, skilti, dúka, plaköt, stuttermaboli og margt fleira. Krums byggir hönnun sína m.a. á gömlu íslensku handverki, lopapeysumunstrinu víðfræga, gömlum útsaumsmunstrum fyrri alda og okkar einstaka íslenska máli.

Opið allt árið á virka daga frá 14:00 til 18:00.

Vatnsdæla á refli

Árbraut 31, 540 Blönduós

Verkefnið Vatnsdæla á refli hófst árið 2011 og er hugmynd Jóhönnu Pálmadóttur. Refillinn verður 46 metra langur fullsaumaður. Markmiðið er að endurvekja Vatnsdælasögu á nýjan hátt. Allir geta komið og saumað, fengið nafn sitt skráð í bók og þar með sett spor sitt í söguna.

Víkurprjón – Icewear útivistarfatnaður og ullarvörur

Austurvegi 20, 870 Vík

íslenskum lopapeysum og öðrum vörum úr íslenskri ull. Í stórri og glæsilegri verslun Icewear í Vík má finna gjafir, minjagripi, útivistarfatnað og ullarvörur úr hinni einstöku íslensku ull.

útivistar- og regnfatnað fyrir konurútivistar- og regnfatnað fyrir karla regngöllum og pollagöllum fyrir börninÞú finnur
allt sem þú þar ft til að halda á þér hita.

Gallerí Hlésey

Hlésey, 301 Akranes

Hlésey er í Hvalfjarðarsveit og liggur sunnan undir Akrafjalli.
Jörðin er ekki stór en brosir móti sól við fjörðinn og býður upp á margt fagurt.
raxÍ Hlésey búa Sigurður Ingólfsson, rafeindavirki og Jóhanna G. Harðardóttir, blaðamaður og Kjalnesingagoði.

Þar búa einnig íslensku fjárhundarnir Kirkjufells Urður og Hléseyjar Spá
log fjölmargar landnámshænur ásamt öðrum dýrum sem þangað sækja, - aðallega fljúgandi.

Í Hlésey eru hin heiðnu goð blótuð í Hléseyjarhofi, hlúð að dýrum og börnum og tré ræktuð.
Þar er unnið handverk úr náttúrulegum efnum, ýmsar nytjavörur og skrautmunir og margt af því í víkingastíl.

Þar er rýnt í rúnir og þær bæði lesnar og ristar. Þar er einnig margt skrifað og skrafað um lífið og tilveruna og rætt við heimsbyggðina með radíóbylgjum. Það tekur u.þ.b. 40 mínútur að aka úr miðborg Reykjavíkur til Hléseyjar.

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla

Hrafnagilsskóli, 601 Akureyri

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður nú haldin

Hátíðin sameinar helstu strauma og stefnur, allt frá þjóðlegu handverki yfir í nútíma hönnun og efnisnotkun. Um hundrað sýnendur af öllu landinu taka þátt á þessari hátíð handverksfólks og handverksunnenda.

Opið kl. 12-19 ár hvert í ágúst, fimmtudag - sunnudag eftir Verslunarmannahelgi.

Gallerí Braggi

Aðalgötu 28, 340 Stykkishólmur

Galleríið er í senn verslun og vinnustofa.
Nafnið er tilkomið vegna þessa að galleríið er til húsa í gömlum bragga sem fer ekki framhjá neinum þegar komið er inn í bæinn, rauður og fagur.

Gistiheimilið Gullsól

Sólberg, 611 Grímsey

Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.

Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi.

Þrjú einstaklingsherbergi.

Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns)

Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.

Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.

Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar.

Frítt WIFI er innifalið í gistingu.

Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota.

Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti.

Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum.

Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.

Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi;

Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma.

Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.

Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is

MAk - Menningarfélag Akureyrar

Hof - Strandgata 12, 600 Akureyri

Á vordögum 2014 var undirritað samkomulag fulltrúa Leikfélags Akureyrar (LA), Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) og Menningarfélagsins Hofs (MH) um þátttöku þessara aðila í stofnun nýrrar sjálfseignarstofnunar sem fékk nafnið Menningarfélag AKureyrar. Markmiðið er að skapa öflugan vettvang fyrir þrjár af stærstu menningarstofnunum á Norðurlandi til að starfa saman, sækja fram í menningarlífi á Akureyri og efla enn frekar þá starfsemi sem þessir aðilar hafa staðið að. Í allri vinnu er áhersla lögð á aukna og bætta starfsemi, listrænt sjálfstæði, minni yfirbyggingu og hagræðingu í rekstri.

Minja- og handverkshúsið Kört

Árnes II, Trékyllisvík, 524 Árneshreppur
Starfsemi minja- og handverkshússins Kört byggist á fjórum meginstoðum: Verndun minja, handverkssölu, upplýsingagjöf til ferðamanna og leiðsögn.

Opið 10-18 á sumrin og eftir samkomulagi á veturna.

Leir 7 / Smiðjur

Aðalgata 20, 340 Stykkishólmur

Leir 7 eru að hanna og framleiða vörur úr íslenskum leir sem kemur frá Fagradal á Skarðsströnd, Dalir. Vinnustúdió og verslun eru opið allt árið í kring.

Einnig er tekið á móti hópum og boðið upp á léttar veitingar, eins og skel, harðfisk og þara, allt hráefni af svæðinu. Sagt er frá hvernig leirinn frá Fagradal verður að því keramiki sem búið er til.

Leir7 er Hagleikssmiðja (www.economusee.com) sem tilheyrir neti opinna verkstæða þar sem unnið er með hráefni fra grunni til fullbúinnar vöru.

Salthúsport

Hellisbraut 1a, 360 Hellissandur

Salthúsport

Er sýningasvæði fyrir útilist við Salthús - listasel sem er eitt af húsum gamla Hraðfrystihúss Hellissands. Áformað er að bjóða listamönnum aðstöðu til að vinna að skúlptúrum og útilist í Portinu.

Í sumar er sýningin "Um Tröll, Gyðjur og Menn í Salthúsporti og er opið alla daga milli kl. 14:00 og 16:00. Á sýningunni eru höggmyndir úr grjóti og rekaviði. Ef heppnin er með má þar sjá högglistamann að verki.

Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar

Hnjótur, Örlygshöfn, 451 Patreksfjörður

Opið 10:00-18:00 alla daga yfir sumarmánuðina. Eftir samkomulagi á öðrum tímum.

Handverksskúrinn

Eyravegi 3, 800 Selfoss

Handverksskúrinn eru félagasamtök sem stofnuð voru 1. júní 2010 af 12 konum frá Suðurlandi. Í dag eru 8 konur í hópnum og skiptum við með okkur vinnu hér.

Við framleiðum allar vörur undir eigin nöfnum, vörurnar eru allar handunnar.

Opnunartími

Þri - fös: Allt árið 13:00-18:00
Lau: 11:00-15:00
Sun- mán: Lokað

Þið finnið okkur á Facebook hér.

Arnarnes Paradís

Arnarnes, 604 Akureyri

Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði, umlukið fallegri náttúru og landslagi. Á gistiheimilinu er eitt fjölskylduherbergi, þriggja herbergja íbúð og hjólhýsi. Við bjóðum uppá lífrænan kvöldverður fyrir hópa með fleiri en sex manns og er hann borinn fram í notalega borðsalnum okkar. Að auki bjóðum við uppá 90 mínutna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur.

Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð.

Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkr og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Smávinir / Smiðjur

Aðalgata 20, 340 Stykkishólmur

Smávinir framleiðir handunnir hlutir úr íslensku birki: m.a. fuglar, hestar, englar og aðra hluti.

Gallerý Gimli

Hafnargata 1, 825 Stokkseyri

Við erum 7 handverkskonur á Stokkseyri og nágrenni sem erum með handverksmarkað í Gimli á Stokkseyri: t.d.lopapeysur, leirmunir ,vettlinga , húfur, sokka, skart og margt margt fleira. Leggjum áherslu á vandaða vöru og stillum verðinu í hóf. Sjón er sögu ríkari.

KIDKA Wool factory shop

Höfðabraut 34, 530 Hvammstangi

Ullarverksmiðjan KIDKA er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands. Vörumerkið stendur fyrir fallegar og þægilegar hágæða ullarvörur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi.

Verksmiðjan er staðsett á Hvammstanga í Miðfirði, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar, einungis 5 mínútur frá Þjóðveginum.

Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjónaðar í prjónavélum. Á meðan að á framleiðslunni stendur, fer ullin aldrei úr landi, hér er um að ræða ekta íslenskar vörur sem að auki skapa mikilvæg störf á svæðinu. Heimsæktu KIDKA ullarverksmiðjuna og fylgstu með hinu sígilda íslenska framleiðsluferli ullarinnar. Þannig getur þú séð hvernig peysan þín er búin til.

Í verksmiðjunni er einnig verslun þar sem hægt er að kaupa KIDKA ullarvörurnar sem og handprjónaðar ullarvörur á góðu verði.

Við höfum einnig opnað verslun í Reykjavík:

KIDKA Wool Shop
Laugavegur 54, 101 Reykjavík.
kidka@simnet.is
www.kidka.com

Miðaldadagar á Gásum

Þelamerkurskóli, 604 Akureyri

Þriðja helgi í júlí.

Handprjónasambandið

Skólavörðustígur 19, 101 Reykjavík

Í nóvember 1977 stofnaði hópur fólks, mest konur Handprjóna Samband Íslands.

Markmið þeirra var að auka tekjur sínar með prjóni og að selja peysur og aðra muni úr hinni einstöku íslensku ull.

Allar vörur okkar eru handgerðar af meðlimum prjónasambandsins.

Dyngjan - listhús

Fíflbrekka, 601 Akureyri

Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit

Tilvalið tækifæri fyrir vinahópa að breita til og koma á örnámskeið í fallegu umhverfi og spennandi stað. Í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er boðið upp á t.d. vattarsaumsnámskeið eða að spinna sinn lífsþráð úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum. Lummur og ketilkaffi á heitri kamínunni.


Philippe Ricart

Háholti 11 , 300 Akranes

Mink Viking Portrait

Laugavegur 11, 101 Reykjavík

Víkingaland

Moldhaugar, 601 Akureyri

Gallerí Koltra

Hafnarstræti 5, 470 Þingeyri

Gallerí Koltra er tilgreind sem svæðisupplýsingamiðstöð ferðamanna í Dýrafirði og getur ferðamaðurinn sótt sér upplýsingar um svæðið, áhugaverða staði hvort sem leiðin liggur norður eða suður fyrir hjá starfsmönnum Koltru sem þekkja sitt heimasvæði og þó víðar væri leitað mjög vel.

Í anda húsins er að finna vattasaum sem verður að teljast ein elsta handverksaðferð með ull á Íslandi þó víðar væri leitað. Unnar leðurvörur með tilvísun í heiðni prýða hillur sem og leðurvörur með keltnesku mynstri sem seint er hægt að telja ekki hluta af uppruna okkar Íslendinga.

Listaverk unnin úr rekaviði, sandi og skeljum fær ferðamanninn til að falla í stafi, hvernig er hægt að vinna þetta úr náttúrunni og skapa þessa list. Ferðamaðurinn tengir náttúruna við sköpunargáfu og þá orku sem hægt er að sækja úr henni.

Skartgripir unnir úr þara úr fjörum Dýrafjarðar eru einstakir munir sem einir og sér gera heimsókn í Koltru vel þess virði. Hugmyndaauðgin er greinilega framúrskarandi við fallegan fjörð með tignarlegum fjöllum. Síðast en alls ekki síst er að finna prjónavörur af ýmsum uppruna og skeiðum Íslandssögunnar, mynstur í lopa sem hægt er að rekja til landnáms alveg til mynsturs sem vísa í hraða dagsins í dag.

Handverkshópurinn Nema-Hvað

Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafjörður