Fara í efni

Leigubílar

12 niðurstöður

Tjaldsvæðið Reykjavík

Sundlaugarvegur 32, 105 Reykjavík

Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlauginni og Farfuglaheimilinu í Laugardal. Auk þess er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu í borginni.

Húsbílasvæðið bíður góða aðstöðu fyrir campera, húsbíla og tjaldvagna inn á vöktuðu svæði sem læst er með hliði. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn en samtals er pláss fyrir 60 bíla. Þráðlaust WIFI. Skammt frá er aðstaða til að losa ferðasalerni. Tjaldgestum og gestum á bílum með fortjöldum er vísað á efra svæðið þar sem er ekki rafmagn.

Svæðið er opið allt árið en yfir vetrarmánuðina takmarkast aðstaðan við bað- og eldurnaraðstöðu. Aðra þjónustu finna gestir á Farfuglaheimilinu Dal við hliðina þar sem er móttakan.   

Það er nauðsynlegt að bóka pláss fyrirfram á vefsíðu okkar. Þannig býðst besta verðið og þið fáið aðgang að hliðinu á húsbílasvæðinu frá kl 13:00 til kl 11:00 á brottfarardegi. Hámarksdvöl á svæðinu er 14 dagar yfir vetrarmánuðina annars 7 dagar.

BS-Tours

Hjarðardalur , 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stígur Berg Sóphusson

, 400 Ísafjörður

Leigubíll á Ísafirði og í nágrenni.

Country Taxi

Miðholt 3, 801 Selfoss

Leigubíll í Gullna Hringnum
Leigubílinn er Þjónustar gullna hringinn og nágrenni.
Við erum með 7 manna bíl.
Stuttir og langir túrar
Gerum tilboð í allskonar ferðir
Opið 24/7
Sími 7760810
Bóknarir og/eða upplýsingar í tölvupósti
Netfang countrytaxi1@gmail.com
Heimasíða www.countrytaxiis.weebly.com
Facebook https://www.facebook.com/leigubill/

Bifreiðastöð Reykjavíkur - BSR

Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík

Airport Taxi

Fitjabakki 1d, 260 Reykjanesbær

A-Stöðin var stofnuð þann 1 maí 2007 af fyrrum bílstjórum Aðalbíla í Keflavík og Bifreiðastöðvar Hafnarfjarðar og eru núverandi eigendur hennar þrjátíu og þrír bílstjórar sem flestir starfa á A-Stöðinni. Stöðin og bílstjórar hennar í Keflavík eiga þó rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1948 þegar Aðalstöðin var stofnuð og eru margir núverandi bílstjórar, fyrrum bílstjórar þeirrar stöðvar.

A-Stöðin sérhæfir sig í að þjónusta Suðurnes og Hafnarfjörð, ásamt því að bjóða uppá styttri dagsferðir þar sem farþegar telja allt frá einum og upp í átta. Markmið stöðvarinnar er að tryggja það að farþegar sem nýta þjónustu hennar upplifi einstaka íslenska náttúru á sem bestan hátt. Til þess að uppfylla það, höfum við valið ferðir, þar sem íslensk náttúra nýtur sín til fullnustu. Sveigjanleiki í ferðum er engin takmörk sett, bæði hvað tíma og áfangastaði varðar og geta farþegar sett upp ferðir að eigin vali, breytt ferðum eða sameinað ferðir að vild. A-Stöðin setur strangar kröfur er varðar bifreiðir stöðvarinnar og starfsfólks hennar, hvort sem er til bílstjóra eða síma- og tölvupóstsvörunar.

Bifreiðastöð Oddeyrar - BSO

Strandgata, 600 Akureyri

Í hjarta bæjarins stendur BSO. Leigubílastöðin sem hefur þjónustað Akureyri og nágrenni í áratugi.
Í tímans rás hefur þjónustan þróast og nú bíður stöðin uppá dagsferðir til helstu náttúruperla á norðurlandi.
Einnig hafa bæst í bílaflotan sérútbúnir bílar bæði til fjallaferða og einnig þjónustubílar fyrir fatlaða.

Sophus Magnússon

Sundstræti 39, 400 Ísafjörður

Leigubílaþjónusta á Ísafirði og í nágrenni. Bjóðum einnig upp á rútur fyrir allt að 43 farþega.

Hreyfill Taxi Tours

Fellsmúli 26, 108 Reykjavík

Hreyfill svf. sem stofnað var árið 1943 er eitt elsta og þekktasta fyrirtæki í leiguakstri á Íslandi og þeirra stærst. Gerðar eru miklar kröfur til bílstjóra og gæða ökutækja með tilliti til sem bestrar þjónustu við þá ferðamenn sem ferðast með Hreyfli um Ísland.

Hreyfill leggur áherslu á styttri ferðir, með minni ferðahópa, 1-8 farþega. Um er að ræða sérvaldar leiðir, þar sem áhersla er lögð á að farþegar njóti sem best sérkenna íslenskrar náttúru og landslags og hafi möguleika á t.d. fuglaskoðun, hestaleigu, siglingum, veiði ofl.

Þó um sérvaldar ferðir sé að ræða, er auðvelt að breyta tímalengd og ákvörðunarstöðum. Þá er auðvelt að skipuleggja einstaka ferðir að óskum ferðafólks með stuttum fyrirvara.

Kostir styttri ferða fyrir litla hópa eru margir, m.a. persónulegri, hagkvæmari og sveigjanlegri þjónusta en t.d. í áætlunarbílum. Allur kostnaður er innifalinn í verði ferðar nema annað sé tekið fram.



Taxi Iceland Tours ehf.

Kleppsvegur 48, 105 Reykjavík

Taxi Iceland sérhæfir sig í persónulegum ferðum fyrir 1-4 farþega. Við bjóðum upp á styttri og lengri dagsferðir. Við bjóðum upp á sveigjanleika í tímasetningum og áfangastöðum, sem og sérsníðum við ferðir að óskum viðskiptavina.

Icelandtaxi.com

Stekkjargötu 79, 260 Reykjanesbær

Borgarbílastöðin

Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Bifreiðastöð Borgarbílastöðvarinnar ehf. var stofnuð árið 1952 í Reykjavík. Stöðin var lengi með starfsemi í svonefndu Zimsenshúsi í Hafnarstræti 21, en fluttist um set árið 1995 yfir á Nýlendugötu og mörkuðu flutningarnir nokkur tímamót eftir meira en hálfrar aldar rekstur.

Það hentar vel fyrir gangandi vegafarendur en auk þess höfum við alla tíð gefið eldri borgurum og öryrkjum sérstakan afslátt. Þessu fólki finnst gott að geta labbað við hjá okkur þegar það á leið í bæinn.

Þjónustusvæði okkar er höfuðborgarsvæðið en við ökum einnig út á land með viðskiptavini okkar.

Við erum liðtæk í ferðir til og frá Keflavík í gullna hringinn - Þingvellir, Gullfoss og Geysi.