Fjöll
Kverkfjöll
Langisjór, Fögrufjöll, Grænifjallgarður
Langjökull í Borgarfirði
Lómagnúpur
Mýrdalsjökull og Katla
Reykjaneshyrna
Fjallið Reykjaneshyrna stendur við mynni Norðurfjarðar á Ströndum. Fjallið er tilkomumikið og stendur eitt og sér við yst í firðinum. Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa þar sem það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og standir í suðri og Árneshreppur í vestri. Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga. Tilvalið er að fara í sund í Krossneslaug eftir góða göngu á Reykjaneshyrnu.
Sandafell
Sandafell er lítið fell ofan Þingeyrar (362metrar). Upp á fellið liggur vegur sem einungis er fær 4x4 bílum. Hægt er að ganga upp fellið frá Þingeyri og þaðan er frábært útsýni.
Síldarmannagötur
Síldarmannagötur er gömul þjóðleið sem er á verndarsvæði í byggð hjá Skorradalshreppi, sem liður í því að halda til haga alfaraleiðum fyrri tíma. Hægt er að byrja göngu við Vatnshorn inn í Skorradal en einnig við vörðu inn í Hvalfirði.
Síldarmannagötur, sem liggur á milli Skorradals og Hvalfjarðar, er vinsæl útivistarleið sem breiður markhópur nýtur.
Vörður og stikur eru á milli upphafs/enda leiðar. Fara þarf yfir Blákeggsá tvisvar sinnum á leiðinni og er undirlag gönguleiðar mismunandi, allt frá smá grjóti að moldar undirlagi. Sjálfboðaliðar hafa verið dugleg við að viðhalda
merkingum á leiðinni til að aðstoða göngufólk á leiðinni og er útsýni yfir Skorradal, Hvalfjörð, Botnsúlur og jökla á leiðinni stórkostlegt. Síldarmannagötur eru og verða ein vinsælasta útivistarleið á Vesturlandi og er
mikilvægt að viðhalda henni og útdeila upplýsingum um hana.
Svæði: Hvalfjörður/Skorradalshreppur
Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur(nr.47) og vegur nr.508 inn í Skorradal.
Erfiðleikastig: Krefjandi/erfið krefjandi leið.
Vegalengd: 15.56km.
Hækkun: 500 metra hækkun.
Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið.
Tímalengd: 4klst.
Yfirborð leiðar: Smá grjót, moldarundirlag, þúfur, mýrar, gras undirlag og stór grjót.
Hindranir á leið: Bláskeggsá en fara þarf yfir hana tvisvar á gönguleið.
Þjónusta á leið: Engin þjónusta.
Upplýst leið: Óupplýst leið.
Tímabil: Óráðlegt að fara leiðina frá nóv. til maí vegna veðra, snjólaga eða aurbleytu.
GPS hnit upphaf: N64°28.4501 W021°19.1845 Vatnshorn inn í Skorradal
GPS hnit endir: N64°23.2899 W021°21.5792 Inni í Hvalfirði
Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er skíðasvæði Seyðfirðinga og er staðsett við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.
Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra long. Neðri lyftan er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun en efri lyftan er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.
Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.
Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn fyrir alla gesti.
Stálpastaðir
Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.
Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi en
það gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.
Svæði: Skorradalur.
Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur).
Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélar
fara stundum um skógarveginn á virkum dögum).
Vegalengd: 1.6 km
Hækkun: 0-50 metra hækkun.
Merkingar á leið: Engar merkingar.
Tímalengd: 23 mín.
Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.
Hindranir á leið: Engar hindranir.
Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan.
Upplýst leið: Óupplýst leið.
Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.
GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108
GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108
Straumnes
Straumnesfjall er fjall upp af Aðalvík í Sléttuhreppi. Gamall vegur liggur upp á fjallið frá Látrum í Aðalvík. Uppi á fjallinu byggði ameríski herinn radarstöð árin 1953-1956 og var hún rekin í um áratug. Núna má einungis sjá leifar af stöðinni og húsin eru mikið farin að láta á sjá. Radarstöðin á Bolafjalli, ofan Bolungarvíkur, var byggð til þess að taka við af þessari stöð og er hún enn í notkun en er rekin af Landhelgisgæslu Íslands eftir að herinn fór af landi brott. Ameríski herinn hafði víðtæk áhrif á Hornströndum og byggði herstöðina, flugvöll og stóð í stórræðum í vegalagninu. Fjöldi fólks hafði vinnu af því að þjónusta herinn og segja má að ef stöðin hefði verið lengur í rekstri þá hefði íbúaþróun á Hornströndum kannski orðið önnur.
Systrafoss
Vaðalfjöll
Vaðalfjöll eru tveir blágrýtisgígtappar sem standa um það bil 100 metra upp úr heiðinni ofan við Berufjörð og Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Talið er að fjöllin dragi nafn af miklum vöðlum eða leirum í Þorskafirði. Vaðalfjöll sjást vel víðsvegar að og úr öllum áttum, útsýnið af toppnum er virkilega stórfenglegt og sést vel inn á Vestfirðina ásamt því að sjá yfir Breiðafjörðinn og yfir í Dalina.
Auðvelt er að ganga upp á topp á báðum töppunum, jafnvel að byrja á þeim lægri og halda svo upp á þann hærri úr skarðinu á milli þeirra tveggja.
Víknaslóðir
Víknaslóðir er gönguleiðakerfi sem teygir sig yfir landssvæðið milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Svæðið er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag, vel stikaðar og merktar leiðir. Ferðamálahópur Borgarfjarðar gefur í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu út öflugt gönguleiðakort sem fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði eystri, í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar þrjá vel búna gönguskála á Víknaslóðum, í Breiðuvík, Húsavík og í Loðmundarfirði. Ferðaþjónustuaðilar á Borgarfirði veita göngufólki fjölbreytta þjónustu, svo sem við ferðaskipulag, gistingu, leiðsögn, flutninga (trúss) og matsölu.
Gönguleiðakerfið er fjölbreytt með styttri og lengri gönguleiðum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Kaldbakur
Kaldbakur er hæsta fjall Vestfjarða og er staðsett á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Fjallið er 998 metra hátt og sést vel frá mörgum stöðum á Vestfjörðum. Mörg fjöll á Vestfjörðum hafa flatan topp, sem er vegna legu jökla á ísöld en nokkur fjallana á Vestfjörðum hafa toppa sem minna á Alpana og Kaldbakur er eitt þessara fjalla og því má segja að hann tilheyri "vestfirsku ölpunum". Efst á Kaldbak er flatur blettur en hann hefur þó snarbrattar hlíðar og þaðan er frábært útsýni. Tiltölulega auðvelt er að ganga á Kaldbak, hægt er að keyra eftir jeppavegi að Kvennaskarði, sem skilur að Arnarfjörð og Dýrafjörð, þar er hægt að geyma bílinn og ganga upp á topp. Gangan upp og niður tekur um það bil 4 klst. Einnig er hægt að ganga upp á Kaldbak úr Fossdal í Arnarfirði, sem lengir gönguna um helming en sú leið er mjög falleg og skemmtileg.
Hverfjall
Bláhnúkur í Landmannalaugum
Brynjudalsskógur
Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar.
Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði.
Svæði: Kjósahreppur.
Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg.
Erfiðleikastig: Auðveld leið.
Vegalengd: 3.2km
Hækkun: 103 metra hækkun.
Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar.
Tímalengd: 1 klst.
Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.
Hindranir á leið: Þrep.
Þjónusta á leið: Engin þjónusta.
Upplýst leið: Óupplýst leið.
Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.
GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513
GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513
Búlandstindur
Búlandstindur er 1069 metra hátt basaltfjall í Djúpavogshreppi og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur er tákn Djúpavogs enda þykir fjallið almennt vera í hópi formfegurstu fjalla á Íslandi.
Í austur af Búlandstindi gengur fjallsraninn Goðaborg sem er um 700 m yfir sjávarmáli og er sagt að þangað upp hafi menn burðast með goð sín strax eftir kristnitökuna til þess að steypa þeim fram af fjallsgnípunni. Aðrar heimildir segja Goðaborg sé hamrastallur hátt uppi í Búlandstindi, breiður og sléttur að ofan. Bratt og harðsótt er þar upp en sumir segja að í vatni sem er þar uppi hafi verið þvegin innylfi þeirra dýra sem þar var fórnað goðunum til árs og friðar.
Fjöldi fólks leggur leið sína á tindinn á hverju ári. Best er að fara eftir vegarslóða sem liggur meðfram Búlandsá sunnanverðri og alveg inn að stíflu sem er innarlega á dalnum. Þaðan er gengið beint upp grasi grónar brekkur og skriður innan við Stóruskriðugil í stefnu á skarð fyrir innan Búlandstind. Þar á eftir rekur leiðin sig sjálf þar til efsta tindi er náð. skoða má loftmynd með af stikaðri leið upp aá tindinn á heimasíðu Teigarhorns . Hátindurinn er mjór og brattur klettarimi og þar er útsýni feyki gott. Mjög mikilvægt er að gæta þess að ganga ekki of langt til austurs ef eitthvað er að skyggni eða ef hált er, því að austurhlíð fjallsins er þverhnípt og hömrótt. Gott GSM samband er á tindinum.
Djúpavíkurfoss
Yfir þorpinu Djúpavík í Árneshreppi er fallegur foss en upp með honum er einnig skemmtileg gönguleið.
Fjörður
Fossatún gönguleið
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirði
en þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem
staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún er
staðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafell
liggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík
við veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandi
gistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimili
og sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er til
staðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkum
Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að
Blundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarðar.
Hægt er að ganga frá þjónustuskála við
Fossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þá
skilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígur
sem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svo
aftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlag
á þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuð
breið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar er
að finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.
Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð.
Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut).
Erfiðleikastig: Auðveld.
Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km
Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu.
Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni.
Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst
Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði.
Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.
Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún.
Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.
Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfir
vetrarmánuði.
GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263
GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263
Gunnólfsvíkurfjall
Gunnólfsvíkurfjall stendur við Finnafjörð á Langanesi sunnanverðu. Það er hæsta fjall Langanes, 719 metra hátt. Brattur akvegur liggur upp á fjallið sem er lokaður almenningi en þar er ratsjárstöð sem NATO reisti og tekin var í notkun 1989. Heimilt er að ganga eftir veginum uppá fjallið og á góðviðrisdögum er útsýnið þaðan stórkostlegt, allt suður til Dyngjufjalla.
Húsavíkurfjall
Húsavíkurfjall er 417 metrar og er þægileg gönguleið er á fjallið frá þjóðvegi norðan Húsavíkur. Byrjað er hjá tjaldsvæðinu og gengið eftir góðum bröttum vegslóða. Fallegt útsýni yfir Húsavík og Skjálfanda. Einnig sjást eyjurnar Flatey og Lundey.
Hafnarfjall Sjö tindar
Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit er vinsæll útivistarstaður þar sem gangandi og hlaupandi útivistarfólk nýtir sér. Fjallið hefur upp á að bjóða möguleika á mismunandi gönguleiðum, hvort það er að ganga upp að „Steini“, ganga upp á topp og til baka eða að fara sjö tinda. Með tilvist Ferðafélags Borgarfjarðar, hefur aðgengi við bílastæði verið stórbætt og stikur hafa verið settar upp alla leið á topp fjallsins. Upplýsingaskilti hefur verið sett upp við bílastæði sem sýnir mismunandi gönguleiðir, hvað ber að varast og svo framvegis. Mikill fjöldi útivistarfólks nýtir sér gönguleiðir upp Hafnarfjall.
Hafnarfjall hefur verið þekktast fyrir sterka vinda sem vegfærendur um Vesturlandsveg hafa fundið fyrir í gegnum árin. Hafnarfjall og gönguleiðir um svæðið er nokkuð þekkt og hafa íbúar Borgarfjarðar og nærsveita verið öflug í því að ganga og njóta. Margir nýta gamla þjóðvegin sem liggur frá bílastæði og niður að vegi nr. 50 sem liggur við Hvítá. Möguleikar fyrir stóran hóp útivistarfólks er mikill, þar sem hægt er að ganga á jafnsléttu, ganga upp brattar hlíðar Hafnarfjals en einnig að njóta útivistar inn í þeim gilum og meðfram þeim ám sem er að finna á svæðinu. Útsýni við „Stein“ og útsýni þegar ofar er komið er stórkostlegt en við sjö tinda göngu er útsýni fjölbreytilegt og nær viðkomandi að sjá víða.
Svæði: Hvalfjörður.
Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 1 (gamli þjóðvegur nr. 52/2).
Erfiðleikastig: Krefjandi leið/erfið leið.
Vegalengd: 15.31 km.
Hækkun: 1010 metra hækkun.
Merkingar á leið: Búið er að stika fyrsta hluta leiðar, frá bílastæði og upp fyrsta tind.
Tímalengd: 4.30 klst.
Yfirborð leiðar: Smá grjót, grasi, stóru grjóti og blandað yfirborð.
Hindranir á leið: Þrep og vað
Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði.
Upplýst leið: Óupplýst leið.
Tímabil: Tímabundnar lokanir (vegna ófærðar yfir vetrarmánuði).
GPS hnit upphaf: N64°30.8785 W021°53.4740
GPS hnit endir: N64°30.8785 W021°53.4740
Hekla
Helgafell á Snæfellsnesi
Herðubreið
Hornbjarg og Hælavíkurbjarg
Hornbjarg er þverhnípt bjarg í friðlandinu á Hornströndum. Nyrsti oddi Hornbjargs heitir Horn og er nyrsti tangi Vestfjarða og þaðan fá Hornstrandir nafn sitt. Bjargið er snarbratt og hæsti tindur þess, Kálfatindur er í 534 metra hæð, tindurinn Jörundur er þar næstur í 429 metra hæð. Bjargið er einstök sjón og engu öðru líkt, einstaklega grænar og grasgrónar hlíðar sem skyndilega verða að snarbröttum klettaveggjum sem hrapa í sjóinn.
Hornbjarg er eitt af mestu fuglabjörgum landsins og þar verpa fjölmargar tegundir bjarg og sjófugla.
Til að komast að Hornbjargi þar að fara með bát frá Ísafirði.
Hælavíkurbjarg er staðsett á milli Hælavíkur og Hornvíkur á Hornströndum. Bjargið er beint í sjó fram og afskaplega skemmtilegar bergmyndarnir má sjá í bjarginu. Bjargið er 521 metra hátt þar sem það er hæst og margir sjófuglar sem byggja það. Súlnastapi stendur fyrir utan bjargið en þar er mikil súlubyggð.
Öræfajökull
