Fara í efni

Hótel

256 niðurstöður

Katla hótelrekstur ehf

Höfðabrekka, 871 Vík

Á Hótel Kötlu eru 103 vel búin tveggja manna herbergi með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti þar sem við bjóðum gestum upp á ljúffengt kvöldverðarhlaðborð allt árið. Á Hótel Kötlu er vel útbúin funda / ráðstefnuaðstaða.  Við erum 5 km austan við Vík.

Heitur pottur og gufubað eru við hótelið þar sem notalegt er slaka á og njóta kyrrðarinnar. Hótel Katla - Höfðabrekka er kjörinn staður fyrir starfsmannahópa að halda árshátíðir eða fyrir ráðstefnur. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í fallegu umhverfi hótelsins og í nágrenninu er, t.d, hægt að fara í hestaferðir, þeysa á snjósleða, fara í ísgöngu á Sólheimajökli, skella sér í golf á golfvellinum í Vík eða bara njóta útiverunnar á þessum fallega stað.

-Velkomin á Hótel Kötlu!

Hótel Laugar

Laugar, 650 Laugar

Heimavist fyrir ungmenni í framhaldsskóla sem rekið er sem hótel yfir sumarmánuðina.

Hótel Fönix

Laugavegur 140, 105 Reykjavík

Lítið, fjölskyldurekið hótel í miðborginni. Glæsilega inréttað með öllum helstu þægindum.

Sel-Hótel Mývatn

Skútustaðir, 660 Mývatn

Sel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar. 

Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla.

  • 54 herbergi
  • Einstök staðsetning
  • Frábær veitingarstaður
  • Happy hour
  • Persónuleg og góð þjónusta
  • Morgunverðarhlaðborð innifalið

Kirkjufell Hótel

Nesvegur 6, 350 Grundarfjörður

Kirkjufell Hotel er við sjávarsíðuna, upphaflega byggt sem verbúð fyrir sjómenn árið 1954. Það er staðsett í Grundarfirði, litlu sjávarþorpi á Snæfellsnesi. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Snæfellsness. 

Á hótelinu eru 29 þægileg herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, te og kaffi, sjónvarp og hárþurrku. Þráðlaust internet er aðgengilegt á öllu hótelinu fyrir gesti.

Diamond Suites

Vatnsnesvegur 14, 4th floor, 230 Reykjanesbær

Diamond Suites er fyrsta 5-stjörnu hótelið á Íslandi og er staðsett á efstu hæðinni á Hótel Keflavík sem margir íslendingar þekkja nú þegar.  Á Diamond Suites leggjum við aðaláherslu á gæðagistingu í lúxusumhverfi og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.

Við bjóðum upp á úrval af einstökum svítum sem hver hefur sinn karakter og þema en allar fylltar með því besta í húsgögnum, tækjum og aðstöðu. Skoðið heimasíðuna okkar til að sjá fleiri myndir og fá nánari upplýsingar um svíturnar.

Svíturnar eru allar með king-size hjónarúmi auk svefnsófa svo það geta gist allt að 4-5 manns í hverri svítu. Og með einstakri samsetningu á svítunum getum við boðið upp á 1ns herbergis svítur, 2ja herbergja svítu og 5 herbergja íbúðasvítu.

Diamond Suites eru með einkasetu- og borðstofu með opnum arineldi, vel búnum eldhúskrók og svalir með heitum potti sem einungis stendur Diamond Suites gestum til boða.

Dvöl á Diamond Suites innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum.

Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð.  KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.

Innifalið í verðinu hjá okkur er allir skattar og gjöld, frír drykkur  við komu, frír leigubíll til og frá Leifsstöð, einkanettenging, aðgangur að líkamsræktarstöð,  gufu og heitum potti, sloppur og inniskór á svítunni og morgunverður að eigin vali, borinn fram milli 5:30-9:30 í einka Diamond Suites borðstofu.

Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.

Deplar Farm

Deplar, 570 Fljót

Lúxushótel í Fljótunum, Skagafirði. Tilvalið fyrir þá sem meta næði og ró.

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Hótel Leifur Eiríksson

Skólavörðustígur 45, 101 Reykjavík

Hótel Leifur Eiríksson, sem situr á merkustu hæð Reykjavíkur, prýdd glæsilegum arkitektúr Hallgrímskirkju. Hótelið hefur verið stýrt af sömu fjölskyldu síðan 1999.

Gististaðurinn er á móti Hallgrímskirkju í miðbæ Reykjavíkur. Herbergin eru í tveimur byggingum og eru með sérbaðherbergi, ókeypis WiFi og gervihnattasjónvarp. Efri hæðirnar eru aðeins aðeins aðgengilegar um stiga. Laugavegurinn er í 200 metra fjarlægð.

Morgunverðarhlaðborð er borið fram frá klukkan 07:00 til 09:30 á hverjum morgni í matsalnum. Hægt er að panta léttar máltíðir og drykki á snarlbarnum. Móttakan er opin allan sólarhringinn.

Við hvetjum gesti okkar til að fagna lífinu í íslensku matarlífi, dekra við góðan nætursvefn, fá sér sundsprett í nágrannalauginni og anda að sér fersku lofti. Stutt er í verslanir, veitingastaði og skemmtanalífið í miðborginni.

Hótel Natur

Þórisstaðir 4, 606 Akureyri

Hótel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á Þórisstöðum í Eyjafirði, miðsvæðis á Norðurlandi.

Hlaða, fjós og vélageymsla hafa verið endurbyggð og breytt í hótel. Jafnvel gamall votheysturn er nýttur sem útsýnisturn.

Við viljum tryggja gestum okkar sem best aðgengi að náttúru svæðisins með góðum göngustígum niður í fjöru og upp í fjall og bjóðum upp á létta afþreyingu úti sem inni.

Verið hjartanlega velkomin og njótið kyrrðar með útsýni til allra átta.

Hótel Egilsen

Aðalgata 2, 340 Stykkishólmur

Hótel Egilsen er staðsett við höfnina í hinum fallega bæ Stykkishólmi við strendur Breiðafjarðar. Hér eru veturnir dimmari og sumrin bjartari en á flestum öðrum stöðum. Lífið gengur á sínum eigin tíma og allir hlutir eiga sína eigin sögu. Íbúarnir eru sögumenn, reiðubúnir að deila sérstakri ástríðu sinni á bæjarfélaginu með gestum sínum.

Lítið snyrtilegt 10 herbergja hótel í sögufrægu húsi í hjarta Stykkishólms.



Fosshótel Austfirðir

Hafnargata 11-14, 750 Fáskrúðsfjörður

Fosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri.

  • 47 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • L'Abri veitingahús
  • Bar
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Safn
  • Hleðslustöð

Hluti af Íslandshótelum

Hótel Stuðlagil & Stuðlagil INN

Skjöldólfsstaðaskóli, 701 Egilsstaðir

ION Adventure Hotel

Nesjavellir, 805 Selfoss

Ion Adventure Hotel opnaði þann 1. febrúar 2013. Hótelið er staðsett í einni mestu náttúruperlu landsins og aðeins í um hálftíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins. Gestir munu upplifa sterka tengingu við náttúruna, orkuna á svæðinu og tærleikann í umhverfinu.

Fosshótel Stykkishólmur

Borgarbraut 8, 340 Stykkishólmur

Fosshótel Stykkishólmur er með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús, nýtískulegan bar og fullkominn ráðstefnusal sem tekur allt að 300 gesti. Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst.

  • 76 herbergi
  • Morgunmatur í boði
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Fundaraðstaða
  • Veitingastaður og bar
  • Ókeypis bílastæði
  • Hleðslustöð

Hluti af Íslandshótelum

Hótel Búrfell

Mýrdalur, 871 Vík
Hótel Búrfell er fjölskyldurekið hótel, staðsett á Suðurlandi, 14 km vestan við Vík. Hótelið er á rólegum og hljóðlátum stað. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Það er frítt þráðlaust net í allri byggingunni. Herbergin eru rúmgóð og hugguleg, með sér baðherbergi. Í hverju herbergi má finna sjónvarp, hárblásara og hraðsuðuketil með te/kaffi bakka. Fyrir bókanir og/eða fyrirspurnir sendið póst á info@hotelburfell.is. Við tökum vel á móti þér!

Park Inn by Radisson Reykjavik Keflavik Airport

Hafnargata 57, 230 Reykjanesbær

Glæsileg aðstaða á Park Inn by Radisson í Keflavík
Park Inn by Radissson er fjögurra stjörnu hótel í Keflavík. Hótelið, sem er aðeins 5 kílómetrum frá flugvellinum, er glæsilegt með björt og nútímaleg herbergi, vinsælan veitingastað og góða aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og veislur.

Bláa lónið er aðeins 20 mínútum frá hótelinu og einnig eru margir verðugir staðir og söfn að skoða í Reykjanesbæ.

Veitingastaðurinn okkar, Library Bistro/bar, býður upp á upplifun á mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París höfuðborg bistróanna. Staðurinn hefur hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun, hlýlegt andrúmsloft og fjölbreyttan matseðil á sanngjörnu verði. Þú getur notið þess að kíkja í léttan hádegisverð, íburðarmeiri kvöldverð eða dykk og snarl á barnum. 

Nánar um hótelið

  • 5 kílómetrum frá Keflavík International Airport (KEF).
  • 116 herbergi þar á meðal tvær juniour svítur including
  • Morgunverðarhlaðborð er í boði frá 05:00 – 10:00.
  • Á hótelinu er Library Bistro/bar, vinsæll veitingastaður hjá bæði hótelgestum sem og íbúum Reykjanesbæjar.
  • Boðið er upp á ókeypis geymsu fyrir bílinn í upphitaðri bílageymslu og skutl upp á flugvöll á morgnana

Fjórir tæknivæddir fundarsalir sem rýma yfir 300 gesti.

Center Hotels Klöpp

Klapparstígur 26, 101 Reykjavík

Ef þú vilt vera í hringiðu miðbæjarins þá er Center Hotels Klöpp hárrétti staðurinn. Hótelið er staðsett á horni Klapparstígs og Hverfisgötu.  

Á Klöpp eru 46 herbergi sem eru rúmgóð og bjóða ýmist upp á útsýni yfir Klapparstíginn, Hverfisgötu eða Hjartagarðinn. Öll herbergin eru einstaklega notaleg og bjóða upp á öll nútíma þægindi.  

Morgunverður fylgir með öllum herbergjunum á Klöpp sem og frítt þráðlaust internet. Staðsetning hótelsins er einstaklega góð og örstutt er í miðbæjarfjörið. Á hótelinu er lítill bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga frá 16:00 til 18:00. 

- 46 herbergi
- Bar
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet

Center Hotels Klöpp er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

Ekra Reykjavík

Þingholtsstræti 2-4, 101 Reykjavík

Hótelíbúðir af öllum stærðum og gerðum í hjarta miðbæjar Reykjavíkur.

Hótel Flatey

Flatey á Breiðafirði, 345 Flatey á Breiðafirði

Gisting er í nýuppgerðum pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi, Stóra-Pakkhúsi og veitingasalur hótelsins er í samkomuhúsinu. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna. Stóra-Pakkhús ásamt samkomuhúsinu eru þar við hliðina.

Hótel Flatey býður nú upp á 7 tveggja manna herbergi, 2 fjölskylduherbergi (hjónarúm og 2 kojur), 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 12 herbergi og 23 rúm. Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi. Morgunmatur er innifalinn í verðinu.

Hótel Aldan

Norðurgata 2, 710 Seyðisfjörður

Hótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögulegum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er innréttað með sínum eigin karakter og sjarma. 

Auk hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins. 

Bjóðum uppá æðisleg sumartilboð í gistingu á heimasíðunni okkar. Hundar eru leyfðir í völdum herbergjum og íbúðunum.  

Hótel Rauðaskriða

Rauðaskriða, Aðaldalur, 641 Húsavík

Hótel Rauðaskriða er vinalegt, fjölskyldurekið sveitahótel við veg 85 á milli Húsavíkur og Akureyrar. Hótelið er mjög vel staðsett fyrir dagsferðir á áhugaverða staði á Norðurlandi, svo sem Akureyri, Húsavík, Goðafoss, Mývatn, Dimmuborgir, Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta og Aldeyjarfoss. Afþreying í nágrenni okkar er t.d. Hvalaskoðun frá Húsavík, Jarðböðin við Mývatn, Geosea sjóböðin á Húsavík, hestaleigur, hjólaleigur, veiði í vötnum og ám og margt fleira.

Við erum umhverfisvottað hótel (Norræni Svanurinn) og bjóðum upp á 37 herbergi með baði og morgunverði. Á öllum herbergjum er gervihnattasnjónvarp, ótakmarkað internet, hárþurrka og te- og kaffisett. Við hótelið eru einnig heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir ferðalag dagsins.

Hótel Vesturland

Borgarbraut 59, 310 Borgarnes

Hótel Vesturland er huggulegt hótel í Borgarnesi. Á hótelinu eru 81 herbergi, glæsilegur veitingastaður, bar, spa og góð fundaraðstaða. Hótel Vesturland er tilvalið hótel fyrir árshátíðar- og ráðstefnuhópa, stóra sem smáa. 

Reykjavík Natura | Berjaya Iceland Hotels

Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík

Reykjavík Natura er hlýlegt hótel staðsett mitt í náttúru Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar. Þar býðst öll sú þjónusta sem gestir gera kröfu um á fyrsta flokks hóteli, hvort sem er í mat og drykk á veitingastaðnum Satt eða í afslöppun og dekri í Natura Spa. Hótelið starfar eftir gæðastöðlum og er umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001.

  • 220 herbergi af mörgum gerðum
  • 3 svítur
  • Fundaraðstaða
  • Veitingastaðurinn Satt
  • Natura Spa
  • Frítt internet
  • 20-30 mínútna gangur í miðbæ Reykjavíkur
  • Næg bílastæði
  • Hjólastólaaðgengi

Hótel Goðafoss

Fosshóll, 645 Fosshóll

Hótel Goðafoss Fosshóll er staðsett aðeins 700 metra frá Goðafossi. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi.

Hótel Skálholt ehf.

Skálholt, 806 Selfoss

Hótel Skálholt er menningarhús með gistingu, veitingum og viðburðahaldi. Hótelið er staðsett í Gullna Hringnum og er einnig í nálægð við fjölda vinsælla ferðamannastaða eins og Þórsmörk, Landmannalaugar, Suðurströndina og Vestmannaeyjar. Það er auðvelt að taka dagsferðir út frá Skálholti. Gistingin er notaleg og umhverfið friðsælt og fagurt. Hægt er að bóka herbergi hjá okkur allan ársins hring.

Hótel Framtíð

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.

Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.

Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.

Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.

Centrum Hótel

Hafnarstræti 102, 600 Akureyri

Centrum Hotel er staðsett við göngugötuna í hjarta Akureyrar. Þar sem frábært úrval er af veitingastöðum og kaffihúsum og má þar sérstaklega nefna Centrum Kitchen & Bar og Strikið. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugin, listasafnið, menningarhúsið Hof og tónleikastaðurinn Græni Hatturinn eru í göngufæri sem og allt það sem okkar fallegi miðbær hefur upp á að bjóða. 

Centrum Hotel með veitingastaðnum Centrum Kitchen & Bar er fullkomin staður til að koma og njóta alls sem Akureyri hefur að bjóða og slaka á í notalegu umhverfi.  

Hótelið skartar 14 tveggja manna herbergjum, Economy, Standard, Superior ásamt 5 stúdíó íbúðum sem hýsir allt að 4. Hluti af íbúðunum hafa aðgang að svölum sem snúa að göngugötunni. 

Centrum Hotel býður upp á kaffi- og te stöð fyrir hótelgesti ásamt þvottaþjónustu. Morgunverðarhlaðborð er alla morgna frá 7:00-10:00. Einnig má finna fjölbreyttan matseðil fyrir hádegis- og kvöldverð.  

Hlökkum til að taka á móti ykkur á Centrum Hotel! 

Hótel Hallormsstaður

Hallormsstað, 701 Egilsstaðir

Hótel Hallormsstaður samanstendur af 92 herbergjum, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Hótelið er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu.

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Einnig er við hótelið tilkomumikið Tentipi tjald með eldstæði. Tjaldið tekur allt að 60 manns í sæti við borð. Stór pallur er fyrir utan tjaldið. Sími 470-0100

 

Radisson Blu 1919 Hótel

Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík

Radisson Blu 1919 Hótel hefur 88 herbergi sem öll voru endurnýjuð árið 2019 og er staðsett í hjarta Reykjavíkur við Hafnartorg, nýja borgarhluta Reykjavíkur sem hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og breytingar á síðasta ári. Í grennd við hótelið má finna spennandi verslanir, veitingastaði og aðra þjónustu.

Hótelið er einnig í göngufæri við Hörpu, gamla hafnarsvæðið og Listasafn Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. 

- 88 nýuppgerð herbergi
- 2 svítur
- Í nýja miðbænum
- Frítt internet
- Frí líkamsræktaraðstaða
- 3 fundarherbergi
- Hjólastólaaðgengi
- Skjáspeglun (TV mirroring)
- Radisson Rewards vildarklúbbur


Hótel Ásbrú

Valhallarbraut 761, 235 Reykjanesbær

Hótel Ásbrú er 2 stjörnu hótel við Keflavíkur flugvöll, gætt 55 stórum herbergjum, búnum öllu því helsta.

Við bjóðum uppá skutluferðir til og frá flugvelli sem og geymslu á bílum á meðan gestir eru erlendis, á hagstæðu verði.

Stracta Hótel

Rangárflatir 4, 850 Hella

Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri.

Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00.

Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins. 

Finnnið okkur á Facebook hér.

Hótel Kría

Sléttuvegur 12-14, 870 Vík

Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal einkennist af einstakri náttúru þar sem jöklar, svartar strendur og grænar hlíðar mætast. Það er eitthvað fyrir alla að finna í Mýrdalshrepp, hvort sem að það eru gönguferðir, zip-line ævintýri eða tekið hring á golfvellinum!

Nýja Pósthúsið

Vestmannabraut 22 B, 900 Vestmannaeyjar

Íbúðirnar í Nýja Pósthúsinu eru fullbúnar 28 til 38 fermetrar að stærð. Í öllum íbúðum er sér baðherbergi, fullbúið eldhús, eldhúsborð, stofa og svalir. Í íbúðunum eru annað hvort tvíbreið rúm eða tvö einbreið rúm ásamt svefnsófa í stofunni. 

Í stofunni er líka snjallsjónvarp með aðgang að Netflix. Við bjóðum gestum okkar að sjálfsögðu upp á frítt WiFi.

Í Nýja Pósthúsinu hafa gestir okkar aðgang að sameiginlegu rými þar sem er setustofa og klakavél, aðgangur að geymslu þar sem t.d. er hægt að geyma hjól eða golfsett, og svo bjóðum við upp á stærsta sólpall Vestmannaeyja.

Hótel Keilir

Hafnargata 37, 230 Reykjanesbær

Fjölskyldurekið hótel í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Við bjóðu upp á skutluþjónustu til flugvallarins, auk ókeypis Wi-Fi og ókeypis bílastæði. Loftkæling, flatskjásjónvarp (gervihnatta- og kapalrásir) og míníbarir eru staðalbúnaður í hverju herbergi. Sum eru einnig með útsýni yfir Faxaflóann.

The Swan House - Reykjavík Apartments

Lindargata 34-36, 101 Reykjavík

The Swan house er íbúðahótel, innréttað í fallegum stíl og með öllum þeim nauðsynjum sem þurfa þykir.

Þar er boðið upp á mismunandi stærðir íbúða, frítt net, sameiginlega þvottaaðstöðu, dagleg þrif og margt fleira. Ekki má svo gleyma frábærri staðsetningu í hjarta Reykjavíkur.

Hlökkum til að sjá þig.

Vakinn

The Retreat - Bláa Lónið

Superior
Svartsengi , 240 Grindavík
The Retreat Hotel er fimm stjörnu hótel við Bláa Lónið. Þetta 60 herbergja hótel sameinar heilsulind, jarðhitalón og Michelin-veitingastað sem endurglæðir íslenskar matreiðsluhefðir. Gestum gefst kærkomið tækifæri til þess að draga sig í hlé frá amstri dagsins og stíga inn í heim endurnærandi slökunar þar sem hlúð er að hverju smáatriði.
Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Canopy by Hilton Reykjavik City Centre

Smiðjustígur 4, 101 Reykjavík

Canopy Reykjavík er staðsett í hjarta miðbæjarins og sameinar fallega hönnun, öðruvísi listaverk og öll helstu þægindi hótels.

Blábjörg Resort

Gamla Frystihúsið, 720 Borgarfjörður eystri

Blábjörg Resort er staðsett í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika allt árið um kring. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir. 

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst. 

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gisitheimilið hefur uppá að bjóða 11x lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x lúxus hótel herbergi með sérbaði og útsýni yfir fjörðinn, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar fjórar. Þar af eru 2x studio íbúðir með sjávarsýn, 1x 2-svefnherbergja íbúð og 1x 3-svefnherbergja íbúð. 

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 

Ferðaþjónustan á Hólum

Hjaltadalur, 551 Sauðárkrókur

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.

Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.

Hótel Skúlagarður

Kelduhverfi, 671 Kópasker

Skúlagarður - hótel og veitingastaður
Skúlagarður var byggður á árunum 1953-1959 sem heimavistarskóli og félagsheimili. Á síðari árum hefur húsinu verið breytt í notalegt sveitahótel.

Gistingin í Skúlagarði býður uppá 17 tveggja manna herbergi með baði (klósetti og sturtu). Með gistingunni fylgir morgunmatur ef bókað er beint af heimasíðunni. Í Skúlagarði er einnig bar, ísbar sem bíður uppá kúluís og veitingastaðurinn Heiðin Restaurant sem er opinn á föstudögum og laugardögum frá 6.júní-1.september frá kl 18-21. Á veitingastaðnum er einungis boðið uppá rétti úr hráefni úr héraði með áherslu á lambakjöt. 

Skúlagarður er í miðju Kelduhverfi í 50 km fjarlægð frá Húsavík og 140 km. frá Akureyri. Margar af helstu náttúruperlum Íslands, svo sem Ásbyrgi, Hljóðaklettar og Dettifoss eru í næsta nágrenni. Gönguleiðir í Kelduhverfi og nágrenni eru margar og fjölbreyttar og náttúrufegurð mikil. Við Ásbyrgi er 9 holu golfvöllur. Örstutt frá Skúlagarði er Litlá, vinsæl stangveiðá og ein af bestu silungsám á Norðulandi. Skúlagarður er tilvalinn staður fyrir stóra sem smærri hópa, ættarmót, fundi og ráðstefnur.

Hótel Reykjavík Centrum

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Hótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764.

 Á hótelinu eru 89 herbergi með öllum helstu þægindum.

  • Morgunverður í boði
  • Bar & Café
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Lyfta

 Hluti af Íslandshótelum.

201 Hótel

Hlíðasmári 5, 201 Kópavogur

201 HOTEL er nýlegt og notalegt hótel, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í hjarta Kópavogs.

Hótelið er í næsta nágrenni Smáralindar, fjölda veitingastaða og annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Aðgengi að hótelinu er einstaklega þægilegt úr öllum áttum og nóg af fríum bílastæðum fyrir gesti.

Hótelið hefur 102 herbergi af mismunandi gerðum, allt frá tveggja manna herbergjum upp í fjölskyldusvítur þar sem 5-6 manns geta látið fara vel um sig. Öll herbergi eru með sér baðherbergi, flatskjá með fjölda gervihnattarása, öryggishólf, skrifborð o.fl.

Gestamóttakan er hjarta hússins, þar sem einnig er að finna notalegan hótelbar og heimilislegt morgunverðarhlaðborð, sem er innifalið í gistiverði fyrir alla gesti. Á hæðinni fyrir ofan gestamóttökuna er rúmgóð setustofa sem gestir geta notað til að slaka á eftir ferðalag dagsins. Á jarðhæð hótelsins er lítill æfingasalur, þar sem hótelgestir geta stundað sína líkamsrækt af vild. Frítt internet er í öllu húsinu.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin! 

Sjómannaheimilið Örkin

Brautarholt 29, 105 Reykjavík

Hótelið er einnig þekkt sem Færeyska Sjómannaheimilið.  Hótelið er með 20 tveggja manna herbergi og af þeim geta 10 verið fjögurra manna herbergi. Öll herbergin eru með salerni, baði, sjónvarpi og síma. Einnig er aðgangur að þráðlausu interneti.
 
Á hótelinu er fundarherbergi, sem er 94 fm, og er þar pláss fyrir 100 manns á fundi o.þ.h. Fyrir veislur rúmar salurinn vel 75 mans.  Hótelið er líka með minna fundarherbergi, þar sem er pláss fyrir 30 manns á fundum.

Hótel Skaftafell

Freysnes, Öræfum, 785 Öræfi

Hótel Skaftafell er huggulegt þriggja stjörnu ferðamannahótel á einum af fallegustu stöðum Íslands.
Í Skaftafelli eru 63 einföld en góð hótelherbergi með sturtu/salerni, gervihnattasjónvarpi, síma og þráðlausri internettengingu. Öll herbergin eru á jarðhæð í fjórum mismunandi byggingum með stórkostlegu jöklaútsýni.

Hafið samband fyrir verð og bókanir.

Hérað | Berjaya Iceland Hotels

Miðvangur 5-7, 700 Egilsstaðir

Hérað | Berjaya Iceland Hotels á Egilsstöðum er glæsilegt hótel sem mætir væntingum gesta í hvívetna. Á hótelinu eru 60 herbergi og mjög góð aðstaða til ráðstefnu- og fundarhalda.

Á Lyng, veitingahúsi hótelsins er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og þar er notalegur bar með verönd þar sem gott er að setjast niður og slaka á. Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Hótelið er staðsett í hjarta Austurlands, þar sem leiðir liggja niður á firði, inn í Hallormsstað og inn á hálendið. Náttúran á svæðinu er stórbrotin þar sem er að finna margar fallegar gönguleiðir og óþrjótandi afþreyingarmöguleika

  • 60 hótelherbergi
  • Fyrsta flokks veitingastaður Lyng restaurant
  • Hráefni úr héraði t.d hreindýr
  • 24 stunda herbergisþjónusta
  • Frábær fundaraðstaða
  • Frítt internet 
  • Bar með útsýnissvölum
  • Brunch á sunnudögum
  • Næg bílastæði fyrir utan hótelið

Brekkugerði

Laugarás, Bláskógabyggð, 801 Selfoss

Brekkugerði Guesthouse er hlýlegur, vel hannaður og smekklega innréttaður gististaður þar sem öll herbergin eru með sérbaði nema tvö sem deila baði. Húsið sem er í Laugarási er staðsett í einstaklega fallegu umhverfi, umlukið gróðurmiklum og skjólríkum garði.

Gististaðurinn er mjög miðsvæðis á Suðurlandi og hentar því vel sem bækistöð í dagsferðir. Þannig eru stutt í vinsælustu ferðamannastaði landsins svo sem Skálholt (5 mín.), Kerið (20-25 mín.), Þingvelli (55-60 mín.), Geysi (25-30 mín.), Gullfoss (35-40 mín.) og Gjánna (55-60 mín.). Síðan er auðvelt að heimsækja staði eins og t.d. Landmannalaugar, Heklu, Þjófafoss, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Þórsmörk, Dyrhólaey, Reynisfjöru og jafnvel Vestmannaeyjar í dagsferðum. 

Nóg framboð er af afþreyingu í næsta nágrenni svo sem stangveiðar, sundlaugar, söfn, golfvellir, flúðasiglingar, hestaferðir, jöklaferðir o.fl. o.fl.  Gististaðurinn er í eigu fjölskyldu sem býr á staðnum og er boðin og búin að aðstoða við hvaðeina með persónulegri þjónustu.

Ferðaþjónustan Hellishólum

Hellishólar, 861 Hvolsvöllur

Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.

Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Fosshótel Jökulsárlón

Hnappavöllum, 785 Öræfi

Stórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð

Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.

Herbergjategundir:
Economy standard, standard, ocean view, triple, family deluxe, suite og executive suite með svölum og prívat heitum potti

  • 125 herbergi
  • Veitingastaður og bar
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Ókeypis bílastæði
  • Morgunmatur opinn 07.00-10.00
  • Veitingastaður opinn 18.00-22.00 – borðapöntun nauðsynleg
  • Bar matseðill frá 12:00 – 22:00 alla daga
  • Barinn er opinn frá 12:00 – 00:00 alla daga
  • Þvottaþjónusta gegn gjaldi
  • Þurrgufa og pottar opin frá 08:00 – 12:00 og 15:00 – 23:00 alla daga
  • Þurrgufa og pottar innifalin í herbergjaverði
  • Móttakan er opin allan sólahringinn
  • Happy alla daga 16:00 – 18:00

 Hluti af Íslandshótelum.

Iceland Parliament Hotel

Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavík
Hótelið er staðsett við Austurvöll og borgin bíður þín. Einstök upplifun þar sem hönnun, íslensk nútímalist og fagleg gestrisni tekur á móti þér. Á hótelinu eru 163 herbergi og svítur, margvísleg samkomurými eins og Gamli Kvennaskólinn og Sjálfstæðissalurinn og hið einstaka Parliament Spa. Telebar og veitingastaðurinn Hjá eru staðsettir á jarðhæð hótelsins þar sem lögð er áhersla á hágæða hráefni og alþjóðlega strauma í matargerð.

The Black Pearl Íbúðarhótel

Tryggvagata 18, 101 Reykjavík

Íbúðarhótel á besta stað í Reykjavík. Allar íbúðir eru vel útbúnar og flestar með sér inngang. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Hótel Ísafjörður – Horn

Austurvegur 2, 400 Ísafjörður

Hótel Horn er innréttað í einföldum en líflegum stíl, innblásnum af náttúru Vestfjarða. Í boði eru standard herbergi, fjölskylduherbergi með afstúkuðum kojum og svefnsófa og deluxe herbergi fyrir þá sem vilja þægindi og nóg pláss. Öll herbergin eru með baðherbergi og reyklaus. Öll herbergin eru reyklaus og boðið er upp á fría nettengingu. Einnig er kaffibakki, hárþurrka, 32-42 tommu sjónvörp og góð frí bílastæði við hótelið. Lyfta og hjólastólaaðgengi

Á annarri og þriðju hæð eru svo setustofur með sófum, leikhorni fyrir börnin og tölvu. Öll herbergin eru staðsett á annarri hæð hússins, en aðkoma að húsinu er góð og í því er lyfta og tvö herbergi eru með hjólastólaaðgengi.

Gestamóttaka og morgunverður fyrir Hótel Ísafjörð – Horn er á systurhótelinu Hótel Ísafirði – Torg, Silfurtorgi 2.

Exeter Hótel

Tryggvagata 12-14, 101 Reykjavík

Exeter Hótel er töff og nútímalegt 106 herbergja hótel í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er glæsilega hannað og með skemmtilegum veitingastað, bar og dásamlegu bakaríi. Öll herbergi og svítur eru með nútímalegum húsgögnum, þráðlausu interneti, ísskáp og Nespresso kaffivél. Einnig býðst hótelgestum að slaka á í notalegu gufubaði og nýta sér glæsilega líkamsræktaraðstöðu.

Hunkubakkar

Síða, 881 Kirkjubæjarklaustur

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.

Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.

Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.

Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.  

Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.

Smellið hér til að bóka gistingu 

Apt. Hótel Hjalteyri

Hjalteyri, 604 Akureyri

Apt. Hótel Hjalteyri er fjölskyldurekið hótel með íbúðum og herbergjum. Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu og gera dvöl þína hjá okkur bæði afslappandi og eftirminnilega. Við bjóðum upp á fjórar íbúðir og þrjú tveggja manna herbergi. 

Hótel Norðurland

Geislagata 7, 600 Akureyri

Hótel Norðurland er huggulegt hótel í miðbæ Akureyrar þar sem stutt er í kaffihús, veitingastaði, verslanir og söfn. Menningarhúsið Hof er í göngufjarlægð sem gerir hótelið að góðum útgangspunkt fyrir menningarferð í höfuðstað Norðurlands.

Á Hótel Norðurlandi eru 41 björt og notaleg herbergi sem taka hlýlega á móti gestum. Herbergin eru búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, útvarpi og síma. Þar að auki er frí nettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, baðvörur og skrifborð inn á öllum herbergjum. Gestir hótelsins hafa aðgang að nokkrum gjaldfrjálsum bílastæðum við hótelið, þar að auki er gott framboð á klukkustæðum í grennd.

Á jarðhæð hótelsins er hinn notalegi North Bar þar sem gestir geta haft það huggulegt.

Hótel Klaustur

Klausturvegur 6, 880 Kirkjubæjarklaustur

Hótel Klaustur er staðsett í þorpinu Kirkjubæjarklaustur sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð og veðursæld. Frábærar dagsferðir frá hótelinu eru meðal annars að; Jökulsárlóni, og fyrir  breytta bíla að Lakagígum og Landmannalaugum. Einnig er mikið úrval frábærra gönguleiða styttri og lengri á og í kringum Klaustur. Sundlaug Kirkjubæjarklaustur er í 2 mínúta gangi frá hótelinu sem er frábær endir á góðum degi. Hótelið hefur upp á að bjóða 56 herbergi og 1 svítu, einnig er á hótelinu glæsilegur veitingastaður og bar, þar sem gott er að eiga notalega kvöldstund í nálægð við náttúröflin. Á hótelinu er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundi eða aðra mannfagnaði allt árið um kring.

Torfhús Retreat

Dalsholt, 806 Selfoss

Hugmyndin að Torfhús Retreat var að skapa einstakt umhverfi fyrir gesti hvaðanæva úr heiminum til þess að njóta þess besta sem íslenska sveitasælan hefur uppá að bjóða.

Ástríða okkar felst í að færa þessa ramm-íslensku byggingarhefð yfir í nútímann og gera fólki kleift að njóta friðsællar náttúrunnar samhliða öllum nútímaþægindum.

Torfhús Retreat svæðið samanstendur af 25 herbergjum og svítum að auki við Langhúsið, sem hýsir veitingastaðinn, móttökuna og gangverkið.

10 „Torfhús“-svítur sem rúma fjóra, með stuðlabergshlaðinn heitann pott við hvert hús.

15 „Torfbær“-herbergi sem rúma tvo, þar sem hver þriggja herbergja þyrping deilir stuðlabergshlöðnum heitum potti.

Hotel 1001 nott

Álfaási, 700 Egilsstaðir

Hótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, staðsett í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum.

Hótelið er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Gestir okkar geta nýtt sér fallegt útsýni, heita potta undir berum himni, koníakstofu, bar og veitingastað.

Við leggjum áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna.

Gengið er frá hótelgarði inní hvert herbergi, sem eru rúmgóð, 22m2, með sér verönd, stórum glugga frá gólfi upp í loft, og miklu útsýni.

Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta. með  sér baðherbergi,  hita í gólfum og frían aðgang að interneti.

 

Hótel 1001 nótt er staðsett í fallega grónu landi, með útsýni yfir Vallanes og Fjótsdal. Frá hótelinu er fjallasýn á Gagnheiði, Hött, Sandfell, Snæfell og Fellaheiði.

Við hótelið rennur falleg bergvatnsá, Höfðaá sem steypist í Lagarfljót í tærum breiðum fossi. Í vatnaskilunum  er sandfjara, en þar mætast tær bergvatnsá og gráhvít jökulsá.

Í bergganginum við hótelið eru áberandi skófir, stærsti flekkurinn þekur 4 til 5 m2, sem náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir að séu stærstu samfelldu skófir á Íslandi.

Norðausturland býður upp á óspillta náttúru. Þar eru villt hreindýr í fjöllunum, stærstu varpstöðvar gæsa á Fljótsdalsheiði, og auðvelt að rekast á rjúpur í göngutúr í skógarjaðrinum.

Ýmis afþreying er í boði á svæðinu, svo sem gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferðir og fiskveiði. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, í 5 km fjarlægð.

 

Veitingastaður 1001 nótt

Veitingastaður, bar og koníaksstofa eru hlýlega hönnuð með töfrandi útsýni yfir Lagarfljót, með Fljótsdal og Snæfell í bakgrunn.

Kokkarnir leitast við að bjóða upp á árstíðabundna rétti með ferku hráefni, lífrænt ræktuðu grænmeti og góðu víni.

Á morgunverðarhlaðborðinu er er boðið upp á ferskt brauð, ávexti og heimatilbúna rétti.

Fosshótel Reykjavík

Þórunnartún 1 - Höfðatorg, 105 Reykjavík

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins og býður upp á magnað útsýni til allra átta. Á hótelinu má finna 320 herbergi og 4 fyrsta flokks fundar- og ráðstefnusali sem rúma allt að 220 manns. Á hótelinu má svo einnig finna Haust Restaurant. Haust er stór glæsilegt veitingahús sem var hannað af Leifi Welding og tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á landsins mesta úrval af bjór.

Nálægð hótelsins við miðbæ Reykjavíkur gerir það að frábærum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta alls þessa sem Reykjavík hefur upp á bjóða en vilja á sama tíma geta notið góðs nætursvefns og vinalegrar þjónustu. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu.

  • 320 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Aðgangur að líkamsrækt fyrir alla hótelgesti
  • Bjórgarðurinn / Beer Garden
  • Veitingastaðurinn Haust
  • Lyfta

Hluti af Íslandshótelum

Hótel Rangá

Suðurlandsvegi, 851 Hella

Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá er 51 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu. 

 

Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W. 

Apotek Hótel - Keahotels

Austurstræti 16, 101 Reykjavík

Apótek Hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytta afþreyingu, veitingahús og verslanir. Á Apótek Hótel eru 45 glæsilega innréttuð herbergi. Lagt var upp með þægindi í bland við nútímalegt útlit með klassísku yfirbragði við hönnun þeirra og tóna herbergin vel við ytra útlit hótelsins. 

Herbergin á Apótek Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus býður Apótek Hótel upp á Superior- og Deluxe herbergi ásamt Juniorsvítum og Turnsvítu.

Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Apotek Kitchen + Bar sem býður upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningum flottu umhverfi. Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentínsku grilli. Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar” hrista saman spennandi kokteila við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.

Apótek Hótel er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík. 

Hótel Basalt

Iðunnarstöðum, 311 Borgarnes

Hótel Basalt er staðsett í Lundarreykjadal umvafið yndislegu íslensku sveitaumhverfi. Við bjóðum upp á 13 vel útbúin herbergi og veitingastað sem framreiðir mat frá morgni til miðnættis. Vegurinn um Lundarreykjadal tengir saman Vesturland og Suðurland yfir Uxahryggi og í gegnum Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Frá Uxahryggjum liggur einnig Kaldadalsvegur þaðan sem hægt er að komast um hálendi Íslands, að Langjökli og niður að Húsafelli svo dæmi séu tekin. 


Skuggi Hótel - Keahotels

Hverfisgata 103, 101 Reykjavík

Skuggi Hótel er nýtískulegt hótel staðsett á Hverfisgötunni, aðeins steinsnar frá Laugaveginum. Innblástur fyrir hönnun hótelsins var sóttur í ljósmyndir Ragnars Axelssonar og skapar samblanda íslenskrar náttúru og borgarsjarma grófa en notalega stemningu. Veggmyndir málaðar eftir ljósmyndum Ragnars, sem sýna Íslendinga í stórbrotnu umhverfi, prýða alrými hótelsins og hafa vakið athygli gesta hvaðanæva að. Stutt er í verslanir, veitingastaði, skemmtistaði og aðra afþreyingu.

Á Skuggi Hótel eru 100 rúmgóð og björt herbergi, en líkt og hótelið sjálft þá eru herbergin stílhrein í hönnun og smekklega innréttuð. Inni á hverju herbergi má finna tilvitnanir yfir höfuðgafli úr bókinni Fjallaland, en hana prýða myndir eftir Ragnar. Ensk útgáfa bókarinnar er á öllum herbergjum og geta gestir gluggað í hana á meðan dvöl stendur. Herbergin á Skuggi Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma, kaffi- og tesetti, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásara, baðvörum og skrifborði. Fyrir þá sem vilja rýmri herbergi er boðið upp á Superior herbergi.

Á jarðhæð hótelsins er bar og setustofa þar sem gestir geta haft það notalegt í huggulegu umhverfi. Gestir hafa aðgang að gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir aftan hótelið eða í bílakjallara.

Skuggi Hótel er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík. 

Husavik Cape Hotel

Laugarbrekka 26, 640 Húsavík

Cape hótel staðsett í hjarta bæjarins, Húsavík. Frá því er mjög gott útsýni yfir bæinn og höfnina og tekur aðeins um 5 mínútur að ganga t.d. að Hvalasafninu.

Frábær staðsetning til að ferðast um Norðurland og skoða helstu náttúruperlur svæðisins eins og Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss og fleiri staði. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Þóristún

Þóristún 1, 800 Selfoss

Hótel Þóristún er staðsett í einu af gömlu húsum Selfoss meðfram árbakkanum. Húsið var endurnýjað árið 2014 en hefur haldið sínum gamla sjarma. Íbúðirnar okkar eru staðsettar miðsvæðis, á rólegum stað beint á móti kirkjunni. Fjölbreytt úrval góðra vetingastaða í göngufæri. 

Þóristún íbúðirnar bjóða upp á 5 íbúðir með eldunaraðstöðu og vel búið eldhús.

Hótel WEST

Aðalstræti 62, 450 Patreksfjörður

Hotel WEST er fjölskyldurekið 18 herbergja heilsárshótel sem staðsett er í gamla kaupfélagshúsinu á Patreksfirði. Húsið var nýendurbætt og opnað sem hótel árið 2014.

Njóta má útsýnis út á fjörðinn fagra á annarri hlið hússins og til fjalls á hinni hlið þess.

Öll herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu og er morgunverður innifalinn í gistingunni - einnig er kaffi og te inná herbergjunum.

Í morgunverðarsalnum má njóta einstaks útsýnis yfir Patreksfjörð.

Velkomin á Hotel WEST.

Hótel Búðir

Búðir, Staðarsveit, 356 Snæfellsbær

Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í rúma tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjónustan framúrskarandi og síðast en ekki síst; matur í sérflokki. Veitingastaðurinn hefur getið sér góðs orðs fyrir einstaka matargerð þar sem íslenskt gæðahráefni frá nágrönnum okkar á Snæfellsnesinu er í aðalhlutverki. Lambakjöt og ferskur fiskur er uppistaðan á matseðlinum ásamt lystugum forréttum og syndsamlegum eftirréttum. Ótrúlega fallegt útsýni á rómantískum stað. Kynngimagnaður Snæfellsjökull í vestur, Búðavík og Faxaflói, fjallgarðurinn á Snæfellsnesi, Búðahraun og umhverfi að ógleymdri Búðakirkju.


Hraunsnef sveitahótel

Norðurárdal, 311 Borgarnes

Á sveitahótelinu eru 15 herbergi. Fimm herbergi á jarðhæð og tíu herbergi á efri hæð. Herbergin á annarri hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga og herbergin á fyrstu hæð hafa öll sér pall. Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl. HERBERGIN HAFA ÖLL SAMA ÚTBÚNAÐ: Sér inngangur, snyrting með sturtu, hárþurrka og sléttujárn, sloppar og sjónvarp. 

Hótel Dyrhólaey

Mýrdalur, 871 Vík

Hótel Dyrhólaey er fjölskyldurekið hótel, staðsett á Suðurlandi, 9 km vestan við Vík. Hótelið er þekkt fyrir glæsilegt útsýni yfir Mýrdalinn og Dyrhólaey. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Á staðnum er líkamsrækt og bílasafn með bílum frá 1915 til 1970.

Það er frítt þráðlaust net í allri byggingunni. Herbergin eru rúmgóð og hugguleg, með sér baðherbergi. Í hverju herbergi má finna sjónvarp, hárblásara og hraðsuðuketil með te/kaffi bakka. 

Fyrir bókanir og/eða fyrirspurnir sendið póst á dyrholaey@dyrholaey.is

Við tökum vel á móti þér!

City Park Hótel

Hallarmúli 1, 108 Reykjavík

City Center Hótel er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er þriggja stjörnu og býður upp á glæsileg herbergi í grennd við marga veitingastaði og skemmtistaði. Markmið okkar er að vera besta þriggja stjörnu hótelið á höfuðborgasvæðinu þar sem gestir geta átt von á góðri þjónustu og góðum gæðum.

4th Floor Hotel

Snorrabraut 29, 101 Reykjavík

4th Floor Hotel er staðsett neðarlega á Snorrabraut, stutt frá umferðarmiðstöðinni við Hlemm. Í boði eru ýmsar gerðir og stærðir herbergja í mismunandi verðflokkum, allt eftir óskum og þörfum gesta okkar. Afar góð staðsetning þar sem margar helstu borgarinnar eru í göngufæri og allar samgöngur greiðar.

Hildibrand Hótel

Hafnarbraut 2, 740 Neskaupstaður

Hildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi.

Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið. 

Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is 

Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.

Hótel í Sveinbjarnargerði

Sveinbjarnargerði, 606 Akureyri

Hótel Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.

Reykjavik Marina Residence

Mýrargata 14, 101 Reykjavík

Á Reykjavik Marina Residence bjóðum við þér einstaka dvöl á meðan þú heimsækir Reykjavík.

Sögulegt húsnæði á frábærum stað, úthugsuð þægindi og úrvals aðstaða miða að því að gera heimsókn þína eftirminnilega.

Litli Geysir Hótel

Geysir, Haukadalur, 806 Selfoss

Litli Geysir Hótel er staðsett á Geysi í Haukdal við hlið golfvallarins og á móti hverasvæðinu. Þar eru 22 herbergi og veitingasalur, öll herbergin eru með flatskjá og sérbaðherbergi. 

 Geysir veitingahús er í göngufæri við Litla Geysi. Starfsfólk hótelsins getur aðstoðað við að bóka ferðir um svæðið og afþreyingu á borð við vélsleðaferðir, hestaleigu, flúðasiglingar og golf. Á staðnum er einnig minjavöru- og fataverslun.

Hótel Staðarborg

Staðarborg, 760 Breiðdalsvík

Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.

Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal.
Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.
Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.

Hótel Capitano

Hafnarbraut 50, 740 Neskaupstaður

Hótel Capitano er lítið og hlýlegt hótel í nýlega endurgerðu aldargömlu húsi í Neskaupstað, hið næsta sjávarsíðunni. Hótelið -annað tveggja 3ja stjörnu hótela á Austurlandi -  er rekið af fyrrum skipstjóra í þessum mesta fiskveiðibæ Íslands. Þegar færi gefst er unnt að slást í för með honum í strandveiði af bryggjunni.

Hótel Capitano býður 10 vel búin herbergi og veitingar í sal með sjávarsýn. Hið næsta hótelinu má komast í sundlaug, heita potta og líkamsrækt. Neskaupsstaður hefur flest að bjóða sem finna má í íslensku þéttbýli og freistandi gönguleiðir til helstu átta.

 

Volcano Hótel

Ketilsstaðaskóli, 871 Vík

Volcano Hotel er eitt minnsta sveitahótelið á Íslandi.  Hér eru einungis 7, en rúmgóð og fallega hönnuð herbergi. 

Öll herbergi eru með sér baðherbergi og sturtu, stórum og góðum rúmum, gæða dúnsængum og koddum og um allt hótel er frítt þráðlaust aðgengi að interneti (wi-fi). Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar á Volcano Hotel, en við höfum rúmgóð fjölskylduherbergi, sem taka allt að fimm manns.  

Volcano Hotel býður þér einstaklega notalegt andrúmsloft og stutt er í allar helstu náttúrperlur við suðurströndina og þá eru einungis um 12 km til þorpsins í Vík.

Við bjóðum þig og þína hjartanlega velkomna á Volcano Hotel. 

Arctic Comfort Hótel

Síðumúli 19, 108 Reykjavík

Á hótelinu eru stór eins, tveggja og þriggja manna herbergi (24-27 m2) sem öll eru búin kæliskáp, síma, gervihnattasjónvarpi og sturtu. 11 Studio íbúðir eru á hótelinu með eldunaraðstöðu, örbylgjuofni og fl. Unnt er að setja eitt til tvö aukarúm inn í hvert herbergi. Morgunverðarsalur er á jarðhæð, ásamt setustofu og bar. Þráðlaus internettenging er á öllum herbergjum.

Frost og funi boutique hotel

Hverhamar, 810 Hveragerði

Frost og Funi boutique hotel í Hveragerði er í þægilegri fjarlægð frá ys og þys borgarlífsins og er opið allt árið. Við tökum bæði á móti einstaklingum og hópum og leggjum áherslu á að gestir okkar eigi notalega dvöl, hvort sem ætlunin er að eiga rómantíska helgardvöl, hittast til skrafs og ráðagerða, eða bara slaka á frá önnum hversdagsins. Öll aðstaða er útbúin með hvíld og vellíðan gesta í huga.

Boðið er upp á fundaraðstöðu með sjónvarpi sem tengist fartölvum og flettitöflu sem að nýtist vel fyrir litla hópa.

Herbergi
21 herbergi eru á hótelinu og eru þau sérstaklega útbúin með þægindi og vellíðan gesta í huga, þau hafa öll sér baðherbergi sem og þráðlaust net sem gestir geta notað meðan dvöl stendur. Herbergin eru útbúin fallegum og þæginlegum húsgögnum sem að gefa þeim sérstakan stíl. Allir hótelgestir hafa aðgang að hvera hitaðri sundlaug, heitum pottum og inni- saunu sem eru á hótelsvæðinu og er aðgangur er innifalinn í gistingu. Einnig er aðgangur að morgunverðarhlaðborði innifalinn í gistingu. Flest herbergin hafa útsýni yfir ánna Varmá og hvera-ríku dalina þar í kring og sýnir þar með fullkomið dæmi um séríslenska náttúrufegurð. 

Veitingahúsið Varmá er rekið við hótelið og sérhæfir sig í Hveraeldun. Borðabókanir á frostogfuni.is og í síma 483-4989.

 

Hótel Keflavík

Vatnsnesvegur 12-14, 230 Reykjanesbær

Hótel Keflavík er 4-stjörnu hótel á Íslandi og býður upp á hlýleg og þægileg herbergi, mörg hver nýuppgerð.  Á Hótel Keflavík leggjum við aðaláherslu á þægilega gistingu og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.

Við erum með 70 herbergi af öllum gerðum, allt frá 1ns manns, 2ja manna, 3ja manna og fjölskylduherbergi í Standard og Deluxe flokkum. Að auki erum við með úrval af svítum, bæði 1ns herbergis Junior og Lúxus svítum og 2ja herbergja fjölskyldusvítur í Deluxe og Lúxus flokkum.

Herbergin eru öll með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með ísskáp, sjónvarpi, síma, öryggisskáp, kaffivél o.fl.

Dvöl á Hótel Keflavík innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum.

Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð.  KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.

Innifalið í verðinu hjá okkur er leigubíll í Leifsstöð við brottför, wi-fi aðgangur, aðgangur að líkamsræktarstöð og gufu, okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð (opið kl. 5:00-10:00) og geymsla á bíl í allt að 3 vikur.

Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.

Hótel Eskifjörður

Strandgata 47, 735 Eskifjörður

Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða. Við höfum 17 tveggja manna herbergi, 9 í bankahúsi og 8 í bankastjóra-íbúðarhúsinu öll með eigin baðherbergi. Öll hönnuð með þægindi og notalegheit í fyrirrúmi. Í herbergjunum er að finna flatskjássjónvarp með sjónvarpsstöðvar víðsvegar úr heiminum, myrkva- gluggatjöld fyrir þá sem þola illa miðnætursólina og þægileg lýsing fyrir þá sem vilja lýsa skammdegið. Stílhrein baðherbergi með sturtu í hverju herbergi. Frítt þráðlaust internet er í boði fyrir gesti.

Fosshótel Mývatn

Grímsstaðir, Skútustaðahreppur, 660 Mývatn

Fosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið.

Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu. 

  • Ókeypis þráðlaust net
  • Morgunverður í boði
  • Ókeypis bílastæði
  • Veitingastaður 
  • Bar
  • Fundaraðstaða
  • Hleðslustöð

 Hluti af Íslandshótelum.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Hótel Laugarbakki

Skeggjagata 1, 531 Hvammstangi

Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík. 198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244.

56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka.
Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.
Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, tekatli-instant kaffi&te, baðvörum, og sloppum.
Restaurant Bakki og Bakki Bar er á hótelinu. Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.
Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka, Ásdísarstofa fyrir minni fundi, Grettir fyrir stærri ráðstefnur.

Heitir pottar og útisturtur eru á hótelinu frítt fyrir gesti.
Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjum
Frí bílastæði
Útileiksvæði fyrir börn
Ýmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar.

Birkividur studios

Á Hótel Laugarbakka er aðstaða fyrir æfingar og upptökur á tónlist. Upptökubúnaður er á staðnum.
Birkividur studios er ný aðstaða hjá okkur. Tilvalið fyrir tónlistarfólk: einstaklinga, kóra og hljómsveitir.
Sigurvald Ivar Helgason er umsjónaraðili fyrir stúdióið og veitir allar upplýsingar: birkividurstudios@laugarbakki.is 

Bakki veitingastaður

Veitingastaðurinn Bakki er staðsettur á Hótel Laugarbakka. Markmiðið okkar er að vera eitt besta sveitahótel á landinu. Við leggjum áherslu á mat úr héraði, góður og ferskur matur úr sveitinni á sanngjörnu verði. Hráefni úr sýslunni er okkur hjartans mál, allt lambakjöt er úr Húnaþingi, nautakjöt frá bænum Jörfa, silungurinn af heiðinni og salat og jurtir frá gróðurhúsinu Skrúðvangi.

Opin fyrir morgunmat og kvöldmat. Hádegishópa þarf að panta fyrirfram.
Borðapantanir nauðsynlegar yfir sumartímann.
Gestir velkomnir af götunni.

Opnunartími veitingastaðar
- morgunmatur: 0700 - 1000
-hádegisverður: hlaðborð (panta fyrirfram)
-kvöldverður: 1800-2200

Fosshótel Barón

Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík

Fosshótel Baron er hótel við sjávarsíðuna, í göngufæri við marga skemmtilega og áhugaverða staði eins og Laugaveginn og Hörpuna. Á Baron eru 120 herbergi og íbúðir og hentar hótelið því vel fyrir fjölskyldur jafnt sem hópa. 

  • 120 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Bar
  • Ókeypis þráðlaust net

 Hluti af Íslandshótelum.

Akureyri | Berjaya Iceland Hotels

Þingvallastræti 23, 600 Akureyri

Akureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.

  • 99 hótelherbergi
  • 12 herbergi með hjólastólaaðgengi
  • Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar
  • Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu
  • Frítt internet
  • Flott fundar- og veisluaðstaða
  • Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga
  • High Tea að breskri fyrirmynd

Blue Hotel Fagrilundur

Skólabraut 1, 806 Selfoss

Blue Hótel Fagrilundur er nýtt 40 herbergja Hótel í Reykholti Biskupstungum. 

Öll herbergi eru með baðherbergi, ísskáp með frysti, hitakatli, te og kaffi. Á hótelinu eru tveir heitir pottar og lítill bar í móttökunni. Ekki er veitingastaður á hótelinu en Veitingahúsið Mika er hinum megin við götuna. Innifalið í öllum bókunum er morgunverður. Friðheimar, Aratunga, Bjarnabúð, Tjaldsvæðið og sundlaugin í Reykholti eru í stuttu göngufæri. Við bjóðum uppá sjálf-innritun þar sem gestir fá sendann kóða og einnig erum við með móttöku opna frá 15:00-22:00 alla daga í litla húsinu við hlið hótelsins þar sem morgunverðurinn er borinn fram.

Black Beach Suites

Norður Foss, 871 Vík

Hótelíbúðir staðsettar við Reynisfjöru. 

Dalahótel

Laugar í Sælingsdal, 371 Búðardalur

Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu. 

Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum: 

Morgunverður: 8:00 – 10:00. 

Hádegisverður: 12:00 – 14:00. 

Kvöldverður: 18:00 – 21:00.

Hótel Langaholt

Ytri-Garðar Staðarsveit, 356 Snæfellsbær

Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar. Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð, gullin strönd við Faxaflóann og stjörnubjartur himinn með norðurljósatrafi þegar skyggir. Langaholt er í miðri hringiðu Snæfellskrar náttúru, strönd, fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar, selir, allt er þetta í grennd og meira til, já sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign. Umhverfi Langaholts er markað af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd og er margt þar forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra.

Fosshótel Reykholt

Reykholt, 320 Reykholt í Borgarfirði

Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur. Fosshótel Reykholt stendur á sögulegum slóðum og er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Krauma, Deildatunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Á hótelinu er einnig að finna glæsilegan veitingastað. Fosshótel Reykholt býður upp á heilsulind með útipottum, slökunarherbergi, sauna, eimbaði, setustofu og búningsklefum. Sannkallaður lúxus sem býður þín eftir að hafa notið einstakrar náttúru og upplifað fossa, fjöll, hraun og skóga. 

  • 83 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Veitingastaður og bar
  • Heilsulind og líkamsrækt
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Hleðslustöð

Lokað um jólin

Hluti af Íslandshotelum

Hótel Lótus

Álftamýri 7, 108 Reykjavík

Hótel Lotus er lítið fjölskyldurekið hótel staðsett á besta stað í Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Hálönd

Heimaland 5, 601 Akureyri

Hótel Hálönd er við rætur Hlíðarfjalls með frábæru útsýni yfir Akureyri og víðsýnt til allra átta. Á hótelinu eru 24 tveggja manna herbergi sem öll eru 26m2.

Hótel Hálönd er sjálfsafgreiðsluhótel og fá gestir aðgangskóða sendan fyrir innritun.

Til að heimsækja okkur á Facebook, smellið hér .

Hótel Á

Kirkjuból , 320 Reykholt í Borgarfirði

Hótel Á er staðsett milli Reykholts og Húsafells. Hótelið er byggt upp af gömlum útihúsum sem hafa verið gerð upp sem hótelgisting og veitingastaður. Alls eru 15 herbergi með sér baðherbergjum.

Ókeypis þráðlaust netsamband í móttökunni og veitingasalnum en ekki á herbergjum.

Á veitingastaðnum er boðið upp á gómsæta rétti á kvöldin og gestir njóta fagurs útsýnis yfir Hvítá úr borðsalnum.

Hótel Örk

Breiðamörk 1, 810 Hveragerði

Hótel Örk er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett í Hveragerði, um 45 km frá Reykjavík. Á hótelinu má finna björt og vel innréttuð herbergi, allt frá standard upp í glæsilegar svítur sem tryggja ánægjulega og eftirminnilega dvöl í fallegu umhverfi.

Gestir hafa aðgang að útisundlaug, veitingastað, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Hótelið býður einnig upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir árangursríka fundi, veislur og aðra mannfagnaði.

HVER Restaurant er vinsæll veitingastaður í sama húsi og hótel Örk þar sem lögð áhersla er á góða og persónulega þjónustu. HVER er með fjölbreyttan a la carte matseðil sem og matseðil fyrir hópa og hentar því vel fyrir alla. Á HVER Bar gefst fólki færi á að slappa af eftir amstur dagsins og njóta góðra drykkja.

Opið er allt árið. Verið velkomin!

Iceland Hotel Collection by Berjaya

Nauthólsvegur 52, 108 Reykjavík

Iceland Hotel Collection by Berjaya er félag sem býður gestum frá öllum heimshornum með gjörólíkar þarfir og væntingar upp á fjölbreytt úrval gæðahótela, veitingastaða og heilsulinda undir þekktum vörumerkjum.
Það sem allt þetta á sameiginlegt er áfangastaðurinn Ísland og þekking okkar frábæra starfsfólks á landinu og áratuga reynsla af þjónustu við innlenda og erlenda gesti og viðskiptavini.

  • Sjö hótelvörumerki
  • Átta veitingastaðir
  • Tvær heilsulindir

Hótel Húsafell

Húsafell , 311 Borgarnes

Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi. 

Oddsson Hotel

Grensásvegur 16a, 108 Reykjavík

Glænýtt hótel á besta stað í Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Reykjavík Konsúlat Hótel

Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík

Reykjavík Konsúlat hótel er hágæða hótel í hjarta miðborgarinnar. Það er hluti af Curio Collection by Hilton, alþjóðlegri keðju einstakra hótela með sögulega skírskotun.

Reykjavík Konsúlat hótel stendur á sama stað og Thomsens Magasín stóð í Hafnarstræti en í upphafi síðustu aldar setti Ditlev Thomsen, konsúll, kaupmaður og ferðamálafrumkvöðull, sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur með atorku sinni og umsvifum fjölskyldufyrirtækisins. Gestrisni hans, framsýni og alþjóðleg hugsun var annáluð. Í anda konsúlsins búum við þar vel að ferðalöngum og bjóðum þá velkomna til Reykjavíkur.

- Veitingarstaður
-
Bar
-
Herbergisþjónusta
-
Heitur pottur og gufubað
-
Líkamsræktaraðstaða
-
Hjólastóla aðgengi 

100 Iceland Hótel

Laugavegur 100, 101 Reykjavík

Keflavík Micro Suites

Hafnargata 65, 230 Reykjanesbær

Öll herbergin okkar eru fallega hönnuð og búin öllum helstu nútímaþægindum. Öll rúmin okkar eru í hæsta gæðaflokki til að tryggja að þú fáir góðan nætursvefn. Við bjóðum öllum gestum okkar upp á ókeypis léttan morgunverð.

Hótel Gullfoss

Brattholt, 806 Selfoss

Hótel Gullfoss er staðsett á þjóðveg 35 í þægilegri fjarlægð frá Reykjavik. Hvort sem þú vilt heimsækja Gullfoss eða Geysi eða fara yfir kjöl þá er Hótel Gullfoss ákjósanlegur áningastaður fyrir þig.

Hótelið er staðsett á bænum Brattholti og bíður upp á vinalegt viðmót, góðan mat og afslappað andrúmsloft.

Hótel Gullfoss samastendur af 35 herbergjum og rúmgóðum veitingasal. Öll herbergin eru með sér baðherbergi, hárblásara, frítt WIFI, double eða twin rúm og flatskjám. Veitingasalurinn er með frábært útsýni og stóra glugga sem snúa að Hvítá og er því útsýnið einstaklega fallegt.

Við Hótel Gullfoss liggur gamli vegurinn upp að Gullfossi og er tilvalið að labba meðfram gilinu og virða fyrir sér fallega útsýnið.

Hótel Gullfoss er aðeins í 3 km fjarlægð frá Gullfossi, 7,6 km frá Geysi og 60 km frá Þingvöllum, þetta er því tilvalinn staður til að vera á þegar ferðast er um Gullna hringinn.

Hótel Gullfoss er tilvalinn staður til að dvelja á til þess að njóta helstu ferðamannastaðinna Geysis og Gullfoss fyrir háannatímann, á kvöldin og morgnanna.

Hótel Siglunes

Lækjargata 10, 580 Siglufjörður

Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.
Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.

Mývatn | Berjaya Iceland Hotels

Mývatnssveit, 660 Mývatn

Löng hefð er fyrir því að taka vel á móti ferðamönnum á Mývatnssvæðinu og Berjaya Iceland Hotels hlakka til að viðhalda þeirri hefð. Staðsetning hótelsins er frábær og tilvalin dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni.

Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum.

  • Opnað í júlí 2018
  • 59 hótelherbergi
  • Herbergi með hjólastólaaðgengi
  • Frábær staðsetning
  • Veitingastaður og bar
  • Frítt internet
  • Stórbrotin náttúra

Hótel Hvolsvöllur

Hlíðarvegur 7, 860 Hvolsvöllur

Hótel Hvolsvöllur er með 66 herbergi með baði og úrvals veitingastað. Þar er ráðstefnu og fundaaðstaða fyrir allt að 200 manns og veislusalur fyrir allt að 200 manns. Hótelið hefur verið fjölskyldurekið í mörg ár og er mikill metnaður lagður í að bjóða viðskiptavinum upp á vinalega og persónulega þjónustu.

Miðlæg staðsetning hótelsins er tilvalin fyrir þá sem vilja njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Hvolsvöllur er staðsettur nálægt mörgum frægustu náttúruperlum landsins, eins og Þórsmörk, Seljalandsfossi, Seljavallalaug, Fljótshlíð,Vestmannaeyjum, Gullhringnum og mörgum fleiri. 

 

Hótel Bjarkalundur

Reykhólasveit, 380 Reykhólahreppur

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit stendur í fögru og stórbrotnu umhverfi við þjóðveginn milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Það var byggt árið 1945-1947 og er elsta sumarhótel landsins. Frá Bjarkalundi liggja vegir til allra átta: suður til Reykhóla, norður til Hólmavíkur og Ísafjarðar og vestur á suðurfirðina þar sem við blasir íslensk náttúra í sinni fegurstu og dulmögnuðustu mynd. Fjölmargar gönguleiðir eru við Bjarkalund. Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út ýmis kort og handhægar leiðarlýsingar á þessu svæði.

Skammt frá Bjarkalundi er afleggjarinn til Reykhóla, sem liggur um hina blómfögru Barmahlíð. Rétt hjá Bjarkalundi er Berufjarðarvatn og í það rennur Alifiskalækur út í Þorskafjörð. Eru þar fyrstu heimildir um fiskirækt á Íslandi. Merkileg og falleg náttúrufyrirbæri eru í næsta nágrenni við Bjarkalund. Vaðalfjöllin gnæfa tignarlega norðan við hótelið. Frá Bjarkalundi upp að Vaðalfjöllum er góð gönguferð. Þar má skoða þessa stórfenglegu náttúrusmíð. Hægt er að fara alla leið upp og notið hins einstæða útsýnis úr rúmlega 500 metra hæð. Þar sér niður á Þorskafjörðinn, en við fjarðarbotninn voru Kollabúðafundir haldnir á 19 öld.

Hótel Arnarstapi

Arnarstapi, 355 Ólafsvík

Hótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa.

Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu.

Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa.

Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes.

32 herbergi, Dbl/Twin/Triple
4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.
Morgunverður frá 07:00-10:00
Veitingastaður og bar
Þráðlaust internet
Gönguleiðir
Fuglaskoðun

Smyrlabjörg sveitahótel

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Smyrlabjörg er sveitahótel með 68 björtum og vel útbúnum tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sérbaði í flokki IV. Ágætis aðstaða er fyrir fatlaða. Hárþurrkur, sjónvarp og þráðlaust net er í öllum herbergjum.

Veitingastaðurinn er alla jafn opin allt árið. Á matseðlinum er að finna fjölbreytta og fjölskylduvæna rétti.

Í nágrenninu eru margar af fallegustu náttúruperlum landsins. Mikið af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu allt í kring.

Hótel Edda Egilsstaðir

Menntaskólanum, Tjarnarbraut 25, 700 Egilsstaðir

Hótel Edda Egilsstaðir sem staðsett í heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum og býður upp á herbergi með sérbaðherbergi og sturtu. Veitingastaður hótelsins er með útsýni yfir ána þar sem gestir geta notið alþjóðlegrar matargerðar og fengið sér síðan góðan drykk á hótelbarnum eftir kvöldmatinn.

Nærliggjandi svæði eru góð til gönguferða, veiði og annarrar útivistar. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, er 25 km frá hótelinu. Egilsstaðaflugvöllur er í minna en 5 mínútna akstursfjarlægð.

Aðstaða á staðnum:

  • Alls 52 herbergi
  • Öll herbergi með baði
  • Tveggja hæða fjölskylduherbergi
  • Veitingastaður með útsýni yfir Lagarfljót
  • Ráðstefnu- og fundaraðstaða
  • Frítt internet
  • Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður

Afþreying í nágrenninu:

  • 25m útisundlaug
  • Vaðlaug
  • Níu holu golfvöllur
  • Fjalla- og jöklaferðir
  • Skógargöngur
  • Fuglaskoðun
  • Selaskoðun

Fosshótel Lind

Rauðarárstígur 18, 105 Reykjavík

Fosshótel Lind er notalegt hótel á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í göngufæri við Laugaveginn þar sem búðir, söfn, gallerí og veitingastaðir eru á hverju strái. 

  • 78 herbergi
  • Morgunverður í boði 
  • Ókeypis þráðlaust net 
  • Bar
  • Lyfta
  • Ókeypis bílastæði

Hluti af Íslandshótelum

Steinsholt ferðaþjónusta

Steinsholt 2, 801 Selfoss

Ferðaþjónustan Steinsholti bíður uppá gistingu og langar og stuttar hestaferðir. Steinsholt er staðsett við hálendisbrúnina í fallegu umhverfi þar sem fólk dvelur á friðsælu svæði uppí sveit. Héðan eru farnar langar og stuttar hestaferðir, í lengri ferðunum er meðal annars farið í Landmannalaugar, styttri hestaferðir erum farnar í nágrenni staðarins þar sem eru margar skemmtilegar leiðir í fallegu umhverfi. Við höfum rekið hestaferðir í 25 ár.

Gistingin er bændagisting með átta herbergjum þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, heitur pottur er á staðnum og margar skemmtilegar gönguleiðir er á svæðinu. Ef fólk vill dvelja í Íslenskri sveit þá er Steinsholt kjörinn staður til þess.

Fosshótel Rauðará

Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík

Fosshótel Rauðará er staðsett á Rauðarárstíg, í göngufæri frá bæði Laugaveginum og Klambratúninu. Öll neðsta hæðin á Fosshótel Rauðará var endurnýjuð árið 2016 og skartar hótelið nú einni skemmtilegustu morgunverðaraðstöðu meðal hótela í hjarta Reykjavíkur. 

  • 85 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Lyfta
  • Móttaka opin 24/7

Hluti af Íslandshótelum.

Reykjavík Marina | Berjaya Iceland Hotels

Mýrargata 2-8, 101 Reykjavík

Reykjavík Marina er litríkt hótel við Reykjavíkurhöfn með einstakan karakter þar sem gaman er að vera. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið og herbergi þitt, sem hefur þægindin í fyrirrúmi, en er einnig skreytt á einstakan, heimilislegan hátt.

Slippbarinn sér um veitingasöluna og er orðinn vel þekktur fyrir óhefðbundin mat og frábæra kokteila.  

  • 147 glæsileg herbergi
  • Svítur og fjölskylduherbergi
  • Í hjarta borgarinnar
  • Við Slippinn og fallega gamla hafnarsvæðið
  • Frábær matur og drykkur á Slippbarnum
  • Frítt internet
  • Bíósalur fyrir ýmis tilefni
  • Fundarherbergi og óhefðbundin fundarrými
  • Viðburðir og menning

Miðgarður by Center Hotels

Laugavegur 120, 101 Reykjavík

Mitt í miðri Reykjavík er Miðgarður by Center Hotels.  Hótelið er staðsett ofarlega á Laugavegi og er því nálægt öllu því helsta sem miðborgin býður upp á.  

Á hótelinu eru 170 nýmóðins og notaleg herbergi sem öll eru fallega innréttuð með útsýni yfir miðborgina og bjóða upp á öll nútímaþægindi. Litlu smáatriðin eru nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau. Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins.  Miðja hótelsins er iðagrænn og fallegur garður þar sem gott er að eiga notalega stund. Útgengt er í garðinn frá rúmgóðu alrými hótelsins sem og frá veitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar sem staðsettur er á jarðhæð hótelsins. 

Vel búin heilsulind er á Miðgarði þar sem finna má gufubað, heitan pott innandyra sem og utandyra og líkamsræktaraðstöðu.  Boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum í heilsulindinni.  Fundarsalir eru á hótelinu og eru þeir allir bjartir, skemmtilega hannaðir með litríkum og nútímalegum húsgögnum.  Gott aðgengi og næði er að finna í fundarsölunum. 

  • 170 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Ókeypis þráðlaust internet
  • Heilsulind
  • Líkamsræktaraðstaða
  • Veitingastaðurinn Jörgensen Kitchen & Bar
  • Bar
  • Fundarsalir
  • Afgirtur garður í miðju hótelsins 

Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.

Hótel Kea - Keahotels

Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri

Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar, staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í þjónustu, verslanir, söfn, kaffihús og veitingastaði. Hótelið býður upp á vel búin herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnu- og fundarsali.

Á Hótel Kea eru 104 smekklega innréttuð herbergi í klassískum stíl sem endurspeglar sögu hótelsins en það er eitt af lengst starfandi hótelum landsins. Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, útvarpi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari, hárblásari, baðvörur, RB rúm, skrifborð, strauborð og straujárn inn á öllum herbergjum. Fyrir þá sem kjósa rýmra herbergi er boðið upp á Superior og Deluxe herbergi ásamt Svítu á efstu hæð með útsýni fyrir miðbæ Akureyrar og Eyjafjörðinn.

Á Hótel Kea eru þrír ráðstefnu- og fundarsalir sem rúma allt að 120 gesti. Salirnir eru allir vel tæknivæddir, búnir nýjust tækjum og búnaði til að halda fundi eða ráðstefnur. Salirnir henta einnig fyrir allt að 150 manna veislur hvort sem tilefnið er árshátíð, brúðkaup, afmæli, erfidrykkja eða aðrir viðburðir.

Veitingastaður hótelsins, Múlaberg Bistro & Bar, er staðsettur inn af hótelbarnum. Þar setja matreiðslumeistararnir saman íslensk úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana.

Hótel Kea er eitt af tveimur Keahótelum sem staðsett er á Akureyri. 

Northern Light Inn

Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1, 241 Grindavík

Northern Light Inn er fjölskyldurekið hótel, heilsulind og veitingastður í nágrenni við Bláa lónið. 

• Við bjóðum uppá 42 notaleg herbergi, 24/7 heiðarleika bar, öfluga nettengingu og gjaldfrjálsar ferðir í Bláa lónið. 

• Á hótelinu er heilsulind með sánu, solarium, aurora floti, líkamsrækt og hressandi vellíðunarmeðferðum. 

• Veitingastaðurinn Max’s býður uppá matseðil með hráefni úr héraði, Norræna sérrétti og úrvals vín. 


Norðurljósin dansa yfir hótelinu frá september fram í apríl þegar aðstæður eru góðar.

Frekari upplýsingar á þjónustu okkar má finna á miðlum okkar og með því að hafa beint samband. 

Hótel Reykjavík Saga

Lækjargata 12, 101 Reykjavík

Hótel Reykjavik Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum. Á hótelinu er einnig að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar. Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni.Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið með trjám og bekkjum. Á hótelinu er fyrsta flokks líkamsræktaraðstaða og heilsulind með eimbaði og sánu. Aðgengi er mjög gott þar sem rútustæðið er beint fyrir utan hótelið.

  • Morgunverður í boði
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Veitingastaðurinn Fröken Reykjavík
  • Bar
  • Aðgangur að Spa og Sauna
  • Lyfta

 Hluti af Íslandshótelum.

Fisherman Hótel

Aðalgata 14, 430 Suðureyri

Fisherman er ferðaþjónn á Suðureyri sem hefur m.a. 18 herbergi í boði fyrir gesti sem vilja upplifa sjávarþorpið Suðureyri og Vestfirði í heild sinni. Við höfum bæði herbergi með sameiginlegu baðherbergi og einnig herbergi með sér baðherbergi. Öll herbergi og veitingarými eru reyklaus og því miður getum við ekki leyft dýrum að koma með að tillitsemi við aðra gesti. Tengsl ferðaþjónustu og atvinnulífs í litlu vistvænu sjávarþorpi hefur notið vinsælda meðal okkar gesta. Hægt er að heimsækja þorskinn í lóninu, skella sér á sjóinn sem háseti á línubát, heimsækja fiskvinnsluna á staðnum eða fara í matarferð með leiðsögn um vistvænt sjávarþorpið. Við erum stolt af því að vera ferðaþjónar í sjávarþorpinu Suðureyri og okkur langar að hjálpa þér að upplifa Sjávarþorpið Suðureyri. Skoðaðu úrvalið af gistingu á heimasíðunni okkar.

Hótel Borg

Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík

Hótel Borg er 4 stjörnu hótel staðsett við Pósthússtræti í Reykjavík. Hótelið er í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 7 svítur og 1 turnsvíta. Líkt og hótelið sjálft eru öll herbergin innréttuð í art deco stíl sem er einkennandi fyrir bygginguna og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Lagt var upp með þægindi í bland við fágun við hönnun herbergjanna.

Herbergin á Hótel Borg eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, upphituð baðherbergisgólf, skrifborð, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inn á öllum herbergjum.

Hótel Borg býður gesti velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt þar sem boðið er upp á slakandi og endurnærandi meðferðir. Heilsulindin er búin heitum potti, gufubaði, sána og afslöppunarherbergi.

Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Jamie´s Italian þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni frá bæði innlendum og erlendum framleiðendum. Matseðillinn er innblásinn af Ítalskri menningu – hefðum gildum og matarástríðu Ítala, og státar af úrvals antipasti og klassískum ítölskum réttum.

Hótel Borg er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík. 

Hótel Duus

Duusgata 10, 230 Reykjanesbær

Hotel Duus er mjög vel staðsett við rótgróinn veitingastað og með glæsilegt útsýni til sjávar í hjarta Reykjanesbæjar.

Hótel Cabin

Borgartún 32, 105 Reykjavík

Hótel Cabin er vinsælt 257 herbergja budget hótel frábærlega staðsett í göngufæri frá miðborginni og Laugardalnum. Meginstefna hótel Cabin er að bjóða þægilega gistingu á góðu verði.

Á Cabin finnur þú herbergi sem hæfir þínum þörfum. Herbergin eru allt frá því að vera lítil standard herbergi til stærri superior herbergja. Standard herbergin eru ódýrustu herbergin sem við bjóðum upp á og eins og nafnið gefur til kynna eru þau mjög einföld en notaleg. Superior with a view herbergin eru öll á 7. hæð hótelsins og bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir borgina eða sjóinn.

Á fyrstu hæð hótelsins er bar og setustofa þar sem gestir geta slakað á með drykk.

Boðið er upp á ókeypis bílastæði bakvið hótelið.

Hótel Ísafjörður

Silfurtorg 2, 400 Ísafjörður

Hótel Ísafjörður er þægilegt heilsárshótel í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Hótelið er við Silfurtorg í hjarta bæjarins steinsnar frá allri þjónustu og höfninni. Í næsta nágrenni eru einnig sundlaug, upplýsingamiðstöð, söfn og strætisvagnar. Hótelið er allt innréttað í ljósum þægilegum litum og mjög vel í stakk búið til að þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptamanna. Á hótelinu er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir ferðamenn, fjölskyldur og fólk í viðskiptaerindum. Öll herbergin eru með sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma, útvarpi og kaffi/te setti auk þess sem  frí háhraða nettenging er á öllum herbergjum og veitingasölum.  Hótelið er allt reyklaust.

Á veitingastað hótelsins Við Pollinn er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu  á sem fjölbreyttastan hátt.  Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum.

Starfsfólk hótelsins leggur sitt af mörkum til að gera dvölina bæði ánægjulega og þægilega og hefur faglegan metnað til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Persónuleg þjónusta og heimilislegt andrúmsloft hótelisins og nálægð við einstæða náttúru skapar öðruvísi umgjörð.

Adventure Hótel Hellissandur

Klettsbúð 9, 360 Hellissandur

Adventure Hótel Hellissandur er fjölskylduvænt hótel staðsett á Snæfellsnesi. Herbergin henta vel fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur, ásamt því að vera öll með einka baðherbergi. Staðgóður morgunverður innifalinn sem býr þig undir ævintýri dagsins. 

Svæðið í kring hefur margt upp á að bjóða, í nágrenninu má finna Sjóminjasafnið og Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi. 

Upplifðu náttúru, menningu og þægindi hjá okkur. 

Hótel North

Leifsstaðir 2, 600 Akureyri

Rekstur íbúða og hótels við Akureyri.

Center Hotels Arnarhvoll

Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík

Nálægðin við höfnina, Hörpu og dásamlega útsýnið yfir miðborgina, Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað.  Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá fallegri gestamóttöku til herbergjanna sem eru 104 talsins, öll björt með nútíma þægindum.

Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjunum og er hann borinn fram á efstu hæð hótelsins á veitingastaðnum SKÝ Restaurant & Bar.  Útsýnið á efstu og jafnframt áttundu hæð er þannig að Skálafell, Móskarðshnjúkar, Esjan öll og Akrafjall blasa við en hinu megin er einstaklega notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á gómsætar veitingar.  Einstök forréttindi fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og fallegt útsýni. Veitingastaðurinn er opinn alla daga til miðnættis. Á hótelinu er að finna heilsulind með heitum potti, gufubaði og slökunarrými.  Boðið er upp á nudd í heilsulindinni.  

  • 104 herbergi, 202 rúm
  • Morgunverður innifalinn
  • Ókeypis þráðlaust internet
  • Heilsulind
  • Veitingastaðurinn SKÝ Restaurant & Bar
  • Bar
  • Einstakt útsýni yfir miðborgina og Faxaflóann 

Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.

Country Hótel Anna - Moldnúpur

Moldnúpur, 861 Hvolsvöllur

Country hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu. 

Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns. 

Matseðill fyrir litla og stærri hópa.

Hótel Bifröst

Bifröst, 311 Borgarnes

Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgarfjarðar. Hótelið er staðsett við þjóðveg 1 - 102 kílómetra frá Reykjavík og því í aðeins eins- og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Á Hótel Bifröst eru 52 rúmgóð, björt og hlýleg, tveggja manna herbergi. Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða. 

Veitingastaður hótelsins - Kaffi Bifröst tekur um það bil 100 manns í sæti. Þar er mikið lagt upp úr því að framreiða fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð.

Hægt er að bóka ráðstefnur, fundi eða námskeið til að halda á hótelinu en þar er að finna sali af öllum stærðum og gerðum.

Arctic Nature Hótel

Eyravegur 26, 800 Selfoss

Arctic Nature Hotel er nútímalegt íbúðahótel í hjarta Selfoss sem gerir það að fullkomnum stað til þess að kanna alla þá einstöku náttúrustaði sem finna má á Suðurlandi.

Hótel Jökull

Nesjum, 781 Höfn í Hornafirði

Hótel Jökull er fjölskyldurekið hótel, staðsett í nágrenni Vatnajökuls. Landslagið umhverfis hótelið er stórbrotið og mörg herbergjanna hafa frábært útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Hótelið er rétt við hringveg nr. 1, um 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík.

Hótelið býður uppá gistingu í 58 herbergjum með veitingastað sem býður upp á morgunverð og kvöldmat. Nettenging er góð á öllu hótelinu og nóg er af bílastæðum fyrir framan hótelið auk hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Starfsfólk Hótel Jökuls er til taks við að ráðleggja gestum varðandi afþreyingu og útivist á á svæðinu, hjálpa til við að bóka dagferðir og skipuleggja ævintýralega dvöl.

Hótelið er vel staðsett fyrir þá ferðalanga sem vilja skoða Vatnajökulsvæðið og Suðurlandið. Það er mikið úrval af afþreyingu í boði nálægt hótelinu, svo sem gönguleiðir, íshellaferðir, vélsleðaferðir, golfvöllur og sundlaug.

Hótel Varmaland

Varmaland, 311 Borgarnes

Á hótelinu eru 58 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð. Economy herbergi er góður valkostur fyrir einstakling eða par en í Standard herbergjum er hægt að velja á milli þess að hafa tvíbreið rúm eða tvö rúm með náttborði á milli. Deluxe og Superior herbergi eru stærri og þar er hægt að bæta við auka rúmi svo herbergin geta rúmað allt að þrjá gesti. Öll herbergi eru með sér baðherbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu og þráðlaust net er um allt hótel. Morgunmatur innifalinn í gistingunni og er framreiddur á 4. hæð á veitingastaðnum Calor frá 08:00 til 10:00 virka daga og frá 08:00 til 10:30 um helgar. Innritun er frá kl 15:00 á daginn og útritun er til kl 11:00.

Hótel Jazz

Austurgötu 13, 230 Reykjanesbær

Vel staðsett hótel í miðbæ Keflavíkur. Góður kostur á leið til útlanda eða á bakaleiðinni.

Álfheimar Sveitahótel

Borgarfirði eystra, 720 Borgarfjörður eystri

Í Álfheimum eru í boði 32 tveggja manna herbergi, hvert um sig með baði, og veitingar með áherslu á hráefni úr héraði. Gistiheimilið er vel í sveit sett til gönguferða og unnt að bjóða eins til sex daga göngur í fylgd heimavanra leiðsögumanna. Hafnarhólmi í næsta nágrenni er kjörinn til fuglaskoðunar og Borgarfjörður ævintýraland til náttúruskoðunar og útivistar.

Veiðihúsið Eyjar

Eyjar, Breiðdal, 760 Breiðdalsvík

Veiðihúsið Eyjar er af mörgum talið með glæsilegustu gistihúsum landsins. Frábærlega staðsett á bökkum Breiðdalsár skammt frá Breiðdalsvík. Húsið hentar vel til hvers kyns fundahalda og er í senn frábært fyrir stórar fjölskyldur eða hópa til að eiga notalega stund. Átta tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi, internet tengingu og gervihnattasjónvarpi. Glæsileg stofa og borðstofa með eldstæði, heitur pottur og sauna klefi til að losa um stressið og glæsilegt eldhús mynda umgjörðina í veiðihúsinu Eyjum. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í Breiðdal. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.

Hótel Tangi

Hafnarbyggð 17, Vopnafjörður, 690 Vopnafjörður

Hótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37.

Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergjum hótelsins.

Á neðri hæð hússins er setustofa með sjónvarpi og veitingasalur með bar.

Veitingasalurinn er opinn fyrir morgunverð frá kl. 07.00-09.00, en fyrir kvöldverð frá kl.17.00-20.00 að sumri en 18-20 að vetri.

Skoðið matseðilinn okkar hér.

 

Fljótsbakki sveitahótel

Fljótsbakki, 641 Húsavík

Fljótsbakki er fullkomlega staðsett á milli Akureyrar, Mývatnssveitar og Húsavíkur í töfrandi umhverfi fjalla, vatna og dýra.  
Það er stutt til allra átta og margt að sjá og geri í nágrenninu.

Fljótsbakki er fjölskylduvænt þar sem börnin geta notið sín í öruggu umhverfi. 

í boði eru 12 ný tveggja manna herbergi, árið 2016 var allt tekið í gegn og ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi áður verið fjós. 
Veitingastaðurinn er opinn frá júní til september þar sem hægt er að fá heimagerðan mat í hádeginu og kvöldin. Reynt er eftir fremsta megni að vinna með mat úr sveitinni og að hann sé sem ferskastur.

    

Hótel Breiðdalsvík

Sólvellir 14, 760 Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma.

Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti. 

Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur. 

 

Fosshótel Vatnajökull

Lindarbakki , 781 Höfn í Hornafirði

Stórkostlegt útsýni til Vatnajökuls

Fosshótel Vatnjökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn. Öll þægindi eru til staðar og allt til alls fyrir ferðalanga. Boðið er upp á fyrsta flokks matseðil á veitingastaðnum en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu.

  • 66 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Veitingastaður og bar
  • Fundaraðstaða
  • Frítt þráðlaust net
  • Ókeypis bílastæði
  • Hleðslustöð
  • Takmörkuð starfsemi á veturna

Smelltu hér fyrir upplýsingar um ráðstefnu- og fundarhöld á Fosshótel Vatnajökli.

Hluti af Íslandshótelum.

Hótel Flókalundur

Vatnsfirði, 451 Patreksfjörður

Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins. 

Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum. 

Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar. 

Hótel Flókalundur er opinn frá 20. maí - 15. september 

Gisting
Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum.

Veitingar
Veitingasalur er opinn frá 7:30 til 23:00. Morgunverðarhlaðborð er frá 7:30 til 10:00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttaseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Hægt er að fá mat af kvöldverðarmatseðli og smáréttaseðli til 21:00. Barinn er opinn til 23:00.

Bensínstöð
Hægt er að kaupa eldsneyti af sjálfsala.

Tjaldsvæði
Tjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.

Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar. 


Landhótel

Við Landveg (Road nr 26), 851 Hella

Verið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska.

Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum. 

Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita.

Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni. 

Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta.

Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði.

Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum.

Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins.

Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.

Fosshótel Húsavík

Ketilsbraut 22, 640 Húsavík

 

Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns.

  • 63 standard herbergi
  • 47 deluxe herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Samtengd fjölskylduherbergi
  • Veitingahús og bar
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Veitingastaðurinn Moby Dick
  • Hleðslustöð

Hluti af Íslandshótelum.

41 A Townhouse Hotel

Laugavegur 41, 101 Reykjavík

No 41 er lúxus íbúðahótel á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. 

Hótel Laugarhóll

Bjarnarfjörður, 520 Drangsnes

AÐSTAÐA

Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum.  Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.

 

Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,  

 

AFÞREYING

Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.

 

VEITINGASTAÐUR

Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.

 

KOTBÝLI KUKLARANS

Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.

 

GVENDARLAUG HINS GÓÐA

Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.

 

GVENDARLAUG HIN FORNA

Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

 

STAÐSETNING

Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.

Fosshótel Vestfirðir

Aðalstræti 100, 450 Patreksfjörður

Vestfirðirnir eru þekktir fyrir stórbrotið landslag og ósnortna náttúru. Fosshótel Vestfirðir er fallega innréttað og glæsilegt hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt í stórkostlegar náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda.

  • 40 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Veitingastaður og bar
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Lyfta
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis bílastæði
  • Hleðslustöð

Hluti af Íslandshótelum.

Hótel Geysir

Geysir, Haukadal, 806 Selfoss

Kennileiti Íslands, Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess. 

Þann 1. ágúst 2019 opnaði Hótel Geysir sem lúxus hótel með 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina, hágæða Jensen rúmum og eru óvenju rúmgóð. Áhersla er lögð á að byggingin sé hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins. 

Lögð er áhersla á umhverfisvænar vörur og sjálfbæra stefnu. Glæsilegur veitingastaður er samtengdur hótelinu. Þar er boðið upp á mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á.

Hótel Eyvindará

Eyvindará 2, 700 Egilsstaðir

Hótel Eyvindará er staðsett í friðsælu og trjágrónu umhverfi skammt utan Egilsstaða (2.5 km.) Hótelið er að finna við þjóðveg nr. 94, norðan við afleggjarann til Seyðisfjarðar. Það er vel í sveit sett og kjörin bækistöð fyrir áhugaverðar dagsferðir um allan fjórðunginn.

Í boði eru 28 tveggja manna herbergi með baði og glæsilegu útsýni, 7 smáhýsi með baði.

Í aðalhúsinu er sólpallur fyrir gesti, 2 heitir pottar og þvottaaðstaða(kostar aukalega). Þá bjóðum við upp á setustofu með fallegu útsýni yfir hérað sem menn geta horft á sjónvarp og fengið sér drykki.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Gæludýr eru ekki leyfð. Matur eingöngu í boði fyrir hópa yfir 15 manns of þarf að bóka fyrirfram.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Gæludýr eru ekki leyfð. 

Center Hotels Skjaldbreið

Laugavegur 16, 101 Reykjavík

Center Hotels Skjaldbreið er staðsett í sögufrægu og virðulegu húsi á horni Laugavegar og Veghúsastígs. Þar var um langt skeið starfrækt apótek og óhætt er að segja að enn leiki hressandi og bætandi straumar um húsið. Fyrir utan hótelið er iðandi mannlíf, verslanir, kaffihús og veitingastaðir. 

 Á Skjaldbreið eru 33 herbergi sem öll er vel útbúin og notaleg og sum hver búa að því að hafa útsýni beint út á Laugaveg. Morgunverður fylgir með öllum herbergjunum á Skjaldbreið. Á hótelinu er frítt þráðlaust internet og ríkir þar einstaklega heimilislegur og persónulegur andi.  

- 33 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet

Center Hotels Skjaldbreið er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

Sæluhús Akureyri

Búðartröð 2, 600 Akureyri

LÚXUSSTÚDIÓÍBÚÐIR MEÐ SÉRVERÖND.
Eldhúsaðstaða með tveimur hellum, örbylgjuofni, ísskáp og uppþvottavél.
Kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og borðbúnaður fyrir fjóra.
Fyrir pör og smærri fjölskyldur. Í íbúðunum er svefnaðstaða fyrir fjóra.
Baðherbergi með sturtu.
Tvö 90 sm. rúm. Í íbúðum með heitum potti er ferðarúm af stærðinni 135 x 195 sm.

Gestir í stúdióíbúðum hafa aðgang að þvottahúsi í þjónustumiðstöð.
Sjónvarp og ókeypis þráðlaus nettenging.

Reykingar og dýrahald er ekki leyft. Gott aðgengi er á svæðinu  og  næg bílastæði.

NÚTÍMALEG  OG GLÆSILEG HÚS.
Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa og eldhús.
Tvö hjónaherbergi og í því þriðja er koja fyrir þrjá (tvíbreið neðri koja).
Verönd með húsgögnum, gasgrilli og heitum potti.
Baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara.
Fullbúið eldhús með eldavél og ofni, örbylgjuofni, ísskáp og uppþvottavél.

Kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og borðbúnaður fyrir tíu.
Sjónvarp, DVD-spilari og ókeypis þráðlaus nettenging.

Reykingar og dýrahald er ekki leyft. Gott aðgengi er á svæðinu  og  næg bílastæði.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir

Egilsstaðir 1-2, 700 Egilsstaðir

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.

Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt.

Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.

Hótel Vogar

Stapavegur 7, 190 Vogar

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Selja

Dímonarvegur (vegur/road 250), 861 Hvolsvöllur

Hótel Selja opnaði í júní 2018. Hjá okkur er notaleg gisting á besta stað á Suðurlandi. 

Hótel VOS

Norður-Nýibær, 851 Hella

Hótel VOS er lítið og notalegt sveitahótel, staðsett á býlinu Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hellu. Morgunverður er innifalinn og hægt er að panta borð á veitingastaðnum fyrir kvöldverð. Á veitingastaðnum bjóðum við upp á ýmiss konar rétti og flest hráefni er fengið í nágrenninu. Hótelið er allt á einni hæð og öll 18 herbergin eru með sérinngang, einkasalerni og aðgangi að heitum potti. Við erum einnig með gott aðgengi fyrir hjólastóla. Hótel VOS er tilvalinn staður til að njóta þess sem suðurströndin hefur að bjóða, hvort sem þú hefur í hyggju að slaka á eða kanna náttúruna og samfélögin í nágrenninu.

Vinsamlegast hafið samband við info@hotelvos.is til að fá upplý singar um verð og að bóka gistingu. Einnig er hægt að hafa beint samband við okkur á heimasíðu hótelsins www.hotelvos.is 

Iceland Comfort Apartments

Hamraborg 7, 200 Kópavogur

Nýlega uppgerðar og hagstæðar studío íbúðir í Hamraborginni.

Nánari upplýsingar:
www.icelandcomfortapartments.is/
Sími: 550-8900 

City Center Hótel

Austurstræti 6, 101 Reykjavík

Hótel Selfoss

Eyravegur 2, 800 Selfoss

Hótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusá við nýjan miðbæ Selfoss í hjarta Suðurlands.  

Á hótelinu eru 139 herbergi, veitingastaður, bar og heilsulind. Herbergin eru vel búin öllum þægindum með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, minibar, hárþurrku og öryggishólfi. 

Fullkomin veislu, funda og ráðstefnuaðstaða er í eldri hluta hótelsins sem tekur allt að 450 manns í sæti. 

Á meðan á dvöl þinni stendur getur þú slakað á í Riverside spa. Fyrir lítið gjald er hægt að kaupa aðgang að heilsulindinni og slaka á í hefðbundnu íslensku gufubaði, sánu og heitum potti.

Á Hótel Selfossi er háklassa veitingastaður, Riverside restaurant sem tekur allt að 300 manns í sæti. 

Bíóhúsið sem er staðsett á hótelinu er glæsilegt með vönduðum sætum og fullkomnu hljóð- og myndkerfi. Með Bíóhúsinu eru 2 ráðstefnusalir til viðbótar fyrir alls 180 manns.

Hótel Varmahlíð

Skagafjörður, 560 Varmahlíð

Hótel Varmahlíð er staðsett í hjarta Skagafjarðar, Varmahlíð við þjóðveg 1 og er í u.þ.b. 3 ½ tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og til Akureyrar er einungis klukkustundar akstur. Hótelið býður upp á gistingu í 19 vel búnum herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi.

Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingu og yfir sumarmánuðina er veitingastaður hótelsins opin öll kvöld og býður upp á matseðil sem inniheldur úrvalshráefni úr héraði.

Reykjavík Lights - Keahotels

Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík

Reykjavík Lights er concept hótel sem býður upp á 105 herbergi í skandinavískum stíl. Síbreytileiki ljóss og birtu á Íslandi og hvernig breytileg birtan hefur áhrif á daglegt líf fólksins í landinu er hugmyndin á bakvið hönnun hótelsins. Hótelið er frábærlega staðsett við Laugardalinn sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu, m.a. Laugardalslaug, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og skautahöllina. Laugavegurinn er einnig í göngufæri við hótelið þar sem má finna verslanir, veitingahús, söfn og skemmtistaði.

Herbergin eru fallega innréttuð í skandinavískum stíl, hvert og eitt þeirra skartar sinni eigin litapalettu með vísan í gamla íslenska tímatalið, auk þess sem fróðleikur sem tengist viðeigandi árstíð prýðir hvert og eitt herbergi. Öll herbergin eru búin helstu þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma, kaffi- og tesetti, sér baðherbergi með sturtu, hárblásara, baðvörum og skrifborði. Á hótelinu er boðið upp á Superior herbergi.

Gestir hótelsins hafa gjaldfrjálsan aðgang að bílastæðahúsi sem staðsett er fyrir aftan hótelið. Á hótelinu er auk þess fundarherbergi fyrir allt að 10 manns og hjólaleiga.

Reykjavík Lights er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík.

Hótel Hafnarfjall

Hafnarfjall 2, 311 Borgarnes

Hótel Hafnarfjall er sveitahótel með 16 herbergjum og 5 bústöðum. Öll herbergi hafa þráðlaust netsamband.  

Hótelið er staðsett undir Hafnarfjalli sunnan Borgarfjarðarbrúar andspænis Borgarnesi, rétt um 70 km. frá Reykjavík.

Kyrrð, rólegheit og náttúrufegurð skipa öndvegi hjá Hótel Hafnarfjalli.

Kanslarinn

Dynskálum 10c, 850 Hella

Veitingastaðurinn og Hótel Kanslarinn er við Þjóðveg 1 á Hellu. Við bjóðum upp á alls kyns mat - hamborgara, pizzur, samlokur, steikur og fiskrétti, ásamt boltanum í beinni og böll öðru hvoru. Góð og notaleg herbergi við allra hæfi.

Hótel Mikligarður - Arctichotels

Skagfirðingabraut 24, 550 Sauðárkrókur

Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi.

Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Starfsfólk okkar aðstoðar þig síðan eftir besta megni við að skipuleggja dvöl þína hér í fríinu og gera hana sem ánægjulegasta.

Hótelið er vel staðsett í bænum með alla þá þjónustu sem hann hefur upp á að bjóða rétt innan seilingar s.s. 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, sundlaug, Minjahús, gólfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. 

Airport Hótel Aurora Star

Blikavöllur 2, 235 Reykjanesbær

Nýlegt þriggja stjörnu hótel á Keflavíkurflugvelli, aðeins 100 metra frá flugstöðinni.

Hótelið hentar vel fyrir einstaklinga og hópa sem eru á leið erlendis og vilja gista nóttina fyrir brottför eða við komu á flugvellinum. Öll herbergi eru rúmgóð með sér baðherbergi, fjölrása sjónvarpi, auk þess er skrifborð að finna á þeim öllum. Þráðlaus nettenging er á hótelinu, gestum að kostnaðarlausu. Á fyrstu hæð er að finna morgunverðarsal og bar með léttum veitingum. 

101 Hótel

Hverfisgata 10, 101 Reykjavík

101 hotel er "boutique" hótel sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur. Hótelið opnaði árið 2003 og er fyrsta íslenska hótel sem er meðlimur í Design Hotels. Einnig er veitingastaður, bar og lounge á aðalhæð hótelsins. Frekari þægindi ná til concierge-borðs, herbergisþjónustu, þvottaþjónustu, líkamsrækt og spa með gufubaði og heitum potti. Nudd í herbergi er einnig fáanlegt.

Hægt er að útvega samfellanlegt aukarúm á hjólum eða barnarúm fyrir sum herbergi. Dýrahald er ekki leyfilegt. Bílastæðahús er í göngufæri.

Til að bóka herbergi og nýta ferðagjöfina á 101 hotel sendið tölvupóst á netfangið 101hotel@101hotel.is .

Hótel Svartiskógur

Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð, 701 Egilsstaðir

Hótel Svartiskógur er gisti- og veitingastaður staðsettur í fallegu skógi vöxnu landi í einni fegurstu sveit Austurlands, Jökulsárhlíð. Hótelið býður 16 herbergi með baði í aðalbyggingu og er með 4 smáhýsi sem eru frábærr áningarstaður fyrir einstaklinga og hópa sem hrífast af íslenskri náttúru, fuglasöng og friðsæld. Stutt í laxveiðiár. Vel staðsett, miðja vegu milli Egilsstaða og Vopnafjarðar og kjörin bækistöð til skoðunarferða um Fljótsdalshérað, Borgarfjörð eystri, Vopnafjörð, Seyðisfjörð, Fjarðarbyggð o.s.frv.Vel búið tjaldstæði er hið næsta hótelinu.  Tjaldsvæðið er í skógi vöxnu landi og er góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa.  Vel staðsett til skoðunarferða um Austurland og nágrenni.  

Hótel Reykjanes

Reykjanes, 401 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði opnar snemma vors og fram á haust (fer eftir tíðarfari).

Kvosin Downtown Hotel

Kirkjutorg 4, 101 Reykjavík

Kvosin hótel er staðsett í sögufrægri byggingu í hjarta borgarinnar. Nágrannar okkar eru Alþingi og Dómkirkjan þannig að gestir okkar eru sannarlega hluti af sögunni. Húsið var byggt árið 1900 en gert upp árið 2013 og uppfyllir hótelið allar þarfir nútíma ferðamannsins.

Verið velkomin.

Umi Hótel

Leirnavegur nr. 243, 861 Hvolsvöllur

UMI hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í ágúst 2017. Hótelið er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls og bíður upp á einstakt útsýni á eldfjallið ásamt því að vera í nálægð við allar helstu perlur suðurlands og er því kjörin staður til að gista og njóta góðra veitinga eftir að hafa skoðað þær náttúruperlur sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hótelið býður upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir brúðkaup, veislur og ráðstefnur. UMI hótel býður upp á 28 herbergi og þar af eru 4 superior herbergi, veitingarstað og bar. 

Til að bóka beint:
e-mail: info@umihotel.is (Ef bóka á sérstök tilboð)
Bókunarsíðan okkar: https://property.godo.is/booking2.php?propid=124956 

Hótel Valaskjálf

Skógarlönd 3, 700 Egilsstaðir

Þitt heimili að heiman. Dveldu í rólegum og friðsamlegum hluta Egilsstaða. Hótel Valaskjálf er gamalt og virðulegt hótel sem býður upp á gistingu nýuppgerðum herbergjum, öll með sér baðherbergi.

Á hótelinu er glæsilegur veitingasalur ásamt fundar- og ráðstefnusölum. Hótelið er sérstaklega vel útbúið fyrir stærri veislur og mannfagnaði. Tækjabúnaður er fullkominn fyrir ýmsan tónlistaflutning. Sími 471-1600

Valaskjálf býr að einum glæsilegasta bar á landsbyggðinni. Ölstofan býður upp á ljúffenga barrétti og spennandi hanastél. Happy hour er á sínum stað alla daga frá 17:00- 19:00  

Hótel Laxárbakki

Laxárbakki, 301 Akranes

Hótel Laxárbakki stendur á bökkum Laxár, við þjóðveg 1, skammt frá ósum Laxár við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit, aðeins 12 km frá Akranesi og 20 km frá Borgarnesi. Gisting í herbergjum með og án sérbaðs og í sumarhúsi. Eldunaraðstaða fyrir alla og aðgengi að þvottavél. Heitur pottur og sauna. Á staðnum er veitingastaður opinn frá morgni til kvölds. Fjölbreytt úrval afþreyingar í næsta nágrenni og ekki lengi verið að aka til allra helstu ferðamannastaða á Vestur- og Suðvesturlandi.

Hótel Leirubakki

Landsveit, 851 Hella

Hótel Leirubakki leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostar að mæta kröfum hvers og eins.
Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestum til boða.
Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasa við augum.

Mjög góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og einnig hefur starfsfólk okkar mikla reynslu í að skipuleggja brúðkaupsveislur, óvissuferðir, hvataferðir, ættarmót og hvers kyns samkomur.
Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur  þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Leirubakka.

Hótel Leirubakki og Heklusetrið bjóða gesti velkomna allt árið.  Staðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og gott veður. Glæsilegt útsýni er til allra átta og fátt er betra en að njóta slökunar í heitum laugum staðarins hvort heldur er í miðnætursól á sumrin eða við skin norðurljósa og stjarna að vetrinum.

Tjaldsvæði eru opin frá maí og út september.

Adventure Hótel Geirland

Geirlandi, 880 Kirkjubæjarklaustur

Kyrrðin, friðurinn og krafturinn gerir staðsetningu hótelsins einstaka. Persónuleg þjónusta eru einkunnarorð okkar og leggur allt okkar starfsfólk metnað sinn í að gera heimsóknina sem eftirminnilegasta.

Hótel Geirland býður upp á 40 herbergi og svefnpokpláss. Veitingahúsið okkar leggur metnað sinn í að bjóða upp á mat beint frá býli. Öll herbergin hafa sér baðherbergi og kaffi og te aðstöðu. Við bjóðum svo gestum okkar upp á frítt þráðlaust WIFI internet .

Í næsta nágrenni er svo sundlaug með heitum pottum, 9 holu golfvöllur, veiði og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla. Af áhugaverðum stöðum má nefna Systrastapa, Systravatn, Landsbrotshóla, Fjarðarárgljúfur og Dverghamra. Á sumrin er boðið upp á dagsferðir með leiðsögn á heilmarga staði.

  • Ókeypis þráðlaust net
  • Morgunmatur opinn 08:00 – 9:30 alla daga
  • Kvöldmatur opinn 18:00-20:00 á völdum dögum. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar.
  • Happy hour á flöskubjór og húsvíni 17:30 – 18:30 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana

Það er einnig hægt að finna okkur á Facebook (Hotel Geirland)

Hótel Vatnsholt

Vatnsholt 1-2, 803 Selfoss

Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík. 

Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið. 

Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.



Hótel Stafholt

Stafholtsveggir 2, 311 Borgarnes

Hótel Stafholt er staðsett í Borgarfirði í 25 km fjarlægð frá Borgarnesi. Hentar vel, hvort sem er í eina nótt eða lengri dvöl. 

Kvöldverður í boði.

Lava apartments ehf.

Glerárgata 3b, 600 Akureyri

Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru fimm studíó íbúðir, átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum. Allar einingar eru með sér baðherbergi og frítt internet í boði. Helsta einkenni Lava Apartments & Rooms er að staðsetningin gæti ekki verið betri. Aðeins nokkur skref í helstu veitingastaði, verslanir og fleira

Courtyard by Marriott Reykjanesbæ

Aðalgata 60, 230 Reykjanesbær

Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport er fyrsta sjálfbæra og vistvæna hótelið á Íslandi, staðsett nálægt KEF alþjóðaflugvellinum, inni í Reykjanes UNESCO Geopark. Hótelið er fallegt og stílhreint í fremsta gæðaflokki og býður upp 150 nútímaleg herbergi og tvö fundarherbergi, frítt Wi-Fi, Business Center, smávörumarkaðinn The Market og líkamsrækt sem er opinn allan sólarhringinn.

Herbergin eru fallega innréttuð með deluxe king eða deluxe twin rúmum. Þau eru rúmgóð og sameina þægindi og gott aðgengi, eru með baðherbergi með rúmgóðum sturtuklefa, litlum ísskáp og te/kaffivél, ókeypis háhraða nettengingu og flatskjá. Þar er góð aðstaða til að vinna eða slaka á og njóta útsýnis til allra átta.

Veitingastaðurinn,
The Bridge, er opinn alla daga þar sem finna má fjölbreyttan matseðil við allra hæfi, bæði fyrir þá sem eru á hraðferð og þá sem vilja setjast niður og njóta góðs matar í fallegu og notalegu umhverfi. Á barnum eru framleiddir lúxus kokteilar og úrvals kaffiréttir og þar eru líka góð vín og kaldur á krana.

Komið með vinnustaðinn ykkar eða vinahópinn og njótið þess að spila golf eða skoða undur Reykjanessins. Færið vinnustofuna út úr skrifstofunni og í fundarherbergin okkar, en til viðbótar við þau bjóðum við upp á fjölhæf vinnurými á opnu svæði. Þau eru með skjáum og háhraðatengingu og tilvalin fyrir vinnufundi, hlé eða óformlega fundi.

Það tekur ekki nema 3 mínútur að keyra á Keflavíkurflugvöll og fyrir utan hótelið eru ókeypis bílastæði. Velkomin og njótið dvalarinnar!

Hótel Kjarnalundur

Kjarnalundur, 600 Akureyri

Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel í aðeins 3,5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hótelið hefur upp á að bjóða notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Náttúran umvefur hótelið sem gerir gestum kleift að endurnærast í snertingu við íslenska náttúru. Hótelið er staðsett í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa.

Við bjóðum upp á einstaklings herbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi sem eru allt frá þriggja manna til sex manna.  Öll herbergin okkar eru með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Það er frítt þráðlaust net á öllu hótelinu.

Hótelið er einnig með sumarhús (109 fm) í Kjarnaskógi. Hvert hús er með gistipláss fyrir sex manns í þremur svefnherbergjum. Í hverju húsi eru tvö baðherbergi, fullbúið eldhús, stór verönd með heitum potti og gas grilli.

Tveir veitinga- og fundarsalir eru á hótelinu. Boðið er upp á morgunverð og kvöldverð á hótelinu. Kvöldverð þarf að bóka með fyrirvara. Góð fundaraðstaða er í boði og tökum við að okkur veislu- og fundarhald allt árið. Salirnir taka samtals allt að 170 manns.

Við hótelið eru í boði úti heita pottar, infra rauður saunaklefi og möguleiki á að fara í nudd.

Húsið er á fjórum hæðum og er lyfta í húsinu. Gott aðgengi er fyrir fatlaða um allt húsið og eru sérútbúin herbergi  fyrir hjólastóla.

Í Kjarnaskógi rétt ofan hótelsins er meðal annars að finna gönguleiðir, blakvöll, leiktæki og sérhannaða fjallahjólabraut. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk.

Oddsson Downtown

Háteigsvegur 1, 105 Reykjavík

Sveitasetrið Brú

Brúarholt 2, 805 Selfoss

Hótel og gistiheimilisrekstur hefur verið á Efri-Brú síðan á 18. öld. Hér er boðið uppá gistingu, veitingar, veislu og hópa og ýmisskonar samkvæmi.

Hótel Tjarna

Tjarnabraut 24, 260 Reykjanesbær

Gistiheimilið Lambastöðum

Lambastaðir, 803 Selfoss

Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna. 

Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.

Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.

Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.

Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.

Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.

Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.

Hótel Borgarnes

Egilsgata 12-16, 310 Borgarnes

Hótel Borgarnes er 3ja stjarna hótel með 75 herbergi sem öll eru með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Gott veitingahús er á hótelinu sem og frábær aðstaða fyrir fundi bæði fyrir litla og stóra hópa.

Brimnes Bústaðir

Bylgjubyggð 2, 625 Ólafsfjörður

Brimnes hótel og bústaðir er staðsett í Ólafsfirði í Fjallabyggð við Ólafsfjarðarvatn, en um leið mitt í jökulskornum Tröllaskaganum. 60 kílómetrum norðan við Akureyri og 18 kílómetrum norðan við Dalvík. 

Átta finnskir bústaðir standa við norðurenda Ólafsfjarðarvatns. Heitir pottar eru á veröndum þeirra allra sem og eldunaraðstaða.

Hótelið stendur nokkrum metrum norðan við bjálkahúsin og þar er boðið upp á gistingu í 11 tveggjamanna herbergjum með baði, setustofu og háhraða nettengingu.

Það er nóg við að vera, bæði á staðnum og í næsta nágrenni.  Verið velkomin!

Hótel Akureyri

Hafnarstræti 67, 600 Akureyri

Á jarðhæð er notalegur salur þar sem boðið er uppá fjölbreytt morgunverðarhlaðborð, en seinnipart eru hressingar af ýmsu tagi á boðstólnum með sérstakri áheyrslu á íslenska dýrindis bjóra og skosk malt viskí. 

 

Hótel Vestmannaeyjar

Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja hótel staðsett í hjarta miðbæjarins.

Herbergin hafa  baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum. Spa er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sauna. Morgunverður er framreiddur í veitingasal alla morgna 7:00 – 10:00.

Veitingastaður er á hótelinu sem er opinn alla daga á sumrinn. Nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega. Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og reynt að mæta óskum allra.

Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á, njóta fallegrar náttúru, skoða mannlífið á eyjunni eða spila golf á glæsilegum 18 holu velli.

Hotel Reykjavík Grand

Sigtún 38, 105 Reykjavík

Hótel Reykjavík Grand er ráðstefnuhótel í kyrrlátu umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er stærsta ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali sem rúma allt að 470 manns í sitjandi veislu og 800 manns í standandi móttöku. Á hótelinu er svo einnig að finna fyrsta flokks veitingahús, líkamsræktaraðstöðu og heilsulindina Reykjavík Spa sem býður upp á glæsilegt úrval af spa-, nudd- og snyrtimeðferðum.

  • 311 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Ókeypis bílastæði
  • Aðgangur að líkamsrækt
  • Spa
  • Veitingastaðurinn Grand Brasserie
  • Tveir barir; Torfastofa og Miðgarður

Hótel Reykjavík Grand hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins, Svanurinn, samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Hótelið hefur einnig hlotið vottun frá Túni, sem er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu.

Reykjavík Spa ( www.reykjavikspa.is ) er heilsulind sem býður upp á fjölbreytt úrval spa-, nudd- og snyrtimeðferða. Þá er einnig líkamsræktarstöð á hótelinu fyrir hótelgesti.

Hluti af Íslandshótel hf.

Hótel Lækur

Hróarslækur, 851 Hella

Hótel Lækur er lítið fjölskyldurekið sveitahótel á suðurlandi, stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands. Hótelið er byggt úr gömlum útihúsi og fjárhúsi. Mikið er lagt upp úr útliti og hönnun og skemmir fjallagarðurinn, jöklarnir og áinn sem umlykur hótelið ekki fyrir. Gestir eru kvattir til að njóta náttúrunna, taka göngutúr meðfram ánni, leika sér í fótbolta eða frisbí golfi og hitta dýrin á bænum.  

Hótel Lækur er með 21 herbergi í ýmsum stærðum ásamt 4 stökum húsum sem notið hafa mikilla vinsælda fyrir fjölskyldur, tvö pör að ferðast saman og sem svítur fyrir stök pör. Gott er að njóta kvöldsólarinnar með lækinn í forgrunni

eða horfa á norðurljósin yfir Heklunni. Heitur pottur, gufa og kaldur pattur er á hótelinu og er frítt öllum til afnota. Öll herbergi hafa sér inngang, einkabaðherbergi, stóla og borð, kaffi og te, frítt net, sjónvarp og baðherbergisvörur.  

Hótel Lækur hefur notið mikilla vinsælda á umsagnarkerfum internetsins en til að mynda eru þau með 9,6 á hotels.com, í fyrsta sæti í sínum flokki á tripadvisor o.fl.  

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili

Bankastræti 7, 101 Reykjavík

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI. 

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.   

Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými.  Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur. 

www.lofthostel.is

Gistiheimilið Malarhorn

Grundargata 17, 520 Drangsnes

Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).

Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.

Sand Hotel

Laugavegur 34, 101 Reykjavík
Sand Hótel er lúxushótel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar við Laugaveg. Afslappað andrúmsloft og tímalaus hönnun gera hótelið að eftirsóknaverðum dvalarstað auk þess sem iðandi mannlíf og menning miðborgarinnar er rétt handan við hornið. Umgjörð hótelsins er mjög áhugaverð og samtvinnuð sögu verslunar og menningar í miðborginni. Sandholt Bakarí og Verslun Guðsteins, sem hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár, eru á jarðhæð hótelsins við Laugaveginn. Fyrir framan bygginguna er steinhella á gangstéttinni til minningar um skáldið og Nóbelsverðlaunahafann Halldór Laxness sem var fæddur í einu af bakhúsi hótelsins. Fjöldi listaverka eftir samtímalistamenn prýða herbergi og alrými hótelsins auk útilistaverka í porti og bakgarði sem er opinn fyrir gesti og gangandi.

Hótel Berg

Bakkavegur 17, 230 Reykjanesbær

Berg er glæsilegt 36 herbergja hótel hannað í skandinavískum stíl. Staðsett við Keflavíkurberg með útsýni yfir
smábátahöfnina í einungis 7 mínútna aksturfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.
 

Gestir hótelsins hafa afnot af sérlega skemmtilegri setlaug sem er á annarri hæð og vísar í átt að smábátahöfninni.  

Hótel Edda Akureyri

Þórunnarstræt, 600 Akureyri

Hótelið er staðsett miðsvæðis á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og er starfrækt sem heimavist fyrir menntaskólana á veturna en á sumrin breytast vistirnar í fallegt hótel.

Gamla vistin er með 72 herbergi - flest öll með handlaug og sameiginlegri - bað og salernisaðstöðu. Á nýju vistinni eru 132 Eddu Plús herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Stutt er í miðbæinn og sundlaugina frá hótelinu og ekki má gleyma lystigarðinum sem er við hliðina á hótelinu

Aðstaða á staðnum:

  • Alls 204 herbergi
  • 132 Eddu PLÚS herbergi m/ baðherbergi, sjónvarpi og síma
  • 72 herbergi m/ handlaug
  • Kaffihús
  • Fundarsalir
  • Frítt internet

Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður

Afþreying í nágrenninu:

  • Akureyrarlaug  
  • Skrúðgarðar
  • Skógargöngur
  • Fjallaferðir og klifur
  • Hvalaskoðun
  • Hestaferðir
  • Söfn
  • Nyrsti 18 holu golfvöllur heims

The Reykjavik Edition

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Sannkallað lúxushotel í hjarta höfuðborgarinnar.

Holt Inn sveitahótel

Holt, 425 Flateyri

Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þar af eitt fjölskylduherbergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.   

Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð. 

Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.

Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina.

Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet. 

Hótel Skógá

Skógafossvegur 4, 861 Hvolsvöllur

Lítið hótel í göngufjarlægt frá Skógafoss. Við bjóðum uppá morgunmat með öllum herbergjum. Hótel er sjálfinnritunar hótel og færðu kóðan sendan áður en þú mætir.

Hótel Grímsborgir

Ásborgir 30, 805 Selfoss

Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum. 

Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.
Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík

Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti.  Kjörinn staður  til að halda  upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði.

Hringið í síma 555 7878  eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com  og fáið nánari  upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur. 

Fjalladýrð

Reykjahlíð/Mývatn, 701 Egilsstaðir

Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Center Hotels Laugavegur

Laugavegur 95-99, 101 Reykjavík

Center Hotels Laugavegur er staðsett líkt og nafnið bendir til á Laugaveginum. Nánar tiltekið á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Hótelið er því staðsett í hringiðu miðborgarinnar í grennd við allt það besta sem miðborgin býður upp á.  

Á Laugaveg eru 102 einstaklega fallega hönnuð herbergi sem eru björt með stórum gluggum. Sum hver snúa út á Laugaveg á meðan önnur snúa út á Snorrabraut. Þau herbergi sem eru staðsett ofarlega hafa aðgang að svölum með útsýni út á Faxaflóa. Öll nútíma þægindi er að finna inni á herbergjunum. Morgunverður fylgir með sem og frítt þráðlaust internet á hótelinu.  

Tveir veitingastaðir eru á Center Hotels Laugaveg. Annar er Lóa Bar-Bistro sem býður upp á létta rétti og Stökk er staðurinn til að staldra við ef stemming er fyrir góðri súpu, kaffi eða samloku. 

- 102 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Veitingastaðurinn Lóa Bar-Bistro
- Veitingastaðurinn Stökk

Center Hotels Laugavegur er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

Sigló Hótel

Snorragata 3, 580 Siglufjörður

Sigló Hótel er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og hafa öll herbergin útsýni yfir fallega náttúru svæðiðsins, bæði haf og fjöll, og úr notalegu gluggasæti má fylgjast með daglegu lífi á hafnarsvæðinu.

Hótelið sem opið er allan ársins hring býður upp á 61 classic herbergi, 4 lúxus herbergi og 3 svítur.

Inn á hótelinu er veitingastaðurinn Sunna ásamt Lobbý barnum. Hinir tveir veitingastaðir hótelsins, Hannes Boy og Kaffi Rauðka, eru í göngufæri.

Allir gestir hafa aðgang að heitum pottum og gufubaði. Hugguleg arinstofa með útsýni yfir hafið er staðsett á jarðhæð. Starfsfólk Sigló Hótel leggur sig fram við að bjóða gestum upp á notalegt og afslappandi umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði.

Center Hotels Plaza

Aðalstræti 4, 101 Reykjavík

Center Hotels Plaza er staðsett við Aðalstræti beint fyrir framan Ingólfstorg í miðju Reykjavíkur í grennd við allt það helsta sem miðborgin býður upp á.  

Á hótelinu eru 255 herbergi sem öll eru nýuppgerð á einstaklega fallegan máta. Herbergin eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það öll sameiginlegt að vera vel búin og notaleg. Vel flest búa að því að hafa gott útsýni yfir miðborgina, sum hver beint yfir Ingólfstorg og alla leið út á Faxaflóann.

  Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins. Á hótelinu er skemmtilegur bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga frá 16:00 til 18:00 og á hótelinu er góðir salir sem bjóða upp á gott næði til fundar og/eða veisluhalda. Útgengt er út í lokað port frá sölunum þar sem gestum gefst kostur á að næla sér í ferskt loft. Gott aðgengi er að sölunum.  

Frítt þráðlaust internet er á öllu hótelinu. 

- 255 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Fundarsalir
- Afgirt port á hótelinu

Center Hotels Plaza er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

 

Vogur Country Lodge

Vogur, Fellsströnd, 371 Búðardalur

Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með baði og svítur, notalegan matsal og setustofu, heitan pott og sauna.

Mikið úrval gönguleiða, einstæð náttúrufegurð og vagga sagnanna.

Hótel Kríunes - Hótelið við Elliðavatn

Við Vatnsenda, 203 Kópavogur

Hótel Kríunes er afslappandi, vinalegt hótel með heimilislegu andrúmslofti og einstöku útsýni yfir Bláfjöll og Elliðavatnið. 

Hótel Kríunes er kjörinn kostur fyrir gesti sem eru að leita að friðsælum og rólegum stað úr ys og þys borgarinnar. Hótelið er eitt best geymda leyndarmál höfuðborgarsvæðisins, þar sem hægt er njóta bæði borgar- og sveitarinnar á einum stað. 

Hótel Kríunes er staðsett í Kópavogi, í aðeins 15 mínútur frá miðbæ
Reykjavíkur.   

Hótel Vík í Mýrdal

Klettsvegur 1-5, 870 Vík

Hótel Vík í Mýrdal er eitt af virtustu gististöðum á suðurlandi. Með stílhreinri hönnun er það með flottari nútíma hótelum landsins. Hótel Vík í Mýrdal dregur mikið stolt af góðri þjónustu og frábæri staðsetningu. Hótelið er staðset aðeins hálfum kílómeter frá svörtu fjörunni og er frábært sjávarútsýni úr herbergjum okkar. Í norður hluta hótelsins er einstakt kletta útsýni sem erfitt er að finna annars
staðar á Íslandi. Hótelið er fjölskyldurekið af heimamönnum sem vilja einungis tryggja að gestir fái sem bestu upplifun þegar þeir heimsækja Vík.

Hótel Víking

Víkingastræti 1-3, 220 Hafnarfjörður

Á Hótel Víking eru 42 vel búin og glæsileg herbergi með sturtu, salerni, kaffivél, hárþurrku, sjónvarpi og þráðlausu interneti. Heitur pottur og sauna eru staðsett í bakgarði hótelsins. Gestir hótelsins hafa frjálsan aðgang þar og geta slakað á í rólegu og rómantísku umhverfi eftir annir dagsins. Hægt er að leigja baðsloppa á hótelinu.

Einnig eru 14 víkingahús sem geta gist uppí sex manns í hverju húsi. Húsin eru á tveimur hæðum og hafa alla sömu aðstöðu og hótelherbergin. 
Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl 18:00, eldhúsið lokar kl 22:00 en barinn er opinn lengur. 

Hótel Frón

Laugavegur 22A, 101 Reykjavík

Hótel Frón er notalegt hótel við Laugaveg 22a í Reykjavík með 96 herbergjum. Hótelið er á fjórum hæðum með lyftu og geta gestir valið um ýmsa gistimöguleika: eins- og tveggjamanna herbergi, stúdóíbúðir eða stærri íbúðir. Í öllum herbergjum er snyrting, mínibar, sími, sjónvarp og öryggishólf. Allar íbúðir eru með eldhúsaðstöðu, ískáp, örbylgjuofni og helluborði. Hótelið býður upp á þráðlausa internettengingu, fundaraðstöðu og DVD spilara. Á jarðhæð hótelsins er glæsilegur veitingastaður þar sem morgunverður, hádegis- og kvöldverður er framreiddur.

Veiðihúsið Hálsakot í Jökulsárhlíð

Hálsakot - Jökulsárhlíð, 701 Egilsstaðir

Veiðihúsið Hálsakot er nýtt og stórglæsilegt gistihús staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Um er að ræða þjónustuhús með stórri stofu með arin, gervihnattasjónvarpi og frábæru útsýni til Dyrfjalla, stóru eldhúsi búnu öllum helstu tækjum, salerni, stórri geymslu og upphituðu herbergi sem kjörið er til að geyma útifatnað. Átta tveggja manna herbergi hvert með sér baðherbergi eru svo í minni húsum samtengd þjónustuhúsi með viðarpalli. Húsið hentar einstaklega vel til fundahalda í sveitasælunni skammt frá Egilsstöðum sem og fyrir fjölskyldur og aðra hópa að njóta samveru í fallegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.

 

Hótel Höfn

v/Víkurbraut , 780 Höfn í Hornafirði

Hótel Höfn er gott hótel með 68 vel búnum herbergjum. Á efri hæð er veitingasalur sem rúmar 120 gesti  og á hótelinu er notalegur bar. Annar veitingastaður, Ósinn, er á fyrstu hæð og rúmar hann um 50 gesti með fjölbreyttum matseðli.

Hótel Höfn er örfáa kílómetra frá stærsta jökli Evrópu þar sem hægt er að fara á sleða- eða í jeppaferð. Hótel Höfn er ákjósanlegur staður fyrir minni ráðstefnur eða allt að 110 manns og skaffar hótelið allan tæknibúnað.

Hótel Fransiskus

Austurgata 7, 340 Stykkishólmur

Hótelið er staðsett í hinum rómaða bæ Stykkishólmi. Á hótelinu sem er staðsett í hjarta bæjarins eru 21 herbergi, setustofa með bar og morgunverðarsalur. Herbergin eru fallega innréttuð með mildum litum og vinalegu andrúmslofti. Hvert herbergi hefur verið innréttað með nýjustu þægindum, með magnað útsýni yfir höfnina, miðbæinn, fjallahringinn og hinn dásamlega flóa Breiðafjörð með sínum eyjum og fjölbreytta fuglalífi.

Veitingastaðir, söfn, verslanir og gallerý eru öll í göngufjarlægð frá hótelinu.

Hótel Laxnes

Háholt 7, 270 Mosfellsbær

Hótel Laxnes er hlýlegt sveita-style-hótel í hjarta Mosfellsbæjar. 26 rúmgóð og björt herbergi, bæði standard, delux með fallegu útsýni, svítur og studioíbúðir.

Bæði er bar og kaffihús á hótelinu og oft er skemmtileg stemming er heimamenn hitta ferðamenn á Kaffi Áslák eða Áslák sveitakránni okkar. Opið er 10-23 alla daga.

Mosfellsbær hefur uppá margt að bjóða og veitum við með ánægju allar upplýsingar um afþreyingu í Mosó og nágrenni, m.a. eru 90 km af stikuðum gönguleiðum til allra átta frá hótelinu.

Fosshótel Hellnar

Hellnum, 356 Snæfellsbær

Fosshótel Hellnar er sveitahótel eins og þau gerast best. Hótelið er staðsett við rætur Snæfellsjökul en Þess má geta að Snæfellsjökull er sagður einn af 7 stærstu orkustöðvum jarðar. Svæðið í kringum Hellnar er algjör náttúruparadís og er hótelið því tilvalin upphafsstaður fyrir þá sem vilja fara í hina ýmsu leiðangra um jökulinn eða nesið. Í nokkurra kílómetra frjarlægð má finna perlur eins og Djúpalónssand, Dritvík, Arnarstapa og Snæfellsnesþjóðgarðinn. Að auki má oft á tíðum sjá háhyrninga synda undan ströndum svæðisins.

  • 39 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Veitingastaður og bar
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Fjölbreyttar gönguleiðir í kring
  • Hleðslustöð

Hlut af Íslandshotel

Eyja Guldsmeden Hótel

Brautarholt 10-14, 105 Reykjavík

Eyja Guldsmeden hótel er “boutique” hótel með 65 herbergjum og er staðsett í Brautarholti 10, rétt við Hlemm. 

Hótelið er í eigu hjónanna Lindu Jóhannsdóttur og Ellerts Finnbogasonar en rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels, en keðjan á og rekur hótel víða um heim. 

Í anda Guldsmeden Hotels hefur Eyja hótel sjálfbærni og vistvernd að leiðarljósi. Spornað er gegn hvers kyns sóun og einblínt á að lágmarka matarsóun, endurnýta og endurvinna eins og kostur er.  Eyja hefur fengið Green Globe vottun.  Mikið er lagt uppúr persónulegri þjónustu og upplifun gesta.  

Boðið er uppá morgunverð fyrir gesti og leitast er eftir að bjóða uppá lífrænar íslenskar vörur eða gæðahráefni beint frá býli og úr nærumhverfinu.

Hótel Sandafell

Hafnarstræti 7, 470 Þingeyri

Gisting, morgunverður og veitingasala í hjarta Þingeyrar í ægifögru umhverfi Dýrafjarðar. 

Fallegar gönguleiðir allt í kring og fjölbreytt afþreying. Þingeyri er í þægilegu akstursfæri við margar af helstu náttúruperlum Vestfjarða.

Hótel Ísland Confort

Hlíðasmári 13, 201 Kópavogur
Hótel Ísland Comfort is a three star hotel in the great capital area, Kopavogur, with well furnished rooms for business and leisure travelers who are looking for a comfortable stay near the Reykjavik.

360° Boutique Hotel

Mosató 3, 803 Selfoss

The Hill Hotel

Vesturbrún 1, 845 Flúðir

Verið velkomin á The Hill Hotel á Flúðum, heillandi 3 stjörnu hótel staðsett á Suðurlandi. Tæplega tveir tímar frá Reykjavík og flugvellinum. Hótelið okkar býður upp á fullkomna blöndu af aðgengi og kyrrlátu sveitalífi. Aðalbyggingin okkar býður upp á 32 herbergi á jarðhæð með svölum, en hið síðarnefnda gefur beinan aðgang að heitu pottunum. Fyrir fjölskyldur bjóðum við upp á 11 herbergi og 5 herbergi með sameiginlegri aðstöðu sem ódýran valkost. Ævintýraleitendur elska nálægð okkar við náttúruundur Íslands, þar á meðal Langjökul, jarðhitalaugar og Gullna hringinn. Njóttu afþreyingar eins og flúðasiglingu, fiskveiða, hestaferða, vélsleðaferða, snorkl og slakaðu á í heitu pottunum okkar á meðan þú horfir á norðurljósin á veturna. Þetta er allt hluti af upplifuninni!

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á ferskum, staðbundnum afurðum, sem tryggir yndislega matreiðsluupplifun. Hvort sem þú ert hér í sólóævintýri, fjölskyldufríi eða hópferð, lofar The Hill Hotel notalegri, eftirminnilegri dvöl í hjarta hins töfrandi landslags Íslands.

Vertu með á The Hill Hótel á Flúðum, þar sem hver dvöl lofar að vera óvenjulegt ferðalag. 

Fosshótel Núpar

Núpar, 881 Kirkjubæjarklaustur

Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón.

Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.

Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar.

  • Ókeypis þráðlaust net
  • Morgunverður í boði
  • Ókeypis bílastæði
  • Veitingastaður 
  • Bar
  • Hleðslustöð

Hluti af Íslandshótelum. 

 Hluti af Íslandshótelum. 

Hótel Holt

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Hótel Holt er fyrsta flokks fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið, sem byggt var af hjónunum Þorvaldi Guðmundssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, var opnað árið 1965 og hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan. Það hefur allt frá upphafi verið þekkt innanlands sem utan fyrir gestrisni og hlýju, notaleg herbergi og framúrskarandi þjónustu. Á hótelinu eru 42 herbergi, þar af fjórar svítur. Herbergin eru innréttuð í sígildum stíl og búin öllum helstu nútíma þægindum. Hótel Holt er einstakt  á sína vísu, en það státar af stærsta einkasafni íslenskrar myndlistar sem prýðir bæði sali og herbergi hótelsins.

Höfn | Berjaya Iceland Hotels

Ránarslóð 3, 780 Höfn í Hornafirði

Höfn | Berjaya Iceland Hotels er staðsett við höfnina á Höfn og býður upp á herbergi með sérbaðherbergi. Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er framreitt daglega og hægt er að kaupa sér hressingu til að taka með sér í ævintýri dagsins.

Á svæðinu í kring eru möguleikar á hinni ýmsu útivist. Gestir geta farið í fjallaferðir, jöklaferðir á vélsleðum og ísklifur á svæðinu. Boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum.

Aðstaða á staðnum:

  • 36 herbergi með baðherbergi
  • Frítt internet
  • Einstaklings- og hópabókanir

Afþreying í nágrenninu:

  • Vélsleðaferðir á jökul
  • Jöklaklifur
  • Fjallaferðir
  • Bátsferðir um Jökulsárlón
  • Sundlaug með heitum pottum á Höfn
  • Níu holu golfvöllur
  • Minja-, náttúru- og sjóminjasöfn

Árnanes

Árnanes, 781 Höfn í Hornafirði

Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.

Hótel Drangshlíð

Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang., 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Laki

Landbrot, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.

Við bjóðum uppá 64 hótelherbergi og glæsilegan veitingastað og bar.

 Hægt er að fá aðgengi að glæsilegu veiðivatni í göngufæri við hótelið.

Hægt er að bóka beint á hotellaki@hotellaki.is

22 Hill Hotel

Brautarholt 22-24, 105 Reykjavík

22 Hill Hotel er aðeins í fimm mínútna göngufæri frá Laugarveginum og miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 55 notaleg og smekklega innréttuð herbergi útbúin öllum helstu þægindum. Veitingastaðurinn, Potturinn og pannan, sem er landsmönnum gamalkunnur fyrir góðan viðgjörning, sér um allar veitingar fyrir hótelið og er innangengt á hann. 22 Hill Hotel  er úrvalskostur fyrir bæði ferðamenn og fólk í viðskiptaerindum.

Hótel Laxá

Olnbogaás 1, 660 Mývatn

Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað. 

Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hotel Kaldi

Sjávargata 6, 621 Dalvík

Hotel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett á Árskógssandi. Þar eru 5 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi, flatskjá, skrifborði og kaffivél. Léttur morgunverður er innifalinn með gistingu. 

Hótelið er í göngufæri við Bjórböðin, Bruggsmiðjuna Kalda og Hríseyjarferjuna. Aðeins tekur 10 mínútur að keyra til Dalvíkur og 30 mínútur til Akureyrar frá hótelinu. 

Lighthouse Inn

Norðurljósavegur 2, 250 Suðurnesjabær

Lighthouseinn hótel býður upp glæsileg herbergi.. 

Við erum með 26 herbergi, 1manns, 2ja manna, 3ja manna og fjölskylduherbergi.

Herbergin eru öll með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með ísskáp, sjónvarpi, öryggisskáp og hitakatli

Einnig er bar á hótelinu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Klettur

Mjölnisholti 12-14, 101 Reykjavík

Hótel Klettur er nútímalegt hótel staðsett í um 300 metra fjarlægð frá Hlemmi, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 166 herbergi, þar af 143 standard herbergi, 20 superior herbergi og 3 fjölskylduherbergi.

Á fyrstu hæð hótelsins er falleg setustofa auk morgunverðarsalar þar sem boðið er upp á veglegan morgunverð sem er innifalinn. Einnig má þar finna bar og leikherbergi þar sem gestir hótelsins geta tekið leik í pool og börnin hafa smá afdrep þar sem eru sýnt barnaefni. Á hótelinu er bílakjallari þar sem gestir hótelsins geta geymt bílinn frítt.

Hótel Klettur er vel staðsett í göngufæri frá veitingastöðum og verslunum en samt í rólegu og hljóðlátu hverfi.

Storm Hótel - Keahotels

Þórunnartún 4, 105 Reykjavík

Storm Hótel er huggulegt hótel sem er staðsett við jaðar miðbæjarins. Hlemmur Mathöll er í göngufæri, en þaðan er upplagt að leggja leið sína niður Laugaveginn þar sem finna má úrval veitingastaða, verslana og kaffihúsa. Innviði hótelsins eru í nútímalegum stíl með notalegheit og gæði í fyrirrúmi.      

Á Storm Hótel eru 93 rúmgóð herbergi sem eru smekklega innréttuð í Skandinavískum stíl með áherslu á milda liti og ljósmyndir af stórbrotinni náttúru Íslands. Líkt og hótelið sjálft sameinar útlit herbergjanna norrænar áherslur um hagkvæmni, gæði og stíl. Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma, kaffi- og tesetti, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásara, baðvörum og skrifborði. Fyrir þá sem kjósa rýmra herbergi er boðið upp á Superior herbergi með svölum, auk þess sem sjö af tveggja manna herbergjunum eru með svalir. Þá er hægt að óska eftir samliggjandi tveggja manna herbergjum sem er hægt að opna á milli.

Á jarðhæð Storm Hótel er bar og setustofa þar sem gestir geta haft það huggulegt í notalegu umhverfi. Gestir hótelsins geta lagt bílum sínum í gjaldfrjáls bílastæði, merkt Storm, aftan við hótelið.

Storm Hótel er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík. 

Hotel South Coast

Eyravegur 11-13, 800 Selfoss

Hotel South Coast er nýlegt hótel staðsett hjá nýja miðbænum í Selfossi. Við erum í göngufæri við alla helstu veitingastaði og þjónustu í Selfossi. 

Aðeins stuttur spölur frá Reykjavík eða rétt yfir heiðina. Tilvalinn staður til að stoppa við og njóta þess að gista, slaka á í heilsulindinni og fá sér góðan morgunverðu áður en áfram er haldið. 

Við bjóðum upp á 72 herbergi og þar af 7 Deluxe herbergi og svo 8 með hjólastólaaðgengi. Svo í heilsulindinni okkar bjóðum við upp á tvo heita potta, finnska sánu og slökunarherbergi ásamt drykkjarþjónustu. 

Frá Selfossi er stutt í helstu náttúruperlur Suðurlands svo sem Geysir, Gullfoss og Þingvellir ásamt góðu aðgengi að nýjasta eldgosi Íslands.  

Hótel Ísland

Ármúli 9, 108 Reykjavík

HÓTEL ÍSLAND - SPA OG WELLNESS er staðsett nálægt miðborginni sem og Laugardalnum, sem er aðal miðstöð íþrótta og afþreyingar í höfuðborginni. Hótelið býður upp á 135 vel útbúin herbergi sem sum hver bjóða upp á útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur Reykjavík. Hótel Ísland er fyrsta hótelið á Íslandi sem býður upp á heilsulind.

Morgunverðarhlaðborð er borið fram alla daga. Þeir gestir sem eiga morgunverð innifalin en eru með brottför fyrir opnunartíma veitingastaðar geta óskað eftir morgunverðarpoka í móttöku við brottför.

Veitingastaðurinn okkar Hekla Restaurant & bar býður uppá alþjóðlega og sérstæða eldamennsku þar sem unnið er með gæða hráefni frá grunni. Frekari upplýsingar um veitingastaðinn má finna á www.hotelisland.is/restaurant & Facebook síðu staðarins ;

Silfra Spa & Lounge er frábær staður til að slaka á og njóta augnabliksins. Silfra býður uppá heitan pott, kaldan pott og flotlaug þar sem tilvalið er að láta þreytuna líða úr líkamanum. Hjá Silfra Spa er einnig hægt að bóka ýmsar nuddmeðferðir til að kóróna upplifunina. Fyrir frekari upplýsingar um nudd bendum við á heimasíðuna okkar; www.hotelisland.is/silfra-spa . Silfra Lounge nýjasta viðb ótin sem við erum ákaflega stolt af. Þar geta gestir pantað sér af matseðli og gert meira úr upplifuninni. Við mælum með að bóka fyrirfram í síma 595-7026 eða senda póst á silfraspa@hotelisland.is . Opnunartíma Silfra Spa má sjá á heimasíðu okkar.

Á hótelinu okkar er ókeypis bílastæði allt um kring fyrir hótelgesti okkar, strætóskýli eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð. Rútuferðir á flugvöll eða í skoðunarferðir fara beint frá hótelinu.

Starfsfólk okkar í móttöku leggur mikið upp úr því að aðstoða við að skipuleggja þessa ferðina þína með þér og aðstoða við að gera dvöl þína eftirminnilega. 

Hótel Norðurljós

Aðalbraut 2, 675 Raufarhöfn

Hótel Norðurljós hefur verið hluti af sögu Raufarhafnar síðstliðin 40 ár. Það var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstelpur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstelpurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi, fyrst rekið sem sumarhótel, en sl. 10 ár hefur það verið opið allt árið um kring.

Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann. Útsýnið er einstakt. Á Hótelinu eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar.

Þar eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir.

Á matseðlinum er lögð mikil áhersla á fisk. Þar má finna silung, lax, ýsu, þorsk, kola, lúðu, steinbít og karfa auk annara fisktegunda. Einnig má sjá hvalkjöt, svartfugl, hreindýr og ýmislega villibráð úr náttúru Íslands. Auk þessa er lambakjötið alltaf í sérflokki. Hraðréttir af grilli og pizzur eru ætíð vinsælar máltíðir, en einn réttur hefur notið sérstakrar vinsældar, en það er Skinnalónsborgarinn.

Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir þá sem unna fallegri náttúru. Strandlengjan er vogskorin, þar sem skiptist á stórgrýtt annnes og sendnar víkur, sjávarlón og tjarnir. Þar er ekki þverfótað fyrir reka. Inni á Sléttunni eru nokkrir tugir vatna, sem flest eru iðandi af fiski. Fuglalíf er eitthvað það fjölskrúðugasta sem gerist á Íslandi. Gróður er mikill."

Þú finnur okkur á Facebook hér

Þá erum við á booking.com og hægt er að fá frekari upplýsingar um okkur og bókanir hér

Gróðurhúsið

Austurmörk 6, 810 Hveragerði

Gróðurhúsið leggur áherslu á sjálfbærni og að skapa grænt umhverfi í allri starfsemi okkar. Frá jörðu og upp í minnsta margnota tannstöngul. Reynum eftir bestu getu að versla inn allt staðbundið, vinna með íslenskum framleiðendum og vörum, lágmarka flutninga, endurnýta gömul og falleg húsgögn og velja umhverfisvænustu lausnirnar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Með því að vinna með staðbundnum leiðsögumönnum og fyrirtækjum styðjum við við einstaklinginn og samfélagið sem umlykur hótelið okkar.

Stundarfriður

Hólar 1, 340 Stykkishólmur

Stundarfriður ehf er ferðaþjónusta með  7 herbergja Hótel og 4 bústaði, staðsett  við rætur Drápuhlíðarfjalls í Helgafellssveit 12 km frá Stykkishólmi.

Við bjóðum upp á veitingar ss morgunverð og kvöldverð á sanngjörnu verði .

Tilboð: Við veitum 50 % afslátt þegar bókað á heimasíðu með þvi að nota afsláttarkóða "stundar" fyrir tímabilið 1/6 - 31/08  og "vetur" fyrir önnur tímabil

eða með því að hafa beint samband. 

Vakinn

Silica Hotel

Superior
Svartsengi, 240 Grindavík

Árið 2005 opnaði Silica hótel og var það um áraskeið lækningalind fyrir psoriasis meðferðir Bláa Lónsins. Þó psoriasis meðferðir fari þar enn fram, þá er hótelið í dag vinsæll áfangastaður til afslöppunar fyrir alla. Á Silica hótel eru 35 herbergi og einkalón fyrir hótelgesti.

Sveitasetrið Hofsstöðum

Skagafjörður, 551 Sauðárkrókur

Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar.
Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi.

Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.
Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1.

Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

Þingholt by Center Hotels

Þingholtsstræti 5, 101 Reykjavík

Þingholt by Center Hotels er einstaklega fallega hannað boutique hótel staðsett á Þingholtsstræti í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er hannað á afar nútímalegan en um leið notalegan máta þar sem þemað í hönnuninni er íslensk náttúra.  

Á hótelinu eru 52 fallega innréttuð herbergi. Ekkert þeirra er eins í útliti en öll eiga þau það sameiginlegt að vera vel búin þægindum. Morgunverður er innifalin með öllum herbergjunum og frítt þráðlaust internet er að finna á öllu hótelinu.  

Á Þingholti er bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga vikunnar frá 16:00 til 18:00 og skemmtilega hannað spa þar sem finna má rúmgóðan heitan pott, gufubað og búningsklefa. Hægt er að panta ýmiss konar nuddmeðferðir í heilsulindinni. 

Á Þingholti er einnig lítið fundarherbergi sem tilvalið er fyrir smærri fundarhöld. 

- 52 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Fundarsalur
- Spa

Þingholt by Center Hotels er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

 

Room With a View Hótel og íbúðir

Laugavegur 18, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Hótel Von

Laugavegur 55, 101 Reykjavík

Hótel Von á Laugavegi og er boutique-hótel með 52 vel búnum herbergjum. Góður kostur í hjarta borgarinnar með úrval veitingastaða og verslana innan seilingar.

Magma Hotel

Tunga, 880 Kirkjubæjarklaustur

Magma Hotel og Bistro 1783 er staðsett í Landbroti, um 3 kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Við bjóðum upp á 25 rúmgóð herbergi í nútímalegum stíl. Útsýnið frá herbergjunum er magnað, þar sem horft er yfir stórbrotið umhverfi í kringum hótelið: vatn, hraun, fjöll og jökla.

Hótelið tók á móti sínum fyrstu gestum sumarið 2017 og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Það er óhætt að segja að Magma Hotel sé á topp 10 yfir bestu hótel Íslands, sé tekið mið af endurgjöfum viðskiptavina á TripAdvisor og Booking.com.

Veitingastaður Magma Hótels, Bistro 1783 er skírður eftir árinu er gosið í Lakagígum hófst. Útsýnið frá veitingastaðnum er einstakt og höfum við lagt áherslu á að skapa þægilega og afslappaða stemmningu. Matseðillinn er ekki stór en við mætum þörfum allra með sveigjanleika og þjónustulund. Það sem við bjóðum upp á er gert úr fersku gæðahráefni og lögð er áhersla á að sem mest komi frá nærumhverfi hótelsins.

 

Finndu okkur á Facebook hér
Finndu okkur á Instagram hér
Finndu okkur á TripAdvisor hér
GPS: 63.7847° N, 18.0150° W

Hótel Djúpavík

Árneshreppur, 524 Árneshreppur

Húsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar. 

Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið.

Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi og te eru frítt og brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.


Hótel Blönduós

Aðalgata 6, 540 Blönduós

Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann.

Fjölbreytt úrval veitinga: 

Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.
Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.
Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.  

Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina. 

Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti. 

Hilton Reykjavík Nordica

Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair hótel fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk.

Veitingastaðurinn VOX Brasserie og VOX Bar eru staðsett á fyrstu hæð hótelsins ásamt spennandi rýmum hafa nú bæst við: VOX Club, VOX Home og VOX Lounge. Á hótelinu er einnig að finna fyrsta flokks heilsulind og líkamsræktarstöð, Hilton Reykjavik Spa.

Stutt er í verslanir, veitingastaði og skemmtanalífið í miðborginni.

 

Hótel Óðinsvé

Þórsgata 1, 101 Reykjavík

Hótel Óðinsvé er fjögurra stjörnu hótel staðsett í rólegu íbúðahverfi í hjarta Reykjavíkur, frá skarkala miðbæjarins. Á Hótel Óðinsvé eru 50 herbergi, þar af 5 svítur, og 10 glæsilegar íbúðir. Stutt er í alla helstu merku staði miðborgarinnar sem og leikhús, söfn, veitingastaði og bari; allt í göngufæri. Á hótelinu er líka hinn vinsæli veitingastaður Snaps Bistro ásamt bar.

Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf á öllum herbergjum.

Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Snaps þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni sem eru unnin frá grunni, þægilegt umhverfi og skemmilega stemmningu. Matseðillinn er innblásinn sannri Bistro matarmenningu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Konvin Hotel

Keilisbraut 762, 235 Reykjanesbær

Hótelið er það stærsta á Reykjanesi með 125 rúmgóð herbergi, öll með baðherbergjum, gervihnattasjónvarpi og nýjum rúmum. Á móttökusvæðinu er bar með afslöppuðu andrúmslofti og þægilegri setustofu. Morgunverður hefst daglega kl 4:00 og lýkur 10:00. Gestum hótelsins býðst að geyma bíla sína hjá hótelinu í allt að 3 mánuði á meðan á ferðalagi stendur. 

ION City Hotel

Laugavegur 28, 101 Reykjavík

ION City Hotel er staðsett við Laugaveg og býður upp á gistingu í Reykjavík, með líkamsræktarstöð og veitingastað. Safn Einars Jónssonar og Hallgrímskirkja eru í 500 metra fjarlægð.

Nýp á Skarðsströnd

Skarðsströnd, 371 Búðardalur

B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar.

Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma.

Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist.

Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur. 

Verið velkomin!

Bókanir: thora@this.is.
Sími: 896-1930 eða 891-8674.
Þið finnið okkur á Facebook hér.

Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.

Hótel Dalvík

Skíðabraut 18, 620 Dalvík

Hótel Dalvík er staðsett miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring.

 Hótelið er í 3ja mínútna fjarlægð frá sjávarsíðunni. Það eru aðeins 600 m í sundlaug og aðeins í 35 mínútna akstur til Akureyrar. Hamar gólfvöllurinn er aðeins í 4ja km fjarlægð.

 Hótelið býður upp á bæði herbergi með einkabaðherbergi og svo sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergi eru með aðgang að þráðlausu neti (Wi-Fi).

 Í sameiginlegu rými er þvottaherbergi, garður og sólpallur með borðum. Í andyrinu er bar, setustofa og tölva tengd við Internetið.

 Hægt er að fara ferðir um fjörðinn, í hvalaskoðun eða sjóstangveiði frá höfninni sem er aðeins í 250 m fjarlægð frá hótelinu. Ferjan til Grímseyjar fer frá Dalvík þrisvar sinnum í viku. Vinsælt er að fara á hestbak, á snjósleða og fjallaskíði í nágrenni.

 

Hótel Snæfellsnes

Vegamót, Snæfellsnes, 311 Borgarnes

Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu. Herbergin eru hljóðeinangruð og með mjúkri lýsingu, gólfhita, Wi-Fi, sjónvarpi, hárþurrku, katli, skrifborði og stólum. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og eru öll baðherbergin með sturtu. Fallegt útsýni er úr herbergjunum og um að gera að opna gluggann og njóta golunnar sem blæs á Snæfellsnesi. Boðið er upp á aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn.

Á Vegamótum er einnig rekið kaffihús.

Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá Hótel Snæfellsnesi. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma.

Stutt er í allar áttir en Hótel Snæfellsnes er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsness og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.

Adventure Hótel Hof

Austurhús, 785 Öræfi

Adventure Hotel Hof er þriggja stjörnu hótel við rætur Öræfajökuls. Framundan breiðir Skeiðarársandur úr sér, þjóðgarðurinn í Skaftafelli er örskammt frá og austur undan er stutt í töfraheim Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og að friðlandi fugla í Ingólfshöfða. Hótelið er því kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og góðs nætursvefns á vingjarnlegum stað.

  • Veitingastaður
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Morgunmatur opinn 08:00 – 9:30 alla daga
  • Kvöldmatur opinn 18:00-20:00 á völdum dögum. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar.
  • Happy hour á flöskubjór og húsvíni 17:30 – 18:30

Hluti af Adventure Hotels.

Hafdals Hótel

Stekkjarlækur, 601 Akureyri

Hafdals hótel er nýlegt fjölskyldurekið sveitahótel, staðsett í Vaðlaheiði, aðeins 5 km. frá Akureyri.

Hótelið er með stórum og rúmgóðum vel búnum herbergjum,( 24m2) með sér baði og setusvæði,sjónvarpi,ísskáp,kaffivél, ókeypis interneti og snyrtivörum.

 Herbergin eru öll með stórum gluggum með miklu og fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri.

Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stýlhreinan máta og með gólfhita.

Verönd /svalir er við öll herbergin, þar sem er gott að sitja og slappa af og njóta náttúrunnar og útsýnisins.

Hótelið býður upp á eitt fjölskyldu herbergi fyrir 3-4 einstaklinga.

Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega og er innifalið í uppgefnum verðum.

Stutt er í flestar náttúruperlur Norðurlands og margskonar afþreyingu í næsta nágrenni.

Við leggjum áherslu á að taka vel á móti gestum og veita persónulega þjónustu.

Puffin Hótel Vik

Víkurbraut 26, 870 Vík

Gisting sem er boðið upp á: Hótel herbergi með sér baði og morgunverður innifalinn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Vellir

Tjarnarvellir 3, 221 Hafnarfjörður

Hótel Hamar

Hamar, 310 Borgarnes

Á Hótel Hamri upplifir þú kyrrð og friðsæld í dýrðlegu umhverfi sem leyfir þér að slaka á og endurnærast, með öll þægindi innan handar og faglega þjónustu. Þú nýtur stórbrotins útsýnisins yfir Borgarfjörðinn og borðar frábæran mat úr hráefni úr héraði. Ef þú ert áhugamanneskja um golf þá er völlurinn beint fyrir utan herbergisdyrnar en aðrir geta fengið blóðið á hreyfingu með göngu í umhverfinu eða á fjall. Að horfa á norðurljósin eða stjörnurnar úr heitu pottunum í hótelgarðinum fullkomna svo góðan dag. 


Hótel Kvika

Þorlákshafnarvegur, 816 Ölfus
Hótel Kvika er staðsett í um það bil 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík, rétt fyrir utan Hveragerði. Við bjóðum upp á dýrindis morgunmat og barinn er opin á kvöldin. Náttúran í kringum hótelið er falleg og útsýnið endalaust. Stutt er í afþreyingu eins og RIB-Safari, hestatúra, fjórhjólaferðir og hellaskoðun. Að auki má benda á ókeypis WI-FI og LCD sjónvörp í hverju herbergi.

Hótel Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.

Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.  

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.

Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.  

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista. 

  • 36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
  • Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
  • Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
  • Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
  • Morgunverður innifalinn.
  • Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
  • Útidyr á öllum herbergjum.
  • Frí Internet tenging á hótelinu.
  • Heitir pottar.
  • Bar og notaleg setustofa með arinn.
  • Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
  • Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.

Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar) 

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Hótel Tindastóll - Arctichotels

Lindargata 3, 550 Sauðárkrókur

Hótel Tindastóll 

Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma.  Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni.

Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir.

Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk.