Glacier and Volcano expeditions
Jökla og Eldfjallaferðir/Glacier and Volcano Expeditions er örfyrirtæki í ferðaþjónustu sem rekið er af heimafólki í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins leggja áherslu á að bjóða gestum sínum upp á örugga, jákvæða og eftirminnilega upplifun á umhverfisvænan hátt í sátt og samlyndi við náttúruna.
Packraft ferð á Fjallsárlóni er tilvalin fyrir þá sem vilja koma og upplifa nálægð við jökulinn og ísjaka í stórbrotnu landslagi við rætur Öræfajökuls. Ferðin býður upp á tækifæri fyrir náttúruunnendur til þess að fljóta á milli ísjaka og kynna sér í leiðinni sögu svæðisins, heyra drunur jökulsins og upplifa margþrungið umhverfi Fjallsjökuls í kyrrð og ró fjarri mannfjöldanum.
Packraft bátarnir eru sérstaklega stöðugir og þægilegir bátar og þar af leiðandi notendavænir fyrir byrjendur. Þátttakendur fá þurrgalla og björgunarvesti og öllum sem vilja er frjálst að hafa með sér síma eða myndavélar.
Ferðirnar eru í boði yfir sumarmánuðina og eru allar leiddar af eigendum Jökla og Eldfjallaferða.