Fara í efni

Elding Hvalaskoðun Reykjavík

Elding Hvalaskoðun Reykjavík er fjölskyldurekið fyrirtæki sem gert hefur út á hvalaskoðun frá árinu 2000 og er nú leiðandi í sjótengdri ferðaþjónustu á Íslandi. Við bjóðum einnig upp á aðrar fjölbreyttar ævintýraferðir á sjó svo sem lundaskoðun, sjóstangveiði, norðurljósasiglingu, friðarsúluferðir, ferjusiglingar út í Viðey sem og sérsniðnar sérferðir allt árið um kring. Allir farþegar Eldingar fá frían aðgang að ‘hvalasetrinu’ sem er einskonar fljótandi sædýrasafn og er staðsett um borð í fyrrum fiskibát við Ægisgarð.

Ferðirnar okkar eru einstakar náttúrulífsferðir þar sem sérþjálfaðir leiðsögumenn segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu á meðan siglingu stendur. Við fylgjum siðareglum IceWhale um ábyrga hvalaskoðun, þar sem markmiðið er að vinna að verndun hvala við Íslandsstrendur. Þá höfum við einnig öðlast vottun sem ábyrgt hvalaskoðunarfyrirtæki af World Cetacean Alliance, sem er öflugt bandalag einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem vinna að bestu starfsháttum og sjálfbærni í ferðaþjónustu sem snýr að hvala- og höfrungaskoðun. 

Elding leggjur mikið upp úr umhverfismálum og kappkostar við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er. Við erum platínum vottað fyrirtæki frá EarthCheck og bátar okkar bera Bláfánann. Árið 2008 hlutum við umhverfisverðlaun Ferðamálastofu og vorum meðal fyrstu þátttakenda í gæða- og umhverfiskerfi Vakans. Við teljum að nýting umhverfisauðlinda sé lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til þess að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika.

Verið velkomin um borð!

Skoða ferðaáætlun  

Hvað er í boði