Fara í efni

Hitt og þetta

82 niðurstöður

Andrews leikhúsið

Ásbrú - Keflavík 

Fyrirlestarsalur (leikhúsið)

Um aðstöðuna

Lýsing

Fyrirlestrarsalur sem er raðað upp í leikhúsröð.

Stærð rýmis

922 m²

Svið

Já 100

Gott anddyri

Já, miðasölu bás og sölubás. Steingólf og Stórir gluggar. Salernisaðstaða

Fjöldi gesta

Sitjandi: 500 manns

 

Starfsfólk á staðnum

 

 

 

Austurvöllur Ísafirði

Ísafjörður

Til minningar Ásmundar Sveinssonar 1893-1982  

Baula í Borgarfirði

Borgarnes
Keilulaga og litskrúðugt líparítfjall sem sést víða að

Bergið Hljómahöll

Hljómahöll


Um aðstöðuna

Lýsing

Berg er skýrður eftir Hólmabergi í Keflavík. Glæsilegur salur sem hentar fyrir tónleika, fyrirlestra og fundi.  

Stólarnir eru einstaklega þægilegir en þeir heita Magni og eru hannaðir af Valdimar Harðarsyni arkitekti.

Stærð rýmis

9,3 m x 16 m

Svið

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Leikhús uppröðun: 140

 

Starfsfólk á staðnum

 

Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

JBL Vertec

 

Tegund Skjávarpa

5000 lumens

Stærð sýningartjalds

5m x 5m  

 

Hljóðnemar

       

Þráðlausir bendlar

       

    

Tölva

      

Þráðlaust internet

      

Berserkjahraun á Snæfellsnesi

Stykkishólmur
Sérkennilega úfið apalhraun í Helgafellssveit með gamalli götu

Bjössaróló í Borgarnesi

Borgarnes
Frumlegt og skemmtilegt leiksvæði fyrir allan aldur, ekki síst börn

Borgarfjarðarbrú

Borgarnes
Lengsta brú á Íslandi sem liggur yfir Borgarfjörð

Bóndavarðan

Djúpivogur

Austan við kauptúnið á Djúpavogi er allshár ás sem heitir Bóndavörðuhraun og efst á honum Bóndavarða. Þar er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Frá Bóndavörðunni er hægt að ganga "út á land" í átt að svörtu söndunum.

Fellsströnd í Dölum

Búðardalur
Falleg strönd með fjölda eyja fyrir utan.

Félagsbíó

Hljómahöll 

Um aðstöðuna

Lýsing

Skírður eftir kvikmyndahúsi sem var starfrækt í Keflavík. Hægt er að leigja salinn á morgnana og kvöldin. Hentar vel undir litla fyrirlestra með glærusýningum.

Stærð rýmis

6 m x 10m

Svið

Nei

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Sitjandi 16-25    

Standandi: 50

 

Starfsfólk á staðnum

 


Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

Fohn 6,1 hljóðkerfi

Tegund Skjávarpa

4000 Lumens

Stærð sýningartjalds

Skjár 150 tommur

 

Hljóðnemar

       

Þráðlausir bendlar

       

    

Tölva

      

Þráðlaust internet

      


Fossatún gönguleið

Borgarnes

Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirði
en þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem
staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún er
staðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafell
liggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.   

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík
við veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandi
gistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimili
og sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er til
staðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkum
Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að
Blundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarðar. 

Hægt er að ganga frá þjónustuskála við
Fossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þá
skilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígur
sem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svo
aftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlag
á þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuð
breið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar er
að finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.  

Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut). 

Erfiðleikastig: Auðveld. 

Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km 

Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu. 

Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni. 

Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði. 

Hindranir á leið: Engar hindranir á leið. 

Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfir
vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

FRELSI og Hans Jónatan

Djúpivogur

Hans Jónatan (1784-1827) var fæddur í ánauð á St. Croix í jómfrúareyjum í Karíbahafi. Móðir hans, Emilía Regína, var ambátt ættuð frá Vestur-Afríku; faðirinn var hvítur, liklega danskur.

Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigienda sinna, Schimmelmannhjóna. Hann gat sér gott orð í orrustunni um Kaupmannahöfn árið 1801 en það dugði honum ekki til að leysa sig úr ánauð. Ekkjufrú Schimmelmann höfðaði sögulegt dómsmál til að staðfesta eignarhald sitt á Hans Jónatan og vann það mál.

Hans Jónatan ákvað þá að taka sér frelsi og strauk til Íslands skömmu eftir að dómur féll árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum í Löngubúð og gerðist bóndi og lét gott af sér leiða.

Austfirðingar tóku leysingjanum Hans Jónatan vel og ekkert bendir til þess að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit sinn á Íslandi eða uppruna í þrældómi. Hann kvæntist stúlku úr næstu sveit, Katrínu Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, og eignuðust þau tvö börn. Afkomendur þeirra eru nú um eitt þúsund.

Hans Jónatan var fyrsti blökkumaðurinn sem settist að á Íslandi. Ævisagan Hans Jónatan: Maðurin sem stal sjálfum sér (höf. Gísli Pálsson) kom út árið 2014.

Minnisvarði hefur verið reistur við hlið Löngubúðar á Djúpavogi til heiðurs honum og þeim alþjóðlegu viðhorfum sem krefjast þess að hörundslitur ráði ekki rétti manna. Minnisvarðinn ber nafnið FRELSI og er verk hins kunna listamanns Sigurðar Guðmundssonar.

Ríkisstjórn Íslands, íbúar Djúpavogs, Fiskeldi Austurlands og fjölmargir einstaklingar stóðu rausnarlega straum af kostnaði við gerð verksins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhjúpaði það við hátíðlega athöfn 10. júlí 2021.

Frisbígolfvöllur í Guttormslundi

Egilsstaðir

Nú er kominn spennandi og skemmtilegur 9 brauta frisbívöllur í Hallormsstaðaskógi, við Guttormslund. 

Hægt er að leggja bílnum á bílastæði við þjóðveginn, merkt Guttormslundur. Tveir eigar eru á hverri braut A og B, hentar völlurinn því öllum tegundum spilara. Hvítu teigarnir eru mjög krefjandi og kúnst að þræða sig í gegnum þröngar brautirnar.

Hægt er að finna nákvæmt kort af vellinum hér.

Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði

Árneshreppur

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952.

Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið þegar komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði. 

Gamla smiðjan

Þingeyri

Gamla smiðjan á Þingeyri eins og hún er kölluð í dag má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson heim úr vélsmíðanámi frá Danmörku. Frá Danmörku tók Guðmundur með sér ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Þann 13 janúar árið 1913 stofnaði Guðmundur ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. hf. og var einn af frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs á Íslandi. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu.

Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun. Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt í dag á sama grunni og frá stofnun. Safnið er eintök upplifun og mögnuð skemmtun.

Garðalundur á Akranesi

Akranes
Paradís til útivistar fyrir alla aldurshópa.

Garðar BA

Patreksfjörður
Garðar BA, togari í fjöru Skápadals í Patreksfirði. Garðar BA er vinsæll viðkomustaður ferðalanga.

Golfvöllur Vopnafjarðar - Skálavöllur

Vopnafjörður

Golfvöllur Vopnafjarðar, Skálavöllur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu meðal golfvalla á Íslandi. Hæðótt landslagið, í sumum tilfellum skáskorið getur verið ögrandi viðureignar fyrir leikmenn og þrátt fyrir smæð skortir fjölbreytnina ekki. Fagurt umhverfi og útsýni, með myndarleg Krossavíkurfjöllin handan fjarðarins, eykur enn á ánægju íþróttarinnar.  

Golfvöllurinn á Norðfirði

Neskaupstaður

Grænanesvöllur er völlur golfklúbbs Norðfjarðar. Völlurinn er níu hola, par 70 og var gerður árið 1965. Hann er inni af botni fjarðarins, þykir einstaklega skemmtilegur völlur og ekki skemmir hve umhverfið er sérlega fallegt. Ekið er af vellinum eftir afleggjara til móts við býlið Miðbæ.

Golfvöllurinn á Reyðarfirði

Reyðarfjörður

Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar nefnist Kollur og er staðsettur í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði

Völlurinn er 9 holu, par 70 og umvafinn fallegu umhverfi. Þá þykir völlurinn þægilegur yfirferðar og fallegt útsýni er af teigum 3, 4 og 7.

Við golfskálann er 9 holu púttvöllur.

Golfvöllurinn á Seyðisfirði

Seyðisfjörður

Golfvöllurinn á Seyðisfirði er Hagavöllur, 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Huggulegur golfskáli tekur á móti gestum áður en gengið er á 1.teig. Hagavöllur er annálaður fyrir breiðar brautir, einstaka kyrrð og nálægð við fjallahringinn.

Golfvöllurinn Eskifirði

Eskifjörður

Golfvöllur hefur verið á Eskifirði síðan árið 1979 og ber hann heitið Byggðarholtsvöllur. Hann er níu hola og staðsettur sunnan Eskifjarðarár, innan byggðarinnar. Umhverfið er fjölbreytt og er mál kylfinga að hann sé einstaklega skemmtilegur viðureignar.

Golfvöllurinn í Fellabæ

Egilsstaðir

Hægt er að bregða sér í golf á vellinum í Fljótsdalshéraði. Þar er huggulegur 9 holu völlur sem rekinn er af golfklúbbi Fljótsdalshéraðs. Völlurinn heitir Ekkjufellsvöllur og par 70 auk þess að státa af einni par-5 braut, sex par-4 braum og tveimur par-3 brautum.

Hafnarhús

Við Hafnarhólma á Borgarfirði Eystri stendur glæsilegt aðstöðuhús sem tekið var í notkun árið 2020. Þar hafði lengi vantað aðstöðu fyrir sjómenn og starfsmenn Borgarfjarðarhafnar en einnig fyrir þann gífurlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína út í Hafnarhólma til að skoða lundabyggðina. Borgarfjarðarhreppur ákvað því að efla til hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um aðstöðubyggingu fyrir svæðið.

Tillagan sem bar sigur úr bítum kom frá Anderson & Sigurdsson arkitektum. Húsið er er látlaust og fellur vel að umherfinu en hefur samt aðdráttarafl í sjálfu sér og fangar athygli ferðamanna.

Hallmundarhraun í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Mesta hraun í Borgarfirði kennt við Hallmund sem á að hafa búið á þessum slóðum

Hallormur fyrir hjól

Egilsstaðir

Einföld hjólaleið um Hallormsstað. Upphaf leiðarinnar er hjá Hótel Hallormsstað en hún liggur síðan í hring um neðri hluta skógarins. Hækkun er innan við 200 m.

Vegalengd 10 km.

Harpa Hafsins

Ísafjörður

Harpa Hafsins er minnisvarði á Torfnesi á Ísafirði. 

Minnisvarði um upphaf vélvæðingar bátaútgerðar á Íslandi. Reist að frumkvæði Sögufélags Ísfirðinga, í samráði við afkomendur frumherja vélvæddrar bátaútgerðar.

Afhjúpun: 2004

Höfundur: Svanhildur Sigurðardóttir 

Hólahólar á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Forn og sérkennileg gígaþyrping. Gönguleiðir

Hreðavatn í Borgarfirði

Borgarnes
Veiðvatn í einstaklega fallegu umhverfi.

Húsafell í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Náttúruperla með gönguleiðum og afþreyingu fyrir alla aldurshópa

Húsafell útivistarleiðir

Reykholt í Borgarfirði
Fjölbreyttar gönguleiðir í Húsafelli

Hvalstöðin á Suðureyri

Tálknafjörður

Suðureyri er staðsett við sunnanverðan Tálknafjörð og tilheyrir Tálknafjarðarhrepp. Á eyrinni eru leifar af gamalli norskri hvalveiðistöð frá seinni hluta 19. aldar. Hvalvinnsla var í stöðinni öðru hverju í 50 ár eða þangað til árið 1939. Núna er engin starfsemi á svæðinu og því er svæðið ákveðinn gluggi inn í fortíðina. Þegar mest var að gera þá voru 110 manns að vinna hval í stöðinni.

Jón Júlí BA 157

Tálknafjörður

Báturinn Jón Júlí BA 157 er eins konar skúlptúr á Tálknafirði. Báturinn var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1955  

Kajak Gilsá - Atlavík

Egilsstaðir

Að róa á kajak meðfram skógivaxinni ströndinni frá Fljótsbotni og út í Atlavík er stutt en falleg leið. Auðvelt er að koma bátnum á Lagarfljótið á sandeyrunum við ósa Gilsár. Á leiðinni eru margar litlar víkur þar sem hægt er að taka land. En rétt að hafa í huga að Lagarfljótið er mjög kalt og djúpt og ekki ráðlegt að róa á því nema í stilltu veðri.

Kambsnes - Útsýnisstaður

Súðavík

Kambsnes í Álftafirði í Súðavíkurhreppi er fallegur staður til að stoppa á og dást að útsýninu. 

Kennslustofa

Keilir - Ásbrú - Keflavík 

Um aðstöðuna

Lýsing

Kennslustofa, dúkalögð með hvítum veggjum og ljóst kerfisloft. Nýtt og glæsilegt loftræstikerfi sem tekið var í gagnið á haustmánuðum 2014.

Stærð rýmis

275

Lofthæð: 3m  

 

Svið

Nei

Gott anddyri

Fjöldi gesta

140 sæti

Starfsfólk á staðnum

 


Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

Cloud Cx-A4/Cloud CX163

Tegund Skjávarpa

Sony

Stærð sýningartjalds

Tvö tjöld

3,0 breidd - fremst í salnum

2,0 breidd - fyrir þá sem sitja mjög aftarlega

Hljóðnemar

     

Þráðlausir bendlar

     

    

Tölva

    Lenovo Borðtölva

Þráðlaust internet

      

Ketildalir og Selárdalur

Patreksfjörður

Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Þverhníptir fjallgarðar mynda dalina, umkringdir klettabeltum efst og niður af þeim falla snarbrattar skriður og víða teygja fjöllin sig þverbrotin í sjó fram.

Víða má finna surtarbrand og plöntusteingervinga í berglögum. 

Selárdalur er einna vinsælasti áfangastaðurinn á þessum slóðum en þar er glæsilegt útsýni yfir Arnarfjörð og hægt að sjá hinn 1000 metra háa Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Í Selárdal leynist listasafn Samúels Jónssonar(1884-1969) sem var oft kallaður “listamaðurinn með barnshjartað”. Hann byggði bæði hús og reistu kirkju þar sem sjá má bæði málverk og styttur eftir listamanninn. Allt frá 1998 hefur félag um endurreisn safnsins stuðlað að viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels.

Kleifabúi/Kleifakarlinn

Patreksfjörður

Kleifakarlinn er skemmtilegt myndefni þegar keyrt er yfir Kleifarheiði. Hann var búinn til af mönnum sem voru í vegavinnuflokki Kristleifs Jónssonar 1947, vegurinn var unnin eingöngu með handafli. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson gerðu skrokkinn á kallinum en höfuðið gerði Kristján Jóhannesson. Kleifbúinn er um 5 metra hár.  

Það er talið boða lukku og góða ferð ef þú tekur í höndina á honum.   

Klofningur í Dölum

Búðardalur
Fagurt útsýni yfir Breiðafjörð, Snæfellsnes og nálægar eyjar

Kört

Árneshreppur

SAFNIÐ KÖRT Í TRÉKYLLISVíK

Kört er lítið safn staðsett í miðri Trékyllisvík þar sem finna má fallega listmuni og handverk.

 Kört býður upp á hluti sem heimamenn búa til úr rekaviði, steinum og textíl ásamt verkfærum, fatnaði, 

og myndir sem segja sögu forfeðra fólksins. Leiðsögn um safnið er í boði.

Opið kl. 11-17 frá 1. júní - 20. ágúst.

Leitin að gulli ormsins

Egilsstaðir

Ævintýraleikur á Héraði

Héraðið er í hættu vegna þess að gullhringur Lagarfljotsormsins er horfinn og skrímslið gæti brotið hlekki sína ef hann finnst ekki. Fjölskyldur á ferðalagi um austurland geta í sumar hjálpað föruneyti hringsins við að finna gull ormsins með því að taka þátt í skemmtilegri fjársjóðsleit um Fljótsdalshérað.

Þátttakendur slást í för með Hrafnkeli Freysgoða og Álfgerði á Ekkjufelli sem leiða föruneytið með hjálp Turf Hunt appsins frá Locatify. Á völdum stöðum þarf að takast á við áskoranir og leysa þrautir til að safna rúnum er mynda lausnarorð sem leiðir að staðnum þar sem gullið er falið. Kort með upplýsingum um leikinn og tillögum að dagleiðum um Héraðið er að finna á flestum gististöðum og víðar, t.d. í Snæfelssstofu og á Skriðuklaustri.

Þið getið nálgast appið hér.

Leitin að týnda eldinum

Egilsstaðir

Ævintýra ratleikur í Fljótsdal

Leitin að týnda eldinum er fjölskyldu ratleikur fyrir síma. Mælt er með 6+ ára vegna lengd leiksins.

Dreki, sem er landvættur Austurlands, hefur misst eiginleikann að spúa eldi. Til þess að hann geti varið Austurland fyrir þeim illu öflum sem að okkur sækja þurfið þið að hjálpa honum að endurheimta máttinn. Vinir hans eru aðrar vættir sem eru dreifðar um Fljótsdalinn. Þeir hjálpa ykkur að finna vísbendingar.

Leikurinn er eingöngu á Íslensku og aðgengilegur í gegnum appið turfhunt. Það þarf að keyra á milli stöðva og tekur um 3-5 tíma að uppgötva og klára þær 10 stöðvar sem eru í leiknum. Leikurinn var gerður með styrkjum frá samfélagssjóð Fljótsdalshrepps. Hann er gott dæmi um hvernig einföld leikjagerð getur nýst við að miðla staðbundna sögu og menningu ásamt því að vera tól til betri dreifingu ferðafólks. Leikurinn er myndskreyttur af henni Aldísi Önnu Þorsteinsdóttur.

Linkur til að sækja turfhunt appið er hér

Matthias Jochumsson - minnisvarði

Reykhólahreppur

Minnisvarði um Matthias Jochumsson (1835-1920) rithöfund í Þorskafirði. 

Merkines

Hljómahöll 

Um aðstöðuna

Lýsing

Salurinn heitir eftir fæðingarstað Ellý og Vilhjálmi Vilhjálms í Höfnum. Hentar vel fyrir fundi og ráðstefnur. Hægt er að tengja við Stapa.

Stærð rýmis

15 m x 11m

Svið

Möguleiki á færanlegu sviði í stærðinni frá 1m x 2m til 5m x 2m

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Veisla: 120    

Standandi: 180

 

Starfsfólk á staðnum

 

Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

Lofthátalarar  

Mögulegt að færa JBL Ion í salinn

 

Tegund Skjávarpa

Nec Lm 4000

Stærð sýningartjalds

4m x 3m

 

Hljóðnemar

       

Þráðlausir bendlar

       

    

Tölva

      

Þráðlaust internet

      

Norðurdalur - hjólaleið

Egilsstaðir

Upphaf er við Ufsárlón á Eyjabökkum, rétt austan ivð brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal. Vinsamlegast lokið hliðinu á eftir ykkur. Leiðin er mjög greinileg og liggur að mestu með girðingunni austan við Jökulsá og trackið endar við bæinn Glúmsstaðasel. Þar er hægt að fara yfir ánna á kláf og t.d. hjóla áfram út í Óbyggðasetur.

Leiðin er að mestu miðlungserfið, en í henni eru mýrarkaflar sem geta verið erfiðir en eru ekki langir. Það eiga ekki að vera neinar sérstakar hættur á leiðinni, en við biðjum fólk ávallt að gæta fyllsta öryggis og sérstaklega ef farið er fram á gilbrúnina til náttúruskoðunar.

Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Hel-Fjallahjólaleiðum í Fljótsdal (sjá hér).

Northern light inn

 

 

Um aðstöðuna

Lýsing

Lokaður fundasalur sem er hægt að stækka í veitingastaðinn Max. Bjartur salur með gluggum á suðurhlið, gardínur með myrkrunar og screen vörn, lýsing með dimmer, parketgólf.

Stærð rýmis

95

Hæð: 2,4 m.

Lengd:10,5 m.

Breidd: 9 m.   

Svið

Nei

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Sitjandi: 136 manns

Standandi: 150-160 manns

Starfsfólk á staðnum

 

Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

Fer eftir stærð fundar

 

Tegund Skjávarpa

Sony

Stærð sýningartjalds

vantar stærð

Hljóðnemar

       

Þráðlausir bendlar

       Ekki til staðar

    

Tölva

      Lenovo

Þráðlaust internet

      

Officera Klúbburinn

Ásbrú - Keflavík 

Fyrirtæki: KADECO

Um aðstöðuna

Lýsing

Þrír samliggjandi veislusalir

Stærð rýmis

2057 m²

Svið

 

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Sitjandi: 450 manns

 

Starfsfólk á staðnum

 

Ormurinn í Vallanesi

Egilsstaðir

Ævintýraleg gönguleið sem hlykkjast eins og Lagarfljótsormurinn um elsta skógarreitinn í Vallanesi frá 1989. Á leðinni eru margir stuttir og spennandi hliðarstígar (flóttaleiðir). Í miðjum skóginum er "auga ormsins", svæði með bekkjum og góðri nestisaðstöðu.

Vegalengd: 1,5 km

Fjölskylduvæn

Ólafsdalur í Dölum

Búðardalur
Fyrsti bændaskólinn á Íslandi

Park Inn by Radison

Keflavík 

Um aðstöðuna

Lýsing

Þrír sérsniðnir fundarsalir.

Stór salur á jarðhæð hússins.

Tveir fundasalir sem hægt er að opna á milli og gera að einum.


Salur 1 og 2 eru ekki með glugga sem snúa út. Einn veggurinn er með gler vegg sem snýr að anddyri hótelsins. Hægt er að ráða lýsingunni í báðum sölum. Gólfteppi.


Salur 3 er með glugga sem snýr að Hafnargötunni.

Flísar eru á gólfi og hægt er að stjórna lýsingunni.Stærð rýmis

Kemur síðar

Svið

Nei

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Sitjandi: 300manns

Standandi: 500 manns

Starfsfólk á staðnum


Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

Apart

 

Tegund Skjávarpa

Epson

Stærð sýningartjalds

3x2 á breidd

 

Hljóðnemar

       

Þráðlausir bendlar

       

    

Tölva

      Asus

Þráðlaust internet

      

Pottarnir á Drangsnesi

Drangsnes

Ófáir Strandamenn hafa dregið sig saman í pottunum á Drangsnesi, enda hefur þar löngum verið samkomustaður ungs fólks á öllum aldri. Pottarnir þrír eru fyrir neðan veg nálægt sjónum og eru þeir mjög vel sýnilegir frá þorpinu og veginum. Vinsældir pottanna virðast síst hafa minnkað síðustu misseri þó fyrirtaks sundlaug hafi verið reist í plássinu ekki fyrir svo löngu síðan.

Aðgangseyrir: frjáls framlög.

Ranaskógur - Hjólaleið

Egilsstaðir

Ný og krefjandi hjólaleið niður í gegnum Ranaskóg. Til að komast á upphafsstað er hjólað frá þjóðvegi upp línuveg sem er u.þ.b. 2 km innan við Hrafnkelsstaði, honum fylgt að stóru möstrunum og svo út Víðivallaháls þar til fer að halla niður að Gilsárgili, þar er tekin greinileg slóð til vinstri. Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Hel-Fjallahjólaleiðum í Fljótsdal - (sjá hér).

Remba - Gönguleið

Egilsstaðir

Leiðin upp Rembu er mjög skemmtileg gönguleið. Á henni er hægt að skoða Lambafoss, 21 m háan, og gilið sem Staðaráin rennur eftir. Ef gengið er alla leið upp kemur maður að gamalli stíflu fyrir 27 kW virkjun sem sá Hallormsstað fyrir rafmagni á árunum 1936 - 1955. Neðan við stíluna má enn sjá leifar timbursstokksins sem leiddi vatnið niður í virkjunarhúsið.

Vegalengd: 2,8 km

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Sögu- og kirkjustaður með ýmsa afþreyingu

Seiður

Hólmavík

Seiður er listaverk eftir Einar Hákonarson. Seiður stendur við hafnarsvæðið á Hólmavík neðan við Brennuhól sem Hólmavíkurkirkja stendur á. 

Skallagrímsgarður í Borgarnesi

Borgarnes
Skrúðgarður í hjarta Borgarness. Tilvalinn til útivistar fyrir alla aldurshópa

Skarðsströnd í Dölum

Búðardalur
Skarðsströnd í Dölum, sögustaðir og náttúra

Skarðsvík á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Sandfjara á Snæfellsnesi með ljósum sandi

Skorradalur í Borgarfirði

Borgarnes
Skorradalur og skorradalsvatn

Skógarævintýri á Hallormsstað

Egilsstaðir

Ævintýra ratleikur í Hallormsstaðaskóg

Þessi leikur fer fram á svæðinu milli tjaldsvæðanna í Atlavík og Höfðavík. Þór skógarvörður þarf á ykkar hjálp að halda því að óvættir eru komnar á kreik í skóginum sem brjóta tré og seiða til sín menn og dýr.

Gömul galdraþula til að svæfa verurnar er týnd. Gefið liðinu ykkar heiti og fylgist með hvort ykkar liði gengur betur en öðrum að finna þuluna. Það skiptir ekki máli hvar þið byrjið en þið þurfið að finna alla staðina á kotinu til að klára leikinn.

Leikurinn er eingöngu á íslensku og er labbað á milli stöðva.

Linkur til að sækja turfhunt appið er hér.

Snjóflóðagarðurinn

Neskaupstaður

Útsýnis- og útivistarsvæði í Neskaupstað.

Ofan byggðarinnar í Neskaupstað eru risin mikil mannvirki til varnar ofanflóðum. Búið er að koma fyrir gönguleiðum í kring um mannvirkin og hægt er að ganga uppi á þeim og njóta útsýnisins yfir Norðfjörð. Svæðið er skammt frá tjaldsvæðinu í Neskaupstað.

Sótavistir - Gönguleið

Egilsstaðir

Stikuð gönguleið við rætur Snæfells þar sem Sótajökull er að hverfa úr jökulskál í fjallinu sem kallast Sótavistir. Neðst stendur stór drangur úr dökku gjallbergi sem skriðjökullinn hefur reist upp á endann svo hann líkist bautasteini. Kallast hann Sótaleiði, kenndur við jötuninn Sóta.

Stafnes

 Höfuðból að fornu.  Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum.  Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769.  Voru landsetar af konungsjörðum suðvestanlands skyldurgir til að róa á árabátum þaðan fyrir harla lítil laun.  Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum.  Básendar eru skammt sunnan við Stafnes.  Nokkru sunnar er Þórshöfn lítið notuð enda Básendar skammt frá.  Mörg skip hafa farist á Stafnesskerjum.  Árið 1928 fórst þar togarinn Jón forseti.  Drukknuðu 15 skipverjar en 10 varð bjargað,  Slys þetta varð ásamt öðrum íkveikjan að stofnun Slysavarnarfélags Íslands. Töluverð selveiði var á Stafnesi fyrr á árum.

Stafnesviti var byggður árið 1925 á Stafnesi, milli Hafna og Sandgerðis. Hann er 8 m hár, steinsteyptur ferstrendur turn, 3x3 m að stærð sem stendur á efnismiklum sökkli. Anddyri var byggt við hann árið 1932. Á vitanum er 3 m hátt norskt ljóshús úr járnsteypu. Þrír krosspóstagluggar eru á vitanum, áður fyrr með sex rúðum en fjórum síðar. Efst á turninum er stölluð þakbrún með einföldu handriði úr járni og tréslám sem sett var upp árið 1981. Vitinn var hvítur í upphafi og um hann ofarlega var málað rautt band, en árið 1962 var vitinn málaðir gulur.

Stangveiði í Kelduá

Egilsstaðir

Kelduá í Fljótsdal rennur um Suðurdal og fellur síðan út í Jökulsána. Í ánni er bæði staðbundinn urriði og bleikja. Veiðileyfi eru seld á Hengifoss gistihúsi.

Gilsá fellur í Lagarfljótið skemmt fyrir innan Hallormsstaðaskóg. Silungur úr Fljótinu leitar upp í ósa árinnar, bæði urriði og bleikja. Skógræktin leyfir stangveiði í ósnum án endurgjalds.

Jökulsá í Fljótsdal er tær stóran hluta árs eftir virkjun við Kárahnjúka. Í henni er staðbundin bleikja. 

Veiðileyfi eru seld á Óbyggðasetrinu og einnig er hægt að leigja þar stangir.

Staupasteinn í Hvalfirði

Mosfellsbær
Bikarlaga steinn í Hvalfirði, sveipaður dulúð

Stytturnar á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfjörður

Fallegar styttur og minnisvarðar.

Minnisvarði vísindamannsins og heimskautafarans dr. Carcot er staðsettur innan við Læknishúsið að Hafnargötu 12. Skip hans Purguoi pas, fórst í Straumfirði á Mýrum árið 1936.

Minnisvarði um Berg Hallgrímsson. Minnisvarðinn stendur við þjóðveginn í gegnum bæinn, við Búðaveg 36. Bergur var stórathafnamaður í byggðarlaginu og á sínum tíma einn af þekktari útgerðamönnum og síldarverkendum landsins.

Á frönskum dögum er hlaupið minningarhlaup Bergs Hallgrímssonar.

Neðan við Hamarsgötu 8 létu Frakka reisa minnisvarða um Carl A. Tulinius sem var ræðismaður Frakka á síðari hluta 19. aldar. Minnisvarðinn var afhjúpaður 28. ágúst 1902.

Sundlaugin í Borgarnesi

Borgarnes
Sundlaugin í Borgarnesi. Útivist

Tankurinn

Djúpivogur

Tankurinn er gamall lýsistankur sem staðið hefur ónýttur frá því Bræðslaln á Djúpavogi hætti rekstri árið 2006. Hann stendur rétt innan við Bræðsluna í Gleðivík á Djúpavogi en síðustu ár hefur verið unnið að því að byggja þar upp allsherjar sýningarrými.

Með uppbyggingu á aðstöðunni fjölgar tækifærum fyrir gesti að upplifa menningu á svæðinu sem og aukið tækifæri fyrir listamenn af svæðinu að koma verkum sínum á framfæri. Sýnendur á sýningunni Rúllandi sjóbolta hafa sýnt verk sín í sýningarrýminu. Einnig eru fjölmargir listamenn sem hafa sett upp sjálfstæð verk sín í Tankinum allan ársins hring.

Ekki er vitað til þess að annarsstaðar sé gamall lýsistankur nýttur undir menningarviðburði með þessum hætti og er Tankurinn á Djúpavogi því einn sinnar tegundar á landinu.

Tankurinn er dæmi um birtingarmynd hugmyndarfræði Cittaslow um fegrun umhverfis og nýtingu mannvirkja og endurnýtingu gamalla auðlinda í nýjar.

Traktorarnir Grund

Reykhólahreppur

Dráttarvélasafnið á Grund blasir við þeim sem koma að Reykhólum. Sumar vélanna eru uppgerðar og gangfærar. Mestan heiðurinn af þessu framtaki á Unnsteinn Hjálmar Ólafsson á Grund, en einnig hefur hann ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi tekið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélarnar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Ekki er neinn aðgangseyrir að safninu og þar er heldur enginn sérstakur safnvörður. Gestum er frjálst að skoða vélarnar eins og þá lystir. Opið eftir samkomulagi.

Úr álögum

Ísafjörður

Úr álögum er listaverk eftir Einar Jónsson og er staðsett við Torfnes á Ísafirði. Verkið er til minningar um foreldra listamannsins þau Margréti G. Jónsdóttur og Jón Auðuns Jónsson alþingismann. 

Veðurhorfur -112 orð yfir vind og veðurbrigði

Grundarfjörður

Á íslensku má finna yfir 130 orð yfir vind. Sólrún Halldórsdóttir listamaður hefur hér valið 112 orð með tilvísun í neyðarnúmer á Íslandi. Íslendingar eru margir hverjir háðir veðri í sínum daglegu störfum og varla líður sá dagur að veðrið berist ekki í tal manna á milli.

Orðunum er raðað upp eftir vindhraða og stuðst við veðurkóda Veðurstofu Íslands, nema hér eru litatónarnir mun fleiri. Oft ræður tilfinning hvar orðið lendir, en einnig er stuðst við frásagnir eldra fólks. 

Sólrún Halldórsdóttir er fædd árið 1964 og uppalin í Grundarfirði, næst yngst hjónanna Halldórs Finnssonar og Pálínu Gísladóttur. Mikið var lesið á heimilinu, móðirin rak bókabúð hér í Grundarfirði og snemma fékk Sólrún mikla ást á íslenskri tungu. 

Verkið er 18 metra langt og 60 cm breitt. Efniviður er grjót, stál og harðviður. 

Víkingasvæðið Þingeyri

Þingeyri

Gísla saga Súrssonar spannar stórt svæði af fjörðunum og þar er sögustöðunum lýst af kunnáttu og nákvæmni. Allt fram á 20. öldina voru atvinnuhættir á þessum slóðum hinir sömu og voru á dögum Gísla Súrssonar. Þegar tækni nútímans hóf innreið sína á Vestfirði, voru sumir staðir þegar komnir í eyði. Þess vegna líta ýmsir sögustaðanna nánast eins út og þeir gerðu á meðan Gísli Súrsson gekk þar um. Vegna hinnar ósnortnu náttúru sem þú getur víða notið á Vestfjörðum, hefur þú tækifæri til að komast í snertingu við söguþrungna fortíð svæðisins.

Á Þingeyri er búið að byggja upp Víkingasvæði með útivistarsvæði sem saman stendur af sviði, bekkjum og borðum og grillaðstöðu og er aðstaðan mynduð úr hringhleðslu úr grjóti. Við höfnina má sjá Víkingaskipið Véstein við akkeri.

Víkingasvæðið Þingeyri

S: 863-2412

thorir@simnet.is 

Völuspá Bolungarvík

Bolungarvík

Skilti með kvæðinu völuspá úr Eddukvæðum og útskýringum á nokkrum tungumálum. 

Þjónustuhús við Stórurð

Borgarfjörður eystri

Þegar ráðist var í uppbyggingu á göngusvæði Stórurðar og Dyrfjalla var ákveðið að byggja um leið þjónustuhús fyrir svæðið. Þessi uppbygging svæðisins styrkir sjálfbæra ferðamennsku í formi gönguferða á ferðamannasvæði sem þolir meiri nýtingu, eykur öryggi ferðamanna, eflir lýðheilsu, stuðlar að náttúruvernd og eykur stolt heimamanna.

Húsið er hannað af arkitektinum Erik Rönning Andersen. Hönnunin er frumleg og stílhrein, og greinilega innblásin af Dyrfjöllunum. Áhersla var lögð á að byggingin væri umhverfisvæn og þyrfti lítið viðhald og endurspeglast þetta í einföldu efnisvali. Byggingin er hógvær og einföld en þjónar hlutverki sínu vel í mikilli sátt við umhverfið. Húsið er samsett úr tveimur aðskildum smáhýsum; annað hýsir salerni en hitt upplýsinga- og útsýnisrými. 

Ölkelda á Snæfellsnesi

Borgarnes
Ölkelduvatn.

Arngerðareyri

Hólmavík

Arngerðareyri er eyðibýli yst í Ísafirði í botni Ísafjarðardjúps á Vestfjörðum. Djúpvegur liggur framhjá húsinu

 upp á Steingrímsfjarðarheiði. Húsið sem enn stendur er reisulegt steinhús í kastalastíl. Það var upphaflega 

byggt fyrir kaupfélagsstjórann í Kaupfélagi Nauteyrarhrepps og í húsinu var frá fyrstu tíð rennandi vatn og 

vatnssalerni. Þar var verslun, "umferðarmiðstöð", símstöð og skóli. Verslun hófst á Arngerðareyri í kringum 

1884 í eigu Ásgeirssens kaupmanns á Ísafirði og í umsjón Ásgeirs Guðmundssonar bónda á Arngerðareyri. 

Djúpbáturinn sigldi frá Arngerðareyri til Ísafjarðar á meðan engir eða illfærir vegir voru um Ísafjarðardjúp. 

Arngerðareyri fór í eyði 1966. 

Bifröst í Borgarfirði

Borgarnes
Háskólaþorp í fögru umhverfi með útivisar möguleikum

Brúin

Ráin 

Um aðstöðuna

Lýsing

Stór veislusalur, rýmið er opið og bjart

Stærð rýmis

Lofthæð  3 metrar

Svið

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Sitjandi: 250 manns

Standandi: 500 manns

Starfsfólk á staðnum

 

Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

Gott hljóðkerfi

 

Tegund Skjávarpa

Nec

Stærð sýningartjalds

10

 

Hljóðnemar

       

Þráðlausir bendlar

       

    

Tölva

      HP

Þráðlaust internet

      

   

Fjarðarselsvirkjun

Seyðisfjörður

Fjarðaselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsestt 1913 og lítt breytt frá upphafi. Það út af fyrir sig gerir hana mjög forvitnilega, en auk þess er hún ein af þremur til fjórum virkjunum sem mörkuðu afgerandi mest tímamót á öldinni. Meðal annars var hún fyrsta riðstraumsvirkjunin og frá henni var lagður fyrsti háspennustrengurinn. Ennfremur var hún aflstöð fyrstu bæjarveitunnar.

Fyrir 90 ára afmælið 2003 ákvað RARIK að leggja áherslu á þaðö vægi sem virkjunin hefur í raforkusögu landsins og hafa hana til sýnis fyrir innlenda og erlenda gesti. Í því skyni var sett upp minjasýning í stöðvarhúsinu og stöðvarhúsið og næsta nagrenni lagfært. Nokkrum árum áður var virkjunarsvæðið endurskipulagt. Til þess að heimsækja Fjarðaselsvirkjun vinsamlegast hafið samband við Upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði.

Nálægð virkjunarinnar við Seyðisfjörð eykur einnig gildi hennar fyrir bæjarbúa og til dæmis eru hvammurinn og gilið hluti af útivistarsvæði Seyðfirðinga.

Frekari upplýsingar:

Sími: +354 472 1122 / +354 472 1551

Netfang: info@sfk.is

www.fjardasel.is

Kleppjárnsreykir í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
þorp með gróðurhúsaræktun þar sem bændur selja beint frá býli

Lagarfoss

Egilsstaðir

Stytta af Gísla Gíslasyni

Patreksfjörður

Stytta er af Gísla Gíslasyni við Dynjandisheiði. Gísli var einn af vegnavinnumönnunum sem unnu að gerð heiðarinnar.