Fara í efni

Matarupplifun

54 niðurstöður

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

Ölvisholt brugghús

Ölvisholt, Flóahreppur, 803 Selfoss

 Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er rétt
utan við Selfoss. Við framleiðum fjölmarga spennandi bjóra úr hágæða hráefni. Við bjóðum upp á heimsóknir bæði fyrir einstaklinga og hópa, sjá https://www.olvisholt.is/heimsoacuteknir.html 

Y. B. Arthursson

Rafræn þjónusta / Web service, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Erpsstaðir, Miðdölum, 371 Búðardalur

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

 

 

 

 

Sætt & Salt

Eyrardalur, 420 Súðavík

Í Eyrardal í Súðavík má finna súkkulagðigerðina Sætt og Salt, en þar sameinast sæta súkkulaðið og saltið sem unnið er úr Djúpinu. 

Maverick Pavilion ehf.

Ástjörn 7, 800 Selfoss

Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours

Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 Reykjavík

Reiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.

Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.

Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.

Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.

Norðurljósaferðir.

Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stefán & Ursula

 

Hlöðueldhúsið - Matarupplifun í Þykkvabænum

Oddsparti í Þykkvabæ, 851 Hella

Hlöðueldhúsið býður upp á matarupplifun fyrir starfsmannahópa, vinahópa og fjölskyldur í gamalli hlöðu og áföstu fjárhúsi í Oddsparti í Þykkvabænum, 16 km frá þjóðvegi 1, rétt hjá Hellu.

Vel útbúið eldhús rúmar vel 8-16 manna hópa sem læra nokkrar nýjar uppskriftir sem hægt er að nýta heima. Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið þar sem allir taka þátt að einhverju leiti (hafið samband við Hrönn í síma 8223584).

Hópurinn eldar saman undir leiðsögn, úr Íslensku hráefni. Einnig ræktum við kryddjurtir, salat og æt blóm sem við notum í eldhúsinu okkar.

Hver hópur (að lágmarki 8 manns) þarf að bóka fyrirfram í síma 8223584 eða senda tölvupóst, hlodueldhusid@gmail.com.  

Á heimasíðunni www.hlöðueldhúsið.is er að finna nokkur leiðbeinandi námskeið en hægt er að klæðskerasníða matseðilinn fyrir hvern hóp.

Stærri hópar (20-50 manna) geta komið í heimsókn/ veislu en þá eldum við fyrir hópinn. Allskonar hópar koma, kórar á ferðinni, kvenfélög, golffélagar, afmælisveislur.

Heimsókn í gróðurbraggann og Textíl er innifalið í heimsókninni fyrir alla hópa.

Segull 67 Brugghús

Vetrarbraut 8, 580 Siglufjörður

Segull 67 er fjölskyldurekið brugghús, staðsett á Siglufirði í gamla frystihúsinu sem hefur verið tómt til margra ára. Árið 2015 var hafist handa og gamla frystihúsið fékk nýtt hlutverk. Verksmiðjan sjálf er inni gamla frystiklefanum og smökkunar barinn þar sem fiskurinn var frystur í pönnur og fyrir ofan allt saman var sjálf fisk vinnslulínan. Nú er hægt að taka brugghús kynningu um verksmiðjuna og smakkað á handverks bjórum. 

Fisherman Seafood trail

Aðalgata 14, 430 Suðureyri

Fisherman er ferðaskipuleggjandi með fullgild réttindi sem hefur aðsetur á Suðureyri. Fisherman er líka ástríðufullur matgæðingur sem elskar að taka á móti frábæru fólki frá öllum heimshornum og gefa þeim ekta lífsreynslu. Fisherman býður upp á ferðir sem sameina bæði menningarlega og matargerðarlega upplifun sem og að bjóða upp á hótelgistingu. 

Hótelgestir fá Seafood Trail ókeypis yfir sumartímann. Gestir geta einnig tekið sér hlé á kaffihúsinu í miðbæ þorpsins.

Fisherman Seafood Trail, vörumerki fyrirtækisins og leiðsögn, býður upp á einstaka upplifun af rólegum ferðalögum.

Dekraðu við skynfærin með sælkerasmökkun, sögu staðarins í afskekktri, fallegri og sjálfbærri Suðureyri og kynntu þér hvernig sjávarútvegurinn hefur mótað íslenska menningu, fyrr og nú.

Það eru daglegar brottfarir yfir sumartímann en vinsamlegast hringið á undan til að staðfesta tímasetningu.

Urta Islandica

Básvegur 10, 230 Reykjanesbær

Urta Islandica er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á gjafa matvöru úr íslenskum jurtum, helstu framleiðsluvörurnar jurtate, jurtasölt, jurtasýróp og sultur. 

Urta Islandica hefur sett upp fullkomna framleiðslulínu að Básvegi í Reykjanesbæ. Þar eru framleidd ýmsar tegundir af jurtakryddsöltum, jurtasýrópum og sultum. Þar má einnig finna verslun þar sem hægt er að versla alla vörulínuna ásamt því að líta inn í framleiðsluna.

Urta Islandica er viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.

Móðir jörð

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu. 

Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 11 - 19:00 alla daga frá 20. júní til 20. ágúst. Utan þess tímabils er opið alla daga frá 11 - 16:00.

Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.

Landnámssetur Íslands

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes

Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.


Lilja Tours

Hólabraut 16, 221 Hafnarfjörður

Hafið samband vegna bókana.

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Vakinn

Friðheimar

Reykholt, Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi! 

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar! 

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. 

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Sedona ferðaþjónusta

Langamýri 39, 210 Garðabær
Boðið upp á dagsferðir frá höfuðborgarsvæðinu; t.d. Gullhringur, Suðurströnd, Reykjanes, Snæfellsnes, Borgarfjörður allt eftir óskum hvers og eins.

Ölverk Pizza & Brugghús

Breiðamörk 2, 810 Hveragerði

Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.

Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.  

Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.

Crisscross Matarferðir

Tómasarhagi 40, 107 Reykjavík

Crisscross sér um og skipuleggur matarferðir um Vesturland þar sem tvinnað er saman matar- og náttúruupplifun. Við ferðumst í litlum hópum og bjóðum upp á persónulega upplifun af landi, mannlífi og fjölbreyttri matarmenningu. Í ferðum okkar er farið í heimsóknir á bóndabæi, á veitingahús og til smáframleiðenda matvæla, fræðst um sögu og landnytjar og bragðað á afurðum af svæðinu. Fyrir hópa bjóðum við upp á styttri og lengri sælkeraferðir sem í samráði er hægt er að aðlaga að óskum og áhugasviði hvers hóps fyrir sig.

Bruggsmiðjan

Öldugata 22, 621 Dalvík

Þó svo að fyrirtækið hafi verið starfrækt í stuttan tíma þá hefur það tekið miklum breytingum frá upphaflegri mynd. Hugmyndina af fyrirtækinu kom frá hjónum á Árskogssandi, henni Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Þau fengu hugmyndina um að opna litla bruggverksmiðju eftir að hafa séð frétt í sjónvarpinu frá lítilli verksmiðju í Danmörku. Viku seinna eru þau komin út til Danmerkur að skoða bruggverksmiðju. Þetta gerist í júní 2005. Í október skrifa þau undir kaupsamninga á bruggtækjum út í Tékklandi. Í desember 2005 var fyrirtækið formlega stofnað. Í byrjun árs 2006 koma síðan aðrir aðilar inn í fyrirtækið. Í dag er Bruggsmiðjan í eigu 15 aðila. Agnes og Ólafur eiga rúm 56%, og 44% skiptast á milli 14 aðila.

 

Þjónusta sem að boðið er uppá hjá Bruggsmiðjunni er m.a. það að við tökum á móti hópum í vísindaferðir. Heimsóknin kostar 2000 kr á mann. Innifalið í því er kynning á fyrirtækinu og starfsemi þess. Boðið er uppá hressingu á meðan á kynningunni stendur, og svo fær fólk að eiga glasið sem það drekkur úr sem er sérmerkt Kalda. Við reiknum með að hver heimsókn taki ca klukkutími, þó svo margir kjósi að stoppa styttra.


Food Walks of Reykjavík

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Baccalá Bar

Hafnargata 6, Hauganes, 621 Dalvík

Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.

Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00.

Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð.

Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Reykjavik Beer & Booze Tour - Bjór & Áfengis rölt

-, 101 Reykjavík

Áfengissaga okkar Íslendinga er um margt áhugaverð og skemmtileg.

Á þessu barrölti kynnumst við drykkjumenningu okkar aðeins nánar, röltum á milli þriggja frábærra bara ásamt því að smakka á 10 mismunandi bjórum. Þetta er útgáfa af bjórskóla með sögulegu ívafi.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.   

Flóki Icelandic Whisky

Lyngás 13, 210 Garðabær

Eimverk Distillery er fyrsta íslenska viskíframleiðslan sem starfrækt er á Íslandi og er frábær viðkomustaður fyrir mataráhuga ferðalanginn. Við framleiðum áfengiðeinungis úr íslensku korni. Við framleiðum Flóka viskí, Vor Gin, Víti Brennivín og íslenskt rúg viskí.  

Komið í túr og fáið leiðsögn um framleiðsluna og smakkið á henni. Jafnframt er hægt að kíkja til okkar í Lyngásinn án þess að bóka og versla í Litlu Viskíbúðinni opin mánudaga til föstudaga milli 9:30 - 15:45  

Bitesized Iceland

Flókagata 47, 105 Reykjavík

Bitesized Iceland eða Ísland í bitastærð býður upp á gönguferðir þar sem fléttað er saman matarsmakki og fróðleik um
matarmenningu og -sögu þjóðarinnar. Slástu í för með okkur þar sem við vísum veginn um ýmsa kima matar og drykkjar og setjum í samhengi allt sem fyrir bragðlaukana ber. Markmið okkar er að tengja þig við landið, söguna og náttúruna þar sem þú upplifir hágæðahráefni og einstakt bragð. Fáðu innanbúðarsjónarhorn á mat, drykk, menningu og daglegt líf.
 

Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Fjöruborðið

Eyrarbraut 3a, 825 Stokkseyri

Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjörningar eiga sér stað innan veggja, nokkuð sem kitlar bæði maga og sál.

 

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Vellir Svarfaðardal

Völlum, 621 Dalvík

Lífræn ræktun á jarðarberjum, hindberjum, sólberjum, grænmeti og kryddjurtum. Vörur úr afurðunum, beint frá búi. Veislusalur fyrir hópa.

Your Friend In Reykjavík

-, 101 Reykjavík

Your Friend In Reykjavik býður upp á gönguferðir & ökuleiðsögn í og út frá Reykjavík og og hefur verið starfandi frá árinu 2015. 

Matar, Sögu, Huliðsheima og Bjór & Snafsgöngur eru vinsælustu göngurnar en einnig höfum við boðið hópum upp á sérsniðnar göngur eftir þörfum. Þar að auki er mikil aukning í prívat ökuleiðsögn fyrir fjölskyldur & litla hópa.

Allt okkar leiðsögufólk hefur klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Yfir tvö þúsund fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Við getum tekið að okkur hluta af hópefli, hvataferðum eða skemmtidagskrá fyrir starfsmenn fyrirtækja eða aðra hópa, allar okkar göngur eru í miðbæ Reykjavíkur og því auðveldlega hægt að sníða skemmtilega gönguferð að dagskránni hverju sinni.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á info@yourfriendinreykjavik.com  

Bjórsetur Íslands

Hólar, 551 Sauðárkrókur

Selfoss Town Tours

Austurvegur 3, 800 Selfoss

Selfoss Town Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Selfossi. Við sérhæfum okkur í sögu- og matargönguferðum um bæinn okkar með leiðsögumanni. Við komum við á skemmtilegum stöðum og smökkum gómsætan mat á nokkrum af veitingastöðum bæjarins. Markmið ferðarinnar er að fólk skemmti sér vel, borði góðan íslenskan mat úr héraði og fái að skyggnast inn í merka sögu Selfoss í leiðinni. 

Loa Tours

Lágholt 21, 340 Stykkishólmur

Loa Tours á Snæfellsnesi býður upp á dagsferðir fylltar upplifunum og dekri. Komdu í gönguferð í stórbrotinni náttúru Snæfellsness þar sem fararstjóri segir frá þjóðsögum og kennileitum. Gæddu þér á veitingum úr hágæða hráefni úr nærumhverfinu, úti undir berum himni. Staldraðu við og njóttu augnabliksins. Eftir göngu og útiveru læturðu svo líða úr þér í heitri laug og endar svo daginn á kokteil og þriggja rétta máltíð á einum af margrómuðu veitingastöðum Snæfellsness. Allt þetta og meira til, er innifalið í verðinu. 

destination blue lagoon

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Destination Blue Lagoon er ferðaþjónustuaðili Bláa Lónsins og keyrir reglulega á milli Bláa Lónsins og Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvallar.

Hægt er að finna ferðaáætlanir á https://destinationbluelagoon.is/. Við minnum á að nauðsynlegt er að bóka miða í Bláa Lónið fyrirfram á www.bluelagoon.is

Saltverk

Reykjanes, 421 Súðavík

Saltverk gerir sjálfbært sjávarsalt. 

Vallanes

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Í Vallanesi er boðið uppá gistingu í hjarta staðarins fyrir 2-4 í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 9-18 alla daga yfir sumartímann. 

Móðir Jörð – verslun og veitingar er opið frá apríl – október og býður lífrænt ræktað grænmeti, heilsu og sælkeravörur auk þess sem tekið er á móti hópum.  

 

 


Reykjavík Food Walk

Klapparstígur 25, 101 Reykjavík

Frábær matur verður einfaldlega ekki bara til. Á bakvið hann eru áragamlar fjölskylduuppskriftir, ótrúlegar sögur, metnaðarfullir veitingastaðir og áhugaverðir einstaklingar. Við erum lítið teymi af stoltum Íslenskum matgæðingum og okkur langar að kynna gestum okkar frá öllum heimshornum fyrir eintökum hefðum, æðislegum mat og skemmtilegum sögum. 

Við göngum um alla Reykjavík og leyfum gestum að upplifa borgina með okkar augum, því besta sem Íslensk matargerð hefur uppá að bjóða og eignumst nýja vini í leiðinni!

Brimslóð Atelier Guesthouse

Brimslóð 10a, 540 Blönduós

Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu.

Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn.

Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta.

Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins 

www.brimslod.is

Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com

Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson. 

Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi. 

Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum  fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku. 

Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna.

Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

Iceland Exclusive Travels ehf.

Jöldugróf 3, 108 Reykjavík

Iceland Exclusive Travels

Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar.  Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.

Reykjavík Rollers

Skólavörðustígur 6b, 101 Reykjavík

Reykjavík Rollers er rafhjólafyrirtæki sem býður upp á rafhjólaferðir með ferðamenn. Ferðirnar eru fjölbreyttar og eru samblanda af sögu, menningu og fjöri. Við bjóðum einnig upp á sérstakar matarupplifanir ásamt því að bjóða hjólin til leigu til að ferðast um borgina á eigin vegum.

Flúðasveppir Farmers Bistro

Garðastígur 8, 845 Flúðir

Ferskleiki – þekking – reynsla

Flúðasveppir er eina sveppastöð Íslands og eigum við einnig eina af stærstu garðyrkjustöðvum Íslands, Flúða-Jörfi.

Farmers Bistro aðhyllist Slow Food hreyfinguna sem leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi og kynnum við heillandi heim Flúðasveppa og Flúða-Jörfa á matseðlinum. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla.

VIÐ RÆKTUM ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ

Fyrir fyrirfram bókaða hópa, bjóðum við uppá kynningu á okkar ræktun og innlit í sveppaklefa.

Bókanir: booking@farmersbistro.is  

Heimasíða: https://farmersbistro.is/  

 

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Seljalandsvegur 85, 400 Ísafjörður

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður 

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann  

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.) 

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar. 

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

 

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)  

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.) 

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  

Iceland Events

Grensásvegur 58, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Keyrt og kokkað

Klappakór 1e, 203 Kópavogur

Keyrt og kokkað er Rögnvaldur Guðbrandsson ökuleiðsögumaður og matreiðslumeistari. Rögnvaldur getur starfað sem matreiðslumeistari eða ökuleiðsögumaður eða hvort tveggja í senn. Með Rögnvaldi á Raminum geta að hámarki verið 4 farþegar í dagsferð og veislu slegið upp á áfangastað. Ef um stærri hópa er að ræða, er veislan tilbúin þegar hópurinn kemur á áfangastað, Rögnvaldur hittir þá hópinn á fyrirfram ákveðnum stað.

Rögnvaldur Guðbrandsson hefur verið sjálfstætt starfandi ökuleiðsögumaður frá árinu 2015. Sem ökuleiðsögumaður starfar hann fyrir vandaðar og viðurkenndar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur.

Rögnvaldur hefur getið sér gott orðspor og fengið fjölmörg hrós frá ferðamönnum sem hafa verið gestir í ferðum með honum.

Rögnvaldur Guðbrandsson útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 1989. Gegnum tíðina hefur hann starfað á fjölmörgum af betri veitingahúsum landsins, Hótel Holt, Jónatan Livingstone mávur, Hótel Stykkishólmur, Rub 23 svo dæmi séu nefnd. Fyrir einstaklinga og hópa að 10 manns tekur Rögnvaldur að sér gæða veislur þar sem hann framreiðir gómsætar veitingar hvort heldur sem er á láglendi eða hálendi Íslands.

Slegið er upp veislu, með fullum borðbúnaði á tímabundnum veitingastað sem settur er upp fyrir þetta einstaka tilefni. Fyrir þá sem vilja einstaka upplifun og njóta friðhelgi í íslenskri náttúru þá er þetta málið.

Öll þjónusta sem er í boði hjá Keyrt og kokkað er sérsniðin.  

Reykjavik Food Lovers Tour - Matarganga

-, 101 Reykjavík

Við leggjum áherslu á þjóðlegar hefðir í matargöngunni okkar enda hafa ferðamenn áhuga á því að smakka á einhverju sem finnst ekki í þeirra heimalandi.

Það er gaman að fræðast um það hvernig við komumst af hér á Íslandi í gegnum aldirnar og sú saga er sögð með gómsætum matarbitum og fróðleik í bland.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.  

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.    

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.

Bjórböðin

Öldugata 22, Árskógssandur, 621 Dalvík

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.

Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.

Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 

Mathús Grenivíkur ehf.

Túngata 3, 610 Grenivík

Mathús Milli Fjöru & Fjalla er nýr veitingastaður Fagrabæjjar fjölskyldunnar. Mathúsið byggir á heimavinnslunni okkar í Fagrabæ þar sem við seljum sauðfjárafurðir beint frá býli.  

Matseðillinn okkar er einfaldur, beint úr kjötvinnslunni okkar í Fagrabæ. Hann stiður við aðalrétti dagsinns sem eru að finna á krítartöflunni, þar er eftir fremsta megni reynt að hafa árstíðarbundið framboð af kjöt og fisk. Milli Fjöru & Fjalla leggur mikla áherslu á að versla úr héraði, þá erum við með kjöt, fisk, egg og kartöflur beint frá Grýtubakkahreppi. Bjór, kaffi, grænmeti og ís er allt framleitt á eyjarfjarðarsvæðinu ásamt úrval af annari íslenskir framleiðslu.

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí – september.  

 

 

Vakinn

Icelandic Mountain Guides

Klettagarðar 12, 104 Reykjavík

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.

Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.

Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.

Ferðaúrval:

Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.

Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).

Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.

Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.

Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.

Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.

Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.

Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.

Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Dokkan brugghús

Sindragata 14, 400 Ísafjörður

Dokkan brugghús er fyrsta Vestfirska handverks brugghúsið sem bruggar hágæða Vestfirskan bjór.

Frá 3. júní er opið alla daga vikunnar frá kl. 15:00 til 23:00

Ef þú vilt koma með hópinn þinn á öðrum tíma en auglýstur er þá getur þú sent okkur skilaboð gegnum facebook eða á netfangið dokkan@dokkanbrugghus.is.