Fara í efni

Kaffihús

240 niðurstöður

Reykjavík – Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

B&S Restaurant

Norðurlandsvegur 4, 540 Blönduós

B&S Restaurant er notalegur veitingastaður á Blönduósi við þjóðveg 1.

Okkar markmið er að bjóða upp á framúrskarandi veitingar með þægilegri þjónustu á sanngjörnu verði og veita gestum okkar góða og eftirminnilega stund sem verkar upplyftandi fyrir sál og líkama. 

Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil sem samanstendur meðal annars af kjöt- og fiskréttum úr úrvals hráefnum, grænmetis- og pastaréttum, úrvali af súpum og smáréttum, auk hefðbundinna hraðrétta, svo sem pizzum og hamborgurum.  Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Opnunartími: 11:00-21:00 allt árið

Einkasamkvæmi
B&S Restaurant býður einnig upp á hópamatseðla og hlaðborð fyrir hvers konar tilefni, svo sem afmæli, fermingar eða giftingar.
Ert þú að skipuleggja slíkan viðburð?  Settu þig í samband við okkur og við kynnum þér hvað við höfum að bjóða og leysum málið í samræmi við þínar óskir.

Dalasetur

Unadalur, 565 Hofsós

Dalasetur er staðsett í Unadal í Skagafirði, skammt frá Hofsós. Vegurinn frá Hofsós er tæplega 4 kílómetra langur malarvegur og innst í dalnum eru 3 gestahús sem standa saman á litlu landi sem heitir Helgustaðir. 

Dalasetur er hugsað sem heilsusetur fyrir fólk sem vill koma til að njóta og slaka á í kyrrlátu og friðsælu umhverfi sem Unadalur hefur upp á bjóða. 

Gestir Dalaseturs geta pantað tíma í heilsunudd og í boði er sameiginlegur heitur pottur og infrared sauna ásamt öðrum heitum potti við bakka Unadalsá. Einnig er frisbígolfvöllur á svæðinu. 

Yfir sumarmánuðina er Dalakaffi opið fyrir alla sem leggja leið sína í Unadal og á boðstólnum er kaffi frá Kvörn, heimagert bakkelsi og súpur.  

Forsetinn

Laugavegur 51, 101 Reykjavík

Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar að Laugavegi 51.

Brúnir - Horse, Home food and Art

Brúnir, 605 Akureyri

Á Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.

Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta skoðað listaverk bóndans og einnig eru þar sýningar annarra listamanna.

Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.brunirhorse.is

 

GPS punktar: N65° 34' 0.392" W18° 3' 51.597"

Gísli, Eiríkur, Helgi - Kaffihús

Grundargata 1, 620 Dalvík

Kaffihús Bakkabræðra, Gísl, Eiríkur, Helgi.

Á Dalvík finnur þú kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal. Á kaffihúsinu er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað og skreytt með sögurnar og anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður skíðafólks á vetrum til að mynda fjallaskíðafólks mars - maí. Við bjóðum vinsæla fiskisúpu með bjórbrauði (bakað úr Kalda bjór), fersku salati, uppáhellt kaffi eða te fylgir. Heimabakaðar kökur ásamt bjórnum Kalda úr héraði! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða (svið og sæti fyrir allt að 95 manns) fyrir uppákomur, tónleika og sýningar t.d. 

Á okkar vegum er einnig gisting á Dalvík í hosteli/gistiheimili og í smáhýsum.

Upplýsingar í símum 666 3399 og 865 8391.

Penninn Café

Laugavegur 77, 101 Reykjavík

Akureyri Backpackers

Hafnarstræti 98, 600 Akureyri

Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.

Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.

• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni

 

Bestu kveðjur/Best regards


Akureyri Backpackers staff

Joe and the Juice

Tryggvagata 21, 101 Reykjavík

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Sandholt bakarí

Laugavegur 36, 101 Reykjavík

Sandholt er fjölskyldubakarí sem byggir á áratuga langri hefð. Fjórða kynslóð bakarameistara Sandholts býður viðskiptavinum sínum upp á áhugaverðar nýjungar úr einu elsta starfandi bakaríi landsins í hjarta Reykjavíkur.

Í Sandholt bökum við daglega nokkrar gerðir af súrdeigsbrauði og öðrum vörum. Hér getur þú fengið handlagað gos, kraft bjór og gott að borða í morgun, -hádegis, -og kvöldmat. 

Vetrar opnun 7:30-18:00
Sumar opnun 7:00-18:00 (júni, júli, ágúst)

Við Faxa

Heiði, 806 Selfoss

 

Finnið okkur á Facebook hér. 

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Golfskálinn - Ness

Nesvöllur, Seltjarnarnesi, 170 Seltjarnarnes
Klúbbhús Golfklúbbsins Ness er opið yfir sumartímann á milli 08.30 og 22.00 þar sem veitingasalan býður upp á bakkelsi með kaffinu og veitingar af matseðli alla daga. Yfir vetrartímann er hægt að leigja skálann undir alls kyns veisluhöld.

Víkurskálinn í Bolungarvík

Þuríðarbraut 13, 415 Bolungarvík

Víkurskálinn býður upp á fjölbreyttan matseðil. Við framleiðum sem mest sjálf (pizzadeig, sósu, eigið pesto o.sv.frv.) og keyrum staðinn á gæðum.

Bjóðum upp á gott baunakaffi og erum með ísseðil. Erum með stóran nammibar og úrval af sælgæti, gosi og snakki.

Steinbakaðar pizzur, grillaðir borgarar og okkar fræga avocado rist ásamt öðru.

Við bjóðum upp á mat fyrir vegeterian/vegan.

Bjóðum upp á mjög gott úrval af bjór (10-14 tegundir yfir sumartímann) kranabjór og léttvín.

Bílalúga og útisvæði á sumrin.

Opnunartími: 11:30 - 21:00 

Geysir Glíma

Geysir, Haukadalur, 806 Selfoss

Geysir Glíma er veitingastaður, kaffihús og ísbúð. Um er að ræða nýja upplifun þar sem náttúra Íslands, þjóðaríþrótt Íslendinga og einstök hönnun eru leidd saman á einum stað.

Lögð er áhersla á íslenskt eldhús og fersk hráefni beint frá býli. Í hádeginu (frá 11.30 - 14.30) er alltaf í boði heitur matur og þar má meðal annars finna ferskan fisk dagsins, ljúffengt lambakjöt og plokkfisk borinn fram með hverabrauði Geysis.

Ávallt eru þrjár tegundir af súpu í boði, kjötsúpa, fiskisúpa og súpa dagsins bornar fram með nýbökuðu brauði. Einnig er hægt að fá pizzur, panini, bökur og margt fleira. Glæsilegt úrval er af kökum og bakkelsum ásamt nýmöluðu kaffi frá Illy og kúluís. Úrval af víni og sérstök áhersla er lögð á úrval af íslenskum bjór og okkar eigin Geysisbjór.

Sigurður Greipsson forfaðir fjölskyldunnar var mikill íþróttagarpur og frumkvöðull í íþróttaskólastarfi. Höfum við reynt að halda minningu hans og hans góða starfi á lofti og því er glímusýning hluti af veitingastaðnum. Meðal annars er til sýnis Grettisbeltið sem er merkasti og sögufrægasti gripur í gjörvallri íþróttasögu Íslands og einnig sá elsti en beltið hefur verið geymt í bankahólfi þar til það kom hingað á Geysi Glímu.

Kaffislippur

Mýrargata 12, 101 Reykjavík

Líflegt kaffihús á Reykjavík Marina. Lífið í miðbænum lifnar enn meira við. Slippbarinn er einnig notalegt kaffihús þar sem stjanað er við bragðlaukana og öll hin skynfærin. 

Rock´n´Troll Kaffi

Fossatún, Borgarbyggð, 311 Borgarnes

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.

Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5.000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög.

Yfir daginn bjóðum við upp á kaffiveitingar og hádegisverð og léttan kvöldverð mánudaga-miðvikudaga. Fimmtudaga til sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreyttan og góðan kvöldverðarmatseðil. Ef hópur gesta er fleiri en 6 persónur, þarf að panta mat fyrirfram, annaðhvort af hópmatseðli eða hámark 3 rétti af kvöldverðarseðli.

Vinylplötu- og geisladiskasafnið er í eigu Steinars Berg, gestgjafa Fossatúns, en lífshlaup hans hefur alltaf verið tengt tónlist. Hann starfaði í íslensku tónlistarlífi í 30 ár og átti Steina hf. leiðandi tónlistarfyrirtæki á Íslandi og gaf út tónlist með mörgum besta, skemmtilegasta og áhugaverðasta tónlistarfólki Íslandssögunnar. Einstök staðsetning veitingahússins býður upp á náttúrunálægð og útsýni sem á sér ekki sinn líka.

Góður matur, einstakt útsýni og tónlista sem þú elskar. þess virði að stoppa!

Sælureiturinn Árblik

Miðskógur, 371 Búðardalur

Sælureiturinn er lítið kaffihús sem býður uppá súpu og brauð í hádeginu, kaffi og heimabakað bakkelsi yfir daginn. Við erum með vörur Beint frá býli og handverk úr héraði. Einnig er rekið tjaldsvæði. 

Fræðasetur um forystufé

Svalbarð, 681 Þórshöfn

Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði er einstakt setur á heimsvísu. Hvergi í heiminum er til forystufé annars staðar en á Íslandi. Þarna er safn upplýsinga um forystufé, safn sagna, mynda og annars þess sem gerir forystufé sérstakt en það er viðurkennt sem sérstakur fjárstofn.

Auk upplýsinga er lítil sölubúð á staðnum sem selur vörur unnar úr ull, hornum, beinum og öðrum afurðum forystufjár. Ullin af forystufé er mýkri en ull af öðru íslendku fé. Fræðasetur um forystufé hefur fengið viðurkenningu frá ICELANDIC LAMB fyrir metnaðarfulla og nýstárlega nýtingu ullar af forystufé.

,,Ef þú klæðist fatnaði sem unninn er úr ull af forystufé ratar þú alltaf heim”.

Á staðnum er rekið lítið kaffihús þar sem boðið er upp á sérblandaða kaffiblöndu ,,Ærblöndu” auk annars góðgætis.

Ein listsýning er í Fræðasetri um forystufé hvert sumar og er hún uppi allt sumarið. Þegar eru bókaðar sýningar 10 ár fram í tímann.

Einnig er rekið á staðnum lítið gistihús, ÞISTILL GISTIHÚS, þar sem er gisting fyrir 12 í rúmum. Mjög góð aðstaða er þar, vel búið eldhús og setustofa.

Opið frá 11-18, júní-ágúst. Þess utan eftir samkomulagi.

Frida súkkulaðikaffihús

Túngata 40a, 580 Siglufjörður

Árið 2015 missti Fríða vinnuna í bankanum á Siglufirði og opnaði eftir hugmynd eiginmannsins kaffihús á vinnustofu sinni, árið 2016 þar sem hún framleiðir konfekt og sýnir list sína. 

Allt konfektið og súkkulaðið er handunnið á staðnum og bara notað ferskt smjör og rjómi í fyllingar og konfektið því best sem ferskast.

Opnunartími:
Sumarið 2022 verður aðeins opið fyrir hópa sem panta fyrirfram. 

Vök Bistro

Vök við Urriðavatn, 701 Egilsstaðir

Veitingastaður Vök Baths, Vök Bistro er tilvalinn að auka enn frekar á upplifun dagsins. Á Vök Bistro er boðið upp á úrval bragðgóðra rétta ásamt léttari veitingum s.s. súpur, smárétti, þeytinga og fersk salöt. Margt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni.

Á Tebarnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.

Húsið Kaffihús

Hrannargata 2, 400 Ísafjörður

Húsið er staðsett í miðbæ Ísafjarðar og er það veitingastaður með alskyns mat, heimagerðar kökur með kaffinu og einnig bar á kvōldin.

Einnig erum við með lítinn sportbar í garðinum fyrir fótbolta og þess hattar.

Bryggjan Grindavík

Miðgarður 2, 240 Grindavík

Bryggjan er notalegt kaffihús, sem og veitingastaður og lifandi tónlistarstaður, staðsettur á bryggjunni við hliðina á Grindavikarhöfn.

Rósakaffi

Breiðamörk 3, 810 Hveragerði

Penninn Café

Hafnarstræti 91-93, 600 Akureyri

Kaffihús í hjarta Akureyrarbæjar.

Cafe Petite

Framnesvegur 23, 230 Reykjanesbær

Cafe Petite er sætur fjársjóður vel falinn á bak við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Skemmtilegur bar og kaffihús þar sem m.a. má finna þrjú pool borð, spil og skákborð. Frábært úrval af bjór og sætir eftirréttir einnig í boði með kaffinu í afslöppuðu umhverfi.

Gistiheimilið Malarhorn

Grundargata 17, 520 Drangsnes

Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).

Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.

Skrímslasetrið

Strandgata 7, 465 Bíldudalur

Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins. 

Súfistinn

Strandgata 9, 220 Hafnarfjörður

 Súfistinn var stofnaður árið 1994 með það að markmiði að taka virkan þátt í að breyta og móta kaffi- og kaffihúsamenningu okkar Íslendinga. Með þetta að leiðarljósi var stofnsett kaffihús í hjarta Hafnarfjarðar en árið 1996 var bókakaffi Súfistans sett á fót í húsnæði Máls og menningar að Laugarvegi 18.

Sérstaða Súfistans sem kaffihúss  hefur öðru fremur mótast af því að frá fyrsta degi hefur Súfistinn ristað, „brennt“, sitt eigið hrákaffi í eigin brennsluofni.

Með kaupum á nýju húsnæði fyrir kaffibrennsluna hafa skapast tækifæri til þess að verða við óskum fjölmargra viðskiptavina um að hefja þjónustu við  fyrirtæki og stofnanir. Nú þegar eru  allmörg fyrirtæki sem nýta sér þessa þjónustu, einnig skólar og bankastofnanir. 


Súfistinn hefur fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í  bæjarlífi  Hafnfirðinga. Á Súfistann koma viðskiptavinir á öllum aldri til að hitta mann og annann ásamt því að leysa lífsgátuna með kaffibolla í hönd. Einkennandi fyrir þessa staði er einstök sambúð menningar, bóka, blaða og kaffiveitinga. Hér hafa fjölmargir listamenn, rithöfundar og tónlistarmenn verið reglulegir gestir í gegnum árin  og kynnt list sína. 

Súfistinn var fyrstur til að opna  bókakaffi á Íslandi en  einnig var Súfistinn  fyrsta reyklausa kaffihúsið á Íslandi


Markmið Súfistans frá upphafi hefur verið  að bjóða góðar veitingar á sanngjörnu verði og  nú í dag er Súfistinn fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir frábærar tertur, afbragðsgóða smárétti og gott kaffi. 

Opið:

Mánudaga - fimmtudaga: kl. 8:15-23:30
Föstudaga: kl. 8:00-23:30
Laugardaga: kl. 10:00-23:30
Sunnudaga: kl. 11:00-23:30

Húsafell Bistró

Húsafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Húsafell Bistro er staðsett milli hrauns og jökla og er opið daglega árið um kring. Ýmsir girnilegir réttir eru á boðstólum.

Í júní, júlí og ágúst er opið frá kl. 11:30 til 17:00 og 18:00-21:00. Við bjóðum upp á hádegisverðarhlaðborð sem er tilvalið fyrir dagsferðalanginn sem er að fara í skoðunarferðir.

Verslunin í húsnæði Húsafells Bistró er opin frá kl 11:30 til kl. 21:00 í júní, júlí og ágúst, en yfir vetrartímann, á laugardögum frá kl 11:30-17:00.

Gullfosskaffi

Gullfoss, 801 Selfoss

Markmið Gullfosskaffis er að veita ferðamönnum hraða og örrugga gæðaþjónustu með áherslu á hefðbundna íslenska matreiðslu og gestristni.

Mikil þjónusta er á Gullfoss svæðinu fyrir utan Gullfosskaffi. Má þar fyrst nefna Hótel Gullfoss. Á Hótel Gullfossi er frábær aðstaða, góður veitingasalur, 16 tveggjamanna herbergi með baði og tveir stórir nudd pottar. Afþreyingarfélagið rekur snjósleðaleigu á Langjökli og siglir niður Hvítá á gúmibátum. Á Kjóastöðum er fjórhjólaleiga. . Á Geysi er mikli þjónusta, stór veitingastaður, söluskáli með stórri verslun og sölu á eldsneyti, hestaleiga, hótel, sundlaug, góður gólfvöllur og fl.

Kaffifélagið

Skólavörðustígur 10, 101 Reykjavík

Kaffifélagið er líklega minnsti kaffibar á landinu og þótt víðar væri leitað. Á Kaffifélaginu er hægt að kaupa kaffi og drekka það á staðnum eða kippa því með sér í götumáli. Á Kaffifélaginu er einnig mikið úrval ítalskra espressobauna, sem er einnig hægt að fá malaðar fyrir hvaða kaffivél sem er. Ítalskar espressovélar uppi um alla veggi og bráðnauðsynlegir fylgihlutir.

Ísbúðin Akureyri

Geislagata 10, 600 Akureyri

Ísbúðin Akureyri er glæsileg ísbúð í hjarta bæjarins. Ísinn okkar er frá Kjörís og við bjóðum
upp á nokkrar tegundir af ís úr vél ásamt miklu úrvali af kúluís, krapi og pinnaís. Það er bæði hægt að fá vanilluís án viðbætts sykurs úr vél og svo er í boði vegan kúluís (sorbet). Gott úrval af sósum, dýfum og nammi á ísinn eða í bragðarefinn ásamt sjeikum og smooth-ís.

Við bjóðum einnig upp á Nespresso kaffi og kökur, að ógleymdum hollum og ferskum djúsum og samlokum sem hafa slegið í gegn. Samlokurnar eru með okkar góða heimagerða pestói.

Í boði eru m.a. kjúklinga- hráskinku- túnfisk- hummus- og grænmetislokur. Það er hægt að skipta yfir í glutenlaust brauð og fá vegan samlokur og það er val um 10 tegundir af djúsum. Við erum með góða inniaðstöðu með vinalegu andrúmslofti fyrir allt að 50 manns í sæti og skjólgott og sólríkt útisvæði.

Bakarinn

Hafnarstræti 14, 400 Ísafjörður

Kaffihús bakarans er við Hafnarstræti á Ísafirði.  Þar er hægt að setjast niður í björtum og notalegum sal ,fylgjast með mannlífinu, og fá sér gott kaffi og eitthvað með því. Í boði er fjölbreytt úrval af ýmsu sætabrauði og grófu brauði.  Einnig er súpa, crepes, pizza og allskyns samlokur á boðstólum, ásamt heitum og köldum drykkjum. 

Við tökum vel á móti þér, með góðri þjónustu og bros á vör. Vertu velkomin.  

Eldstó Art Café Restaurant

Austurvegur 2, 860 Hvolsvöllur

Eldstó Art Café Restaurant er listrænt kaffihús þar sem að bollinn sem þú drekkur úr er handgerður á staðnum.

Í Eldstó Café er boðið upp á handgerða kaffidrykki, frábærar kökur, smárétti, kjöt- og fiskrétti, sem og eitthvað ljúfengt fyrir grænmetisætur.

Eldstó Art Gallery er rekið af listahjónunum Þór Sveinssyni, leirkerasmiði og G.Helgu Ingadóttur söng-og leirlistakonu, sem og listmálara. Þau skapa nytjalist, sem að fátíð er á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. "Eldfjallaglerungar" unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art Gallery.

Lindin Restaurant

Lindarbraut 2, 840 Laugarvatn

Opið allt árið. Staðsett við hlið gufubaðsins, Fontana.

Hótel Blönduós

Aðalgata 6, 540 Blönduós

Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann.

Fjölbreytt úrval veitinga: 

Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.
Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.
Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.  

Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina. 

Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti. 

Tjaldsvæðið við Faxa

Biskupstungur, 806 Selfoss

Tjaldsvæðið við Faxa er á bökkum Tungufljóts, við fossinn Faxa og Tungnaréttir. Tjaldsvæðið er í rólegu og fallegu umhverfi og stutt er í alla þjónustu.  

Fallegt útsýni er frá tjaldsvæðinu og fallegar gönguleiðir.  

Nýr veitingastaður hefur opnað á svæðinu.

25 ára aldurstakmark er á svæðinu.

Sjáið okkur á Facebook

Verð 2023
Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Elli og örorkulífeyrisþegar: 1200 kr
Börn 7 – 15 ára: 500 kr
Börn undir 7 ára: Frítt
Rafmagn: 1.200 kr

Te & Kaffi

Kringlan 3. hæð, 103 Reykjavík

Glæsilegt kaffihús og verslun á 3. hæð í Kringlunni, við Stjörnutorg. Kaffihúsið í Kringlunni er stærsta kaffihús Te & Kaffi en það rúmar ríflega 50 manns í sæti. Á kaffihúsinu getur þú fengið þér helstu kaffi og tedrykki ásamt samlokum, beyglum, salati, muffins og öðru góðgæti. Í versluninni færðu hágæða kaffi og tevörur frá til að mynda Hario, Chemex og Beehouse ásamt landins mesta úrvali af tei. 

Holtsels-Hnoss

Holtsel, 605 Akureyri

Holtsel er fjölskyldurekinn sveitabær í Eyjafirði þar sem stundaður er kúabúskapur. Holtsels Hnoss er ekta heimagerður ís sem framleiddur er þar á býlinu. Gæða hráefni eru notuð við ísgerðina og kemur mjólkin frá hamingjusömu kúnum á bænum. Fjöldi bragðtegunda er í boði og við erum dugleg að prófa nýjar uppskriftir og hráefni. 

Á staðnum er rekin lítil sveitaverslun og ísbúð þar sem hægt er að koma og kynnast dýrunum á bænum og gæða sér á ís beint frá framleiðanda. 

Sykurverk ehf.

Brekkugata 3, 600 Akureyri

Sykurverk er krúttlegt bleikt kaffihús á besta stað í hjarta Akureyrarbæjar, við leggjum áherslu á bragðgóðar & fallegar kökur, brauðtertur, franskar makkarónur cupcakes og fleira. 

Í hádeginu alla daga bjóðum við upp á girnileg crêpes með hrísgrjónum og áleggi. Ennig bjóðum við upp á veisluþjónustu og getum meðal annars gert kökur eftir óskum hvers og eins!

LYST - Lystigarðurinn

Eyrarlandsvegi 30, 600 Akureyri

LYST - Lystigarðurinn er veitingastaður og kaffihús í Lystigarðinum á Akureyri.   

Opið allt árið. 


Heimabakarí

Garðarsbraut 15, 640 Húsavík

Mikið úrval af kökum og brauðum.
Verið velkomin

Gilbakki Kaffihús

Gilbakki v/ Höskuldarbraut, 360 Hellissandur

Gilbakki er krúttlegt kaffihús í einu fallegasta húsinu á Hellissandi. Á Gilbakka er boðið uppá fiskisúpu með glænýjum fiski úr Breiðafirði og brauð, gæða kaffi frá Kaffitári og heimabakaðar hnallþórur að snæfellskum sið. 

Opið er alla daga frá 1. júní 11:00-17:00

Gistiheimilið Lyngholt

Langanesvegur 12, 680 Þórshöfn

Gistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum.

Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar.

Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.  

Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum. 

Vínlandssetrið Leifsbúð

Búðarbraut 1, 370 Búðardalur

Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni. 

Opið daglega á tímabilinu maí til október.

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

Kaffi Rauðka

Gránugata 19, 580 Siglufjörður

Kaffi Rauðka stendur í nýuppgerðu rauðu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði. Staðurinn er vinsæll meðal bæjarbúa og því heppilegur til að kynnast lífinu á Sigló. Á sumrin myndast skemmtilegt andrúmsloft við Kaffi Rauðku og Hannes Boy þegar fjöldi manns kemur þar saman til að njóta lífsins.
Kaffi Rauðka sem opnaði árið 2011 er opin allan ársins hring og býður upp á fjölbreyttan matseðil við flestra hæfi en þar má finna allt frá kökum og samlokum til plokkfisks og BBQ rifja. Staðurinn er því heppilegur fyrir fjölskyldufólk sem vill hafa fjölbreytt úrval í heimsókn sinni til Siglufjarðar. Í hádeginu á virkum dögum er boðið upp á heitan heimilismat.
Á sumrin er hægt að spila strandblak, minigolf og risaskák á útisvæði Rauðku. Norðurhluti Kaffi Rauðku er einnig notaður sem tónleikasalur og eru haldnir tónleikar þar reglulega.

 

Kaffi Rauðka er einn af þremur veitingastöðum Sigló Hótels. Hinir tveir veitingastaðirnir eru Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna sem er staðsettur inn á hótelinu.

Te & Kaffi

Laugavegur 27, 101 Reykjavík
Verslunarrekstur Te & Kaffi við Laugaveginn nær allt aftur til ársins 1987 þegar við opnuðum kaffihús og sérverslun í bakhúsi við Laugaveg 24. Í dag rekum við kaffihús við Laugaveg 27 sem var opnað 1997. Frá þeim tíma hefur búðin þróast mikið og fór hún í miklar endurbætur árið 2006. Frábær staður til að skoða allt það helsta sem te og kaffiheimurinn hefur upp á að bjóða ásamt því að smakka á úrvals te- og kaffidrykkjum. Mikið úrval af kaffi, tei og gjafavöru frá merkjum eins og Hario, Chemex, Beehouse og Keep Cup. Á kaffihúsinu er nóg pláss til að setjast niður og njóta, horfa á mannlífið fyrir utan gluggann og fá sér góðan kaffibolla.

Þjóðlegt með kaffinu

Ögur, 401 Ísafjörður

Í Ögri við Ísafjarðardjúp er starfrækt kaffihús í gamla samkomuhúsinu þar sem boðið er upp á þjóðlegt heimabakað bakkelsi og súpu dagsins. Það er opið alla daga vikunnar frá kl. 10 til 18 seinnipart júní og fram undir miðjan ágúst. Í Ögri er einnig boðið upp á kajak- og gönguferðir við hæfi flestra, bæði léttar og krefjandi.

Litla Kaffistofan

Suðurlandsvegur, 110 Reykjavík

Litla kaffistofan er bensínstöð og veitingahús á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni. Hún var upphaflega stofnuð 4. júní 1960 og hefur verið rekin óslitið síðan. Litla kaffistofan er vinsæll áningarstaður þeirra sem ferðast til og frá Reykjavík. 

Sjávarborg

Hafnargata 4, 340 Stykkishólmur

Sjávarborg er gistihús og kaffihús við höfnina í Stykkishólmi. Herbergi eru af mismunandi stærðum, bæði 2ja manna og fjölskylduherbergi. Morgunverður í boði á kaffihúsinu en einnig hægt að nota gestaeldhús til að útbúa máltíðir. 

Café Vatnajökull

Fagurhólsmýri, 785 Öræfi

Café Vatnajökull er lítið kaffihús sem situr við rætur Öræfajökuls. Kaffihúsið býður upp á ferskar samlokur, súpu, bakkelsi og besta kaffið á svæðinu. Falið meðal plantnanna er hægt að finna handverk frá fólki í héraðinu og píanó sem hugrökkum gestum er velkomið að spila á. Komdu við á leið þinni í sveitinni milli sanda, það er opið alla daga.

Til að heimsækja okkur á Facebook smellið hé r.
Til að heimsækja okkur á Instagram smellið hér .

Hjá Höllu

Víkurbraut 62, 240 Grindavík

Hjá höllu er veitingafyrirtæki sem starfrækir tvo veitingastaði, á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík. Þar að auki bjóðum við upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu. 

Okkar áhersla er að bjóða upp á hollan og heimilislegan mat sem kætir alla bragðlauka, ásamt því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.  

Á staðnum okkar í Grindavík erum við með matseðil sem breytist á vikufresti, svo fjölbreytnin er í fararbroddi. Á matseðlinum er margt í boði; ferskur fiskur frá Grindavíkurhöfn, súpa og brauð, vegan- og grænmetisréttir, salöt og samlokur, svo fátt sé nefnt. 

Auðvitað er svo alltaf heitt á könnunni hjá okkur og úrval af gómsætum kökum á boðstólum fyrir þá sem vilja sætt með kaffinu. Á hverjum morgni bökum við brauð og útbúum ferska djúsa, bústa, jógúrt og fleira sem má finna í okkar fallega kæli – tilvalið að grípa með sér í ferðalagið. 

Opnunartímar:
Virkir dagar: 8 – 17 (eldhúsið lokar 15)
Laugardagar: 11 – 17 (eldhúsið lokar 16:30)
Sunnudagar: Lokað 

Hjá Höllu er reglulega með skemmtilega viðburði, eins og kvöldopnanir, pub quiz, bjórkvöld og fleira. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum svo þú missir ekki af. 

Vakinn

Perlan - undur íslenskrar náttúru

Öskjuhlíð, 105 Reykjavík

Fjölþætt og stórbrotin náttúrusýning
Perlan hýsir í dag stærstu náttúrusýningu landsins. Markmið sýningarinnar er að fræða unga og aldna um magnaða náttúru Íslands og er áhersla lögð á nútímalega vísindamiðlun og faglegan grunn í öllu fræðsluefni sýningarinnar. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt. Um er að ræða margverðlaunaða sýningu sem á sér enga líka í heiminum.

Hápunktar:
-
Íshellir
- Jöklasýning
- Norðurljósasýning í stjörnuveri Perlunnar
- Sýning um krafta náttúrunnar
- Látrabjarg
- Sýning Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í Náttúru Íslands
- Ísgerð og kaffihús Perlunnar

Perlan Ísgerð
Ný og glæsileg ísgerð hefur opnað á 4. hæð Perlunnar. Um er að ræða ferskan og ljúffengan ís sem búinn er til að staðnum, einstakt umhverfi til að njóta hans og besta verðið í bænum!

Perlan kaffihús
Rjúkandi heit súpa, brauð, kökur, bjór, vín og einstaklega gott kaffi. Njóttu á toppi Reykjavíkur með síbreytilegt útsýni.

Perlan veitingahús
Perlan er einn glæsilegasti veislu- og viðburðasalur landsins. Afgerandi arkitektúr og yfirbragð Perlunnar gerir viðburðinn einstakan. Hægt er að bóka salinn á info@perlan.is.

Tryggvaskáli

Tryggvatorg, 800 Selfoss

Tryggvaskáli er einstaklega fallegur a’la carte veitingastaður sem leggur áherslu á vandaða matreiðslu með fókus á hráefni úr héraði.

Með virðingu fyrir störfum bænda, útbúa matreiðslumenn staðarins virkilega vandaðan mat þar sem íslenskar- og erlendar matreiðsluaðferðir blandast skemmtilega saman.

Tryggvaskáli er elsta og sögufrægasta húsið á Selfossi, byggt árið 1890.

Upplifðu góðan mat í einstöku húsi með fallegu útsýni yfir Ölfusá, vatnsmestu á landsins.

The Coocoo’s Nest

Grandagarður 23, 101 Reykjavík

Fjölskyldurekinn og umhverfisvænn veitingastaður á skemmtilegum og líflegum stað í borginni, úti á Granda.

Úrvalshráefni og kósy stemmning. 

Kattakaffihúsið

Bergstaðastræti 10a, 101 Reykjavík

Kattakaffihúsið er fyrsta kaffihúsið af sínu tagi á Íslandi. Kaffihús af þessu tagi hafa verið að ryðja sér til rúms út um allan heim sl. ár en það fyrsta opnaði í Taiwan 1998. Kattakaffihús eru sérstaklega vinsæl í Asíu en hafa opnað sl. ár í Bandaríkjunum, Kanada og út um alla Evrópu.

Okkar markmið er að skapa hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem fólk getur slakað á, gætt sér á góðum veitingum og hitt kisurnar okkar.

Við viljum að kisunum líði vel á meðan að þær leita að framtíðarheimili og velferð þeirra er höfð að leiðarljósi á kaffihúsinu. 

Þrátt fyrir að vera kattakaffihús, stefnum við einnig á að vera einstakt kaffihús fyrir alla, ekki bara kattavini, en vonandi ná kisurnar okkar að heilla ykkur upp úr skónum í leiðinni. 

Ísbúðin okkar

Sunnumörk 2, 810 Hveragerði

Brauðbúðin kaffihús - Kristjáns bakarí

Hrísalundur, 600 Akureyri

Kristjánsbakarí á Akureyri er bæði bakarí og kaffihús.

Hjá okkur getur þú tekið með nýbakað brauð og bakkelsi eða sest niður í notalegu andrúmslofti og gætt þér á kaffi og nýbökuðu bakkelsi.

Kristjánsbakarí á akureyri hefur verið starfandi síðan árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.

Kristjánsbakarí er á tveimur stöðum á Akureyri. Eitt í Hrísalundi sem er rétt við KA völlinn og í Hafnarstræti við hjarta miðbæjarins.

Kaffi Krús

Austurvegur 7, 800 Selfoss

Kaffi Krús er notalegt veitinga- og kaffihús. Markmið staðarins eru skýr: Að fá gesti sína til þess að koma aftur og aftur og njóta góðra veitinga í afar notalegu umhverfi.

 

Kaffi Hornið

Hafnarbraut 42, 780 Höfn í Hornafirði

Kaffi Hornið býður fjölbreytta rétti úr hráefni úr héraði. Meðal annars sjávarrétti úr spriklandi nýju sjávarfangi, úrval af réttum úr lambakjöti, kjúkling, salati eða humri. Súpa er borin fram daglega með heimabökuðu brauði.

Sjávarböðin á Reykhólum

Vesturbraut 2, 380 Reykhólahreppur

Sjávarsmiðjan og þaraböðin er hugarfóstur ábúenda og bóndahjónanna Svanhildar Sigurðardóttir og Tómasar Sigurgeirssonar á Reykhólum. Þaraböð eru 100% náttúruleg afurð sem kemur frá Reykhólum á Vestfjörðum eða einni af auðlindaríkustu jörðum landsins. Reykhólar, gamalt höfuðból til forna, stendur við hin lífríka Breiðafjörð og á jörðinni er eitt mesta hverasvæði Vestfjarða.

 Oft hefur verið nefnt að fiskurinn í Breiðafirði er einn gæðamesti fiskur sem fyrir finnst og þar má einnig finna einn stærsta fuglaklasa landsins. Ástæða þess að allt iðar þar af lífi má eflaust rekja til þeirra miklu gæða í lífríki sjávarins í firðinum, en þar er einmitt einn stærsti þaraskógur á Íslandi og oft nefndur sem frumskógur norðursins.

 Sú auðlynd hafsins hefur orðið að einni helstu atvinnugrein í þessu litla þorpi á Reykhólum, það er vinnsla og þurrkun þara. En þarann ásamt jarðhitanum á Reykhólum hafa ábúendur jarðarinnar nýtt sér til heilsubóta svo kynslóðum skiptir. Þekktar eru sögur frá forfeðrum ábúenda, sem standa að Sjávarsmiðjunni, en einnig úr gömlum heimildum frá fornöld um nýtingu á þara, fjöru og hveravatni til slökunar, fótabaða, eflingu húðar og heilsubóta.

 Þó ýmsar rannsóknir hafa einnig staðfest náttúruleg gæði og ávinning þara á húð og heilsu, að þá eru Sjávarböðin á Reykhólum og ALGAE NÁTTÚRA helst byggð á þeim aldagömlu hefðum og þekkingu forfeðra á þessum náttúrulegu auðlindum svæðisins.

 Sjávarsmiðjan er með einfaldan  matseðil sem inniheldur gómsætar vöfflur og nýmalað kaffi. Einnig ef pantað er með fyrirvara er hægt að útbúa salöt, hverarúgbrauð og fl.

Flóran Garden Bistro

Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal, 104 Reykjavík

Flóran hefur þá sérstöðu að vera staðsett í miðju plöntu- og jurtasafni, Grasagarði Reykjavíkur, en hugmyndafræðin á bak við veitingastaðinn er sótt í staðsetninguna. Flóran ræktar stóran hluta af því hráefni sem er notað í eldhúsinu, salat, kryddjurtir og blóm, allt lífrænt ræktað af natni og alúð.Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr þeim í garðskálanum.

Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr þeim í garðskálanum.

Flóran er opin yfir sumartímann en síðan lokað yfir vetrartímann en opnar í rúman mánuð yfir jólatímann þegar jólahlaðborðið hefst. 

Matseðillinn samanstendur af klassískum og nýjum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og er unnið úr hráefni sem er að mestu sótt í garðinn og sveitir landsins. Reynt er að hafa matinn sem fjölbreyttastan hverju sinni og notað er árstíðabundið hráefni til að fá mestu gæðin hverju sinni.

 

Græna kannan lífrænt kaffihús

Sólheimar, 805 Selfoss

Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til.

Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.

Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco 

Röstin - veitingastaður

Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabær

Röstin er staðsett á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga. Þar er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði allt árið um kring. Útsýnið frá Röstinni er frábært og hægt að njóta sólarlagsins yfir Snæfellsjökil, fjölbreytts fuglalífs og stundum má sjá hvali rétt undan ströndinni.

Heimsókn á Byggðasafnið á neðri hæðinni og í stóra vitann er er frábær viðbót við góðan málsverð á Röstinni.

Vitarnir á Garðskaga voru byggðir 1897 og 1944. Röstin stendur un 20 metra frá ströndinni og útsýni yfir Faxaflóann og mikið fuglalíf gera heimsókn á Röstina að sérstakri upplifun.

Stóri vitinn er sá hæsti á Íslandi og geymir hann tvær áhugaverðar sýningar, norðurljósasýningu og hvalasýningu. Frá toppi vitans er stórkostlegt útsýni.

Það er líka tjaldsvæði á Garðskaga.

Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com

Opið:
Mánudaga-Miðvikudaga kl. 17 - 21

Fimmtudaga-Sunnudaga kl. 12 - 21

Menningarhúsið Berg

Goðabraut, 620 Dalvík

Menningarhúsið Berg  er staðsett á Dalvík, í hjarta bæjarins. Bókasafn Dalvíkurbyggðar hefur fast aðsetur í húsinu en auk þess er þar glæsilegur fjölnota salur, kaffihús og stór pallur. Húsið hefur að geyma fjölbreytta starfsemi s.s. tónleika, sýningar, fundaraðstöðu og fl. en fjölbreytt dagskrá er í boði allt árið. Í hvejum mánuði opnar ný myndlistasýning í salnum.

Nánari upplýsingar á  https://www.dalvikurbyggd.is/berg og á facebook síðunni Menningarhúsið Berg

Opnunartími í Bergi:
Virka daga 10:00-17:00
Laugardaga 13:00-16:00
Sunnudaga 12:00-16:00

Bókasafnið er opið er 10:00 -17:00 virka daga og 13:00 -16:00 á laugardögum. Lokað á sunnudögum.

 

Frost restaurant

Fjallsárlón, 785 Öræfi

Á Frost er boðið upp á hlaðborð daglega þar sem má finna gott úrval af heitum réttum ásamt salatbar. Einnig er boðið upp á súpu hlaðborð, samlokur, kökur og snarl. Á Frost finnur þú mikið úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bjór og léttvíni.

AÐSTAÐA & STAÐSETNING
Veitingastaðurinn er í nýlegri byggingu, staðsettur nálægt náttúruperlunni Fjallsárlóni þar sem þú getur notið einstaks útsýnis yfir Fjallsjökul og nærliggjandi fjallgarða.

Þú finnur okkur við þjóðveg 1 á suðausturlandi. Við afleggjarann er skilti sem á stendur Iceberg Boat Tours & Frost Restaurant. Veitingastaðurinn er rekinn af einkaaðilum, þeim sömu og bjóða upp jökullón siglingar á Fjallsárlóni.

Þú einfaldlega mætir og við tökum vel á móti þér!

Opnunartími: 09:30-17:00 alla daga

(apríl-október)

Nánari upplýsingar: fjallsarlon.is

Bjórböðin

Öldugata 22, Árskógssandur, 621 Dalvík

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.

Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.

Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 

Kvosin Downtown Hotel

Kirkjutorg 4, 101 Reykjavík

Kvosin hótel er staðsett í sögufrægri byggingu í hjarta borgarinnar. Nágrannar okkar eru Alþingi og Dómkirkjan þannig að gestir okkar eru sannarlega hluti af sögunni. Húsið var byggt árið 1900 en gert upp árið 2013 og uppfyllir hótelið allar þarfir nútíma ferðamannsins.

Verið velkomin.

Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili

Reykir, Reykjaströnd, 551 Sauðárkrókur

Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum. 

Hannesarholt

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík

Hannesarholt er menningarheimili, opið öllum, þar sem fara saman matur, menning og saga. Hannesarholt er sjálfseignarstofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, í sögufrægu húsi sem var síðasta heimili Hannesar Hafstein. Húsið var byggt árið 1915, á fyrstu árum nútímans, þegar helmingur þjóðarinnar bjó í torfhúsum. Matargerð - allt unnið á staðnum úr bestu fáanlegu hráefnum, með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Matur í hádegi 6 daga vikunnar (nema mánudaga), kvöldverður á undan viðburðum. Í Hannesarholti býðst matur, bókmenntir, tónlist, myndlist, saga og samfélag.

Geirabakarí kaffihús

Digranesgötu 6, 310 Borgarnes

Geirabakarí blasir við vegfarendum á vinstri hönd, fljótlega eftir að ekið hefur verið yfir Borgarfjarðarbrú frá Reykjavík.

Geirabakarí í Bogarnesi býður uppá úrvals brauð og bakkelsi eins og okkar vinsælu ástarpunga og gulrótarrúgbrauð svo ekki sé talað um snúðana góðu með alvöru súkkulaði.

Í Geirabakaríi færðu súpu dagsins, margar tegundir af smurbrauði, sætabrauði og kökum. Oft erum við með viðbótarsúpu eins og brauðsúpu eða aðra matarmikla súpu. Við gerum okkar gæða brauðasalöt sem eru feikivinsæl eins og súrdeigsbrauðin og úrvals kaffið frá Te og kaffi.

Við leggjum ást og alúð í vinnsluna okkar og gerum flestar okkar vörutegundir frá grunni og vitum því hvað við erum að bjóða ykkur uppá.

Við erum með frábæran sal sem tekur um 70 manns í sæti með einu besta útsýni í bænum þó víðar væri leitað.

Við veitum eldri borgurum 10% afslátt.

Melrakkasetur Íslands

Eyrardalur 4, 420 Súðavík

Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Opið:

  • Maí: 10:00-16:00
  • Júní - Júlí: 09:00-18:00
  • September: 10:00-16:00
  • 01. október - 14. maí:  eftir samkomulagi

 

Penninn Café

Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík

Viðeyjarferjan

Skarfagarðar 3 (Skarfabakka í Sundahöfn), 101 Reykjavík

Eyjuna Viðey á Kollafirði þarf vart að kynna enda er hún einstök náttúruperla í hjarta Reykjavíkur. Viðey er frábær staður fyrir einstaklinga, vini, fjölskyldur og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilegar samverustundir í fallegri náttúru. Það tekur einungis nokkrar mínútur að sigla frá Skarfabakka yfir til Viðeyjar og þegar þangað er komið geta gestir litið á hin fjölmörgu listaverk sem Viðey hefur að geyma, fræðst um sögu eyjunnar, notið náttúrunnar eða kíkt í kaffi í Viðeyjarstofu.

Siglingaáætlun 

Viðeyjarstofa: Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Viðeyjarstofa er opin í tengslum við ferjusiglingar en einnig er hægt að bóka stofuna fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislurog fjölbreyttar uppákomur.

Frekari upplýsingar um verð og áætlun er að finna á heimasíðu Viðeyjar; www.videy.com. Á síðunni finnurðu einnig upplýsingar um sumar og vetrardagskrá í eyjunni.

Fjóshornið

Egilsstaðir I, 700 Egilsstaðir

Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. Á kaffihúsinu er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi.

Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.

Te & Kaffi

Borgartún 21, 105 Reykjavík

Á kaffihúsinu færðu allt það helsta sem te- og kaffiheimurinn hefur upp á bjóða ásamt ríkulegu úrvali af meðlæti eins og beyglur, muffins, panini og samlokur. Einnig er hægt að fá sér kaffi sem við mölum á staðnum, yfir 50 tegundir af tei í lausu ásamt úrvals te-og kaffivöru frá merkjum eins og Hario, Chemex, Beehouse og Keep Cup. Nýlega hófum við sölu á gæðabjór frá Borg Brugghús, Bríó og Úlf. 

Kaffi Laugalækur

Laugarnesvegur 74a, 105 Reykjavík

Kaffi Laugalækur býður uppá hollan og ferskan heimilismat á sanngjörnu verði úr hágæða hráefni og handverks kaffi.

Skaftfell Bistró

Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður

Skaftfell Bistro er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði. 

Veitingastaðurinn býður upp á nýstárlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum réttum með nýstárlegu ívafi.

Hluti veitingastaðarins er einnig gallerý sem sýnir verk eftir bæði svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth, sem bjó og starfaði á Seyðsifirði síðasta áratug ævi sinnar og einnig verk samtímalistamanna á Austurlandi.

Bistro-ið leggur upp með sjálfbærni og ber virðingu fyrir náttúrunni.

Bistró vinnur með ferskt hráefni úr heimabyggð og styður við bakið á bændum, sjómönnum, framleiðendum á svæðinu. 

12 tónar

Skólavörðustígur 15, 101 Reykjavík

12 Tónar, stofnað 1998, er goðsagnakennd plötubúð í hjarta Reykjavíkur. Árið 2019 bættum við við bar og kaffihúsi sem notið hefur vinsælda, ekki síst hjá Íslendingum. Við höldum reglulega tónleika og uppákomur í versluninni eða í fallega bakgarðinum okkar, þar sem sólin skín alltaf. Verið velkomin.

Hressó Hressingarskálinn

Austurstræti 20, 101 Reykjavík

Hressingarskálinn eða Hressó eins og hann er oft nefndur, er vel staðsettur veitinga- og skemmtistaður með fjölbreytta skemmtidagskrá og ljúffengan matseðil þar sem boðið er upp á súpur, salöt, hamborgara, steikur, grillmat, morgunmat og margt fleira girnilegt á góðu verði. Hressingarskálinn er alltaf með nýjan og spennandi sérréttamatseðil auk klassísku Hressó réttanna á matseðli. 

Hressó er tilvalinn fyrir fyrirtækja- og einkahópa til að njóta ljúffengrar máltíðar og lifandi tónlistar á frábæru verði í hjarta miðbæjarins.

Við bjóðum uppá þráðlausan aðgang að internetinu þér að kostnaðarlausu.

Cafe Dunhagi

Sveinseyri, 460 Tálknafjörður

Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega.
Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum. 

Kökulist

Hólagata 17, 260 Reykjanesbær

Brakandi ferskar samlokur og gæða bakkelsi hefur glatt bæjarbúa í áratugi. Árið 2015 tók Jón Rúnar og Elín eigendur Kökulistar við rekstri Valgeirs bakarís í Reykjanesbæ en bakaríið fagnaði þá 45 ára afmæli það árið.

Okkar markmið er að heilla þig með hollum brauðum sem öll eru sykurlaus, fitulaus og gerlaus, en við höfum horfið til fortíðar þegar kemur að brauðbakstri og góðum kökum þar sem við notum eingöngu gæða hráefni.

Einstaklega huggulegt er að sitja inni með kafiibolla og góðgæti á disk eða njóta veðurblíðunnar úti þegar sú gula lætur sjá sig. Kökulist fullkomnar sunnudagskaffið eða sem góður biti hvaða dag sem er. líttu við og kíktu á úrvalið.


Hlemmur Mathöll

Laugavegur 107, 105 Reykjavík

FYRSTA STOPP FYRIR SÆLKERA

Hlemmur - Mathöll sækir innblástur í hinar rómuðu evrópsku mathallir. Hlemmur hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem lifandi Mathöll. Þar koma saman tíu metnaðarfullir kaupmenn og reiða fram mat og drykk af bestu sort í miðborg Reykjavíkur.

Tehúsið Hostel

Kaupvangur 17, 700 Egilsstaðir

Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum.

Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar.

Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað.

Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki.

Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti.

Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi.

Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat.

Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar.

Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.

Te & Kaffi

Garðatorg 4, 210 Garðabær

Te & Kaffi er kaffihúsa keðja sem rekur 10 kaffihús víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Nýjasta kaffihús Te & Kaffi er á Garðatorgi og það kaffihús er einnig opið á kvöldin og býður meðal annars uppá vín og osta.

Dalur fjölskyldukaffihús

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Dalur fjölskyldukaffihús geymir leiksvæði og ljúfar stundir í Laugardalnum.

Lögð er áhersla á bjóða upp á heimagerðar veganvænar og nærandi veitingar, ískalt öl á krana og gæðakaffi og hnallþórur.

Voffar eru sérlega velkomnir með eigendum sínum. Fylgist með viðburðadagskránni.

Opnunartími er alla daga frá 12 til 18.

Gamli bærinn Laufási

Laufás, Grýtubakkahreppi, 601 Akureyri

Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni.

Þegar þú gengur inn bæjargöngin ferðastu aftur í söguna. Vissir þú að í Laufási var skóli, þar er leyniherbergi og brúðarhús?

Laufás var heimili prestsins, fjölskyldu hans og vinnufólks. Stundum bjuggu þar allt að 40 manns , því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni og hluta gamla bæjarins má finna viði frá 16. og 17. öld. Laufásbærinn var endurbyggður á árunum 1853-1882 í tíð séra Björns Halldórssonar.

Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Hann er búinn gripum og húsmunum frá aldamótunum 1900.

Laufáskirkja var byggð 1865 en meðal merkra gripa í henni er fagurlega útskorinn predikunarstóll frá 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Húsin í Laufási eru 13 og mynda mikla rangala. Engin útihús hafa varðveist.

Opnunartími:
1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17.

Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Laufási.

Verð:
Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.
Miðinn gildir allt árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og í Laufási.

Sauðárkróksbakarí

Aðalgata 5, 550 Sauðárkrókur

Sauðárkróksbakarí er staðsett í gamlabænum á Sauðárkróki við Aðalgötuna. Við erum með mikið úrval að góðu brauðmeti auk sætabrauðs. Það er til mikið af smurðu, einnig er smurt sérstaklega fyrir viðskipavini ef þess er óskað, einnig erum við með heitarlokur sem við grillum.

Við erum með súpu nánast alla daga. Það er nóg sætapláss hjá okkur. Inni erum við með sæti fyrir tæplega 40 manns, eins erum við með flotta aðstöðu úti (en þangað fer fólk vanalega bara þegar það er gott veður).

Systrakaffi

Klausturvegi 13, 880 Kirkjubæjarklaustur

Systrakaffi er fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri, sem stofnað var árið 2001. Staðurinn er opinn alla daga yfir sumartímann, og býður upp á ljúffengan mat við allra hæfi. 

Kaffitár

Bankastræti 8 , 101 Reykjavík

Kaffitár er íslensk kaffibrennsla og rekur fimm kaffihús. Við leggjum áherslu á úrvals kaffi, góðan mat og hlýlegt andrúmsloft. 

Við flytjum inn og ristum okkar eigið kaffi. Við skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfisáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum.  

Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffihúsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið „Kuðungurinn“, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Kaffitár kaffihús eru við Bankastræti, Höfðatorgi Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða og Nýbýlavegi.

Brúarás - Geo Center

Stóri-Ás, 320 Reykholt í Borgarfirði

Brúarás er glæsilegt veitinga-og samkomuhús steinsnar frá Hraunfossum í Borgarfirði. Í boði eru fjölbreyttar veitingar og áhersla er lögð á að nota hráefni beint frá býli. Þar er jafnframt starfrækt upplýsingaþjónusta og verslun með handverk, fatnað og minjagripi. Náttúran allt í kring og nálægðin við margar helstu náttúruperlur Vesturlands gerir Brúarás að einstökum viðkomustað og ákjósanlegum vettvangi fyrir margvíslegar veislur og viðburði. 

Opið daglega á sumrin, á veturnar opið eftir samkomulagi fyrir hópa.

Cafe Babalú

Skólavörðustígur 22a, 101 Reykjavík

Kósý kaffihús í hjarta Reykjavíkur þar sem hægt er að fá kaffi, drykki og léttar máltíðar.

Útiverönd einstaklega vinsæl á sumrin.

Gallerí Sól

Sólberg, 611 Grímsey

Í Sólbergi í „miðbæ“ Grímseyjar beint ofan við höfnina er handverkshús grímseyskra kvenna. Opið á ferjudögum yfir sumartímann; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga meðan ferjan bíður. Þar er boðið upp á grímseyskt handverk og handavinnu frá fastalandinu; minjagripi, kort og bækur frá Grímsey. Þar er einnig til húsa minnsta kaffihús landsins sem býður upp á nýbakaðar vöfflur og fleira. 

Flugkaffi

Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri

Flugkaffi er veitingahús með vínveitingar staðsett á Akureyrarflugvelli. Meðal annars er boðið upp á þjóðlegan mat eins og harðfisk, flatkökur, kleinur, og pönnukökur. Heitur matur í hádegi og mikið úrval af samlokum

Kænan Veitingastofa

Óseyrarbraut 2, 220 Hafnarfjörður

Opið frá kl 07:00- 17:00 alla virka daga og á laugardögum frá 09:00-14:00þ  Bjóðum upp á heimilismat í hádeginu. Einnig tökum við að okkur allar veislur t.d ferminga-, giftinga- og afmælisveislur

Vakinn

Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli

Skaftafellsstofa , 785 Öræfi

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa

Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir. 

Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.

Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.

Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla. 

Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri. 

Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

Baulan / Esjuskálinn

Stafholtstungur, 311 Borgarnes

Matsölustaður þar sem meðal annars er boðið upp á hamborgara, kótilettur, djúpsteiktur fiskur, pylsur, heitar og kaldar samlokur, kaffi, te, gos, bjór og léttvín. 

Afgirt leiksvæði er fyrir börn. Bensínstöð og þvottaplan á staðnum.

Sumaropnun: mánudaga-föstudaga frá 9:00-21:00 og Laugardaga og sunnudaga frá 10:00-21:00.

Vetraropnun: Alla daga 10:00-20:00.

Joe and the Juice

Lágmúli 7, 108 Reykjavík

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Enn 1 skálinn

Fjarðarvegur 2, 680 Þórshöfn

– Hádegishlaðborð alla virka daga þar sem venjulegur heimilismatur er áberandi.
– Fjölbreyttur grillmatseðill, grillið er opið kl. 11.30 – 20.30 alla daga.
– Heimabakað rúgbrauð er reglulega á boðstólnum (fylgist með á facebook) 

Álfacafé

Iðngarðar, 720 Borgarfjörður eystri

Álfakaffi er vinalegt kaffihús á Borgarfirði sem enginn skyldi leiða hjá sér sem þorpið sækir heim. Staðinn prýða margs konar dýrgripir úr ríki borgfirskrar náttúru, dýra og manna og fiskisúpan og vöfflurnar eru hvort tveggju heimsfrægt um allt Austurland. Fiskverkunin er á næsta bæ og tilvalið að kíkja þar inn í leiðinni.

Víkingaheimar

Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær

Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.
Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.

Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa. 

Sýningar:

Örlög guðanna
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.

Víkingar Norður-Atlantshafsins
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.

Víkingaskipið Íslendingur
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.

Landnám á Íslandi
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.

Söguslóðir á Íslandi
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.

Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.

Stúdentakjallarinn

Háskólatorg, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík

Stúdentakjallarinn er veitinga- og skemmtistaður, kaffihús og bar. Þar er boðið upp á fjölbreyttan mat og drykki á mjög sanngjörnu verði, líflega dagskrá og notalegt andrúmsloft. Staðurinn er opinn öllum, allt árið um kring. 

Héraðsskólinn Historic Guesthouse

Laugarbraut 2, 840 Laugarvatn

Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.

Veitingahúsið Suður-Vík

Suðurvíkurvegur 1, 870 Vík

Við erum fjölskyldurekið fyrirtæki.

Bjóðum upp á ferskar og góðar máltíðir gerðar af ást og staðbundnu hráefni. Þetta heillandi hús er staðsett efst á hæðinni með ótrúlegu útsýni yfir hafið, bæinn og fjöllin í kring.

Við endurnýjuðum nýlega kjallarann okkar og opnuðum hann sem bar og biðsvæði á annasömum kvöldum! Við erum með dýrindis kokteila, frábært úrval af bjór (flöskur og drög) og vín. Fylgdu okkur á facebook fyrir lifandi tónlist, spilakvöld, íþróttaviðburði og slíkt!

Ferðaþjónustan Vellir

Vellir, 871 Vík

Á friðsælum sveitabæ milli jökuls og sjávar er fjölskyldurekin ferðaþjónusta, lítið gistihús og tvö sumarhús. Á bænum eru kindur, hestar, hænur, kisur og hundur. 

Verið velkomin til okkar.

Te & Kaffi

Hamraborg 10, 200 Kópavogur

Frábært kaffihús staðsett í hjarta Kópavogs. Á Te & Kaffi finnur kaffi áhugafólk eitthvað fyrir sig ásamt góðu meðlæti. Verið ávallt velkomin.

Café Loki

Lokastígur 28, 101 Reykjavík

Kaffi Loki er rótgróið fjölskyldufyrirtæki á besta stað í hjarta Reykjavíkur. Við erum efst á Skólavörðuholtinu, ská á móti Hallgrímskirkju og Listasafni Einar Jónssonar.

Hjá okkur færð þú ekta heimagerðan íslenskan mat sem er eldaður á staðnum með bestu mögulegu hráefnum. Við bjóðum góða þjónustu, gott verð og vinalegt andrúmsloft. 

Opið daglega 09:00-22:00

Við hlökkum til að sjá þig!

Fisherman Café

Aðalgata 14, 430 Suðureyri

Heimsæktu kaffihúsið á Suðureyri, í hjarta bæjarins. Það er sérstakur staður til að vera á þar sem það fær afslappað andrúmsloft og notalegt umhverfi, ekki aðeins frá fólkinu sem vinnur þar, heldur einnig frá sögulegum hlutum og minjum sem þar eru í boði.

Njóttu dásamlegra veitinga, vafraðu á netinu, bókaðu ferðina þína, keyptu listaverk frá svæðinu og uppgötvaðu minjar í hverfinu.

Simply the West

Hellnar, 356 Snæfellsbær

Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.

Bryggjukaffi

Hafnarstræti 4, 425 Flateyri

 Lítið og vinalegt kaffihús sem opið er frá því í maí og út september ár hvert. Einnig nokkrar opnanir yfir vetrartímann. Á matseðlinum eru meðal annars súpur og beyglur auk kaffidrykkja og kaffibrauðs. Vínveitingaleyfi. Margir möguleikar á vegan útgáfu og glúteinlausum veitingum.    

Sólon Bistro

Bankastræti 7a, 101 Reykjavík

Sólon Bistro býður upp á úrval smárétta, salöt, hamborgara, samlokur og steikur ásamt ferskum fiski daglega. Sólon Bistro er í miðbæ Reykjavíkur, með líflegt og rómantískt yfirbragð.

Hægt er að leigja sal á efri hæð hússins.

Fjölbreytt úrval drykkja.

Verið velkomin.

Nesbær kaffihús

Egilsbraut 7, 740 Neskaupstaður

Nesbær kaffihús er staðsett í Neskaupstað. Nesbær hefur verið vinsæll staður fyrir fólk til að setjast niður og slaka á í áraraðir. Hann er staðsettur í gömlu húsi sem var byggt 1907 í miðbæ Neskaupstaðar. Nesbær bíður upp á ómótstæðilegar tertur, létta rétti og góðan kaffibolla. Kaffibollinn er vanalega unnin með baunum frá Guatemala. Þeir hafa kaffi í margslags formi. Eins og Kaffi Latte, Frappocino, Cappucino og meira. Nesbær leggur áhersla á að gera heimabakaða tertur og bakkelsi fyrir kúnnana. Nesbær er með internet og aðstöðu til að halda fundi. Það er hægt að finna ýmisslegt í Nesbæ kaffihús. Eins og mikið úrval af garni, gjafakort, prjóna, lítið notuð föt, heimagerðar ullarpeysur og gjafavara. Ef það fæst ekki í Nesbæ þá þarftu ekki á því að halda 😉

Nesbær heilsar þér með vinalegu viðmóti og hlakkar til að sjá ykkur í kaffi.

Mika Restaurant

Skólabraut 4, 806 Selfoss

Mika er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af hjónunum Michał og Bożenu Józefik. Hér ríkir sannkölluð fjölskyldustemmning þar sem allir frá ömmu Józefik niður í börnin hjálpast að við að gera staðinn að því sem

hann er. Við leggjum mikið upp úr ferskleika og erum í góðu samstarfi við bændur hér í kring. Hér er flest allt lagað frá grunni hvort sem það er brauð eða sósur. Við sérhæfum okkur í súkkulaði, konfektgerð og

humarréttum. Úr verður óvænt matargerð þar sem humar og súkkulaði mætast.

Axelsbakarí

Hvannavellir 14, 600 Akureyri

Axelsbakarí var stofnað árið 1996 af Axel Gunnari Vatnsdal og Margréti Baldvinsdóttur. Það er nýbakað brauð á hverjum degi.

Cafe Catalina

Hamraborg 11, 200 Kópavogur

Café Catalína er skemmti- og veitingastaður sem er opinn alla daga vikunnar. Við bjóðum upp á frábæran mat, það er lifandi tónlist hjá okkur allar helgar og svo er hægt að koma til okkar og horfa á alla helstu íþróttaviðburði á risaskjá.

Café Riis

Hafnarbraut 39, 510 Hólmavík

 Café Riis leggur metnað sinn í að bjóða klassíska rétti á matseðli þar sem rík áhersla er lögð á gæðahráefni úr okkar nærumhverfi hvort sem um ræðir á láði og legi. Okkar margfrægu pizzur hafa notið mikilla vinsælda hjá gestum og
heimamönnum í gegnum árin, enda einstakar.
 

Café Riis, hefur verið starfandi veitingastaður síðan 1996 og er staðsettur í miðbæ
Hólmavíkur, Hafnarbraut 39, í elsta húsi bæjarins, byggt 1897. Húsið á sér víðamikla og merkilega sögu, og er það rótgróin hluti af sögu Hólmavíkur frá upphafi kauptúnsins til okkar daga.
 

Iðnó

Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Iðnó býður upp á fyrsta flokks veislu- þjónustu við öll tilefni, svo sem brúð- kaup, afmæli, fermingar og þegar bjóða á erlendum gestum upp á það besta í mat og drykk staðsett í einu fallegasta húsi Reykjavíkur. Iðnó og umhverfi þess er alveg einstakt.

Við tökum á móti stærri og smærri hóp- um. Allar veitingar eru frá sælkeraeld- húsi Iðnó sem býður mjög fjölbreyttan matseðil við öll tækifæri.

Í Iðnó leggjum við áherslu á faglega þjónustu. Við önnumst alla umgjörð og skreytingar með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin að þínum þörfum.

Leikhússalurinn rúmar allt að 120 manns í sitjandi borðhald og 300 manns í stand- andi móttökur. Á sumrin er frábært að opna út á pall við Tjarnarbakkann.

Á sumrin er kaffihúsið á fyrstu hæð opið á daginn. Hjartanlega velkomin og njótið að vera á pallinum í góðu veðri.

 


Steinasafn Petru

Sunnuhlíð, Fjarðarbraut 21, 755 Stöðvarfjörður

Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946.

Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra leitaði ekki mikið að steinum í öðrum landsfjórðungum.

Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar. Fjölmargir sækja safnið heim á hverju ári og er Steinasafn Petru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.

Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem sækir safnið heim að Petra var afkastamikill steinasafnari. Færri vita að söfnunaráhugi hennar einskorðaðist ekki bara við steinasöfnun. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fleiri smáhlutum auk þess sem hún hefur safnað hverskonar náttúrugripum svo sem eggjum, skeljum og kuðungum í marga áratugi.

Vissulega hefur hús Petru tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili.

Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.

Kaffi Sunnó

Árið 2015 varð gamall draumur að veruleika þegar Kaffi Sunnó var opnað. Þar gefst gestum kostur á að kaupa sér matarmiklar súpur og brauð, heita og kalda drykki og gómsætt bakkelsi.

Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.

Hunkubakkar

Síða, 881 Kirkjubæjarklaustur

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.

Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.

Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.

Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.  

Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.

Smellið hér til að bóka gistingu 

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Skúlagata 13, 310 Borgarnes

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er í senn gistiheimili, kaffihús og gjafavöruverslun. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Þú getur valið um að vera í heimagistingunni okkar þar sem eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila svo fallegri stofu með dásamlegu útsýni og fullbúnu eldhúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir og eina rúmgóða íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingu. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni. Allir gestir sem gista hjá okkur njóta þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru. Frí bílastæði og frítt internet.


Bókakaffið

Austurvegur 22, 800 Selfoss

Í Bókakaffinu á Selfossi getur þú keypt nýjar og notaðar bækur. Lesið blöðin og drukkið kaffi frá Kaffitári.

Bókakaffið er jafnframt menningarmiðstöð þar sem skáld og listamenn koma fram og kynna verk sín. 

Nesbrauð

Nesvegur 1, 340 Stykkishólmur

Gott úrval af nýbökuðum hágæða brauðum m.a. súrdeigsbrauð og heilsubrauð. Einnig gott úrval af bakkelsi, nýsmurðum samlokum og brauðsalötum að ógleymdri súpu dagsins. 

Bjóðum uppá gott kaffi og kaffidrykki.

Bókakaffi Hlöðum

Hlaðir, 700 Egilsstaðir

Bókakaffi Hlöðum er griðarstaður í gömlu Bókabúðinni við Lagarfljótsbrú fyrir hvern þann sem hefur smekk fyrir góðum mat, góðu kaffi eða gömlum bókum og tímaritum.

Micro Roast - Vínbar

Grandagarður 16, Grandi Mathöll, 101 Reykjavík

Café Adesso

Hagasmári 1 - Smáralind, 201 Kópavogur

CAFÉ ADESSO var opnað 7. apríl 2002 . Hönnun innréttinga var í höndum GoForm ehf. en Caoz ehf. sá um hönnun á logoi og nafni.

CAFÉ ADESSO er nútímaleg kaffitería/matsölustaður þar sem áhersla er lögð á úrvals hráefni til að tryggja hámarks gæði. Markmið CAFÉ ADESSO er að bjóða upp á góðan og fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kappkostað er að skapa þægilegt andrúmsloft og veita viðskiptavininum góða þjónustu. Boðið er upp á sæti fyrir 180 viðskiptavini.

2fyrir1 er af Carlsberg á krana í frosinni bjórkönnu alla daga milli 16 og 19.

Hamborgarar-Crepes-Mömmumatur í hádeginu-Íslensk kjötsúpa-Súpa dagsins-Fiskur-Salöt-Kjúklingalundir í speltbrauði-Smurbrauð-kökur-kaffi-smátykki og margt margt fleira.

Svarta Kaffið

Laugavegi 54a, 101 Reykjavík

Kaffihús þekkt fyrir súpur í brauði.

Husavik Cape Hotel

Laugarbrekka 26, 640 Húsavík

Cape hótel staðsett í hjarta bæjarins, Húsavík. Frá því er mjög gott útsýni yfir bæinn og höfnina og tekur aðeins um 5 mínútur að ganga t.d. að Hvalasafninu.

Frábær staðsetning til að ferðast um Norðurland og skoða helstu náttúruperlur svæðisins eins og Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss og fleiri staði. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Svarta fjaran Veitingahús

Reynisfjara, 871 Vík

Svarta fjaran/Black beach restaurant er veitingastaður og kaffihús sem staðsett er í einni mögnuðustu náttúruperlu Suðurstrandarinnar, Reynisfjöru. Svarta fjaran er í göngufæri við Reynisdranga, stuðlabergið og Hálsanefshelli. Frá veitingastaðnum er frábært útsýni að Dyrhólaey og yfir sjóinn.

Þjónustuhúsið var byggt árið 2014 og miðast arkitektúrinn við að láta bygginguna falla að landslaginu og voru m.a. notaðir steinar úr fjörunni sem byggingarefni í veggi og gólf. Húsið fellur inn í fjallshlíðina.

Á veitingahúsinu er hægt að fá m.a. heita súpu og brauð, kökur sem bakaðar eru á staðnum, samlokur og sitthvað fleirra, gosdrykki, safa, kaffi og te. Á veitingastaðnum er hægt að fá hefðbundinn íslenskan mat svo sem lambakjöt og fisk, hamborgara úr nautakjöti frá næsta bæ auk ýmisa smárétta.

Sauðfjársetur á Ströndum

Sævangur við Steingrímsfjörð, by road 68, 510 Hólmavík

Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Sauðfjársetrið er safn sem tekur á móti fjölda ferðamanna á ári hverju, auk þess sem íbúar á Ströndum koma margir margsinnis í heimsókn á hverju ári á viðburði eða í veislur. Sauðfjársetrið vinnur auk þess að margvíslegum menningarverkefnum.

Jafnan eru uppi 4 sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Fastasýning safnsins heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Síðan eru hverju sinni uppi þrjár tímabundnar sérsýningar sem standa
yfirleitt í 1-2 ár. 

Í Sævangi er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind þar er í boði heimabakað bakkelsi, súpa, ís frá Erpsstöðum og fleira góðgæti, í Sauðfjársetrinu er einnig lítil handverks- og minjagripabúð. 

Safnið er staðsett 12 km. sunnan Hólmavíkur

Opnunartími 1. júní - 31. ágúst:
Virkir dagar: 10:00-18:00
Laugardagar: 10:00-18:00
Sunnudagar: 10:00-18:00
Opið eftir samkomulagi á veturna.


Café Aroma

Goðabraut 2, 620 Dalvík
Við erum kaffihús sem er staðsett í Menningarhúsinu Berg á Dalvík Við bjóðum uppá dýrindis kökur , Cesar salatið vinsæla gómsætar lokur og margt fleira. Bjóðum uppá veisluþjónustu og viðburði.

Gamla fjósið

Hvassafell/Steinar, 861 Hvolsvöllur

Veitingahúsið Gamla fjósið ehf. er staðsett
að Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stendur undir hinu stórbrotna Steinafjalli
sem gnæfir yfir byggðina í Steinum og er rekið af fjölskyldunni á Hvassafelli.
 

Eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010 var mikið aukning á ferðamönnum í sveitinni og
tóku við þá ákvörðun um að rífa út úr gömlu fjósi sem staðið hafði ónotað í 10
ár og breyta því í veitingastað.
 

Uppistaðan á matseðlinum eru nautakjöt úr sveitinni og háægða hamborgarar. 

Við leggjum áhersla á góða og persónulega þjónustu og bjóða einfalda rétti úr besta
fáanlega hráefni úr sveitinni.
  

Cafe Roma

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík

Við erum fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið rekið í 14 ár. Markmið okkar er að bjóða upp á gæðakaffi og te og láta viðskiptavininn fara ánægðari út en hann kom inn. Við erum þekkt fyrir frábæra þjónustu og glaðlynt starfsfólk, sem leggur mikla áherslu á að hvert smáatriði sé í lagi, ávallt með hag viðskiptavinarins fyrir brjósti.

Við bjóðum upp á nýbakað bakkelsi og brauð með kaffinu sem er útbúið á hverjum degi. Sumt af því bökum við og útbúum sjálf en annað kaupum við daglega frá Myllunni. Kaffið okkar er flutt inn af Te og Kaffi, ristað hér á landi og sérblandað fyrir okkur til að mæta gæðastöðlum okkar. Það er því alltaf eins ferskt og mögulegt er. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af dagblöðum og tímaritum til aflesturs, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. 

Mosfellsbakarí

Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Galdrasýning á Ströndum

Höfðagata 8-10, 510 Hólmavík

Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan.

Sumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00
Vetraropnun 1. október- 14. maí: Daglega 12:00-18:00

Fella Kaffi

Drafnarfell 18, 111 Reykjavík

Við viljum bjóða upp á rými þar sem fólk getur komið saman og notið þess að vera með hvort öðru. Við höfum ávallt neytendur í huga þegar kemur að matseðli okkar og verðum.

Tilboð í hádeginu.

Kökuhlaðborð.

Kaffi Lára - El Grilló Bar

Norðurgata 3, 710 Seyðisfjörður

Kaffi Lára – El Grilló Bar er fjölskyldu rekinn veitingastaður og bar sem stofnaður var árið 2001 og er staðsettur í hjarta Seyðisfjarðar við regnbogagötuna.

Staðurinn er þekkastur fyrir að bjóða uppá ýmsa ljúffenga rétti sem eru matreiddir á útigrilli staðarins. Á matseðlinum er meðal annars boðið uppá hinn geysivinsæla El Grilló hamborgara, hægelduð BBQ svínaríf, grænmetis borgara og grillaðan camenbert. Þar fyrir utan er einnig boðið uppá ýmsar gómsætar kökur og kaffi.

Kaffi Lára er ekki síst þekkt fyrir sinn eigin bjór, El Grilló sem hefur flætt á krönum barsins frá 2006, einnig er boðið uppá breytt úrval íslenskra gæða bjóra.

Borðpantanir eru ekki nauðsynilegar nema fyrir hópa með fleiri en 8 manns.

Sjáumst á Lárunni – Engin Miskunn

Skútaís - Heimaafurð úr Mývatnssveit

Skútustaðir 2b, 660 Mývatn

Félagið Skútaís var stofnað árið 2019 og hóf framleiðslu á ís seint það sumar. Ísinn er framleiddur á Skútustöðum og seldur beint frá býlinu. Á Skútustöðum er rekið blandað bú með kúm, kindum og hænum en ásamt því rekur fjölskyldan ferðaþjónustu. Ísgerðin er í eigu systkina sem reka búið og gistiheimilið ásamt mökum þeirra.

Hugmyndin að ísgerðinni fékk Auður Filippusdóttir en hún er kærasta Júlíusar Björnssonar, sem er einn af systkinunum á bænum. Auður var í meistaranámi í matvælafræði við Háskóla Íslands og ákvað að skrifa meistaraverkefni um ísgerð. Verkefnið fólst í uppsetningu ísgerðarinnar, allt frá viðskiptaáætlun að þróun uppskrifta en hún fór einnig á námskeið í ísgerð hjá Háskólanum í Reading, Englandi.

Ísinn er handgerður af Auði og leggur hún mikla áherslu á að hann sé sem ferskastur, því notar hún mjólkina beint frá bænum ásamt gæðahráefnum frá Ítalíu. Ísbúðin á Skútustöðum er opin á sumrin og hefur vakið mikla lukku hjá bæði heima- og ferðamönnum en við höfum ósjaldan fengið að heyra að hann sé sá besti á landinu. 

Utan Mývatnssveitar þá fæst ísinn í líters ílátum í Fisk kompaníinu á Akureyri og í Gott og blessað í Hafnafirði allt árið.

Opnunartími í sumar:
Alla daga kl. 12-19.

Dýragarðurinn Slakka

Laugarás, 801 Selfoss

Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum.

 

Opnunartími:
Apríl og Maí - opið um helgar 

1. júní - 31. ágúst - Opið alla daga kl. 11:00 - 18:00

September - opið um helgar


Kaffi Langbrók

Kirkjulækur, 861 Hvolsvöllur

Tjaldsvæði opin frá 1. apríl til loka september með fyrirvara um misjafnt tíðarfar. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Gallerí Laugarvatn / veitingar

Háholt 1, 840 Laugarvatn

Gallerí Laugarvatn var stofnað 2003 að Háholti 1 Laugarvatni.


Gallerí Laugarvatn er gistiheimili með 5 tveggja manna herbergjum og kaffihúsi, 3 eru með sameiginlegu baðherbergi og 2 sér baðherbergi

Í kaffihúsinu bjóðum við uppá súpu dagsins og bakkelsi.

Hægt er bóka á heimasíðunn okkar og Booking.com

Kaffi Norðurfjörður

Norðurfjörður, 524 Árneshreppur
Hlökkum til að sjá sveitunga, ferðalanga, gesti og gangandi í Árneshreppi.

Bakarí og kaffihús

Hrunamannavegur 3, 845 Flúðir

Frábært bakarí, verið hjartanlega velkomin til okkar!

Almar Bakarí

Sunnumörk 2-4, 810 Hveragerði

Gott bakarí í Hvergerði. Hlökkum til að taka á móti ykkur í Almars Bakaríi. 

Fjöruhúsið

Hellnar, 356 Snæfellsbær

Fjöruhúsið er cosý kaffihús á fallegum stað í fjörunni á Hellnum. Meðal annars er boðið upp á fiskisúpu, heimabakað brauð, kökur og vöfflur með sultu og rjóma.

Frá Fjöruhúsinu er hægt að ganga fallega 2,5 km leið út á Arnarstapa.

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili

Bankastræti 7, 101 Reykjavík

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI. 

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.   

Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými.  Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur. 

www.lofthostel.is

Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar

Hnjótur, Örlygshöfn, 451 Patreksfjörður

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.

Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð.

Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).

Arna ís- og kaffibar

Eiðistorg 15, 170 Seltjarnarnes

Arna ís- og kaffibar er kaffihús og ísbúð, staðsett á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og hefur þá sérstöðu að allt vöruúrval í boði, er laktósafrítt. Kaffið er gott og ísinn frá Örnu er dásamlegur. Rúmgott leiksvæði fyrir börn.

MOKKA KAFFI

Skólavörðustígur 3a, 101 Reykjavík

Mokka kaffi var stofnað árið 1958 af Guðmundi Baldvinssyni og Guðnýju Guðjónsdóttur. Segja má að Espresso-kaffihúsamenningin á Íslandi hafi hafist þegar Mokka var opnað en þar var fyrsta Espresso kaffivél landsins. Á Mokka kynntust landsmenn ekki aðeins nýrri tegund af kaffi, heldur einnig því að kaffi og myndlist áttu góða samleið. Bjóðum upp á ítalskt kaffi, heitt súkkulaði, meðlæti, samlokur og að margra mati bestu vöflur bæjarins.

Simbahöllin

Fjarðargata 5, 470 Þingeyri

Kaffihús, hestaleiga, hjólaleiga.

Opnunartími í sumar: 10:00-18:00 alla daga.

The Bridge

Aðalgata 60, 230 Reykjanesbær

Veitingastaðurinn, The Bridge, er opinn alla daga þar sem finna má fjölbreyttan matseðil við allra hæfi, bæði fyrir þá sem eru á hraðferð og þá sem vilja setjast niður og njóta góðs matar í fallegu og notalegu umhverfi. Á barnum eru framleiddir lúxus kokteilar og úrvalskaffiréttir og þar eru líka góð vín og kaldur á krana.

Skerjakolla

Bakkagata 10, 670 Kópasker

Bakaríið við brúna

Dalsbraut 1, 600 Akureyri

Bakaríð við brúna var opnað 2. maí 1999. Upphaflega hugmyndin var sú að tveirbakarar ásamt 4 afgreiðslustúlkum fengu vinnu.Sú hugmynd  vatt fljótt uppá sig og breyttust þær forsendur. Í dag starfa 26 manns hjá fyrirtækinu eða um það bil 16-18 heilsdags störf. Þar af eru 4-5 lærðir bakarar og 3-4 aðstorarmenn í framleiðslu. Við leggjum áherslu á að hafa sem flesta faglærða í framleiðsunni á vörum okkar. Þýskir bakarar hafa komið við sögu hjá fyrirtækinu en þjóðverjar eru taldir með þeim bestu í brauðbakstri.

Hægt að er að koma og tilla sér niður á kaffistofu og njóta bakkelsins með góðum kaffibolla eða versla bakkelsi til að taka með sér hvert sem ferðinni er heitið.

Opnunartími:

7.00 til 17.00 á virkum dögum.
7.00 til 16.00 um helgar.

Sesam Brauðhús - Handverksbakarí

Hafnargötu 1, 730 Reyðarfjörður

HANDVERKSBAKARÍIÐ

Síðan 2011 hefur Sesam Brauðhús handverksbakarí haft það að leiðarljósi að framleiða úrvals brauð og sætabrauð úr gæðahráefni. Við keppumst við að skapa notalegt andrúmsloft og veita persónulega þjónustu. Bakarameistarar
okkar hafa samanlagða áratugareynslu í framleiðslu á lúxus handunnum bakarísvörum. Við erum handverksbakarí og því er notkun stórra véla takmörkuð. Hér er allt lagað í höndunum eins mikið og hægt er og getum við því með sönnu boðið upp á handbragð meistarans.

Á hverjum degi framleiðum við margar tegundir af brauði. Meðal annars úr súrdeigi sem við lögum frá grunni. Við notum ýmis spennandi hráefni sem við blöndum í brauðin okkar eftir kúnstarinnar reglum. Byggmjöl, rúgkjarnar, sólkjarnar, graskersfræ og spíraður rúgur er aðeins brot af því sem við notum daglega til að gera brauðin okkar algerlega einstök. Til dæmis er byggmjölið sem við notum í okkar vörur, framleitt hjá Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. En það er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Byggmjölið er malað úr heilkorna bankabyggi og hefur því alla sömu næringarfræðilegu kosti.

Einnig bjóðum við upp á sérbrauð eins og glúteinlaus og hveiti / gerlaus.

SÆTABRAUÐIÐ

Við bjóðum líka daglega upp á mikið úrval af sætabrauði. Allt frá smástykkjum eins og sérbökuðum vínarbrauðum, hunangsbollum, hafraklöttum, kanilsnúðum og marsípanstykkjum og upp í stórar tertur með marsípani, súkkulaði, sykurmassa eða þeyttum rjóma.

KAFFIHÚSIÐ

Kíktu endilega í heimsókn við tækifæri og skoðaðu úrvalið af því sem við höfum upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Við erum staðsett að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði.

SESAM Brauðhús er opið er alla virka daga frá 7.30 til 16.30 og laugardaga frá 9.00 til 15.00.  

Verið ávallt velkomin. 

Ásbyrgi veitingar og verslun

Kelduhverfi, 671 Kópasker

Verslunin Ásbyrgi selur allar nauðsynjar, er með léttar veitingar og selur bensín í samstarfi við N1.

Kaktus Espressobar

Vitastígur 12, 101 Reykjavík

Kaktus Espressobar er kaffihús sem býður upp á hágæða ítalskt kaffi og frábært meðlæti. Á Kaktus Espressobar er notalegt andrúmsloft þar sem þú getur notið stundarinnar með kaffibolla. Að auki höfum við gaman af því að blanda hlutunum saman, þannig að við seljum líka kaktus og aðrar fallegar plöntur.

Verið ávallt velkomin til okkar.

Joe and the Juice

Sundlaugavegur 30, 105 Reykjavík

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Klausturkaffi

Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir

Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð og notkun á hráefni af svæðinu s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga auk lítils matseðils.

Einungis er opið fyrir hópa í kvöldverð eða þegar sérstakir viðburðir eru í húsinu.

Veitingastaðurinn rúmar um 50 manns í sæti en að sumri er einnig hægt að sitja úti á verönd. Yfir veturinn er opið kringum viðburði og hægt að fylgjast með því á heimasíðunni þar sem einnig er að finna matseðla. Hópar alltaf velkomnir í fjölbreyttar veitingar eftir samkomulagi. 

Opnunartími:
Apríl og maí, kl. 11-16
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17  

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Sólgarður, 605 Akureyri

Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta. Því hefur safnið stórkostlegt menningarlegt gildi fyrir okkur og komandi kynslóðir.

Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna. Boðið er uppá leiðsögn um safnið, leikhorn fyrir börnin, Smámunabúð með handverki og ilmandi vöfflukaffi á Kaffistofu safnsins. Eyjafjarðarsveit fann safninu stað í Sólgarði, 27 km sunnan Akureyrar. Saurbæjarkirkja, ein af 6 torfkirkjum á Íslandi er rétt við safnið og hægt er að skoða nánar.

1.júní - 15. september er opið alla daga 13:00-17:00

Einnig opið fyrir hópa eftir samkomulagi. 

 

 

 

 

Litlibær

Skötufjörður, 420 Súðavík

Litlibær í Skötufirði er lítið og notalegt kaffihús og safn. Þar er hægt að fá heimabakað bakkelsi og hinar heimsfrægu Litlabæjar vöfflur, kaffi, kakó, te, gos og safa.

Opnunartími:
15.maí til 20.september, alla daga frá 10-18
Finnið okkur á Facebook hér.

 

Litlibær í Skötufirði var upphaflega byggður árið 1894, og hann var í ábúð allt til ársins 1969. Um 20 manns bjuggu í bænum á tímabili.

Túnið er afmarkað af þykkum steinhlöðnum garði. Einstaklega vel hefur verið vandað til allra steinhleðslna. Ábúendur á Litlabæ höfðu lifibrauð sitt af sjávarnytjum ekki síður en landbúnaði.

Meðal tófta sem eru á Litlabæ, er hringlaga tóft sem stendur við veginn, og er hún talin vera mun eldri en aðrar hleðslur á Litlabæ, og var sögð síðan Papar voru hér á landi.

Árið 1999 komst Litlibær í vörslu Þjóðminjasafnsins og var þá ráðist í endurbætur sem er nú lokið.

Bærinn er opinn fyrir gesti og gangandi þar sem hægt er að fá kaffi og vöfflur með hinni margrómuðu Siggusultu og rjóma, ásamt ýmsu handverki.

Rétt fyrir utan Litlabæ má sjá mikið af sel sem gaman er að fylgjast með.Staðsetning: – Skötufjörður í Ísafjarðardjúpi

Aðgangseyrir: Frítt inn, annars fjármagnað með kaffisölu.

Viking cafe guesthouse

Horni, 781 Höfn í Hornafirði

Ef þú ert að leita að hlýlegum og fallegum stað til að gista á Íslandi, þá ættir þú að skoða Víking Cafe & Guesthouse. Þetta fjölskyldurekna fyrirtæki er staðsett nálægt hinu stórkostlega Vestrahorni, einu mest ljósmyndaða fjalli landsins. Þú getur notið útsýnis yfir tignarlega toppa og geislandi fegurð þessa fallega fjalls á dvöl þinni. 

Víking Cafe & Guesthouse býður upp á þægileg og rúmgóð herbergi, auk tjaldsvæðis. Þú getur einnig fengið þér ljúffengan morgunverð á kaffihúsinu, þar getur þú smakkað nýbökuð vöfflurnar okkar ásamt einum rjúkandi kaffibolla. Kaffihúsið hefur einnig spennandi sögu að segja um víkingaöldina og þjóðsögur af svæðinu. Þú getur lært meira um sögu og menningu þessarar landsvæðis frá vinalegu og fróðu starfsfólki.

Kaffi 59

Grundargata 59, 350 Grundarfjörður

Kaffi 59 er lítill einkarekinn fjölskylduveitingastaður og bar við aðalgötu bæjarins.  

Kaffi 59 er í alfaraleið skammt frá Kirkjufellsfossi og býður upp á fallegt útsýni á Kirkjufell.

Á matseðlinum eru hamborgarar, pizzur, djúpsteiktur fiskur og fleira góðgæti.  

Réttirnir á matseðlinum draga nafn sitt af náttúruperlum í umhverfinu bæjarins og ber þá helst að nefna vinsælasta borgarann, Kirkjufellsfoss eða pizzurnar Kirkjufell, Stöð og Helgrindur. 

Á Kaffi 59 er einnig hægt að setjast niður og gæða sér á ís úr vél og köku dagsins. 

Á Kaffi 59 er notaleg fjölskyldustemning innan um heimamenn og ferðamenn.

Ýmsir viðburðir á Kaffi 59 setja litríkan svip á skemmtanalífið í bænum. 

Endilega fylgist með á fésbókarsíðu Kaffi 59 en þar eru ýmsir viðburðir auglýstir sem og opnunartími. 

Ketilkaffi

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri

Gistiheimilið Flúðum

Grund, 845 Flúðir

Gistiheimilið Flúðum og veitingahúsið Grund eru staðsett í hjarta Flúða. 

Gistiheimilið er með fjögur tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna, öll með handlaug og sloppum til afnota fyrir gesti. Tvö baðherbergi með salerni og sturtu. Setustofa með sjónvarpi. Bílastæði og nettenging frí. 

Veitingahúsið er með 50 sætum inni og 30 sætum úti á sumrin. Fjölbreyttur matseðillinn, eitthvað við allra hæfi. Grænmeti er ferskt frá bændum á svæðinu. Lamb, svínarif, hamborgarar, pizzur, pasta, ferskt salat, súpur og fleira. Gott úrval drykkja þar með talið léttvína. 

Tveir sjónvarpsskjáir eru í veitingasal þar sem varpað er upp öllum helstu beinu útsendingum íslenskra sjónvarpsstöðva.

Tilboð sumarið 2020:
- Gisting fyrir tvo, herbergi með sérbaði, morgunmatur innifalinn kr. 12.900. Gildir til 30. september
2020.
- Gisting fyrir tvo, herbergi með sérbaði, morgunmatur innifalinn, golfhringur fyrir 2 á Selsvelli, Flúðum,
kr. 19.900. Gildir til 31. ágúst 2020.

Uppsalir Bar and Café

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Sagan er við hvert fótmál í Aðalstrætinu og eru Uppsalir engin undantekning. Uppsalir standa þar sem Ullarstofan var áður, en Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti.

Á Uppsölum er boðið upp á létta rétti, tertur og eftirrétti, auk fjölbreytt úrval drykkja. Barinn er tilvalinn fyrir móttökur og til að hafa það huggulegt við arineld.

Stúkuhúsið Café / Restaurant

Aðalstræti 50, 450 Patreksfjörður

Stúkuhúsið er notalegur veitingastaður á Patreksfirði sem er staðsettur á mjög góðum útsýnisstað nálægt sundlauginni.

Opnunartíma og aðrar upplýsingar má finna á Facebook síðu Stúkuhússins og á heimasíðunni www.stukuhusid.is.

Á matseðli er lögð áhersla á ferskasta fisk dagsins og að sjálfsögðu íslenska lambið.

Fjölbreyttur matseðill þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, súpur, salöt,bökur o.s.frv.

Heimabakaðar kökur og allar gerðir af ilmandi kaffidrykkjum.

 

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Vegamót

Tjarnarbraut 2, 465 Bíldudalur

Veitingastaður og verslun á Bíldudal

Mosfellsbakarí

Háholt 13-15, 270 Mosfellsbær

Móðir jörð

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu. 

Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 11 - 19:00 alla daga frá 20. júní til 20. ágúst. Utan þess tímabils er opið alla daga frá 11 - 16:00.

Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.

Hjá Góðu Fólki

Syðra-Lágafell, 342 Stykkishólmi

Hjá Góðu fólki er lítið kaffi- og listahús. Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þar er vistvæn ræktun á salati og jurtum og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera húsið okkar hlýlegt og tökum vel á móti öllum sem koma til okkar með úrvals kaffi og heimagerðum mat og bakkelsi. 

Skálinn

Hásteinsvegur 2, 825 Stokkseyri

Veitingar, matvöruverslun og bensínstöð.

Esjustofa

Mógilsá, 116 Reykjavík

Esjustofa er hlýlegt veitinga- og kaffihús sem stendur við Esjuna, eitt vinsælasta útivistarsvæði í Reykjavík.
Það er nærandi fyrir sál og líkama að setjast niður í Esjustofu eftir góða göngu eða útivist við Esjuna. Góðar veitingar eins og heimalöguð tómatsúpa, samlokur kaffimeðlæti, kaldir og heitir drykkir og fleira spennandi.
Hópar !! Hafið samband við Esjustofu áður en þið gangið á fjallið,
allt tilbúið þegar hópurinn kemur niður.
Opið fyrir hópa og salarleigu alla daga.

Safn Jóns Sigurðssonar

Hrafnseyri, Arnarfjörður, 471 Þingeyri

Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri þann 17. júní 2011, var opnuð ný sýning á Hrafnseyri sem hönnuð var af Basalt Arkitektum. Sýningarrýmið var stækkað veruleg og ný sýning hönnuð frá grunni. Um er að ræða sögusýningu, sem segir frá ævi Jóns Sigurðssonar og er upplýsingum komið fyrir á hjúpi úr plexígleri sem liðast líkt og samfellt straumfall úr einu herbergi í annað. Sýningin myndar þannig eina órofa heild upplifunar.

Hjúpurinn er ýmist tær og gegnsær fyrir muni sem búa þar að baki, eða hann þéttist í myndir og texta sem stundjum koma skýrt fram strax undir yfirborði hjúpsins eða liggja dýpra og jafnvel lagskipt með leyndardómsfullum og dramatískum hætti. Þar er spurt til mögulegra áhrifa af nýum menningarstraumum, nýrri tækni, markverðum viðburðum og öðrum áhrifavöldum.

Ókeypis aðgangur

Opnunartími: 1. júní - 8. september
Safn: alla daga 11:00-17:00
Kaffihús: alla daga 11:00-17:00
Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Grái kötturinn

Hverfisgata 16a, 101 Reykjavík

Við erum sérstaklega stolt af brauðinu okkar og pönnukökunum, sem við búum til sjálf frá grunni. Við búum einnig til túnfisksalatið á staðnum eins og hummusinn okkar. Við erum þó líklega þekktust fyrir Trukkinn, sem inniheldur egg, beikon, kartöflur, pönnukökur, tómata í sósu og ristað brauð. Kaffið sem hún Valdís blandar fyrir okkur er líka einstaklega gott. En þú kemst ekki að því hve gott þetta er nema þú prófir! Komdu því endilega í heimsókn til okkar.

Kaffitár - Kringlunni

Kringlan 8-12, 103 Reykjavík

Kaffitár er íslensk kaffibrennsla og rekur fimm kaffihús. Við leggjum áherslu á úrvals kaffi, góðan mat og hlýlegt andrúmsloft. 

Við flytjum inn og ristum okkar eigið kaffi. Við skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfisáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum.  

Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffihúsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið „Kuðungurinn“, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Kaffitár kaffihús eru við Bankastræti, Höfðatorgi Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða og Nýbýlavegi.

Joe and the Juice

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Óbyggðasetur Íslands

Norðurdalur, 701 Egilsstaðir

Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.

Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.

Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn

Búð I, 765 Djúpivogur

Langabúð er reist á grunni eldra húss og þar sem Langabúð stendur hefur verið verslun frá árinu 1589 er Þýskir kaupmenn frá Hamborg hófu verslunarrekstur á Djúpavogi.

Langabúð hýsir safn Ríkarðs Jónssonar, ráðherrastofu Eisteins Jónssonar og minjasafn. Þar er einnig rekið yndælis kaffihús ásamt minjagripasölu.

Hótel Snæfellsnes

Vegamót, Snæfellsnes, 311 Borgarnes

Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu. Herbergin eru hljóðeinangruð og með mjúkri lýsingu, gólfhita, Wi-Fi, sjónvarpi, hárþurrku, katli, skrifborði og stólum. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og eru öll baðherbergin með sturtu. Fallegt útsýni er úr herbergjunum og um að gera að opna gluggann og njóta golunnar sem blæs á Snæfellsnesi. Boðið er upp á aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn.

Á Vegamótum er einnig rekið kaffihús.

Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá Hótel Snæfellsnesi. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma.

Stutt er í allar áttir en Hótel Snæfellsnes er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsness og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.

Iða Zimsen

Vesturgata 2a, 101 Reykjavík

Iða Zimsen er bókakaffi staðsett á Vesturgötu 2a. Hér er hægt að drekka kaffi og skoða bækur og blöð á meðan. Við bjóðum einnig upp á ókeypis þráðlaust internet.

Joe and the Juice

Laugavegur 10, 101 Reykjavík

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Icelandic HorseWorld

Skeiðvellir, 851 Hella

Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt.

Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Opið alla daga frá 09:00 - 18:00

Aðalbakarinn

Aðalgata 28, 580 Siglufjörður

Hafið samband vegna upplýsinga. 

Penninn Café

Bárustígur 2, 900 Vestmannaeyjar

Kaffivagninn

Grandagarður 10, 101 Reykjavík

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og stóð þá á Ellingsenplaninu sem er á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, á þessum tíma var Kaffivagninn vörubíll með yfirbyggðum palli. Fram yfir stríðsárin var Kaffivagninn í eigu Bjarna sem rak hann allan tímann.

Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975.

Kaffivagninn býður upp á úrval hefbundinna íslenskra og skandinavískra rétta auk heitra og kaldra drykkja. Við bjóðum upp á heita drykki frá te og kaffi auk þess að vera með gamla góða uppáhellta kaffið.

Glæsilegur pallur er við austurgafl Kaffivagnsins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.

Hjá Höllu

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Hjá Höllu er í suðurbyggingu flugvallarins, við C hliðin og því opin öllum hvort sem ferðinni er heitið til Evrópu eða eitthvert annað. 
Stutt er í öll brottfararhlið frá þessum stað og því tilvalið að setjast þar niður áður en farið er í flug
Við erum með eldofn á staðnum og bjóðum því upp á eldbakaðar pizzur sem tekur örstuttan tíma að útbúa
Einnig erum við réttina okkar í kælinum þ.e. samlokur, salöt, djúsa, boosta og margt annað hollt.

Hamar Kaffihús

Þverhamar 2a, 760 Breiðdalsvík

Utan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmislegt í boði. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma: 4756625 á afgreiðslutíma eða sendið okkur tölvupóst á póstfangið drangagil@gmail.com.

Grandi mathöll

Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Grandi mathöll er með níu götu bita staði (street food) og er mathöllin staðsett í fiskmarkaðsskemmu á Grandanum.
Staðirnir bjóða upp á frumlega rétti með áherslu á íslenskt hráefni. Þeir flæða mjög vel saman við grænmetisverslun á staðnum og kaffi- og vínbar.
Nálægðin við sjóinn er einstök og alveg eins víst að gestir upplifi löndun á fiski - fiski sem gæti endað á borðum þeirra.
Við viljum vera vettvangur sem stendur fyrir hugsjónir um ferska og hreina íslenska matvöru, einstaka fjölbreytni, umhverfisvænar vörur og heilbrigðan og skemmtilegan lífsstíl.

Fuglasafn Sigurgeirs

Ytri-Neslönd, 660 Mývatn

Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008. Markmið safnsins er að veita fræðslu um fugla, lífríki Mývatns og hvernig Mývetningar nýttu vatnið sér til samgangna og framfærslu. Í safninu eru nánast allir íslenskir varpfuglar ásamt um 100 tegundum af eggjum.
Auk þessa er á sér-sýningu ýmiss búnaður sem heimamenn notuðu við veiðar á Mývatni í gegnum tíðina. 

Opnunartími:
1. júní-31. ágúst: 12:00-17:00 alla daga.
1. sept-31. maí: 14:00-16:00 alla daga.

Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað.

Hestamiðstöðin Sólvangur

Sólvangur, 820 Eyrarbakki

Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.

Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu. 

Bláa Kannan

Hafnarstræti 96, 600 Akureyri

Bláa Kannan kaffihús er staðsett í hjarta bæjarins og opnar á morgnana með nýbökuðu brauði, samlokum og allskonar kruðeríi. Allan daginn er boðið upp á súpu dagsins með nýbökuðu súrdeigsbrauði. Kökur og samlokur eru framreiddar allan daginn ásamt fersku Rubin kaffi. Á kvöldin er róleg kaffihúsa - bar-stemning. 

Bláa Kannan var til margra ára eitt af fáum reyklausu kaffihúsum landsins og því brautryðjandi í þeim málum.

Opið:
mán-fös 9-22
lau-sun 10-22

Þingvellir

Þingvellir, 806 Selfoss

Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.

Sumaropnunartími (júní-ágúst):
09:00 - 20:00

Vetraropnunartími (september - maí):
Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00
Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00

Vakinn

Áskaffi góðgæti

Héðinsminni, Stóru Akravegur, 561 Varmahlíð

Verið velkomin í félagsheimilið Héðinsminni í Skagafirði þar sem Áskaffi góðgæti býður matseðil
fyrir hópa sem eru áhugasamir um að bragða heimilislegan mat.  

Héðinsminni er við hringveginn (þjóðveg nr. 1) í Blönduhlíðinni, um 10 mín akstur frá Varmahlíð þegar ekið er austur um til Akureyrar. 

Um nær tveggja áratuga skeið rak undirrituð kaffistofuna Áskaffi í einu húsa Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ. Í dag er Áskaffi góðgæti í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði.

Ég hlakka til að taka á móti ykkur á nýjum áfangastað þar sem ég mun áfram leggja áherslu á að bjóða góðgæti sem kitlar bragðlaukana í notalegu umhverfi.  

Ýmsar nýjungar verða á boðstólum og um að gera að heyra í mér ef þið hafið áhuga að koma með hópinn ykkar í hádegismat, miðdagskaffi eða kvöldmat. Veitingar þarf að panta með fyrirvara.

Lágmarksfjöldi í hóp er sex manns.  

Verið hjartanlega velkomin í sveitina. 

Nánari upplýsingar á www.askaffi.is 

Kaffi Duus

Duusgata 10, 230 Reykjanesbær

Kaffi Duus var opnað 26. nóvember 1998 sem lítið kaffihús með sæti fyrir um 30 manns en hefur stækkað á undarförnum árum og getur í dag tekið á móti háttí 180 manns. Veitingastaðurinn býður upp á fjölbreyttan og ljúffengan matseðil, frá indverskum sérréttum að hætti kokksins eða ljúffengum sjávarréttum úr gæða hráefni af svæðinu.

Húsið er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina að Berginu sem er lýst upp á kvöldin.

Múlaberg Bistro & Bar

Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri

Múlaberg Bistro & Bar er veitingastaður og kokteilabar staðsettur á Hótel Kea.

Veitingastaðurinn er í hjarta bæjarins og hefur að geyma stórt útisvæði með útsýni til Akureyrarkirkju þar sem gestir sitja oft á góðviðrisdögum. 

Markmið Múlabergs og metnaður liggur í því að koma gestum á óvart í mat og drykk þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemmningu og notalegu umhverfi.

Smáréttir og fjölbreytt steikarúrval spilar stærstan þátt á matseðli Múlabergs þar sem íslensk og evrópsk matargerð mætist.

Á Múlabergi er lifandi kokteilbar þar sem áhersla er lögð á að framreiða flotta og bragðgóða kokteila með skemmtilegum áherslum ásamt því að vínseðillinn státar sig af gríðarlegu úrvali hágæða léttvína.

Hægt er að bóka borð á Múlabergi beint inn á heimasíðunni www.mulaberg.is 

Kanslarinn

Dynskálum 10c, 850 Hella

Veitingastaðurinn og Hótel Kanslarinn er við Þjóðveg 1 á Hellu. Við bjóðum upp á alls kyns mat - hamborgara, pizzur, samlokur, steikur og fiskrétti, ásamt boltanum í beinni og böll öðru hvoru. Góð og notaleg herbergi við allra hæfi.

Kaffi Sumarlína

Búðavegur 59, 750 Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjarðargestrisnin lætur ekki að sér hæða á Búðavegi 59 þar sem Kaffi Sumarlína býður gestum sínum heimalagaðar veitingar eins og þær gerast bestar austur hér. Auk rómaðs austfirsks meðlætis með kaffinu er einnig matseðill i boði í hádeginu og á kvöldin. Hráefni úr heimabyggð er gert hátt undir höfði. Sérréttir í boði fyrir þá sem ekki þola glúten. Kvöldverði á Kaffi Sumarlínu með útsýni yfir fjörðinn er ekki í kot vísað!

Kaffi Sumarlína er opin alla daga frá 11:00-22:00 og matseðillinn í gangi allan daginn frá kl. 11:00 til 20:45 

Laundromat Café

Austurstræti 9, 101 Reykjavík

Í Ágúst 2004 opnaði The Laundromat Café í Elmegade 15 á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.

Hugmyndin er að hægt sé að þvo fötin sín, fá sér að borða, lesa bók, drekka kaffi eða sörfa á netinu í þægilegu og afslöppuðu andrúmslofti.

Í Ágúst 2006 opnaði Laundromat Café í Århusgade 38 á Austurbrú í Kaupmannahöfn.

Í Mars 2011 opnaði Laundromat Café í Austurstræti 9 í Reykjavík.

Í Desember 2011 opnaði Laundromat Café á Gammel Kongevej 96 á Frederiksberg í Kaupmannahöfn.

Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil með heimagerðum mat, kökum, heilsudrykkjum, smoothies, mjólkurhristingum, kaffi, tei, vínum og úrvali af bjór.

Allt borið fram með brosi á vör.

Hér finnurðu gott úrval tímarita og dagblaða og í barborðinu eru 6000 bækur sem þú getur lesið. Hjá okkur getur þú spilað yatzy, kotru, teflt eða spilað á spil.

Í kjallarnum er stórt barnaleiksvæði.


Gistiheimilið Gullsól

Sólberg, 611 Grímsey

Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.

 

Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi.

Þrjú einstaklingsherbergi.

Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns)

Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.

 

Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.

 

Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar.

Frítt WIFI er innifalið í gistingu.

Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota.

Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti.

Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum.

Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.

 

Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi;

Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma.

Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.

 

Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is

Norðurbakkinn

Norðurbakki 1, 220 Hafnarfjörður
Norðurbakkinn býður upp á gott kaffi og frábærar veitingar. Hjá okkur getur þú kíkt í blöðin, gluggað í bækur og upplifað notalega stemningu. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gæða kaffi. Einnig er á boðstólum ýmsar veitingar, léttvín, bjór og vinsælir kokteilar, síðdegiste, kökur og ýmis konar ljúfmeti sem kætir bragðlaukana.

GK Bakarí

Austurvegur 31b, 800 Selfoss

Framsækið bakarí við hringveg eitt í hjarta Selfossbæjar. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr nærsveitum, súrdeigsbrauð og lifandi vöruúrval.

Gunnukaffi

Hafnarstræti 11, 425 Flateyri

Ak-inn Hörgárbraut

Hörgárbraut, 600 Akureyri

Auk bílalúgu þá er hægt að  hægt að njóta þeirra veitinga sem við höfum upp á að bjóða.  Við bjóðum á pylsur, hamborgara, samlokur, ís, shake og bragðref sem og ýmiss góðgætis, tóbaks og drykkja. 

Heimabyggð Kaffihús

Aðalstræti 22b, 400 Ísafjörður

Heimabyggð er umhverfisvænt, grænkera kaffihús í hjarta Ísafjarðar. Kaffihúsið gefur frá sér litríkan og hressandi sjarma þar sem lykt af nýbökuðu súrdeigsbrauði, bakkelsi og fyrsta flokks kaffidrykkjum umvefur þig í. Á matseðli eru réttir sem henta öllum sem gerðir eru frá grunni í eldhúsi kaffihússins og á hverjum degi er nýr réttur dagsins. Á kvöldin er svo gott að tilla sér, hlusta á góða tónlist með einum köldum og popp á kantinum.   

Halldórskaffi

Víkurbraut 28, 870 Vík

Halldórskaffi er notalegur veitingastaður í Vík í Mýrdal í húsi Brydebúðar. Veitingastaðurinn er nefndur eftir Halldóri Jónssyni kaupmanni og má því segja að gamall og góður andi sé í húsinu.
Í boði er fjölbreyttur matseðill við allra hæfi. Súpa dagsins með heimalöguðu brauði, smáréttir, salöt, réttir unga fólksins og fleira gómsætt með afurðum úr heimahéraði. Kaffið er ljúffengt og kökurnar okkar eru heimabakaðar og ísinn úr sveitinni. Við leggjum áherslu á gott íslenskt hráefni, notalegt umhverfi og lipra þjónustu. Gestir okkar geta bæði setið inni og úti, ef veður leyfir, og notið þess að fylgjast með mannlífi í elsta hluta þorpsins.
Halldórskaffi er opið alla daga á sumrin frá kl 11:00 – 23:00. Frá höfuðborginni Reykjavík til Víkur í Mýrdal eru aðeins um 180 km.

Penninn Café

Austurstræti 18, 101 Reykjavík

Prikið

Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Prikið er opið :
Mánudaga til fimmtudaga 08:00 til 01:00 | Föstudaga 08:00 til 04:30 | Laugardaga 12:00 til 04:30 | Sunnudaga 12:00 til 01:00

Te & Kaffi

Smáralind, 201 Kópavogur

Á kaffihúsinu finnur þú allt það besta sem te og kaffiheimurinn hefur upp á að bjóða eins og cappuccino, latte, te, íste, frappó og margt fleira. Gott úrval af girnilegu meðlæti eins og ferskum beyglum, nýbökuðum muffins og girnilegum samlokum. Mjög gott úrval af kaffi- og tevörum frá merkjum eins og Hario, Chemex, Beehouse og Keep Cup. 

Hótel Reykjanes

Reykjanes, 401 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði opnar snemma vors og fram á haust (fer eftir tíðarfari).

Almar Bakarí

Suðurlandsvegur, 850 Hella

Gott bakarí á Hellu. Hlökkum til að taka á móti ykkur í Almars Bakaríi.   

Kaffitár

Borgatún 10-12, 105 Reykjavík

Kaffitár er íslensk kaffibrennsla og rekur fimm kaffihús. Við leggjum áherslu á úrvals kaffi, góðan mat og hlýlegt andrúmsloft. 

Við flytjum inn og ristum okkar eigið kaffi. Við skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfisáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum.  

Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffihúsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið „Kuðungurinn“, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Kaffitár kaffihús eru við Bankastræti, Höfðatorgi Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða og Nýbýlavegi.

Take Off Bistro

Keilisbraut 762, 235 Reykjanesbær

Take Off Bistro er nýr huggulegur veitingastaður á Konvin hótelinu á Ásbrú. Lagður er metnaður í einfaldan og vandaðann matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin. 

Matseðilinn, tilboð og upplýsingar má finna inn á heimasíðu staðarins og samfélagsmiðlum

Happy hour er daglega.

Hægt er að bóka borð með því að hafa samband í gegnum miðla staðarins eða á Dineout appinu.

Bjarnarhöfn Bistro

Bjarnarhöfn, Helgafellssveit, 340 Stykkishólmur
Veitingarstaður með frábæru útsýni og frábærum mat sem er að mestu fenginn úr héraðinu.

Gallerý Pizza

Hvolsvegur 29, 860 Hvolsvöllur

Gallery Pizza er gamall veitingastaður í hjarta Hvolsvallar. Við höfum á boðstólnum fjölbreyttan matseðil á sanngjörnu verði. Á matseðlinum eru okkar ljúffengu pizzur, sallöt, subsamlokur, fiskur, kjúklingaréttir og hamborgarar, einnig bjóðum við upp á kaffi og kökur. Mánudag til fimmtudags er heimilismatur í hádeginu og á föstudögum er pizzahlaðborð.

Við getum tekið á móti hópum stórum sem smáum hvort sem er í pizzahlaðborð eða hvað sem óskað er eftir.

Starfsfólk Gallery Pizza leggur mikið uppúr fljótri og góðri þjónustu í notalegu umhverfi.


Fjalladýrð

Reykjahlíð/Mývatn, 701 Egilsstaðir

Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Brauðbúðin kaffihús - Kristjáns bakarí

Hafnarstræti 108, 600 Akureyri

Kristjánsbakarí á Akureyri er bæði bakarí og kaffihús.

Hjá okkur getur þú tekið með nýbakað brauð og bakkelsi eða sest niður í notalegu andrúmslofti og gætt þér á kaffi og nýbökuðu bakkelsi.

Kristjánsbakarí á Akureyri hefur verið starfandi síðan árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.

Kristjánsbakarí er á tveimur stöðum á Akureyri. Eitt í Hrísalundi sem er rétt við KA völlinn og í Hafnarstræti við hjarta miðbæjarins.

Kaffitár

Nýbýlavegur 12, 200 Kópavogur

Kaffitár er íslensk kaffibrennsla og rekur fimm kaffihús. Við leggjum áherslu á úrvals kaffi, góðan mat og hlýlegt andrúmsloft. 

Við flytjum inn og ristum okkar eigið kaffi. Við skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfisáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum.  

Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffihúsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið „Kuðungurinn“, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Kaffitár kaffihús eru við Bankastræti, Höfðatorgi Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða og Nýbýlavegi.

Hótel Stuðlagil & Stuðlagil INN

Skjöldólfsstaðaskóli, 701 Egilsstaðir

Te & Kaffi

Suðurlandsbraut, 108 Reykjavík

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins og rekstur kaffihúsa.

Á kaffihúsunum okkar, sem eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið,  höfum við fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið okkar bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina okkar.

Við leggjum áherslu á vönduð handbrögð í kaffibruggi og bjóðum upp á ógrynni af ólíkum uppáhelliaðferðum; allt frá uppáhellingu á gamla mátann til aðferða sem gætu auðveldlega átt heima á rannsóknarstofu.

Á Te & Kaffi finnur kaffi áhugafólk eitthvað fyrir sig ásamt góðu meðlæti.

Almar Bakarí

Larsenstræti, 800 Selfoss

Gott bakarí á Selfossi. Hlökkum til að taka á móti ykkur í Almars Bakaríi.  

Kallabakarí

Innnesvegur 1, 300 Akranes

Joe and the Juice

Kringlan 8, 103 Reykjavík

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Salt Café & Bistro

MIðvangur 2, 700 Egilsstaðir

Salt Café & Bistro er veitingastaður og kaffihús í miðbæ Egilsstaða. 

Við bjóðum fjölbreyttan matseðil og mikil gæði. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, pizzur, salöt, tandoori, fiskrétti og steikur.
Við leggjum einnig áherslu á heilsusamlega rétti fyrir fólk með hollan lífsstíl. 

Skoðaðu matseðilinn okkar og fylgstu með krítartöflunni.

Opnunartími er 11:30 – 22:00.

Mathús Grenivíkur ehf.

Túngata 3, 610 Grenivík

Mathús Milli Fjöru & Fjalla er nýr veitingastaður Fagrabæjjar fjölskyldunnar. Mathúsið byggir á heimavinnslunni okkar í Fagrabæ þar sem við seljum sauðfjárafurðir beint frá býli.  

Matseðillinn okkar er einfaldur, beint úr kjötvinnslunni okkar í Fagrabæ. Hann stiður við aðalrétti dagsinns sem eru að finna á krítartöflunni, þar er eftir fremsta megni reynt að hafa árstíðarbundið framboð af kjöt og fisk. Milli Fjöru & Fjalla leggur mikla áherslu á að versla úr héraði, þá erum við með kjöt, fisk, egg og kartöflur beint frá Grýtubakkahreppi. Bjór, kaffi, grænmeti og ís er allt framleitt á eyjarfjarðarsvæðinu ásamt úrval af annari íslenskir framleiðslu.

Viðeyjarstofa

Viðey , 104 Reykjavík

Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Kaffihúsið er opið í tengslum við ferjusiglingar til Viðeyjar. Veitingarstaðurinn er opinn á völdum dögum vegna kvölddagskrárinnar Óður til friðar og jólahlaðborða. Viðeyjarstofu er einnig hægt að bóka fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislur og fjölbreyttar uppákomur.

Café Mílanó

Faxafen 11, 108 Reykjavík

Joe and the Juice

Hagasmári 1, 201 Kópavogur

Joe & The Juice býður upp á fjölbreytt úrval af ferskum djúsum og sjeikum, lífrænt ræktuðu kaffi, gómsætum samlokum og næringarríka Acai skál.

Gamli bærinn Brjánslæk

Brjánslækur, 451 Patreksfjörður

Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur.
Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar.
Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland.

Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.

Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí – september.  

 

 

Berlín

Skipagata 4, 600 Akureyri

Berlín er lítið kaffihús og morgunverðarstaður i miðbæ Akureyrar. Boðið er upp á morgunverð og brunch alla daga. 

Réttur dagsins í hádeginu á virkum dögum úr fersku og góðu hráefni. Gott úrval af kökum og kaffidrykkjum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Morgunverður og brunch er frá kl. 08.00-16.00 alla daga. Opnunartími 08.-18.00

Bókakaffi Bolungarvíkur

Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík

Splúnkunýtt kaffihús búið flottustu vélum og vörum frá Te og kaffi.

Boðið er upp á úrval af kaffidrykkjum, heimabakað bakkelsi/kökur, súpu yfir sumartímann, gjafavöru ofl.

Gegnir einnig hlutverki upplýsingamiðstöðvar fyrir Bolungarvík.

Nauthóll

Nauthólsvegur 106, 101 Reykjavík

Metnaður okkar liggur í fersku, fjölbreyttu og vönduðu hráefni og allur matur er lagaður frá grunni. Við erum meðvituð um umhverfisvernd og sjálfbærni og kaupum allt sem hægt er beint frá býli.

Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri staðsetningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur heilnæmur og fallegur andi og við leggjum sérstaka áherlsu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.

Við gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem lögð er á herðar okkar þar sem við erum staðsett í nánd við eitt helsta útivistarsvæði borgarinnar. Í Nauthólsvík er hægt að upplifa tengsl við náttúruna og sækja hreyfingu, hollan og góðan mat, menningu til að næra andann og síðast en ekki síst eiga góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu.

 

 

Te & Kaffi

Lækjartorg, 101 Reykjavík

Æðislegt kaffihús í Kvosinni í Reykjavík með útisvæði sem tekur yfir 40 manns. Á kaffihúsinu er kaffivél sem var gerð sérstaklega fyrir heimsmeistaramót kaffibarþjóna í Kólumbíu árið 2011. Glæsilegt úrval af girnilegu meðlæti eins og samlokum, beyglum, muffins ásamt því besta sem te- og kaffiheimurinn hefur að bjóða. Stórt útisvæði þar sem notalegt er að sitja úti á sumrin og fylgjast með mannlífinu.

Háma - Háskólatorg

Sæmundargata 4, 101 Reykjavík

Kaffitár

Stórhöfði 17, 110 Reykjavík

Kaffitár er íslensk kaffibrennsla og rekur fimm kaffihús. Við leggjum áherslu á úrvals kaffi, góðan mat og hlýlegt andrúmsloft. 

Við flytjum inn og ristum okkar eigið kaffi. Við skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfisáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum.  

Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffihúsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið „Kuðungurinn“, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Kaffitár kaffihús eru við Bankastræti, Höfðatorgi Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða og Nýbýlavegi.

Hælið - Setur um sögu berklanna

Kristnes, 601 Akureyri

HÆLIÐ setur um sögu berklanna 

Andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og sagan er allt í kring. Áhrifarík og sjónræn sýning um sorg, missi og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi og lífsþorsta.

Opnunartímar:
Júní-ágúst: Alla daga 13:00-17:00
Maí og september: Um helgar 14:00-17:00
Opnum fyrir hópa eftir samkomulagi.

Hraunfossar Restaurant

Hraunsás 4, 311 Borgarnes

Nýr veitingarstaður, kaffihús og minjagripaverslun við Hraunfossa býður ferðafólk velkomið. Bjóðum upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta, kaffi, kökur, ís, heita og kalda drykki. Minjagripir og listmunir til sölu, veitum upplýsingar um svæðið og nágrennið. Stór og góð verönd þar sem gestir geta notið veitinga og náttúrunnar. Seljum veiðileyfi á Arnarvatnsheiði.

Kaffihúsið Hjáleigan Bustarfelli

Bustarfell, 690 Vopnafjörður

Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði . Þar eru hægt að fá ljúffengar þjóðlegar kökur og aðrar veitingar.

Opnunartími: 10:00-17:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.