Fara í efni

Kayak & Puffins

Ferðagjöf

Upplifðu 1,5 klst. siglingu undir leiðsögn milli hraunsins frá eldgosinu og klettaborgarinnar þar sem þúsundir lunda og annara sjófugla búa. Við róum meðfram Heimakletti sem er "þjóðarfjall" Vestmannaeyinga. Heimaklettur er móbergsfjall með græna hettu þar sem þúsundir lunda hafa gert sér holur til að verpa eggjum og ala upp unga sína "lundapysjur". Heimaklettur ásamt Ystakletti og Miðkletti mynda vík sem kölluð er Klettsvík. Klettsvík iðar oft af lífi þar sem sjófuglar sitja á sléttum sjónum og oft má sjá seli sem svamla forvitnir í kringum bátana. Úr Klettsvíkinni er róið í hinn magnaða Klettshelli sem þykir sérstaklega fallegur og litskrúðugur með sérstökum hljómgæðum. Ofan við hellinn má sjá svarfugls ból með fjölda fugla ásamt hreiðrum annara sjófugla. Að þessu loknu er síðan róið til baka sömu leið

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hvað er í boði