Fara í efni

Hundasleðaferðir

10 niðurstöður

Hundasledaskoli Skridhusky

-, 301 Akranes

Skridhusky bíður upp á mjög persónlegar og skemtilega fræðandi hundasleða og hundavagna ferðir.

Erum líka með frábæra mynda- og hundaknús tíma fyrir þá sem vilja eingöngu koma og hitta hundana og fá að taka myndir af sér með þeim :).

Athugið að allar fyrirspurnir eru í gegnum tölvupóst, skridhusky@gmail.com eða senda sms á 777-8088 við sendum ykkur póst ti baka eða hringjum til baka sem fyrst :)

Athugið: Allar bókanir sendast með tölvupósti á skridhusky@gmail.com 

goHusky

Glæsibær, 604 Akureyri

Langar þig að prófa eitthvað öðruvísi? Hvernig væri að kíkja í heimsókn til goHusky og kynnast elskulegum huskyhundum?

Heimsókn: (Petting and pictures)
Við bjóðum ykkur velkomin á heimili okkar þar sem hundarnir búa sem hluti af fjölskyldunni. Husky hundar eru einstaklega vinalegir og finnst gaman að hitta gesti.

Klapp og knús og spjall um hundana yfir kaffibolla.

Tími: ca. ein klukkustund

Gönguferð og heimsókn: (Hiking with husky)
Öðruvísi gönguferð um sveitina okkar. Við útvegum hund, mittisbeisli og taum. Þú kemur í góðum skóm og með góða skapið. Eftir göngu bjóðum við upp á drykki og husky kossa.

Tími: ca. 2 klukkustundir

Sleðaferð: (Dogsledding)
Janúar – mars. Ferð þar sem hundar draga þig á sleða um nærumhverfi okkar. Einstök upplifun. Eftir sleðaferðina bjóðum við upp á drykki í frábærum félagsskap hundanna okkar.

Tími: ca. 2 klukkustundir


Við erum stutt frá Akureyri, aðeins 5 mínútna keyrsla.
Athugið, hver upplifun er "prívat", aðeins fyrir einn hóp í einu og þess vegna þarf að panta tíma fyrirfram.

Nánari upplýsingar og bókanir eru á heimasíðunni okkar, www.gohusky.is . Einnig er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti, gohusky@gohusky.is eða á síðunni okkar á Facebook .

Snow Dogs

Vallholt, 650 Laugar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Husky park

Leiruvegi 2, 162 Reykjavík

Olga Rannveig Bragadóttir

Blómvellir 8, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Dogsledding Iceland

Þingvallasvæðið, Mosfellsbær, 271 Mosfellsbær

Velkomin í heim sleðahunda.

Dogsledding Iceland   bjóða upp á sleðahundaferð allt árið um kring í fallegu landslagi með frábært útsýni og eru ferðirnar farnar á snjó eða landi eftir árstíma.

 Við tökum einungis smærri hópa til að tryggja að upplifunin verði sem best fyrir alla þannig að við mælum með að bóka tímalega og munið að klapp og knús er skilda eftir ferðirnar.

 Ferðirnar okkar eru fjölskylduvænar og fyrir alla aldurshópa.

Aftur á móti getum við tekið við stærri hópum eftir samkomulagi. 

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslenskur dagferðasali staðsettur í Reykjavík sem vottaður er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun. starfsfólk okkar er staðbundið. 

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.