Fara í efni

Safarihestar

Hestaleigan Safarihestar er lítið fjölskyldufyrirtæki starfrækt við suðurhluta Mývatns frá bænum Álftagerði III, 400m vestan við Sel-Hótel Mývatn.

Boðið er uppá eins eða tveggja tíma hestaferðir með leiðsögn vanra og staðkunnugra í fögru umhverfi við Mývatn og nærliggjandi gervigíga þar sem sést yfir allt vatnið. Flestir hestanna eru í eigu fjölskyldunnar og tamdir á bænum, bæði þægir barnahestar og góðhestar fyrir lengra komna. Hægt er að panta í síma 464-4203 eða 864-1121 en einnig er hægt að koma fyrirvaralaust.

Hvað er í boði