Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjórhjóla- og Buggy ferðir
Black Beach Tours
Hafnarskeið 17, 815 ÞorlákshöfnÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!
BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.
- Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið
- Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta.
- Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.
- RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September
- Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum.
- Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða
- Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.
- Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September
- Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.
- YOGA
- Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir.
Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika.
Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Heimilisfang
BLACK BEACH TOURS
HAFNARSKEIÐ 17
815 ÞORLÁKSHÖFN
Hafðu samband
Sími: +354 556-1500
INFO@BLACKBEACHTOURS.IS
WWW.BLACKBEACHTOURS.IS
Mountaineers of Iceland
Skálpanes, 806 SelfossMountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.
Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
Safari Quads
Lambhagavegur 19, 113 ReykjavíkSafari hjól er elsta fjórhjólaleiga landsins og hefur starfað samfleytt frá árinu 2003. Við bjóðum upp á skemmtilegar ferðir í fallegu umhverfi sem henta getu og áhugasviði flestra.
Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í að þjóna allskonar hópum; fyrirtækjahópum, vinahópum og erlendum hópum og við eigum auðvelt með að aðlaga ferðir að hverjum hóp fyrir sig. Við sjáum gjarnan um óvissuferðir þar sem hjólaferðin er hluti af deginum og ef hópurinn er stór skiptum við hópnum upp og bjóðum uppá ýmsa afþreyingu og skemmtun.
Flestir viðskiptavinir okkar hafa ekki ekið hjólum áður og það er eitthvað sem við gerum okkur góða grein fyrir. Við kennum gestum vel á hjólin og förum yfir öll öryggisatriði. Sé þess þörf gefum við okkur tíma í að aka um á hlaðinu okkar til þess að allir fái tækifæri til að venjast hjólunum. Hjólin eru sjálfskipt og afar einföld í notkun svo gestir ná fljótlega góðum tökum á akstrinum.
Activity Iceland
Koparslétta 9, 116 ReykjavíkActivity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land.
Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.
Icelandic Mountain Guides
Klettagarðar 12, 104 ReykjavíkÍslenskir fjallaleiðsögumenn og Arcanum bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.
Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.
Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.
Ferðaúrval:
Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 8 ára.
Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).
Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.
Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.
Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.
Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.
Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.
Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.
Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
Volcano ATV
Strandvegur 65, 900 VestmannaeyjarEldfjallaferð
Komdu með í 1 klst fjórhjólaferð um eldfjallasvæði Vestmannaeyja og upplifðu einstakt útsýni sem eyjan og umhverfið hennar hefur uppá að bjóða.
Í ferðinni verður m.a farið á strandstað Pelagus slyssins og farið á staðinn á nýjahrauni þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svarta myrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst. Einnig verður farið um nýjahraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt.
Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftaná fjórhjólunum þurfa að vera 6 ára eða eldri.
Þessi ferð er undir stjórn leiðsögumanns þar sem þáttakendum stendur til boða að fá vatnsheldan jakka/buxur, hanska og hjálm sem inniheldur búnað til að hlusta á sögur leiðsögumanns þegar stoppað verður á vel völdum sögulegum stöðum.
Local tours ATV
Sandfellshaga 2, 671 KópaskerFjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland.
Smellið á Facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar.
Skipuleggjum fjórhjólaferðir á Norðausturlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum
Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.
Absorb Iceland
Rósarimi 1, 112 ReykjavíkAbsorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.
Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.
Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.
Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
BSÍ Bus Terminal, 101 ReykjavíkReykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
Gray Line Iceland
Klettagarðar 4, 104 ReykjavíkMarkmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.
Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.
Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.
Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.
Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.
Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
EagleRock tours
Arnardrangur, 881 KirkjubæjarklausturVið hjá Eagle Rock erum lítið fjöldskyldufyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref og bjóðum uppá fjörhjólaferðar fyrir smærri hópa ( max 12 manns, 6 hjól). Förum í gegnum margbreytilegt landslag Íslands og endum á svörtum fjörum hjá elsta stálvita landsins.
Einnig bjóðum við upp á fjölbreyttnar jeppaferðar um hálendið. Ef áhugi er til staðar sendið okkur línu og við skipuleggjum ferð fyrir þig
Bjóðum við einnig upp á stutta göngutúra fyrir börn á hestbaki og fyrir fólk að koma niður í hesthús að spjalla við hrossin. Ef um reyndan knapa er að ræða er möguleiki á að fara í skemmtilegan reiðtúr
Katlatrack
Austurvegur 16, 870 VíkKatlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.
Fjórhjólaævintýri
Þórkötlustaðavegur 3, 240 GrindavíkFjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir. Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins.
Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is
Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr:
Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.
Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.
Bragðavallakot
Bragðavellir, 765 DjúpivogurBragðavallakot - sumarhús
Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er boðið upp á gistingu í 2-8 manna sumarhúsum. Húsin er bjálkahús með öllu því nauðsynlegasta sem til þarf til að njóta lífsins á ferð um landið okkar.
Öll húsin eru með ísskáp, örbylgjuofn og helluborði. Grill eru í boði fyrir þá sem það kjósa. Stutt er í alla helstu þjónustu á Djúpavogi eða aðeins um 10km. Fallegar gönguleiðir sem henta vönum sem óvönum ásamt því að möguleiki er á að rekast á húsdýrin á bænum, svosem hænur, endur, kindur, hesta og kanínur. Bragðavellir er friðsæll staður, stutt frá þjóðvegi eitt og kjörið viðkomustaður fyrir fjölskyldufólk á ferð um Austfirði.
Hægt er að staldra við og ganga td að Snædalsfossi sem er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Bragðavöllum, sem er tignarlegur en um leið er umhverfið stórbrotið og friðsælt.
Bragðavellir - Hlaðan veitingarhús
Því miður er veitingarstaðurinn lokaður sumarið 2020, við stefnum á að opna aftur 1. Júní 2021. Hægt er að biðja um tilboð fyrir hópa 20manns eða fleiri meðan lokað er.
Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er að finna notalegan veitingarstað þar sem veitt er persónuleg þjónusta í gamalli hlöðu og gömlu fjósi. Einfaldur matseðill þar sem lögð er áhersla á staðbundið hráefni og heimilislega stemningu.
ATV Ísafjörður
Aðalstræti v Mjósund, 400 ÍsafjörðurATV-Ísafjörður býður upp á fjórhjólaferðir með leiðsögn, þar sem hægt er að upplifa fjölbreytta náttúru í nágrenni Ísafjarðar á öruggan, einfaldan og skemmtilegan hátt í litlum hópum.
Við förum eftir malarslóðum, skoðum og upplifum staði sem erfitt getur verið er að nálgast á annan hátt. Uppi í fjöllunum er stórkostlegt útsýni og hægt að sjá yfir í næstu firði.
Okkar vinsælasta ferð er tveggja tíma ferð en hægt er að sérsníða ferðir fyrir hvern og einn. Hjólin okkar eru tveggja manna og einfalt að aka. Þú færð heilgalla, hjálm, hanska og leiðsögn. Allir sem hafa ökuréttindi geta ekið fjórhjóli og farþegar þurfa að vera 14 ára. Hámarksfjöldi í ferð er 8 manns (4 ökumenn og 4 farþegar).