Fara í efni

Íbúðir

210 niðurstöður

Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun

Helluhraun 15, 660 Mývatn

Eldá, Gistiheimili Mývatni. Ert þú á leiðinni til Mývatns þá bjóðum upp á góða gistingu og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði. Við erum staðsett miðsvæðis í Reykjahlíð, í göngufæri við alla helstu þjónustu.

Reykjavík Central Apartments

Laugavegur 70, 101 Reykjavík

Torfhús Retreat

Dalsholt, 806 Selfoss

Hugmyndin að Torfhús Retreat var að skapa einstakt umhverfi fyrir gesti hvaðanæva úr heiminum til þess að njóta þess besta sem íslenska sveitasælan hefur uppá að bjóða.

Ástríða okkar felst í að færa þessa ramm-íslensku byggingarhefð yfir í nútímann og gera fólki kleift að njóta friðsællar náttúrunnar samhliða öllum nútímaþægindum.

Torfhús Retreat svæðið samanstendur af 25 herbergjum og svítum að auki við Langhúsið, sem hýsir veitingastaðinn, móttökuna og gangverkið.

10 „Torfhús“-svítur sem rúma fjóra, með stuðlabergshlaðinn heitann pott við hvert hús.

15 „Torfbær“-herbergi sem rúma tvo, þar sem hver þriggja herbergja þyrping deilir stuðlabergshlöðnum heitum potti.

Systrakot

Kirkjubraut 3, 460 Tálknafjörður

Frakkastígur 19

Frakkastígur 19, 101 Reykjavík

Fallegar leiguíbúðir á besta stað í Reykjavík.  

Ferðaþjónustan Hafursá

Sólvellir 4, 700 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.

Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.

Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.

Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .

Þjónusta
Gestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.
Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.
Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð. 

Afþreying

  • Ganga um skóginn
  • Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
  • Trjásafnið inn við gróðrarstöð
  • Hengifoss/Litlanesfoss  10 km
  • Hestaleiga 15 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
  • Óbyggðasafnið      25 km
  • Vallanes 10 km  ( móðir Jörð )
  • Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. - 
  • Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni )
  • Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km 
  • Kárahnjúkastífla 75 km.

Welcome Riverside Guesthouse

Þrúðvangur 32, 850 Hella

Welcome Riverside Guesthouse er staðsett á Hellu við bakka Rangár. Það býður upp á sumarhús og íbúðir með eldunaraðstöðu og einnig gestaherbergi. Seljalandfoss er í 34 km fjarlægð.

Sumarhúsin og íbúðirnar eru með séreldhús og sérbaðherbergi. Herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og sameiginlegu baðherbergi. Ókeypis WiFi er til staðar í öllum einingum.

Matvöruverslun er að finna í minna en 500 metra fjarlægð og jarðhitasundlaug er staðsett 300 metra frá Welcome Riverside Guesthouse.

Ókeyps bílastæði eru við hliðina á gistihúsinu. Miðbær Reykjavíkur er í 93 km fjarlægð frá Welcome Riverside Guesthouse. Þorpið Skógar, þar sem finna má Skógafoss, er í 50 mínútna akstursfjarlægð. 

Reykjavík Central Apartments

Ránargata 4, 101 Reykjavík

Lighthouse Apartments

Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Fallegar og vel búnar íbúðir í  miðbæ Reykjavíkur sem henta jafnt fólki í fríi eða viðskiptaerindum. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús, setustofa, borðstofa, baðherbergi, frítt netsamband og flatskjár. Litlar svalir eru í íbúðum á efri hæðum og gestir okkar hafa einnig aðgang að skjólsælum einkagarði þar sem eru borð og stólar. Barnastóll og barnarúm einnig í boði ef óskað er.


Ráðhústorg 1 Akureyri

Ráðhústorg 1, 600 Akureyri
Vel útbúin íbúð fyrir allt að 8 manns með góðum svölum á efstu hæð  á horni göngugötunnar og Ráðhústorgs.  Öll þjónusta, veitingastaðir og verslun í göngufæri.

Í íbúðinni, sem er 108 fermetrar að stærð, eru þrjú svefnherbergi, tvö með tvíbreiðum rúmum þar sem annað er með sér svölum og þriðja svefnherbergið með 4 kojum.

Þessi bjarta og rúmgóðíbúð er með setusvæði, borðstofu og notalegum borðkrók. Svalir eru á tvo vegu í stofu og snúút að göngugötu og að Ráðhústorgi.   Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi sem inniheldur eldavél, ísskáp, örbylgjuofn og uppþvottavél.  Þá er í íbúðinni gasgrill sem hægt er að nota á svölunum. Snyrtilegt baðherbergi með baði og sturtu.  Nýir gluggar með hljóðeinangrandi gleri.    

Internet og AppleTV / Netflix innifalið í leigu.

Ytra Lón Farm Lodge

Langanes, 681 Þórshöfn

Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.

Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...

Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn. 


Við bjóðum upp á:  
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.

Leiðsögn um búið

Heitur pottur

Silungsveiði í lóninu

Skoðunarferðir um Langanesið

Bríetartún 11

Bríetartún 11, 105 Reykjavík

Sæból

Sæból 46 , 350 Grundarfjörður

Húsið er staðsett á horni Grundargötu og Sæbóls í Grundarfirði. Í því eru tvær rúmgóðar íbúðir sem geta tekið við 4-6 gestum hvor. Við vonum innilega að gestum okkar líði vel hér og njóti dvalarinnar í okkar fallega bæ. 

Með því að smella á hlekkina fyrir neðan.

Íbúð 1  

Íbúð 2  

Endilega hafið samband í síma 868-8316 

Gréta. 

Lónsleira íbúðir

Lónsleira, 710 Seyðisfjörður

Ice Apartments

Laugavegur 1b, 101 Reykjavík

Ice Apartments býður upp á frábærar íbúðir í hjarta Akureyrar og Reykjavíkur.

Íbúðir okkar eru glæsilega innréttaðar og bjartar. 

Hver íbúð hefur fullbúið eldhús með ísskáp, eldavél, kaffivél og örbylgjuofni. Íbúðirnar skiptast í eldhús, baðherbergi (með sturtu eða baðkari), stofu sem og svefnherbergi. 

Endilega kíktu á heimasíðuna okkar fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka. 

Fitjateigur, Hnífsdalur

Fitjateigur 3, 410 Hnífsdalur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Viking Cottages & Apartments

Kotabyggð 15-16, 601 Akureyri

Notaleg gisting í stuttri fjarlægð frá Akureyri. Fullkominn staður til þess að njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Akureyri Gilið

Kaupvangsstræti 19, 600 Akureyri

Mjög falleg nýuppgerð 3ja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) með rými fyrir allt að 6 manns. Íbúðin er með frábært útsýni yfir miðbæinn og Pollinn, vel búið eldhús, svefnsófi í stofu, frítt wi-fi og sjónvarp með Netflix. 

Gistihúsið Sæluvík

Bjarg, Sæluvík, 685 Bakkafjörður

Sérstætt hús rétt utan þorpsins Bakkafjarðar, húsið stendur við sjóinn og býður upp á fallegt sjávarútsýni og miðnætursól. Húsið er tveggja hæða og það eru þrjú herbergi, öll á efri hæðinni, ásamt eldhúsi og salerni, sturta er á neðri hæðinni. Hægt er að njóta íslenska dýralífins en það er fuglabjarg stutt frá húsinu og hægt er að heyra fuglasöng nær allan sólarhringinn, ef maður er heppinn getur maður séð Hreindýr og Tófur. Það er veitingastaður og lítil búð inn í Bakkafirði, einnig er náttúrulaugin Selárdalslaug aðeins 20 mínútna akstur. Seinni partinn í ágúst gæti maður séð norðurljósin.

Private house with garden

Tangagata 10a, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

The White House

Bjarkarbraut 19, 806 Selfoss

Í húsinu eru 6 herbergi með svefnplássi í rúmum fyrir 12 manns, 6 baðherbergi, heitur pottur fyrir 12 manns, sér garður og stór verönd.

Einnig leigjum við út allt húsið í einu til hópa, fjölskyldna eða til jafnvel til fundastarfa.

Ava Apartments

Skólavörðustígur 1a, 101 Reykjavík

Frystiklefinn

Hafnargata 16, 360 Hellissandur

Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús, „social hostel“ og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.

Gistiþjónusta Frystiklefans er opin allt árið um kring. Þar er boðið upp á gistingu í sameiginlegum herbergjum, einkaherbergjum og íbúðum. Þá er Frystiklefinn einnig tónleikastaður og bar.

Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 865-9432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is 

Bjarg Apartments / Íbúðargisting í Grundarfirði

Grundargata 8, 350 Grundarfjörður

Lítil og falleg íbúð við sjóinn, heppileg fyrir par, með einu svefnherbergi (erum á Booking)

Falleg hönnun og allur aðbúnaður hinn besti.

Eigðu heima á Bjargi meðan þú dvelur á Snæfellsnesi.

Finndu okkur á booking.com hér .

South Central Country Apartments

Blesastaðir 3, 804 Selfoss

South Central Country Apartment

Falleg tveggja herbergja íbúð í friðsælu umhverfi á suðurlandi. 

Uppábúin rúm fyrir fjóra,í tveimur tveggja manna herbergjum.

Í eldhúskrók er allt sem þarf til að útbúa einfalda máltíð, hella, ískápur og örbylgjuofn. Í íbúðinni er einnig WC, sturta, Wi-Fi-Interneti og flatskjá.

Frá íbúðinni er stutt að heimsækja margar af afnáttúruperlum Suðurlands

Downtown Charm

Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Falleg íbúð, í hjarta Reykjavíkur. Frábært útsýni yfir Austurvöll og miðborgina. Staðsett við hliðina á Alþingi og hótel Borg. Fullkomin staðsetning fyrir þá sem vilja vera í hjarta borgarinnar, þar sem allt er í göngufæri ss. Harpa, Tjörnin, Ráðhúsið og allir helstu veitingastaðir borgarinnar. Gisting fyrir fjóra. 

Íbúð 5-3 (Laugarás Apartment)

Austurbrún 4, 104 Reykjavík

BORG apartments

Nýbýlavegur 44, 860 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Farmer´s Guest House

Meiri-Tunga 1, 851 Hella

Verið velkomin til Farmer‘s Guest House.  Við höfum að bjóða nýlega uppgert hús þar sem allt að 8 manns geta gist.  Einnig höfum við þrjú smáhýsi 40 fm.  Í hverju smáhýsi geta allt að 4 gestir gist. 

Ljósleiðari er tengdur öllum húsum þannig að þar er frítt háhraða WIFI.  Einnig vísum við á heimasíðu okkar www.meiritunga.is til að kanna framboð og þar er einnig hægt að panta gistingu.

Fagrahlíð Guesthouse

Fljótshlíð, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ninna Apartment

Laugavegur 89-94, 101 Reykjavík

Stuðlagil Canyon

Grund, 701 Egilsstaðir

Frændgarður Íbúð

Frændgarður, 565 Hofsós

Notaleg íbúð fyrir fjóra á Hofsósi.

Hafið samband við okkur fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Fermata North

Hólavegur 3, 650 Laugar

Fermata North er gistihús II og er staðsett að Hólavegi 3, 650 Laugar og opið allt árið.

Á neðri hæð er fullbúin íbúð sem hentar fyrir fjóra gesti (tvö svefnherbergi).

Veitingastaður í næsta nágrenni. 

The Barn House

Strandgata 8b, 825 Stokkseyri

Eistök gisting á Stokkseyri.

Ekra Reykjavík

Þingholtsstræti 2-4, 101 Reykjavík

Hótelíbúðir af öllum stærðum og gerðum í hjarta miðbæjar Reykjavíkur.

Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgata 120, 735 Eskifjörður

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.

Öll húsin eru með aðgangi að interneti. 

Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu. 

http://www.mjoeyri.is

Öldubakki

Öldubakki 31, 860 Hvolsvöllur

Welcome Riverside Guesthouse

Þrúðvangur 37, 850 Hella

Welcome Riverside Guesthouse er staðsett á Hellu við bakka Rangár. Það býður upp á sumarhús og íbúðir með eldunaraðstöðu og einnig gestaherbergi. Seljalandfoss er í 34 km fjarlægð.

Sumarhúsin og íbúðirnar eru með séreldhús og sérbaðherbergi. Herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og sameiginlegu baðherbergi. Ókeypis WiFi er til staðar í öllum einingum.

Matvöruverslun er að finna í minna en 500 metra fjarlægð og jarðhitasundlaug er staðsett 300 metra frá Welcome Riverside Guesthouse.

Ókeyps bílastæði eru við hliðina á gistihúsinu. Miðbær Reykjavíkur er í 93 km fjarlægð frá Welcome Riverside Guesthouse. Þorpið Skógar, þar sem finna má Skógafoss, er í 50 mínútna akstursfjarlægð. 

Blue Luxury Apartments

Bergstaðastræti 44, 101 Reykjavík

Hítarneskot

Hítarneskot, 311 Borgarnes

Hítarneskot er gamalt sveitabýli við sunnanverðar Löngufjörur sem gert var upp að innan í ársbyrjun 2015. Húsið tekur 9 manns í gistingu. Hægt er að tjalda við húsið. Aðstaða fyrir hross er við húsið og gerði.

Húsið er stendur við tjörn og er 50 metra frá fjöruborðinu. Mikið dýralíf er á svæðinu, sjófuglar, vaðfuglar, endur, himbrimar og ernir svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að sjá seli.  

Mikið er hægt að gera í nágreni Hítarneskots. Ef gestir koma ekki með hross til útreiða um Hítarnesið og Löngufjörur þá er hægt að fara í gönguferðir, náttúruböð og renna fyrir fisk.

Stutt er í alla þjónustu. Um hálftíma akstur er í Borgarnes og um klukkustundar akstur er í Stykkishólm. Aðeins er eins og hálf klukkutíma aksturs frá höfuðborgarsvæðinu.  

Sigurhæð Apartment

Bogaslóð 4, 780 Höfn í Hornafirði

Krákhamar

Blábjörg, 766 Djúpivogur

Eiðar

Eiðavellir 6 (Vallnaholt 8), 701 Egilsstaðir

Lítið gistihús með 11 herbergjum og 3 íbúðum.

Budget Apartment with ocean view

Sólgata 8, 400 Ísafjörður

Opal íbúðir

Laugavegur 151-155, 105 Reykjavík

Austurey cottages

Austurey 1, 806 Selfoss

Vertu útaf fyrir þig í sex nýlegum bústöðum með glæsilegu útsýni.

Snorra Apartment

Snorrabraut 61, 105 Reykjavík

VERÐLISTI
SUMAR
1 MAÍ- 30 SEPT. 2020

 

FJÖLSKYLDUHERB MEÐ SAM. BAÐH. 2-3 MANNS M. MORGUNMAT, BAÐH. (2 M. FRÁ HERB.)

SATELITE SJÓNVARP, HÁRBLÁSARI, ÍSSKÁPUR,  SUÐUKANNA, SÓFI: 

  • FYRIR TVO: 22.200 KR. MEÐ MORGUNMAT.
  • FYRIR ÞRJÁ: 30.100 KR. MEÐ MORGUNMAT.

HERB. MEÐ SÉRBAÐHERB. M. MORGUNMAT, BAÐSLOPPAR, SATELITE SJÓNVARP, HÁRBLÁSARI, ÍSSKÁPUR, SUÐUKANNA:  

  • FYRIR EINN: 22.600 KR. MEÐ MORGUNMAT.
  • FYRIR TVO:  28.200 KR MEÐ MORGUNMAT
  • FYRIR ÞRJÁ:  32.300 KR. MEÐ MORGUNMAT

BASIC TVEGGJA MANNA HERB. MEÐ MORGUNMAT. SAMEIGINLEGT BAÐHERB.:

  •  20.900 KR. MEÐ MORGUNMAT.

SINGLE HERB. MEÐ MORGUNMAT. SAMEIGINLEGT BAÐHERB.:

  •  16.600 KR. MEÐ MORGUNMAT

 ATH. FRÍTT WI-FI Í ÖLLUM HERB.

 

VERÐLISTI
VETUR
01 OKT.2018 -30.APRÍL 2020

 

FJÖLSKYLDUHERB MEÐ SAM. BAÐH. 2-3 MANNS M. MORGUNMAT, (BAÐH. 2 M. FRÁ HERB.) SATELITE SJÓNVARP, HÁRBLÁSARI, ÍSSKÁPUR, SUÐUKANNA, SÓFI:

  • FYRIR TVO: 16.300 KR. MEÐ MORGUNMAT.
  • FYRIR ÞRJÁ: 22.100 KR. MEÐ MORGUNMAT.

HERB. MEÐ SÉRBAÐHERB. M. MORGUNMAT, BAÐSLOPPAR, SATELITE SJÓNVARP, HÁRBLÁSARI, ÍSSKÁPUR, SUÐUKANNA:  

  • FYRIR EINN: 14.500 KR. MEÐ MORGUNMAT.
  • FYRIR TVO:  18.500 KR MEÐ MORGUNMAT
  • FYRIR ÞRJÁ:  24.300 KR. MEÐ MORGUNMAT

BASIC TVEGGJA MANNA HERB. MEÐ MORGUNMAT. SAMEIGINLEGT BAÐHERB.

  •  14.800 KR. MEÐ MORGUNMAT.

SINGLE HERB. MEÐ MORGUNMAT. SAMEIGINLEGT BAÐHERB.

  •  11.500 KR. MEÐ MORGUNMAT.

 ATH. FRÍTT WI-FI Í ÖLLUM HERB.

 

ÞÚ FINNUR OKKUR Á INSTAGRAM MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Northern Comfort Apartments

Skipholt 15, 105 Reykjavík

Þriggja stjörnu gistiheimili með 6 stúdíóíbúðum. 

Helstu kostir

  • Á gististaðnum eru 6 íbúðir, reykingar eru bannaðar.
  • Bílastæði með sjálfsafgreiðslu (aukagjald). Einnig eru ókeypis bílastæði hinum megin við götuna og í nágrenninu.
  • Flugvallarrúta báðar leiðir. Allar ferðarútur sækja farþega til okkar og skila þeim heim.
  • Þrif daglega
  • Farangursgeymsla. Hægt er að geyma farangur fram að innritunartíma, sem er kl. 15.
  • Engin móttaka, gestir fá kóða þegar þeir bóka og geta nálgast lyka í forstofunni.

Nágrenni

  • Nálægt Hlemmi og stutt í verslun, veitingastaði  og þjónustu.
  • Bónusverslun í næsta húsi, Krónan í nágrenninu.
  • Ásmundarsafn (1,4 km).
  • Laugardalslaug (1,7 km).
  • Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (2 km).
  • Grasagarðurinn í Laugardal (2 km).
  • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (2,3 km).

Hreðavatn

Hreðavatn 30 (F2109234), 311 Borgarnes

Fallegt sumarhús á góðum stað við Hreðavatn. Stór pallur og góður pottur er í sumarhúsinu með glæsilegu útsýni. Fullkomið fyrir fjölskyldur sem vilja eiga notalega stund saman. 

Heima Holiday Homes

Hraunvellir, 804 Selfoss

Heima Holiday Homes eru 8 stakar svítur fyrir allt að fjóra. Allar svíturnar eru stúdíó íbúðir í stökum húsum. Sér stæði fyrir hvert hús og pallur. Svíturnar eru rúmgóðar og bjartar. Setustofa og bar í móttöku. Barinn opinn framá kvöld, hentar vel fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Allar svítur hafa:
Eldhús með helluborði, ofni, ísskáp og uppþþvottavél, hitaketill og pressukanna fyrir kaffi.
Rúmgott baðherbergi með sturtu
Hjónarúm (Sum hús hafa tvær dýnur , sum hús hafa eina stóra dýnu)
Svefnsófi sem rúmar tvo
Borðkrókur með fallegu útskýni
Baðvörnur frá Sóley organics
Uppábúin rúm og handklæði

Húsin okkar eru orkusparandi og umhverfisvæn, sérstaklega hljóðeinangruð svo kyrrðin ræður ríkjum.

Við erum staðsett á Skeiðum, mitt á milli Selfoss og Flúða. Í nágrenni eru helstu náttúruperlur Suðurlands, Gullni hringurinn, Þjórsárdalurinn, Landmannalaugar, suðurströndin o.fl.
Veislur og einkasamkvæmi - Gerum sértilboð fyrir hópa
Í öllum húsunum okkar er háhraða ljósleiðara nettenging, smart sjónvarp með inniföldum Netflix aðgangi.

Skipalækur

Fellahreppur, 701 Egilsstaðir

Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.

GISTING Í HERBERGJUM

Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.
FLOKKUR I
Herbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- og
eldunaraðstaða með 6-10 manns
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.
FLOKKUR II
Fjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
FLOKKUR III
Herbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjum
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin

Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.

SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.

Nortia Luxuary apartments

Hrunamannavegur 3, 845 Flúðir

Fullbúnar fallegar og notalegar 63 m2 íbúðir á Flúðum

- Gisting fyrir 4 í hverri íbúð
- Fullbúið eldhús
- Rúmgott baðherbergi með sturtu
- Flatskjár/Tv
- Wifi
- Svalir við hverja íbúð með garðstólum og borði

10 mínúótna ganga í secreet lagoon, 3 mín í sund, fullt að frábærum veitingastöðum , gönguleiðum , 3 mínótna akstur á golfvölinn á Seli og fl. 

Felicia´s Flat

Skólavörðustígur 35, 101 Reykjavík

BSG apartments

Engjavegur 75, 800 Selfoss

BSG apartments in Selfoss is a good choice of stay for family and friends. You can choose from BSG Villa or BSG Studio flat. The Villa is 90 s.m. with 3 bedrooms for up to six persons and the Studio flat 23 s.m for two people.

Selfoss is the capital of South Iceland and nicely located for visitors to explore the Icelandic nature and culture nearby. 

Eiríksgata 9

Eiríksgata 9, fnr.200-8854, 101 Reykjavík

Icelandic HorseWorld

Skeiðvellir, 851 Hella

Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt.

Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Opið alla daga frá 09:00 - 18:00

Bakki HI Hostel & Apartments / Farfuglaheimili

Eyrargata 51-53, 820 Eyrarbakki

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Heidas Home

Hverfisgata 102, 101 Reykjavík

Gistihúsið Narfastöðum

Reykjadalur, 641 Húsavík

Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar.

Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi.

Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.

Skúrinn

Varmahlíð, 861 Hvolsvöllur

Gistiheimilið Súlur

Þórunnarstræti 93, 600 Akureyri

Þórunnarstræti 93, Akureyri er opið allt árið. Gisting í 1-4 manna herbergjum, sem öll eru með baðherbergi, einnig er sjónvarp á herbergjum og þráðlaus nettenging. Húsið er mjög vel staðsett en það tekur 2 mínútur að labba í sund og 10 mínútur að ganga í miðbæinn.

 Endilega hafið samband við okkur í gegnum mailið okkar gulavillan@nett.is

Sólgarður Apartments

Garðavegur 14, 530 Hvammstangi

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Reykjavik Residence Hotel

Hverfisgata 45, 101 Reykjavík

Reykjavik Residence er nýr og glæsilegur kostur í íbúðagistingu í miðbæ Reykjavíkur, í virðulegu húsi sem gert hefur verið upp frá grunni. Staðsetningin gæti vart verið betri með allar helstu listisemdir borgarinnar við hendina. Hentar bæði fjölskyldum og einstaklingum, hvert sem erindið er til borgarinnar.

HH Gisting

Hellisholt 2, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið er í Sveitarfélaginu Hornafirði, um 35 km austur af Jökulsárlóni, rétt við þjóðveg 1. Fallegur skógarlundur liggur til austurs og stórbrotin fjalla- og jöklasýn er til norðurs. Höfn er 25 km í austur frá okkur.

Castle House Luxury Apartments

Skálholtsstígur 2a, 101 Reykjavík

Þriggja stjörnu gistiheimili með 6 tveggja herbergja íbúðum og 2 stúdíóíbúðum

Helstu kostir

  • Á gististaðnum eru 8 íbúðir, reykingar eru bannaðar
  • Bílastæði með sjálfsafgreiðslu (aukagjald) og ókeyps bílastæði í nágrenninu
  • Þrif daglega
  • Hægt er að geyma farangur fram að innritunartíma, sem er kl. 15
  • Gestir fá kóða þegar þeir bóka og geta nálgast lyka í forstofunni.
  • Á besta stað í miðbænum en utan skarkala næturlífsins

Nágrenni

  • Í hjarta Reykjavíkur, við hliðina á Listsafni Íslands við Tjörnina, bak við Fríkirkjuna
  • Flest bestu veitingahúsin, söfnin, verslanirnar og skemmtistaðirnir í göngufæri

Gistiheimilið Galtafell

Laufásvegur 46, 101 Reykjavík

Sögufrægt hús á besta stað í borginni, íbúðagisting en einnig er boðið upp á á gistingu í eins og tveggja manna herbergjum. Ókeypis bílastæði við húsið, frítt netsamband í hverju herbergi. Persónuleg og vinaleg þjónusta allan sólarhringinn.

Perla Norðursins Íbúðir

Möðruvallastræti 5, 600 Akureyri

Vandaðar Íbúðir í hjarta Akureyrar í rólegu íbúðarhverfi með fallegu útsýni yfir Pollinn.

Sérhver íbúð er með velútbúnum gistirýmum fyrir allt að sex manns, m.a. með nettengingu, sjónvarpsflatskjá, þvottaaðstöðu og aðgengi að góðum garði. Í næsta nágrenni er að finna Sundlaug Akureyrar, Lýstigarðinn, leiksvæði fyrir börn, veitingahús, matvöruverslun, leikhús og Menningarhúsið Hof. Tilvalin gisting m.a. fyrir fjölskyldur, hópa, skíðafólk og listunnendur. 

Vinsamlega hafið samband með tölvupósti til að bóka gistingu hjá okkur á info@inspiration-iceland.com 

Til að heimsækja okkur á Facebook, smellið hér .

Acco Luxury Apartments

Ráðhðústorg 5 / Skipagata 2, 600 Akureyri

Norðheimar

Norðurgata 4, 801 Selfoss

Notaleg gisting á suðurhorni landsins.

Kvíhólmi

Syðri-Kvíhólmi, 861 Hvolsvöllur

Kvíhólmi býður upp á nútímalegar og þægilegar íbúðir staðsettar á milli Hvolsvallar og Víkur, með Seljalandsfoss og Skógafoss í nokkurra mínútna akstursfjarlægð. Þessi staðsetning er mjög góð til að ferðast frá til þess að skoða áhugaverði staði á Suðurlandi. Kvíhólmi er aðeins 2,1 km frá þjóðvegi 1, en þar má njóta góðs útsýnis til fjalla, til Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja. 

Íbúðirnar eru allar með sérinngangi, ókeypis bílastæði og ókeypis framúrskarandi Wifi.  

Fullbúinn eldhúskrókur sem búinn er m.a. örbylgjuofni/ofni, ísskáp, brauðrist, helluborði, uppþvottavél, kaffivél og katli.  

Þægileg rúm, rúmföt og handklæði eru innifalin, svo og hárþurrka og fleira. 

Mörg áhugaverð kennileiti og aðrir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu eða innan 10 mínútna til klukkutíma aksturs, eins og t.d. Seljalandsfoss, Skógafoss, Skógasafn, Sólheimajökull, Reynisfjara og Vestmannaeyjar (ferjan) og í dagsferðir,
Jökulsárlón og Demantaströnd, Gullni hringurinn og Þingvellir.   

Nýja Pósthúsið

Vestmannabraut 22 B, 900 Vestmannaeyjar

Íbúðirnar í Nýja Pósthúsinu eru fullbúnar 28 til 38 fermetrar að stærð. Í öllum íbúðum er sér baðherbergi, fullbúið eldhús, eldhúsborð, stofa og svalir. Í íbúðunum eru annað hvort tvíbreið rúm eða tvö einbreið rúm ásamt svefnsófa í stofunni. 

Í stofunni er líka snjallsjónvarp með aðgang að Netflix. Við bjóðum gestum okkar að sjálfsögðu upp á frítt WiFi.

Í Nýja Pósthúsinu hafa gestir okkar aðgang að sameiginlegu rými þar sem er setustofa og klakavél, aðgangur að geymslu þar sem t.d. er hægt að geyma hjól eða golfsett, og svo bjóðum við upp á stærsta sólpall Vestmannaeyja.

Steinhúsið gistiheimili

Höfðagata 1, 510 Hólmavík

Steinhúsið 1911 er skemmtilegur og fallegur gistimöguleiki í fyrsta steinsteypta húsinu á Hólmavík á Ströndum. Á Hólmavík er bæði stutt í alla helstu þjónustu og óspillta náttúru. Tilvalinn staður til að slappa af eða fara í dagsferðir út frá og koma heim til Steinhússins, sumar, vetur, vor og haust.

City Comfort Apartments

Laugavegur 103, 101 Reykjavík

Góð íbúðagisting í hjarta borgarinnar. Íbúðir bjóða upp á öll helstu þægindi, m.a. fallega setustofu og vel búið eldhús.

Reykjavík Central Apartments

Mýrargata 26 (íbúð 0502), 101 Reykjavík

South Central Apartments

Brautarholt, 804 Selfoss

South Central Apartments

Íbúðirnar eru fallegar 30m2 stúdíóíbúðir með gistimöguleika fyrir fjóra og hafa allt sem þarf fyrir indæla dvöl.

Í íbúðunum eru uppábúin rúm (tvíbreitt rúm og kauja), eldhúskrókur og öll áhöld sem þarf til að útbúa ljúfenga máltíð. Helluborð, ískápur og örbylgjuofn. Í hverri íbúði er WC, sturta, Wi-Fi-Internet og flatskjár.

Frá íbúðunum er fallegt útsýni til Vörðufells. Sundlaug í göngufæri og stutt að heimsækja margar af afnáttúruperlum Suðurlands.

Innritun er einföld og sjálvirk, gestur bókar og fær íbúðarnúmer ásamt aðgangskóða í tölvupósti.

 

Suðurgata

Suðurgata 7, 101 Reykjavík

Garður Apartments

Skagabraut 62A, 251 Suðurnesjabær

Einstakt gistiheimili sem býður upp á þrjár studio íbúðir fyrir 2-3 manns, einn sumarbústað fyrir 6manns og stóra efri hæð í húsi fyrir 8manns. 

Útsýni liggur yfir sjó, hestagirðingar og Garðskagavitana tvo. 

Röstin veitingarstaður er í 5mínútna göngufæri og Keflavíkurflugvöllur er aðeins 10mínútur ef keyrt er. 

Komdu og njóttu með okkur! Við tökum glöð á móti þér.

Geldingsá, íbúðagisting

Geldingsá, Svalbarðsströnd, 606 Akureyri

Ætlar þú að ferðast um landið okkar í sumar ?

Við erum með sérstakt sumarverð fyrir þig .Það felur í sér gistingu í tvær nætur, með uppábúin rúm og innifalin þrif á 29,900 kr og aukanóttin 9900 kr. Greiða þarf 20% staðfestingargjald við bókun og gildir tilboðið allt sumarið 2020. Við bjóðum frábæra staðsetningu til útivistar og er öll þjónusta í næsta nágrenni. Báðar íbúðirnar eru rúmgóðar og vel tækjum búnar með þvottavél, þurrkara, hárþurrku, útigrilli , vel útbúnu eldhúsi og ókeypis Wi-Fi .Hvor íbúð er með svefnaðstöðu fyrir 5 til 6. Önnur íbúðin er með heitum potti á verönd. Erum rétt utan við Akureyri, 10 mínútna akstur frá miðbæ.

Bókist á arholtehf@gmail.com
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja Jói og Ari

Eiðhús apartments

Eiðhús, 311 Borgarnes

Alfred´s Apartments

Vitastígur 11, 101 Reykjavík

Alfred's Apartments bjóða gistingu í 8 íbúðum í á rólegum stað miðbæ Reykjavíkur. Íbúðirnar eru allar vel búnar, m.a. með ókeypis nettengingu, sjónvarpi, öryggishólfi og öllum helsta húsbúnaði.

Sunnuhlid houses ehf.

Sunnuhlíð, 606 Akureyri

Frábær staðsetning í faðmi náttúrunnar en þó örstutt frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands.

Góð gisting í tveimur íbúðum og þremur litlum húsum.

Böðvarsgata 3

Böðvarsgata 3, 310 Borgarnes

Breiðamýri

Breiðamýri, 650 Laugar

Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við.

Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur. 

Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin.

Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum.

Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum. 

Hótel Framtíð

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.

Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.

Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.

Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.

Skjálfandi apartments

Stóragarði 13 , 640 Húsavík

Skjálfandi apartments er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel á Húsavík. Það er staðsett miðsvæðis í bænum og í göngufæri frá höfninni.
Í boði er fullbúin studió-íbúð, tveggja svefnherbergja íbúðir og deluxe tveggja manna herbergi.  

Íbúðagisting Hamratúni Akureyri

Hamratún 6 & 4, 600 Akureyri

Við erum ekki hótel en uppábúin rúm, handklæði , frítt þráðlaust net og lokaþrif eru hluti af okkar staðalbúnaði.

Við bjóðum bjartar, rúmgóðar og vel útbúnar orlofsíbúðir með fallegu útsýni yfir golfvöll Golfklúbbs Akureyrar og upp í Hlíðarfjall. Íbúðirnar hafa sérinngang og gistirými fyrir 7 fullorðna. Matvöruverslun og leikvellir í næsta nágrenni.

Akureyri og nágrenni hefur upp á fjölmargt að bjóða í afþreyingu og útivist, sumar jafnt sem vetur. Góður kostur fyrir frí með fjölskyldu eða vinum þar sem þú getur sameinað afslöppun og ævintýri.

Íbúðirnar eru reyklausar og gæludýr eru ekki leyfð.

Tveggja nátta lágmarksdvöl.

Litli hvíti kastalinn

Aðalgata 17, 230 Reykjanesbær

Litli hvíti kastalinn bíður upp á tvær nýlegar Stúdíó íbúðir í fögru umhverfi og göngufæri frá aðal veitinga og verslunargötu Keflavíkur/Rnb.  Einungis 6 mínútna akstur er frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Litli Hvíti Kastalinn rekur auk þess ferðaskrifstofu, sér um bókanir og bíður upp á ferðir á alla helstu ferðamannastaði landsins.

Í Stúdíó-íbúð 1 er boðið upp á gistingu fyrir 3 fullorðna í þægilegum rúmum í opnu rými.   Ungbarnarúm er einnig í boði án aukagjalds.   Í íbúðinni er eldhúskrókur þar sem útbúa má minni máltíðir t.d. morgunverð og meðal búnaðar þess er örbylgjuofn, ísskápur, brauðrist, hita-ketill og einnar hellu spanhelluborð.

Stúdíó-íbúð 2 er staðsett í bakgarðinum og er hún afar vel útbúin með þægindi í huga.  Íbúðin bíður upp á gistingu fyrir 2 fullorðna í þægilegu tvíbreiðu rúmi og ungbarnarúm er einnig í boði án gjalds.   Íbúðin er útbúin  með fullbúnu eldhúsi og sér svefnherbergi.  Baðherbergið er útbúið með sturtu og er innangengt úr svefnherbergi.  Auk búnaðar sem Stúdíó 1 bíður upp á er í boði skóburstunarvél, BlueTooth hátalari, skrifborð og full eldunaraðstaða.

Báðar íbúðir eru með sér inngang og verönd, útbúnar með Smart-TV með yfir 200 rásum til að velja úr.  Rúm beggja íbúða eru útbúin þægilegum dínum og hágæða rúmfatnaði.  Baðherbergin eru útbúin með sturtu og meðal staðalbúnaðar er hársápa, hárnæring, bómullarpúðar, tíðatappar, hárblásari, eyrnapinnar, sloppar, handklæði og þvottaklútar.

Háhraða WiFi fylgir að sjálfsögðu báðum íbúðum. Heitur pottur/Jacussi er í bakgarði Litla Hvíta Kastalans og er gestum velkomið að njóta hans án gjalds. Reiðhjól eru einnig í boði án gjalds og auk þess njóta gestir Litla Hvíta Kastalans afsláttar á vinsælustu veitingastöðum bæjarins.

Í litla Hvíta Kastalanum leitumst við ekki einungis eftir að bjóða upp á gistingu, heldur auk þess frábæra upplifun í fallegu umhverfi.

 

Helgi magri orlofsíbúð

Helgamagrastræti 30, 600 Akureyri

Notaleg orlofsíbúð miðsvæðis á Akureyri, þar sem leitast er við að mynda heimilislegt andrúmsloft fyrir gestina. Íbúðin er tveggja herbergja og skiptist í svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og stofu með þægilegum sófa þar sem tveir geta sofið. Eldhúsið er með flestum þægindum og baðherbergið er með sturtu. Gæludýr eru ekki leyfð.

Íbúðinni fylgja sængurföt, internettenging, tölva er í íbúðinni og eigið bílastæði.

Frábær staðsetning í rólegu hverfi, við hliðina á Davíðshúsi, innan við fimm mínútna gangur er í Sundlaug Akureyrar, í miðbæinn eða á Glerártorg. 

Hellnafell Guesthouse

Hellnafell, 350 Grundarfjörður

Húsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni 😉

Stay Einholt

Einholt 2, 105 Reykjavík

Einholt Apartments er nútímalegt, vel búið íbúðahótel með 20 íbúðum af nokkrum stærðum og gerðum sem rúma frá 2 upp í 8 gesti hver. Hverri íbúð fylgir m.a. vel búið eldhús, baðherbergi, frítt þráðlaust netsamband og ókeypis bílastæði.

Arctic Nature Hótel

Eyravegur 26, 800 Selfoss

Arctic Nature Hotel er nútímalegt íbúðahótel í hjarta Selfoss sem gerir það að fullkomnum stað til þess að kanna alla þá einstöku náttúrustaði sem finna má á Suðurlandi.

Vallanes

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Í Vallanesi er boðið uppá gistingu í hjarta staðarins fyrir 2-4 í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 9-18 alla daga yfir sumartímann. 

Móðir Jörð – verslun og veitingar er opið frá apríl – október og býður lífrænt ræktað grænmeti, heilsu og sælkeravörur auk þess sem tekið er á móti hópum.  

 

 


Bjarkarholt

Barðastrandarvegur, 451 Patreksfjörður

Gistihúsið getur hýst vel 30 manns, 16 í húsum og 14 í svefnpokaplássi. Bjarkarholt er staðsett á Vestfjörðum í miðri Barðastrandasýslu við Mórudal.

Gistihúsið er um 16 km í vestur frá ferjuhöfninni á Brjánslæk og um 40 km frá Patreksfirði.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hoepfners húsið

Hafnarstræti 20, 600 Akureyri

Hoepfners húsið er einstakur gististaður í sögufrægu húsi sem er staðsett í hjarta Akureyrar, elsta hluta bæjarins og aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá miðbænum. Þar má finna margar heillandi byggingar, söfn, veitingastaði, menningarhús og verslanir. 

Hoepfners húsið var byggt árið 1911 og heitir eftir eiganda þess og byggingaraðila Carl Hoepfner. Húsið er gamalt verslunarhús og var eitt af síðustu stóru timburhúsunum sem reist var á Akureyri þar sem steinsteypa tók við frá þessum tíma. Húsið var notað sem verslun frá 1911 og fram á tíunda áratuginn. Húsið er friðað og mikilli alúð hefur verið gætt við uppgerð og viðhald þess. 

Fjórar rúmgóðar íbúðir eru í húsinu og bjóða allar upp á nútímaleg þægindi, hver og ein með sínum einstaka karakter og sögulega stíl. Fullbúið eldhús er í öllum íbúðunum og er hver íbúð með hjónaherbergjum, sérbaðherbergi, stofu með snjall sjónvarpi og ókeypis WIFI. Reykingar eru bannaðar og gæludýr ekki leyfð í íbúðunum. Vinsamlegast bókið á eftirfarandi vefsíðum:

https://kjarnalundur.is/apartments-akureyri/
Booking.com - Hoepfner Historical House
Airbnb.is - Hoepfner Historical House 

House On The Hill

Fiskhóll 11, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Langholt 2

Langholt 2, 801 Selfoss

Country Dream - Langholt 2 er gististaður að Laugardælum. Ókeypis einkabílastæði eru á staðnum.

Til staðar eru flatskjár með gervihnattarásum og geislaspilari. Í sumum gistieiningunum er setusvæði, gestum til þæginda. Sum herbergin eru með útsýni yfir fjallið eða garðinn. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á Country Dream - Langholti 2.

Sameiginleg setustofa er á gististaðnum.

Guðrúnargata 6 kjallaraíbúð

Guðrúnargata 6, 105 Reykjavík

Notaleg íbúð með sérinngangi í grennd við Klambratún í göngufæri frá Laugaveg og miðbænum. Íbúðin er í kjallara hússins og er hún mjög vel útbúin öllum þægindum.

Fyrir nánari upplýsingar og bókanir, hafið samband beint við okkur.
 

Nest Íbúðir

Bergþórugata 15, 101 Reykjavík

Guðrúnargata 6 íbúð 201

Guðrúnargata 6, 105 Reykjavík

Notaleg heimagisting í grennd við Klambratún í göngufæri frá Laugaveg og miðbænum. Íbúðin er í efri hæð hússins og er íbúðin mjög vel útbúin.

Fyrir nánari upplýsingar og bókanir, hafið samband beint við okkur. 

Hverinn

Kleppjárnsreykir, 320 Reykholt í Borgarfirði

Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner.

Tjaldsvæðið

Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla.

Verð 2019:
Fullorðnir: kr. 1.500,-
Fritt fyrir 13 ára og yngri
Rafmagn: kr. 1.000,-
Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti
Þurrkari: kr. 500,- hvert skipti
Hobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,-

Hobbitahús

Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti. 

Herbergi 

5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi.

Íbúð

Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi. 

Heitir pottar og sundlaug

Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.

Slow Travel Mývatn

Þúfa, Mývatn, 660 Mývatn

Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.

Strandgata 9 , íbúð 201

Strandgata 9, 600 Akureyri

Þriggja herbergja nýstandsett íbúð á annarri hæð á besta stað í miðbæ Akureyrar. Stofa, borðstofa og eldhús (með uppþvottavél) í einu rými. Svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, herbergi með einbreiðu rúmi og í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Stórar svalir fylgja þar sem kvöldsólin skín og litlar suðursvalir. Sturta og klósett, þráðlaust net og sjónvarp.

Hægt er að bóka íbúðina hjá Hótel Kjarnalundi, info@kjarnalundur.is, sími: 460-0060 

Sif Apartments

Bríetartún 4 & 9, 105 Reykjavík

Glæsilegar lúxusíbúðir í nýju húsi á besta stað.

www.sifapartments.is 
Sími: 550 8900

Hömluholt ehf.

Hömluholt, 311 Borgarnes

Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta.

Hömluholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600 m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54. 5 mínútna reiðleið er á Löngufjörur frá Hömluholti.

Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna  herbergi á neðri  hæðinni.  Á efir hæðinni  er svefnloft  með þremur rúnum.  Einnig herbergi með 3 rúmum.

Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö  önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi. 

Úr húsunum er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur og einnig eru í boði stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, þ.á.m. 1-3 klst reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi með möguleika á að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf.

Hömluholt frá öðru sjónarhorni 

Frystiklefinn Hostel og menningarsetur

Hafnargata 16, Rifi, 360 Hellissandur

The Freezer Hostel & Apartments býður uppá gistingu og menningarviðburði allt árið um kring.

Eiðar - Hostel & Apartments

Hraungarður 2, 701 Egilsstaðir

Eiðar - Hostel & Apartments

Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum.

Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu.

Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu.

Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin.

Eiðar - Sögufrægur staður

Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000.

Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum.

Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments.

Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum.

Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.

The Swan House - Reykjavík Apartments

Lindargata 34-36, 101 Reykjavík

The Swan house er íbúðahótel, innréttað í fallegum stíl og með öllum þeim nauðsynjum sem þurfa þykir.

Þar er boðið upp á mismunandi stærðir íbúða, frítt net, sameiginlega þvottaaðstöðu, dagleg þrif og margt fleira. Ekki má svo gleyma frábærri staðsetningu í hjarta Reykjavíkur.

Hlökkum til að sjá þig.

Þóristún

Þóristún 1, 800 Selfoss

Hótel Þóristún er staðsett í einu af gömlu húsum Selfoss meðfram árbakkanum. Húsið var endurnýjað árið 2014 en hefur haldið sínum gamla sjarma. Íbúðirnar okkar eru staðsettar miðsvæðis, á rólegum stað beint á móti kirkjunni. Fjölbreytt úrval góðra vetingastaða í göngufæri. 

Þóristún íbúðirnar bjóða upp á 5 íbúðir með eldunaraðstöðu og vel búið eldhús.

Hrímland Apartments

Strandgata 29, 600 Akureyri

Kaupvangsstæti 19 Íbúðagisting

Kaupvangsstræti 19, 600 Akureyri

Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, annað herbergið er með tvíbreiðu rúmi en hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Í stofunni er svefnsófi. Í íbúðinni eru rúmin uppábúin, þráðlaust net og sjónvarp ásamt öllum helstu nausynjum. Ofan á heildarverð bætist þrifakostnaður.

Silva

Syðra-Laugaland, 601 Akureyri

Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 km fjarlægð. Hvert sem litið er blasir við stórkostleg náttúrufegurð Eyjafjarðarsveitar.

Tveir bústaðir eru 30 fermetrar, með einu svefnherbergi með 2 hágæða uppábúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, stofu með flatskjá og svefnsófa og einu rúmi sem hægt er að afmarka með skilrúmi. Einnig er eldhúskrókur í stofunni með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Gólfhiti er í öllum herbergjum í húsunum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.  

Þriðji bústaðurinn er 40 fermetrar, með tveimur svefnherbergjum, einu með hjónarúmi og einu með kojum. Í báðum herbergjum eru granddýnur frá Ragnari Björnssyni eins og í hinum húsunum. Baðherbergið er með sturtu, stofan með flatskjá og svefnsófa og rúmgóðum eldhúskrók með eldavél (með bakaraofni), ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Húsið er með veggofnum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.

Sameiginlegur heitur pottur með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum. Greiðfært er til Akureyrar alla daga ársins. Hægt er að óska eftir barnarúmum. Ókeypis bílastæði við húsin. Morgunverður í boði. Frítt WiFi. Móttaka frá kl 15:00 – 23:00. Húsin þarf að losa kl 11:00 á brottfarardegi.

Veitingaþjónusta fyrir gistigesti.

Sólbakki 6

Sólbakki 6, 425 Flateyri

Húsið stendur á Sólbakka rétt utan Flateyrar, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Flateyri og Önundarfjörð.  Það er staðsett nokkur hundruð metra utan við Flateyri. Staðsetning hússins er einstök þar sem nýtur stórfengslegs útsýnis yfir þorpið og yfir allan fjallasal Önundarfjarðar, með fjallið Þorfinn í öndvegi.

Húsið er 200 fm, vel útbúið með svefnpláss fyrir 8 manns. Á neðri hæð hússins er eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými, auk þvottahúss og baðherbergis sem sturtu. Svalir eru út frá borðstofu. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (tvö þeirra stór með 3 rúmum) og baðherbergi með sturtu.  Gróinn garður umlykur húsið, þar er garðskýli með gasgrilli. Lítill lækur leggur leið sína meðfram húsinu vestanmegin. 

Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenni Flateyrar og boðið er upp á þjónustu göngu gæda, þar sem því verður komið við. Stuttur akstur er yfir á Holts bryggju, sem er vinsæll viðkomustaður.

 

 

Finnið okkurá Facebook hér.

Kornmúli

Kornmúli, 371 Búðardalur

Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur,
bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti.

-Fullbúið eldhús-Heitur pottur
-Rúmar allt að 6 gesti
-Þrjú tveggjamanna herbergi öll með baðherbergi

-Eitt herbergið er með aðgengi fyrir hjólastóla
-Frítt WiFi
-Sjónvarp með aðgengi að sjónvarpi símans
 

Sumarhúsin Signýjarstöðum

Signýjarstaðir, 320 Reykholt í Borgarfirði

Til leigu snotur sumarhús með heitum potti, öll leigð út með uppábúnum rúmum. 

Kerbyggð

Kerbyggð, 805 Selfoss

Sumarhúsin eru 5 og eru staðsett við Gullna hringinn á Suðurlandi, 2 km frá Kerinu. Boðið er upp á nútímaleg hús með ókeypis WiFi, fullbúnu eldhúsi og einkaverönd með fjallaútsýni.

Húsin eru öll 93 m3 með uppábúnum rúmum , handklæðum og baðsnyrtivörum.

3 herbergja fjölskylduhúsin eru með 1 stóru hjónaherbergi og 2 minni herbergjum (rúm fyrir 6 manns), 1 stóru baðherbergi . Það er ekki heitur pottur í þeim.

Svítuhúsin eru með 2 stórum herbergjum (rúm fyrir 5 manns ) 2 baðherbergjum og heitum nuddpotti á verönd.

Báðar hústýpurnar eru að öðru leyti sambærilegar með fullkomnu eldhúsi , borðstofu og stofu með fallegum húsgögnum.

Í eldhúsi er kaffi og te , salt og pipar og olífuolía.

Það er góð nettenging í húsunum og sjónvarp og þráðlaus hátalari.

Lokaþrif er innifalið í þessu verði.

Þetta er í raun eins og að koma á hótel , allt er tilbúið við komu og svo kemur starfsfólk frá okkur eftir dvöl og þrífur húsið.

Gistihús Tangahús Borðeyri

Borðeyri, 500 Staður
Eigendur Ferðaþjónustunnar Tangahúsi á Borðeyri bjóða þig velkomin(n).  Það að gista og dvelja í einu minnsta þorpi á Íslandi, sem á sér þó merka sögu gerir ferðina eftirminnilega.  Á Borðeyri er hægt að njóta náttúrunnar í hvívetna.  Staðsetning Tangahúss er sérstaða þess.  Það stendur svo til í fjöruborðinu og með slíka nálægð við dýralíf fjöru og sjávar er alltaf eitthvað spennandi að gerast.  Friðsemd og kyrrð ríkir og  og hið nýja hugtak "hægur ferðamáti" (e: slow travel) á vel við á þessum stað.  Engir umferðarhnútar á götum og nóg af súrefnisríku lofti til að anda að sér.  Tangahús er reyklaus gististaður og eigendur þess vinna að því að fá umhverfisvottun. 
Í boði er:  uppbúin rúm, svefnpokapláss, barnarúm, mjög gott gestaeldhús búið öllum helstu tækjum, setustofa,  sjónvarp,nettenging, góður bókakostur, sturtur, þvottavél/þurrkari, hjólageymsla og góð aðstaða til fuglaskoðunar.
Það verður vel tekið á móti þér.

Inni - gistiíbúðir

Frumskógar 3, 810 Hveragerði

Níu notalegar og fallegar íbúðir í kyrrlátu og grónu umhverfi í hjarta bæjarins. Íbúðirnar eru fullbúnar og gestir hafa aðgang að útisvæði með heitum potti og gufubaði.

Allar íbúðirnar eru hannaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Blómabærinn Hveragerði hefur upp á að bjóða ótrúlega fjölbreytta möguleika til útivistar, heilsuræktar og slökunar. 

 

 

Gistiheimilið Bergistangi

Bergistangi, 524 Árneshreppur

GISTIHEIMILIÐ BERGISTANGI

Boðin er gisting í tveimur húsum; Annars vegar tvö rúmgóð herbergi á jarðhæð í íbúðarhúsi eigenda með þremur rúmstæðum hvort. Sameiginlegur inngangur er með íbúð eigenda á annarri hæð. Sameiginlegt fyrir þessi tvö hergbergi, snyrting, lítið eldhús. 

Hins vegar er gisting í frystihúsi, sem var byggt í tengslum við sláturhús á staðnum, og var notað sem slíkt í þrjátíu ár. Tímarnir breytast og svo er komið árið 1992, að ekki er lengur þörf fyrir frystihús. Fyrir nokkrum árum réðust eigendur hússins, í að breyta því í gistihús. Í húsinu eru þrjú herbergi, notuð fyrir gistingu. Kojur eru herbergjunum, sem eru misstór, átta kojur í stærsta herberginu og sex í hvoru hinna tveggja, samtals tuttugu. Í kojunum, sem eru á tveimur hæðum, eru góðar dýnur. Handlaugar eru í herbergjunum. Snyrting er einnig í húsinu. Rúmgott eldhús er og mjög góð eldunaraðstaða . 

Húsið hefur verið vinsælt fyrir hópa og einstaklingar gista þar líka.

Miðtún

Miðtún 2, 861 Hvolsvöllur

Lárperla

Grundargata 78, 350 Grundarfjörður

Notarleg tveggja herbergja íbúð á jarðhæð. Svefn aðstaða fyrir allt að 7 manns. Aðgangur að heitum potti með frábæru útsýni út á fjörðinn og á Kirkjufellið. 

Hér er hægt að skoða íbúðina. 

Endilega hafið samband í síma 868-8316. 

Gréta. 

Gistihúsið við fjörðinn

Aðalstræti 26, 470 Þingeyri

Gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri er vel staðsett, fyrir alla þá sem hugsa sér að skoða Vestfirði. Góð aðstaða fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum. Fullkomin eldunaraðstaða og sturtur.
Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Þar er íbúð sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum.
Gistihúsið er reyklaust.
Hundar eru ekki leyfðir nema með sérstöku samkomulagi.

Íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða og gott aðgengi er fyrir hjólastóla í íbúð 1. 

Blábjörg Resort

Gamla Frystihúsið, 720 Borgarfjörður eystri

Blábjörg Resort er staðsett í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika allt árið um kring. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir. 

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst. 

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gisitheimilið hefur uppá að bjóða 11x lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x lúxus hótel herbergi með sérbaði og útsýni yfir fjörðinn, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar fjórar. Þar af eru 2x studio íbúðir með sjávarsýn, 1x 2-svefnherbergja íbúð og 1x 3-svefnherbergja íbúð. 

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 

Dima studio apartments

Víkurbraut 2, 780 Höfn í Hornafirði

Íbúðargisting á Höfn í Hornafirði

Vinssamlegast hafið samband fyrir bókanir og nánari upplýsingar. 

Ocean beach apartments

Kumbaravogur, 825 Stokkseyri

Þessi gististaður er í 4 mínútna göngufæri frá ströndinni Ocean Beach Apartments býður upp á gistirými á Stokkseyri. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna.

Öll gistirýmin eru með flatskjá með gervihnattarásum. Eldhúskrókur með brauðrist og ísskáp er til staðar. Helluborð og hraðsuðuketill eru einnig í boði. Ókeypis einkabílastæði eru á staðnum og rúmfatnaður er til staðar.

Gestir geta stundað ýmiss konar afþreyingu á borð við golf og gönguferðir. Keflavíkurflugvöllur er í um 1 klukkustundar akstursfjarlægð frá Ocean Beach Apartments. 

Down Town Kef

Aðalgata 18, 260 Reykjanesbær

Down Town Kef er hlýleg og þægileg stúdíóíbúð í miðbæ Keflavíkur. Sérinngangur og ókeypis bílastæði fyrir framan húsið. Örstutt á Keflavíkurflugvöll.

Bjarg Borgarnes

Bjarg, 310 Borgarnes

Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.

Óðinsvé Apartments

Skólavörðustígur 7, 101 Reykjavík

10 lúxusíbúðir til leigu, á tveimur mismunandi stöðum. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir. 

Upplifun undir jökli

Hellnar, Kjarvalströð 3-5, 356 Snæfellsbær

Á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls eru falleg og vel útbúin heilsárshús sem gjarnan eru kölluð norsku húsin enda byggð í norskum stíl. Staðsetningin og útsýnið eru óborganleg yfir hafið og Snæfellsjökul. 

Dægradvöl:

Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvum á Snæfellsnesi.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu, bæði er hægt að fara í stuttar gönguferðir niður í fjöru og fá sér kaffi og fiskisúpu á hinu fræga Fjöruhúsi, hægt er að skoða klettinn Valasnös og labba upp í gegnum hinn fræga helli Baðstofuna. 

Við Hellna er ein af frægari gönguleiðum landsins yfir á Arnarstapa, þessi gönguleið er 2,5km og er flestum fær.

Möguleikarnir á skemmtilegum dagleiðum á bíl eru óþrjótandi á svæðinu, hvort sem fólk vill fara uppá jökul í vélsleðaferð, fara á hestaleigur, skoða hella, heimsækja Ólafsvík, Grundarfjörð eða Stykkishólm.

Húsin:

Húsin eru 2 Kjarvalströð 3 -5, stærð húsanna er um 90 fm. Neðri hæðin skiptist í opið eldhús, borðstofu og stofu, á efri hæð eru 3 svefnherbergi og sjónvarpshol með svefnsófa.

Húsin eru vel búin með ljósleiðaratengingu, glæsilegum húsgögnum, vel búnu eldhúsi með kaffivél, uppþvottavél og góðum búnaði til eldamennsku.

Alls geta allt að 8 manns gist í hvoru húsi fyrir sig, því er þetta kjörið fyrir hópa allt að 16 manns að koma saman.

Reykjavík 4you íbúðir

Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík

Heiðmörk íbúðir

Heiðmörk 17-19, 755 Stöðvarfjörður

Tvær leiguíbúðir í rólegu umhverfi í litla, fallega bænum okkar. Báðar íbúðirnar eru með sér inngang og fyrir allt að fjóra gesti. Útsýni er fallegt til fjalla og eins út á sjó. Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenninu.

Keflavík Micro Suites

Hafnargata 65, 230 Reykjanesbær

Welcome Riverside Guesthouse

Þrúðvangur 34, 850 Hella

Welcome Riverside Guesthouse er staðsett á Hellu við bakka Rangár. Það býður upp á sumarhús og íbúðir með eldunaraðstöðu og einnig gestaherbergi. Seljalandfoss er í 34 km fjarlægð.

Sumarhúsin og íbúðirnar eru með séreldhús og sérbaðherbergi. Herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og sameiginlegu baðherbergi. Ókeypis WiFi er til staðar í öllum einingum.

Matvöruverslun er að finna í minna en 500 metra fjarlægð og jarðhitasundlaug er staðsett 300 metra frá Welcome Riverside Guesthouse.

Ókeyps bílastæði eru við hliðina á gistihúsinu. Miðbær Reykjavíkur er í 93 km fjarlægð frá Welcome Riverside Guesthouse. Þorpið Skógar, þar sem finna má Skógafoss, er í 50 mínútna akstursfjarlægð. 

Stay Bolholt

Bolholt 6, 105 Reykjavík

Einholt Apartments er nútímalegt, vel búið íbúðahótel með 50 íbúðum af nokkrum stærðum og gerðum sem rúma frá 2 upp í 8 gesti hver. Hverri íbúð fylgir m.a. vel búið eldhús eða eldhúskrókur, baðherbergi, frítt þráðlaust netsamband og ókeypis bílastæði.

B14 Skólavörðustígur

Skólavörðustígur 10, 101 Reykjavík

Vel skipulögð og frábærlega vel staðsett íbúð í hjarta Reykjavíkur.

Eitt svefnhverbergi, fullbúið eldhús, baðherbergi með baðkari og stofa með svefnsófa. Þaðan er gengt út á svalir sem snúa út á Skólavörðustíg með útsýni að Hallgrímskirkju. Svefnpláss er fyrir fjóra. Hægt að bæta við ungbarnarúmi ef óskað er.

Í næsta húsi er Super1 matvöruverslunin sem er opin allan sólarhringinn og bak við húsið er stórt bílastæði.

Gistiþjónusta Sunnu

Holtagata 10, 520 Drangsnes

Gistiþjónusta Sunnu er lítið og þægilegt gistiheimili þar sem í boði er lítil en rúmgóð stúdíóíbúð á neðri hæð. Sérinngangur er að íbúðinni og er allt aðgengi gott. Í íbúðinni eru rúm fyrir tvo ásamt ungbarnarúmi og dýnum ef óskað er. Eldhúsaðstaðan er með tveimur eldunarhellum og örbylgjuofni ásamt öllum borðbúnaði. Í íbúðinni er sjónvarp og einnig fylgir gasgrill. Á salerni og sturtu er innangengt úr íbúðinni. Ekki er boðið upp á morgunverð. 

Drangsnes er lítið þorp við norðanverðan Steingrímsfjörð u.þ.b. 30 km norðar en Hólmavík. Í nágrenni Drangsness er margt að skoða, má þar til dæmis nefna Malarhorn og Kerlinguna innan bæjarmarkanna og einungis er um klukkustundargangur upp á Bæjarfell ofan Drangsness þar sem útsýnið yfir Steingrímsfjörð og Húnaflóa er engu líkt. Í mynni Steingrímsfjarðar er Grímsey og þangað er boðið upp á ferðir yfir sumartímann. Á Drangsnesi er ný sundlaug með heitum potti, vaðlaug og eimbaði.

Í nágrenninu má finna áhugaverð söfn, til að mynda Galdrasafnið á Hólmavík og Kotbýli Kuklarans við Klúku í Bjarnarfirði. Íslenskri sauðfjárrækt er svo gerð góð skil á Sauðfjársetri á Sævangi.

Select Residences

Sóleyjargata 37, 101 Reykjavík

Gistiheimilið Malarhorn

Grundargata 17, 520 Drangsnes

Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).

Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina. 

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Forsæla Apartmenthouse

Grettisgata 33b, 101 Reykjavík

Hvammur

Hvammsvík, 276 Mosfellsbær

Á Hvammsvík eru þrjú nýuppgerð lúxushús. 

Á staðnum er stórbrotin náttúra. Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.

6 Hrafnar

Hrafnagilsstræti 6, 600 Akureyri

6 Hrafnar ehf. bjóða heimilislega gistingu á besta stað á Brekkunni á Akureyri. Stór íbúð sem hentar stórum fjölskyldum eða hópum. Staðsetningin er fullkomin, 3 mínútna gangur í sund, 5 mínútur í lystigarðinn og 5 mínútur í miðbæinn. 
Íbúðin er á tveimur hæðum og telur 3 svefnherbergi, stóra stofu þar sem einnig má koma fyrir dýnum, stórt eldhús með öllum búnaði, baðherbergi og svalir með heitum potti.
Á jarðhæðinni er stórt aukaherbergi með sérinngangi, sér baðherbergi og sturtu sem getur leigst með íbúðinni ef þörf er á enn meira plássi. Innangengt er milli íbúðar og aukaherbergis.

Móra guesthouse

Skálholt, Krossholti Barðaströnd, 451 Patreksfjörður

Gisting í tveim íbúðum og húsi með sér heitum potti

Litla-Krossholt: er fyrir 5 manns
Stóra-Krossholt: er fyrir 7 manns
Ægisholt : sér hús með heitum potti, tekur 6-8manns Hnit: 65.521362, -23.400947 (65° 31.282'N, 23° 24.057'W)
ISN93: 296.611, 565.208

 Aðrar vörur: landnámshænu egg, lambakjöt og hangikjöt. 

Bergshús

Hafnarstæti 1, 425 Flateyri

Virðulegt timburhús byggt 1905, staðsett við höfnina á Flateyri.

Húsið var byggt 1905 af Bergi Rósinkranssyni og var því upphaflega kallað Bergshús. Húsið hefur líka borið önnur nöfn sem lýsa notkun þess og eignarhaldi; Læknishúsið, Forstjórahúsið, Rafnshús og Ástralía – ekki af því að Ástralía hafi átt það, heldur vegna þess að húsið var á tíma verbúð sem hýsti ástralskar verkakonur. Það ætti kannski bara að heita Vilhelmínuhús eftir konu Bergs, það var hún sem lét byggja þetta hús.

Núverandi eigendur - nokkrar samhentar fjölskyldur sem búa fyrir sunnan en elska að vera á Flateyri - hafa endurnýjað tvær aðalhæðir hússins, og endurheimt sjarma þessa virðulega húss. Eftir eru endurbætur í risi og á ytra byrði. Húsið er rúmgott, neðri hæðin að mestu opið rými fyrir eldhús/stofu/borðstofu með mikill lofthæð. Uppi eru fjögur svefnherbergi, tvö þeirra mjög stór. Baðherbergi með sturtu eru á báðum hæðum. Svefnpláss fyrir 8 manns. Garður umlykur húsið á tvo vegu, og það er heitur pottur í palli bakvið hús, þar er einnig gasgrill.

Fjaran og höfnin, hjarta Flateyrar, er aðeins 30 metra í burtu. Örstutt labb á Bryggjukaffi þar sem fiskisúpan slær alltaf í gegn og á Vagninn, sem er afslappað veitingahús og krá, þar sem oft koma fram frábærir listamenn, haldin eru “bar-gisk" og fleira skemmtilegt brallað.  

Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenni Flateyrar og boðið er upp á þjónustu göngugæda, þar sem því verður komið við. Stuttur akstur er yfir á Holts bryggju, en þar er hvít strönd sem er vinsæll viðkomustaður.

 

Finnið okkur á Facebook hér.

Kartöflugeymslan

Langatorfa, Svínafell, 785 Öræfi

Kartöflugeymslan, The Potato Storage, er lítið fjölskyldurekið gistiheimili í Svínafelli í Öræfum. Stutt er í Skaftafell, Ingólfshöfða, Fjallsárlón og Jökulsárlón. Í húsinu eru 5 íbúðir til útleigu, 4 stúdíóíbúðir og ein fjölskylduíbúð með einu svefnherbergi. Hver íbúð er með sérinngang, eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Hægt er að fá aukabedda eða barnarúm ef ferðast er með barn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Black Beach Suites

Norður Foss, 871 Vík

Hótelíbúðir staðsettar við Reynisfjöru. 

Hótel North

Leifsstaðir 2, 600 Akureyri

Rekstur íbúða og hótels við Akureyri.

Undiraldan - a bed in paradise

Ránargata 8, 710 Seyðisfjörður

Undiraldan býður upp á gistingu í þremur fallegum húsum á Seyðisfirði. Öll eiga þau sameiginlegt að áhersla er lögð á fallega hönnun og smáatriðin. Góð aðstaða þar sem þægindi eru í forgrunni.

Báran, Stúdíó við sjóinn
Við sjóinn norðan megin á Seyðisfirði bjóðum við upp á stúdíó með frábæru útsýni yfir fjörðinn. Það tekur aðeins 7-10 mínútur að ganga í miðbæinn frá Bárunni þó að tilfinning sé að maður sé kominn aðeins út fyrir bæinn. 

Í svefnherberginu er stórt tvíbreitt rúm. Að auki er sófarúm með íslensku ullardýnunni frá RóRó í stofunni. Rýmið er einfalt, notalegt og einstakt. Vel búið eldhús með ofni, eldavél og allt sem þarf til að undirbúa góða máltíð er á staðnum. 

Stúdíóið er tilvalið fyrir pör eða vini. Hámarksfjöldi er þrír.

Sæberg - gamli skólinn á Eyrum
Sæberg er á Seyðisfirði í 7 km fjarlægð frá miðbænum. Húsið þjónaði sem skóli þegar þorp var á Eyrunum til ársins 1960. Það hefur nú verið endurgert og fengið nútímalega hönnun með öllum nútíma þægindum. Útsýnið svíkur engann á einstökum stað. Tilvalinn staður fyrir fuglaunnendur og hvalir & forvitnir selir eru oft á sundi fyrir utan gluggann. Kýrnar og kindurnar frá bænum gætu líka kíkt í heimsókn.

Á svefnlofti er tvíbreitt rúm og tvíbreiður svefnsófi í stofunni, arinn og vel búið eldhús með eldavél, ofni, kaffivél og öllu sem þarf til að undirbúa máltíð.

Baðherbergi með sturtu. Þráðlaust net og Bluetooth hátalari. Sæberg rúmar 2-4 manns - en rýmið er ekki stórt og hentar ekki fjórum fullorðnum en er tilvalið fyrir pör, tvo vini og fjölskyldur.

Lágmarksdvöl er 2 nætur.

Steinholt - gamli tónlistarskólinn
Njóttu þess að vera í hjarta Seyðisfjarðar í nýuppgerðri íbúð í gamla tónlistarskólanum, Steinholti. Gengið er inn af stórri verönd sem hægt er að njóta meðan á dvölinni stendur. Íbúðin býður upp á vel búið eldhús og þægileg rými. Á neðri hæð er stórt svefnherbergi fyrir 2-5 manns. Hjónarúm og 1-2 einbreið rúm, hægt er að bæta einu einbreiðu rúmi í stofu á efri hæð. Gólfhiti er í íbúðinni á báðum hæðum. Þvottavél/þurrkari (í einni vél) er á staðnum og baðherbergið er með sturtu. Hlý hönnun og fagrir litir taka á móti gestum Steinholts. Tilvalið fyrir pör, fjölskyldur eða vinahóp.

Fáðu BESTA verðið með sveigjanlegum skilmálum þegar þú bókar beint www.undiraldan.is - öll þrjú húsin í boði í „bóka núna“ ferlinu.

Vökuland guesthouse & wellness

Vökuland, 601 Akureyri

Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla.

Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni.

Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu.  Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu.  Heitur pottur og grill er til afnota fyrir gesti. 

Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar.  Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum.

Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.

Upplifðu tónbað / tónheilun / yoga í fallega mongólska Eagles North kyrrðarhofinu hjá Vökuland wellness. Haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), tónbaði og tónheilun fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring.  Kristalskál, tíbeskar og inverskar tónskálar, gong og fleiri fagurlega hönnuð hljóðfæri hjálpa til við að komast í djúpslökun í andlega bætandi ferðalagi.  Hver stund er í 1–1,5 klst. Og 10 – 12 manns komast í einu í hofið.  Hægt er að panta gistingu á staðnum í hlýlegri og vel útbúinni íbúð.  Til að bóka tíma fyrirfram er haft samband við Sólveigu í info@eaglesnorth.is

Auðsholt 2

Auðsholt 2, 845 Flúðir

Auðsholt 2 er á bökkum Hvítár í Hrunamannahreppi. Þar er hús sem hægt er að leigja í heild sinni og er aðstaða fyrir allt að 6 gesti i. Húsið hefur stóran pall með grilli og dásamlegum heitum potti.

Laugavegur 83

Laugavegur 83, 101 Reykjavík

Nes Residence

Látraströnd 54, 170 Seltjarnarnes

55m2 lúxusíbúð á rólegum stað með útsýni yfir borgina og sundin. Stórt svefnherbergi, sérbaðherbergi með gólfhita, fullbúið eldhús, rúmgóð stofa og borðstofa, þvottavél og þurrkari, innifalin nettenging og Netflix-aðgangur. Einkabílastæði. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana

Vaðlaborgir 17

Vaðlaborgir 17, 601 Akureyri

Til leigu fallegt hús í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri.

Gistirými fyrir 8 manns í þremur svefnherbergjum.Heitur pottur.Glæsilegt útsýni yfir Akureyrarbæ og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Bella Apartments & Rooms

Austurvegur 35, 800 Selfoss

Bella Apartment & Rooms er nýtt og glæsilegt hótel í hjarta Selfossbæjar. Hótelið býður upp á gistingu í 15 herbergjum ,4 lúxús tveggja herbergja íbúðum og 1 penthouse íbúð.  Öll herbergin eru fallega innréttuð, björt og rúmgóð með sér baðherbergi, sjónvarpi og ókeypis nettengingu.

Tveggja herbergja lúxus íbúðirnar eru einstaklega vel hannaðar með tveimur svefnherbergjum, einu stóru baðherbergi, þvottavél og þurrkara, rúmgóðu eldhúsi, stofu með svefnsófa og stórum svölum.

Hver íbúð er með svefnpláss fyrir allt að 7 manns.

Penthouse lúxus íbúðin er með frábæru útsýni, tveimur svölum, 1 svefnherbergi og með gistirými fyrir allt að 6 manns. Hún er búin með fullbúnu eldhúsi, uppþvottavél og einu stóru baðherbergi.

Bella Apartments & Rooms er kjörinn staður til að vera á meðan dvöl þinni stendur á Íslandi því Selfoss er miðsvæðis fyrir margt á Suðurlandinu. Stutt er að fara á helstu ferðamannastaðina og einungis 40 mínútna akstur til Reykjavíkur. Þú getur farið í fullkomna dagsferð frá hótelinu allan ársins hring.

Nálægt hótelinu eru verslanir og veitingastaðir, sundlaug með rennibrautum, hestaleigur og margt fleirra. Bella er tilvalin staðsetning fyrir fjölskyldur til að vera og kanna hvað Selfoss og nágrenni hefur uppá að bjóða.

Sendið okkur tölvupóst: booking@bellahotel.is  og fáið nánari upplýsingar um hótelið og verð hjá okkur. Vinsamlegast hafið samband við info@bellahotel.is  vegna verðlista og stærri bókana.

Natura

Hólavegur 1, 650 Laugar

Natura býður gistingu í 3 nýjum íbúðum (alls 12 rúm) á Laugum í Reykjadal. Íbúðirnar eru allar vel búnar, m.a. með ókeypis nettengingu, sjónvarpi, eldunaraðstöðu, þvottavél og sérbaðherbergi.

Frábær staðsetning miðsvæðis í Suður-Þingeyjarsýslu sem hentar vel til dagsferða í Mývatnssveit, Öskju, Ásbyrgi, Hljóðakletta, að Dettifossi, Aldeyjarfossi, Goðafossi og víðar. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tungulending

Tungulending, 641 Húsavík

Tungulending er einstakt hús á Norðurlandi, staðsett í ótrúlegu umhverfi við strendur Skjálfandaflóa. Húsið er aðgengilegt með bíl og er 12 km norður af Húsavík.

Tungulending er endurnýjuð og býður upp á allt sem þú þarft til að líða vel. Húsið er með fjölbreytt herbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu og fullbúið eldhús.

Dáist að útsýni yfir flóann og slakið á í vinalegu og náttúrulegu andrúmslofti við hliðina á Norður-Atlantshafi. Njóttu einkalífsins og upplifðu friðsæla og skemmtilega tíma á Tungulending!

Upplýsingar um Tungulending

- Húsið getur hýst allt að 15 gesti í 7 herbergjum

- Eins manns, tveggja og þriggja manna svefnherbergi

- Öll herbergin eru með uppbúnum rúmum, hör og handklæði

- Baðherbergi með sturtu og salerni

- Sameignin býður upp á nóg af þægilegu rými

- Fullbúið eldhúsaðstaða til eldunaraðstöðu

- Kæli- og frystihús

- Þvottavélar og þurrkarar

- Útiverönd til að dást að stórkostlegu útsýni yfir hafið

- Ókeypis WiFi

 

Upplýsingar um nágrennið

- Sérstök staðsetning

- Falinn staður í afskekktum hluta strandlengju Norðurlands

- Óvenjulegt útsýni yfir hafið í átt að snjóþöktum fjöllum

- Miðnætur sól

- Norðurljós

- Foss nálægt

- Hlustaðu á öldurnar, hljóð hafsins

- Fylgstu með ríkulegu fuglalífi

Borg apartments

Nýbýlavegur 44, 861 Hvolsvöllur

Hlýlegar fjölskyldureknar íbúðir á rólegum stað í hjarta Suðurlands. Íbúðirnar eru fullbúnar og í stuttu göngufæri frá verslunum, veitingastöðum sundlaug og banka. Íbúðirnar hentar vel fyrir pör en einnig fjölskyldur og vinahópa. Margar af helstu náttúruperlum Suðurlands eru innan við klst akstur frá íbúðunum. Frítt bílastæði og þráðlaust net.

Flaga 2 guesthouse

Flaga 2, 880 Kirkjubæjarklaustur

Notalegt herbergi á góðum stað á Suðurlandi.

Konungsvegur

Konungsvegur 1, 840 Laugarvatn

Reykjavik Marina Residence

Mýrargata 14, 101 Reykjavík

Á Reykjavik Marina Residence bjóðum við þér einstaka dvöl á meðan þú heimsækir Reykjavík.

Sögulegt húsnæði á frábærum stað, úthugsuð þægindi og úrvals aðstaða miða að því að gera heimsókn þína eftirminnilega.

Apt. Hótel Hjalteyri

Hjalteyri, 604 Akureyri

Apt. Hótel Hjalteyri er fjölskyldurekið hótel með íbúðum og herbergjum. Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu og gera dvöl þína hjá okkur bæði afslappandi og eftirminnilega. Við bjóðum upp á fjórar íbúðir og þrjú tveggja manna herbergi. 

Mengi íbúðir

Frakkastígur 14a, 101 Reykjavík

Notaleg gisting í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er fullbúin með góðu eldhúsi, flatskjá og interneti. Að labba á Laugarveginn tekur einungis fáeinar mínútur.

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Skúlagata 13, 310 Borgarnes

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er í senn gistiheimili, kaffihús og gjafavöruverslun. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Þú getur valið um að vera í heimagistingunni okkar þar sem eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila svo fallegri stofu með dásamlegu útsýni og fullbúnu eldhúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir og eina rúmgóða íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingu. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni. Allir gestir sem gista hjá okkur njóta þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru. Frí bílastæði og frítt internet.


Hverahlíð Apartment

Hverahlíð 8, 810 Hveragerði

Íbúðin í Hverahlíð er fallegt einbýlishús í rólegu hverfi sem hentar vel fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hjónaherbergi og svo er svefnsófi í stofu. Fullbúið eldhús, stofa með sjónvarpi og baðherbergi. Góður garður fylgir húsinu með útihúsgögnum. Frí þráðlaus nettenging er í húsinu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Acco Gistiheimili

Skipagata 2&4, 600 Akureyri

Njóttu alls þess besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt skella þér á skíði með fjölskyldunni, fara á tónleika eða í óvissuferð með vinnunni, þá býður Acco gistingu sem hentar.

Acco er frábærlega staðsett, í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið. Þaðan er stutt í alla þjónustu, veitingastaði, Hof menningarhús og aðeins 10 mínútna akstur í skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.

Gistiaðstaðan er einkar fjölbreytt, en íbúðir voru uppgerðar 2016-2017 og herbergi á gistiheimilinu voru tekin í gegn veturinn 2015-16. Íbúðirnar eru rúmgóðar og smekklega innréttaðar og herbergin eru björt og snyrtileg. Öll rúm eru nýleg, en mikið er lagt upp úr því að það fari sem best um gesti hjá Acco.

Café Berlin er einnig staðsett í Skipagötu 4. Þar geta gestir Acco fengið ljúffengan morgunverð, hádegisverð, ilmandi kaffi og dýrindis kökur á 10% afslætti. 

B14

Bankastræti 14, 101 Reykjavík

Ný uppgerðar og glæsilegar íbúðir í hjarta Reykkjavíkur.

Um er að ræða tvær stórar íbúðir hvor með 5 herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi og flatskjásjónvörp og auk þess eitt herbergi með sér inngangi.

Íbúðirnar hafa stór fullbúin eldhús og þaðan er gengt út á svalir.

Hægt er að leigja stök herbergi sem eru tveggja til fjögurra manna eða heila íbúð sem hvor um sig rúmar 17 manns.

Fullkomið fyrir vinahópinn, fyrirtækið eða stórfjölskylduna

Gistihúsið Hreiðrið

Aðalbraut 16, 675 Raufarhöfn

Á Raufarhöfn við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til þriggja manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi.

Einnig bjóðum við upp á þriggja manna fjölskylduíbúð.

Góð rúm í öllum herbergjum. Þráðlaust frítt net er í húsinu.

Húsið rúmar 30 manns. Góð aðstaða fyrir hópa.

Hreiðrið er opið allan ársins hring, yfir vetrartímann þarf að bóka með fyrirvara.

Raufarhöfn, þorpið við heimskautsbaug er nyrsta kauptún Íslands, aðeins örstutt frá baugnum. Hvergi er vornóttin bjartari eða betra að njóta miðnætursólar en á Melrakkasléttu. Sama á við um norðurljósin haust og vetur.

Á Raufarhöfn má finna sundlaug og sauna, veitingastað á Hótel Norðurljósum og Kaupfélagið sem er gallerí, kaffihús og veitingastaður. Einnig Félagann Bar, matvörubúðina Gunnubúð, heilsugæslu og lyfjaverslun, banka og pósthús, bifreiða-, dekkja- og vélaverkstæði ásamt fleiru. 

Gönguferð um Höfðann við höfnina afhjúpar mörg falin leyndarmál.

Einnig er hringur um ásinn ofan við þorpið góð gönguleið.

Hægt er að fara í sögugöngu með leiðsögn um Raufarhöfn ef bókað er með fyrirvara.

Ofan við þorpið er að rísa stærsta útilistaverk á Íslandi, Heimskautsgerðið. Þar er sjóndeildarhringurinn hreinn, ekkert hindrar sólarljós eða tunglsljós. Öll sólris og sólsetur sjást að því gefnu að ekki sé skýjað. Sama á við um gang tungls.

Skammt norðan við Raufarhöfn, nyrst á Melrakkasléttu er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Þar er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu. Gaman er að ganga út í vitann í Hraunhöfn.

Ströndin er vogskorin og lífríkar fjörurnar iðandi af fjölskrúðugu fuglalífi.

Víða á Melrakkasléttu er hægt að fá veiðileyfi í vötnum.

Í nágrenninu:

Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla. Um nesið er merkt gönguleið sem er um 7 km, liggur í hring og er auðfarin.

Forystufjársetur, sýning um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Í kjallara setursins er notalegt kaffihús, Sillukaffi sem býður þjóðlegar veitingar.

Hótel Vogar

Stapavegur 7, 190 Vogar

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Íslandsbærinn - Old Farm

Þrastarlundur, 601 Akureyri

Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar.

Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni.

Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.

Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði.

Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk.

ATH að húsið leigist út sem ein heild.

Gemlufall guesthouse

Gemlufall, 471 Þingeyri

Gemlufall 

Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir. 

Rými er fyrir 14 -16 manns.  

Íbúð 1 - 6 manns. 

Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2  

Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  

The Black Pearl Íbúðarhótel

Tryggvagata 18, 101 Reykjavík

Íbúðarhótel á besta stað í Reykjavík. Allar íbúðir eru vel útbúnar og flestar með sér inngang. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Perla Norðursins Íbúðir

Munkaþverárstræti 33, 600 Akureyri

Vandaðar Íbúðir í hjarta Akureyrar í rólegu íbúðarhverfi með fallegu útsýni yfir Pollinn. 

Sérhver íbúð er með velútbúnum gistirýmum fyrir allt að sex manns, m.a. með nettengingu, sjónvarpsflatskjá, þvottaaðstöðu og aðgengi að góðum garði með grilli. Í næsta nágrenni er að finna Sundlaug Akureyrar, Lýstigarðinn, leiksvæði fyrir börn, veitingahús, matvöruverslun, leikhús og Menningarhúsið Hof. Tilvalin gisting m.a. fyrir fjölskyldur, hópa, skíðafólk og listunnendur.

Vinsamlega hafið samband með tölvupósti til að bóka gistingu hjá okkur á info@inspiration-iceland.com.   

Til að heimsækja okkkur á Facebook, smellið hér .

Vakinn

Hótel Grímsborgir

Ásborgir 30, 805 Selfoss

Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum. 

Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.
Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík

Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti.  Kjörinn staður  til að halda  upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði.

Hringið í síma 555 7878  eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com  og fáið nánari  upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur. 

Ice Apartments

Hafnarstræti 106, 600 Akureyri

Ice Apartments býður upp á frábærar íbúðir í hjarta Akureyrar og Reykjavíkur.

Íbúðir okkar eru glæsilega innréttaðar og bjartar.

Hver íbúð hefur fullbúið eldhús með ísskáp, eldavél, kaffivél og örbylgjuofni. Íbúðirnar skiptast í eldhús, baðherbergi (með sturtu eða baðkari), stofu sem og svefnherbergi.

Endilega kíktu á heimasíðuna okkar fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka.  

101 Reykjavík Apartments

Laufásvegur 58, 101 Reykjavík

A 72m2 lúxusíbúð á besta stað í Reykjavík. Stórt svefnherbergi, vel búið eldhús með rúmgóðri borðstofu, setustofa með þægilegum húsgögnum. Tilvalinn valkostur fyrir hjón eða pör - jafnvel með tvö börn.

Saga Apartments

Hafnarstræti 100, 600 Akureyri

2 nýuppgerðar  íbúðir með einu svefnherbergi (50 m2) með svölum.

Staðsettar í miðbæ Akureyrar með útsýni yfir göngugötuna.

Ókeypis þráðlaust internet • Ókeypis bílastæði frá kl 4 síðdegis til kl 10 um morguninn virka daga,frítt er í bílastæði um helgar  • Einföld innritun • Umkringd verslunum, veitingastöðum, börum/kaffihúsum og öðrum áhugaverðum stöðum • Svefnherbergið er með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að ýta saman til að búa til eitt stórt rúm. Sófinn í stofunni er svefnsófi sem hentar tveimur vel, íbúðin er því passleg fyrir fjóra gesti • Í íbúðunum eru rúmföt, handklæði, sápa, sjampó, hárþurrka og fleira. • Í íbúðunum er notaleg stofa þar sem hægt er að finna: snjall sjónvarp þar sem hægt er að skrá sig inn á Netflix,Prime eða það sem hugurinn girnist• Eldhúsið er fullbúið með: ísskáp/frysti, ofn, helluborði, örbylgjuofn, brauðrist, kaffivél, ketil, eldunaráhöldum, salt, pipar, olía, kaffi, te, osfrv. • Íbúð 202 var að fullu endurnýjuð í júní 2021 og íbúð 201 í mai 2022. 

Íbúðin er staðsett í göngugötunni miðsvæðis í miðbænum, yndislegu hverfi fullt af lífi allt árið um kring. Auðvelt að ganga að öllu. 

Bakki Apartment

Bakkastígur 4, 101 Reykjavík

Hvammból Guesthouse

Hvammból, 871 Vík

Hvammból Apartments er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett 12 km fyrir vestan Vík. Þannig erum við stutt frá verslun og veitingastöðum en gestir okkar geta samt notið friðsællar sveitasælu og dásamlegs útsýnis. Frá gistihúsinu er örstutt að keyra út á Dyrhólaey, fram í Reynisfjöru eða að hinum ýmsu fossum í nágrenninu.

Hver íbúð er með sér inngang og verönd. Í íbúðunum er eldhús með helluborði og ísskáp, og baðherbergi með sturtu. Kaffi, te, rúmföt, handklæði og frí nettenging er innifalin í verði. 

Hótel Laxárbakki

Laxárbakki, 301 Akranes

Hótel Laxárbakki stendur á bökkum Laxár, við þjóðveg 1, skammt frá ósum Laxár við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit, aðeins 12 km frá Akranesi og 20 km frá Borgarnesi. Gisting í herbergjum með og án sérbaðs og í sumarhúsi. Eldunaraðstaða fyrir alla og aðgengi að þvottavél. Heitur pottur og sauna. Á staðnum er veitingastaður opinn frá morgni til kvölds. Fjölbreytt úrval afþreyingar í næsta nágrenni og ekki lengi verið að aka til allra helstu ferðamannastaða á Vestur- og Suðvesturlandi.

Acco Luxury íbúðir

Brekkugata 3, 600 Akureyri

Acco býður upp á fullbúnar íbúðir staðsettar í miðbæ Akureyrar. Hver íbúð er með ókeypis WiFi, vönduð rúm og rúmföt ásamt aðgangi að fullbúnu eldhúsi. 

Hverfið er sannarlega magnað. Hvort sem þú vilt kanna náttúruna, menninguna eða njóta góðrar máltíðar - það er allt handan við hornið.

Láttu okkur vita ef þig vantar hjálp við skipulagningu ferðarinnar til Akureyrar, dagsferðir, ráð eða ráðleggingar. 

Kaffihús Berlínar er við Skipagötu 4. Þar geturðu notið dýrindis morgunverðar, hádegis, kaffibolla eða heimabakaðrar íslenskrar köku. Gríptu kaffibolla og spjallaðu við heimamenn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Minna Knarrarnes

Minna Knarrarnes, 190 Vogar

65fm einsherbergis íbúð.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

REY Apartments

Grettisgata 2a, 101 Reykjavík

REY Apartments er íbúðagisting í hjarta Reykjavíkur, milli Laugavegar og Skólavörðustígs. Allt það besta sem borgin hefur upp á að bjóða er í seilingarfjarlægð, hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, kaffihús, söfn gallerí o.s.frv. Íbúðirnar eru innréttaðar í nútímalegum stíl og búnar öllu því sem gisting sem þessi í góðum gæðaflokki þarf að hafa. Ókeypis netsamband er í íbúðunum og sjónvarp með fjölda erlendra rása.

Giljagisting

Giljaland, 881 Kirkjubæjarklaustur

Giljaland er staðsett við veg 208 í Skaftártungu á mjög fallegum stað í skógi vöxnu landi.
Við leigjum 4-5 mjög vel búin sumarhús fyrir 3 til 5 manns í húsi.
Giljaland er mjög vel í sveit sett til að skoða náttúruperlur suður og suðausturlands og eða til að njóta lífsins í frábærlega fallegu og skjólgóðu umhvefi.
Giljaland hefur fullt rekstrarleyfi fyrir útleigu til ferðamanna.
Frábærar göngu og reiðleiðir í nágrenninu.

Verið velkomin í Giljaland.

KLA Suites - Keflavík luxury apartments

Faxabraut 55 - Neðri hæð, 230 Reykjanesbær

Úrvalsgisting í hjarta Keflavíkur. Vel búnar íbúðir með öllum helstu þægindum.

Kvosin Downtown Hotel

Kirkjutorg 4, 101 Reykjavík

Kvosin hótel er staðsett í sögufrægri byggingu í hjarta borgarinnar. Nágrannar okkar eru Alþingi og Dómkirkjan þannig að gestir okkar eru sannarlega hluti af sögunni. Húsið var byggt árið 1900 en gert upp árið 2013 og uppfyllir hótelið allar þarfir nútíma ferðamannsins.

Verið velkomin.

Gistihúsið Garður

Skagabraut 62a, 250 Suðurnesjabær

Gistihúsið er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli en það er staðsett í litla strandbænum Garði. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og bílaleigu á staðnum.

Allar íbúðir og bústaðir gistihússins Guesthouse Gardur eru með gervihnattasjónvarpi og nútímalegu eldhúsi. Allar eru með ljósar og rúmgóðar innréttingar ásamt baðherbergi með sturtu.

Starfsfólkið getur aðstoðað við skipulagningu veiðiferða, fuglaskoðunar og golfferða. Strandlengjan er í 100 metra fjarlægð. Í innan við 5 mínútna göngufjarlægð er að finna vita en þar geta gestir notið máltíða, sólsetursins eða ef heppnin er með þeim, norðurljósanna.

Miðbær Reykjavíkur og þjóðvegur 1 eru í innan við 60 km fjarlægð.

Notalega húsið við Ytri-Rangá

Þrúðvangur 37, 850 Hella
Notalega húsið við Ytri Rangá er staðsett á Hellu og er með frábært útsýni yfir ánna. Stutt í alla helstu þjónustu og frábært að fara dagsferðir frá húsinu.

Reykjavik4you Apartm'Hotel

Bergstaðastræti 10-12, 101 Reykjavík

Reykjavik4you er fjölskyldurekið íbúðahótel staðsett í miðbæ Reykjavíkur að Bergstaðastræti 12 og Laugavegi 85. Frá upphafi hefur aðal áherslan verið lögð á persónulega þjónustu og að gestum líði eins og heima þegar þeir dvelja á hótelinu. Komið er til móts við þarfir hvers viðskiptavinar og í boði er að viðkomandi geti óskað að starfsmaður sé til staðar við komu, sýni íbúðina og skýrt út hlutina.

Einnig er boðið upp þjónustu þar sem viðkomandi skráir sig inn "online" og gengur frá öllu í gegnum sérhannað app sem allir gestir fá eftir bókun hefur verið staðfest. Þegar viðkomandi hefur gengið frá innskráningu er sendur lyklakóði til viðkomandi sem veitir aðgang þann tíma sem bókað er. Með þessu nýja möguleika getur viðkomandi pantað aðgang að íbúð hvenær sem er með einföldum hætti. Þessi möguleiki er þægilegur t.d. fyrir þá sem þurfa reglulega að heimsækja höfuðborgina t.d tengt vinnu eða annarra hluta. Þá er gerður samstarfssamningur þar sem fyrirhugaðar heimsóknir eru skráðar og viðkomandi getur gengið að íbúð sinni eftir hentugleika eins og um hans eign væri að ræða.

Einnig er í boði dagleg þrifaþjónusta sem viðkomandi getur pantað og greitt fyrir aukalega.

24 tíma símavakt er allan sólahringinn og getur viðskiptavinur hvenær sem er haft samband við starfsmann ef á þarf að halda.

Í eigu félagsins eru 24 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum sem innréttaðar hafa verið með þægindi og þarfir gesta í huga.

Studio íbúð að Bergstaðastræti 12: Íbúðin skiptist í anddyri, snyrtingu og alrými þar sem eldhús, borðkrók, setustofu og svefnaðstöðu hefur verið komið fyrir. Íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði.Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í mínútu göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Möguleiki á sér bílastæði á baklóð. Gisting fyrir 2 fullorðna

Tvegga herbergja íbúð (1 svefnherbergi) að Bergstaðastræti 12: Íbúðin skiptist í anddyri, svefnherbergi, snyrtingu með sturtu, stofu og eldhús. íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði.
Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í mínútu göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Möguleiki á sér bílastæði á baklóð. Gisting fyrir 3 fullorðan (svefnsóffi í stofu)

Þriggja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) að Bergstaðastræti 12: Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, snyrtingu með sturtu, stofu og eldhús. íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði. Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í mínútu göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Möguleiki á sér bílastæði á baklóð. Gisting fyrir allt að 5 fullorðan (svefnsóffi í stofu)

Þriggja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) að Laugavegi 85: Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, snyrtingu með baðkari/sturtu, stofu og eldhús. íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði. Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í tveggja mínútna göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Gisting fyrir allt að 6 fullorðan (svefnsóffi í stofu)

Sólheimar Studio Apartments

Engjavegur 9, 400 Ísafjörður

Tvær stúdío íbúðir á jarðhæð húss, þar sem eigendur búa á efri hæð ásamt tveimur hundum. Báðar íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, flatskjá, baðherbergi með sturtu og sérinngangur er í þær báðar. Hvor íbúð tekur 2 fullorðna í gistingu.  Ókeypis net, aðgangur að garði og grilli og ókeypis bílastæði. 

Barónsstígur 53

Barónsstígur 53, 101 Reykjavík

Blikastígur Apartment

Blikastígur 19, 225 Garðabær

Falleg íbúð með sérinngangi. Hentar mjög vel fyrir 1–4.

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi með hjónarúmum. Í því stærra er rúmið 180×200 cm og í því minna er rúmið 160×200 cm. Rúmföt fylgja.

Eldhúsið er vel búið með öllum nauðsynjum (eldvél, bakarofn, örbylgjuofn, kaffivél, ketill, brauðrist og fleira). Í stofunni er snjallsjónvarp með gervihnattarásum og aðgangi að Netflix. Á baðherberginu er baðkar með sturtu. Handklæði, sápa og sjampó eru á staðnum.

Þessi íbúð er upplögð fyrir þá sem vilja vera á rólegum stað í nálægð við náttúruna, en samt aðeins í 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. 

Það er hægt að bóka okkur í gegnum www.airbnb.com

Svala Apartments

Laugavegur 71, 101 Reykjavík

Svala Apartments samanstendur af 8 íbúðum sem eru staðsettar á Laugaveginum. Þrjár af íbúðunum eru fyrir 4 manneskjur og eru hinar fimm íbúðirnar fyrir tvær manneskjur.

Allar íbúðirnar eru með sér baðherbergi með sturtu. Allar íbúðirnar eru með eldhús sem er útbúið öllu sem þarf til að elda og borða ásamt ískáp og ofni. Fimm af íbúðunum eru með uppþvottavél. Sumar af íbúðunum eru með sér svölum. 

Íbúðirnar voru allar innréttaðar í júní 2018 með hágæða húsgögnum þar sem útlit og þægindi voru í fyrirrúmi.

Hestasport sumarhús

Vegamót, 561 Varmahlíð

Með glæsilegu útsýni yfir víðáttumikla sléttu og fjöll Skagafjarðar, eru sjö heillandi timburhús þar sem er kjörinn staður til að njóta frísins, allan ársins hring. Upplifðu Norðurland og njóttu þeirra endalausu ævintýramöguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.

Sumarhúsin eru mismunandi að stærð, frá stúdíóíbúðum (2-4 manns) til rúmgóðra húsa. Þau eru staðsett saman upp á hæð, í göngufæri frá Varmahlíð. Í miðju sumarbústaðarsvæðisins er heitur pottur þar sem hægt er að njóta útsýnisins, miðnætursólarinnar og norðurljósa. 

Í Varmahlíð er góður þjónustukjarni: upplýsingamiðstöð, matvöruverslun, veitingastaður, bensínstöð, sundlaug og fleira.

Comfortable Bungalow

Silfurgata 12, 400 Ísafjörður

Notaleg gisting í gömlu nýuppgerðu húsi í hjarta Ísafjarðabæjar. Gisting fyrir 2-4 manns, uppbúin rúm. Háhraða, þráðlaus internettenging og aðgangur að tölvu innifalið. Reyklaust. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Safnasafnið - Alþýðulist Íslands

Svalbarðsströnd, 606 Akureyri

Safnasafnið safnar verkum listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur um 140.000 skissur og fullgerð listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Settar eru upp 10 til 12 nýjar sýningar á vorin, en að auki eru 2 fastar sýningar sem breytast lítillega frá ári til árs.

Í safninu er 67m2 íbúð í risi sem er leigð í minnst 2 nætur í röð, annars eins lengi og hentar fólki. 

Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, austan megin við Eyjafjörð, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri. 

Opið kl. 10oo til -17oo, frá fyrsta laugardegi í maí til annars sunnudags í september.
Opið eftir samkomulagi fyrir hópa út október.  

safngeymsla@simnet.is
Sími 461-4066

Hótel Húsafell

Húsafell , 311 Borgarnes

Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi. 

Háafell Lodge

Háafell, 371 Búðardalur

Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél. 

Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn. 

Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 

Lava apartments ehf.

Glerárgata 3b, 600 Akureyri

Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru fimm studíó íbúðir, átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum. Allar einingar eru með sér baðherbergi og frítt internet í boði. Helsta einkenni Lava Apartments & Rooms er að staðsetningin gæti ekki verið betri. Aðeins nokkur skref í helstu veitingastaði, verslanir og fleira

Iceland Comfort Apartments

Hamraborg 7, 200 Kópavogur

Nýlega uppgerðar og hagstæðar studío íbúðir í Hamraborginni.

Nánari upplýsingar:
www.icelandcomfortapartments.is/
Sími: 550-8900 

Hella - Riverbank

Þrúðvangur 5, 850 Hella

Glæsileg nýstandsett íbúð, miðsvæðis á Hellu með frábæru útsýni yfir Rangá. Íbúðin er með tveimur baðherbergjum og fjórum tveggja manna svefnhvebergjum. Innréttingar og húsgögn í hæsta gæðaflokki og öll helstu þægindi. 

Örstutt göngufæri við sundlaug og helstu þjónustu, s.s. kjörbúð, bakarí, veitingastaði, o.fl. Tilvalin staðsetning ef skoða á helstu ferðamannastaði suðurlands

Söðulsholt

Söðulsholt, 342 Stykkishólmi

Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2-3 nætur. Gestir okkar geta bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar. 

Söðulsholt gisting 

Island Apartments

Hverfisgata 56, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ferðaþjónusta bænda Skútustöðum

Mývatnssveit, 660 Mývatn

Á Skútustöðum eru tvenns konar gistimöguleikar í boði:

Við erum með 15 herbergi. 9 herbergi eru með sameiginlegu baði (1-2-3 manna herbergi). Svo erum við með 5 herbergi með sér baði (2 manna herbergi). og svo erum við með 1 fjölskylduherbergi þar sem er hjónarúm, koja og sér baðherbergi. Öll herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Fyrir utan þessi herbergi erum við með eitt 2 herbergja sumarhús sem er með sér eldhúsi, setustofu, baðherbergi og svefnlofti.

Boðið er uppá morgunverðarhlaðboð og gestir hafa aðgang að eldhúsi.

Tjaldstæðinu á Skútustöðum hefur verið lokað!

Mývatnssveit býður upp á margs konar afþreyingarmöguleika sem byggjast á náttúrufegurð svæðisins, gróðri þess og fuglalífi.

Sem dæmi um nokkra áhugaverða staði í Mývatnssveit má nefna: Skútustaðagígar, Grjótagjá, Stóragjá, Kröflusvæðið, Hverfjall, Laxá, Vindbelgur, Dimmuborgir, Seljahjallagil, Bjarnarflag, Höfði, Námafjall, Lofthellir, Lúdent og Þrengslaborgir.

Besta leiðin til að upplifa fegurð þessara staða, kyrrð náttúrunnar og fjölbreytilegt fuglalífið er með gönguferðum en einnig er að finna í Mývatnssveit hestaleigur, hjólaleigur og skipulagðar hóperðir með bílum.

Í Mývatnssveit er einnig hægt að njóta afslöppunnar í sundi. Um er að ræða annars vegar útisundlaug með heitapottum og hins vegar svokölluð Jarðböð sem opnuðu fyrir stuttu síðan.

Hvað varðar áhugaverða staði í næsta nágrenni Mývatnssveitar þá má sem dæmi nefna: Herðubreið og Herðubreiðarlindir, Askja og Víti, Kverkfjöll, Dettifoss og Þjóðgarðurinn við Jökulsárgljúfur, Tjörnes og hvalaskoðun á Húsavík.

Hverfisgata 54

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík

Sindrastaðir

Lækjamót 2, 531 Hvammstangi

Að Sindrastöðum Lækjamóti II (GPS N 065° 24.840, W 20° 35.882) eru tvær íbúðir til útleigu. Þær eru staðsettar í einu af stærri hesthúsum landsins sem opnaði 2014. 

Annars vegar er 68 fm2 (Sindrastadir Apartment with Mountain view) sem er með tvö svefnherbergi með IQ care queen size rúmum í hvoru herbergi, eitt baðherbergi með sturtu, samliggjandi stofu sem er með svefnsófa og eldhúsi sem er fullbúið til eldamennsku. Útsýni úr íbúðinni er yfir fjöll og hestar eru allt um kring. 

Studio íbúðin er rúmlega 100 fm2 (Unique large Studio Apartment) er eitt fallegt opið rými með tveimur einstaklingsrúmum og einu king size rúmi. Einnig er svefnsófi.  Tvo salerni eru og er annað þeirra með sturtu.  Stórt rými fyrir stofu og eldhúsið er fullbúið og stórt.  Studio íbúðin er sérstök að því að leyti að hægt er að horfa yfir reiðhöllina og suma daga er verið að þjálfa hesta þar inni sem hægt er þá að fylgjast með. Einnig er gott útsýni yfir fjöll í kring og gerði þar sem hestar geta verið í suma daga. 

Til að bóka eða finna nánari upplýsingar á Airbnb,vinsamlegast smellið hér.
Til að bóka eða finna nánari upplýsingar á Bookinb.com, vinsamlegast smellið hér.

Miðhraun - Lava Resort

Miðhraun 2, 342 Stykkishólmi

Miðhraun - Lava Resort er fjölskylduvænn og fjölskyldurekinn gististaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hús, íbúðir og herbergi, leikvöllur með ærslabelg, gönguleiðir, lítið fjárbú, náttúrubað, sauna, veitingastaður og veislusalur. Veitingastaðurinn er opinn frá maí til enda október en getum opnað fyrir stærri hópa sem bóka með fyrirvara. Miðhraun er hentugur staður fyrir bæði litla og stóra hópa. 

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu.  


VisitHrisey.is

Norðurvegur 17, 630 Hrísey

Við bjóðum gistirými fyrir allt að 16 manns. Uppábúin rúm ofl. Hér má sjá myndir af þeim húsum sem eru í boði þ.e. Jónatanshús og Mínukot.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

María Apartment

Hrannarstígur 3, 350 Grundarfjörður

Vinalegt fjölskyldurekið gistihús staðsett miðsvæðis í hjarta Grundarfjarðar aðeins nokkrum metrum frá höfninni, fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.Útsýni er til Kirkjufellsins og fjallahringsins.

Íbúðin er með tveimur herbergjum, tvö einstaklingsrúm í öðru herberginu en hjónarúm í hinu, auk svefnsófa í stofu. Stofan er með fullbúnum eldhúskrók, baðherbergið er með sturtu. Herbergjunum fylgja uppbúin rúm og handklæði, í stofunni er sjónvarp og Wi-Fi er frítt.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Finnið okkur á Facebook hér.
Finnið okkur á Airbnb hér.

Room With A View Apartments

Laugavegur 18, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Kaffi Hólar

Hólar í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur
Rekstur veitinga- og gistisölu á Hólum í Hjaltadal. Rekstur mötuneytis fyrir Háskólann á Hólum.