Fara í efni

Farfuglaheimili og hostel

57 niðurstöður

Húsavík Green Hostel

Vallholtsvegur 9, 640 Húsavík

Húsavík Green Hostel hefur sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi og er notalegur staður fyrir heimamenn og ferðamenn úr öllum heimshornum. Hostelið býður upp á fullbúið eldhús, stórt og notalegt samkomusvæði og 6 mismunandi herbergi með sameiginlegt baðherbergi. Lágmarksdvöl eru 2 nætur en ýmist tilboð eru í boði ef bókað er beint. Einnig er mögulegt að leigja allt húsið. 

Gististaðurinn er staðsett í hliðargötu í miðbæ Húsavíkur og er það í 5– 10 mínútna göngufæri við alla þjónustu. Hafnarsvæðið ásamt öllum hvalaskoðunarfyrirtækjunum er sömuleiðis handan við hornið.

Húsavík er partur af Norðurstrandarleiðinni og Demantshringnum með sín frábæru náttúrufyrirbæri auk margra hugaverðra staða í nágrenni Húsavíkur sem bjóða upp á lengri dvöl á Húsavík. 

Verið velkomin í Húsavík Green Hostel á Norðurlandi Eystra!

Frystiklefinn

Hafnargata 16, 360 Hellissandur

Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús, „social hostel“ og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.

Gistiþjónusta Frystiklefans er opin allt árið um kring. Þar er boðið upp á gistingu í sameiginlegum herbergjum, einkaherbergjum og íbúðum. Þá er Frystiklefinn einnig tónleikastaður og bar.

Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 865-9432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is 

Skyrhúsið HI Hostel

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið Skyrhúsið er lítið og notalegt gistiheimili í snyrtilegu og heimilislegu umhverfi. Gisting í 11 herbergjum, 4 sameiginleg baðherbergi. Eldunaraðstaða fyrir gesti. Viðvera stafsmanna allan sólarhringinn.

Efra-Sel Home

Efra-Sel, 845 Flúðir

Hlýlegt og vel útbúið íbúðarhús/sumarhús til leigu í lengri eða skemmri tíma í nágrenni við Flúðir í uppsveitum Árnessýslu. Húsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, s.s. ljósleiðaratengingu, heitum potti, flatskjá ofl. Stór garður er við húsið, rúmgott bílastæði og 18 holu golfvöllur, Selsvöllur, í göngufjarlægð.

Í húsinu er fullbúið eldhús, þvottavél, tvö hjónaherbergi og tveir svefnsófar. Í húsinu geta dvalið allt að átta manns í einu, miðað við sex fullorðna og tvö börn. Húsið hentar vel fyrir sex fullorðna.

Við erum einnig með veitingastað í nágrenni við húsið, Kaffi-Sel, sjá nánar: kaffisel.is

Verið velkomin!

 

Til að finna okkur á booking.com, smelltu hér.

B14 Hostel

Fákafen 11, 108 Reykjavík

B14 Hostel er nýuppgert gistihús staðsett í Fákafeni í Reykjavík.

Veitingastaðurinn Gló og Brauð og co. eru á jarðhæð og Hagkaup er í innan við 5 mínútna göngufæri þar sem er opið allan sólarhringinn.

Í boði er frítt Wi-Fi, bílastæði og vel búið sameiginlegt eldhús.

Herbergin eru með uppábúnum kojum með lesljósi, usb hleðslu og hægt er að draga fyrir tjöld til að fá meira næði. Gestir eru einnig með aðgang að setustofu og borðkrók og þrem sameiginlegum baðherbergjum.

Hægt er að leigja stakar kojur eða þá allt hostelið fyrir stærri hópa allt að 30 manns

Farfuglaheimilið Sunnuhóll

Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjar

Farfuglaheimilið Sunnuhóll í Vestmanneyjum er staðsett í miðbænum og því er stutt í alla þjónustu. Móttaka heimilisins er á Hótel Þórshamri, sem er næsta hús við farfuglaheimilið, og er hún opin allan sólarhringinn. Í Vestmannaeyjum er að finna fjölbreytta afþreyingu. Má þar m.a. nefna klettaklifur, sprang í klettunum, fuglaskoðun, golf, sund, hvalaskoðun o.s.frv. Þá er boðið upp á siglingu umhverfis eyjarnar. Í tilefni þess að rúm 30 ár eru frá lokum gossins hefur verið sett af stað verkefni sem hefur hlotið vinnuheitið Pompei norðursins. Tilgangur þess er að hlúa að gosminjum og gera þær sýnilegri. M.a. er gert ráð fyrir að grafin verði upp 7 - 10 hús sem fóru undir ösku í gosinu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gisitihúsið Hamar

Herjólfsgata 4, 900 Vestmannaeyjar

Gistihúsið Hamar er fjölskyldufyrirtæki rekið með alúð að leiðarljósi. Gistihúsið er staðsett á besta stað í Vestmannaeyjum þar sem stutt er í alla afþreyingu. Herbergin okkar eru með öllum helsta búnaði og sérbaðherbergi er inni á öllum herbergjum. 

Við erum einnig með gistingu í lúxus kojum sem hentar vel fyrir hópa eða einstaklinga. Kojurnar koma með öllu því helsta, uppábúnum rúmum, sjónvarpi og aðgang að eldhúsi og salerni. 

Vibrant Iceland Hostel

Kaplahraun 9b, 220 Hafnarfjörður

Vibrant Iceland Hostel býður upp á frábæra gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu, Vibrant er nýtt gistiheimili sem býður upp á gæða gistingu í sérsmíðuðum kojum sem bjóða upp á meira næði en hefðbundnar kojur.

Vibrant Iceland Hostel býður upp á frábæra salernis- og sturtuaðstöðu, við bjóðum upp á fullkomið eldhús þar sem gestir geta útbúið sínar eigin máltíðir, við bjóðum einnig upp á frítt kaffi og te ásamt því að Bónus og Krónan eru í 5 mínútna göngufjarlægð frá gistiheimilinu. Stutt er að sækja veitingastaði, bakarí og aðra þjónustu ásamt því að Strætó stoppar rétt hjá.

Verið velkomin!

Berunes

Berunes, 766 Djúpivogur

Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áhersla á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi og barinn býður upp á úrval drykkja frá nálægum brugghúsum.

Hægt er að velja milli herbergja með sameiginlegu baði, leigu á gamla bænum og þægilegra smáhýsa, sem henta sérstaklega vel fyrir fjölskyldur. 

Á svæðinu er úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum og af tindum er útsýni yfir suðurfirðina. Mikið fuglalíf er á svæðinu og einstök steinasöfn á Djúpavogi og Stöðvarfirði. 

Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Innan við 90 mínutna fjarlægð er Höfn, Egilsstaðir, Vök Böðin, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörður og Stuðlagil. 
______

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  

Hafnarstræti Hostel

Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri

Hafnarstræti Hostel er nýstárlegt hostel staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið göngugötunni. Við bjóðum upp á pod klefa með snjallsjónvarpi, öryggishólfi og fleira. Við höfum læsanlega skápa Hjá okkur er boðið upp á frítt internet og hægt er að leggja í fríu bílastæði í nágrenninu.

Svefnrými okkar er skipt niður í ganga, en hægt er að leigja 160 cm pod/klefa eða 100 cm.

Við bjóðum upp á sameiginlegt notalegt rými með pool borði, þægilegum sófum og fleira þar sem hægt er að kynnast ferðalöngum frá Íslandi eða öðrum löndum.

Við bjóðum loks upp á 10 baðherbergi með sturtu fyrir gestina okkar.

Við móttökuna er matsalur og sameiginlegt vel útbúið eldhús sem gestir okkar geta notað til þess að útbúa sér mat. 

Þessi gistikostur getur verið sniðugur fyrir fólk á ferðinni sem vill borga lítið fyrir að gista og njóta þess betur sem Akureyri hefur uppá að bjóða.

  • Uppábúin rúm
  • Handklæði til leigu
  • Þráðlaust internet
  • Eldhús fyrir gesti
  • Setustofa
  • Sturtur
  • Læsanlegir skápar 
  • Sjónvarp með chromecasti í öllum klefum
  • Hópar velkomnir

Hótel Laugarvatn

Dalbraut 10, 840 Laugarvatn
Frábær staðsetning, miðsvæðis á Suðurlandi. Góð gisting á hagstæðu verði. ótelið okkar er með 30 herbergi sem rúma allt að 80 manns í einstaklings-, hjóna- eða fjölskylduherbergjum, veitingastað og stofu. Öll herbergin okkar eru með sérbaðherbergi og ókeypis Wi-Fi er í boði fyrir gesti okkar.

Reykhólar HI Hostel / Farfuglaheimili

Reykhólar Hostel Álftaland, 380 Reykhólahreppur

Reykhólar HI Hostel er staðsett í samnefndu þorpi sem stendur yst á Reykjanesskaga milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Staðurinn er ríkur af bæði sögu og náttúrfegurð, en óvíða á Íslandi er hægt að sjá jafn margar fuglategundir á einum stað eins og á Reykhólum. Staðurinn er einnig fornt höfuðból og var einhver allra besta bújörð landsins á öldum áður. Milli 1947-1990 var svæðið nýtt sem tilraunastöð í jarðrækt og var húsið upphaflega byggt til þess að hýsa starfsfólk og starfsemi tilraunastöðvarinnar. Nú er í húsinu afbragðs gistiaðstaða fyrir einstaklinga og hópa allt árið um kring. Á staðnum er góð eldunaraðstaða, setustofa, heitur pottur og eimbað. Fyrir framan húsið er svo sólpallur og stórt grill. Frá Reykholti er frábært útsýni yfir Breiðafjörð, sannkallaða náttúruperlu sem einkennist af hólmum, skerjum og óteljandi litlum eyjum sem iða af fjölbreyttu dýralífi. Hægt er að komast í siglingar um eyjarnar og einnig er mikið úrval fallegra gönguleiða á svæðinu. 

Á svæðinu:

  • Á Reykhólum eru tvær frábærar heilsulindir, annars vegar sundlaugin góða Grettislaug, og hins vegar hin náttúrulegu þaraböð Sjávarsmiðjunnar.
  • Báta- og hlunnindasýningin á Reykholti kemur gestum í beint samband við lífsbaráttu fyrri alda og útskýrir hvernig hlunnindi í hafinu, á ströndinni og í eyjunum voru nýtt. 
  • Verksmiðja Norður Salts er staðsett á Reykhólum, þar sem hægt er að fræðast um hvernig tvö náttúruöfl; jarðhitinn og Norður Atlantshafið eru samnýtt til þess að framleiða eðal saltflögur. 
  • Hin vinsæla strandlengja Rauðisandur er í um 200 km akstursfjarlægð. Rauðisandur einkennist af fallega lituðum rauðum sandi sem getur verið allt frá því að vera gulur, rauður og svartur eftir því hvernig birtuskilyrðin eru. 
  • Látrabjarg, stærsta sjávarbjarg Íslands og eitt af stærstu fuglabjörgum Evrópu er í einungis þriggja klukkustundar akstursfjarlægð. 
  • Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn er einungis í um 200 km fjarlægð. Safnið veitir innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  

Galaxy Pod Hostel

Laugavegur 172, 105 Reykjavík

Galaxy Pod Hostel er framúrstefnulegt farfuglaheimili sem býður upp á svefnklefa sem hægt er að loka að sér í stað hefðbundinna koja.  Svefklefarnir innihalda m.a. sjónvarp, ýmsar ljósastillingar, uppábúin rúm við komu, öryggishólf, farangursskáp, viftu, innstungu til að hlaða raftæki, spegil og fleira.  Einnig er boðið upp á sýndarveruleikaherbergi, eldhús, bar, farangursgeymslu, þvottaaðstöðu, deild baðherbergi og setustofu sem og aðstoð við að bóka ferðir.  Nóg er af stæðum og rútur mega sækja beint við inngang og öll þjónusta er í næsta nágrenni.

Sendið okkur endilega ósk um tilboð vegna hópa á bookings@galaxypodhostel.is

Það er kaldur á krana og hamingjustund milli 16 og 19. 

Eiðar - Hostel & Apartments

Hraungarður 2, 701 Egilsstaðir

Eiðar - Hostel & Apartments

Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum.

Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu.

Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu.

Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin.

Eiðar - Sögufrægur staður

Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000.

Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum.

Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments.

Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum.

Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.

Puffin Hostel Vík

Víkurbraut 26, 870 Vík

Hostel herbergi með kojum, sameiginleg baðherbergi og eldhús. Húsið er yfir 100 ára og því lítil herbergi og heyrist vel milli herbergja. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Seyðisfjörður – Hafaldan HI Hostel / Farfuglaheimili

Suðurgata 8, 710 Seyðisfjörður

Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar.

Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum.

Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga. 

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.

Fyrir bestu verðin & sveiganleika þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna eða hostel.is vefinn

Central Guesthouse Reykjavík

Laufásvegur 2, 101 Reykjavík

Central Guesthouse Reykjavík er lítið fjölskyldurekið Gistiheimili.

Gistiheimilið er mjög vel staðsett í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning okkar er í hjarta miðborgar Reykjavíkur þar sem margir nálægir staðir eru eins og; hvalaskoðun, leikhús, söfn , listasöfn, veitingastaðir og sundlaugar.

Húsavík Cape Hótel

Höfði 24, 640 Húsavík

Hostel á Húsavík.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.

Garður Stay Inn

Hvammsvegur, 845 Flúðir

Reykjavík – Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

Lækur Hostel

Laugarnesvegur 74 a, 105 Reykjavík

Góð gisting á besta stað. 

Paradise Cave Hostel

Seljalandsskóli, 861 Hvolsvöllur

Paradise Cave Hostel is our cozy, beautiful spot in the amazing nature of the South coast of Iceland. 

Our hostel welcomes guest from all over the world and invites them to enjoy some of the most beautiful sceneries Iceland has to offer, including our backyard waterfall, Drifandii. Located right underneath the ancient cliffs of the island and just a minute away from the world famous Seljalandfoss waterfall, our accommodation is a tranquil, natural and homely place that also allows you to easily explore the most impressive wonders of Iceland, thanks to its convenient location right by road n.1. 

Glaciers, volcanic islands, black sand beaches, volcanoes, hiking paths and natural hot springs are all within easy reach, for you to make the most of your holidays! We offer both private rooms and a dorm, all with shared bathrooms, and our guests are welcome to use our guests’ kitchen to prepare simple meals. 

Come and visit us, we’ll stay in your heart!

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

Lava Hostel

Hjallabraut 51, 220 Hafnarfjörður

Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið.

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September. 

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.

Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.

Allir bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði, ef þið eruð ekki að sofa í þeim.

Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði.

Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu.

Það er hægt að nota rafmagn á svæði C með langri snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B.

Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðinu.

Hvernig kemst ég inn á tjaldsvæðið?

Það er frítt Þráðlaust net hjá hliðinu.

1) Bókaðu stæði í gegnum Parka. (smelltu á "Bóka Núna")

2) Hliðið er með bílnúmera skanna og á að opnast sjálfkrafa.

Ef það gerist ekki þá skaltu fylgja þessum skrefum:

1) Opnaðu kvittunina sem þú fékkst í gegnum tölvupóstinn.*

2) Smelltu á "skrá mig inn á svæðið" og þaðan getur þú leiðrétt bílnúmerið eða bætt við númer, eftir það á hliðið að geta opnað sjálfkrafa með því að skanna bílnúmerið.

3) Ef það virkar ekki Smelltu þá á "opna hlið".

*Þú færð tölvupóst ef bókunin gekk í gegn (gáðu í ruslpóstinn), þú færð 2 tölvupósta.

Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.

Skarð Sumarbústaðaleiga

Skarð, 760 Breiðdalsvík

Skarð er í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda með sína bændagistingu. Þar að auki bjóða þau upp á íbúðarhús til leigu skammt frá Skarði.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Fljótsdalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Fljótshlíð, 861 Hvolsvöllur

Fljótsdalur var upphaflega sveitabær en þar hefur nú verið rekið gistiheimili í yfir 50 ár. Frá bænum er útsýni yfir hinn góðkunna Eyjafjallajökul og gistiheimilið hefur verið endurnýjað af kostgæfni sem viðheldur fortíðarblæ, til að mynda þá er sturtan í garðinum og engin nettenging er á bænum. En nóg er hægt að hafa fyrir stafni bæði innan- sem utandyra, með skemmtilegum gönguleiðum allt í kring og yfir 2000 bækur sem hægt er að sökkva sér í.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að bóka gistingu á netinu. Bóka þarf í gegnum tölvupóst eða síma. Einungis er hægt að greiða fyrir gistinguna með reiðufé þar sem gistiheimilið tekur ekki við kortagreiðslum.

Á svæðinu:

  • Þórsmörk, eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins er aðeins handan við ána frá gistiheimilinu.
  • Fljótsdalur er staðsett við enda Laugavegsins og er því tilvalinn dvalarstaður fyrir þreytt göngufólk. 
  • Stutt er í marga af vinsælustu stöðunum á suðurströndinni eins og Skógafoss, Eyjafjallajökul og Seljavallalaug.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.   

Langholt 2

Langholt 2, 801 Selfoss

Country Dream - Langholt 2 er gististaður að Laugardælum. Ókeypis einkabílastæði eru á staðnum.

Til staðar eru flatskjár með gervihnattarásum og geislaspilari. Í sumum gistieiningunum er setusvæði, gestum til þæginda. Sum herbergin eru með útsýni yfir fjallið eða garðinn. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á Country Dream - Langholti 2.

Sameiginleg setustofa er á gististaðnum.

Akureyri Backpackers

Hafnarstræti 98, 600 Akureyri

Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.

Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.

• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni

 

Bestu kveðjur/Best regards


Akureyri Backpackers staff

Dalahótel

Laugar í Sælingsdal, 371 Búðardalur

Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu. 

Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum: 

Morgunverður: 8:00 – 10:00. 

Hádegisverður: 12:00 – 14:00. 

Kvöldverður: 18:00 – 21:00.

Höfn HI Hostel / Farfuglaheimili

Hvannabraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Höfn er stærsti þéttbýliskjarninn í Sveitarfélaginu Hornafirði og sá eini í Ríki Vatnajökuls. Náttúran allt um kring er stórbrotin og bærinn er oft kenndur við humarinn enda er Humarhátíðin, ein af elstu bæjarhátíðum á Íslandi haldin þar á hverju sumri. Á svæðinu er margt áhugavert að skoða en hæst ber undurfögur náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs. Í bænum er mikið úrval af þjónustu og afþreyingu og hver einasti veitingastaður býður að sjálfsögðu upp á gómsæta humarrétti.

Gistiheimilið er vel staðsett í rólegu umhverfi en þó stutt í verslanir, sund og á veitingastaði. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti og mismunandi herbergistegundir í boði. Á staðnum er góð morgunverðar aðstaða, þægileg setustofa og vel búið eldhús sem gestir hafa afnot af.  

Á svæðinu:

  • Í Vatnajökulsþjóðgarði er úrval af afþreyingarmöguleikum. T.d. er hægt að fara í skipulagðar jöklaferðir, jöklagöngur og hestaferðir. 
  • Höfn er vel staðsett fyrir þá sem ætla að ganga hin stórbrotnu Lónsöræfi sem einkennast af tilkomumiklum líparít fjöllum, með klettóttum gljúfrum og öðru bergi sem saman skapa stórfenglegt sjónarspil lita. 
  • Heitu laugarnar í Glacier World – Hoffelli eru einungis í 19 km fjarlægð frá Höfn. Þar er tilvalið að gefa sér góðan tíma til að slaka á og njóta náttúrunnar eins og hún gerist best.  

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili

Bankastræti 7, 101 Reykjavík

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI. 

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.   

Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými.  Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur. 

www.lofthostel.is

Gistiheimilið Norður-Vík

Suðurvíkurvegur 5b, 870 Vík

Útsýni yfir sjóinn frá Vík, syðsta þorpi Íslands, er einhver sú dramatískasta sem þú munt sjá meðfram suðurströndinni, þar sem Reynisdrangar klettar skjóta óheiðarlega frá sjónum í fjarska.

Við bjóðum upp á gistingu í nágreninu. Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir bókanir og frekari upplýsingar. 

Dalvík Hostel

Vegamót, 620 Dalvík

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili og Vegamót smáhýsi.

Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess að reka kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi.

Gistingin sem við bjóðum er þessi:

Þrjú 15 ferm. smáhýsi á Dalvík, hvert með hjónarúmi og svefnsófa/stöku rúmi, einfaldri eldhúsaðstöðu með tveimur eldarvélarhellum, ísskáp og flestum tólum og tækjum til einfaldrar matargerðar. Snyrting með vaski en ekki sturta, gestir smáhýsanna fá frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur sem er í aðeins 250m fjarlægð. Heitur pottur og tunnusána í garðinum. Gisting gæti hentað 3 fullorðnum eða fjölskyldu með 1 - 2 börn. Frítt þráðlaust internet. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís. 

Sjá nánar 

Gamli bærinn á Dalvík er 30 ferm. 107 ára gamalt hús með sögu. Það er uppgert í upprunalegum stíl og er vinalegur og rómantískur staður til að gista á. Eldhús, snyrting með sturtu, stofa, frítt þráðlaust internet. Heitur pottur og tunnusána í garðinum (samnýtt með gestum smáhýsanna). Tvíbreitt rúm í stofu, dýnur á lofti. Gisting ætluð mest 4 fullorðnum en mögulega fleirum ef um er að ræða fjölskyldu með yngri börn. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.

Sjá nánar 

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, (einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, þrjú þriggja manna og svo fimm manna og sex manna herbergi). Þarna geta 20 manns gist. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum, einfalt eldhús á neðri hæð, fullbúið eldhús með setustofa á efri hæð. Frítt þráðlaust internet og einnig tölva í setustofu. Huggulegt og fallega skreytt hús sem hefur hlotið lof gesta sem þar hafa gist. Vinsæll gististaður fjölskyldna og hópa sem leigja oft húsið í heilu lagi í vetrarfríum, á skíðamótum eða kring um páska og aðra hátíðis- og frídaga. Frábær staðsetning og aðstaða fyrir fjallaskíðahópa, gönguhópa. Staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna, Hafnarbraut 4.

Sjá nánar 

Stutt er í alla hluti á Dalvík, matvöruverslun, vínbúð og fatahreinsun, Grímseyjarferjuna, Sundlaug Dalvíkur og byggðasafn, frábær hvalaskoðun bæði frá Dalvík og frá Hauganesi. Við rekum einnig skemmtilegt, kaffihús/bar Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal en þar er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað með anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks mars - maí, fiskisúpa, bjórbrauð, salat, kaffi og kökur ásamt heimabjórnum Kalda! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið/gamla bíóið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða fyrir uppákomur og sýningar.

Sjá nánar 

Skíðasvæðið okkar er aðeins um 800m frá miðju bæjarins! Á veturna erum við algjörlega miðsvæðis hvað varðar skíðaiðkun á svæðinu, rúmlega 30 km til bæði Akureyrar og Siglufjarðar ef gestir vilja fjölbreytni í skíðaiðkun sinni. Vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks alls staðar úr heiminum.

Hægt er að bóka alla gistingu með því að heimsækja heimasíðuna okkar eða hafa samband með tölvupósti: vegamot@vegamot.net eða með því að hringja í síma 699 6616.

Selfoss Hostel

Austurvegur 28, 800 Selfoss

Selfoss er notalegur bær með skemmtilegt bæjarstæði við Ölfusá. Þar er að finna alla helstu þjónustu enda miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi  og fjölbreytt afþreying í boði fyrir ferðamenn. Hringvegurinn, eða þjóðvegur nr. 1, liggur í gegnum bæinn og frá Selfossi liggja vegir til allra átta. Selfoss Hostel er því kjörinn áfangastaður á leið um Suðurland, hvort sem síðan er haldið til inn til landsins, niður til sjávar eða áfram eftir hringveginum. 

Á Selfossi er góð sundlaug með glæsilegu útivistarsvæði, heitum pottum, rennibraut og leiktækjum. Á bökkum Ölfusár er 9 holu golfvöllur og tilvalið er að fara í gönguferðir með ánni. Einnig er Ingólfsfjall kjörið uppgöngu og þaðan sést vel yfir sléttur Suðurlands, fjallahringinn í norðri og austri, og til Vestmannaeyja í suðri. Í bænum er Lista- og dýrasafn Árnesinga og gaman er að heimsækja Selfosskirkju og skoða steinda glugga kirkjunnar eftir Höllu Haraldsdóttur listakonu.

Hostelið er í glæsilegu gömlu húsi í miðju bæjarins. Þar eru 1-4 manna herbergi, vel útbúið gestaeldhús, þvottahús fyrir gesti og skemmtilegt útisvæði með borðum og leiksvæði fyrir börnin. Á hostelinu er hægt að fá morgunverð, nestispakka til dagsins og rjúkandi kaffi og bakkelsi á kaffihúsinu okkar. Í gestamóttökunni er hægt að fá upplýsingar um svæðið og bóka dagsferðir með ferðaþjónustuaðilum í nágrenninu.

Tehúsið Hostel

Kaupvangur 17, 700 Egilsstaðir

Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum.

Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar.

Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað.

Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki.

Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti.

Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi.

Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat.

Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar.

Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.

Korpudalur HI Hostel

Kirkjuból í Korpudal, 426 Flateyri

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili með aðgangi að eldhúsi fyrir gesti. Mjög rúmgott tjaldsvæði er á túnunum í kring.

Farfuglaheimilið er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði. Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Opnunartímar:
Opnunartími (yfir árið):    20 maí- 15 september

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. 


START Hostel

Lindarbraut 637, Ásbrú, 235 Reykjanesbær

START er hágæða Hostel á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll.  START býður gestum upp á ýmsa gistimöguleika, 2, 3, 4 manna herbergi og fjölskylduherbergi með sér baði (Hotel-standard), og einstklingsgistingu (Hostel gisting).  Öll gisting er miðuð við uppábúin rúm og morgunverður er innifalinn. Gestir hafa aðgangi að gestaeldhúsi og setustofu, WiFi í öllu húsinu og örbúð fyrir gesti er í gestamóttöku. 

Handklæði eru líka innifalinn í gistingunni, kaffi og te eru á boðstólnum 24 tíma sólahrings eins er móttakan opin allan sólahringinn á START.

 

Vagnsstaðir HI Hostel / Farfuglaheimili

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Við á Vagnsstöðum opnuðum annað og glæsilegt 15 herbergja farfuglaheimili sumarið 2017 þar sem við bjóðum upp á 2ja, 3ja og 4ra manna herbergi öll með baði, án eldunaraðstöðu en með möguleika á morgunmat.

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu. 

Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

 

Grundarfjörður HI Hostel / Farfuglaheimili

Hlíðarvegur 15, 350 Grundarfjörður

Segja má að Grundarfjörður sé miðbær Snæfellsness, þar sem bærinn liggur mitt á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er jafnframt heimabær Kirkjufells sem er eitt frægasta fjall landsins ef ekki heimsins alls. En fjallið hefur m.a. komið fyrir í frægum skáldsögum höfundanna; Halldórs Laxness og Jules Verne og í frægum Hollywood kvikmyndum á borð við „The secret life of Walter Mitty“.

Útsýnið á Grundarfirði er stórbrotið þar sem sjávarsíðan og fjöllin mætast og hægt er að dást að fegurðinni beint út um gluggann á litríka gistiheimilinu.

Á svæðinu:

  • Snæfellsjökulsþjóðgarður er stutt frá. Þar má m.a. finna jökulinn sem þjóðgarðurinn er nefndur eftir. Í vinsælu skáldsögunni „ferðin að miðju jarðar“ eftir Jules Verne var innganginn að miðju jarðar að finna á jöklinum.
  • Fræðist um sögu hákarlaveiða á Íslandi og smakkið hákarl á Hákarlasafninu Bjarnarhöfn.  
  • Bæirnir Stykkishólmur, Arnarstapi og Búðir eru allir í stuttri akstursfjarlægð frá Grundarfirði.
  • Mikið úrval af hvala- og fuglaskoðunar ferðum frá Grundarfirði þar sem m.a. er hægt að sjá háhyrninga, höfrunga og sjófugla.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.   

Hostel B47

Barónsstígur 47, 101 Reykjavík

HOSTEL B47 er til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, í góðu göngufæri við miðbæinn. Bókanir fara fram á Netinu og fá gestir sendan aðgangskóða í tölvupósti sem þeir nota til að fá aðgang að húsinu og opna herbergi sín. Bæði er boðið upp á sérherbergi fyrir 2-5 manns og sameiginleg herbergi.

Frystiklefinn Hostel og menningarsetur

Hafnargata 16, Rifi, 360 Hellissandur

The Freezer Hostel & Apartments býður uppá gistingu og menningarviðburði allt árið um kring.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Bakki HI Hostel & Apartments / Farfuglaheimili

Eyrargata 51-53, 820 Eyrarbakki

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili

Akurgerði 7, 670 Kópasker

Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið gegnum heimasíðu

Vík HI Hostel / Farfuglaheimili

Suðurvíkurvegur 5, 870 Vík

Gistiheimilið er frábærlega staðsett efst í bænum Vík með glæsilegu útsýni yfir bæinn og hina frægu Reynisdranga sem standa upp úr sjónum á ströndinni neðan við bæinn. 

Á gistiheimilinu er hlýlegt andrúmsloft og fyrsta flokks þjónusta. Þar er alltaf nóg um að vera, en á bænum búa 72 hænur, þrír hundar, einn köttur og nokkrar endur. Staðurinn býður upp á frábæran morgunmat með heimabökuðu brauði, eggjum frá bænum og heimagerðri sultu. 

Á svæðinu:

  • Reynisfjara er í næsta nágrenni við Vík. Við Reynisfjöru er Hálsanefshellir ásamt mjög fögrum stuðlabergsmyndum. Gæta skal varúðar við Reynisfjöru þar sem öldurnar geta verið varasamar og auðveldlega gengið langt inn á land og hrifsað með sér fólk út á sjó.  
  • Dyrhólaey er í stuttri akstursfjarlægð og er tilvalinn staður fyrir fuglaskoðara, með stóra lundabyggð.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  

Farfuglaheimilið Sæberg

Reykjaskóli, Hrútafjörður, 500 Staður

Farfuglaheimilið Sæberg er við austanverðan Hrútafjörð, rétt við Reykjaskóla, um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farfuglaheimilið er í reisulegu húsi sem fyrrum var bóndabær og stendur á nesi sem gengur út í fjörðinn og nefnist Stekkjarnes. Bæjarstæðið er sérstakt og er þaðan víðsýnt um sveitina. Auk gistingar í húsinu er boðið upp á gistingu í tveimur smáhýsum fyrir þá sem kjósa það heldur. Heitur pottur og tjaldstæði með eldunaraðstöðu og góðri snyrtiaðstöðu er á staðnum. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu, um fjöruna og upp á Hrútafjarðarháls, auk þess sem hægt er að ganga þurrum fótum út á miðjan fjörð eftir Reykjarifi á stórstreymisfjöru. Fjölskrúðugt fuglalíf. Sundlaug er í Reykjaskóla og mjög áhugavert byggðasafn, þar sem m.a. má finna hákarlaskipið Ófeig. Þeir gestir sem koma með áætlunarbíl fara úr við Reykjaskóla. Athugið að næsta verslun er í 18 km fjarlægð.

Bus Hostel Reykjavík

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Sjávarborg

Hafnargata 4, 340 Stykkishólmur

Sjávarborg er gistihús og kaffihús við höfnina í Stykkishólmi. Herbergi eru af mismunandi stærðum, bæði 2ja manna og fjölskylduherbergi. Morgunverður í boði á kaffihúsinu en einnig hægt að nota gestaeldhús til að útbúa máltíðir. 

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili

Húsey, 701 Egilsstaðir

Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Víðsýni er mikið í Húsey og fagurt til allra átta. Selir liggja á eyrum fljótanna  Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þarna er að sjá marga fugla t.d. kjóa, skúm og lóminn. Oft má líka sjá hreindýr. Best af öllu er að njóta náttúrunnar á hestbaki en farið er daglega í selaskoðun á hestbaki kl 10:00 og 17:00. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér.

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem var endurnýjað til þeirra nota. Þar er hægt að gista og góð eldunaraðstaða fyrir hendi. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði með sameiginlegum baðherbergjum, eldhúsi, stofu og glerhúsi.

Hestaferðir Húsey
Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Hundruð sela liggja á eyrum í Jöklu, lómurinn verpir í tugatali, þarna er eitt stærsta kjóavarp í heimi og skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn.

Best af öllu er að njóta einstakrar náttúru af hestbaki, en farið er daglega í selaskoðun kl. 10 og kl. 17 og tekur um 2 klst. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér. Einnig er boðið uppá lengri reiðtúra, 4 klst meðfram ánum.

Húsey er fornfrægt býli á undirlendinu í millum tveggja fallvatna úti við Héraðsflóa, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Býlið er einkum þekkt með þjóðinni fyrir náttúrufar og dýralíf, einkum seli, fugla og hreindýr. Líkast er Húsey einn fárra staða í víðri veröld þar sem unnt er að panta selaskoðun á hestbaki! 

Student Hostel - Gamli Garður

Hringbraut 29, 101 Reykjavík
Student Hostel (Gamla Garði) býður upp á skemmtilega gistingu yfir sumarmánuðina. Í boði eru 42 herbergi í Gamla Garði með sameiginlegum baðherbergjum og fullbúnum, endunýjuðum og nútímalegum eldhúsum. Í nýju álmunni eru í boði nútímaleg herbergi með með sérbaðherbergi og glæsilegri sameiginlegri aðstöðu.

Broddanes – HI Hostel / Farfuglaheimili

Broddanesskóli, 510 Hólmavík

Broddanes Hostel er lítið, vinalegt farfuglaheimili sem einkennist af frið og ró. Náttúra svæðisins er mjög sérstök og fjölbreytt og þar má finna nes, voga, eyjar, hólma og sker. Mikið fuglalíf er á svæðinu og því tilvalinn staður fyrir þá sem hafa gaman af fuglaskoðun. Einnig má sjá seli synda við ströndina eða flatmaga á skerjum í nágrenninu.

Fyrir þá ævintýragjörnu er tilvalið að leigja kajak og komast í meira návígi við fugla og seli eða bara til kanna svæðið frá öðru sjónarhorni. Einnig er hægt að fara í styttri og lengri gönguferðir -meðfram ströndinni eða upp til fjalla – allt eftir getu og vilja hvers og eins.

Á svæðinu:

· Broddanes er miðsvæðis á Ströndum aðeins 35 km sunnan Hólmavíkur og því tilvalinn staður til að dvelja á og fara í dagsferðir um nágrennið.

· Sauðfjársetur – safn og kaffihús – er aðeins í 20 mínútna aksturfjarlægð

· Hólmavík - þar er verslun, sundlaug, golfvöllur, kaffihús, veitingastaðir og Galdrasafnið. Þar er einnig boðið upp á hvalaskoðunarferðir.

· Drangsnes - Dagsferð á Drangsnes með viðkomu í heitu pottunum í fjöruborðinu eða ferð út í Grímsey

· Bjarnarfjörður með Kotbýli kuklarans og Gvendarlaug.

Athugasemdir:

Farfuglaheimilið er staðsett á vegi nr. 68, í um 240 km fjarlgæð frá Reykjavík og 35 km sunnan Hólmavíkur. Ekki er boðið upp á neinar veitingar en stórt eldhús er til staðar fyrir gesti. Næsta matvöruverslun er á Hólmavík.

Farfuglaheimilið Akureyri

Stórholt 1, 603 Akureyri

Akureyri H.I. Hostel

Aðalbygging

Aðalbyggingin er á tveimur hæðum með 18 fallega búnum herbergjum;( : ) frá eins manns upp í sex manna fjölskylduherbergi.  Inni á herbergjum eru;(:) rúm með lesljósi, sængur & koddar, borð & stólar, fataskápar, hárþurrkur, sjónvörp, frír netaðgangur og fleira.

Á hvorri hæð eru vel útbúin eldhús og góð mataraðstaða. Setustofa er á efri hæð hússins. Grill er á verön(l)dinni ásamt stólum & borðum. Herbergin og aðstaðan hentar fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þá sem ferðast saman í hópum. Hægt er að leigja aðra hvora hæðina eða allt húsið. Snyrtingar og sturtur eru sameiginlegar og eru þær á báðum hæðum en einnig er tveggja manna með sér snyrtingu.

Á neðrihæð hússins er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða.

Sumarhús

Tvö stór og fullbúin sumarhús eru í garðinum hjá farfuglaheimilinu. Hvort sumarhús fyrir sig tekur átta manns í rúm(J; eitt tveggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og á svefnloftinu eru tvö rúm. Góð fullbúin eldhús eru í sumarhúsunum, baðherbergi með sturtu og seturstofa. Á palli sumarhúsanna eru borð & stólar og grillaðstaða. Í sumarhúsunum er frír netaðgangur. Með leigu á sumarhúsi er aðgangur að heitum potti.

Smáhýsi

Eitt smáhýsi er til leigu sem rúmar þrjá. Í húsinu eru borð & stólar og snyrting, ekki er sturta í smáhýsinu en leigendur fá( svo) lykil af aðalbyggingu til að notast við eldhús og sturtur. Á palli smáhýsisins eru borð & stólar. Frír netaðgangur er í smáhýsinu.

 

Boðið er upp á svefnpokapláss (tekinn er með svefnpoki eða rúmföt – sængur & koddar á herbergjum) einnig bjóðum við upp á uppábúin rúm.

Í nánasta umhverfi má finna Bónus, bakarí, Dóminos, Glerártorg u.þ.b. 200 metra frá og miðbærinn er í um 10 mínútna göngufjarðlægð.

Gestum er boðið upp á afsláttarmiða á Greifann veitingarhús, Hvalaskoðun og hestbak. Ef gestir þurfa höfum við farangursgeymslu og aðstöðu fyrir skíðafólk.

Fjölskyldan í Stórholti 1 hefur lagt sig fram síðan árið 1967 að bjóða alla velkomna og gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta.

Kex Hostel

Skúlagata 28, 101 Reykjavík

KEX var stofnað árið 2010 af gömlum vinahópi sem langaði að taka sér nýtt og spennandi verkefni fyrir hendur. Hugmyndin að KEX kviknaði þegar félagarnir skoðuðu yfirgefna byggingu sem áður hafði hýst kexverksmiðjuna Frón. Þetta gamla og glæsilega verksmiðjuhúsnæði stóð autt og hafði næstum orðið niðurrifi að bráð. KEX var innréttað með virðingu fyrir sögu hússins og verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín. Í stað þess að rífa allt út og raða inn fjöldaframleiddu dóti voru húsgögn með mikla reynslu látin ganga fyrir. Nánast allt sem kom inn á KEX átti sitt fyrra líf og sál. Sameiginleg fyrri reynsla þessara hluta á stóran þátt í að skapa sálina og andrúmsloftið í KEX.

KEX er svefnstaður, bækistöð, þvotta- og eldhús, hvíldarstaður, staður tónlistar og menningar fyrir frjálsa huga hvaðan sem þeir koma.

Á KEX er í boði gisting fyrir 142 gesti, í mismunandi herbergjum og verðflokkum. Þar er einnig þvottahús, líkamsræktaraðstaða, gestaeldhús, gastro pub, þráðlaust net og margt fleira.

Ósar Hostel

Vatnsnes, 531 Hvammstangi

Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel. 

Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands. 

Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.

Eldunaraðstaða. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Midgard Base Camp

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard. 

Frábær staðsetning
Staðsetning Midgard er fullkomin fyrir gesti sem vilja upplifa alla þá fallegu staði sem vert er að skoða á Suðurlandi. Andrúmsloftið er afslappað og vinalegt. Midgard fjölskyldan tekur brosandi á móti gestum og er alltaf reiðubúin að aðstoða við ferðaplön og gefa ráðleggingar.

Hótel og hostel
Midgard býður upp á kojuherbergi og prívat-herbergi  (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn. 

Spennandi veitingastaður
Midgard Restaurant býður upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Lögð er áhersla á að nota hráefni úr heimabyggð. Boðið er upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

Fyrirmyndaraðstaða fyrir gesti
Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.

Saga Midgard
Nafnið Midgard kemur úr Norrænni goðafræði og er heiti yfir mannheima. Saga Midgard hófst árið 2010 þegar Midgard Adventure var stofnað. Eftir að hafa farið  með gesti í dagsferðir var venjan að kíkja við á heimili einhvers í Midgard fjölskyldunni og þannig kviknaði hugmyndin um Midgard Base Camp. Hugmyndin var að bjóða upp á stað þar sem gestir gætu gist og snætt, einskonar framlenging á heimilum fjölskyldunnar. Staður sem gott er að koma á, með notalegri stemningu og vinalegu andrúmslofti.

Viðburðir
Það er alltaf eitthvað í gangi á Midgard. Allir viðburðir eru á Facebook síðu Midgard Base Camp. Happy Hour er á barnum alla daga frá kl. 17-19.

Dagsferðir eða lengri ferðir
Midgard Adventure er einnig til húsa í sömu byggingu og gestir koma þar saman í upphafi ferða, hvort sem um er að ræða dagsferð eða lengri ferðir.

Áhugaverðir tenglar:

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Heimasíða Midgard Adventure

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Base Camp á Facebook

Midgard Adventure á Facebook

@Midgard.Base.Camp á Instagram

@MidgardAdventure á Instagram

Volcano Huts Þórsmörk

Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,

Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk

Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. 

Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is

Þjónusta í Húsadal

Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.

Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug. 

Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. 

Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.

Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is  

Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +