Fara í efni

Farfuglaheimili og hostel

66 niðurstöður

Farfuglaheimilið Blesastöðum

Blesastaðir 3, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og upplýsinga.

Efra-Sel Hostel

Golfvöllurinn Efra-Sel, 846 Flúðir

Efra-Sel hostel
Gistihúsið er staðsett á bænum Efra-Sel, 3 km. frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Á Efra-Seli er einnig veitingastaður (Kaffi-Sel) og 18 holu golfvöllur.

Í húsinu eru 5 tveggja manna herbergi og 1 fjölskylduherbergi (hámark 4 manns). Eldhús og tvö baðherbergi eru sameiginleg. Heitur pottur er við húsið og frí nettenging (ljósleiðari). Húsið stendur upp á hæð og er útsýni mjög gott.

Staðsetningin er hentug fyrir ferðafólk sem vill skoða allt það sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Á Flúðum er öll helsta þjónusta í boði (s.s. sundlaug, hraðbanki, verslun, vínbúð) og Gamla Laugin í Hvammi (Secret Lagoon) er í ca. 3 km. fjarlægð frá okkur.

Veitingastaðurinn okkar, Kaffi-Sel, er opinn frá því snemma á vorin og fram á haust. Þar er boðið upp á "gourmet" pizzur og hamborgara, salöt, súpur og kaffimeðlæti. Bjóðum einnig upp á veisluhlaðborð eftir óskum hvers og eins. Utan reglubundins opnunartíma er hægt að panta fyrir hópa, miðað við 20 manns eða fleiri og þá með nokkurra daga fyrirvara.

Frekari upplýsingar um gistinguna er að finna inn á www.booking.com og www.airbnb.com þar sem hægt er að bóka hvert herbergi fyrir sig (#1 til #6). Einnig má hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið info@kaffisel.is. Hlökkum til að sjá ykkur.

Kaffi-Sel
Veitingastaðurinn Kaffi-Sel er opinn frá vori og fram á haust. Þar er boðið upp á "gourmet" pizzur og hamborgara, salöt, súpur og kaffimeðlæti. Bjóðum einnig upp á veisluhlaðborð eftir óskum hvers og eins. Utan opnunartíma er hægt að panta fyrir hópa, miðað við 20 manns eða fleiri og þá með nokkurra daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu okkar, kaffisel.is, og á facebook síðunni "kaffi-sel".

Gistiheimilið Norður-Vík

Suðurvíkurvegur 5b, 870 Vík

Útsýni yfir sjóinn frá Vík, syðsta þorpi Íslands, er einhver sú dramatískasta sem þú munt sjá meðfram suðurströndinni, þar sem Reynisdrangar klettar skjóta óheiðarlega frá sjónum í fjarska.

Við bjóðum upp á gistingu í nágreninu. Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Fit Hostel

Fitjabraut 6a, 260 Reykjanesbær

Eldunaraðstaða. Reyklaust farfuglaheimili.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Dalur - HI Hostel

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Dalur Hostel býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Dalur Hostel ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

Farfuglaheimilið Sæberg

Reykjaskóli, Hrútafjörður, 500 Staður

Farfuglaheimilið Sæberg er við austanverðan Hrútafjörð, rétt við Reykjaskóla, um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farfuglaheimilið er í reisulegu húsi sem fyrrum var bóndabær og stendur á nesi sem gengur út í fjörðinn og nefnist Stekkjarnes. Bæjarstæðið er sérstak og er þaðan víðsýnt um sveitina. Auk gistingar í húsinu er boðið upp á gistingu í tveimur smáhýsum fyrir þá sem kjósa það heldur. Heitur pottur og tjaldstæði með eldunaraðstöðu og góðri snyrtiaðstöðu. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu, um fjöruna og upp á Hrútafjarðarháls, auk þess sem hægt er að ganga þurrum fótum út á miðjan fjörð eftir Reykjarifi á stórstreymisfjöru. Fjölskrúðugt fuglalíf. Sundlaug er í Reykjaskóla og mjög áhugavert byggðasafn, þar sem m.a. má finna hákarlaskipið Ófeig. Þeir gestir sem koma með áætlunarbíl fara úr við Reykjaskóla. Athugið að næsta verslun er í 18 km fjarlægð.

SIMA Hostel

Ránargata 1, 425 Flateyri

SIMA-Hostel er gistiheimili á Flateyri í Önundarfiði í hjarta Vestfjarða. Við bjóðum upp á rúmgóð herbergi og aðgang að vel útbúnu eldhúsi og sameiginlegum stofum á báðum hæðum.

Ókeypis aðgangur er að þráðlausu neti.

Farfuglaheimilið á Dalvík

Vegamót, 620 Dalvík

Dalvík hostel og Vegamót smáhýsi.

Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess að reka kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi.

Gistingin sem við bjóðum er þessi:

Þrjú 15 ferm. smáhýsi á Dalvík, hvert með hjónarúmi og svefnsófa/stöku rúmi, einfaldri eldhúsaðstöðu með tveimur eldarvélarhellum, ísskáp og flestum tólum og tækjum til einfaldrar matargerðar. Snyrting með vaski en ekki sturta, gestir smáhýsanna fá frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur sem er í aðeins 250m fjarlægð. Heitur pottur og tunnusána í garðinum. Gisting gæti hentað 3 fullorðnum eða fjölskyldu með 1 - 2 börn. Frítt þráðlaust internet. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.

Sjá nánar

Gamli bærinn á Dalvík er 30 ferm. 107 ára gamalt hús með sögu. Það er uppgert í upprunalegum stíl og er vinalegur og rómantískur staður til að gista á. Eldhús, snyrting með sturtu, stofa, frítt þráðlaust internet. Heitur pottur og tunnusána í garðinum (samnýtt með gestum smáhýsanna). Tvíbreitt rúm í stofu, dýnur á lofti. Gisting ætluð mest 4 fullorðnum en mögulega fleirum ef um er að ræða fjölskyldu með yngri börn. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.

Sjá nánar

Gimli hostel á Dalvík er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, (einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, þrjú þriggja manna og svo fimm manna og sex manna herbergi). Þarna geta 20 manns gist. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum, einfalt eldhús á neðri hæð, fullbúið eldhús með setustofa á efri hæð. Frítt þráðlaust internet og einnig tölva í setustofu. Huggulegt og fallega skreytt hús sem hefur hlotið lof gesta sem þar hafa gist. Vinsæll gististaður fjölskyldna og hópa sem leigja oft húsið í heilu lagi í vetrarfríum, á skíðamótum eða kring um páska og aðra hátíðis- og frídaga. Frábær staðsetning og aðstaða fyrir fjallaskíðahópa, gönguhópa. Staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna, Hafnarbraut 4.

Sjá nánar

Stutt er í alla hluti á Dalvík, matvöruverslun, vínbúð og fatahreinsun, Grímseyjarferjuna, Sundlaug Dalvíkur og byggðasafn, frábær hvalaskoðun bæði frá Dalvík og frá Hauganesi. Við rekum einnig skemmtilegt, kaffihús/bar Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal en þar er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað með anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks mars - maí, fiskisúpa, bjórbrauð, salat, kaffi og kökur ásamt heimabjórnum Kalda! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið/gamla bíóið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða fyrir uppákomur og sýningar.

Sjá nánar

Skíðasvæðið okkar er aðeins um 800m frá miðju bæjarins! Á veturna erum við algjörlega miðsvæðis hvað varðar skíðaiðkun á svæðinu, rúmlega 30 km til bæði Akureyrar og Siglufjarðar ef gestir vilja fjölbreytni í skíðaiðkun sinni. Vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks alls staðar úr heiminum.

Hægt er að bóka alla gistingu með því að heimsækja heimasíðuna okkar eða hafa samband með tölvupósti: vegamot@vegamot.net eða með því að hringja í síma 699 6616.

Midgard Base Camp

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard.

Frábær staðsetning
Staðsetning Midgard er fullkomin fyrir gesti sem vilja upplifa alla þá fallegu staði sem vert er að skoða á Suðurlandi. Andrúmsloftið er afslappað og vinalegt. Midgard fjölskyldan tekur brosandi á móti gestum og er alltaf reiðubúin að aðstoða við ferðaplön og gefa ráðleggingar.

Hótel og hostel
Midgard býður upp á kojuherbergi og prívat-herbergi (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn.

Spennandi veitingastaður
Midgard Restaurant býður upp á "Feel Good Food" sem bæði nærir og kætir. Lögð er áhersla á að nota hráefni úr heimabyggð. Boðið er upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

Fyrirmyndaraðstaða fyrir gesti
Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.

Saga Midgard
Nafnið Midgard kemur úr Norrænni goðafræði og er heiti yfir mannheima. Saga Midgard hófst árið 2010 þegar Midgard Adventure var stofnað. Eftir að hafa farið með gesti í dagsferðir var venjan að kíkja við á heimili einhvers í Midgard fjölskyldunni og þannig kviknaði hugmyndin um Midgard Base Camp. Hugmyndin var að bjóða upp á stað þar sem gestir gætu gist og snætt, einskonar framlenging á heimilum fjölskyldunnar. Staður sem gott er að koma á, með notalegri stemningu og vinalegu andrúmslofti.

Viðburðir
Það er alltaf eitthvað í gangi á Midgard. Allir viðburðir eru á Facebook síðu Midgard Base Camp. Happy Hour er á barnum alla daga frá kl. 17-19.

Dagsferðir eða lengri ferðir
Midgard Adventure er einnig til húsa í sömu byggingu og gestir koma þar saman í upphafi ferða, hvort sem um er að ræða dagsferð eða lengri ferðir.

Áhugaverðir tenglar:

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Heimasíða Midgard Adventure

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Base Camp á Facebook

Midgard Adventure á Facebook

@Midgard.Base.Camp á Instagram

@MidgardAdventure á Instagram

Guesthouse Gaulverjaskóli / The Old School House

Gaulverjaskóli, 801 Selfoss

Þjónusta árið 2020-21 : Húsið einungis leigt út í heilu lagi fyrir hópa.

Aðstaða: Gisting fyrir alls 28 manns í 8 herbergjum 1 til 6 manna, og 3 baðherbergi með sturtu. Matsalur með eldunaraðstöðu fyrir gesti er í sér húsi. Stór garðskáli til að njóta allra veðra. Héðan er göngufæri niður að Gaulverjabæjarkirkju og ekki nema 104 metrar yfir í félagsheimili, svo þetta er kjörinn staður fyrir margskonar viðburði t.d brúðkaup, ættarmót, afmæli, fermingarbarnamót, íþróttabúðir, námskeiðahald, fundi og ráðstefnur svo eitthvað sé nefnt.

Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík er 65 km, 13 km sunnan (neðan ) við Selfoss og 10 km austan við Stokkseyri, í hjarta flóans við veg 33, Gaulverjabæjarveginn rétt við hliðina á félagsheimilinu Félagslundi og á móti Gaulverjabæ og kirkju.
Frá Gaulverjaskóla er víðsýnna en á flestum stöðum á Íslandi.
Í næsta nágrenni eru gömlu sjáfarþorpin Stokkseyri og Eyrarbakki, með sína frábæru veitingarstaði, söfn, kajak leigu,stórkostlega fjöru o,f.l og o.fl. (sjá tenglar) Tré og List að Forsæti, hestaleigan að Egilsstöðum (11 km) Sveitabúðin Sóley er að Tungu.

Vibrant Iceland Hostel

Kaplahraun 9b, 220 Hafnarfjörður

Vibrant Iceland Hostel býður upp á frábæra gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu, Vibrant er nýtt gistiheimili sem býður upp á gæða gistingu í sérsmíðuðum kojum sem bjóða upp á meira næði en hefðbundnar kojur.

Vibrant Iceland Hostel býður upp á frábæra salernis- og sturtuaðstöðu, við bjóðum upp á fullkomið eldhús þar sem gestir geta útbúið sínar eigin máltíðir, við bjóðum einnig upp á frítt kaffi og te ásamt því að Bónus og Krónan eru í 5 mínútna göngufjarlægð frá gistiheimilinu. Stutt er að sækja veitingastaði, bakarí og aðra þjónustu ásamt því að Strætó stoppar rétt hjá.

Verið velkomin!

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.

Álfahlíð/Dvergahlíð: Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft. Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur, einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð: Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. 2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar. Ekki er mikill trjágróður á staðnum. Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur. Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu, t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga. Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi, við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

Central Guesthouse Reykjavík

Laufásvegur 2, 101 Reykjavík

Central Guesthouse Reykjavík er lítið fjölskyldurekið Gistiheimili.

Gistiheimilið er mjög vel staðsett í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning okkar er í hjarta miðborgar Reykjavíkur þar sem margir nálægir staðir eru eins og; hvalaskoðun, leikhús, söfn , listasöfn, veitingastaðir og sundlaugar.

Hjá Marlín

Vallargerði 9, 730 Reyðarfjörður

Farfuglaheimilið er samtvinnað við kaffihúsið Hjá Marlín og er rekið í þremur húsum sen getur hýst allt að 100 gesti, í einsmanns, 2ja manna, 3ja manna og 4ra manna herbergjum. Svefnpokapláss og uppbúin rúm, bæði boðið upp á sameiginleg baðherbergi og herbergi með einkabaðherbergi. Öll hús eru með fullbúin eldhús og setustofur. Morgunverðarþjónusta er í boði en einnig er góð eldunaraðstaða.

Internet, þvottaþjónusta og eldunaraðstaða.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

reydarfjordur@hostel.is

Frystiklefinn Hostel og menningarsetur

Hafnargata 16, Rifi, 360 Hellissandur

The Freezer Hostel er margverðlaunað ferðaþjónustu- og menningarfyrirtæki, staðsett í uppgerðu og endurnýjuðu fiskvinnsluhúsi í Rifi, Snæfellsbæ. Markmið okkar er að gefa kost á einstæðum gistimöguleikum ásamt framúrskarandi list- og menningardagskrá fyrir gesti okkar.Við bjóðum upp ódýra gistingu í sameiginlegum rýmum ásamt íbúðagistingu bæði í fjölskylduíbúðum og frábærum stúdíóíbúðum.

Tehúsið Hostel

Kaupvangur 17, 700 Egilsstaðir

Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum.

Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar.

Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað.

Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki.

Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti.

Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi.

Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat.

Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar.

Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.

Volcano Huts Þórsmörk

Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,

Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk

Volcano Huts er þjónustufyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.

Þjónusta í Húsadal

Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra til fimm manna smáhýsum, eins og tveggja manna herbergjum, glæsitjöldum og á tjaldsvæðum. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.

Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Boðið er upp á nudd, yoga og hægt er að halda kvöldvökur við varðeld.

Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Samgöngur: Til að komast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. Staðarhaldari í Húsadal getur veitt aðstoð við að komast yfir Krossá.

Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.

Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadal er að finna á vefsíðunni http://www.volcanohuts.com og hægt er að hringja í síma 419 4000 eða senda tölvupóst á netfangið volcanohuts@northerndestinations.is


Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 til 5 pers - 8 stk
Skálagisting - 60 rúm
Tjaldstæði 100 +

Volcano Huts

S: 419 4000
@: info@volcanotrails.is
www.volcanotrails.is

Loft - HI Hostel

Bankastræti 7, 101 Reykjavík

LOFT er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI.

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á LOFT eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými. Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á LOFT er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 - 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur.

www.lofthostel.is

Hafaldan HI hostel - gamli spítalinn

Suðurgata 8, 710 Seyðisfjörður

Farfuglaheimilið Hafaldan á Seyðisfirði býður uppá gistingu í tveimur húsum í bænum. Starfsemin hófst á sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975.

Á gamla spítalanum að Suðurgötu 8 býður Hafaldan uppá fjölbreytta gistimöguleika miðsvæðis í bænum. Stöðugar endurbætur hafa verið á húsinu til að sníða það betur að þörfum ferðalangsins síðustu ár. Breytingarnar hafa fallið vel í kramið hjá góðum gestum sem hafa hrifist mjög af hönnun þess sem er í senn tignlarleg og hlýleg. Herbergisgerðirnar eru: tveggja manna herbergi með eða án baðherbergis, fjögurra og fimm manna herbergi, rúm í svefnsal og sérsniðin fjölskylduherbergi. Nýjasta aðstaðan er fallegt SPA í kjallaranum þar sem er hægt að fara í gufubað í fallegri aðstöðu með sturtum og setustofu til að kæla sig á milli. Það einfaldlega verður ekki betra !

Góð sameiginleg rými eru til staðar: Fallegt eldhús, borðstofa, þvottaaðstaða og þráðlaus nettenging, lúxus kaffivél með kaffidrykkjum og lítill bar með vel völdum bjór og víni er í afgreiðslunni. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu. Ef gestir koma án morgunverðs þá lumum við á nýbökuðum croissants með osti og sultu gegn sanngjörnu verði.

Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.

Á heimasíðunni gengur spítalinn gamli i undir heitinu Hafaldan Old Hospital. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611 4410 & tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is. Við tökum vel á móti þér !

text

Hostel B47

Barónsstígur 47, 101 Reykjavík

HOSTEL B47 er til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, í góðu göngufæri við miðbæinn. Bókanir fara fram á Netinu og fá gestir sendan aðgangskóða í tölvupósti sem þeir nota til að fá aðgang að húsinu og opna herbergi sín. Bæði er boðið upp á sérherbergi fyrir 2-5 manns og sameiginleg herbergi.

Kex Hostel

Skúlagata 28, 101 Reykjavík

KEX var stofnað árið 2010 af gömlum vinahópi sem langaði að taka sér nýtt og spennandi verkefni fyrir hendur. Hugmyndin að KEX kviknaði þegar félagarnir skoðuðu yfirgefna byggingu sem áður hafði hýst kexverksmiðjuna Frón. Þetta gamla og glæsilega verksmiðjuhúsnæði stóð autt og hafði næstum orðið niðurrifi að bráð. KEX var innréttað með virðingu fyrir sögu hússins og verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín. Í stað þess að rífa allt út og raða inn fjöldaframleiddu dóti voru húsgögn með mikla reynslu látin ganga fyrir. Nánast allt sem kom inn á KEX átti sitt fyrra líf og sál. Sameiginleg fyrri reynsla þessara hluta á stóran þátt í að skapa sálina og andrúmsloftið í KEX.

KEX er svefnstaður, bækistöð, þvotta- og eldhús, hvíldarstaður, staður tónlistar og menningar fyrir frjálsa huga hvaðan sem þeir koma.

Á KEX er í boði gisting fyrir 142 gesti, í mismunandi herbergjum og verðflokkum. Þar er einnig þvottahús, líkamsræktaraðstaða, gestaeldhús, gastro pub, þráðlaust net og margt fleira.

Bus Hostel

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Farfuglaheimilið Akureyri

Stórholt 1, 603 Akureyri

Akureyri H.I. Hostel

Aðalbygging

Aðalbyggingin er á tveimur hæðum með 18 fallega búnum herbergjum;( : ) frá eins manns upp í sex manna fjölskylduherbergi. Inni á herbergjum eru;(:) rúm með lesljósi, sængur & koddar, borð & stólar, fataskápar, hárþurrkur, sjónvörp, frír netaðgangur og fleira.

Á hvorri hæð eru vel útbúin eldhús og góð mataraðstaða. Setustofa er á efri hæð hússins. Grill er á verön(l)dinni ásamt stólum & borðum. Herbergin og aðstaðan hentar fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þá sem ferðast saman í hópum. Hægt er að leigja aðra hvora hæðina eða allt húsið. Snyrtingar og sturtur eru sameiginlegar og eru þær á báðum hæðum en einnig er tveggja manna með sér snyrtingu.

Á neðrihæð hússins er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða.

Sumarhús

Tvö stór og fullbúin sumarhús eru í garðinum hjá farfuglaheimilinu. Hvort sumarhús fyrir sig tekur átta manns í rúm(J; eitt tveggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og á svefnloftinu eru tvö rúm. Góð fullbúin eldhús eru í sumarhúsunum, baðherbergi með sturtu og seturstofa. Á palli sumarhúsanna eru borð & stólar og grillaðstaða. Í sumarhúsunum er frír netaðgangur. Með leigu á sumarhúsi er aðgangur að heitum potti.

Smáhýsi

Eitt smáhýsi er til leigu sem rúmar þrjá. Í húsinu eru borð & stólar og snyrting, ekki er sturta í smáhýsinu en leigendur fá( svo) lykil af aðalbyggingu til að notast við eldhús og sturtur. Á palli smáhýsisins eru borð & stólar. Frír netaðgangur er í smáhýsinu.

Boðið er upp á svefnpokapláss (tekinn er með svefnpoki eða rúmföt - sængur & koddar á herbergjum) einnig bjóðum við upp á uppábúin rúm.

Í nánasta umhverfi má finna Bónus, bakarí, Dóminos, Glerártorg u.þ.b. 200 metra frá og miðbærinn er í um 10 mínútna göngufjarðlægð.

Gestum er boðið upp á afsláttarmiða á Greifann veitingarhús, Hvalaskoðun og hestbak. Ef gestir þurfa höfum við farangursgeymslu og aðstöðu fyrir skíðafólk.

Fjölskyldan í Stórholti 1 hefur lagt sig fram síðan árið 1967 að bjóða alla velkomna og gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta.

Lækur Hostel

Laugarnesvegur 74 a, 105 Reykjavík

Góð gisting á besta stað.

Hafaldan HI hostel - bragginn

Ránargata 9, 710 Seyðisfjörður

Farfuglaheimilið Hafaldan býður uppá gistingu í tveimur húsum á Seyðisfirði. Starfsemin hófst á
sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975.

Í gamla síldarvinnslubragganum hóf Farfuglaheimilið Hafaldan göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er undir hinu merka fjalli Bjólfi og í mikilli nálægð við sjóinn. Bláa borðstofan býður uppá mikilfenglegt útsýni út fjörðinn sem seint gleymist og það getur verið erfitt að slíta sig frá málsverðinum þar.

Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma.

Hostelið býður uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu.

Á hostelinu er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, mjög vel búið eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.

Á heimasíðunni gengur síldarbragginn góði undir heitinu Hafaldan Harbour. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611-4410 &
tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is.

Við tökum vel á móti þér !

Ferðaþjónustan Húsey / Horse Riding Húsey

Húsey, 701 Egilsstaðir

Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Víðsýni er mikið í Húsey og fagurt til allra átta. Selir liggja á eyrum fljótanna Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þarna er að sjá marga fugla t.d. kjóa, skúm og lóminn. Oft má líka sjá hreindýr. Best af öllu er að njóta náttúrunnar á hestbaki en farið er daglega í selaskoðun á hestbaki kl 10:00 og 17:00. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér.

Farfuglaheimilið er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem var endurnýjað til þeirra nota. Þar er hægt að gista og góð eldunaraðstaða fyrir hendi. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði með sameiginlegum baðherbergjum, eldhúsi, stofu og glerhúsi.

Verðskrá 2021 (ath rúmfatnaður innifalinn):
Dormitory: 5.300 kr
1 manns herbergi; 7.000 kr
2 manna herbergi: 11.100 kr
3 manna herbergi: 15.900 kr
4 manna herbergi: 21.200 kr
Börn 4-12 ára fá afslátt á nótt-1500 kr / nótt
Börn 1 til 4 ára: frítt (nema það taki rúm þá 1500 afsláttur)

(Par með 2 ára barn sem bókar 3 manna borgar 3 manna herbergja verð mínus 1500 kr)

Húsbíll sem notar ekki hús: 500 kr
Húsbíll sem notar klóset og sturtu: 800 kr / mann
Húsbíll sem líka notar eldhús: 2000 kr / mann

Hestaferðir:
Selaskoðun á hesti 2 tímar: 9.000 kr
Hestaferð meðfram Jöklu og Lagarfljóti 4 klst: 19.365 kr

Hestaferðir Húsey
Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Hundruð sela liggja á eyrum í Jöklu, lómurinn verpir í tugatali, þarna er eitt stærsta kjóavarp í heimi og skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn.

Best af öllu er að njóta einstakrar náttúru af hestbaki, en farið er daglega í selaskoðun kl. 10 og kl. 17 og tekur um 2 klst. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér. Einnig er boðið uppá lengri reiðtúra, 4 klst meðfram ánum.

Húsey er fornfrægt býli á undirlendinu í millum tveggja fallvatna úti við Héraðsflóa, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Býlið er einkum þekkt með þjóðinni fyrir náttúrufar og dýralíf, einkum seli, fugla og hreindýr. Líkast er Húsey einn fárra staða í víðri veröld þar sem unnt er að panta selaskoðun á hestbaki!

Farfuglaheimilið Árbót

Aðaldalur, 641 Húsavík

Farfuglaheimilið Árbót stendur í fallegum hvammi austan Laxár í Aðaldal. Þaðan er mikið og fallegt útsýni yfir dalinn og Aðaldalshraunið. Margar áhugaverðar gönguleiðir eru á Hvammsheiðinni og í hrauninu. Í Árbót er stundaður búskapur, aðallega er það nautgriparækt, en einnig eru þar kindur og hesta. Frá Árbót eru 17 km til Húsavíkur og þar má finna margvíslega þjónustu og afþreyingu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Reykjavik Hostel Village

Flókagata 1, 105 Reykjavík

Reykjavik Hostel Village er staðsett á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Það er í göngufæri við Laugaveginn, BSÍ, Strætó, Klambratún, Hallgrímskirkju, Perluna og ýmis söfn svo eitthvað sé nefnt.

Kjörið tækifæri fyrir fólk sem vill vera á rólegum stað nálægt miðbænum.

Hostelið saman stendur af 3 mismunandi húsum sem að myndar lítið þorp ("Village"). Á hverjum morgni bjóðum við upp á evrópskan morgunmat með nýbökuðu bakkelsi. Á hostelinu sameiginlegt eldhús sem að gestir geta nýtt sér til að elda sinn eigin mat. Einnig boðið upp á frítt Wifi.

Hafnarstræti Hostel

Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri

Hafnarstræti Hostel er nýstárlegt hostel staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið göngugötunni. Við bjóðum upp á pod klefa með snjallsjónvarpi, öryggishólfi og fleira. Við höfum læsanlega skápa Hjá okkur er boðið upp á frítt internet og hægt er að leggja í fríu bílastæði í nágrenninu.

Svefnrými okkar er skipt niður í ganga, en hægt er að leigja 160 cm pod/klefa eða 100 cm.

Við bjóðum upp á sameiginlegt notalegt rými með pool borði, þægilegum sófum og fleira þar sem hægt er að kynnast ferðalöngum frá Íslandi eða öðrum löndum.

Við bjóðum loks upp á 10 baðherbergi með sturtu fyrir gestina okkar.

Við móttökuna er matsalur og sameiginlegt vel útbúið eldhús sem gestir okkar geta notað til þess að útbúa sér mat.

Þessi gistikostur getur verið sniðugur fyrir fólk á ferðinni sem vill borga lítið fyrir að gista og njóta þess betur sem Akureyri hefur uppá að bjóða.

 • Uppábúin rúm
 • Handklæði til leigu
 • Þráðlaust internet
 • Eldhús fyrir gesti
 • Setustofa
 • Sturtur
 • Læsanlegir skápar
 • Sjónvarp með chromecasti í öllum klefum
 • Hópar velkomnir

Farfuglaheimilið Broddanesi

Broddanesskóli, 510 Hólmavík

Gistiheimilið er opið frá 15. júní til 20. ágúst. Á þessu tímabili er móttaka opin frá kl. 17:00-22:00. Utan þess tíma er að jafnaði hægt að hafa samband við rekstraraðila í farsíma.

ATH: Í sumar veður einungis leigð út neðri hæð hússins. Þar eru: eitt 2ja manna herbergi, eitt 4ra manna herbergi og eitt 6manna herbergi. Stóru herbergin eru með kojum en það eru rúm í 2ja manna herberginu.

Kynjaskipt salerni sem og tvær sturtur.

Innifalið í gistingu er alltaf sæng, koddi og rúmföt. Ekki er búið um rúmin heldur gera gestir það sjálfir við komu.

Stórt og rúmgott eldhús sem gestir hafa aðgang að, búið öllum nauðsynlegum áhöldum. Sameiginleg borðstofa og setustofa þar sem hægt er að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist, vafra um internetið, kíkja í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins.

Gestir ættu að hafa í huga að ekki er boðið upp á veitingasölu og að það eru 35 km í næstu verslun.

Garður Stay Inn

Hvammsvegur, 845 Flúðir

Paradise Cave Hostel

Seljalandsskóli, 861 Hvolsvöllur

Paradise Cave Hostel is our cozy, beautiful spot in the amazing nature of the South coast of Iceland.

Our hostel welcomes guest from all over the world and invites them to enjoy some of the most beautiful sceneries Iceland has to offer, including our backyard waterfall, Drifandii. Located right underneath the ancient cliffs of the island and just a minute away from the world famous Seljalandfoss waterfall, our accommodation is a tranquil, natural and homely place that also allows you to easily explore the most impressive wonders of Iceland, thanks to its convenient location right by road n.1.

Glaciers, volcanic islands, black sand beaches, volcanoes, hiking paths and natural hot springs are all within easy reach, for you to make the most of your holidays! We offer both private rooms and a dorm, all with shared bathrooms, and our guests are welcome to use our guests' kitchen to prepare simple meals.

Come and visit us, we'll stay in your heart!

Laugarvatn Gisting ehf.

Dalbraut 10, 840 Laugarvatn

Farfuglaheimilið að Laugarvatni/Laugarvatn hostel at the golden circle hefur verið starfandi í 23 ár. Við erum nýlega búin að bæta aðstöðuna hjá okkur og höfum nú 25 herbergi með sér baði og 5 herbergi með sameiginlegum baðherbergjum. Við getum hýst allt að 80 gesti, í 1-5 manna herbergjum. Við bjóðum einnig upp á gistingu í litlu dormitory (hámark 5 manns í herbergi).

Í Farfuglaheimilinu eru þrjú gestaeldhús, lyfta, salur með bar og snókerborði, þvottaaðstaða, kolagrill ásamt útiaðstöðu.

Matvöruverslun, veitingastaðir, Fontana Spa og íþróttahúsið eru í göngufæri.

Við bjóðum upp á morgunmat gegn gjaldi, en gestum er einnig velkomið að nota gesta eldhúsin.

Góðar gönguleiðir allt um kring og er Laugarvatnsfjall mjög vinsælt.

Við höfum öll okkar starfsár lagt metnað okkar í að bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir gesti okkar.

Vil taka það fram að innifalið í verði eru sængurföt og handklæði.

Farfuglaheimilið Berg

Sandur, Aðaldal, 641 Húsavík

Farfuglaheimilið Berg er staðsett á Sandi í Aðaldal. Þar er stórbortin náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Bærinn stendur við útjaðar Aðaldalshrauns sem hefur að geyma fallegar og fjölbreyttar hraunmyndir og er gróið lágvöxnum birkiskógi og kjarri. Í hrauninu er að finna margar skemmtilegar gönguleiðir. Frá Bergi er stórfenglegt útsýni m.a. norður yfir Skjálfanda og til Kinnarfjalla í vestri. Frá Bergi eru 20 km. til Húsavíkur og þar má finna margvíslega þjónustu og afþreyingu og má þar kannski helst nefna geysigóða hvalaskoðun en Skjálfandaflói er þekktur fyrir mikið og fallegt sjávarlíf.Einnig má nefna að á Húsavík er næsta matvörubúð við Farfuglaheimilið Berg. Af því sem má finna í næsta nágreni er minjasafnið á Grenjaðarstað, Laxárvirkjun og Goðafoss. Það eru fá svæði á landinu sem geta státað af jafnmörgum náttúruperlum og norðausturland en þar má kannski helst nefna víðfrægar náttúrugersemar eins og Mývatn (45 km), Ásbyrgi (70 km), Hljóðaklettar (90 km) og Dettifoss (110 km).

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gisitihúsið Hamar

Herjólfsgata 4, 900 Vestmannaeyjar

Gistihúsið Hamar er fjölskyldufyrirtæki rekið með alúð að leiðarljósi. Gistihúsið er staðsett á besta stað í Vestmannaeyjum þar sem stutt er í alla afþreyingu. Herbergin okkar eru með öllum helsta búnaði og sérbaðherbergi er inni á öllum herbergjum.

Við erum einnig með gistingu í lúxus kojum sem hentar vel fyrir hópa eða einstaklinga. Kojurnar koma með öllu því helsta, uppábúnum rúmum, sjónvarpi og aðgang að eldhúsi og salerni.

Puffin Hostel Vík

Víkurbraut 26, 870 Vík

Hostel herbergi með kojum, sameiginleg baðherbergi og eldhús. Húsið er yfir 100 ára og því lítil herbergi og heyrist vel milli herbergja.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Galaxy Pod Hostel

Laugavegur 172, 105 Reykjavík

Galaxy Pod Hostel er framúrstefnulegt farfuglaheimili sem býður upp á svefnklefa sem hægt er að loka að sér í stað hefðbundinna koja. Svefklefarnir innihalda m.a. sjónvarp, ýmsar ljósastillingar, uppábúin rúm við komu, öryggishólf, farangursskáp, viftu, innstungu til að hlaða raftæki, spegil og fleira. Einnig er boðið upp á sýndarveruleikaherbergi, eldhús, bar, farangursgeymslu, þvottaaðstöðu, deild baðherbergi og setustofu sem og aðstoð við að bóka ferðir. Nóg er af stæðum og rútur mega sækja beint við inngang og öll þjónusta er í næsta nágrenni.

Sendið okkur endilega ósk um tilboð vegna hópa á bookings@galaxypodhostel.is

Það er kaldur á krana og hamingjustund milli 16 og 19.

Farfuglaheimilið Sunnuhóll

Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjar

Farfuglaheimilið Sunnuhóll í Vestmanneyjum er staðsett í miðbænum og því er stutt í alla þjónustu. Móttaka heimilisins er á Hótel Þórshamri, sem er næsta hús við farfuglaheimilið, og er hún opin allan sólarhringinn. Í Vestmannaeyjum er að finna fjölbreytta afþreyingu. Má þar m.a. nefna klettaklifur, sprang í klettunum, fuglaskoðun, golf, sund, hvalaskoðun o.s.frv. Þá er boðið upp á siglingu umhverfis eyjarnar. Í tilefni þess að rúm 30 ár eru frá lokum gossins hefur verið sett af stað verkefni sem hefur hlotið vinnuheitið Pompei norðursins. Tilgangur þess er að hlúa að gosminjum og gera þær sýnilegri. M.a. er gert ráð fyrir að grafin verði upp 7 - 10 hús sem fóru undir ösku í gosinu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Skarð Sumarbústaðaleiga

, 760 Breiðdalsvík

Skarð er í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda með sína bændagistingu. Þar að auki bjóða þau upp á íbúðarhús til leigu skammt frá Skarði.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Farfuglaheimilið Berunesi

Berunes, 765 Djúpivogur

Berunes er vel í sveit sett á norðurströnd Berufjarðar og þaðan er fögur sjávarsýn. Bærinn er í næsta nágrenni við þjóðveg nr. eitt og býður upp á gistirými fyrir 45 manns. Gisting býðst jafnt í gamla íbúðarhúsinu sem í nýrra húsnæði og þremur frístandandi smáhýsum. Morgunverður í boði í júní, júlí og ágúst.

Við Farfuglaheimilið Berunes er tjaldstæði, vel gróið og skjólsælt.
Tvö svæði, annað hugsað fyrir litlu tjöldin, en hitt fyrir ferðavagna.

Félagsmenn í félagi húsbílaeigenda fá afslátt af gistigjöldum.

Salerni, sturta, pláss að elda inni, rafmagn og á Farfuglaheimilinu er ýmis þjónusta í boði og bent er á www.hostel.is/hostels/berunes-hi-hostel til að fá frekari upplýsingar.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

 • Tjaldstæðið opnar 15. apríl og lokar 15. október.
 • Verð á tjaldstæði: Almennt verð 1800, en 200 kr. afsláttur fyrir eldri borgara og félagsmenn í húsvagnafélaginu. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
 • Morgunverður á opnunartíma.
 • Hundar leyfðir en aðeins í smáhýsum.
 • Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á neti eða síma.

Farfuglaheimilið Skógum

Skógar, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og upplýsinga.

Akureyri Backpackers

Hafnarstræti 98, 600 Akureyri

Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna. Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi. Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.

Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.

• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• "Preppaðstaða" fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni

Bestu kveðjur/Best regards


Akureyri Backpackers staff

Húsavík Cape Hótel

Höfði 24, 640 Húsavík

Hostel á Húsavík.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.

Farfuglaheimilið Ósar

Vatnsnes, 531 Hvammstangi

Farfuglaheimilið Ósar er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel.

Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við heimilið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá farfuglaheimilinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands.
Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.

Eldunaraðstaða.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Bakki Hostel & Apartments

Eyrargata 51-53, 820 Eyrarbakki

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Farfuglaheimilið Grundarfirði

Hlíðarvegur 15, 350 Grundarfjörður

Farfuglaheimilið í Grundarfirði er rekið í gömlu húsi sem hefur verið endurbyggt sem farfuglaheimili. Heimilið er rétt við sundlaugina og í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá höfninni og miðbænum. Á heimilinu eru tvö gestaeldhús, stór stofa og stór garður er við húsið.

Grundarfjörður er staðsettur miðsvæðis á Snæfellsnesi og því er stutt í allar áttir. Í Grundarfirði er unnt að slaka á í rólegu umhverfi eða njóta þeirra fjölmörgu afþreyingarmöguleika sem eru á staðnum og í nágrenni við hann. Meðal þeirrar afþreyingar sem er að finna á svæðinu er golf, fjallgöngur, hestaleiga, hvalaskoðunarferðir, fuglaskoðun og margt fleira.

START Hostel

Lindarbraut 637, Ásbrú, 235 Reykjanesbær

START er hágæða Hostel á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll. START býður gestum upp á ýmsa gistimöguleika, 2, 3, 4 manna herbergi og fjölskylduherbergi með sér baði (Hotel-standard), og einstklingsgistingu (Hostel gisting). Öll gisting er miðuð við uppábúin rúm og morgunverður er innifalinn. Gestir hafa aðgangi að gestaeldhúsi og setustofu, WiFi í öllu húsinu og örbúð fyrir gesti er í gestamóttöku.

Handklæði eru líka innifalinn í gistingunni, kaffi og te eru á boðstólnum 24 tíma sólahrings eins er móttakan opin allan sólahringinn á START.

Lava Hostel

Hjallabraut 51, 220 Hafnarfjörður

Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið.

Ef þú ert að leita af fjölskylduvænu og vinalegu tjaldsvæði nálægt Reykjavík, þá er tjaldsvæðið á Víðistaðatúni staðurinn fyrir þig. Tjaldsvæðið er í göngufjarlægð frá miðbæ Hafnarfjarðar og er staðsett nálægt verslunum, kaffihúsum, veitingahúsum og sundlaug. Á tjaldsvæðinu hefur þú aðgang að klósetti, sturtu, heitu og köldu vatni, þvottavél og þurrkara. Gestum á tjaldsvæðinu er einnig velkomið að nota eldhúsaðstöðu og internet á Lava hosteli.

Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.

Akranes HI Hostel

Suðurgata 32, 300 Akranes

Akranes HI Hostel er staðsett í miðbæ Akraness í göngufjarlægð frá Akratorgi. Fjölbreytt stærð af herbergjum er í boði og er aðgengi að tveimur eldhúsum og sjónvarpsaðstöðu og fríu WiFi. Kaffi og te er í boði hússins.

Gisting - 8 herbergi og 23 rúm

Harbour Hostel

Hafnargata 4, 340 Stykkishólmur

Harbour Hostel er skemmtilega staðsett við hafnarsvæðið í Stykkishólmi. Útsýnið er frábært yfir Stykkishólmshöfn og Breiðafjörð. Veitingastaðir eru í nálægum húsum og Sundlaug Stykkishólms er í aðeins í fimm mínútna göngufæri.

Borgarnes HI Hostel

Borgarbraut 9-13, 310 Borgarnes

Farfuglaheimilið í Borgarnesi er staðsett við aðalgötuna í gamla bænum. Auðvelt er að finna það þar sem það er fyrir neðan kirkjuna en kirkjan blasir við þegar ekið er eftir aðalgötunni niður í gamla bæinn.

Boðið er upp á gistingu í svefnskálum, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án baðs auk þess sem boðið er upp á stærri fjölskylduherbergi. Eldhús er aðgengilegt fyrir gesti auk þess sem morgunverður er í boði yfir sumartímann. Á farfuglaheimilinu er setustofa með sjónvarpi og ókeypis þráðlaus internettenging.

Reykhólar Farfuglaheimili

Reykhólar Hostel Álftaland, 380 Reykhólahreppur

Farfuglaheimilið Reykhólum býður upp á gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt árið. Í boði eru sjö tveggja manna herbergi, tvö þriggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og tvö fimm manna dorm herbergi. Í húsinu er góð eldunaraðstaða og setustofa. Sólpallur er fyrir framan húsið og stórt grill. Aðgengi fyrir fatlaða er gott.

Reykhólar standa yst á Reykjanesskaga milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Reykhólar eru fornt kirkjusetur og sögufrægt höfuðból sem forðum þótti afbragðsgóð bújörð, ein sú besta á landinu. Þar voru mikil hlunnindi og jörðinni tilheyrðu um 300 eyjar á Breiðafirði. Á Reykhólum er nú dálítið þorp, sem telur um 120 íbúa. Á staðnum er grunnskóli, heilsugæslustöð, verslun, kirkja, flugvöllur, hlunnindasafn, upplýsingamiðstöð og gott tjaldsvæði og sundlaug.


Opnunartímar

Opnunartími móttöku: Opið er allan sólarhringinn.
Opnunartími (yfir árið): Opið allt árið.

Þið getið bókað hér

B14 Hostel

Fákafen 11, 108 Reykjavík

B14 Hostel er nýuppgert gistihús staðsett í Fákafeni í Reykjavík.

Veitingastaðurinn Gló og Brauð og co. eru á jarðhæð og Hagkaup er í innan við 5 mínútna göngufæri þar sem er opið allan sólarhringinn.

Í boði er frítt Wi-Fi, bílastæði og vel búið sameiginlegt eldhús.

Herbergin eru með uppábúnum kojum með lesljósi, usb hleðslu og hægt er að draga fyrir tjöld til að fá meira næði. Gestir eru einnig með aðgang að setustofu og borðkrók og þrem sameiginlegum baðherbergjum.

Hægt er að leigja stakar kojur eða þá allt hostelið fyrir stærri hópa allt að 30 manns

Langholt 2

Langholt 2, 801 Selfoss

Country Dream - Langholt 2 er gististaður að Laugardælum. Ókeypis einkabílastæði eru á staðnum.

Til staðar eru flatskjár með gervihnattarásum og geislaspilari. Í sumum gistieiningunum er setusvæði, gestum til þæginda. Sum herbergin eru með útsýni yfir fjallið eða garðinn. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á Country Dream - Langholti 2.

Sameiginleg setustofa er á gististaðnum.

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

Havarí Hostel

Karlsstaðir, 765 Djúpivogur

Á Karlsstöðum í Berufirði búa Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson og starfrækja þar snakkgerð, ferðaþjónustu og menningarmiðstöð undir merkjum Havarí.

Gistihús Havarí býður upp á gistingu í tveggja manna herbergjum og fjölskylduherbergjum. Salerni og sturtur eru sameiginleg. Fjárhúshlöðunni á Karlsstöðum hefur verið breytt í veitingastofu sem er opin gestum og gangandi yfir sumartímann. Salurinn er jafnframt nýttur undir hverskyns viðburði eins og tónleika og myndlistarsýningar.

Nánari upplýsingar og bókanir á havari.is og hægt er að senda póst á havari@havari.is.

Farfuglaheimilið Vagnsstaðir

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Við á Vagnsstöðum opnuðum annað og glæsilegt 15 herbergja farfuglaheimili sumarið 2017 þar sem við bjóðum upp á 2ja, 3ja og 4ra manna herbergi öll með baði, án eldunaraðstöðu en með möguleika á morgunmat.

Farfuglaheimilið Selfossi

Austurvegur 28, 800 Selfoss

Selfoss er notalegur bær með skemmtilegt bæjarstæði við Ölfusá. Þar er að finna alla helstu þjónustu enda miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi og fjölbreytt afþreying í boði fyrir ferðamenn. Hringvegurinn, eða þjóðvegur nr. 1, liggur í gegnum bæinn og frá Selfossi liggja vegir til allra átta. Farfuglaheimilið á Selfossi er því kjörinn áfangastaður á leið um Suðurland, hvort sem síðan er haldið til inn til landsins, niður til sjávar eða áfram eftir hringveginum. Á Selfossi er góð sundlaug með glæsilegu útivistarsvæði, heitum pottum, rennibraut og leiktækjum. Á bökkum Ölfusár er 9 holu golfvöllur og tilvalið er að fara í gönguferðir með ánni. Einnig er Ingólfsfjall kjörið uppgöngu og þaðan sést vel yfir sléttur Suðurlands, fjallahringinn í norðri og austri, og til Vestmannaeyja í suðri. Í bænum er Lista- og dýrasafn Árnesinga og gaman er að heimsækja Selfosskirkju og skoða steinda glugga kirkjunnar eftir Höllu Haraldsdóttur listakonu.
Farfuglaheimilið er í glæsilegu gömlu húsi í miðju bæjarins. Þar eru 1-4 manna herbergi, vel útbúið gestaeldhús, þvottahús fyrir gesti og skemmtilegt útisvæði með borðum og leiksvæði fyrir börnin. Á heimilinu er hægt að fá morgunverð, nestispakka til dagsins og rjúkandi kaffi og bakkelsi á kaffihúsi Farfuglaheimilisins. Í gestamóttökunni er hægt að fá upplýsingar um svæðið og bóka dagsferðir með ferðaþjónustuaðilum í nágrenninu.

Farfuglaheimilið er í glæsilegu gömlu húsi í miðju bæjarins. Þar eru 1-4 manna herbergi, vel útbúið gestaeldhús, þvottahús fyrir gesti og skemmtilegt útisvæði með borðum og leiksvæði fyrir börnin. Á heimilinu er hægt að fá morgunverð, nestispakka til dagsins og rjúkandi kaffi og bakkelsi á kaffihúsi Farfuglaheimilisins. Í gestamóttökunni er hægt að fá upplýsingar um svæðið og bóka dagsferðir með ferðaþjónustuaðilum í nágrenninu.

Húsavík Green Hostel

Vallholtsvegur 9, 640 Húsavík

Húsavík Green Hostel hefur sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi og er notalegur staður fyrir heimamenn og ferðamenn úr öllum heimshornum. Hostelið býður upp á fullbúið eldhús, stórt og notalegt samkomusvæði og sjö mismunandi herbergi, bæði með sameiginlegt og einkabaðherbergi. Lágmarksdvöl eru 2 nætur og einnig er mögulegt að leigja allt húsið.

Gististaðurinn er staðsett í hliðargötu í miðbæ Húsavíkur og er það í 5- 10 mínútna göngufæri við alla þjónustu. Hafnarsvæðið ásamt öllum hvalaskoðunarfyrirtækjunum er sömuleiðis handan við hornið.

Húsavík er partur af Norðurstrandarleiðinni og Demantshringnum með sín frábæru náttúrufyrirbæri auk margra hugaverðra staða í nágrenni Húsavíkur sem bjóða upp á lengri dvöl á Húsavík.

Verið velkomin í Húsavík Green Hostel á Norðurlandi Eystra!

Blönduós HI Hostel

Blöndubyggð 10, 540 Blönduós

Opnunartími:
08:00 - 22:00

Farfuglaheimilið Vík

Suðurvíkurvegur 5, 870 Vík

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og upplýsinga.

Frystiklefinn

Hafnargata 16, 360 Hellissandur

Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús, "social hostel" og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.

Gistiþjónusta Frystiklefans er opin allt árið um kring. Þar er boðið upp á gistingu í sameiginlegum herbergjum, einkaherbergjum og íbúðum. Þá er Frystiklefinn einnig tónleikastaður og bar.

Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 865-9432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is

Aska Hostel

Bárustígur 11, 900 Vestmannaeyjar

Velkomin til Vestmannaeyja.

Aska - Hostel er gistiheimili í miðbæ Vestmannaeyja, aðeins 5 mín gangur frá Herjólfi. Á sumrin iðar miðbærinn af lífi, veitingarhúsið GOTT er í sama húsi og Aska Hostel, kaffihús, verslanir og ísbúð í næstu húsum.

Húsið er gamalt með góða sál og þótt herbergin séu bara 8 bjóðum við uppá 2 manna, 3 manna, 4 manna herbergi og svo stórt fjölskylduherbergi á tveimur hæðum en þar er pláss fyrir 6-8 manns. Öll þessi herbergi eru með uppábúnum rúmum.

Bjóðum einnig kojurými. Öll herbergi eru með sameiginlegri snyrtingu.

Farfuglaheimilið Höfn

Hvannabraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Höfn er tilvalinn áningarstaður í fögru umhverfi á suðausturhluta landsins. Höfn er stærsti þéttbýliskjarninn í Sveitarfélaginu Hornafirði. Íbúafjöldi sveitarfélagsins er um 2400. Þar er margt áhugavert að skoða. Hæst ber undurfögur náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs.

Höfn Hostel er vel staðsett í rólegu umhverfi en þó stutt að fara í verslanir eða á veitingastaði. Á Höfn eru margir góðir veitingastaðir. Tilvalinn staður fyrir fjölskyldur að heimsækja. Góðar gönguleiðir, frábær sundlaug og margt að skoða.

Á Höfn Hostel er margskonar gisting í boði. Eins manns og tveggja manna herbergi og líka er hægt að fá fjölskylduherbergi eða svefnpokapláss.

Gistiheimilið hefur verið endurnýjað að miklu leiti og hafa þær breytingar mælst vel fyrir hjá gestum.

Það sem gestir hafa einkum nefnt í umsögnum sínum er góð morgunverðaraðstaða, góð setuaðstaða fyrir gesti og sérstaklega vel búið eldhús sem gestir hafa afnot af. Einnig er mikil ánægja með þrif og gott og vinsamlegt starfsfólk.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á leið ykkar um landið.

Korpudalur HI Hostel

Kirkjuból í Korpudal, 425 Flateyri

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili með aðgangi að eldhúsi fyrir gesti. Mjög rúmgott tjaldsvæði er á túnunum í kring.

Farfuglaheimilið er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði. Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Opnunartímar:
Opnunartími (yfir árið): 20 maí- 15 september


Farfuglaheimilið Kópaskeri

Akurgerði 7, 670 Kópasker

Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.