Persónulegri þjónusta: með áherslu á upplifun ferðamannsins. Við á Amelíunni tökum færri farþega en aðrir bátar og það gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að einstaklingnum og tryggja jákvæða upplifun ferðamannsins.
Aukin þægindi: Amelían er lúxussnekkja þar sem allt umhverfi, bæði utan- og innandyra er afar aðlaðandi og aukin þægindi tryggja ánægðari farþega.
Betra aðgengi – mun betri upplifun: Amelía Rose er ólík öðrum hvalaskoðunarbátum að því leyti að um borð eru þrjú þilför sem tryggja að allir gestir geti notið útsýnisins í botn. Hægt er að ganga hringinn í kringum þilförin og færa sig þannig á auðveldan hátt til að sjá betur það sem fyrir augun ber. Að auki eru þilförin að hluta til yfirbyggð og veita því betra skjól gegn veðri og vindum.
Ljúfari sigling: Hin sérstaka hönnun Amelíu Rósar, gerir það að verkum að ferðamaðurinn finnur lítið fyrir sjóveiki meðan á siglingu stendur en skipið er byggt sem úthafsskip og þolir því betur allan öldugang. Það er stór plús þar sem margir ferðalangar verða sjóveikir i lengri ferðum eins og hvalaskoðunarferðum.
Sérsniðnar sundasiglingar: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 16. maí.
Við bjóðum fyrirtækjum, vinahópum og fjölskyldum uppá allar gerðir af sérsniðnum ferðum. Hvort sem tilefnið er að halda uppá stórafmæli, fagna útskrift, hitta vinnufélagana eða bara hreinlega gera sér glaðan dag þá býður Amelia Rose og Axel Rose uppá einstaka aðstöðu til að gera daginn eftirminnilegan.
Snekkjan er búin góðu hljóðkerfi fyrir tónlist og leðursófum. Tilvalið er að byrja kvöldið með fordrykk við bryggju, meðan gestir ganga um borð og síðan sigla um sundin blá við ljúfa tónlist í einstöku umhverfi. Hægt er að flétta inn í ferðina sjóstöng, krabbaveiði eða okkar einstaka leik “ Eat like a Viking”, svo fátt eitt sé nefnt. Hvert sem tilefnið er þá getum við sérsniðið veisluna eftir þörfum hvers og eins.
Hentar:
- Fyrirtækjum
- Starfsmannafélög
- Hópeflisferðir
- Afmæli
- Útskriftaferðir
- Veislur
- Vinahópar
Sundasigling á Snekkju: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 19. júní. Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag frá Faxaflóa ásamt á því sjá seli, fugla og jafnvel hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.
Þetta er 1,5 tíma ferð um Faxaflóa með viðkomu í Engey, Lundey, Viðey ofl. staði.
Tímabil: 15/06 - 30/09 2020
Brottför: föstdaga kl. 16, laugar- og sunnudaga kl. 10 og kl. 14
Lengd ferðar: Ca. 1,5 -2 klst.
Innifalið:
- Bátsferð
- Leiðsögn
- Áhöfn með mikla reynslu
- Frítt WiFi
- Björgunarvesti
- Salerni um borð
- Hægt að kaupa veitingar um borð
- Afnot af grilli (kær komið að taka með sér eitthvað til að grilla)
Nánari upplýsingar og bókanir á seatrips@seatrips.is eða í síma 865 6200. www.seatrips.is/is/