Sörla Camp
Sörla Camp er sælureitur í hjarta Íslands, þar sem gestir geta slakað á og notið stórbrotins landslags. Boðið eru upp á gistingu í fjórum glæsilegum tipi tjöldum að norrænni fyrirmynd. Þessi einstöku lúxus tjöld eru innréttuð á vandaðan hátt sem sameinar bæði náttúruupplifun og þægindi. Svæðið býður upp á fjölbreytta afþreyingu og geta gestir auk þess notið þess að skella sér í gufu og dýfa sér í heita og kalda potta .