Snæland Grímsson
Snæland Grímsson ehf. er eitt af elstu fyrirtækjum landsins í hópferða- og ferðaþjónustu, stofnað árið 1945 af Snælandi Grímssyni og fjölskyldu hans. Í dag rekur fjölskyldufyrirtækið fjölbreytta starfsemi og leggur áherslu á persónulega þjónustu sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskum aðstæðum. Snæland Grímsson býður upp á:
- Dagsferðir og Lengri hópferðir
- Jeppa og Jöklaferðir
- Prívat Dagsferðir
- Rútuleigu
- Flugvallaakstur
- Sérsniðnar ferðir fyrir hópa og einstaklinga
Fyrirtækið á og rekur eigin bílaflota sem samanstendur af smárútum, stærri hópferðabílum og sérútbúnum fjallabílum. Allir bílar eru vel útbúnir og viðhaldið af okkar eigin teymi undir sama þaki og skrifstofan.
Snæland Grímsson rekur einnig vörumerkin Travel Reykjavík, Private Driver og Airport Shuttle Iceland, sem veita fjölbreytta þjónustu fyrir erlenda ferðamenn og samstarfsaðila innan ferðaþjónustunnar.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á sales@snaeland.is, hringja í síma 588-8660, eða heimsækja heimasíðuna okkar www.snaeland.is