Fara í efni

Leikhús

Tjarnarbíó

Tjarnargata 12, 101 Reykjavík

Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra og metnaðrafullra sviðslista á breiðum grunni.

Nánari upplýsingar á vefsíðu.

Kómedíuleikhúsið

Haukadalur, Dýrafirði, 471 Þingeyri

Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi.

Við verðum með sumarleikhús í allt sumar í Haukadal. Í júní sýnum við hið ástsæla leikrit Gísli á Uppsölum og verður það á fjölunum alla fimmtudaga í júní. Í júli og agúst verða fleiri sýningar á fjölunum má þar nefna barnaleikritið vinsæla Dimmalimm og verðlaunaleikritið Gísli Súrsson.

Á heimasíðu okkar og facebook síðu eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölum minnsta atvinnuleikhúss á Íslandi.

Kómedíuleikhúsið er einnig ferðaleikhús og sýnir víða um landsbyggðina. Má þar nefna að í lok júní sýnum við leikritið Listamaðurinn með barnashjartað. Leikurinn fjallar um listamanninn Samúel í Selárdal og verður sýndur á söguslóðum nánar tiltekið í Listasafni Samúels í Selárdal. Leikurinn er aðeins sýndur í eina viku en þá dagalega 28. júní til 3. júlí.

Miðasala á sýningar okkar er á tix.is Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 823-7665.

Gaflaraleikhúsið

Víkingastræti 2, 220 Hafnarfjörður

Gaflaraleikhúsið er hópur atvinnufólks sem hefur rekið lítið leikhús við Víkingastræti í Hafnarfirði frá 2011. Að hópnum standa Ágústa Skúladóttir, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Lárus Vilhjálmsson en þau eru öll með mikla reynslu á sviði leiklistar og menningarlífs. Gaflaraleikhúsið er lítið leikhús fyrir 220 áhorfendur, með áhorfendapöllum, stólum og ljósa- og hljóðbúnaði.

Framtíðarmarkmið Gaflaraleikhússins er að byggja upp öflugt atvinnuleikhús á Íslandi sem leggur áherslu á góðar og vandaðar sýningar fyrir unga áhorfendur og skellir inn á milli flottum sýningum fyrir fullorðna.

Þjóðleikhúsið

Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950 og er eign íslensku þjóðarinnar.

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu. Í Þjóðleikhúsinu eru settar á svið framúrskarandi leiksýningar sem skemmta áhorfendum, ögra þeim, vekja þá til umhugsunar og veita þeim innblástur.

Verið ávallt velkomin.

Menningarfélag Akureyrar

Strandgata 12 , 600 Akureyri

Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins og hefur verið atvinnuleikhús frá árinu 1973.

Saga Leikfélagsins spannar yfir heila öld en félagið var stofnað árið 1908. Leikfélag Akureyrar hefur sitt aðal aðsetur í fallegu húsi sem stendur nærri hjarta Akureyrar, Samkomuhúsinu, sem tekur 210 manns í sæti. Samkomuhúsið er hefðbundið leikhús með sviði, upphækkuðum sal og svölum.

Verkefnaskrá Leikfélags Akureyrar hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt og innihaldið klassísk og ný verk, íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleiki. Fjöldi nýrra íslenskra verka hefur verið frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar og listamenn Leikfélagsins vinna reglulega með listamönnum sem einbeita sér að frumsköpun. Gestir Leikfélags Akureyrar koma frá landinu öllu og í gegnum tíðina hefur verið vinsælt að fara í leikhúsferðir til Akureyrar til að sjá þær leiksýningar sem eru á boðstólum.

Frystiklefinn

Hafnargata 16, 360 Hellissandur

Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.

Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 8659432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is

Ferðagjöf

Borgarleikhúsið

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Leikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins.

Frá opnun Borgarleikhússins hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið fyrir metnaðarfullu starfi. Hjarta leikhússins er leikhópurinn sem flutti stoltur frá ,,gamla miðbænum" í ,,nýja miðbæinn" og hefur að jafnaði staðið fyrir öflugri en jafnframt fjölbreyttri verkefnaskrá ár hvert. Að auki hefur Leikfélagið tryggt annarri menningarstarfsemi aðstöðu í húsinu, boðið til sín gestaleikjum og tekið þátt í innlendu sem erlendu samstarfi. Borgarleikhúsið er eins og Iðnó forðum, menningarmiðja í Reykjavík.

Á Leikhúsbar Borgarleikhússins er hamingjustund kl. 18-19 öll sýningarkvöld og eins eftir sýningar. Veitingastaðurinn er einnig opinn fyrir sýningar og í hléi.

Verið velkomin.

Ferðagjöf

Leikhópurinn Lotta

Víðigrund 15, 200 Kópavogur