Fara í efni

Saga og menning

225 niðurstöður

Aðalból

Egilsstaðir

Aðalból er innsti bær í Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi á Fljótsdalshéraði. Bærinn er þekktur í Hrafnkels sögu Freysgoða sem gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðingja og bænda á 10. öld. Aðalsögupersónan, goðorðsmaðurinn Hrafnkell Freysgoði, bjó á Aðalbóli.  

Við Aðalból má enn sjá haug Hrafnkels en auk þessa hafa ýmsir fornir gripir fundist í grenndinni sem þykja styðja við sannleiksgildi Hrafnkelssögu. 

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Sögu- og kirkjustaður með ýmsa afþreyingu

Nielsenshús

Egilsstaðir

Nielsenshús varreist árið 1944 af hinum danska Oswald Nielsen og var fyrsta íbúðahúsið á Egilsstöðum. Í dag er þar húsið einstaklega snyrtilegt og fallegt og í því er rekinn veitingastaður, Nielsen restaurant. Í góðu veðri er hægt að sitja úti á veröndinni og njóta sumarblíðunnar á Egilsstöðum.  

 

Njarðvíkurskriður og Naddi

Borgarfjörður eystri

Áður en vegur var lagður milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar eystra árið 1949, var einungis hægt að fara þar á milli fótgangandi eða á hestbaki. Njarðvíkurskriður voru áður fyrr afar erfiðar yfirferðar, einkum á vetrum vegna snjóflóðahættu og hættu á aurskriðum í stórrigningum. Við slíkar aðstæður gátuvegfarendur verið þar í lífshættu. Í skriðunum eru þverhníptir klettar með sjónum en ofan við þá brattar lausaskriður, sundurgrafnar af giljum.

Akfær bílvegur frá Egilsstöðum um Vatnsskarð til Borgarfjarðar var opnaður 1954. Var vegurinn þá færður talsvert ofar í skriðurnar en gamli reiðvegurinn. Bundið slitlag var svo lagt á Njarðvíkurskriður árið 2019. 

Þjóðsagan um óvættinn Nadda er til í fleiri en einni útgáfu. Sagan segir að á dögum niðja Björns skafins hafi að mestu lagst af þjóðleiðin um Njarðvíkurskriður vegna óvættar. Var hann að hálfu í mannslíki en að hálfu í líki dýrs og hélt sig í gili sem síðan er kallað Naddagil. Sat óvættur þessi þar fyrir mönnum, einkum er dimma tók, réðist á þá og drap marga. Að endingu tókst bónda nokkrum að fyrirkoma Nadda og hrinda honum í sjó fram þar sem Krossjaðar heitir. 

Þar í skriðunum stendur nú kross með latneskri áletrun og ártalinu 1306 sem hefur lengi verið fólki ráðgáta. Hefur margt verið skrifað um krossinn og ýmsar skoðanir komið fram um aldur hans og tilefni þess að hann var settur upp og alltaf endurnýjaður. Krossinn hefur þó alltaf verið tengdur Nadda og jafnvel stundum nefndur Naddakross, samanber þessari gömlu vísu:

Nú er fallinn Naddakross.
Nú er fátt er styður oss,
en – þú helgi klerkakraftur
krossinn láttu rísa upp aftur 




Oddi og Oddakirkja

Hella

Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur kirkjustaður, bær og prestsetur. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson.

Oddi stendur neðarlega á Rangárvöllum mitt á milli Ytri- og Eystri-Rangár, en neðan við Oddatorfu rennur Þverá. Oddi var í aldir stórbýli og voru þar miklar engjar. Fjölmargar hjáleigur fylgdu Odda og átti kirkjan ítök víða.

Einn af frægari prestum sem setið hafa Odda er sr. Matthías Jochumsson en hann samdi eftirfarandi kvæði um staðinn:

Eg geng á Gammabrekku

er glóa vallartár

og dimma Ægisdrekku

mér duna Rangársjár.

En salur Guðs sig sveigir

svo signir landsins hring,

svo hrifin sál mín segir:

Hér setur Drottinn þing.

Talið er að kirkja hafi staðið í Odda frá upphafi kristni á Íslandi. Núverandi kirkja er timburkirkja frá árinu 1924 og tekur um 100 manns í sæti. Kirkjan er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Kirkjan var endurbætt, máluð og skreytt árið 1953 af Grétu og Jóni Björnssyni og endurvígð það ár.

Meðal merkustu muna í eigu kirkjunnar er silfurkalekur sem talinn er vera frá árinu 1300, altaristafla frá árinu 1895 sem sýnir Krist í grasagarðinum Gestemane og skírnarfontur sem er útskorinn og málaður af Ámunda snikkara Jónssyni.

Á þjóðveldistímabilinu var Oddi ættaróðal Oddaverja, einnar gáfuðustu og mikilhæfustu ættar þess tíma. Nafntogaðastur Oddaverja var Sæmundur fróði Sigfússon. Sæmundur fróði stundaði námi við Svartaskóla í París. Hann mun líklega hafa verið einn fyrstur íslenskra sagnaritara sem setti saman rit um Noregskonunga, en það er nú glatað. Sonarsonur Sæmundar fróða var Jón Loftsson sem var einn af valdamestu höfðingjum á Íslandi og jafnframt einn mikilsvirtasti þeirra allra, friðsamastur og ástsælastur. Jón tók Snorra Sturluson í fóstur og menntaði hann.

Sex prestar í Odda hafa orðið biskupar á Íslandi; sr. Ólafur Rögnvaldsson, sr. Björn Þorleifsson, sr. Ólafur Gíslason, sr. Árni Þórarinsson, sr. Steingrímur Jónsson og sr. Helgi G. Thordarsen.

Oddafélagið var stofnað 1. desember árið 1990 og er eitt af meginmarkmiðum félagsins að vinna að endurreisn fræðaseturs í Odda á Rangárvöllum. Félagar eru nú um 200 talsins og er verndari félagsins frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Félagið heldur árlega Oddastefnu þar sem fjölmörg erindi um Oddastað eru flutt ár hvert.

Núverandi sóknarprestur í Odda er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Orbis et Globus

Grímsey

Listaverkið Hringur og kúla / Orbis et Globus / Circle and Sphere er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn kom fyrst inn á eyjuna.

Kúlan er 3 metrar í þvermál og er hugmynd listamannanna sú að hún færist úr stað í samræmi við hreyfingar heimsskautsbaugsíns þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.

Tillaga Kristins og Studio Granda sigraði í samkeppni um nýtt kennileiti sem efnt var til undir lok ársins 2013. 

Listaverkið hefur vakið mikla athygli, bæði á Íslandi og erlendis. Hér að neðanverðu má finna hlekki á umfjallanir um það frá íslenskum og erlendum fjölmiðlum.

Göngutúr frá höfninni að listaverkinu er um 3.7 km og frá flugvellinum um 2.5 km. Reikna má með um 3 klst. í gönguna (fram og tilbaka) og mælt er með því að dvelja yfir nótt því hefðbundin stopp hjá ferjunni og áætlunarfluginu eru í knappasta lagi til að njóta og sjá það helsta í eyjunni. Meðal annars er mælt með því að rölta um þorpið, koma við hjá Fiskeminnismerkinu og lesa söguskiltin, líta við á veitingastaðnum Kríunni og/eða minnsta kaffihúsi Íslands á gallerí Gullsól. Einnig er mælt með að ganga suður að Vitanum og rölta meðfram strandlengjunni á suðvestur hluta eyjarinnar og skoða fallegt stuðlaberg auk minja um gamlar sjóbúðir. Á þeirri leið má einnig finna "Aldarsteinana" sem sýna staðsetningu heimskautsbaugsins árið 1717, 1817 og 1917. Á meðan á aðal fuglatímanum stendur, en hann er frá lokum apríl til byrjun ágúst, er gott að reikna með góðum tíma til fuglaskoðunar því það er sannarlega ríkulegt og heillandi í Grímsey. 

Óbyggðasetur

Egilsstaðir

Óbyggðasetrið býður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu og margar þeirra henta fjölskyldufólki vel. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa. Einnig eru á staðnum baðhús og náttúrulaug þar sem dásamlegt er að njóta óbyggðakyrrðarinnar.

Ólafsdalur í Dölum

Búðardalur
Fyrsti bændaskólinn á Íslandi

Óshlíð

Óshlíð nefninst hlíðin á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Hlíðin er snarbrött og var erfið yfirferðar áður en vegur var lagður þar í krigum árið 1950. Um Óshlíð var eini akvegurinn til Bolungarvíkur en í dag hafa Bolungarvíkurgöng leyst veginn af hólmi. Göngin voru opnuð árið 2010 og síðan þá hefur Óshlíðin verið mikið notuð sem útivistarsvæði. Malbikaður vegurinn býður upp á æðislega hjólaleið, sem og hlaupaleið sem fær er allt sumarið. Vegfarendur eru þó beðnir um að sýna aðgát því mikið grjóthrun er úr hlíðinni fyrir ofan og eins hefur vegurinn látið á sjá vegna ágangs sjávar. Óshlíðin er sérstaklega skemmtilegur áfangastaður á björtum sumarkvöldum því sólsetrið sést hvergi betur en frá Óshlíð og Óshólum. Sett hafa verið upp örnefnaskilti við Skarfasker og þar er fullkomið að setjast niður og fá sér kaffisopa. 

Taka skal sérstaklega fram að ekki er ætlast til þess að Óshlíðin sé keyrð, en verði akstur fyrir valinu þá eru ökumenn og farþegar í ökutæki þeirra ótryggðir og alfarið á eigin vegum. 

 

Papey

Djúpivogur

Papey var eina eyjan sem byggð var úti fyrir Austfjörðum.  Nafngiftina hreppir hún frá keltneskum eða írskum einsetumönnum sem hélt þar til áður en land byggðist.  Frá þeim segir í Landnámabók en ekki hefur verið unnt að staðfesta búsetu fyrir landnám.  Flestir bjuggu í eyjunni árið 1726 en síðasti eybúinn hét Gísli og bjó þar til 1948.  Eyjan er gósenland fugla og menningminjar víða.  Þar er að finna elstu timburkirkju landsins. 

Patterson

Bandaríkjamenn byggðu árið 1942 og var lokað þremur árum síðar.

Hann var aðalega notaður til að sinna orrustuflugvélum hersins sem sinntu loftvörnum á suðvesturlandinu. Við flugvöllinn má finna gömul sjávarsetlög síðan fyrir 20.000-22.000 árum.


Staðsetning: Hafnavegur 44 að girðingu Patterson. Frá gömlum skotfærabirgjum er gengið norður. 

Regnbogagatan á Seyðisfirði

Seyðisfjörður

Regnbogagatan á Seyðisfirði er sennilega eitt þekktasta kennileiti Austurlands og sagan að baki því hvernig hún varð til er ekki síður skemmtileg.

Á sólríkum degi sumarið 2016 varð eitt fallegasta samfélagsverkefni sem við vitum um að veruleika, Regnbogagatan á Seyðisfirði. Íbúar voru farnir að bíða óþreyjufullir eftir að Norðurgata, sem segja má að sé Laugavegur þeirra Seyðfirðinga, yrði löguð og hresst við. Aðdragandinn var ekki langur því sama dag og hugmyndin fæddist komu bæjarbúar og bæjarstarfsmenn saman og máluðu hellulagða hluta götunnar í litum regnbogans og sköpuðu með því, óafvitandi, eitt mest heimsótta kennileiti á Austurlandi – Regnbogagötuna. Árið um kring heimsækja gestir alls staðar að úr heiminum Regnbogagötuna með það að markmiði að taka af sér „sjálfur“ í þessu skemmtilega umhverfi regnbogastrætisins og sögulegu aldamótahúsanna sem við hana standa. Við enda regnbogans trónir svo Seyðisfjarðarkirkja, sem er einnig gjarnan kölluð Bláa kirkjan. Íbúar koma reglulega saman yfir sumartímann til að endurmála regnbogann og er það gert í góðu samstarfi við sveitarfélagið. Öllum er velkomið að taka þátt í málningarvinnunni.

Regnbogagatan er staðsett í miðbæ Seyðisfjarðar og mælum við eindregið með því að gestir heimsæki veitingahús, bari og verslanir sem staðsett eru við götuna. Má þar nefna hönnunarverslunina Blóðberg og Handverksmarkaðinn þar sem hægt er að kaupa seyðfirskt handverk. NorðAustur, einn vinsælasti sushi veitingastaður landsins er staðsettur á annarri hæð Hótel Öldunnar og á jarðhæðinni er veitingastaður hótelsins, sem framreiðir dýrindis mat og drykki. Handan götunnar er Café Lára , fullkominn staður ef þú ert í stuði fyrir „juicy“ borgara, steik eða fisk dagsins og mögulega einn eða tvo kalda með.

Á hverju sumri fer fram Tónleikaröð Bláu kirkjunnar, sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af helstu menningarviðburðum í tónlistarlífi Austurlands. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar þar sem gefst færi á að hlýða á marga af áhugaverðustu tónlistarflytjendum landsins.

Seyðisfjörður er hluti af ferðaleiðinni Flakkað um firði. Ef þú ert á ferðalagi um Austurland eða að skipuleggja næstu ferð mælum við hiklaust með því að þú kynnir þér sérsniðnar ferðaleiðir okkar um landshlutann. Góða ferð!

Reykholt söguhringur

Reykholt í Borgarfirði

Gönguleið um Reykholt söguhring er fróðleg og skemmtileg. Mikil vinna hefur verið unnin við uppsetningu skilta og göngustíga en hægt er að ganga inn í Reykholtsskóg sem staðsettur er fyrir ofan þorpið. Alla þjónustu má finna á Snorrastofu og möguleiki er að fylgja forritinu „Snorri" þegar gengið er um svæðið en það er skemmtileg viðbót við gönguna. 

Reykholt í Borgarfirði er þekktur staður fyrir ferðamenn og íbúa en þar er að finna Snorralaug, forna og friðlýsa laug sem er kennd við Snorra þó svo að sagt sé í Landnámu að laug hafi verið þar síðan frá árinu 960. Kirkjurnar á svæðinu eru tvær, sú eldri er timburkirkja sem stendur við gönguleiðina en sú nýrri var vígð árið 1996 og er hún mikið notuð, t.d. í tónleikahald en Reykholtshátíð er haldin á ári hverju. Reykholtsskógur er fyrir ofan kirkjurnar en aþr er að finna forna þjóðleið sem fer í gegnum og meðfram skóginum. Snorrastofa er svo upplýsingamiðstöð þar sem hægt er að finna leiðsögn, fyrirlestra og sýningar. Svæðið hefur því mikið upp á að bjóða, hvort sem það sé fyrir gesti sem eru í leit að náttúru eða sögu. 

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt á gönguleiðinni sem og ruslatunnur. Hægt er að kaupa aðgang að leiðsögn um svæðið. Þjónustu er að finna á Snorrastofu og Fosshótel Reykholt býður upp á gistingu, veitingar og veitir upplýsingar til gesta. 

  • Staðsetning: Reykholt, Borgarbyggð
  • Vegnúmer að upphafspunkti: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð
  • Erfiðleikastig: Auðvelt
  • Lengd: 1.64km
  • Hækkun: 50 metra hækkun
  • Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni
  • Tímalengd: 25 mínútur
  • Tegund jarðvegar: Litlir steinar og malbik
  • Hindranir á leið: Engar hindranir
  • Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur
  • Árstíð: Gönguleiðin er opin allt árið um kring
  • GPS hnit upphafspunktar: N64°66318 W021°292
  • GPS hnit endapunktar: N64°66318 W021°292

Möðrudalur

Möðrudalur liggur hæst bæja á Íslandi, 469 m.y.s. Ein landmesta jörð landsins. Þar hefur meira og minna verið í byggð frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Reykjanesviti

Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908. 

Rætt var fyrst um að byggja vita á Reykjanesi 1875 en ekki til peningar fyrir því. Stuttu seinna var vitagjald tekið upp til að safna fé til að byggja vita. Öll skip nema fiskiskip við allar hafnir landsins áttu að greiða 15 aura fyrir hverja lest sem úr skipinu væri tekin. Íslendingar ræddu við dani um kosti þess að hafa ljósvita þar sem tryggingafélög vildu ekki ábyrgjast skip sem sigldu til Íslands nema að skipaeigendur greiddu miklu hærri iðgjald. Að enginn skip komu til Íslands var mjög slæmt fyrir íbúana. Loks samþykktu danir að fjármagna ljóshúsið og tækin í ljósið en Íslendingar sæju um bygginguna sjálfa, efniskostnað og launakostnað starfsmanna.  Danskur verkfræðingur Rothe að nafni sá um að hanna bygginguna og skipuleggja verkið. Tafðist verkið af ýmsum ástæðum en 1. desember 1878 var fyrsti ljósviti Íslands formlega vígður á Valahnúk og tekinn í notkun. Það fór ekki betur en svo að hann skemmdist í jarðskjálfta 9 árum síðar og rústirnar sprengdar í apríl 1908.  Fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson og gegndi hann starfinu til 1. ágúst 1884. 

 

Rútshellir

Hvolsvöllur
Rútshellir er af mörgum talin elstu manngerðu hýbýli á landinu.

Selatangar

Gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur.

Á Selatöngum var allmikið útræði, bæði á vegum Krýsuvíkurbónda og annarra, meðal annars reru þar skip frá Skálholtsbiskupi.  Vísa er til sem nefnir 82 sjómenn þar.  Útræði lagðist niður á Selatöngum eftir 1880.  Allmiklir verbúðarústir eru þar og viða hefur verið hlaðið fyrir hraunhella sem vermenn höfðu til ýmissa nytja, má þar nefna Mölunarkór og Sögunarkór.  Minjar þar eru friðlýstar.  Á seinni hluta 19. aldar kom upp reimleiki á Selatöngum og var draugurinn nefndur Tanga-Tómas.  Mikill reki er við Selatanga.  Þar er stórbrotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana.  Þangað liggur ógreiðfær vegarslóði af Ísólfsskálavegi.

Selfosskirkja

Selfoss
Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 – 1956 og vígð það sama ár.

Selvogsviti

Ölfus
Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931.

Sjóminjasafnið Ósvör

Bolungarvík

Safnið samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Safnið gefur raunhæfa mynd af aðbúnaði vertíðarfólks  og þeim búnaði sem notaður var til fiskvinnslu á vetrarvertíð á 19. öld. Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur skinnklæðum, samskonar þeim sem notuð voru við sjósókn í Bolungarvík og lýsir því sem fyrir augu ber. Safnið stendur við Óshlíðaveg austast í víkinni.

 

Frekari upplýsingar um safnið má finna hér

Skaftfell

Seyðisfjörður

miðstöð myndlistar á Austurlandi

Starfrækt árið um kring
Austurvegur 42
710 Seyðisfjörður
Sími 472 1632
skaftfell@skaftfell.is
www.skaftfell.is

Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist, með megin áherslu á samtímalist. Í Skaftfelli er öflugt sýningarhald, gestavinnustofur fyrir listamenn og kaffistofa með góðu myndlistar bókasafni. Skaftfell leggur áherslu á að vera tengiliður á milli leikinna og lærðra og stendur fyrir fjölþættu fræðslustarfi, jafnt á fjóðungs vísu og á alþjólegum grundvelli.

Samkvæmt þríhliða samningi Skaftfells, Menningarráðs Austurlands og Seyðisfjarðarkaupstaðar gegnir Skaftfell þjónustuhlutverki fyrir allt Austurland varðandi málefni myndlistar og er jafnframt ein af fjórum miðstöðvum sem saman mynda menningarmiðstöð Austurlands.

Skagagarður

Skagagarðurinn forni sést enn skammt norð-austur af Kolbeinsstöðum. Garðurinn er sennilega frá 10. öld og girti nyrsta hluta Rosmhvalsness frá öðrum hlutum Reykjanesskaga. Garðurinn var aðlíðandi norðanmeginn en hár og lóðréttur til suðurs, enda hefur honum væntanlega verið ætlað að halda sauðfé frá miklum kornökrum sem voru nyrst á skaganum. Var garðurinn 1,5 km langur og lá frá túngarði á Útskálum að túngarði á Kirkjubóli. Sveitafélagið Garður tekur nafn sitt af þessum garði.

Staðsetning: Liggur frá Útskálakirkju í Garði að Kirkjubólsvelli. Farið eftir þjóðvegi 45 í átt að Garðskagavita.

Skallagrímsgarður í Borgarnesi

Borgarnes
Skrúðgarður í hjarta Borgarness. Tilvalinn til útivistar fyrir alla aldurshópa

Skarð á Skarðsströnd í Dölum

Búðardalur
Fornfrægt höfuðból í Dölum

Möðrudalur

Egilsstaðir

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar

Kirkjubæjarklaustur

Kapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð árið 1974 en hún var byggð í minningu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728-1791) sem söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783 í kirkjunni á Klaustri. Telja margir að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði jörðinni. Hraunstraumurinn stöðvaðist þar sem nú heitir Eldmessutangi og er vestan Systrastapa. Sjá má tóft gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum og nákvæmt líkan af kirkjunni er inni í kapellunni. Kirkja stóð á Kirkjubæjarklaustri til ársins 1859 þegar ákveðið var að flytja kirkjuna, vegna uppblásturs, að prestssetrinu að Prestsbakka. Kirkjugarðurinn er afgirtur og þar eru jarðsettir nokkrar íbúar á Klaustri og þar eru nokkrir gamli legsteinar. Einn þeirra er á gröf séra Jóns Steingrímssonar og Þórunnar konu hans. 

Kapellan var vígð 17. júní þjóðhátíðarárið 1974. Hún rúmar 80 manns í sæti. Arkitektar voru bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir.

Klaustrið stóð stutt frá Minningarkapellunni. Fornleifafræðingar rannsökuðu svæði á árunum 2002 – 2005. Margt merkilegra gripa fannst og má sjá mynd á upplýsingaskilti sem sýnir hvernig klausturbyggingin gæti hafa verið.

Skálar á Langanesi

Þórshöfn
Í þorpinu á Skálum á Langanesi er að finna minjar um líf sem einu sinni var. Hér stóð blómlegt þorp þar sem íbúarnir byggðu afkomu sína á útgerð.

Kolfreyjustaður

Fáskrúðsfjörður

Kolfreyjustaður er fornt prestsetur og kirkjustaður á Fáskrúðsfirði. Kirkjan sem nú stendur á Kolfreyjustað er frá  árinu 1878 og hefur að geyma merka og forna kirkjumuni. Skáldbræðurnir Jón og Páll Ólafssynir ólust upp á Kolfreyjustað. Nafnið er dregið af tröllskessunni Kolfreyju.

Keflavíkurkirkja

Reykjanesbær

Keflavíkurkirkja er í Keflavíkurprestakalli í Kjalarnesprófstsdæmi. Hún er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og byggð árið 1914 eins og sjá má framan á kirkjuturni. Hins vegar var kirkjan vígð 1915, hinn 14. febrúar. Staður var kirkjunni valinn í samráði við arkitektinn haustið 1913. Kirkja hafði ekki staðið áður á þessum stað.

Um aldamótin hafði að vísu verið langt komið byggingu kirkju, sem Guðmundur Jakobsson hafði teiknað og smíðað en sú kirkja, sem þá var að heita má fullgerð, skemmdist í óveðri í nóv. 1902 og var smíði hennar þá hætt. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson og sýnir Jesúm flytja Fjallræðuna; hefur hún verið í kirkjunni allt frá upphafi. Steindir gluggar eftir Benedikt Gunnarsson, myndlistarmann, voru settir í glugga kórs og framkirkju árið 1976. 

Keflavíkurkirkja er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00-12:00 & 13-15. Opið á föstudögum frá kl.10:00 – 12:00.

Heimasíða: www.keflavikurkirkja.is 

Sími: 420 4300

Ketildalir og Selárdalur

Patreksfjörður

Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Þverhníptir fjallgarðar mynda dalina, umkringdir klettabeltum efst og niður af þeim falla snarbrattar skriður og víða teygja fjöllin sig þverbrotin í sjó fram.

Víða má finna surtarbrand og plöntusteingervinga í berglögum. 

Selárdalur er einna vinsælasti áfangastaðurinn á þessum slóðum en þar er glæsilegt útsýni yfir Arnarfjörð og hægt að sjá hinn 1000 metra háa Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Í Selárdal leynist listasafn Samúels Jónssonar(1884-1969) sem var oft kallaður “listamaðurinn með barnshjartað”. Hann byggði bæði hús og reistu kirkju þar sem sjá má bæði málverk og styttur eftir listamanninn. Allt frá 1998 hefur félag um endurreisn safnsins stuðlað að viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels.

Kirkjan í Innri-Njarðvík

Reykjanesbær
Njarðvíkurkirkja er sóknarkirkja Innri-Njarðvíkur, hún var vígð 18.júlí 1886. Saga kirkjunnar í Innri Njarðvík, nær að minnsta kosti aftir til 14.aldar.   Kirkjan hefur verið opin til sýnis frá miðvikud. - sunnudags kl. 13:00 - 17:00 frá júní til 31. ágúst og eftir samkomulagi eftir þann tíma. Upplýsingar hjá sóknarpresti Baldri Rafni Sigurðssyni.

Kirkjan í Ytri-Njarðvík

Ytri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurpresta-kalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin.

Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hún er 400 fermetrar að grunnfleti og undir henni er 108 fermetra kjallari. Kirkjuskip rúmar 230 manns í sæti en safnaðarsalur, sem opnanlegur er inn í kirkjuskipið, rúmar 100 manns.

Lengi var barist fyrir því að kirkja risi í Ytri-Njarðvík. Þórlaug Magnúsdóttir í Höskuldarkoti stofnaði sjóð árið 1948 til byggingar kirkjunnar. Fyrstu skóflustunguna tók Guðlaug Stefánsdóttir í Þórukoti 13. september 1969. 

www.njardvikurkirkja.is 

Sími: 421 5013

Akranes gönguleið

Akranes

Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika.   

Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma.
Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlega
áhugaverður áfangastaður að heimsækja.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Kalmansbraut(nr.51), við tjaldsvæði Akranes. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 10.36km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 2.15klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og malbikaður stígur. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Við tjaldsvæði Akranes og þjónustufyrirtæki á svæðinu. 

Upplýst leið: Meirihluti leiðar er upplýstur en hluti sem er óupplýstur. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.5756 W022°04.0371 við tjaldsvæði Akranes. 

GPS hnit endir: N64°18.7945 W022°02.6144 við Himnaríki. 

Kirkjubær

Egilsstaðir

Kirkjubær í Hróarstungu var prestsetur til 1956.  Kirkjan var reist 1851, stór og stílhrein timburkirkja með prédikunarstól frá tíð Guðbrands Þorlákssonar biskups. Skírnarskálin er með tréumgjörð skorinni af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara og altaristaflan er frá 1894.  Gripir úr eigu kirkjunnar eru einnig í varðveislu á þjóðminjasafni. Lögferja var við Kirkjubæ.


 

Kirkjuvogur

Reykjanesbær

Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum.  Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað frá Hvalsnesi.  Kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið.  Í illviðrinu mikla í ársbyrjum 1799 skemmdist kirkjuhúsið mikið.

Kjarvalshvammur

Egilsstaðir

Kjarvalshvamm er að finna við vegarbrún nr. 94 skammt frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Kjarval dvaldi þarna í tjaldi í tvö ár í kringum 1948. En bóndinn gaf honum skikann og reisti kofann.

Þarna dvaldi Kjarval oft og málaði margar af frægustu myndum sínum. Þetta er eina fasteignin sem Kjarval átti. Þarna er líka bátaskýli fyrir Mávinn, bát sem Kjarval sigldi eitt sinn niður Selfljótið til Borgarfjarðar.

 

Kletturinn Kerling

Drangsnes

Kletturinn kerling er mjög skemmtilegt viðfangsefni. Sagan segir að kerling sú er stendur þarna sé í raun tröllkerling sem átti stóran þátt í því að landræman sem tengir Vestfirði við Ísland er svo stutt á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. Kerling þessi, ásamt tveimur öðrum tröllum ákváðu eitt sinn í sameiningu að gera Vestfirði að eyju. Hófust þau handa við gröftinn, tvö þeirra að vestanverðu en eitt að austanverðu. Gröfturinn gekk vel og landræman styttist í hverri skóflustungunni. Þegar líða tók að dögun og ekki var búið að moka alla landræmuna þá ákváðu tröllin að forða sér áður en sólin kæmi. Litu þau fyrst yfir firðina í innanverðum Breiðafirði að vestanverðu, sem voru orðnir fullir af eyjum en horfðu síðan yfir Húnaflóann að austanverðu og sáu að engin einasta eyja hefði myndast. Tröllunum sinnaðist við þetta og hlupu því hvort í sína áttina. Kerling á Drangsnesi er sú er gróf að austanverðu en hin tvö tröllin má sjá steingerð á harðahlaupum út eftir Kollafirði. Kerlingu á Drangsnesi líkaði ekki að engin eyja hafði myndast við gröft sinn svo hún lagði allan kraft í það rétt í dögun að mynda eina slíka fyrir utan Drangsnes. Það ku vera eyjan Grímsey í dag. 

Knarrarósviti

Selfoss
Knarraóssviti er 22 metrar að hæð, fallegur og rammbyggður

Kollsvík

Patreksfjörður
Kollsvík er falleg náttúruperla á sunnanverðum Vestfjarðarkjálkanum. Þar var blómleg byggð í fyrri tíð sem lagði stund á landbúnað og fiskveiðar. Búskapur dróst saman á 20. öld en lagðist af lokum af árið 2002. Fiskveiðar áttu stóran þátt í uppgangi svæðisins en þar var róið út frá einni stærstu verstöð Vestfjarða, Kollsvíkurveri.

Menningarstofa Fjarðabyggðar

Neskaupstaður
Menningarstofa Fjarðabyggðar starfar í Fjarðabyggð og undir henni Tónlistarmiðstöð Austurlands en hún er miðstöð tónlistar á Austurlandi og er leiðandi í fræðslu og framþróun listgreinarinnar í landshlutanum.

Krosshólaborg í Dölum

Búðardalur
Útsýnisstaður með steinkrossi í minningu Auðar djúpúðgu landnámskonu

Krýsuvíkurkirkja

Grindavík

Krýsuvíkurkirkja var reist 1857 og lögð niður sem sóknarkirkja 1929 en var síðar höfð til íbúðar. Gert var við kirkjuna 1964 og hún afhent Þjóðminjasafninu til eignar. Hún er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar. Síðast var jarðsett í kirkjugarðinum 1971.

Krýsuvík var fyrrum stórbýli, enda landgæði mikil hér áður en uppblástur tók að herja. Bæjarhóllinn er vestan kirkjunnar of fór Krýsuvík endanlega í eyði eftir 1950.

Í Ögmundahrauni vestast í Krýsuvíkurlandi eru miklar bæjarrústir niðri undir sjó huldar hrauni, þar sem virðist móta fyrir kirkju og kirkjugarði. Er jafnvel talið, að þar hafi bærinn áður staðið. Í landi Krýsuvíkur voru mörg kot og hjáleigur; Lækur var austan við bæjarlækinn, Norðurkot norðan túns, Suðurkot sunnan við túnið og Arnarfell sunnan undir samnefndu felli í suðaustur frá kirkjunni. Norðan þjóðvegar stóð Stóri-Nýjibær.

Lagarfljót og Lögurinn

Egilsstaðir

Lagarfljót er stærsta vatnsfall Austurlands og eitt af mestu vatnsföllum Íslands. Vatnasvið þess nær frá Eyjabakkajökli til Héraðsflóa eða um 140 km leið. Þar sem það rennur um Fljótsdalshérað er það bæði fljót og stöðuvötn í senn. Stærsta stöðuvatnið, gjarnan kallað Lögurinn, nær frá Fljótsbotninum í Fljótsdal og út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Það er um 53 ferkílómetrar að stærð og er meðaldýpi um 51 m en mesta dýpi 112 m. Sagt er að þar séu heimkynni Lagarfljótsormsins. 

Samkvæmt gamalli þjóðtrú er talið að skrímsli hafist við í Lagarfljóti, Lagarfljótsormurinn og er fyrsta skjalfesta frásögnin af orminum frá 1345. Stóð mönnum mikill stuggur af ormi þessum fyrr á öldum og þótti það boða ill tíðindi ef hann sást skjóta kryppum upp úr vatninu. Hin síðari ár hefur minna borið á honum en þó eru þess dæmi að nýlega hafi náðst sæmilega skýrar ljósmyndir af honum. 

Áningarstaðir eru víða kringum fljótið og þar er kjörið að staldra við og líta eftir orminum.

Lagarfljótsormurinn

Egilsstaðir
Í Leginum býr Lagarfljótsormurinn sem er frægasta skrímsli Fljótsdalshéraðs. Fyrstu sagnir af orminum eru frá árinu1345 svo hann er komin til ára sinna.

Landnámssaga

Fyrstu íslensku landnámsmennirnir, sem komu til landsins í kringum 874, voru aðallega af norrænum uppruna, að mestu af vesturströnd Noregs. Á Íslandi þá gátu þeir stundað landbúnað og ræktað jörðina á sama hátt og þeir höfðu í fyrri heimkynnum sínum, alið búfénað og hlúið að uppskerunni. Það voru ríkar fiskveiðilendur rétt utan við landsteinana og hafið sá einnig fyrir öðrum þýðingamiklum hlutum eins og rekavið, rostungum, fuglum og hvölum.

Ingólfur Arnarsson, fyrsti landnámsmaðurinn, eignaði sér landið vestan við Ölfusá, sem í dag er kallað Reykjanesskagi. Síðan ráðstafaði hann landi til fimm manna og einnar konu. Steinunn gamla var ættingi Ingólfs: hann gaf henni norðurpart skagans, sem hún endurgalt honum með prjónaðri yfirhöfn.

Hún gaf Eyvindi, nánum ættingja sínum landið sem nú er kallað Vogar. Ingólfur gaf tveimur öðrum ættingjum sínum landsvæði, Herjólfi Bárðasyni gaf hann landið frá Höfnum til odda Reykjaness og til Ásbjarnar Össurarsonar gaf hann landsvæðið milli síns eigin lands og Eyvindar.

Moldar-Gnúpur settist að í Grindavík og Þórir haustmyrkvi settist að austan við Grindavík.

Landnemar

Akureyri
Sögur af landnemum í Eyjafirði

Laugar í Sælingsdal

Búðardalur
Uppeldisstaður Guðrúnar Ósvífursdóttur. Útisundlaug, vaðlaug, heitir pottar og gufubað

Laugardælir

Selfoss

Laugardælir er lítil byggð rétt utan við Selfoss. Laugardælir var einn fjölfarnasti lögferjustaður landsins þar til brúin var byggð yfir Ölfusá hjá Selfossi 1891. Árið 1957 var ný kirkja vígð á Selfossi og Laugardælasókn lögð til hennar, utan nokkurra bæja sem færðust til Hraungerðissóknar. Staðurinn var kirkjulaus í nokkur ár eða til ársins 1965 þegar nýja kirkjan var byggð. Kirkjan er úr steinsteypu, 300 m² með pípuorgeli og tekur 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði hana og Sigfús Kristinsson, byggingarmeistari á Selfossi, var kirkjusmiður. Í garði Laugardælakirkju er legstaður Bobbby Fischer (1943-2008), hins litríka og umdeilda heimsmeistara í skák.

Lindarbakki

Borgarfjörður eystri

Lindarbakki er lítið fallegt torfhús í miðju Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Húsið er vinsælt myndefni ferðamanna og ómissandi viðkomustaður þegar fjörðurinn er heimsóttur. Lindarbakki er upphaflega byggður árið 1899 en hlutar hans hafa verið endurbyggðir. 

Árið 1979 festi Elísabet Sveinsdóttir frá Geitavík á Borgarfirði, jafnan kölluð Stella, kaup á Lindarbakka ásamt eiginmanni sínum Skúla Ingvarssyni. Þau hjónin gerðu húsið upp og notuðu sem sumarhús og allt fram til ársins 2020 eyddi Stella sumrum sínum á Lindarbakka, þá orðin níræð.

  

Loftsstaðir

Selfoss

Loftstaðir var áður mikil verstöð. Í kringum árið 1600 bjó hér galdramaðurinn Galdra-Ögmundur sem deildi við Galdra-Geirmund á Ragnheiðarstöðum. Á Loftstaðahóli er mikil steinvarða mjög forn að uppruna.

Malarrifsviti á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti yst á Malarrifi á Snæfellsnesi

Skarðsströnd í Dölum

Búðardalur
Skarðsströnd í Dölum, sögustaðir og náttúra

Skálholt

Selfoss
Skálholt er bær og kirkjustaður í Biskupstungum í Árnessýslu. Þar var biskupssetur frá upphafi 1056

Kálfatjörn

Bær, kirkjustaður og áður prestsetur á Vatnsleysuströnd.  Prestasetur var þar til 1907 er sóknin var lögð niður til Garða á Álftanesi.  Á Kálfatjörn var kirkja helguð Pétri postula á kaþólskum sið.  Núverandi kirkja var reist árið 1892-1893 og vígð 11. júní 1893.  Kirkjan er byggð úr timbri, járni varin steinhlöðnum grunni.  Kirkjan tekur 150 manns í sæti á báðum gólfum.  Kálfatjarnarkikirkja tilheyrir Tjarnarprestkalli í dag.

 

Viti - Öndverðarnesviti á Snæfellsnesi

Hellissandur
Öndverðanesviti á Snæfellsnesi

Varmaland gönguleið

Borgarnes

Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett í
tungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.  

Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.
Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.  

Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Varmalandsvegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: Heildalengd 5.03km. 

Hækkun: 75 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.07 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

Vatnsleysa

Vogar

Stóra- og Minni Vatnsleysa.  Bæir á Vatnsleysuströnd, stórbýli fyrrum og miklar útvegsjarðir .  Standa þeir vestanvert við allstóra vík sem Vatnsleysuvík heitir, milli Keilisness að vestan og Hraunsness að austan.  Á Minni-Vatnsleysu er reikið eitt stærsta svínabú landsins (Ali).  Til hlunninda þessara jarða eru talin hrognkelsveiði, reki og hverahiti.  Á Vatnsleysu var kirkja í kaþólskum sið, helguð öllum heilögum og átti hún 15 hundruð í heimalandi jarðarinnar.  Löngum mun Vatnsleysukirkja hafa verið þjónað frá Kálfatjörn

Vatnsleysuströnd

Byggðarlag við sunnanverðan Faxaflóa, frá Hvassahrauni að innan og út að Vogastapa, gjarnan nefnd Ströndin af heimamönnum.  Alls er Vatnsleysuströnd 15 km löng.  Upp frá henni liggur Strandarheiði sem öll er þakin hrauni, Þráinsskjaldarhrauni, er runnið hefur til sjávar fyrir um 9000 árum.

Byggðin á Vatnsleysustönd er eingöngu á örmjórri ræmu við ströndina að mestu í hverfum sem mynduðust við bestu lendingarnar. 

Veðurhorfur -112 orð yfir vind og veðurbrigði

Grundarfjörður

Á íslensku má finna yfir 130 orð yfir vind. Sólrún Halldórsdóttir listamaður hefur hér valið 112 orð með tilvísun í neyðarnúmer á Íslandi. Íslendingar eru margir hverjir háðir veðri í sínum daglegu störfum og varla líður sá dagur að veðrið berist ekki í tal manna á milli.

Orðunum er raðað upp eftir vindhraða og stuðst við veðurkóda Veðurstofu Íslands, nema hér eru litatónarnir mun fleiri. Oft ræður tilfinning hvar orðið lendir, en einnig er stuðst við frásagnir eldra fólks. 

Sólrún Halldórsdóttir er fædd árið 1964 og uppalin í Grundarfirði, næst yngst hjónanna Halldórs Finnssonar og Pálínu Gísladóttur. Mikið var lesið á heimilinu, móðirin rak bókabúð hér í Grundarfirði og snemma fékk Sólrún mikla ást á íslenskri tungu. 

Verkið er 18 metra langt og 60 cm breitt. Efniviður er grjót, stál og harðviður. 

Verbúðin í Staðardal

Suðureyri

Verbúðin í Staðardal

Vestrahorn

Höfn í Hornafirði

Eitt fyrsta landnámsbýli Íslands var Horn, byggt af Hrollaugi, syni Rögnvalds Jarls af Møre í Noregi. Sveitarfélagið Hornafjörður og ýmis önnur svæði eru nefnd eftir landnámsbýlinu. Svæðið er í um það bil 10 mínútna ökufæri frá Höfn. Horn er staðsett fyrir neðan Vestra-Horn, 454 metra háu fjalli og er það áhugaverður jarðfræðilegur staður myndaður úr ólagskiptum djúpbergsstein, aðallega gabbró en einnig granófýr. Austan við fjallið er óvanalega löguð opna sem kallast

Brunnhorn sem nær út að sjó. Selir eiga það til að slaka á á strandlengjunni, þannig ef heppnin er með þér nærðu flottri mynd af sel í slökun ef þú gerir þér ferð að Horni.  

Í seinni heimsstyrjöld var Horn herstöð Breskra hermanna og seinna setti NATO upp ratsjárstöð á Stokksnesi, sunnan við Horn. Á Stokksnesi má virða fyrir sér öflugt Atlantshafið þar sem öldurnar skella á grýttri ströndinni af miklu afli. 

Villingaholtskirkja

Selfoss

Villingaholt er kirkjustaður og var löngum stórbýli. Á 17. öld var hér prestur, Jón Erlendsson en hann var afkastamesti handritaskrifari landsins. Hann á sinn mikla þátt í að varðveita ýmsar helstu perlur handritanna með því að skrifa þau upp, m.a. að beiðni Brynjólfs Sveinssonar biskups. Frægasta ritið sem séra Jón bjargaði þannig frá glötun er Íslendingabók, en mörg handrita okkar eru rituð með hendi Jóns. Síðar bjó hér þjóðhagsmiðurinn og bóndinn, Jón Gestsson (1863-1945) en frá honum er komin mikil ætt hagleiksfólks. Jón teiknaði og byggði núverandi Villingarholtskirkju á árunum 1910-1911. Kirkjan er bárujárnsklædd úr timbri og á hlöðnum grunni. Kirkjan er með turni og sönglofti og tekur 100 manns í sæti.  Ef gengið er syðst á lóð Þjórsárvers má sjá gamlan bæjarhól en þar stóð Villingaholtskirkja og bæjarhúsið áður. Í kjölfar viðverandi sandfoks og mikils tjóns í suðurlandsskjálftanum árið 1784 voru þau flutt um set að núverandi stað. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Vitarnir á Garðskaga

Fyrstu  heimildir um ljósvita á Garðskaga er frá því 1847, en þá var hlaðin varða til leiðarvísis sjófarendum. Varðan var hlaðin úr grjóti og upp úr henni stóð járnstöng. Í blöðunum frá þeim tíma segir, að í ágústmánuði 1847 hafi komið með póstskipinu smíðuð járnvarða, sem setja eigi upp á Garðskaga, til leiðarvísis skipum sem sigldi inn Faxaflóa. Gert er ráð fyrir, að varðan með grjótstöpli, sem undir hana verði hlaðinn, verði 15 álna há (3,7m). Þetta var leiðarmerki um daga en ekki viti.

Árið 1897 var svo byggður ljósviti á Garðskagatá. Það var ferstrengd bygging úr steinsteypu, 12.5 metrar á hæð og 3,25 metrar á hverja hlið. Áfast við hann var varðhús, þar sem vitavörðurinn hélt til um nætur. Umhverfis vitan var pallur, hlaðinn úr höggnu grjóti, um 3 metrar á hæð. Í vitanum voru sett mjög vönduð ljósatæki, sem var olíulampi. Ljósbrjótur magnaði ljósið og sneri lóðaklukka ljósbrjótnum. Hana þurfti að vinda upp á fjögra klukkustunda fresti og því talið nauðsynlegt, að vitavörðurinn dveldist í varðhúsinu um nætur. Á síðari árum þótti ekki hættulaust að dveljast í vitanum þegar mikið brimaði og var þá vitans gætt frá vitavarðahúsinu.

Nýr viti var svo byggður á Garðskaga árið 1944 og var ein höfuðástæða þess, að sjór hafði gengið mikið á landið frá því að gamli vitinn var byggður. Nýji vitinn er sívalur turn úr steinsteypu, 28 m. á hæð með ljóshúsi. Garðskagavitin mun vera hæsti viti á landinu, það er að segja, byggingin sjálf. Ljóstæki gamla vitans voru flutt yfir í nýja vitann, en fljótlega kom þó rafljós í stað olíuljóssins, í fyrstu frá vindrafstöð, en síðar frá Sogsvirkjuninni og var ljósmagn vitans aukið um leið. Árið 1961 var vitinn búinn sænskum ljóstækjum og var hann með sömu ljósmerkjum og sá gamli (upplýsingar um ljósmerki). Radiomiðstöð var tekin í notkun á Garðskaga árið 1952 fyrir atbeina Slysavarnafélags Íslands og fjórum árum síðar var sú stöð leyst af hólmi með ljósradiomiðunarstöð, sem er miklu langdrægari og fullkomnari

Viti - Akranesviti

Akranes
Tveir vitar á Akranesi sem opnir eru almenningi

Viti - Svörtuloftaviti á Snæfellsnesi

Hellissandur
Viti á Svörtuloftum

Víkingasvæðið Þingeyri

Þingeyri

Víkingasvæðið Þingeyri

S: 863-2412

thorir@simnet.is

 

Gísla saga Súrssonar spannar stórt svæði af fjörðunum og þar er sögustöðunum lýst af kunnáttu og nákvæmni. Allt fram á 20. öldina voru atvinnuhættir á þessum slóðum hinir sömu og voru á dögum Gísla Súrssonar. Þegar svo tækni nútímans hóf innreið sína á Vestfirði, voru sumir staðir þegar komnir í eyði. Þess vegna líta ýmsir sögustaðanna nánast eins út og þeir gerðu á meðan Gísli Súrsson gekk þar um.

Vegna hinnar ósnortnu náttúru sem þú getur svo víða notið á Vestfjörðum, hefur þú tækifæri til að komast í snertingu við söguþrungna fortíð svæðisins. Á Þingeyri er búið að byggja upp Víkingasvæði með útivistarsvæði sem saman stendur af sviði, bekkjum og borðum og grillaðstöðu og er aðstaðan mynduð úr hringhleðslu úr grjóti. Þá er tilvalið að fara með hópinn í siglingu með Víkingaskipinu Vésteini.

Útskálakirkja

Suðurnesjabær

Kirkjustaður og prestsetur í Garði. Útskálar voru eitt mesta höfuðból á Suðurnesjum ásamt Stóra-Hólmi í Leiru og Kirkjubóli á Miðnesi. Kirkja sú er nú stendur á Útskálum var reist á árunum 1861-1863, timburhús á hlöðnum grunni, með sönglofti, forkirkju og turni og tekur um 200 manns í sæti. Forsmiður var Einar Jónsson frá Brúarhrauni.

1975 var forkirkja stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Granz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin.

Kirkjan er af yngri turngerð og er friðuð.

Altaristaflan er eftr erlendan málara og sýnir boðun Maríu, predikunarstóllinn var að öllum líkindum upprunalega í Dómkirkjunni í Reykajvík. Skírnarfonturinn er eftir Ríkharð Jónsson.

Séra Sigurður B. Sívertssen var prestur að Útskálum í tæplega hálfa öld. Hann vann að mörgum framfaramálum s.s. jarðabótum, og húsbyggingum, m.a. lét hann byggja kirkjuna sem nú stendur, en þekktastur er hann fyrir Suðurnesjaannál sem hann skrifaði.

Kirkja hefur líklega verið á Útskálum frá fyrstu tíð, hennar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. Þá var kirkja einnig á Kirkjubóli, en þeirrar kirkju er síðast getið í heimildum frá 14. öld. Dýrlingar kirkjunnar í kaþólskri trú voru Pétur postuli og Þorlákur helgi.

Einn hryggilegasti atburður sjóferðarsögu Íslands tengist kirkjunni. Þann 8.mars 1685 fórust 136 á sjó, flestir af Suðurnesjum, um nóttina rak 47 lík á land í Garðinum og var 42 þeirra búin sameiginleg gröf í Útskálakirkjugarði. Það er talið að aldrei hafi jafn margir verið jarðaðir á sama degi frá sömu kirkju á Íslandi.

Víknaslóðir

Víknaslóðir er gönguleiðakerfi sem teygir sig yfir landssvæðið milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Svæðið er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag, vel stikaðar og merktar leiðir. Ferðamálahópur Borgarfjarðar gefur í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu út öflugt gönguleiðakort sem fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði eystri, í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar þrjá vel búna gönguskála á Víknaslóðum, í Breiðuvík, Húsavík og í Loðmundarfirði. Ferðaþjónustuaðilar á Borgarfirði veita göngufólki fjölbreytta þjónustu, svo sem við ferðaskipulag, gistingu, leiðsögn, flutninga (trúss) og matsölu.

Gönguleiðakerfið er fjölbreytt með styttri og lengri gönguleiðum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

 

Völvuleiði

Eskifjörður

Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.  Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina.  Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við.  Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.

Þingeyrakirkja

Blönduós
Þingeyrar var fyrrum eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi og kirkjustaður. Frá Þingeyrakirkju er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni.

Þingvellir Þjóðgarður

Selfoss
Þingvellir Þjóðgarður

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

Selfoss
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

Þórshöfn

Á 19. öld fóru skip að koma til Þórshafnar á ný.  Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum.  Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi. 

 

Þrístapar

Síðasta aftakan á Íslandi fór fram á Þrístöpum 12.janúar 1830. Þá voru hálshöggvin þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson en þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Næg bílastæði eru á staðnum og aðgengi að hólunum gott. 

Þrístapar eru þrír samliggjandi smáhólar og eru hluti af Vatnsdalshólum. 

Þuríðarsteinn

Á kvennaárinu 1975 var sett upp minningartafla um landnám Þuríðar Sundafyllis á stóran stein sem nefnist Þuríðarsteinn. Steinninn er staðsettur í Vatnsnesi en þar er talið að bær Þuríðar Sundayllis hafi staðið.

Þykkvabæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur

Þykkvabæjarklaustur er kirkjustaður í Álftaveri. Þar var munkaklaustur í katólskum sið, stofnað árið 1168, og hélst til siðaskipta. Munkur í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem uppi var á 14. öld. Stuðlabergssúla er reist á þeim stað sem talið er að klaustrið hafi staðið.

Þykkvabær í Veri
Þorkell Geirason, bóndi að Þykkvabæ (d. 1187), gaf Kristi allar eigur sínar og lét stofnsetja klaustur honum til dýrðar. Þorlákur, síðar helgi, Þórhallsson var fenginn til verksins og var Ágústínusarklaustur stofnað 1168. Gerðist hann munkur (kanoki) í klaustrinu þegar í upphafi og varð fyrsti ábóti þess. Á árum Þorláks sem ábóta varð þess vart að fólk varð heilbrigt eftir blessun hans og árið 1984 gerði kaþólski páfinn John Paul II Þorlák helga að verndardýrlingi Íslands. 

Klaustrið gegndi mikilvægu hlutverki sem menningar- og heilbrigðisstofnun. Vitað er með vissu að á tímum Brands Jónssonar ábóta (f. 1202 - d. 1264) var skóli rekinn í klaustrinu og sneri hann Alexanders sögu á íslenska tungu. Athyglivert er að rittengsl eru talin vera á milli texta Njáls sögu og þýðingar Brands ábóta á Alexanders sögu. Fleiri þekkt ritverk og kvæði urðu til í klaustrinu. Eysteinn Ásgrímsson munkur orti þar hið þekkta helgikvæðið Lilju sem „allir vildu Lilju kveðið hafa“. Alla jafna hefur verið margmenni í klaustrinu en auk munka, sem sennilega voru um 13 talsins, dvöldu í klaustrinu vistmenn og óvígt vinnufólk. Því þurfti stórt bú til að standa undir mjólkur- og kjötþörf klaustursins og var bústofninn árið 1340: 250 kýr, 84 geldneyti, 410 sauðfé og 53 hross. Vitnisburð um forna búskaparhætti má sjá í gömlum rústum, Fornufjósum, sem standa norðan við
klausturhólinn og eru friðlýstar.  

Á þessum tíma voru hafskipasiglingar mögulegar að þröskuldum klaustursins þar sem Kúðafljót var skipgengt og því aðdrættir til klaustursins greiðir. Samband við erlenda trúbræður var þar af leiðandi auðveldara en ætla mætti. Það segir okkur að landslag hér hafi verið ólíkt því sem nú er og var meðal annars farið á bátum frá klaustrinu að Fornufjósum og göngubrú var lögð að Nunnutóttum sem eru taldar rústir hússins þar sem nunnur frá Kirkjubæjarklaustri gistu í heimsóknum sínum. Til að tryggja allt siðgæði var brúin að sjálfsögðu tekin upp yfir nóttina. 

Við siðaskipti færðust eignir kirkjunnar til Danakonungs og voru eignirnar aðgreindar frá óðalseignum bænda með heitinu konungsjörð. Sérstakir klausturshaldarar voru fengnir til að hafa umsjón með eignunum. Nær öll skjöl frá tímum klaustursins hafa glatast en sum þeirra tók Árni Magnússon til Danmerkur þar sem þau brunnu inni. Önnur fuku burt úr skemmdum húsum klaustursins eða voru notuð til uppkveikju á köldum vetrarkvöldum. Vegna ágangs Kötlugosa og sandfoks hurfu einnig hús og byggingar klaustursins en eftir standa örnefni og munnmælasögur.  

Valþjófsstaður

Egilsstaðir

Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal. Hún er fornt höfuðból og þar hefur verið kirkja allt frá þrettándu öld. Valþjófsstaður var eitt af höfuðbólum Svínfellinga, en nokkrir meðlimir þeirrar fjölskyldu voru fyrirferðamiklir í átökum Sturlungaaldar. 

Krikjan sem nú stendur á Valþjófsstað var vígð árið 1966. Hurðin í innri dyrum kirkjunnar er eftirmynd af hinni frægu Valþjófsstaðahurð sem Halldór Sigurðsson á Miðhúsum skar út á 13. öld. Gamla hurðin á upprunalega að hafa verið skálahurð á höfðingjasetri en var síðar nýtt sem innri hurð í stafkirkju sem stóð á Valþjófsstað í margar aldir, langt fram yfir siðaskipti. Upprunalega hurðin er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.

 

Útilegumannabyggð við Eldvörp

Minjar af skjóli úr steinum og steyptum veggjum fannst nálægt Eldvörpum við gamla gönguleið.

Hellir hjá Eldvörpum fannst þegar Hitaveita Suðurnesja var að bora þar. Stærð hellisins er 30 m langur og 6-8 m breiður. Hæð er um 1,5 metri. Seinna fundust fyrir vestan Eldvörp tvær tóftir.  


Staðsetning: Nálægð við Eldvörp, gengið frá vegi 425.

Skessan í hellinum

Reykjanesbær

Skessan flutti úr fjallinu sínu til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.

Skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur sem skrifað hefur 16 sögur um Siggu og skessuna í fjallinu en sú nýjasta fjallar einmitt um flutninginn til Suðurnesja.

Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu.

Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

Opnunartími: Alla daga frá kl. 10:00 -17:00 (nema ef veður hamlar opnun yfir vetrartímann t.d. vegna ófærðar að helli).

Frekari upplýsingar eru veittar í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3245. Einnig er hægt að senda póst á netfangið duushus@reykjanesbaer.is.

Hægt er að senda skessunni bréf á netfangið skessan@reykjanesbaer.is

Nánar um Skessuna á www.skessan.is

Straumnes

Ísafjörður

Straumnesfjall er fjall upp af Aðalvík í Sléttuhreppi. Gamall vegur liggur upp á fjallið frá Látrum í Aðalvík. Uppi á fjallinu byggði ameríski herinn radarstöð árin 1953-1956 og var hún rekin í um áratug. Núna má einungis sjá leifar af stöðinni og húsin eru mikið farin að láta á sjá. Radarstöðin á Bolafjalli, ofan Bolungarvíkur, var byggð til þess að taka við af þessari stöð og er hún enn í notkun en er rekin af Landhelgisgæslu Íslands eftir að herinn fór af landi brott. Ameríski herinn hafði víðtæk áhrif á Hornströndum og byggði herstöðina, flugvöll og stóð í stórræðum í vegalagninu. Fjöldi fólks hafði vinnu af því að þjónusta herinn og segja má að ef stöðin hefði verið lengur í rekstri þá hefði íbúaþróun á Hornströndum kannski orðið önnur. 

Skógakirkja

Hvolsvöllur
Skógar eru með elstu kirkjustöðum á landinu

Skriðuklaustur

Egilsstaðir
Skriðuklaustur er fornt höfuðból og sýslumannssetur í Fljótsdal. Þar var munkaklaustur á árunum 1493-1552. Klausturrústirnar hafa verið grafnar upp og uppgröfturinn leiddi í ljós að þar hafa verið stundaðar lækningar og bókagerð. Í uppgreftrinum fundust einnig ýmsir merkilegir munir.

Skrúður

Fáskrúðsfjörður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni.Einnig höfðu bændur þar beitiland.

Skrúður

Þingeyri
Skrúðgarðurinn Skrúður í Dýrafirði var opnaður þann 7. ágúst árið 1909. árið 1992 ákvað hópur áhugasamra einstaklinga sig til og tók garðinn í gegn og í ágúst árið 1996 var honum skilað aftur til fyrrum eiganda síns, Menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið gaf Ísafjarðarbæ garðinn í nóvember sama ár til umhugsunar. Garðurinn var stofnaður til þess að tengja saman náttúruna, menntun tengda umhverfinu og Héraðsskólann á Núpi. Garðurinn er góð innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi og þá einkum og sér í lagi vegna fjölda tegunda og staðsetningar nánast norður á hjara veraldar.

Staðarborg

Fjárborg á Strandarheiði.

Staðsett 2-3 km frá Kálfatjörn, í stefnu þaðan og á Dyngju.

Hún er hringlaga, hlaðin eingöngu úr grjóti og er hverjum steini hagrætt í hleðslunni af hinni mestu snilld.  Vegghæðin er um 2 m og þvermál að innan um 8 m.  Ummál hringsins að utanverðu er um 35 m.  Gólfið inni í borginni er grasi gróið og rennislétt. Ekki er vitað hvenær borgin var hlaðin en menn telja hana nokkur hundruð ára gamla.  Munnmæli herma að maður að nafni Guðmundur hafi hlaðið borgina fyrir Kálfatjarnarprest. 

Guðmundur vandaði vel til verka, safnaði grjóti saman úr nágrenninu, bar það saman í raðir og gat einnig valið þá hleðslusteina sem saman áttu.  Ætlun hans var að hlaða borgina í topp.  En er hann var nýbyrjaður að draga veggina samað að ofanverðu kom húsbóndi hans í heimsókn.  Sá hann þá strax í hendi sér að fullhlaðin yrði borgin hærri en kirkjuturninn á Kálfatjarnarkirkju og tilkomumeiri í alla staði.  Reiddist hann Guðmundi og lagði brátt bann við fyrirætlan hans.  En þá fauk í Guðmund svo hann hljóp frá verkinu eins og það var og hefur ekki verið hreyft við borginni síðan.  Staðarborg var friðlýst sem forminjar árið 1951 

Staðarstaður á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Sögufrægur kirkjustaður á Snæfellsnesi

Stafnes

 Höfuðból að fornu.  Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum.  Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769.  Voru landsetar af konungsjörðum suðvestanlands skyldurgir til að róa á árabátum þaðan fyrir harla lítil laun.  Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum.  Básendar eru skammt sunnan við Stafnes.  Nokkru sunnar er Þórshöfn lítið notuð enda Básendar skammt frá.  Mörg skip hafa farist á Stafnesskerjum.  Árið 1928 fórst þar togarinn Jón forseti.  Drukknuðu 15 skipverjar en 10 varð bjargað,  Slys þetta varð ásamt öðrum íkveikjan að stofnun Slysavarnarfélags Íslands. Töluverð selveiði var á Stafnesi fyrr á árum.

Stafnesviti var byggður árið 1925 á Stafnesi, milli Hafna og Sandgerðis. Hann er 8 m hár, steinsteyptur ferstrendur turn, 3x3 m að stærð sem stendur á efnismiklum sökkli. Anddyri var byggt við hann árið 1932. Á vitanum er 3 m hátt norskt ljóshús úr járnsteypu. Þrír krosspóstagluggar eru á vitanum, áður fyrr með sex rúðum en fjórum síðar. Efst á turninum er stölluð þakbrún með einföldu handriði úr járni og tréslám sem sett var upp árið 1981. Vitinn var hvítur í upphafi og um hann ofarlega var málað rautt band, en árið 1962 var vitinn málaðir gulur.

Staupasteinn í Hvalfirði

Mosfellsbær
Bikarlaga steinn í Hvalfirði, sveipaður dulúð

Stálpastaðir

Borgarnes

Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.  

Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi en
það gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.  

 Svæði: Skorradalur. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélar
fara stundum um skógarveginn á virkum dögum). 

Vegalengd: 1.6 km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 23 mín. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.
 

GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108  

GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108   

Stóri-Hólmur

Fornt höfuðból í Leiru. Talið hefur verið að Steinunn gamla, frændkona Ingólfs Arnarsonar hafi búið á Stóra-Hólmi á landnámsöld.  Í landi Stóra-Hólms er einn besti golfvöllur landsins rekin af Golfklúbbi Suðurnesja

Surtarbrandsnáma

Bolungarvík

Í Syðridal, inn af Bolungarvík, er staðsett gömul surtarbrandsnáma. Surtarbrandur var numinn úr námunni á árunum 1917-1921, eða um og fram yfir fyrri heimstyrjöld. Ástæðan fyrir því að hætt var að vinna surtarbrand í námunni er vegna þess hversu ósamkeppnishæfur surtarbrandur er gagnvart brún- eða steinkolum sem tiltölulega auðvelt var að nálgast frá Evrópu eftir stríð. Surtarbrandurinn inniheldur um 60% kolefni en brún og steinkol á milli 70 og 80%. Námurnar í syðridal eru í raun tvær, Gilsnáma og Hanhólsnáma og eru þær eru sitt hvoru megin Gilsár. Gilsnáma, sem oft er talað um sem hina eiginlegu surtarbrandsnámu er rúmlega hundrað metra langur hellir þar sem enn má sjá tæki og tól sem notuð voru við námuvinnsluna. Hanhólsnáman hinsvegar er handan árinnar og stikla þarf yfir ána til þess að komast að henni. Hún er mun styttri eða um 5-10 metra löng og surtarbrandurinn auðséður. Opið inn í Gilsnámuna er mjög þröngt, en um leið og komið er inn er mikil lofthæð og vel hægt að standa uppréttur. Gangan upp að námunni tekur um 20-25 mínútur eftir stikaðri gönguleið og vel þess virði að kíkja á hana.

Uppspretta

Reykjanesbær

Vatnstankur í Vatnsholti.

Sumarið 2013 var gömlum vatnstanki í eigu bæjarins breytt í útilistaverk með aðstoð listhóps að nafni Toyistar. Toyistasamtökin eru alþjóðlegur listhópur 28 félaga með varnarþing í Hollandi en þrír listamannanna voru íslenskir og bjuggu í Reykjanesbæ. Hópurinn vinnur við að endurbæta gömul mannvirki og breyta þeim í listaverk og hefur unnið við svipuð verkefni víða. Nauðsynlegt var að gera ráðstafanir vegna tanksins hvort eð var, þar sem hann er staðsettur á útivistasvæði í bænum og var orðinn til mikillar óprýði. Þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi, umhverfinu unnið gagn um leið og búinn var til einstakur listgripur með alþjóðlega tilvísun. Tankurinnvar afhjúpaður á Ljósanótt 2013 og er algjörlega einstakt verk í íslenskum veruleika en um leið hluti af alþjóðlegri keðju umhverfislistaverka.

Svalþúfa og Þúfubjarg á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Stór móbergshöfði á Snæfellsnesi. Tengt við fræga þjóðsögu um Kölska og Kolbein jöklaskáld

Svartsengi

Grasfletir norður frá Svartsengisfelli, norðan við Grindavík.

Þar hafa verið haldnar sumarsamkomur Grindvíkinga. Sunnan við það er Svartsengisfell. Mikið háhitasvæði er við Svartsengi. Er hitaveita leidd þaðan til allra Suðurnesja. Affallsvatn af orkuverinu sem þar er myndar Bláa Lónið.

Systrastapi

Kirkjubæjarklaustur
Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur.

Sænautasel

Egilsstaðir
Sænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endurbyggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrrum tíð. Þar er tekið á móti ferðamönnum á sumrin. Í Sænautaseli er boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.

Sæunnarhaugur

Flateyri

Kýrin Sæunn er sá gripur sem flestir munu hafa heyrt um úr bústofni Kirkjubóls. Sæunn synti yfir þveran Önundarfjörð og bjargaði þannig lífi sínu einn kaldan októberdag árið 1987. Hún lifði í sex ár eftir það í góðu yfirlæti á Kirkjubóli en var þá felld og heygð í sjávarkambinn þar sem hana bar að landi forðum og heitir þar Sæunnarhaugur.
Sundafrek Sæunnar eða Hörpu eins og hún hét fyrir sundið mikla komst í fréttir bæði hérlendis og erlendis enda fátítt að kýr leggist til sunds hvað þá svona langa leið.

Teigarhorn

Teigarhorn við Berufjörð er þekkt annars vegar fyrir merkilegar jarðmyndanir og hins vegar atvinnu- og menningarsögu. Jörðin öll var friðlýst sem fólkvangur árið 2013 og var þá friðlýst náttúruvætti innan fólkvangsins einnig stækkað. Á Teigarhorni er heilsárslandvarsla og unnið er að uppbyggingu sem raskar ekki svæðinu.

Torfbærinn á Galtastöðum fram

Egilsstaðir

Á Galtastöðum fram er uppgerður 19. aldar torfbær sem nú er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Hann hefur þá sérstöðu umfram aðra torfbæi landsins að skarta fjósbaðstofu; þ.e. fjósið var undir baðstofunni til þess að ylurinn frá kúnum vermdi húsakynnin. Ferðamönnum er heimilt að skoða bæinn, að fengnu samþykki húsráðanda. Stutt er þaðan í Geirsstaði þar sem er endurgert bænahús frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Tröð skógrækt

Hellissandur

Gönguleið um Tröð skógrækt er skemmtileg og
fjölbreytt. Skógræktin er falleg og góður staður til að njóta umhverfis og
njóta samveru. Göngustígur frá skógrækt er skemmtileg útivistarleið þar sem
hægt er nálgast tjaldsvæði, Sjóminjasafnið og nýrri byggingu Þjóðgarðs
Snæfellsjökuls.   

Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröð
við Hellisand. Fallegt svæði sem stóð í hrauninu og varð snemma vinsælt meðal
áhugafólks um skóg-og trjáræktun. Árið 2002 gerði Skógrækt-og
landverndarfélagið undir Jökli samning við Snæfellsbæ um að taka að sér umsjón
svæðisins, á grundvelli sérstaks samstarfssamning. Skjólgott er í Tröðinni,
kjörin staður til að njóta í fögru umhverfi og nýta þær gönguleiðir sem
tengjast svæðinu, að íþróttasvæði, tjaldsvæði og að Sjóminjasafninu. Tröð
skógrækt er „Opinn skógur“ en hann var formlega opnaður árið 2006. Aðgengi og
aðstaða er til fyrirmyndar en inn í skóginum er að finna margar gönguleiðir,
áningarstaði, upplýsingar og aðstaða til eldunar. Umhverfis skóginn er
grjóthleðslu girðing en handan girðinga er svo fleiri gönguleiðir í
nærumhverfi. Snæfellssjökull skín skært frá skógræktinni og gönguleiðin um
hraunið er skemmtileg upplifun.  

 Svæði: Snæfellsbær.  

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur(nr.574). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið. 

Vegalengd: 2.08km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar á leið en leiðin er mjög greinileg. 

Tímalengd: 27 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Hellulagðir stígar, smágrjót, trjákurl, hraun undirlag og gras undirlag. 

Hindranir á leið: Þrep yfir grjótgarðinn frá skógræktinni en einnig eru þrep við Sjóminjasafnið.  

Þjónusta á leið: Sjóminjasafnið og ný bygging svæðisgarðs Snæfellsjökuls. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N 64°54.8411 W 023°52.9142 

GPS hnit endir: N 64°54.8411 W 023°52.9142 

Tyrkjaránið

Árið 1627 réðust algírskir sjóræningjari inn í Ísland. Þeir námu fyrst land í Vestamannaeyjum, síðan lá leið þeirra til Grindavíkur þar sem þeir lönduðu 20.júní. Algírskir sjóræningjar voru þekktir sem „Tyrkir“ á Íslandi þar sem Alsír var hluti af hinu gríðastóra Ottoman-veldinu. Þeir handsömuðu bæði íslendinga og dani og seldu þá í þrældóm í N-Afríku. Enginn var drepinn í árásinni á Grindavík en 2 slösuðust. Sumir af föngunum voru seinna frelsaðir og sneru aftur heim til Íslands.

Ein af þeim, Guðríður Símonardóttir, giftist séra Hallgrími Péturssyni, höfundar Passíusálmanna.

Tækniminjasafn Austurlands

Seyðisfjörður

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði var sett á stofn árið 1984. er að mestu helgað því skeiði er nútíma-tækni var að ryðja sér til rúms hérlendis; 1880 - 1950. Safnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d.  í véltækni, rafmagni, fjarskiptum, samgöngum og byggingalist, eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Sýningar eru  gæddar lífi og leitast við að endurvekja andrúmsloft þess tíma sem fjallað er um.

Unaós

Egilsstaðir

Unaós er kenndur við Una Garðarsson landnámsmann, en Landnáma segir hann hafa tekið land í ósnum. Landnám hans náði alla leið að Unalæk.  Uni lagði skipi sínu að hamri sem er innar við Selfljót og heitir Knörr.  Við ströndina við ósa Selfljóts er Krosshöfði og við hann Óshöfn sem varð löggild höfn  árið 1902.  Var vörum skipað þar upp uns bílfær vegur var lagður til Borgarfjarðar eystri árið 1950.  Þurfti ládauðan sjó og háflæði til að uppskipun væri kleif. Fróðlegt er að koma að Unaósi og skoða sig um. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu t.d. merkt gönguleið í Stapavík. 

Kálfshamarsvík

Skagaströnd
Í Kálfshamarsvík eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð

Kirkjuból

Bær á Garðskaga, mikil jörð og oft setin áður af höfðingjum.  Sá atburður gerðist vorið 1433 að hópur manna, sveinar Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups, undir forustu Magnúsar nokkurs kæmeistara hafði beðið Margrétar, dóttur Vigfúsar hirðstjóra Hólms, en fengið hryggbrot.  Reiddist Magnús og ákvað að brenna Margréti inni á Kirkjubóli.  Hún var þó eina manneskjan sem komst úr eldinum komst á þreveturt trippi og gat flúið.  Hét hún að giftast þeim manni sem hefndi hennar.  Það gerði Þorvaldur Loftsson á Möðruvöllum og fékk hann Margrétar.

Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupuinn á Íslandi tekinn af lífi.  Sá sem kvað upp úrskurðinn um að biskup skyldi líflátinn hét Kristján og var umboðsmaður danska hirðstjórans á Íslandi.  Í ársbyrjum 1551 fór Kristján með fjölmennu liði á Suðurnes  í erindum konungs og tók sér gistingu að Kirkjubóli.  Um nóttina réðust Norðlendingar að bænum fengu leyfi bóndans þar til að rjúfa þekjuna, réðust að Kristján og mönnum hans og drápu þá fleiri eða færri.  Voru Kristján og fylgdarmenn hans dysjaðir fyrir norðan túngarð á Kirkjubóli.  Þótti þar reimt, svo að Norðlendingar fóru aftur, grófu líkin upp og hjuggu höfuðin en settu nefin milli þjóana.  Þetta þótti mönnum hin mesta smán er fréttin barst til Danmerkur og töldu að níðst hefði verið á líkunum.  Leiddi þessi atburður til þess að árið eftir komu danskir hermenn að Kirkjubóli, tóku bóndann og fluttu í Straum og hálshjuggu þar.
  

Kambur

Selfoss

Vestast í Hróarsholtshverfinu er bærinn Kambur. Hinn 9. febrúar 1827 gerðist þar sá atburður sem frægur hefur orðið í Íslandssögunni, er fjórir grímuklæddir menn brutust inn, lögðu hendur á heimilisfólkið og rændu töluverðu fé. Þeir bundu bóndann Hjört Jónsson og húsfólk hans og brutu upp hirslur í leit að peningum. Þeir rændu um 1000 ríkisdölum. Það var Þuríður formaður sem átti þátt í að upplýsa málið. Þuríður taldi sig þekkja handbragðið á skó sem fundist hafði, og bárust við það böndin að manni þeirrar konu sem skóinn hafði gert, Jóni Geirmundssyni á Stéttum í Hraungerðishreppi. Þuríður veitti því einnig eftirtekt að för á járnteini sem fundist hafði, pössuðu við steðja í eigu Jóns. Af vettlingi sem fannst í túninu á Kambi, bárust böndin að Jóni Kolbeinssyni, á Brú í Stokkseyrarhreppi, og lá Hafliði bróðir hans einnig undir grun. Þegar farið var að yfirheyra þessa menn játuðu þeir loks á sig ránið og bentu á forsprakkann, sem reyndist vera Sigurður Gottsvinsson á Leiðólfsstöðum. Frekari rannsókn leiddi í ljós fleiri aðila sem voru samsekir. Um ári síðar kvað sýslumaður Árnesinga upp dóm í málinu. Var Sigurður dæmdur til hýðingar, brennimerkingar og ævilangs þrældóms í Kaupmannahöfn, Jón Geirmundsson til hýðingar og þrældóms ævilangt, Jón Kolbeinsson til 12 ára þrældóms og Hafliði til 8 ára. Sigurður var drepinn í fangavistinni, en hinir fengu sakauppgjöf frá kóngi.

Fossastígur

Seyðisfjörður

Ánægjuleg og létt gönguleið frá hjarta Seyðisfjarðarkaupstaðar meðfram Fjarðará inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til um lítið skógræktarsvæði, neðan klettabeltis sunnan megin ár.
Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Heimsókn í elstu starfandi riðstraumsvirkjun landsins,Fjarðarsel (1913), er góður endapunktur, en þá þarf að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 472 1551 til þess að fá hana opnaða. Aðgangur er ókeypis. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, þar má finna aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst, allt fram til frosta.
Fossafúsum göngugörpum skal ráðlagt að halda áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni að sunnanverðu .Leiðin liggur upp að svonefndum Neðri-staf; að minnisvarða um ferðafrumkvöðulinn Þorbjörn Arnoddson í um 300 m. hæð. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega.

2,5 og 4 klst. / 2 - 6 km.
Auðgengið frá júní fram til hausts.
 

Fagradalsfjall

Hæsta fjall á Reykjanesskaga eða um 385(m.y.s). Eldgos hófst í Geldingardal handan Fagradalsfjalls í mars 2021.

Það liggur aflangt frá austri til vesturs og er í raun lítil háslétta, með nokkrum hnjúkum, einkum að vestanverðu, móbergsstapi. Fjallið hefur orðið til við gos undir jökli á síðustu ísöld sem stóð yfir í 100.000 ár.

Á Fagradalsfjalli fórst í flugslysi í síðari heimsstyrjöldinni, Frank M. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum.  Voru þeir að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli, en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt.  Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring.

Staðsetning: Í Reykjanesfjallgarðinum á miðjum Reykjanesskaga í NA af Grindavík. 

FMApic2.jpg

Fellsströnd í Dölum

Búðardalur
Falleg strönd með fjölda eyja fyrir utan.

Ferjunes

Selfoss

Bærinn Ferjunes stendur á Þjórsárbökkum og var áður fjölfarinn ferjustaður yfir Þjórsá. Sandhólaferja lagðist af við tilkomu Þjórsárbrúar. Skáldkonan Oddný Kristjánsdóttir bjó í Ferjunesi

Festarfjall

Eldfjall um 190 metra hátt. 

Meðfram því er bergveggur en sagan segir að það sé festi tröllskessu.


Staðsetning: Fyrir neðan Suðurstrandaveg 427 fyrir ofan Hraunsvík. 

Fiskibyrgi við Gufuskála á Snæfellsnesi

Hellissandur
Merkilegar fornminjar hlaðnar úr hrauni

Fjallkonustígur

Seyðisfjörður

Gönguferð um Vestdal í Seyðisfirði að Vestdalsvatni og að skúta ?"fjallkonunnar"?. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá sökum sérstæðs gróðurfars og menningarminja. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið er var ein sú fjölfarnasta austanlands á nítjándu öld og fram á hina tuttugustu. Má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Sumarið 2004 fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn  nokkru ofan við Vestdalsvatn, þar sem heitir Vatnsdalur. Rannsókn leiddi í ljós að beinin voru úr konu um þrítugsalldur frá því um 940. Telst beina- og perlufundurinn með merkari fornleifa-uppgötvunum hérlendis. Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta ?"fjallkonunnar" inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um dalinn. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið ?"Gönguleiðir á Víknaslóðum?" sem fæst í upplýsingamiðstöðvum.

3,5 klst / 6 km

Göngufæri frá júní og frameftir hausti. 

Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði
Afar áhugaverður staður til að heimsækja, með náttúrufegurð og friðsæld. Sagt er að þar hafi tíminn staðið í stað.

Flatey á Breiðafirði

Reykhólahreppur
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins en mynni hans er 70 km á breidd.

Flóaáveitan

Selfoss
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa

Flókalundur

Patreksfjörður
Flókalundur er í Vatnsfirði á Barðaströnd

Fossatún gönguleið

Borgarnes

Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirði
en þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem
staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún er
staðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafell
liggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.   

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík
við veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandi
gistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimili
og sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er til
staðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkum
Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að
Blundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarðar. 

Hægt er að ganga frá þjónustuskála við
Fossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þá
skilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígur
sem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svo
aftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlag
á þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuð
breið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar er
að finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.  

Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut). 

Erfiðleikastig: Auðveld. 

Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km 

Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu. 

Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni. 

Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði. 

Hindranir á leið: Engar hindranir á leið. 

Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfir
vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

Eiríksstaðir í Dölum

Búðardalur
Tilgátubær með lifandi safni.

Franski grafreiturinn

Fáskrúðsfjörður

Rétt utan við þéttbýlið í Fáskrúðsfirði er minnisvarði með nöfnum 49 franskra og belgískra sjómanna sem létu lífið á Íslandsmiðum. Árið 2009 komu fulltrúar frá félagi sjómanna í Gravelines á bæjarhátíðina Franska daga og afhentu nýja krossa á leiði frönsku sjómannana. 

Gravelines er gamall sjávarútvegsbær á norðurströnd Frakklands og vinabær Fáskrúðsfjarðar. Á bæjarhátíðinni Frönskum dögum eru lagðir tveir blómsveigar við minnismerki franska grafreitarins í minningu þeirra íslensku og frönsku sjómanna sem látist hafa til sjós.

Gallerí Snærós og Grafíksetur

Stöðvarfjörður

Á Stöðvarfirði er rekin ein fullkomnasta grafíkvinnustofa landsins. Hún er á höndum hjónanna Ríkharðar Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur. Oft er hægt að fylgjast með listamönnum að verki eða bregða sér sjálfur á stutt námskeið. Á sama stað er Gallerí Snærós að finna.

 

Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði

Árneshreppur

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952.

Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið þegar komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði. 

Gamla smiðjan

Þingeyri

Gamla smiðjan á Þingeyri eins og hún er kölluð í dag má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson heim úr vélsmíðanámi frá Danmörku. Frá Danmörku tók Guðmundur með sér ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Þann 13 janúar árið 1913 stofnaði Guðmundur ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. hf. og var einn af frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs á Íslandi. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu.

Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt era ð fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun. Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt í dag á sama grunni og frá stofnun. Safnið er eintök upplifun og mögnuð skemmtun.

Gamla smiðjan á Bíldudal

Bíldudalur

Gamla smiðjan er ein elsta áþreifanlega heimildin um atvinnusögu Bíldudals, en Pétur Thorsteinsson lét reisa smiðjuna um árið 1895 og útbjó með öllum nýjustu tækjum sem fáanleg voru á þeim tíma. Smiðjan gegndi mikilvægu hlutverki í þjónustu við báta og útgerð á staðnum og var rekin í sama húsnæði í yfir 100 ár. Hægt að skyggnast betur í söguna með heimsókn í smiðjuna. Smiðjan verður opin á auglýstum opnunartíma á sumrin, en þess utan er hægt að fá leiðsögn fyrir hópa.   

Garðar BA

Patreksfjörður
Garðar BA, togari í fjöru Skápadals í Patreksfirði. Garðar BA er vinsæll viðkomustaður ferðalanga.

Gaulverjabæjarkirkja

Selfoss
Gaulverjabær er kirkjustaður og höfuðból frá fornu fari.

Gálgaás

Egilsstaðir

Gálgaás var forn aftökustaður Héraðsbúa, rétt austan við kirkjuna á Egilsstöðum. Staðurinn gegnir stóru hlutverki í frægu sakamáli frá liðinni tíð, því þar var Valtýr á Eyjólfsstöðum tekinn af lífi fyrir meintan stuld og morð. Hélt hann þó fram sakleysi sínu allt til skapadægurs. 14 árum síðar fannst hinn rétti morðingi, sem einnig hét Valtýr. Mætti hann einnig örlögum sínum á Gálgaási. Lengi voru bein hans sjáanleg undir ásnum, því óðar blésu þau upp, hversu sem urðað var yfir.

Gálgaklettar við Hagafell

Klettar undir háum sléttum klettavegg norðan Hagafells. 

Hægt er að finna Gálgakletta um allt land. Þessir eru nálægt Grindavík norðan Hagafells. Sagan segir að nokkrir þjófara voru hengdir þar.

Staðsetning: beygt frá vegi 43 

Gásir í Eyjafirði

Akureyri
Gásir er einn af merkustu minjastöðum á Norðurlandi enda best varðveitti miðaldakaupstaður hér á landi.

Geirshólmi í Hvalfirði

Akranes
Hólmi sem tilsýndar líkist fljótandi kúluhatti.

Eyrarbakkakirkja

Eyrarbakki
Eyrarbakkakirkja var reist á Eyrarbakka árið 1890 og vígð sama ár.

Eiðar

Egilsstaðir

Eiðar voru stórbýli til forna, höfðingjasetur og kirkjustaður. Eiða er raunar fyrst getið í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst á söguöld kringum aldamótin 1000. Þá bjó þar Helgi Ásbjarnarson, sonarsonur Hrafnkels Freysgoða og fremsti höfðingi Héraðsbúa á sinni tíð, með seinni konu sinni, Þórdísi Brodd-Helgadóttur úr Vopnafirði. Eiðakirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar 1197. Samkvæmt samkomulagi Þorláks helga 1179 við eigendur kirkjustaða á Austurlandi var kirkjan á Eiðum bændakirkja og átti Eiðajörð að hálfu á móti staðarbónda. 

Þessi kirkjuskipan á Eiðum hélst allt til 1882 er Múlasýslur keyptu Eiðastól og þar var stofnaður búnaðarskóli sem tók við hlutverki Eiðabónda um forræði kirkjunnar. Árið 1883 var stofnaður þar bændaskóli en honum var svo breytt í héraðsskóla -Alþýðuskólann á Eiðum - árið 1918 sem starfaði sleitulaust en þó með breytingum í áranna rás allt til 1995 þegar hann var sameinaður Menntaskólanum á Egilsstöðum. Allt frá lokun skólans hafa verið uppi ýmis áform um að finna þessum sögufræga stað nýtt og verðugt hlutverk. 

Kirkjumiðstöð Austurlands rekur vinsælar sumarbúðir fyrir börn við Eiðavatn og ferðaþjónusta er vaxandi á staðnum en þar er rekið gistihús og tjaldsvæði auk ýmissa afþreyingarmöguleika.

Geysir

Selfoss
Þessi frægasti goshver heims er talinn hafa myndast við mikla jarðskjálftahrinu

Borg á Mýrum

Borgarnes
Sögu- og prestssetur meðal annars tengt Egilssögu

Akranes skógrækt

Akranes

Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegargönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein í
Slaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett við
rætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.  

Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,
æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt er
þar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.
Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadóttur
en þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir. 

Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.
Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt.

Vegalengd: 12.31km 

Hækkun: 50-100 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg. 

Tímalengd: 2.23klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni. 

Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga. 

Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund. 

GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt.  

Arnarstapi

Snæfellsbær
Fjölskylduvænn ferðamannastaður. Sérstæð náttúra. Saga og menning

Álfaborg

Borgarfjörður eystri
Á Borgarfirði eystri er tignarleg klettaborg sem kölluð er Álfaborg. Álfadrottning Íslands er sögð búa í Álfaborginni en margar sögur um álfa, og samskipti álfa við heimamenn, eru til.

Ásavegur - þjóðleið

Selfoss
Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland.

Bakkagerðiskirkja

Borgarfjörður eystri

Skammt frá Álfaborginni frægu í útjaðri þorpsins á Borgarfirði eystri stendur Bakkagerðiskirkja sem vígð var árið 1901. Altaristafla kirkjunar er verk hins kunna listmálara Jóhannesar S. Kjarvals sem ólst upp í Geitavík á Borgarfirði. Altaristaflan, sem máluð var árið 1914, var gjöf kvenfélagsins á staðnum til kirkjunnar og er fjallræða Krists viðfangsefni hennar. Umhverfið er þó borgfirskt, Dyrfjöllin í baksýn og kunn andlit heimamanna þess tíma sjást í áheyrendahópnum. Altarismyndin er ein af þekktustu verkum Kjarvals og dregur að fjölda ferðamanna á hverju ári.

 

Barnafoss í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Sérstæður foss í Hvítá með sögu

Bjarg í Miðfirði

Hvammstangi
Bjarg í Miðfirði er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar en hann fæddist í lok 10. aldar og sagan segir að hann hafi manna lengst verið í útlegð á Íslandi eða í 19 ár alls.

Bjarnarfjörður

Hólmavík
Á milli Steingrímsfjarðar og Veiðileysufjarðar liggur Bjarnarfjörður

Bjartmarssteinn

Reykhólahreppur
Bjartmarssteinn

Bjössaróló í Borgarnesi

Borgarnes
Frumlegt og skemmtilegt leiksvæði fyrir allan aldur, ekki síst börn

Borgarvirki

Hvammstangi
Borgarvirki á Vatnsnesi er klettaborg úr 10-15 metra háu stuðlabergi

Dælarétt

Selfoss
Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg

Brákarey í Borgarnesi

Borgarnes
Eyjur við Borgarnes. Nefndar eftir Þorgerði brák, persónu úr Egilssögu

Breiðin á Akranesi

Akranes
Syðsti hluti Akranes með fögru útsýni, vitum og útivistarmöguleikum

Bustarfell

Vopnafjörður

 Á Bustarfelli í Vopnafirði stendur einn
stærsti og best varðveitti torfbær landsins. Hann hýsir nú Minjasafnið á
Bustarfelli. Bærinn er að stofni til mjög gamall, að hluta frá því að hann var
endurbyggður eftir bæjarbruna 1770, en í honum var búið til ársins 1966. Sýningin
í safninu spannar því tveggja alda sögu búskapar- og lifnaðarhátta.  

Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á
Bustarfelli, seldi ríkinu bæinn árið 1943 með því skilyrði að hann yrði byggður
upp og varðveittur um ókomin ár. Bærinn hefur verið í umsjá Þjóðminjasafnsins
síðan. Fyrst um sinn var safnið einkasafn, en árið 1982 afhenti Elín
Methúsalemsdóttir, dóttir Methúsalems og síðasti ábúandi í gamla bænum, Vopnfirðingum
safnkostinn til varðveislu og varð safnið þá að sjálfseignarstofnun.  

Sérstaða Bustarfellsbæjarins er að það var
búið í honum óvenju lengi og fastasýning safnsins endurspeglar bæinn sem
heimili fjölskyldunnar, sem flutti þaðan árið 1966. Auk þess eru að jafnaði
tvær til þrjár sérsýningar í safninu.  

Safnið er opið yfir sumarið og ofan við gamla
bæinn stendur kaffihúsið Hjáleigan, þar sem má gæða sér á kaffi og kræsingum. Á
staðnum er einnig lítið dýragerði með húsdýrum, sem gleðja jafnan stóra sem
smáa.   

Búðakirkja á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Svört, lítil timburkirkja sem heillar marga

Búðir-Búðaklettur-Frambúðir

Snæfellsbær

Búðir er staðsett vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á Búðum var eitt sinn virkasti verslunastaður Snæfellsnes og
blómlegt sjávarþorp en fornleifa sem fundist hafa, t.d. á Frambúðum, benda til að starfsemi allt frá fyrstu landnámi Íslands. Víðáttumikið hraun Búðahrauns nær austur í átt að sjó við Faxaflóa og vestur að Hraunlandsrifi.  

Gönguleið um Búðir-Frambúðir og Búðaklett er fjölbreytt náttúru upplifun. Náttúra svæðisins, í bland við þá sögu og minjar sem eru fyrir, gerir gönguleið um Búðir-Búðaklett og Frambúðir að einstakri upplifun. Merkingar á svæðinu eru til fyrirmyndar, þar sem stikur og vegvísar eru mjög greinilegir. Gönguleið frá Frambúðum og að Búðakirkju er nokkuð
ógreinileg og sumstaðar engar merkingar um hvar væri best að ganga en einungis er um að ræða stutta leið. Búðahraun er á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar yfir friðlönd á Íslandi en Búðir er einn af vinsælustu áfangastöðum
Vesturlands. Hótel Búðir er vinsæll kostur þegar kemur að gistingu og veitingum, kirkjan á Búðum er gríðarlega vinsæl fyrir brúðkaup og er sú þekktasta kirkja á Vesturlandi. Svæðið í kring um Búðir er mjög vinsælt útivistarsvæði, með ljósum strandlengjum í bland við svarta strandlengju og gullfallega náttúru þar sem Snæfellsjökullinn gnæfir yfir svæðið.  

Svæði: Snæfellsbær 

Vegnúmer við upphafspunkt: Beygt er af þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og inn á veg nr. 574 (Útnesvegur) og er þar afleggjari inn á Búðir (Búðavegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. Einfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér.  

Vegalengd: 6.8km 

Hækkun: 88 metra hækkun (Búðaklettur). 

Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið. 

Tímalengd: 1.4 klst 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras, hraun og blönduðu náttúrulegu efni. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni. 

Þjónusta á leið: Þjónusta er á hótel Búðum. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°49.3046 W022°23.0755  

GPS hnit endir: N64°49.3046 W022°23.0755   

Dagverðarnes í Dölum

Búðardalur
Fyrsti viðkomustaður Auðar djúpúðgu landnámskonu í Dölum

Djúpalónssandur á Snæfellsnesi

Hellissandur
Magnþrungin fjara á Snæfellsnesi.

Drangey

Sauðárkrókur
Drangey er flatur móbergsstapi í miðjum Skagafirði. Eyjan er sæbrött og rís næstum 200 m úr sjó. Bátaferðir eru í Drangey frá Fagranesi og Sauðárkróki.

Drangsnes

Vopnafjörður

 Frá bílastæðinu við Gljúfursárfoss er hægt að ganga niður á Drangsnes og að Krummsholti. Þar eru ævafornar tóftir, frá
víkingaöld að talið er, en þar er talið Þorsteinn uxafótur að hafa búið. Útsýnið yfir fjörðinn er magnað og skemmtilegt að virða þorpið fyrir sér þar sem það stendur á Kolbeinstanganum.

Að ganga meðfram þverhníptum klettunum er mikil upplifun sem lætur fáa ósnortna.
  

Drykkjarsteinn

Steinn með þremur holum í laginu eins og skálar. 

Langþráður áfangastaður ferðamanna sem voru að fara annað hvort til Grindavíkur eða Vogastapa en Drykkjarsteinn er staðsettur þar sem tveir vegir mætast. Nokkrar holur eru í  steininum sem safna vatni það hefur reynst ferðalöngum vel að stoppa og svala þorstanum. Sagt er að vatnið sé vígt og sé allra meinabót.

Staðsetning: Rétt fyrir ofan veg 427

Dvergasteinn

Seyðisfjörður

Dvergasteinninn stendur í flæðamálinu neðan við samnefnda jörð á norðurströnd Seyðisfjarðar er fyrrum var kirkjustaður. Til er þekkt þjóðsaga um ferðalag Dvergasteins á eftir kirkjunni, þegar hún var flutt frá suðurströndinni norður yfir fjörðinn. Steinninn er sérkennilegur að lögun og stingur í stúf við umhverfið. Hann er auðfundinn og aðgengi gott.

Geirsstaðakirkja

Egilsstaðir
Geirsstaðakirkja er endurbyggð torfkirkja frá Víkingaöld. Árið 1997 fór fram fornleifauppgröftur á vegum Minjasafns Austurlands sem leiddi í ljós fornt bæjarstæði í landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Rústir lítillar torfkirkju fundust auk langhúss og tveggja minni bygginga. Kirkjan er talin vera af algengri gerð kirkna frá fyrstu öldum kristni og líklega ætluð heimilisfólki á bænum til nota. Endurbygging kirkjunnar fór fram 1999-2001 og er hún opin almenningi.

Gálgar á Stafnesi

Aftökustaður samkvæmt gömlum sögum. 

Tveir frekar háir klettar og breitt bill á milli þeirra. Tré var á milli klettana og menn þar hengdir. 

Staðsetning: Um 1 km frá Básendum, stutt ganga frá vegi 45

Grafreitur frönsku sjómannanna

Tenging Frakklands við Ísland spilar stóran hluta af sögu Dýrafjarðar. Ein helsta tengingin sem enn má sjá í dag er grafreitur frönsku sjómannanna sem staðsettur er við sjávarsíðuna í Haukadal fyrir utan Þingeyri. Frakkar veiddu mikinn fisk við Ísland á 18 og 19 öld og var það einu sinni stefna þeirra að fá Dýrafjörð undir franska nýlendu. Grafreitnum er vel við haldið og er það tákn um sterkar tengingar Frakklands og Íslands enn þann dag í dag.

Hvalsneskirkja

Suðurnesjabær

Hvalsneskirkja, vígð 1887 staðsett á vestanverðu Reykjanesi, kirkja Sandgerðinga.
Ketill Ketilsson stórbóndi í Kotvogi, þáverandi eigandi Hvalsnestorfunnar kostaði kirkjubygginguna. Hvalsneskirkja er byggð úr tillhöggnum steini og var grjótið sótt í klappir í nágrenninu. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon og Stefán Egilsson, um tréverk sá Magnús Ólafsson. Allur stórviður hússins var fenginn úr fjörunum í nágrenninu, m.a. súlurnar. Viðamiklar viðgerðir fóru fram árið 1945 undir umsjón Húsameistara ríkisins.

Kirkjan er enn starfandi í dag og rúmar 100 manns. 


Kirkjan er friðuð

Altaristaflan er eftirgerð af Dómkirkjutöflunni máluð af Sigurði Guðmundssyni árið 1886 og sýnir hún upprisuna.

Einn merkasti gripur kirkjunnar er legsteinn yfir Steinunni Hallgrímsdóttur sem dó á fjórða ári (1649). Hún var dóttir Hallgríms Péturssonar (1614-1674) mesta sálmaskálds Íslendinga sem þjónaði þá sem prestur í Hvalsnessókn, hans kona var Guðríður Símonardóttir. Hallgrímur Pétursson þjónaði á Hvalsnesi fyrstu prestskaparár sín 1644-1651.

Hella þessi var lengi týnd en fannst 1964 þar sem hún hafði verið notuð í stéttina framan við kirkjuna.

Kirkja hefur liklega verið á Hvalsnesi lengi, hennar er fyrst gerið í kirknaskrá Páls biskups frá 1200.Hvalsnes var fyrrum prestssetur og útkirkjur í Kirkjuvogi og Innri-Njarðvík. Hvalsnesprestakall var lagt niður 1811 og Hvalsnes- og Kirkjuvogskirkjur lagðar til Útskála. Íbúarnir voru mjög ósáttir við það og var ný kirkja byggð 1820 og var hún timburkirkja. Núverandi kirkja er fyrsta kirkjan sem stendur utan kirkjugarðs. Í kaþólsku tengdust margir dýrlingar kirkjunni, María guðsmóðir, Ólafur helgi, heilög Katrín, Kristur, allir heilagir og hinn helgi kross. 

Grjótgarður við Hjarðarhaga

Egilsstaðir

Stutt ganga en nokkuð brött. Bílum er lagt við vegamótin að Hnefilsdal. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 stikaða leið upp með Sauðá upp á brún að Grjótgarðinum. Gengið út með Grjótgarðinum uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Haldið áfram í átt að Teigará út að vörðu og síðan aðeins til baka og niður stikaða reiðgötu um Hestagilið. Ekki er vitað hvaða tilgangur var með hleðslu Grjótgarðsins en sennilegt er að hann hafi verið aðhald fyrir sauðfé eða jafnvel svín.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°21.391-W15°00.061

Powered by Wikiloc

Hjörtun á Akureyri

Akureyri
Hjörtun á Akureyri slá alltaf í takti!

Hóladómkirkja

Sauðárkrókur

Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Kirkjan er byggð úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu. Kirkjuna prýðir margt fallegra muna og reglulega er boðið upp á leiðsögn um hana.

Kirkjuturninn er 27 metra hár og stendur við hlið kirkjunnar. Hann var reistur á 400 ára dánarafmæli Jóns Arasonar, sem var hálshöggvinn ásamt sonum sínum árið 1550, en Jón var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.

Hólmsbergsviti

Hólmsbergsviti, norðan við Keflavík í Reykjanesbæ, var reistur árið 1956 og er einn þriggja vita sem reistir voru á árunum 1956 – 1957 eftir sömu teikningu, en hinr tveir eru í Seley og á Vattarnesi. Vitarnir á Fjallaskaga, í Æðey, á Skarði og Ketilsflesi sem eru eins að stærð og formi, en Axel Sveinsson, verkfræðingur teiknaði þá alla.

Vitabyggingin er steynsteyptur, kónískur turn, 9,3 m hár og á hann var sett 3,4 m hátt sænskt ljósahús. Dyrnar eru í djúpu opnu anddydri. Efst á turninum er framstæð þakbrún með steynsteypt handrið, með ferköntuðum opum allt í kring og stendur það á fjórum klossum.

Hópsnes

Tanginn sem þú stendur á nefnist Hópsnes að vestanverðu en Þórkötlustaðanes að austanverðu. Nesið er tveggja kílómetra langt og eins kílómetra breitt. Það myndaðist fyrir um 2800 árum þegar hraun rann til sjávar.

Hópsnes/Þórkötlustaðanes myndaðist í gosi úr gígaröð sem kennd er við fellið Sundhnúk og er skammt norðan við byggðina í Grindavík. Hafnarskilyrði í Grindavík eru góð vegna þessa hraunrennslis og lóns (Hópsins) sem varð til við nesið þegar sjór tók að brjóta hraunið og flytja til laust efni. Ef nessins nyti ekki við er erfitt að sjá fyrir sér byggð í Grindavík. Það er því svo að eitt sex byggðalaga á Reykjanesskaga á tilvist sína að þakka gossprungu í eldstöðvakerfi sem enn er virkt. Jarðeldur getur komið upp á þessum slóðum hvenær sem er.

Grindavík hefur frá fyrstu tíð verið ein helsta verstöð á Íslandi. Sundhnúkur, þaðan sem hraunið rann er myndaði nesið, hefur leiðarmerki fyrir siglingar inn sundið inn á höfnina. Þegar farið er um nesið má víða sjá flök skipa sem strandað hafa þar og í nágrenninu á 20. öld. Við mörg flakanna eru upplýsingaskilti.

Fyrri hluti 20. aldar var blómatími byggðar og útgerðar á nesinu. Þá gerðu margir árabátar og síðar vélbátar út frá Þórkötlustaðanesi. Víða má sjá minjar um byggðina sem nú er horfin, s.s. innsiglingarvörður, fiskbyrgi, íshús, fiskhús, lifrarbræðslu og salthús. Útgerð fluttist á þann stað þar sem nú er Grindavíkurhöfn árið 1939. Þá gróf hópur atorkusamra Grindvíkinga í sundur rifið sem hindraði bátgegnd inn í Hópið. Hópsnesviti var byggður árið 1928.

Í dag er nesið er vinsælt til útivistar og liggur um það göngu- og hjólaleið.

Hrafnkelsstaðir

Egilsstaðir

Hrafnkelsstaðir er býli í Fljótsdal. Þar bjó fyrrum Hrafnkell Freysgoði Hallfreðarson eftir að hann hafði verið hrakinn frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, að því er segir í sögu hans. Í landi Hrafnkelsstaða er Ranaskógur . Er hann yst á svonefndum Rana, en svo nefnist endi Víðivallaháls. Hálsinn mun fyrrum hafa verið vaxinn skógi.

Hraungerðiskirkja

Selfoss

Hraungerði er kirkjustaður, höfuðból og fyrrum þingstaður. Landnámsjörð Hróðgerðs hins spaka, ættföður Oddverja. Fyrst er getið kirkju í Hraungerði í skrá Páls biskups frá því um árið 1200 og hafa fjölmargar kirkjur verið á staðnum síðan þá. Núverandi Hraungerðiskirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu, þann 21. desember 1902, af sr. Valdimar Briem prófasti. Eiríkur Gíslason, smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi, var ráðinn til að teikna kirkjuna, gera byggingaráætlun og að lokum smíða hana. Kirkjunni hefur vel verið haldið við á undanförnum árum. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Húshólmi

Bæjarrústir og túngarðar að hálfu undir Ögmundarhrauni.

Húshólmi er neðanlega í hrauninu nálægt Hælsvík. 

Bæjarrústirnar eru mjög fornar og auðvelt er að ganga að þessum rústum.  Sérfræðingar eru sammála um að hér séu elstu minjar sem hafa fundist um landnám á Íslandi, taldnar vera eldri en 871.

Svæðið er vinsælt útivistarsvæði. Í kringum það liggur bílfær vegur sem gaman er að ganga eða hjóla. Þá er hann einnig mikið nýttur af hestamönnum.

Hvalfjörður

Akranes
Einstaklega fagur fjörður. Góður til útivistar

Hvalstöðin á Suðureyri

Tálknafjörður

Suðureyri er staðsett við sunnanverðan Tálknafjörð og tilheyrir Tálknafjarðarhrepp. Á eyrinni eru leifar af gamalli norskri hvalveiðistöð frá seinni hluta 19. aldar. Hvalvinnsla var í stöðinni öðru hverj í 50 ár eða þangað til árið 1939. Núna er engin starfsemi á svæðinu og því er svæðið ákveðinn gluggi inn í fortíðina. Þegar mest var að gera þá voru 110 manns að vinna hval í stöðinni.

Hesteyri

Ísafjörður

Hesteyri er eyðiþorp við Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið lagðist í eyði um miðja 20.öld en þar eru nú um 9 hús sem notuð eru sem sumarhús. Þegar mest lét bjuggu um 80 manns á eyrinni. Sögusvið íslensku kvikmyndarinnar Ég man þig eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur er á eyrinni.

Hvammur í Dölum

Búðardalur
Falleg kirkja í Dölum. Sögustaður

Hvanneyri í Borgarfirði

Borgarnes
Skóla- og safnasetur með friðlýstri húsatorfu og fuglafriðlandi.

Höfrungur AK 91

Akranes
Strandað skip á Akranesi

Höskuldsstaðir

Breiðdalsvík

Að Höskuldsstöðum innarlega í Suðurdal Breiðdals, var póstafgreiðsla allt til 1947 og því höfðu landpóstarnir þar viðkomu á ferð sinni yfir Berufjarðaskarð. Höskuldsstaðir eru einnig fæðingastaður og æskuslóðir fræðimannsins dr. Stefáns Einarssonar fv. prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore. Í heimagrafreitnum að Höskuldsstöðum er dufteski dr. Stefáns varðveitt, ásamt dufteski fyrri konu hans Margarete Schwarzenburg.

Illugastaðir

Hvammstangi

Illugastaðir, er frægur selaskoðunar- og sögustaður. Á Illugastöðum á vestanverðu Vatnsnesi hefur verið byggður upp góður selaskoðunastaður. Gott bílaplan er á staðnum og þjónustuhús með salernisaðstöðu. Lagðar hafa verið lagðar gönguleiðir með sjónum. Á skerjum fyrir utan og syndandi í sjónum má flesta daga ársins sjá fjölmarga seli. Einnig hefur verið reist selaskoðunarhús út í tanga. Þar eru upplýsingar um selina og góð aðstaða til að fylgjast með selunum á sundi og liggjandi í skerjum. Athugið! Vegna mikils æðarvarps sem er á Illugastöðum þá er selaskoðunasvæðið lokað frá 30. apríl til 20. júní ár hvert[6].

Morðin á Illugastöðum.
Agnes Magnúsdóttir (fædd 27. október 1795, dáin 12. janúar 1830) varð síðasta konan til að vera tekin af lífi á Íslandi. Hún var dæmd til dauða ásamt Friðriki Sigurðssyni fyrir morð á Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði þann 14. mars 1828. Þau voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830.[7]

Ingjaldshóll á Snæfellsnesi

Hellissandur
Sögufrægur staður með elstu steinsteyptu kirkju landsins

Ingólfshöfði

Öræfi
Ingólfshöfði er einangruð eyja milli svartra sanda suðurstrandar Íslands og Norður-Atlantshafsins.

Innbærinn á Akureyri

Akureyri

Ein af höfuðprýðum Akureyrar er gömul hús. Í Innbænum og Fjörunni er að finna elstu
hús bæjarins sem flest eru byggð á árunum 1800-1900. Mörg þeirra eru friðuð
samkvæmt lögum.


Hin eiginlega Akureyri er eyri sem myndaðist af framburði lækjar sem rann niður
Búðargil. Þar risu fyrstu verslunarhúsin á 17. öld. Fyrsta íbúðarhúsið reis
árið 1777-1778. Það stóð þar sem nú er Hafnarstræti 3 en brann árið 1901. Elsta
hús Akureyrar er Laxdalshús, reist 1795 og stendur það á miðri gömlu Akureyri.
Með auknu frjálsræði í verslun á 19. öld og aukinni ásókn í byggð við ströndina
jókst íbúabyggð á Akureyri og húsunum fjölgaði. Handverksfólk og tómthúsmenn
fluttu til bæjarins og unnu við verslunina. Þörf var á auknu rými fyrir ný hús
og byggðin færðist suður fjöruna og upp Búðargilið.



Tvær götur mynduðust sem nú eru Aðalstræti og Hafnarstræti og upp Búðargilið
kom Lækjargata. Þótt miklir brunar 1901 og 1912 hafi höggvið stórt skarð í
gömlu byggðina mynda húsin við Aðalstræti, hluta Hafnarstrætis og Lækjargötu
óvenju heillega byggð frá fyrstu tíð kaupstaðarins.
 

Í bæklingnum "Frá torgi til
fjöru" Söguganga um Akureyri (útgefinn 2011)

rölta um þennan gamla bæjarhluta og fræðast um sögu valdra húsa á þessu svæði
auk þess að skoða söguvörðurnar - fræðsluskilti sem segja sögu húsa og byggðar
á svæðinu.

https://www.visitakureyri.is/is/see-and-do/menning/skilti-baejarins 

Í
innbænum eru líka mörg söfn og hús sem taka fyrir sögu bæjarins með mismunandi
hætti og sem skemmtilegt er að heimsækja.
  

Jón Þorkelsson og Sveinbjörn Egilsson

Jón Þorkelsson Thorkillius (1679-1759) og Sveinbjörn Egilsson (1791-1852), báðir fæddir í Innri-Njarðvík, voru nánir ættingjar. Jón var skólastjóri í Skálholtsskóla. Hann var merkilegur maður með brennandi áhuga á menntun og skólahaldi á Íslandi. Hann var vel efnaður og arfleiddi öllum sínum veraldlegum eigum í það að stofna skóla á Kjalarnesi, þess vegna hefur hann verið kallaður faðir grunnskólamenntunar á Íslandi. Minnismerki var reist við hlið kirkjunnar í minningu hans árið 1965. Sveinbjörn var einnig menntamaður og var fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík árið 1846. Hann var mikið ljóðskáld, þýðandi og málfræðingur, sem skrifaði orðabók yfir íslenskt skáldamál, Lexicon Poeticum. Hans frægasta verk var þýðing hans á Hómerskviðu. Hans er einnig minnst með minnismerki við kirkjuna.

Junkaragerði

Bær í Höfnum, skammt norðan Hafnabergs.  Sagt er að bærinn heiti eftir 12-18 erlendum mönnum sem þar áttu að hafa búið kallaðir voru junkarar.  Vour þeir taldir ölkærir, karlmenni mikil en óeirðarmenn um kvennafar.  Vildu landsmenn koma þeim af höndum sér og nótt eina söguðu þeir næstur sundur nefjur (ræðin) á hástokkum báts þeirra.  Reru junkarar svo fyrir dag en er líða tók á morgun gerði hvassan vind og hrukku nefjurnar í sundur.  En ekki náðist tilætlaður árangur því að junkarar reru við hné sér og björguðu sér þannig í land.  Næst leystu menn skautana af árunum, söguðu þeir meir en til miðs og negldu skautana aftur svo að ekki sáust verksummerki.  Nokkru síðar reru junkarar, gerði þá andvirði mikið og brotnuðu árarnar hver af annari.  Spurðist ekki til þeirra síðan.

Heydalir (Eydalir )

Breiðdalsvík

Kirkja hefur verið að Heydölum frá fyrstu tíð kristni. Prestsetrið hefur löngum verið með betri brauðum á Íslandi og þar hafa setið margir vel metnir prestar. Frægastur þeirra er sálmaskáldið sr. Einar Sigurðsson (1538-1626) sem kunnastur er fyrir jólasálminn Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði, en er nútímamönnum tamast sem Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar stendur á grunni gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum að Heydölum.

Kirkjan sem nú stendur í Heydölum var vígð 13. júlí árið 1975 og var gamla kirkjan afhelguð sama dag. Gamla kirkjan var smíðuð 1856 en hún brann til kaldra kola 17. júní 1982.  

Nafnið á staðnum er eitthvað á reiki, sumir tala um Heydali og Heydala er getið bæði í Landnámu og Njálu. Aðrir talra um Eydali, sérstaklega eldra heimafólk í Breiðdal, auk þess sem sr. Einar Sigurðsson er gjarnan kenndur við Eydali. Staðurinn er jöfnum höndum nefndur Heydalir og Eydalir í gjörðabók Heydalasóknar sem hefur verið í notkun frá 1909 en í dag er opinbert nafn staðarins Heydalir. 

Hjörleifshöfði

Vík
Hjörleifshöfði er 221 metra hár móbergsstapi á suðvestanverðum Mýrdalssandi.

Ölfusárbrú

Selfoss
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins sem spanner 384 rúmmetra á sekúndu að meðaltali á árs grundvelli.

Helgafell á Snæfellsnesi

Stykkishólmur
Bær, kirkjustaður og fjall með fögru útsýni. Auðveld uppganga.

Grænafell

Reyðarfjörður

Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu.  Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar.  Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.

Guðrúnarlaug í Dölum

Búðardalur
Náttúrulaug í Dölum opin öllum

Gönguleið um Hellu

Hella

Wapp snjallforritið býður þér upp á gönguhring um Hellu þar sem stoppað er á fyrirframákveðnum stöðum og gefnar upplýsingar. Áhersla er lögð á sögu Hellu á fyrstu árum þorpsins. 

Saga Hellu er ekki ýkja löng en þar hefur þó verið bóndabær í nokkrar alder. Fyrsti einstaklingurinn til þess að flytja á Hellu án þess að hafa það að markmiði að fara stunda búskað var Þorsteinn Björnsson. Hann flutti á Hellu árið 1927 og setti á fót verslun sem fékk nafnið Hella. Frá þeim tímapunkti fór nafnið að festast við svæðið og byggðin að þéttast. 

Snjallforritið mun leiða þig áfram í um 1 ½ klst, leiðin er hringleið og mun færa þig aftur á upphafsreit. Til þess að nálgast snjallforritið þá skal leita að “wapp” í app store eða google play. Hlaða þarf forritinu niður og því næst leita að Hellu. Þegar búið er að hlaða niður leiðinni er hægt að arka af stað.

Hafnarhús

Við Hafnarhólma á Borgarfirði Eystri stendur glæsilegt aðstöðuhús sem tekið var í notkun árið 2020. Þar hafði lengi vantað aðstöðu fyrir sjómenn og starfsmenn Borgarfjarðarhafnar en einnig fyrir þann gífurlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína út í Hafnarhólma til að skoða lundabyggðina. Borgarfjarðarhreppur ákvað því að efla til hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um aðstöðubyggingu fyrir svæðið.

Tillagan sem bar sigur úr bítum kom frá Anderson & Sigurdsson arkitektum. Húsið er er látlaust og fellur vel að umherfinu en hefur samt aðdráttarafl í sjálfu sér og fangar athygli ferðamanna.

Hafurbjarnarstaðir

Bær á Garðskaga, í Miðneshreppi.

Rétt hjá Hafurbjarnarstöðum liggur hinn mikli Skagagarður sem eitt sinn girti af Skagatána og Garðskagi dregur nafn sitt af. Á Hafurbjarnarstöðum var kumlateigur forn sem talinn er einn af hinum merkustu sem fundist hafa hér á landi. Var hann athugaður árið 1868 og tekin upp úr honum bein og gripir og flutt í Forngripasafnið en þar sem eftir af honum var rannsakað árið 1947. Alls voru í teignum 9 kuml og í þeim bein 7 eða ef til vill 8 manna og hafa þau verið rannsökuð. Einnig var mikið af beinaleifum hunda og hesta. Allmargt gripa fannst þar, vopn, skartgripir og fleira og sennilega hefur verið þar bátskuml

Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði

Akranes
Fögur kirkja með steindum gluggum. Byggð í minningu séra Hallgríms Péturssonar sem m.a. orti Passíusálmana

Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur (1614-1674) er talinn vera einn af bestu trúarskáldum Íslands og er hann þekktastur fyrir Passíusálmana. Fyrst gefnir út árið 1666, Passíusálmarnir hafa verið þýddir á mörg tungumál, þ.á.m latínu og kínversku. Um aldabil þá hafa íslendingar lesið Passíusálmanna, ásamt biblíunni, fyrir innblástur og sáluhjálp. Sem ungur maður þá fór Hallgrímur til Danmerkur til að læra til járnsmiðs, en farandi eftir ráði frá Séra Brynjólfi Sveinssyni, seinna Skálholtsbiskups, þá ákvað Hallgrímur að fara í prestanám í staðinn. Árið 1637 þá sneri hann aftur til Íslands eftir fimm ára nám og settist að í Njarðvík, þorpi á Suðurnesjum. Hann var skipaður í Hvalneskirkju, kirkju í Sandgerði, þar sem hann dvaldi í 7 ár. Hann var alltaf þekktur fyrir ljóðagerð sína en öðlaðist ekki frægð fyrir alvöru fyrr en eftir dauða sinn. Við byggingarvinnu á Hvalnesi þá uppgötvaðist legsteinn ástkærrar dóttur hans, Steinunnar. Legsteinninn, sem er talin vera unnin af Hallgrími sjálfum, er eina handverkið hans sem vitað er af. Eftir lát dóttur sinnar þá samdi hann sálminn sem ennþá er sunginn í öllum kristnum jarðaförum á Íslandi.

Hallormsstaðaskógur

Egilsstaðir

Hallormsstaðaskógur er víðáttumesti skógur landsins og þekur um 740 hektara lands. Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands en Skógræktin hefur umsjón með þjóðskógum. Árið 1903 hófust þar tilraunir með plöntun erlendra trjáa en stórfelld ræktun hófst fyrst eftir 1950. Elsti lerkilundurinn var gróðursettur árið 1938 og heitir Guttormslundur, kenndur við Guttorm Pálsson sem var skógarvörður á Hallormsstað í 46 ár.

Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með fjölbreyttu landslagi. Þar er að finna um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum, vinsæl tjaldsvæði og grillsvæði. Þá er þar merkilegt trjásafn með um 80 trjátegundum víðs vegar að úr heiminum, leiktæki og opin svæði og er skógurinn kjörinn til jurtaskoðunar og berja- og sveppatínslu.

Skógurinn sér fuglum fyrir mat, hreiðurstæði og vernd fyrir ránfuglum. Meðal algengra fugla í Hallormsstaðaskógi eru auðnutittlingur, músarrindill, glókollur, rjúpa og hrafn. Á sumrin eru þar einnig skógarþröstur, hrossagaukur og stundum sjást flækingar eins og svartþröstur, bókfinka og hringdúfa.

Hamarsrétt

Hvammstangi

Hamarsrétt, er með einstöka staðsetningu við sjóinn. Hamarsrétt er fjárrétt á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Réttin er í fjörunni rétt sunnan við ós Hamarsár á vestanverðu Vatnsnesi. Réttarstæði Hamarsréttar er talið eitt hið sérstæðasta á Íslandi.

Heimskautsgerði

Raufarhöfn
Heimskautsgerði er staðsett á Raufarhöfn á Norðurlandi.

Hallormsstaður

Egilsstaðir

Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni, áður kirkjustaður og prestsetur, staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi. Hallormsstaðaskógur er stærstur skóga á Íslandi og hefur skógræktarstöð verði starfrækt frá árinu 1903. Hallormsstaðaskógurinn, sem var friðaður árið 1905, geymir fjölmargar trjátegundir, sumar sjaldséðar á Íslandi og einstakt trjásafn. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með fjölbreyttu landslagi. Þar er finna um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum, vinsæl tjaldsvæði og grillsvæði. Þá er þar merkilegt trjásafn með yfir 70 trjátegundumvíðs vegar úr heiminum, leiktæki og opin svæði og er skógurinn kjörinn til jurtaskoðunar og berja- og sveppatínslu.  

Helguvík

Lítil hamravík sunnan við dranginn Stakk sem stendur framan við Hólmsberg norðan við Keflavík í Reykjanesbæ.  Í Helguvík er blómlegt atvinnulíf þar er stórskipahöfn, loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, sementssala, steypustöð og malbikunarstöð.  Til stendur að fjölga enn stórum fyrirtækjum í Helguvík.

Hellisheiði

Vopnafjörður

Fjallgarðurinn á milli Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar nefnist Smjörfjöll. Fjallgarðurinn samanstendur af háum og bröttum fjöllum en þau hæstu er um 1.250 metra há. Norðan við fjallgarðinn er Hellisheiði eystri en um hana liggur einn hæsti fjallvegur á landinu, í um 655 metra hæð. og var sú leið lengi helsta tenging Vopnafjarðar við Hérað. 

Vegna þess hve hátt vegurinn liggur var aldrei hægt að halda veginum opnum yfir háveturinn og í dag er leiðin einungis opin á sumrin. Það er skemmtilegt að taka rúnt yfir Hellisheiðina í góðu veðri en útsýnið er stórkostlegt, bæði yfir Vopnafjörðinn norðan megin og Héraðsflóa austan megin. 

Hellnar á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Fallegt útivistarsvæði og vinsæll áningarstaður. Fjölskylduvænt

Hella

Hella

Hella er stærsti byggðarkjarni sveitarfélagsins með rúmlega 800 íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu upp á þjónustu við landbúnað, en þar má finna stórgripasláturhús, kjötvinnslu, kjúklingasláturhús og samliggjandi kjötvinnslu, dýralæknamiðstöð, útungunarstöð, bifreiðaverkstæði, rafverkstæði, trésmiðjur og ýmsa aðra smærri þjónustuaðila við landbúnað.

Á Hellu er einnig matvöruverslun, veitingastaðir, hótel og gistiheimili, hjúkrunar- og dvalarheimili, sundlaug, þvottahús, heilsugæsla, glerverksmiðja, fiskvinnsla og fiskbúð, raftækja- og gjafavöruverslun, sundlaug, banki, pósthús, tjaldstæði, apótek, hjólbarðaverkstæði, bensínstöð, íþróttahús, grunn- og leikskólar auk ýmiskonar annarrar þjónustu og stofnanir. Þá eru ráðhús og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á Hellu.

Saga þéttbýlisins nær aftur til ársins 1927 þegar þar var rekin verslun sem óx jafnt og þétt með uppbyggingu Kaupfélagsins Þórs og varð staðurinn helsti kaupstaður vesturhluta Rangárvallasýslu. Þorpið er byggt út úr jörðunum Gaddstöðum, Helluvaði og Nesi á Rangárvöllum.

Mikill vöxtur varð í þorpinu á sjöunda áratugnum þegar fjölmargir þeirra sem störfuðu við uppbyggingu virkjana á svæðinu byggðu sér hús á svæðinu og settust að. Eftir það var vöxturinn hægari fram yfir aldamótin en eftir það hefur verið nokkuð stöðugur vöxtur í þorpinu með byggingu nýrra íbúða á hverju ári.

Á Hellu er eitt þekktasta hestaíþróttasvæði á landinu, Gaddstaðaflatir eða öðru nafni Rangárbakkar. Á svæðinu eru keppnisvellir fyrir hestaíþróttir og þar er einnig reiðhöll. Þar hafa verið haldin fimm landsmót hestamanna árin 1986, 1994, 2004, 2008 og 2014 og ráðgert að það sjötta fari fram þar árið 2021.

Minnisvarði QP-13

Bolungarvík

Minnisvarði um mesta sjóslys og eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

19 skip úr skipalestinni QP-13 voru laugardaginn 5. júlí 1942 á siglingu úti fyrir Bolungarvík Skipalestin samanstóð af kaupskipum og nokkrum vopnuðum fylgdarskipum og voru flest á leið til Bandaríkjanna með viðkomu í Hvalfirði. Slæmt veður og lélegt skyggni urðu til þess að erfitt reyndist að staðsetja lestina sem varð til þess að hún sigldi inn í tundurduflabelti norður af Aðalvík sem Bretar höfðu komið til varnar óvinaskipum.

7 skip úr skipalestinni sigla á tundurdufl og af þeim sökkva 6 skip það eru skipin:

H.M.S. Niger (Bretland), Heffron(Bandaríkin), Hybert(Bandaríkin), John Randolph(Bandaríkin), Massmar(Bandaríkin) og Rodina(Sovétríkin). Skipið Exterminator (Panama) sem sigldi einnig á dufl skemmdist en sökk ekki.

Um 250 manns var bjargað úr sjónum við mjög erfiðar aðstæður. Þar af vann franska korvettan Roselys það einstæða afrek að bjarga um 180 manns og má telja það eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar. Mannfallið var þó mikið en um 240 manns létust í háskanum.

Minnisvarðinn var vígður við hátíðlega athöfn laugardaginn 5. júlí 2014.

Þvottaá

Djúpivogur

Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá. Neysluvatn bæjarins kemur úr Þangbrandsbrunni, þar sem Þangbrandur er sagður hafa haldið tíðir í tjaldi sínu á Mikjálsmessu. Þar hlýddi heimafólk Síðu-Halls á messu og skírðist síðan daginn eftir. Við brunninn er Þangbrandstótt, sem er friðlýst.

Þvottá var kirkjustaður fram á árið 1754 og prestsetur um skeið. Þar sést ennþá móta fyrir kirkjugarði. Mælifell (487m) er niðri við sjó og Sellönd eru nokkru norðar. Þetta svæði er prýtt litskrúðugu ríólíti og tröllahlöðum. Á þessum slóðum fann Björn Kristjánsson merki um ýmsa málma, s.s. gull, platínu o.fl., einkum í Geitursgili. Þessar bergmyndanir eru tengdar Álftafjarðareldstöðinni fornu, sem er að mestu horfin undir Álftafjörð. 

Við Þvottá er minnisvarði um kristnitökuna og þar er skemmtilegt útivistarsvæði.

Rútsstaða-Suðurkot

Selfoss

Fæðingarstaður Ásgríms Jónssonar listmálara, eins helsta brautryðjanda íslenskrar myndlistar. Hann varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlist að aðalstarfi. Ásgrímur fæddist þann 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Árið 1897 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann árin 1900-1903.

Álfkonusteinn gönguleið

Vopnafjörður

Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór stein sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli að steininum en honum tengist skemmtileg þjóðsaga. Sagan segir að að sýslumannsfrú á Bustarfelli hafi í draumi verið leidd inn í steininn en þar bjuggu álfar. Þar kom hún til hjálpar álfkonu í barnsnauð, sem launaði fyrir sig með fallegum gullofnum vef eða klæði. Klæðið er haganlega gert, framandi og einsdæmi hér á landi, og er nú í eigu Þjóðminjasafni Íslands. 

Kalmanstjörn

Eyðibýli í Höfnum, fyrrum höfuðból,  Suður af Kalmanstjörn eru leifar byggðar fyrr á öldum.  Þar var Kirkjuhöfn, stórbýli áður fyrr.  Herma munnmæli að þar hafi verið 50 hurðir á járnum.  Þá er talið að Kalmanstjörn hafi verið hjáleiga frá Kirkjuhöfn.  Þar var kirkja og sjást minjar kirkjugarðsins að því er talið er.  Lengra suður með sjónum er Sandhöfn og síðan Eyri er fór í eyði um 1828.  Öll þessi byggð fór smám saman í eyði vegna landskjálfta og sandfoks.

Miðhús

Egilsstaðir

Miðhús voru áður í þjóðbraut og þar var einn fyrsti áningarstaður ferðamanna á Héraði.Verslunarleið Héraðsmanna bæði á Seyðisfjörð og Eskifjörð lá þar um garð. Á Miðhúsum hefur verið rekið gallerí og lístasmiðjan Eik s/f síðan 1975. Þar er unnið úr íslensku hráefni. Þar var skorin út eftirlíkingin af Valþjófsstaðahurðinni sem nú er fyrir kirkjunni í Fljótsdal. Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari kenndi sig við Eyvindará, hið næsta Miðhúsum, og er minnisvarða um hann að finna niður við þjóðveg 93. Á Miðhúsum fannst gangsilfursjóður sem talin er frá víkingaöld 1985 og þótti merkur forleifafundur.

Bifröst í Borgarfirði

Borgarnes
Háskólaþorp í fögru umhverfi með útivisar möguleikum

Reykjafjörður

Ísafjörður

Reykjarfiörður er á sýslumörkum Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu . Samfelldur búskapur lagðist þar af árið 1959. Á sumrin er ferðaþjónusta rekinn á svæðinu þar sem boðið er upp á svefnpokagistingu, sumarhús, tjaldsvæði og aðgangur að sundlaug og heitum potti fyrir alla gesti. 

Fjörðurinn er aðgengilegur með bátsferð eða fótgangandi. Á svæðinu er líka 600 metra flugvöllur.

Torfhús við Hjarðarhaga

Egilsstaðir

Gömlu fjárhúisn við Hjarðarhaga eru það sem eftir stendur af sex húsa þyrpingu en hin húsin voru fjarlægð um 1970 vegna nálægðar við hringveginn. Nú hafa þessi eftirstandandi hús verið gerð upp í upprunalegri mynd og er grunnform
þeirra upprunalegt.  

Húsin voru í notkun fram undir 1980 og kallast Efstahús og Miðhús.   

Hellarnir að Hellum

Hella
Hellar þessir eru manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi.

Strönd á Rangárvöllum

Hella

Strönd á Rangárvöllum er í dag hvað þekktust fyrir að þar sé 18 holu golfvöllur og heimavöllur Golfklúbbs Hellu, en þar er einnig að finna góðan veitingastað í glæsilegum skála golfklúbbsins.

Það var þó ekki fyrr en 1972 sem Golfklúbburinn Hellu fékk aðstöðu á Strönd, en fyrr hafði félagið verið í um tvo áratugi á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðan þá hefur félagið unnið ötullega að því að bæta svæðið og stækka við það og er það nú einn af bestu golfvöllum landsins.

Strönd á sér þó un lengri sögu og þar var rekinn heimavistarskóli fyrir Rangárvallahrepp frá 1933-1970. Á Strönd var einnig þingstaður Rangvellinga, pósthús, símstöð og lengi var þar samkomuhús og margar af stærstu samkomum sýslunnar haldnar þar í fyrri tíð.

Á Strönd er einnig veitingastaður opinn allt árið fyrir almenning þar sem lögð er áhersla á afurðir úr héraði.

Loðmundarfjörður

Loðmundarfjörður er fallegur eyðifjörður norðan við Seyðisfjörð. Líklega var byggð í firðinum allt frá landnámi og vitað er að 143 einstaklingar bjuggu þar árið 1860 en þeim fór fækkandi eftir það. Loðmundarfjörður fór í eyði árið 1973. Enn má sjá heilmikla minjar um byggð á svæðinu og enn stendur lítil kirkja við Klyppstað.

Í dag er Loðmundarfjörður er vinsæll viðkomustaður göngufólks enda er fjörðurinn hluti af gönguleiðakerfinu um Víknaslóðir. Hægt er að keyra til Loðmundarfjarðar seinni hluta sumars, en nauðsynlegt er að vera á fjórhjóladrifnum bíl. 

Kolsgarður

Selfoss

Kolsgarður er forn garður sem hefur verðið hlaðinn úr torfi og talinn vera frá 10. öld. Samkvæmt Þjóðsögunni þá gerði Kolur í Kolsholti sér tíðförult að Ragnheiðarstöðum og sátu þau Ragnheiður á Ragnheiðarstöðum löngum á tali saman. Langt er á milli bæjanna og yfir miklar mýrar að fara. Á Kolur því að hafa hlaðið garð mikinn sem við hann er kenndur og nefndur Kolsgarður eða Kolsstígur, því ekki þótti honum sæma að hitta Ragnheiði aurugur og blautur. Víða sér enn vel mótað fyrir Kolsgarði í mýrunu Suður af Kolsholti.

Minnisvarði um Vopnfirðingasögu

Vopnafjörður

Vopnfirðingasaga er ein af bókum Íslendingasagnanna. Talið er að hún hafi verið rituð á fyrri hluta 13. aldar (1225-1250) og gerist hugsanlega á tímabilinu 960-990. Söguslóðir eru í Vopnafirði og í raun á mjög afmörkuðu svæði, að mestu í austanverðum Hofsárdal, frá Böðvarsdal við sjó og inn til dala og heiða. Í dag er auðvelt að komast að og/eða sjá flesta staði sem getið er í sögunni. Vopnfirðingasaga lýsir átökum tveggja höfðingjaætta sem snúast um ágirnd, græðgi, valdabaráttu og vináttu, auk þess sem fjölbreyttar persónu- og mannlífslýsingar einkenna söguna. 

Í fornleifarannsóknum árið 2006 fannst skálatóft frá tímum hinna fornu Hofverja rétt við kirkjuna á Hofi.

Ein aðalpersóna sögunnar Helgi Þorgilsson, sem síðar fékk viðurnefnið Brodd-Helgi var alinn upp á Hofi og varð síðar bóndi og goðorðsmaður á Hofi. Þegar Helgi var ungur batt hann mannbrodd á enni griðungs þannig að honum gengi betur í baráttu við önnur naut og kemur viðurnefnið þaðan. Á unglingsárum blandaði Brodd-Helgi sér í deilur bændanna Svarts og Skíða og fékk Svart dæmdan sekan. Svartur flúði upp á Smjörvatnsheiði. Brodd-Helgi sótti þar að honum vígalegur mjög með skjöld og steinhellu sem hann girti í brók sína neðan við skjöldinn. Felldi hann Svart og varð af því frægur.

Frá barnæsku var mikið vinfengi með Brodd-Helga og Geiti í Krossavík. Brodd-Helgi átti Höllu, systur Geitis, og sonur þeirra Bjarni Brodd-Helgason var fóstraður upp í Krossavík. En afskipti þeirra vina af örlögum og eigum Hrafns Austmanns sem hafði vetursetu í Krossavík og hvarf þegar setið var að vetrarblóti í Haga varð til þess að vinátta þeirra kólnaði. Brodd-Helgi skildi við Höllu og kvæntist Þorgerður silfru úr Fljótsdal. Deilumál þeirra fyrrum vinanna mögnuðust og urðu að fullum fjandskap.

Þingmenn þeirra Geitis og Brodd-Helga lentu í deilum og allt varð til að slíta vinfengi þeirra. Jókst ójöfnuður Brodd-Helga svo að bændum þótti nóg komið. Talið er að Geitir hafi fellt Brodd-Helga á vorþingi í Sunnudal. Fyrir áeggjan Þorgerðar stjúpu sinnar vó Bjarni Geiti fóstra sinn og frænda. En sagan var ekki öll. Þorkell sonur Geitis tók við goðorði föður síns en Bjarni Brodd-Helgason við goðorði að Hofi. Höfðu þeir alist upp saman í Krossavík og voru systkinasynir.

Bjarni reyndi að sættast við Þorkell en tókst ekki og Þorkatli mistókst í þrígang að hefna. Lokaátökin urðu svo á orustuvelli við Eyvindarstaði. Bjarni fór með sigur af hólmi, sættist hann síðar við Þorkell og bauð honum að Hofi til dvalar. Þriggja áratuga hefndum var þar með lokið.

Staður

Eyðibýli skammt utan við kaupstaðinn í Grindavík.  Prestssetur og kirkjustaður frá fornu fari og allt fram á síðustu öld.  Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey.  Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja.  Þar er kirkjugarður Grindvíkinga. Sr. Oddur V. Gíslason(1836-1911) þjónaði sem prestur þar á miðju 19.öld og er minnisvarði um hann í krikjugarðinum.

Búðahraun Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Úfið sérkennilegt hraun. Eitt af fegurstu gróðursvæðum landsins

Hofskirkja

Vopnafjörður

Prestsetrið á Hofi hefur skipað stóran sess í sögu Vopnafjarðar frá upphafi, bæði sem stórbýli og höfðingjasetur. Þar var höfuðstaður Hofverja. Hofverjar var ætt sem fór með annað tveggja Goðorða í Vopnafirði á 10. öld. Á Hofi bjó einnig eini prestvígði höfðinginn í Vopnafirði á 12. öld, Finnur Hallsson. Minnisvarði um Vopnfirðingasögu stendur við afleggjarann að Hofi.  

Talið er að fyrsta kirkjan á Hofi hafi verið byggð stuttu eftir kristnitöku. Kirkjan sem nú er í notkun var byggð árið 1901 en hún tók við af torfkirkju frá miðöldum. Hönnuður hennar var Björgólfur Brynjólfsson frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Kirkjan stendur í Hofskikrjugarði, fallegum garði sem býður skemmtilegt útsýni yfir Hofsárdalinn. 

Möðrudalskirkja

Egilsstaðir
Í Möðrudal á fjöllum stendur lítil og falleg kirkja sem byggð var árið 1949.Jón A. Stefánsson (1880-1971) reisti kirkjuna til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur sem lést árið 1944.