Öræfaferðir
Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.
Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf ásamt frændfólki og nágrönnum úr sveitinni. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar.
Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan og nágrannar þeirra við að sinna ferðaþjónustunni.
Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.
Hvaða þjónusta er í boði?
Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta. Í áratugi hafa Öræfaferðir einnig boðið uppá þjónustu við skólaferðalög.+
Ferðir í boði í sumar:
Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.
Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið
Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.
Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma.
Brottfarir:
Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst
LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM
Lengd: 2 og 1/2 tími
Verð í opna brottför:
9.250 kr. fullorðnir'
2.750 kr. 8-16 ára
Frítt fyrir 7 ára og yngri
-Fjölskylduvæn ferð
-Stilltir hundar leyfðir í taumi
Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða:
Sérstakar brottfarir í júní og ágúst fyrir ljósmyndara
(Aðeins hægt að bóka einkaferðir)
Verð breytilegt eftir fjölda þátttakenda og stærri hópar fá verðtilboð
Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á www.ingólfshöfði.is
Fyrir vetrarferðir smellið hér: https://www.fromcoasttomountains.com
Fyrir Hvannadalshnúk, smellið hér: https://www.fromcoasttomountains.com/hvannadalshnukur