Þjónusta við erlendar ferðaskrifstofur um lengri ferðir.
Ferðaskrifstofur
Tango Travel
Fjarðargata 13-15, 222 HafnarfjörðurTango Travel er netferðaskrifstofa sem byggir á áratuga reynslu eigenda og starfsfólks í að þjónusta Íslendinga á ferðalögum erlendis. Tango Travel er með Ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu nr. 2022-003.
Tango Travel sérhæfir sig í sólarlanda- og borgarferðum út um allan heim. Með samningum við öll helstu flugfélög, sem fljúga til og frá Íslandi, getur Tango Travel boðið upp á ferðir til nánast hvaða áfangastaðar sem er.
Tindaborg
Lambhagi, Svínafell, 785 ÖræfiTindaborg er fjölskyldufyrirtæki, staðsett í Öræfum undir Vatnajökli sem sérhæfir sig í fjalla- og jöklaleiðsögn í Öræfum undir leiðsögn staðkunnra og reyndra leiðsögumanna. Við bjóðum upp á ísklifur, ferðir á hæstu tinda landsins, íshellaferðir, jöklagöngur, klettaklifur og námskeið í fjalla- og jöklaleiðsögn.
Opið fyrir bókanir í sérsniðnar einkaferðir allan ársins hring.
Heimsækið heimasíðu okkar fyrir fleiri upplýsingar www.tindaborg.is
Travel East Iceland
Smáragrund, 720 Borgarfjörður eystriVið sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.
Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum. Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun. Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.
Hestasport sumarhús
Vegamót, 561 VarmahlíðMeð glæsilegu útsýni yfir víðáttumikla sléttu og fjöll Skagafjarðar, eru sjö heillandi timburhús þar sem er kjörinn staður til að njóta frísins, allan ársins hring. Upplifðu Norðurland og njóttu þeirra endalausu ævintýramöguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.
Sumarhúsin eru mismunandi að stærð, frá stúdíóíbúðum (2-4 manns) til rúmgóðra húsa. Þau eru staðsett saman upp á hæð, í göngufæri frá Varmahlíð. Í miðju sumarbústaðarsvæðisins er heitur pottur þar sem hægt er að njóta útsýnisins, miðnætursólarinnar og norðurljósa.
Í Varmahlíð er góður þjónustukjarni: upplýsingamiðstöð, matvöruverslun, veitingastaður, bensínstöð, sundlaug og fleira.
Pink Iceland
Hverfisgata 39, 101 ReykjavíkPink Iceland sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa & ferða á Íslandi með sérstaka áherslu á að skapa dásamlegt viðmót fyrir hinsegin ferðamenn. Þjónustuviðmót Pink Iceland er góðmennska og svo lengi sem gestir eru sammála því og bera virðingu fyrir náunganum þá eru allir velkomnir. Pink Iceland var stofnað árið 2011 og hefur getið sér framúrskarandi orðspor sem besti brúðkaupsskipuleggjandi Íslands og býður einnig uppá mikils metnar ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Bæði eru það sérsniðnar „hinsegin ferðir“ þar sem er lagt upp með fordómalaust viðmót í samstarfi við útvalda aðila sem geta uppfyllt kröfur fyrirtækisins sem og ferðir fyrir alla sem deila gildum góðmennskunnar.Pink Iceland vann til Nýsköpunarverðlauna SAF árið 2012 og einnig árið 2023 en það er í fyrsta skipti sem fyrirtæki hlýtur þau verðlaun tvisvar. ´
Pink Iceland var stofnað árið 2011 og hefur getið sér framúrskarandi orðspor sem besti brúðkaupsskipuleggjandi Íslands og býður einnig uppá mikils metnar ferðir fyrir einstaklinga og hópa.
Bæði eru það sérsniðnar „hinsegin ferðir“ þar sem er lagt upp með fordómalaust viðmót í samstarfi við útvalda aðila sem geta uppfyllt kröfur fyrirtækisins sem og ferðir fyrir alla sem deila gildum góðmennskunnar.
Pink Iceland vann til Nýsköpunarverðlauna SAF árið 2012 og einnig árið 2023 en það er í fyrsta skipti sem fyrirtæki hlýtur þau verðlaun tvisvar. Árið 2023 fékk Pink Iceland einnig verðlaun sem Favourite Destination Wedding Planner á RSVP ráðstefnunni, einni þeirra virtustu fyrir brúðkaupsskipuleggjendur.
Fish Partner
Dalvegur 16b, 201 KópavogurÁstríða fyrir veiði !
Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða.
Mundo ehf.
Eiðistorg, 170 SeltjarnarnesEldhúsferðir – Cucina Travel ehf
Litlidalur, 541 BlönduósAllar mögulegar útgáfur af hópferðum fyrir allar gerðir hópa, söngferðir, árshátíðarferðir, gönguferðir, skíðaferðir, sælkeraferðir, námsferðir, golfferðir, menningarferðir, útskriftarferðir...fáðu hugmyndina og sendu okkur línu og við sérmatreiðum ferðina fyrir þig og þinn hóp :D
Erum með mjög góð sambönd hvað varðar tónleikahald og menningarviðburði fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum.
Langar fjölskylduna í frí? ...við skipuleggjum og seljum einnig ferðina fyrir fjölskylduna, vinahópinn...
Okkar helsta markaðssvæði er Mið- og Suður-Evrópa (Ítalía, Þýskaland, Austurríki og lengi má telja)
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Brimhestar
Brimilsvellir, 356 SnæfellsbærVið bjóðum upp á skipulagðar hestaferðir með leiðsögn um frábærar reiðleiðir á mjög góðum hestum fyrir alla. Í boði er allt frá 1 klukkutíma útreiðartúr upp í 3 - 8 daga með gistingu og veitingum.
Hjá okkur er hægt að gista í glæsilegu 120 fm sumarhúsi (max. 10), kósý 26 fm sumarhúsi fyrir 2, eða í herbergjum með morgunmat. Kaffiveitingar og kvöldmatur (þarf að bóka fyrirfam), heitur pottur
Verið velkomin að hafa samband við okkur.
Volcano Huts Þórsmörk
Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Tungusveit, 560 VarmahlíðBakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Þórshöfn - Norlandair
Þórshafnarflugvöllur, 680 ÞórshöfnIcePath ehf.
Hamar, 861 HvolsvöllurVið erum fjöldskyldurekin ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að skapar sérsniðnar og persónulegar ævintýraupplifanir
fyrir litla hópa.
Við erum með yfir 15 ára reynslu í ævintýraferðamennsku. Árið 2018 ákváðum við að stofna okkar eigin ferðskrifstofu. Okkar markmið voru skír alveg frá byrjun, að deila þekkingu, ást og reynslu okkar af Íslandi á sem faglegastan og öruggastan máta þegar ferðast er um landið okkar.
Við vitum að það er mikilvægt að plana og nýta frítímann vel. Þannig við ákváðum að vera svolítið öðruvísi og
vera ekki föst í einhverri áætlun heldur njóta þess að lifa í augnablikinu.
Í okkar ævintýraferðum bjóðum við meðal annars upp á jöklagöngur, íshellaskoðun, ísklifur, fjallgöngur, jeppaferðir, allt eftir ykkar þörfum.
Ferðarnar henta hverjum sem er, hvort sem það eru fjölskyldur, einstaklingar eða litlum hópum.
Komdu og upplifðu Ísland á ævintýranlegan hátt með okkur.
Hekluhestar
Austvaðsholt, Holta- og Landssveit, 851 HellaHekluhestar - Hestaferðir síðan 1981
Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll.
Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns).
Stuttir reiðtúrar
Tími: Allan ársins hring
Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig.
Miðnæturreiðtúr
Tími: Júní
Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch.
Helgarævintýri– 3 dagar
Tími: Maí og Júní
Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið.
6 og 8 daga hestaferðir
Tími: Júní-Ágúst
Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.
Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953
Finnið okkur á Facebook hér.
Fylgist með lífi okkar á instagram
Hótel Ísafjörður
Silfurtorg 2, 400 ÍsafjörðurHótel Ísafjörður er þægilegt heilsárshótel í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Hótelið er við Silfurtorg í hjarta bæjarins steinsnar frá allri þjónustu og höfninni. Í næsta nágrenni eru einnig sundlaug, upplýsingamiðstöð, söfn og strætisvagnar. Hótelið er allt innréttað í ljósum þægilegum litum og mjög vel í stakk búið til að þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptamanna. Á hótelinu er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir ferðamenn, fjölskyldur og fólk í viðskiptaerindum. Öll herbergin eru með sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma, útvarpi og kaffi/te setti auk þess sem frí háhraða nettenging er á öllum herbergjum og veitingasölum. Hótelið er allt reyklaust.
Á veitingastað hótelsins Við Pollinn er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu á sem fjölbreyttastan hátt. Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum.
Starfsfólk hótelsins leggur sitt af mörkum til að gera dvölina bæði ánægjulega og þægilega og hefur faglegan metnað til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Persónuleg þjónusta og heimilislegt andrúmsloft hótelisins og nálægð við einstæða náttúru skapar öðruvísi umgjörð.
IC Iceland
Sandavað 11-308, 110 ReykjavíkIC Iceland býður ævintýra ferðir um íslenskt landslag. Í sérhönnuðum ofur-jeppum ferðumst við um landið okkar og njótum óspilltrar náttúrufegurðar sem Ísland eitt býður upp á.
IC Iceland sem ferðaþjónusta og ferðaskrifstofa bjóðum við margskonar þjónustu: Staðlaðar dags- og fjöldagaferðir, sérhannaðar ferðir, gönguferðir, hvataferðir, ljósmyndaferðir og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fosshótel Austfirðir
Hafnargata 11-14, 750 FáskrúðsfjörðurFosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri.
- 47 herbergi
- Morgunverður í boði
- L'Abri veitingahús
- Bar
- Ókeypis þráðlaust net
- Safn
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum
Iceland Fishing Guide
Hrafnagilsstræti 38, 600 AkureyriVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sjá einnig www.icelandicadventures.is
Iceland Encounter ehf.
Sundagarðar 2, 4. hæð, 104 ReykjavíkIceland Encounter býður upp á einstakar ævintýraferðir um óbyggðir Íslands.
Visit the Nordics
Lyngberg 13b, 221 HafnarfjörðurVisit the Nordics (Kettlingur Ferðir ehf/ Skoðaðu Norðurlöndin) er ferðaskrifstofa á netinu, ferðasali á netinu og netblogg með aðsetur í Reykjavík. Megintilgangur Visit the Nordics er að vekja áhuga fjöldans á og efla ferðalög til Norðurlanda, svo sem Íslands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmerkur, Grænlands, Færeyja og Svalbarða, ásamt öðrum áfangastöðum eins og Suðurskautslandinu, Patagóníu, Sviss og Nepal.
Þið finnið okkur á Linkedin með þvi að smella hér .
Iceland by Guide
Skólavörðustígur 30, 101 ReykjavíkViltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.
Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.
Mountaineers of Iceland
Skálpanes, 806 SelfossMountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.
Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
Iceland Luxury Expeditions ehf.
Selhella 5, 221 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Nordic Green Travel ehf.
Hafnarberg 24, 815 ÞorlákshöfnNordic Green Travel er íslensk ferðaskrifstofa sem hjálpar þér að ferðast á ábyrgari og sjálfbærari máta. Við sérhæfum okkur í að skapa einstakar ferðaupplifanir á Íslandi fyrir okkar gesti.
Okkar markmið er að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamennska getur haft og vera leiðandi afl í því að færa ferðaþjónustuna til sjálfbærari framtíðar. Allar ferðir seldar hjá okkur verða kolefnisjafnaðar í gegnum skógræktarsjóðinn okkar (www.plantatreeiniceland.is). F
yrir frekari upplýsingar um okkur og til að skoða ferðir okkar um Ísland, vinsamlegast heimsækið bókunarsíðuna okkar www.nordicgreentravel.is.
VERDI Travel
Strandgata 3, 600 AkureyriVERDI ferðaskrifstofa varð til við samruna Ferðaskrifstofu Akureyrar og VITA Sport í janúar 2023. Við kappkostum að mæta óskum og þörfum viðskiptavina okkar og bjóðum þekkingu og áratuga reynslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Við leitumst eftir því að þjónusta allt landið, hvort sem það eru ferðir frá Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli eða Egilsstaðaflugvelli.
Sumarfríið, vetrarfríið, sportferðir, helgarferðir, hópaferðir, hvataferðir eða hvað sem er – við getum aðstoðað.
Verð velkomin á skrifstofur okkar að Strandgötu 3 á Akureyri og Ármúla 11 (2. hæð) í Reykjavík.
Millu og Krillu ferðir
Mosarimi 45, 112 ReykjavíkMillu og Krillu ferðir er ferðaþjónustu fyrirtæki sem sérhæfir sig í tveggja til fimm daga gönguferðum með íslendinga um fallega ísland einnig bjóðum við uppá gönguskíða og fjallaskíða námskeið á veturna.
Hestaleigan Laxnesi
Laxnes, 271 MosfellsbærReiðtúrar daglega síðan 1968. Nánari upplýsingar á heimasíðu.
Iceland-Europe Travel
Grandagarður 16, 101 ReykjavíkIceland Europe Travel býður upp á spennandi sérferðir fyrir til Asíu allt árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferðir, sérsniðnar að hverjum hóp og ávalt er lagt upp úr því að bjóða upp á það besta í þjónustu og aðbúnaði. Sérstök áhersla er lögð á að kynnast sögu, menningu og daglegu lífi á hverjum stað með leiðsögn heimamanna.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Vopnafjörður - Norlandair
Vopnafjarðarflugvöllur, 690 VopnafjörðurArctic Yeti
, 101 ReykjavíkArctic Yeti ehf. hefur mikla reynslu í skipulagi sérsniðinna ferða á Íslandi, fyrir pör, fjölskyldur og hópa. Hafið samband með ykkar hugmynd og við svörum eins fljótt og hægt er.
Oddsstaðir
Oddsstaðir I, 311 BorgarnesOddsstaðir eru staðsettir upp í hinum fallega Borgarfirði á Vesturlandi. Það ættu allir að prufa að fara á hestbak og ríða út í fallegri Íslenskri náttúru. Á Oddsstöðum bjóðum við vönum og óvönum upp á stutta og lengri túra.
Stracta Travel ehf.
Reykjavíkurvegur 66, 220 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland Untouched
Meistaravellir 11, 107 ReykjavíkAllar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.
Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu. Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.
Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.
Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:
info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157
Moonwalker ehf.
Leirubakki 20, 109 ReykjavíkVið erum margverðlaunað ferðafyrirtæki sem leggur áherslu á að veita ferðalöngum einstaka og ógleymanlega upplifun þegar þeir skoða töfrandi náttúrufegurð Íslands. Með teymi löggiltra faglegra ferðamannaleiðsögumanna og reyndra leitar- og björgunarbílstjóra við stjórnvölinn, störfum við stolt sem fullgildur leyfishafi frá Ferðamálastofu og vottun frá Félagi fjallaleiðsögumanna og Félagi leiðsögumanna. Moonwalker býður upp á úrval af spennandi ferðum sem ætlað er að sýna stórkostlega fegurð landsins í nýju ljósi. Með áherslu á frábæra þjónustu, sérsniðna nálgun og ástríðu fyrir ævintýrum, er Moonwalker fullkominn kostur til að búa til ógleymanlegar minningar.
Mundo Norte
Fífuseli 41, 109 ReykjavíkViðurkennd ferðaskrifstofa (með númerið 2023-015) fyrir margs konar ferðir: dagsferðir, margra daga ferð um Ísland, norðurljósaferð, gönguferðir o.fl.
Iceland Road Trip
Fiskislóð 77, 101 ReykjavíkIceland Road Trip er ferðaskrifstofa sem býður uppá fjölbreytt úrval ferða um Ísland fyrir einstaklinga og hópa.
Hispana Tours ehf.
Sjávargata 11, 225 GarðabærAð ferðast um Ísland er ævintýri 🗻🌋🇮🇸Og við erum ánægð með að fylgja þér í þessari ótrúlegu upplifun.
Við viljum veita þér bestu ferðirnar og bestu mögulegu upplifunina 🤩
Hispana ferðir gefa þér allt sem þú þarft til að láta draumaferðina uppfylla allar væntingar þínar.
Við bjóðum upp á:
• Dagsferðir
• Fjöldaga ferðir
• Gisting
• Ökumaður/leiðsögumaður (löggiltur)
• Akstur til allra athafna (þar á meðal flugvallarakstur)
• Myndir og myndbönd með drónum
✨Lifðu draumaferð þinni með bestu leiðsögumönnum!!️✨
Fylgdu okkur á Instagram og ekki missa af kynningunum okkar🤩🤩
Icelandair - Egilsstaðir
Egilsstaðaflugvöllur, 701 EgilsstaðirIcelandair flýgur milli Reykjavíkur og Egilsstaða, flugtíminn er 60 mínútur.
Öflugar menningarhátíðir, Vök Baths, Lagarfljótið, Minjasafn Austurlands og frábærir veitingastaðir er meðal þess sem Austurland hefur að bjóða gestum.
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Aðalgata 32, 580 SiglufjörðurFerðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.
Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk.
Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Travel Connect
Bíldshöfði 20, 110 ReykjavíkTravel Connect er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og leiðandi í þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi. Travel Connect þjónustar sjö öflug fyrirtæki við mannauðsstjórnun, fjármál, markaðssetningu og vöruþróun. Fyrirtækin eru með starfsstöðvar á Íslandi, Svíþjóð og Skotlandi og þar starfa um 300 manna öflugur og samhentur hópur fólks.
Fosshótel Mývatn
Grímsstaðir, Skútustaðahreppur, 660 MývatnFosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið.
Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.
- Ókeypis þráðlaust net
- Morgunverður í boði
- Ókeypis bílastæði
- Veitingastaður
- Bar
- Fundaraðstaða
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Fararsnið ehf.
Álafossvegur 20, 270 MosfellsbærLangar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi? Við hjá Fararsniði höfum tekið fagnandi hugmyndinni um velferðir (e. Slow Travel) þar eð við teljum að fólk vilji eindregið fá næði til að njóta augnabliksins á fallegum og framandi stað. Við leggjum upp úr rólegri dagskrá á hverjum degi og þó um hreyfingu sé að ræða, þá er þess gætt að hún sé við flestra hæfi.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sea Kayak Iceland
Engjavegi 21, 400 ÍsafjörðurSea Kayak Iceland er staðsett á Ísafirði þar sem einstakt landslag er og magnað dýralíf er í miklu návígi. Komdu með okkur meðfram hinni töfrandi strandlengju með einstökum fjöllum, fjölda fossa og róandi umhverfi.
Okkar markmið er að skapa einstaka og ógleymanlega upplifun fyrir þig, við bjóðum upp á sérsniðna leiðangra sem henta þínum þörfum, sem og skipulagðar ferðir sem þú getur farið í án fyrirhafnar. Einnig bjóðum við uppá léttar dagsferðir.
Öryggi þitt og geta innan sjókajaksiglinga skiptir mestu máli þegar þú ert á sjó með okkur.
Við hlökkum til að fá þig með í ævintýri á Vestfjörðum.
AD Travel
Höfðabakki 9, 110 ReykjavíkAD Travel er fjölskyldufyrirtæki sem starfar eingöngu sem ferðaheildsali fyrir fjölda ferðaskrifstofa í Evrópu. AD Travel hefur að baki 30 ára reynslu og býr yfir starfsfólki með mikla reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi.
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga
Hlíðartún 29, 780 Höfn í HornafirðiSkipuleggjum útivistarferðir fyrir stóra og smáa hópa
Vinsamlegast hafið samband og látið okkur gera tilboð í pakkann.
Sportferðir ehf.
Ytri-Vík / Kálfsskinn, 621 DalvíkSportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa. Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7 fullbúin sumarhús.
Concept Events ehf.
Fákafen 11, 108 ReykjavíkConcept Events er viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu og hönnun viðburða.
Við leggjum áherslu á að hanna hvern viðburð fyrir sig í samvinnu við okkar viðskiptavini. Okkar markmið er alltaf að fara fram úr væntingum, hafa skýra og gagnsæja fjárhagsáætlun og vinna í lausnum.
Starfsmenn Concept Events hafa margra ára reynslu í hverskonar viðburðahaldi. Einnig höfum við á að skipa stórum og traustum hóp samstarfsaðila sem við höfum unnið með til fjölda ára, hver og einn sérhæfður á sínu sviði,
Hvort sem það er hópefli, árshátíð, ráðstefna, haustfagnaður, kynning á nýrri vöru/þjónustu eða annar viðburður leggjum við okkur fram um við gera þinn viðburð einstakan og umfram allt persónulegan, sniðin að þörfum og óskum viðskiptavinarins hverju sinni.
Ef þig vantar aðstoð, ert með spurningar eða vilt bara heyra aðeins í okkur með þinn viðburð þá ekki hika við að senda okkur póst á hello@conceptevents.is eða bara bjalla í okkur. Svo eigum við líka þessa fínu kaffivél ef þú vilt kíkja til okkar og athuga hvort við erum aðilinn sem getum aðstoðað þig með þinn viðburð. Sjáumst!
Flokkar:
Árshátíðir, hautsfagnaðir, vörukynningar, bæjarhátíðir, sjónvarpsþættir, hópefli, fyrirtækjaskemmtanir, fjölskylduhátíðir.
Southcoast Adventure
Ormsvöllur 23, 860 HvolsvöllurSouthcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
Prjónakerling ehf.
Bræðraborgarstígur 10, 101 ReykjavíkHélène Magnússon prjónahönnuður hefur boðið uppá vinsæl göngu- og prjónaævintýri á Íslandi alveg frá 2010. Endalaus áhugi Hélène á íslenskri prjónahefð, ásamt reynslu hennar sem fjallaleiðsögumaður er hvötin á bak við prjónaferðirnar. Prjónarar frá Íslandi og um allan heim fara með Hélène í stór skemmtilegar ferðir þar sem sem íslenskar prjónahefðir og menning, stórkostleg náttúra og prjónanámskeið tvinna saman á ógleymanlegan hátt. prjonakerling.is
Activity Iceland
Koparslétta 9, 116 ReykjavíkActivity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land.
Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.
Icelandic Explorer Media ehf.
Dagverðarnes 72, 311 BorgarnesIcelandic Explorer.
Ljósmyndari, Instagrammari og áhrifavaldi, ljósmyndaferðir, kennari og Youtúbari. Ferðast um Ísland, Grænland og aðra kalda staði.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Reykjavík Private Cars ehf.
Gjáhella 3, 221 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Atlantik
Suðurlandsbraut 4a, 108 ReykjavíkAtlantik er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa, fágætis ferðamennsku, ráðstefnum og erlendum hvataferðahópum.
Atlantik hefur 40 ára reynslu af skipulagningu krefjandi verkefna og þjónustu við erlenda ferðamenn. Hjá fyrirtækinu starfa 30 manns.
Sólhestar Reykjavík
Surtlugata 19, 110 ReykjavíkSólhestar er fjölskildurekið fyrirtæki. Sólhestar opnaði árið 2010 fyrst í Ölfusi og hefur vaxið upp með mikilli fagmennsku og býður upp á frábærar ferðir allt árið um kring.
Sólhestar bjóða uppá ferðir fyrir bæði byrjendur og vana reiðmenn.
Opið er hjá Sólhestum allt árið um kring.
Ferðaskrifstofa Skagafjarðar
Lindagata 3, 550 SauðárkrókurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaskrifstofan Íslandsvinir / Fjallakofinn ævintýraferðir
Kringlan 7, 103 ReykjavíkFerðaskrifstofan Íslandsvinir / Fjallakofinn - Ævintýraferðir býður fyrst og fremst upp skipulagðar hreyfiferðir - bæði innanlands og utan og á öllum árstímum - svo sem göngu-, hlaupa-, skíða- og hjólaferðir.
Reynsla, þekking og sveigjanleiki. Við þjónustum líka hópa sem koma með sínar hugmyndir til okkar og leggjum metnað í að búa til áhugaverða pakka til þess að velja um, hvort sem það eru hreyfiferðir eða t.d. kóra-, skoðunar- og borgarferðir o.fl. o.fl.
Riding Tours South Iceland ehf.
Syðra-Langholt, 846 FlúðirVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Óbyggðasetur Íslands
Norðurdalur, 701 EgilsstaðirÓbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.
Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.
Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.
Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
River Horses - Riding Adventure
Bakkakot, 861 HvolsvöllurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Trans - Atlantic
Síðumúli 29, (2 hæð til hægri), 108 ReykjavíkFerðaskrifstofan Trans-Atlantic veitir alla almenna þjónustu vegna sölu og bókanna á ferðum erlendis, bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki / stofnanir.
Þá sérhæfum við okkur í skipulagningu hvataferða, árshátíðaferða erlendis og útskriftarferða bæði fyrir menntaskóla og háskóla.
Vinsamlegast hafið samband til að fá tillögur að ferðum og tilboð frá okkur.
Ferðaskrifstofan er sú eina sem hefur í meira en áratug skipulagt og haldið uppi flugi frá öllum þremur völlum landsins, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum og hefur í gegnum árin flutt tugi þúsunda farþega erlendis.
Opnunartími er 10 - 17 alla virka daga, allt árið
Nicetravel ehf.
Fiskislóð 45 M, 101 ReykjavíkNicetravel var stofnað árið 2012 af þremur íslenskum fjölskyldum. Markmið okkar er að bjóða upp á persónulega og ánægjulega upplifun fyrir okkar gesti og til að uppfylla það eru allar okkar ferðir framkvæmdar með farþega fjölda að hámarki 19 farþega.
Við bjóðum upp á dagsferðir og fjöldaga ferðir með brottför frá Reykjavík.
Mottóið okkar er að vera NICE.
Kompaní Events
Skútuvogur 1b, 104 ReykjavíkKompaní Events, áður Eskimos Events, var stofnað árið 2000 til að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ferðaskipulagi og viðburðastjórnun á Íslandi. Við leggjum metnað í að skipuleggja ferðir, sjá um viðburðarstjórnun og skapa upplifanir fyrir öll helstu fyrirtæki og stofnanir landsins.
Hvort sem um er að ræða óvissuferð, utanlandsferð, hópefli, hvataferð, uppbyggingu á liðsanda, árshátíð, ratleik eða hverskonar viðburð, bjóðum við upp á margar skemmtilegar og vel skipulagðar lausnir.
Við notum reynslu okkar og hæfileika í að sérsmíða hvern viðburð sérstaklega. Það hefur ávallt verið okkar stefna að vera leiðandi í því sem við tökum okkur fyrir hendur og því leggjum við mikla áherslu á að gera betur í hvert sinn. Við fjárfestum bæði tíma og fjármagn í öfluga vöruþróun og hugmyndavinnu til að mæta aukinni eftirspurn og kröfum á innlendum markaði. Á hverju ári bjóðum við upp á eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Kompaní Events snýst ekki um okkur, heldur um þig! Við leggjum mikla áherslu á að skilja tilgang verkefnisins og notum síðan reynslu okkar og hæfileika í að sérsmíða og hanna hvern viðburð með það í huga. Við leggjum allan okkar metnað í að aðstoða þig og gesti þína til að sérhver upplifun verði sem best. Við þjónustum einnig erlenda ferðamenn og nokkur þúsund ferðamenn fara í gegnum ferðasmiðju okkar á hverju ári. Við bjóðum erlendum gestum upp á skemmtilegar og sérsniðnar ferðaupplifanir á Íslandi og höfum mikinn metnað fyrir því að kynna landið vel. Ferðaþjónusta okkar er fyrir einstaklinga eða hópa af öllum stærðum og gerðum.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Grímsey - Norlandair
Grímseyjarflugvöllur, 611 GrímseyAlandia Travel Service
Árskógar 7, 109 ReykjavíkGTS ehf.
Fossnes C, 800 SelfossGTs - Guðmundur Tyrfingsson ehf. er rótgróið fjölskyldufyriræki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Við bjóðum upp á dagsferðir, óvissuferðir, sérferðir, ásamt allri almennri keyrslu og þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Icelandic Mountain Guides
Klettagarðar 12, 104 ReykjavíkÍslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.
Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.
Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.
Ferðaúrval:
Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.
Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).
Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.
Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.
Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.
Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.
Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.
Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.
Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
Anglers.is – Veiðileyfavefur
Hafnargata 27a, 230 ReykjanesbærAnglers.is er ferðaþjónustu fyrirtæki staðsett í Reykjanesbæ. Við bjóðum uppá dagstúra, bæði í veiði og almenna útsýnistúra, bæði á Reykjanesi og suður- og vesturlandi öllu. Anglers.is er jafnframt einn stærsti seljandi veiðileyfa á Íslandi og fer sú sala fram á öðrum vef fyrirtækisins, www.veida.is – Við seljum og útvegum veiðileyfi og leiðsögumenn fyrir nánast allar ár og öll vötn á Íslandi. Jafnframt er inni á veiða.is, mikið magn upplýsinga um hinar ýmsu ár og vötn.
Fyrir allar nánari upplýsingar, vinsamlega kíkið á heimasíður okkar eða sendið okkur póst eða hringið í okkur.
Kristinn Ingólfsson, eigandi anglers.is og veiða.is
Fjallasýn
Smiðjuteigur 7, 641 HúsavíkFjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar.
Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum.
AKSTUR og trúss með útivistarhópa
Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl.
Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.
Bíldudalur - Norlandair
Bíldudalsflugvöllur, 465 BíldudalurArctic Trip
Sveinsstaðir, 611 GrímseyArctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.
Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.
Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”
Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.
Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.
Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Bergmenn ehf.
Klængshóll, 621 DalvíkJökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku.
Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir.
Sjáumst á fjöllum.
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com
Highland Base Kerlingarfjöll
F347, 801 SelfossHighland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.
Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri.
Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða.
Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Mjóifjörður, 420 SúðavíkSveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.
Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.
Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.
Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Iceland ProTravel Island
Höfðabakki 9d, 110 ReykjavíkDMC og Ferðaskrifstofa
Iceland ProTravel er hópur ferðaskipuleggjenda sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir til Íslands með söluskrifstofur í Þýskalandi, Sviss, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku og á Íslandi. Allir starfsmenn okkar hafa víðtæka þekkingu í að skipuleggja og selja ferðir til Íslands.
Stofnendur félagsins, Guðmundur Kjartansson og Ann-Cathrin Bröcker, hafa nærri 20 ára reynslu af íslenskri ferðaþjónustu og mismunandi mörkuðum.
Við bjóðum upp á fjölbreyttar hópferðir, golf ferðir, djúpsjávarveiði, hvataferðir og ráðstefnur í Reykjavík eða út á landsbyggðinni.
Styrkur okkar liggur í fagmennsku, gæðum og háu þjónustustigi.
Kimpfler ehf.
Hrafnkelsstaðir, 311 BorgarnesVið bjóðum uppá 1-2 klst reiðtúra fyrir alla aldurshópa. Einnig gistingu i svefnpokaplássi eða heilsárs-sumarhúsi fyrir 4. Höfum opið allt árið.
Absorb Iceland
Rósarimi 1, 112 ReykjavíkAbsorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.
Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.
Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.
Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.
Náttúruhlaup
Stórhöfði 33, 110 ReykjavíkNáttúruhlaup er spennandi, nýr valkostur fyrir skokkara og langhlaupara þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir utan gatnakerfisins. Hlaupið er á manngerðum stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, hvert sem leið liggur um íslenska náttúru.
Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hugsunarhátt en hefðbundið götuhlaup. Boðið er reglulega upp á grunnnámskeið í náttúruhlaupum fyrir alla getuhópa. Einnig er má gerast áskrifandi að virku hlaupasamfélagi. Að auki eru í boði hlaupaferðir bæði innanlands og erlendis.
Iceland Travel / Nine Worlds
Skógarhlíð 12, 105 ReykjavíkIceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.
Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
Boreal Travel
Klapparstígur 25, 101 ReykjavíkBoreal Travel er ferðaskrifstofa sem hefur verið að störfum síðan 2009. Við gerum út á ferðir á spænsku í litlum hópum (allt að átta manns) og erum með skipulagðar brottfarir allt árið, auk þess að bjóða upp á einkaferðir og self-drive pakka með upplýsingum og þjónustu á spænsku.
Viking Heliskiing
Siglufjörður, 580 SiglufjörðurViking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Þverá í Ólafsfirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður.
Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír.
Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar.
Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.
Greenland Tours ehf.
Gauksás 35, 221 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Midgard Adventure
Dufþaksbraut 14, 860 HvolsvöllurMidgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
@Midgard.Base.Camp á Instagram
Stangveiðifélag Reykjavíkur / SVFR
Rafstöðvarvegur 14, 110 ReykjavíkUm okkur:
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur um að ráða margar af helstu lax- og urriðaveiðiám á Íslandi, á verðum sem henta öllum. Félagið hefur um að ráða bæði veiðihúsum með fullri þjónustu, en einnig húsum þar sem veiðimenn sjá um eigin kost.
Inspiration Iceland
Knarrarberg, 601 AkureyriInspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög. Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.
Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66° North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjallabak
Skólavörðustígur 12, 121 ReykjavíkFerðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.
Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.
Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.
Touris ehf.
Fiskislóð 77, 101 ReykjavíkTouris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.
Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.
Hótel Rangá
Suðurlandsvegi, 851 HellaHótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá er 51 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.
Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W.
Grænar ferðir
Hléskógar 8, 109 ReykjavíkDagsferðir og margra daga ferðir í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland Activities
Mánamörk 3-5, 810 HveragerðiIceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
- Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
- Brimbrettaferðir og kennsla.
- Gönguferðir.
- Hellaferðir.
- Jeppaferðir.
- Snjóþrúguferðir
- Starfsmannaferðir og hvataferðir
- Skólaferðir
- Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Plúsferðir
Lágmúli 4, 108 ReykjavíkPlúsferðir eiga rætur sínar að rekja til frumkvöðla ferðaþjónustu á Íslandi sem hafa áralanga reynslu af ferðaþjónustu.
Okkar fólk leggst í sólbað undir sömu sólinni, við sama hafið og fólkið sem ferðast með hinum ferðaskrifstofunum. Bara fyrir mun lægri upphæð.
2Go Iceland Travel
Víðidalur 38, 260 ReykjanesbærUm 2Go Iceland Travel
Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir.
Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.
Iceland Challenge
Holtasel , 109 ReykjavíkNý ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.
Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.
„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.
Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.
Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.
Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .
Ís og Ævintýri / Jöklajeppar
Vagnsstaðir, 781 Höfn í HornafirðiÍ meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.
Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.
- Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
- Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.
- Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
- Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.
Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000
Borea Adventures
Aðalstræti 17, 400 ÍsafjörðurBorea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
Pristine Iceland
Hvaleyrarbraut 24, 220 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
BR Tours ehf.
Lynghólar 10, 210 GarðabærBR Tours ehf sér um móttöku erlendra ferðamanna og er sérhæft í einkaþjónustu fyrir litla hópa. Skipuleggur og framkvæmir ævintýra- og atburðaferðir í samráði við viðskiptavini og sér um bókanir á gistingu, afþreyingu og annarri þjónustu.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar
Skólavörðustígur 3, 101 ReykjavíkFerðaskrifstofa Harðar Erlingssonar býður upp á sérhæfðar ferðir með áherslu á fuglaskoðun, jarðfræði og menningu, sem og sælkeraferðir og hvataferðir. Einnig er boðið upp á hefðbundnari rútu- og gönguferðir. Ferðaskrifstofan býður einnig upp á ferðir með bílaleigubílum þar sem bíll og gisting eru bókuð fyrirfram, sem og fylgir hugmynd að ferðatilhögun.
Cool Travel Iceland
Austurkór 51, 203 KópavogurCool Travel Iceland er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að sérsníða ferðaáætlun í samræmi við þeirra óskir og fjárhagsáætlun. Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu. Við getum tekið að okkur stóra og smáa hópa og getum skipulagt td. hópaferðir fyrirtækja, hvataferðir, ráðstefnur og fundi hvort sem um er að ræða dagsferðir eða margra daga ferðir um ísland eða erlendis. Cool Travel Iceland er fullgild ferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu.
Hafðu samband við okkur og við finnum draumaferðina fyrir þig og/eða þinn hóp.
Obsidian Nordic Boutique Travel
Eiðistorg 13-15, 170 SeltjarnarnesVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Adventura ehf.
Hlauphólar, 766 DjúpivogurAdventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki
Iceland Hotel Collection by Berjaya
Nauthólsvegur 52, 108 ReykjavíkIceland Hotel Collection by Berjaya er félag sem býður gestum frá öllum heimshornum með gjörólíkar þarfir og væntingar upp á fjölbreytt úrval gæðahótela, veitingastaða og heilsulinda undir þekktum vörumerkjum.
Það sem allt þetta á sameiginlegt er áfangastaðurinn Ísland og þekking okkar frábæra starfsfólks á landinu og áratuga reynsla af þjónustu við innlenda og erlenda gesti og viðskiptavini.
- Sjö hótelvörumerki
- Átta veitingastaðir
- Tvær heilsulindir
Deplar Farm
Deplar, 570 FljótLúxushótel í Fljótunum, Skagafirði. Tilvalið fyrir þá sem meta næði og ró.
Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.
Feimna rjúpan - Pict Expeditions
Svínafell 1, 785 ÖræfiFeimna rjúpan is a family-company based in the realm of the glaciers, Öræfi, south-east Iceland. We specialize in craft courses and outdoor experiences. The outdoor branch is run by the name Pict Expeditions, and we do hikes on glaciers or mountains and expeditions both on foot and skis. We tailor make the adventure to our customers and are happy to work with those that want to venture further from the beaten track. We are mountaineers and have our guiding qualifications through the Association of Icelandic Mountain Guides (AIMG) as well as other internationally recognised qualifications. We are also locals and know our mountains and conditions well. Feimna rjúpan is a small company and we strive to only provide personal and quality experiences to our customers. The people behind the company are Svanhvít and Daniel, Svanhvít a local Icelander from the rural sheep farming community of Öræfi, and Daniel, a travelled Scotsman who got drawn in by the raw wilderness of the country. Check out our website for more details and blogs.
Svana and Dan
Fosshótel Stykkishólmur
Borgarbraut 8, 340 StykkishólmurFosshótel Stykkishólmur er með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús, nýtískulegan bar og fullkominn ráðstefnusal sem tekur allt að 300 gesti. Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst.
- 76 herbergi
- Morgunmatur í boði
- Ókeypis þráðlaust net
- Fundaraðstaða
- Veitingastaður og bar
- Ókeypis bílastæði
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum
Ferðaskrifstofan Nonni
Brekkugata 5, 602 AkureyriFerðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
- Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
- Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
- Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Skorrahestar ehf
Skorrastaður, 740 NeskaupstaðurSkorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði.
Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com . Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði.
Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is
Kilroy Iceland ehf.
Ármúli 10, 108 ReykjavíkKILROY er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir ungt fólk og námsmenn.
Við leggjum metnað í að aðstoða ungt fólk, námsmenn og alla aðra ævintýragjarna við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Hvort sem þig langar að ferðast um heiminn eða að læra erlendis þá er okkar markmið alltaf að láta drauma þína rætast.
DIVE.IS
Hólmaslóð 2, 101 ReykjavíkDIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.
Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði.
Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube
Snorkl ferðir
Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda).
Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni.
Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.
Köfunarferðir
Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra.
Köfunarnámskeið
Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is.
Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru.
Fyrir hópa
Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn.
Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa.
Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar.
Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.
Iceland Bike Farm
Mörtunga 2, 881 KirkjubæjarklausturVið erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að.
Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur.
Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar
Sumar 2021 verð á mann:
Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 kr
Heill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngri
Fjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn
Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4
Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr
Hey Iceland
Síðumúli 2, 108 ReykjavíkHey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.
Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is.
Nordic Visitor
Bíldshöfði 20, 110 ReykjavíkNordic Visitor er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að hanna, skipuleggja og starfrækja ferðir fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og hópa um Ísland, Norðurlönd, Bretland og Írland.
Nordic Visitor býður upp á mikið úrval af fjölbreyttum ferðapökkum á vefsíðu sinni en þar er hægt að velja um mismunandi ferðastíla sem henta hverjum og einum. Höfuðstöðvar Nordic Visitor eru í Reykjavík en þar að auki erum við með skrifstofur í Edinborg og í Stokkhólmi.
Steinsholt ferðaþjónusta
Steinsholt 2, 801 SelfossFerðaþjónustan Steinsholti bíður uppá gistingu og langar og stuttar hestaferðir. Steinsholt er staðsett við hálendisbrúnina í fallegu umhverfi þar sem fólk dvelur á friðsælu svæði uppí sveit. Héðan eru farnar langar og stuttar hestaferðir, í lengri ferðunum er meðal annars farið í Landmannalaugar, styttri hestaferðir erum farnar í nágrenni staðarins þar sem eru margar skemmtilegar leiðir í fallegu umhverfi. Við höfum rekið hestaferðir í 25 ár.
Gistingin er bændagisting með átta herbergjum þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, heitur pottur er á staðnum og margar skemmtilegar gönguleiðir er á svæðinu. Ef fólk vill dvelja í Íslenskri sveit þá er Steinsholt kjörinn staður til þess.
Okkar ferðir ehf.
Holtsvegur 33, íbúð 203, 210 GarðabærVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sólvangur, 820 EyrarbakkiSólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.
Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu.
Glacier Guides
Skaftafell, 785 ÖræfiJöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.
Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli. | |
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli. | |
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal. | |
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell. | |
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli. | |
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni. | |
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli. |
Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland
Norðurvangur 44, 220 HafnarfjörðurIceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.
Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.
Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .
Islande 66° Nord SAS, útibú á Íslandi
Strandgata 90, 220 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Vatnajökull Travel
Bugðuleira 3, 780 Höfn í HornafirðiVatnajökull Travel er ferðaþjónusta er Guðbrandur Jóhannsson stofnaði í júlí 2005. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sérhæfir sig í ferðum í og við Vatnajökul allt árið um kring.
Yfir sumarmánuðina (júní fram í ágúst) eru í boði magnaðar jöklaferðir á snjóbíl og ógleymanleg sigling um Jökulsárlón í kjölfarið. Ekki er síðri upplifun að sjá norðurljósin bera við jökulinn á skammdegiskvöldum (október - apríl)! Eftir ævintýraferðir vetrarins býðst gestum að taka sér bað í hveralaug og njóta lífsins og góðra veitinga. Vatnajökull Travel býður hvers ferðir sem sérsniðnar eru að óskum einstaklinga og hópa.
Skoðunarferðir skv. beiðni allt árið.
Sagaevents ehf.
Hverfisgata 39, 101 ReykjavíkSagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áralanga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi. Sagaevents hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir, stórar sem smáar. Meðal verkefna eru hvata- og hópaferðir, árshátíðir, gala kvöldverðir, fyrirtækjaviðburðir, ráðstefnur, brúðkaup, tónleikar, beinar útsendingar, verðlaunaafhendingar og margt fleira.
Sagaevents hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa einstakar upplifanir í sátt og samlyndi við umhverfið, gesti og birgja. Við höfum skapað traust tengslanet við listamenn, veitingaaðila, tæknifólk, viðburðastaði, leiðsögumenn og starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við nýtum reynslu okkar, ástríðu og sköpunarkraft til að gera drauma viðburð eða ferðalag viðskiptavina okkar að veruleika.
Við leggjum mikið uppúr góðu samstarfi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þegar línur hafa verið lagðar útfærir Sagaevents hugmyndirnar, leggur fram kostnaðaráætlun og sér svo um framkvæmd og skipulag. Við vinnum innan þess ramma sem þú setur, en gætum þess á sama tíma að setja skapandi hugsun og skemmtilegum lausnum engin mörk.
Þegar þú velur Sagaevents tryggir þú að þú vinnir með reynslumiklum, heiðarlegum og traustum aðilum, fullum af sköpunarkrafti með það að markmiði að gera þínar hugmyndir að veruleika.
Sagaevents er aðili að Ráðstefnuborginni Reykjavík / Meet in Reykjavik og hvatningaverkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta auk þess að vera með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu.
Scandic Mountain Guides
Siglufjörður, 580 SiglufjörðurScandic Mountain Guides er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjallaskíðamennsku. Fyrirtækið er staðsett á bænum Hóli í Ólafsfirði á Tröllaskaga, en Tröllaskaginn er einmitt perla fyrir fjallaskíðamenn og göngufólk. Möguleikarnir sem Tröllaskaginn býður uppá eru endalausir og munu allir geta fundið brekkur við hæfi og upplifað einstaka náttúrufegurð. Scandic Mountain Guides gefur þér forskot á aðra skíðamenn.
Scandic Mountain Guides var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyn árið 2015. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku.. Þeir Jóhann og Björgvin reka einnig þyrluskíða fyrirtækið Viking Helisking við góðan orðstír.
Scandic Mountain Guides hefur í samstarfi við Viking Heliskiing sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best og að þeir njóti verunnar með okkur í víðara samhengi en bara á skíðum. Leiðsögumenn okkar eru allt frá ólympíuförum með mikla kunnáttu á tækni til fjallaskíðunar og munu aðstoða okkar gesti sé þess óskað, til leiðsögumanna með UIAGM/IFMGA fjallaleiðsögu réttindi og 35 ára reynslu. Okkar leiðsögumenn gjör þekkja Tröllaskagan og munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir okkar gesti út frá þeirra hagsmunum, áhuga og líkamlegri getu, en fyrst og fremst með öryggi þeirra í fyrirrúmi.
Tröllaskaginn er þekktur fyrir sín fjölmörgu og háu fjöll sem bjóða upp á þúsundir valmöguleika þegar kemur að fjallaskíðun. Verandi umkringdur Norður Atlantshafinu gerir útsýnið einstakt og möguleikan á að skíða frá toppi niður í fjöru að einstakri upplifun sem fæstir vilja missa af. Samstarfið við Viking Heliskiing gerir það að verkum að okkar gestir hafa val um að fá aðstoð frá þyrlu til að ná til svæða sem annars væru utan seilingar. Það er fátt betra en að láta þyrlu skutla sér á topp fjalls og byrja á því að skíða niður áður en þú hefur gönguna upp næsta fjall til að skíða aðra ótrúlega brekku. Þyrlan getur síðan sótt hópinn í lok dags og jafnvel skilið hann eftir á toppi fjallsins fyrir ofan Hól þar sem hópurinn gistir, og hópurinn skíðar alveg niður að Hóli. Hvernig hópurinn eyðir restinni af deginum er undir honum komið en valmögueikarnir á annari afþreyingu eru gríðarlegir. Nefndu það og við gerum allt til þess að þú fáir að upplifa það sem þú villt.
Endilega hafið samband og saman munum við skipuleggja frábæra daga sem gleymast aldrei.
Mountain Taxi
Skeiðarás 10, 210 GarðabærMountain Taxi var stofnað árið 1995 sem eitt af fyrstu fyrirtækjum á Íslandi sem bauð upp á ævintýraferðir á jeppum. Mountain Taxi býður upp á einstaklingsferðir, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn. Allir jeppar fyrirtækisins eru sérútbúnir fyrir óbyggðaferðir og bílstjórarnir hafa mikla reynslu í að ferðast á fjöllum.
Fosshótel Reykholt
Reykholt, 320 Reykholt í BorgarfirðiFosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur. Fosshótel Reykholt stendur á sögulegum slóðum og er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Krauma, Deildatunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Á hótelinu er einnig að finna glæsilegan veitingastað. Fosshótel Reykholt býður upp á heilsulind með útipottum, slökunarherbergi, sauna, eimbaði, setustofu og búningsklefum. Sannkallaður lúxus sem býður þín eftir að hafa notið einstakrar náttúru og upplifað fossa, fjöll, hraun og skóga.
- 83 herbergi
- Morgunverður í boði
- Veitingastaður og bar
- Heilsulind og líkamsrækt
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Hleðslustöð
Lokað um jólin
Hluti af Íslandshotelum
Söguferðir ehf.
Hlíðarhvammur 4, 200 KópavogurSöguferðir bjóða uppá skipulagða fræðslu um lönd, borgir, þjóðir og menningu. Megin atriði þessarar starfsemi er að búa til ferðaáætlanir með fólki, en ekki fyrir fólk. Söguferðir eru að hluta tenglaþjónusta sem einstaklingar, félög eða hópar geta leitað til þegar verið er að skipuleggja ferð eða ferðir. Hugmyndin er í meginatriðum þessi:
• að veita fræðslu um ólíka þætti menningar og sögu.
• að aðstoða við að skipuleggja ferð.
• að útvega fararstjóra sem uppfylla ströng skilyrði um þekkingu og
aðra hæfni.
Núpshestar
Breiðanes, 801 SelfossNúpshestar er fjölskyldu fyritæki á Suðurlandi sem býður upp á langar og stuttar hestaferðir í uppsveitum Árnessýslu.
Ferðir okkar eru farnar í nágrenni Núpshesta, ásamt því að fara lengri ferðir inn í Þjórsárdal, Landmannalaugar, Fjallabak, Kerlingarfjöll og fleiri staði.
Við einblínum á persónulega og góða þjónustu fyrir stóra jafnt sem smáa hópa á ferðum með Núpshestum upplifur þú staði landins sem flestir hafa ekki séð landslagið í kring hefur upp á margt að bjóða enda einstaklega fagur og skemmtilegt.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland backcountry travel ehf.
Urðarvegur 27, 400 ÍsafjörðurIceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.
Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.
Iceland Local Travel ehf.
Sigrún 38, 105 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Into the Wild
Fagrabrekka 20, 200 KópavogurInto The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.
Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Bjarmaland ferðaskrifstofa
Hrauntunga 111, 200 KópavogurBjarmaland ferðaskrifstofa leggur áherslu á nýja áfangastaði og býður m.a. upp á siglingar á fljótum Rússlands og A – Evrópu, sem og í Karíbahafi, frá Mexíkó og í kringum Kúbu. Einnig skipuleggjum við hópferðir rússneskumælandi ferðamanna til Íslands.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Feria
Skógarhlíð 12, 105 ReykjavíkFeria ehf. var stofnuð í júní 2008 og er rekin af FERIA, sem er dótturfélag Icelandair Group. Helsta markmið ferðaskrifstofunnar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval skipulagðra afþreyingaferða í leiguflugi frá Íslandi til útlanda með góðri þjónustu og tryggum flugkosti á samkeppnishæfu verði.
Vestmannaeyjar - Icelandair
Vestmannaeyjaflugvöllur, 900 VestmannaeyjarIcelandair flýgur til Vestmannaeyja og frá Reykjavíkurflugvelli er flugtíminn aðeins 20 mínútur.
Vestmannaeyjar eru bara rétt um 17 ferkílómetrar en það búa þar samt sem áður rúmlega 4000 manns — sem þýðir að eyjaskeggjar hljóta að vera að gera eitthvað rétt.
Veiðiþjónustan Strengir
Smárarimi 30, 112 ReykjavíkVeiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Og í veiðihúsum Strengja er einnig boðin gisting fyrir alla ferðalanga allt árið ef húsrúm leyfir, bæði fyrir hópa sem og aðra sem vilja taka stök herbergi og með eða án þjónustu.
GB Ferðir
Ennishvarf 27b , 203 KópavogurGB Ferðir sérhæfa sig í borgar-, golf-, og skíðaferðum. Áfangastaðir fyrirtækisins eru margir meðal þeirra bestu í heiminum. Innan GB ferða er yfir 50 ára reynsla af skipulagningu ferðalaga.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Mercury Grail
Hjálmholt 8, 105 ReykjavíkHjá Mercury Grail ehf. er boðið upp á ferðir fyrir skipulagða hópa, sem og einkahópa. Hjá einkahópum erum við sveigjanlegir þar sem skipuleggjum ferðir eftir þörfum hvers og eins. Hins vegar eru skipulagðir hópar hefðbundnar hringferðir, eða styttri ferðir frá höfuðborgini og að dags ferðum, misjafnt eftir því hversu lengi ferðamenn dvelja í landinu.
Við tökum líka að okkur að skipuleggja ferðir og leiðsögn fyrir minni hópa til Slóveníu, Króatíu sem og til annara landa í ríkjum fyrrverandi Jugóslavíu.
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Syðra-Skörðugil, 560 VarmahlíðÍ boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem ásamt notalegri stofu og borðstofu. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti.
Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er 2 klst reiðtúrinn enda er farið með gesti um falleg landslag á friðsælum stað hér ofan við bæinn.
Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni okkar.
Adventure Travel Company
Skeifunni 11b, 108 ReykjavíkKomdu út að hjóla! Ævintýralegar hjólaferðir!
Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.
Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum eða sérsníða að þínum óskum.
Visit Travel Iceland ehf. / Go To Iceland / Conoce Islandia / www.visit.is
Akrasel 9, 109 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland Exclusive Travels ehf.
Jöldugróf 3, 108 ReykjavíkIceland Exclusive Travels
Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar. Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.
Litli hvíti kastalinn
Aðalgata 17, 230 ReykjanesbærLitli hvíti kastalinn bíður upp á tvær nýlegar Stúdíó íbúðir í fögru umhverfi og göngufæri frá aðal veitinga og verslunargötu Keflavíkur/Rnb. Einungis 6 mínútna akstur er frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Litli Hvíti Kastalinn rekur auk þess ferðaskrifstofu, sér um bókanir og bíður upp á ferðir á alla helstu ferðamannastaði landsins.
Í Stúdíó-íbúð 1 er boðið upp á gistingu fyrir 3 fullorðna í þægilegum rúmum í opnu rými. Ungbarnarúm er einnig í boði án aukagjalds. Í íbúðinni er eldhúskrókur þar sem útbúa má minni máltíðir t.d. morgunverð og meðal búnaðar þess er örbylgjuofn, ísskápur, brauðrist, hita-ketill og einnar hellu spanhelluborð.
Stúdíó-íbúð 2 er staðsett í bakgarðinum og er hún afar vel útbúin með þægindi í huga. Íbúðin bíður upp á gistingu fyrir 2 fullorðna í þægilegu tvíbreiðu rúmi og ungbarnarúm er einnig í boði án gjalds. Íbúðin er útbúin með fullbúnu eldhúsi og sér svefnherbergi. Baðherbergið er útbúið með sturtu og er innangengt úr svefnherbergi. Auk búnaðar sem Stúdíó 1 bíður upp á er í boði skóburstunarvél, BlueTooth hátalari, skrifborð og full eldunaraðstaða.
Báðar íbúðir eru með sér inngang og verönd, útbúnar með Smart-TV með yfir 200 rásum til að velja úr. Rúm beggja íbúða eru útbúin þægilegum dínum og hágæða rúmfatnaði. Baðherbergin eru útbúin með sturtu og meðal staðalbúnaðar er hársápa, hárnæring, bómullarpúðar, tíðatappar, hárblásari, eyrnapinnar, sloppar, handklæði og þvottaklútar.
Háhraða WiFi fylgir að sjálfsögðu báðum íbúðum. Heitur pottur/Jacussi er í bakgarði Litla Hvíta Kastalans og er gestum velkomið að njóta hans án gjalds. Reiðhjól eru einnig í boði án gjalds og auk þess njóta gestir Litla Hvíta Kastalans afsláttar á vinsælustu veitingastöðum bæjarins.
Í litla Hvíta Kastalanum leitumst við ekki einungis eftir að bjóða upp á gistingu, heldur auk þess frábæra upplifun í fallegu umhverfi.
Icelandic Hunting Adventures
Brúnahlíð 5, 601 AkureyriBoðið er upp á fjölbreyttar veiðiferðir í fallegri norðlenskri nátturu. Fyrirtækið hefur í sínum röðum leiðsögumenn með áratuga reynslu af skotveiðum. Leiðsögumaður er með í öllum ferðunum og sér um alla skipulagningu og að allt gangi samkvæmt áætlun. Fyrirtækið hefur yfir að ráða fjölda vel ræktuðra jarða, bæði í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Einnig er möguleiki á fjölbreyttri afþreyingu og menningarlífi í tengslum við þessar ferðir, ef þess er óskað.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Arctic Aurora
Sunnubraut 22, 200 KópavogurArctic Aurora er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi sem byggir á margra ára reynslu og fagmennsku starfsfólks sem leggur sig allt fram við að bjóða framúrskarandi þjónustu.
Viðskiptavinirnir eru gestir okkar og meginmarkmiðið er að þjóna þörfum þeirra á fjölbreyttan hátt. Við bjóðum alla ferðaþjónustu, frá sérskipulögðum einstaklingsferðum til stórra hóp- og hvataferða, skemmtilegra og og fræðandi, í bland og í góðum tengslum við sterka náttúruupplifum einstaks lands.
Hidden Iceland
Fiskislóð 18, 101 ReykjavíkHidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.
Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.
Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.
Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.
Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.
Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.
Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is.
GoNorth
Reykjavíkurvegur 74, 220 HafnarfjörðurGoNorth er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í klæðskerasniðnum ferðum fyrir einstaklinga og hópa. Rekstur fyrirtækisins byggir á áratuga reynslu eigenda og starfsmanna í ferðaþjónustu.
Aðaláhersla GoNorth er á persónulega og faglega þjónustu til erlendra ferðaskrifstofa sem selja ferðir til Íslands.
Ticket2Iceland.is
Sólarvegur 14, 545 SkagaströndSkype id. Samvinn
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Visitor ferðaskrifstofa
Eyktarsmári 5, 201 KópavogurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Vesturferðir
Aðalstræti 7, 400 ÍsafjörðurEf Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.
Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.
Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.
Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Friend in Iceland
Geirsgata 7a, 101 ReykjavíkVið tökum á móti ferðagjöf í allar ferðir!
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Destination Complete
Stekkjarberg 12, 221 HafnarfjörðurDestination Complete býður uppá þjónustu á Íslandi, Norður- og Suður heimsskautum, og Skandinavíu. Um er að ræða sérsniðnar ferðir og viburði í hæsta gæðaflokki, að mestu leyti fyrir kröfuharða erlenda viðskiptavini.
Einnig bjóðum við uppá hönnun á ferðum og viðburðum fyrir innlend fyrirtæki, í tengslum við þeirra kjarnastarfsemi, móttöku erlendra samstarfsaðila, tengslamyndun, osfrv.
Explographe
Hjallavegur 2, 425 FlateyriExplographe skipuleggur smáhópaferðir fyrir náttúruljósmyndun. Við erum sérfræðingar á Íslandi, með sérstaka áherslu á sérstætt villt dýralífið þess. Leyfðu okkur að leiða þig að ósviknum augnablikum, langt í burtu frá fjölmennustu ferðamannastöðum, og alltaf með algjörri virðingu fyrir náttúrulegu umhverfi okkar.
Dive Silfra
Vatnagarðar 8, 104 ReykjavíkDive Silfra bíður upp á snorkeling og köfunarferðir frá þingvöllum - möguleiki á pick up-i frá Reykjavik.
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Heiði, Svalbarðsströnd, 601 AkureyriStarfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !
Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.
Áralöng reynsla starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig.
Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Ultima Thule
Þórunnartún (Skúlatún) 4, 105 ReykjavíkUltima Thule er ferðaskrifstofa sem selur ævintýraferðir um allan heim. Við viljum kynna fyrir íslendingum spennandi og einstakar ferðir. Ef þú vilt sjá undur heimsins og prófa eitthvað annað en að spranga um á sólarströnd þá ertu á réttum stað.
Markmið Ultima Thule er að bjóða íslendingum uppá spennandi utanlandsferðir í háum gæðaflokki á sanngjörnu verði. Einnig leggjum við okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Við val á samstarfsaðilum okkar höfum við það að leiðarljósi að þeir séu ábyrgir, bjóði skemmtilegar gæðaferðir og að ferðast sé í litlum hópum.
Ferðaskrifstofan Ultima Thule var stofnuð árið 1995 af Óskari Helga Guðjónssyni. Nafnið á ferðaskrifstofunni er sótt í sögu Íslands en talið er að Ísland hafi verið nefnt Ultima Thule af landkönnuðinum Pyþeas nokkrum öldum fyrir landnám víkinga. Ultima Thule er lýst sem dularfullu landi við ystu mörk jarðarkringlunnar og handan við það væri ekkert annað en ísiþakið heimskautshaf.
Sjáið heimasíðu fyrirtækisins vegna upplýsinga um ferðir.
Fosshótel Húsavík
Ketilsbraut 22, 640 Húsavík
Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns.
- 63 standard herbergi
- 47 deluxe herbergi
- Morgunverður í boði
- Samtengd fjölskylduherbergi
- Veitingahús og bar
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Veitingastaðurinn Moby Dick
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Iceland Highlights
Úlfarsbraut 52, 113 ReykjavíkVið Iceland Highlights hjálpum þér með að sérsniða allskyns ferðir og beiðnir. Auk þess, við sérhæfum okkur í að keyra privát ferðir. T.d, flugvallarskutlið og Bláa Lónið.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Gjögur - Norlandair
Gjögurflugvöllur, 524 ÁrneshreppurProTours Iceland ehf.
Suðurlandsbraut 16, 108 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Betri ferðir ehf.
Hörgslíð 2, 105 ReykjavíkEigendur Betri Ferða eru með áratuga reynslu af farastjórn og skipulagningu golfferða víða um Evrópu.
Okkar markmið er: Betri golfferðir fyrir þig.
Akureyri - Icelandair
Akureyrarflugvöllur, 600 AkureyriIcelandair flýgur reglulega á milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur og því er innanlandsflug tilvalið fyrir þau sem vilja skjótast norður og skoða allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Kjarnaskógur, Hlíðarfjall, Listagilið, Hof, Eyrin, Þelamörk og Sveitin eru allt dæmi um hrífandi staði svæðisins.
Frá 15. október til 30. nóvember verður boðið upp á beint flug, þrisvar sinnum í viku, á milli Akureyrar og Keflavíkur til að tengja við millilandaflug Icelandair um Keflavíkurflugvöll, en tímasetningarnar henta vel fyrir flug til Evrópu. Nánari upplýsingar um beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur má finna hér.
Frá Reykjavíkurflugvelli er einnig boðið upp á flug til Ísafjarðar, Egilsstaða, og yfir Verslunarmannahelgina er hægt að fljúga til Vestmannaeyja.
Understand Iceland
Daltún 801 Selfoss, 806 SelfossUnderstand Iceland is a family owned and fully licenced travel agency. We specialize in educational tours to Iceland for people of all ages. We lead you away from the tourist throngs to unique destinations and provide unforgettable experiences at every step.
We will introduce you to the locals, to Icelandic nature and culture as you travel through beautiful landscapes away from the crowds. With Understand Iceland you will get to know the real Iceland.
We provide tours based on your interest; knitting tours, book-club tours, outdoor activity tours, cultural heritage tours and many more.
Please contact us for a custom made tour at understandiceland@understandiceland.is or check out the pre made tours provided at www.understandiceland.is
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
BSÍ Bus Terminal, 101 ReykjavíkReykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
Ísafjörður - Icelandair
Ísafjarðarflugvöllur, 400 ÍsafjörðurIcelandair flýgur til Ísafjarðar. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 40 mínútur.
Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og tilvalið fyrir þá sem hafa yndi af útiveru, stórbrotnu landslagi og fjölskrúðugu fólki að heimsækja þessar slóðir.
Fantastic Fjords ehf.
Aðalgata 8, 430 SuðureyriVið erum ferðaskrifstofa á Vestfjörðum og sérhæfum okkur í menningartengdum ferðum og hvataferðum. Við bjóðum bæði upp á dagsferðir sem og lengri ferðir um hina frábæru Vestfirði.
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Strandgata 120, 735 EskifjörðurGistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.
Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.
Öll húsin eru með aðgangi að interneti.
Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.
Discover Iceland ehf.
Hamarshöfði 4, 110 ReykjavíkDiscover Iceland skipuleggur dags- og margradaga prívat ferðir með ökuleiðsögumönnum fyrir minni hópa og fjölskyldur á sérbúnum jeppum og lúxusbílum. Hver ferð er ítarlega skipulögð þar sem boðið er upp á afþreyingu og Hótel út frá séróskum viðskiptavina. Ökuleiðsögumenn okkar eru Íslendingar sem hafa gaman að því að sýna land sitt og þjóð.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Tíu þúsund fet
-,Velkomin til Tíu þúsund feta, þar sem ævintýrin þín hefjast. Tíu þúsund fet er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að bjóða upp á ferðir á framandi og ævintýralegar slóðir. Áhersla er lögð á smærri hópa til að tryggja góð gæði, persónulega þjónustu og meiri háttar upplifun. Allt eftir því hvort þú sért í leit að slökun á ströndinni, ævintýralegri ferð á framandi slóðir eða menningarlegri borgarferð þá erum við til staðar fyrir þig. Losaðu sjálfan þig undan ferðaskipulagningunni og leyfðu okkur að skapa ógleymanlegar minningar fyrir þig. Kynntu þér heiminn með þægindi og sérfræðiþekkingu að leiðarljósi - allt með Tíu þúsund fetum.
Sena ehf.
Hagasmári 2, 201 KópavogurSena býður upp á sérþekkingu í útfærslu á viðburðum fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Að hverju verkefni kemur kröfugt teymi sem nýtir viðtæka reynslu og sérþekkingu hvers og eins til að skapa óviðjafnanlega heildarmynd. Ógleymanleg upplifun er okkar fag.
Crisscross Matarferðir
Tómasarhagi 40, 107 ReykjavíkCrisscross sér um og skipuleggur matarferðir um Vesturland þar sem tvinnað er saman matar- og náttúruupplifun. Við ferðumst í litlum hópum og bjóðum upp á persónulega upplifun af landi, mannlífi og fjölbreyttri matarmenningu. Í ferðum okkar er farið í heimsóknir á bóndabæi, á veitingahús og til smáframleiðenda matvæla, fræðst um sögu og landnytjar og bragðað á afurðum af svæðinu. Fyrir hópa bjóðum við upp á styttri og lengri sælkeraferðir sem í samráði er hægt er að aðlaga að óskum og áhugasviði hvers hóps fyrir sig.
Every Road Travel ehf.
Sílakvísl 19, 110 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ytra Lón Farm Lodge
Langanes, 681 ÞórshöfnYtra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.
Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...
Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.
Við bjóðum upp á:
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.
Leiðsögn um búið
Heitur pottur
Silungsveiði í lóninu
Skoðunarferðir um Langanesið
Look North Travel / Iceland photo tours / highlandguide.is
Karfavogur 22, 104 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Skógarköttur / Senlinmao
Bíldshöfði 20, 110 ReykjavíkSjá vefsíðu vegna bókana og nánari upplýsinga.
Marina Travel ehf.
Hólabraut 20, 780 Höfn í HornafirðiVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Arctic Heli Skiing
Klængshóll, 621 DalvíkArctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandi
og bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing var
stofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku á
Tröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com).
Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000
ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, allt
frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvað
við sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í
miðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einu
sinni á lífsleiðinni.
Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júní
með frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk og
að sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum við
skíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.
Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða með
löngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekki
lengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma á
sólarhring.
Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til að
fræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,
fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjum
okkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.
Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.
www.arcticheliskiing.com
www.bergmenn.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com
Luxury Adventures
Askalind 8, 201 KópavogurLuxury Adventures er þjónustuaðili fyrir samsettar ferðir í Norðurlöndunum.
Vesenisferðir
, 105 ReykjavíkVesenisferðir er opinn gönguhópur sem er staðsettur í Reykjavík, sem skipuleggur skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á suðvesturhorninu allt árið og víðar á landinu á sumrin og einnig stöku utanlandsferð.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fosshótel Vestfirðir
Aðalstræti 100, 450 PatreksfjörðurVestfirðirnir eru þekktir fyrir stórbrotið landslag og ósnortna náttúru. Fosshótel Vestfirðir er fallega innréttað og glæsilegt hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt í stórkostlegar náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda.
- 40 herbergi
- Morgunverður í boði
- Veitingastaður og bar
- Ókeypis þráðlaust net
- Lyfta
- Fundaraðstaða
- Ókeypis bílastæði
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Saltvík ehf.
Saltvík, 641 HúsavíkÍ Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi.
EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa.
Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.
Nordic Luxury ehf.
Skólavörðustígur 12, 101 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Season Tours
Fífuhjalli 19, 200 KópavogurVið sérhæfum okkur í fjölbreyttum ferðum fyrir minni hópa. Persónuleg þjónusta.
Dagsferðir og einnig margra daga ferðir, allt sérsniðið að ykkar óskum enda einungis einka (prívat) túrar.
Í margra daga ferðum er gisting, morgunmatur og kvöldmatur innifalinn.
Kraftganga
Lækjargata 4, 101 ReykjavíkKraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag. Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.
Smyril Line
Fjarðargata 8, 710 SeyðisfjörðurSmyril Line rekur ferjuna Norrönu sem siglir milli Seyðisfjarðar á Íslandi, Tórshavn í Færeyjum og Hirtshals í Danmörku. Norröna býður upp á þjónustu fyrir farþega, farartæki og frakt. Fyrirtækið selur pakkaferðir sem innihalda meðal annars siglingu með Norrönu og hótelgistingu í Færeyjum.
Skrifstofa fyrirtækisins í Reykjavík er staðsett á Kletthálsi 1, 110 Reykjavík.
Hestasport Activity Tours
Vegamót, 561 VarmahlíðHestasport býður upp á hestaferðir við Varmahlíð í Skagafirði.
Ferðirnar eru allt frá 1/2 klst upp í 8 daga ferðir um hálendið. Einnig bjóðum við gistingu í sumarhúsum við Varmahlíð, allt frá 35 fermetra "stúdío" húsum upp í 80 fermetra hús.
Stuttir hestaferðir eru í boði allt árið!
Asgard ehf.
Dugguvogur 42, 104 ReykjavíkVið hjá Asgard sérhæfum okkur í fjallaleiðsögn og sérsniðnum ævintýraferðum fyrir einstaklinga og hópa. Í boði eru skíðaferðir, ísklifur, klettaklifur, alpaklifur eða fjallgöngur og jöklagöngur, til að nefna það helsta. Gestum okkar er eingöngu boðið upp á fagmannlega leiðsögn og öruggt umhverfi, sem er lykillinn að góðum degi úti í náttúrunni.
Eigendur og starfsmenn Asgard búa yfir rúmlega 60 ára samanlagðri reynslu af leiðsögn og skipulagningu ferða á Íslandi og erlendis. Hjá fyrirtækinu starfa nokkrir af mest menntuðu og reyndustu fjallaleiðsögumönnum landsins. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti.
Asgard býður uppá dagsferðir og lengri ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Einnig bjóðum við upp á námskeið sem tengjast fjallaleiðsögn, við góðan orðstír. Við hönnum og framkvæmum einstakar upplifanir. Sé hugmyndin innan okkar sérsviðs, þá framkvæmum við hana í samráði við gestina okkar.
Scandinavia Travel North ehf.
Garðarsbraut 5, 640 HúsavíkScandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.
Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda. Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.
Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.
Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.
Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.
Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu.
Thisland
Dyngjugata 3, 210 GarðabærSÉRFERÐIR
Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.
Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða.
Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega.
Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.
Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:
info@thisland.is
+354 662-7100
First Class ehf.
Lyngás 1a, 210 GarðabærÁ bak við First Class Travel er mikil reynsla í ferðaþjónustu og skapandi starfsfólk sem gerir fyrirtækið að hinum fullkomna félaga í skipulagningu ferða á Íslandi.
Hvataferðir, skipulagning funda og atburðastjórnun .
Skipulagning sérferða fyrir hópa
Sérhannaðar lúxusferðir fyrir einstaklinga og smærri hópa.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
T.A. Sport Travel
Síðumúli 29, 2h, 108 ReykjavíkBjóðum upp á íþróttaferðir, tónleikaferðir, borgarferðir, árshátíðarferðir.
Kolumbus Ævintýraferðir
Austurvegi 6, 800 SelfossFyrirtækið er framleiðandi ferðalausna til áfangastaða utan Íslands með áherslu á hópa á vegum eldri borgara.
Þá rekur fyrirtækið bókunarvefinn hotelbokanir.is auk þess að sinna ferðaþjónustu fyrir aðila í viðskiptaerindum frá stórum sem smáum fyrirtækjum á Íslandi og í Skandinavíu.
Norðursigling Hvalaskoðun
Hafnarstétt 9, 640 HúsavíkNorðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið
Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum.
Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.
Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu.
Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“.
Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum.
HL Adventure ehf.
Vesturvör 30b, 200 KópavogurHL Adventure er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi með sérþekkingu á því að skipuleggja og sjá um ferðir fyrir bæði fyrirtækjahópa og einstaklinga á Íslandi, Grænlandi, til Suðurskautslandsins og á Norður Pólinn. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að sjá um alla skipulagningu frá komu hóps og til brottfarar, þ.m.t. gistingu, afþreyingu, farþegaflutninga og sérlausnir s.s. veislur og viðburði á vegum hópanna. HL Adventure býður sérhæfingu og víðtæka þekkingu á skipulagningu og útfærslu á stórum og smáum viðburðum á hálendi Íslands, til dæmis tjaldbúðir á jökli. Fyrirtækið býður einnig upp á sérsniðnar lúxus ferðir fyrir einstaklinga og hópa.
Iceland explore Tours ehf.
Lækjarhjalli 32, 200 KópavogurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Þín leið
, 105 ReykjavíkÞín leið er jóga- og ráðgjafarstöð sem leggur áherslu á útijóga og ráðgjöf úti í náttúrunni. Í boði eru jógagöngur og jógaferðir á Íslandi allan ársins hring af fjölbreyttri lengd.
Jógaferðir í boði:
- Gönguhugleiðsla í Reykjavík
- Jógagöngur í nágrenni höfuðborgarinnar (síðdegi og kvöld)
- Dagsgöngur og dagsferðir á SV-, S- og V-landi
- Umbreytandi ferðir (hlédrag) með jóga og ráðgjafarvinnu
- Hálendisferðir: Bakpoka- og rútuferðir
Sumar/haust 2021:
- Síðdegis- og kvöldgöngur ágúst - september
- Dagsgöngur með jóga frá ágúst
- Jógaferð að Landmannahelli, 10-12.september: Gönguferðir, jóga úti og inni, hugleiðingar til sjálfseflingar
- Sjálfseflandi ferð í Öræfi, 1.-3.október. Gönguferðir, náttúrujóga, markmiðavinna
Lengd, erfiðleikastig og innihald:
- Ferðirnar eru mislangar, frá stuttum gönguhugleiðslum sem taka eina klukkustund og 2 – 3 klst. jógagöngu upp í vikuferðir um hálendið
- Áreynslan er breytileg, frá frekar léttum „eins skóa“ göngum upp í erfiðari þriggja „skóa“ göngur
- Áherslan í ferðunum er að njóta náttúrunnar, kyrrðar og samveru. Stunda jóga í náttúrunni og draga athyglina inn á við
- Ferðirnar ýta okkur úr vananum með því að færa okkur aðeins út fyrir boxið og reyna stundum á eigið þor
- Löng reynsla af jógaferðum á Íslandi á öllum árstíðum, í mismunandi veðrum og svæðum
- Jóga er fjölbreytt og því hægt að velja um standandi, sitjandi og liggjandi jógastöður, hugleiðslur, öndunaræfingar, slökun eftir hvað hentar.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana: hronn@thinleid.is
Iceland Soccer Travel
Bæjarhraun 6, 220 HafnarfjörðurVið sérhæfum okkur í fótboltaferðum. Tökum á móti Bandarískum liðum, sjá myndband hér .
Erum einnig að aðstoða Íslensk fótboltalið að fara til IMG Academy sjá nánar hér
Kynningarmyndband um okkur má nálgast hér
Arctic Nature Experience
Smiðjuteigur 7, 641 HúsavíkFjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf er ferðaþjónustufyrirtæki sem er staðsett við Smiðjuteig í Reykjahverfi í nágrenni Húsavíkur.
Vantar ykkur rútu í dagsferð eða nokkra daga? Þjónusta okkar stendur ykkur til boða.
Fjallasýn er fjölskyldufyrirtæki, sem sérhæfir sig í skoðunarferðum, hvort heldur er með eða án leiðsagnar, og skipulagningu þeirra. Starfsfólk okkar hefur fjölþætta og áralanga reynslu af undirbúningi og framkvæmd ferða af margvíslegum toga.
Í bílaflota okkar eru langferðabílar af flestum stærðum og gerðum, einnig jeppar og minni bílar. Allir eru þeir vel útbúnir, vel er um þá hugsað og viðhaldið.
Aðalstöð Fjallasýnar er í grennd við Húsavík. Langferðabíla okkar má hins vegar finna víðar um land, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Akstur um Norðurland er okkur sérstakt áhugamál og meginmarkmið.
Engu að síður er okkur bæði ljúft og tamt að sinna ferðum á Reykjavíkursvæðinu eða Suðurnesjum og einnig um Suður- eða Vesturland, og sérstaklega hringferðum um landið. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða fámenna hópa eða stærri. Við erum ætíð ferðbúin vetur, sumar vor og haust.
Skemmtileg og þægileg ferð um landið er sameiginlegt áhugamál ferðalanganna og okkar.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana..
Lýsuhóll-Snæhestar
Lýsuhóll, Snæfellsnesi, 356 SnæfellsbærLýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Boðið er upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistihúsum. Einnig eru veitingar í boði og ferðir á hestbak.
Sumarhúsin samanstanda af svefnherbergi, setustofa, lítið eldhús, sturtu og klósett, tilvalið fyrir 2-4 manna fjölskyldu. Það eru tvö rúm í svefnherbergi og svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Úr sumarhúsum er mjög fallegt útsýni og góð verönd tilvalin til að sitja úti eða grilla.
Tvö gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt.
Hestaferðir í boði frá stuttum reiðtúr upp í 8 daga ferð. það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni eða yfir fjöllin og hraunin. Til dæmis þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni í gullnum sandi út að Búðum, þar sem selir liggja í klettunum og allt útsyni magnað.
TREX - Hópferðamiðstöðin
Hestháls 10, 110 ReykjavíkTREX er rútu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt hefur verið í yfir 40 ár. TREX bíður upp á 70 rútur þar á meðal sér útbúnar rútur til hálendisferða.
Útihreyfingin
Melhagi 1, 107 ReykjavíkÚtihreyfingin er hreyfing um hreyfingu. Alls konar hreyfingu. Í stærsta æfingasal landsins. Úti! Við bjóðum upp á skipulagðar útiæfingar þrisvar sinnum í viku, auk grunnnámskeiðs í útihreyfingu sem er haldið þrisvar á ári, Landvættaþjálfun, og alls kyns námskeið í útivist.
Við skipuleggjum líka ævintýraferðir um Ísland allan ársins hring. En við viljum líka kanna ný lönd og förum reglulega með hópa í ævintýri utan landssteinanna í hlaupa- og gönguferðir, kajakferðir og á gönguskíði. Útihreyfingin tekur einnig að sér að skipuleggja draumaferðir sérsniðnar og hannaðar utan um vina- eða starfsmannahópa.
MyWellnessTravels
Stóragerði 12, 108 ReykjavíkIceland Go Tours
Viðarás 35a, 110 ReykjavíkIceland Go Tours er fjölskyldufyrirtæki. Við þjónustum minni hópa og markmið okkar er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Með það að leiðarljósi að gestir okkar njóti Íslands sem allra best og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Mikið er lagt upp úr því að fara úr mannmergðinni að njóta náttúrunnar og umhverfisins á friðsælan hátt.
Leiðsögumennirnir okkar erum við sjálf eða fáeinr aðrir sérvaldir sem hafa alist upp á Íslandi og þekkja landið vel.
Ferðirnar okkar eru annað hvort fyrirram ákveðnar sætaferðir að hámarki 7 í hverja ferð en einnig sérsníðum við ferðina að þörfum hvers og eins. Ferðirnar geta verið allt frá 1 degi og upp í margra daga ferðir.
Arctic Adventures
Köllunarklettsvegur 2, 104 ReykjavíkArctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
Eldhestar
Vellir, 816 ÖlfusHestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.
Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum. Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins. Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum; flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal, sem og hjólreiðaferð um Reykjavík svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.
Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar
Húsatóftir 2a, 801 SelfossHestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti.
Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði.
Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð
Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.
Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.
· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu
· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna
Traveo ehf.
Álfaskeið 40, 220 HafnarfjörðurTraveo er ferðaskipuleggjandi sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum
persónulega og faglega þjónustu ásamt því að stuðla að jákvæðri upplifun þegar ferðast er með okkur.
Við leggjum metnað í að aðstoða gesti við að kynnast Íslandi á sinn eigin hátt með því að bjóða upp á ferðir með eða án leiðsagnar. Einnig búum við til sérhæfðar ferðir fyrir ævintýragjarna ferðalanga sem vilja krydda Íslandsförina sína með einstökum upplifunum á borð við köfun í jökulám og heimsókn í réttir.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland Outfitters ehf.
Hrauntunga 81, 200 KópavogurIceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.
Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.
Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.
Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.
South Center
Austurvegur 2d, 800 SelfossVerið velkomin í South Center - í hjarta miðbæjar Selfoss! Við erum upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn. Hvort sem þú ert að leita að rjúkandi kaffibolla, ert með brennandi spurningar um svæðið eða ert að spá í að bóka ógleymanlega ferð um Suðurland, þá erum við hér til að leiðbeina þér.
Pólar Hestar
Grýtubakki II, Grýtubakkahreppur, 610 GrenivíkSveitabærinn Grýtubakki II er staðsettur við Eyjafjörð, lengsta fjörð Íslands.
Frá árinu 1985 hefur þar verið boðið upp á fjölbreytilegar hestaferðir, bæði lengri og styttri ferðir um hið stórkostlega landslag á Norðurlandi.
Á bænum eru 180 hross allt árið.
Það sem bíður gestsins á Grýtubakka II, forvitnir ungir hestar,dularfullar álfaborgir, víkingafjársjóður falinn í jörðu,undurfallegir dalir, fjöll og ár.
Það er riðið um afskekkta dali Norðurlands, og með hjörð af lausum hestum að Mývatni. Á haustin, þegar fyrstu snjókornin bera vott um komu vetrarins, gætu gestir okkar upplifað nýjustu ferðina okkar, ,,Haustlitir og norðurljós".
Hestaferðir Pólarhesta eru mismunandi að lengd, og hægt er að finna ferðir sem hæfa bæði vönum og óvönum hestamönnum. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.polarhestar.is
Iceland Photo Workshops ehf.
Borgartún 29, 105 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
ANDRI ICELAND
Rauðagerði 25, 108 ReykjavíkErtu til í umbreytingu?
Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, heilsu- og vellíðunarþjálfunarstöðvar sem beitir krafti kuldameðferðar, öndunaræfinga, hitameðferðar og hugarorku, ásamt öðrum vísindalega sönnuðum aðferðum. Með faglega þjálfun og viðurkenningar frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Lifestyle Medicine og Mind-Body aðferðra.
Hjá ANDRI ICELAND eru þættirnir kuldi, hiti, öndun og hugur sameinaðir til að styrkja náttúrulegar varnir, bæta efnaskipti og ná jafnvægi milli líkama og huga. Þessi heildstæða nálgun hentar öllum, hvort sem er fyrir þá sem vilja vinna gegn nútíma lífsstílssjúkdómum eða þá sem leitast við að ná hámarks heilsu og vellíðan. Með því að efla vellíðan eins og náttúran ætlaði, er unnið að því að opna fyrir fullan mannlegan möguleika.
Auk ýmis konar þjálfunar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:
- Health & Personal Development Coach
- Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
- Oxygen Advantage Certified Instructor
- XPT Certified Coach
- Buteyko Clinic International certified Instructor
- Thermalist method Certified Instructor
Kælimeðferð - Hættu að væla komdu að kæla námskeið (Wim Hof Method) Lestu meira hér
Öndunartækni - Anda með Andra öndunartímar Lestu meira hér
Öndunartækni - Anda Rétt námskeið Lestu meira hér
Upplifanir Lestu meira hér
Retreats Lestu meira hér
Gray Line Iceland
Klettagarðar 4, 104 ReykjavíkMarkmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.
Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.
Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.
Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.
Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.
Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Ice Tourism
Síðumúli 29, 108 ReykjavíkVið sérhæfum okkur í umsýslu og þjónustu við erlendar ferðaskrifstofur vegna einstaklinga og hópa erlendra gesta til landsins
North Ice ehf.
Steinasel 6, 109 ReykjavíkNorth Ice er lítið fjölskyldu fyrirtæki staðsett í Reykjavík. Við sérhæfum okkur í fjallamennsku, klifri og jökklum víðsvegar um Ísland.
Markmiðið okkar er alltaf að hafa hverja ferð eins persónulega og mögulegt er. Til að slíkt sé mögulegt höfum við lágt hlutfall á kúnnum vs leiðsögumönnum.
Við leggjum mikið upp úr sérferðum þar sem þú getur ráðið ferðinni með okkar leiðsögn.
Allir leiðsögumenn okkar eru íslenskir með mikla reynslu á sínu sviði, hvort sem það er jeppamennska, klifur eða jökklar.
CampEasy / EasyGuide
Selvík 5, 230 ReykjanesbærCampEasy er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu á hágæða ferðabílum. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá því 2013 og heldur áfram að stækka með hverju ári.
Okkar áherslu atriði er gæða þjónusta og að bjóða upp á bestu „custom-made“ ferðabílana á Íslandi.
ATH: Fram til 1. júní 2020 verðum við með afgreiðslu að Klettatröð 3, 262 Reykjanesbæ. Eftir það verðum við að Selvík 5 í Reykjanesbæ.
SBA-Norðurleið
Hjallahraun 2, 220 HafnarfjörðurSBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.
SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.
Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.
Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.
Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:
- Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.
- Þjónusta við skemmtiferðaskip
- Íþróttaferðir
- Akstur til og frá flugvelli
- Skólahópar
- Ráðstefnuhópar
- Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri
Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.
Reykjavík - Icelandair
Reykjavíkurflugvöllur, 101 ReykjavíkIcelandair flýgur til Reykjavíkur frá Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum.
Nú er um að gera að dusta rykið af töskunni, hressa ferðafélagana við, pússa skóna og skipuleggja alíslenska borgarferð um höfuðstaðinn. Söfnin, verslanirnar og kaffihúsin á daginn og veitingastaðirnir og kósíheit á kvöldin, njótum borgarinnar okkar.
Icebike adventures
Icebike Adventures Trail Center Reykjadalur, Hveragerði, 810 HveragerðiKomdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.
Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf.
Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni. Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200.
Iceland Unlimited ehf.
Borgartún 27, 105 ReykjavíkIceland Unlimited er sjálfstætt ferðaþjónustu fyrirtæki sem leggur metnað sinn í klæðskerasniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Grænlandi. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu við viðskiptavininn. Ferðirnar eru eru skipulagðar með væntingar og þarfir viðskiptavinarins í huga og hann hefur sett fram þegar hann setur sig í samband við Iceland Unlimited.
Fyrirtækið sérhæfir sig svokölluðum „Self drive tours“ um Ísland sem eru eins og áður sagði, skipulagðar eftir óskum frá hverjum og einum um hvað viðkomandi vill skoða og gera. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og lengd hverrar ferðar skiptir ekki máli.
Eins og nafnið á fyrirtækinu gefur til kynna að þá eru engin takmörk þegar kemur að því að heimsækja Ísland og leitast er við að uppfylla kröfur og óskir allra, hverjar sem þær kunna að vera.
Einnig bíður Iceland Unlimited upp á dagsferðir, bæði áætlunarferðir sem og klæðskerasaumaðar prívat ferðir. Þessar ferðir eru upplagðar fyrir ferðamenn farþega skipa sem koma hingað til lands í stutt stopp þar sem ferðamaðurinn getur fengið að njóta þess helsta úr íslenskri náttúru.
Iceland Unlimited á facebook: www.facebook.com/icelandunlimited
Ýma - Nature Explorer / Iceland Private Tours
Árakri 18, 210 GarðabærÝma - Nature Explorer er lítil og persónuleg ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi. Við deilum ástríðu ykkar á náttúru og ferðalögum. Hjá Nature Explorer er lögð áhersla á einstaklings- og fjölskylduferðir á Íslandi – litlir hópar, stór ævintýri.
Óskir þú eftir að upplifa íslenska náttúru, þá leggjum við áherslu á litla hópa, við getum sérsniðið ferðina eftir þínum óskum, við höfum mikla þekkingu á áfangastöðunum og framúrskarandi leiðsögumenn.
Sjá einnig: www.icelandprivatetours.is eða hafið samband í gegnum netfangið: info@icelandprivatetours.is
Nature Explorer býður upp á jeppaferðir um Ísland, bæði dagsferðir frá Reykjavik og sérsniðnar lengri ferðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Insula Serena
Ægisíða 125, 107 ReykjavíkIslandia 360
Rafræn þjónusta / Web service, 101 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Tanni ferðaþjónusta ehf.
Strandgata 14, 735 EskifjörðurTanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi.
Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.
Westfjords Adventures
Þórsgata 8a, 450 PatreksfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Opnunartímar;
Mán - Fös 08:00 - 17:00
Lau + Sun 10:00 - 12:00
Ferðaskrifstofa Egilsstaðir 1
Egilsstaðir 1, 801 SelfossVelkomin að Egilsstöðum 1
Egilsstaðir 1 er staðsett í friðsælu umhverfi á bökkum Þjórsár aðeins 70 km frá Reykjavík og 3,5 km frá þjóðvegi 1. Stutt er í helstu náttúruperlur Suðurlands svo sem Gullfoss, Geysir, Heklu og Eyjafjallajökul. Frá með 1. maí til 30. september bjóðum við einnar viku dvöl með gistingu í tveggja manna herbergi eða í sumarhúsum fyrir 2 - 4 manns. Innifallið er fullt fæði og gisting ásamt hestaferðum og útsýnisferðum auk annara afþreyingu eftir óskum gestanna. Utan sumartíma bjóðum við gistingu í sumarhúsum ásamt skipulögðum hestaferðum og annara afþreyingu.
Iceland First Travel ehf.
Asparhvarf 17a, 203 KópavogurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Essence of Iceland ehf.
Suðurlandsbraut 10, 108 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Aurora Tours ehf.
Haustakur 4, 210 GarðabærAurora Tours býður upp á ferðir um Ísland, þar sem ferðamenn geta kannað Ísland á sinn eigin einstaka hátt. Bæði er boðið upp á hópferðir fyrir litla hópa og ferðir með einkaleiðsögn.
Við tölum rússnesku!
Arctic Exposure
Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 KópavogurArctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.
Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.
Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.
Fjallafélagið
Skeifan 19, 108 ReykjavíkVið sérhæfum okkur í ferðum á hæstu og erfiðustu tinda landsins en bjóðum einnig upp á æfingagöngur á lægri og auðveldari fjöll. Fagmennska á öllum sviðum er leiðarljósið okkar. Við leggjum metnað okkar í að fjallafélagar njóti ferðarinnar með okkur og upplifi samspil manns og náttúru á sterkan og jákvæðan hátt.
Guðmundur Jónasson ehf.
Vesturvör 34, 200 KópavogurGuðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa.
Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að hálendisferðum.
Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:
- dagsferðir
- lengri ferðir
- tjaldferðir
- trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
- innanbæjarskutl og margt fleira.
Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni.
Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel)
Lax-á
Akurhvarf 16, 203 KópavogurLax-á ehf. getur boðið viðskiptavinum sínum mikið úrval stangveiði og selur veiðileyfi í flestar lax- og silungsveiðiár landsins. Einnig eru í boði veiðiferðir til fjölda annarra landa, svo sem Rússlands, Noregs, Skotlands, Argentínu, Kanada og Grænlands.
Lax-á ehf hefur um árabil boðið upp á ýmsa möguleika í skotveiði t.d. í gæsa, rjúpna og hreindýraveiði. Við höfum aðgang að sumum af bestu veiðilendum landsins.
Leiðsögumenn okkar eru reyndir skotveiðimenn, þeir skipuleggja veiðiferðirnar fyrir okkur, leigja tún og friða, panta gistingu á staðnum osfrv.
SBA-Norðurleið
Hjalteyrargata 10, 600 Akureyri SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi.
Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.
SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar-og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og
þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.
Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja
áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.
Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.
Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:
· Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.
· Þjónusta við skemmtiferðaskip
· Íþróttaferðir
· Akstur til og frá flugvelli
· Skólahópar
· Ráðstefnuhópar
· Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri
Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað
eins fljótt og auðið er.
Bláa lónið
Svartsengi, 240 GrindavíkBláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins.
National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.
GeoCamp Iceland
Mánagata 1, 230 ReykjanesbærGeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar.
GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir, 561 VarmahlíðLýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.
Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.
Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.
Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
TripGuide Iceland
Sundaborg 1, 104 ReykjavíkIceland All Seasons er ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreytt val á ferðum á á Íslandi. Við leggjum mikla áherslu á frumleika og gæði þjónustunnar. Úrval okkar er m.a. Dagsferðir, „Self-Drive“, Pakkaferðir og sérsniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn og fl.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
TourDesk
Lækjartorg 5, 101 ReykjavíkTourDesk tengir saman hótel og afþreyingu á einfaldan og notandavænan hátt fyrir alla aðila. Í gegnum öfluga sölusíðu TourDesk er haldið utan um framboð og úrval ferða og afþreyinga í rauntíma.
Sölusíðan auðveldar hótelum og gististöðum skrefin, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á skýran og fljótlegan hátt. Greinagóðar lýsingar á hverjum og einum túr en það eru vel yfir 1.000 túra að finna inn á sölusíðu TourDesk. Hver móttökustarfsmaður getur því verið öruggur og faglegur þegar kemur að skipuleggja ógleymanlegt frí fyrir gesti sína á Íslandi.
TourDesk opnar á nýja tekjulind meðal hótela og annarra endursöluaðila. Þar sem gestir geta bókað ferðir og afþreyingu fyrir komu, upp á herbergi þegar komið er til landsins eða fengið ábendingar og meðmæli frá starfsmönnum í móttökunni. Hvert hótel fær sérsniðna sölusíðu, aðlagað að staðsetningu og hannað með vörumerki hótelsins í huga.
Í gegnum TourDesk eru birgjar með vörur sínar sýnilegar hjá öllum hótelum og endursöluaðilum sem nýta sér TourDesk sem söluvettvang. Birgjar get því án mikillar markaðssetningar og fyrirhafnar náð til fleiri gesta og þjónustað fleiri með því að vera með vörur sínar hjá TourDesk.
TourDesk er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og ef við sjáum fram á að geta gert betur og meira þá gerum við það.
Viking Women
Lágholtsvegur 12, 107 ReykjavíkViking Women er fyrsta íslenska ferðaskrifstofan sem að sérhæfir sig í því að bjóða erlendum kvenkyns ferðamönnum upp á allskonar spennandi ferðir hér á landi.
Við erum lítið fjölskyldu fyrirtæki sem var stofnað af reyndri leiðsögukonu og viljum við styðja og efla konur í starfi í ferðamálageiranum og gefa leiðsögukonum líka tækifæri á að hanna og sjá um sínar eigin ferðir undir verndarvæng Viking Women. Þannig að þegar kúnnar kaupa þjónustuna okkar eru þeir að stuðla og styrkja að eflingu kvenna í atvinnu.
Úrval Útsýn
Hlíðasmári 19, 201 KópavogurEinn, tveir, þrír og nú allir af stað með Úrval-Útsýn!
Úrval-Útsýn á rætur sínar að rekja til frumkvöðla ferðaþjónustu á Íslandi og getur rakið sögu sína áratugi aftur í tímann. Úrval-Útsýn er í dag umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins.
Gistiheimilið Saga
Syðra-Langholti 3, 846 FlúðirÍ Syðra-Langholti er rekið gistiheimili, tjaldsvæði og hestaleigu. Við erum staðsett á fallegum stað miðsvæðis á suðurlandi, stutt er í marga athyglisverða staði á borð við Gullfoss, Geysi og Þjórsárdalinn með Hjálparfoss og Stöng.
Guide to Iceland
Skólavörðustígur 11, 101 ReykjavíkGuide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.
Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021.
Snæland Grímsson
Langholtsvegur 109, 104 ReykjavíkSnæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað af Snæland Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1950 og hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. Starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.
Stærð fyrirtækisins gefur því sveigjanleika til að sníða þjónustu þess að þörfum og óskum viðskiptavina og klæðskerasauma lengri og skemmri ferðir að óskum hvers og eins. Við erum fyrir þig hvort sem þú þarft einungis á ,,skutli” að halda eða vilt skipuleggja ógleymanlega ferð innanlands.
Bustravel Iceland
Skógarhlíð 10, 105 ReykjavíkBusTravel Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1960, og hefur því mikla reynslu þegar kemur að skipulagningu ferða og ferðaleiðsögn um vinsælustu áfangastaði Íslands. BusTravel Iceland býður upp á fjölbreytt úrval skipulagðra dagsferða og lengri ferða, hvort sem það eru áætlunarferðir eða einkaferðir í stærri og minni rútum frá Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Rútur fyrirtækisins eru nýlegar, með þæginlegum sætum og eru margar hverjar útbúnar salernum.
Það sem sem gerir þjónustu BusTravel Iceland einstaka er hin mikla reynsla og þekking að búa til vel úthugsaðar og ógleymanlegar ferðir. Þar sem við samtvinnum í ferðum okkar stopp á helstu áfangastaði Íslands og minni þekkta staði útfyrir alfaraleið. Leiðsögumenn okkar eru þjálfaðir í að fræða gesti okkar um menningu, sögu og landfræði Íslands auk þess að deila sinni persónulegu reynslu af landinu, til þess að búa til ógleymanlegar minningar.
Starfsmenn BusTravel Iceland eru ástríðufullir með að sýna ferðamönnum bestu hliðar Íslands og huga að öllum þörfum viðskiptavina okkar til að tryggja að þau fái sem mest útúr ferðalaginu sínu um Ísland. Áhersla fyrirtækisins gagnvart viðskipavinum sínum sést sé litið á fjölda verðlauna sem það hefur hlotið. BusTravel Iceland hefur verið úthlutað viðurkenninguna Travelers' Choice badge frá TripAdvisor á herju ári síðan 2016. Auk þess var BusTravel Iceland útnefnt Innovative Tour Company of the Year in Iceland af Travel & Hospitality Awards og nýlega hlaut BusTravel Iceland Viator Experience Award 2023.
Sjálfbærni og sjálfbær ferðaþjónusta er mjög mikilvæg fyrirtækinu, og er lögð áhersla á að lágmarka áhrif á náttúruna og umhverfið. Þau skref sem að BusTravel Iceland hefur tekið er að almenn endurvinnsla, minnka rusl og fræða ferðamenn.
Exploring Iceland
Fálkastígur 2, 225 GarðabærExploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.
Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.
Wild Westfjords
Pollgata 2, 400 ÍsafjörðurVið bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Hótel Djúpavík
Árneshreppur, 524 ÁrneshreppurHúsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar.
Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið.
Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi og te eru frítt og brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.
Kompaní ferðir
Skútuvogur 1b, 104 ReykjavíkKompaní ferðir sérhæfir sig í árshátíðarferðum erlendis. Við búum yfir um 15 ára reynslu og höfum enn lengur starfað í ferðageiranum á svipuðum sviðum. Sérstaða okkar er að sjá um heildarskipulag á ferðinni sem og árshátíðinni sjálfri. Ásamt því bjóðum við upp á ýmsa afþreyingu á öllum áfangastöðum sem gera ferðina einstaka.
Við sjáum um allt skipulag og hönnum ferðina eftir ykkar óskum og leggjum metnað í að gera upplifunina sem besta svo þið náið að njóta ykkar sem mest.
Amazingtours ehf.
Eldshöfða 12, 110 ReykjavíkAlhliða afþreyingarþjónustu fyrirtæki. Fjalla & Jöklaferðir á breyttum bifreiðum, bæði lengri og skemmri ferðum. Ævintýra ferðir í óbyggðum bæði á láði og legi.
Norse Adventures
Álfhella 4, 221 HafnarfjörðurVið erum lítið fjölskyldurekið fyrirtæki með mikla ást á náttúru og fegurð Íslands og ekkert gleður okkur meira en að geta deilt földum perlumm og sögunum okkar með þér!
Markmið okkar er að gera hverja upplifun að draumi. Við erum mjög sveigjanleg og elskum að sérsníða ferðir okkar að þörfum hvers og eins. Ekkert af því sem við gerum er meitlað í stein og við erum alltaf að leita leiða til að auka ánægjuna.
PTI ehf. – Private Travel Iceland
Breiðhella 16, 221 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Icelandhorsetours - Helluland
Helluland, 551 SauðárkrókurÁ Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!
Sel-Hótel Mývatn
Skútustaðir, 660 MývatnSel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar.
Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla.
- 54 herbergi
- Einstök staðsetning
- Frábær veitingarstaður
- Happy hour
- Persónuleg og góð þjónusta
- Morgunverðarhlaðborð innifalið
Sólhestar ehf.
Borgargerði, 816 ÖlfusSólhestar eru staðsettir í Borgargerði í Ölfusi. Við bjóðum uppá hestaferðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna, í Sólhestum er hugsað um gæði í bæði þjónustu og afþreyingu og hver ferð er sniðin eftir getu hvers og eins.
Boðið er uppá hestaferðir allt árið um kring.
Fosshótel Jökulsárlón
Hnappavöllum, 785 ÖræfiStórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð
Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.
Herbergjategundir:
Economy standard, standard, ocean view, triple, family deluxe, suite og executive suite með svölum og prívat heitum potti
- 125 herbergi
- Veitingastaður og bar
- Ókeypis þráðlaust net
- Ókeypis bílastæði
- Morgunmatur opinn 07.00-10.00
- Veitingastaður opinn 18.00-22.00 – borðapöntun nauðsynleg
- Bar matseðill frá 12:00 – 22:00 alla daga
- Barinn er opinn frá 12:00 – 00:00 alla daga
- Þvottaþjónusta gegn gjaldi
- Þurrgufa og pottar opin frá 08:00 – 12:00 og 15:00 – 23:00 alla daga
- Þurrgufa og pottar innifalin í herbergjaverði
- Móttakan er opin allan sólahringinn
- Happy alla daga 16:00 – 18:00
Hluti af Íslandshótelum.
Nínukot ehf.
Síðumúla 13, 108 ReykjavíkVið bjóðum Work & Travel, sjálfboðavinnu, málanám & Au pair verkefni um víða veröld.
Markmið Nínukots er að þeir sem taka þátt í verkefnum okkar upplifi verkefni sem breyta þeim fyrir lífstíð. Nínukot starfar með fjölda samstarfsaðila víðs vegar um heiminn. Með því að fara í gegnum Nínukot, frekar en á eigin vegum, getur þú treyst á okkar stuðning!
Meira öryggi – mitt í ævintýrinu...
Áður en lagt er í hann þá veistu hvert þú ert að fara, hvar þú munt gista og að einn af okkar frábæru samstarfsaðilum verður til staðar fyrir þig á meðan á dvölinni stendur.
Við aðstoðum ef vandamál koma upp erlendis.
Án nokkurs fyrirvara geta vandamál komið upp – vegabréfið týnist, veikindi, árekstrar við atvinnurekendur, fjölskyldu eða yfirvöld. Þegar þessar aðstæður koma upp er gott að vita að við ásamt samstarfsaðilum okkar erlendis eru til staðar til að aðstoða eins fljótt og hægt er.
Við upplýsum um aðstæður og ástandið í löndunum okkar. Jarðskjálftar, átök í kjölfar kosninga, hryðjuverk eða svínaflensan – ef hætta er á að neyðarástand skapist þá viljum við að þátttakendur okkar séu upplýstir. Samstarfsaðilar okkar láta okkur vita samstundis og við látum þig vita. Ef nauðsynlegt er að breyta ferðáætlunum látum við vita tímanalega.
Við spörum þér tíma
Það tekur okkur yfirleitt nokkra mánuði að finna, kynna okkur og tékka á nýjum samstarfsaðilum þegar við erum að velja ný verkefni. Þetta er tími og vinna sem þú sparar þér með því að fara í gegnum okkur.
Áratuga reynsla
Nínukot hefur 17 ára reynslu í Work & Travel verkefnum og á þessum tímabili höfum við aðstoðað þúsundir Evrópskra ungmenna við að kynnast nýju landi, menningu og tungumáli, - á Íslandi.
Þessa reynslu höfum við nýtt við val á traustum samstarfsaðilum, spennandi verkefnum og stuðningi við þátttakendur okkar í Vinna um víða veröld.
Landscape Photography iceland
Fossheiði 1, 800 SelfossLjósmyndaferðir með litla hópa, 3-4 einstaklinga í hvert sinn. Einstaklingsmiðuð kennsla, fallegir ljósmyndastaðir og akstur í 4x4 jeppa. Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Iceland Luxury Tours
Borgartún 23, 105 ReykjavíkFerðaskrifstofan Iceland Luxury Tours er íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í einkaferðum á breyttum lúxus jeppum og ferðaþjónustu á Íslandi. Við bjóðum upp á ferðir af öllu tagi, t.a.m. hinar vinsælu hálendis-, jökla- og eldfjallaferðir. Við sérhæfum okkur í einkaferðum fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum upp á persónulega þjónustu þegar kemur að því að skipuleggja sérsniðnar ferðir, dagsferðir sem og lengri ferðir. Okkar ferðir innihalda alla jafna gistingu og afþreyingu, til dæmis vélsleðaferðum á jöklum, jöklagöngu, ísklifri, kayak ferðum, styttri og lengri göngum, þyrluferðum, köfun, hestaferðum, flúðasiglingum, hellaskoðun, fjórhjólaferðum o.s.frv.
Ferðir: Lúxus einka- og sérferðir.
Algengir áfangastaðir:
Askja
Austurland
Bárðargata
Borgarfjörður
Eldgjá
Fjallabak
Grímsfjall
Gullni hringurinn
Gæsavötn
Hveravellir
Jökulsárlón
Kerlingarfjöll
Kverkfjöll
Landmannalaugar
Langjökull
Laugafell
Miðhálendið
Mýrdalsjökull
Norðurland
Reykjanes
Snæfellsnes
Sólheimajökull
Sprengisandur
Suðurströndin
Vatnajökull
Vestfirðir
Þórsmörk
Hótel Eldhestar
Vellir, 816 ÖlfusHótel Eldhestar er með 36 rúmgóð tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi með fimm rúmum. Öll herbergin eru með baði og útgengt er úr öllum herbergum, 10 tveggja manna herbergjum er hægt að breyta í þriggja manna og nokkur herbergjanna eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er bjartur og rúmgóður veitingasalur sem tekur allt að 120 manns í sæti sem hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fundi ásamt notalegri setustofu með arni og bar. Við hótelið eru heitir pottar sem gestum okkar er velkomið að nýta sér.
Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Litir og efni úr íslenskri náttúru voru innblástur fyrir hönnun hússins, sem var byggt með vistvænum hætti. Hótelið hefur sterka tenginu við íslenska hestinn.
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun hennar var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um Hengillssvæði. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna. Í dag bjóða Eldhestar upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir og styttri ferðir eru farnar frá Völlum í Ölfusi, en það eru margar góðar reiðleiðir í nágrenninu. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum knöpum.
Eldhestar er staðsett að Völlum, rétt fyrir utan Hveragerði. Þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðlista.
- 36 vel búin tveggja manna herbergi með baði.
- Rúmgótt 5 manna fjölsylduherbergi með baði.
- Hágæðarúm frá „Hästens“ sem hafa hlotið Norræna umhverfismerkið Svaninn.
- Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða.
- Morgunverður innifalinn.
- Sjónvarp inn á öllum herbergjum.
- Útidyr á öllum herbergjum.
- Frí Internet tenging á hótelinu.
- Heitir pottar.
- Bar og notaleg setustofa með arinn.
- Veitingastaður fyrir allt að 120 manns.
- Ráðstefnu- og fundarsalur fyrir 40-65 manns.
Opnartími Allt árið (lokað 24-26 og 31 desember, 1 janúar)
Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
NW Adventures ehf.
Glaumbær, 560 VarmahlíðNorth West Adventures býður upp á fjölbreytt úrval afþreyingar á Norðurlandi vestra allan ársins hring. Ferðaskrifstofan er staðsett í Skagafirði og býður meðal annars upp á matarferðir um Skagafjörð, sjósiglingu, hestaferðir og rafting, svo fátt eitt sé nefnt.
Sumarferðir
Hlíðasmári 19, 201 KópavogurSumarferðir sérhæfa sig í frí- og skemmtiferðum fyrir Íslendinga auk allrar almennrar farseðlaútgáfu fyrir einstaklinga og hópa.
Sumarferðir eru ein af umsvifamestu ferðaskrifstofum landsins og eru í eigu Ferðaskrifstofu Íslands ehf.
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar
Sprengisandur F26, 851 HellaHálendið, nær en þú heldur.
Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar.
Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn.
Fosshótel Núpar
Núpar, 881 KirkjubæjarklausturFosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón.
Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.
Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar.
- Ókeypis þráðlaust net
- Morgunverður í boði
- Ókeypis bílastæði
- Veitingastaður
- Bar
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Hluti af Íslandshótelum.