Safari Quads
Safari hjól er elsta fjórhjólaleiga landsins og hefur starfað samfleytt frá árinu 2003. Við bjóðum upp á skemmtilegar ferðir í fallegu umhverfi sem henta getu og áhugasviði flestra.
Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í að þjóna allskonar hópum; fyrirtækjahópum, vinahópum og erlendum hópum og við eigum auðvelt með að aðlaga ferðir að hverjum hóp fyrir sig. Við sjáum gjarnan um óvissuferðir þar sem hjólaferðin er hluti af deginum og ef hópurinn er stór skiptum við hópnum upp og bjóðum uppá ýmsa afþreyingu og skemmtun.
Flestir viðskiptavinir okkar hafa ekki ekið hjólum áður og það er eitthvað sem við gerum okkur góða grein fyrir. Við kennum gestum vel á hjólin og förum yfir öll öryggisatriði. Sé þess þörf gefum við okkur tíma í að aka um á hlaðinu okkar til þess að allir fái tækifæri til að venjast hjólunum. Hjólin eru sjálfskipt og afar einföld í notkun svo gestir ná fljótlega góðum tökum á akstrinum.