Hildibrand Hótel
Hildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi.
Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið.
Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is
Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.