Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Jeppa- og jöklaferðir
Melrakki Adventures
Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 ÖræfiMelrakki Adventures býður upp á jöklagöngur í Skaftafelli. Minnstu hópastærðirnar, ódýrustu ferðirnar, 4x4 keyrsla upp að jökulsporði og reyndir leiðsögumenn.
Melrakki Adventures er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 2019 með þau markmið að bjóða ferðamönnum upp á ómetanlega upplifun í einni helstu náttúruperlu Íslands, Öræfasveit. Við sérhæfum okkur í jöklaleiðsögn á skriðjöklum Vatnajökuls, bæði jöklagöngum á sumrin og íshellaferðum á veturna. Leiðsögumenn okkar hafa menntun frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna auk þess að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði í óbyggðum frá NOLS.
Ferðirnar okkar eru frábrugðnar öðrum að því leyti að það eru aldrei fleiri en 8 í hóp sem gerir ferðirnar persónulegri og skemmtilegri, auk þess eru ferðirnar þær ódýrustu á svæðinu.
Hægt er að panta ferðir á melrakki.com eða hafa samband á info@melrakki.com eða í síma 7744033. Einnig er hægt að koma í heimsókn og bóka á staðnum en við erum staðsett á flugvellinum í Skaftafelli.
Opnunartími:
Sumar - allir dagar: 9:00-18:30.
Vetur - allir dagar: 9:00-17:00.
Ef þið viljið fylgjast með okkur á instagram er það hægt hér.
Ef þið viljið skoða umsagnir frá viðskiptavinum okkar er það hægt hér.
North East Travel
Brekkustígur 1, 685 BakkafjörðurUpplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.
Absorb Iceland
Rósarimi 1, 112 ReykjavíkAbsorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.
Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.
Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.
Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.
Local Guide - of Vatnajökull
Hofsnes, 785 ÖræfiJöklaferðir í ríki Vatnajökuls
www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317
Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.
Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.
Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá.
Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin
Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið.
Glacier Guides
Skaftafell, 785 ÖræfiJöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.
Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli. | |
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli. | |
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal. | |
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell. | |
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli. | |
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni. | |
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli. |
Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.
Exploring Iceland
Fálkastígur 2, 225 GarðabærExploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.
Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.
Marina Travel ehf.
Hólabraut 20, 780 Höfn í HornafirðiVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Scandinavia Travel North ehf.
Garðarsbraut 5, 640 HúsavíkScandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.
Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda. Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.
Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.
Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.
Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.
Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu.
Mountain Taxi
Skeiðarás 10, 210 GarðabærMountain Taxi var stofnað árið 1995 sem eitt af fyrstu fyrirtækjum á Íslandi sem bauð upp á ævintýraferðir á jeppum. Mountain Taxi býður upp á einstaklingsferðir, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn. Allir jeppar fyrirtækisins eru sérútbúnir fyrir óbyggðaferðir og bílstjórarnir hafa mikla reynslu í að ferðast á fjöllum.
Tanni ferðaþjónusta ehf.
Strandgata 14, 735 EskifjörðurTanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi.
Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.
Iceland backcountry travel ehf.
Urðarvegur 27, 400 ÍsafjörðurIceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.
Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.
Midgard Adventure
Dufþaksbraut 14, 860 HvolsvöllurMidgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
@Midgard.Base.Camp á Instagram
Highland Base Kerlingarfjöll
F347, 801 SelfossHighland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.
Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri.
Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða.
Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.
Amazingtours ehf.
Eldshöfða 12, 110 ReykjavíkAlhliða afþreyingarþjónustu fyrirtæki. Fjalla & Jöklaferðir á breyttum bifreiðum, bæði lengri og skemmri ferðum. Ævintýra ferðir í óbyggðum bæði á láði og legi.
Gray Line Iceland
Klettagarðar 4, 104 ReykjavíkMarkmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.
Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.
Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.
Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.
Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.
Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Touris ehf.
Fiskislóð 77, 101 ReykjavíkTouris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.
Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.
Super Jeep Experience
Fururhlíð 7, 221 HafnarfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Snæfellsnes Excursions
Sólvellir 5, 350 GrundarfjörðurRútuferðir, dagsferðir um Snæfellsnes.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
The Traveling Viking
Ytri-Bakki, 601 AkureyriThe Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu, búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.
The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.
Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.
Arctic fox travel
Pétursborg, 601 AkureyriArctic Fox Travel er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem byggir á mikilli reynslu í ferðaþjónustu og býður upp á spennandi úrval dagsferða frá Akureyri,undir leiðsögn reynslumikilla og faglærðra leiðsögumanna.
Arctic Fox Travel býður upp á einkaferðir í breyttum jeppum og persónulega þjónustu og aðeins er um litla hópa að ræða.
Ferðir og afþreying:
Dettifoss(Vetur)
Askja(Sumar)
Sérsniðnar ferðir(Allt árið)
Stangveiði(Sumar)
Dorgveiði(Vetur)
Hálendisferð(Sumar)
Snæland Grímsson
Langholtsvegur 109, 104 ReykjavíkSnæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað af Snæland Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1950 og hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. Starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.
Stærð fyrirtækisins gefur því sveigjanleika til að sníða þjónustu þess að þörfum og óskum viðskiptavina og klæðskerasauma lengri og skemmri ferðir að óskum hvers og eins. Við erum fyrir þig hvort sem þú þarft einungis á ,,skutli” að halda eða vilt skipuleggja ógleymanlega ferð innanlands.
Stepman.is
Dynjandi, 781 Höfn í HornafirðiStepman.is er hornfirsk ævintýra og afþreyinga fyrirtæki sem leggur áherslu á vistvæna ferðamennsku í einstakri náttúru Suðausturlands. Stepman.is býður uppá stórskemmtilegt úrval af einkaferðum og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga og litla hópa.
Í boði eru ísklifur, fjallgöngur og jöklagöngur, ljósmyndaferðir, jeppaferðir, og íshellaferðir til að nefna það helsta. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti!
Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á step@stepman.is eða skoða heimasíðunna www.stepman.is .
Hidden Iceland
Fiskislóð 18, 101 ReykjavíkHidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.
Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.
Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.
Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.
Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.
Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.
Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is.
Ferðaþjónustan Himnasvalir
Egilsá, 560 VarmahlíðVelkomin í þægilega sveitagistingu á Gistiheimilinu Himnasvölum.
JRJ jeppaferðir sérsníða ferðir eftir þínu höfði.
Sjáið jeppaferdir.is fyrir upplýsingar og bókanir.
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði
Hafnarbraut 52, 780 Höfn í HornafirðiTjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.
Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll.
Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum með uppábúnum rúmum frá miðjum apríl til 15. október (einnig er mögulegt að fá þau leigð án rúmfata).
Opnunartími
Tjaldsvæðið er opið allt árið en smáhýsi eru aðeins leigð út á sumrin.
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Heiði, Svalbarðsströnd, 601 AkureyriStarfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !
Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.
Áralöng reynsla starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig.
Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Travel East Iceland
Smáragrund, 720 Borgarfjörður eystriVið sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.
Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum. Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun. Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.
Iceland Challenge
Holtasel , 109 ReykjavíkNý ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.
Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.
„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.
Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.
Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.
Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .
Star Travel
Stórholt 12, 603 AkureyriStar Travel var stofnað í júní 2013. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri sem hefur það að markmiði að vera með persónulega þjónustu og við ferðumst í smáum hópum. Star Travel er með dagsferðir frá Akureyri, Norðurljósaferðir, einkaferðir og einnig vinnum við með öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum og skipuleggjum hinn fullkomna dag.
Bragðavallakot
Bragðavellir , 765 DjúpivogurBaggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús.
Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.
Extreme Icelandic Adventures
Súluvegur, 600 AkureyriFjallacenter Extreme Adventures við Súluveg
Nóvember - april: vélsleðaferðir, Súlumyrar og Glerárdalur, ofan Akureyrar.
Expedition 2-3 daga sleðaferðir inn á hálendið, ef óskað er februar - april.
Þjónusta við skíðagönguhópa sem eru að ganga yfir hálendið, flytja búnað eða redda , ef eittvað kemur uppá.
Júli og ágúst: privat dagsferðir út frá Akureyri, 10-14 manna hópar.
Nánari upplýsingar á extreme@extreme.is eða 862-7988. Siggi B
Secret Iceland
Efri-Vík, 881 KirkjubæjarklausturHólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum.
Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun.
Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna. Við bjóðum upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma. Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega.
Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla
Fjalladýrð
Reykjahlíð/Mývatn, 701 EgilsstaðirVelkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.
Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.
Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.
Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.
Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Always Iceland
-, 203 KópavogurAlgengir áfangastaðir:
Ferð: |
Brottför: |
Lengd: |
Golden Circle Glacier |
Allt árið |
8-9 klst. |
Hot Golden Circle Tour |
Allt árið |
8-9 klst. |
South Coast and Þorsmork |
Allt árið |
8-9 klst. |
Beautiful West and Glacier |
Allt árið |
8-9 klst. |
Reykjanes and Blue Lagoon |
Allt árið |
5-6 klst. |
Landmannalaugar - Hekla |
Allt árið |
10-11 klst. |
Beautiful West and Ice Cave |
Allt árið |
8-9 klst. |
Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir. Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn. Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.
Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.
Iceland Activities
Mánamörk 3-5, 810 HveragerðiIceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
- Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
- Brimbrettaferðir og kennsla.
- Gönguferðir.
- Hellaferðir.
- Jeppaferðir.
- Snjóþrúguferðir
- Starfsmannaferðir og hvataferðir
- Skólaferðir
- Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Iceland Road Trip
Fiskislóð 77, 101 ReykjavíkIceland Road Trip er ferðaskrifstofa sem býður uppá fjölbreytt úrval ferða um Ísland fyrir einstaklinga og hópa.
Summit Explorers
Skúlagata 20, 101 ReykjavíkKomiði sæl.
Ég heiti Reynir Snær Valdimarsson og er fjallaleiðsögumaður. Ég tek að mér ferðir upp á hæstu fjöll landsins t.d. Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda. Allur jöklabúnaður er innifalinn í slíkum ferðum en mikilvægt er að fara með reyndum leiðsögumönnum þegar ferðast er um jökla landsins m.a. vegna sprunguhættu.
Ég og mínir leiðsögumenn eru með réttindi frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og með fyrstu hjálp í óbyggðum (WFR). Hóparnir hjá mér eru litlir og persónulegir og við reynum að toppa þegar besta veðrinu er spáð.
Hafðu samband í 869-0979 eða info@summitexplorers.com ef þú vilt toppa eitt af flottustu fjöllum Íslands.
Katlatrack
Austurvegur 16, 870 VíkKatlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.
Secret Local Adventures ehf.
Langholtskoti, 846 FlúðirSecret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.
Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt!
Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu!
Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt!
Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið
secretlocal@secretlocal.is.
Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér!
Wildboys.is
Reynivellir 8, 700 EgilsstaðirWildboys.is bjóða upp á fjallgönguferðir auk annarra gönguferða á Austurlandi allt árið um kring. Göngu- og skíðaferðir á Snæfell, Ævintýraganga í Hafrahvammagljúfrum, Dyrfjöll, Stórurð og Fossaleiðin eru okkar vinsælustu ferðir.
Við tökum einnig að okkur leiðsögn hópa um Víknaslóðir og Lónsöræfi auk fleiri spennandi tinda og gönguleiða á Austurlandi. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland explore Tours ehf.
Lækjarhjalli 32, 200 KópavogurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjallabak
Skólavörðustígur 12, 121 ReykjavíkFerðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.
Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.
Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.
Iceland Exclusive Travels ehf.
Jöldugróf 3, 108 ReykjavíkIceland Exclusive Travels
Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar. Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.
Iceland Travel / Nine Worlds
Skógarhlíð 12, 105 ReykjavíkIceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.
Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
North Ice ehf.
Steinasel 6, 109 ReykjavíkNorth Ice er lítið fjölskyldu fyrirtæki staðsett í Reykjavík. Við sérhæfum okkur í fjallamennsku, klifri og jökklum víðsvegar um Ísland.
Markmiðið okkar er alltaf að hafa hverja ferð eins persónulega og mögulegt er. Til að slíkt sé mögulegt höfum við lágt hlutfall á kúnnum vs leiðsögumönnum.
Við leggjum mikið upp úr sérferðum þar sem þú getur ráðið ferðinni með okkar leiðsögn.
Allir leiðsögumenn okkar eru íslenskir með mikla reynslu á sínu sviði, hvort sem það er jeppamennska, klifur eða jökklar.
Ís og Ævintýri / Jöklajeppar
Vagnsstaðir, 781 Höfn í HornafirðiÍ meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.
Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.
- Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
- Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.
- Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
- Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.
Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
BSÍ Bus Terminal, 101 ReykjavíkReykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
Mountaineers of Iceland
Skálpanes, 806 SelfossMountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.
Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
Tinna Adventure
Selnes 28-30, 760 BreiðdalsvíkVið hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við deila hinni einstöku Íslensku náttúru og friðsemd með viðskiptavinum okkar.
Við höfum mikla reynslu í fjallamennsku og bakgrunnur okkar nær meðal annars inn í Björgunarsveitirnar.
Við ferðumst í littlum hópum, þar sem hver jeppi tekur að hámarki 4 til 10 farþega. Þetta gerum við með það að markmiði að bjóða upp á persónulega tengingu og nánd við hina mögnuðu náttúru landsins. Á hersla okkar er á hæga ferðamennsku “slow travel” með það í huga að veita einstaka upplifun af náttúru og menningu svæðisins.
Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og höfum það að markmiði að skilja ekki eftir ummerki á náttúrunni eftir ferðir okkar. Það er von okkar og markmið að komandi kynslóðir geti notið þessarar fallegu náttúru eins og við gerum í dag.
Þá vinnum við í nánu sambandi við samfélagið og fyrirtæki á svæðinu með það að markmiði að byggja upp og styðja við sjálfbært atvinnuumhverji í samfélaginu.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hinrikguide.is
Rafræn þjónusta / Web service, 105 ReykjavíkVinsamlegast hafið samband venga ferða og bókana. Sjáið einnig www.hinrikbjarnason.com
Glacier Journey
Jökulsárlón – Glacier lagoon, 781 Höfn í HornafirðiFjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.
Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.
Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.
Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.
Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.
Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .
Hópferðir
Logafold 104, 112 ReykjavíkHópferðir ehf. var stofnað árið 1998. Bílstjórarnir okkar taka á móti hópnum þínum með bros á vör og koma þér örugglega á áfangastað. Hægt er að koma til móts við ýmsar þarfir, skipuleggja uppákomur og veita persónulega þjónustu. Litlar eða stórar rútur og allt þar á milli.
Fjölbreyttir bílar fyrir fjölbreyttar ferðir
Hvort sem þú þarft hópferðabíl fyrir hóp af leikskólabörnum eða leiðsögumann fyrir helgarferð saumaklúbbsins á Ísafjörð, getum við aðstoðað þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að setja saman skemmtilega ferð á sanngjörnu verði. Við útvegum einnig rútur með aðgengi fyrir fatlaða, í lengri eða styttri ferðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Niflheimar ehf.
Breiðabólsstaður, 781 Höfn í HornafirðiVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Southcoast Adventure
Ormsvöllur 23, 860 HvolsvöllurSouthcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
Ferðaskrifstofan Nonni
Brekkugata 5, 602 AkureyriFerðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
- Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
- Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
- Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Iceland by Guide
Skólavörðustígur 30, 101 ReykjavíkViltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.
Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.
Iceland Planet
Greniteigur 36, 230 ReykjanesbærVið bjóðum þér að ferðast um Ísland á afar einfaldan hátt. Þetta er þitt tækifæri til að upplifa Ísland frá nýju sjónarhorni.
Góð og persónuleg þjónusta
Rally Palli / Páll Halldór Halldórsson
Hæðarseli 16, 109 ReykjavíkRally Palli bíður uppá prívat ferðir um hálendið, bæði dagsferðir og/eða lengri ferðir, allt eftir óskum viðskiptavinar.
Hefur til umráða nokkrar stærðir af bílum.
Hikið ekki við að hafa samband hér og berið fram óskir ykkar.
Iceguide
Hrísbraut 3, 780 Höfn í HornafirðiIceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.
Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
Glaciers and Waterfalls
Kópavogsbraut 10, 200 KópavogurVið, hjá Glaciers and Waterfalls, elskum ævintýraferðir og erum staðráðin í að veita viðskiptavinum frábæra upplifun. Með ástríðu okkar og þekkingu á landinu veitum við fóki meiri upplifun og tengjum það sérstakri menningu okkar.
Markmið okkar er að veita einstaka upplifun, framúrskarandi þjónustu og skapa frábærar minningar.
- Glaciers and Waterfalls býður upp á hágæða ævintýra og skoðunarferðir.
- Við bjóðum upp á fámenna hópa og persónuleg tengsl við viðskiptavini.
- Reyndir leiðsögumenn leiða hópinn, fræða um staðhættir og segja sögur af fólki og vættum.
Glacier and Volcano expeditions
Malarás, 785 ÖræfiVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjallafélagið
Skeifan 19, 108 ReykjavíkVið sérhæfum okkur í ferðum á hæstu og erfiðustu tinda landsins en bjóðum einnig upp á æfingagöngur á lægri og auðveldari fjöll. Fagmennska á öllum sviðum er leiðarljósið okkar. Við leggjum metnað okkar í að fjallafélagar njóti ferðarinnar með okkur og upplifi samspil manns og náttúru á sterkan og jákvæðan hátt.
Into the Wild
Fagrabrekka 20, 200 KópavogurInto The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.
Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Westfjords Adventures
Þórsgata 8a, 450 PatreksfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Opnunartímar;
Mán - Fös 08:00 - 17:00
Lau + Sun 10:00 - 12:00
Glacier Adventure
Hali, 781 Höfn í HornafirðiGLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.
Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.
Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is
Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.
Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.
Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.
Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.
Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure
Wild Westfjords
Pollgata 2, 400 ÍsafjörðurVið bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland
Norðurvangur 44, 220 HafnarfjörðurIceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.
Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.
Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .
Arctic Exposure
Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 KópavogurArctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.
Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.
Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.
Atlantsflug - Flightseeing.is
Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 ÖræfiAtlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.
Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.
Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.
Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.
Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
Arctic Adventures
Köllunarklettsvegur 2, 104 ReykjavíkArctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
Iceland South Coast Travel
Lambastaðir, 801 SelfossIceland South Coast Travel er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja og selja jeppaferðir með faglærðum leiðsögumönnum. Algengustu ferðirnar eru um hálendi Íslands eins og til Landmannalauga, Fjallabaksleið eða í Þórsmörk, einnig sívinsælar dagleiðir eins og Gullni hringurinn, Vestmannaeyjar og Suðurstörndin. Á heimasíðunni okkar er að finna dagsferðir og skipulag þeirra í smáatriðum en við getum skipulagt ferð eftir áhugasviði hver og eins.
Iceland Untouched
Meistaravellir 11, 107 ReykjavíkAllar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.
Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu. Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.
Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.
Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:
info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157
SuperTravel - Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
, 810 HveragerðiSuperTravel býður upp á úrval sérferða og hópferða með árstíðabundnu þema. Ferðirnar eru í fylgd með lærðum leiðsögumanni sem einnig er atvinnubílstjóri.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
ONE LUXURY
Skútuvogur 8, 104 ReykjavíkOne ehf was founded in August 2021 and the main purposes of the company are transportation
of passengers, car rental and specialized security.
One ehf is owned by Höldur ehf (55%), Gottskálk Þ. Ágústsson (15%), Haukur B. Sigmarsson (15%) and Sigurður J. Stefánsson (15%).
One ehf is registered at Tryggvabraut 12, 600 Akureyri but the office and main operation is at Skútuvogur 8, 104 Reykjavík.
One ehf does not own any vehicles by itself, but instead leases and rents vehicles from Höldur ehf.
One ehf is an Authorized Day Tour Provider by The Icelandic Tourist Board.
One ehf holds a licence for Professional Security Services for individuals and private events, issued by The National Commissioner of the Police.
One ehf
offers the following services:
Airport
transfers
Point to
point transfers
Chauffeur
service
Private Day
Tours
Personal
Security Services
Security for
Private Events and Access Control.
Transport
coordination for large groups or events.
Vehicle
categories:
Luxury Sedan
(Audi A8L or similar)
Business SUV
(Land Rover Discovery/BMW X5/Mercedes-Benz GLE)
Business
Minivan (Mercedes-Benz V-Class)
Modified 4x4 (Toyota Land Cruiser "35)
One ehf is primarily a „business to business“ company, supplier of service for other companies, like hotels, DMC´s and travel agencies.
Moonwalker ehf.
Leirubakki 20, 109 ReykjavíkVið erum margverðlaunað ferðafyrirtæki sem leggur áherslu á að veita ferðalöngum einstaka og ógleymanlega upplifun þegar þeir skoða töfrandi náttúrufegurð Íslands. Með teymi löggiltra faglegra ferðamannaleiðsögumanna og reyndra leitar- og björgunarbílstjóra við stjórnvölinn, störfum við stolt sem fullgildur leyfishafi frá Ferðamálastofu og vottun frá Félagi fjallaleiðsögumanna og Félagi leiðsögumanna. Moonwalker býður upp á úrval af spennandi ferðum sem ætlað er að sýna stórkostlega fegurð landsins í nýju ljósi. Með áherslu á frábæra þjónustu, sérsniðna nálgun og ástríðu fyrir ævintýrum, er Moonwalker fullkominn kostur til að búa til ógleymanlegar minningar.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Tungusveit, 560 VarmahlíðBakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
EagleRock tours
Arnardrangur, 881 KirkjubæjarklausturVið hjá Eagle Rock erum lítið fjöldskyldufyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref og bjóðum uppá fjörhjólaferðar fyrir smærri hópa ( max 12 manns, 6 hjól). Förum í gegnum margbreytilegt landslag Íslands og endum á svörtum fjörum hjá elsta stálvita landsins.
Einnig bjóðum við upp á fjölbreyttnar jeppaferðar um hálendið. Ef áhugi er til staðar sendið okkur línu og við skipuleggjum ferð fyrir þig
Bjóðum við einnig upp á stutta göngutúra fyrir börn á hestbaki og fyrir fólk að koma niður í hesthús að spjalla við hrossin. Ef um reyndan knapa er að ræða er möguleiki á að fara í skemmtilegan reiðtúr
Ýma - Nature Explorer / Iceland Private Tours
Árakri 18, 210 GarðabærÝma - Nature Explorer er lítil og persónuleg ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi. Við deilum ástríðu ykkar á náttúru og ferðalögum. Hjá Nature Explorer er lögð áhersla á einstaklings- og fjölskylduferðir á Íslandi – litlir hópar, stór ævintýri.
Óskir þú eftir að upplifa íslenska náttúru, þá leggjum við áherslu á litla hópa, við getum sérsniðið ferðina eftir þínum óskum, við höfum mikla þekkingu á áfangastöðunum og framúrskarandi leiðsögumenn.
Sjá einnig: www.icelandprivatetours.is eða hafið samband í gegnum netfangið: info@icelandprivatetours.is
Nature Explorer býður upp á jeppaferðir um Ísland, bæði dagsferðir frá Reykjavik og sérsniðnar lengri ferðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland Fishing Guide
Hrafnagilsstræti 38, 600 AkureyriVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sjá einnig www.icelandicadventures.is
Askja - Mývatn Tours
Arnarnes, 660 MývatnÖskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu.
Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið.
Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda.
Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil.
Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.
Into the Glacier
Skútuvogur 2, 104 ReykjavíkInto the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.
Við bjóðum upp á:
Activity Iceland
Koparslétta 9, 116 ReykjavíkActivity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land.
Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.
Inspiration Iceland
Knarrarberg, 601 AkureyriInspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög. Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.
Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66° North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Nordic Natura
Meiðavellir, Kelduhverfi, 671 KópaskerGullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.
Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk
Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.
Tímabil: júní – september
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Dagsferðir með Nordic Natura
Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.
Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)
Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
Iceak
Draupnisgata 7, 603 AkureyriIceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á.
Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar.
Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði.
Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á:
Fleiri ferðir koma fljótlega.
ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum.
Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.
IC Iceland
Sandavað 11-308, 110 ReykjavíkIC Iceland býður ævintýra ferðir um íslenskt landslag. Í sérhönnuðum ofur-jeppum ferðumst við um landið okkar og njótum óspilltrar náttúrufegurðar sem Ísland eitt býður upp á.
IC Iceland sem ferðaþjónusta og ferðaskrifstofa bjóðum við margskonar þjónustu: Staðlaðar dags- og fjöldagaferðir, sérhannaðar ferðir, gönguferðir, hvataferðir, ljósmyndaferðir og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Imagine Iceland Travel ehf.
Laxagata 4, 600 AkureyriImagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna, Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu.
Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr, matur, menning og margt fl.
Dæmi um ferðir.
Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss)
Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss)
Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð)
Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn )
Northern Lights ( Norðurljósaferð)
Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð )
Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)
Iceland Premium Tours
Árskógar 5, 109 ReykjavíkIcelandPremiumTours bjóða uppá ævintýra ferðir nánast hvert sem er i þægilegum breyttum jeppum og öðrum farartækjum.
Hafið samband og njótið bestu kjara sem völ er á. Góður afsláttur auk ferðagjöf.
Guðmundur Jónasson ehf.
Vesturvör 34, 200 KópavogurGuðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa.
Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að hálendisferðum.
Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:
- dagsferðir
- lengri ferðir
- tjaldferðir
- trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
- innanbæjarskutl og margt fleira.
Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni.
Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel)
Vatnajökull Travel
Bugðuleira 3, 780 Höfn í HornafirðiVatnajökull Travel er ferðaþjónusta er Guðbrandur Jóhannsson stofnaði í júlí 2005. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sérhæfir sig í ferðum í og við Vatnajökul allt árið um kring.
Yfir sumarmánuðina (júní fram í ágúst) eru í boði magnaðar jöklaferðir á snjóbíl og ógleymanleg sigling um Jökulsárlón í kjölfarið. Ekki er síðri upplifun að sjá norðurljósin bera við jökulinn á skammdegiskvöldum (október - apríl)! Eftir ævintýraferðir vetrarins býðst gestum að taka sér bað í hveralaug og njóta lífsins og góðra veitinga. Vatnajökull Travel býður hvers ferðir sem sérsniðnar eru að óskum einstaklinga og hópa.
Skoðunarferðir skv. beiðni allt árið.
Boreal
Austurberg 20, 111 ReykjavíkFerðaþjónusta Þ.I.Þ. / Boreal er áreiðanlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í 4x4 Jeppaferðum. Við bjóðum upp á ýmiskonar ævintýraferðir allt árið um kring, jöklaferðir, jarðfræðiferðir, ljósmyndaferðir o.fl.
Jepparnir eru af ýmsum stærðum til að mæta óskum viðskiptavina, allt eftir því hversu stór hópurinn er og hvert skal haldið.
Mottó fyrirtækisins er: Þekking, reynsla, þjónusta.
Top Mountaineering / Top Trip
Hverfisgata 18, 580 SiglufjörðurFörum með hópa eða einstaklinga um Siglufjarðarfjöll, Fljót og Héðinsfjörð. Fjöllin í kringum Siglufjörð eru einstök með sínar sæbröttu hlíðar, egghvassa toppa, hyrnur og hnakka. Fjöllin henta vel til útivistar og hægt er að bjóða upp á alls kyns möguleika allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða. Hægt er að ganga eftir gömlum kinda og reiðslóðum, láta hugann reika til fortíðar og hugsa sér lífsbaráttu fólksins sem fór um þessar götur. Líka er hægt að fara ótroðnar leiðir t.d. eggjagöngu eftir fjöllunum, láta reyna á þolrifin eða ganga fjörur eða nánasta umhverfi .
Við bættum við okkur kayak í vor, bjóðum upp á 1-2 og 3 tíma ferðir með leiðsögumanni.
Leggjum til allan búnað undir og yfirgalla, vetlinga skó og vesti, höfum öll tilskilin leyfi frá Samgöngustofu.
Skipuleggjum ferðir fyrir hópa jafnt sem einstaklinga.
Trans - Atlantic
Síðumúli 29, (2 hæð til hægri), 108 ReykjavíkFerðaskrifstofan Trans-Atlantic veitir alla almenna þjónustu vegna sölu og bókanna á ferðum erlendis, bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki / stofnanir.
Þá sérhæfum við okkur í skipulagningu hvataferða, árshátíðaferða erlendis og útskriftarferða bæði fyrir menntaskóla og háskóla.
Vinsamlegast hafið samband til að fá tillögur að ferðum og tilboð frá okkur.
Ferðaskrifstofan er sú eina sem hefur í meira en áratug skipulagt og haldið uppi flugi frá öllum þremur völlum landsins, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum og hefur í gegnum árin flutt tugi þúsunda farþega erlendis.
Opnunartími er 10 - 17 alla virka daga, allt árið
Norse Adventures
Álfhella 4, 221 HafnarfjörðurVið erum lítið fjölskyldurekið fyrirtæki með mikla ást á náttúru og fegurð Íslands og ekkert gleður okkur meira en að geta deilt földum perlumm og sögunum okkar með þér!
Markmið okkar er að gera hverja upplifun að draumi. Við erum mjög sveigjanleg og elskum að sérsníða ferðir okkar að þörfum hvers og eins. Ekkert af því sem við gerum er meitlað í stein og við erum alltaf að leita leiða til að auka ánægjuna.
Gistiheimilið Dynjandi
Dynjandi, 781 Höfn í HornafirðiDynjandi Gistiheimili er staðsettur rétt við Höfn í Hornafirði, á milli Höfn og Stokksnesi. Þarna er hægt að gista í fögru og rólegu umhverfi. Gistiheimili býður upp á alls 3 2ja manna herbergi með 3 sameiginlegu baðherbergi. Handlaugar, hraðsuðuketill, te og kaffi og vatn eru í hverju herbergi Morgunverður og aðgangur að internetinu er innifalinn í verði. Það er ekki til eldhus, en örbylgjuofn, hraðsuðuketill i hverju herbergi og ískápur. Margir matsölustaðir og kaffihús eru á Höfn, en þangað er um 5 mín akstur.
Frábært tækifæri til að upplífa Suðausturland, skoða Jökulsárlón, Stafafell, Stokksnes, Papós, Lónsöræfi ofl.!
KIP.is
Álfasteinn, 650 LaugarÉg heiti Kristinn Ingi Pétursson og er leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands. Ég er ferðaskipuleggjandi með dagsferðir á norðurlandi á breyttum bílum. Sérsvið mitt er Öskjuferðir, Mývatnssvæðið, Flateyjardalur og Þingeyjarsýslur í heild sinni ásamt því að vera lærður landsleiðsögumaður.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Eastfjords Adventures
Strandarvegur 27, 710 SeyðisfjörðurEastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.
Við bjóðum upp á
- Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
- Kayak ferðir á firðinum
- Rafmagnshjólaferðir
- jeppaferðir
- Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum
Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar
Icelandic Mountain Guides
Klettagarðar 12, 104 ReykjavíkÍslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.
Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.
Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.
Ferðaúrval:
Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.
Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).
Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.
Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.
Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.
Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.
Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.
Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.
Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
Eldfjallaferðir
Víkurbraut 2, 240 GrindavíkDaglegar ferðir:
Luxus jeppar 7 farþega
- Eldfjallaferð Eyjafjallajökull - Þórsmörk
- Eldfjallagarðurinn Reykjanesskaginn
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin
Smá-rútur fjórhjóladrifnar 8 farþega
- Samsett ferð (Combo Trip) - Gullni hringurinn + Bláa lónið
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin
Farþegar eru sótt beint frá hótelum:
Reykjavík, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi.
Fyrir hópa: Starfsmannaferðir, Árshátíðir, Hvataferðir, Hellaskoðun.
Flagghúsið fyrir fundi, ráðstefnur og veislur.
Húsið rúmar allt að 48 matargesti í sæti.
Leitið tilboða
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Öræfaferðir
Ingólfshöfðabílastæði, 785 ÖræfiÖræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.
Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.
Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.
Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.
Ferðir í boði á sumrin:
Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.
Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið
Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.
Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.
Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.
Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst
LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM
Lengd: 2 og 1/2 tími í allt
Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).
Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.
Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is
Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.
Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.
Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.
Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is
Glacier Paradise
Ennisbraut 21, 355 ÓlafsvíkViltu upplifa leyndardóma Snæfellsjökuls? Komdu og skoðaðu útsýnið og fegurðina sem Snæfellsjökull hefur uppá að bjóða. Að vera þarna og horfa yfir Breiðafjörðinn og Vesturlandið er bara ekki lýsandi fegurð sem er þarna.
Erlingur Gíslason / Toptours
Þrúðvangur 36a, 850 HellaVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Litlu Leyndarmálin
Kveldúlfsgata 22, 310 BorgarnesIcelands little secret eða litla leyndamálið er fjölskyldurekið ævintýrafyrirtæki, staðsett í Borgarnesi. Ferðasvæðið er vesturland og ferðinar sem að við bjóðum uppá eru göngu og jeppaferðir ásamt hjólaferðum á breiðdekkja rafmagnsfjallahjólum.
Ævintýraleg upplifun á Íslandi. Við skipuleggjum ferðir með þér eða tökum þig á staði sem að þú hefur ekki upplifað áður, ásamt því að fræða þig um svæðið sem að farið er á.
Sportferðir ehf.
Ytri-Vík / Kálfsskinn, 621 DalvíkSportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa. Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7 fullbúin sumarhús.