Fara í efni

Refir

Heimskautarefurinn er eina spendýrið á Íslandi sem hefur komið hingað til lands án hjálpar mannsins. Stór hluti íslenska tófustofnsins er á Vestfjörðum og halda dýrin mikið til í kringum stór fuglabjörg og strendur. Að vetrinum til er refurinn hvítur en verður brúnn á sumrin. Refurinn var friðaður á Hornströndum árið 1995 og er orðinn ansi gæfur á svæðinu. Melrakkasetrið í Súðavík er helgað refnum og má þar sjá yrðlinga í girðingu að sumri til.