Fara í efni

Á á Skarðsströnd yfir á Vog á Fellströnd

Búðardalur

Breiðafjörður hefur verið þekktur sem „matarkista Íslands" í gegnum aldirnar og eru eyjarnar í firðinum taldar óteljandi. Mikla sögu er þar að finna og er nokkuð um umferð í firðinum yfir sumartímann en fjölmörg sumarhús er þar að finna og einnig eru skoðunarferðir um eyjarnar í miklum vinsældum. Við Á á Skarðsströnd er að finna tjaldsvæði og þjónustuhús en á Vogi er að finna stórglæsilegt sveitahótel. 

Hægt er að hafa upphaf göngu við Á á Skarðsströnd eða við Vog á Fellsströnd. Gengið er þá út á Klofning en þaðan er stórbrotið útsýni yfir Breiðafjörð og Hvammsfjörð. Á gönguleiðinni sjálfri eru nokkur falleg vötn og skemmtileg náttúra. Við Vog á Fellsströnd er að finna sveitahótel og á Á á Skarðsströnd er að finna tjaldsvæði ásamt samkomuskemmu. Engar merkingar er að finna á gönguleið, sumsstaðar er leiðin ógreinileg og hafa ber í huga að það þarf að vaða/hoppa yfir eina á á leiðinni. 

  • Staðsetning: Skarðsströnd/Fellsströnd, Dalabyggð
  • Vegnúmer að upphafspunkti: Klofningsvegur (nr. 590)
  • Erfiðleikastig: Krefjandi
  • Lengd: 22.50 km 
  • Hækkun: 889 metrar
  • Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni
  • Tímalengd: 7 klst.
  • Tegund jarðvegar: Smáir steinar, graslendi, stór grjót, þúfur, mýri og blandað efni
  • Hindranir á leið: Þrep eða hjalli sem þarf að stíga upp á og óbrúaðir lækir
  • Hættur á leið: Berghrun, vað og vindur.
  • Þjónusta á svæðinu: Það er þjónusta á Á Skarðsstrandar megin og á Vogi Fellsstrandarmegin
  • Lýsing: Engin lýsing
  • Árstíð: Gönguleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. vegna ófærðar yfir vetrarmánuði
  • GPS hnit upphafspunktar: Við Krossá: N65°15.7793 W022°20.7537
  • GPS hnit endapunktar: Við Vog: N65°10.5871 W022°21.9751