Fara í efni

Sólheimajökull

Vík

Sólheimajökull er skriðjökull sem skríður frá norðvestanverðum Mýrdalsjökli. Jökullin er mjög næmur fyrir veðurfarsbreytingum og breytist jökulsporðurinn fljótt í kjölfar veðurbreytinga. Frá jöklinum rennur Jökulsá á Sólheimasandi, sem var ein mannskæðasta á landsins á fyrr öldum. Jökullinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna til að skoða fallegt umhverfi hans eða prófa jöklagöngu og ísklifur. 

Miklar og örar breytingar hafa orðið á skriðjöklinum síðustu ár og eitt skýrt dæmi um það er hin aukna vegalengd sem stíga þarf til að nálgast jökulsporðinn. 

Sólheimajökull hefur lengi verið rannóknarefni jöklafræðinga en jöklarannsóknir geta sagt okkur mikið um loftslag og loftslagsbreytingar í gegnum aldirnar, en jökulsaga Sólheimajökuls er um margt óvanaleg þegar borið er saman við aðra íslenska jökla. 

Fyrir rúmum hundrað árum lá jökulsporður Sólheimajökuls töluvert framan við núverandi bílastæðin