Fara í efni

Brúarhlöð

Flúðir

Brúarhlöð nefnist efsti hluti af 10 km löngum gljúfrum í Hvítá. Áin hefur grafið farveg sinn í þursaberg og í því eru ýmsar
klettamyndanir og skessukatlar. Í ánni eru tveir þursabergsdrangar sem kallast Karl og Kerling. Trébrú yfir Brúarhlöð var fyrst byggð árið 1906 tilefni af heimsókn Friðriks VIII Danakonungs til Íslands 1907, en þá var dýrasti vegur Íslandssögunnar Kóngsvegur lagður um Uppsveitir Árnessýslu. Konungur ásamt föruneyti reið yfir brúna við Brúarhlöð.