Fara í efni

Gljúfursárfoss

Vopnafjörður

Gjúfursárfoss í sunnanverðum Vopnafirði fellur fram í litfögru gljúfri rétt fyrir neðan bílastæðið. Fossinn er glæsilegur er hann fellur um 45 metra ofan í gilið.  

Gljúfursá var á fyrri tíð mikill farartálmi þegar ferðast þurfti austur fyrir Hellisheiði eystri. Mörg slys urðu þegar fólk var að reyna að þvera hana fótgangandi eða á hestum. Ef gengið er frá bílastæði upp með ánni er komið að gömlu brúnni yfir Gljúfursá. Þar má sjá hleðslur frá fyrstu brúnni sem var byggð yfir ána rétt um aldamótin 1900 og þótti þá mikið mannvirki. 

Sagt er að fyrsta brúin yfir ána hafi verið byggð í kjölfar banaslyss sem þar átti sér stað þegar maður á hesti freistaði þess að komast yfir ána að vetri til.  

Frá bílastæðinu liggur einnig merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og um Drangsnes.