Fara í efni

Deildartunguhver

Reykholt í Borgarfirði

Deildartunguhver í Borgarfirði er vatnsmesti hver í Evrópu. Hitastig vatnsins er 100° og úr hvernum koma um 180
lítrar af heitu vatni á sekúndu.  

Frá Deildartunguhver, sem er friðaður, liggur ein lengsta jarðahitavatnslögn í heimi um 64 kílómetra leið til Akranes. Hitaveita var stofnuð árið 1979 um notkun á vatninu sem hitar upp hús frá Borgarfirði að Akranesi.  

Hverinn er hluti af langstærsta jarðhitakerfi Borgarfjarðar, sem kennt er við Reykholtsdal, sem er það öflugasta á Íslandi, ef litið er til náttúrlegs yfirborðsjarðhita, og kemur nær helmingur þess vatnsrennslis er úr hvernum.  

Afbrigði af burknanum Skollakambi, vex við hverinn. Hefur hann fengið heitið Tunguskollakambur því talið er að þetta afbrigði sé hvergi annars staðar að finna og eigi ekki sinn líka í veröldinni. Hann er friðaður.  

Bílastæði eru á staðnum.