Heinaberg
Höfn í Hornafirði
Heinaberg er fallegt landsvæði þar sem bæði er að finna Heinabergsjökull og jökullónið Heinabergslón. Í lóninu er hægt að sigla á kajak innan um ísjaka og stórkostlegt landslag á sumrin. Heinaberg er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Heinabergslón er aðgengilegt á bíl og er oftar en ekki skreytt stórum ísjökum sem brotnað hafa af Heinabergsjökli. Á svæðinu eru kjöraðstæður fyrir göngufólk þar sem þar eru margar áhugaverðar gönguleiðir þar sem bjóða gestum upp á að ganga fram á fram á fossa, gil, storkuberg, og jafnvel sjá hreindýr.