Fara í efni

Laufskálavarða

Kirkjubæjarklaustur

Laufskálavarða er hraunhryggur með vörðuþyrpingum umhverfis, milli Hólmsár og Skálmar, við þjóðveginn norðan byggðar í Álftaveri. Hver sá sem fór í fyrsta sinn um Mýrdalssand skyldi hlaða vörðu sér til fararheilla.

Við Laufskálavörðu er útsýnispallur uppi á þaki lítils þjónustuhúss þar sem sést vel til Mýrdalsjökuls og eldstöðvarinnar Kötlu.